• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Játningarmál
  • Fangelsi
  • Svipting ökuréttar
  • Umferðarlagabrot
  • Upptaka
  • Vörslur
  • Ökuréttarsvipting

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 19. september 2018 í máli nr. S-318/2018:

Ákæruvaldið

(Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari)

gegn

Daníel Frey Kristínarsyni

 

Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. maí 2018, á hendur Daníel Frey Kristínarsyni, kt. 000000-0000, Tryggvagötu 14. 101 Reykjavík, fyrir eftirtalin brot, framin sunnudaginn 6. ágúst 2017:

 

1.    Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 6. ágúst 2017, ekið bifreiðinni [---] sviptur ökurétti suður Katrínartún og að Brautarholti í Reykjavík, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 95 ng/ml, kókaín 40 ng/ml og tetrahýdrókabbabínól 6,0 ng/ml).

 

Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 100. gr. sömu laga.

 

2.    Fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 1,75 g af kókaíni og 0,49 g af marijúana sem ákærði geymdi í buxnavasa og fundust við leit lögreglu á lögreglustöð í kjölfar afskipta sem frá er greint í 1. tölul. ákæru.

 

Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Loks er þess krafist að gerð verði upptæk 1,75 g af kókaíni og 0,49 g af marijúana, sbr. 2. tölul. ákæru, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.

 

 

Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa.

 

Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

Ákærði er fæddur í maí 1982.  Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 24. maí 2018, var honum gerð sektarrefsing vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna með dómi, 10. júní 2011. Þá gekkst ákærði undir sektarrefsingu með lögreglustjórasátt vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, 22. apríl 2015.

Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga

Með vísan til lagaákvæða í ákæru, einkum 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja.

Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 1,75 g af kókaíni og 0,49 g af marijúana, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

Ákærði greiði 299.846 krónur í sakarkostnað.

Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari.

Lilja Rún Sigurðardóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

 

                                                   D Ó M S O R Ð:       

Ákærði, Daníel Freyr Kristínarson, sæti fangelsi í 30 daga

Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja.

Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 1,75 g af kókaíni og 0,49 g af marijúana.

Ákærði greiði 299.846 krónur í sakarkostnað.

 

Lilja Rún Sigurðardóttir