D Ó M U R 2 9 . maí 2019 Mál nr. S - 54/2018: Ákærandi: Héraðssaksóknari (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) Ákærði: X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.) Dómari: Ásgeir Magnússon dómstjóri 1 D Ó M U R Héraðsdóms Vesturlands 2 9 . maí 2019 í máli nr. S - 54/2018: Ákæruvaldið (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 5. apríl sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 30. ágúst 2018, á hendur á kærða, X... , ... , ... fyrir kynferðisbrot, gegn fyrrum unnustu sinni, A... , kennitala ... , með því að hafa þriðjudaginn 14. mars 2017 sent skilaboð í gegnum samskiptavefinn Facebook til B... vinkonu A... , er innihélt myndir af A... sem sýndu kynfæri henn ar og brjóst, en með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi A... . Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A. .. kt. ... , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 2.500.000 kr. í miskabætur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 14. mars 2017 og þar til mánuður er liðinn frá birtingardegi bótakröfu þessarar, en dráttarvöxtum samkv æmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að mati réttarins Ákærði krefst þess að hann verði sýk naður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og eftir atvikum að hún verði þá bundin skilorði. Þá krefst ákærði þess að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Loks krefst hann h æfilegra málsvarnarlauna úr ríkissjóði. Málsatvik 2 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kom brotaþoli, A... , á lögreglustöð ásamt vinkonu sinni, B... , hinn 14. mars 2017 og tilkynnti að B... hefði fengið sendar nektarmyndir af brotaþola á Facebook. Kvað hún þann sem sendi myndirnar vera fyrrverandi kærasta sinn, ákærða, X... . Þau hefðu verið saman sem par frá því í apríl 2015 til febrúar 2016 og væru myndirnar frá þeim tíma. Tók hún fram að þótt ekki sæist neitt andlit á myndunum væru þetta myndir af henni, enda s jáist á þeim húðflúr sem hún sé með. Brotaþoli kom svo aftur til skýrslutöku sama dag og kom þar fram hjá henni að vinkona hennar hefði komið til sín og sagt sér að ákærði væri að dreifa nektarmyndum af henni. Hefðu myndirnar verið sendar á B... og aðra vi nkonu hennar. Kvaðst brotaþoli sjálf hafa tekið þessar myndir og sent ákærða er þau voru saman, en beðið hann um að eyða þeim, þegar þau slitu sambandinu. Skýrslur ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa verið í föstu sambandi með brotaþola í um þrjá mánuði. Kannaðist hann við að hafa sent kynferðislegar myndir af brotaþola til B... , vinkonu hennar, en þá hefði sambandi hans og brotaþola verið lokið. Hefðu þetta verið myndir sem brotaþoli hefði tekið af sjálfri sér nakinni og sent honum, í upp hafi sambands þeirra, en hún hefði þá verið stödd erlendis. Um ástæðu þess að hann sendi myndirnar áfram til B... sagði ákærði að þá skömmu áður hefðu B... og önnur vinkona brotaþola, E... , ráðist á hann í tvígang á skemmtistað og þá viðhaft þau orð að han n hefði verið það vondur við brotaþola að hann ætti skilið að vera laminn. Hefði hin vinkonan í annað skiptið sparkað í löppina á honum eins og hún ætlaði að fella hann og hann þá labbað í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og lát ið einhver orð í sömu veru falla í hans garð. Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hef ði hann því sent þessar myndir til B... og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði . Tilgangur hans með sendingu myndanna hefði því ekki verið sá að særa blygðunarkennd brotaþola heldur að hindra að vinkonurnar tvær myndu ráðast á hann í komandi framtíð, svo sem hann hefði búist við. Kvaðst ákærði hafa sent þessar myndir til brotaþola þar sem hann hefði reynt árangurslaust að ná sambandi við hana og fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann. 3 Brotaþoli kvaðst hafa þekkt ákærða frá þv í að þau voru lítil. Þau hefðu svo byrjað að vera saman í ágúst 2015 og hefði sambandið enst fram í febrúar 2016. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi, en þau svo ákveðið að láta hvort annað í friði. Kom f ram hjá brotaþola að vinkona hennar, B... , hefði komið heim til hennar og sagt henni frá því að hún hefði fengið umræddar myndir sendar frá ákærða. Þetta hefðu verið tvær eða þrjár myndir af brotaþola nakinni, sem hún hefði sjálf sent ákærða á meðan þau vo ru saman, en hún hefði þá verið búsett erlendis. Andlit hennar hefði ekki sést á myndunum en hins vegar sjáist á þeim húðflúr sem hún sé með á líkamanum. Hefðu þau rætt um það þegar þau hættu saman að þau myndu eyða þessum myndum. Sagði hún að dagana áður en myndirnar voru sendar hefðu engin samskipti verið á milli hennar og brotaþola. Hins vegar hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að ákærði gæti náð í hana. Aðspurð kvaðst brotaþoli kannast við árás sem ákærði hefði orðið fyr ir því að E... , vinkona hennar, hefði sagt henni frá því að hún hefði hitt ákærða niðri í bæ og verið með leiðindi í hans garð. Hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Aðspurð sagði brotaþoli að henni hefði verið misboðið með því að ákærði hefði sent B... umræddar myndir, því að þær hefðu ekki verið henni ætlaðar. Hefðu þessar myndsendingar haft slæm áhrif á líðan hennar, enda hefði henni þótt þær mjög niðurlægjandi. Hún hefði í sjálfu sér enga vissu fyrir því hvert þessar myndir hefðu farið. Kvaðst h ún aðspurð hafa þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar vegna þessa. Vitnið B... , vinkona brotaþola, kvaðst ekki vita hvers vegna ákærði sendi henni umræddar myndir, en hún hefði strax í kjölfarið farið til brotaþola og sagt henni frá því. Hefði s trax komið fram hjá brotaþola hræðsla við að myndirnar hefðu verið sendar einhverjum fleirum. Aðspurð kvað hún ekkert hafa komið upp á milli sín og ákærða áður en myndirnar voru sendar og samskipti milli þeirra hefðu verið lítil sem engin. Kvaðst vitnið ha fa séð hann á djamminu á Akureyri, en þau hefðu bæði búið þar, en ekkert hefði komið þar upp á milli þeirra. Kvaðst hún aðspurð hvorki minnast þess að hafa hitt hann á Pósthúsbarnum stuttu áður né að hafa sparkað í hann. Henni hefði fundist ógeðslegt að fá þessar myndir sendar og að það væri ekkert skárra þótt myndirnar væru af vinkonu hennar. Spurð um það hvernig hún hafi áttað sig á því að myndirnar væru af brotaþola kvaðst hún hafa verið búin að sjá teikningu af húðflúri sem brotaþoli hefði ætlað að fá s ér, sem sæist á myndunum. 4 Vitnið Jóhanna Bergsdóttir sálfræðingur skýrði nánar og staðfesti sálfræðivottorð sem hún ritaði vegna sálfræðimeðferðar brotaþola, dags. 24. júlí 2018. Kom m.a. fram hjá henni að brotaþoli hefði leitað til hennar í apríl 2017 vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort ákærði birti fleiri myndir. Vitnið Svavar M. Einarsson sálfræðingur skýrði nánar og staðfesti sálfræðivottorð sem hann ritaði vegna sálfræðimeðferðar ákærða, dags. 6. mars 2019. Kom fram hjá honum að þetta atvik hefði greinilega haft áhrif á ákærða . Kvað hann ákærða hafa lýst því að hann sæi eftir því sem hann væri sakaður um og að þetta hefði verið dómgreindarleysi af hans hálfu. Niðurstaða Í ákæru er á kærða gefið að sök að hafa með tilgreindr i háttsemi sinni sært blygðunarsemi brotaþola , sbr. 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en samkvæmt þeirri lagagrein skal hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis sæta fangelsi allt að fjórum árum , en fan gelsi allt að sex mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt. Eins og áður er fram komið kannast ákærði við að hafa sent þau skilaboð, ásamt myndum af brotaþola, sem tilgreind eru í ákæru. Segist hann hafa brugðist við með þessum hætti vegna undangenginna á rása tveggja vinkvenna brotaþola á hann, sem hann telji að hafi verið gerðar að undirlagi brotaþola. Hafi hann með þessum sendingum ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir á hann en ekki að valda með þeim opinberri hneykslan eða særa með því blygðunarsemi brotaþola á neinn hátt. Brotaþoli lýsti því fyrir dóminum að umræddar myndsendingar ákærða hefðu haft slæm áhrif á líðan hennar og að henni hefði þótt þær niðurlægjandi. Með hliðsjón af framangreindri játningu ákærða, vitnisburði brotaþola og vinkonu henn ar, B... , og þeim ljósmyndum sem fyrir liggja í málinu vegna umræddra skeytasendinga verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og telst þar réttilega varða við tilvitnaða 209. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt fyrirli ggjandi sakavottorði var ákærða gert hinn 22. júlí 2014 að sæta fangelsi í 30 daga, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt skýrslu sálfræðings, sem ákærði leitaði til í kjölfar umrædds atviks, kemur fram að ákærði hafi vegna þess glímt við mikla vanlíðan og 5 séð mjög eftir því sem gerðist. Með hliðsjón af ofangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum fr á uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Í málinu krefst brotaþoli þess að ákærði greiði henni samtals 2 .500.000 krónur í miskabætur, auk tilgreindra vaxta. Með broti sínu felldi ákærði á sig skyldu gagnvart brotaþola til greiðslu miskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , en hún hefur þurft að glíma við sálrænar afleiðingar brots ákærða, eins og áður hefur verið lýst . Þykja þær bætur hæfilega ákveðnar 250.000 krónur, auk vaxta, eins og nánar greinir í dómsorði, en dráttarvextir dæmast frá 24. nóvember 2018, er mánuður var liðinn frá því að ákærða var fyrst kynnt krafan við þingfestingu málsins. Ákær ði greiði málsvarnarlaun og ferðakostnað skipaðs verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan, en við uppkvaðninguna var gætt ákv. 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, X... , sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A... 250.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. mars 2017 til 24. nóvember 2018, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu lag a frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 700.000 króna málsvarnarlaun og 33.000 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, og 650.000 króna þóknun og 77.720 króna ferðakostnað réttargæslumanns brotaþola, Júlí ar Óskar Antonsdóttur lögmanns. Ásgeir Magnússo n