Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 3. desember 2024 Mál nr. S - 4044/2024: Héraðssaksóknari (Karl Ingi Vilbergsson settur varahéraðssaksóknari) gegn Jóni Inga Sveinssyni, (Björgvin Jónsson lögmaður) Pétri Þór Elíassyni, (Ólafur V. Thordersen lögmaður) Árna Stefáni Ásgeirssyni, (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Hauki Ægi Haukssyni, (Oddgeir Einarsson lögmaður) Gunnlaugi J. Skarphéðinssyni, (Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður) Valgerði Sif Sigurðardóttur, (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Tinnu Kristínu Gísladóttur, (Ingi Freyr Ágústsson lögmaður) Thelmu Rún Ásgeirsdóttur, (Elimar Hauksson lögmaður) Andra Þór Guðmundssyni, (Almar Þór Möller lögmaður) Önnu Maríu Haraldsdóttur, (G uðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Skarphéðni Jóhannssyni, (Leó Daðason lögmaður) Björk Jónsdóttur, (Leifur Runólfsson lögmaður) Daníel Karim Mikaelssyni, (Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður) Gunnari Karli Pálmasyni og (Rebekka Ósk Gunnarsdóttir lögmaður ) Vali Sval Svavarssyni (Kristján Ágúst Flygenring lögmaður) 2 Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 5. nóvember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 5. júlí 2024, á hendur [...] , [...] , Reykjavík, Pétri Þór Elíassyni, kt. [...] , [...] , Kópavogi, Árna Stefáni Ásgeirssyni, kt. [...], [...] , Reykjavík, Hauki Ægi Haukssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Gunnlaugi J Skarphéðinssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Valgerði Sif Sigurðardóttur, kt. [ ...] , [...] , Reykjavík, Tinnu Kristínu Gísladóttur, kt. [...] , [...] , Garðabæ, Thelmu Rún Ásgeirsdóttur, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Andra Þór Guðmundssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Önnu Maríu Haraldsdóttur, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Skarphéðni Jóhannssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, 3 Björk Jónsdóttur, kt. [...] , [...] , Reykjavík, [...] , Daníel Karim Mikaelssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, Gunnari Karli Pálmasyni, kt. [...], [...] , Reykjavík, [...] , [...] og Vali Sval Svavarssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir eftirtalin brot: I. 1. Gegn ákærðu, Jóni Inga Sveinssyni, Pétri Þór Elíassyni, Árna Stefáni Ásgeirssyni, Hauki Ægi Haukssyni, Gunnlaugi J Skarphéðinssyni, Valgerði Sif Sigurðardóttur, Thelmu Rún Ásgeirs dóttur, Tinnu Kristínu Gísladóttur og Andra Þór Guðmundssyni, fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja á árinu 2023 fram til 11. apríl 2024 og var framkvæmd brotanna liður í starfsemi skipulagðra br otasamtaka, en ákærðu stóðu í félagi saman að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sammæltust og voru meðvituð um tiltekna verkaskiptingu við geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna, með því að hafa meðal annars: a) haft í sölu - og dreifingarskyni 1 23,23 g af amfetamíni og 238,39 g af kókaíni, en efnin voru geymd á heimili ákærðu Tinnu Kristínar [...] í Reykjavík og lagði lögregla hald á efnin við húsleit fimmtudaginn 21. september 2023. 4 b) haft í sölu - og dreifingarskyni 170,14 g af amfetamíni og 667 ,32 g af kókaíni, en efnin voru geymd á heimili föður ákærða Gunnlaugs, Skarphéðins Jóhannssonar, [...] í Reykjavík og lagði lögregla hald á efnin við húsleit fimmtudaginn 21. september 2023. c) haft í sölu - og dreifingarskyni 52,40 g af amfetamíni og 406,88 g af kókaíni, en efnin voru geymd á heimili ákærð a Gunnlaugs í Mosfellsbæ og í bifreiðinni og lagði lögregla hald á efnin við leit fimmtudaginn 21. september 2023. d) haft í sölu - og dreifingarskyni 729,90 g af amfetamíni, 715,618 g af kókaíni og 47 ,73 g af metamfetamín kristöllum, en efnin voru geymd á heimili móður ákærðu Valgerðar Sifjar, Önnu Maríu Haraldsdóttur , í Reykjavík og lagði lögregla hald á efnin við húsleit föstudaginn 22. september 2023. Telst brot þetta varða við 173. gr. a., sbr . 1. gr. laga nr. 64/1974 og 1. gr. laga nr. 32/2001 og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 149/2009. 2 Gegn Jóni Inga og Pétri Þór fyrir peningaþvætti í skipulagðri brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1, með því að hafa miðv ikudaginn 18. október 2023 haft í fórum sínum 12.396.000 krónur í reiðufé, sem var afrakstur ofangreindrar brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1., og eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum, sem ákærði Jón Ingi afhenti meðákærða Vali Sval Svavarsyni á heimi li sínu í Reykjavík og fór Valur Svalur með reiðuféð til ákærða Péturs Þórs, á bifreiðaverkstæði hans í Kópavogi, sem aftur afhenti fjármunina til Y fimmtudaginn 19. október 2023, sem setti þá í bifreið sína , en lögregla stöðvaði akstur hans sk ömmu síðar í Reykjavík, sbr. ákærukafla XII og XIII. Með framangreindum hætti fluttu ákærðu hinn ólögmæta ávinning og leyndu honum og ráðstöfun hans. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. og 3. mgr. 264. gr. og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 149/2009. 3 Gegn Jóni Inga og Árna Stefáni fyrir peningaþvætti í skipulagðri brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1, með því að hafa föstudaginn 22. mars 2024 sammælst um að Árni Stefán færi að heimili meðákærða Gunnars Karls Pálma sonar í Reykjavík og sækti þangað 16.175.000 krónur í reiðufé, sem var afrakstur ofangreindrar brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1, og eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum, sem Árni Stefán gerði daginn eftir, en lögregla fylgdist með honum fara til Gunnars Karls og sækja fjármunina, fara því næst með fjármunina í námunda við heimili meðákærða Daníels Karims 5 Mikaelssonar í Reykjavík þar sem hann afhenti honum reiðuféð. Því næst fór Daníel Karim með fjármunina þar sem hann afhenti Z fjármunina, í þeim tilgangi að flytja fjármunina úr landi. Sunnudaginn 24. mars 2024 var Z stöðvaður á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Vínarborgar í Austurríki með flugi og fundu tollverðir fjármunina í fórum hans og haldlögðu, sbr. ákærulið XIV.1. Með framangreindu m hætti fluttu ákærðu hinn ólögmæta ávinning og leyndu honum og ráðstöfun hans. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. og 3. mgr. 264. gr. og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 149/2009. II. Gegn ákærðu [...] Gunnlaugi J Skarphéðinssyni, Hauki Ægi Haukssyni og Jóni Inga Sveinssyni fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 2.177,60 g af kókaíni (styrkur kókaíns í sýnum var 86 %, sem samsvarar 96 % af kókaínklóríði), sem voru falin í tveimur pottum, og flutt fíkniefnin til landsins með skemmtiferðarskipinu Þ , sem lagðist við bryggju á Íslandi 11. apríl 2024. Ákærði Jón Ingi skipulagði innflutning fíkniefnanna hingað til lands. Á kærðu allir sammæltust um þátttöku í starfseminni með því að skiptast á skilaboðum í gegnum samskiptaforritið Signal og í símtölum sem innihéldu fyrirmæli, leiðbeiningar og samtöl um hvernig koma ætti fíkniefnunum úr skipinu, hverjum ætti að afhenda þau, h var ætti að sækja þau og hvernig og hvar fjarlægja skyldi efnin úr pottunum. X og Gunnlaugur komu með fíkniefnin til landsins sem farþegar skemmtiferðaskipsins, X flutti fíkniefnin frá borði og afhenti þau Hauki Ægi, sem var handtekinn með efnin síðar sama dag. Telst brot þetta varða við 173. gr. a., sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974 og 1. gr. laga nr. 32/2001 og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 149/2009. III. Gegn Önnu Maríu Haraldsdóttur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 22. september 2023 haft í vörslum sínum á heimili sínu í Reykjavík, 729,90 g af amfetamíni, 715,618 g af kókaíni og 47,73 g af metamfetamín kristöllum, en efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, sbr. á kærulið I.1.d. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974 og 32/2001. 6 IV. Gegn Skarphéðni Jóhannssyni fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, fimmtudaginn 21. september 2023, haft í vörsl um sínum, á heimili sínu í Reykjavík, 170,14 g af amfetamíni og 667,32 g af kókaíni, en efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, sbr. ákærulið I.1.b. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974 og 32/2001. V. Gegn ákærða Jóni Inga Sveinssyni fyrir vopna - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl 2024 haft í vörslum sínum 0,71 g af hassi, 1,39 g af kókaíni, 0,45 g af maríhúana, 1,57 g af tóbaksblönduðu kannabis efni, úðavopn og bitvopn sem lögreglumenn fundu við leit á heimili Jóns Inga í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni o g önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og a. lið 2. mgr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. VI. Gegn ákærða Pétri Þór Elíassyni fyrir vopnalagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 17. apríl 2024 haft í vörslum sínum tvö rafmagnsvopn, sem lögregla fann við leit á heimili Péturs í Kópavogi. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 13. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. VII. Gegn ákærða Árna Stefáni Ásgeirssyni fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. miðvikudaginn 3. apríl 2024 haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 303 g af amfetamíni og 37,12 g af kókaíni, sem lögregla fa nn utandyra í Reykjavík, og haft í vörslum sínum 2,94 g af kannabislaufum, 9,77 g af ketamíni og 0,17 g af kókaíni, sem lögregla fann við leit á heimili Árna Stefáns í Reykjavík. 7 2. fimmtudaginn 18. apríl 2024 haft í vörslum sínum 0,36 g af kannabisefni, sem lögregla fann við leit á heimili hans í Reykjavík. 3. um nokkurt skeið allt fram til miðvikudagsins 21. febrúar 2024 ítrekað afhent meðákærðu Björk Jónsdóttur fíkniefni í Re ykjavík. Teljast brot þessi varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. VIII. Gegn Björk Jónsdóttur fyrir vopna - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 21. febrúar 2024 haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 50 stykki af Rohypnol, 1,38 g af amfetamíni, 9,20 g af kókaíni, 0,42 g af MDMA, 1 stykki af MDMA og bitvopn, sem lögregla fann við leit á heimili ákærðu í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 3. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og a. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. IX. Gegn ákærðu Tinnu Kristínu Gísladóttur fyrir vopnalagabrot, með því að hafa á sama tíma og sama stað og greinir í I. kafla ákæru haft í vörslum sínum stunguvopn, sem lögregla fann v ið leit á heimili hennar. Telst brot þetta varða við b. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. X. Gegn ákærða Hauki Ægi Haukssyni fyrir eftirtalin brot: 1. Fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl 2024 haft í vörslum sínum 3,80 g af amfetamíni, 5,47 g af kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu með stálkúlum í og raflostbyssu , sem lögregla fann við leit á dvalarstað Hauks Ægis í Reykjavík. 8 Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. la ga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og 1. mgr. 13. gr. og a., b., d. og e. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopn alaga nr. 16/1998. 2. Vopnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl 2024 haft í vörslum sínum hnúajárn og piparúðabrúsa, sem lögregla fann við leit í bifreiðinni . Telst brot þetta varða við c. lið 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr . 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 3. [...] XI. Gegn ákærðu Thelmu Rún Ásgeirsdóttur fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl 2024 haft í vörslum sínum 2,54 g af amfetamíni, sem lögregla fann við leit á heimili hennar í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. XII. XIII. Gegn ákæ rða Vali Sval Svavarssyni fyrir eftirfarandi brot: 1. Peningaþvætti, með því að hafa miðvikudaginn 18. október 2023 móttekið 12.396.000 krónur í reiðufé frá meðákærða Jóni Inga á heimili hans í Reykjavík, sem var afrakstur ofangreindrar brotastarfsemi, s br. ákærulið I.1., og eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum, og í kjölfarið flutt fjármunina og afhent þá meðákærða Pétri Þór, á bifreiðaverkstæði hans í Kópavogi, sbr. ákærulið I.2. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9 2. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 22. apríl 2024 haft í vörslum sínum 0,64 g af kókaíni, sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu á heimili sínu í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. g r. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. XIV. XV. Gegn ákærða Daníel Karim Mikaelssyni fyrir eftirfarandi brot: 1. Peningaþvætti, með því að hafa laugardaginn 23. mars 2024, móttekið 16.175.000 krónur í reiðufé frá meðákærða Árna Stefáni, sem var afrakstur ofangreindrar brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1., og eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum, í Reykjavík og afhent fjármunina áfram til Z á heimili hans í Reykjavík, sbr. ákærulið I.3. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 18. apríl 2024 haft í vörslum s ínum í sölu - og dreifingarskyni 46,3 g af kókaíni og bitvopn, fjaðurhníf, kasthníf, 8 stunguvopn, 5 axir, sverð, skammbyssu með hljóðdeyfi, skammbyssu, haglabyssu, 59 haglabyssuskot og 20 skot, sem lögregla fann við leit á heimili Daníels í Reykjavík o g einnig að hafa haft í vörslum sínum stunguvopn, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreið Daníels. Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkn iefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og 1. mgr. 13. gr. og a., b., d. og e. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 10 XVI. Gegn ákærða Gunnari Karli Pálmasyni fyrir eftirfarandi brot: 1. Peningaþvætti, með því að hafa laugardaginn 23. mars 2024 geymt og haft í fórum sínum 16.175.000 krónur í reiðufé, sem var afrakstur ofangreindrar brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1., og eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum, og afhent fjármunina meðák ærða Árna Stefáni á heimili sínu í Reykjavík, sbr. ákærulið I.3. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 18. apríl 2024 haft í vörslum sínum 6,35 g af MDMA og 4, 50 stykki af MDMA, sem lögregla fann við leit á heimili hans í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlit sskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. XVII. XVIII. Gegn Andra Þór Guðmundssyni fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 24. nóvember 2023 á heimili sínu í Reykjavík, haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingars kyni, 147,18 g af amfetamíni, haft í vörslum sínum fjögur haglaskot og fjaðrahníf, og að hafa skömmu síðar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 í Reykjavík haft í vörslum sínum 10,03 g af kókaíni, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. Telst brot þetta varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og 1. mgr. 13. gr. og b. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 11 Með skírskotun til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 er krafist upptöku á ofangreindum fíkniefnum sem lögregla lagði hald á, samtals 4.332,9 g af kókaíni, 1.534,1 g af amfetamíni, 9,8 g af ketamíni, 6,8 g af MDMA, 47,7 3 g af metamfetamín kristöllum og 5,5 stk MDMA. Þá er krafist upptöku á haldlögðu reiðufé, þ.e. kr. 12.396.000 sem lögregla haldlagði í bifreið Y 19. október 2023, kr. 213.000 sem lögregla haldlagði á heimili ákærðu Bjarkar Jónsdóttur 21. febrúar 2023, kr . 16.125.000 sem lögregla haldlagði hjá Z á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt 24. mars 2024, 1.400 evrur og kr. 855.500 sem lögregla haldlagði hjá ákærða Daníel Karim Mikaelssyni 18. apríl 2024, kr. 620.000 krónur sem lögregla haldlagði hjá ákærða Gunnari Kar li Pálmasyni í Reykjavík 18. apríl 2024, kr. 2.597.000, 400 evrur og 80 dollarar sem lögregla haldlagði hjá ákærða Árna Stefáni Ásgeirssyni 3. apríl 2024, 101.000 krónur sem lögregla haldlagði á dvalarstað ákærða Hauks Ægis Haukssonar 11. apríl 2024, k r. 310.000 krónur, 24.210 evrur, 100 tyrkneskar lírur og 20 pólsk sloty sem lögregla haldlagði á heimili ákærða Jóns Inga Sveinssonar 11. apríl 2024, með vísan til 69. gr. og 69. gr. a., b. og d. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og haldlögðum munum sem n otaðir voru við framningu ofangreindra brota, þ.e. 4 vac u um pökkunarvélar, helluborð, vog og hamar sem haldlagt var á heimili ákærðu Önnu Maríu Haraldsdóttur 21. september 2023, peningatalningavél sem lögregla haldlagði á heimili ákærða Vals Svals Svavarss onar 22. apríl 2024, peningatalningavél sem lögregla haldlagði í húsleit á heimili ákærða Péturs Þórs Elíassonar 17. apríl 2024 og peningatalningavél sem lögregla haldlagði í húsleit á ákærða heimili Jóns Inga Sveinssonar 11. apríl 2024. Þá er og krafist upptöku, með skírskotun til 69. gr. a. almennra hegningarlaga, á haldlögðum farsímum, þ.e. Apple sími ákærðu Tinnu Kristínar Gísladóttur, Samsung sími ákærða Skarphéðins Jóhannssonar, símar ákærða Gunnlaugs J Skarphéðinssonar, þ.e. bleikur Samsung sími og grár Samsung sími, bleikur Apple sími ákærðu Valgerðar Sifjar Sigurðardóttur, Samsung sími ákærðu Önnu Maríu Haraldsdóttur, þrír Samsung símar ákærða Árna Stefáns Ásgeirssonar, Apple farsími ákærða Hauks Ægis Haukssonar og Apple farsími og Samsung sími ák ærða Péturs Þórs Elíassonar. Einnig með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 er krafist upptöku á haldlögðum vopnum, þ.e. fjórum haglaskotum og fjaðrahníf sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili Andra Þórs Guðmundssonar, bitvopni sem l ögregla lagði hald á við húsleit á heimili Bjarkar Jónsdóttur, bitvopni, fjaðurhníf, kasthníf, 9 stunguvopnum, 5 öxum, sverði, skammbyssu með hljóðdeyfi, skammbyssu, haglabyssu, 59 12 haglabyssuskotum og 20 skotum sem lögregla fann við leit á heimili Daníels Karims og í bifreið hans, haglabyssu, loftskammbyssu með stálkúlum í, raflostbyssu, skotum, hnúajárni og piparúðabrúsa sem lögregla fann við leit á dvalarstað Hauks Ægis Haukssonar og í bifreiðinni , á tveimur raflostbyssum sem lögregla fann við leit á heimili Péturs Þór Elíassonar, á macebrúsa og bitvopni, sem lögregla fann við leit á Þáttur þriggja ákærðu í málinu var klofinn frá og dæmdur sérstaklega með heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Við upphaf aðalmeðferðar málsins féll ákæruvaldið frá ákæru vegna ákæruliðar X.3. Undir aðalmeðferð málsins var ákæran leiðrétt vegna ákæruliðar IV þar sem greinir [heimilisfang ákærðu Önnu] en það er réttilega [heimili ákærða Skarphéðins] . Þá var einnig fallið frá ákæru fyrir vopnalagabrot að því er varðar fimm axir í ákærulið XV.2. Kröfur ákærðu Verjandi ákærða Jóns Inga krefst þess að ákærði verði sýknaður af kafla I í ákæru. Varðandi kafla II er þess krafist að ákærði verði einungis s akfelldur til samræmis við það sem hann hefur gengist við og honum verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Vegna kafla V er krafist sýknu af vopnalagabroti en annars vægustu refsingar sem lög leyfa. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Ja fnframt er þess krafist að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 12. apríl sl. komi til frádráttar refsingu. Einnig er þess krafist að upptökukröfum vegna fjármuna verði hafnað. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sem greiðist úr ríkissjóði. Verjan di ákærða Péturs Þórs krefst þess að ákærði verði sýknaður vegna ákærukafla I, en til vara og að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Verði ákærði dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar er þess krafist að gæsluvarðhald sem ákær ði sætti frá 17. 24. apríl 2024 verði dregið frá refsingu. Þess er jafnframt krafist að upptökukröfum verði hafnað. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna verjanda til handa. Verjandi ákærða Árna Stefáns krefst þess að ákærði verði sýknaður vegna ákærukafla I, liða 1 og 3, og vegna liðar 3 í ákærukafla VII. Vegna annarra liða í kafla VII krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Jafnframt er þess krafist að upptöku kröfum á hendur ákærða, vegna fjármuna, verði hafnað. Þá er þess í öllum tilvikum krafist að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda, verði felldur á ríkissjóð. 13 Verjandi ákærða Hauks Ægis krefst þess að ákærða verði dæmd vægasta refsing er lög leyf a. Hann krefst þess að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 12. apríl sl. komi til frádráttar refsingu og mótmælir upptökukröfum á peningum og síma. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Gu nnlaugs krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af ákærulið I.1 og ákærukafla II. Til vara krefst hún þess að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa og refsingin verði alfarið skilorðsbundin en gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 12. apríl sl. dragist frá refsingu. Hún krefst þess jafnframt að kröfu um upptöku tveggja farsíma verði hafnað. Þá krefst hún hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði að öllu eða verulegu leyti. Verjandi ákærðu Valgerðar Sifjar krefst þ ess að ákærða verði sýknuð af þeim hluta ákæruliðar I.1 er varðar skipulagða brotastarfsemi en henni verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa varðandi vörslur fíkniefna sem hún hafi játað. Þess er jafnframt krafist að brotið verði heimfært til laga um ávana - og fíkniefni. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði að öllu leyti eða hluta. Verjandi ákærðu Tinnu Kristínar krefst þess að ákærðu verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa að því er varðar þau brot sem hún he fur játað. Að öðru leyti er þess krafist að hún verði sýknuð, en til vara að henni verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærðu Thelmu Rúnar krefst þess aðall ega að ákærða verði sýknuð en til vara að henni verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Andra Þórs krefst þess að ákærði verði sýknaður vegna I. kafla ák ærunnar og að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa vegna XVIII. kafla. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærðu Önnu Maríu krefst þess að ákærða verði sýknuð en til vara að henni verið d æmd vægasta refsing er lög leyfa og refsingin verði að öllu leyti eða hluta bundin skilorði. Hann krefst þess jafnframt að upptökukröfu á síma ákærðu verði hafnað. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjan di ákærða Skarphéðins krefst þess að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa sem bundin verði skilorði. Hann mótmælir jafnframt kröfu um upptöku á síma. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærðu Bjarkar krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar málsvarnarþóknunar sér til handa. Verjandi ákærða Daníels Karims krefst þess að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa sem verði að öllu leyti skilorðsbundin. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. 14 Verjandi ákærða Gunnars Karls krefst þess að ákærði verði sýknaður af broti í lið XVI.1 í ákærunni, til vara að brot ha ns verði heimfært til 4. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og til þrautavara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Einnig krefst hún vægustu refsingar er lög leyfa vegna ákæruliðar XVI.2. Hún mótmælir jafnframt upptöku á 620.000 krónum frá á kærða. Þá krefst hún hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði að öllu leyti eða hluta. Verjandi ákærða Vals Svals krefst þess að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa sem bundin verð i skilorði. Hann mótmælir kröfu um upptöku á peningatalningarvél. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Málsatvik Ákærukafli I Ákæruliður I.1 Upphaf máls þessa var 21. september 2023 er lögregla fór í húsleit á heimili ákærðu Tinnu Kristínar eftir að hafa fengið upplýsingar um að hún væri að selja amfetamín úr krukkum frá heimili sínu . Ákærða neitaði því í fyrstu að stunda sölu og dreifingu á amfetamíni og vildi ekki heimila leit á heimili sínu. Eftir að hafa rætt við lögmann heimilaði ákærða lögreglu leit. Hún framvísaði amfetamíni í krukkum sem voru í frysti hjá henni og reyndist vera 123,23 g . Við frekari leit fann lögregla annan poka með hvítu efni í skáp í eldhúsi sem ákærða viðurkenndi að væri kókaín og reyndist vera 238,39 g . Í bifreið ákærðu fannst stór ruslapoki með laktósa í sem reyndist vera 4.810 g . Ákærða heimilaði rannsókn á síma sínum og við þá skoðun mátti að mati lögreglu sjá að hún væri ásamt fleirum í sölu og dreifingu fíkniefna og væri um að ræða umfangsmikil viðskipti. Var þar m.a. að finna samskipti á samskiptaforritinu Signal milli ákærðu og margra aðila um kaup á fíkniefnum. Þá var þar að finna samskipti milli ákærðu og aðila sem kallaði sig litilljoska en við frekari skoðun kom í ljós að þar var um að ræða ákærðu Valgerði Sif. Úr samskiptunum í síma ákærðu mátti lesa að geymslustaðir fíkniefna væru á nokkrum öðrum stöðum. Lögregla fór í framhaldinu þar sem ákærði Sk arphéðinn býr. Ákærði kom til dyra og heimilaði lögreglu leit. Fundust þar ætluð fíkniefni í peningaskáp og í frysti. Ákærði Skarphéðinn kvaðst vera að geyma efnin fyrir son sinn, m fundust hjá ákærða Skarphéðni voru 170,14 g af amfetamíni og 667,32 g af kókaíni. Lögreglan fór því næst á heimili ákærða Gunnlaugs í Mosfellsbæ, en ákærði Skarphéðinn sýndi lögreglu hvar sonur hans bjó og afhenti lykla að íbúðinni. Við leit þar fun dust fíkniefni í skáp undir eldhúsvaski, á kommóðu í stofu og í frystikistu sem var inni á baði. Efnin sem fundust voru 50,27 g af amfetamíni, 268,58 g af óskilgreindu efni, 15 337,22 g af kókaíni, 700,00 ml af óskilgreindu efni, 4 stk. af læknislyfi og 5 stk . af Stesolid. Við leit í bifreið ákærða Gunnlaugs fundust fíkniefni í hurð bæði ökumannsmegin og farþegamegin. Einnig fannst efni í smelluláspokum í fjölnotapoka í aftursæti. Heildarmagn amfetamíns sem fannst þar var 2,13 g og af kókaíni 69,66 g. Daginn eftir var farið í húsleit á heimili ákærðu Önnu Maríu móður ákærðu Valgerðar Sifjar, en í skilaboðum í síma ákærðu Tinnu Kristínar kom í ljós að hún átti í samskiptum við ákærðu Valgerði Sif um geymslu þar. Í geymslu íbúðarinnar mátti sjá tómar glerkru kkur sem voru eins og aðrar krukkur sem höfðu fundist í málinu fullar af amfetamíni. Haft var samband við ákærðu Önnu Maríu sem sagðist vera á Spáni og undir áhrifum áfengis. Við húsleitina fann lögreglan ýmsan búnað sem hún taldi að hefði verið notaður vi ð framleiðslu amfetamíns. Þá voru haldlögð fíkniefni sem geymd voru í frysti og í peningaskáp sem var inni í einu svefnherberginu en samtals var um að ræða 729,90 g af amfetamíni, 715,618 g af kókaíni og 47,73 g af metamfetamínkristöllum. Leit var gerð að fingraförum á umbúðum utan af fíkniefnunum og fleiri munum sem haldlagðir voru. Við rannsóknina voru fingraför af pökkunarvélum samkennd við ákærðu Andra Þór og Valgerði Sif. Einnig var farið á heimili ákærðu Valgerðar Sifjar og hún handtekin, en ekkert s aknæmt fannst á heimili hennar. Við rannsókn á síma ákærðu Tinnu Kristínar kom fram að hún hefði ítrekað sótt fíkniefni í íbúð ákærðu Önnu Maríu og væri með lykil að íbúðinni. Þar var að finna samtal milli ákærðu og ákærða Andra Þórs þar sem þau ræða um a ð fara [á heimili ákærðu Önnu] , en ákærði Andri Þór segist þar þurfa að kaupa efni í þetta í Elko og síðan mæti hann. Þá kom fram í símanum að ákærðu Thelma Rún og Haukur Ægir væru einnig með aðgang að [heimili ákærðu Önnu] . Við rannsókn á síma ákærðu Valgerðar Sifjar sáust samskipti milli hennar og aðila sem kallar sig Kallikula 22. september 2023, en lögregla telur að um sé að ræða ákærða Jón Inga. Kemur fram hjá ákærðu að lögreglan hafi farið heim til ákærða Skarphéðins og tekið allt þaðan. Þá kemur fram að hún hafi verið farin að takmarka ferðir ákærðu Tinnu við þann stað. Fór hún síðan yfir fíkniefnalagerinn að [heimili ákærðu Önnu] en eftir þetta fór lögregla í húsleit þar. Að fengnum framangreindum upplýsingum taldi lög reglan að um væri að ræða hóp sem stæði saman að sölu og dreifingu fíkniefna í stórum stíl og ákvað að rannsaka málið frekar. Var þá farið í að kortleggja símagögn og samskipti aðila á samskiptaforritum. þar sem átta einstaklingar ræddu saman um skipulagningu árshátíðarferðar. Allir átta aðilarnir notuðu leyninöfn. Þeir sem voru í hópnum voru DaVinci sem lögregla telur vera ákærða Pétur Þór, Gringo sem lögregla telur vera ákærða Jón Inga, Hnetan sem er tal in vera ákærða Tinna Kristín, Litilljoska sem er ákærða Valgerður Sif, Mörðurinn sem er ákærði Gunnlaugur, 16 Grimlock sem er X , HK sem er ákærði Haukur Ægir og General sem lögregla telur vera ákærða Andra Þór. Í framhaldi af þessu beindist rannsókn lögreglu að þessum aðilum og var eftir atvikum beitt ýmsum rannsóknarúrræðum, svo sem hljóð - og myndupptökum og eftirfararbúnaði. Rannsókn á ákærða Pétri Þór hófst 5. október 2023 en hann var talinn ganga undir leyninafninu DaVinci . Notandi með það nafn á samskiptaforritinu Signal var með símanúmerið en það númer var óskráð. Við skoðun á farsímagögnum sást númerið ítrekað tengjast sendum þar sem ákærði bjó. Þá sást á gögnunum að SIM - kortið var tekið úr farsíma og sett í anna n farsíma 16. júní 2023, en sá farsími var af gerðinni Iphone SE og með tiltekið IMEI - númer en við handtöku var ákærði með þann síma í fórum sínum. Undir rannsókninni kom í ljós að ákærði Pétur Þór gekk einnig undir fleiri leyninöfnum. Á þessum tíma rak á kærði Pétur Þór bifreiðaverkstæði í Kópavogi undir nafninu ehf. Ákærði Pétur Þór var skráður eigandi félagsins og ákærði Jón Ingi var skráður varamaður í stjórn. Fylgst var með verkstæðinu, en fram kom í samskiptunum sem ákærðu Jón Ingi, Haukur Ægir og Árni Stefán voru reglulegir gestir þar. Í kjölfarið var ákveðið að hefja rannsókn á ákærða Árna Stefáni 10. október 2023, en fyrir lá að lögregla hafði áður haft hann til rannsóknar fyrir fíkniefnalagabrot og hafði verið grunur um að ákærði Pétur Þór tengdist því máli jafnframt. Ákærði Árni Stefán rak fyrirtækið ehf. en á launaskrá fyrirtækisins var ákærði Jón Ingi. Félagið varð gjaldþrota undir rannsókn m álsins og ákærði Árni Stefán stofnaði þá fyrirtækið ehf. Hinn 18. október 2023 gerðust atvik á verkstæðinu sem nánar er greint frá í ákærulið I.2. Hinn 21. október 2023 hlustaði lögregla á símtöl ákærða Árna Stefáns þar sem fram komu ummæli sem l ögregla túlkaði sem svo að hann væri að vinna fyrir ákærða Jón Inga. villa um fyrir lögreglu og sagðist hættur að leggja inn á bankareikning sinn peninga fyrir fíkniefnasölu . Þá sagði hann mikið umstang við kaup á gjaldeyri og að ekki væri hægt að skipta háum fjárhæðum í einu lagi. Í samtali ákærða fjórum dögum síðar kom fram að Hinn 28. nóvember 2023 ræddu ákær ðu Árni Stefán og Jón Ingi saman. Þeir ræddu m.a. um handtöku ákærða Andra Þórs, sbr. ákærukafla XVIII. Fram kemur hjá ákærða Jóni Inga að hann telji þetta ekki vera vandamál en hugsanlega borgi sig að fá sér nýjan síma. Þá ræða þeir um að X sé fallinn í n eyslu og segir ákærði Jón Ingi að það sé ekki nógu gott því hann hafi ætlað að nýta hann í verkefni fram yfir næsta sumar. Hinn 1. desember 2023 hóf lögregla rannsókn á ákærða Jóni Inga, en talið var að hann gengi undir leyninöfnunum Gringo og Pinochio þv í að bæði lá fyrir framburður 17 annars sakbornings í þá veru og það mátti lesa út úr gögnum um samskipti aðila. Í samtali aín. Þá talar ákærði Árni Stefán um að hann sé með tvær og hálfa milljón til að borga upp í skuld sem ákærði Jón Ingi segir honum að bíða með. Daginn eftir segir ákærði Árni Stefán í símtali við ákærða Pétur Þór að hann hafi ekki fengið efni sem hann hafi Þeir séu farnir að missa stóra kúnna vegna þess. Hinn 19. desember kvartar ákærði Árni Stefán undan ákærða Jóni Inga og stöðunni á markaðnum. Hann kveðst ósáttur við að ákærði Jón Ingi sé að lána fíkniefni til ýmissa aðila þegar staðan hjá þeim sé svona slæm. Ákærði Árni Stefán kvartaði enn undan ákærða Jóni Inga við ákærða Pétur Þór í símtali 29. desember. Hann talar þar um mann sem sé að stinga ákærða Jón Inga í bakið. Þá kveðst hann ekki geta yfirgefið ákærða Jón Inga se m skuldi 70 80 milljónir. Hinn 2. janúar 2024 hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða Jón Inga og kvaðst þreyttur á skuldum og veseni varðandi afhendingu á efnum. Sagði hann að meðan fjárhagurinn væri svona slæmur fengi fólk sem væri ekki að velta meira en 50 0 g á mánuði ekki lán fyrir meira en 20 g og var ákærði Jón Ingi samþykkur því. Hinn 6. sama mánaðar greindi ákærði Árni Stefán ákærða Pétri Þór frá því að hann væri ósáttur við peningaeyðslu ákærða Jóns Inga. Ræddi hann nánar um fjárhagsstöðu hópsins og sagði þá skuld ákærða Daníels Karims milljón. Seinna sama dag talar ákærði Árni Stefán á ný við ákærða Pétur Þór og kveðst hafa látið ákærða Jón Inga fá þrjár milljónir. Ákærði Haukur Ægir hafi skipt tveimur milljónum af því í e vrur og komið þeim á verkstæðið hjá ákærða Pétri Þór en hann furðar sig á hvað hafi orðið um þriðju milljónina. Hann hafi látið ákærða Jón Inga hafa fimm milljónir á einum mánuði. Ræða þeir um að ákærði Jón Ingi lifi mjög hátt en borgi ekki skuldir sínar. Tveimur dögum síðar ræðir ákærði Árni Stefán um skuldastöðu hópsins við ákærða Jón Inga og segir skuldirnar tvær komnar niður í 46.000 og 50.000 evrur. Hinn 19. janúar 2024 hringdi Jón Ingi í óþekktan aðila og ræddi um starfsemina. Hann segist þar vilja f á skýrslu um allt sem gerist. Hann lýsir því að hann vilji rótera í starfseminni, fá Dúfuna aftur inn í að pakka o.fl. og HK sé ekki alveg nógu góður í skýrslunum. Lögregla ætlar að þarna sé hann að tala um ákærðu Valgerði Sif og Hauk Ægi. Ákærði Jón Ingi segist ekki geta borgað fleirum laun. Hann þurfi að hafa eina manneskju sem geti stokkið í hluti og telji ákærða Hauk Ægi fínan í það. Það væri fínt og skipta svo aftur, eða eins og hann sagði: Í framhaldi af framangreindu símtali fór ákærði Jón Ingi að tala um [gælunafn] og telur lögregla að þar eigi hann við X . Hann sé í bullandi neyslu en það sé ekki hægt að vera í lítilli neys lu. Fram kemur að ákærði hafi haft áhuga á að senda hann í ferð, til að 18 greiða fyrir 10 milljóna króna skuld, en það sé ekki hægt ef hann er í bullandi neyslu. Hann segir við viðmælandann að hann standi sig vel og hann geri fólki grein fyrir því að viðmæla ndinn sé hægri hönd hans, hann sé jú í aðgerðahópnum og sjái um hlutina. Ákærði Jón Ingi segir síðan að ákærði Haukur Ægir sé með pening og best væri ef hann kæmi honum á viðmælandann. Þeir ræða svo saman um hvort það vanti eitthvað af la telur að sé amfetamín og að þeir þurfi að fara að borga fyrir þau 400 g sem þeir voru að fá. Síðar sama dag segir ákærði Jón Ingi í samtali við óþekktan aðila að það hafi verið tekin af honum tvö kg um daginn. Það sé pottþétt rannsókn í gangi á hann, en lögreglan muni ekki ná að tengja hann við neitt þar sem hann fari svo varlega. Hinn 20. janúar 2024 hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða Pétur Þór og greindi honum frá því að hann ætlaði að reka Tboo, eða ákærðu Thelmu Rún. Ákærði Jón Ingi ætli að finna l eið til að gera það fallega svo hún verði ekki brjáluð. Ákærði Pétur Þór spyr hvað hún hafi gert og ákærði Árni Stefán svarar því að hún hafi aldrei mætt á réttum tíma, geri aldrei eins og henni sé sagt og svo þykist hún eiga bílinn. HK, ákærði Haukur Ægir , kærasti ákærðu Thelmu Rúnar, hafi ekki einu sinni mátt fá bílinn lánaðan til að koma. Þá segir ákærði Árni Stefán ákærða Andra Þór vera að koma til baka inn í hópinn til að vinna fyrir þá en hann ætli þá að vera yfir honum til að pirra hann. Seinna sama dag ræddu ákærðu Jón Ingi og Árni Stefán saman um ákærðu Thelmu Rún. Ákærði Jón Ingi segir hana hafa notað þá afsökun að ákærði Árni Stefán hefði sofnað við að bíða eftir henni og reynt að varpa ábyrgðinni yfir á hann. Fram kemur að ákærði Jón Ingi er ósá ttur við ákærðu Thelmu Rún. Í stað þess að hún bæti sig og reyni að gera betur láti hún eins og hún sé ómissandi og standi sig svakalega vel. Hún hafi verið að pakka 100 grömmum sem ætti að vera mjög auðvelt. Hann segir að Dúfan verði mjög ánægð og þakklát fyrir að fá þetta, en það sé skilyrði að Dúfan geti þá opnað nefnir hann mann sem hafi hegðað sér eins og ákærða Thelma Rún geri núna en hann hafi endað á að reka þan ákærðu Thelmu Rún og segist þurfa að svissa henni út fyrir ákærðu Valgerði Sif. Hann segist myndu vi lja að hún kynni betur að meta það sem hann geri fyrir hana, en hún fái m.a. að nota bílinn hans. Í framhaldinu talar hann um Hnetuna, eða ákærðu Tinnu Kristínu. Hún sé orðin alveg ísköld, það sé enginn að fylgjast með einhverri stelpuskjátu. Hann ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki yfirfarið með henni viðbrögð við handtöku . Það þurfi að undirbúa fólk og segja því hvað það eigi að gera. Hún hafi bara opnað símann fyrir lögreglu. A llir geri mistök og hann hafi gert þau mistök að hafa ekki ákærða Hauki Ægi, en hann sé búinn að standa sig þokkalega vel. Ákærði Jón Ingi segist síðan hafa rætt við ákærðu Thelmu og leyst málið, farið varlega að henni og sagt henni 19 líka hvað hann er bara svo mikið fyrir hlutv erkið, ég Hinn 27. janúar 2024 ræðir ákærði Jón Ingi við óþekktan aðila sem virðist vera nýr starfsmaður hjá honum og ákærða Árna Stefáni. Ákærði útskýrir fyrir honum að verðið sé alltaf 200 kall á kg. Annaðhvort vilji menn þ að eða ekki. Þá segir hann það verða flott að hafa viðmælanda með sér. Ákærði Árni Stefán hafi talað vel um hann og þeir séu heppnir að fá hann til sín. Hinn 30. janúar 2024 lýsir ákærði Árni Stefán því í símtali við ákærða Pétur Þór að það séu góðir tíma r fram undan. Hann ætli að pressa á ákærða Jón Inga með að borga ákærða Pétri Þór skuld sem virðist vera 6.000.000 króna. Þá ræða þeir um Jaguar - bifreið ákærðu Thelmu Rúnar. Ákærði Pétur Þór segir að það sé vonlaust að fá varahluti í þennan bíl og að viðge rð myndi kosta í kringum 500.000 krónur. Fram kemur hjá ákærða Árna að það sé galið að ákærði Jón Ingi sé að púkka undir þetta lið með því að láta það hafa bíla. Ákærði Pétur Þór segir að hann skilji þetta mjög vel, sérstaklega þegar allt hafi verið í blús sandi málum, en það sé ekki staðan í dag. Ákærði Árni Stefán segist hafa góð áhrif á ákærða Jón Inga því hann sé ekki svona á ákærða Jóni Inga og skamma hann fyrir þessa hegðun. Hinn 6. febrúar 2024 hringir ákærði Árni Stefán í ákærða Jón Inga og ræðir um vandræði sem hafi komið upp. Ákærði Jón Ingi nefnir aðila sem virðist eiga efni og ætlar að fá frá honum. Ákærði Árni segir að önnur týpan frá honum hafi verið léleg en hin hafi verið í lagi. Hann hafi bland að vegna þess hve lélegar hinar týpurnar hafi verið. Svo vilji hann ræða um bílana. Viðgerðin á Range Rovernum sem ákærði Jón Ingi vilji halda sé svo dýr að hann sé með plan um að ákærði selji Jaguari nn og einn annan bíl til að greiða fyrir viðgerðina. Þá sé verið að greiða fyrir viðgerðina með löglegum peningum. Ákærði Jón Ingi megi selja bílinn hans [gælunafn X] og ákærði Árni Stefán sé til í að fá hann. Þeir myndu þá skrá bílinn á hans nafn og ákærð i Árna Stefán greiða tryggingar og önnur gjöld. Ákærði Árni Stefán hneykslast svo á því að ákærði Jón Ingi eigi sjö bíla, skv. upplýsingum hans frá ákærða Pétri Þór. Ákærði Jón Ingi vilji halda Patrolnum, Land Cruisernum og algerður Sif ók á þessum tíma á hvítum Range Rover og er það ætlun lögreglu að bíll ákærðu Valgerðar Sifjar sé bíllinn sem þurfi að gera við. Þeir ræða svo saman um rekstur verkstæðis ákærða Péturs Þórs. Ákærði Árni Stefán segist hafa látið ákærða Pétur Þó r hafa nýjan bókara sem hafi hjálpað honum við að spara. Í framhaldi af samskiptum við ákærða Jón Inga hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða Pétur Þór og greindi honum frá því sem þar kom fram. Ákærði Pétur Þór ætlar að sjá um að selja bílana og fær 10% fyr ir það. Ákærði Árni Stefán segist svo ætla að taka bílinn 20 hans [gælunafn X] þar sem hann sé með svo stórt skott. Í lok samtalsins ræða þeir um að best væri ef ákærði Jón Ingi færi til Brasilíu, ákærði Árni Stefán tæki við af honum hér heima og ákærði Pétur Þór yrði staðgengill hans. Daginn eftir hringir ákærði Árni Stefán í ákærða Jón Inga og spyr hvenær What hell ætli að láta ákærða Árna Stefán hafa fíkniefni en ákærði Jón Ingi segir að ákærði Árni Stefán hafi átt að hafa samband við hann. Ákærði Árni Ste fán segist ætla að gera það en biður ákærða Jón Inga að tala við Kubbinn og Breiðholtið. Ákærði Árni Stefán hringir svo aftur í ákærða Jón Inga. Segist hann ætla að græja Breiðholtið um kvöldið því hann sé nánast orðin tómur, en hann nái ekki að græja Kubb eða Sunny fyrr en daginn eftir því What hell geti ekki hitt hann fyrr en þ á . Daginn eftir fór ákærði Árni Stefán á móts við heimili ákærða Daníels Karims sem talinn er hafa notað leyninafnið What hell. Ákærði Daníel Karim settist inn í bifreið ákærða Árna Stefáns og telur lögregla hann hafi látið hann hafa 100 g af kókaíni á meðan þeir óku lítinn hring. Hinn 4. mars 2024 hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða Jón Inga og virtist sem þeir væru að ræða um ferð sem nánar er fjallað um í II. kafla ákærunnar. Ákærði Árni Stefán kvaðst eiginlega hafa afskrifað þetta þegar ákærði Jón Ingi hefði sagst ætla að senda ekkert með marga þannig við tökum hann geti höndlað þetta, af því að hann er búinn að gera þetta einu sinni, þá kemur þetta skilurðu. En það er alveg erfitt fyrsta skiptið með hvern sem er, hvað þá hann. Hinn 6. mars 2024 hringdi ákærði Árni í óþekktan aðila og sagði ekkert vera til. Sá talar um að fara a ð senda út og hann þekki krakka sem myndu vilja fara og hafi gert þetta áður. Ákærði Árni Stefán segir að ef það verður ekkert komið um eða eftir helgi þurfi að gera það. k oma þessum bílum í stand, þannig við séum lausir við þá. Svo þarftu að hætta að skaffa bíla fyrir fólk. ddi ekki að keyra bílana eins og ákærða Thelma Rún eða [gælunafn X] , út úr dópuð, uppi á öllum köntum, brjótandi allan stýribúnað. Svo eigi þeir að gera við þetta fyrir mörg hundruð þúsund. Í kjölfar samtalsins hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða Pétur Þór og spurði hvort hann hefði fengið verð fyrir alla bílana en ákærði Pétur Þór sagði að sig vantaði langar bara að gera upp Jaguarinn, Patrolinn og körfubíl. Þannig þa ð sé búið að borga Hinn 22. mars 2024 ræddu ákærðu Jón Ingi og Árni Stefán saman um hvaða fólki 21 ákærðu Thelmu Rún eða ljós hærðu vinkonuna. Þá spyr ákærði Árni Stefán hvort hann eigi að fara að virkja ákærða Hauk Ægi meira og ákærði Jón Ingi jánkar því. Síðar sama dag ræddu ákærðu um peninga og er það talið tengjast ákærulið I.3. Hinn 30. mars 2024 ræddu ákærðu enn saman. Ák ærði Árni Stefán sagði þá að ákveðinn aðili væri að reyna að rústa fyrirtækinu þeirra með því að s tela kúnnum og tala bull, upphefja sjálfan sig og þykjast vera svaka kall. Þetta muni falla um sjálft sig. Sama dag eiga þeir annað símtal þar sem þeir ræða u m það sama og einnig um ákærðu Hauk Ægi og Gunnlaug. Ákærði Árni Stefán fékk svo símtal frá óþekktum aðila og greindi honum frá því að grammið kostað 20.000 krónur ef keypt væru 1 10. Ef keypt væri meira 300 g í einu og erum að reyna að skammta þetta. Þá kom fram að hann léti ákærða Hauk Ægi hafa efni til að selja fyrir sig. Hinn 1. apríl 2024 átti ákærði Árni Stefán samtal við óþekktan aðila sem ætlaði að kaupa 39 g af kókaíni af honum á 700.000 krónur sem hann sagði allt sem hann ætti eftir. Hann sagði efnið 92% að styrkleika og gott til að reykja. Hinn 3. apríl 2024 varð lögregla vör við að ákærði Árni Stefán seldi fíkniefni, en það atvik er til umfjöllunar í ákærulið VII.1. Hinn 4. apríl 2024 hafði lögregla afskipti af A og gerði húsleit á heimili hennar í Hafnarfirði. Var þar lagt hald á talsvert magn fíkniefna, m.a. í sambærilegri krukku og talið er að framangreindur hópur hafi notað. Í síma ákærðu Tinnu Kristínar var a ð finna samskipti við A um sölu fíkniefna. Við skýrslutöku hjá lögreglu viðurkenndi A að vera að selja fíkniefni og sagðist kaupa efni frá ákærða Jóni Inga. Undirmaður hans, ákærði Árni Stefán sæi um að afhenda henni efnið. Einnig hefðu aðrir undirmenn han s, strákur og stelpa, afhent henni efni. Lýsti hún fólkinu og telur lögregla lýsinguna passa við ákærðu Hauk Ægi og Thelmu Rún. Stelpan hefði áður afhent henni efni og hún hefði verið í samskiptum við hana á Signal. Hún hefði áður fyrr pantað hjá ákærða Jó ni Inga en núna hefði hún beint samband við ákærða Árna Stefán. Stelpan hefði þó haft samband við sig og boðið henni að vera með í að kaupa kókaín, en það væri skortur á kókaíni á markaðnum. Með hliðsjón af öllu því sem hér hefur verið rakið og öllu því s em fram kemur í gögnum málsins er það ætlun lögreglu að ákærðu í þessum ákærulið hafi staðið saman að því að koma fíkniefnum til landsins og dreifa áfram í ágóðaskyni. Telur lögregla að ákærði Jón Ingi hafi stýrt hópnum og næst honum hafi komið ákærðu Pétu r Þór og Árni Stefán. Aðrir hafi haft þau hlutverk að geyma og selja fíkniefni, geyma peninga, skipta gjaldeyri o.fl. Meðal málsgagna eru umfangsmikil gögn þar sem m.a. má finna ýmsar skýrslur, ljósmyndir, útreikninga, rannsóknir og símagögn. Meðal annars liggja fyrir ítarlegar skýrslur um greiningu á notandanöfnum ákærðu á samskiptamiðlum og skýrsla um 22 hlutverk aðila innan hópsins. Ekki þykir ástæða til að reifa rannsóknargögn frekar hér en vísað verður til þeirra í niðurstöðukafla eftir því sem við á. V ið skýrslutökur hjá lögreglu neituðu ákærðu sök og vildu flest lítið tjá sig um sakarefnið. Í skýrslutöku af ákærðu Valgerði Sif 22. apríl 2024 greindi hún frá því að hafa séð um að pakka fíkniefnum á heimili móður sinnar. Hún hefði oftast verið ein en stu ndum fengið aðstoð. Hún sagði að hvorki hún né móðir hennar ættu fíkniefnin sem fundust þar en vildi ekki segja hver ætti þau. Þá staðfesti hún að hafa látið ákærðu Tinnu Kristínu hafa lykil að húsnæðinu. Ákærða Valgerður Sif kvaðst hafa fengið greiddar 20 0.000 krónur á mánuði fyrir sitt hlutverk, auk bónusa sem hún vildi ekki greina nánar frá, en undir lokin hafi þetta verið komið upp í 300.000 krónur. Ákærða Tinna Kristín sagði í skýrslutöku 21. september 2023 að hún væri að geyma fíkniefnin sem fundust á heimili hennar. Hún sagðist hafa átt að fá greitt fyrir efnin en vildi ekki segja hversu mikið. Efnin hefðu komið frá ákærða Skarphéðni en hún hefði líka haft lykil að íbúð ákærðu Önnu Maríu og sótt fíkniefni þangað. Ákæruliður I.2 Við eftirlit lögreglu 18. október 2023 kl. 19:30 sáu lögreglumenn hvar ákærði Valur Svalur kom að verkstæðinu . Hann kom á bifreið sem hann lagði og gekk inn á verkstæðið með Krónu - innkaupapoka. Skömmu síðar kom hann tómhentur út. Samkvæmt skýrslu lögre glu var eigandi verkstæðisins, ákærði Pétur Þór, inni á verkstæðinu og bifreið hans þar fyrir utan. Daginn eftir kom ákærði Pétur Þór til vinnu á verkstæðinu kl. 10:39. Skömmu síðar, eða kl 11:07 kom Y á bifreiðinni . Hann gekk inn á verkstæðið án þess að hafa nokkuð meðferðis en kom út eftir stutta stund með sams konar Krónu - innkaupapoka og ákærði Valur Svalur hafði komið með á verkstæðið kvöldið áður. Y fór síðan í bifreið sína og ók af stað. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir af ákærða Vali Sval og Y að fara inn á verkstæðið og út aftur. Y var fylgt eftir þar til lögreglan hafði afskipti af honum, en hann var sviptur ökuréttindum, ók yfir á rauðu ljósi og var undir áhrifum fíkniefna. Y heimilaði leit í bifreið sinni og fannst þá Krónu - innkaupapokinn á gólfi framan við farþegasæti, og í honum reyndust vera peningaseðlar samtals að fjárhæð 12.396.000 krónur. Y sagði á vettvangi að félagi hans hefði gleymt þessum poka í bifreiðinni. Enginn annar var í bifreiðinni og engan annan innkaupapoka var þar að fin na. Sími Y var tekinn til rannsóknar og í honum fundust samskipti þar sem fram kom að hann ætti að skipta peningunum í gjaldeyri og fá fyrir það 945.000 krónur. Við skýrslutöku af ákærða Vali Sval hjá lögreglu 22. apríl 2024 greindi hann frá því að ákærð i Jón Ingi hefði afhent sér umræddan poka á heimili ákærða Jóns Inga og beðið sig að fara með pokann á verkstæðið þar sem ákærði Pétur Þór hefði tekið á móti pokanum í afgreiðslunni. Hann hefði ekki athugað hvað væri í pokanum. 23 Y sagði við skýrslu töku 19. október 2023 að peningarnir í pokanum væru í eigu vinar hans sem hefði gleymt pokanum í bifreiðinni en í skýrslutöku 17. apríl 2024 sagðist hann hafa sótt peningana inn og einhver starfsmaður afhent sér þá. Hann hefði átt að fara með peningana til nokkurra aðila sem hefðu átt að skipta þeim í gjaldeyri. Hann minnti að þetta væru 12.000.000 krónur. Y vildi ekki tjá sig um hver hefði fengið hann í þetta verk. Ákæruliður I.3 Aðfaranótt 24. mars 2024 stöðvuðu tollverðir við tolleftirlit á brottfarars væði Z á Keflavíkurflugvelli. Hann kvaðst vera á leið til Vínar í fjóra daga. Við nánari athugun kom í ljós að hann var á leiðinni til Búkarest í Rúmeníu með millilendingu í Vín. Spurður hvort hann væri með eitthvað tollskylt meðferðis neitaði hann því. Le itað var í bakpoka sem hann hafði meðferðis en ekkert saknæmt fannst. Var því næst leitað í ferðatösku sem hann hafði innritað. Við skoðun á töskunni fann tollvörður seðlabúnt í vösum á fatnaði. Z sagðist ekki vita um hve háa fjárhæð væri að ræða en hann ætti ekkert annað en snyrtitösku í farangurstöskunni. Hann greindi lögreglu frá því að hann hefði átt að fá leiðbeiningar um næstu skref jafnóðum. Heildarfjárhæð reiðufjárins í töskunni reyndist ve ra 16.175.000 krónur; 60 stk. af 1.000 króna seðlum, 991 stk. af 5.000 króna seðlum og 1.116 stk. af 10.000 króna seðlum. Við hlustun lögreglu á símtöl ákærða Árna Stefáns var hljóðritað símtal sem talið er tengjast málinu. Kl. 23:27 að kvöldi 22. mars 20 24 hringdi ákærði Árni Stefán í ákærða við komum bara á What hell What hell 16,4 og 400 auka. Reyndu að velja bestu búntin, minnstu, reyna hafa það þannig. Minnka 1.000 og að sækja peningana í geymsluna. Daginn efti r sá lögregla hvar ákærði Árni Stefán fór þar sem ákærði Gunnar Karl býr og kom þaðan út með höldupoka. Ákærði Árni Stefán fór síðan að bifreiðastæðinu en þangað kom einnig ákærði Daníel Karim, sem lögregla telur að kalli sig What hell á samskiptam iðlinum Signal. Ákærði Árni Stefán afhenti ákærða Daníel Karim þar sama poka og hann sótti til ákærða Gunnars Karls. það er komið til ningagreiðslur en síðar sama dag fór ákærði Árni Stefán til ákærða Jóns Inga með bréfpoka og kom út nokkru síðar án hans. Um kvöldið fór ákærði Daníel Karim út á bifreið sinni og lagði fyrir utan . Hann kom síðan út , þar sem Z býr. Telur lögregla a ð hann hafi afhent Z peningana sem 24 hann fékk hjá ákærða Árna Stefáni fyrr sama dag, en Z fór svo út á flugvöll þar sem tollgæsla stöðvaði hann. Í skýrslutöku hjá lögreglu 18. apríl 2024 sagði ákærði Daníel Karim að mögulega hefði einhver afhent honum poka . Með pokanum hefði verið miði sem á stóð hvað ætti að gera við pokann, en hann hefði þó ekki vitað hvað væri í honum. Í framhaldinu hefði hann farið með pokann þangað sem stóð á miðanum. Hann hefði fengið greiðslu fyrir að fara með pokann. Z greindi frá því hjá lögreglu 24. mars 2024 að hann hefði farið í ferðina vegna 900.000 króna fíkniefnaskuldar en vildi ekki greina frá því hver hefði sent hann í ferðina. Í skýrslutöku 18. apríl sama ár var borið undir hann að lögregla hefði séð ákærða Daníel Karim af henda honum peningana. Viðurkenndi hann þá að hann hefði komið og sett eitthvað í ferðatöskuna sem hann grunaði að væri peningar. Ákærði Gunnar Karl sagði, í skýrslutöku hjá lögreglu 18. apríl 2024, að hann hefði geymt muni fyrir ákærða Árna Stefán en ekk i vitað hvað hefði verið í innkaupapokanum sem hann hefði sótt til sín. Hann vildi ekki tjá sig um hver hefði komið með pokann til hans en staðfesti það sem hann hafði sagt við húsleit, að hann hefði geymt pokann í tvo daga. Ákærukafli II Við rannsókn lö greglu á atvikum í ákærukafla I í janúar 2024 heyrðu lögreglumenn ákærða Jón Inga ræða við óþekktan aðila um að X skuldaði sér 10.000.000 króna og hann ætlaði að senda hann í ferð til að borga skuldina. Grunaði lögreglu af þessum sökum að til stæði að send a X í ferð sem burðardýr fyrir ákærða Jón Inga. Þá taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að ákærði Gunnlaugur hefði áður smyglað fíkniefnum með skemmtiferðaskipi. Þegar upplýsingar bárust um að X og ákærði Gunnlaugur hefðu flogið saman til Madrídar á Spán i 1. apríl 2024 vaknaði grunur um að þeir ætluðu að koma með fíkniefni til landsins. Hinn 10. apríl 2024 fékk lögregla farþegalista fyrir skemmtiferðaskipið Þ sem kom til Reykjavíkur daginn eftir. Kom þar fram að ákærði Gunnlaugur og X væru um borð í skipinu. Taldi lögregla að þeir væru að koma með fíkniefni til landsins . Fram kom í gögnum frá farþegaskipinu að mennirnir hefðu komið um borð í skipið í Hamborg í Þýskalandi og verið saman í káetu og á sömu bókun. Þegar skipið kom að bryggj u kom ákærði Gunnlaugur fljótlega út úr skipinu með farangur sinn. Hann var tekinn í skoðun af lögreglu og tollgæslu en reyndist ekki vera með nein fíkniefni á sér. Ákærði sagði við tollgæslu að vinur hans hefði orðið eftir á skipinu og ætlaði að vera í þv í eina nótt til viðbótar. Faðir ákærða Gunnlaugs sótti hann og ók honum a ð Smiðshöfða þar sem hann hitti ákærðu Valgerði Sif og sótti hvíta Range Rover - bifreið og fór í framhaldinu heim til sín í Mosfellsbæ. 25 Lögreglumenn um borð í skipinu fylgdust með X og heyrðu hann ræða í símann. Við skoðun á síma hans kom síðan í ljós að hann ræddi við ákærða Jón Inga og þá heyrðist hann ræða við annan aðila sem í ljós kom við rannsókn að var ákærði Gunnlaugur. Heyrðist X Tollyfirvöld leituðu á þessum tímapunkti með leynd í káetu X og ákærða Gunnlaugs. Það eina óvenjulega sem sást þar voru tvö stáleldunarílát, eða pönnur, í bláum IKEA - poka. Grunaði lögreglu að fíkniefnin væru í þessum eldunarílátum en ekki var hægt að staðfesta það. X heyrðist síðan ræða í síma við aðila sem í ljós kom að var ákærði Jón Ingi. Virtust þeir ræða um leiðir til að koma fíkniefnunum í land en m.a. var rætt um Zodiac - bát, að þeir þyrftu ekki kafara, gætu sett þetta í pokatösku o.fl. Skömmu síðast sást ákærði Gunnlaugur keyra um hafnarsvæðið og stansa ska mmt frá skemmtiferðaskipinu, horfa í kringum sig og inn í allar bifreiðar. Eftir að hafa ekið þar um nokkra stund fór hann aftur að Smiðshöfða þar sem hann sótti ákærðu Valgerði Sif og fór með henni að heimili hennar. X heyrðist skömmu síðar tala við mann sem í ljós kom að var ákærði Gunnlaugur þar sem hann sagðist ætla að prófa að fara úr skipinu. Taldi lögregla að hann ætlaði að prófa að fara út án þess að taka fíkniefnin með sér. X fór síðan frá borði og ljóst var að hann var ekki með neitt meðferðis. Í ljós kom við rannsóknina að X hringdi í mann sem kom síðan og sótti hann, ók með hann að banka og bensínstöð og síðan aftur að skipinu. X hringdi aftur í manninn skömmu síðar og spurði hvort hann gæti sótt sig en maðurinn reyndist vera upptekinn. Skömmu s íðar yfirgaf X skipið með bláa IKEA - pokann með pönnunum og gekk að nálægu strætóskýli. Um 20 mínútum síðar kom bifreiðin að sækja X . Ökumaður þeirra bifreiðar reyndist vera ákærði Haukur Ægir. X setti pokann með pönnunum aftur í farþegasæti bifreiðarinnar og settist í framsæti farþegamegin. Ákærði Haukur Ægir keyrði X að Efstasundi þar sem hann yfirgaf bifreiðina án IKEA - pokans. X var handtekinn skömmu síðar og við handtöku hans sáu lögreglumenn að aðili sem kallaði sig Pinochio var að reyna að hringja í hann í gegnum samskiptaforritið Signal. Ákærði Haukur Ægir ók bifreið sinni þar sem hann var handtekinn og var hann þá með bláa IKEA - pokann sem innihélt pönnurnar í bifreiðinni. Samkvæmt efnaskýrslu reyndust 2.177,60 g af kó kaíni vera í pönnunum. [Aðstandandi] ákærða Hauks Ægis bjó en var á þessum tíma stödd erlendis. Í íbúð hennar var ákærði búinn að koma upp aðstöðu til þess að opna pönnurnar, setja plast yfir eldhúsborðið og hann var með verkfæri til þess að brjóta upp pönnurnar. 26 Af rannsókn á síma ákærða Hauks Ægis taldi lögregla ljóst að skipuleggjandi framangreinds innflutnings væri sá sem notaði nafnið Pinochio á Signal, en hann gaf ákærða upplýsingar um hvernig hann ætti að nálgast pakkann hjá X . Í samskiptum þeir ra má sjá myndskeið sem ákærði Haukur Ægir sendi af aðstöðunni sem hann var búinn að setja upp til að brjóta upp pönnurnar og ná í fíkniefnin. Í framhaldi var ákærði Jón Ingi handtekinn og síðan ákærðu Gunnlaugur og Valgerður Sif. Gerðar voru húsleitir heima hjá X , ákærðu Hauki Ægi, Thelmu Rún, Gunnlaugi og Valgerði. Þá var ákærðu Jóni Inga, Hauki Ægi og Gunnlaugi gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, auk X . Hinn 17. apríl var ákærða Pétri Þór einnig gert að sæta gæsluvarðhaldi til 24. sama mánaðar er hann hóf afplánun dóms. X greindi frá því hjá lögreglu 12. apríl 2024 að hafa farið í ferðina til að borga fyrir 10.000.000 króna skuld sína við ákærða Jón Inga. Hann hefði verið farþegi og það hefði átt að sýna honum hve auðvelt væri að koma með fíkn iefni til landsins. Við höfnina hefði ákærði Gunnlaugur séð lögregluna og ákveðið að hann færi út á undan til að athuga það og skilið pakkann eftir í skipinu. X hefði verið í samskiptum við stjórnandann um að koma efnunum frá skipinu. Kvað hann stjórnandan n vera ákærða Jón Inga. Ákærði Haukur Ægir hefði síðan átt að sækja efnin til hans. Í skýrslu hjá lögreglu 15. apríl sagði X að ekki væri mjög langt síðan ferðin hefði komið upp. Ákærði Jón Ingi hefði beðið hann um að fara í ferðina vegna skuldarinnar við sig. Ákærði Gunnlaugur sagði hjá lögreglu 12. apríl 2024 að X hefði fengið hann með sér í ferðina og látið sig hafa pening fyrir henni. Hann hefði ekki vitað af fíkniefnunum. Ákærukafli III Málsatvik vegna þessa ákærukafla eru rakin hér að framan í umfj öllun um ákærulið I.1. Ákærða Anna María greindi lögreglu frá því í skýrslutöku 29. september 2023 að hún hefði vitað af því að það væri verið að geyma eitthvað á heimili hennar en hún hefði þó ekki vitað að það væru fíkniefni. Þá vildi hún ekki tjá sig u m hvort hún hefði fengið greitt fyrir þetta. Í skýrslutöku af dóttur hennar, ákærðu Valgerði Sif, 22. apríl 2024, sagði hún að móðir sín hefði fengið greiddar 150.000 krónur fyrir að geyma fíkniefnin. Þau hefðu verið inni í þvottahúsi á heimili móður henna r sem hefði ekkert vitað um það. Ákærukafli IV Málsatvik vegna þessa ákærukafla eru rakin hér að framan í umfjöllun um ákærulið I.1. Í skýrslutöku hjá lögreglu 21. september 2024 kvaðst ákærði Skarphéðinn hafa verið 27 hans. Hann hefði ekki fengið greitt og vissi ekki hver væri raunverulegur eigandi efn anna. Ákærukafli V Í kjölfar handtöku ákærða Jóns Inga 11. apríl 2024, sem greint er frá í ákærukafla II, var gerð húsleit á heimili ákærða í Reykjavík. Ákærði veitti í upphafi ekki heimild til húsleitar en vísaði lögreglu á smáræði af kannabisefnum sem voru í eldhússkáp. Ákærði skipti síðar um skoðun og heimilaði leit. Við leitina fundust fíkniefni í eldhúsinu, samtals 0,71 g af hassi, 1,39 g af kókaíni, 0,45 g af maríjúana og 1,57 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Einnig fundust þar í svefnherbergi stór hnífur og piparúðabrúsi. Þá var lagt hald á fleiri muni, svo sem síma, peningatalningarvél og peningaseðla. Ákærukafli VII Ákæruliður VII.3 Við eftirlit lögreglu tengt málinu í ákærukafla I varð lögregla ítrekað vör við að ákærði Árni Stefán fór á b ifreiðastæði og hitti ákærðu Björk, en hún var búsett þar skammt frá. Hinn 28. nóvember 2023 hleraði lögregla samtal þeirra. Þau ræddu um að tilteknir menn hefðu verið handteknir en það væri þó ekki tengt þeim. Þá lét ákærða Björk ákærða Árna hafa fjár muni vegna síðustu sendingar sem hún hefði fengið frá honum og sagði að verið væri að safna fjármunum fyrir þeim efnum sem hún væri nú að taka við. g góðar, en talið er að um kókaín hafi verið að ræða. Þau ræddu í framhaldi um hve góð lykt væri af efnunum. Fram komu upplýsingar sem bentu til að ákærða Björk væri í góðu sambandi við annan stjórnanda en ákærða Árna. Við eftirlit 9. desember 2023 hittus t ákærðu Árni Stefán og Björk og ákærða Björk settist inn í bifreið ákærða Árna Stefáns. Ákærða Björk afhenti ákærða Árna Stefáni fjármuni og bað hann að telja þetta þegar hann kæmi heim. Ákærða Björk spurði ákærða Árna Stefán hvort hann væri heill eða hálfur. Ákærði Árni Stefán kvaðst hafa 10. Hann hefði átt að fá meira á fimmtudaginn en hefði ekkert heyrt þrátt fyrir að hafa hringt Hún ætti að fá meiri peninga samd ægurs svo hún gæti klárað að greiða þetta. Ákærði eigi að vera komið sé rosalega gott. Ákærða Björk spyr þá hvort hann sé að meina æða tegund kókaíns. Ákærði Árni Stefán játar því og ákærða Björk segir það hafa komið tvisvar sinnum áður en í annað skiptið hefði það ekki verið neitt spes. Hennar kúnnar séu nær eingöngu að taka efnið í nefið þannig að hún þurfi ekki efni til að reykja. 28 Við eftirlit lögreglu 12. desember 2023 hitti ákærði Árni Stefán ákærðu Björk enn á ný og ákærða Björk settist inn í bifreið hans. Ákærða Björk bað ákærða Árna Stefán að aka aðeins úr stað því það væri maður við hlið þeirra að skafa af bíl sínum. Ákær ði Árni Stefán færði bifreiðina til. Ákærða Björk sagðist enn vera að bíða eftir þeim sem ætlaði að koma með peningana en lét ákærða Árna Stefán þó fá einhverja fjárhæð. ð sé tegund kókaíns. Ákærða Björk sagðist lítið vilja með þetta hafa. Hún væri að ýta fólki frá þessu efni og spurði hvort eitthvað væri að frétta af þessu nýja. Ákærði Árni sagðist Húsleit var gerð á heimili ákærðu Bjarkar í Reykjavík 21. febrúar 2024. Við leitina fundust 50 stykki af Rohypnol, 1,38 g af amfetamíni, 9,20 g af kókaíni, 0,42 g af MDMA, 1 stykki af MDMA, bitvopn, fjármunir og símar. Ákærða Björk gaf tvisvar skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Í sk ýrslutöku 24. maí 2024 voru borin undir hana samtöl við ákærða Árna Stefán og viðurkenndi hún að hafa fengið fíkniefni hjá honum. Ákærukafli IX Við húsleit á heimili ákærðu Tinnu Kristínar 21. september 2023, sem lýst er í umfjöllun um I. kafla ákærunnar , var m.a. lagt hald á hníf í slíðri sem fannst í skáp í eldhúsi við hlið staðarins þar sem fíkniefni var að finna. Meðal gagna málsins er mynd af hnífnum. Ákærukafli XI Hinn 11. apríl 2024 var gerð húsleit á heimili ákærðu Thelmu Rúnar í Reykjavík m eð hennar samþykki. Við leitina fannst Guess - seðlaveski sem í voru peningar og smelluláspoki með hvítu dufti. Einnig fannst krukka með hvítu dufti í eldhússkáp. Reyndist vera um að ræða samtals 2,54 g af amfetamíni. Ákærða kvaðst á vettvangi ekki vita hv að þetta væri og ekki eiga þetta. Hún kvaðst eiga veskið en hvorki peningana né smelluláspokann. Hún sagði kærastann sinn, ákærða Hauk Ægi, hafa notað bílinn hennar þar sem veskið hefði verið. Þegar hún hefði sótt það hefðu peningarnir og efnið verið komið í veskið. Ákærukafli XIII Ákæruliður XIII.1 Um málsatvik í þessum ákærulið vísast til atvika sem rakin eru undir ákærulið I.2. 29 Ákærukafli XV Ákæruliður XV.1 Um málsatvik í þessum ákærulið vísast til atvika sem rakin eru undir ákærulið I.3. Ákæruli ður XV.2 Hinn 18. apríl 2024 var gerð húsleit á heimili ákærða Daníels Karims í Reykjavík. Við leitina voru haldlagðir ýmsir munir, svo sem símar, peningar, skotvopn, axir, hnífar og skotfæri sem fundust víðs vegar um íbúðina og í geymslu. Einnig var lagt hald á ætlaða stera sem fundust í ísskáp. Ákærði veitti samþykki fyrir leit í bifreið sinni og var þar lagt hald á hótellykil, hníf og kvittanir. Ákærukafli XVI Ákæruliður XVI.1 Um málsatvik í þessum ákærulið vísast til atvika sem rakin eru undir ákærulið I.3. Ákærukafli XVIII Samkvæmt skýrslu lögreglu urðu lögreglumenn 24. nóvember 2023 varir við mann utan við [heimili ákærða Andra] í Reykjavík sem hringdi ítrekað dyrabjöllu, notaði farsíma að því er virtist örvæntingarfullur og horfði í kringum sig. Manninum var síðan hleypt inn í húsið, þar sem hann stansaði stutt. Þar sem lögregla hafði ítrekað sinnt útköllum tengdum fíkniefnamisferli á þessum stað grunaði lögreglu að um fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Voru því höfð afskipti af manninum sem s taðfesti að hann hefði verið að kaupa kókaín. Í kjölfarið gerði lögregla húsleit á heimili ákærða Andra Þórs Guðmundssonar . Við leitina fundust m.a. 147,18 g af amfetamíni, fjaðrahnífur og fjögur haglaskot. Ákærði kom inn meðan á leitinni stóð og var hann handtekinn. Við öryggisleit á honum fundust tveir símar og lyfjaspjald. Gerð var ítarlegri leit á ákærða í fangaklefa og fannst þá hvítt efni í smelluláspoka í nærbuxum sem reyndist vera 10,03 g af kókaíni. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákær ði Jón Ingi neitaði sök vegna ákæruliðar I.1. Hann sagðist ekki hafa haft vitneskju um þau fíkniefni sem tilgreind eru í ákæruliðnum en lögregla væri að reyna að verið sam an á sjó fyrir mörgum árum og haldið vinskap eftir það. Meðákærða Árna Stefáni hefði hann kynnst þegar hann var í hnefaleikum fyrir fjórum til fimm árum og þeir hefðu verið í einhverjum vinasamskiptum síðan. Þau samskipti hefðu ekki verið tengd fíkniefnum. Ákærði kvað meðákærða Hauk Ægi vera fyrrverandi kærasta vinkonu sinnar, ákærðu Thelmu Rúnar, og kunningja sinn. Þeir hefðu verið í einhverjum 30 samskiptum á þessum tíma, m.a. á samskiptaforritinu Signal. Ákærði sagði meðákærðu Valgerði Sif, Thelmu Rún, Tinn u Kristínu og Andra Þór vera vini sína en hann kannaðist aðeins við ákærða Gunnlaug í gegnum vinkonu sína. Ákærði kannaðist við að hafa verið með einhver notandanöfn á Signal, hann hefði t.d. verið kallaður Pinochio og einhvern tíma kallað sig Gringo, en það væri slangur yfir gras og örugglega eitt algengasta nafnið á Signal og Telegram. Ákærði kvaðst aldrei hafa verið með notandanafnið Gringo á samskiptaforritinu Session en kannaðist við að hafa verið með það notandanafn á samskiptaforritinu Signal. Hann neitaði að hafa verið með notandanafnið Caligula eða Kallikula. Þegar borin voru undir ákærða gögn úr málinu, hljóðritanir úr hlustunum, kvaðst hann ekki kannast við þetta, hann hefði verið erlendis á þeim tíma er gagnanna var aflað og engin heimild hefði verið til að hljóðrita samtöl hans þar. Um væri að ræða ólöglegar upptökur og hann ýmist neitaði að ræða þær eða kvaðst ekki kannast við þau samtöl sem borin voru undir hann. Spurður um samskipti sín við ákærða Árna Stefán á þeim tíma sem ákæran tekur til kannaðist hann við að þeir hefðu verið í einhverjum samskiptum. Ákærði Árni Stefán hefði t.a.m. komið í kaffi til hans og þeir spjallað um hitt og þetta en þó ekki fíkniefni. Borin voru undir ákærða samskipti við ákærðu Valgerði Sif en hann sagði ekki um sig að ræða þarna, þetta væri einhver allt annar maður. Þá kannaðist hann heldur ekki við notandanafnið Dúfan á samskiptaforritinu Wickr. Borin voru undir ákærða ætluð samskipti við ákærða Andra Þór og hvort hann kannaðist við að hafa verið í samskiptum v ið mann sem kallaði sig Tussutrylli. Ákærði kvaðst stundum hringja í meðákærða Andra Þór. Þeir væru vinir en hann myndi þó ekki sérstaklega eftir umræddu notandanafni. Ákærði Andri Þór hefði verið í neyslu og hann væri sjálfur í og hefði verið að reyna að hjálpa honum með það. Ákærði neitaði sök varðandi peningaþvætti í ákærulið I.2. Hann kvaðst ekkert vita um peningana. Hann þekkti meðákærða Val Sval, þeir hefðu verið saman á sjó og hann hefði komið heim til ákærða nokkrum sinnum. Hann hefði aldrei af hent honum peninga eða poka og ákærði Valur Svalur hefði ekki gert neitt sérstakt fyrir hann. Hann hefði ekki hugmynd um af hverju ákærði Valur Svalur hefði greint frá því að hafa fengið hjá sér höldupoka, það væri ekki rétt. Ákærði neitaði jafnframt sök varðandi peningaþvætti í ákærulið I.3. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt við ákærða Árna Stefán að hann ætti að sækja peninga og fara með heim til ákærða Daníels Karims. Hann væri ekki í samtalinu um þetta sem ritað væri upp í gögnum málsins. Þeir meðák ærði Árni Stefán væru vinir en þeir töluðu ekki saman í gegnum Signal - forritið heldur Messenger og ákærði Árni Stefán kæmi oft heim til hans. Vel gæti verið að ákærði hefði komið heim til hans umrætt kvöld, borðað samloku, drukkið kaffi og farið svo. Spurð ur hvað hefði verið í bréfpoka, sem kæmi fram í gögnum málsins að ákærði Árni Stefán hefði verið með, kvaðst ákærði telja að það gæti 31 hafa verið samloka eða eitthvað svoleiðis, ákærði Árni Stefán hefði oft komið með einhvern poka heim til ákærða með einhve rju til að borða. Borin voru undir ákærða samskipti ákærða Árna Stefáns þar sem viðmælandi hans talar um að hann sé á leiðinni til útlanda og þurfi að opna greiðslukort en það kosti milljón króna að opna það. Ákærði kvaðst ekki kannast við það og það pass aði ekki við greiðslukortið hans. Þá hefði hann farið til útlanda nokkrum dögum síðar, eða á þriðjudegi, en í símtalinu talaði viðmælandinn um að fara út á miðvikudegi. Ákærði játaði aðild að innflutningi fíkniefna í ákærukafla II. Hann hefði komið að mál inu eftir að meðákærðu fóru út en þá hefði honum verið boðið að kaupa sig inn í viðskiptin eða helminginn af því sem hann taldi vera 1,5 kg, þ.e. 750 g, af kókaíni. Ákærði neitaði því að hann hefði skipulagt innflutninginn frá upphafi til enda. Það væri ek ki rétt að X hefði skuldað honum 10 milljónir króna á þessum tíma. Þegar borið var undir ákærða samtal hans við ákærða Árna Stefán um það atriði sagðist hann hafa verið í útlöndum og að um væri að ræða ólögmætar upptökur sem hann ætlaði ekki að svara fyrir . Hann tók jafnframt fram að það væri ekki hann sem væri að ræða við ákærða Árna Stefán. Ákærði kannaðist við að hafa rætt við X í síma 11. apríl 2024, en vildi ekki fara mjög ítarlega út í efni símtalanna en viðurkenndi þó að þau hefðu lotið að því hvern ig ætti að koma efnunum í land. Hann kvaðst ekki hafa stýrt ferðinni varðandi innflutninginn, X hefði verið meira að tala um þetta en hann meira að hlusta. Það eina sem hann hefði lagt til væri að X færi frá borði án efnanna og sæi hvað gerðist. Ákærði kva ðst hafa vitað að fíkniefnin voru falin í umræddum pönnum en hélt því fram að sér hefði verið sagt að þetta væru 1,5 kg þegar honum hefði verið boðið að taka þátt í innflutningnum. Hann kvaðst jafnframt muna eftir að hafa greint ákærða Hauki Ægi frá því að um væri að ræða 1,5 kg, aldrei hefði verið nefnt að þetta gæti verið meira. Þá teldi hann að ákærði Gunnlaugur hefði ekki vitað af fíkniefnunum. Ákærði neitaði að tjá sig um aðra aðila þegar hann var spurður um samskipti við ákærðu Hauk Ægi og Gunnlaug. Vegna upptökukröfu á fjármunum greindi ákærði frá því að hann hefði starfað sem leiðsögumaður í laxveiðiám og fengið oft greitt í evrum vegna þess. Þá hefði hann séð um að kaupa búnað, mat o.fl. fyrir veiðimennina sem þeir greiddu fyrir í reiðufé auk þess sem hann fengi oft þjórfé. Þessir peningar hefðu verið búnir að safnast upp. Hann hefði gert grein fyrir því að hafa haft þessar tekjur af laxveiði og það væri því ósanngjarnt að hann tapaði þeim. Um væri að ræða íslenskar krónur, evrur, tyrkneskar lírur o g pólsk slot. Allt væri þetta vegna laxveiðinnar, nema pólsku slotin en hann hefði verið að koma heim frá Póllandi stuttu fyrir handtökuna, og tyrknesku lírurnar væru vegna þess að hann hefði stoppað í Tyrklandi einhvern tímann. Hann hafnaði því algjörlega að fjármunirnir væru afrakstur einhvers konar ólöglegrar starfsemi. 32 Í ákærukafla V játaði ákærði fíkniefnalagabrot en neitaði vopnalagabroti þar sem um væri að ræða bitlausa rýtinga og safngripi. Ákærði Pétur Þór neitar sök vegna ákæruliðar I.1. Hann k vaðst þekkja sum meðákærðu og hafa gert við bíla fyrir mörg þeirra. Hann sagðist vera á samskiptaforritinu Signal og notandanafn hans þar væri Pétur Þór. Hann kannaðist ekki við notandanöfnin Da Vinci eða Picasso eða að hafa tekið þátt í samskiptum undir þ eim nöfnum. Ákærði kvaðst hafa kynnst meðákærða Árna Stefáni í boxi. Þeir væru góðir vinir og meðákærði kæmi nánast daglega í kaffi á verkstæðið til hans. Bornar voru undir ákærða hljóðritanir á samtölum við ákærða Árna Stefán. Ákærði sagðist vera búinn a ð hlusta á þessi samtöl og það heyrðist oft mjög illa í þeim og erfitt væri að greina hvað sagt væri. Spurður um samskipti þar sem ákærði Árni Stefán hefði hringt í hann og kvartað undan ákærða Jóni Inga kvaðst ákærði ekki muna eftir því en meðákærði Árni Stefán hefði oft hringt í hann til að ræða ýmis málefni. Spurður hvort hann myndi eftir samtali þar sem ákærði Árni Stefán hefði verið að tala um bíla sem hefðu verið notaðir í meinta starfsemi sagðist ákærði muna eftir að hafa verið að gera við ákveðna bí la en hann vissi ekki til þess að þeir hefðu verið notaðir í einhverjum sérstökum tilgangi. Hann gerði við bíla fyrir alla vini sína. Að öðru leyti kvaðst hann ekki muna eftir samskiptunum. Ákærði neitaði sök vegna ákæruliðar I.2. Hann kannaðist ekki við að ákærði Valur Svalur hefði komið á verkstæðið með höldupoka og ekki heldur við það að Y hefði komið daginn eftir og sótt pokann. Hann væri ekki viss hvort hann hefði verið á verkstæðinu á umræddum tímum, það væri mikið að gera hjá honum og hann oft að flakka á milli staða að sækja varahluti. Hann hefði haft þrjá eða fjóra bíla til afnota á þ essum tíma. Þá hefðu starfsmenn verið sex eða sjö. Þegar borið var undir hann að hann hefði komið til vinnu um hálfellefu þann dag sem Y hefði komið kvað hann svo geta verið en hann myndi þó ekki eftir að Y hefði komið. Hann tæki ekki endilega eftir því þe gar fólk kæmi inn á verkstæðið, hann gæti hafa verið fastur í símanum, að hjálpa til á verkstæðinu eða jafnvel að skjótast og sækja eitthvað. Hann kannaðist þó við Y og sagði hann kunningja sinn. Ákærði játaði vopnalagabrot samkvæmt ákærukafla VI en mótmæ lti upptöku á farsímum og peningatalningarvél. Spurður um tilgang peningatalningarvélarinnar sagðist hann reka stórt bifvélaverkstæði og fá inn mikið reiðufé sem færi í vélina og ekkert óeðlilegt væri við það. Ákærði Árni Stefán neitaði alfarið sök vegna ákærukafla I. Hann kvaðst ekki tilheyra neinum glæpahóp, hann hefði ekki verið að borga neinum laun og hefði aldrei komið á neinn af þeim stöðum þar sem fíkniefni voru haldlögð. Hann hefði aldrei 33 skipulagt innflutning á fíkniefnu m. Hann benti á að hann þekkti ekki fólkið sem byggi í viðkomandi húsnæði og hann væri ekki hluti af svokölluðum Sólheimajökulshópi. Engin samskipti af hans hálfu lægju fyrir í málinu við þetta fólk. Hann sagði meðákærðu Jón Inga og Pétur Þór vera mjög góð a vini sína auk þess sem hann kannaðist við aðra meðákærðu. Ýmis samskipti úr gögnum málsins voru borin undir ákærða en hann kaus að tjá sig ekki um þau. Hann tók þó fram að verkstæðið hjá ákærða Pétri Þór væri fjórar mínútur frá vinnustað hans og þeir hit tust oft á dag. Spurður hvaða störf ákærði Jón Ingi væri að hrósa honum fyrir í samskiptum þeirra sagði hann þá vera góða vini og hann hefði ekki verið í neinum störfum fyrir hann, ekki fengið nein laun eða verið á launaskrá. Spurður um A og samskipti við hana kvað hann hana vera gamla bekkjarsystur sína, en kannaðist ekki við að hún gengi undir notandanafninu á Signal. Spurður um ummæli A í skýrslu hjá lögreglu um að hún seldi fíkniefni sem hún fengi frá honum og ákærða Jóni Inga vildi hann ekki tjá si g. Ákærði neitaði sök varðandi peningaþvætti sem honum er gefið að sök í ákærulið I.3. Meðákærði Gunnar Karl væri vinur hans til 25 ára og ekkert skrýtið að hann færi til hans. Að öðru leyti neitaði ákærði ýmist að kannast við þau atriði sem borin voru un dir hann eða neitaði að tjá sig. Ákærði neitar einnig sök í ákærulið VII.3. Hann kvaðst oft hafa verið í umræddri götu þar sem vinkona hans byggi þar. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort hann hefði afhent ákærðu Björk fíkniefni eða um hljóðupptökur af sam skiptum þeirra. Varðandi fjármuni sem krafist er upptöku á kvaðst ákærði hafa verið að reka fyrirtæki sem hefði orðið gjaldþrota. Hann hefði viljað halda áfram rekstri á nýrri kennitölu og því tekið út peninga til að geta greitt birgjum og staðið við sína r skuldbindingar gagnvart skatti og fleirum. Hann hefði tekið peningana út í þremur úttektum. Þá kannaðist hann við að eitthvað af þeim peningum sem hann hefði tekið út hefði farið til meðákærða Gunnars Karls þar sem hann hefði skuldað honum peninga vegna láns til að borga námslán sem var komið í vanskil. Haldlagðar evrur og dollarar væru í raun verktakagreiðslur vegna smáverka sem tengdust rekstri hans. Dollararnir hefðu til dæmis verið frá konu sem hefði búið í Bandaríkjunum en verið með sumarhús á Ísland i. Hann hefði ekki getað geymt peninga á verkstæðinu hjá sér þar sem margir starfsmenn hefðu þá haft aðgang að þeim. Ákærði Haukur Ægir neitar sök vegna ákæruliðar I.1. Hann kvaðst aldrei hafa verið hluti af umræddum hóp eða skipulagðri brotastarfsemi. H ann kvaðst þekkja sum meðákærðu en ekki öll. Ákærði viðurkenndi að hafa notað samskiptaforritið Signal á umræddu tímabili en notandanafnið hans hefði verið HK. Hann neitaði að svara því hver hefði notandanöfnin Tboo og Pinochio og kvaðst ekki geta svarað f yrir notandanöfn annarra. Hann neitaði að þekkja ákærðu Tinnu Kristínu en ákærða Thelma Rún væri 34 fyrrverandi kærasta hans. Þau hefðu verið saman á því tímabili sem um ræddi en þó ekki allan tímann. Hann hefði búið en ákærða Thelma Rún hefði ekki búið m eð honum þótt hún hefði stundum gist þar. Ákærði kvaðst ekki muna eftir þeim samskiptum sem voru borin undir hann en sagði að hann hefði verið í smásölu fíkniefna á þessum tíma, hann hefði verið kominn í skuldasúpu og verið að selja lítið magn af fíkniefn um. Hann hefði fengið peningana fyrir söluna en ekki einhver annar. Það hefði komið fyrir að einhver var að skipta sér af verðinu sem hann væri að selja á, þ.e. þeir sem hann hefði fengið efnin hjá vildu ekki að hann væri að selja of ódýrt. Ákærði sagði að enginn hefði verið að stýra honum og hann hefði ekki verið þátttakandi í skipulagðri brotastarfsemi. Ákærði kannaðist við peningatalningarvél sem var haldlögð , hann hefði átt hana til að telja peninga ef þeir hefðu verið í lausu því hann væri ömurleg ur með tölur. Ákærði kvað [aðstandanda] hafa átt þá fjármuni sem hefðu fundist í frysti á heimili hennar. Varðandi ákærukafla II kvaðst ákærði hafa vitað af fíkniefnunum daginn áður. Hann hefði þó ekki vitað hvernig þetta hefði komið eða hver hefði komið með þetta. Sér hefði verið sagt að þetta væru 1,5 kg. Hans hlutverk hefði verið að nálgast efnin, fara með þau heim og skipta þeim upp í einingar. Ákærði kvað um eitt stakt tilvik að ræða og þetta væri ekki hluti af stærri starfsemi. Það væri hægt að sjá a f aðstöðunni sem hann hefði verið búinn að setja upp heima hjá sér, hann hefði farið samdægurs og keypt þau verkfæri sem hann hefði þurft að nota. Hann hefði ekki tekið þátt í innflutningnum ef hann hefði vitað að um væri að ræða meira en 1,5 kg, en sér he fði skilist að hann gæti fengið samfélagsþjónustu ef hann væri tekinn með það magn. Ákærði var spurður hvort hann vissi til þess að einhver hluti búslóðar frá látnum fyrrverandi eiginmanni ákærðu Thelmu Rúnar hefði verið á heimili hennar og kvaðst han n telja að svo hefði verið. Þá greindi ákærði frá handtöku sinni 11. apríl 2024. Hann hefði lagt bíl sínum í stæði og þá hefði grímuklæddur sérsveitarmaður barið á bílrúðuna og sagt honum að koma út. Hann hefði litið á símann sinn í eitt augnablik og lögr eglan þá reynt að brjóta rúðuna. Hann hefði tekið af sér bílbeltið og opnað dyrnar til að fara út úr bílnum en þá hefði hann verið dreginn nokkuð harkalega út úr bílnum, endað á jörðinni, fengið högg í höfuðið og verið dreginn yfir á magann. Einhvern vegin n hefði hann svo verið látinn setjast upp og hann taldi að sá sem hefði dregið hann út úr bílnum hefði spurt hann hvað leyninúmerið á símanum hans væri. Hann hefði ekki viljað segja honum það og þá hefði lögreglumaðurinn tekið símann og beint honum að andl iti hans og komist þannig inn í símann. Þáverandi kærasta hans, ákærða Thelma Rún, hefði sent honum skilaboð um á íbúð [aðstandanda] hans þrátt fyrir að hann hefði verið búinn að láta þá hafa lykla að 35 henni og þeir hefðu svo rústað íbúðina. Ákærði kvaðst hafa meiðst við handtökuna og þurfa að fara í aðgerð vegna þess. Ákærði Gunnlaugur neitaði sök í ákæruköflum I og II. Hann kvað meðákærða Jón Inga vera kunningja sinn o g Pétur Þór vera bifvélavirkjann sinn. Hann kannaðist hins vegar ekki við ákærða Árna Stefán. Þá kvaðst hann kannast við ákærða Hauk Ægi þar sem hann væri rappari og þeir sætu saman inni núna en þeir hefðu ekki þekkst áður. Ákærða Valgerður væri besta vink ona hans. Ákærða Thelma Rún hefði verið kærasta ákærða Hauks Ægis en hann þekkti ákærðu Tinnu Kristínu lítið. Ákærði Andri Þór væri kunningi hans. Húsleit á heimili hans, sbr. c - lið ákæruliðar I.1, hefði átt sér stað þegar hann var erlendis í tíu daga og hafði ekki lykla að heimilinu. Þá vissi hann ekkert um fíkniefni sem fundust á heimili föður hans. Ákærði viðurkenndi að hafa notað samskiptaforritið Signal á umræddum tíma og að notandanafnið hans þar hefði verið Mörðurinn. Borin voru undir hann ýmis sams kipti en hann kvaðst ekkert muna eftir þeim eða þeim aðilum og notandanöfnum sem borin voru undir hann. Varðandi ákærukafla II sagði ákærði að X hefði verið kunningi sinn. Hann hefði haft samband við sig í byrjun árs 2024 og boðið sér með í ferð og hann h efði látið til leiðast. Þeir hefðu flogið til Madrídar á Spáni 1. apríl og verið þar í eina nótt, svo hefði X ákveðið að þeir myndu taka lest til Barcelona. Hann hefði spurt X af hverju þeir flygju ekki bara beint til Barcelona en X sagt að hann vildi fara til Madrídar fyrst og vera þar eina nótt og halda síðan áfram. Hann kvaðst hafa samþykkt það en ekki skilið af hverju þeir færu ekki bara beint til Hamborgar í Þýskalandi þaðan sem skipið átti að fara. X hefði sagt að hann vildi hafa þetta eins og hálfger ða reisu um Evrópu. Þeir hefðu svo farið til Barcelona og verið þar eina nótt, síðan hefðu þeir tekið lest til Parísar og verið þar eina nótt og farið svo þaðan til Hamborgar, verið þar tvær nætur og farið svo um borð í skipið. Ákærði kvaðst fyrst hafa orð ið var við pönnurnar, sem fíkniefnin fundust í, þegar þeir voru í Barcelona. Hann hefði lagt sig á hótelherberginu á meðan X hefði farið út að fá sér að borða en þegar hann hefði vaknað hefði IKEA - poki verið kominn inn á herbergið með pönnunum og kvittun s em hann hefði þó ekki spáð meira í fyrr en málið kom upp. Ákærði kvaðst hafa tekið eftir að X væri taugaóstyrkur þegar skipið lagðist að bryggju og svo hefði virst sem hann hefði verið búinn að neyta einhverja efna meðan á ferðinni stóð. Ákærða hefði þá f arið að gruna að eitthvað væri í gangi og ákveðið að reyna að koma sér burt. Spurður um skilaboð milli hans og ákærða Jóns Inga frá þessum tíma kvaðst hann ekki muna eftir þeim og ekki vilja tjá sig um neina aðra en sjálfan sig. Spurður út í skilaboð milli hans og X eftir að hann fór frá borði sagði ákærði að hann 36 væri alltaf tekinn í tékk þegar hann kæmi til landsins og hefði einungis verið að segja X frá því en ekki verið að vara hann við neinu. Ákærða Valgerður Sif játaði vörslur fíkniefna samkvæmt d - l ið ákæruliðar I.1 en neitaði að öðru leyti sök. Hún sagðist hafa verið að geyma efnin sem fundust á heimili móður hennar, meðákærðu Önnu Maríu, fyrir annan og ekki muna hvenær hún hefði farið með efnin þangað en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar varð andi það. Hún sagði móður sína hafa vitað að hún væri að geyma eitthvað þarna en ekki að það hefðu verið fíkniefni. Ákærða kannaðist ekki við pökkunarvélar sem fundust á heimili móður hennar og gat ekki útskýrt af hverju fingrafar hennar hefði fundist á ei nni vélanna. Hún neitaði að tjá sig um hvort hún hefði verið að pakka fíkniefnum á heimili móður sinnar. Hún kvað fíkniefni sem fundust á öðrum stöðum ótengd sér. Þá sagði hún hvíta Range Rover - bifreið sem hún hefði ekið á þessum tíma hafa verið sameign he nnar og bróður hennar, skráða á hans nafn. Ákærða kvaðst þekkja meðákærða Jón Inga en þau væru vinir. Þau hefðu verið í einhverjum samskiptum á samskiptaforritinu Signal á sínum tíma en ekki á öðrum samskiptaforritum. Hún kvað notandanafn sitt á Signal ve ra Litilljoska en mundi ekki hvert notandanafn ákærða Jóns Inga hefði verið. Hún vildi ekki tjá sig um hvort hún hefði verið í samskiptum við ákærða Jón Inga vegna þeirra fíkniefna sem fundust á heimili móður hennar. Ákærða kvaðst einnig þekkja ákærða Pétu r Þór þar sem hann væri bifvélavirkinn hennar og ákærði Árni Stefán væri kunningi hennar úr hnefaleikum. Ákærða Hauk Ægi kvaðst hún kannast við, þau hefðu lengi vitað hvort af öðru og væru félagar. Ákærði Gunnlaugur væri besti vinur hennar. Þá þekkti hún á kærðu Thelmu Rún lítillega, en hún væri fyrrverandi kærasta ákærða Hauks Ægis. Ákærða Tinna Kristín væri kunningjakona hennar og ákærði Andri Þór vinur hennar. Spurð hvort ákærðu Gunnlaugur eða Andri Þór hefðu komið á heimili móður hennar kaus hún að tjá sig ekki um það. Þá vildi hún ekki tjá sig um hvort hún hefði verið í samskiptum við ákærðu Tinnu Kristínu á Signal. Þegar samskipti á Signal við ákærðu Tinnu Kristínu voru borin undir ákærðu viðurkenndi hún að hún væri notandinn Litilljos ka en kvaðst ekki muna eftir samskiptunum. Hún kannaðist þó við að vera á einum stað að bjóða ákærðu Tinnu Kristínu út að borða. Ákærða kannaðist jafnframt við að hafa gengið undir notandanafninu Dúfan. Spurð um samskipti Dúfunnar og Kallikula sagði hún að um væri að ræða aðila sem væri alveg ótengdur þessu máli og vildi hún ekki tjá sig nánar um samskiptin við hann. Ákærða Tinna Kristín játaði vörslur þeirra fíkniefna er fundust á heimili hennar 21. september 2023, sbr. a - lið ákæruliðar I.1, en neitaði s ök að öðru leyti. Hún kvaðst hafa verið að geyma efnin en vildi ekki greina frá því fyrir hvern hún hefði verið að 37 geyma þau. Ákærða kvað meðákærða Jón Inga vera félaga sinn en þau hefðu kynnst í . Hún kvaðst þekkja til ákærða Péturs Þórs, en þó ekki mi kið. Hún kvaðst einnig þekkja til ákærða Árna Stefáns, hann hefði verið með stelpu sem hún þekkti auk þess sem margir vissu hver hann væri. Ákærða kvaðst ekki þekkja ákærða Hauk Ægi en þekkja ákærðu T h elmu Rún, sem væri barnsmóðir manns sem hefði líka veri ð í samtökunum. Hún kvaðst eiginlega ekki þekkja ákærða Gunnlaug neitt. Hún þekkti ekki ákærðu Valgerði Sif en þekkti til ákærða Andra Þórs þótt þau væru ekki beint félagar. Ákærða kaus að tjá sig ekki þegar hún var spurð hvort hópurinn í ákærulið I.1 hef ði verið í skipulegri brotastarfsemi. Þá kaus hún að tjá sig ekki þegar hún var spurð hvort hún hefði notað Signal á þessum tíma eða hvert notandanafn hennar hefði verið. Borin voru undir hana fjölmörg samskipti en hún kaus ýmist að tjá sig ekki eða kvaðst ekki muna eftir þeim. Þegar hún var spurð um heimili ákærðu Önnu Maríu kvaðst hún þó kannast við þann stað og hafa komið þangað til að nota salerni. Spurð um vopnalagabrot í ákærukafla IX sagði hún hníf sem fannst á heimili hennar hafa verið skilinn eftir hjá henni fyrir um þremur árum og hún hefði aldrei losað sig við hann því henni hefði fundist hann flottur og ekki vitað að hann bryti gegn vopnalögum. Ákærða Thelma Rún sagðist ekkert vita um hópinn sem væri ákærður í fyrsta lið ákæru og neitaði a lfarið að hafa tekið þátt í þeim brotum sem um ræðir. Nánar spurð kvaðst hún þekkja til nokkurra í hópnum en þó fæstra. Hún væri til dæmis fyrrverandi kærasta meðákærða Hauks Ægis. Þá væru hún og meðákærði Jón Ingi góðir vinir og hefðu verið í mörg ár. Hún viðurkenndi að þau hefðu verið í samskiptum á samskiptaforritinu Signal þar sem hún hefði gengið undir nafninu Tboo í einhvern tíma og að ákærði Jón Ingi hefði gengið undir nafninu Pinochio þegar þau hefðu átt í samskiptum. Ákærða kvaðst einungis hafa not hefðu verið. Meðákærði Pétur Þór gerði við bílinn hennar. Hún viðurkenndi að þau hefðu átt í samskiptum á Signal þar sem meðákærði Pét ur gengi undir notandanafninu Pétur Þór. Hún kvaðst þekkja meðákærða Árna Stefán lítillega en ekki hafa verið í samskiptum við hann. Hún þekkti hins vegar ekki meðákærðu Gunnlaug og Valgerði og hefði aldrei verið í samskiptum við þau. Meðákærðu Tinnu Krist ínu kvaðst hún þekkja í gegnum fyrrverandi manninn sinn úr og það sama gilti um meðákærða Andra Þór, fyrrverandi maðurinn hennar hefði þekkt hann áður fyrr. Hún hefði vitað af honum en alls ekki verið í samskiptum við hann í tengslum við þennan hóp og ekkert af þessu fólki sem hún hefði verið spurð um. Ákærða var spurð út í gögn málsins þ. á m. mynd sem hún hefði fengið senda frá aðila sem kallaði sig Gringo, en myndin væri af ákærða Jóni Inga. Ákærða kannaðist við 38 að hafa átt þessa mynd en hún kvaðst ekki þekkja Gringo. Þá var borið undir hana myndsímtal við Gringo en hún svaraði því til að þetta væri skjáskot og hún minntist þess að hafa átt mynd af þessu skjáskoti en þetta væri ekki myndsímtal hennar við einhvern sem héti Gringo og heldur ekki myndsímtal við meðákærða Jón Inga. Nánar spurð um Gringo kaus hún að tjá sig ekki um hver það væri en tók fram að hann tengdist málinu ekkert. Þá voru borin undir ákærðu gögn úr síma hennar þar sem fram kemur að Gringo býður henni bíl til afnota. Hún kannaðist hvorki við þau samskipti né önnur samskipti við Gringo sem borin voru undir hana og ítrekaði að Gringo tilheyrði ekki þeim brotahópi sem væri ákærður. Ákærða kvaðst heldur ekki kannast við notandanafnið Picasso og mundi ekki eftir að hafa fengið skilaboð frá honum. Þegar borin voru undir ákærðu samskipti við Picasso kvað hún um að ræða samskiptaforritið Session sem hún hefði aldrei verið á sem Tboo. Bent á að þessi samskipti væru úr hennar síma kvað hún um að ræða skjásk ot sem hún hefði kannski tekið frá einhverju fólki og ítrekaði að hún þekkti ekki Picasso. Hún kvaðst heldur ekki kannast við Caligula eða að hafa verið í vinnu hjá einhverjum sem héti því nafni. Þá kvaðst hún ekki ætla að tjá sig um meðákærða Hauk Ægi, en þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma. Hún upplýsti þó að hún hefði sent honum tvenn skilaboð eftir að hann hefði verið handtekinn. Þau hefðu ekki snúið að neinu ólöglegu enda hefðu þau verið kærustupar á þeim tíma. Hún hefði séð á símanum sínum að ski laboðin hefðu verið lesin. Ákærða var spurð út í minnispunkta úr síma hennar en hún kvaðst ekki muna eftir að hafa skrifað þá. Það stæði í þeim að hún hefði ekki tekið út laun í janúar og febrúar, en hún hefði verið að vinna í verslun á þeim tíma og það h efði oft komið fyrir að hún hefði ekki fengið laun þar en getað tekið þau út í öðru. Ákærða ítrekaði að hún hefði aldrei starfað í skipulagðri brotastarfsemi eða verið viðriðin fíkniefnasölu eða Gringo. Hún hefði aldrei komið á þau heimili sem tilgreind e ru stafliðum a d í ákærulið I.1 eða vitað að þar hefðu verið geymd fíkniefni. Hún sagði jafnframt að sér hefði aldrei verið gerð grein fyrir því hvert hlutverk hennar hefði átt að vera í meintum brotahóp og hún gæti ekki enn áttað sig á því eftir lestur ák ærunnar. Spurð út í það sem hún hefði sagt í lögregluskýrslu, að það væri mögulegt að fingraför hennar fyndust [á heimili ákærðu Önnu] , sagði hún að lögreglumaðurinn sem stýrt hefði skýrslutökunni hefði verið agressívur og hún hefði átt við að það væri mö guleiki að fingraför fyndust þar ef einhver annar sem hefði verið með hluti sem hún ætti hefði farið með þá inn , en ekki vegna þess að hún hefði verið þar sjálf. Þegar ákærða var spurð nánar út í samskipti sín við meðákærðu Tinnu Kristínu á samskiptaf orritinu Signal kannaðist hún ekki við nein af þeim skilaboðum sem voru borin undir hana og vildi ekki tjá sig um þau að öðru leyti. Þá kvaðst hún ekki hafa nein tengsl við meðákærða Gunnlaug og kannaðist ekki við að hafa verið í samskiptum við 39 hann á Sign al. Þegar samskipti úr síma, sem virtust vera á milli þeirra, voru borin undir hana kvað hún þetta ekki vera gögn úr sínum síma og hún gæti ekki tjáð sig um gögn sem aðrir ættu. Spurð hvort það væri tilviljun að viðmælandinn bæri sama notandanafn og hún og dveldist í sömu götu eða sama hverfi sagði hún svo vera. Varðandi ákærukafla XI í ákæru kvaðst hún á þeim tíma er efni þau fundust sem þar er ákært fyrir vörslur á hafa verið að ganga frá dánarbúi fyrrverandi eiginmanns síns til 20 ára. Hún hefði verið n ýbúin að ferja alla búslóð hans heim til sín. Þegar lögreglan hefði komið heim til hennar og fundið efnin hefði verið þar skápur fullur af Iittala - kertastjökum sem hefðu tilheyrt innbúi fyrrverandi manns hennar. Meirihluta efnanna hefði fundist í slíkum st jaka og svo hefði lítill hluti í litlum smelluláspoka fundist í veski sem hefði verið úti í bíl hjá henni. Bíllinn hefði verið bílaleigubíll sem fleiri hefðu haft afnot af en hún. Seðlaveskið hefði ekki fundist heima hjá henni eins og stæði í lögregluskýrs lu heldur hefði lögreglan við húsleit farið út og leitað í bílnum hennar og komið inn með veskið. Í bílnum hefðu einnig verið 90.000 krónur í peningum sem hefðu verið leigutekjur fyrrverandi manns hennar af herbergi. Efnin hefðu þannig hvorki verið ætluð t il sölu né eigin nota heldur hefðu þau tilheyrt dánarbúi sem hún hefði verið að flytja. Ákærði Andri Þór kvaðst vera saklaus af því sem honum væri gefið að sök í ákærulið I.1. hefði farið í lok desember 2023 og verið þar fram í febrúar 2024. Eftir það hefði hann verið og að vinna. Ákærði kvaðst ekki kannast við íbúð ákærðu Önnu Maríu og ekki hafa komið þangað. Spurður út í fingrafar sitt sem fannst á pökkunarvél sem aftur fannst [þar] kvaðst ákærði hafa átt slíka vél, hann hefði verið í mikilli neyslu og látið frá sér ýmis raftæki til þess að fjármagna hana og þarna gæti verið um eitt af þeim að ræða. Ákærði kvaðst hafa verið á samskiptaforritinu Signal undir notandanafni nu Andrus en kannaðist ekki við notandanöfnin General Nicky eða General Nick. Hann kvaðst þekkja ákærða Jón Inga, þeir væru vinir. Ákærði neitaði að hafa selt fíkniefni á umræddum tíma. Efni sem hefðu fundist heima hjá honum hefðu verið til eigin nota. Ák ærði var spurður út í krukkur sem fundust á heimili hans, en lögregla teldi að um sams konar krukkur væri að ræða og fundust [á heimili ákærðu Önnu] . Ákærði kvað alla nota svona krukkur. Hann játaði vörslur fíkniefna, sbr. ákærulið XVIII, en ekki að efnin hefðu verið ætluð til sölu - og dreifingar. Þau hefðu verið til eigin nota, hann hefði verið í mjög mikilli neyslu. 40 Ákærða Anna María kvaðst í upphafi ekkert hafa vitað af þeim fíkniefnum sem fundist hefðu á heimili hennar en hún hefði verið erlendis þe gar efnin fundust. Hún hefði ekki endilega gert sér grein fyrir því hvort eitthvað hefði verið geymt hjá henni, en hún hefði þó vitað að eitthvað væri í gangi. Hún hefði ekki verið mikið heima en mikill gestagangur hefði verið á þessu tímabili og hefði þar verið um að ræða börnin hennar og vini þeirra. Síðar í skýrslutökunni viðurkenndi ákærða að henni hefði dottið í hug að dóttir hennar gæti verið að geyma eitthvað af pillum eða grasi eða einhverju slíku, hún hefði bara alls ekki gert sér grein fyrir því. Hún hefði ekki fengið neina þóknun fyrir að geyma eitthvað. Ákærða kvaðst ekki hafa vitað af pökkunarvélum heima hjá sér en hún ætti frystikistu sem hún geymdi matvæli í og vissi ekki til að fleira hefði verið geymt í henni. Ákærða kannaðist við að hafa verið á samskiptaforritinu Signal, en kvaðst ekki muna hvenær hún hefði stofnað Signal - reikning sinn eða við hverja hún hefði talað á forritinu. Ákærða viðurkenndi að kannast við meðákærða Gunnlaug og X en þeir væru báðir vinir dóttur hennar. Hún neitaði því að þekkja meðákærðu Andra Þór og Tinnu Kristínu en þegar henni var sýnd mynd af meðákærðu Tinnu sagðist hún muna eftir henni. Hún kvaðst ekki muna eftir skilaboðum frá Tinnu þar sem m.a. kom fram að Tinna þyrfti að koma og sækja fjórar krukkur til henn ar. Ákærði Skarphéðinn neitaði sök og vildi ekki tjá sig um þau fíkniefni sem fundust á heimili hans. Hann kvaðst kannast við að hafa fengið einhverjar greiðslur frá syni sínum, ákærða Gunnlaugi, en það hefði verið voða lítið. Að öðru leyti vildi hann ek ki tjá sig um þetta atriði eða annað sem borið var undir hann . Ákærða Björk gekkst við broti sínu skv. ákærukafla VIII fyrir dómi. Hún neitaði að tjá sig frekar fyrir dómi en sagðist þó kannast við meðákærða Árna Stefán, sérstaklega eftir að hafa séð fré ttirnar af málinu. Ákærði Daníel Karim neitar alfarið sök vegna brota sem honum eru gefin að sök í XV. kafla ákærunnar. Hann kvaðst ekki muna hvaða notandanöfn hann hefði haft á samskiptaforritunum Signal og Session en neitaði að kannast við nafnið What hell. Hann kannaðist ekki við að hafa móttekið peninga frá meðákærða Árna Stefáni. Þá hefði hann heldur ekki afhent Z neina peninga. Þegar honum var greint frá því að fylgst hefði verið með ferðum ákærða Árna Stefáns þennan dag og lögregla hefði séð hann s ækja poka til ákærða Gunnars Karls og afhenda ákærða svo pokann á bifreiðastæði sagði ákærði að vel gæti verið að hann hefði hitt einhvern þarna en hann hefði ekki tekið við neinum peningum eða neinu svoleiðis. Þá gæti hann ekki staðfest að um ákærða Á rna Stefán 41 hefði verið að ræða. Hann þekkti hann einungis í gegnum bardagaíþróttir. Hins vegar sagði hann vel geta verið að hann hefði farið að hitta Z en þeir hefðu verið félagar og oft hist. Hann hefði þó hvorki afhent honum peninga né poka. Varðandi ák ærulið XV.2 sagði ákærði að það sem kallað væri byssur væri eitthvað sem hann hefði verið að geyma fyrir einhvern annan en hnífarnir hefðu verið keyptir í verslunum hér á landi og ekkert væri ólöglegt við þá. Þá skildi hann ekki af hverju verkfæri hefðu ve rið haldlögð og vísaði þar til fimm axa sem voru haldlagðar. Þá sagði hann að bitvopnið í bíl hans skýrðist af því að mælt væri með því í ökuskólanum að hafa hníf innan handar ef maður skyldi lenda í bílslysi. Hann hefði lent í tveimur bílslysum og fest in ni í bílnum í annað skiptið og væri með mikinn kvíða við akstur eftir það. Lögregla hefði stoppað hann áður en ekki gert athugasemd við hnífinn í bílnum. Þetta væri ekki stunguvopn heldur öryggistól og hann hefði aldrei ógnað neinum með þessu. Varðandi fík niefnin kvaðst hann hafa verið mjög peningalítill og hafa þurft að bjarga sér með hinu og þessu. Sér hefði svo boðist að geyma eitthvert dót fyrir einhvern fyrir pening og hann hefði þegið það. Hann gæti ekki sagt fyrir hvern hann hefði verið að geyma fíkniefnin eða hversu mikið hann hefði fengið greitt, en taldi að hann hefði getað verslað tvisvar í Bónus fyrir það. Hann hefði ekki vitað að þetta væri ólöglegt. Hann hefði bara verið beðinn um að geyma þetta og ekki verið viss um hvað þetta væri þar sem hann hefði ekki getað greint efnin. Þetta hefðu verið mistök sem hann sæi eftir í dag. Ákærði mótmælti upptökukröfum á peningum og vísaði til þess að hann safnaði úrum og væri að kaupa og selja úr og það skýrði reiðuféð á heimili hans. Hann hefði nýlega verið búinn að selja þrjú úr. Þetta tengdist ekki geymslu hans á fíkniefnum. Ákærði Gunnar Karl kvaðst ekki kannast við fjárhæðina í ákærulið I.3, sbr. ákærulið XVI.1, um peningaþvætti. Hann hefði einungis geymt hlut fyrir meðákærða Árna Stefán, æskuvin sinn, en ekkert vitað hvað var í pokanum sem hann hefði verið að geyma. Meðákærði Árni Stefán hefði beðið hann að geyma dót og afhent honum pokann nokkrum dögum áður. Hann hefði oft geymt hluti fyrir meðákærða þegar hann hefði þurft á að halda en meðákærð i hefði búið á frekar óöruggum stað þannig að ekkert óeðlilegt hefði verið við það að hann bæði ákærða að geyma hluti. Hurðin hjá meðákærða hefði verið ónýt og ólæst þannig að það hefði verið auðvelt fyrir fólk að komast inn til hans. Hann hefði ekkert lit ið í pokann og ekki grunað að það væri eitthvað ólöglegt í honum enda treysti hann vini sínum. Ákærði Valur Svalur var spurður um ætlað peningaþvætti 18. október 2023, sbr. ákærulið I.2, en hann neitaði alfarið að tjá sig um það. 42 Vitnið A var spurð um fíkniefni sem fundust við húsleit á heimili hennar. Hún kvað Jón vin sinn hafa átt umrædd efni með henni, en þau hefðu verið keypt af einhverjum á samskiptaforritinu Telegram. Vitnið var spurð um framburð sinn hjá lögreglu þar sem hún hefði s agt að ákærði Jón Ingi hefði útvegað henni þessi efni, hún hefði haft samband við hann og undirmenn hans komið með efnin til hennar. Vitnið kvaðst ekki vita hvað hún hefði verið að hugsa þarna, hún hefði verið búin að taka amfetamín og verið vakandi í nokk ra daga. Þá hefði lögreglan verið búin að mata hana á mörgum nöfnum sem hún hefði ekkert kannast við, fyrir utan nafn ákærða Jóns Inga, en svo hefði lögreglan alltaf verið að rugla saman nafninu á Jóni vini hennar og ákærða Jóni Inga. Jón vinur hennar hefð i komið áður við sögu lögreglu og átt efnin með henni. Það sama gilti um nafn ákærða Árna Stefáns, þetta væru bara nöfn sem lögreglan hefði matað hana á. Vitnið Y var spurður um ákærulið I.2. Vitnið kvaðst þegar hafa fengið dóm vegna síns þáttar í þessu máli og neitaði alfarið að tjá sig frekar um það. Vitnið B , [aðstandandi] ákærða Hauks Ægis, kvaðst hafa leyft honum að vera í íbúð sinni á meðan hún hefði verið erlendis í apríl sl. Hún kvaðst eiga þá fjármuni sem lögregla haldlagði og voru geymdir í fr ysti á heimili hennar. Þetta hefðu verið um 100.000 krónur sem hún hefði verið búin að nurla saman. Ástæða þess að þetta hefði verið í frystinum væri sú að hún hefði verið að fela féð fyrir [ákærða] þar sem honum væri ekki treystandi þegar hann dytti í það . Vitnið X kvaðst lítið muna eftir því að hafa farið í ferð með ákærða Gunnlaugi á skipinu Þ þar sem hann hefði verið undir áhrifum áfengis og geðlyfja og ætti mjög erfitt með að framkalla minningar frá þessum tíma. Hann sagðist ekki þekkja ákærða Gunnla ug og gat ekki gert grein fyrir því hvernig það kom til að þeir fóru saman í umrædda ferð. Hann sagði andleg veikindi sín hafa leitt sig í mjög leiðinlegar aðstæður og þetta væri hluti af þeim. Hann myndi eftir að hafa komið frá borði skipsins með bláan IK EA - poka með pönnum og sig rámaði í að hafa sett þær í einhvern bíl. Þegar borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu og að hann hefði þá getað greint ágætlega frá málinu kvaðst ákærði muna eftir því að hafa talað við lögregluna, lögreglumennirnir hefðu verið með einhverjar spurningar og nafnalista og hann hefði bara svarað eftir einhverju sem þeir hefðu verið að spyrja hann um. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa greint frá því hjá lögreglu hvernig það kom til að umræddar pönnur komu um borð í skipið eða að hafa átt samtal við ákærða Jón Inga um hvernig ætti að koma pönnunum í land og fram hjá tollyfirvöldum og lögreglu. Spurður hvort einhver hefði haft samband 43 við hann vegna framburðar hans fyrir dómi neitaði ákærði því enda hefði hann verið l okaður inni í fangelsi. Borin voru undir ákærða símasamskipti við Da Vinci og Picasso en ákærði bar fyrir sig minnisleysi. Hann kvaðst heldur ekki muna eftir því að hafa greint lögreglu frá því við skýrslutöku að ákærði Pétur Þór væri á bak við þessi nota ndanöfn. Spurður hvort hann þekkti ákærða Hauk Ægi gat hann ekki svarað því með vissu en kannaðist við að þekkja ákærða Jón Inga þar sem þeir hefðu verið saman á sjó fyrir mörgum árum og verið í einhverju sambandi síðan. Vitnið Z var spurður um ákærulið I.3. Hann k vaðst hafa verið á slæmum stað á þessum tíma og skuldað peninga og viðurkenndi að hafa tekið við þeim fjármunum sem um ræðir. Spurður hver hefði afhent honum fjármunina sagði hann erfitt að segja það þar sem það hefðu í raun verið fleiri en einn aðili sem hefðu látið hann fá þá og það hefðu ekki verið bein samskipti um það. Hann hefði fengið töskuna afhenta fyrir utan heimili sitt og tveir aðilar hefðu komið með hana. Vitnið vildi ekki segja hverjir það voru. Þegar borið var undir vitnið að fylgs t hefði verið með ferðum ákærða Daníels Karims umrætt kvöld þar sem hann hefði farið heim til vitnisins viðurkenndi hann að ákærði Daníel Karim hefði komið heim til hans kvöldið áður en hann fór og afhent honum fjármunina. Hann hefði verið í slæmu ástandi og myndi ekki hvað þeim hefði farið á milli. Þá kvaðst hann halda að einhver hefði verið með ákærða Daníel Karim, en hann myndi það þó ekki vel. Hann hefði ekki skuldað ákærða Daníel Karim peninga og gæti ekki sagt hverjum hann hefði skuldað. Hann myndi ek ki vel eftir þessum degi eða hvernig hann hefði fengið fjármunina afhenta. Lögreglumaður nr. C gerði grein fyrir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Hann hefði fengið verkbeiðni vegna fingrafara sem hefðu verið framkölluð á munum í málinu og verið beðinn um að gera samanburðarrannsókn, sérstaklega við skráða málsaðila. Fimm för hefðu verið samkennd við tvo málsaðila, ákærða Andra Þór og ákærðu Valgerði Sif. Ákærði Andri Þór hefði átt fjögur fingraför og ákærða Valgerður Sif eitt far. Fingraförin hefðu fund ist á pökkunarvélum, en ekki hefði verið tilgreint hvar á umræddri vél fingraförin hefðu fundist þegar hann hefði fengið beiðnina til sín. Lögreglumaður nr. D gerði grein fyrir aðkomu sinni að skoðun á pönnum sem notaðar voru til að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipinu Þ . Óskað hefði verið eftir skoðun á pönnum sem fundist hefðu í bláum IKEA - innkaupapoka í aftursæti bifreiðar. Byrjað hefði verið á því að bora gat á eina pönnuna og hefði þá komið út hvítt efni sem reyndist við forgreiningu vera kókaín . Í framhaldinu hefði verið farið í það að spenna pönnurnar upp og skoða þær betur og hefði þá komið í ljós að þær innihéldu 44 kókaín. Pönnurnar hefðu verið allar límdar saman, eins og þær væru í einu lagi, en skoðun hefði leitt í ljós að botninn á þeim var óvenjulega þykkur. Sérfræðingur lögreglu nr. E útskýrði skýrslu sína um greiningu á gögnum. Sagði hann skýrsluna byggjast á skýrslu rannsakanda í miðlægri rannsóknardeild, hans hlutverk væri í raun að taka saman niðurstöður lögreglumanna og setja þær fra m á myndrænan hátt til að fá betri yfirsýn yfir málið vegna umfangs þess. Sérfræðingur lögreglu nr. F kom fyrir dóminn vegna þriggja skýrslna sem hann ritaði um fjármálagreiningar í málinu og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum varðandi þær. Varðandi g reiningu á fjármálum ákærða Jóns Inga kvað hann meint peningaþvætti eða fjármögnun á svokölluðum framfærsluhalla vera um 18 milljónir. Þá væri búið að taka saman tekjur samkvæmt bankareikningum og framtölum. Í þessu tilviki hefðu þeir aðeins verið með fram töl fyrir árin 2021 og 2022 og hefði því þurft að byggja á bankareikningum fyrir árið 2023 og þetta stutta tímabil 2024. Síðan væru rekjanleg útgjöld tekin og svokallaður framfærsluhalli reiknaður, sem væri þá tekjur mínus gjöld, og svo leyst upp hvernig þ að væri fjármagnað samkvæmt gögnunum. Hann kvaðst ekki sjá neitt athugavert við fjármál ákærða Jóns Inga miðað við þau gögn sem hann hefði undir höndum. Ekki væri alveg ljóst hvaðan sumar færslur væru upprunnar en hann teldi þó að þær væru ekki athugaverða r. Mestmegnis væri um að ræða innborganir frá einstaklingum og innlagt reiðufé sem gæti átt heima undir sjálfstæðum atvinnurekstri ákærða. Varðandi greiningu á fjármálum ákærða Árna Stefáns kvaðst vitnið hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem hann hefði bentu ekki endilega til þess að um væri að ræða peningaþvætti, heldur væri spurning um hvort einhverjar aðrar ástæður væru fyrir framfærsluhallanum. Svo virtist sem stundum væri blandað saman einka - og atvinnurekstri og að um óverulegar fjá rhæðir væri að ræða innan þess tímabils sem skýrslan tæki til. Vitnið staðfesti að á þessu tímabili hefðu verið lagðar inn um 4,3 milljónir króna frá einstaklingum og/eða reiðufjárinnlagnir. Varðandi greiningu á fjármálum ákærða Péturs Þórs tók vitnið fra m að þar hefðu um 9,4 milljónir króna verið lagðar inn á reikning hans sem hefðu samanstaðið af innborgunum frá einstaklingum og reiðufjárinnlögnum. Kvaðst hann ekki endilega telja að þessar innborganir væru eitthvað athugaverðar. Lögreglumaður nr. G gerði grein fyrir aðkomu sinni að málinu og kvaðst hafa stýrt rannsókninni í heild sinni undir umsjón lögreglufulltrúa í miðlægri rannsóknardeild. Lögreglu hefðu borist upplýsingar um sölu á fíkniefnum, farið að elta þær og það hefði endað með handtöku á n okkrum aðilum. Talsvert magn af fíkniefnum hefði fundist og 45 lögregla ákveðið að stíga aðeins til baka og reyna að átta sig á heildarsamhenginu. Rannsóknarúrræði hefðu verið fengin á ákveðna aðila og gögnin orðið fleiri og fleiri þegar fram liðu stundir, ra nnsóknin hefði svo endað með innflutningnum á skemmtiferðaskipinu. Vitnið greindi frá því að hópurinn sem kallaði sig Sólheimajökul væri hópur fólks sem hefði sammælst um að fara í einhvers konar árshátíðarferð, en þessi hópur endurspeglaði ekki brotahópin n í heild. Vitnið staðfesti að lögreglan hefði beitt svokallaðri herbergis - eða rýmishlustun í málinu en allar aðgerðir lögreglu hefðu farið fram á Íslandi. Varðandi hlustun á ákærða Jóni Inga kvað hann heimili hans og bifreið ekki hafa verið hlustuð en v ildi ekki skýra nánar frá því hvar hlerunarbúnaði hefði verið beitt gagnvart honum til að vernda starfsaðferðir lögreglu. Hann staðfesti að ákærði Jón Ingi hefði verið hlustaður á meðan hann var erlendis en fyrir hefði legið úrskurður um hljóðritun samtala hans við samstarfsfólk sem hann teldi ná til þessa. Einnig lægju fyrir hljóðritanir af ákærða Árna Stefáni, símhleranir auk annarra hlerana. Vitnið kvað tæknilegar raddgreiningar ekki hafa farið fram í málinu, heldur væri mat lögreglu byggt á ýmsum rannsó knargögnum, ekki bara á röddinni, heldur væri kannski ákveðin rödd og svo færi einhver atburðarás í og svo færi sami aðili til annars aðila í málinu. Vitnið staðfesti að hlerunum og öðrum úrræðum hef ði verið beitt gagnvart ákærða Pétri Þór, hann minnti að sími hans hefði verið hlustaður og að gerð hefði verið tilraun til þess að hlusta bílinn hans. Heimili hans og verkstæði hefðu ekki verið hleruð. Vitnið lýsti því að lögreglan hefði verið með mikið eftirlit á verkstæðinu hjá ákærða Pétri Þór frá 10. október 2023 fram í apríl 2024. Nokkrir starfsmenn hefðu verið á verkstæðinu en hann vissi ekki nákvæmlega hve margir. Þegar ákærði Valur Svalur hefði komið með Krónu - höldupoka á bílaverkstæði hef ði ákærði Pétur Þór verið á verkstæðinu. Daginn eftir hefði Y komið og sótt umræddan höldupoka. Lögreglumönnum hefði fundist þetta skrýtið. Komið hefði í ljós að Y var sviptur ökurétti og lögreglubíll hefði verið fenginn til að stoppa Y . Þá hefðu þessir um talsverðu fjármunir komið í ljós. Þegar ákærði Valur Svalur hefði verið handtekinn hefði hann greint frá því að vinur hans, ákærði Jón Ingi, hefði beðið hann um þennan greiða. Hann minnti að ákærði hefði sagt að hann hefði ekkert vitað hvað væri í pokanum. Nánar spurður út í mynd í gögnum málsins af umræddum poka kvaðst hann geta staðfest að pokinn sem fannst í bíl Y væri sami poki og á myndinni af ákærða Val Sval að ganga með poka inn á verkstæðið . Vitnið viðurkenndi að sig gæti verið að misminna hvort um væri að ræða Bónus - eða Krónupoka þegar honum var bent á að í gögnum málsins stæði að um væri að ræða Bónuspoka, en hann kvaðst engu að síður geta fullyrt að um sama poka væri að ræða. Hann hefði séð ákærða Val Sval fara með umræddan poka inn á verkstæ ðið en hann gæti ekki greint nákvæmlega frá því hvar hann hefði sjálfur verið staðsettur á þeim tíma eða hvernig eftirlitinu hefði verið háttað. 46 Vitnið staðfesti einnig skýrslu um meint peningaþvætti í ákærulið I.3. Hann kvaðst geta fullyrt að það væru ák ærðu Árni Stefán og Jón Ingi sem væru að ræða saman í uppritaðri símaskýrslu sem fjallað væri um í skýrslunni um peningaþvætti en um væri að ræða hlustun á síma ákærða Árna Stefáns. Vitnið útskýrði hvernig hann gæti staðfest að um væri að ræða ákærða Jón I nga í símtalinu. Kvað hann rödd ákærða vera áberandi, þeir hefðu staðið lengi að rannsókninni og hann endurþekkti því rödd hans. Þá kæmi í ljós ef maður læsi hljóðritun á símtalinu og skoðaði rannsóknargögnin að ákærði Árni Stefán væri beðinn að fara með p eninga til aðilans og í framhaldinu færi hann til ákærða Jóns Inga á heimili hans . Þá komi líka fram í símtalinu að aðilann vanti peninga því hann sé að fara til útlanda og í framhaldinu fari ákærði Jón Ingi svo til útlanda. Lögreglan hefði fylgst me ð ferðum ákærða Árna Stefáns daginn eftir símtalið og séð hann fara heim til ákærða Gunnars Karls. Í framhaldi af því hefði hann hitt ákærða Daníel Karim en lögreglan hefði einnig verið að fylgjast með ferðum ákærða Daníels Karims. Þá greindi vitnið frá r annsókn vegna ákærukafla II. Hann kvað lögreglu hafa fengið upplýsingar við upphaf málsins um að ákærði Gunnlaugur hefði áður notað skemmtiferðaskip til þess að flytja inn fíkniefni. Svo hefðu þeir fengið veður af því að ákærðu Gunnlaugur og X hefðu flogið til útlanda í byrjun apríl og fljótlega hefði komið í ljós að þeir væru á skemmtiferðaskipi á leið til Íslands og þá hefði verið sett upp gott eftirlit í kringum það. Vitnið kvaðst geta staðfest að í skýrslu um atvikið væri um að ræða ummæli X sem væri a ð ræða við Jón Inga um hvernig ætti að koma efnunum í land. Nánar spurður út í eftirlit um borð í skipinu og samskipti sem vísað væri til í skýrslunni sagði vitnið gott eftirlit hafa verið í skipinu þar sem afar vel hefði verið fylgst með sakborningunum. L ögreglumenn hefðu heyrt nákvæmlega hvað þeir sögðu og skráð hjá sér þegar það hefði gerst. Um væri að ræða setningar sem lögreglumenn hefðu heyrt í skipinu og haft nákvæmlega eftir sakborningum. Ekki væri um að ræða hlustun eða uppritun eftir minni. Lögr eglumaður nr. H ritaði nokkrar skýrslur í málinu. Fyrst var borin undir hann skýrsla um hljóðritanir og tilvik og staðfesti hann að allt væri rétt sem fram kæmi í henni. Hann kvaðst geta staðfest um hvaða aðila væri að ræða hverju sinni í símhlustunum enda hefði hann ver ið mikið í hlustununum og farinn að þekkja raddir einstaklinganna. Allt sem lögregla hefði sett í skýrsluna hefðu þeir verið vissir um en ef þeir hefðu ekki verið vissir um eitthvað hefði sérstaklega verið tekið fram að um óþekktan aðila væri að ræða. Við mat á því um hvern væri að ræða hefði einnig verið horft á samhengið. Til dæmis talaði ákærði Árni Stefán við ákærða Jón Inga, hringdi svo beint í ákærða Pétur Þór og þeir töluðu í sama samhengi. Þegar legið væri yfir þessu nótt og dag í nokkra mánuði feng i maður upp ákveðna heildarmynd. 47 Borið var undir vitnið ákveðið uppritað samtal sem sagt er milli ákærða Árna Stefáns og ákærða Jóns Inga og kvaðst vitnið vera alveg viss um að um ákærða Jón Inga væri að ræða. Hann byggði það á rödd ákærða, talsmáta, heil darmyndinni og því sem gerst hefði í framhaldinu, en ákærði Árni Stefán hefði sagst ætla að koma með peninga til viðkomandi og farið svo til ákærða Jóns Inga. Vitnið kvaðst ekki geta greint frá því hvar hlerunarbúnaði hefði verið komið fyrir, hann fengi e inungis gögnin til sín. Ástæðu þess að samtöl hefðu ekki verið rituð upp orð fyrir orð kvað vitnið telja vera skamman tíma og umfang gagna. Vitnið kvað ástæðu þess að nöfn ákærðu hefðu verið sett inn í skýrslur í stað þess að nota leyninöfn sem kæmu fram vera þá að þannig hefði skýrslan verið læsilegri. Þá staðfesti vitnið að svo hefði virst á samskiptum aðila að fólki hefði verið skipt út úr hópnum þegar það hefði farið í neyslu. Lögreglumaður nr. I staðfesti skýrslur sem að hann ritaði um rannsókn á s íma ákærða Andra Þórs Guðmundssonar og ákærðu Bjarkar Jónsdóttur. Lögreglumaður nr. J sem ritaði skýrslu sem varðaði rannsókn á síma ákærða Árna Stefáns Ásgeirssonar kom fyrir dóminn og staðfesti hana. Lögreglumaður nr. K gerði grein fyrir aðkomu sinni að handtöku ákærða Hauks Ægis. Hann hefði verið í einni af þeim bifreiðum sem elt hefðu ákærða fyrir handtökuna. Þegar ákærði hefði stansað hefði sérsveitin tekið hann úr bílnum og sett í handjárn. Rætt hefði verið við ákærða við bifreiðina og vitnið hefð i verið þar nálægt. Hann hefði heyrt þegar annar lögreglumaður kom að og spurði ákærða hvort þetta væri síminn hans, en myndi ekki hvað gerðist í framhaldi af því. Hann hefði ekki séð símann vera opnaðan. Þá kvaðst vitnið ekki viss um hve margir lögreglume nn hefðu verið á staðnum og hve margir hefðu verið með búkmyndavélar. Þá vissi hann ekki hvernig heimili [aðstandanda] ákærða var opnað. Lögreglumaður nr. L gerði grein fyrir aðkomu sinni að handtöku á ákærða Hauki Ægi. Hann kvaðst hafa verið á vettvangi en ekki verið vitni að handtökunni sjálfri. Eftir handtökuna hefði lögreglumaður komið með síma ákærða og þeir lögreglumennirnir farið inn í bíl og farið yfir símann til að tryggja sönnunargögn. Þeir hefðu hraðflett í gegnum símann, að því er sig minnti f arið í gegnum forritið Signal og tekið myndir og myndskeið af því sem hefði verið í gangi þar. Vitnið kvaðst ekki vita hvernig síminn hefði verið opnaður. Hann kvaðst ekki vita hve margir lögreglumenn hefðu verið á staðnum eða hvort þeir hefðu verið með bú kmyndavélar. 48 Lögreglumaður nr. M lýsti aðkomu sinni að málinu og því hvernig rannsóknarvinna á símum hefði farið fram. Hann kvað síma hafa verið rannsakaða bæði handvirkt og í ákveðnu rannsóknarforriti þar sem hægt væri að sjá mestallt innihald símanna. Hann var beðinn um að gera grein fyrir því hvernig sími ákærða Hauks Ægis var opnaður við handtöku og lýsti hann því að ákærði hefði verið handtekinn eftir eftirför. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hve margir lögreglumenn hefðu verið á staðnum, þeir h efðu verið nokkrir, en eftir því sem hann best vissi hefði enginn verið með búkmyndavél. Alla jafna væru lögreglumenn með búkmyndavélar við almenna löggæslu en ekki oft við svona aðstæður. Vitnið hefði farið inn í bifreið ákærða Hauks Ægis og séð farsímann hans á milli sætanna. Ákærði hefði legið handjárnaður á jörðinni og hann hefði farið til hans og spurt hann um leyninúmer símans. Hann myndi ekki nákvæmlega hverju ákærði hefði svarað, hann hefði rumskað eða eitthvað álíka, en vitnið hefði þá beygt sig ni ður til hans og spurt hvort þetta væri síminn hans, en við það hefði andlitsgreiningarlás símans virkjast og síminn aflæst. Þá hefðu lögreglumenn farið inn á samskiptaforritið Signal í símanum og séð samskipti sem hefðu verið stillt á eyðingu, sem þeir hef ðu tryggt en eftir það hefði símanum verið lokað. Vitnið staðfesti að hann hefði ekki fengið samþykki ákærða fyrir því að opna símann en samþykki fyrir því að rannsaka hann hefði verið gefið í skýrslutöku af ákærða daginn eftir. Rannsókn á símanum hefði sí ðan hafist nokkrum dögum seinna og þá hefðu gögnin sem hefðu sést við handtöku ekki lengur verið í honum. Lögreglumaður nr. O gerði grein fyrir því eftirliti lögreglu sem fór fram í skemmtiferðaskipinu Þ . Vitnið kvað lögreglu hafa fengið vitneskju um tvo aðila sem væru að koma með skipinu og hafa séð um eftirlit bæði um borð í skipinu og fyrir utan það. Fjöldi starfsmanna hefði verið við eftirlitið en þeir væru þjálfaðir í beitingu rannsóknarúrræða. Lögre glumenn hefðu heyrt samtöl sem X hefði átt um borð í skipinu og hann hefði talað íslensku. Þeir hefðu ekki heyrt öll samtöl en hefðu ritað niður orðrétt það sem þeir hefðu heyrt og skráð tímasetningar. Allt hefði verið skráð niður en svo rituð sameiginleg skýrsla um eftirlitið upp úr því. Niðurstaða Í málinu liggur fyrir ítarleg skýrsla lögreglu þar sem gerð er grein fyrir rannsókn máls þessa í heild og helstu niðurstöður raktar. Skýrslan er sögð byggjast á 56. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en skv. því ákvæði tekur lögregla saman skýrslu u m rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstöðu þeirra. Eftir því sem við á skal þar meðal annars koma fram það sem sakborningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar 49 og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Skýrsla þessi hefur sætt mikilli gagnrýni af hálfu verjenda ákærðu. Sú samantekt um rannsókn sakamáls sem kveðið er á um í 1. mgr. 56. gr. laganna getur verið gagnleg fyrir dómendur og aðila máls, ekk i síst ákærðu. Þar sem um er að ræða yfirlit um rannsóknaraðgerðir og samantekt á því sem komið hefur fram við rannsókn verður að líta svo á að skýrslan í þeim búningi sé hluti sönnunargagna og því sé ákæruvaldinu heimilt og eftir atvikum skylt að leggja h ana fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. og 2. mgr. 110. gr., sbr. og 3. mgr. 18. gr., laga nr. 88/2008. Fyrir utan að upplýsa frekar í hverju rannsókn hafi verið fólgin ber lögreglu eða öðrum þeim, sem rannsakað hefur mál, að gæta þess við gerð skýrs lunnar að þar sé hugað jafnt að atriðum sem horfa til sýknu og sektar sakbornings, sbr. 2. mgr. 53. gr. sömu laga. Skýrsla samkvæmt 1. mgr. 56. gr. laga nr. 88/2008 er ekki málsóknarskjal í sakamáli á sama hátt og ákæra. Af þeim sökum eiga þar ekki að kom a fram hugleiðingar þess sem rannsakað hefur málið á borð við það hver hin ætlaða refsiverða háttsemi sé, hvaða refsiákvæði kunni að hafa verið brotin í ljósi framburðar sakbornings og vitna og hver séu rök fyrir því að ákæra í málinu. Séu slík skjöl tekin saman af þeim sem rannsaka mál eða taka ákvörðun um ákæru er ekki um sönnunargagn að ræða og ákæruvaldinu ekki skylt að leggja það fram við meðferð sakamáls, sbr. dóm Hæstaréttar 3. október 2012 í máli nr. 609/2012. Þótt einhverja annmarka kunni að vera að finna á framangreindri skýrslu í málinu er til þess að líta að ákærðu hafa átt þess kost að koma að andmælum og vörnum í greinargerðum sínum og fyrir dóminum. Þá er skýrt af skýrslunni að ekki er um eiginlegt sönnunargagn að ræða, heldur er tilgangur h ennar sá að gefa yfirlit yfir málið og auðvelda skoðun gagna. Málið byggist að miklu leyti á samskiptum ákærðu á samskiptamiðlum sem lögregla aflaði úr símum ákærðu og hlustunum á samtölum. Ákærðu hafa vísað til þess að ekki sé sannað að umfjöllunarefni þ eirra sé í raun og veru fíkniefni. Í samtölunum er vísað til fíkniefnanna með ýmsum mismunandi heitum sem sum hver eru þekkt götuheiti á fíkniefnum, en önnur virðast jafnvel búin til af hópnum og virðast t.d. vísa til magns í pakkningunni. Þá kemur fyrir a ð skýrlega er vísað til þess að um fíkniefni sé að ræða. Það orkar því ekki tvímælis hvert umfjöllunarefni ákærðu er en að auki er til þess að líta að ákærðu hafa ekki gefið neinar aðrar skýringar á því um hvað þau eru að ræða. Rétt er að taka fram að við mat á framburði sakborninga og vitna þarf að hafa í huga að í brotastarfsemi sem þeirri sem hér er til umfjöllunar er algengt að undirliggjandi ógn eða þrýstingur af einhverju tagi hafi neikvæð eða hamlandi áhrif á skýrslugjöf fyrir dómi. 50 Ákærukafli I Ákæruliður I.1 Í fyrsta lið ákærunnar eru níu ákærðu, Jóni Inga, Pétri Þór, Árna Stefáni, Hauki Ægi, Gunnlaugi, Valgerði Sif, Thelmu Rún, Tinnu Kristínu og Andra Þór gefin að sök stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulögð brotastarfsemi sem þau hafi sammæls t um að fremja á árinu 2023 fram til 11. apríl 2024 og er framkvæmd brotanna talin vera liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka, en ákærðu hafi staðið í félagi saman að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sammælst og verið meðvituð um tiltekna ve rkaskiptingu við geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna, með því að hafa m.a. haft í sölu - og dreifingarskyni umtalsvert magn fíkniefna sem lögregla fann við húsleit á fjórum nánar tilgreindum stöðum dagana 21. og 22. september 2023. Ákærðu neita öll sök og hafna því alfarið að hafa tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Ákærða Valgerður Sif hefur þó játað að hafa haft efnin í d - lið þessa ákæruliðar í sinni vörslu, en neitar því að þau hafi verið til sölu og dreifingar. Ákærða Tinna Kristín hefur ját að að hafa haft efnin í a - lið ákæruliðarins í sínum vörslum en kveðst hafa verið að geyma þau fyrir einhvern annan. Upphaf máls þessa var húsleit á heimili ákærðu Tinnu Kristínar og í framhaldi, eftir skoðun á samskiptum í síma ákærðu, var farið í húslei t á þremur öðrum stöðum, dagana 21. og 22. september 2023. Alls fundust 1.075.67g af amfetamíni, 2.028,208 g af kókaíni og 47,73 g af metamfetamínkristöllum. Eftir nánari greiningu á símasamskiptum taldi lögregla sýnt að þarna væri um að ræða hóp af fólki sem starfaði saman að því að koma fíkniefnum til landsins og dreifa þeim áfram í ágóðaskyni. Þá var það niðurstaða rannsóknar lögreglu að um væri að ræða skipulega brotastarfsemi þar sem ákveðnir aðilar færu með stjórn hópsins og aðrir færu með önnur hlut verk, svo sem að pakka fíkniefnum, geyma þau eða selja eða geyma peninga. Ákærðu byggja aðallega á því að verulega skorti á að gerð sé með nægilega skýrum hætti grein fyrir sakargiftum í þessum ákærulið. Háttsemi þeirra sé ekki nægjanlega lýst heldur láti ð nægja að vísa til fjögurra tilvika sem öll séu frá 21. og 22. september 2023. Ekki sé hægt að sakfella fyrir ótilgreind brot á löngu tímabili. Þá séu hlutverki hvers og eins í ætluðum brotum ekki gerð nein skil eða hvernig þau eigi að hafa sammælst um að fremja brotin. Vísa verjendur til c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Engu að síður er ekki formlega krafist frávísunar málsins heldur krafist sýknu. Þá byggja ákærðu einnig á því að lögfull sönnun hafi ekki tekist. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Þessi fyrirmæli hafa verið skýrð svo í dómaframkvæmd að lýsing á háttsemi sem 51 ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa g erst brotlegur við, sbr. einnig a - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr.62/1994. Má þannig ekki vera slíkur vafi á því hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Þa nnig verður ákæran að vera svo skýr að dómara sé kleift af henni einni að gera sér grein fyrir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi verður talin refsiverð. Ákæra verður því að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókn svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru enda verður ákærði ekki sakfelldur fyrir aðra hegðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Þá er þess að gæta að lýsing á ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærða þarf að samsvara verknaðarlýsingu í því refsiákvæði eð a þeim refsiákvæðum sem ákæran lýtur að. Það veltur síðan á atvikum máls og eðli brots hvaða nánari kröfur verða gerðar til skýrleika ákæru. Í þessum ákærulið er byggt á því að þau níu sem þar eru ákærð hafi öll tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi, sb r. 175. gr. a í almennum hegningarlögum, með því að hafa sammælst um að fremja stórfelld fíkniefnalagabrot á árinu 2023 fram til 11. apríl 2024 og hafi framkvæmd brotanna verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka, en ákærðu hafi staðið saman að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sammælst og verið meðvituð um tiltekna verkaskiptingu við geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna. Eru svo í dæmaskyni talin upp fjögur tilvik þar sem fíkniefni fundust við húsleit lögreglu. Í 175. gr. a í almennu m hegningarlögum nr. 19/1940 segir að sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum, nema brot h ans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Þá er í 2. mgr. ákvæðisins tilgreint hvað átt er við með skipulögðum brotasamtökum en þar kemur fram að með því sé átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur að meginmarkm iði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað. Eins og að framan greinir er því lýst í ákæruliðnum hvaða háttsemi ákærðu er gefin að sök og hvaða refsiákvæði hún er talin varða við. Þá er því jafnframt lýst hvernig ákærðu hafi sammælst um þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi með því að standa saman að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi. Þessi liður ákærunnar er byggður á því að um samverknað ákærðu hafi verið að ræða. Dómurinn telur að háttsemi ákærðu sé lýst með fullnægjandi hætti í ákærunni, þannig að það hafi ekki komið niður á vörnum ákærðu, sbr. 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/ 2008, en háttseminni er lýst sem samverknaði með verkskiptri aðild. Verður því ekki talið að lýsing ákæru á ætlaðri þátttöku ákærðu í skipulagðri brotastarfsemi sé haldin annmörkum sem séu til þess fallnir að koma niður á 52 möguleikum þeirra til að halda upp i vörnum. Er því ekki nægilegt tilefni til að vísa þessum ákærulið frá dómi á þeim grunni að hann uppfylli ekki kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Verjendur ákærðu byggja einnig á því að ákvæði 175. gr. a í almennum hegningarlögum geti ekki staðið sjálfstætt án tengingar við annan refsiverðan verknað og því komi aðeins til greina að sakfella fyrir ákvæðið í tengslum við þau brot sem lýst er í stafliðum a d í ákæruliðnum. Ákvæðið geti þar af leiðandi ekki náð til brota eftir það tímamark. Sa mkvæmt 175. gr. a í almennum hegningarlögum eru hlutlæg skilyrði refsiábyrgðar á grunni ákvæðisins sammæli sem nær til þess að fremja refsiverðan verknað, að við verknaðinum liggi a.m.k. fjögurra ára fangelsi og að háttsemin sé liður í starfsemi skipulagðr a brotasamtaka. Ákvæðið kom inn í almenn hegningarlög með lögum nr. 149/2009 um breytingu á almennum hegningarlögum en í greinargerð með frumvarpi er varð að þeim lögum segir að lagt sé til að lögfest verði nýtt ákvæði í almenn hegningarlög, 175. gr. a, se m geri það refsivert að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Öll refsiverð brot, sem fullnægja þeirri kröfu að varða a.m.k. fjögurra ára fangelsi, geta orðið grundvöllur að verknaði sem er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka og er það ekki bundið við almenn hegningarlög. Ákvæðið leggur fjögurra ára refsingu við framangreindri háttsemi, nema brotið varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Ljóst er af orðalagi ákvæðisins að það leggur sjálfstæða refsingu við þátttöku í s kipulögðum brotasamtökum þar sem sammælst er um að fremja refsiverð brot sem varða a.m.k. fjögurra ára fangelsi. Eðli málsins samkvæmt hlýtur oftast einnig að vera ákært fyrir það brot sem hefur verið sammælst um að fremja, en ekki er hægt að líta svo á að það sé skilyrði refsiábyrgðar fyrir brot gegn ákvæðinu. Að öðrum kosti fælist í ákvæðinu einungis refsiþyngingarheimild. Samkvæmt framangreindu telst brot gegn 1. mgr. 175. gr. a í almennum hegningarlögum fullframið þegar er menn hafa sammælst um að fremj a refsiverðan verknað sem telst liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Kemur þá til skoðunar það álitaefni hvort tekist hafi lögfull sönnun þess að ákærðu hafi gerst sek um þá háttsemi. Ákærða Tinna Kristín hefur játað vörslur fíkniefna á heimili sín u. Eftir húsleit á heimili hennar var sími hennar tekinn til rannsóknar. Í ljós kom að hún hafði verið í samskiptum á samskiptaforritinu Signal sem talin voru tengjast málinu en í sumum tilvikum voru skilaboð látin eyðast. Þar sáust m.a. skilaboð hópsins s em kallaði sig Sólheimajökul og greint er frá í lýsingu málsatvika. Flest voru skilaboðin á milli ákærðu Tinnu Kristínar og ákærðu Valgerðar Sifjar. Í samskiptunum gekk ákærða Tinna Kristín undir leyninafninu Hnetan, en símanúmer hennar var skráð við Signa l - aðganginn, auk þess sem fram komu upplýsingar í samskiptum Hnetunnar sem áttu við ákærðu. Fyrir dóminum kvaðst ákærða ekki muna notandaheiti sitt á Signal og kaus að tjá sig ekki um 53 samskiptin. Ákærða Valgerður Sif notaði leyninafnið litilljoska á Signal og gekkst hún við því fyrir dóminum. Þá staðfesti hún einnig að hafa notað leyninafnið Dúfan um tíma. Framangreind samskipti ákærðu Tinnu Kristínar og Valgerðar Sifjar stóðu yfir frá 3. mars til 21. september 2023. Hinn 21. apríl 2023 sendir ákærða Valge rður Sif ákærðu síma ákærðu Tinnu Kristínar var að finna myndband sem tekið var að kv öldi 22. apríl 2023 en á því má sjá ákærðu Valgerði Sif, Gunnlaug og Pétur Þór og X . Daginn eftir sendi ákærða Tinna Kristín skilaboð til ákærðu Valgerðar Sifjar og spurði hvernig hún hefði komist heim sem svarað var að hún myndi það ekki. Ákærða Tinna Kri stín segir opnaði eina pakkningu þegar ég kom heim, spurði samt Pétur niðri í bæ hvort ég gæti Þá eru fjölmörg skilaboð að finna milli ákærðu þar sem rætt e r um geymslur og fíkniefni. Til að mynda segist ákærða Valgerður Sif þurfa að sýna ákærðu Tinnu Kristínu hittast við Nettó í Mosfellsbæ þaðan sem ákærða Valgerður Sif ætlar að lóðsa ákærðu Tinnu Kristínu að geymslustaðnum. Skömmu síðar fékk ákærða Tinna Kristín skilaboð miklum samskiptum vegna geymslu hjá móður ákærðu Valgerðar Sifjar, ákærðu Ö nnu Maríu ákærða Tinna Kristín talar líka um mömmu ákærðu Valgerðar. Fram kemur að ákærða Tinna Kristín hefur lykla að íbúðinni. Einnig kemur fyrir í samskiptunum að minnst er á um ákærðu Thelmu Rún og Hauk Ægi. n var líka búinn að biðja tíma til að fara yfir þetta og hún græi það fyrir hann. Þá liggja fyrir samskipti ákærðu við Mörðinn, eða ákærða Gunnlaug, sem hefjast 3. mars 2 023, en hún hefur margoft samband við ákærða til að komast og sækja eitthvað í skápinn. Í seinnihluta mars 2023 segir ákærði Gunnlaugur að komin sé frystikista og allar krukkurnar fari í hana. Þau ræða auk þess um Picasso og ákærði Gunnlaugur segir m.a. að 54 ákærðu Tinnu við Da Vinci, en eins og greint er frá í lýsingu málsatvika gekk ák ærði Pétur Þór undir því notandanafni. Í samskiptum ákærðu er að finna staðfestingu hennar á því að sá sem gengur undir notandanafninu Da Vinci gangi jafnframt undir nafninu Picasso. Þá má lesa í samskiptum ákærðu að beina þurfi pöntunum annaðhvort til Da Vinci eða Gringo, auk þess sem þar er að finna staðfestingu á að Picasso og Da Vinci séu sami maðurinn. Meðal samskipta ákærðu í síma hennar var að finna skilaboð milli hennar og General Nicky, sem lögregla telur að sé ákærði Andri Þór, frá júní og júlí 2023. Ræða þau um að sótt lyklana eða hún geti komið þeim til Tboo. Ákærði Andri Þór segist þurfa að kaupa efni í þetta og að hann sé í Elko en bruni svo beint til göm lu. Þá segir hann að T sé klár kl. 15. Daginn eftir spyr ákærða Tinna Kristín hvort þau vilji aftur fá lyklana og segist svo hafa afhent Hauki lykla að íbúðinni og hann ætli að koma þeim á Tboo. Þá er að finna meðal gagna málsins skilaboð til ákærðu Tinnu Kristínar frá Picasso um sölupantanir, en m.a. kemur fram að hún eigi að fara með átta krukkur til General Nicks og hún staðfestir að hún muni gera það. Daginn eftir veitingastaðarferðina í apríl sem að framan er lýst sendir Picasso henni skilaboð þar sem hann minnist á Gringo. Segir hann síðan að General Nick ætli að sækja allt til hennar og hún eigi að láta hann frá allan peninginn líka. Hann hafi beðið hann að skilja smá kók eftir handa henni svo hún geti klárað daginn. Þeir hjálpi henni síðan að rífa s ig upp úr þessu og verði til staðar fyrir hana. Ákærða Tinna Kristín átti einnig í talsverðum samskiptum við ákærðu Thelmu Rún undir notandanafninu Tboo og má lesa út úr þeim að á milli þeirra fara bæði fíkniefni og peningar. Þarna kemur fram að ákærði Ha ukur Ægir tekur stundum við sendingum. Þá liggja fyrir samskipti við ákærða Val Sval, undir notandaheitinu Svalur, þar sem ákærða segist þurfa að koma á hann fyrir Kallakulu og önnur skilaboð þar sem hún segist vera með aur fyrir hann. Þegar framangreind samskipti eru skoðuð heilstætt í samhengi við gögn málsins leikur ekki vafi á því að ákærða Tinna Kristín var þátttakandi í sölu og dreifingu fíkniefna ásamt hópi fólks. Framburður hennar fyrir dómi um að hafa einungis geymt fíkniefni fyrir annan aðila er í ljósi þessa ótrúverðugur og andstæður gögnum málsins. Þá greindi hún frá því hjá lögreglu að hafa einnig sótt fíkniefni á heimili ákærðu Önnu Maríu og Skarphéðins. Til þess er hins vegar að líta að öll gögn um þátttöku hennar eru frá því fyrir 21. septem ber 2023 er hún var handtekin og húsleit gerð á heimili hennar. Virðist sem hún hafi ekki komið nálægt starfseminni eftir það. Þótt fram komi í samskiptum milli annarra ákærðu að til hafi staðið að hún kæmi aftur til starfa liggur ekki fyrir staðfesting á því að það hafi gerst. Til stuðnings því liggur fyrir að X greindi frá því við 55 skýrslugjöf hjá lögreglu að nokkuð væri síðan ákærða Tinna Kristín hefði verið í þessu, en hún hefði náð að koma sér burt. Verður ákærða því einungis sakfelld fyrir þátttöku sín a fram til þess tíma. Hér að framan var lýst samskiptum ákærðu Tinnu Kristínar við ákærðu Valgerði Sif. Fyrir liggja einnig samskipti ákærðu Valgerðar Sifjar við ákærðu Jón Inga, Pétur Þór, Gunnlaug og Andra Þór, en ákærða hefur gengist við því að hún haf i notað þau notandanöfn sem um ræðir. Ákærða reyndi þó að eyða gögnum úr símanum. Mátti við spurði ákærða Jón Inga, undir notandaheitinu Kallikula, hvernig hún ætti að eyð a gögnum úr símanum. Að morgni 22. september 2023 sendir hún notandanum Kallakulu skilaboð þar sem hún greinir frá húsleit daginn áður og sendir upplýsingar um birgðastöðuna á heimili móður sinnar. Jafnframt greindi hún frá því að hún væri farin að takmark Í símtalaskrá ákærðu Valgerðar Sifjar má sjá að hún er í símasamskiptum við aðila sem hún kallar Kjúlla, en sá er með símanúmerið sem að framan hefur verið greint frá að ákærði Pétur Þór hafi notað. Þá var hún jafnframt í símasamskiptum við ákærðu Jón Inga, Gunnlaug og Tinnu Kristínu og aðila með leyninafnið General Nicky, sem talið er að sé ákærði Andri Þór. Í gögnum málsins er jafnframt að finna samskipti milli annarra ákærðu þar sem hlutverki ákærðu Valgerðar Sifjar er lýst, en þar kemur fram að hún hafi m.a. verið í því að pakka og vill viðkomandi fá hana í það verkefni aftur. Þá fannst fingrafar ákærðu á pökkunarvél sem haldlögð var á heimili móður hennar, ákærðu Önn u Maríu. Þá er til þess að líta að ákærða greindi frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði séð um að pakka fíkniefnum á heimili móður sinnar og fengið fyrir það mánaðarlegar greiðslur. Með hliðsjón af því, öllu framangreindu og gögnum málins að öðru leyti er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi verið þátttakandi í brotum þeim sem lýst er í þessum lið ákærunnar og hafi hlutur hennar því ekki einskorðast við að geyma fíkniefni á he imili móður hennar eins og hún greindi frá. Ákærða Thelma Rún kannaðist við að hafa notað notandanafnið Tboo á Signal þrátt fyrir að hafa neitað notkun þess á öðrum samskiptamiðlum. Við rannsókn á síma hennar kom í ljós talsvert af gögnum sem tengjast mál inu. Þannig var þar að finna mörg skjáskot af samskiptum við ákærða Jón Inga undir leyninafninu Gringo, m.a. ein þar sem hann sést í mynd. Framburður ákærðu Thelmu Rúnar um að þetta sé ekki skjáskot af símtali hennar þykir ótrúverður. Þá er þar að finna sa mskipti þeirra á milli um pantanir og leggur hann fyrir ákærðu hvað eigi að rukka fyrir. Einnig liggja fyrir svipuð samskipti hennar við ákærða Pétur Þór eða Picasso þar sem hann sendir henni pantanir auk samskipta við hann um bílamál. Fram kemur m.a. að h ún eigi að koma með peninga á verkstæðið og hann láti hana fá pakkningu og að sækja þurfi lykla til Hnetunnar, eða ákærðu Tinnu 56 Kristínar, til að sækja ákveðna tegund kókaíns. Hann minnist einnig á að Dúfan ætli að fylla á hana og síðar að hann láti Hnetun a fylla á hana, auk þess sem hann segir síðar að Hnetan sé með krukkur og pakkningar handa ákærðu Thelmu Rún. Ákærði Haukur Ægir kemur einnig við sögu í samskiptunum. Þá liggja fyrir leiðbeiningar sem ákærði Pétur Þór sendi á ákærðu Thelmu Rún um pökkun og blöndun fíkniefna og kemur þar fram að ákærða og ákærði Haukur Ægir hafi sótt efni sem eigi að blanda við efni sem ákærða Tinna Kristín hafi fengið frá General sem talinn er vera ákærði Andri Þór. Í samskiptum ákærðu Thelmu Rúnar við ákærða Jón Inga kemu r fram að hann vilji láta hana fá bíl til umráða, en eins og rakið er í lýsingu málsatvika virðist sem ákærði Jón Ingi hafi verið með nokkra bíla í starfseminni sem hann hafi látið fólk hafa til umráða. Einnig kemur fram að hann vilji bjóða henni að vinna beint undir honum með 300.000 á mánuði. Meðal þess sem fannst í síma ákærðu Thelmu Rúnar var nokkurs konar bókhald þar sem svo virðist sem farið sé yfir hver hefur fengið fíkniefni og hvernig greitt er fyrir. Meðal annars er rætt um krukkur og tegundir kó kaíns. Þá virðist einnig vera bókhald yfir launamál hennar, en t.d. kemur fram að hún hafi lagt út fyrir tveimur símum og kortum, pökkunarvél, plasti, vigt, pokum og glösum. Jafnframt kemur fram að hún hafi greitt ákveðna fjárhæð til Gringo. Þá kemur fram að hún hafi ekki tekið út laun tiltekna mánuði en stundum tekið út í vörum. Ákærða skýrði þessar færslur varðandi laun þannig að hún hefði starfað í verslun á þessum tíma, en ekki hefðu alltaf verið til peningar fyrir launum og hún hefði stundum tekið út v örur upp í þau. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem staðfesta það starf hennar. Eins og að framan greinir liggja einnig fyrir upplýsingar um samskipti ákærðu Thelmu Rúnar við ákærðu Tinnu Kristínu. Þá var ákærða í samskiptum við ákærða Gunnlaug sem lutu að geymslu fíkniefna hjá ákærðu Önnu Maríu og ferðum þangað til að pakka fíkniefnum. Ákærða neitaði því fyrir dóminum að hafa átt í þessum samskiptum og sagði það tilviljun að notandi með sama notandanafn væri staðsettur í sama hverfi eða sömu götu og hún byggi í, eins og sæist á samskiptunum. Fram kemur í samskiptunum að ákærði Haukur Ægir sjái um tiltekna afhendingu. Í hljóðritunum á ákærðu Jóni Inga, Pétri Þór og Árna Stefáni er ítrekað rætt um ákærðu Thelmu Rún, hlutverk hennar og frammistöðu. Með hlið sjón af öllu framangreindu og gögnum málins að öðru leyti er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi verið þátttakandi í brotum þeim sem lýst er í þessum lið ákærunnar. Ákærði Haukur Ægir var á þeim tíma er um ræðir í sambandi með ákærðu Thelmu Rún. H ann neitaði alfarið sök og kvaðst ekki tengjast hópnum sem um ræðir, en skýrði samskipti sem borin voru undir hann með því að hann hefði á þessum tíma verið í smásölu fíkniefna til þess að geta greitt skuldir. 57 Í ljós kom við skoðun á síma ákærða Hauks Ægi s að hann átti í miklum samskiptum við ákærða Jón Inga á Signal. Búið var að eyða flestu en lögreglu tókst að endurheimta hluta skilaboðanna. Í skilaboðum frá því í mars 2024 leggur ákærði Jón Ingi fyrir ákærða Hauk Ægi að rukka inn hjá tilteknum aðilum. Þ á má sjá að hann sendir margar pantanir á ákærða Hauk Ægi og kemur mönnum í samskipti við hann. Þá gefur hann honum fyrirmæli um að taka frá efni fyrir tiltekna aðila og mælir fyrir um hvert verð á efnunum eigi að vera. Einnig biður hann ákærða Hauk Ægi að sækja fyrir sig peninga og koma þeim til sín og ræðir við hann um að skipta fjármunum í gjaldeyri. Á einum stað í samskiptunum ráðleggur ákærði Jón Ingi ákærða Hauki Ægi að skipta um númer og segir um samskiptum verður skýrlega ráðið að ákærði Jón Ingi er hærra settur en ákærði Haukur Ægir og gefur honum fyrirmæli um framkvæmd verkefna. Þá var að finna í síma ákærða Hauks Ægis samskipti við ákærða Gunnlaug þar sem ákærði Gunnlaugur spyr hann hvort h hvort allt sé farið. Ákærði Gunnlaugur ræðir síðan við hann um áhugasama kaupendur og hvort ákærði Haukur Ægir eigi einhver efni. Í framangreindum hljóðritunum á samtölum ákærðu Jóns Inga, Péturs Þórs og Árna Stefáns er ítrekað rætt um ákærða Hauk Ægi, m.a. að hann sé að selja of ódýrt og ljóst er að vilji ákærða Jóns Inga stendur til að nota hann frekar í starfseminni. Þá kemur hann margoft við sögu í samskiptum sem hér hafa verið rakin úr símum ákærðu T helmu Rúnar og Tinnu Kristínar. Með hliðsjón af öllu því sem hér hefur verið rakið og að virtu öðru því sem fram kemur í gögnum málsins þykir komin fram lögfull sönnun um aðild ákærða Hauks Ægis að brotum þeim sem lýst er í þessum ákærulið. Ákærði Andri Þór neitaði sök í málinu. Hann hafnaði því að hafa notað þau leyninöfn sem lögregla telur hann hafa gengið undir en kvaðst hafa gengið undir nafninu Andrus á Signal. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í síma ákærða var SIM - kort með símanúmerið en nota ndi á bak við Signal - aðgang í símanum með notandanafnið Tussutryllir var skráður með sama símanúmer. Ákærði Árni Stefán var með tengilið á samskiptaforritum undir nafninu Nick en sá var skráður með sama símanúmer. Þá var að finna tengiliðinn Andra H í síma skrá ákærða Árna Stefáns með númerið , en ákærði Andri Þór var skráður hjá ákærða Jóni Inga sem Andri Hobbiti. Signal - notandinn General Nicky var skráður á sama símanúmer. Í samskiptum General Nicky við ákærðu Tinnu Kristínu komu fram áætlanir um að pak ka fíkniefnum heima hjá ákærðu Önnu Maríu. Við húsleit þar var lagt hald á pökkunarvélar en á einni slíkri fundust fingraför ákærða Andra Þórs. Þá var leyninafnið General Nick einnig notað í samskiptum í málinu en sá notandi er með símanúmerið . Í símas krá ákærða Hauks Ægis var það númer vistað undir nafninu Andri. Er því sýnt fram á að ákærði Andri Þór hafi verið sá sem gekk undir 58 framangreindum leyninöfnum. Þá má leiða að því líkur að ákærði hafi einnig verið sá sem kallaður var General og var inni í S ólheimajökuls - spjallinu. Hér að framan hafa verið rakin samskipti ákærða Andra Þórs við ákærðu Tinnu Kristínu. Einnig er fram komið að ákærði Pétur Þór sendi ákærða Andra Þór til hennar til að sækja peninga og sagði hann mundu skilja eftir smá kókaín fyrir hana. Sú skýring ákærða Andra Þórs að hann gæti hafa átt pökkunarvélina sem fingraför hans fundust á áður og gæti hafa selt hana til að fjármagna neyslu sína einhverjum er var þarna er afar langsótt og gögn málsins benda til annars. Með öllu framangr eindu og því sem fram kemur í gögnum málsins er sannað að ákærði hafi verið þátttakandi í framangreindum brotum. Óumdeilt er að ákærði Andri Þór fór í neyslu um haustið 2023. Virðist hann þá hafa verið settur út úr hópnum, eins og fram er komið að gert ha fi verið við þá sem fóru í neyslu. Af gögnum málsins verður þó ráðið að ákærði Andri Þór hafi verið fullur þátttakandi í hópnum a.m.k. yfir sumarmánuðina 2023. Ákærði greindi frá því að hann hefði farið undir lok árs 2023. Hinn 20. janúar 2024 hljóðrit aði lögregla símtal milli ákærðu Árna Stefáns og Péturs Þórs þar sem fram kemur að ákærði Andri Þór sé að koma til baka inn í hópinn og ákærði Árni Stefán segist ætla að vera yfir honum. Ekki liggja fyrir gögn um að af því hafi orðið eða önnur gögn um teng ingar ákærða Andra Þórs við starfsemina á ný. Þá liggur fyrir að X lýsti því í skýrslu sinni hjá lögreglu að sá sem kallaðist General hefði verið náungi sem hefði staldrað stutt við. Með hliðsjón af öllu þessu er sannað að ákærði hafi tekið þátt í framangr eindum brotum, en þó einungis fram að hausti 2023. Á heimili ákærða Gunnlaugs fannst talsvert magn fíkniefna og jafnframt á heimili föður hans, ákærða Skarphéðins. Engu að síður hefur ákærði Gunnlaugur neitað sök að öllu leyti. Hann kvaðst hafa verið erle ndis er efnin á heimili hans hefðu fundist og ekki með lykla að heimilinu og ekki vita hvað hefði verið heima hjá föður hans. Hann viðurkenndi þó að hafa gengið undir notandanafninu Mörðurinn á samskiptamiðlum. Í málinu liggja fyrir útprentanir á samskipt um hans við ýmsa aðila málsins. Hér að framan hefur verið greint frá samskiptum ákærða við ákærðu Tinnu Kristínu, Valgerði Sif, Thelmu Rún og Hauk Ægi. Mest er umfang samskiptanna við ákærða Pétur Þór undir notandanafninu Picasso. Í þeim má sjá hvar ákærði Gunnlaugur nefnir við hann að hann hafi fengið skilaboð frá bílaverkstæðinu og spyr hvort bíllinn eigi tíma. Þá spyr hann Picasso hvort hann sé ekki annars líka Da Vinci. Skilaboðin lúta að mestu að fíkniefnum, pökkun þeirra og sölu, auk fjármuna. Ákærði minnist á fleiri samverkamenn í skilaboðum sínum, t.d. Hnetuna, Dúfuna, Nick, General, Gen Nick, Tboo, gamla og gömlu. Þá liggja frammi skilaboð milli hans og ákærða Péturs Þórs þar sem ákærði Pétur Þór biður hann að sækja 10 milljónir og ný fíkniefni. 59 Á kærði Gunnlaugur átti einnig samskipti við ákærða Jón Inga undir nafninu Gringo. Ræða þeir m.a. um peningagreiðslur. Þá koma fleiri við sögu í samskiptum þeirra, m.a. Da Vinci og General, en ákærði Gunnlaugur kveðst hafa verið í samskiptum við Da Vinci um peningagreiðslur og hann hafi látið General fá milljón. Meðal gagna úr síma ákærða Gunnlaugs var að finna einhvers konar bókhald, en búið var að reyna að eyða þeim gögnum. Virðist þar vera haldið utan um birgðastöðu fíkniefna og skuldastöðu. Jafnframt er þar að finna ýmis minnisatriði sem lúta að fíkniefnum og fjármálum og má þar m.a. sjá leyninöfn nokkurra ákærðu koma fyrir. Hefur ákærði greinilega vistað skilaboð sem honum voru send þar á meðal og er þar að finna fyrirmæli til hans er lúta að starfseminn i. Þá liggja fyrir samskipti ákærða Gunnlaugs við föður sinn, ákærða Skarphéðin. Á þeim sést að þeir ræða saman um birgðastöðuna hjá föður hans og peningagreiðslur. Ákærði Skarphéðinn greindi frá því hjá lögreglu að hann hefði verið að geyma efnin fyrir s on sinn, en hann vildi ekki tjá sig um það fyrir dóminum. Þegar litið er til alls framangreinds og annars þess sem sjá má í gögnum málsins er sannað að ákærði bar fulla ábyrgð á þeim fíkniefnum sem fundust á heimili hans og föður hans og þátttaka hans í s tarfseminni var ekki einskorðuð við það. Er því sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. Ákærði Árni Stefán kom fyrst við sögu í málinu eftir að rannsókn var hafin á þætti ákærða Péturs Þórs en í ljós kom að hann var reglulegur gestur á verkstæðinu hjá honum. Við rannsóknina var sími ákærða hlustaður, sem og bifreið hans, á tímabilinu 21. október 2023 til 30. mars 2024. Ítarlega er gerð grein fyrir þeim samtölum sem tengjast málinu í gögnum málsins og er h luti þeirra rakinn í lýsingu málsatvika í þessum ákærulið. Fyrir liggur að ákærði ræddi margoft við ákærðu Jón Inga og Pétur Þór um starfsemina. Meðal þess sem rætt er um eru fíkniefni, starfsmenn og hlutverk þeirra, bílar og peningar. Af samskiptunum verð ur greinilega ráðið að þeir reka umfangsmikla starfsemi um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá verður ráðið að þeir hafi hlutverk stjórnenda í starfseminni þar sem ákærði Jón Ingi virðist stýra henni en þeir ákærðu Árni Stefán og Pétur Þór koma næstir honum. A uk framangreindra samskipta ákærða Árna Stefáns varð lögregla vör við ýmis samskipti ákærða sem lutu að fíkniefnaviðskiptum. Þá kemur nafn ákærða ítrekað fram í samskiptum annarra ákærðu án þess að hægt sé að fullyrða að um hann sé að ræða en ekki annan me ð sama nafn. Við rannsókn á síma ákærða Árna fundust samskipti hans við mann frá 15. apríl þar sem hann segir frá handtökum fjögurra sem séu í tveggja vikna gæsluvarðhaldi og segir: u í kjölfar atvika í ákærukafla II. Samskiptaforritið Signal fannst ekki í síma ákærða. Í símanum var að finna talsvert af samskiptum um fíkniefnasölu og notar ákærði þar notandaheitin aha050957, Kappinn og Aa Bb. Í sumum þeirra kemur fram að viðkomandi 60 h afi verið beint til hans af ákærða Jóni Inga, ýmist undir nafni eða notandaheitum. Þá beinir ákærði í nokkrum tilvikum viðkomandi að heimili sínu til að sækja efni. Hinn 4. apríl 2024 var A handtekin og gerð húsleit á heimili hennar þar sem lagt var hald á talsvert magn fíkniefna. Við skýrslutöku hjá lögreglu kom fram hjá A að hún seldi fíkniefni sem hún sagðist kaupa af ákærða Jóni Inga en undirmaður hans, ákærði Árni Stefán, sæi um að afhenda henni efnið. Hún sagði að hún hefði alltaf áður fyrr pantað hjá ákærða Jóni Inga en núorðið hefði hún beint samband við ákærða Árna Stefán. A kom fyrir dóminn en dró framburð sinn til baka. Sagði hún að lögreglan hefði matað hana á nöfnum og hún hefði verið í slæmu ástandi. Að mati dómsins er breyttur framburður hennar fyrir dómi ótrúverðugur og að engu hafandi. Framburður vitnisins hj á lögreglu var skýr og afdráttarlaus og fær að auki stoð í gögnum málsins að því er varðar samskipti við aðra úr hópnum og þykir því ekki varhugavert að leggja hann til grundvallar í málinu. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið, svo og gögnum má lsins í heild, er ljóst að ákærði Árni Stefán tók þátt í starfsemi hópsins og hafði þar stóru hlutverki að gegna. Má m.a. sjá af samskiptum hans við ákærða Pétur Þór að hann hafði hugsað sér að taka við hlutverki ákærða Jóns Inga færi sá síðargreindi til B rasilíu að vinna. Þá er ljóst að hann lét sig starfsemina og stjórnun hópsins miklu varða. Þótt ekki liggi fyrir gögn sem staðfesta aðkomu ákærða Árna Stefáns frá því áður en húsleitir í stafliðum a d fóru fram er ljóst af gögnum málsins að hann var ekki a ð koma að starfseminni þegar rannsókn á hendur honum hófst heldur var hann þá þegar fullur þátttakandi. Er því sannað að ákærði hafi tekið þátt í þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið I.1. Ákærði Pétur Þór neitar sök og neitar því að vera s á sem kallar sig Da Vinci eða Picasso á samskiptamiðlum. Í lýsingu málsatvika er greint frá því hvernig ákærði var tengdur við þessi notandanöfn. Þá staðfesti X þessa niðurstöðu í skýrslu hjá lögreglunni auk þess að fram kemur staðfesting á því að um sama mann er að ræða í skilaboðum úr síma ákærðu Tinnu Kristínar. Meðal gagna málsins eru skilaboð milli ákærða Pétur Þórs og nokkurra ákærðu. Eins og að framan greinir var að finna skilaboð milli hans og ákærðu Tinnu Kristínar í síma hennar sem fjalla um sölu pantanir og er ekki annað að sjá en að hann gefi henni fyrirmæli, m.a. um að koma með peninga til sín. Þá minnist hann á nokkra aðra úr laboðum í síma hennar að pantanir þurfi að fara í gegnum Da Vinci eða Gringo. Jafnframt liggja fyrir umfangsmikil samskipti ákærða Péturs Þórs við ákærða Gunnlaug sem greint var frá hér að framan þar sem fíkniefnaviðskipti eru rædd og verður af þeim ráðið að ákærði Pétur Þór hafi boðvald yfir ákærða Gunnlaugi. Þá liggja fyrir samskipti við ákærðu Thelmu Rún, sem greint er frá hér að framan, um fíkniefnaviðskipti. Margoft er minnst á ákærða í skilaboðum innan hópsins, gjarnan með þeim hætti að hann hafi gefi ð fyrirmæli um eitthvað. 61 Lögregla hlustaði á símtöl ákærða Péturs Þórs um nokkurra mánaða skeið. Á þeim tíma voru hljóðrituð fjölmörg samtöl hans við ákærða Árna Stefán, en gerð er nokkur grein fyrir þeim í lýsingu málsatvika. Samtölin snúast um starfsemi na, starfsmenn og hlutverk þeirra. Af öllu því sem rakið hefur verið hér að framan er ljóst að ákærði var þátttakandi í framangreindri starfsemi hópsins, hafði veigamiklu hlutverki að gegna og var hátt settur í starfseminni. Er því sannað að hann hafi ge rst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðnum. Ákærði Jón Ingi neitar alfarið sök en kannaðist við að hafa notað notandanöfnin Pinochio og Gringo á samskiptamiðlinum Signal, eins og gögn málsins benda til, en hann benti þó á að hið síða rnefnda væri mjög algengt. Hann neitaði að hafa notað notandanöfnin Caligula og Kallikula. Þó liggja fyrir gögn sem tengja hann einnig við þessi heiti. Þannig var að finna skilaboð í síma ákærðu Thelmu Rúnar frá Caligula þar sem hann segist vera Gringo. Þá var að finna samskipti í síma ákærðu Valgerðar Sifjar við Kallakulu um birgðastöðu fíkniefna á heimili móður hennar auk þess sem hún ráðfærði sig við hann um eyðingu gagna úr síma sínum. Þegar horft er til þeirra samskipta sem aðilar með þessi nöfn áttu o g þess að ákærðu notuðu gjarnan nokkur nöfn með sömu merkingu skrifuð á ólíkan hátt verður að telja sýnt fram á að ákærði Jón Ingi hafi gengið undir framangreindum notandanöfnum á samskiptamiðlum. Hér hefur þegar verið greint frá samskiptum ákærða Jóns In ga við ákærðu, Valgerði, Thelmu Rún, Gunnlaug og Hauk Ægi. Af þeim öllum verður greinilega ráðið að ákærði Jón Ingi gegnir einhvers konar yfirmannsstöðu gagnvart þeim og gefur þeim fyrirmæli. Auk framangreindra samskipta liggja fyrir hljóðritanir á samtöl um ákærða Jóns Inga en fyrir liggur að lögregla beitti svokallaðri rýmishlustun við rannsókn málsins. Ákærði hefur mótmælt því að um hann sé að ræða í hljóðritununum. Þá hafa sumir ákærðu vísað til þess að upptökurnar séu óskýrar. Ákærðu hafa ekki vísað á neitt sérstakt í upptökunum sem er of óskýrt til að greina það sem ritað hefur verið, en fyrir liggur að verjendur ákærðu fengu aðgang að öllum upptökunum og fóru yfir þær. Þá kemur fram í uppritun á hljóðupptökum ef eitthvað hefur verið sagt sem greinist ekki. Ekki hefur heldur verið vísað til neinnar upptöku sem hljómar ólíkt þeim sem sagður er tala. Lögreglumenn greindu frá því fyrir dóminum hvernig þeir þekktu aðila á hljóðupptökum og skýrðu að það væri ekki eingöngu út frá rödd þeirra heldur einnig ten gt atvikum sem greint væri frá á upptökunum. Þá skýrðu þeir frá því að í öllum tilvikum sem þeir hefðu ekki verið vissir í sinni sök væri greint frá því að um óþekktan aðila væri að ræða. Í ljósi framangreinds verður lagt til grundvallar að upptökurnar séu af þeim ákærðu sem greint er frá í málsgögnum. Ákærði Jóni Ingi hefur einnig mótmælt hljóðritununum á þeim forsendum að þær séu ólöglegar. Kveðst hann hafa dvalið erlendis er þeirra hafi verið aflað og ólöglegt hafi 62 verið hlusta á samtöl hans þar. Lögreg lumaður staðfesti fyrir dóminum að ákærði hefði verið erlendis er hluti af hljóðritununum var gerður en þær hefðu allar verið framkvæmdar á Íslandi. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2023 var lögreglu veitt heimild til að koma fyrir hljóðupp tökubúnaði. Í úrskurðarorði dómsins - og myndupptökubúnaði, til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur, í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar, kt. [ ...], í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan tímabili. Ljóst er að lögregla kom fyrir hljóðupptökubúnaði í einhverju sem fylgdi ákærða Jóni Inga af landinu. Eins og í frama ngreindum úrskurði greinir hafði lögregla heimild til að hljóðrita samtöl ákærða Jóns Inga hvar sem hann var staddur á meðan hann ræddi við samverkamenn sína. Af þeim sökum verður hafnað fullyrðingum ákærða um að lögregla hafi farið út fyrir valdsvið sitt og upptökurnar hafi verið ólögmætar. Þá gildir sú regla í íslensku sakamálaréttarfari að heimilt er að leggja gögn fyrir dóm án tillits til þess með hvaða hætti þeirra hefur verið aflað en dómari metur hverju sinni hvaða sönnunargildi þau hafa. Í framangr eindum hljóðritunum er mikið af samtölum ákærða Jóns Inga við ákærða Árna Stefán. Ræddu þeir saman um fíkniefnaviðskipti og starfsemina. Ákærði Jón Ingi hrósar ákærða Árna Stefáni fyrir vel unnin störf og þeir ræða um aðra starfsmenn og frammistöðu þeirra. Til að mynda ræða þeir að ákærða Thelma Rún standi sig ekki nægilega vel og ákærði vilji færa fólk til í starfi til að villa um fyrir lögreglu. Þá tala þeir um frekari hlutverk fyrir suma starfsmenn, þannig sé t.d. unnt að virkja ákærða Hauk Ægi meira. Þe ir ræða einnig um fjármál og bílana í starfseminni. Þá liggja fyrir hljóðritanir af samtölum ákærða Jóns Inga við óþekkta aðila um starfsemina, hlutverk meðlima hópsins og fyrirætlanir sínar varðandi það. Framangreindum hljóðritunum eru gerð frekari skil í umfjöllun um málsatvik en þess má geta að í einni þeirra, frá 21. janúar 2024, segir ákærði í lok samtalsins bara með einhvern svona hóp og maður er bara svo mikið fyrir hlutverkið, ég tek því bara hann væri að vinna fyrir ákærða Jón Inga. Með hliðsjón af öllu framangreindu sem og heildstæðu mati á gögnum málsins liggur f yrir lögfull sönnun um þátttöku ákærða Jóns Inga í framangreindri starfsemi og hlutverk hans sem stjórnanda. Þegar horft er heildstætt á allt það sem hér hefur verið rakið og að virtum öllum gögnum málsins er greinilegt að ákærðu ráku umfangsmikla starfse mi um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá var augljós verkaskipting með þeim þannig að ákærði Jón Ingi stýrði starfseminni og næst honum komu þeir Árni Stefán og Pétur Þór en þessir ákærðu 63 skipulögðu starfsemina og gáfu öðrum starfsmönnum fyrirmæli. Aðrir ákær ðu gegndu tilgreindum afmörkuðum hlutverkum í samstarfinu sem lutu m.a. að pökkun fíkniefna, geymslu þeirra og dreifingu. Þá er ljóst af innbyrðis samskiptum ákærðu að þeim var kunnugt um þátttöku annarra í starfinu sem hefðu allir einhverjum tilteknum hlu tverkum að gegna. Er því sannað að ákærðu hafi staðið saman að brotunum. Brot ákærðu eru í ákæru talin varða við 173. gr. a og 175. gr. a í almennum hegningarlögum. Með hliðsjón af magni þeirra fíkniefna sem haldlögð voru verða brotin heimfærð til 173. gr. a hvað þau varðar. Til þess að um brot gegn 1. mgr. 175. gr. a geti veri ð að ræða þarf að liggja fyrir sammæli um að fremja refsiverðan verknað sem telst liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009, en með þeim var framangreint lagaákvæði lögfest, segir að við túlkun á hlutræna efnisskilyrðinu um sammæli manna verði að horfa til þess hvort maður hafi vitandi vits tekið þá ákvörðun að taka virkan þátt í starfsemi skipulagðra brotasamtaka með því að fremja verknað sem fullnægi framangreindum skilyrðum og framkvæmd verkna ðarins sé liður í starfsemi slíkra samtaka. Skilgreiningu á skipulögðum brotasamtökum er að finna í 2. mgr. ákvæðisins, en í greinargerðinni segir að með hugtakinu sé áskilið að tilvist og mótun félagsskaparins sé ekki tilviljunarkennd heldur sé um að ræða meðvitað samstarf milli þriggja eða fleiri manna um skipulagða framkvæmd refsiverðra verka sem fullnægi framangreindum skilyrðum eða að verulegur þáttur í starfseminni felist í því að fremja slíkan verknað. Þá verði framkvæmd refsiverðs verknaðar að vera beint eða óbeint í ávinningsskyni án þess að áskilið sé að ávinningurinn sé fjárhagslegur heldur geti hvers konar efnislegur ávinningur eftir atvikum fullnægt efnisskilyrðum ákvæðisins. Brotin sem um ræðir voru framin af hópi fólks, en hér hefur verið kom ist að þeirri niðurstöðu að a.m.k. níu manns hafi tekið þátt í starfseminni þótt ekki sé sannað að þau hafi öll verið þátttakendur allan þann tíma sem um ræðir. Þá vissu ákærðu öll af því að fleiri einstaklingar tækju þátt í því að fremja brotin, en ljóst er af samskiptum þeirra að þau vissu öll af nokkrum öðrum í hópnum. Ákærðu vissu af því að starfsemin var skipulögð og að ákærði Jón Ingi hefði það hlutverk að stýra henni. Þá liggur fyrir að starfsemi sem þessi er framin í ávinningsskyni og er ljóst að há ar fjárhæðir voru í spilinu, en nokkrir hafa greint frá því að hafa þegið greiðslur fyrir sinn hlut. Getur ekki talist um tilviljunarkenndan hóp að ræða heldur fólk sem tengdist allt með einhverjum hætti og skuldbatt sig til að sinna hlutverkum í starfsemi nni til lengri tíma. Samkvæmt gögnum málsins stóð starfsemi hópsins yfir á löngu tímabili en fyrir liggja gögn um hana frá því snemma árs 2023 allt til 11. apríl 2024 er lögregla stöðvaði hana. Markmið starfseminnar var sala og dreifing mikils magns af fík niefnum, en það brot getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Með því að samþykkja þátttöku í hópnum sammæltust ákærðu þannig við aðra í hópnum um að fremja verknaðinn og var brotið þá fullframið. Samkvæmt 64 framangreindu eru uppfyllt skilyrði 175. gr. a í alme nnum hegningarlögum og verða ákærðu sakfelld fyrir brot gegn því ákvæði auk 173. gr. a í sömu lögum. Að framangreindu virtu er sannað að ákærðu hafi gerst sek um þá háttsemi sem greinir í ákærulið I.1, að teknu tilliti til þess sem fram hefur komið um tím abundna þátttöku tveggja ákærðu, og er háttsemi þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður I.2 Ákærðu Jóni Inga og Pétri Þór er gefið að sök peningaþvætti í skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt ákærulið I.1. Þannig hafi þeir haft í fórum sín um 12.396.000 krónur í reiðufé 18. október 2023 sem hafi verið afrakstur framangreindrar brotastarfsemi og/eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum. Hafi ákærði Jón Ingi afhent ákærða Vali Sval fjármunina á heimili sínu og ákærði Valur Svalur farið með r eiðuféð til ákærða Péturs Þórs á bifreiðaverkstæði hans og ákærði Pétur Þór hafi síðan aftur afhent fjármunina Y næsta dag, en hann setti þá í bifreið sína og ók af stað þar til lögregla stöðvaði för hans. Lögreglumenn urðu þess varir við eftirlit með verkstæði ákærða Péturs Þórs að ákærði Valur Svalur fór inn og hafði meðferðis Krónu - innkaupapoka en kom aftur út án pokans. Var ákærði Pétur Þór inni á verkstæðinu. Hann var svo aftur mættur til vinnu daginn eftir er Y kom á verkstæðið og fór skömmu síðar út með sams konar Krónu - innkaupapoka. Í málinu liggja fyrir ljósmyndir af bæði ákærða Vali Sval og Y á leið inn á verkstæðið og út og verður ráðið af þeim að um sams konar innkaupapoka er að ræða. Y var skömmu síðar handtekinn með pokann í fórum sínum og í honum reyndust vera peningaseðlar að fjárhæð 12.396.000 krónur. Við skoðun á síma hans fundust samskipti þar sem fram kom að hann ætti að skipta peningunum í gjaldeyri og fá fyrir það 945.000 krónur. Þá sáust eldri samskipti við ákærða Pétur Þór þar sem ákærði biður hann að koma á verkstæðið til sín. Ákærði Jón Ingi neitaði sök fyrir dómi og kvaðst aldrei hafa afhent ákærða Vali Sval peninga eða innkaupapoka. Ákærði Pétur Þór neitaði einnig sök og kannaðist ekki við að hafa séð ákærða Val Sval koma á ver kstæðið með poka eða að Y hefði komið þangað og sótt poka. Ákærði Valur Svalur og Y neituðu að tjá sig um framangreint fyrir dóminum. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi ákærði Valur Svalur hins vegar frá því að ákærði Jón Ingi hefði afhent sér pokann fy rir utan heimili hans og beðið sig að fara með pokann á verkstæðið. Þar hefði ákærði Pétur Þór tekið á móti pokanum. Þegar Y var stöðvaður á bifreið sinni sagði hann að félagi hans hefði gleymt innkaupapokanum í bifreiðinni, en við skýrslutöku hjá lögregl u nokkru seinna sagði hann að hann hefði sótt pokann á verkstæðið og hefði átt að fara með peningana til nokkurra 65 aðila sem hefðu átt að skipta þeim í gjaldeyri. Hann vildi þó ekki segja hver hefði fengið hann í verkefnið eða afhent honum peningana. Ákærð u Jón Ingi og Pétur Þór hafa báðir verið sakfelldir fyrir brot í ákærulið I.1 og er ljóst að brotastarfsemi þeirri samkvæmt þeim ákærulið var til þess fallin að af henni yrði mikill ávinningur. Er því rétt að líta svo á að um ávinning af brotastarfsemi þei rra hafi verið að ræða. Í eftirliti lögreglu kom í ljós að ákærði Pétur Þór var viðstaddur er bæði ákærði Valur Svalur og Y komu á verkstæði hans til að afhenda peningana og sækja og fyrir liggur framburður ákærða Vals Svals hjá lögreglu um að ákærði Pétur Þór hafi tekið við peningunum af honum. Þótt Y hafi ekki viljað staðfesta að ákærði Pétur Þór væri sá sem hefði látið hann hafa peningana liggja fyrir upplýsingar um tengsl þeirra og að ákærði Pétur Þór hafi áður kallað hann til sín á verkstæðið. Með vísa n til framangreinds þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Pétur Þór hafi gerst sekur um peningaþvætti og varðar brot hans við 1. mgr., sbr. 2. og 3. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar er það eina sem tengir ákærða Jón Inga við brotið framburður ákærða Vals Svals hjá lögreglu. Þótt telja verði þann framburð trúverðugan dugar hann ekki, gegn neitun ákærða, til sakfellingar og verður því að sýkna ákærða Jón Inga í þessum ákærulið. Brot skv. þessum ákærulið er auk 264. gr. almennra hegnin garlaga talið varða við 175. gr. a í lögunum. Þótt telja verði að um sé að ræða ávinning af skipulagðri brotastarfsemi í ákærulið I.1 liggur hins vegar ekki fyrir sammæli við aðra um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið. Verður brotið því ekki heimfær t til 175. gr. a í almennum hegningarlögum. Ákæruliður I.3 Ákærðu Jóni Inga og Árna Stefáni er í þessum ákærulið gefið að sök peningaþvætti í skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt ákærulið I.1. Þannig hafi þeir 22. mars 2024 sammælst um að ákærði Árni Stef án færi að heimili ákærða Gunnars Karls og sækti þangað 16.175.000 krónur í reiðufé, sem var afrakstur framangreindrar brotastarfsemi, sbr. ákærulið I.1, og/eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum. Það hafi ákærði Árni Stefán gert og farið með peningana til ákærða Daníels Karims og afhent honum, en því næst hafi ákærði Daníel Karim farið með peningana til Z sem reyndi að fara með þá úr landi, en var stöðvaður af tollyfirvöldum. Ákærðu neita báðir sök. Ákærði Jón Ingi hafnaði því að um hann væri að ræða í samtali við ákærða Árna Stefán sem borið var undir hann. Ef ákærði hefði komið heim til hans með bréfpoka hefðu verið matvæli í pokanum. Ákærði Árni Stefán kannaðist heldur ekki við þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið en sagðist stundum heimsækja á kærða Gunnar Karl þar sem þeir væru vinir. 66 Ákærði Daníel Karim neitaði þeirri háttsemi sem lýst er í ákæruliðnum. Ákærði Gunnar Karl viðurkenndi að ákærði Árni Stefán hefði sótt poka til hans sem hann hefði geymt fyrir hann. Framburður hans hjá lögreglu v ar á sama veg. Z staðfesti að hafa tekið við fjármununum frá ákærða Daníel Karim en kvað sig minna að annar aðili hefði verið með honum, en hann staðfesti jafnframt hjá lögreglu að hafa fengið peningana hjá ákærða Daníel Karim er lögregla gerði honum grein fyrir að fylgst hefði verið með þeim. Að kvöldi 22. mars 2024 hlustaði lögregla á símtal ákærðu Jóns Inga og Árna við komum bara á What hell rðu, koma á What hell 16,4 og 400 auka. Reyndu að velja bestu búntin, minnstu, reyna hafa það þannig. Minnka 1.000 og ákærða Jón Inga vanti persónulega eina milljón. Ein nig kemur fram að ákærði Árni Stefán eigi að sækja peningana í geymsluna. Við eftirlit lögreglu næsta dag sá hún hvar ákærði Árni Stefán fór að heimili ákærða Gunnars Karls og kom þaðan út með höldupoka. Því næst fór hann að bifreiðastæði þar sem hann hit ti ákærða Daníel Karim. Ákærði Daníel Karim hefur notandanafnið What hell á Signal - forritinu, en sá aðgangur er skráður á símanúmer ákærða. Ákærði Árni Stefán afhenti ákærða Daníel Karim sama poka og hann sótti til ákærða Gunnars Karls. Þegar ákærði Árni S tefán hafði afhent pokann ákærða Daníel til síðan að hann væri með 2,8 sem færu til ákærða Jóns Inga og ákærði Jón Ingi svaraði: bréfpoka og kom út nokkru síðar án hans. Lögregla fylgdist svo með því um kvöldið þegar ákærði Daníel Karim fór að heimili Z , e n Z fór svo út á flugvöll þar sem tollgæsla stöðvaði hann og fann fjármunina í farangri hans. Af framangreindum samskiptum ákærðu Jóns Inga og Árna Stefáns og háttsemi ákærða Árna Stefáns í kjölfarið er ljóst að samtal þeirra snerist um framangreinda fjár muni. Fær það einnig stoð í framburði ákærða Gunnars Karls og Z , auk þess sem horfa má til þess hvernig peningaseðlarnir sem fundust í farangri Z voru. Ákærðu Jón Ingi og Árni Stefán hafa báðir verið sakfelldir fyrir brot í ákærulið I.1 og verður að telja að um hafi verið að ræða ávinning vegna þeirrar starfsemi. Er því sannað að með framangreindri háttsemi sinni hafi þeir gerst sekir um peningaþvætti sem varðar við 1. mgr., sbr. 2. og 3. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga. Í ákæru er brotið einnig fell t undir 175. gr. a í lögunum. Þótt telja verði að um sé að ræða ávinning af skipulagðri brotastarfsemi í ákærulið I.1 liggur hins vegar ekki fyrir sammæli við aðra 67 en milli þeirra tveggja um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið nema að takmörkuðu leyt i. Verður brotið því ekki heimfært til 175. gr. a í almennum hegningarlögum. Ákærukafli II Ákærðu Jóni Inga, Hauki Ægi og Gunnlaugi er gefin að sök skipulögð brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman, ásamt X , að innflutn ingi rúmlega tveggja kg af kókaíni. Ákærði Gunnlaugur neitar sök, en ákærðu Jón Ingi og Haukur Ægir játa afmarkaðan hluta háttseminnar og krefjast þess að þeir verði ekki sakfelldir fyrir annað og meira en þeir hafi sjálfir gengist við. X játaði sinn þátt í málinu og var hann skilinn frá og dæmdur sérstaklega, sbr. heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verjendur ákærðu byggja í fyrsta lagi á því að í orðalagið vanti að framkvæmd brotsins sé liður í starfsemi skipulagðra brotasamt aka þannig að 175. gr. a í almennum hegningarlögum geti ekki átt við. Í lýsingu brotsins kemur fram að ákærðu sé gefin að sök skipulögð brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að brotinu, sammælst um þátttöku og með hvaða hætti þeir gerðu það. Verður e kki talið að orðalagið sé í ósamræmi við framangreint ákvæði. Verjendur ákærðu byggja á því að ekki sé hægt að refsa ákærðu fyrir brot í bæði I. og II. kafla ákærunnar þar sem í I. kafla sé þeim gefin að sök skipulögð brotastarfsemi á ákveðnu tímabili allt fram til 11. apríl 2024 en í II. kafla sé þeim gefin að sök sams konar háttsemi á sama tíma eða 11. apríl 2024. Þarna sé því um að ræða tvöfalda saksókn sem sé andstæð 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins er ekki um það að ræ ða hér að brotin skarist með þessum hætti. Um tvö mismunandi brot er að ræða og mismunandi hópa og geta þau hæglega átt sér stað á sama degi. Verður framangreindum röksemdum verjenda því hafnað. Ákærði Gunnlaugur greindi frá því fyrir dóminum að ferðin he fði verið hugmynd X og hann hefði látið til leiðast að fara með. Pottana, eða pönnurnar, hefði X skyndilega verið með í fórum sínum en hann hefði ekkert spáð í það fyrr en skipið hefði komið í höfn en þá hefði sér fundist X taugaóstyrkur og því grunað að e itthvað væri í gangi og flýtt sér burt. Framburður hans hjá lögreglu var á sama veg. Ákærði Jón Ingi tjáði sig ekkert um málið hjá lögreglu en fyrir dómi játaði hann aðild að innflutningnum. Hann neitaði því að hafa skipulagt innflutninginn og kvaðst einu ngis hafa komið að honum á síðari stigum eftir að ferðalagið hefði hafist og talið sig vera að kaupa helminginn af 1,5 kg og það hefði hann sagt við ákærða Hauk Ægi. Hann viðurkenndi að hafa rætt við X um hvernig ætti að koma efnunum í land. Þá kvaðst hann ekki telja að ákærði Gunnlaugur hefði haft neina vitneskju um fíkniefnin en hann sjálfur hefði vitað að fíkniefnin væru falin í pottunum. 68 Ákærði Haukur Ægir tjáði sig ekki um málið hjá lögreglu. Fyrir dómi greindi hann frá því að að hafa fyrst vitað af i nnflutningnum degi fyrr og talið að um væri að ræða 1,5 kg af kókaíni. Hann hefði átt að sækja efnin, sjá um að losa þau úr pottunum og skipta þeim upp í einingar. Lögregla komst á snoðir um hugsanlegan innflutning fíkniefna í apríl sl. er í ljós kom að á kærði Gunnlaugur og X væru saman á leið til landsins með skemmtiferðaskipi og hófst þá umfangsmikil rannsókn. Fóru lögreglumenn um borð í skipið auk þess sem fylgst var með í landi. Ákærðu hafa dregið í efa að rétt sé haft eftir X í skýrslu lögreglu um eft irlit í skipinu. Fyrir dóminn komu tveir lögreglumenn sem greindu frá eftirlitinu og staðfestu að það sem haft væri orðrétt eftir X hefði verið skráð samstundis en fjöldi lögreglumanna hefði verið við eftirlitið. Er því ekki efni til að draga skýrslur lögr eglunnar um framangreint í efa, en til þess er einnig að líta að þau ummæli sem höfð eru eftir honum samræmast gögnum málsins og framburði X . X greindi frá því hjá lögreglu hvert hlutverk hvers og eins í innflutningnum hefði verið. Hann kvað ákærða Jón In ga hafa fengið sig með í ferðina vegna fíkniefnaskuldar. Ákærði Gunnlaugur hefði farið með honum og tekið við fíkniefnunum í Barcelona. Hann hefði farið frá skipinu þar sem hann hefði séð lögregluna við höfnina. Hann hefði verið í samskiptum við ákærða Jón Inga um að koma efnunum frá borði og ákærði Haukur Ægir hefði sótt efnin til hans. Fyrir dómi vildi X ekki staðfesta framburð sinn en bar við minnisleysi. Hann gat lítið sagt um af hverju hann hefði farið í ferðina með ákærða Gunnlaugi og kvaðst ekki þekk ja hann og kannaðist við að hafa farið með pottana frá borði. Við mat á framburði X verður að horfa til þess möguleika að eitthvað hafi haft veruleg hamlandi áhrif á hann. Skoðun á símum X og ákærða Gunnlaugs leiddi í ljós skilaboð þar sem ákærði Gunnlaugur greinir frá því að lögregla og tollyfirvöld hafi tekið hann til skoðunar og hann spyr hvort einhver annar geti sótt X þar sem lögreglan fylgist með honum. Í símtalaskrá X sást að hann ræ ddi margoft við ákærða Jón Inga síðdegis þennan dag og nokkrum sinnum við ákærða Gunnlaug. Þá hringdi hann jafnframt í ákærða Hauk Ægi. Ákærða Hauki Ægi var veitt eftirför af lögreglu og var hann handtekinn fyrir utan heimili [aðstandanda] þar sem hann ha fði komið upp aðstöðu til að losa í sundur pottana, eða pönnurnar, sem höfðu að geyma fíkniefnin. Við handtökuna var sími ákærða opnaður og teknar myndir af því sem sást á samskiptaforritinu Signal. Var það mat lögreglu að hætta væri á sakarspjöllum þar se m hægt er stilla forritið þannig að skilaboð eyðist. Óumdeilt er að ákærði gaf ekki samþykki sitt fyrir því að sími hans yrði skoðaður á þeim tíma. Engu að síður beindi lögreglumaður símanum að andliti hans til þess að komast inn í hann og opnaði gegn vilj a hans. Daginn eftir heimilaði ákærði rannsókn á síma sínum. Höfðu gögn þá eyðst úr símanum en unnt reyndist að endurheimta hluta þeirra. Í málinu er einungis byggt á þeim gögnum sem aflað var með heimild ákærða og reynir því ekki 69 á lögmæti starfsaðferða l ögreglunnar eða vægi þeirra gagna sem aflað var úr síma ákærða á vettvangi handtökunnar. Í símanum sjást skilaboð milli ákærða Hauks Ægis og Pinochio, sem ákærði Jón Ingi hefur viðurkennt að sé hann. Hinn 10. apríl 2024 sendi ákærði Jón Ingi skilaboð um að ákærði Jón Ingi skilaboð um að þeir eigi bara helminginn af efninu. Þá má sjá skilaboð send 10. apríl frá Merðinum, sem ákærði Gunnlaugur hefur gengist við að vera, þar sem hann segist verða með pakka Sími ákærða Gunnlaugs var jafnframt rannsakaður. Var heiti símans skráð Mörðurinn sem jafnframt er notandaheiti hans á Signal. Í síma hans var að finna sam skipti við óþekktan aðila á Instagram þar sem hann greinir honum frá því að hann sé í viðskiptaferð sem hann lýsir svo í samræmi við ferðalag þeirra X . Þá á hann í samskiptum við ákærðu Valgerði Sif um ferðina. Eftir að hann kom í land spyr ákærða Valgerðu r Sif hvar Grim sé, en leyninafn X var Grimlock. Ákærði Gunnlaugur svarar að hann muni sækja hann á eftir en segir svo að kannski geri einhver annar það þar sem hann hafi verið tekinn af lögreglunni. Í framhaldi sendi ákærða Valgerður Sif tvenn skilaboð se m hún eyddi svo úr samskiptum þeirra. Ákærði Gunnlaugur eyddi forritinu Signal úr símanum, en lögreglu tókst að endurheimta þau gögn. Meðal Signal - samskipta ákærða Gunnlaugs má sjá samskipti við ákærða Jón Inga þar sem hann biður ákærða Gunnlaug að hringj a í sig þennan dag og skömmu síðar segir hann að þeir spili þetta eftir hendinni. Nokkru síðar sendir ákærði Jón Ingi Gunnlaugi X frá borði sendir hann á ákærða Gunnlaug að það sé spurning hvort hann haldi sig ekki frá þessu Ingi ákærða Gunnlaug að hringja í sig í h ádeginu daginn eftir. Þá má sjá að ákærði Gunnlaugur átti í samskiptum við ákærða Hauk Ægi á Signal skömmu fyrir handtökuna en þar var um að ræða hljóðskilaboð, auk þess sem þeir áttu í samskiptum daginn áður sem ekki tókst að greina. Á símtalaskrá ákærða Gunnlaugs sást að hann var í samskiptum við ákærða Jón Inga og X . Í síma ákærða var jafnframt að finna bókanir fyrir ferðalagið með skipi, flugi og lest. Þegar horft er til alls framangreinds er ljóst að framburður ákærða Gunnlaugs er ótrúverðugur og ekki í samræmi við gögn málsins. Gögnin benda til þess að hann hafi í raun bókað ferðalagið. Framangreind samskipti hans við alla þá sem ákærðir voru í þessum kafla ákærunnar benda eindregið til þess að hann hafi vitað um fíkniefnin og 70 verið fullur þátttakandi í framangreindri atburðarás. Er háttsemi hans skv. þessum ákærulið sönnuð. Ákærði Jón Ingi hefur gengist við aðkomu að innflutningnum en neitar að hafa skipulagt hann. Við rannsókn málsins í ákærukafla I hljóðritaði lögregla samtal Jóns Inga við óþekktan aðila þar sem hann sagði [gælunafn X] skulda sér 10.000.000 króna og hann vildi senda hann í ferð til að græja skuldina. Þetta fer fyllilega saman við framburð X hjá lögreglu, en hann kvaðst hafa skuldað þá fjárhæð og hafa átt að greiða fyrir með ferðinni . Þá virðist ferðin einnig hafa verið til umræðu í samtali ákærða Jóns Inga við ákærða Árna Stefán 4. mars sl. þar sem fram kom að hann ætlaði að senda annan mann með í ferðina. Þá verður ekki annað lesið út úr framangreindum samskiptum ákærða Jóns Inga vi ð samverkamenn sína en að hann hafi verið sá sem stýrt hafi verkefninu og tekið allar ákvarðanir um tilhögun þess. Verður því fallist á það með ákæruvaldinu að hann hafi skipulagt innflutninginn. Ákærði Haukur Ægir hefur gengist við sínum þætti í innflutn ingnum og kvaðst hafa komið að þessu daginn áður, eða 10. apríl sl. Gögn málsins samræmast þeim framburði hans. Ákærði byggir hins vegar á því að hann hafi talið að efnið væri ekki nema 1,5 kg og hefði ekki tekið þátt hefði hann gert sér grein fyrir því að um meira efni væri að ræða. Ákærði Jón Ingi byggir sömuleiðis á því að hann hafi talið þetta vera magn efnisins sem kæmi til landsins og hann hafi einungis átt helmingshlut í því. Í framangreindum samskiptum milli ákærðu Jóns Inga og Hauks Ægis er að finn a staðfestingu á þessum hafi talið efnið vera 1,5 kg. Reyndist hins vegar vera um tæplega 2,2 kg að ræða. Þrátt fyrir að ákærðu hafi ekki vitað nákvæmlega hve mikið magnið var verður að líta svo á að með því að taka þátt í innflutningnum hafi þeir látið sér í léttu rúmi liggja nákvæmlega hve mikið magn var um að um ræða, sbr. m.a. dóm Landsréttar í máli nr. 342/2023. Er ótvírætt miðað við magn efnanna að þau voru ætlu ð til sölu og dreifingar hér á landi og að ákærðu hafi verið það ljóst. Með hliðsjón af öllu framangreindu er sannað að ákærðu stóðu saman að framangreindum innflutningi og höfðu hver um sig afmarkað hlutverk þannig að virða beri aðild þeirra að brotinu s em eina heild þótt hún sé verkskipt og þáttur hvers og eins mismunandi veigamikill. Þá var þeim ljóst að þeir væru í framangreindu samstarfi með hópi manna sem hefðu mismunandi hlutverk. Er því sannað að þeir hafi staðið saman að verknaðinum, eins og nánar er lýst í ákæru, og varðar brotið við 173. gr. a í almennum hegningarlögum. Brotið er í ákæru jafnframt talið varða við 175. gr. a í lögunum, en fjallað var um það ákvæði hér að framan. Ljóst er að framangreint brot ákærðu var skipulagt og framið af nokkr um mönnum í félagi sem voru meðvitaðir um þátttöku hinna, eins og gögn málsins bera með sér, og var þar ekki um tilviljunarkennt samstarf að ræða. Ljóst er að um skipulagðan verknað var að ræða sem framinn var í ávinningsskyni en 71 ávinningur af brotinu gat orðið umtalsverður. Markmið framangreinds félagsskapar var að flytja inn mikið magn fíkniefna og koma því í dreifingu, en það brot getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Samkvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 175. gr. a í almennum hegningarlögum og verða ákær ðu því jafnframt sakfelldir fyrir brot gegn því ákvæði. Ákærukafli III Ákærðu Önnu Maríu er gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 729,90 g af amfetamíni, 715,618 g af kókaíni og 47,73 g af metamfetam ínkristöllum sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærða neitar sök. Hún kveðst hafa verið erlendis er efnin fundust og ekki vitað af þeim. Hún hafi leyft dóttur sinni að geyma muni hjá sér en ekki gert sér grein fyrir hvað það væri . Húsleit var gerð á heimili ákærðu 22. september 2023 og liggur fyrir að hún var á þeim tíma ekki á landinu. Hún hafði leyft dóttur sinni, ákærðu Valgerði Sif, að geyma muni á heimilinu. Ákærða Valgerður Sif játaði fyrir dóminum vörslur framangreindra fí kniefna. Hún sagði móður sína einungis hafa vitað að hún væri að geyma eitthvað hjá henni en ekki að um fíkniefni væri að ræða. Í gögnum málsins er að finna talsvert af samskiptum milli aðila sem snúast um ákærðu Önnu Maríu og heimili hennar. Af þeim er l jóst að ítrekað var farið á heimilið til að sækja fíkniefni og pakka fíkniefnum. Þá kemur fram að ákærða Tinna Kristín hafði lykil að húsnæðinu og mögulega fleiri ákærðu. Ákærða Anna María átti í samskiptum við fleiri ákærðu og einnig X en hún hefur engar skýringar getað gefið á því. Í framangreindum samskiptum kemur einnig fram að ákærða Anna María hafði aðgang að geymslustöðum fíkniefna og sýndi fólki hvar þau væri að finna. Þá liggja fyrir skilaboð milli ákærðu sjálfrar og ákærðu Tinnu Kristínar þar sem augljóst er að verið er að ræða um að sækja fíkniefni. Af öllu framangreindu er ljóst að ákærðu gat ekki dulist að eitthvað óeðlilegt var á seyði. Ákærða sagði sjálf fyrir dóminum að hún hefði vitað að það væri eitthvað, en ekki gert sér grein fyrir því og ekki spáð neitt frekar í það. Þá sagði hún raunar að sér hefði dottið í hug að um gæti verið að ræða gras, pillur eða eitthvað slíkt. Engu að síður leyfði ákærða að heimili hennar væri notað sem geymslustaður og kærði sig kollótta um hvað og hversu mikið þar var að finna. Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að ákærða er sek um það sem henni er gefið að sök í þessum ákærukafla og er brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli IV Ákærða Skarphéðni er gefið að sök stórfellt fíkniefnalag abrot með því að hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 170,14 g af amfetamíni og 667,32 g af kókaíni sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. 72 Ákærði neitar sök. Hann vildi ekki tjá sig um fíkniefnin fyrir dómi en kannaðist þó við að hafa fengið einhverjar greiðslur frá syni sínum, ákærða Gunnlaugi. Húsleit var gerð á heimili ákærða 21. september 2023 en ákærði var viðstaddur húsleitina og vísaði lögreglumönnum á fíkniefnin í íbúðinni. Í skýrslutöku í framhaldinu kvaðst hann vera að g eyma efnin fyrir son sinn, ákærða Gunnlaug, en stelpa kæmi til að sækja efnin. Þá sagði hann að hann hefði vitað að um ólöglega efni væri að ræða. Sími ákærða var rannsakaður og meðal málsgagna eru skilaboð milli hans og ákærða Gunnlaugs sem fundust í sím anum. Af þeim er ljóst að ákærði vissi hvað var geymt hjá honum og var syni sínum til aðstoðar, m.a. með því að fylgjast með birgðastöðunni. Þá rukkaði hann fyrir að geyma í skáp og frysti, sem eru staðirnir þar sem fíkniefnin fundust. Jafnframt liggja fyr ir skilaboð milli hans og ákærðu Tinnu Kristínar og fram kemur að þau ræddu saman í síma. Þá ræddu feðgarnir um komur hennar til að sækja fíkniefni. Með hliðsjón af öllu framangreindu er komin fram lögfull sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um það sem h onum er gefið að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli V Við húsleit á heimili ákærða Jóns Inga 11. apríl 2024 í Reykjavík var lagt hald á fíkniefni, úðavopn og bitvopn. Ákærði játar sök vegna fíkniefnalagabrots í þessum ákærulið. Sannað er með játningu hans á fíkniefnalagabrotinu og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærði neitar hins vegar sök vegna vopnalagabrots. Meðal gagna málsins er mynd af umræddum vopnum. Ákærði kannaðist við það fyrir dóminum að hafa haft þessa muni á heimili sínu. Hann taldi það hins vegar vera refsilaust enda vær i um að ræða bitlausa rýtinga og safngripi. Ekki er ágreiningur um það hvaða vopn er um að ræða og er tilgreining vopnanna í ákæru nægileg. Samkvæmt a - lið 2. mgr. 30. gr. vopnalaga nr. 16/1998 er bannað að hafa í vörslum sínum bitvopn ef blaðið er lengra en 12 cm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimilishald eða atvinnu. Af myndum af bitvopninu er ljóst að ekki er um að ræða hníf til heimilishalds eða atvinnu. Hefur ákærði því gerst brotlegur við framangreint ákvæði. Þá er skv. 4. mgr. sama ákvæðis ö ðrum en lögreglu óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn. Er því ljóst að vörslur úðavopnsins brjóta einnig í bága við lögin og verður ákærði Jón Ingi því sakfelldur samkvæmt ákærukafla V og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. 73 Ákærukafli VI Ákærði Pétur Þór hefur skýlaust játað brot sitt samkvæmt ákærukafla VI . Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákæru lið og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli VII Ákæruliður VII.1 og VII.2 Ákærði Árni Stefán hefur skýlaust játað brot sín samkvæmt ákæruliðum VII.1 og VII.2. Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákæruliðum og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður VII.3 Ákærða Árna Stefáni er gefið að sök að hafa um nokkurt skeið allt fram til miðvikudagsins 21. febrúar 2024 ítrekað afhent ákærðu Björk Jónsdóttur fíkniefni í Reykjavík. Ákærði neitar sök. Hann skýrði veru sína í viðkomandi götu með því að vinkona hans byggi þar en vildi ekki tjá sig um hvort hann hefði afhent ákærðu Björk fíkniefni eða um hljóðupptökur af samskiptum þeir ra. Ákærða Björk neitaði að tjá sig um framangreint fyrir dóminum. Við skýrslutöku hjá lögreglu gekkst hún hins vegar við því að hafa fengið fíkniefni hjá ákærða Árna Stefáni þegar bornar voru undir hana hljóðupptökur af samskiptum þeirra. Lögregla fylgd i ákærða eftir við rannsókn málsins og beitti rýmishlustun, m.a. í bifreið ákærða. Lögregla varð þess þrisvar sinnum vör, 28. nóvember, 9. desember og 12. desember 2023, að ákærði Árni Stefán hitti ákærðu Björk á bifreiðastæði . Lögregla hlustaði á sams kipti þeirra og var augljóst af þeim að bæði fíkniefni og fjármunir fóru milli þeirra en samskiptunum er nánar lýst í málsatvikum. Þannig tók ákærða Björk við fíkniefnum úr höndum ákærða Árna Stefáns og afhenti honum fjármuni. Við húsleit á heimili ákærðu beggja nokkru síðar fundust fíkniefni. Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum, sem fá stoð í framburði ákærðu Bjarkar hjá lögreglu, er sannað að ákærði Árni Stefán hafi a.m.k. þrisvar sinnum afhent ákærðu Björk fíkniefni eins og honum er gefið að sök í þessum ákærulið og er brotið rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Til þess er hins vegar að líta að engin gögn liggja fyrir um magn efnisins eða tegund og verður tekið mið af því við ákvörðun refsingar. 74 Ákærukafli VIII Ákærða Björk hefur skýlaust játað brot sín samkvæmt ákærukafla VIII . Sannað er með játningu hennar og öðrum gögnum málsins að hún er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í þeim ákærukafla og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli IX Ákærðu Tinnu K ristínu er gefið að sök vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum stunguvopn sem fannst við húsleit á heimili hennar í Reykjavík 21. september 2023. Ákærða neitaði sök og bar því við að einhver hefði skilið hnífinn eftir á heimili hennar en he nni hefði fundist hann flottur og ákveðið að halda honum. Meðal gagna málsins er mynd af umræddu stunguvopni. Samkvæmt b - lið 2. mgr. 30. gr. vopnalaga er óheimilt að hafa í vörslum sínum stunguvopn. Á mynd af hnífnum sem um ræðir sést tvímælalaust að um s líkt vopn er að ræða og gat ákærðu ekki dulist það. Verður hún því sakfelld samkvæmt þessum ákærulið og er brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli X Ákærði Haukur Ægir hefur skýlaust játað brot sín samkvæmt ákæruliðum X.1 og X.2. Sa nnað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákæruliðum og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli XI Ákærðu Thelmu Rún er gefið að sök fíkniefnalagabrot með þv í að hafa haft í vörslum sínum samtals 2,54 g af amfetamíni. Efnið fannst við húsleit lögreglu 11. apríl 2024 á heimili ákærðu í Reykjavík. Ákærða neitar sök. Hún kvað efnið, sem sagt er í skýrslu lögreglu að hafi verið í krukku, hafa verið í kertastj aka sem hefði verið í skáp sem tilheyrði dánarbúi fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún hefði verið að ferja búslóð hans heim til sín og ekki áttað sig á því að þetta væri í henni. Hinn hluti efnisins hefði verið í smelluláspoka í seðlaveski úti í bíl ásamt p eningum sem hefðu verið leigutekjur. Samkvæmt munaskýrslu lögreglu fannst Guess - seðlaveski í eldhúsi eða borðstofu og krukkan, sem reyndar virðist af mynd vera kertastjaki, á hillu í sama rými. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að leitað hafi verið í bifre ið ákærðu en ekkert saknæmt hafi fundist þar. Ákærða hefur játað að eiga seðlaveskið sem um ræðir.Verður að líta til þess að efnið sem um ræðir fannst á tveimur aðskildum stöðum, annars vegar í opnum kertastjaka og hins vegar í veski í eigu ákærðu. Með hli ðsjón af fundarstöðum efnisins 75 og hvernig um það var búið verður að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi haft efnið í sínum vörslum eins og henni er gefið að sök í ákærunni. Verður hún því sakfelld í þessum kafla og er brot ákærðu rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli XIII Ákæruliður XIII.1 Ákærða Vali Sval er í þessum ákærulið gefið að sök peningaþvætti vegna síns þáttar í ákærulið I.2, nánar tiltekið að hafa tekið við 12.396.000 krónum í reiðufé sem var afrakstur brotastarfsemi í ákærulið I.1 frá ákærða Jóni Inga og farið með peningana til ákærða Péturs Þórs og afhent honum þá á verkstæði hans. Ákærði neitaði sök og tjáði sig ekki fyrir dómi. Hann greindi hins vegar frá því hjá lögreglu að ákærði Jón Ingi hefði afhent sér poka með reiðufénu fyrir utan heimili hans og beðið sig að fara með pokann á verkstæðið. Þar hefði ákærði Pétur Þór tekið á móti pokanum. Ákærði Valur Svalur kvaðst ekki hafa litið í pokann og ekki gert sér neina grein fyrir því hvað væri í honum. Hann hefði ei nfaldlega verið að gera félaga sínum greiða. Með vísan til niðurstöðu um ákærulið I.2 er framangreind háttsemi sönnuð þótt ekki liggi fyrir full sönnun um þátt ákærða Jóns Inga. Þá verður að telja að ákærði Valur Svalur hafi mátt gera sér grein fyrir því að hann væri að flytja eitthvað sem væri ekki löglegt en engu að síður hafi hann látið sér í léttu rúmi liggja um hvað væri að ræða. Verður hann því sakfelldur og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður XIII.2 Ákærði Valur Svalur h efur skýlaust játað brot sitt samkvæmt ákærulið XIII.2 . Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákærulið og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli XV Ákær uliður XV.1 Ákærða Daníel Karim er gefið að sök peningaþvætti með hlut sínum í því sem lýst er í ákærulið I.3, en hann hafi móttekið 16.175.000 krónur í reiðufé frá ákærða Árna Stefáni, sem var afrakstur brotastarfsemi, og afhent fjármunina Z . Ákærði neitaði sök og kannaðist ekki við annað en að hafa hugsanlega hitt viðkomandi menn. Lögreglan fylgdi ákærða Árna Stefáni eftir þar sem hann fór og hitti ákærða Daníel Karim á bifreiðastæði við heimili hans og afhenti honum poka, en einnig liggur fyr ir samtal ákærðu Árna Stefáns og Jóns Inga um að ætla að láta hann taka við peningunum og notuðu þeir leyninafn hans What hell, sem eins og áður greinir er skráð 76 á símanúmer ákærða Daníels Karims. Lögregla fylgdi ákærða Daníel Karim síðan eftir þar sem han n fór heim til Z , en eftir það fór Z út á flugvöll og var stöðvaður með fjármunina í farangrinum. Eins og greinir í niðurstöðu um ákærulið I.3 hefur Z staðfest að hafa tekið við fjármununum frá ákærða Daníel Karim bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Í niður stöðu um ákærulið I.3 var talið sannað að um peningaþvætti ákærðu Jóns Inga og Árna Stefáns væri að ræða. Með skýrslu lögreglu um eftirlit með ákærðu Árna Stefáni og Daníel Karim, sem staðfest var fyrir dóminum, og sem fær stoð í framburði Z , er sannað að ákærði Daníel Karim er sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið en ljóst er að hann lét það sér í það minnsta í léttu rúmi liggja hvað hann væri að færa á milli aðila. Er brot hans því rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður XV.2 Ákær ða Daníel Karim er gefið að sök fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu í sölu - og dreifingarskyni 46,3 g af kókaíni og bitvopn, fjaðurhníf, kasthníf, átta stunguvopn, sverð, skammbyssu með hljóðdeyfi, skammbyssu, ha glabyssu, 59 haglabyssuskot og 20 skot og einnig að hafa haft í vörslum sínum stunguvopn sem fannst við leit í bifreið hans. Ákæruvaldið gerði grein fyrir því undir aðalmeðferð málsins að einungis væri átt við að vörslur kókaíns væru í sölu - og dreifingars kyni. Þá var fallið frá ákæru fyrir vopnalagabrot að því er varðar fimm axir. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið geyma byssurnar fyrir einhvern annan og taldi hnífana á heimili sínu ekki andstæða vopnalögum og sagði hnífinn í bílnum sínum vera öryg gistæki. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. vopnalaga nr. 16/1998 má enginn eiga eða nota skotvopn, nauðsynlega íhluti og skotfæri nema hafa til þess tilskilin leyfi eða heimildir. Hið sama gildir um varanlega óvirk skotvopn og eftirlíkingar skotvopna. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laganna er bannað að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum m.a. bitvopn ef blaðið er lengra en 12 cm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimilishald eða atvinnu, fjaðrahníf, fjaðrarýting, fallhníf, fallrýting, stunguvopn eða önnur slík vopn, sverð, sem eru sambland högg - og bitvopna, kaststjörnu, kasthníf eða önnur slík vopn. Í málinu liggur fyrir skýrsla um leit á heimili ákærða og í bifreið hans auk ljósmynda af öllum þeim vopnum sem um ræðir. Af þeim sést glö ggt að framangreind vopn falla öll undir framangreind ákvæði. Ákærði hefur ekki með neinu móti gert líklegt að einhver annar eigi þau skotvopn eða skotfæri sem um ræðir og er framburður hans í þá veru því ekki trúverðugur. Ákærði gekkst við því fyrir dómi num að hafa haft umrædd fíkniefni á heimili sínu en sagðist hafa verið að geyma þau fyrir einhvern annan þar sem hann hefði verið 77 fjárþurfi. Hann kvaðst þó ekki hafa vitað hvort um ólögleg efni væri að ræða þar sem hann hefði ekki getað greint þau. Talsve rt magn sterkra fíkniefna fannst á heimili ákærða og er ljóst af framburði hans að hann gerði sér grein fyrir því að um fíkniefni var að ræða. Jafnvel þótt hann hefði ekki gert sér grein fyrir því er ljóst að hann lét sér í léttu rúmi liggja um hvað var að ræða. Með hliðsjón af magni efnisins verður fallist á það með ákæruvaldinu að líta verði svo á að um vörslur í sölu - og dreifingarskyni hafi verið að ræða. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem greinir í þessum ákærulið og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli XVI Ákæruliður XVI.1 Ákærða Gunnari Karli er gefið að sök peningaþvætti með hlut sínum í broti í ákærulið I.3, en hann hafi geymt og haft í fórum sínum 16.175.000 krónur í reið ufé, sem var afrakstur brotastarfsemi, og afhent fjármunina ákærða Árna Stefáni. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið að geyma eitthvað fyrir ákærða Árna Stefán en ekki hafa kannað nánar hvað það var og ekki talið þörf á því þar sem þeir væru vinir. Hann kvað það algengt að hann hefði geymt hluti fyrir meðákærða enda byggi hann ekki við nógu öruggar aðstæður. Hann viðurkenndi að umrætt sinn hefði ákærði Árni Stefán sótt poka til hans sem hann hefði geymt fyrir hann í tvo daga. Með vísan til niðurstöð u í ákærulið I.3 er sannað að ákærði Gunnar Karl hafi þarna afhent ákærða Árna Stefáni þá fjármuni sem um ræðir. Telja verður að ákærði Gunnar Karl hafi mátt gera sér grein fyrir því að hann væri að geyma eitthvað sem væri ekki löglegt en engu að síður haf i hann látið sér í léttu rúmi liggja um hvað væri að ræða. Verður hann því sakfelldur samkvæmt þessum ákærulið og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður XVI.2 Ákærði Gunnar Karl hefur skýlaust játað brot sitt samkvæmt ákærulið XVI .2 . Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákærulið og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærukafli XVIII Ákærða Andra Þór er gefið að sök fíkniefna - og vopna lagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 147,18 g af amfetamíni sem fannst við húsleit á heimili hans í Reykjavík þann 24. nóvember 2023 og hafa að auki haft í vörslum 78 sínum fjögur haglaskot og fjaðrahníf. Þá er honum gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum 10,03 g af kókaíni sem fundust við öryggisleit á honum. Ákærði hefur játað vörslur á framangreindu, en neitar því að vörslur amfetamínsins hafi verið í sölu - og dreifingarskyni. Hann kvaðst hafa verið í mikilli ne yslu fíkniefna á þessum tíma en í desember 2024 og verið edrú síðan. Hann hefði ætlað öll þessi efni til eigin neyslu. Magn amfetamíns á heimili ákærða var talsvert umfram það sem vænta má til einkaneyslu. Stoðar ákærða ekki að bera fyrir sig að hann hafi neytt svo mikils efnis á þessum tíma að þetta hafi einungis verið nokkurra daga skammtur fyrir hann. Þótt ekki liggi fyrir upplýsingar um styrkleika efnisins verður að miða við það magn sem fannst. Á heimili ákærða fundust jafnframt margir litlir smel luláspokar sem ætla má að hafi verið ætlaðir fyrir neysluskammta fíkniefna og benda til þess að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft fíkniefnin í vörslum sínum í sölu - og dreifi ngarskyni. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru og eru þau þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Refsing, upptökukröfur og sakarkostnaður Við ákvörðun refsingar ákærðu verður litið til þess að starfsemin í ákærulið I.1 var skipulögð og umfangsmikil og laut að sölu og dreifingu mikils magns fíkniefna hér á landi. Stór hópur fólks stóð að starfseminni og er ljóst að um alllangt tímabil var að ræða. Brotin voru skipulögð í þaula og ásetningur ákærðu einbeittu r. Þótt ljóst sé að mikið magn fíkniefna hafi farið í gegnum starfsemina verður við ákvörðun refsingar engu að síður að taka nokkurt mið af þeim fíkniefnum sem haldlögð voru. Þá var um að ræða talsvert magn fíkniefna sem flutt var til landsins samkvæmt ákæ rukafla II með mikinn styrkleika. Ákærði Jón Ingi er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hlaut hann dóm fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga árið 2002. Hann gekkst undir lögreglustjórasátt vegna umferðarla gabrots 7. mars 2023 og 16. október 2023 var hann dæmdur í fangelsi í 45 daga, skilorðsbundið í eitt ár, vegna fíkniefnalagabrots. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi í ákærulið I.1, peningaþvætti í ákærulið I.3, innflutning fíkniefna í ákærukafla II og vopna - og fíkniefnalagabrot í ákærukafla V. Brot ákærða voru framin bæði fyrir og eftir framangreindan dóm frá 16. október 2023. Eru þau því að hluta til hegningarauki en jafnframt hefur ákærði rofið skilorð skv. dóminum. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður skilorðsdómurinn dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Við ákvörðun refsingar verður jafnframt haft í huga það hlutverk 79 sem ákærði Jón Ingi gegndi í starfseminni við skipulag og stjórnun. Með hliðsjón af öllu framangreindu og 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða Jóns Inga hæfilega ákveðin fangelsi í sex ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði Pétur Þór er f æddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hann fjórum sinnum hlotið refsidóm. Nú síðast var hann 19. desember 2022 dæmdur í fangelsi í tvö ár vegna brota gegn 173. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi í ákærulið I.1, peningaþvætti í ákærulið I.2 og vopnalagabrot í ákærukafla VI. Með hliðsjón af veigamiklu hlutverki ákærða í starfseminni og ítrekuðum brotum hans þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 17. til 24. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði Árni Stefán er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, var hann dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, vegna fíkniefnalagabrota og brota gegn 1., sbr. 2., mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars 2021. Ákærði hefur verið sakfelldur fy rir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi í ákærulið I.1, peningaþvætti í ákærulið I.3 og fíkniefnalagabrot í ákærukafla VII. Með hliðsjón af veigamiklu hlutverki hans í starfseminni og ítrekuðum brotum hans þykir refsing hans hæfilega á kveðin fangelsi í fjögur ár. Ákærði Haukur Ægir er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, á hann að baki nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008. Hefur hann nokkrum sinnum verið fundinn sekur um líkamsárásir, sbr. 1. mg r. 217. gr. og 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk umferðar - og fíkniefnalagabrota. Nú síðast gekkst ákærði undir fjórar lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota; 19. júlí 2023,14. ágúst 2023 og tvær 12. júní 2024. Með vísan til þe ssa verður ákærða gerður hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi í ákærulið I.1, innflutning fíkniefna í ákærukafla II og fíkniefna - og vopnalagabrot í ákærukafla X. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði Gunnlaugur er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, var hann dæmdur til sektargreið slu vegna brots gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar 2016. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotasta rfsemi í ákærulið I.1 og innflutning fíkniefna í 80 ákærukafla II. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærða Valgerður Sif er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, da gs. 4. júlí 2024, hefur hún þrisvar sinnum gengist undir lögreglustjórasátt, einu sinni gengist undir viðurlagaákvörðun og einu sinni hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir þátttöku í stórfelldu fíkniefnalagabroti og skipulagð ri brotastarfsemi í ákærulið I.1. Þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Ákærða Tinna Kristín er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hún ekki áður verið fundin sek um refsivert brot. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir þátttöku í stórfelldu fíkniefnalagabroti og skipulagðri brotastarfsemi í ákærulið I.1 og vopnalagabrot í ákærukafla IX. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að hún var einungis fundin sek um að hafa verið þátttakandi í starfseminni hluta tímans. Hins vegar er jafnframt litið til þess magns fíkniefna sem fannst og tengsla hennar við fundarstaðina. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Ákærða Thelma Rún er fædd í . Samkvæmt framlögð u sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hún ekki áður verið fundin sek um refsivert brot. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir þátttöku í stórfelldu fíkniefnalagabroti og skipulagðri brotastarfsemi í ákærulið I.1 og fíkniefnalagabrot í ákærukafla XI. Þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Ákærði Andri Þór er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, á hann að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 2005 en þar er að mestu um að ræða umferðar - og fíkniefnala gabrot. Nú síðast gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt 3. janúar 2024 vegna umferðarlagabrots. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir þátttöku í stórfelldu fíkniefnalagabroti og skipulagðri brotastarfsemi í ákærulið I.1 hluta þess tíma sem um ræðir og fíkni efna - og vopnalagabrot í ákærulið XVIII. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Ákærða Anna María er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hún ekki áður verið fundin sek um re fsivert brot. Ákærða hefur verið fundin sek um stórfellt fíkniefnalagabrot í ákærulið III. Þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í 24 mánuði, en með hliðsjón af hreinum sakaferli hennar þykir mega fresta fullnustu 21 mánaðar af refsingunni og fall i hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Skarphéðinn er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hann ekki áð ur verið fundinn sekur um refsivert brot. Ákærði hefur verið fundin sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í ákærulið IV. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Með hliðsjón af hreinum sakaferli og aldri ákærða þykir 81 mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 Ákærða Björk er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hún ekki áður verið fundin sek um refsivert brot. Ákærða hefur játað brot sín skv. ákærukafla VIII skýlaust og horfir það henni til refsimildunar, sbr. 8. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærðu hæfil ega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði Daníel Karim er fædd ur í . Hann hefur fjórum sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðar - og fíkniefnalagabrota. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og fíkniefna - og vopnalagbrot í ákærukafla XV. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 má nuði. Ákærði Gunnar Karl er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hann ekki áður verið fundinn sekur um refsivert brot. Ákærði hefur verið fundinn sekur um peningaþvætti og fíkniefnalagabrot í ákærukafla XVI. Þykir refsi ng hans hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði Valur Svalur er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 4. júlí 2024, hefur hann ekki áður verið fundinn sekur um refsivert brot. Ákærði hefur verið fundinn sekur um peningaþvætti og fíkniefnalagabrot í ákærukafla XIII. Þykir refsing hans hæfilega á kveðin fangelsi í sjö mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Með vísan til lagaákvæða í ákær u eru gerð upptæk samtals 4.332,9 g af kókaíni, 1.534,1 g af amfetamíni, 9,8 g af ketamíni, 6,8 g af MDMA, 47,73 g af metamfetamínkristöllum og 5,5 stk MDMA sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Einnig eru gerð upptæk með vísan til lagaákvæða í ákæru vopn sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins og öll hafa verið talin brjóta í bága við vopnalög; fjögur haglaskot og fjaðrahnífur sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili ákærða Andra Þó rs, bitvopn sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili ákærðu Bjarkar, bitvopn, fjaðurhnífur, kasthnífur, níu stunguvopn, sverð, skammbyssa með hljóðdeyfi, skammbyssa, haglabyssa, 59 haglabyssuskot og 20 skot sem lögregla fann við leit á heimili og í bifreið ákærða Daníels Karims, haglabyssa, loftskammbyssa með stálkúlum í, raflostbyssa, skot, hnúajárn og piparúðabrúsi sem lögregla fann við leit á dvalarstað 82 ákærða Hauks Ægis og í bifreið hans, tvær raflostbyssur sem lögregla fann við leit á heimili ák ærða Péturs Þórs og mace - brúsi og bitvopn sem lögregla fann við leit á heimili ákærða Jóns Inga. Jafnframt eru gerðir upptækir símar sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins og notaðir voru í fíkniefnaviðskiptum með vísan til lagaákvæða í ákæru. Er þar um að ræða Apple - síma ákærðu Tinnu Kristínar, Samsung - síma ákærða Skarphéðins, bleikan Samsung - síma og gráan Samsung - síma ákærða Gunnlaugs, bleikan Apple - síma ákærðu Valgerðar Sifjar, Samsung - síma ákærðu Önnu Maríu, þrjá Samsung - síma ákærða Árna Stefán s, Apple - síma ákærða Hauks Ægis og Apple - síma og Samsung - síma ákærða Péturs Þórs. Ákæruvaldið hefur einnig krafist upptöku á reiðufé og munum sem lögregla haldlagði undir rannsókn málsins með vísan til 69. gr. og 69. gr. a, b og d í almennum hegningarlögu m nr. 19/1940. Þegar hafa verið gerð upptækar 12.396.000 krónur sem fundust í bifreið Y 19. október 2023 og 16.125.000 krónur sem lögregla haldlagði hjá Z á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt 24. mars 2024 í málum sem klofin voru frá máli þessu. Ákærða Björk h efur ekki mótmælt kröfu um upptöku fjármuna sem eru samtals 213.000 krónur og verður á hana fallist með vísan til framangreindra lagaákvæða. Aðrir ákærðu hafa mótmælt upptökukröfum á fjármunum með vísan til þess að ekki sé um að ræða afrakstur ólöglegrar s tarfsemi. Þá byggir ákærði Haukur Ægir mótmæli sín jafnframt á því að fjármunir sem fundust séu ekki í hans eigu heldur [aðstandanda] hans. Við húsleit á heimili [aðstandanda] ákærða Hauks Ægis, sem hann hafði til umráða á þeim tíma, fundust fíkniefni, vo pn og 101.000 krónur í álpappír í frystinum. [Aðstandandi] ákærða var á þessum tíma stödd erlendis en hann var búinn að útbúa aðstöðu til að opna pönnur með fíkniefnum, sbr. ákærukafla II. Ákærði var handtekinn og gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir. Þeg ar hann var spurður um peningana úr [aðstandanda þinn] þau svör að þetta sé eitthvað svoleiðis svarar hann: [Aðstandandinn] af hverju [aðstandandi] hans sé að geyma peninga í álpappír í frysti svarar hann því að hann viti það ekki, þetta sé eitthvað sem hún sé að safna og segir síðan að hún hafi verið með einhvern 100 þúsund kall og voða ánægð að hafa safnað. [Aðstandandi] ákærða kom fyrir dóminn og staðfesti að hún ætti þessa peninga og sagðist hafa geymt þá í frysti til að fela þá fyrir ákærða. Þegar svör ákærða Hauks Ægis hjá lögreglu um peningana eru skoðuð verður ekki litið öðruvísi á en a ð viðsnúningur hans um að [aðstandandi] hans eigi peningana sé afar ótrúverðugur. Þá var hann í mótsögn við [aðstandandann] þegar 83 hann lýsti því að hún hefði verið stolt af því að hafa safnað þessu en hún sagðist hafa verið að fela fjármunina fyrir honum. Framburð [aðstandanda] hans verður að meta með hliðsjón af tengslum hennar við ákærða. Verður því að hafna þeirri fullyrðingu ákær ða að peningarnir séu ekki í hans eigu. Samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða að hluta. Sama gildir um muni sem keyptir eru fyrir ávinninginn eða komið hafa í stað hans. Þega r ekki er unnt að færa fullar sönnur á fjárhæð ávinnings er heimilt að áætla fjárhæðina. Samkvæmt 69. gr. b í lögunum má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem tilheyra einstaklingi sem gerst hefur sekur um brot þegar brotið er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og það getur varðað að minnsta kosti sex ára fangelsi. Brot ákærðu eru til þess fallin að hafa í för með sér verulegan ávinning og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þá er heimilt að gera upptæka fjárhæð sem svarar til mögulegs ávinnings. Ekki verður talið að þær fjárhæðir sem krafist er upptöku á séu umfram það sem ætla má að ávinningur af brotunum geti verið. Eru því uppfyllt lagaskilyrði fyrir upptöku fjármunanna og verður fallist á framangreindar upptökukröfur um 310.000 krónur, 24.210 evrur, 100 tyrkneskar lírur og 20 pólsk slot hjá ákærða Jóni Inga, 2.597.000 krónur, 400 evrur og 80 dollara hjá ákærða Árna Stefáni, 101.000 krónur hjá ákærða Hauki Ægi, 1.400 evrur og 855.500 krónur hjá ákærða Daníel Karim og 620. 000 krónur hjá ákærða Gunnari Karli. Ákærðu hafa ekki sérstaklega mótmælt kröfu um upptöku á öðrum munum sem eftir standa, utan þess að ákærði Valur Svalur hefur mótmælt upptöku á peningatalningarvél sem fannst við húsleit á heimili hans. Í málinu hafa ek ki komið fram röksemdir sem réttlæta upptöku peningatalningarvélarinnar og ekki hefur verið upplýst hvernig hún tengist þeim brotum sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir. Verður kröfu um upptöku hennar því hafnað. Upptæk verða gerð fjórar vacuum - pökkuna rvélar, helluborð, vog og hamar sem haldlögð voru á heimili ákærðu Önnu Maríu, peningatalningarvél sem lögregla haldlagði á heimili ákærða Péturs Þórs og peningatalningarvél sem lögregla haldlagði á heimili ákærða Jóns Inga. Ákærði Jón Ingi greiði málsva rnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 11.928.800 krónur, 118.400 krónur vegna aksturskostnaðar, og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Ákærði Pétur Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V. Thordersen lögmanns, 10 .478.000 krónur, og 209.808 krónur vegna aksturskostnaðar. Ákærði Árni Stefán greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 6.770.400 krónur. 84 Ákærði Haukur Ægir greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Ei narssonar lögmanns, 12.992.720 krónur, 64.296 krónur vegna aksturskostnaðar og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Við ákvörðun málsvarnarlauna verjanda ákærða Hauks Ægis er ekki tekið mið af tímum vegna ákæruliðar X.3 sem fallið var frá undir meðferð má lsins. Ákærði Gunnlaugur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Áslaugar Láru Lárusdóttur lögmanns, 14.798.160 krónur, 85.164 krónur vegna aksturskostnaðar, og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Ákærða Valgerður Sif greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 7.415.200 krónur. Ákærða Tinna Kristín greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Ágústssonar lögmanns, 6.254.560 krónur. Ákærða Thelma Rún greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elimars Haukssonar lögmanns, 6.319.040 krónur. Ákærði Andri Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Almars Þórs Möller lögmanns, 6.093.260 krónur. Ákærða Anna María greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 4.900 .480 krónur. Ákærði Skarphéðinn greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leós Daðasonar lögmanns, 5.061.680 krónur. Ákærða Björk greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Leifs Runólfssonar lögmanns, 2.063.360 krónur, og þóknun verjanda á rannsó knarstigi, Guðmundur St. Ragnarssonar lögmanns, 225.680 krónur. Ákærði Daníel Karim greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 3.643.120 krónur. Ákærði Gunnar Karl greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Reb ekku Óskar Gunnarsdóttur lögmanns, 4.545.840 krónur. Ákærði Valur Svalur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Ágústs Flygenring lögmanns, 4.102.540 krónur, og þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Birkis Más Árnasonar lögmanns, 572.260 krón ur. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákæruvaldið gerði ekki grein fyrir öðrum kostnaði sem leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson settur varahéraðssaksóknari. Ba rbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 85 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jón Ingi Sveinsson, sæti fangelsi í sex ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði, Pétur Þór Elíasson, sæti fangelsi í fjögur ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 17. til 24. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði, Árni Stefán Ásgeirsson, sæti fangelsi í fjögur ár. Ákærði, Haukur Ægir Hauksson, sæti fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærði, Gunnlaugur J. Skarphéðinsson, sæti fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 12. apríl 2024 dregst frá refsingunni. Ákærða, Valgerður Sif Sigurðardóttir, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærða, Tinn a Kristín Gísladóttir, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærða, Thelma Rún Ásgeirsdóttir, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærði, Andri Þór Guðmundsson, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærða, Anna María Haraldsdóttir, sæti fangelsi í 24 mánuði en fullnustu 21 mánaðar af ref singunni er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Skarphéðinn Jóhannsson, sæti fangelsi í 12 mánuði en fullnustu refsingar innar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærða, Björk Jónsdóttir, sæti fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði, Daníel Karim Mikaelsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærði, Gunnar Karl Pálmason, sæti fangelsi í tíu mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði, Valur Svalur Svavarsson, s æti fangelsi í sjö mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærðu sæti upptöku á 4.332,9 g af kókaíni, 1.534,1 g af amfetamíni, 9,8 g af ketamíni, 6,8 g af MDMA, 47,73 g af metamfetamínkristöllum og 5,5 stykkjum af MDMA. 86 Ákærði Jón Ingi sæti upptöku á macebrúsa, bitvopni , 310.000 krónum, 24.210 evrum, 100 tyrkneskum lírum, 20 pólskum slotum og pen ingatalningarvél. Ákærði Pétur Þór sæti upptöku á tveimur raflostbyssum, Apple - síma, Samsung - síma og peningatalningarvél. Ákærði Árni Stefán sæti upptöku á þremur Samsung - símum, 2.597.000 krónum, 400 evrum og 80 dollurum. Ákærði Haukur Ægir sæti upptöku á haglabyssu, loftskammbyssu með stálkúlum í, raflostbyssu, skotum, hnúajárni, piparúðabrúsa, Apple - síma og 101.000 krónum. Ákærði Gunnlaugur sæti upptöku á bleikum Samsung - síma og gráum Samsung - síma. Ákærða Valgerður Sif sæti upptöku á bleikum Apple - síma. Ákærða Tinna Kristín sæti upptöku á Apple - síma. Ákærði Andri Þór sæti upptöku á fjórum haglaskotum og fjaðrahníf. Ákærða Anna María sæti upptöku á Samsung - síma, fjórum vacuum - pökkunarvélum, helluborði, vog og hamri. Ákærði Skarphéð inn sæti upptöku á Samsung - síma. Ákærða Björk sæti upptöku á bitvopni og 213.000 krónum. Ákærði Daníel Karim sæti upptöku á bitvopni, fjaðurhníf, kasthníf, níu stunguvopnum, sverði, skammbyssu með hljóðdeyfi, skammbyssu, haglabyssu, 59 haglabyssuskotum o g 20 skotum, 1.400 evrum og 855.500 krónum. Ákærði Gunnar Karl sæti upptöku á 620.000 krónum. Ákærði Jón Ingi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 11.928.800 krónur, og 118.400 krónur vegna aksturskostnaðar, og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Ákærði Pétur Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V. Thordersen lögmanns, 10.478.000 krónur, og 209.808 krónur vegna aksturskostnaðar. Ákærði Ár ni Stefán greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 6.770.400 krónur. Ákærði Haukur Ægir greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 12.992.720 krónur, 64.296 krónur vegna aksturskos tnaðar og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Ákærði Gunnlaugur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Áslaugar Láru Lárusdóttur lögmanns, 14.798.160 krónur, 85.164 krónur vegna aksturskostnaðar og 1.112.341 krónu í annan sakarkostnað. Ákærða Val gerður Sif greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 7.415.200 krónur. Ákærða Tinna Kristín greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Ágústssonar lögmanns, 6.254.560 krónur. 87 Ákærða Thelma Rún greiði málsvar narlaun skipaðs verjanda síns, Elimars Haukssonar lögmanns, 6.319.040 krónur. Ákærði Andri Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Almars Þórs Möller lögmanns, 6.093.260 krónur. Ákærða Anna María greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðm undar St. Ragnarssonar lögmanns, 4.900.480 krónur. Ákærði Skarphéðinn greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Leós Daðasonar lögmanns, 5.061.680 krónur. Ákærða Björk greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Leifs Runólfssonar lögmanns, 2.063.3 60 krónur, og þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Guðmundur St. Ragnarssonar lögmanns, 225.680 krónur. Ákærði Daníel Karim greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 3.643.120 krónur. Ákærði Gunnar Karl greiði mál svarnarlaun skipaðs verjanda síns, Rebekku Óskar Gunnarsdóttur lögmanns, 4.545.840 krónur. Ákærði Valur Svalur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Ágústs Flygenring lögmanns, 4.102.540 krónur, og þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Birkis Más Árnasonar lögmanns, 572.260 krónur. Barbara Björnsdóttir