Um dómstólinn

Héraðsdómur Austurlands, Lyngási 15, Egilsstöðum. Sími: 432-5070.
 

Skrifstofa dómstólsins er opin frá kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla virka daga.

Dómstjóri er Ólafur Ólafsson.

Þingstaður: Héraðsdómur Austurlands, Lyngási 15, Egilsstöðum.

Upplýsingar um dómsmálagjöld og reikningsnúmer má finna hér.

Regluleg dómþing í einkamálum eru haldin 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 14.00.

Héraðsdómur Austurlands starfar samkvæmt lögum nr. 50/2016.

Umdæmi Héraðsdóms Austurlands er ein dómþinghá, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1109/2010.

Sveitarfélög sem heyra undir Héraðsdóm Austurlands eru:

  • Fjarðabyggð
  • Fljótsdalshreppur
  • Múlaþing
  • Sveitarfélagið Hornafjörður
  • Vopnafjarðarhreppur.

Hlé eru á reglulegum dómþingum í einkamálum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum, ár hvert. Þá falla regluleg dómþing í einkamálum niður á lögboðnum frídögum, sbr. lög nr. 88/1971.