• Lykilorð:
  • Hylming
  • Játningarmál
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 25. maí 2018 í máli nr. S-241/2018:

Ákæruvaldið

(Einar Laxnes aðstoðarsaksóknari)

gegn

Deividas Jasinskas

(Brynjólfur Eyvindsson lögmaður)

 

I

Mál þetta, sem dómtekið var 22. maí 2018, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á hendur Deividas Jasinskas, kt. 000000-0000, litháískum ríkisborgara, með ákærðu 18. maí 2018 fyrir eftirtalin auðgunarbrot, framin á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018:

 

„1. Fyrir þjófnað, með því að hafa sunnudaginn 21. janúar  í félagi við þekktan aðila brotist inn að  [...] í Reykjavík, með því  að spenna upp glugga og stolið þaðan skartgripum;  þríkrossi úr gulli, festi úr gulli með margfaldri keðju og rauðum steini,  armbandi og gullhring eftir Kjartan Ásmundsson að ótilteknu verðmæti.

Mál nr. 007-2018-4265

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

2. Fyrir þjófnað og til vara hylmingu, með því að hafa þriðjudaginn 23. janúar  brotist inn að   [...] í Kópavogi, með því að spenna upp svalahurð og stolið þaðan, tveimur  úrum að gerðinni Delma og Fossil, þráðlausum hátalara af gerðinni Bose að verðmæti kr. 30.000,- þúsund, peningaseðlum allt að 100 evrum, íslenskri skiptimynt, allt að kr. 2.000,- og tveimur ilmvatnsglösum af gerðinni Chanel og Boss, en úrin fundust í vörslum ákærða á dvalarstað hans að Bergstaðastræti 14 í Reykjavík  þann 27. febrúar sl., sbr. mál lögreglu 007-2018-12198 (munaskrá nr. 128185, munanúmer 459427, 459424) en ákærða átti að vera það ljóst að úranna hafði verið aflað með refisverðum hætti.      

Mál nr. 007-2018- 4815

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara við 254. gr. sömu laga.

 

3. Fyrir þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 25. janúar  brotist inn að   [...] í Reykjavík með því að spenna upp glugga og stolið þaðan peningum í íslenskri mynt  og gjaldeyri,  bandarískum og áströlskum dollurum, evrum dönskum og sænskum krónum allt að kr. 500.000,- þúsund, ýmsum skartgripum, meðal annars tveimur hálsmenum, annað með bláum steini, tveimur pörum af eyrnalokkum, gullhring með fjórum rúbín steinum, gullhring með perlu, gullhálsmeni með þremur keðjum, eyrnalokkum með gulum kristalsteini,  armbandi frá Sif Jakobs, fjórum gullhringjum, þar af einn með rústrauðum sporöskjulaga steini að ótilteknu verðmæti.

Mál nr. 007-2018- 5386

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

4. Fyrir þjófnað og til vara fyrir hylmingu, með því að hafa fimmtudaginn 25. janúar brotist inn að [...] í Kópavogi, í félagi með þekktum aðila, með því að  spenna upp svalahurð og stolið þaðan fjórum úrum  af gerðinni Boss,  Delma,  Movado og Gucci, silfurkross frá Jens,  og ýmsum skartgripum frá Jens og Armani, að ótilteknu verðmæti,  en Delma úrið fannst í vörslum ákærða á dvalarstað hans að [...] í Reykjavík  þann 27. febrúar sl., sbr. mál lögreglu 007-2018-12198 (munaskrá nr. 128185, munanúmer 459426)  en ákærða átti  að vera það ljóst að úrinu hafði verið aflað með refisverðum hætti.     

Mál nr. 007-2018- 5302

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara við 254. gr. sömu laga.

 

5. Fyrir þjófnað og til vara fyrir hylmingu, með því að hafa fimmtudaginn 8. febrúar  í félagi við þekktan aðila brotist inn  að [...] í Reykjavík, með því  að spenna upp glugga og stolið þaðan  ýmsum skartgripum, úrum og peningum; giftingahring úr gulli, merktur, „þinn A", þreföldum demantshring  úr gulli og hvítagulli með mörgum litlum steinum, demantshring úr hvítagulli með einum litlum ferköntuðum steini, hringlaga/stjörnulaga demantshring úr hvítagulli með einum steini, demantshring úr gulli með stórum steini,  tvö pör af demantseyrnalokkum úr hvítagulli, með litlum steinum og venjulegri festingu, hinir með stærri steinum, demantseyrnalokkar úr hvítagulli, tvö pör  með litlum steinum og venjulegri festingu, hinir með stærri steinum og skrúfaðri festingu,  demantshálsmen úr hvítagulli með einum stein og stillanlegri keðju, úr af gerðinni  Guess, stállitað með ferkantaðri perluskífu og sirkonsteinum, úr  af gerðinni YSL, svart með kringlóttri skífu og gylltum röndum, úr af gerðinni D&G, stállitað með sirkon steinum í kring um kassalaga skífuna og D&G stöfum á ólinni, armband af gerðinni  YSL með leðuról og gylltum pússuðum stöfum (YSL),  hálsmen úr 18 kt gulli, merkt með nafnið B á arabísku, sérhannað, keypt í Afríku 2006, tvö styrkjarhálsmen frá Sif Jakobs, með blóm og kúlu í keðjunni, gullhringur tígrísdýr af gerðinni  KENZO, armband af gerðinni Michael Kors með mörgum stállituðum kúlum á bandi, hálskeðja þrílit frá Pilgrim, gull, hvítagull og svört með 3 hjörtum á, armband þrílitt frá  Pilgrim, gull, hvítagull og svört, Pilgrim hálsmen, stállitað blóm með hvítu í, hálsmen með 2 fjöðrum  frá Pilgrim, tvö armbönd frá Dyrberg Kern með áletruninni „travelling“, tveir 18 kt. gullkrossar, 18 kt gróf hálsgullfesti,  gullfesti með hlekkjum og armband í stíl, gullarmband með fíngerðinni 18 kt gullkeðja, fíngerð 18 kt gullarmband, tveir fínlegir gullhringar, annar með perlu og hinn litlum rúbín, eitt  nafnaarmband úr silfri, tvö   bænahálsmen, silfurhringlur, gulleyrnalokkar með litlum lituðum steinum, tvær nælur stállitaðar og bleikar (frá „göngum saman" samtökunum í BNA),  tvö silfursett, eyrnalokkar og hringur, frá Jóni og Óskari, einnig tugir hringa, eyrnalokka, armbanda, hálsfesta, úr með gullól, gullkrossar ofl. sem brotaþoli erfði eftir móður sína, einnig gjaldeyrir, allt að 300 USD dollarar, 3000 norskar krónur og 2500 danskar krónur, sem voru í þremur buddum,   grænni kamoflas skólatösku en í töskunni var vasareiknir, tvö  pör af eyrnalokkum frá Sif Jakobs, hringir sem með sirkon steinum og lokkar með hring á pinnanum,  hálsmen með sirkonsteinum frá Sif Jakobs, hringur með keðju í gegnum efsta hlutann á hringnum og  tveimur stórum hringum  frá  Sif Jakobs með sirkonsteinum, (munaskrá númer 129357), en heildarverðmæti muna og peninga, allt að kr. 2.000.000,-. En skartgripir fundust í vörslum ákærða á dvalarstað hans að [...] í Reykjavík  þann 27. febrúar sl., sbr. mál lögreglu 007-2018-12198 (munaskrá nr. 128185, munanúmer 459433, 459435, 459436, 459443, 459447, 459450, 459457 og 4594586)  en ákærða átti að vera það ljóst að skartgripunum hafði verið aflað með refisverðum hætti.     

Mál  nr. 007-2018-8550

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara við 254. gr. sömu laga.

 

6. Fyrir þjófnað, með því að hafa föstudaginn 9.  febrúar  brotist inn að [...] í Garðabæ, með því að spenna upp hurð og stolið þaðan, tveimur  silfurhálsmenum, gullhálsmeni, málmhálsmeni, tveimur brjóstnælum, armbandsúri og ilmvatnsglasi af gerðinni Chanel, að ótilteknu verðmæti.

Mál nr.  007-2018-8740

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

7. Fyrir þjófnað og til vara fyrir hylmingu, með því að hafa föstudaginn 9. febrúar í félagi við þekktan aðila brotist inn að [...] í Kópavogi, með því að með því að spenna upp glugga og stolið þaðan peningum, íslenskum krónum, evrum, sænskum og  og dönskum  krónum að fjárhæð  kr. 207.000,-,  karlmannsskartgripum; meðal annars gullhring, gullhálsmeni fyrir  frá Gilbert úrsmið, vasaúr með gullloki og keðju,  skyrtuhnöppum úr silfri og bindisnælu; kvenmannsskartgripum, hálsfesti, hálsmeni, sett af gullhálsmeni og gullhring með demanti frá Jóni Sigmundssyni, (14 karata), hring af gerðinni Swatch, silfureyrnalokkum, handsmíðað hálmen úr gulli með jade steini, gullhálsmeni, gullhring með fjólubláum eðalsteini,  sett af perlufesti og perlueyrnalokkum, handsmíðað hálsmen úr silfri með ísl. steini frá Djúpalónssandi, sett af finnsku hálmeni og eyrnalokkum, hjartahálsmenn frá Timo og Siggu, hálsmen úr hvítagulli eins og laufblað, gullhringur með einum demanti, par af eyrnalokkum úr silfri, brons og eir, gullhring með tópas (trúlofunarhringur), tveimur silfurhálsmenum með stórum rafsteini, brjóstnælu, gullhring með aquamarine steini, silfurhring með svartri perlu, hamrað silfurband, silfurkrossi, gullhringur með demanti, sett af sérhönnuðu gullhálsmeni og eyrnalokkum með sextán demöntum, en heildarverðmæti munanna var allt að kr. 1.841.000,-. en skartgripir og úr  fundust í vörslum ákærða á dvalarstað hans að [...] í Reykjavík  þann 27. febrúar sl., sbr. mál lögreglu 007-2018-12198 (munaskrá nr. 128185, munanúmer 459425, 459437, 459442, 459443, 459441, 459450, 459457 og 4594586)  en ákærða átti að vera það ljóst að mununum  hafði verið aflað með refisverðum hætti.      

Mál nr. 007-2018- 8677

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara 254. gr. sömu laga.

 

8.  Fyrir þjófnað, með því að hafa laugardaginn 10. febrúar  brotist inn að  [...] í Garðabæ, með því að spenna upp glugga og stolið þaðan fjórum armbandsúrum af gerðinni  TagHeur, Michael Kors, Guess, og eitt brúnt úr með langri brúnni leðuról og veski af gerðinni Marc Jacobs sem innihélt debetkort og inneignarkort, allt að ótilteknu verðmæti. 

Mál nr. 007-2018-8876

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

9.  Fyrir þjófnað, með því að hafa  sunnudaginn 11. febrúar í félagi við þekktan aðila brotist inn að [...] í Reykjavík, með því  að spenna upp glugga og stolið þaðan skartgripum og úrum;  þremur þríkrossum,  brjóstnælu, einum þríkross með pinna, tveimur armböndum, einn hlekkur með hvítagulli,  annar úr þungu rauðu gulli,  sett af armbandi og hálsmeni  úr gulli, gullhring (steinlaus), gullhring með 4 rúbínum og 8 demöntum, löng perlufesti með silfurlás, eyrnalokkum vafðir gulu og hvítu gulli, eyrnalokkum með 3 demöntum og smaragaður,  þremur úrum af gerðinni Gucci, úr af gerðinni Coccinelle, úr af gerðinni Skagen, úr af gerðinni Donna Karen, silfur úri (finnsk hönnnun), gulleyrnarlokkum með perlu, eyrnalokkum með 4 rúbínsteinum,  tvöföldu stóru gullarmbandi, eyrnarlokkum úr hvítu og gulu gulli, demantshálsmen með demant í kló, gullhring með perlu, gömlum gullhring með stórum stein, kúptum gullhring með 4 demöntum, gullhring með Lapiz Lazula, skartgripakassa og vasa sem var í baðglugga, að heildarverðmæti  allt að kr. 2.516.900,- ( munaskrá nr. 129424).

Mál nr. 007-2018-8988

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

10.  Fyrir þjófnað og til vara fyrir hylmingu, með því að hafa mánudaginn 26. febrúar  í félagi við þekktan aðila brotist inn  að [...] í Reykjavík, með því  að spenna upp glugga og stolið þaðan brjóstnælu í peysuföt, en   nælan fannst þann 27. febrúar sl. á dvalarstað  ákærða að [...] í Reykjavík,  sbr. mál lögreglu 007-2018-12198, (munaskrá 128185, 459431).     

Mál nr.  007-2018-12114

Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara við 254. gr. sömu laga.

 

11.  Fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa þriðjudaginn 27. febrúar  félagi við þekktan aðila  í auðgunarskyni reynt að brjótast inn í íbúðarhúsið að  [...] í Garðabæ með því að reyna spenna upp glugga, en vitni sá til kærða, þannig að hann yfirgaf vettvang, en meðkærði stóð skammt frá til vakta innbrotsstað og var kærði handtekinn í kjölfarið ásamt meðkærða.

Mál nr. 007-2018-12198.

Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr.  almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

 

12. Fyrir peningaþvætti og  til vara hylmingu, með því að hafa um nokkurt skeið og fram til þess tíma tekið við og haft í vörslum sínum eftirgreinda muni sem lögregla fann á dvalarstað ákærða og annars þekkts aðila að [...] í Reykjavík þriðjudaginn  27. febrúar 2018. Munum þessum hafði verið stolið í innbrotum víða um höfuðborgarsvæðið og ákærða hlaut að vera ljóst að þeirra hafi verið aflað með refsiverðum hætti. Um var að ræða eftirgreinda muni, meðal annars skartgripi og peningaseðla, sbr. munaskýrsla frá 27.2.2018, (sbr. munaskrá 128185):

 Mál nr.  007-2018-12198

 

Númer

Gerð

Lýsing

459404

Peningaseðlar Erlend mynt

Dollarar 78

459405

Peningaseðlar Íslenskar krónur

9 stk. af gömlum 25 krónu seðlum.

459406

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Fimm hundruð króna seðil síðan 1928

459407

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Sjö peningaseðlar 500 krónur síðan 1961

459408

Peningaseðlar Íslenskar krónur

14 stykki af 100 krónu seðlum síðan 1961

459409

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Fimm stykki af 1000 krónu seðlum síðan 1961

459410

Mynt Íslenskar krónur

Fimm stykki 10 krónu seðlar síðan 1928

459411

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Fimm stykki 10 krónu seðlar síðan 1961

459412

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Fjórir 100 krónu seðlar frá 1986

459413

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Þrír 10 krónu seðlar frá 1961

459414

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Þrír 1000 króna seðlar frá 1961

459415

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Átta fimm krónu seðlar frá 1957

459416

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Tveir 50 krónu seðlar frá 1928

459417

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Einn 100 krónu seðill frá 1928

459418

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Tveir fimm krónu seðlar frá 1928

459419

Peningaseðlar Íslenskar krónur

Einn fimmtíu krónu seðill frá 1961

459420

Peningaseðlar Erlend mynt

Einn finnskur seðill frá 1980

459421

Peningaseðlar Erlend mynt

100 peseta seðill frá 1970

459422

Peningaseðlar Erlend mynt

50 krónu seðill sænskur

459423

Peningaseðlar Erlend mynt

10 krónu seðill frá Færeyjum.

459428

Armbandsúr

Polo Club gult og silfrað armbandsúr.

459429

Armbandsúr

Guess armbandsúr silfrað með blárri skífu.

459432

Hálsmen

14 k hálskeðja úr gulli.

459434

Armband

Gull armband, áletrun 777

459438

Eyrnalokkar

Tveir eyrnalokkar gylltir með hvítum perlum.

459439

Keðja (skartgripur)

Löng gullkeðja, ómerkt með engum lás.

459440

Ermahnappar

Gylltir ermahnappar með ferköntuðum brenndum fleti.

459444

Brjóstnál/næla

Gyllt brjóstnæla með áletrun Made in (óskiljanlegt)

459445

Hálsmen Ekki vitað

þunn silfur keðja

459446

Eyrnalokkar

Gull eyrnalokkur með stórri gullkúlu.

459448

Keðja (skartgripur)

Gull keðja, slitin

459449

Keðja (skartgripur)

Gull hálsmen, keðja

459451

Eyrnalokkar

Stakur eyrnalokkur. Gull með hvítri plötu

459452

Skartgripir - Ýmislegt

ýmsir partar úr skarti. Grænir steinar, lykkjur úr úri eða armbandi o.fl.

459459

Sjá lýsingu

Leonard skartgripapoki og svartur tau poki undir skartgripi.

459478

Hátalari Bose

Sound Likn mini silfur Bose hátalari

 

Telst þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.“

 

Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á haldlögðum munum, sem lögregla lagði hald á 27. febrúar 2018, sbr. ákæruliður 12, og var afrakstur af brotastarfsemi ákærða, samkvæmt heimild í 1. mgr. 69. gr., og 69. gr. b. og 2. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009, en til vara með heimild í 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 69. gr. d. sömu laga.

 

II

Við þingfestingu málsins játaði ákærði skýlaust sök og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann samþykkti einnig upptöku á þeim munum sem lögreglan lagði hald á og taldir eru upp í ákærulið 12. Þá krafðist verjandi hans hæfilegrar þóknunar sér til handa.

Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins og er ekki ástæða til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Samkvæmt því er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Um málsatvik er látið nægja að vísa til ákæru, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og verður dómur lagður á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. 164. gr. sömu laga.

Ákærði er litháískur ríkisborgari, fæddur árið 1992. Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Við ákvörðun refsingar verður til þess horft, sem og skýlausrar játningar ákærða fyrir dómi. Á hinn bóginn verður og að líta til þess að brot ákærða eru fjölmörg, og sum alvarlegs eðlis, og unnin í félagi við aðra. Að því virtu og með vísan til 1., 2., 6. og 7. tl. 1. mgr., sbr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í átta mánuði, en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 27. febrúar 2018. Þá verður með vísan til 1. mgr. 69. gr. sömu laga fallist á upptöku þeirra muna er taldir eru upp í 12. lið ákæru.

Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 68. gr. laga nr. 49/2016, verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, en um er að ræða þóknun verjanda ákærða, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 923.800 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar lögmannsins að fjárhæð 63.000 krónur, og annan sakarkostnað að fjárhæð 18.000 krónur. 

Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

D ó m s o r ð:

Ákærði, Deividas Jasinskas, sæti fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 27. febrúar 2018 að fullri dagatölu.

Upptækir skulu gerðir peningaseðlar, skartgripir og aðrir munir sem lögregla lagði hald á og tilgreindir eru í 12. lið ákæru.

Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 923.800 krónur, auk ferðakostnaðar lögmannsins, 63.000 krónur, og 18.000 krónur í annan sakarkostnað. 

 

Ingimundur Einarsson