Héraðsdómur Vesturlands Dómur 18. október 2024 Mál nr. S - 190/2024 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kjartan i Skaftas yni Dómur Mál þetta höfðaði Lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 21. ágúst 2024 á hendur ákærða, Kjartani Skaftasyni, kt. ... , til heimilis að Hallveigartröð 2 , Reykholti. Málið var dómtekið 1 4. október 20 24 . Í ákæru segir að málið sé höfðað gegn ákærð a fyrir fí með því að hafa um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 2. nóvember 2023, að Hallveigartröð 2, Reykholti, Borgarbyggð, ræktað kannabisplöntur sem gáfu af sér 4985 g af kannabisefni, sem hann hafði í vörslum sínum, nánar tiltekið 3665 g af kannabislaufi og 1320 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við leit í húsnæðinu. Mál nr. 313 - 2023 - 17691 Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerðir nr. 789/2010 og nr. 513/2012. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að framangreind fíkniefni, sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög 68/2001 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið það brot sem honum er gefið að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotið, sem réttilega er fært til lagaákvæða í ákæru. Refsing ákærða, sem er með hreint sakavottorð, þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en rétt þykir að öllu virtu að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún 2 niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og rekstri málsins. Guðfinnur St efánsson aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Kjartan Skaftason , sæti fangelsi í fjóra mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt s kilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Ákærð i sæti upptöku á 3665 g af kannabislaufi og 1320 g af maríhúana . Guðfinnur Stefánsson