Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. október 2024 Mál nr. S - 895/2024 : Ákæruvaldið ( Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) g egn Bjarnar Þór Jónsson ( Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður ) (Ásta Björk Eiríksdóttir réttargæslumaður) Dómur Mál þetta var þingfest 23. apríl 2024 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 29. ágúst sl. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 4. apríl 2024 á hendur ákærða, Bjarnari Þór Jónssyni, kt. 000000 - 0000 , fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot, en til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot, með því að hafa í desembermánuði 2021 fram til 10. janúar 2022, ítrekað sent A , sem þá var ára gömul, kynferðislegar ljósmyndir, , í gegnum samskiptaforritið Snapchat, en með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi hennar og sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi. Telst brot þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en til vara við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er gerð einkaréttarkrafa þar sem B , kt. 000000 - 0000 , vegna ólögráða dóttur hennar, A , kt. 000000 - 0000 , krefst þess að ákærða verði gert að greiða henni krónur 1.500.000 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 10. janúar 2022, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla laga nr. 38/1001, sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 2 Ákærði krefst aðallega sýknu og að framlagðri bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa og sýknu af bótakröfu en til þrautavara að bótafjárhæð verði verulega lækkuð. Loks er þess krafist að málsvarnarlaun verjanda samkvæmt tímaskýrslu verði greidd úr ríkissjóði. Málavextir Upphaf málsins samkvæmt lögregluskýrslu, er að brotaþoli kom á lögreglustöð þann 2022 til að tilkynna um aðila sem hefði sent henni nektarmyndir í gegnum sa mskiptaforritið Snapchat. Brotaþoli sagði aðilann, sem hún kvaðst ekki þekkja, hafa sent sér vinabeiðni í nokkur skipti áður en hún hefði samþykkt að gerast vinur hans á Snapchat. Brotaþoli kvaðst hafa byrjað að fá myndirnar í byrjun desember og byrjað að taka skjáskot af myndunum fyrir 8 dögum en hún væri með 16 myndir í síma sínum af og honum nöktum. Síðasta mynd hefði borist henni þann 10. janúar 2022. Nafnið með hei tið Brotaþoli kvað aðspurð aðilann hafa spurt hvaða módel hún væri, hvar hún byggi og hvort hún vildi koma út að borða með sér ef hann kæmi til . Aðspurð henni og ekki hafa upplýst hvar hún byggi. Tekin var önnur lögregluskýrsla af brotaþola þann 18. janúar 2022 þar sem hún greindi til viðbótar við það sem áður hafði komið fram, að á einhverjum myndanna hefði verið texti þar sem hann hefði spurt hvaða módel hún vær i og að hún hefði sagt í lok desember að hún væri fædd , en hún ætti ekki skjáskot af þeim myndum. Brotaþoli kvaðst hafa fengið sendar um 20 til 30 myndir í heildina. Þá staðfesti brotaþoli aðspurð Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki minnast þess að hafa blokkað sendandann. Brotaþoli kvaðst aðspurð um líðan við að fá svona myndir ekkert pæla í því en hún fengi svona myndir daglega frá fullt af strákum á Snapchat, íslenskum og erlendum og hún v æri oft beðin um myndir af sjálfri sér. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu, dags. 25. október 2022, sendi lögregla varðveislubeiðni til Snapchat þann 26. janúar 2022 vegna notandans . Í kjölfarið var send réttarbeiðni til Bandaríkjanna í gegnum dómsmá laráðuneytið, í þeim tilgangi að afla gagna um notandann frá Snapchat. Þriðjudaginn 21. júní 2022 barst tölvupóstur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna með umbeðnum upplýsingum. Þar kom fram að 3 símanúmerið +354 hefði verið tengt við notendanafnið og að netfangið [...] @gmail.com hefði verið tengt við það notendanafn. Sjá hefði mátt í útskriftinni að Samsung (Samsung Galaxy A12) hefði verið notaður til að skrá notandann inn á reikninginn frá 17. d esember 2021 til 30. desember 2021 en þann dag hefði reikningnum verið lokað með þeim síma. Þann 10. janúar 2022 kl. 00:59:14 hefði Samsung (Samsung Galaxy S7 Edge) farsími verið notaður til að endurvekja og skrá notandann inn á reikninginn. Sama dag k l. 01:01:34 hefði notandinn sjálfur lokað (e. deactivate) reikningum. Í skýrslunni kemur einnig fram að skjánafni var breytt í kl. 16.06 þann 17. desember 2021. Lögregla hefði kannað með endurvakningu Snapchat reikninga almennt og hvort að notandi reik ningsins þyrfti að vera með uppgefið netfang eða símanúmer þegar svo stæði á, en svo hefði ekki verið. Þann 13. ágúst 2022, var tekin lögregluskýrsla af ákærða, sem kvaðst vera með símanúmerið og netfangið [...] @gmail.com . Ákærði kannaðist hvorki við brotaþola né myndsendingar síðastliðin áramót. Aðspurður kvaðst ákærði heita á Snapchat. Ákærði kannaðist við og sagðist hafa sett þar inn þrjár til fjórar nektarmyndir, sem hann hefði tekið sjálfur, á árunum 2016 - 2017. Ákærði kannaðist hvorki við vissi af. Aðspurður kvaðst hann hafa ætlað að stofna fyrirtæki með nafninu og búið til Facebookgrúppu um það og kvaðst hal da að netfang fyrirtækisins hefði verið sama nafn. Nánar spurður kannaðist hann við að nefangið gæti verið [...] @gmail.com og hann hefði búið það til fyrir þremur eða fjórum árum. Ákærði kannaðist við að haf a sent myndir af kynfærum sínum á Snapchat en kannaðist ekki við að hafa sent myndir til brotaþola í desember 2021 og janúar 2022. Ákærði staðfesti að hann væri á myndum sem fundust á síma brotaþola og tók sérstaklega fram að þrjár mynd anna væru fjögurra t il fimm mánaða gamlar. Ákærða var þá bent á að myndirnar hefðu verið sóttar í síma brotaþola í janúar síðastliðnum, þannig að það gæti ekki staðist. Ákærði sagði aðspurður myndin væri af honum en ekki við að hafa sent hana. Aðspurður um að samkvæmt upplýsingum frá Snapchat hefði notendanafnið og n etfanginu [...] @gmail.com, kvaðst ákærði ekki hafa neina skýringu á því. Ákærði kvaðst aðspurður halda að hann hefði verið með iPhone síma áður en hann hefði fengið iPhone símann sem hann væri með í 4 dag. Ákærða var greint frá því að Samsung Galaxy A12 sími hefði verið notaður þegar Aðspurður um að Samsung Galaxy A12 hefði verið notaður til að stofna reikninginn þann 17. desember 2021 en Samsung Galaxy S7 verið notaður til að loka reikningnum þann 10. janúar 2022, kvaðst ákærði ekki hafa átt Samsung Galaxy S7 síma , en kvaðst hafa átt Samsung síma með nektarmyndum sem hann hefði hent fyr ir stuttu, því hann hefði verið ónýtur. Ákærði hafði enga skýringu á því hver gæti hafa komist yfir símanúmer og netfang hans til að símanum sem hann henti. Ákærði kan naðist ekki við skilaboð um að brotaþoli væri fædd 2004, að hafa spurt hana hvar hún byggi eða að hafa beðið hana um að senda nektarmyndir. Ákærði sagðist aðspurður hafa sett myndirnar sem honum hefðu verið sýndar og eflaust fleiri, inn á Snapchathópinn ] eða , sem hefði verið 18 ára+ hópur. Eftir að verjandi hafði rætt einslega við ákærða spurði verjandi hvað hefði orðið af S 7 síma ákærða, og sagðist ákærði þá hafa hent honum í ruslatunnu í Hafnarfirði fyrir utan björgunarsveitina. Meðal gagna málsin s eru útprentanir samskipta á Facebook Messenger. Í útprentun af Messenger skilaboðum móður ákærða frá 7. febrúar 2022, kemur fram að hún hafi þann dag verið að leita eftir síma fyrir ákærða. Í Messenger skilaboðum frá C til ákærða þann 1. janúar 2022 kemu r fram að hann hafi reynt að ná í ákærða daginn áður án árangurs og ákærði svarað að sími hans væri ónýtur . Þá liggur fyrir reikningur Nova, dags. 12. mars 2021 á nafni ákærða, vegna kaupa á Samsung Galaxy A12 síma, símarnúmer . Framburður ákærða og vi tna fyrir dómi Ákærði kvaðst hvorki hafa sent brotaþola myndir né hafa verið í samskiptum við hana. Hann hefði týnt símanum, Samsung Galaxy A12 keyptan í mars 2021, í miðbæ Reykjavíkur á djamminu með félögum þann 10. desember 2021 og ekki fengið annan sím a fyrr en 5. febrúar. Nánar spurður hvernig ákærði hefði týnt símanum kvaðst hann hafa haldið að síminn væri ónýtur því hann hefði átt erfitt með að hringja og senda sms og því losað sig við símann og ætlað að fá sér nýjan en ekki gert það fyrr en í febrú ar. Enn nánar spurður kvaðst ákærði hafa kastað símanum frá sér en ekki týnt honum. Nánar spurður hvað hefði verið að símanum kvaðst ákærði ekki hafa getað hringt eða sent sms, losað sig við hann og hafa fengið nýjan síma 5. febrúar. Aðspurður hvernig sú d agsetning samræmdist útprentun úr Facebook Messenger aðgangi móður ákærða frá 7. febrúar 5 2022, þar sem móðir hans hefði verið að leita að síma fyrir ákærða þann dag, kvaðst ákærði hafa fengið síma móður sinnar þann 15. febrúar en ekki 5. febrúar. Ákærði kv aðst halda að einhver hefði verið með símann sinn og stofnað reikninginn, spurður um það desember 2021, með Samsung síma af gerðinni A12, þar sem símanúmer og netfang ákæ rða hefði verið tengt við aðganginn. S purður um að hafa sagt hjá lögreglu að hann hefði hent símanum við björgunarsveitina í Hafnarfirði, kvaðst ákærði hafa átt við Samsung 7 síma sem hefði verið ónýtu r áður en hann flutti til Noregs árið 2015 og það því v erið árið 2013 eða 2014. Ákærði sagðist hafa sent sjálfum sér nektarmyndirnar á Facebook fyrir löngu síðan og vistað þær þaðan á nýja iPhone símann, spurður hvernig myndir á símanum sem hann henti í desember 2021, hefðu verið í síma sem var haldlagður í ág úst 2022. Síðustu myndirnar hefði hann tekið árið 2018. Ákærði kvaðst aðspurður hafa sent eitthvað af myndunum inn á á Snapchat sem hefði lokað árið 2015 en ekki til annarra. Aðspurður sagði ákærði það hafa verið hræðilegt að vera símalaus því hann hefði þurft að fara heim til vina sinna til að hitta þá og það væri löng keyrsla frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Aðspurður af verjanda hvort tímabilið 17. dese mber 2021 til 10. janúar 2022 h efði verið eftirminnilegt út af einhverju öðru en símaleysi játaði ákærði því vegna þess a ð afi hans hefði látist í janúar og ákærði veikst af Covid einhvern tímann í desember 2021 . Nánar spurður kvaðst ákærði hafa fengið Co vid eftir 10. desember 2021. Aðspurður um mynd af ákærða úr síma brotaþola með skjánafninu , kvaðst ákærði ekki getað svarað því né því hvernig viðkomandi hefði vitað að ákærði ætti símann og hvert símanúmer ákærða væri. Ákærði kvað aðspurður myndirnar sem fundust í síma brotaþola hafa verið frá árunum 2015 til 2018, engin myndanna hefði verið tekin eftir þann tíma. Aðspurður um að ákærði hefði sagt hjá lögreglu að ein myndanna væri fjögurra til fimm mánaða gömul, kvaðst ákærði hafa ruglast við skýrslugj öf hjá lögreglu og sagt myndina vera fjögurra til fimm mánaða gamla. Hann hefði ætlað að segja að myndin væri fjögurra til fimm ára gömul og það sama ætti við um nokkrar aðrar myndir sem hann hefði verið spurður um í lögregluskýrslu. Ákærði staðfesti að ha fa átt síma af gerðinni Samsung Galaxy A12 og Samsung Galaxy S7. Aðspurður kvaðst ákærði ekki sömu tegund en hann teldi líklegt að einhver væri með Samsung A12 símann hans. Hins 6 vegar væri ekki fræðilegur möguleiki á að einhver væri með S7 símann hans líka því það væri svo langt síðan hann hefði hent honum. Brotaþoli, A , kvaðst nánast ekkert muna eftir myndsendingum málsins. Aðspurð hvort hún myndi eftir að hafa fengið send ar nektarmyndir í desember 2021 og janúar 2022 kvað hún nektarmyndir koma daglega og hún myndi ekki sérstaklega eftir þessum henni á Snapchat í desember og samskiptunum loki ð degi áður eða sama dag hún fór á lögreglustöðina. Aðspurð kvað hún viðkomandi hafa beðið hana um að senda nektarmyndir sem hún hefði neitað. Aðspurð kvaðst brotaþoli eiginlega ekki muna neitt yfir höfuð og hafa hræðilegt minni. Brotaþoli staðfesti að haf a um miðjan janúar 2022 og hafa verið þar mikið það ár. Aðspurð kvað brotaþoli nektarmyndirnar hafa verið óvelkomnar og nánar spurð að henni hefði liðið illa við að fá þær. Kvaðst hún aðspurð honum aftur. Aðspurð kvaðst hún hafa geta neitað viðkomandi um frekari samskipti en ekki muna hvort hún hefði gert það eða sent skilaboð um að hún vildi ekki fá slíkar myndir. Brotaþoli kvaðst aðspurð halda að hún hefði ekki sent ne inum öðrum myndirnar. Brotaþoli kannaðist við að hafa verið með notendanafnið fyrir fæðingarár hennar. Brotaþoli kannaðist aðspurð við að hafa sagt hjá lögreglu að hún hefði fengið fyrstu myndirnar í byrjun desember 2021 en k vaðst ekki muna að hafa sagt að síðasta myndin hefði borist þremur dögum áður. Lögreglufulltrúi nr. D , sem staðfesti efni og undirritun upplýsingaskýrslu í málinu, greindi frá því að óskað hefði verið eftir varðveislu gagna hjá Snapchat og fengið send gö gn með grunnupplýsingum um reikninginn þ.e. stofnanda, símategund, útgáfu Snapchat, IP tölur, opnun og lokun reikningsins og þess háttar. Staðfesti hann að gögnin hefðu sýnt að reikningurinn hefði verið stofnaður 17. desember 2021 með notendanafninu símanúmerið +354 og netfangið [...] @gmail.com hefðu verið notuð, sem og símtæki af gerðinni Samsung Galaxy A12, sem einnig hefði verið notað við lokun reikningsins þann 30. desember 2021. Gögnin sýndu að reikningurinn hefði verið endurvakinn þann 10. janúar 2022 með síma af gerðinni Samsung Galaxy S7. Aðspurður sagði hann þurfa snjallsíma, Snaphchat app og símanúmer og/eða netfang til að stofna slíka reikninga. Staðfestingarbeiðni væri send við stofnun t il viðkomandi símanúmers eða netfangs en ekki væri skilyrði að staðfesta til að hefja notkun reikninga. 7 Rannsóknarlögreglumaður nr. E kvaðst hafa kannað gögn í síma brotaþola til að bera undir hana og ákærða og geta staðfest að í símanum hefðu verið 21 ljósmynd af ákærða nöktum auk eins myndbands og að sömu myndir hefðu verið á síma ákærða. Aðspurður kvað hann ekki hafa verið skoðað hvaðan myndirnar á síma ákærða hefðu komið né notkun ákærða á samfélagsmiðlum. Gögn símans hefðu öll verið afrituð. Notkun notendanafnsin s hefði ekki verið skoðuð enda hefði rannsóknin ekki varðað þann aðgang. Samkvæmt gögnum frá Snapchat hefði símanúmer ákærða og netfangið [...] @gmail.com verið notað og af þeim sökum hefði ákærði verið spurður um það en ákærði hefði greint frá því hjá lögreglu að hafa ætlað að stofna fyrirtæki með því heiti. Ekki hefði verið athugað hvort staðfestingarbeiðni hefði borist símanúmerinu eða netfanginu við sto hjá lögreglu að hafa verið símalaus frá 10. desember 2021 til 15. febrúar 2022 en það hefði komið til álita að lögregla skoðaði það hefði ákærði greint frá því. Þá kvaðst hann aðspurður haf a átt að spyrja ákærða hvers tegundar síminn hefði verið sem ákærði sagðist hafa hent í skýrslu hjá lögreglu en það að verjandi hefði spurt um hvort sá sími hefði verið af tegundinni Samsung S7, eftir að ákærði hefði ráðfært sig einslega við verjandann, bæ ri þess merki að vera skýring sem fundin hefði verið upp eftir á í ljósi þess að svör ákærða og skýringar hefðu þá verið ítarlegri og ekki komið af fyrra bragði. Vitnið C , greindi frá því aðspurður að hann vissi að málið snerist um myndir sem talið væri að hefðu komið úr síma frænda hans og þeir hefðu rætt málið, en þeir væru bræðrasynir. Verjandi kvað ákærða hafa greint frá því fyrir dómi að hann hefði verið símalaus tímabilið 10. desember 2021 fram í febrúar 2022 og spurði hvort vitnið minntist þess að hafa átt í vandræðum með að ná í ákærða á því tímabili. Kannaðist vitnið við það og kvaðst á þeim tíma hafa haft samband við ákærða í gegnum Facebook í tölvu ákærða, gegnum móður ákærða ef það hefði ekki gengið og í heimilissíma. Vitnið kvaðst aðspurt alm ennt vera í miklum og góðum samskiptum við ákærða, almennt einu sinni í viku eða oftar. Aðspurt kannaðist vitnið við samskipti við ákærða á Messenger þann 1. janúar 2022 og kvaðst vitnið hafa verið í samskiptum við ákærða um jólin og 30. og 31. desember 20 21 en ekki í síma því ákærði hefði verið símalaus. Aðspurt hvers vegna ákærði hefði þá verið að segja vitninu þann 1. janúar 2022 að síminn hans væri ónýtur, kvaðst vitnið ekki muna hvenær sími ákærða hefði eyðilagst og ef til vill hefði það verið 1. janúa r 2022. 8 F , móðir ákærða, greindi frá því að árið 2015 hefðu nektarmyndir af ákærða farið í umferð í Hafnarfirði og systir hans fengið þær myndir sendar, en þau hefðu ekkert gert í málinu. Aðspurð um að ákærða væri gefið að sök að hafa stofnað Snapchat re ikning 17. desember 2021 og sent ungri stúlku nektarmyndir fram til 10. janúar 2022, kvaðst hún geta staðfest að ákærði hefi verið símalaus á þeim tíma. Hann hefði verið veikur heima á þessu tímabili og hefði týnt símanum í partýi 9. eða 10. desember. Þett a hefði verið sérstakt tímabil því öll fjölskyldan hefði greinst með Covid um jólin en þau ekki farið í sýnatöku fyrr en um áramótin. Aðspurð hvernig hún hefði vitað að ákærði hefði verið símalaus kvað hún hann hafa komið brjálaðan heim eftir partýið og ha fa látið þau vita að hann hefði hent eða týnt símanum og verið pirraður yfir að hafa týnt símanum. Aðspurð hvenær ákærði hefði fengið síma kvað hún það hafa verið 7 . eða 8. febrúar 2022 eins og Facebook Messenger útprentun þann 7. febrúar 2022 sýndi, en ák ærði hefði þá fengið gamlan Samsung 5 síma sem hún hefði átt. Aðspurð hvenær ákærði hefði svo fengið nýjan síma sagði hún ákærða hafa haldið upp á afmælið sitt 14. febrúar því afi hans hefði látist 24. janúar og hafa þá týnt símanum hennar á Íslenska Rokkb arnum en ákærði hefði í framhaldi af því keypt síma af frænda sínum Bjarka í kringum 15. febrúar . Kvaðst hún halda að það væri iPone sími sem ákærði væri með enn í dag. G , fósturfaðir ákærða, kvaðst aðspurður geta staðfest að ákærði hefði verið símalaus tímabilið 17. desember 2021 til 10. janúar 2022, því þau hefðu fengið Covid og afi ákærða látist. Aðspurður hvort hann hefði rætt símaleysið við ákærða, kvaðst hann hafa sagt við ákærða að hann þyrfti að safna sér fyrir síma um jólin eða rétt fyrir jólin. Kvaðst hann aðspurður halda að ákærði hefði verið orðinn símalaus í kringum 15. desember en ekki muna það alveg, það hefði í það minnst verið fyrir jól. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök kynferðisleg áreitni og barnaverndarlagabrot en til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot með því að hafa ítrekað sent brotaþola sem þá var 15 ára gömul, kynferðislegar ljósmyndir, sem sýndu beran getnaðarlim hans, í gegnum samskiptaforritið Snapchat en með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi henna r og sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi. Er háttsemi ákærða talin varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en til vara 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaver ndarlaga. 9 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, te ljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leið af um það, sbr. 2. mgr. 10 9. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Samkvæmt 126. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 ber dómara að meta sönnunargildi vitnisburð a við úrlausn máls og við það meðal annars huga að afstöðu vitna til ákærða. Ákærði neitar sök og telur ósannað að hann hafi áreitt brotaþola kynferðislega, en ásetningur verði að ná til allra efnisþátta brots. Ákærði ber því við að rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant þar sem IP tölur hafi ekki verið raktar til tækja í eigu ákærða auk þess sem lögreglu hafi borið að fá dómsúrskurð til að rannsaka notkun símanúmers ákærða óháð símtæki. Þar sem það hafi ekki verið gert hafi ákærði verið settur í þá stöðu að hann þurfi að afsanna ávirðingar ákæruvaldsins. Hins vegar sé það ákæruvaldsins að sýna fram á sök ákærða, sem ekki hafi verið gert. Byggir ákærði á því að hann hafi verið símalaus frá 10. desember 2021 til febrúar 2022 og geti því ekki hafa sent myndir nar. Verði ákærði sakfelldur er byggt á því að háttsemi hans verði aðeins heimfærð til 209. gr. almennra hegningarlaga enda hafi brotaþoli getað blokkað sendanda. Í báðum tilvikum eigi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga ekki við. Í málinu er óumdeilt að bro taþoli fékk sendar nektarmyndir af ákærða í gegnum Snapchat og liggja þær myndir sem brotaþoli vistaði á síma sinn fyrir í málinu. Samkvæmt gögnum sem lögregla aflaði frá Snapchat voru myndirnar sendar af Snapchat reikningi sem stofnaður var þann 17. desem ber 2021 með Samsung Galaxy S12 síma, netfang ákærða voru notuð við stofnun reikningsins. Reikningnum var lokað þann 30. desember 2021 með Samsung Galaxy S12 síma. Þann 10. jan úar 2022 var reikningurinn endurvakinn og lokað sama dag með Samsung Galaxy S7 síma. Ákærði hefur staðfest að myndirnar séu af honum, hann hafi tekið þær sjálfur og vistað á síma sínum. Framburður ákærða um að hafa hvorki þekkt brotaþola né hafa sent henn i nektarmyndir hefur verið staðfastur. Sama máli gegnir um framburð ákærða varðandi 10 ákærða varðandi það að hann hafi ekki getað sent myndirnar vegna símaleysis, breyst mikið o g aukist eftir því sem liðið hefur á málsmeðferðina. Framburður ákærða varðandi aldur þriggja mynda hefur einnig breyst. Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 13. ágúst 2022 greindi ákærði fyrst frá því að hann hefði átt iPhone síma áður en hann hefði eignast þa nn iPhone síma sem hann var með á sér þann dag. Þegar ákærða var greint frá því að notaður hefði verið Samsung Galaxy A12 sími við stofnun reiknings á Snapchat með Galaxy A12 sími hefði verið notaður til að stofna reikninginn þann 17. desember 2021 en Samsung Galaxy S7 sími verið notaður til að loka reikningnum þann 10. janúar 2022 sagðist ákærði ekki hafa átt Samsung Galaxy S7 síma en kvaðst hafa átt Samsung síma með nektarmyn dum, sem hann hefði hent fyrir stuttu, því hann hefði verið ónýtur. Síðan greindi ákærði frá því í lok skýrslutöku, eftir að hafa ráðfært sig við verjanda og aðspurður af verjanda, að hann hefði hent S7 símanum annað hvort 2013 eða 2014 hjá björgunarsveiti nni í Hafnarfirði. Þá tók ákærði sérstaklega fram við skoðun á myndunum sem fundust í síma brotaþola að þrjár þeirra væru fjögurra til fimm mánaða gamlar. Ákærði gerði engar athugasemdir er honum var tjáð í kjölfarið að það gæti ekki staðist þar sem allar myndirnar hefðu fundist í síma brotaþola í janúar sama ár. Fyrir dómi greindi ákærði frá því í sjálfstæðri frásögn að hann hefði farið út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur þann 10. desember 2021 ásamt félögum sínum, hafa týnt símanum og ekki fengið nýjan síma fyrr en 5. febrúar. Þegar ákærði var spurður hvernig hann hefði týnt símanum kvaðst hann hafa losað sig við símann því hann hefði átt erfitt með að senda sms skilaboð og hringja. Enn nánar spurður kvaðst ákærði hafa kastað símanum frá sér en ekki haf a týnt honum og ítrekaði að hann hefði ekki fengið nýjan síma fyrr en 5. febrúar. Þegar borið var undir ákærða að sú dagsetning samræmdist ekki Messenger skilaboðum frá móður hans þann 7. febrúar 2022, þar sem hún hefði verið að leita að síma fyrir ákærða, breytti ákærði framburði sínum og kvaðst hafa fengið síma hjá móður sinni 15. febrúar en ekki 5. febrúar. Þá greindi ákærði frá því fyrir dómi að hann hefði ranglega sagt hjá lögreglu að þrjár tilteknar myndir væru fjögurra til fimm mánaða gamlar, hann he fði ruglast og hið rétta væri að myndirnar væru fjögurra til fimm ára gamlar. Er það mat dómsins að í framburði ákærða bæði hjá lögreglu og fyrir dómi felist innbyrðis ósamræmi enda breyttist frásögn hans varðandi þá síma sem hann hefði áður átt eftir því sem leið á skýrslutöku hjá lögreglu eins og rakið hefur verið að framan auk 11 þess sem framburður ákærða fyrir dómi um að hafa verið símalaus frá 10. desember 2021 til febrúar 2022, er í aðalatriðum í ósamræmi við það sem ákærði greindi frá í lögregluskýrsl u. Líta verður til þess að vitni þau sem leidd voru af hálfu ákærða meðal annars til að sýna fram á símaleysi ákærða á tilgreindu tímabili, tengjast honum fjölskylduböndum og verður að meta framburð þeirra fyrir dómi í ljósi afstöðu þeirra til ákærða, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008. Móðir ákærða kvaðst fyrir dómi geta staðfest að ákærði hefði verið símalaus 17. desember 2021 til 10. janúar 2022 því hann hefði týnt símanum í partýi 9. eða 10. desember. Nánar spurð hvernig hún hefði vitað að ákærði væri símal aus sagði hún ákærða hafa komið brjálaðan heim og látið þau vita að hann hefð hent eða týnt símanum. Kvaðst hún hafa látið ákærða fá símann sinn 7. eða 8. febrúar 2022 og vísaði í því sambandi til Messenger samskipta þann 7. febrúar þar sem hún hefði verið að leita að síma fyrir ákærða. Þá bar móðir ákærða að hann hefði týnt símanum hennar í afmælisveislu sem ákærði hefði haldið 14. febrúar sama ár, ákærði hefði keypt iPhone síma af frænda sínum C í kringum 15. febrúar og hún héldi að það væri sami sími og ákærði væri með enn í dag. Er framburður móður ákærða í fullkomnu ósamræmi við framburð ákærða fyrir dómi en hann greindi ekki frá því að hafa sagt móður sinni og fósturföður frá símaleysi er hann kom heim þann 10. desember 2021 auk þess sem hann kvaðst ha fa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá greindi ákærði ekki frá því að hafa týnt símanum sem hann fékk hjá móður sinni né að hann hefði keypt síma af frænda sínum 15. febrúar. Fósturfaðir ákærða greindi ekki frá því að hafa heyrt um símaleysið af h álfu ákærða eins og móðir ákærða lýsti heldur kvað ákærða hafa sagt að hann yrði að safna sér fyrir síma um jólin eða rétt fyrir jólin en kvaðst ekki muna alveg hvenær ákærði hefði orðið símalaus, það hefði í það minnsta verið fyrir jól. Framburðir móður o g fósturföður ákærða eru ekki í samræmi við framburð vitnisins C , sem kvaðst ekki muna hvenær sími ákærða hefði eyðilagst og það hefði getað verið 1. janúar 2022, eins og samskipti hans og ákærða á Messenger þann dag báru með sér. Vitnið C greindi ekki frá því að ákærði hefði keypt af sér síma þann 15. febrúar en ákærði kvaðst hafa fengið símann hjá móður sinni þann dag. Af framangreindu má ráða að framburðir tilgreindra vitna styðja ekki framburð ákærða. Í lögregluskýrslu þann 13. ágúst 2022 kvaðst ákærði hafa hent Samsung síma með myndum af sér stuttu áður. Ákærði var ekki spurður nánar út í hvenær hann hefði hent símanum en miðað við almenna málvitund verður að mati dómsins ekki lagt til grundvallar að stuttu áður, geti átt við átta mánuðum 12 áður auk þess sem ákærði greindi frá því í sömu skýrslu að hann hefði ekki átt Samsung Galaxy A12 síma. Er framburður ákærða metinn ótrúverðugur. Framburður brotaþola fyrir dómi einkenndist af því að hún kvaðst vera með hræðilegt minni og lítið muna, sem skýrist að einh verju leyti af því að hún átti við andleg veikindi að stríða mestan hluta ársins 2022. Brotaþoli kvað myndirnar hafa verið óvelkomnar og að henni hefði liðið illa við að fá þær þó hún myndi ekki sérstaklega eftir þeim. Brotaþoli gaf tvívegis skýrslu hjá l ögreglu og var framburður hennar þar skilmerkilegur og í aðalatriðum sá sami auk þess sem hann fær stuðning í gögnum málsins og í framburðum lögreglufulltrúa nr. D og rannsóknarlögreglumanns nr. E fyrir dómi. Þar sem ákærði greindi ekki frá því hjá lögregl u að hafa verið símalaus á því tímabili sem ákæran lýtur að, þrátt fyrir að hafa verið ítarlega spurður út í dagsetningar og þá síma sem hann hefði átt, er ljóst að rannsókn lögreglu laut ekki að því atriði. Er því hafnað af dóminum að rannsókn lögreglu ha fi verið ábótavant. Rannsóknargögn málsins bera með sér að símanúmer ákærða og netfang sem hann stofnaði, voru notuð þegar og var þá notaður Samsung Galaxy A12 sími, en fyr ir liggur í gögnum málsins að ákærði keypti slíkan síma í mars 2021. Nektarmyndir af ákærða voru sendar brotaþola frá reikningi á tímabilinu desember 2021 til 10. janúar 2022. Reikningnum var lokað þann 30. desember 2021 með sams konar síma og notaður var til að opna reikninginn. Reikningurinn var endurvakinn þann 10. janúar 2022 með Samsung Galaxy S7 síma og lokað þann sama dag með sama síma en ákærði hefur staðfest að hafa átt slíkan síma. Að mati dómsins fær það ekki staðist að einhver ókunnur aðili haf i fundið síma ákærða þann 10. desember 2021 og í honum netfang það sem ákærði stofnaði nokkrum árum áður, stofnað reikning á Snapchat með símanum og farið að senda brotaþola nektarmyndir af ákærða, lokað reikningnum 30. desember 2021 með sama síma en endur vakið reikninginn þann 10. janúar 2022 með síma af tegundinni Samsung Galaxy S7, sem ákærði hefur staðfest að hann hafi átt. Með vísan til framangreinds, framburðar brotaþola og sérstaklega til rannsóknargagna málsins þykir sannað gegn neitun ákærða, svo e kki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2002 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. 13 Ákærði heldur því fram að verði hann sakfelldur verði háttsemi hans ekki heimfærð til 199. gr. almennra hegningarlaga heldur til 209. gr. sömu laga auk þess sem háttsemin verði í báðum tilvikum ekki heimfærð til 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í dómi Landsréttar 8. júní 2023 í máli nr. 542/2022, efnisgrein 27, er fjallað um mörk k ynferðislegrar áreitni og blygðunarsemisbrots auk þess hvort ákvæði 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 verði beitt samhliða ákvæðum 199. gr. og 209. gr. Samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga skal hver sá sem gerist sekur um kynferðislega áreitni sæta fangelsi allt að tveimur árum. Segir þar að kynferðisleg áreitni felist meðal annars í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Í lögskýringargögnum með ákvæðinu er fjallað um neðri mörk kynferðislegrar áreitni, það er gagnvart brotum gegn blygðunarsemi samkvæmt 209. gr. laganna. Segir þar meðal annars að hugtakið verði ekki afmarkað við líkamlega snertingu heldur geti einnig fallið undir það orðbragð og táknræn hegðun sem er mjög meiðandi, ítrekuð eða til þess fallin að valda ótta. Sé þá miðað við stöðugt áreiti sem nálgist einelti. Ekki sé gerð sú kraf a að ótta hafi verið valdið í raun. Nægilegt sé að háttsemin sé til þess fallin, enda um samhverft brot að ræða. Klúrt orðbragð og einhliða athafnir án þess að um líkamlega snertingu sé að ræða falli annars yfirleitt undir 209. gr. laganna sem brot gegn bl ygðunarsemi. Það eigi við þegar ekki er um ítrekaða háttsemi að ræða gagnvart sama einstaklingi. Blygðunarsemisbrot samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga varða allt að fjögurra ára fangelsi. Loks segir í 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að h ver sem sýni barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særi það eða móðgi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ákvæðinu verður beitt samhliða ákvæðum 199. gr. og 209. gr. almennra hegningarlaga ef brotaþoli er yngri en 18 ára Af fra mangreindu verður ráðið að háttsemi ákærða, sem var kynferðisleg, ítrekuð og óvelkomin af hálfu brotaþola, sé réttilega heimfærð til 199. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákvörðun refsingar og einkaréttarkrafa Á kærði er fæddur árið og hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ber að líta til þess við mat á refsingu. 14 Refsing ákærða þykir með hliðsjón af því sem að framan er rakið og með vísan til 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 1.500.000 krónur í miska bætur ásamt vöxtum. Brotaþoli er orðin 18 ára og því lögráða og fjár síns ráðandi og verða henni því dæmdar miskabæturnar. Er á því byggt að ákærði hafi valdið brotaþola miska sem bætt skuli eftir 26. gr. laga nr. 50/1993. Ekki liggja fyrir gögn um áhrif m yndsendinganna á brotaþola. Þrátt fyrir það verður talið að miðað við aldur hennar megi leggja til grundvallar að hún hafi á þeim tíma er hún fékk myndirnar ekki haft fullan þroska til að lýsa afleiðingunum eða gera sér grein fyrir áhrifunum en brot af þes su tagi eru almennt til þess fallin að valda miska. Teljast miskabætur hæfilega ákveðnar 250.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. janúar 2022 til 23. maí 2024 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar lögmanns, 644.800 krónur auk aksturkostnaðar 20.642 krónur og réttargæsluþóknun, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 451.360 krónur auk aksturskostnaðar 15.651 krónur. Eru málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun ákveðin að meðtöldum virðisauka skatti og þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslum og að virtu umfangi málsins. Annan sakarkostnað leidd ekki af málinu. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var að ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fyrir uppkvaðningu dóms. Dómso r ð: Ákærði, Bjarnar Þór Jónsson, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði g reiði brotaþola A , 250.000 krónur í miskabætur með vöxtu m samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. janúar 2022 til 23. maí 2024 og 15 með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Á kærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin 644.800 króna málsvarnarlaun verjanda síns Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar lögmanns auk aksturskostnaðar 20.642 krónur og 451.360 króna þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmann s auk aksturskostnaðar 15.651 krónur. María Thejll