Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. mars 2023 Mál nr. S - 3265/2022: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Benedikt Smári Skúlason saksóknarfulltrúi) gegn Arturas Safarian (Leó Daðason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2. febrúar sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 12. júlí 2022, á hendur Arturas Safarian , kt. , með dvalarstað að , , f yrir eftirtalin brot: 1. Líkamsárás með því að hafa, fimmtudaginn 6. febrúar 2020, innandyra a ð í , veist með ofbeldi að A , kt. , te kið um fingur hægri handar hans og beygt þá aftur, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á litla fingri hægri handar. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 26. júlí 2020, í verslun að í , stolið vörum samtals að söluverðmæti kr. 20.500. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Líkamsárás með því að hafa, sunnudaginn 26. júlí 2020, utandyra við verslun að í , veist með ofbeldi að B , kt. , hrint honum í jörðina, sest ofan á hann og tekið hann kverkataki, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut sár í munnkoki, mar á hálsi og sár á olnboga. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 28. nóvember 2020, í verslun að í , stolið áfengisflösku að söluverðmæti kr. 6.499. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 5. Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 28. nóvember 2020, í verslun að í , stolið áfengisflösku að söluverðmæti kr. 7.899. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6. Nytjastuld með því að hafa, fimmtudaginn 25. mars 2021, tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og í heimildarleysi ekið bifreiðinni um götur höfuðborgarsvæðisins. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 7. Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 6. apríl 2021, farið inn í bifreiðarnar , og , þar sem þær stóðu við í , og stolið þaðan sjónauka, verkjatöflum, sólgleraugum og vegabréfi, allt að óþekktu verðmæti. Telst þetta varða við 244. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8. Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 17. ágúst 2021, farið inn í bifreiðina , þar sem hún stóð við í , og stolið þaðan tímareim, lyftingabúnaði, tveimur töngum og trésverði, allt að óþekktu verðmæti. Telst þet ta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 29. ágúst 2021, í verslun við í , stolið slípirokk að söluverðmæti kr. 52.595. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 10. Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 14. október 2021, í verslun í í , stolið rakspíra að söluverðmæti kr. 5.199. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 11. Nytjastuld með því að hafa, föstudaginn 4. mars 2022, tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og í heimildarleysi ekið bifreiðinni um götur höfuðborgarsvæðisins. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 4. mars 2022, ekið bifreiðinni án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 155 ng/ml) um í , uns lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr . 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3 13. Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 26. mars 2022, í verslun að í , stolið vörum að söluverðmæti kr. 25.489. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Einkaréttarkröfur: Vegna ákæruliðar 1 gerir Inga Lillý Brynjólfsdóttir, lögmaður, fyrir hönd A , kt. , kröfu um að ákærði greiði honum miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 6. febrúar 2020, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 /2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er birt til greiðsludags. Þá krefst brotaþoli þess einnig að ákærða verði gert að greiða honum skaðabætur vegna sjúkrakostnaðar, allt að fjárhæð kr. 500.000. Þá krefst brotaþoli þess að ákærða verði gert að greiða honum skaðabætur vegna munatjóns, að fjárhæð kr. 340.600 auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 6. febrúar 2020, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 /2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaska tti á málflutningsþóknun. Vegna ákæruliðar 4 gerir C , fyrir hönd , kt. , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð kr. 6.698, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 28. nóvember 2020 til 15 . janúar 2021. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Vegna ák æruliðar 5 gerir C , fyrir hönd , kt. , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð kr. 7.899, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 28. nóvember 2020 til 15. janúar 2021. Eftir það er krafist d ráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð inu, 20. desember 2022, var gefin út ný ákæra á hendur ákærða. Málin voru sameinuð. Málið er höfðað á hendur ákærða fyrir eftirfarandi brot: 4 I. Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 13. janúar 2021, í verslun , í , stolið vörum samtals að verð mæti 16.182 kr., en starfsmaður verslunarinnar hafði afskipti af ákærða og ákærði afhenti starfsmanninum vörurnar sem að hann hafði stungið inn á sig. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Þjófnað og fíkniefnalagabrot, með því að hafa, þriðjudaginn 17. ágúst 2021, í heimildarleysi farið inn á vélarverkstæði í húsi nr. við í og stolið reiðhjóli af gerðinni Reaction Pro 500, í eigu D kt. , af áætluðu verðmæti kr. 350.000 - 400.000 , en ákærði var með reiðhjólið í vörslum sínum er lögregla hafði afskipti af honum þann 18. ágúst að , og á sama tíma þann 18. ágúst haft í vörslum sínum 0,44 g af amfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. I II. Nytjastuld, skjalabrot, fjársvik og þjófnað með því að hafa, laugardaginn 2. október 2021, í heimildarleysi farið inn í parhús að í og stolið þaðan kveikjuláslykli að bifreiðinni og eldsneytislykli í eigu E , kt. , sem var fastur við kveikjuláslykilinn, og á sama tíma í heimildarleysi tekið bifreiðina , í eigu F , kt. , þar sem hún stóð við í og í blekkingarskyni skipt um skráningarmerki á bifreiðinni og sett á bifreiðina röng skráningarmerki bifreiðar innar . Í kjölfarið þann sama dag og 4. október 2021, notað eldsneytislykilinn til að greiða fyrir eldsneyti í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum í í og í , samtals að fjárhæð 14.005 kr. og einnig blekkt starfsmenn í staðgreiðsluvið skiptum með framvísun á eldsneytislyklinum sem ákærði hafði heimildarlaust í vörslum sínum og með því svikið út vörur að verðmæti 26.530 kr., svo sem hér greinir: a. Þann 2. október 2021, , vörur að verðmæti 8.703 kr. b. Þann 2. október 2021, , elds neyti að verðmæti 4.006 kr. c. Þann 4. október 2021, , eldsneyti að verðmæti 9.999 kr. d. Þann 4. október, , vörur að verðmæti 17.827 kr. 5 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 157. gr.,1. mgr. 244. gr. og 248. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. IV. Tilraun til fjársvika og gripdeild með því að hafa, miðvikudaginn 3. nóvember 2021, í verslun , , gert tilraun til þess að kaupa sígarettupakka af gerðinni Marlboro fyrir 1.549 kr., með fyrirtækjakorti hjá í eigu annars aðila sem ákærði reyndi að nota án heimildar, og í framhaldinu tekið sígarettupakkann ófrjálsri hendi og gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir hann. Telst háttsemi þessi varða við 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. og 245. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. V. Þjófnað og fjársvik með því að hafa, fimmtudaginn 9. júní 2022, í félagi við þekktan aðila , í auðgunarskyni og heimildarleysi farið inn í bifreiðina og stolið þaðan heyrnatólum af gerðinni Apple Airpods pro, fartölvu af gerði nni Macbook pro, handtösku sem innihélt snyrtivörur og greiðslukort ánöfnuð G (sjá m.a. munaskrá lögreglu nr. 165076) , allt að óþekktu verðmæti, og í kjölfarið síðar sama dag þann 9. júní og daginn eftir þann 10. júní 2022, blekkt starfsfólk í staðgreiðslu viðskiptum með framvísun á greiðslukorti G , sem ákærði hafði heimildarlaust í vörslum sínum, og með því svikið út vörur á neðan greindum stöðum, samtals að fjárhæð 8.643 kr., og þannig látið skuldfæra andvirði þess á reikning G : a. Þann 9. júní 2022, , vörur að verðmæti 1.773 kr. b. Þann 10. júní 2022, , vörur að verðmæti 1.000 kr. c. Þann 10. júní 2022, , vörur að verðmæti 2.028 kr. d. Þann 10. júní 2022, , vörur að verðmæti 1.695 kr. e. Þann 10. júní 2022, , vörur að verðmæti 2.147 kr. Tel st háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. og 248 almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI. Þjófnað, en til vara hylmingu með því að hafa, föstudaginn 10. júní 2022, í auðgunarskyni brotist inn í bifreiðina í eigu H kt. , sem lögð var við í , og stolið þaðan farsíma af gerðinni Iphone, heyrnatólum af gerðinni Bose, þremur sólgleraugum af gerðinni Ray Ban og svarti íþróttatösku (munaskrá lögreglu nr. 165079 og 165075) , allt að óþekktu verðmæti, en lögregla fann þýfið í vörslum ákærða við le it sama dag í íbúð I , kt. , að í sem ákærði hafði farið inn í heimildarleysi og 6 hafst þar við, en ákærði hélt þannig mununum ólöglega frá lögmætum eigendum þeirra þrátt fyrir að ákærði vissi eða mátti vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Telst h áttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr., en til vara 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upp töku á samtals 0,44 g af amfetamíni, skv. heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2011, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Einkaréttarkröfur: E , kt. , gerir þá kröfu vegna ákæruliðs 3 að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 40.535 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 4. október 2021, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi ti l Við aðalmeðferð málsins lýsti sækjandi því að ákæruvaldið félli frá ákæru fyrir gripdeild í IV. lið ákæru frá 20. desember 2022. Ákærði játar sök skv. liðum 2, 4, 5, 9, 10, 11, 12 og 13 í fyrri ákæru og vegna liða r I, fíkniefnalagabrots í lið II, og vegna liðar IV í síðari ákæru, eftir framangreinda breytingu á ákærulið IV. Ákærði neitar sök vegna liða 1, 3, 6, 7 og 8 í fyrri ákæru og þjófnaði í II . lið síðari ákæru, auk ákæruliða III, V og VI. Ákærði fellst á bótakröfur vegna liða 4 og 5 í fyrri ákæru en hafnar bótakröfu vegna ákæruliðar 1. Þá hafnar ákærði bótakröfu vegna liðar III í síðari ákæru. Verjandi ákærða krefst sýknu af þeim ákæruliðum sem ákærði neitar sök í en til vara og að öðru leyti vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann k refst jafnframt frávísunar bótakrafna, en til vara sýknu og til þrautavara verulegrar lækkunar þeirra. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Málsatvik Ákæruliður 1 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Samkvæmt skýrslu lögreglu barst henni tilkyn ning um hugsanlegt rán að . Er lögregla mætti á vettvang var þar brotaþoli ásamt ákærða sem brotaþoli benti á sem geranda. Ákærði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var í mjög annarlegu ástandi og kannaðist hvorki við að hafa stolið né ráðis t á neinn. Rætt var við brotaþola og kvaðst hann búa að þar sem ha nn leigði herbergi merkt nr. . Hann kvaðst hafa komið heim og séð að búið var að taka tölvu, heyrnartól, vegabréfið hans og umslag 7 með peningaseðlum, sem höfðu verið inni í herbergi hans. Sjáanleg verkfæraför hefðu verið við læsinguna á hurðinni að herbergi hans. Brotaþoli sagði að maður klæddur rauðri peysu og í svörtum frakka hefði síðan komið að herbergi hans og sagst vera kominn til að sækja lyklaborð og mús sem hefði gle ymst. Brotaþoli sagði manninn hafa verið í annarlegu ástandi og þegar hann hefði reynt að fá hann til þess að fara hefði komið til átaka á milli þeirra. Sér væri illt í litla fingri hægri handar og liði eins og fingurinn væri hugsanlega brotinn. Þegar maðu rinn hélt á brott elti brotaþoli hann og hringdi á lögreglu. Lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélakerfi hússins. Á því sést hvar þrír menn koma á bifreið sem er lagt fyrir framan húsið. Þeir fara inn í húsnæðið og hitta þar mann sem býr í herbergi nr. . Maður sést síðan eiga við hurðina á herbergi nr. og fara þar inn. Þá sést hvar hann fer með poka úr herberginu og setur í aftursæti bifreiðarinnar fyrir utan. Tveir menn fara síðan í bifreiðina og aka á brott. Skömmu síðar sjást ákærði og brot aþoli í átökum framan við herbergi nr. . Þann 10. febrúar 2022 kom brotaþoli til lögreglu og lagði fram kæru á hendur ákærða. Skýrði hann svo frá að hann hefði verið í fríi þennan dag og hefði brugðið sér út. Þegar hann hefði komið aftur heim hefði herbergi hans verið ólæst og búið að stela frá honum. Hann hefði hringt í leigusalann sinn sem hefði ætlað að koma strax. Meðan hann hefði beðið eftir honum hefðu dyrnar opnast. Hann hefði reiknað með að þarna væri leigusalinn að koma en það hefði þá verið maður undir áhrifum fíkniefna. Það eina sem hann hefði skilið af því sem maðurinn hefði sagt væri að hann væri að koma til að sækja lyklaborð og tölvumús. Maðurinn hefði verið í símanum allan tímann. Brotaþoli hefði reynt að ýta manninum út úr herberginu, en maðurinn hefði gripið í h ö ndina á honum og brotið fingur hans. Engin önnur slagsmál hefðu verið á milli þeirra. Brotaþoli hefði svo elt manninn og látið lögreglu vita. Í málinu liggur frammi vottorð J , yfirlæknis og sérfræðings í lyflækningum, gjörgæslu og bráðalækningum, dags. 2. júní 2022. Kemur þar fram að brotaþoli hafi komið á slysadeild eftir átök við innbrotsþjóf á heimili sínu. Hann hafi orðið fyrir áverka á litlafingri hægri handar við það að árásarmaðurinn hafi gripið um fingurinn og beygt hann aftur snögglega. Hann hafi strax fundið mikinn verk og merkt að fingurinn var aflagaður. Við skoðun hafi sést bólga á litlafingri hægri handar og væg aflögun, en fingurinn hafi verið snúinn. Á röntgenmyndum hafi sést lítið tilfært skábrot í mið - og distal - hluta kjúkunnar en einnig langlæg hárlínu - fractura sem hafi gengið proximalt inn í miðjan basis - liðflötinn. Önnur mynd hafi verið tekin eftir reponeringu brotsins. Þá hafi tekist að leiðrétta dorsal angulation í broti í proximal phalanx dig. V og hafi bro tið þá setið betur. Um hafi verið að ræða brot með vægri skekkju sem ákveðið hafi verið að reyna að leiðrétta með lokaðri réttingu. Lögð hafi verið blokkdeyfing á f i ngurinn með l ídóka íni án a drenalíns og togað í brotið. Því næst hafi tveggja f i ngra U - spelk a verið lögð á hægri h önd og tekin control - mynd sem sýndi góða legu á broti. Brotaþoli hafi komið í 8 endurmat 19. febrúar 2020 en þá hafi brotið skriðið og skekkst á ný. Honum hafi því verið vísað til handarskurðlækna og hafi gengist undir aðgerð 21. febrúa r 2020 þar sem gerð hafi verið innri rétting á brotinu með fixation með pinnum. Eftirlit hafi verið í höndum bæklunarlækna og sjúkraþjálfara. Samkvæmt sjúkraskrárupplýsingum frá 30. apríl 2020 virtist hann hafa náð góðum bata, verið útskrifaður úr eftirliti og verið talinn vinnufær. Í vottorði sálfræðingsins K , dags. 26. janúar 2023 , kemur fram að brotaþoli hafi sótt meðferð hjá henni 5. mars til 9. júlí 2020 og á því tímabili mætt í sjö viðtöl vegna vanlíðanar í kjölfar ofbeldis sem hann hafi orðið fyrir á heimili sínu 6. febrúar 2020. Brotaþoli hafi greint frá mikilli vanlíðan eftir atvikið. Hann hafi óttast að mennirnir kæ mu aftur, átt erfitt með svefn og að treysta sér út á meðal fólks. Í viðtölum við hann hafi verið lögð áhersla á að veita áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Unnið hafi verið að því að styrkja bjargráð hans og draga úr forðunareinkennum. Fylgst hafi verið með þróun áfallastreitueinkenna í viðtölum en þau hafi haldist nokkuð stöðug. Um miðjan júní hafi verið vísbendingar um að hann uppfyllti ekki lengur greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun, en hann hafi þó enn verið að glíma við áfalleinkenni eins og neikvæð einkenni tengd hugsun og líðan. Einnig hafi ofurárveknieinkenni enn verið til staðar, auk einbeitinga r leysis og svefnvanda. Ákveðið hafi verið að hefja formlega meðferð 25. júní 2020. Brotaþoli hafi mætt í tvo tíma eftir það en ekki lokið meðferð. Sálræn einkenni brotaþola samsvari einkennum sem séu þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Niðurstöður sjálfsmatskvarða hafi vel samsvara ð frásögn bro taþola í viðtölum. Hann hafi virst trúverðugur og samkvæmur sjálfum sér. Atvikið hafi haft veruleg áhrif á lífsgæði hans. Ákæruliður 3 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Þann 26. júlí 2020 var óskað aðstoðar lögreglu við verslunina við þar sem maður sem var grunaður um þjófnað hafði ráðist að öryggisverði sem hafði gert tilraun til að stöðva hann. Þegar lögregla mætti á vett v ang stóðu nokkrir menn hjá ákærða sem sat á götunni á móts við verslunina. Brotaþolinn, B , hóstaði mikið og svo vi rtist sem hann hefði orðið fyrir árás. Var honum mikið niðri fyrir. Samkvæmt skýrslu lögreglu virtist ákærði vera undir áhrifum fíkniefna, svitnaði mikið og var ör í hreyfingum og fasi. Brotaþoli greindi frá því að starfsmenn í versluninni hefðu sagt að þa r innandyra væri maður að troða harðfiskpokum í bakpoka sinn af miklum móð og grunaði þá að hann ætlaði ekki að greiða fyrir vörurnar. Brotaþoli hefði þá farið út fyrir verslunina og beðið eftir að maðurinn kæmi út. Maðurinn hefði hlaupið út úr versluninni og hefði brotaþoli þá rétt upp höndina og ætlað að stöðva för mannsins til að kanna hvort hann væri með vörur úr verslu ni nni. Maðurinn hefði þá ráðist á hann en brotaþoli náð að grípa í bakpoka 9 mannsins í átökunum. Átökin hefðu færst frá versluninni og þr óast þannig að ákærði hefði komist ofan á brotaþola og tekið hann kyrkingartaki , fyrst með annarri hendi og síðan með báðum. Takið hefði varað í um 5 sekúndur. Þá hefði ákærði líklega slegið til hans, a.m.k. einu sinni. Á vettvangi var rætt við vitnið L s em sagðist hafa séð þegar ákærði réðst á brotaþola og farið til að aðstoða hann. Hann hefði séð að brotaþoli var öryggisvörður og því gert ráð fyrir að ákærði væri að stela úr versluninni. Þá hefði hann séð ákærða ofan á brotaþola að taka hann hálstaki. Ei nnig var rætt við vitnið M sem sagðist hafa verið þarna á hjólinu sínu þegar hann sá átök milli tveggja manna. Hann hefði séð hvar ákærði hefði tekið brotaþola hálstaki og þá farið til að aðstoða brotaþola. Þeir hefðu sagt ákærða að setjast niður og hann h efði gert það . Í málinu liggur frammi vottorð N , læknis við Heilsugæslustöðina í , dags. 8. júlí 2021. Kemur þar fram að brotaþoli hafi leitað á læknavakt 26. júlí 2020. Hann hafi greint frá því að hafa ætlað að hindra för manns sem var að stela, í starfi sínu sem öryggisvörður. Maðurinn hafi tekið hann hálstaki og haldið í tvígang um hálsinn í 5 6 sekúndur, í fyrra skiptið með annarri hendinni en í það síð ara með báðum höndum. Brotaþoli kvaðst hafa kastað upp, hóstað mikið og verið með særindi við kyngingu og sviða við öndun. Við skoðun hafi verið að merkja fleiður eða sár í munnkoki, þó ekki blæðandi, en ekki aðra bólgu á því svæði. Einnig hafi verið roði í húð utanvert á hálsi framanverðum, vinstra megin, á svæði á stærð við hönd, en sambærilegur roði í húð hægra megin á hálsi framanverðum var minna áberandi. Eymsli hafi komið fram við réttu um hálshrygg. Örlítil grunn sár hafi verið á olnbogasvæði vinstra megin, en þó ekki skurðir sem þurfti að sauma. Að mati læknisins var um að ræða mar á hálsi utanverðum, sár í koki sem gæti samrýmst áreynslu eftir hálstak og grunn sár á olnboga. Enga sértæka meðferð hafi þurfti nema verkjastillingu eftir þörfum. Ákærul iður 6 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Þann 25. mars 2021 var lögregla kölluð að smáhýsum við vegna manns sem væri til vandræða þar. Er lögregla mætti á vettvang sá hún þar bifreiðina sem lagt var við smáhýsin. Við uppflettingu í spjaldtölvu lögreglub ifreiðarinnar kom í ljós að sú bifreið var eftirlýst þar sem henni hafði verið stolið. Lögregla hitti fyrir starfsmann borgarinnar sem sagði að ákærði væri kominn inn í eitt smáhýsið en hann hefði ekki leyfi til að vera þar. Sagði hún að íbúar í smáhýsunum hefðu sagt henni að ákærði hefði komið akandi á bifreiðinni . Rætt var við vinkonu ákærða sem bjó í einu smáhýsinu. Kvaðst hún hafa verið farþegi í bifreiðinni en ákærði hefði verið ökumaðurinn. Þau hefðu ekið um og að þar sem ákærði hefði beðið hana að fara út og taka númeraplötur af annarri bifreið til að setja á þar sem sú bifreið væri stolin. Hún hefði þó ekki gert það. Ákærði hefði síðan ekið að þar sem hann hefði farið inn í eitt smáhýsið en hún 10 hefði farið heim til sín í annað smáhýsi. Farið var í smáhýsið til ákærða þar sem hann var handtekinn. Við leit í smáhýsinu fundus t kveikjuláslyklar bifreiðarinnar inni í þvottavél inni í baðherbergi. Ákæruliður 7 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Þann 6. apríl 2021 barst lögreglu tilkynning um að íbúi að í væri með ætlaðan þjóf í höndunum sem hefði verið að fara inn í bifreiðar í hverfinu. Þegar lögregla mætti á staðinn stóð ákærði þar og íbúar í götunni hjá honum. Vitnið O kvaðst hafa orði ð var við mannaferðir fyrir utan hjá sér og komið að ákærða inni í bifreið sinni. Hann taldi ekkert hafa verið tekið úr þeirri bifreið. Vitnið P kvaðst hafa fundið í fórum ákærða sjónauka og paratabs - töflur sem hefðu verið í bifreið hans, . Þá fann vitn ið R sólgleraugu í fórum ákærða sem hún saknaði úr sinni bifreið, . Þau héldu bæði að bifreiðarnar hefðu verið ólæstar. Einnig fannst hjá ákærða vegabréf annars íbúa við sömu götu. Samkvæmt skýrslu lögreglu bar ákærði þess merki að vera undir áhrifum fí kniefna, en hann var þvoglumæltur og sljór. Lögregla hafði samband við eiginmann vegabréfshafans. Hann taldi að farið hefði verið inn í bifreiðin og vegabréfið tekið þaðan. Bifreiðin hefði verið læst og og einhverjar skemmdir hefðu orðið þegar hún var opnuð. Hann kvaðst einnig sakna gleraugna, sólgleraugna, skiptilykla og nokkurra inneignarkorta. Ákæruliður 8 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Þann 18. ágúst 2021 barst lögreglu tilkynning um mann sem hefði brotist inn í bifreið að í og væri haldið á vettvangi. Hittist þar fyrir tilkynnandinn S ásamt eiganda bifreiðarinnar , BB . Á milli þeirra stóð ákærði sem S kvaðst hafa staðið að því að fara inn í bifreiðina . S skýrði svo frá að hann hefði verið í göngutúr og séð ákærða inni í bifreið BB . Hann hefði vitað að BB ætti bifreiðina þar sem hann væri vinur sonar hans. Hann hefði fylgst með ákærða í stutta stund og þótt óeðlilegt að hann væri inni í bifreiðinni, en hann hefði séð hann róta mikið þar. Hann hefði þá hringt í son sinn o g látið hann vita, en sonur hans hefði látið BB vita. BB k v aðst hafa flýtt sér út að bifreiðinni og þá séð ákærða í þann mund að yfirgefa ha na. Ákærði hefði haldið á tímareim í umbúðum, lyftingabúnaði til líkamsræktar og svörtu trésverði sem BB hefði átt f rá barnæsku. Hann hefði gripið í ákærða og sagt honum að skila mununum, og ákærði hefði gert það . BB hefði því næst óskað þess að hringt yrði á lögreglu. Hann kvaðst ekki viss um hvort bifreið hans hefði verið læst eða ólæst, en hann hefði lánað bifreiðina þennan dag. Það væri ekki samlæsing á henni og því gæti hafa gleymst að læsa farþegahurðinni að framan. BB hefði farið yfir munina í bifreiðinni og tal ið að engin verðmæti vantaði í hana, en á gólfi farþegamegin að framan hefði fundist baksýnisspegill með innbyggðum myndavélarbúnaði sem hann kannaðist ekki við. Við öryggisleit á ákærða fundust tvær 11 tangir í vösum hans úr bifreiðinni og var þeim skilað á vettvangi. Samkvæmt skýrslu lögreglu bar ákærði þess merki að vera undir áhrifum vímuefna, en hann var drafandi í tali, vot eygð ur og sjáöldur hans samandregin og brugðust ekki við ljósáreiti. Aðspurður kvaðst ákærði hafa fengið baksýnisspegilinn frá félaga sínum. Ákæruliður II í ákæru dags. 20. desember 2022 Þann 18. ágúst 2021 barst lögreglu tilkynning u m að reiðhjóli af gerðinni Reaction Pro 500 hefði verið stolið frá daginn áður. Atvikið sást í öryggismyndavélum spítalans, en þar sást vel hvar tveir menn standa fyrir utan verkstæði spítalans. Annar laumar sér inn og tekur hjólið meðan hinn bíður á v erði. Lögregla hitti fyrir eiganda hjólsins sem kvað reiðhjólið hafa verið á vinnusvæði innandyra. Hjólinu h efð i verið stolið milli kl. 15:30 og 16:00 daginn áður. Hjólið væri virði um 500.000 600.000 króna. Hann kvaðst hafa farið inn á Facebook - síðu sem h é ti T . Hún hefði birt þar ljósmynd og spurt hvor einhver saknaði reiðhjólsins á myndinni. Henni hefði þótt maðurinn sem var að eiga við hjólið grunsamlegur. Hann t e ldi reiðhjólið á myndinni vera reiðhjólið si tt . Hann hefði fengið ábendingu frá manni í gegnum Facebook um að reiðhjólið væri líklegast í . Lögregla hafði samband við T sem kvaðst hafa séð manninn koma hjólandi á reiðhjólinu og hjóla á brott stuttu seinna. Hún hefði tekið ljósmyndina fyrir utan [ daginn áður um klukkan 16. T sendi lögreglu myndina og reyndist ákærði vera á henni, en lögregla þekkti hann vegna fyrri afskipta. Farið var að þar sem ákærði hittist fyrir. Hann var handtekinn grunaður um þjófnað á reiðhjóli en hann kannaðist ekki við að hafa tekið hjólið. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir teknar af T og skjáskot af myndbandi úr öryggismyndavél . Ákæruliður III í ákæru dags. 20. desember 2022 Þann 2. október 2021 barst lögreglu tilkynning um nytjastuld á bifreiðinni fyrir utan 19 í . Síðar sama dag barst lögreglu tilkynning um að - kort úr bifreiðinni hefði verið notað í viðskiptum í verslun að . Í ljós kom að um var að ræða aðila á bifreiðinni sem notaði kortið til að taka út eldsneyti. Þá barst sama dag beiðni frá rannsóknarlögreglumanni um aðstoð vegna tveggja manna sem væru við bifreiðina fyrir framan í í . Þar voru staddir ákærði og U og voru þeir handteknir. Eftir handtökuna vísaði ákærði lögreglu á bifreiðina sem var í bílastæðahúsinu í . Var hann með kveikjuláslyklana að bifreiðinni í buxnavasa sínum. Þá benti hann á lítinn pappakassa á bak við húsbíl sem lagt var rétt hjá, en í kassanum voru skráninga r merki bifreiðarinnar . Á bifreiðinni sjálfri voru skráningarmerki annarrar bifreiðar. Fyrst kvaðst ákærði ekkert kannast við hvíta Yaris - 12 bifreið, en eftir að hafa hugsað sig aðeins um, að eigin sögn, mundi hann eftir henni og vildi vísa lögreglu á hana. Ákærði sagði að einhverjir tveir menn hefðu verið að eiga við bifreiðina og færa muni úr henni . Hann neitaði því að hafa stolið bifreiðinni. Við leit á ákærða á lögreglustöðinni fundust ýmis kort í vesk i hans, lyklar að annarri bifreið o.fl. U kvaðst ekki tengjast málinu með neinum hætti og sagði að ákærði hefði verið með eldsneytislykilinn þegar tekið var eldsneyti á bifreiðina . Meðal gagna málsins eru myndir af ákærða að kaupa eldsneyti og vörur m eð eldsneytiskorti á eftir að hafa kom ið út úr bifreiðinni . Farið var yfir úttektir með eldsneytislyklinum hjá og kom þá í ljós að ákærði hafði þann 2 . október kl. 18:00 tekið eldsneyti , 16,03 lítra , á við í , fyrir 4.006 krónur. Á u pptöku frá öryggismyndavélakerfi sést ákærði á stolnu bifreiðinni og er að taka eldsneyti á hana. Þann sama dag kl. 18:35 tók ákærði eldsneyti , 40,50 lítra , á við í , fyrir 9.999 krónur. Á upptöku frá öryggismyndavélakerf i sést ákærði taka eldsneyti á bifreiðina og nota eldsneytislykil af . Þann sama dag , kl. 18:17, tók hann út vörur á við í fyrir 8.703 krónur. Á upptöku frá öryggismyndavélakerfi sést ákærði kaup a sígarettur og orkudrykki í verslun og nota eldsneytislykil af . Lokað var fyrir eldsneytisúttekt á lyklinum eftir að þjófnaðurinn var tilkynntur en þau mistök voru gerð að ekki var lokað fyrir vörukaup , og þann 4. október voru vörur teknar ú t í verslun við fyrir 15.975 krónur, 555 krónur og 1.297 krónur. Tekið er fram í skýrslu lögreglu að ekki liggi fyrir hver var þarna á ferðinni. Er þarna samtals um að ræða 40.535 krónur. Ákæruliður V í ákæru dags. 20. desember 2022 Óskað var eftir aðstoð lögreglu að , en þar hafði aðili fundið stolna muni úr find þar tilkynnanda, G . G kvaðst hafa verið að leita að airpods - heyrnartólum og fartölvunni sinni sem stolið hefði verið úr bifreið hennar um nóttina. Á þe ssum tíma var G ekki búin að tilkynna innbrot í bifreið sína. Hún kvaðst hafa skilið við bifreiðina 9. júní 2022 kl. 16:30 á en hafa áttað sig á því að farið hefði verið inn í hana klukkan 8:30 morguninn eftir. G kvaðst hafa læst bifreiðinni en engin u mmerki voru um innbrot í hana. Stolið hefði verið airpods pro - heyrnartólum, macbook pro - tölvu og tösku með snyrtivörum og greiðslukorti. Búið h efð i verið að nota greiðslukortin hennar á , og í . Við handtöku ákærða og V vegna ákæruliðar VI fundust umrædd airpods - hey rn artól við öryggisleit á V . Ákæruliður VI í ákæru dags. 20. desember 2022 Óskað var eftir aðstoð lögreglu að , en þar hafði aðili borið kennsl á farsíma sinn find my iphone 13 vettvangi hittu lögreglumenn tilkynnanda, H . Hann kvaðst bera kennsl á farsíma sinn úr íbúð á jarðhæð að . H gat látið farsímann gefa frá sér hljóð og heyrðist hvar hljóðið barst frá íbúð á jarðhæðinn i. Þegar lögreglumenn knúðu dyra opnaði ákærði dyrnar. Hann var handtekinn grunaður um þjófnað. Í íbúðinni reyndist einnig vera V sem jafnframt var handtekinn. Mennirnir voru báðir í annarlegu ástandi og gátu ekki svarað spurningum um veru sína í íbúðinni. Á meðan lögregla var í íbúðinni kom þangað teymisstjóri félagsbústaða til að sækja fatnað fyrir húsráðanda. Upplýsti hann lögreglu um að húsráðandinn væri á geðdeild og enginn ætti að vera inni í íbúðinni. Þar sem ekki var hægt að ná í húsráðanda var ekki unnt að gera húsleit en augljós ummerki sáust um hugsanlegt þýfi. Gluggi var opinn á íbúðinni en engin önnur ummerki sáust um innbrot. Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang höfðu skömmu áður aðstoðað manneskju við að finna heyrnartól með snjallforritinu find bifreið hennar um nóttina. Við leit á V fundust airpods - heyrnartól sem kom í ljós að höfðu raðnúmer þeirra. Tilkynnandinn, H , kvaðst sakna fleiri muna úr bifreið sinni en iphone farsímans, m.a. Nike - ræktartös ku og Nike Metcon - skóa. Fenginn var úrskurður til húsleitar í íbúðinni að . Við leit fundust ýmsir munir, m.a. fjögur greiðslukort, tvö ökuskírteini, eyrnalokkar, tvenn airpods - hey rn artól, f ern sólgleraugu, fimm farsímar og Nike - íþróttataska með Nike M etcon - íþróttaskóm í. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði neitar sök vegna liðar 1 í ákæru dags. 12. júlí 2022. Hann kvaðst hafa verið á röngum stað á röngum tíma. Hann hefði sjálfur verið beittur ofbeldi þarna. Hann hefði komið til að hitta mann frá Póllandi sem væri nágranni brotaþola. Hann hefði ekki át t önnur samskipti við brotaþola en að spyrja hann um nágrannann. Fleiri hefðu verið á staðnum og farið út á sama tíma. Enginn hefði reynt að ýta honum burt. Hann hefði ekki tekið í fingur brotaþola og ekki einu sinni snert hann. Hann gæti hafa notað fíknie fni , en hann t æ ki reglulega morfín. Vegna liðar 3 í ákæru dags. 12. júlí 2022 kvaðst ákærði hafa sjálfur dottið og meitt sig en brotaþoli hefði togað í föt hans og dregið hann niður. Hann hefði verið að verja sig en brotaþoli hefði ekki mátt láta svona. Hann hefði hlaupið á eftir honum yfir á bílastæði við aðra verslun en það væri ólöglegt. Ákærði hefði þó ekki gert neitt af því sem honum væri gefið að sök í þessum lið. Hann hefði ekki orðið brotaþola var í versluninni og ekki séð hann fyrr en hann hefði reynt að stoppa hann. Hann kvaðst ekki muna hvort hann hefði verið undir áhrifum. Vegna liðar 6 í ákæru dags. 12. júlí 2022 kvaðst ákærði hafa fengið bifreiðina lánaða. Bíllinn hefði verið í viðgerð og lyklarnir skildir eftir. Vinur hans hefði sagt honum að hann mætti nota bílinn til að keyra rusl í Sorpu. Um hefði verið að ræða Íslending sem hefði búið á 2. hæð í , rétt við . Þetta væri eldri maður sem hann hefði fengið sér 14 morfín með en k y nni ekki frekari deili á. Vinkona hans, Y , hefði verið með. Hún hefði farið í búð en ekki komið aftur þar sem hún hefði verið handtekin. Hann hefði ekið bílnum og verið handtekinn þegar hann hefði komið heim. Vegna liðar 7 í ákæru dags. 12. júlí 2022 kvaðst ákærði muna eftir að hafa sofnað í bíl og muna eftir a ð h afa verið með gleraugu í bílnum. Eigandi bílsins hefði komið að honum. Ákærði gat ekki skýrt hvers vegna ýmsir munir úr bílum í nágrenninu hefðu fundist í bílnum hjá honum. Hann kvaðst mögulega hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Vegna liðar 8 í ákæru dag s. 12. júlí 2022 kvaðst ákærði ekki muna nákvæmlega eftir að hafa farið inn í bílinn. Hann hefði verið með spegil sem vinur hans hefði átt, en hann hefði átt að fara með hann og selja. Hann kvaðst ekki muna eftir neinum öðrum munum þarna en speglinum. Hugs anlega hefðu tveir menn beðið eftir lögreglunni með honum en hann m ynd i það ekki nákvæmlega. Ákærði játar sök vegna fíkniefnalagabrots í lið II í ákæru dags. 20. desember 2022 en neitar sök að því er varðar þjófnað. Hann kvað lögregluna ekki hafa stöðvaði sig á hjólinu og ekki væri hægt að sanna á hann þjófnaðinn. Hann kvaðst ekki hafa skýringu á því að myndir h efðu náðst af honum á hjólinu, en hugsanlega h efð i einhver verið að elta hann. Það væri maður í borginni sem þ ætt ist vera rannsakari og k æ mi oft ti l hans, spyr ð i hann hvort hann h efð i stolið hjólum og b æð i hann að skila þeim. Maðurinn hefði sagt honum að hann ætlaði að koma fyrir dóm og segja að þetta hefði verið ósatt. Ákærði þekkti sjálfan sig á mynd sem liggur frammi í málinu en kvaðst þó ekki mun a eftir þessu og ekki þekkja annan mann sem s é st á sumum myndanna. Vegna liðar III í ákæru dags. 20. desember 2022 kvaðst ákærði ekki hafa brotist inn í heimahús en hann kvaðst halda að hann hefði verið þarna nálægt. Hann m ynd i að bíllinn h efð i verið ólæs tur. Hann hefði ekki verið handtekinn á bílnum og k y nni ekki skýringar á því að bíllyklarnir hefðu verið í vasa hans. Hann hefði heimsótt mann sem hefði farið að kaupa sígarettur og ekki komið til baka. Hann hefði farið að athuga með hann og væri fórnarlam b í málinu. Maðurinn hefði komið án þess að finna sígarettur. Þeir hefðu sest saman inn í bíl og séð að lögreglan væri að fylgjast með þeim. Hann kvaðst hafa hjálpað lögreglunni með því að vísa á bílinn en gat ekki gefið neinar skýringar á því hvers vegna skipt hefði verið um númeraplöturnar og mundi ekki hver hefði skipt um þær eða hvar. Hann gæti hafa notað eldsneytislykilinn eða reynt að nota hann og ekki klárað greiðslu. Hann kannaðist við sjálfan sig á myndum sem bornar voru undir hann úr málinu. Hann kvaðst hafa verið í bíl með vini sínum, U , og h afa haldið að hann ætti eldsneytislykilinn. Hann mundi þó ekki hvort eldsneytislykillinn hefði verið í bílnum hjá honum eða hvort vinur hans hefði afhent sér hann. Ákærði kvaðst ekkert kannast við það sem lýs t er í liðum V og VI í ákæru dags. 20. desember 2022. Hann hefði ekki búið að en geymt þar tvær töskur. Hann benti á svarta íþróttatösku á mynd af vettvangi sem sína. Hann hefði því stundum komið í 15 húsnæðið og skipt um föt. Eigandinn hefði á þessum tím a verið á geðdeild eða í fangelsi. Hann kannaðist við að lögregla hefði fundið stolna hluti í íbúðinni en fleiri hefðu haft aðgang að henni en hann. Oft hefði verið þar ókunnugt fólk sem hann kannaðist ekki við. Hann kannaðist við V sem hefði verið þarna m eð honum, en þeir hefðu verið neyslufélagar. Hann hefði hugsanlega gefið honum airpods. V hefði átt einhverja muni í íbúðinni. Hann kann að ist ekki við neina af stolnu mununum eða að hafa farið inn í bifreiðir, en verið gæti að hann hefði notað greiðslukort in eða reynt það. Brotaþolinn A kvaðst hafa verið í fríi umræddan dag og hafa komið heim rétt eftir hádegi. Dyrnar hefðu verið lokaðar en ólæstar og þegar hann hefði opnað hefði hann séð að brotist hefði verið inn. Hann hefði strax séð að tölvan hans var horfin og svo hefði hann séð að það vantaði einnig airpod - heyrnartólin hans. Nokkrum mínútum síðar hefðu dyrnar opnast. Hann hefði fyrst talið að þetta væri leigusalinn hans en það hefði verið ákærði sem hefði spurt um það sem eftir væri, m.a. tölvumús og lyklaborð. Hann hefði þá áttað sig á að ákærði væri að koma í annað sinn til að stela frá sér. Hann hefði reynt að ýta ákærða út en ákærði hefði þ á skyndilega gripið í fingur hans og snúið þannig að hann hefði heyrt hljóð í fingrinum. Ekki hefði komið til neinna frekari átaka á milli þeirra. Ákærði hefði greinilega gert þetta viljandi en hann hefði verið mjög ákveðinn í að ná dótinu hans. Brotaþoli hefði orðið mjög hræddur en varað ákærða við því að hann myndi hringja á lögregluna, sem hann hefði svo gert. Ákærði hefði virst vera undir áhrifum og vera hættulegur. Hann hefði síðan fylgst með ákærða sem hefði gengið niður þar sem lögregla hefði han dtekið hann. Brotaþoli hefði síðan farið á slysadeild þar sem komið hefði í ljós að fingur hans var brotinn. Meðferðin hefði ekki gengið vel þar sem brotið hefði gróið rangt saman. Hann hefði því þurft að fara í aðgerð og verið í gifsi í mánuð. Eftir það h efði hann farið í sjúkraþjálfun. Hann hefði verið frá vinnu í talsverðan tíma og ætti enn í erfiðleikum með vinnu þar sem hann þyrfti að beita höndunum. Þetta hefði líka reynst honum erfitt andlega. Hann hefði þurft að flytja út þennan sama dag þar sem han n hefði óttast að innbrotsþjófarnir kæmu aftur. Hann hefði sofið illa og alltaf verið hræddur um að eitthvað myndi gerast. Þá hefði hann leitað til sálfræðings. Vitnið B kvaðst hafa verið nýlega byrjaður í starfi sem öryggisvörður er atvikið í lið 3 í ákæ ru dags. 12. júlí 2022 varð. S tarfsma ður sem hafði eftirlit með myndavélakerfi verslunarinnar hefði haft samband og látið hann vita að ákærði væri að fylla tösku af harðfiski. Hann hefði farið út úr versluninni að aftan og náð að stoppa ákærða á milli tveggja bíla á bílastæðinu. Ákærði hefði þá stokkið á hann og brotaþola hefði brugðið, enda hefði hann aldrei lent í þessu áður. Yfirleit t væri fólk stoppað, rætt við það inni á skrifstofu og því síðan sleppt. Forðast væri að beita ofbeldi en ef hann hefði ekki elt ákærða hefði það verið eins og hann væri að leyfa honum að komast upp með ofbeldi. Ákærði hefði náð brotaþola niður en brotaþoli rifið í tösku ákærða til að reyna að stoppa hann. Ákærða hefði tekist að hlaupa í burtu en brotaþoli hefði elt hann 16 o g þeir hefðu tekist á um töskuna. Þetta hefði verið á grasi við bílastæði. Ákærði hefði síðan snúið sér að honum, gripið um háls hans með báðum höndum og reynt að kyrkja hann. Honum hefði fundist hann við það að missa meðvitund. Hann hefði þó náð að halda ákærða og beðið eftir frekari aðstoð. Hann hefði í kjölfarið leitað á slysadeild enda hefði hann hóstað mikið, kastað upp og átt erfitt með að anda lengi á eftir. Hann hefði misst nokkra daga úr vinnu en hefði þó náð sér. Þetta hefði haft slæm áhrif á líða n hans og hann hefði átt erfitt með að fara til vinnu á ný. Vitnið M kvaðst hafa komið hjólandi að versluninni og séð að þar fyrir utan var eltingarleikur í gangi og margir að fylgjast með. Hann hefði séð hvar öryggisvörður hefði náð manni sem hefði verið að stela. Ákærði hefði verið með bakpoka og hann hefði sé ð að hann var með vörur í honum. Komið hefði til átaka og maðurinn hefði hótað öry ggisverðinum öllu illu. Átökin hefðu borist á umferðareyju þar sem maðurinn hefði verið ofan á öryggisverðinum og náð að taka hann hálstaki. Sér hefði virst öryggisvörðurinn vera að kafna. Öryggisvörðurinn hefði svo náð taki á ákærða. Ákærði hefði sloppið frá honum en hann náð honum aftur. Vitnið hefði viljað hjálpa en maður á staðnum hefði sagt að búið væri að hringja á lögregluna. Hann hefði ávarpað ákærða á ensku því hann hefði heyrt hann tala ensku, og sagt honum að það væri best fyrir hann að sitja kyr r. Ákærði hefði þá róast og ekki gert neitt meira. Vitnið O kvaðst hafa vaknað um kl. 6 að morgni þann 6. apríl 2021. Sér hefði verið litið út um glugga og þá séð mann fara inn í bíl við húsið á móti. Hann hefði fyrst talið þetta vera nágrannann en svo sé ð hann fara úr bílnum og inn í annan bíl við enda götunnar. Maðurinn hefði einungis farið inn í þá bíla sem hefðu verið ólæstir. Því næst hefði maðurinn komið hans megin í götuna og þegar hann hefði komið út hefði maðurinn verið í bílnum hans. Bíllinn hans hefði verið ólæstur og ekkert í honum til að taka. Nágranni hans hefði hringt á lögregluna og hann hefði haldið manninum. Vitnið P kvaðst hafa vaknað snemma morguns 6. apríl 2021 við hávaða í fólki og séð hvar nágranni hans stóð yfir manni fyrir utan. Ha nn hefði farið út ásamt fleiri nágrönnum. Þá hefði komið í ljós að þar hefði maður verið staðinn að því að fara inn í bíla í götunni. Maðurinn hefði verið með sjónauka og verkjalyf sem hefðu verið úr bíl vitnisin s. Vitnið R kvaðst hafa vaknað við símtal frá nágranna sínum rúmlega sex að morgni 6. apríl 2021. Hún hefði farið út og séð hvar nágranni hennar hefði haldið manninum og varningur úr bílum í nágrenninu hefði legið á stéttinni. Þar hefðu m.a. verið sólgleraugu sem tekin hefðu verið úr bílnum hennar . Vitnið Z kvað bíl sinn, sbr. lið nr. 6 í ákæru dags. 12. júlí 2022, hafa verið fyrir utan . Hún hefði gripið í tómt þegar hún kom út og í kjölfarið tilkynnt um hvarf hans. Hún kvaðst halda að hann h efð i verið læstur en þó ekki vera viss. Hún saknaði bíllyklanna. Bíllinn hefði fundist og hún fengið hann aftur tveimur eða þremur dögum síðar. Hann 17 hefði þá verið útataður í ösku og búið að stela úr honum. Lögregla hefði sýnt henni mynd af manneskju á bílnum sem hún taldi að hefði verið kona. Hún hefði ekk i kannast við viðkomandi. Þá neitaði vitnið því að bíllinn hefði verið í viðgerð , eins og ákærði sagði , og kvaðst ekki kannast við neinn mann uppi á . Vitnið AA kvaðst hafa gengið fram hjá bíl sem vinur sonar hans ætti á . Hann hefði þekkt bílinn en séð annan mann en eigandann inni í bílnum. Hann hefði hringt í son sinn og beðið hann að hringja í eigandann til að athuga málið. Eigandinn hefði svo komið hlaupandi því enginn hefði átt að vera í bílnum hans. Komið hefði í ljó s að maðurinn í bílnum var útlendingur og hann hefði verið með fulla vasa af munum sem hann hefði verið að hreinsa úr bílnum. Þetta hefði verið íþr ó ttadót, verkfæri og munir úr hanskahólfinu í eigu bíleigandans. Eiginkona hans hefði hringt á lögreglu sem h efði komið og tekið ákærða og munina. Vitnið BB kvaðst hafa farið heim eftir vinnu og lagt bílnum sínum í nálægri götu. Hann hefði svo fengið símtal frá vinafólki sem hefði sagt einhvern mann í bílnum hans. Það hefði ekki getað staðist svo hann hefði stok kið út. Þá hefði þar verið maður að stíga út úr bílnum haldandi á munum í hans eigu. Hann hefði gripið í manninn og spurt hvað hann væri að gera með dótið hans. Maðurinn hefði ekki skilið íslensku þannig að hann hefði þurft að spyrja hann á ensku. Hann hef ði svo tekið munina af honum. M.a. hefði verið um að ræða víraklemmur, teppi, tímareim og gamalt trésverð. Hann hefði litið inn í bílinn og séð þar spegil með myndavél sem hann hefði ekki átt. Vitnið T kvaðst hafa setið við gluggann á gistiheimili sem hún reki í er hún h efð i rekið augun í mann með reiðhjól. Mikið h efð i verið um reiðhjólaþjófnaði á þessum Hún hefði fylgst með manninum með reiðhjólið. Hann hefði verið lengi við hjólið og svo hjólað burt á því. Hjólahvíslarinn hefði tengt hana við eiganda hjólsins. Hún hefði sent honum mynd af hjólinu og hann hefði staðfest að hann ætti það. Vitnið staðfesti að hún hefði tekið myndir af hjólinu sem liggja fyrir í málinu. Vitnið E , íbúi að í , kvaðst hafa vaknað að morgni dags og tekið eftir því að bíll af heimilinu var horfinn ásamt lyklunum a ð honum, sbr. lið III í ákæru dags. 20. desember 2022. Á þessum tíma hefðu staðið yfir framkvæmdir utan við húsið og sést hefðu fótspor í sandi á bílaplaninu. Fjölskyldan hefði sjálf farið út að leita. Þau hefðu fengið tilkynningu um að eldsneytislykill í þeirra eigu hefði verið notaður á bensínstöð. Þegar þau komu á bensínstöðina hefði maðurinn verið farinn en þau hefðu feng ið að sjá upptökur úr myndavélakerfinu sem hefð u sýnt þann sem notaði kortið. Sá hefði verið á öðrum bíl og því hefði verið farið að leita að þeim bíl líka. Þar sem lögregla hefði ekki ætlað að sinna málinu strax hefði hann fengið aðstoð frænda síns sem væ ri rannsóknarlögreglumaður. Sá hefði fundið bílinn fyrir utan skemmtistað. Þegar ákærði kom að bílnum hefði hann verið handtekinn. Um kvöldið hefði vitnið fengið tilkynningu 18 um að bíllinn væri fundinn. Númeraplöturnar hefðu svo fundist í rusli. Vitnið lýst i því að rúmlega 40.000 krónur hefðu verið teknar út af kortum hans . Hann stæði því við einkaréttarkröfu sína í málinu. Vitnið G kvaðst hafa uppgötvað að búið var að stela tösku úr bílnum hennar með airpods - heyrnartólum, veski o.fl. Hún hefði farið að elt a airpods - en þegar þangað kom hefði verið skráð önnur staðsetning og hún því farið. Annar maður hefði verið að elta síma á þann sama stað. Þá hefði verið búið að nota greiðslukort hennar. Þegar bornir voru undir hana munir á myndum af vettvangi vegna liða V og VI í ákæru dags. 20. desember 2022 kvaðst hún eiga suma þeirra. Lögreglumaður nr. staðfesti frumskýrslu sína vegna ákæruliðar 1 í ákæru dags. 12. júlí 2022 . Hann kvaðst muna eftir því að hafa komið á vettvang en ekki lengur muna hvað hann hefði gert á vet tvangi eða við hvern hann ræddi. Lögreglumaður nr. kom á vettvang eftir atvikið í lið 3 í ákæru dags. 12. júlí 2022 . Þar hefði ákærði tekið mann hálstaki eftir að hafa stolið vörum úr verslun. Hann mundi ekki eftir að hafa séð áverka á brotaþola en h ann hefði verið hóstandi og mikið niðri fyrir. Framburður hans hefði virkað trúverðugur. Vitni á staðnum hefðu verið sammála um að ákærði hefði verið ofan á brotaþola og með hendur á hálsi hans á einhverjum tímapunkti. Lögreglumaður nr. kvaðst hafa br ugðist við tilkynningu um óviðkomandi aðila við smáhýsi. Þeir hefðu séð bíl á staðnum sem þeir hefðu flett upp og uppgötvað að hann væri eftirlýstur. Var þar um að ræða bifreiðina í lið nr. 6 í ákæru dags. 12. júlí 2022. Starfsmaður borgarinnar hefði sagt þeim að ákærði hefði ekki leyfi til að vera þarna og íbúar hefðu sagt hann hafa komið á bílnum. Kveikjuláslyklar bílsins hefðu fundist inni á baðherbergi. Ákærði hefði því verið handtekinn vegna nytjastuldar og húsbrots. Hann kvaðst hafa rætt við eiganda b ílsins en ekki borið neina mynd undir hana. Félagi hans hefði rætt við vinkonu ákærða sem hefði sagt að hún hefði verið farþegi í bílnum hjá ákærða. Lögreglumaður nr. kvaðst hafa brugðist við tilkynningu frá þar sem íbúar hefðu komið að manni sem hefði verið að brjótast inn í bíla. Þeir hefðu farið og handtekið manninn og talað við íbúa. Ákærði hefði ekki tekið neitt úr bílnum sem hann hefði fundist í en hann hefði verið með muni úr öðrum bílum sem hann hefði ekki getað útskýrt. Lögreglumaður nr. greindi frá aðkomu sinni að lið 8 í ákæru dags. 12. júlí 2022. Borist hefði tilkynning um yfirstandandi innbrot í pallbíl eða jeppa. Tilkynnandi og eigandi bílsins hefðu verið á staðnum með ákærða. Tilkynnandi hefði sagt að hann hefði séð ákærða inni í bílnum að róta í honum. Hann þekkti eigandann og hefði því vitað að ákærði ætti ekki bílinn. Hann hefði því hringt í eigandann og svo í lögreglu í framhaldinu. Eigandinn hefði sagt ákærða vera með muni í sinni eigu og ákærði hefði skilað þeim, 19 m.a. hefðu það verið tímareim í umbúðum og sverð. Einnig hefðu fundist á honum tangir sem teknar hefðu verið og skilað til eigandans. Þá hefði ákærði verið með baksýnisspegil með myndavél sem bíleigandinn hefði ekki kannast við. Lögreglumaður nr. kvaðst hafa kom ið að reiðhjólaþjófnaðinum í lið II í ákæru dags. 20. desember 2022. Hún staðfesti skýrslu sína um málið en kvaðst ekki muna eftir því að hjólið hefði fundist. Lögreglumaður nr. greindi frá því að rannsóknarlögreglumaður hefði haft samband við hann og óskað aðstoðar vegna bíls og þjófnaðar á eldsneyti með eldsneytislykli. Bíllinn sem hefði verið notaður við þjófnaðinn hefði fundist og þar hefðu tveir erlendir menn verið handteknir. Stolni bíllinn hefði ekki verið sjáanlegur. Annar maðurinn hefði vísað á stolna bílinn sem hefði ekki verið langt frá. Búið hefði verið að skipta um númeraplötur en hann hefði ekki greint frá því hver hefði skipt um númeraplöturnar. Lögreglumaður nr. kom að málinu vegna liða V og VI í ákæru dags. 20. desember 2022. Boris t hefði tilkynning frá manni sem hefði sagst vera fyrir utan að Hann hefði látið símann gefa frá sér hljóð og það hefði komið innan úr íbúðinni. Þar inni hefðu verið tvei r mjög ví m aðir menn sem lögregla þekkti vegna fyrri afskipta. Ákærði hefði tekið á móti þeim í dyrunum en V hefði verið á sófanum. Þeir hefðu ekki tjáð sig neitt. Airpods - heyrnartól hefðu fundist á V . Ýmsir munir hefðu verið á víð og dreif um íbúðina og fe nginn hefði verið húsleitarúrskurður til að geta haldlagt þá. Mennirnir hefðu verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Húsráðandinn hefði verið á geðdeild en ábyrgðarmaður hans hefði komið á vettvang að sækja muni fyrir hann og sagt að enginn ætti að ver a í íbúðinni. Vitnið J , yfirlæknir á bráðamóttöku, staðfesti vottorð sitt vegna brotaþolans A . Hann hefði komið á bráðamóttökuna 6. febrúar 2020 vegna áverka á litlafingri hægri handar. Hann hefði greint frá því að hafa lent í átökum á heimili sínu en árásarmaðurinn hefði snúið fingri hans eða beygt. Fingurinn hefði verið aflagaður og snúið inn á við í átt að lófanum. Bólga hefði verið yfir nærkjúkunni og hann hefði ekki getað beygt fingurinn vegna verkja. Á mynd hefði sést skábrot í nærkjúku hægri litla fingurs sem var aðeins tilfært. Ákveðið hefði verið að deyfa fingurinn og rétta og setja spelku . Brotaþoli hefði komið í eftirlit 19. sama mánaðar. Komið hefði þá í ljós að brotið hefði skriðið og skekkst aftur. Brotaþola hefði verið vísað til handarskurðlæknis og hann farið í aðgerð. Hann hefði svo verið í meðferð hjá læknum og sjúkraþjálfurum en í apríl virtist hann hafa náð sér vel. Hægt væri að rífa í fingur með þeim afleiðingum að hann brotn að i með þessum hætti. Erfitt væri að fullyrða nákvæmlega hvernig þetta h efð i átt sér stað en ljóst væri að togað hefði verið í fingurinn og snúið. 20 Vitnið K sálfræðingur staðfesti vottorð sitt vegna brotaþolans A . Hann hefði komið tvisvar sinnum til hennar. Hún kvað einkenni hans passa við mann sem h efð i lent í líkamsárás. Hann hefði í upphafi uppfyllt viðmið fyrir áfallastreituröskun en um miðjan júní hefði h ann ekki lengur uppfyllt þau þrátt fyrir að hafa enn þá einkenni sem tengdust áfallinu. Niðurstaða Ákærða eru í málinu gefin að sök fjölmörg brot í tveimur ákærum. Ákæruvaldið hefur fallið frá ákæru fyrir gripdeild í IV. lið ákæru frá 20. desember 2022. Ákærði hefur játað sök skv. liðum 2, 4, 5, 9, 10, 11, 12 og 13 í ákæru frá 12. júlí 2022 og vegna liða r I, fíkniefnalagabrots í lið II, og vegna liðar IV í ákæru frá 20. desember 2022 . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum má lsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í framangreindum ákæruliðum og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærum. Ákæruliður 1 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Í þessum ákærulið er ákærða gefin að sök líkamsárás með því að h afa veist með ofbeldi að brotaþola, A , og tekið um fingur hægri handar hans og beygt þá aftur þannig að brotaþoli hlaut brot á litla fingri hægri handar. Ákærði neitar sök. Hann kveðst hafa ætlað að hitta nágranna brotaþola og spurt brotaþola um hann. Han n kvaðst sjálfur hafa verið beittur ofbeldi þarna en neitaði því þó að hafa snert brotaþola. Brotaþoli hefur hins vegar lýst því að ákærði hafi ætlað að stela frá honum og þegar hann hafi reynt að koma ákærða burt hafi ákærði gripið um fingur hans og sveig t þannig að hann hlaut brot af. Í málinu liggja fyrir myndbandsupptökur sem sýna að til átaka kom á milli ákærða og brotaþola sem eru í samræmi við frásögn brotaþola. Frásögn brotaþola hefur verið staðföst frá upphafi. Hún fær stoð í framangreindu myndefn i. Frásögn ákærða er hins vegar ekki í samræmi við myndefnið. Þá fæ r framburður hans um að hann hafi sjálfur verið beittur ofbeldi ekki stoð í neinum gögnum og hann hefur ekki borið því við áður. Skýringar hans á því hvað hann var að gera í húsinu eru einn ig ótrúverðugar í ljósi gagna málsins. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð sem staðfestir þá áverka sem brotaþoli varð fyrir auk sálfræðivottorðs um andlegar afleiðingar. Ákærði hefur byggt á því að sjónarmið um neyðarvörn eigi við í málinu. Samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er verk refsilaust að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættule gri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til. Hafi maður farið út fyrir takmörk 21 leyfilegrar neyðarvarnar og ástæða þess er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín skal honum ekki refsað. A f lýsingum ákærða og brotaþola á atvikinu og myndefni frá því er ekki hægt að halda því fram að um byrjaða eða yfirvofandi ólögmæta árás á ákærða hafi verið að ræða. Ákærði fullyrti jafnvel að hann hefði ekki snert brotaþola. Þá er í öllu falli ljóst að að farir ákærða voru mun harkalegri en tilefni var til. Getur háttsemi ákærða því ekki réttlæst af neyðarvörn. Með hliðsjón af framangreindu er sannað að ákærði er sekur um það sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið og er brotið þar rétt heimfært til re fsiákvæða. Ákæruliður 3 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Í þessum ákærulið er ákærða gefin að sök l íkamsárás með því að hafa veist að brotaþola, hrint honum í jörðina, sest ofan á hann og tekið hann kverkataki. Brotaþoli var við störf sem öryggisvörður í vers lun að í og stöðvaði för ákærða vegna þjófnaðar í ákærulið 2 sem ákærði hefur játað. Ákærði neitar sök og telur að brotaþoli hafi ekki mátt elta hann og reyna að stöðva. Að auki ber hann því við að hann hafi sjálfur dottið og meitt sig þegar b rotaþoli hafi tekið í hann. Brotaþoli lýsti því hvernig ákærði hefði stokkið á hann. Hann hefði náð honum niður og þeir slegist um töskuna með stolnu vörunum. Þar sem ákærði hefði verið ofan á honum hefði hann tekið um háls hans með báðum höndum og reynt a ð kyrkja hann. Vitni að atvikinu kom fyrir dóminn og lýsti atvikinu með sama hætti og brotaþoli. Einnig liggur fyrir að lögregla ræddi við fleiri vitni á vettvangi sem lýstu atvikinu með sambærilegum hætti. Þá liggur fyrir læknisvottorð sem staðfestir að b rotaþoli hafði áverka á hálsi sem samræm du st því að hann h efð i verið tekinn hálstaki. Vangaveltur ákærða um að brotaþoli hafi farið út fyrir starfssvið sitt með því að elta hann út fyrir bílastæði eru tilgangslausar. Ekkert í málinu gefur til kynna að brotaþoli hafi hegðað sér með einhverjum hætti óeðlilega en jafnvel þótt svo hefði verið veit ti það brotaþola ekki heimild til að veitast að honum. Þá byggir á kærði jafnframt á því að sjónarmið um neyðarvörn, sbr. 12. gr. almennra hegningarlaga , eigi við í málinu eða 13. gr. laganna. Brotaþoli var umrætt sinn að stöðva ákærða vegna þjófnaðar. Ákærði reyndi að komast undan og brotaþoli reyndi að halda honum og ná af honum tösku með þýfinu. Af framburði vitna verður ekki ráðið að um neins konar byrjaða eða yfirvofandi ólögmæta árás á ákærða hafi verið að ræða. Þá er í öllu falli ljóst að aðfarir ákærða voru mun harkalegri en tilefni var til , en brotaþoli var með áverka eftir atvikið en ekkert slíkt liggur fyrir um ákærða. Getur háttsemi ákærða því ekki réttl æst af neyðarvörn. Þá verður ekki fallist á að nauðsyn hafi borið til háttseminnar til að vernda lögmæta hagsmuni gegn yfirvofandi hættu, sbr. 13. gr. almennra hegningarlaga. 22 Með framangreindum framburði vitna og læknisfræðilegum gögnum er sannað að ákærði er sekur um það sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið og er brotið þar rétt heimfært til refsiákvæða. Ákæruliður 6 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Í 6. lið ákærunnar frá 12. júlí 2022 er ákærða gefinn að sök nytjastuldur með því að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og í heimildarleysi ekið henni um götur höfuðborgarsvæðisins. Ákærði neitar sök. Hann kvað mann sem hann kannaðist við hafa lánað sér bifreiðina til að keyra rusl í Sorpu, en bifreiðin hefði verið að koma úr viðgerð. Hann sagði vinkonu sína hafa verið með sér í bifreiðinni. Eigandi bifreiðarinnar upplýsti fyrir dóminum að bifreiðin hefði ekki verið í viðgerð heldur hefði hún gripið í tómt þegar hún hefði ætlað að nota hana. Í skýrslu lögreglu sem lögreglumaður hefur staðfest og greint frá fyrir dóminum kemur fram að bifreiðin hafi staðið við húsnæði þar sem ákærði var staddur. Lyklar bifreiðarinnar fundust faldir inni í þvottavél á baðherberginu. Lögregl umenn ræddu við vinkonu ákærða sem stödd var nálægt. Hún kvaðst hafa verið farþegi í bifreiðinni hjá ákærða. Ákærði hefur gengist við því að hafa ekið bifreiðinni og gögn málsins styðja það. Framburður hans um að hann hafi fengið bifreiðina lánaða er afar ótrúverðugur, en hann vísaði til þess að einhver óþekktur aðili sem hann hefði kannast lauslega við hefði lánað sér bifreiðina og gat ekki greint nánari deili á honum. Þá komu þessar upplýsingar ekki fram við skýrslugjöf ákærða hjá lögreglu. Með hliðsjó n af framangreindu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum lið ákærunnar og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður 7 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Í þessum lið ákærunnar er ákærða gefinn að sök þjófnaður með því að hafa farið inn í þrjár bifreiðar við sömu götu í og stolið þaðan tilteknum munum. Ákærði neitar sök. Hann gat þó með engu móti skýrt hvers vegna hann hefði vaknað í bifreið við þessa tilteknu götu með muni úr fleiri bifreiðum við götuna. Þrír íbúar götunnar komu fyrir dóminn. Einn staðfesti að hafa séð ákærða fara inn í bifreiðarnar og fundið hann að lokum sofandi í sinni bifreið með nokkra muni sem nágrannar hans könnuðust við úr sín um bifreiðum. Þá báru hinir tveir um að hafa komið að þar sem ákærði hefði verið stöðvaður og hann hefði verið með muni úr bifreiðum þeirra. Þá staðfesti lögreglumaður aðkomu sína að vettvangi þar sem komið hefði verið að ákærða með þá muni sem um ræði. 23 M eð hliðsjón af framburði vitna og g ögnum málsins er sannað að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður 8 í ákæru dags. 12. júlí 2022 Í 8. lið ákærunnar e r ákærða gefin n að sök þjófnaður með því að hafa farið inn í bifreið þar sem hún stóð við í og stolið þaðan tilteknum munum. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa farið inn í bifreiðina en hann kannaðist við að hafa verið með baks ýnisspegil meðferðis, sem hann sagði vin sinn eiga, en spegillinn fannst inni í bifreiðinni. Maður sem kom að ákærða umrætt sinn kom fyrir dóminn og greindi frá því að hann hefði séð ákærða inni í bifreiðinni og séð hann stíga út með vasa fulla af munum úr henni. Eigandi bifreiðarinnar kvaðst hafa komið að þar sem ákærði hefði verið að stíga út úr bifreiðinni með muni í hans eigu. Þá greindi hann frá því að baksýnisspegill sem hann kannaðist ekki við hefði verið eftir í bifreið hans. Lögreglumaður sem kom á staðinn staðfesti að hafa komið og hitt fyrir alla ofangreinda. Þá hefði ákærði enn haft tangir á sér sem skilað hefði verið til eigandans. Með framangreindum framburði vitna er sannað, gegn neitun ákærða, að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gef in að sök í þessum ákærulið og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður II í ákæru dags. 20. desember 2022 Ákærði hefur játað fíkniefnalagabrot í þessum ákærulið en neitar þjófnaði þar sem honum er gefið að sök að hafa farið inn í v erkstæði við við í og stolið reiðhjóli, en ákærði var með reiðhjólið í vörslum sínum er lögregla hafði afskipti af honum daginn eftir. Ákærði neitar sök. Hann þekkti þó sjálfan sig á ljósmyndum sem liggja frammi í málinu. Vitni sem sá ákærða á hjólinu og tók ljósmyndir af honum kom fyrir dóminn og greindi frá því að sér hefði þótt hann grunsamlegur og hún hefði tekið myndir vegna þess að mikið hefði verið um reiðhjólaþjófnaði í hverfinu. Hún hefði svo sent myndirnar Í öryggismyndavélum sást til manns fara inn og taka hjólið sem um ræðir meðan annar mað ur beið fyrir utan. Þá liggja fyrir ljósmyndir sem framangreint vitni tók af manni á hjólinu. Ákærði bar sjálfur kennsl á sjálfan sig á myndunum og hjólið fannst hjá honum. Í ljósi framangreinds er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þjófnað í samræmi við það sem greinir í þessum ákærulið og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður III í ákæru dags. 20. desember 2022 24 Í þessum ákærulið er ákærða gefinn að sök n ytjastuldur, skjalabrot, fjársvik og þjófnaður með því að hafa í heimildar leysi farið inn í hús í og stolið þaðan kveikjuláslykli að bifreiðinni og - eldsneytislykli og á sama tíma í heimildarleysi tekið bifreiðina þar sem hún stóð við húsið og í blekkingarskyni skipt um skráningarmerki á bifreiðinni og sett á bifr eiðina röng skráningarmerki bifreiðarinnar . Þá er ákærða gefið að sök að hafa sama dag og tveimur dögum síðar notað eldsneytislykilinn til að greiða fyrir eldsneyti og vörur og með því svikið út vörur. Í ákærunni eru tilgreindar færslur að verðmæti sam tals 40.535 krónur. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst þó hafa verið þarna nálægt. Hann kunni ekki skýringar á því að hann hefði verið með kveik j uláslykla bifreiðarinnar á sér og gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna skipt hefði verið um númeraplötur á henni. Hann hefði þó hjálpað lögreglunni með því að vísa á bifreiðina. Hann kannaðist við sjálfan sig á myndum frá bensínstöð þar sem hann hefði notað eldsneytislykilinn sem um ræði en kvað vin sinn, sem var með honum , hafa átt lykilinn. Umrædd bifreið var tilkynnt stolin frá heimili í og hafði kveikjuláslykill hennar með áföstum eldsneytislykli verið tekin n þaðan . Skömmu síðar var eldsneytislykillinn notaður og í öryggismyndavél sást hvar ákærði notaði hann þar sem hann var á ferð ásamt öðrum manni í annarri bifreið. Mennirnir voru báðir handteknir skömmu síðar. Ákærði hafði þá meðferðis kveikjuláslykla bifreiðarinnar og benti lögreglu á hvar bifreiðina og skráningarmerki hennar, sem skipt hafði verið um, var að finna. Vinur hans kvaðst ekki tengjast málinu og kvað ákærða hafa verið með eldsneytislykilinn. Meðal gagna málsins eru myndir úr öryggiskerfi bensínstöðva þar sem ákærði sést nota framangreindan eldsneytislykil í þeim tilvikum sem honum eru gefin að sök í ákæru , utan 4. október, en vegna þess tilviks er sérstaklega tekið fram í skýrslu lögreglu að ekki sé vitað hver misnotaði eld s neytislykilinn í það skipti. Með hliðsjón af framangreindum gögnum, framburði fyrir dómi og því að ákærði hefur engar haldbærar skýringar getað gefið er sannað að hann er sekur um það sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið og er háttsemi hans þar rétt færð til refsiákvæða, utan þess að ekki liggur fyrir að ákærði hafi staðið að því að nota eldsneytislykilinn þann 4. október. Verður því lækkuð sú fjárhæð sem hann er sakfelldur fyrir um þá fjárhæð sem því nemur og verður hann sakfelldur fyrir fjársvik að fjárhæð 22.708 krónur. Ák æruliður V í ákæru dags. 20. desember 2022 Í þessum ákærulið er ákærða gefin n að sök þjófnaður og fjársvik með því að hafa, í félagi við þekktan aðila , í auðgunarskyni og heimildarleysi farið inn í bifreið og stolið þaðan Apple Airpods pro - heyrnatólum, fa rtölvu, handtösku með snyrtivörum og greiðslukorti og að hafa síðar sama dag og daginn eftir framvísað greiðslukortinu og með því svikið út vörur á nokkrum stöðum fyrir samtals 8.643 krónur. 25 Ákærði neitar sök og kannast ekkert við framangreint. Hann kvað þó að verið gæti að hann h efð i látið annan mann fá airpods - heyrnartólin sem í ljós kom að voru í eigu brotaþola. Brotaþoli reyndi að elta airpods - Forritið merkti m.a. við staðinn sem ákærði var á. Þá var búið að nota greiðslukort hennar. Brotaþolinn þekkti muni úr sinni eigu á myndum a f munum sem fundust hjá ákærða. Í gögnum málsins kemur fram að umráðamaður íbúðarinnar þar sem ákærði var handtekinn var ekki í henni þegar umrædd atvik áttu sér stað og átti enginn að vera þar. Þar var einn annar maður sta dd ur auk ákærða. Munir sem teknir voru úr bifreið brotaþola voru þar. Maðurinn sem var staddur í íbúðinni auk ákærða kvað ákærða hafa gefið sér airpods - heyrnartólin í eigu brotaþola og ákærði gekkst við því fyrir dóminum að svo gæti verið. Með hliðsjón af öllu framangreindu er sannað að ákærði fór inn í bifreið brotaþola og stal þaðan munum í hennar eigu. Ekki er þó sannað að hann hafi farið inn í bifreiðina í félagi við annan mann. Þá liggja engin gögn fyrir í málinu um að ákærði hafi framvísað greiðslukorti brotaþola og með því svikið út vörur og verður hann því sýknaður af ákæru fyrir fjársvik samkvæmt þessum ákærulið. Ákæruliður VI í ákæru dags. 20. desember 2022 Í þessum ákærulið er ákærða gefinn a ð sök þjófnaður en til vara hylming með því að hafa í auðgunarskyni brotist inn í tiltekna bifreið sem lagt hafði verið við í og stolið þaðan iphone - síma, heyrnartólum, sólgleraugum og íþróttatösku. Þýfið fannst allt hjá ákærða í íbúð að , þeirr i sömu og ræðir um í síðasta ákærulið. Ákærði kannaðist ekki við það sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið frekar en ákærulið V. Hann kvaðst hafa geymt tvær töskur í íbúðinni og benti í því sambandi á mynd af íþróttatöskunni sem var í eigu brotaþola . Ákærði var handtekinn skömmu eftir innbrotið í bifreiðina þar sem eigandinn elti símann sinn með snjallforritinu þar sem ákærði dvaldi. Eins og að framan greinir var umráðamaður íbúðarinnar ekki í henni og átti íbúðin að vera tóm. Ákærði hafði gert sig þar heimakominn. Hann kvað muni í eigu brotaþola tilheyra sér en gat ekki gef ið neinar frekari skýringar á því og neitaði alfarið að tjá sig hjá lögreglu. Með hliðsjón af framangreindu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þjófnað eins og honum er gefi nn að sök í þessum ákærulið og verður hann sakfelldur fyr ir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing, sakarkostnaður og bótakröfur 26 Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 5. júlí 2022, gekkst hann þann 12. apríl 2021 undir viðurlagaákvörðun vegna þjófnaðar og fík niefnalagabrots. Brot ákærða samkvæmt fyrstu sjö liðum ákærunnar frá 12. júlí 2022 og I . lið ákærunnar frá 20. desember 2022 voru framin áður en kom að framangreindr i viðurlagaákvörðun og verður ákærða því dæmdur hegningarauki hvað þau brot varðar, sbr. 78 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir fjölda mismunandi brota, m.a. líkamsárásir, þjófnaði og fjársvik. Með hliðsjón af framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákv eðin fangelsi í 12 mánuði. Ákærði hefur einungis einu sinni áður gerst sekur um brot og gekkst þá undir viðurlagaákvörðun. Með hliðsjón af því þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa h aldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru frá 12. júlí 2022 er ákærði sviptur ökurétti í sex mánuði, frá birtingu dómsins að telja. Af hálfu A er krafist skaðabóta vegna liðar 1 í ákæru frá frá 12. júlí 2022 að fjárhæð 3.840.600 krónur sem skiptast þannig að 3.000.000 króna eru miskabætur, 500.000 krónur eru bætur vegna sjúkrakostnaðar og 340.600 krónur vegna munatjóns. Við aðalmeðferð málsins lækkaði brotaþoli kröfu sína vegna sjú krakostnaðar í 70.021 krónu. Krafa um sjúkrakostnað er studd gögnum og verður fallist á hana. Ákærði er í málinu ekki ákærður fyrir þjófnað og er því ekki unnt að taka til greina kröfu vegna munatjóns. Miskabætur þykja hæfilega ákveðnar 650.000 krónur. Sam kvæmt þessu verður ákærð a gert að greiða brotaþola 720.021 krónu og ber krafan vexti eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað að fjárhæð 1.307.879 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts og útlagð s kostn a ðar. Af hálfu er krafist skaðabóta vegna liða 4 og 5 í ákæru frá frá 12. júlí 2022 , samtals að fjárhæð 14.398 krónur. Ákærði hefur játað sök samkvæmt þessum ákæruliðum og hefur fallist á bótakröfurnar. Verður hann því dæmdur til greiðslu skaðabóta í samræmi við kröfurnar ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir, en ákærða voru birtar bótakröfurnar í skýrslutöku 13. janúar 2021. Þar sem bótakrefjandi sótti ekki þing heldur ákæruvaldið fyrir hans hönd verður honum ekki dæmdur málskostnaður úr hendi ákærða eins og krafist er. Vegna liðar III í ákæru frá 20. desember 2022 gerir E þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 40.535 krónur, auk vaxta, vegna úttekta með bensínkorti brotaþola. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik v egna framangreindra úttekta en þó einungis að fjárhæð 22.708 krónur. Verður því fallist á bótakröfu brotaþola með þeirri fjárhæð, ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. 27 Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leós Daðasonar lögmanns, 1 .408.671 krónu að meðtöldum virðisaukaskatti, og 281.670 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Benedikt Smári Skúlason saksóknarfulltrúi. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Arturas Safarian , sæti fangelsi í 12 mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði er sviptur ökurétti í 6 mánuði, frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði A 720.021 krónu, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 6. febrúar 2020 til 12. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags , og 1.307.879 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 14.398 krónur ásamt vöxtum skv. 8. gr. nr. 38/2001 laga um vexti og verðtryggingu frá 28. nóvember 2020 til 13. febrúar 2021, en þá með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. , sbr. 9. gr. , sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði E 22.708 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. október 2021 til 2. mars 2023, en þá með með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leós Daðasonar lögmanns, 1.408.671 krónu, og 281.670 krónur í annan sakarkostnað. Barbara Björnsdóttir