Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19 . október 2022 Mál nr. E - 2484/2021 : Björn Konráð Magnússon og Guðrún Jónsdóttir ( Pétur Már Jónsson lögmaður ) g egn Hafdís i Björg u Kristjánsdótt ur ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) Dómur I. 1. Mál þetta var þingfest 6. maí 2021 en tekið til dóms 13. október sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnendur málsins eru Björn Ko nr áð Magnússon og Guðrún Jónsdóttir, til heimilis að [...] í [...] , en stefnda Hafdís Björg Kristjánsdóttir, [...] í [...] . 2. Stefnendur gera þá kröfu að stefnda verði dæmd til að greiða þeim skuld að fjárhæð 10.000.000 k r. með dráttarvöxtum frá 13. september 2019 til greiðsludags, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu. Auk þess krefjast stefnendur þess að þeim verði greiddur málskostnaður. Stefnda krefst þess aðallega að hún verði alfarið sýknuð af kröfu stefnenda en til vara að krafa þeirra verði lækkuð. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr he ndi stefndu. II. Málsatvik 3. Mál þetta snýst um sölu stefnenda til stefndu uppgefnum tækjalista samkvæmt kauptilboði stefndu sem samþykkt var 29. ágúst 2019 , ásamt vörumerki og rekstrar heiti Trimforms Berglindar. 2 4. Aðila málsins greinir í ýmsu á um tildrög þessara viðskipta. Af skýrslutökum fyrir dómi og gögnum málsins verður ráðið að stefnda hafi skoðað rekstur Trimform s Berglindar í ágúst 2019. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá A , starfsmanni fasteigna sölunnar B , til stefnanda Björns , dags. 7 . ágúst 2019, sem af verður ráðið að stefnda hafi lýst sig tilbú na til að kaupa reksturinn á 12 .000.000 kr . og taka fasteignina á leigu. 5. Í gögnum málsins kemur fram að aðilar málsins hafi átt í frekari samskiptum um verð í kjölfarið. Þannig megi ráða af tölvupósti A til stefnanda Björns, dags. 21. ágúst 2019, að A sé komin n með hugmynd frá stefndu um tilboð upp á 8,6 milljónir króna með fyrirvara um að umboð fáist fyrir Trimform - tækjunum og að gömlu tækin séu nothæf. Í tölvupóstinum kemur fram að tækin séu öll frekar gömul og úr sér gengin en af tölvu - póstinum verður ráðið að stefnendur hafi bent kaupanda á að það væru komin ný tæki hjá umboðinu sem sniðugt væri að taka inn. Hugmyndin væri þá að kaupa strax tvö til fjögur ný tæki og skipta svo út gömlu tækjunum smám saman. 6. Fyrir liggur að stefnda gerði stefnendum tilboð daginn eftir , eða 22. ágúst 2019 , um að kaupa allar innréttingar, tæki og tól í Trimformi Berglindar samkvæmt uppgefnum tækjalista, ásamt firmanafninu Trimform Berglindar. Féla g stefnenda um reksturinn væri þó ekki sjálft sel t og seljandi skyldi breyta nafni sínu eftir sölu. Í tilboðinu var gert ráð fyrir að kaupverðið, 12.000.000 kr., yrði greitt með eign stefndu að [...] en seljandi myndi yfirtaka áhvílandi veðskuldir sem væru um það bil 46.000.000 kr. með fyrirvara um samþykki lánastofnunar. S tefnendur höfnuðu þessu tilboði. 7. Í gögnum málsins liggur fyrir annar tölvupóstur frá A á sama netfang og hann hafði áður sent stef nanda Birni verðhugmyndir kaupanda. Í þeim tölvupósti sem dagsettur er 27. ágúst 2019 er komið á framfæri þeirri hugmynd frá stefndu Hafdísi að kauptilboð væri sett upp þannig að greiddar yrðu út 4 .000.000 kr. við kaupsamning og s í ðan 2 .000.000 kr. á tvegg ja mánaða fresti þar til upphæðin væri að fullu greidd. Þá er jafnframt varpað fram þeirri hugmynd að hafa fasteignatryggingu í eign stefndu þannig að ef hún seldist á þeim tíma þá greiddi stefnda upphæðina sem væri eftir á þeim tíma með fjármunum sem kæmu frá eigninni. 8. Í gögnum málsins liggur fyrir að stefnendur samþykktu 29. ágúst 2019 með undirritun sinni kauptilboð stefndu á 3 samkvæmt tækjalista sem merktur væri 8/9, sbr. 1. gr. tilboðsins. Sa mkvæmt sama ákvæði . 9. Í 2. gr. kauptilboðsins sagði stefnda að hún myndi við undirritun kaupsamnings greiða stefnendum 12.000.000 kr. Í tilboðinu var fyrirvari um að samko mulag næðist við leigusala um nýjan leigusamning að Faxafeni 14 í Reykjavik , en samþykki á nýjum leigusamningi skyldi liggja fyrir innan 15 daga frá samþykki kauptilboðs. Þá gerði stefnda fyrirvara um sölu á eign sinni að Skaftahlíð 14 og að kaupsamninguri nn um þá eign skyldi fara fram innan 15 daga frá samþykki kauptilboðsins. Sagði jafnframt að ef kaupsamn ing - ur færi ekki fram innan tilskilins tíma 3. gr. samþykkts kauptilboðs kemur fram að afhending h ins selda verði 1. september 2019. 10. Ágreiningslaust er að stefnandi Guðrún veitti stefndu heimild til að koma inn í húsnæði Trimforms Berglindar með takmarkaða starfsemi og veitti henni aðstoð og upplýsingar um starfsemina ásamt því að kenna henni á Trimform - tækin sem öll voru á staðnum. Var þetta á tímabili nu 4. 12 . september. 11. Í málinu liggja fyrir samskipti milli stefndu og stefnanda Guðrúnar á samskiptaforritinu Facebook Messenger 4. september 2019 um að stefnda muni mæta og læra á tækin og vinna með stefnanda við að taka á móti viðskiptavinum . Í þeim samskiptum er varpað fra m annarri hugmynd um hvernig stefnda myndi greiða kaupverðið. Lýsir stefnandi hugmyndinni þannig að hún myndi leigja tækin af stefnendum og greiða stefnanda Guðrúnu eins og hún væri að fá í laun þannig að hún gæti tekið alveg við af Guðrúnu frá og með mánu deginum. Þá gæti hún gert alls konar pakkatilboð og allt sem kæmi inn í fyrirtækið sem hagnaður væri þá innborgun í fyrirtækið umfram laun Guðrúnar. Í skila - boðum stefndu segir svo um þetta: ,,Sem sagt eins og ég væri bara búin að taka alveg yfir en grei þ ar til ég er búin að klára 2 milljónirnar og svo rest með íbúðinni eða þá umfram veltu sem kæmi inn. Því ég er ekki búin að einsetja mér að greiða þetta með sölu á íbúðinni heldur langar mig að geta jafnvel greitt þetta m un fyrr saman. 12. Fyrir liggur að stefnda greiddi 2.000.000 kr. inn á reikning stefnanda Guðrúnar 13. september 2019. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi Björn og ste fnda gerðu í framhaldinu samkomulag um nýjan fyrirvara við samþykkt kauptilboð með undirritun nýs 4 skjals sem dagsett er 3. september 2019 en önnur gögn málsins bera með sér að undirritað hafi verið 13. s eptembe r 2 019 , eða sama dag og stefnda innti af hendi ofangreinda greiðslu. 13. Í skjalinu kemur fram að 3. gr. tilboðsins skuli orðast á þann veg að afhending hins selda verði við undirritun kaupsamnings. Frá afhendingardegi taki kaupandi yfir þjónustu við viðskiptamenn Trimforms Berglindar á útistandandi gild um viðskiptakortum og gjafa - bréfum. Eins taki kaupandi til sín allan arð af hinu selda og greiði skatta og skyldur en seljandi til sama tíma. Áhættan af eign flytjist frá seljanda til kaupanda við afhendingu. Kaupandi greiði seljanda húsaleigu sem seljandi hafi greitt fyrirfram til leigusala frá og með afhendingardegi. 14. 3. septemb e r 2019. ágúst 2019, og fyrirvara stefnenda um afhendingu 3. september 2019. Í næstu málsgrein samningsins segir sí tvær milljónir kr. - eftirstöðvar kr. 10.000.000 tíu millj ó nir kr. skv. ákvæði í kauptilboðinu um fyrirvara á sölu eignar Hafdísar Bjar g ar að [...] . Hafdís skal leggja fram fasteignaveð fy 15. Í sama skjali kemur fram að samningur um yfirtöku á húsaleigusamningi við leigusala liggi fyrir , að stefnda verði þar með ábyrg fyrir húsnæðinu og greiði þegar greidda húsaleigu fyrir septembermánuð 2019 , 79.000 kr. , til stefnenda. 16. Fyr ir liggur að stefnda lagði ekki fram fasteignaveð eins og gert var ráð fyrir í samkomu - lagi aðila 13. september 2019. Þá er ágreiningslaust að stefnda mætti ekki á boðaða fundi um undirritun kaupsamnings á milli aðila 20. og 23. september 2019. Á síðari fu ndinum var stefnendum hins vegar kynnt nýtt tilboð frá stefndu um að hún myndi kaupa vöru merki og rekstrarheiti Trimforms Berglindar ásamt innréttingum, tækjum og tólum sam kvæmt fyrirliggjandi lista á samtals 2.500.000 kr., en þar af hefðu 2.000.000 kr. þegar verið greiddar. Stefnda myndi þá greiða 500.000 kr. við undirritun afsals 7. október 201 9 . 17. Í nýju tilboði stefndu kom fram að hið selda hefði þegar verið afhent , að afhending hefði farið fram 13. september 2019 og að stefnda hefði tekið yfir þjónustu við viðskiptamenn Trimforms Berglindar á útistandandi gildum kortum vegna kaupa til og með sama degi . Í 5 sama skjali kom fram að ef stefnendur höfnuðu tilboðinu skyldi kaupsamningsgreiðsla , 2.000.000 kr. , sem þegar hefði verið greidd , greiðast til kaupanda eigi síðar en 7. október 2019. Hið selda myndi afhendast um leið og fullnaðargreiðsla hefði borist kaupanda samkvæmt fyrrgreindu. 18. Með bréfi lögmanns síns til stefndu, dags. 24. september 2019, skoruðu stefnendur á stefndu að efna samning sinn við þau. Í bréfinu er vísað til þess að í staðfestu kauptilboði 29. ágúst 2019 hafi komist á bindandi samningur aðila um lausafé sem notað hefði verið í rekstri Trimf orms Berglinda r , dags. 3. september 2019 , hafi stefnendur orðið við umleitan stefndu um að afhenda hið selda fyrr gegn því að hún greiddi 2.000.000 kr. inn á kaupverðið og gengist undir skuldbindingu um að leggja þegar fram tryggingu fyrir eftirstöð v um að fjárhæð 10.000.000 kr. í formi tryggingabréfs í fasteign hennar að Skaftahlíð 14 í Reykjavík. Í bréfinu segir að stefnendur hafi ítrekað og árangurslaust leitað eftir því við stefndu síðan samningur um afhe ndingu var undirritaður að hún efndi skyldu sína um að veita fasteignaveð fyrir ógreiddum eftir - stöð v um. Þar sem liðnir væru 20 dagar frá undirritun væri ljóst að um verulega vanefnd væri að ræða. 19. Í bréfinu sagði enn fremur að ef stefnda hefði ekki mælt s ér mót við stefnendur til að afhenda frumrit tryggingabréfs ins fyrir lok dags 24. september 2019 væru forsendur fyrir samningi um afhendingu brostnar og honum því rift, meðal annars vegna verulegra vanefnda stefndu á samningnum og fyrirsjáanleg r a frekari v anefnda. Kynni þá svo að fara að stefnendur leituðu leiða til að ná aftur umráðum hins selda , svo sem með því að fara fram á að stefnda yrði borin út úr fasteigninni Faxafeni 14 með atbeina sýslu manns og myndu stefnendur þá áskilja sér bótarétt. Í bréfinu sagði jafnframt að kaupsamn ingur aðila frá 29. ágúst væri í fullu gildi og stefnendur myndu því halda eftir 2.000.000 kr. innborgun stefndu sem greidd hefði verið upp í umsamið kaupverð. 20. Ágreiningslaust er að lögmaður stefndu svaraði þessari áskorun með tölvubréfi og að í því svari hafi því verið borið við að ekki hafi tekist samningar við leigusala og stefnda teldi sig því vera lausa undan ákvæðum samþykkts kauptilboðs gagnvart stefnendum. Þá er heldur ekki ágreiningur um að í tölvu bréfinu var jafnfram t fullyrt að gallar væru á tækjum sem hefðu verið afhent stefndu. 6 21. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnda hafi undirritað leigusamning um húsnæðið að Faxafeni 14 , þar sem Trimform Berglindar hafði aðsetur , við eig a nda húsnæðisins C ehf. en eintak samningsins sem fyrir liggur í málinu er ódagsett og óundirritað af leigusala. Í samningnum kemur fram að við gildistöku þess samnings falli niður samningur, dags. 26. júní 2009, um sama húsnæði milli D ehf. og E ehf., en fyrir liggur að sí ðarnefnda félagið er í eigu stefnenda. 22. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi lýsti stefnd a tildrögum kaupanna þannig að hún hefði séð auglýsingu um að Trimform Berglindar væri til sölu. Hún hefði fengið sölukynningu frá konu sem sýnt hefði henni reksturinn fyri r hönd stefnenda en hana ræki ekki minni til þess hvað hún héti. Rætt hefð i verið um að tæki fylgdu sem og umboð fyrir þau, auk leigu - samnings til fimm ára. Að spurð um hvers vegna hún hefði undirritað samkomulag aðila um afhendingu hins selda þar sem fram kæmi að samningur um yfirtöku á húsaleigu - samningi lægi fyrir kvað stefnda það ákvæði hafa komið inn í samninginn frá stefnendum og hún hefði treyst því. F , leigusali húsnæðisins, hafi síðar greint henni frá því að hann einn gæti gert leigusamning við hana um húsnæðið. 23. Stefnda greindi frá því fyrir dómi að kaupsamningurinn hafi gilt áfram þrátt fyrir sam - komulagið um afhendinguna. Hún hafi fengið tæki og rekstur afhent gegn 2 .000.000 kr. greiðslu og þá komist inn í húsnæðið. Hún segist hafa komið inn með f leiri viðskiptavini og þá hafi komið í ljós að mörg tækin væru ekki í lagi. Öllu hafi verið stillt vel upp en tækin virkuðu síðan ekki þegar átti að nota þau. Inni í kaupunum hafi verið 12 tæki en þau hafi aðeins getað notað fjögur . Tveimur tækjunum hafi v erið hent en hin hafi ekki verið áreiðanleg. Stefnda kveður ekkert af tækjunum 12 vera í notkun núna. 24. Stefn d a kvaðst ekki hafa getað gert nýjan leigusamning fyrr en búið var að segja upp leigusamningi við Trimform Berglindar. Hún hafi hins vegar gert leigusamning og hafi fyrsta greiðslan samkvæmt honum verið í maí 2020. 25. Stefnda kvaðst fyrst hafa gert athugasemdir við ágalla á tækjum fljótlega eftir afhendingu. Hún hafi hringt og sent skilaboð þrátt fyrir ábendingu um að gera allt skriflega en stefnend - ur hafi brugðist illa við þeim athugasemdum. Um ástæður þess að hún gerði stefnendum nýtt tilboð 23. september 2019 um að kaupa það sem fyrri kaupsam n ingur aðila hljóðaði upp á fyrir 2.500.000 kr. í stað 12.000.000 kr. kvaðst stefnda líta svo á að seinna tilboðið hefði verið sanngjarnt. Kvaðst stefnda líta svo á að með þessu hefði stefnendum jafnframt 7 verið gert ljóst að hún væri að rifta kaupsamningi aðila. Í aðilaskýrslu stefnd u kom jafnframt fram að hún hefði selt þrjú Trimform - tæki og nú auglýst allan reksturinn til sölu, en hann væri þó mjög frábrugðinn því sem áður var. 26. Í aðilaskýrslu sinni sagði Björn Konráð Magnússon að A , starfsmaður B , hefði komið að máli við sig í júlí 2019 og greint sér frá því að hann væri með áhugasaman kaupanda að rekstrinum . A hefði síðan skoðað reksturinn og spurt um verðmiða á honum . Björn hafi gefið honum upp verð en greint honum frá því að stefnendur vildu ekki selja fyrirtækið heldur einungis hluta af rekstrinum og tækin. Stefnda hafi síðan skoðað reksturinn í ágúst 201 9 á meðan stefnendur voru erlendis. 27. Þegar stefnendur komu heim frá útlöndum hafi þau fengið svar frá A um að stefnda vildi kaup a reksturinn og gera þeim tilboð . Þau hafi hafnað fyrsta tilboði stefndu en síðan samþykkt tilboð hennar 29. ágúst 2019 með ákve ðnum fyrirvörum. 28. Stefnandi Björn kvað hafa gengið mjög treglega að fá bæði greiðslu frá stefndu og trygginguna sem um var samið . Við afhendinguna hafi stefnda greitt 2.000.000 kr. eftir mikla eftirgangsmuni. Tryggingabréfið hafi hins vegar aldrei komið . Stefnda hafi ekki mætt til boðaðra funda og ekki svarað síma. Stefnda hafi síðan lagt fram nýtt sölutilboð í fyrirtækið sem stefnendur hafi hafnað. 29. Stefnandi Björn kvaðst hafa gert heiðursmannasamkomulag við F , fyrir svarsmann leigusala Trimforms, um að n ýr aðili tæki við húsnæðinu og leigunni. Hafi F komið með nýjan samning til undirritunar 9. september 2019. Stefnda hafi síðan fullyrt við stefnendur að leigusamningur lægi fyrir. Hann hafi treyst þeim orðum stefndu og þess vegna hafi verið sett inn í samn ing aðila um afhendingu að samningur um yfirtöku á húsaleigusamningi við leigusala lægi fyrir. Stefnendum hafi ekki orðið ljóst að svo væri ekki fyrr en F hélt áfram að rukka þau um leigu. 30. Vitnið F , leigusali Trimforms , staðfesti fyrir dómi að hann hefði verið leigusali E , félags stefnanda Björns, samkvæmt leigusamn i ngi frá 29. júní 2009 og að hann hefði tekið yfir samninginn þegar hann keypti félagið sem var aðili samningsins. Leigu E hafi síðan lokið þegar stefnendur seldu fyrirtækið þegar þau gerðu samning við nýjan kaupanda. 31. Vitnið kvaðst hafa fengið upplýsingar frá stefnendum um að þau hefðu selt reksturinn og hann verið spurður hvort ekki væri hægt að gera nýjan samning við kaupanda nn . Síðan 8 hafi verið gerður nýr leigusamningur við stefndu á svipuðum nótum og fyrri samningur við stefnendur . Vitnið staðfesti að stefnendur hefðu haldið áfram að greiða húsaleigu út uppsagnarfrestinn , en miðað við sex mánaða uppsagnarfrest gæti passað að að stefnda hafi fyrst greitt l eigu í maí 2020 . Vitnið kvaðst ekki geta staðfest hvenær stefnda hefði fyrst greitt leigu, en l eigusamningur sem fyrir liggur í málinu er ódagsettur. 32. Vitnið G , starfsmaður félagsins H , sem vitnið kveður vera í eigu stefndu, bar fyrir dómi að tæki sem voru keypt úr fyrri rekstri hafi mörg hver ekki - virkað og að aðeins hefði verið unnt að nota fjögur tæki. III. Málsástæður stefnend a 33. Í aðalkröfu stefnenda felst að stefndu verði gert að greiða þeim eftirstöðvar kaupverðs á grundvelli samnings þeirra , dags. 29. ágúst 2019 , og síðari viðauka, að fjárhæð 10.000.000 kr. Stefnendur byggja á því að komist hafi á skuldbindandi kaupsamningur milli aðila með undirritun á kauptilboð i 29. ágúst 2019 og gagnáritun stefnenda 3. september. Í því hafi falist skylda stefndu til að kaupa og selja það sem þar er tilgreint fyrir 12.000.000 kr . Þessi skuldbinding hafi svo aftur verið staðfest með undirritun stefndu á viðauka við kaupsamning , dags. 3. september 2019 , og aftur á samning um afhendingu 13. september 2019. 34. Stefnendur byggja á því að öll skjöl er að framan greinir hafi verið samin af fasteigna - sölunni B að undirlagi og fyrir beiðni stefndu. Allan óskýrleika þessara skjala verði þannig að skýra stefndu í óhag og stefnendum í hag, en jafnljóst sé að verulega ha fi skort á að faglega hafi verið staðið að verki við skjalagerð málsins . Beri þá að hafa í huga að stefnendur nutu ekki lögmannsaðstoðar við skjalagerð, yfirlestur eða annað er kaupunum viðkom. 35. Stefnendur byggja þá á því að þeir fyrirvarar sem finna mátti í samningnum frá 29. ágúst 2019 séu niður fallnir og þar með sé tilhæfulaust að beita þeim. Til viðbótar og til marks um bíræfni stefndu hafi hún selt fasteignina [....] með kaupsamningi , dags. 13. janúar 2020 , og afsalað henni 1. apríl s.á. án þess að up plýsa viðsemjanda sinn um þá sölu eða efna skuldbindingu sína. 9 36. Enn fremur , og með hliðsjón af atvikum öllum , h afi stefnda haldið öllu hinu selda og hagnýtt sem sitt eigið og í öllu hegðað sér eins og samningurinn væri bindandi fyr ir hana, fyrir utan að efna greiðsluskyldu sína. Yrðu viðskipti aðila þannig ekki skýrð með öðrum hætti en að þau væru skuldbindandi og um garð gengin utan efnda kaupverðsins. 37. Stefnendur vísa til þess að í kaupsamningnum hafi stefnda tekið fram að hún hefði kynnt sér ástand hins selda og sætti sig við það að öllu leyti. Þá hafi hún enn fremur engum mótbárum hreyft við gæði eða eðli hins selda eftir móttöku þess 13. september 2019. Stefnendur vísa til þess að samkvæmt ákvæðum laga nr. 50/2000 , um lausafjárkaup, sbr. 21. gr. , ráði áhættuskiptin tímamarkinu við mat á galla. Stefnda hafi tekið formlega við hinu selda 13. september en hafði á tímabilinu 4. - 12 september ásamt starfsmönnum á sínum vegum hafið starfsemi að hluta og notið aðstoðar ann ars stefnenda við að læra á munina og prófa. Hún hafi aldrei hreyft andmælum eða gert grein fyrir neinum göllum eða vanbúnaði á hinu selda. Það var ekki fyrr en hún var krafin um efndir sem lögmaður hennar bar við ágöllum, 17. október 2019 , þegar stefnda h af ð i haft aðgang að tækjunum í um einn og hálfan mánuð, en hafði ekki fyrir að rökstyðja slíkt frekar. 38. Loks mótmæla stefnendur því að hið selda hafi verið haldið göllum og byggja á því að sönnunarbyrði fyrir slíkum fullyrðingum hvíli alfarið á stefndu geg n hennar eigin stað hæfi ngu um hið gagnstæða. 39. Stefnendur telja að greiðsluskylda stefndu hafi orðið virk við afhendingu hins selda 13. september 2019. Verði ekki fallist á kröfu um dráttarvexti frá þeim degi er til vara byggt á því að kaupverðið hefði átt að greiða við undirritun kaupsamnings. Þá voru fyrirvarar fallnir niður og stefnda hafði ekki byggt á neinum ágalla hins selda. 40. Verði fallist á hvorugt byggja stefnendur til þrautavara á því að eftirstöðvarnar beri dráttarvexti frá 28. nóvember, en þann d ag voru liðnir 60 dagar frá undirritun samningsins og síðari fyrirvarinn rann út án þess að á honum hafi verið byggt. 41. Til þrautaþrautavara er á því byggt að dráttarvexti skuli reikna frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að stefna þessi er birt fyrir stefndu, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu . Málsástæður stefndu 10 42. Stefnda byggir á því að stefnendur hafi vanefnt samkomulag sitt við hana. Komið hafi á daginn að þrátt fyrir að heimasíðu Trimforms Berglindar hafi verið lokað hafi stefnendur selt inn á eig i n reikning tíma í trimform - meðferð fyrir hátt í 600.000 kr. eftir undirritunardag tilboðsins, sem stefnda hafi neyðst til að þjónusta þó að stefnendur hafi ekki staðið skil á umræddum fjá r munum. 43. Auk þess hafi runnið upp fyrir stefndu að ástandið á hinum keyptu tækjum, mikilvægasta andlagi kaupanna, hafi verið hreint út sagt hörmulegt. H elmingur tækjanna hafi strax verið tekinn úr umferð þar sem þau voru ónothæf og f ramleiðandinn hafi ekki séð tilgang með viðgerð enda gömul tæk i sem hætt væri að framleiða. S tefnendum hafi verið boðið að fá þau tæki afhent. Þeim var og boðið að fá hin sex tækin afhent gegn endurgreiðslu á áðurnefndri innborgun, fyrirframgreiddri þóknun vegna þjónustu , auk húsaleigunnar. 44. Stefnda kveður ástand tæk janna ekki hafa komið í ljós fyrr en hún fór að nota þau . Sannarlega hefðu stefnendur átt að sýna stefndu ástand tækjanna eða gera grein fyrir því hvernig málum var háttað þegar var verið að ræða kaupin, að tækin væru ýmist ónothæf eða á síðasta snúningi, og stefnendu r hafi fullyrt . Sé stefnda nú komin með ný tæki að utan í notkun, en hún hafi tekið á sig allan þann kostnað er fylgdi því að skipta út ónothæfu tækjunum fyrir ný þannig að reksturinn gæti skilað ful lum afköstum. Reikningar vegna kaupa á nýjum trimform - tækjum eru l agðir fram í málinu. Tæki sem stefnendur ætluðu að selja stefndu hafi hins vegar aldrei verið notuð. 45. Stefnda byggir á því að samningur inn sem komst á milli stefndu og stefnenda með samþykki kauptilboðs þann 29. ágúst 2019 hafi fallið niður vegna þeirra tveggja fyrirvara sem voru á samningnum af hálfu stefndu . Þar sem þau skilyrði sem fyrirvarar stefndu kváðu á um hafi ekki gengið eftir sé samningurinn ekki bindandi fyrir stefndu, enda hafi þau öll þurft að vera uppfyllt svo samningurinn væri bindandi. 46. Stefnda vísar í þessu sambandi til þess að hún hafi hvorki fengið að yfirtaka leigu samn - inginn né heldur hafi tekist að ná samningi við leigusalann innan umsamins tímaramma. Hún hafi að vísu seint og um síð ir náð samningi við leigusalann að Faxafeni 14 en leigukjör stefndu hafi verið talsvert lakari fyrir hana sem leigutaka. Gögn málsins tal i sínu máli um þetta og breyti þar í engu þó að s tefnda hafi staðið í þeirri trú að svo væri þegar hún undirritaði samning um afhendingu, dags. 3. september 2019. 11 47. Stefnda vísar einnig til fyrirvara síns um að eign in að [...] í Reykjavík myndi seljast innan 60 daga frá samþykki kauptilboðs en eignin hafi ekki selst fyrr en í júní 2020. Í ljósi þess að hvorugt skilyrðanna fyrir kaupunum hafi verið uppfyllt sé ljóst að ekki hafi kom i st á endanlega bindandi kaupsamningur. Lítur stefnda svo á að hún sé laus undan ákvæðum tilboðsins gagnvart stefnendum og að ei ni samningurinn sem í gildi sé sé samningurinn sem gerður var þegar stefnda fékk tæki og tól afhent og greiddi fyrir þau 2.000.000 kr . 48. Verði það niðurstaða dómsins að kaupsamningur hafi komist á þrátt fyrir ofangreinda fyrirvara byggir sýknukrafa stefndu í öðru lagi á því að stefnendur hafi vanefnt þann kaupsamning verulega, annars vegar með afhendingu gallaðra tækja og hins vegar að því er varðar húsnæði undir hina leigðu starfsemi , en sölukynning stefnenda hafi kveðið á um tryggðan leigusamning til fimm á ra sem skyldi fylgja með í kaupunum. Vanefndir þessar séu það miklar hvor um sig að mati stefndu og hið selda svo stórkostlega gallað að það eitt og sér hefði dugað til að rifta kaupum, hefði samningur komist á. Stefnda vísar að þessu leyti til 2. mgr. 17. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og 4. mgr. sömu greinar um að uppfylli hlutur ekki skilyrði 1. og 2. mgr. teljist hann gallaður. 49. Að því er varðar þann málatilbúnað stefnenda að stefnda hafi kynnt sér ástand hins selda og sætt sig við það að öllu le yti , notið aðstoðar annars stefnenda við að læra á munina og prófa og aldrei hreyft andmælum né gert grein fyrir göllum eða vanbúnaði á hinu selda vísar stefnda til bréfs lögma n ns síns 17. október 2019 . Í því bréfi hafi verið borið við ágöllum þegar stefnda h e fði haft aðgang að tækjunum frá afhendingu rekstrarins . Þetta þyki ekki óeðlilegur tími, enda tækin þess eðlis að ógerlegt sé að meta raunverulegt ástand þeirra fyrr en á notkun reyni og óraunhæft að ætlast til þess að stefnda gæti gert sér grein fyrir göllum tækjanna við einfalda skoðun og prófun. Stefnd a vísar að þessu leyti til 30. gr. laga nr. 50/2000, en þar segi r að ef söluhlutur reynist gallaður og gallinn sé hvorki sök kaupanda né stafi af aðstæðum sem hann varða geti kaupandi samkvæmt ákv æðum 31. 40. gr. laganna krafist úrbóta, nýrrar afhendingar, afsláttar, riftunar og skaðabóta ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs samkvæmt ákvæði 42. gr. laganna. Enda þótt kveðið sé á um það í 1. mgr. 32. gr. laganna að kaupandi skuli tilkynna sel janda eins fljótt og unnt er, án ástæðulauss dráttar, um galla á hlut sem keyptur hefur verið verði mánuður ekki talinn ástæðulaus dráttur í skilningi ákvæðisins. 50. Að því er varðar sjónarmið stefnenda um að áhættan af hinu selda hvíli á stefndu , sbr. 21. g r. , hafi það ekki þýðingu fyrir kaup þótt hlutur sé gallaður samkvæmt ákvæðum 17. 20. 12 gr. laganna á meðan áhættan af söluhlutnum hvílir á seljanda. Það skiptir þó ekki máli hvort gallinn komi fram seinna ef hann var til staðar á áhættuskiptatímanum eða við afhendingu. Þannig ber i seljandinn, stefnendur í þessu máli, einnig ábyrgð á hinum svokölluðu leyndu göllum. 51. S tefnda vísar í þessu sambandi til þess að s tefnendur hafi haft atvinnu af umræddum tækjum um árabil og því mátt vita að það myndi hafa áhrif á a fstöðu stefndu til kaupanna og verðlagningar tækjanna hefði hún vitað að grunur léki á að tækin væru komin á endastöð. Stefnendum hafi borið að upplýsa stefndu um raunverulegt ástand tækjanna, jafnvel þótt þau sjálf teldu gallann smávægilegan, en þess í st að hafi þau þagað yfir þeim ókostum sem tækin voru búin. 52. Meta verði upplýsingaskyldu stefnenda við söluna í því ljósi að þau hafi haft mikið þekkingar forskot á kaupanda hvað tækin varðar og notkun þeirra og hafi skylda hvílt á stefnendum að upplýsa stefndu um raunverulegt ástand þeirra. Í 18. gr. laga nr. 50/200 0 segi að hlutur teljist gallaður þegar hann svari ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hafi við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans e ða notkun og ætla megi að hafi haft áhrif á kaupin. Stefnendur hafi vanrækt að gefa upplýsingar um atriði sem þeim hafi mátt vera ljós og verulegu máli skiptu varðandi tækin og not þeirra, enda hafi stefnda haft réttmæta ástæðu til að ætla að hún fengi við komandi upplýsingar. 53. Að því er varðar málsástæður stefnenda um að stefnda hafi kynnt sér ástand hins selda og sætt sig við það að öllu leyti, sbr. 4. gr. kauptilboðsins , vísar stefnda til þess að ekki sé u nn t að víkja upplýsingaskyldu til hliðar með almen laga nr. 50/2000. Af því ákvæði leiðir að ekki má túlka fyrirvara sem slíka svo bókstaflega að seljandi sé laus undan allri ábyrgð á hinu selda. Seljendur s éu ekki alls kostar óhultir fyrir því að bera ábyrgð á galla hafi þeir vitað eða mátt vita af honum við áhættuskipti. Hafi seljandi vitað um galla sem kaupandi hefði átt að sjá, en yfirsést, verður að telja að það séu sanngjarnir og eðlilegir viðskiptahætt ir að kaupandi geti borið þá galla fyrir sig síðar þar sem seljandinn hefur þá ekki selt hlutinn í góðri trú. 54. Til stuðnings sýknukröfu bendir stefnda á að hún greiddi stefnendum 2.000.000 kr. og fékk reksturinn afhentan. Hún hafi hins vegar ekki fengið að yfirtaka leigusamning um húsnæði rekstrarins og í ljósi þess að tæki hafi verið ónothæf telj i st umræddar 2.000.000 13 kr. yfirdrifið fullnægjandi greiðsla fyrir húsbúnað sem unnt hafi verið að notast við með þokkalega góðu móti. 55. Til stuðnings kröfu um lækkun vill stefnda einnig benda á að stefn en dur hafi afgreitt tíma í trimform - meðferðir eftir undirritunardagsetningu, en samkvæmt fyrrnefndum samningi um afhendingu hafi stefnda tekið yfir þjónustu við viðskiptamenn Trimform Berglindar á útistandandi gildum viðskiptakortum og gjafabréfum. Hins vegar hafi komið á daginn að fjöldi útistandandi viðskiptakorta var töluvert meiri en stefnendur létu í veðri vaka við samningsumleitan, að viðbættum viðskiptakortum sem stefnendur héldu áfram að s elja eftir að stefnda hafði tekið yfir reksturinn. Olli þetta stefndu miklum fjárhagslegum örðugleikum, enda um eins konar sjálfboðavinnu að ræða til hagsbóta fyrir stefnendur. Nemur sala stefnenda á viðskiptakortum eftir afhendingu rekstrar um 600.000 kr. og yrði alltaf að líta svo á að þessi fjárhæð kæmi til lækkunar á kröfum stefnenda. 56. Stefnda gerir sérstaka athugasemd við það að meintan óskýrleika í texta skjala eigi að skýra henni í óhag þar sem skjölin hafi verið samin af fulltrúa B að undirlagi og be iðni stefndu. Af hálfu stefndu er byggt á því að fasteignasalan B hafi verið með reksturinn á sölu hjá sér og unnið fyrir stefnendur en ekki stefndu. Ekkert samningssamband hafi verið á milli stefndu og B . IV. 57. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefndu beri að greiða stefnendum fullt kaupverð vegna kaupa á tækjalista og vörumerki samkvæmt kauptilboði stefndu sem stefnendur samþykktu 29. ágúst 201 9. 58. Sýknukrafa stefndu er í fyrsta lagi byggð á því að ekki hafi komist á skuldbindandi samningur milli aðila vegna fyrirvara sem gerðir voru í samþykktu kauptilboði. Þannig hafi reynt á fyrirvar a stefndu um að hún seldi eign sína að [...] og að kaupsamnin gurinn um eignina færi fram innan 15 daga frá samþykki kauptilboðsins. Sama hafi átt við um þann fyrirvara að samkomulag næðist um nýjan leigusamning við leigusala fasteignarinnar að Faxafeni 14 þar sem Trimform Berglindar hafði aðsetur, en samþykki á nýjum leigusamningi skyldi liggja fyrir innan 15 daga frá samþykki kauptilboðs. 14 59. Hvað varðar fyrrnefnda fyrirvarann liggur fyrir í málinu að aðilar undirrituðu samkomulag um afhendingu eignarinnar 13. september 2019 , eða meira en 15 dögum eftir að skilyrðum samkvæmt fyrirvörunum átti að vera fullnægt . Í samkomulaginu var horfið frá þeirri greiðslutilhögun sem áður var mælt fyrir um í samþykktu kauptilboði á þann veg að stefndu var gert kleift að standa skil á greiðslu með framlagningu fasteignaveðs í íbúð si nni. Í sama samkomulagi kemur einnig fram að samningur um yfirtöku á húsaleigusamningi við leigusala liggi fyrir og að stefnda verði þar með ábyrg fyrir húsnæðinu og greiði þegar greidda húsaleigu fyrir septembermánuð . 60. Þrátt fyrir að samkomulagið sé dagse tt 3. september er ljóst að afhending hins selda fór fram 13. september 2019 , sbr. nýtt kauptilboð sem stefnda lagði fram 23. september 2019, auk þess sem stefnda innti af hendi greiðslu í samræmi við samkomulag aðila um afhendingu þann dag. Verður að telj a að með undirritun samkomulagsins , sem hafði að geyma breytta skilmála frá upphaflegu kauptilboði og greiðslu í samræmi við þ að , hafi stefnda fallið frá rétti til að bera fyrir sig fyrirvara í samþykktu kauptilboði hennar. 61. Af hálfu stefndu er einnig bygg t á því að með nýju kauptilboði sínu til stefnenda frá 23. september 2019 hafi hún rift kaupunum, enda hafi stefnendur ekki gengið að þeim skilmálum sem þar voru settir. Henni beri því ekki að greiða eftirstöðvar kaupverðsins, þar sem stefndu hafi vanefnt verulega skyldur sínar samkvæmt samningi aðila. Vísar stefnda þá til þess að t rimform - tæki sem fylgdu kaupunum hafi mörg hver verið gölluð, auk þess sem stefnendur hafi ekki efnt þá skuldbindingu að tryggja það að hún gæti gengið inn í gildandi húsaleigusa mning, en hvort um sig sé veruleg vanefnd. Hefur stefnda þá vísað til þess að hún hafi þurft að gera nýjan samning á mun lakari kjörum við leigusala húsnæðisins. 62. Að mati dómsins verður að leggja til grundvallar að í samræmi við almennar reglur kröfuréttar beri stefnda sönnunarbyrði fyrir því að þeir lausafjármunir sem hún hafði þegar fengið afhent a frá stefnanda 13. s eptember 2019 hafi verið haldnir göllum . Í máli þessu er engin sönnun komin fram um að svo sé og að stefndu hafi á þeim grundvelli verið heimilt að rifta kaupunum eða halda eftir 10.000.000 kr. af kaupverðinu. Verður að telja að það hafi staðið stefndu næst að færa fram sönnur á þetta atriði, t.d. með öflun matsgerðar, enda hafa tæki og búnaður verið í h ennar vörslum frá því að þau voru afhent 13. september 2019 , s br. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar frá 6. júní 2002 í máli nr. 391/2001 og 26. október 2006 í máli nr. 99/2006 . Í því efni duga fullyrðingar stefndu einnar og skýrsla 15 starfsmanns fyrirtækis hen nar sem starfað hefur undir heitinu H ekki til. Þá verður jafnframt að líta til þess að í tölvupósti A , sem hafði milligöngu um viðræður aðila, til stefnanda Björns 2 1 . ágúst 2019 er lýst því viðhorfi af hálfu stefndu að tæki n væru gömul og úr sér gengin. Ekki verður því séð að ástand tækjanna hafi þannig verið fyrirstaða fyrir því að stefnda gerði kauptilboð næsta dag til stefnenda . 63. Að því er varðar þá málsástæðu stefndu að henni hafi verið heimilt að rifta samningi aðila vegna þess að hún hafi ekki getað gengið inn í húsaleigusamning aðila verður ekki ráðið af samningi aðila hvor þeirra beri ábyrgð á því að samkomulag næðist við leigusala um nýjan samning. Enn fremur leiðir af almennum reglum kröfuréttar að riftun verður ekki beitt nema vanefnd s amkvæmt s amningi teljist veruleg. Við mat á því hvort slík vanefnd sé fyrir hendi verður meðal annars að horfa til hagsmuna aðila og þeirra áhrifa sem vanefnd hefur. 64. Eins og áður er rakið liggur fyrir að stefnda undirritaði samhliða greiðslu sinni á hluta kaupverð sins samning um afhendingu þar sem fram kom að samningur um yfirtöku á húsa - leigusamningi við leigusala lægi fyrir , að stefnda yrði þar með ábyrg fyrir húsnæðinu og grei dd i stefnend um þegar greidda húsaleigu fyrir septembermánuð 2019. Fyrir liggur að stefnda tók þá þegar við rekstri í húsnæðinu og fékk aðgang að því. Í skýrslu F , fyrirsvarsmanns leigusala húsnæðisins, fyrir dómi kom auk þess fram að gerður hafi verið leigusamningur við stefndu á svipuðum nótum og sá sem stefnendur höfð u gert . Samkvæmt þeim leigusamningum sem eru lagðir fram í málinu greiðir stefnda leigusala fjárhæð sem er nokkrum tugum þúsunda hærri á mánuði en stefnendur greiddu. Þegar litið er til þess að stefnda leggur fram mun lægri tryggingu fyrir greiðslu leiguve rðs en stefnendur gerðu og þess að ekki verður annað ráðið af málsgögnum og skýrslutökum en að stefnda hafi notið leigukjara stefnenda fyrstu sex mánuðina eftir að hún tók við rekstrinum er ekki hægt að fallast á þá málsástæðu að hún hafi notið verulega la kari kjara en stefnendur samkvæmt fyrri samningi. 65. Af þessu er ljóst að hvað sem líður hugsanlegum annmörkum á því að ákvæði um yfirtöku húsaleigusamnings stæðist komu þeir ekki í veg fyrir að stefnda gæti hagnýtt sér reksturinn og hafið þar starfsemi. Þá hefur stefnda ekki sýnt fram á að hún hafi notið veru lega lakari kjara en stefnendur nutu samkvæmt fyrri samningi. Verður af þeim sökum ekki fallist á að stefnd u hafi verið heimilt að rifta samningi aðila eða halda eftir greiðslu á eftir stöðvum 16 kaupverðs ins vegna verulegra vanefnda af hálfu stefnenda . Enn fremur leiðir af framangreindu að öðrum málsástæðum stefndu til stuðnings sýknukröfu er hafnað. 66. Stefnda hefur auk þess teflt fram varakröfu um lækkun stefnufjárhæðinnar á þeim for - sendum að hún hafi orð ið fyrir miklum fjárhagslegum örðugleikum, þar sem stefnendur hafi selt viðskiptakort í Trimform i Berglindar eftir að þau afhentu stefndu reksturinn fyrir fjárhæð sem nemi um 600.000 kr . Telur stefnda að þessi fjárhæð eigi að koma til lækkunar á kröfum stefnenda. 67. Að því er lýtur að þessari varakröfu stefndu bera þau gögn sem lögð hafa verið fram í málinu vott um að stefnendur hafi selt viðskiptakort fyrir alls 81.000 k r . í Trimform Berglindar í september 2019 , eftir að stefnda tók við rekstrinum . Í gögnu m málsins kemur þó jafnframt fram að stefnendur hafi endurgreitt kaupendum korta samsvarandi fjárhæð fyrir lok mánaðarins, sbr. hreyfingayfirlit 28. og 29. september 2019 sem fyrir liggja í málinu um endurgreiðslu. Verður að af þeim sökum að hafna þessari varakröfu stefndu. 68. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að fallast á kröfu stefnenda um að stefnda greiði þeim stefnufjárhæð málsins. Ljóst er að samningar aðila kveða ekki með skýrum hætti á um gjalddaga eftirstöðva kaupverðsins. Það leiðir þ ó af meginreglu 1. mgr. 49. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup, að stefndu bar sem kaupanda að greiða kaupverðið um leið og stefnendur kröfðust þess, enda hafði henni þá þegar verið afhent til fullrar ráðstöfunar sá rekstur, tæki og vörumerki sem kaupi n sneru að. Þar sem fyrir liggur að stefnendur kröfðust greiðslu með bréfi lögmanns síns 24. september 2019 verður að miða við að stefndu sé skylt að greiða þeim dráttarvexti frá 24. október 2019, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. 69. Í ljósi þessara úrsl ita málsins verður stefndu gert að greiða stefnendum allan kostnað af rekstri þess og telst sá kostnaður hæfilega ákveðinn 1.116.000 kr. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm . Dómso r ð: Stefnda, Hafdís Björg Kristjánsdóttir, greiði stefnendum , Birni Konráð Magnússyni og Guðrúnu Jónsdóttur, 10.000.000 kr óna með dráttarvöxtum frá 24. október 2019 til 17 greiðsludags, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Stefnda greiði stefnendum 1. 116 .000 króna í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson