- Fjársvik
- Fangelsi
- Tilraun
D Ó M U R
Héraðsdóms
Reykjaness föstudaginn 10. maí 2019 í máli nr. S-617/2018:
Ákæruvaldið
(Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari)
gegn
Gael
Heindy Fautra
Mál þetta, sem þingfest var 30. apríl 2019 og dómtekið sama dag, höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 21. nóvember 2018 á hendur Gael Heindy Fautra, frönskum ríkisborgara, fæddum [...], til heimilis að 7 Rue du Tinin, Marseille, Frakklandi, fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum á tímabilinu frá janúar til ágúst 2018:
I.
„Fyrir tilraunir til fjársvika á tímabilinu frá 22. janúar til 10. ágúst 2018, með því að hafa, ( einn síns liðs eða í félagi við annan óþekktan einstakling), reynt að svíkja út átta farmiða, með þrettán greiðslukortum, á flugleiðinni til eða frá Bandaríkjum norður Ameríku og Evrópu með viðkomu á Keflavíkurflugvelli, í flug á vegum Wow air hf, kt. 000000-0000, fyrir samtals að fjárhæð 8.361,65 evrur og 4.669,92 bandaríska dollara, með því að gefa upp, við greiðslu flugbókana, í blekkingarskyni og án heimildar, greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Með þessari háttsemi reyndi ákærði að vekja og hagnýta sér þá röngu hugmynd starfsmanna flugfélagsins að greiðsla hverju sinni væri lögmæt og reyndi að koma því til leiðar að andvirði farmiðanna væri ranglega skuldfært af reikningum réttmætra korthafa.
Tilraunir ákærða sundurliðast sem hér greinir eftir flugbókununum:
Dags |
Fjárhæð |
Bókunarnúmer |
22. janúar 2018 |
671,96
evrur |
[...] |
22. janúar 2018 |
970,71
evrur |
[...] |
23. janúar 2018 |
671,96
evrur |
[...] |
17. júlí 2018 |
1.704,98
bandaríska dollara |
[...] |
17. júlí 2018 |
1.144,98
bandaríska dollara |
[...] |
17. júlí 2018 |
1.144,98
bandaríska dollara |
[...] |
31. júlí 2018 |
4.341,66
evrur |
[...] |
10.
ágúst 2018 |
1.705,36
evrur |
[...] |
A.
Bókunarnúmer [...]. Mánudaginn 22. janúar
2018.
Tilraunir til fjársvika, með því að hafa mánudaginn 22. janúar 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 671,96 evra, og gefið upp, kortanúmerið [...], kortanúmerið [...]og kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...], og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 25. janúar 2018, með flugi frá Barcelona á Spáni til Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
671,96
evra |
2 |
[...] |
Visa |
671,96
evra |
3 |
[...] |
Visa |
671,96
evra |
(Skjalaskrá
II-2)
B.
Bókunarnúmer [...]. Mánudaginn 22. janúar
2018.
Tilraunir til fjársvika, með því að hafa mánudaginn 22. janúar 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 970,71 evrur og gefið upp, kortanúmerið [...], kortanúmerið [...] og kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 25. janúar 2018, með flugi frá Barcelona á Spáni til Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
970,71
evra |
2 |
[...] |
Visa |
970,71
evra |
3 |
[...] |
Visa |
970,71
evra |
(Skjalaskrá
II-3)
C.
Bókunarnúmer [...]. Þriðjudaginn 23. janúar 2018.
Tilraunir til fjársvika, með því að hafa þriðjudaginn 23. janúar 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 671,96 evrur, og gefið upp, kortanúmerið [...] og kortanúmerið [...] Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Heindy Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 25. janúar 2018, með flugi frá Barcelona á Spáni til Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
671,96
evrur |
2 |
[...] |
Visa |
671,96
evrur |
(Skjalaskrá
II-4)
D.
Bókunarnúmer [...]. Þriðjudaginn 17. júlí 2018.
Tilraun til fjársvika, með því að hafa þriðjudaginn 17. júlí 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 1.704,98 bandarískra dollar, og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...]og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 19. júlí 2018, með flugi frá Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
1.704,98
bandaríska dali |
(Skjalaskrá II-7)
E.
Bókunarnúmer
[...]. Þriðjudaginn 17. júlí 2018.
Tilraunir til fjársvika, með því að hafa þriðjudaginn 17. júlí 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 1.144,98 bandarískra dollara, og gefið upp kortanúmerin [...] og síðan kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, föstudaginn 20. júlí 2018, með flugi frá Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
1.144,98
bandaríska dali |
2 |
[...] |
Visa |
1.144,98
bandaríska dali |
(Skjalaskrá II-8)
F.
Bókunarnúmer
[...].
Þriðjudaginn 17. júlí 2018.
Tilraun til fjársvika, með því að hafa þriðjudaginn 17. júlí 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 1.144,98 bandarískra dollara og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, sunnudaginn 22. júlí 2018, með flugi frá Los Angeles í Bandaríkjum norður Ameríku til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Mastercard |
1.144,98
bandaríska dali |
(Skjalaskrá
II-9, sama bókun síðan bókuð með öðru greiðslukorti sjá tilvik II-C)
G.
Bókunarnúmer
[...].
Þriðjudaginn 31. júlí 2018.
Tilraun til fjársvika, með því að hafa þriðjudaginn 31. júlí 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 4.341,66 evra og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og þeir Gael Fautra og A skráðir sem farþegar, laugardaginn 4. ágúst 2018, með flugi frá Amsterdam, Hollandi, til Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
4.341,66
evrur |
(Skjalaskrá
II-10)
H.
Bókunarnúmer
[...].
Föstudaginn 10. ágúst 2018.
Tilraun til fjársvika, með því að hafa föstudaginn 10. ágúst 2018, reynt að greiða farmiða að andvirði 1.705,36 evra og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 23. ágúst 2018, með flugi frá New York, í Bandaríkjum norður Ameríku, til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
1.705,36
evrur |
(Skjalaskrá
II-7, sama bókun síðan bókuð með öðru greiðslukorti sjá tilvik II-E)
II.
Fjársvik, með því að hafa í sex tilvikum, á tímabilinu frá febrúar til ágúst árið 2018, (ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns liðs), svikið út farmiða í flug hjá flugfélaginu Wow air hf., samtals að andvirði 2.404,44 bandarískra dollara og 6.440,06 evra með því að gefa upp, við greiðslu flugbókana, í blekkingarskyni og án heimildar, greiðslukortanúmer greiðslukorta annarra einstaklinga.
Með þessari háttsemi vakti og hagnýtti ákærði sér þá röngu hugmynd starfsmanna Wow air hf að greiðsla hverju sinni væri lögmæt og kom því til leiðar að andvirði farmiða var ranglega skuldfært af reikningum réttmætra korthafa. Ákærði komst síðan yfir farmiða, sem hann hagnýtti sér í sex tilvikum til að komast í flug á vegum flugfélagins Wow. Vegna þessarar háttsemi varð flugfélagið Wow af greiðslu fyrir farmiðana og gat ekki selt farmiða í flugsæti þau sem bókuð höfðu verið.
Nánar tiltekið var um að ræða neðangreind tilvik sem eru sundurliðuð eftir flugbókunum:
Dags |
Fjárhæð |
Bókunarnúmer |
1.
febrúar
2018 |
1.259,46 ameríska dollara |
[...] |
27. febrúar 2018 |
1.815,96 evrur |
[...] |
17. júlí 2018 |
1.144,98 amerískir dollarar |
[...] |
31. júlí 2018 |
1.328,18 evrur |
[...] |
10. ágúst 2018 |
1.705,36 evrur |
[...] |
27. ágúst 2018 |
1.590,56 evrur |
[...] |
A.
Bókunarnúmer [...]. Fimmtudaginn 1. febrúar 2018.
Fjársvik, með því að hafa fimmtudaginn 1. febrúar 2018, við greiðslu á farmiða að andvirði 1.259,46 bandarískra dali, gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...], og farþegar skráðir þeir Gael Fautra og B, laugardaginn 3. febrúar 2018, frá Los Angeles, í Bandaríkjum norður Ameríku, til Barcelona á Spáni með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Ákærði komst yfir farmiða sem hann hagnýtti sér til að komast í umrætt flug.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Mastercard |
1.259,46
bandaríska dali |
(Skjalaskrá
II-5)
B.
Bókunarnúmer
[...]. Þriðjudaginn 27. febrúar 2018.
Fjársvik, með því
að hafa þriðjudaginn 27. febrúar 2018, við greiðslu á farmiða að andvirði
1.815,96 evra, gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...],
og farþegar skráðir þeir Gael Fautra og B, fimmtudaginn 1. mars 2018, frá
Amsterdam, Hollandi til Miami, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Ákærði komst yfir farmiða sem hann hagnýtti
sér til að komast í umrætt flug.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
1.815,96
evrur |
(Skjalaskrá
II-6)
C.
Bókunarnúmer
[...].
Þriðjudaginn 17. júlí 2018.
Fjársvik, með því að hafa þriðjudaginn 17. júlí 2018, við greiðslu á farmiða að andvirði 1.144,98 bandarískra dollara gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og farþegi skráður Gael Fautra, sunnudaginn 22. júlí 2018, með flugi frá Los Angeles í Bandaríkjum norður Ameríku til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Ákærði komst yfir farmiða sem hann hagnýtti sér til að komast í umrætt flug.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Visa |
1.144,98
bandaríska dali |
(Skjalaskrá
II-9, gerð var tilraun til greiðslu sömu bókunar sjá tilvik I-F)
D.
Bókunarnúmer
[...].
Föstudaginn 31. júlí 2018.
Fjársvik, með því að hafa föstudaginn 31. júlí 2018, greitt farmiða að andvirði 1.328,18 evrur og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 4. ágúst 2018, frá Amsterdam, Hollandi, til New York, í Bandaríkjum norður Ameríku, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Ákærði komst yfir farmiða sem hann hagnýtti sér til að komast í umrætt flug.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Mastercard |
1.328,18
evrur |
(Skjalaskrá II-11)
E.
Bókunarnúmer
[...].
Föstudaginn 10. ágúst 2018.
Fjársvik, með því að hafa föstudaginn 10. ágúst 2018, greitt farmiða að andvirði 1.705,36 evra og gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...] og Gael Fautra skráður sem farþegi, fimmtudaginn 23. ágúst 2018, frá New York, í Bandaríkjum norður Ameríku, til Amsterdam, Hollandi, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Flugfélaginu bárust upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa að um sviksamlega færslu væri að ræða og var flugið afbókað áður en ákærði gat hagnýtt sér farmiðann.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Mastercard |
1.705,36
evra |
(Skjalaskrá
II-12)
F.
Bókunarnúmer
[...]. Föstudaginn 27. ágúst 2018.
Fjársvik, með því að hafa föstudaginn 27. ágúst 2018, við greiðslu á farmiða að andvirði 1.590,56 evrur gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn var með bókunarnúmerið [...], og farþegi skráður Gael Fautra, fimmtudaginn 30. ágúst 2018, með flugi frá Amsterdam með millilendingu á Keflavíkurflugvelli og til baka þann 20. september 2018. Ákærði komst yfir farmiða sem hann hagnýtti sér til að komast í umrætt flug til Íslands þar sem hann var handtekinn.
Tilvik |
Kortanúmer |
Tegund korts |
Fjárhæð |
1 |
[...] |
Mastercard |
1.590,56
evra |
(Skjalaskrá
II-13)
Telst háttsemi ákærða í ákærulið I. varða við 248. gr., sbr. 20. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi ákærða í ákærulið II. telst
varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til
refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“
Í málinu liggur og fyrir einkaréttarkrafa Wow air hf, kt. 000000-0000, þar sem þess er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða flugfélaginu Wow air hf. samtals 2.404,44 bandaríkjadali auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.259,46 bandarískum dollurum frá 1. febrúar 2018 til 17. júlí 2018, af 2.404,44 bandarískum dollurum frá þeim degi þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags og 6.440,06 evrur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.815,96 evrum frá 27. febrúar 2018 til 31. júlí 2018, af 3.144,14 evrum frá þeim degi til 10. ágúst 2018, af 4.894,5 evrum frá þeim degi til 27. ágúst 2018 af 6.440,06 evrum frá þeim degi til 10. ágúst 2018, af 4.849,5 evrum frá þeim degi til 27. ágúst 2018 af 6.440,06 evrum frá þeim degi þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum, samkvæmt 9.gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða samkvæmt mati dómsins.
Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll, en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaðinu 20. mars 2019, var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki var heldur sótt þing af hálfu einkaréttarkröfuhafa og var krafa hans af þeim sökum felld niður með vísan til 2. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Samkvæmt ofanrituðu og gögnum málsins að öðru leyti telur dómurinn þannig sannað að ákærði hafi framið það brot sem hann er sakaður um í ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða.
Ákærði er franskur ríkisborgari og búsettur í Marseille í Frakklandi. Engra gagna nýtur við um sakaferil hans. Við komu hingað til lands var hann handtekinn vegna gruns um að hafa svikið út fjölda flugfarmiða, auk tilrauna til sömu svika, og notað til þess, í blekkingarskyni og án heimildar, greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá 31. ágúst 2018 til 5. september 2018, en eftir það og allt til 27. desember 2018 sætti hann farbanni. Engu að síður lánaðist honum að komast af landi brott, líklega um miðjan desember 2018.
Brot ákærða eru stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði, en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. ágúst 2018 til 5. september 2018. Þá verður ákærði, með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, dæmdur til greiðslu þóknunar skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Leifs Runólfssonar lögmanns, sem ákveðst 932.790 krónur, að virðisaukaskatti meðtöldum.
Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn.
D ó m
s o r ð:
Ákærði, Gael Heindy Fautra, sæti fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. ágúst 2018 til 5. september 2018 að fullri dagatölu.
Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Leifs Runólfssonar lögmanns, 932.790 krónur.
Ingimundur Einarsson