Héraðsdómur Suðurlands Dómur mánudaginn 13. maí 2019 Mál nr. S - 77/2019: Lögreglustjórinn á Suðurlandi Elimar Hauksson fulltrúi gegn Bjarna Þór Gylfasyni Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 2. maí sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 14. mars sl., á hendur Bjarna Þór Gylfasyni, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 27. janúar 2019, ekið bifreiðinni um Árveg á Selfossi Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við þingfestingu málsins og lýsti yfir að han n óskaði ekki eftir skipun verjanda. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri san nleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði níu sinnum frá árinu 1991 sætt refsingu. Þann 24. september 2013 var ákærða gerð sekt vegna ölvunaraksturs. Þann 19. júlí 2014 var ákærða gerð sekt vegna ölvunaraksturs. Þá var ákærði fundinn sekur um ölvunarakstur þann 1. 2 febrúar 2018 og honum gert að sæta fangelsi. Að öðru leyti hefur sakaferi ll ákærða ekki áhrif við ákvörðun um refsingu. Refsing ákærða er að virtum sakaferli hans hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að árétta ævilanga ökuréttarsviptingu ákærða. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 43.153 kr. Írena Eva G uðmundsdóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Bjarni Þór Gylfason, sæti fangelsi í 60 daga. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði allan sakarkostnað samtals 43.153 krónur. Írena Eva Guðmundsdóttir.