Stefnandi krafðist þess að fjárhæð lágmarksleigu á lóð undir bensínstöð sem hann leigði af stefnda yrði lækkuð, aðallega með vísan til ákvæða leigusamnings aðila um lóðina en til vara á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og reglu samningaréttarins um brostnar forsendur. Ekki var fallist á að tilvísað samningsákvæði fæli í sér rétt stefnanda til lækkunar lágmarksleiguverðs vegna minni sölu á eldsneyti. Þá voru ekki uppfyllt skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 eða brostinna forsenda til að taka kröfur stefnanda til greina. Var stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda.