Leitarhjálp

Almennt

 

Ítarleitarvélin á dómstólum leitar í dómum frá því að birting dóma á heimasíðu dómstólaráðs hófst í marsmánuði árið 2006 til dagsins í dag. Þá leitar vélin í dagskrárgögnum frá deginum í dag og fram í tímann. Hægt er að sía niðurstöður eftir innihaldi dómstexta, dómstóli, málsnúmerum, málaðilum, lykilorðum, lagagreinum, málaflokki og að lokum tímabili dómsuppkvaðningar/dagskrár, eftir því í hverju leitað er í hverju sinni.

Þó verður að taka fram að málsaðilaleit og leit eftir lagagreinum verður einungis möguleg í dómum sem birtast eftir opnun vefsins í maí 2016.

 

Innsláttarreitir

 

Dómstextareiturinn er frjálst textasvæði, þar sem hægt er að nota tákn og orð til þess að mynda leitarsegðir. Dómstextareitur leitar í dómstexta og málsnúmerum úrlausna, dómsathöfnum, málsnúmerum og málsaðilum dagskrárliða, og að lokum í almennu efni.

 
 
 
Í dómstólafellilistanum er hægt að takmarka leitina við ákveðinn dómstól. 
 
 

Málsnúmerareiturinn  er einnig frjálst textasvæði eins og dómstextareiturinn, og því hægt að slá inn margskonarleitarfyrirspurnir. Málsnúmerin eru skráð á þrennskonar formi:

  • [Málaflokksstafur]-[Málsnúmer með 0-forskeyti]/[Ártal]
  • [Málaflokksstafur]-[Málsnúmer]/[Ártal]
  • [Málaflokksstafur][Ártal][Málsnúmer]

Síðan er hægt að leita að málsnúmerum með wildcard-stjörnu en meira um hana síðar.

 

Lagagreinareiturinn leitar í tengdum lagagreinum dómsúrlausna, og er einnig frjáls textareitur. Hver lagagrein er geymd á forminu

[Ár].[Nr].[Greinarnúmer][Greinarstafur?].[Málsgreinarnúmer?].[Töluliðsnúmer?].[Stafliðsstafur?]

 

 Í lykilorðafellilistanum er hægt að velja eitt eða mörg lykilorð til að leita eftir. Hver dómsúrlausn á sér oftast nokkur skráð lykilorð. Lykilorð eiga hinsvegar ekki við um dagskrárliði.

 

 

 Málsaðilareiturinn leitar að málsaðilum birtra dómsúrlausna sem ekki féllu undir reglur um nafnleynd..

 

 

 

Í málaflokksfellilistanum er hægt að velja einn eða marga málaflokka til að leita eftir. Leitað er í öllum dómsúrlausnum ásamt þeim dagskrárliðum sem hafa málsnúmer.

 

 

 Að lokum er hægt að nota dagsetningarreitinn, þar sem hægt er að sía eftir dómum frá og til dagsetninga. Hægt er að sleppa öðrum hvorum reitnum.

 

Dómstexta- og málsaðilareitirnir notfæra sér opin gögn BÍN til þess að leita einnig að beygingarmyndum leitarorða.

 

Frjálsar leitarfyrirspurnir

Í dómstexta, málsnúmera- og lagagreinareitunum er hægt að slá inn leitarsegðir. Með þessum segðum er hægt að þrengja leitir og móta á margvíslegan máta. Til eru nokkrar tegundir að leitarsegðum:

        ·         Leitarorð: Sú einfaldasta. Hér er um að ræða stök leitarorð eins og t.d. Reykjavík.

        ·         Frasi: Mjög þrengjandi leitarsegð þar sem leitað er eftir ákveðnum frasa, sem hafður er innan gæsalappa. Þá er leitað eftir nákvæmlega þessum orðum og í þeirri röð sem þau koma fyrir. Dæmi væri um slíka væri t.d. „Forseti Íslands“.

        ·         Boolean segð: Öflugasta leitarsegðin. Í boolean segðum er hægt að nota orðin OG, EÐA og EKKI ásamt svigum til þess að móta leitarfyrirspurnina. Sem dæmi, þá leitar segðin Forseti EKKI Íslands að öllum niðurstöðum þar sem að orðið forseti kemur fyrir, en ekki orðið Ísland.

Á annan máta myndi leitarsegðin Forseti OG Íslands finna allar niðurstöður þar sem orðin Forseti og Íslands kæmu fyrir. Athugið þó að ólíkt frasasegðum skiptir röð eða staðsetning orðana engu máli, bara að þau komi fyrir.

Í boolean segðum er hægt að hópa ákveðna hluta segðarinnar saman með svigum. Sem dæmi, ef leita á eftir öllum niðurstöðum sem innihalda annað hvort Pétur eða Úlfinn en ekki bæði væri hægt að skrifa leitarsegðina (Pétur EKKI Úlfurinn) EÐA (Úlfurinn EKKI Pétur)[1]

 

Wildcard leitir

Dómstexta-, málsnúmers- lagagreina- og málsaðilareitirnir styðja svokallaðar wildcard leitir. Um er að ræða sérstakt tákn, *, sem er einstaklega öflugt. Til að mynda væri hægt að leita að *estur í dómstextareit. Við það myndu þeir dómsúrskurðir sem innihalda eitthvað orð sem endar á estur finnast, t.d. bestur, frestur, gestur, hestur, o.s.frv.

Sömuleiðis væri hægt að nota mörg wildcard merki í einni leit, sbr. leitin *sturstr*nd*, sem myndi finna t.d. vesturströnd, austurströnd, suðvesturströnd, suðausturströnd, vesturstrendur, austurstrendur og svo framvegis.

Notagildi wildcard leitarstjörnunnar sést kannski best þegar leitað er að lagagreinum dómsúrskurða. Til dæmis væri þá hægt að leita að öllum þeim dómum (innan skorða lagagreinaleitar) þar sem lagagreinar frá árinu 1940 koma fyrir með lagagreinaleitinni 1991*. Síðan er hægt að nota wildcard stjörnur í boolean segðum. Því er hægt að leita t.d. að öllum þeim úrskurðum þar sem lagagreinar frá árunum 1940 eða 1991 koma fyrir með leitinni 1991* EÐA 1940*.

 

Dæmi um leitir

„Ég ætla að finna þá úrskurði sem innihalda orðið innbrot og hafa málsnúmer frá árinu 2015“

Dómstexti: innbrot

Málsnúmer: *2015

 

„Ég er að leita að dómum sem hafa með EFTA dómstólinn að gera.“

Lykilorð: „EFTA dómstóllinn“


„Ég er að leita að úrskurðum uppkveðnum á tímabilinu 2013 til 2014 í Héraðsdómi Norðurlands Eystra“

Dómstóll: Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Frá: 01.01.2013

Til: 01.01.2014

 

„Ég er að leita að úrskurðum úr opinberum málum uppkveðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sem hafa að gera með skipulagsmál eða gatnamót“

Dómstexti: Skipulagsmál EÐA gatnamót

Dómstóll: Héraðsdómur Reykjavíkur

Málaflokkur: S Opinber mál

 

„Ég ætla að leita að nafninu Jónas Hallgrímsson“

Dómstexti: „Jónas Hallgrímsson“

 [1] Tæknilega séð væri Pétur og úlfurinn frasi þar sem þetta er jú nafn, en í okkar dæmi slítum við þessi orð í sundur og leitum í þeim í sitthvoru lagi.