Rafræn sending

Rafrænar sendingar gagna í gegnum Signet transfer miðlara til héraðsdómstólanna. 

Nú er hægt að senda öllum héraðsdómstólum gögn með rafrænum hætti í gegnum miðlara. Hér fyrir neðan má finna  tengla með leiðbeiningum fyrir hvern og einn dómstól. Hlekkurinn til að senda gögn er inni í leiðbeiningaskjalinu. 

 

 

Afhending á hljóðupptökum 


Héraðsdómstólarnir nýta Signet transfer til þess að afhenda lögmönnum hljóðupptökur úr málum.


Til þess að óska eftir hljóðupptökum í máli þarf að smella á hlekk viðkomandi dómstóls og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Við tekur ferli þar sem þarf að skrá inn málsnúmer og í framhaldinu undirrita trúnaðaryfirlýsingu með rafrænum hætti. Dómstóllinn fær tilkynningu um að beiðni um hljóðupptöku og að undirrituð trúnaðaryfirlýsing hafi borist og sendir lögmanninum í kjölfarið upptökuna í gegnum Signet transfer miðlarann. Tilkynning þess efnis berst á netfang lögmanns. 


Héraðsdómur Reykjavíkur - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Reykjaness - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Suðurlands - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Vesturlands - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Vestfjarða - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Austurlands - beiðni um hljóðupptöku 

Héraðsdómur Norðurlands vestra - beiðni um hljóðupptöku

Héraðsdómur Norðurlands eystra - beiðni um hljóðupptöku