• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni

D Ó M U R

Héraðsdóms Suðurlands miðvikudaginn 4. apríl 2018 í máli nr. S-4/2018:

 Ákæruvaldið

(Arndís Bára Ingimarsdóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

Ólafi Andra Gunnarssyni

 

Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 8. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 29. desember 2017 á hendur Ólafi Andra Gunnarssyni,  Ásgerði 3, 310 Borgarnesi,   

 

I.

fyrir fíkniefnalagabrot

með því að hafa síðdegis sunnudaginn 6. ágúst 2017 haft í vörslum sínum í dreifingarskyni samtals 13,54 grömm af kókaíni en efnin fundust í lyfjaglasi í nærbuxum ákærða við leit lögreglu við almennt fíkniefnaeftirlit á Lundanum, Kirkjuvegi 21 í Vestmannaeyjum.

(Mál nr. 319-2017-3225)

 

Telst þetta varða við 2., sbr., 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum.

 

II.

fyrir fíkniefnalagabrot

með því að hafa síðdegis sunnudaginn 6. ágúst 2017 haft í vörslum sínum 0, 93 grömm af hassi og 0,55 grömm af maríhúana en efnin fundust buxnavasa ákærða við leit lögreglu við almennt fíkniefnaeftirlit á Lundanum, Kirkjuvegi 21 í Vestmannaeyjum.

(Mál nr. 319-2017-3225)

 

Telst þetta varða við 2., sbr., 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á samtals 13,54 grömmum af kókaíni, 0,93 grömmum af hassi og 0,55 grömmum af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. nefndra laga um ávana- og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. nefndrar reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

 

Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 20. febrúar sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu.

Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til sakaferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu.

Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

D ó m s o r ð :

Ákærði, Ólafur Andri Gunnarsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum.

Gerð eru upptæk 13,54 g af kókaíni, 0,93 g af hassi og 0,55 g af marihuana.

 

 

                                                                        Sigurður G. Gíslason