Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23. ágúst 2022 Mál nr. S - 559/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jakub Polkowski ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 16. ágúst 2022 , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 14. mars 202 2 á hendur ákærða Jakub Polkowski, kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað gegn ákærða fyrir eftirfarandi fíkniefnalaga - , hegningarlaga og vopnalagabrot: I. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 9. apríl 2021, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, 67,89 g af maríhúana, 10,88 g af amfetamíni, 1,00 g af kókaíni, 5 töflur af concerta og 12 töflur af stesolid, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst háttsemi þessi varða við 2. og 3. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og 2., 3. og 6. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. ( Mál nr. 008 - 2021 - 4399). II. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 18. apríl 202 1, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum 0,07 g af kókaíni og 3,71 g af maríhúana, sem lögregla fann og lagði hald á. 2 Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/ 1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. (Mál nr. 008 - 2021 - 4846). III. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 4. maí 2021, á heimili sínu að , haf t í vörslum sínum 1,58 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og regl ugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. (Mál nr. 008 - 2021 - 5662). IV. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 2. ágúst 2021, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, 12,36 g af kannabisblönduðu efni, 84,64 g af maríhúana, 7,66 g af MDMA og 5 töflur af rítalín, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst háttsemi þessi varða við 2. og 3. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávan a - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og 2., 3. og 6. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. ( Mál nr. 008 - 202 1 - 11008). V. F yrir vopnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 2. ágúst 2021, á heimili sínu að , við afskipti lögreglu í lið IV., haft í vörslum sínum gráa kylfu með áföstum nagla á endanum, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst þessi háttsemi ákærð a varða við c. lið 2. mgr. 30. gr. sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. ( Mál nr. 008 - 2021 - 11008). VI. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, þriðjudaginn 8. júní 2021, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, 15,46 g af maríhúana, sem lögregla fann og lagði hald á. 3 Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. ( Mál nr. 008 - 2021 - 7921). VII. F yrir peningaþvætti, með því að hafa um nokkurt skeið, á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 18. ágúst 2021, tekið við, aflað sér og einnig eftir atvikum nýtt, geymt eða u mbreytt ávinningi að fjárhæð allt að 4.398.791 krónur, með sölu - og dreifingu ótiltekins magns af ávana - og fíkniefnum og ávana - og fíknilyfjum. Telst háttsemi þessi varða við 1. sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. ( Mál nr. 008 - 2021 - 11008 , sbr. einnig mál nr. 008 - 2021 - 4399 og 008 - 2021 - 7921 ). VIII. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 18. október 2021, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum 0,95 g af maríhúana, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst há ttsemi þessi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. (Mál nr. 008 - 2021 - 14944). IX. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 22. janúar 2022, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum 2,89 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst háttsemi þessi varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 808/2018. (Mál nr. 008 - 2022 - 1084). X. 4 Fyrir vopnalagabrot, með því að hafa, fimmtudaginn 27. janúar 2022, á heimili sínu að , haft í vörslum sínum hníf með 20 cm löngu hnífsblaði, sem lögregla fann og lagði hald á. Telst þessi háttsemi ákærða varða við a. lið 2. mgr. 30. gr. sbr. 36. gr . vopnalaga nr. 16/1998. (Mál nr. 008 - 2022 - 1256). Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á samtals 1,07 g af kókaíni, 10,88 g af amfetamíni, 7,66 g af MDMA, 172,65 g af maríh úana, 4,77 g af tóbaksblönduðum kannabisefnum, 12,36 g af kannabisblönduðu efni, 5 töflur af ritalin, 5 töflur af concerta og 18 töflur af stesolid, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. ákæruliði I, II, III, IV, VI, VIII og IX . Þá er krafist upptöku á grárri kylfu með áföstum nagla á endanum (munanúmer 549234 í lögreglumáli 008 - 2021 - 11008) og hníf með 20 cm löngu hnífsblaði (munanúmer 549238 í lögreglumáli 008 - 2021 - 11008) , samkvæmt 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. ákæruliði V og X. Þá er þess krafist, með vísan til 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 149/2009, að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á 13.000 krónum í reiðufé (munanúmer 549238 í lögreglumáli 008 - 2021 - 11008) , sem lögregla l agði hald á mánudaginn 2. ágúst 2021 og varðveittar eru sem innistæða á bankareikningi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Tekur upptökukrafan einnig til vaxta og verðbóta af framangreindri fjárhæð frá haldlagningu til greiðsludags. Loks er þess krafist, með vísan til 69. gr., 69. gr. a. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 149/2009, að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á svörtum Apple iPhone farsíma (munanúmer 549232 í lögreglumáli 008 - 2021 - 11008) og fíkniefnaáhalda, þ .e. vog, filterum, smelliláspokum og plastrúllu (munanúmer 549235, 549236, 549237 og 549239 í lögreglumáli 008 - 2021 - 11008) , en munirnir voru haldlagðir af lögreglu þann 2. ágúst 2021, með heimild í 68. og 69. gr. laga nr. 88/2008. 5 Verjandi ákærða gerir að allega þá kröfu að ákærulið VII. verði vísað frá dómi en til vara að ákærði verði sýknaður af þeim ákærulið og til þrautavara, komi til sakfellingar, að ákærða verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila sem og fyrir aðra töluliði ákærunnar þar s em ákærði hefur játað sök. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt mati dómsins. II Ákæruliðir I. VI. og VIII. X.: Ákærði hefur afdráttarlaust játað sök samkvæmt ákæruliðum I. VI. og VIII. X. og er játningin í samræmi við rannsóknargögn málsins og því er ekki ástæða til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Telst því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í tilvitnuðum ákæruliðum og er hún þar réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt því. III Ákæruliður VII.: Málavextir: Samkvæmt greinargerð lögreglu barst tilkynning til lögreglu aðfararnótt mánudagsins 2. ágúst 2021 um mikla kannabislykt frá . Þegar lögregla kom á vettvang fannst mikil lykt frá bílskúrnum að og inni var umgangur og mikill hávaði. Tveir menn voru in ni í bílskúrnum og var ákærði annar þeirra. Ákærði skýrði lögreglu frá því að hann hafi reykt tvær kannabisjónur áður en lögreglan hafi komið á vettvang en neitaði því að hann væri með fíkniefni. Hinn aðilinn veitti heimild til leitar á líkama og í bakpoka og í honum fannst lítilræði af kannabis. Hjá ákærða voru haldlögð 84,64 grömm af kannabisefnum, 12,36 grömm af kannabisblönduðum efnum (kaka), 7,66 grömm (24 stykki) af örvandi efnum (MDMA) og fimm töflur af ritalíni. Ákærði afsalaði sér efnunum til eyðin gar. Ákærði veitti heimild til leitar í bílskúrnum og við leitina fannst mikið magn fíkniefna, þ.e. ætlað kannabisefni, e - töflur og hvítt duft í poka. Öll efnin voru í sölueiningum í 6 glærum rifláspokum og voru þau haldlögð. Þá var lagt hald á 13.000 kró nur í reiðufé, áhöld og verkfæri til fíkniefnasölu, kylfu með áföstum nagla á endanum og farsíma ákærða. Ákærði var handtekinn og hann hafnaði því að lögregla myndi afrita farsíma hans. Lögregla aflaði því dómsúrskurða fyrir því að fá heimild til þess að rannsaka rafrænt innihald símans sem og um bankaviðskipti ákærða. Lögregla gerði fjármálagreiningu á ákærða og sýndi hún að margir einstaklingar höfðu lagt inn á bankareikning hans. Telur lögregla að uppruni þeirra fjármuna sé óútskýrður með hliðsjón af tekjum ákærða. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 18. ágúst 2021 telur lögregla að óútskýrð innkoma ákærða sé 4.398.791 króna, sbr. ákæru. Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir handtöku neitaði ákærði því að vera að selja fíkniefni og sagði að stærsti hluti kannabisefnanna og ecstacy (alsæla) hafi verið ætlað til einkanota sem og áhöldin og rifláspokarnir. Ákærði kvaðst ekki vita hve r ætti hluta fíkniefnanna. Hann kvaðst eiga kylfuna og ætla að nota hana við að verja sig. Í skýrslutöku 29. janúar 2022 kvaðst ákærði hafa selt fíkniefni allt árið 2020 og hluta úr árinu 2021 eða þar til mál þetta kom upp. Hann sagði að óútskýrða innkoman væri öll vegna sölu á fíkniefnum. Þar af 2.804.316 krónur frá árinu 2020 og 1.594.475 krónur frá árinu 2021 eða samtals 4.398.791 króna. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning föstudaginn 9. apríl 2021 um að ungmenni væru í bílskúrnum að og þ ar færi hugsanlega fram fíkniefnaneysla. Þegar lögregla kom á vettvang var mikil kannabislykt fyrir utan bílskúrinn sem og inn í honum. Þar voru á borði leifar af meintu kannabisefnum, hvítt óþekkt efni og áhöld til fíkniefnaneyslu. Í bílskúrnum voru fjóri r einstaklingar þ. á m. ákærði sem tjáði lögreglu að þeir hafi nýlega verið að reykja kannabis. Ákærði heimilaði lögreglu leit í bílskúrnum og þar fannst m.a. óþekkt hvítt efni í plastpoka á gólfinu og kannabisefni í smelluláspokum. Þar fundust einnig hlut ir sem voru taldir tengjast fíkniefnasölu. Þegar lögregla var að haldleggja kannabisefnin náði ákærði efnunum aftur og reyndi síðan að hindra lögreglu í því að ná þeim aftur. ( s já ákærulið I.) 7 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu fóru lögreglumenn að bílskúrnum að Hátúni 1 að kvöldi miðvikudagsins 8. júní 2021 og þegar þeir komu að skúrnum fannst mikil kannabislykt. Í bílskúrnum heyrðist umgangur og tónlist en þegar lögreglumenn gerðu vart við sig var ekki opnað fyrir þeim og þurftu þeir að spenna útihurð upp með rofjárni. Inni voru áfengisumbúðir um öll gólf og augljós merki um fíkniefnaneyslu. Þar voru sex einstaklingar þ. á m. ákærði og voru þeir allir handteknir. Ákærði heimilaði lögreglu leit í bílskúrnum og þar fundust meint kannabisefni í pappaglasi í glugg akistu en efnið var í fimmtán litlum smelluláspokum. (sjá ákærulið VI. ) Við skýrslutöku hjá lögreglu 10. júní 2021 vegna þessa máls sagði ákærði að fíkniefnin sem hafi verið haldlögð hafi verið ætluð til eigin neyslu og hann stundaði ekki fíkniefnasölu. H ann sagðist hafa keypt 15 smelluláspoka en vildi ekki segja af hverjum né hvað hann hefði greitt fyrir efnið. Framburður ákærða fyrir dómi: Ákærði skoraðist undan að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins en hann staðfesti framburðarskýrslur sem hann gaf hjá lögreglu í málunum sem ákært er vegna í máli þessu. Niðurstaða: Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærulið VII. verði vísað frá dómi. Sú krafa er byggð á því að lýsing á brotinu í ákæru sé ófullnægjandi, engin tenging við frumbrot og þá sé lýsing á peningaþvættinu sjálfu ófullnægjandi. Í ákæru sé aðeins tilgreint að ákærði hafi dreift og selt ótiltekið magn af ávana - og fíkniefnum og ávana - og fíknilyfjum. Ákæran uppfylli því ekki skilyrði c. liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940 er áskilið að um ávinning sé að ræða af broti á þeim lögum eða refsiverðu broti á öðrum lögum. Þegar litið er til eðlis og tilgangs ákvæðisins þykir hins vegar ekki verða gerð sú krafa, að fyrir liggi, hvaða brot sé nákvæmlega um að ræða. Verður því að meta í ljósi atvika hverju sinni, hvort sýnt sé nægilega fram á að ávinningur sé ekki af lögmætum toga, heldur stafi af broti á lögum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 200/2001. Peningaþvætti er sjálfstætt 8 brot sem refsað verður fyrir þótt ekki sé samhliða ákært fyrir tiltekið frumbrot. Þá verður að líta svo á að það markmið að sporna við viðtöku, nýtingu og öflun ávinnings af refsiverðum brotum sé þungamiðja ákvæðisins um peningaþvætti. Lýsing á peningaþvættisbroti í ákæru hlýtur að taka mið af því. Samkvæ mt þessu þarf að koma fram í ákæru vegna peningaþvættis að ávinningur sem ákært er vegna stafi af refsiverðu broti en ekki nákvæm tilgreining á því hvert frumbrotið var og heldur ekki hvaða tegund brots eða brota var um að ræða. Í ákæru þarf hins vegar að greina frá og afmarka að hvaða verðmætum ávinningurinn lýtur. Ákæruvaldið þarf þannig að sanna að ávinningurinn stafi af refsiverðu broti og nægir þar að sýna fram á með óyggjandi hætti að útilokað sé að ávinningurinn sé tilkominn með lögmætum hætti, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 28/2021. Í ákæru er broti ákærða lýst þannig að hann hafi ,,tekið við, aflað sér og einnig eftir atvikum nýtt, geymt eða umbreytt ávinningi að fjárhæð 4.398.791 krónur, með sölu - og dreifingu ótiltekins magns af ávana - og fíknief num og ávana - framanritaðs verður að telja að þessi lýsing á broti ákærða uppfylli skilyrði laga um efni ákæru. Lögregla framkvæmdi greiningu á fjármálum ákærða frá 1. janúar 2020 til 18. ágúst 2021 og niðurstaða hennar var sú að óútskýrð innkoma á bankareikning hans á tímabilinu hafi verið 4.398.791 króna, sbr. ákærulið VII. Við skýrslutöku hjá lögreglu viðurkenndi ákærði að þetta væri ágóði af fíkniefnasölu og kvaðst hann hafa selt fíkniefni allt árið 2020 og fram að stóra ,,b framburð sinn hjá lögreglu. Með vísan til framanritaðs og þá sérstaklega með hliðsjón af játningu ákærða, sem er í samræmi við fjármálagreiningu lögreglu, er hafnað kröfu hans um að VII. ákær ulið verði vísað frá dómi. Ákærði krefst til vara sýknu af VII. ákærulið og byggir þá kröfu á því að fíkniefnabrotið tæmi sök gagnvart peningaþvættinu. Skilyrði þess að brot gegn 264. gr. almennra hegningarlaga falli saman við frumbrotið er m.a. að ekkert liggi fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærða í kjölfar frumbrotsins. Þannig háttar ekki til í þessu máli og verður ákærði því ekki sýknaður af þeirri ástæðu. En ekki verður annað ráðið af rannsóknargögnum málsins að ákærði hafi ráðstafað þeim fjármunum sem voru ágóði af fíkniefnasölu hans. 9 Eins og fram er komið hefur ákærði játað að 4.398.791 króna sé ávinningur af fíkniefnasölu og ekki þykir ástæða til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsi ns. Þá liggur fyrir að ákærði hagnýtti sér þessa fjármuni og þar með hefur hann gerst brotlegur gegn 1. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt því. IV Refsing og sakarkostnaður : Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt lögum og reglugerð um ávana - og fíkniefna og þá hefur hann verið sakfelldur fyrir vopnalagabrot og peningaþvætti. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður sætt refsingu og hann játaði að stærstum hl uta brot sín fyrir dómi. Að þessu virtu og með hliðsjón af atvikum málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ákæru er þess krafist að ákærði sæti upptöku á 18 töflum af stesolid en samkvæmt I. tölulið ákæru voru haldlagðar hjá honum 12 töflur af stesolid og er það í samræmi við rannsóknargögn málsins. Verður því aðeins fallist á upptöku á 12 töflum. Undir rekstri málsins kvaðst ákærði ekki eiga Apple iPhone farsíma sem lögregla lagði hald á og krafist er upptöku á, sbr. ákæruliði IV. og V. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins var lagt hald á fars ímann við húsleit á dvalarstað ákærða 2. ágúst 2021 og síminn talinn í eigu ákærða. Hann neitaði lögreglu um að rannsaka rafrænt innihald símans og fékk lögregla dómsúrskurð þar um. Þegar krafa þar um var tekin fyrir í dómi mætti tilnefndur verjandi ákærða og því verður ekki annað ráðið en ákærði hafi talið sig eiga símann. Rannsóknargögn málsins benda ekki til annars en ákærði eigi símann. Með hliðsjón af þessu telst sannað að farsíminn hafi verið í eigu ákærða og er fallist á að hann verði gerður upptækur . Með hliðsjón af niðurstöðu málsins skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 1,07 grömmum af kókaíni, 10,88 grömmum af amfetamíni, 7,66 grömmum af MDMA, 172,65 10 grömmum af maríhúana, 4,77 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnum, 12,36 grömmum af kann abisblönduðu efni, fimm töflum af ritalini, fimm töflum af concerta og tólf töflum af stesolid, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Þá skal ákærði sæta upptöku á grárri kylfu og hníf með 20 cm löngu hnífsblaði, sbr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Loks skal ákærði sæta upptöku á vog, filterum, smelliláspokum, plastrúllu , Apple iPhone farsíma og 13.000 krónum í reiðufé auk vaxta og verðbóta frá 2. ágúst 2021 til upptökudags, sbr. 69. gr., 69. gr. a. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, sem með hliðsjón af tímaskýrslu verjandans og umf angi málsins þykja hæfilega ákveðin 2.000.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, sem þykja með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins hæfilega ákveðin 200.0 00 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þá skal ákærði greiða aksturskostnað verjandans 16.890 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, Jakub Polkowski, sæti fangelsi í tólf mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti up ptöku til ríkissjóðs á 1,07 grömmum af kókaíni, 10,88 grömmum af amfetamíni, 7,66 grömmum af MDMA, 172,65 grömmum af maríhúana, 4,77 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnum, 12,36 grömmum af kannabisblönduðu efni, fimm töflum af ritalini, fimm töflum af c oncerta , tólf töflum af stesolid, vog, filterum, smell u láspokum, plastrúllu , grárri kylfu, hníf með 20 cm hnífsblaði, Apple iPhone farsíma og 13.000 krónum í reiðufé auk vaxta og verðbóta frá 2. ágúst 2021 til upptökudags. 11 Ákærði greiði málsvarnarlaun skipa ðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 2.000.000 krónur og málsvarnarlaun verjanda síns, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 200.000 krónur og aksturskostnað verjandans 16.890 krónur. Ingi Tryggvason