Ákærði sakfelldur fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi unnustu sinni, sbr. 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, með því að setjast ofan á hana og grípa um háls hennar og taka fyrir munn hennar til að hindra hana í að kalla á hjálp. Ósannað þótti að ákærði hefði verið með hníf og hótað að skera brotaþola á háls. Refsing var ákveðin fangelsi í 4 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára og ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.