• Lykilorð:
  • Bókhaldsbrot
  • Hegningarauki
  • Játningarmál
  • Fangelsi og sekt
  • Hluti refsingar skilorðsbundinn og hluti óskilorðsbundinn
  • Skilorðsrof

D Ó M U R

Héraðsdóms Suðurlands fimmtudaginn 17. maí 2018 í máli nr. S-77/2018:

Ákæruvaldið

(Sigríður Árnadóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

Kristni Pálssyni

 

Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 3. maí sl., er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 12. apríl sl., á hendur Kristni Pálssyni, til heimilis að Hólsbraut 23, Grímsnes- og Grafningshreppi,  

 

fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í eigin atvinnurekstri, með því að hafa:

 

1.  Eigi staðið ríkissjóði skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma fyrir greiðslutímabilin ágúst, september og nóvember rekstrarárið 2015 og apríl rekstrarárið 2016 og eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna hans vegna greiðslutímabilanna apríl rekstrarárið 2015 til og með apríl rekstrarárið 2016, samtals að fjárhæð kr. 11.612.472, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

 

Árið 2015

 

apríl

kr.

845.812

 

maí

kr.

889.310

 

júní

kr.

1.037.772

 

júlí

kr.

1.083.695

 

ágúst

kr.

1.049.079

 

september

kr.

1.035.967

 

október

kr.

837.075

 

nóvember

kr.

1.029.269

 

desember

kr.

644.822

 

kr.

8.452.801

 

 

Árið 2016

 

janúar

kr.

717.993

 

febrúar

kr.

702.890

 

mars

kr.

901.083

 

apríl

kr.

837.705

 

kr.

3.159.671

 

 

Samtals

kr.

11.612.472

 

 

 

 

 

2.  Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu á lögmæltum tíma fyrir uppgjörstímabilið nóvember – desember rekstrarárið 2015 og eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfseminni uppgjörstímabilin nóvember – desember rekstrarárið 2014,
mars – apríl til og með nóvember – desember rekstrarárið 2015 og janúar – febrúar rekstrarárið 2016, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 11.865.282, sem sundurliðast sem hér greinir:

 

Árið 2014

nóvember – desember

kr.

   2.482.574    

Árið 2015

mars – apríl

kr.

   1.950.873    

maí – júní

kr.

   1.166.950    

júlí – ágúst

kr.

   1.140.433    

september – október

kr.

   1.979.880    

nóvember – desember

kr.

   2.264.982    

   8.503.118    

Árið 2016

janúar – febrúar

kr.

      879.590    

Samtals

kr.

 11.865.282    

 

Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995 og 1. gr. laga nr. 134/2005.

 

Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005.

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Ákærði mætti við þingfestingu málsins og lýsti yfir að hann óskaði ekki eftir skipun verjanda. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði einu sinni áður sætt refsingu. Ákærði var þann 5. maí 2015 fundinn sekur um meiriháttar skattalagabrot og honum gert að sæta fangelsi í sjö mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til þriggja ára. Þá var ákærða og gert að greiða sekt að fjárhæð 33.150.000 kr.

Brot það sem ákærði er nú fundinn sekur um er að hluta til framið fyrir uppkvaðningu framangreinds dóms. Þá er og ljóst að ákærði hefur með broti sínu rofið skilorð framangreinds dóms. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ber að taka framangreinda fangelsisrefsingu upp og dæma með hinu nýja broti, og ákveða refsingu ákærða í einu lagi með vísan til 77. og 78. gr. sömu laga. 

 Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til þess að ákærði hefur frá upphafi játað brot sitt skýlaust, þykir rétt að fresta fullnustu hluta refsingarinnar líkt og greinir í dómsorði.

Þá verður ákærða jafnframt gert að greiða sekt til ríkissjóðs, sem þykir að virtum brotum hans hæfilega ákveðin 47.000.000 kr. Með vísan til 53. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og að því virtu að ákærða er nú dæmdur hegningarauki við eldri dóm þykja ekki efni til að gera ákærða vararefsingu í málinu.

Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu.

Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan.

 

D ó m s o r ð :

Ákærði, Kristinn Pálsson, sæti fangelsi í tólf mánuði, en fresta skal fullnustu níu mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum.

Ákærði greiði 47.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs.

                                                                       

Sólveig Ingadóttir.