Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. febrúar 2024 Mál nr. S - 6710/2023 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari ) g egn X ( Axel Kári Vignisson lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta, sem dómtekið var 26. janúar 2024, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 2. nóvember 202 3 , á hendur X , kennitala , , , fyrir stórfelld brot í nánu sambandi, nauðgun og brot gegn kynferðislegri friðhelgi, gegn þáverandi sambýliskonu sinni, A , kt. , á árunum til , á þáverandi heimili þeirra , nema annað sé tekið fram, með því að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan, meiðandi og alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi svo sem hér nánar greinir: 1. 2. . 3. 4. . 5. . 6. . 7. . 8. . 9. . 10. . 11. . 12. . 2 Teljast brot þessi varða við 1. og 2. m gr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk þess sem brot samkvæmt 1. 10. ákærulið varða við 1. mgr. 194. gr. og brot samkvæmt 11. ákærulið við 1. mgr. 199. gr. a sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu al ls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, f rá 1. júní 2018, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dóm sins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. 2. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að dæmd refsivist verði skilorðs - bundin að öllu leyti. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkis - sjóði. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra r málsvarnar þóknunar sér til handa, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 3. Við þingfestingu málsins 18. desember 2023 lagði réttargæslumaður brotaþola fram bókun þar sem bótakrafa brotaþola var afturkölluð. Verður nánar vikið að efni þeirrar bókunar hér á eftir, en samkvæmt framansögðu hefur brotaþoli ekki lengur uppi kröfur í máli þessu. Eftir standa kröfur ákæruvaldsins um refsingu og greiðslu sakar - kostnaðar, sem og kröfur skipaðs verjanda ákærða og skipaðs réttargæslumanns brotaþola um hæfilega þóknun þeim til handa. Niðurstaða varðandi sekt ákærða o.fl. 4. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þega r sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þá ávörpuðu bæði ákærði og brotaþoli dóminn, að eigin ósk, og gerðu dóminum grein fyrir sjónarmiðum sínum og afstöðu í tengslum við mál þetta. Réttarg æslumaður brotaþola tók einnig stuttlega til máls. 5. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín samkvæmt öllum ákæruliðum . Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfæ rð til refsiákvæða í ákæru. Verður ákærði samkvæmt því sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru. 3 Niðurstaða varðandi refsingu ákærða og önnur atriði 6. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 31. október 2023 , he fur ákærði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Upplýst hefur verið að ákærði og brotaþoli hafa tekið upp samband að nýju, eftir að ákærði flutti af heimili aðila í kjölfar þess atviks sem rakið er í ákærulið 10 hér að framan. Sætti ákærð i um tíma nálgunarbanni vegna brota sinna. 7. Ákærði, sem hefur eins og áður segir játað brot sín skýlaust, ávarpaði sem fyrr segir dóminn áður en málið var tekið til dóms. Þá lagði hann sömuleiðis fram bréf til dómsins, dags. 26. janúar 2024, þar sem hann greinir frá því að hann sé fullur eftirsjár og iðrist alls þess sem hann hafi g ert á hlut brotaþola í málinu. Kveðst hann sömuleiðis vilja axla ábyrgð á gjörðum sínum, auk þess sem hann hafi undanfarið eitt og hálft ár leitað sér hjálpar og lagt sig fram u m að breyta hegðun sinni, að bæta sig og að gefa til baka. 8. Er rakið í framangreindu bréfi ákærða að hann hafi reglulega sótt aðstoð hjá , sem hafi opnað augu hans fyrir eigin vanköntum og brestum, orsök og afleiðingu. Hefur ákærði lagt fram staðfestingu vegna þeirrar aðstoðar þar sem fram kemur að meðferðin hafi gengið vel. Þá kveðst ákærði hafa lesið sér til um ofbeldishegðun og um leiðir og lausnir út úr henni. Kveðst ákærði upplifa sig sem traustari mann í dag, mann sem styður konuna sína, sýnir skilning og einsetur sér að bæta líf hennar og barna þeirra, en ekki sem mann í niðurrifi sem hann hafi verið áður. 9. Brotaþoli ávarpaði einnig d óminn eins og áður segir. Réttargæslumaður hennar hefur sömuleiðis lagt fram bókun fyrir hennar hönd. Kom meðal annars fram í máli brotaþola að mikil breyting hefði orðið á hegðun ákærða í hennar garð frá því að þeirri brotahrinu sem greind er í ákæru lauk í . Ákærði hefði ekki beitt neinu ofbeldi síðan þá og væri nærgætinn, góður faðir og góður maki í dag. Sagði brotaþoli að ákærði veitti henni mikinn stuðning á heimilinu og tæki fullan þátt í uppeldi [barna] . 10. Í bókun brotaþola er rakið að ákærði hafi farið í mikla sjálfsvinnu í kjölfar þeirra atburða sem mál þetta er sprottið af, hann væri kominn með nýja vinnu, hefði aðstoðað brotaþola fjárhagslega með afborganir af húsnæðisláni og v ið framfærslu og væri búinn að veita brotaþola mikinn stuðning við up peldi [barnanna] . Hefði það gefið henni tækifæri á að stunda [nám] , sem hún hefði annars ekki haft tök á að gera. Í bókun brotaþola er einnig rakið að brotaþoli eigi lítið bakland og sé ein með ung börn. Hún sé því mjög háð aðstoð ákærða, varðandi umön nun [barna] , vegna námsins og fjárhagslega. . 11. Brotaþoli kveðst gera sér fullkomlega grein fyrir alvarleika þeirra brota sem hún hafi orðið fyrir af hendi ákærða og vilja að honum verði gerð refsing og hann látinn sæta ábyrgð. Hún kveðst hins vegar ekki vilja að refsing hans bitni á velferð hennar og barnanna. Verði það niðurstaða dómsins að gera ákærða að afplána refsingu í fangelsi 4 yrði það upplifun hennar sem brotaþola að verið væri að refsa henni. Afleiðingarnar yrðu í raun verri fyrir hana, brotaþol ann sjálfan, en fyrir ákærða. Hún myndi líklega missa húsnæði sitt þar sem hún gæti ekki ein staðið undir afborgunum af húsnæðinu, hún yrði að hætta námi sem myndi eyðileggja algjörlega framtíðarmöguleika hennar til tekjuöflunar og hún stæði ein eftir með ábyrgð á uppeldi og umönnun [barnanna] . 12. Með vísan til þess sem rakið er hér að framan er það ósk brotaþola samkvæmt bókun hennar að ákærða verði einungis gerð skilorðsbundin refsing vegna brota hans í hennar garð. Vísar brotaþoli til þess að það að brotaþ oli þori að koma fram og kæra megi ekki verða til þess að af honum séu tekin öll völd um framhaldið. Upplifun brotaþola ætti ekki að vera sú að verið væri að refsa honum, en það liggi ljóst fyrir að brotaþoli eigi mjög ríkra hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins. 13. Eins og ráða má af framangreindu er það mál sem hér er til úrlausnar afar sérstakt. Ákærði hefur hér að framan verið sakfelldur fyrir fjölmörg og alvarleg kynferðisbrot gegn sambýliskonu sinni og fleiri brot . Brást ákærði trúnaði sambýliskon u sinnar og beitti hana kynferðislegu ofbeldi innan veggja heimilis þeirra, sem á að vera friðhelg ur griðastaður þeirra sem þar búa. Brot ákærða eru gróf, marg ítrekuð og í það minnsta eitt skipti var brotið framið í nærveru barns yngra en 15 ára. Að áliti dómsins á ákærði sér engar málsbætur hvað brotin sjálf varða. Þá verður ekki annað séð en að ásetningur ákærða til brotanna hafi verið sterkur og einbeittur. 14. Á hitt er þó einnig að líta að sakfelling ákærða byggir ekki síst á játningu hans sjálfs. B er að líta til þess við ákvörðun refsingar að ákærði hefur gengist greiðlega við brotum sínum, játað þau skýlaust, tekið sig á og gert sér far um að bæta fyrir brotin. Á sú refsing sem ákærða er ákvörðuð að bera þess skýr merki að mati dómsins að hann hefur játa ð brot sín skýlaust og greiðlega og lagt sig fram um að bæta fyrir brot sín. 15. Brotaþoli hefur sem fyrr segir gert dóminum grein fyrir afstöðu sinni og sjónarmiðum varðandi refsingu ákærða . Hefur hún lýst stuðningi ákærða við hana og því hvernig óskil orðs bundin refsing ákærða myndi raska núverandi högum hennar og barna hennar og stefna framtíð hennar sjálfrar að nokkru leyti í tvísýnu. Kveðst hún af þeim sökum upplifa óskilorðsbundna refsingu ákærða sem refsingu fyrir sig persónulega verði ákærði dæmdur ti l óskilorðs bundinnar fangelsisrefsingar í málinu. 16. Má sömuleiðis fallast á það almennt séð að brotaþoli í máli eigi að geta lagt traust sitt á refsivörslukerfið og að mikilvægt sé að draga ekki úr brotaþolum að kæra brot sem þeir hafa orðið fyrir. Á hinn bóginn verður þó einnig að fallast á það með ákæruvaldinu að ekki sé um einkamál ákærða og brotaþola að ræða og að dómur í sakamáli hafi for - dæmis gildi fyrir önnur mál , sem og sértæk og almenn varnaðar áhrif. 5 17. Vegast á ólík sjónarmið í máli þessu, eins og rakið er hér að framan. Þykir rétt að taka tillit til þeirra allra við ákvörðun refsingar í málinu, eftir því sem mögulegt er. Þá þykir einnig rétt að líta til þess að nokkuð er um liðið síðan sum brot ákærða v oru framin. Eru bráðum liðin sex ár frá elstu brotum hans, en um eitt og hálft ár frá því að yngsta brotið var framið. 18. Að öllu framangreindu virtu, með hliðsjón af sakarefni málsins, mikilvægi þeirra hags - muna sem í húfi voru, fjölda tilvika og alvarleika brota ákærða, svo og með vísan til annarra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan og 1., 3., 5., 6., 8. og 9. töluliðar 1. mgr. og 4. mgr. 70. gr., 8. og 9. töluliðar 1. mgr. 74. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. 19. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga, eins og þeirri grein var breytt með 4. gr. laga nr. 22/1955, má í dómi ákveða að fresta skuli fullnustu refsingar með skil - yrðum um tiltekinn tíma. Í athugasemdum í frumvarpi til nefndra laga nr. 22/1955 er rakið að heimildinni séu ekki sett nein takmörk, að því er tekur til tegundar afbrots, aldurs sakbornings, áður genginna refsidóma yfir honum né þyngd ar refsingar. 20. Samkvæmt 2. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga , sbr. 4. gr. laga nr. 2 2/1955, má skilorðstími ekki vera skemmri en eitt ár og ekki lengri en fimm ár. Skal að jafnaði ákveða hann 2 3 ár. Hvað varðar tímalengd skilorðstímans sérstaklega segir í framan - greindum athugasemdum frumvarps til laga nr. 22/1955, að hann megi annars ve gar ekki vera svo skammur að ekki verði dregnar neinar öruggar ályktanir um breytta hegðun sakbornings, en hins vegar megi hann ekki vera úr hófi langur. Er jafnframt rakið að hæfilegt hafi þótt að skilorðstíminn væri að jafnaði 2 3 ár. Segir enn fremur að heimild til að ákveða skemmri eða lengri skilorðstíma skuli aðeins notuð þegar sérstak - lega stendur á. 21. Brot ákærða og tímalengd refsingar hans eru þess eðlis að almennt myndi ekki koma til álita að skilorðsbinda refsingu hans. Þetta mál er þó frábrugðið mörgum öðrum eins og ráða má af framansögðu. Skiptir þá miklu að ákærði hefur játað skýlaust og greiðlega þau brot sem hann hefur framið, bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Þá hefur hann iðrast brota sinna, tekið sig á, leitað sér aðstoðar og gert sér far um að bæta fyrir þau brot sem hann framdi. Þá eru ákærði og brotaþoli enn í sambandi. Hefur ákærði sömuleiðis veitt brotaþola mikinn stuðning eins og rakið er hér að framan og gerir enn. 22. Þykir með vísan til alls þess sem rakið er hér að framan og 57. gr . almennra hegningar - laga rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum fjórum árum frá birtingu dóms þessa að telja. Frestun refsingarinnar er bundin því almenna skilyrði að ákærði gerist ekki sekur um nýtt brot á skilorðstím anum, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. 6 23. Við ákvörðun skilorðstímans er sérstaklega horft til alvar leika brota ákærða og tíma - lengdar refsingar hans. Þá er höfð hliðsjón af framangreindum athugasemdum í frum - varpi til laga nr. 22/1955 um að skilorðstím i megi ekki vera svo skammur að ekki verði dregnar neinar öruggar ályktanir um breytta hegðun sakbornings. Þykir af þeim sökum rétt að skilorðstíminn sé lengri en almennt er. 24. Ákærði hefur hér að framan verið sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í málinu. Í samræmi við þau úrslit ber ákærða að greiða allan sakarkostnað málsins, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. a - lið 1. mgr. 233. gr. sö mu laga. 25. Þykir málsvarnarþóknun skipaðs verjanda ákærða, Axels Kára Vignissonar, lögmanns, hæfilega ákveðin 572.508 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008. Þykir þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ólafar H eiðu Guðmundsdóttur, lögmanns, sömuleiðis hæfilega ákveðin 572.508 krónur, að meðtöld - um virðisauka skatti, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008. Annar sakarkostnaður málsins nemur 307.596 krónum samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins yfir sakarkostnað. 26. Af hálf u ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir , settur saksóknari. 27. Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fimm ár en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fall i hún niður að liðnum fjórum árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Axels Kára Vignissonar lögmanns, 572.508 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti, þ óknun skipaðs réttar - gæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 572.508 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 307.596 krónur í annan sakarkostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson