Héraðsdómur Reykjaness Dómur 28. febrúar 2024 Mál nr. E - 2998/2023 : A og B ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) g egn Neos S.p.A. ( Fjölnir Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 8. febrúar 2024, var höfðað 22. febrúar 2023, af A og B , í , gegn Neos S.p.A., , í á . Endanlegar aðalkröfur stefnenda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða hvoru þeirra um sig 56.452 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. febrúar 2022 til 4. apríl 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þe im degi til greiðsludags, í báðum tilvikum að frádregnum 58.444 krónum, sem stefndi greiddi stefnendum hvoru um sig 24. janúar 2024. Endanlegar varakröfur stefnenda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða hvoru þeirra um sig 400 evrur, í báðum tilvikum að frádregnum 395,39 evrum, sem stefndi greiddi stefnendum hvoru um sig 24. janúar 2024. Endanlegar þrautavarakröfur stefnenda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum hvoru um sig bætur að álitum ásamt vöxtum samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, í báðum tilvikum að frádregnum 58.444 krónum, sem stefndi greiddi stefnendum hvoru um sig 24. janúar 2024. Loks krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda. 2 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda um dráttarvexti og mál skostnað. Þá krefst stefndi málskostnaðar óskipt úr hendi stefnenda. I. Helstu málsatvik Tildrög þessa máls eru þau að þann 26. febrúar 2022 áttu stefnendur bókað flug með stefnda, sem er flugfélag, frá Verona Villafranca flugvelli á Ítalíu til Keflavíkur . Flugið tafðist um rúmlega átta klukkustundir og varðar mál þetta kröfur stefnenda um staðlaðar skaðabætur vegna slíkra tafa. Með bréfum til stefnda, dagsettum 4. mars 2022, gerði lögmaður fyrir hönd stefn - enda hvors um sig kröfu um bætur úr hendi stefnd a vegna þeirra tafa sem urðu á framan - greindu flugi og óskaði eftir því að bæturnar yrðu greiddar inn á fjárvörslureikning lög - mannsstofu hans. Stefndi svaraði þeim bréfum með tölvubréfi, dagsettu 7. mars 2022. Með því tölvubréfi fylgdi staðlað form kröfu sem farið var fram á að stefnendur fylltu út og undirrituðu og óskað eftir því að það yrði sent til baka ásamt afriti af persónu - skilríkjum stefnenda og upplýsingum um bankareikningsnúmer þeirra. Þá var tekið fram að greitt yrði inn á bankareikninga viðkom andi farþega og að óheimilt væri að greiða inn á bankareikning þriðja aðila. Af hálfu stefnenda var tölvubréfi stefnda svarað með tölvu - bréfi sama dag þar sem því var lýst að viðkomandi lögmannsstofa fyllti ekki út umrædd form og áréttað að reikningsupplýs ingar væri að finna í upphaflegum bréfum stefnenda. Með tölvubréfi, dagsettu 11. mars 2022, var áréttuð beiðni um að umrætt form yrði fyllt út og óskað eftir afriti af persónuskilríkjum stefnenda eða umboði þeirra til við komandi lögmanns. Enn fremur var á réttað að greitt yrði inn á bankareikninga viðkom andi farþega og að óheimilt væri að greiða inn á bankareikning þriðja aðila. Framlögð gögn bera ekki með sér að frekari samskipti hafi átt sér stað á milli málsaðila í framhaldi af framangreindu. Stefna í m áli þessu, dagsett 1. nóvember 2022, var svo birt stefnda 22. febrúar 2023 og málið þingfest 8. nóvember 2023. Í málinu liggja frammi allnokkur tölvubréfasamskipti á milli lögmanna málsaðila í aðdraganda þess að málið var þingfest sem lúta bæði að þessu má li og öðrum. Með tölvubréfi til lögmanns stefnenda, dagsettu 20. október 2023, upplýsti lögmaður stefnda að stefndi hefði leitað til hans vegna málsins. Þá kemur þar fram að fjárkröfurnar sem slíkar séu óumdeildar en stefndi hafi ekki fengið nauðsynlegar u pplýsingar til að efna þær. Þá eru framangreind samskipti frá því í mars 2022 rakin og tekið fram að engin viðbrögð hafi orðið af hálfu stefnenda við tölvubréfi stefnda, dagsettu 11. mars 2022. 3 Stefndi hafi því ekki enn fengið að sjá umboð lögmanns stefnen da til að taka við greiðslu af þeirra hálfu og hafi því ekki getað greitt bæturnar. Þá var óskað eftir því að lögmaður stefnenda sendi lögmanni stefnda staðfestingu á umboði hans frá stefnendum þess efnis að hann móttæki greiðslu fyrir þeirra hönd svo gang a mætti frá henni. Loks kemur svo fram að í stefnu sé gerð krafa um að stefnendum verði hvoru um sig greiddar 56.452 krónur með nánar tilteknum vöxtum og dráttarvöxtum. Í ljósi þess að greiðsluvilji hafi verið til staðar frá upphafi og að skortur á veiting u upplýsinga til að gera stefnda kleift að inna af hendi greiðslu feli í sér viðtökudrátt af hálfu stefnenda beri stefnda ekki skylda til að greiða vexti af kröfunum. Með tölvubréfi til lögmanns stefnenda, dagsettu 6. nóvember 2023, áréttaði lög - maður stef nda að gengið yrði frá greiðslu þegar umbeðin umboð bærust. Þá kvað hann stefnda umfram skyldu reiðubúinn til að greiða vexti til að stuðla að farsælum lokum málsins. Það væri þó háð því að málið yrði ekki þingfest eða eftir atvikum það fellt niður án kröf u um kostnað. Lögmaður stefnenda svaraði því tölvubréfi næsta dag og kvaðst reiðubúinn til að ljúka málinu gegn greiðslu höfuðstóls krafnanna, vaxta og 97.650 króna málskostnaðar. Þá sæi hann í raun og veru ekki að það mál sem hann hygðist þingfesta næsta dag væri þess eðlis að hann þyrfti að afla umboðs frá fólkinu sérstaklega. Það liggi í hlutarins eðli að lögmenn séu ekki að stefna málum nema að hafa til þess umboð. Nokk - ur tölvubréfasamskipti áttu sér svo stað á milli lögmanna þennan sama dag. Þeim lauk með tölvubréfi lögmanns stefnda þar sem ítrekað var að greiðsluskylda höfuðstóls væri óumdeild, og að stefndi hefði jafnframt umfram skyldu boðist til að greiða vexti. Það eina sem vanti sé að fá staðfestingu á umboði farþeganna til lögmannsins um að honu m sé heimilt að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd, sbr. 3. mgr. 21. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Slíkt umboð hafi aldrei verið lagt fram og því aldrei uppfyllt skilyrði fyrir því að greiðsla yrði innt af hendi til lögmannsins fyrir þeirra hönd. Með h liðsjón af því telji stefndi að aldrei hefði þurft að koma til kostnaðar í málinu, svo sem vegna stefnugerðar, stefnubirtingar eða annars, og því ekki réttlætanlegt að hann greiði slíkan kostnað. Þá var áréttað að greiðsla höfuðstóls og vaxta yrði innt af hendi um leið og umboð til að taka við greiðslu lægju fyrir. Málið var svo sem fyrr greinir þingfest 8. nóvember 2023. Í þinghaldi í málinu 15. janúar 2024 voru af hálfu stefnenda lögð fram umboð þeirra beggja til lögmanns þeirra sem meðal annars kveða á u m heimild hans til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd, dagsett 12. mars 2022. Hinn 24. janúar 2024 greiddi stefndi svo 59.124 krónur til 4 hvors stefnenda um sig inn á fjárvörslureikning lögmanns þeirra. Af þeirri fjárhæð tók viðkomandi banki í báðum til vikum 680 krónur í þóknun og greiðsla stefnda til stefnenda hvors um sig var því 58.444 krónur. II. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja á því að þau eigi ótvíræðan rétt til bóta úr hendi stefnda á grundvelli 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012 um skaða - bætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum, sem sett hafi verið með heimild í 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr., sbr. 145. gr., eldri laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Stefndi hafi engar bætur greitt fyrr en eftir að mál þetta hafi verið þingfest eða tæplega tveimur árum eftir að til bótaskyldu hafi stofnast og þá án dráttarvax ta. Stefnendur hafni því alfarið að um viðtökudrátt hafi verið að ræða af þeirra hálfu. Þeim hafi ekki borið nokkur skylda til að fylla út það form kröfu sem stefndi hafi farið fram á enda samræmist það hvorki ákvæðum reglugerðar EB nr. 261/2004 né reglug erðar nr. 1048/2012 og með undirritun þess hefðu þau undirgengist íþyngjandi skilmála og afsalað sér margvíslegum réttindum. Stefndi geti ekki komið sér hjá greiðsluskyldu með slíkum hindrunum. Þvert á móti nægi að tilgreina inn á hvaða bankareikning eigi að greiða bætur, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 1048/2012, sem stefnendur hafi sannarlega gert þegar í upphafi. Þau eigi því ótvíræðan rétt til dráttarvaxta af kröfum sínum á grundvelli 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá bendi stefnendur á að til þess að um viðtökudrátt geti verið að ræða hefði stefndi þurft að gera þeim löglegt greiðslutilboð eða eftir atvikum leggja féð inn á geymslureikning, sbr. 1. gr. laga nr. 9/1978 um geymslufé. Það hafi stefndi hvorugt gert og geti því ekki borið f yrir sig 7. gr. laga nr. 38/2001. Í aðalkröfu stefnenda hafi krafan verið umreiknuð úr evrum í íslenskar krónur miðað við skráð miðgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands gagnvart evru á tjónsdegi, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 1048/2012. Verði ekki fallist á að krafan sé umreiknuð sé til vara gerð krafa um að stefndi greiði stefnendum kröfuna í evrum. Að öðru leyti sé varakrafa studd öllum sömu rökum og sjónarmiðum og aðalkrafa. Fari svo að hvorki verði á aðal - né varakröfu ste fnenda fallist geri þau þrautavarakröfu um bætur að álitum enda hefðbundin skilyrði íslensks skaðabótaréttar, 5 fjármunaréttar og réttarfars að öllu leyti uppfyllt til að ákveða bætur til stefnenda með þeim hætti. Loks sé í endanlegum dómkröfum stefnenda tek ið tillit til þeirrar greiðslu sem stefndi hafi innt af hendi til hvors þeirra um sig 24. janúar 2024. III. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda um greiðslu dráttarvaxta, þar sem ástæðu þess að greiðsla hafi ekki farið fram fyrr sé að rekja til atvika sem varði stefnendur og stefnda verði ekki um kennt. Greiðsla á höfuðstól krafna stefnenda hafi frá upphafi verið óumdeild. Aftur á móti hafi stefndi hvorki fengið reikningsupplýsingar hjá stefnendum sjálfum né sönnun á umboði lögmanns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd. Í því samhengi bendi stefndi á að samkvæmt 3. mgr. 21. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn geti lögmaður ekki tekið við greiðslu svo bindandi sé gagnvart umbjóðanda nema hann hafi til þess sannanlegt umboð, en engu slíku umboði hafi verið framvísað af hálfu stefnenda fyrr en tæpum tveimur árum eftir að þess hafi verið óskað. Stefndi byggi á því að án þessari upplýsinga hafi hann ekki getað innt af hendi greiðslu til stefnenda og þv í sé um viðtökudrátt af þeirra hálfu að ræða. Það leiði til þess að stefnendur geti ekki byggt á vanefndaúrræðum gagnvart stefnda, en í samræmi við meginreglur kröfuréttar um réttaráhrif viðtöku dráttar kveði 7. gr. laga nr. 38/2001 á um að ekki skuli reik na dráttarvexti ef atvik sem varði kröfuhafa og skuldara verði ekki um kennt valdi því að greiðsla fer ekki fram. Stefndi hafi greitt höfuðstól krafna stefndu ásamt vöxtum án tafar eftir að umbeðin umboð hafi verið lögð fram í þinghaldi í þessu máli. Verði því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. Þá krefjist stefndi sýknu af málskostnaðarkröfu stefnenda og geri jafnframt kröfu um að þau verði dæmd til að greiða honum málskostnað. Eins og fram hafi komið sé greiðsluskylda stefnda óumdeild en hann hafi ekki fengið viðhlítandi upplýsingar til að efna þá skyldu. Við þær aðstæður hafi ekki verið nein þörf á höfðun dómsmáls heldur hefðu stefnendur einfaldlega átt að senda stefnda nauðsynlegar upplýsingar svo hann gæti gengið frá greiðslu. Þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis af hendi stefnenda telji stefndi að dæma eigi stefnendur til að greiða stefnda málskostnað, sbr. a - lið 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991. 6 IV. Niðurstaða Líkt og að framan er rakið varðar mál þetta kröfur stefnenda um staðlað ar skaða - bætur vegna tafa sem urðu á flugi hjá stefnda 26. febrúar 2022. Kröfur þeirra að því leyti eiga sér stoð í reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs, sbr. reglugerð EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður, sem var upphaflega innleidd hér á landi með reglugerð nr. 574/2005, og er ágreiningslaust að til bótaskyldu stefnda á grundvelli hennar stofnaðist umræddan dag. Stefnendur krefjast þess aðallega að stefndi greiði þeim hvoru um sig 56.452 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðt ryggingu frá 22. febrúar 2022 til 4. apríl 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, í báðum tilvikum að frádreginni 58.444 króna greiðslu stefnda til hvors þeirra um sig 24. janúar 2024. Ljóst er að með þ eim greiðslum greiddi stefndi stefnendum hvoru um sig höfuðstól krafna þeirra ásamt umkröfðum skaðabótavöxtum á framangreindu tímabili. Hefur stefndi því leyst af hendi þær skyldur sem hann er aðallega krafinn um í málinu að því leyti. Aðila greinir aftur á móti á um það hvort stefnda beri að greiða dráttarvexti af kröfum stefnenda, auk þess sem ágreiningur stendur um málskostnað. Stefnendur krefjast dráttarvaxta úr hendi stefnda frá og með þeim degi þegar liðinn var mánuður frá því að þau kröfðu stefnda m eð réttu um greiðslu með kröfubréfum, dagsettum 4. mars 2022, til greiðsludags, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2002. Stefndi krefst sýknu af kröfum þeirra að því leyti og byggir á því að um viðtökudrátt hafi verið að ræða af þeirra hálfu og að þau eigi því ekki r étt á dráttarvöxtum af kröfum sínum, sbr. 7. gr. sömu laga. Í lýsingu á helstu málsatvikum hér að framan er gerð grein fyrir skriflegum sam - skiptum málsaðila í framhaldi af kröfubréfum stefnenda til stefnda, dagsettum 4. mars 2022. Af þeim samskiptum verð ur ekki annað ráðið en að greiðsluskylda stefnda á um - kröfðum skaðabótum hafi í báðum tilvikum frá upphafi verið óumdeild. Stefndi óskaði hins vegar eftir því að stefnendur fylltu út tiltekið staðlað form kröfu og létu í té upplýs - ingar um bankareikninga s ína og sendu stefnda ásamt afriti af persónuskilríkjum sínum eða sendu stefnda umboð þeirra til þess lögmanns sem kröfubréfin ritaði. Þá áréttaði stefndi í tvígang að hann gæti ekki greitt umkrafðar bætur inn á bankareikning þriðja 7 aðila. Við þessum beiðnu m var ekki brugðist af hálfu stefnenda að öðru leyti en að því var svarað til að lögmannsstofa viðkomandi lögmanns fyllti ekki út slík form kröfu og að upplýsingar um fjárvörslureikning lögmannsstofu hans væri að finna í upphaflegum kröfubréfum. Þannig lét u stefnendur hvorki í té upplýsingar um bankareikninga sína né heldur umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd, sbr. 3. mgr. 21. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, og þar með ekki þær upplýsingar sem stefnda voru nauðsynlegar svo ha nn gæti efnt óumdeilda greiðsluskyldu sína. Að mati dómsins standa hvorki 11. gr. reglugerðar nr. 1048/2012 né önnur ákvæði hennar því á nokkurn hátt í vegi að flugrekandi geri það að skilyrði fyrir greiðslu bóta að farþegar láti annað hvort í té enda væri greiðsla ella innt af hendi á eigin áhættu viðkomandi flugrekanda og engin trygging fyrir því að hann losnaði við það undan greiðsluskyldu sinni. Þá verður ekki á það fallist með stefnendum að sú staðreynd að stefndi fór fram á að þau fylltu út framan - gre int form kröfu firri þau ábyrgð að þessu leyti enda hefði stefnendum verið í lófa lagið að skýra það fyrir stefnda að þau væru ekki reiðubúin að undirgangast þá skilmála sem það fól í sér en láta allt að einu annað hvort upplýsingar um bankareikninga sína eða umboð þeirra til lögmanns síns í té svo stefndi ætti þess kost að efna skyldu sína. Þess í stað kusu stefnendur að svara fyrra tölvubréfi stefnda á þann veg sem áður greinir og því síðara alls ekki. Í þessu sambandi er og til þess að líta að ákvæði reg lu gerðar nr. 1048/2012 kveða á um rétt farþega til skaðabóta innan samninga vegna tjóns sem stafar af vanefnd flugrekanda á samningsskyldum sínum. Á málsaðilum hvíldi því gagnkvæm tillitsskylda í samningssambandi hvors stefnanda um sig við stefnda. Af því leiðir meðal annars að á stefnendum hvíldi bæði skylda til að létta stefnda efndir krafna þeirra sem og skylda til að gera sanngjarnar ráðstafanir til að takmarka tjón sitt. Að öllu framansögðu virtu verður fallist á það með stefnda að efndir krafna stef n - enda hafi ekki farið fram vegna atvika sem þau varða og þar með að um viðtökudrátt af þeirra hálfu hafi verið að ræða, allt þar til þau lögðu fram umboð til lögmanns síns til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd í þinghaldi í þessu máli 15. janúar 2024 . Þá verður ekki á það fallist með stefnendum að stefndi hefði þurft að fullnægja greiðslu skyldu sinni með því að greiða umkrafðar bætur inn á geymslureikning á grundvelli ákvæða laga nr. 9/1978 um geymslufé til að koma í veg fyrir að stefnendur gætu með réttu krafist dráttarvaxta af bótakröfum sínum. Þvert á móti er litið svo á að ef efndir fara ekki fram vegna viðtökudráttar hafi krafa ekki verið vanefnd. Af þeim sökum geti kröfu hafi ekki 8 beitt vanefndaúrræðum gagnvart skuldara. Skuldara sem á að greiða peninga fjárhæð verður því hvorki gert að greiða dráttarvexti né annan og lægri vaxtafót á meðan viðtökudráttur varir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. desember 2005 í máli nr. 214/2005. Líkt og fram hefur komið greiddi stefndi stefnendum hvor u um sig höfuðstól krafna þeirra ásamt umkröfðum skaðabótavöxtum á áðurgreindu tímabili fáeinum dögum eftir að umboð til lögmanns þeirra til að taka við greiðslu fyrir þeirra hönd voru lögð fram í þinghaldi í máli þessu og viðtökudrætti af þeirra hálfu lau k. Þegar af þeirri ástæðu verður stefnda ekki gert að greiða dráttarvexti af kröfum stefnenda, sbr. 7. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt framangreindu hefur stefndi leyst að hluta af hendi þær skyldur sem hann er aðallega krafinn um í málinu og ekki er fallis t á aðalkröfur stefnenda að öðru leyti. Verður stefndi því sýknaður af aðalkröfum þeirra. Af því leiðir eðli máls samkvæmt að stefndi verður einnig sýknaður af vara - og þrautavarakröfum stefnenda. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91 /1991 verður stefn end - um gert að greiða stefnda málskostnað. Í ljósi umfangs málsins og meðferðar þess fyrir dómi þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Að mati dómsins eru ekki uppfyllt skilyrði til þess að ákveða álag á málskostnað samkvæ mt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 eða til að dæma umboðsmann stefnenda til að greiða stefnda málskostnað samkvæmt 4. mgr. sömu greinar þar sem ekki verður séð að uppi séu þau atvik sem greinir í 1. mgr. greinarinnar enda höfðu kröfur stefnenda ekki veri ð greiddar þegar mál þetta var höfðað og efnislegur ágreiningur stóð um það hvort þau ættu rétt á dráttarvöxtum af þeim kröfum við þær aðstæður sem uppi voru. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, Neos S.p.A ., er sýknaður af kröfum stefnenda, A og B . Stefnendur greiði stefnda óskipt 350.000 krónur í málskostnað. Hulda Árnadóttir