D Ó M U R 30. apríl 2019 Mál nr. S - 42/2019: Ákærandi: Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari) Ákærði: Arnis Simanovs Dómari: Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður dómara 1 D Ó M U R Héraðsdóms Vesturlands 30 . apríl 2019 í máli nr. S - 42/2019: Ákæruvaldið (Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari) gegn Arnis Simanovs Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 2 8 . mars 2019 á hendur ákærða, Arnis Simanovs , kt. ... , Heiðmörk 41 , H veragerði . Málið var dómtekið 15. apríl 2019. umferðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 24. febrúar 2019 ekið bifreiðinni PM764 , óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa og sviptur öku réttindum, á Vesturlandsvegi uns lögreglan stöðvaði aksturinn á móts við athafna svæði Atlantsolíu í Borgarbyggð. Framangreind brot ákærða teljast varða við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök í ákæ ru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru Samkvæmt fram lögðu sakavottorði hefur ákærði níu sinnum áður sætt refsingu, í öll skiptin vegna ölvunaraksturs og þar af sjö sinnum jafnframt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þann 9. desember 2009 var ákærða gerð sekt vegna ölvunaraksturs. Þann 9. janúar 2014 var ákærða gerð sekt, meðal annars vegna ölvunaraksturs. Þann 19. maí sama ár var ákærði dæmdur til fangelsisrefsingar vegna ölvunaraksturs og aksturs sviptur ökurétti. Var hann þá jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Þann 30. september sama ár var ákærða dæmdur heg ningarauki vegna ölvunaraksturs og aksturs sviptur ökurétti. Þann 3. september 2015, var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga, 2 vegna ölvunaraksturs, sem varðaði við 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga, sem og vegna aksturs sviptur ökurétti. Var þá jafnfra mt áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Þann 10. maí 2017, var ákærða gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði, vegna ölvunaraksturs og aksturs sviptur ökurétti. Var þá aftur áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Þann 19. maí sama ár, var ákærða dæm dur hegningarauki vegna ölvunaraksturs, er varðaði við 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga, sem og vegna aksturs sviptur ökurétti. Var ákærða þá gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði og enn áréttuð ævilöng svipting ökuréttar hans. Þann 9. september 2017 var ákærða dæmdur hegningarauki vegna ölvunaraksturs, er varðaði við 3. mgr. 45. umferðarlaga, sem og vegna aksturs sviptur ökurétti. Var honum þá gert að sæta fangelsi í 60 daga og enn áréttuð ævilöng svipting ökuréttar hans. Loks Þann 9 . október 201 8 , var ákærði dæ mdur til að sæta fangelsi í sex mánuði , vegna ölvunaraksturs, sem varðaði við 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga, sem og vegna aksturs sviptur ökurétti . Að framangreindu virtu telst ölvunarakstursbrot ákærða nú ítrekað í sjötta sinn. Þá telst honum í fimmta sinn gerð refsing fyrir aksturs sviptur ökurétti. Refsing ákærða er að virtum sakaferli hans hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða sem í ákæru greinir verður áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, með síðari breytingum, ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, svo sem greinir í dómsorði. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Arnis Simanovs sæti fangelsi í átta mánuði. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 38 . 213 krónur. Guðfinnu r Stefánsson