D Ó M U R 1 9 . september 202 4 Mál nr. E - 7764 /20 23 : Stefnandi: Ríkislögreglustjóri ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) Stefndi: Sjóvá - Almennar tryggingar hf. ( Kristín Edwald lögmaður) Dóma r i : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 1 9 . september 2024 í máli nr. E - 7764 /20 23 : Ríkislögreglustjóri ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. (Kristín Edwald lögmaðu r ) Mál þetta, sem var dómtekið 2 9 . ágúst sl., var höfðað 1 3 . desember 20 23 . Stefnandi er ríkislögreglustjóri , í Reykjavík . Stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf., í Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda 2.876.763 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. júní 2018 til 14. maí 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. I Mál þetta varðar ágreining um bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu vegna árekstrar lögreglubifreiðar og bifreiðarinnar . St efnandi er það stjórnvald sem fer með málefni lögreglu samkvæmt 4. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Stefndi er vátryggingafélag. Málsatvik eru að meginstefnu óumdeild. A ðfaranótt 6. júní 2018 hugðist lögregla hafa afskipti af ökumanni bifreiðarinnar á H ringbraut í Reykjavík , en sú bifreið var tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá stefnda . Tildrög afskiptanna voru þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu ók hann bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina , rétti upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ók svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla gaf ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn jók þá hraðann. Ágreiningslaust er að ökumaður inn var kominn á um 150 km hraða á klst. á Bústaðavegi þar sem hámarkshraði er 60 km á klst. Lögreglumenn óskuðu aðstoðar við eftirförina og náði bifreiðin þá hraðanum um 170 km á klst. þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umf erð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar náði bifreiðin um 200 km hraða á klst. vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti heimilaði varðstjóri að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. 2 Síðar var bifr eiðinni ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni var síðan ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ beygði ökumaður bifreiðarinnar gegn akstursstefnu og virtist ætla að snúa við ve stur Vesturlandsveg, en þá var lögreglubifreið nr. 264, sem ber skráningarnúmerið og er af gerðinni Ford Explorer, ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ekki staðnæmdist þó bifreiðin heldur var henni ekið þvert yfir umferð areyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg . Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, tókst ökumanninum að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Sérsveitarmaður sem ók lögreglubifreið nr. 264 greip þá t il til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hægði bifreið á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það gerði sérsveitarmaðurinn og ók síðan á vinstra afturhorn með þeim afleiðinum að hún snerist og fór út af veginum. Lauk þ ar með eftirförinni sem þá hafði staðið í um 30 mínútur . Lögreglubifreið nr. 264 skemmdist töluvert við áreksturinn og var flutt með dráttarbifreið á verkstæði í Reykjavík. Bifreiðin var í eigu stefnanda. E kki er um það deilt að viðgerðarkostnaður sem féll á stefnanda nam 2.876.763 krónum, sbr. fyrirliggjandi reikning GB Tjónaviðgerða ehf. S ú fjárhæð myndar höf uð stól dómkröfu stefnanda. Ágreiningslaust er að ökumaður bifreiðarinnar var undir áhrifum örvandi efna við aksturinn. Stefnandi gerði kröfu um bætur úr ábyrgðartryggingu , en bifreiðin var sem fyrr segir tryggð hjá stefnda. Stefnandi byggir á því að um langt árabil hafi munatjón lögreglubifreiða við sambærilegar aðstæður verið greitt úr ábyrgðartryggingu þess ökutækis sem nauðsynlegt hafi reynst að stöðva. Stefndi mótmælir þessari staðhæfingu um venjubundna afgreiðslu vátryggingafélaga, en öðrum staðhæfingum stefnanda um málsatvik mótmælir stefndi ekki. Var raunar bókað eftir lögmanni stefnda í þinghaldi 17. apríl 2024 að stefndi vefeng d i ekki að ákvörðun lögreglu umrætt sinn um að aka lögreglubifreið á bifreiðina hefði verið réttlætanleg í ljósi aðstæðna og að gætt hefði verið meðalhófs. Með tölvubréfi 26. júlí 2018 hafnaði stefndi kröfu stefnanda á þeirri forsendu að lögreglubifreiðin hefði valdið árekstrinum af ásetningi, sbr. 89. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Stefnandi bar synjun stefnda undir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Nefndin fjallaði um lögbundið hlutverk lögreglu og vísaði til þess að ákv örðun um lögregluaðgerð lægi hjá lögreglu. Tjón lögreglu sem af slíkum aðgerðum hlytist væri hluti af lögbundnu hlutverki lögreglu sem hún yrði þar með sjálf að standa undir. Ekki væri unnt að líta svo á að slíkar afleiðingar lögregluaðgerðar féllu undir t jón í skilningi 3 1. mgr. 88. gr. þágildandi laga nr. 50/1987 og þar með ábyrgðartryggingu samkvæmt 91. gr. sömu laga. Var kröfu stefnanda því hafnað með úrskurði nefndarinnar 29. ágúst 2019 í máli nr. 198/2019. Þess skal getið að ákæra gegn ökumanni bifrei ðar innar var gefin út 25. júní 2020, en sakamálið var fell t niður eftir að ákærði lést. Við aðalmeðferð málsins gaf skýrslu fyrir dómi lögreglum aður nr. , sem ók lögreglubifreið nr. 264 umrætt sinn . II Stefnandi byggir á því að munatjón lögreglubifreiðar nr. 264 sé bótaskylt úr lögboðinni ábyrgða r tryggingu bifreiðarinnar hjá stefnda. Saknæm háttsemi ökumanns hafi valdið tjóninu og því beri stefnda að greiða bætur vegna tjónsins, sbr. þágildandi ákvæði 89. gr. og 91. gr. laga nr. 5 0/1987. Óumdeilt sé að árekstur hafi orðið í skilningi 89. gr. sömu laga þegar sérsveitarmaður inn hafi ekið lögreglubifreið nr. 264 aftan á bifreiðina í Kjós . Enga undantekningu hafi verið að finna í þágildandi ákvæði 89. gr. laga nr. 50/1987 vegna lö gboðins hlutverks þess sem fyrir tjóni hafi orðið, andstætt því sem ráða megi af rökstuðningi úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Raunar sé úrskurður nefndarinnar andstæður fyrri úrskurðum hennar sem og dómaframkvæmd. Sú venja hafi myndast og varað um ár atugaskeið að tryggingafélög hér á landi greiði við aðstæður sem þessar bætur úr ábyrgðartryggingu þess ökutækis sem nauðsyn hafi borið að stöðva. Við aðstæður sem þessar ráðist niðurstaðan af sakarmati samkvæmt 89. gr. þágildandi laga nr. 50/1987. Þetta ákvæði leiði til þess að fallast beri á bótaskyldu stefnda í málinu. Hvað nánar varði slíkt sakarmat verði samkvæmt orðalagi ákvæðisins að líta annars vegar til sakar þeirra sem hlut eigi að máli og hins vegar til atvika allra. Aðdragandi árekstrarins og h in ótvíræðu, grófu og óumdeildu brot ökumanns gegn lögum nr. 50/1987 leiði í ljós umfangsmikla sök ökumannsins. Þetta falli undir mat á saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökuma nns bifr e iðarinnar . Bótaskilyrði sakarreglu séu uppfyllt og tjónið teljist vera sennileg afleiðing af háttsemi ökumannsins. Málsatvik leiði til þess að fella beri alla sök í málinu á þann ökumann. Einungis kæmi til greina að fella sök á ökumann lögregl ubifreiðar nr. 264, í heild eða að hluta, ef sérsveitarmaður sem ók þeirri bifreið hefði sýnt af sér saknæma eða ólögmæta háttsemi. Slíkri háttsemi sé ekki til að dreifa, enda hafi lögregla hagað sér að öllu leyti í samræmi við lög og reglur, þar á meðal r eglur nr. 643/2004 um neyðarakstur. Ákvæði 4. mgr. 15. gr. laga nr. 90/1996 heimili lögreglu að stöðva bifreið á kostnað þess sem óhlýðnast hafi fyrirmælum lögreglu. Meðalhófs hafi verið gætt af hálfu lögreglu. Ökumaður bifreiðar 4 hafi aftur á móti ekki ætlað sér að hlýða fyrirmælum lögreglu, en slíkt fari í bága við 15. og 19. gr. laga nr. 90/1996. Gífurleg hætta hafi skapast af ofsaakstri ökumannsins. Þá eigi aðgerðir lögreglu sér einnig stoð í sjónarmiðum neyðarréttar. Loks beri við sakarmatið að líta til fyrrgreindrar venju vátryggingafélaga um greiðslu við sambærilegar aðstæður. Jafnvel þótt svo færi að dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að lögregla hefði valdið árekstrinum með saknæmum og ólögmætum hætti byg g i stefnandi á þ ví að aðgerðir lögreglu hafi verið réttlætanlegar vegna reglna skaðabótaréttar um hlutrænar ábyrgðarleysisástæður. Þær aðgerðir geti því ekki talist saknæmar í skilningi 89. gr. þágildandi laga nr. 50/1987. Dráttarvaxta sé krafist frá þeim degi er mánuður hafi verið liðinn frá því að stefndi hafi fengið upplýsingar um tjónið, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og fyrirliggjandi tölvupóst frá 14. apríl 2023 þar sem stefnandi hafi sent stefnda reikning vegna viðgerðar. Fram til 14. maí 2023 sé krafist vaxt a samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, sbr. endanlegar dómkröfur stefnanda. III Stefndi byggir á því að stefnandi eigi ekki rétt til bóta úr umræddri vátryggingu þar sem sérsveitarmaður sem ekið hafi lögreglubifreið nr. 264 hafi óumdeilanlega valdið árekstrinum og eigi því sök á honum í skilningi 89. gr. þágildandi laga nr. 50/1987. Það sé enda óumdeilt að lögregla hafi tekið þá ákvörðun að aka lögreglubifreiðinni á ökutækið . Engu breyti þótt hlutrænar ábyrgðarleysisástæður kunni að eiga við. Orða verði ekki túlkað jafn rúmt og stefnandi byggi á. Sakarskiptingarreglan sem felist í því lagaákvæði verði ekki skýrð svo rúmt að þegar beinlínis sé tekin ákvörðun um að valda árekstri verði öl l sök lögð á ökumann þess ökutækis sem ekið sé á. Afleiðingar svo víðtækrar túlkunar væru afar viðurhlutamiklar . Slík túlkun teldist ótæk. Ekki verði fram hjá því litið að yfirveguð ákvörðun hafi verið tekin um að valda árekstrinum og lögreglubifreiðin þannig notuð sem tæki til þess að framfylgja lögregluaðgerð, sem sé opinber þvingunaraðgerð. Þótt aðgerð lögreglu kunni að teljast réttlætanleg verði að draga línu á milli þeirrar réttlætingar og þess að skaðabótaskylda stofnist vegna þess tjóns sem verði á sjálfri lögreglubifreiðinni. Eðlilegast sé við þessar aðstæður að það tjón sem fyrirsjáanlega og óhjákvæmilega verði á lögreglubifreiðinni sé borið af þeim sem taki slíka ákvörðun. Í þeim efnum skipti engu máli hvort aðgerðin hafi verið réttlætanleg eða nauðsynleg. Hvað sérstaklega varði hlutrænar ábyrgðarleysisástæður þá taki stefndi undir það að lögregla hafi haft valdbeitingarheimild á grundvelli 4. mgr. 15. gr. laga nr. 5 90/1996 til að stöðva bifreiðina umrætt sinn. Stefndi sé aftur á móti ósammál a því að það ákvæði og sjónarmið um neyðarrétt leiði til þess að bótaskylda hafi stofnast á hendur eiganda bifreiðarinnar vegna tjóns sem orðið hafi á lögreglubifreiðinni við áreksturinn. Sjónarmið um neyðarrétt feli ekki í sér að sá sem slíkum rétti b eitir eignist rétt til skaðabóta fyrir tjón sem hann kunni sjálfur að hafa orðið fyrir. Ekki beri því að greiða bætur úr vátryggingunni jafnvel þótt réttlætanlegt kunni að hafa verið að aka á bifreiðina . Því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. IV Áður er rakið að aðfaranótt 6. júní 2018 var lögreglubifreið nr. 264 ekið á vinstra afturhorn bifreiðarinnar í því skyni að stöðva akstur hennar . Áreksturinn hafði í för með sér töluverðar skemmdir á lögreglubifreiðinni. Málsað ila greinir á um það hvort stefnandi, sem va r eigandi lögreglubifreiðarinnar, eigi rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar hjá stefnda vegna tjóns sem varð á lögreglubifreiðinni við áreksturinn . Þar sem málsatvik áttu sér stað í tíð þágilda ndi umferðarlaga nr. 50/1987 ræðst úrlausn málsins af beitingu 89. gr. þeirra laga, enda var hér um að ræða árekstur tveggja skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í skilningi ákvæðisins. Þar er nánar mælt fyrir um það að við slíkar aðstæður skiptist tjónið á ökutækin að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum. Ágreiningur málsaðila snýr þar með að því hvernig skipta beri tjóninu umrætt sinn. Þess skal getið að ekki er deilt um það að árekstur inn varð við notkun ökutækja í skilningi 91. gr. laga nr. 50/1987 , sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar 21. október 2022 í máli nr. 405/2021. Þegar 89. gr. laga nr. 50/1987 er beitt í tilvikum þar sem lögreglumaður ekur lögreglubifreið á aðra bifreið , sem virðir ekki boð lögreglu um að staðnæmast, hefur í dómaframkvæmd verið litið til þess hlutverks lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu, stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna, sem og að stöðva ólögmæta háttsemi, sbr. a - , b - og c - lið 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1996 . H andhafar lögregluvalds h afa enda í krafti þessa hlutverks heimildir til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna, sbr. 14. gr. sömu laga , en þó með þeim fyrirvara að þeir mega aldrei ganga lengra í beit ingu valds en þörf er á hverju sinni. Af framangreindum ákvæðum laga nr. 90/1996 leiðir enn fremur að lögregluaðgerðir sem falla innan heimilda laganna eru lögmætar og teljast ekki saknæmar. Enn fremur hefur verið við það miðað í dómaframkvæmd að í tilviku m þar sem almenningi stafar stórfelld hætt a af refsiverðri háttsemi ökumanns b ifreiðar þurf i að j áta lögreglu svigrúm til mats á því hvaða úrræði teljist heppileg til að stöðva akstur þeirrar bifreiðar, sbr. dóm Landsréttar 1. desember 2023 í máli nr. 514/2022 . 6 Í hinu fyrirliggjandi máli vefengir s tefndi ekki að ákvörðun lögreglu umrætt sinn um að aka lögreglubifreið á bifreiðina hafi verið réttlætanleg ákvörðun í ljósi aðstæðna o g að gætt hafi verið meðalhófs. Þannig er ekki byggt á því af hálfu stefnda að lögregla hafi farið ú t fyrir valdheimildir sínar og brotið lög eða reglur , þar á meðal reglur nr. 643/2004 um neyðarakstur . Stef n di þrætir þar með ekki fyrir þann ofsaakstur ökumanns bifreiðarinnar , sem sést meðal annars á upptöku í gögnum málsins. Sá akstur fó l í sér margvísleg brot gegn lögum nr. 50/1987, en hér að framan er nánar rakið hvernig bifreiðinni var ekið á hraða sem nam á tímabili allt að 200 km á klst. auk þess sem henni var meðal annars ekið gegn umferð og rauðu ljósi . Enda þótt sá lögreglumaður sem ók lögreglubifreið nr. 264 á bifreið ina hafi ætlað sér að að stöðva för síðarnefndu bifreiðarinnar með árekstri verður ekki fram hjá því litið að o rðalag 89. gr. laga nr. 50/1987 miðar við að skipta beri tjóni á ökutæki að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum. Við það atviksbundna mat er óhjákvæmilegt að líta til þess að með ofsaakstri sínum sýndi ökumaður bifreiðarinnar af sér ítrekaða ólögmæta og refsiverða háttsemi , en allt þetta ber að virða sem saknæma háttsemi af hans hálfu í skilningi 89. gr. laga nr. 50/1987 . Jafn framt verður að hafa hliðsjón af því að , sem fyrr segir, er ágreiningslaust í málinu að ákvörðun lögreglu umrætt sinn um að aka lögreglubifreið á bifreiðina var réttlætanleg í ljósi aðstæðna og að gætt var meðalhófs umrætt sinn . Eins og atvikum háttar hér til ber því að fallast á það með stefnanda að eiginle g orsök árekstrarins hafi í reynd alfarið verið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar sem neitaði að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins skapaði hann aðstæður þar sem óhjákvæmilegt v ar að til árekstrar kæmi, þ.e. að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Verður háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreið nr. 264 að virtum atvikum öllum ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Þá skal þess getið að ef fallist væri á þá röksemd stefnda að engu máli skipti hvort aðgerð lögreglu hafi verið réttlætanleg eða nauðsynleg væri dómstólum í reynd, þvert á orðalag 89. gr. laga nr. 50/1987, meinað að líta til atvika allra, en slík lögskýring fengi ekki staðist. Við framan greindri niðurstöðu hróflar ekki tilvísun lögmanns stefnda til lögbund inna verkefna lögreglu og þ ess hlutverk s ríkissjóðs samkvæmt 33. gr. laga nr. 90/1996 að standa straum af kostnaði við starfsemi lögreglunnar, sbr. einnig til nokkurrar hliðsjónar dóm La ndsréttar 8. nóvember 2019 í máli nr. 148/2019. Í samræmi við þetta ber að fallast á dómkröfu stefnanda , enda teflir stefndi ekki fram sérstökum málsástæðum gegn fjárhæð dómkröfu nnar eða upphafstíma vaxtakröfu. Stefnda verður því gert að greiða stefnanda 2.876.763 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. júní 2018 til 14. maí 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðs ludags. 7 Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.4 5 0.000 krónur í málskostna ð . Af hálfu stefnanda flutti málið Magnús Hrafn Magnússon lögmaður. Af hálfu ste fnda flutti málið Kristín Edwald lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D Ó M S O R Ð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf. , greiði stefnanda, ríkislögreglustjóra, 2.876.763 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. júní 2018 til 14. maí 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Stefndi greiði stefnanda 1.4 5 0.000 krónur í málskostnað .