Héraðsdómur Suðurlands Dómur 10. febrúar 2021 Mál nr. S - 391/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Þórdís Ólöf Viðarsdóttir fulltrúi ) g egn Kristleif i Kristleifss yni ( Ólafur V. Thordersen lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 27. ágúst 2020 og dómtekið fimmtudaginn 4. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 8. júní sl., á hendur Kristleifi Kristleifssyni, [...] I. fyrir líkamsárás með því að hafa, síðdegis fimmtudaginn 16. maí 2019, í eldhúsi í sameign í fangelsinu að Litla Hrauni á Eyrarbakka, veist að A , ógnað honum endurtekið með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að A hlaut ótilfært nefbrot, mar vi nstra megin á andliti, bólgu í kringum vinstra auga, sprungna neðri vör, blóðnasir, sár á enni, glóðarauga beggja vegna og eymsli víða í andliti, höfði og augum. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. II. fyrir hótan ir með því að hafa, síðdegis föstudaginn 13. september 2019, í fangelsinu að Litla Hrauni á Eyrarbakka, hringt í B , og hótað honum ofbeldi ef hann hætti ekki öllum samskiptum við C . Nánar tiltekið fólust hótanirnar í því að slys myndi verða og að ákærði þe kkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst ákærði vita hvar B og nánustu aðstandendur hans byggju, en framangreind ummæli voru til þess fallin að vekja hjá B ótta um eigið líf, heilbrigði og velferð hans og fjölskyldu ha ns. Telst brot ákærða varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er í ákæru svofelld einkaréttarkrafa: 2 Vegna ákæruliðar I gerir Þórður Már Jónsson lögmaður, kröfu f.h. brotaþola, A , um að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 16. maí 2019 til þess dags þegar liðinn er mánuður frá þeim degi sem sakborningi er birt skaðabótakrafan, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu samkvæmt ákv örðun dómsins, að öðrum kosti verði ákærði dæmdur til að greiða lögmannskostnað brotþola við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi skv. tímaskýrslu og málskostnaðarreikningi sem lagt verður fram við meðferð m álsins, auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og lýsti sækjandi þá yfir að lagt yrði fyrir lögreglu að færa ákærða fyrir dóminn. Ákærði kom fyrir dóminn þann 4. febrúar sl., ásamt Ólafi V. Thordersen lögman ni, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en mótmælti fjárhæð bótakröfu sem of hárri . Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði , ákvörðun viðurlaga og einkaréttarkröfu brotaþola. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsi ákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði fjórtán sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi , þar af átta sinnum ofbeldisbrot. Þann 21. júlí 2015 var ákærði meðal annars fundinn sekur um minniháttar líkamsárás og honum dæmdur hegningarauki við eldri dóm og ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þann 17. september 2015 var ákærði fundinn sekur um minniháttar líkamsárás og hann dæmdur til að sæta fangelsi í þrjá mánuði , en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Með broti sínu hafði ákærði rofið skilorð eldri dóma og refsing hans ákveðin í einu lagi. Þann 8. mars 2016 var ákærði meðal annars fundinn sekur um minniháttar líkamsárás og honum g ert að sæta fangelsi í fimm mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Var þá um að ræða hegningarauka við eldri skilorðsdóm og refsingin dæmd upp. Þann 8. apríl 2016 var ákærði meðal annars fundinn sekur um minniháttar líkamsárás og honum gert að sæta 3 fangelsi í átta mánuði, og var refsingin að hluta til skilorðsbundin. Var enn dæmd upp refsing eldri skilorðsdóma. Þann 3. maí 2016 var ákærði meðal annars fundinn sekur um meiriháttar líkamsárás og honum gert að sæta fang elsi í níu mánuði, og enn dæmd upp refsing eldri dóma. Þann 7. september 2016 var ákærði fundinn sekur um minniháttar, sem og stórfellda líkamsárás, honum dæmdur hegningarauki við eldri dóm og honum gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Þann 7. nóvember 201 6 var ákærði fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni og honum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði. Var þar um að ræða hegningarauka við eldri dóm. Loks var ákærði þann 2. nóvember 2017 meðal annars fundinn sekur um stórfellda líkamsárás, honum dæmdur hegn ingarauki og honum gert að sæta fangelsi í tvö ár. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbi nda refsinguna. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 28.200 kr. , auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða sem er hæfilega ákveðin 212.040 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts , og ferðakostnaður verjanda sem nemur 27.000 krónum. Með brotum sínum hefur ákærði bakað sér bótaskyldu gagnvart brotaþola, en ótvírætt verður að telja að í háttsemi hans f elist ólögmæt meingerð í skilningi 26 . gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir hæfilegt að ákærði greiði brotaþola 500 .000 kr. í miskabætur og skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt gögnum málsins var bótakrafa fyrst birt ákærða við birtingu ákæru og fyrirkalls þann 18. júní 2020. Við fyrirtöku málsins þann 4. febrúar sl. var hafnað kröfu brotaþola um skipun réttargæslumanns, en rétt þykir að ákærði greiði brotaþola málskostn að, sem er hæfilega ákveðin 1 2 0.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kristleifur Kristleifsson, sæti fangelsi í tólf mánuði. Ákærði greiði s akarkostnað samtals, 267.240 krónur , þar af nemur þóknun skipaðs verjanda, Ólafs V. Thorersen lögmanns, 212.040 krónum, að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnaður verjanda, 27.000 krónum. 4 Ákærði greiði brotaþola, A , miskabætur að fjárhæð 500. 000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 16. maí 2019 til 18. júlí 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 120.000 krónur í málsko stnað, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir.