Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 8 . mars 2024 Mál nr. E - 247/2023 A (Stefán Geir Þórisson lögmaður) gegn B (Hólmfríður Björk Sigurðardóttir lögmaður) I. Dómkröfur, aðild og málsmeðferð 1. Mál þetta er höfðað 25. september 2023. Stefnandi er A... , ... , ... , og stefndi er B... , ... , ... . 2. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda B... vegna afleiðinga vinnuslyss sem átti sér stað þann 30. nóvember 2020 er stefnandi féll af millilofti í ... í ... við ... í ... . Jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3. Stefndi krefst sýk nu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi hans. 2 4. Aðalmeðferð málsins fór fram miðvikudaginn 21. febrúar 2023, og hófst á vettvangsgöngu dómara ásamt stefnanda, framkvæmdastjóra stefnda og lögmönnum aðila. Aðalmeðferð var framh aldið í dómsal í Borgarnesi og var málið dómtekið að henni lokinni. 5. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur fyrir dómi , með stöðu aðila, stefnandi A... og forsvarsmenn stefnda, E... framkvæmdastjóri, F... , formaður stjórnar , og G ... gjaldkeri. Þá gáfu s kýrslur í gegnum fjarfundarbúnað vitnin D... , fyrrum starfsmaður stefnda , og H... , framkvæmdastjóri félags stjórnenda. II. Málsatvik 6. Stefnandi varð fyrir alvarlegu vinnuslysi 30. nóvember 2020 í starfi sínu hjá B... í ... í ... stefnda við ... í ... . 7. Stefnandi sem hóf störf hjá stefnda 2002 var að vinna á millilofti í rúmleg a 3 m etra hæð en til að komast á milliloftið þurfti hann stiga. Stiganum var að sögn stefnanda stungið undir slá hjá milliloftinu til að festa hann og þar með koma í veg fyrir að hann rynni til hliðanna. Á meðan stefnandi var að sinna sínum störfum á milliloftinu k veður stefnandi samstarfsmann sinn, D... , hafa tekið stigann til þess að skipta um ljósaperu. Þegar hann hafi skilað stiganum til baka hafi hann ekki gætt þess að stinga stiganum undir slána heldur lagt hann við milliloftið. Stefnandi kveðst enga vitneskju hafa haft um að stiginn hefði verið fjarlægður á meðan hann vann á milliloftinu og þegar hann var að fara niður stigann hafi stiginn runnið til hliðar með þeim afleiðingum að stefnandi féll til jarðar og slasaðist alvarlega. 8. Stefndi mótmælir í greina rgerð sinni að aðdragandi slyssins hafi verið með framangreindum hætti og telur ósannað að samstarfsmaður stefnanda hafi fært stigann eða ekki fest hann sem sk y ldi en ekkert liggi fyrir um þetta í gögnum málsins. Stefndi vísar í greinargerð þvert á móti ti l upplýsinga frá D... , þess efnis að hann hafi verið að vinna við að þrífa ... ekki langt frá þeim stað þar sem stefnandi hafði verið við vinnu á milliloftinu en vitnið hafi sjálfur ekkert þurft að nota stiga umrætt sinn og hefði ella getað notast við anna n stiga. Hann hafi ekki séð stefnanda falla en hafi heyrt dynk. Hann hafi komið að stefnanda þar sem hann hafi legið á gólfinu og ekki virst geta staðið upp. 3 9. Ágreiningslaust er að D... bar stefnanda eftir slysið út í bíl og ók í áttina að ... að beiðn i stefnanda þar sem þeir mættu eiginkonu stefnanda sem slóst í för og stefnanda var komið undir læknishendur. Upplýst er að sama dag frétti framkvæmdastjóri stefnda sem er staðsettur á ... af slysinu og var í góðu sambandi við stefnanda næstu daga eftir sl ysið. 10. Slysið var tilkynnt af hálfu stefnanda til vátryggingafélags stefnda þann 2. desember 2021. Í til kynn ingunni er tekið fram að stefnandi hafi fallið af millilofti niður 3 metra , en þess ekki getið að stefnandi hafi fallið úr stiga og sambærileg ar upplýsingar er að finna í tilkynningu stefnda til Vátryggingafélags Íslands hf. vegna málsins. Atvikið var talið bótaskylt þar úr slysatryggingu launþega og var gert upp á grundvelli fyrirliggjandi matsgerðar 1. mars 2023, með greiðslu að fjárhæð 10.661 .055 kr. til stefnanda. 11. Slysið var tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins þann 15. janúar 2021. Er þar einnig tekið fram að stefnandi hafi fallið af millilofti niður 3 metra, en hvergi tekið fram að stefnandi hafi fallið úr stiga. Eftirlitið var ekki kalla ð á slysavettvang að sögn stefnda samkvæmt beiðni stefnanda sjálfs en stefnandi þvertekur fyrir að hafa lýst slíkri afstöðu. Vinnueftirlitið rannsakaði slysið ekki sbr. tilkynningu til lögmanns stefnanda eftir eftirgrennslan lögmannsins í október 2021. 12 . Samkvæmt óundirrituðum ráðningarsamningi aðila frá árinu 2010, sem stefndi hefur lagt ... ásamt húsnæði og búnaði á bar stefnandi sem stöðvarstjóri ábyrgð á gerð rekstrar - og fjárfestingaráætlana ásamt f ram kvæmdastjóra og að ... , ... , ... og aðra launasamninga við almenna starfsmenn ... í samráði við framkvæmdarstjóra ráðningarsamningnum var jafnframt kveðið á um að öryggismál, bæði hvað varðar öryggi starfsmanna svo og rýrnun , þekkta og óþekkta, skyldu vera í stöðugri athugun og að koma skyldi í veg fyrir alla óþarfa umgengni. St efnandi kannaðist fyrir dómi ekki við samninginn og mundi ekki eftir að hafa ritað undir slíkan. 13. Stefnandi hlaut m.a. heilahristing og áverka á hrygg og hryggja r liði í hálsi. Fyrir liggur miska - mat I... , sérfræðings í heila - og taugasjúkdómum , dagset t 1. mars 2023 , þar sem afleiðingar slyssins voru metnar til samtals 35% miska , þar af 15% vegna heilkennis eftir höfuð áverka, 7% vegna helftareinkenna, 8% vegna eyrnasuðs/ýls og 5% vegna hálshryggjartognunar. Sökum slyssins hefur stefnandi verið óvinnufæ r með öllu. 4 14. Þar sem stefndi var ekki með ábyrgðartryggingu á slysdegi gerði lögmaður stefnanda kröfu beint á stefnda til viðurkenningar á bótaskyldu. Bótaskyldu var hins vegar hafnað með bréfi stefnda um starfslok 31. janúar 2023. III. Málsástæður og lagarök stefnanda 15. Krafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu er byggð á því að vinnuveitandi stefnanda, B... , beri skaðabótaábyrgð á slysi hans á grundvelli óskráðra meginreglna skaðabótaréttarins um sök og vinnuveitandaábyrgð sem og þei rra skráð u regl na er gilda um að skylt sé að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. 16. Stefnandi byggir á því að um gáleysi hafi verið að ræða hjá samstarfsmanni hans, D... , að festa ekki stigann undir slána þegar hann hafi skilað stiganum til baka. Hefði samstarfsmaður stefnanda gætt að sér og farið að 37. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu hætti og öryggi á vinnustöðum með því að haga og framkvæma vinnu sína þannig að gætt væri fyllsta öryggis hefði verið hægt að koma í veg fyrir slys stefnanda. 17. Með vísan til meginreglu skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð telur stefnandi vinnu veit - anda sinn bera ábyrgð á slysinu vegna sakar samstarfsmanns síns. Þá byggir stefnandi á að skv. 13. gr. laga nr. 46/1980 þar sem kveðið er á um þá skyldu atvinnurekanda að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis á vinnustað , þ.á m. við framkvæmd vinnu , sbr. 37. gr. laganna. Hafi samstarfs - maður stefnanda vikið frá þeirri háttsemi að gæta fyllsta öryggis við framkvæmd starfsins og sý nt þar með af sér gáleysi sem telja verði honum til sakar í skilningi skaðabótaréttar. 18 . Stefnandi vísar þá til II. viðauka við reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja, sem sett hafi verið á grundvelli 47. gr. laga nr. 46/1980 en þar sé að finna ákvæði um notkun tækja þegar unnið . Þá sé svofellt ákvæði í 4.2.2. gr.: anlegir stigar renni til við notkun með því að festa efri eða neðri enda hans, með búnaði sem hindrar að hann renni til eða með einhverjum öðrum hætti sem hefur an umrætt sinn. Hins vegar hafi samstarfsmaður hans ekki gætt sömu varkárni þegar hann skilaði stiganum til baka eftir notkun sína sem valdið hafi tjóni stefna nda. 19. Stefnandi vísar því á bug að staða hans sem ... og yfirmaður D... skipti máli við sakarmat. Stefnandi hafi engin áhrif getað haft á þá saknæmu háttsemi sem samstarfsmaður hans hafi gerst 5 sekur um með framangreindum hætti. Vitnið hafi tekið stigann úr ákveðinni stöðu og hefði átt að ganga frá honum með sama tryggilega hætti en því hafi stefnandi mátt treysta. 20. Stefnandi áréttar að skv. 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 sé það einungi s stórkostlegt gáleysi eða ásetningur sem geti leitt til skerðingar á bótarétti starfsmanns er verður fyrir vinnu - slysi. Ef háttsemi stefnanda tel ji st vera gáleysi af hans hálfu geti hún á engan hátt talist til stór - kostlegs gáleysis né ásetnings enda hafi hann sjálfur fest stigann undir slána þegar hann fór á milliloftið og treyst því að ekkert hefði breyst í þeim efnum þegar hann fór niður stigann. 21. Slysið hafi aðeins verið tilkynnt Vinnueftirlitinu með skriflegri tilkynningu , dagsettri einum og hálf um mánuði eftir slysdag , og því liggi ekki fyrir skrifleg umsögn Vinnueftirlitsins . Þ á hafi lögregla ekki heldur verið kölluð til. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 beri að tilkynna slys til Vinnueftirlits ríkisins án ástæðulausrar tafar , og þau sl ys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni skuli tilkynna eigi síðar en innan sólarhrings. Skortur á rannsókn málsins leiðir til þess að vinnuveitandi hans verði að bera allan halla af mögulegum sönnunarskort i um tildrög slyssins, ástæðum þess og aðstæðum á vinnu - staðnum. Þannig verði að leggja frásögn stefnanda af slysinu og tildrögum þess til grundvallar niðurstöðu í málinu. Jafnframt ber i að meta allan óskýrleika um aðstæður stefnanda í hag. 22. Fyrir ligg i að stefnandi hafi hlotið áverka af slysinu og hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Því sé vafalaust að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á bóta - skyldu sem byggi á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Málsástæður og lagarök stefnda Almennt 23. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda enda séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir bótaskyldu stefnda á slysinu. S tefnda virðist m álatilbúnaður stefnanda aðeins byggja á því að stefndi beri áby rgð þar sem slysið verði rakið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi samstarfsmanns hans, en viðkomandi samstarfsmaður stefnanda hafi ekki gætt að sér við framkvæmd vinnu sinnar . Þ essu mótmæli stefndi. Stefndi bendir þá á að ekki verði séð að því sé haldið fram í stefnu að stefndi hafi brugðist skyldum sínum við að tryggja að vinnu aðstæður, búnaður og verklag á starf s stöðinni væri fullnægjandi og í samræmi við ákvæði laga, en í öllu falli sé slíku einnig alfarið mótmælt. Slysið verði eingöngu rakið til óhap patilviks eða eigin sakar stefnanda sjálfs. Engar reglur hafi hins vegar verið brotnar af hálfu stefnda eða starfs manna á hans vegum sem leitt geti til bótaábyrgðar stefnda á atvikinu. 6 Sönnunarkröfur 24. Í málinu gildi almennar reglur skaðabótaréttar, þ .á m. reglurnar um sönnun og sönnunarbyrði. Í þeim felist að stefnandi beri alla sönnunarbyrði fyrir því að eitthvað saknæmt af hálfu stefnda hafi valdið falli stefnanda. Þessi sönnunarbyrði haldist þótt sú skylda hvíli á vinnuveitanda að sjá til þess að f ylgt sé viðeigandi lögum og reglum; brot á slíkum reglum þurfi stefnandi eftir sem áður að sanna. 25. Stefndi mótmælir því að samstarfsmaður stefnanda, D... , hafi ekki gætt fyllsta öryggis við framkvæmd vinnu sinnar, sbr. 37. gr. laga nr. 46/1980, svo og að meint háttsemi hans hafi átt sér stað með þeim hætti sem lýst sé í stefnu. Þannig komi það hvorki fram í samtímaskjölum né upplýsingum frá viðkomandi samstarfsmanni stefnanda að hann hafi yfir höfuð tekið stigann, hvað þá að hann hafi ekki fest hann af tur er hann átti að hafa skilað honum. Sé raunar með öllu ósannað og því mótmælt sem röngu að viðkomandi starfsmaður stefnda hafi átt nokkurn þátt í slysinu, hvað þá að slysið verði rakið til gáleysis og ólögmætrar háttsemi hans, sem stefndi beri ábyrgð á, sem vinnuveitandi hans á þessum tíma. Óhappatilvik og/eða aðgæsluleysi stefnanda sjálfs 26. Með vísan til framangreinds telur stefndi að meginorsök, og reyndar eina orsök, þess að stefnandi féll hafi verið óhapp og/eða aðgæsluleysi stefnanda sjálfs, hv ernig svo sem slysið kann að hafa atvikast. 27. Ekkert styðji að samstarfsmaður stefnanda hafi losað stigann og ekki fest hann nægilega aftur, líkt og áður segi , og þá sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað sem viðkomi stiganum sjálfum eða vinnuumhverfinu utan þessa hafi valdið því að stefnandi féll, enda ekki á því byggt af hálfu stefnanda. Verði þannig ekki séð að neitt saknæmt hafi átt sér stað af hálfu stefn da eða einhvers annars sem stefndi beri ábyrgð á eða að önnur skilyrði bótaábyrgðar, s.s. um ólögmæta háttsemi, orsakasamband og sennilega afleiðingu geti talist uppfyllt í málinu. Virðist því aðeins hafa verið um óhappatilvik og/eða aðgæsluleysi stefnanda sjálf s að ræða sem stefnda verði ekki gert að bera skaðabótaábyrgð á. 28. Stefndi telur að líta beri til þess að stefnandi hafi verið ... og borið ábyrgð á aðbúnaði og aðstæðum á svæðinu og þannig átt að hafa þekkingu og reynslu til að koma í veg fyrir að slys sem þetta yrði. Stefnandi hafi sjálfur reist stigann sem hann á að hafa notað við verkið. Verði því að ganga út frá því að hann hafi ákveðið staðsetningu hans og borið að gæta að sér við vinnu á milliloftinu og við hvers konar notkun stigans. Hér verði einnig að líta til þess að stefnandi sé vanur og reynslumikill maður og að um einfalt verk hafi verið að ræða. Að auki bendi gögn 7 málsi ns, sbr. tjónstilkynning stefnanda til VÍS, til þess að stefnandi kunni að hafa verið undir áhrifum áfengis/fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Telur stefndi með vísan til alls þessa að stefnandi hafi í öllu falli sýnt af sér stórkostlegt gáleysi vi ð vinnu sína, sbr. 23. gr. a skaðabótalaga. 29. Til viðbótar öllu framangreindu byggir stefndi á því að stefnand a hafi jafnframt, í ljósi stöðu sinnar, borið að tryggja að aðstæður og öryggi í húsnæðinu uppfylltu skilyrði laga nr. 46/1980, sbr. ákvæði 20 . 23. gr. laga nr. 46/1980. Hafi stefnandi talið að fallvörnum eða aðstæðum að öðru leyti væri ábótavant hefði stefnda borið að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessa í ljósi stöðu sinnar. 30. Með vísan til alls framangreinds er því mótmælt að stefndi v erði látinn bera allan halla af meintum sönnunarskorti um tildrög slyssins, ástæðum þess og aðstæðum á vinnustaðnum þar sem slysið hafi ekki verið tilkynnt og rannsakað af Vinnueftirlitinu. Jafnframt er því mótmælt að frásögn stefnanda af slysinu og tildrö gum þess verði lögð til grundvallar niðurstöðu í málinu í ljósi neitunar samstarfsmanns hans og upplýsinga í tilkynningum um slysið, sem bendi til þess að atburðarásin hafi ekki verið með þeim hætti sem haldið sé fram í stefnu. Rannsókn Vinnu - eftirlitsins á vettvangi hefði ekki skipt neinu máli og ekki orðið til að upplýsa um málsatvik. 31. Til viðbótar öllu framangreindu byggir stefndi á því að ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni sem sé óbætt. Hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni fram á frekara tjón en það sem bætt hafi verið úr slysatryggingu launþega, en það uppgjör byggði á fyrirliggjandi mats - gerð í málinu. Sé skilyrði 25. gr. laga nr. 91/1991 fyrir viðurkenningarkröfu stefnanda því ekki uppfyllt. V. Niðurstaða Lögvarðir hagsmunir kröfugerð stefnanda 32. Í lok greinargerðar stefnda er byggt á því að með öllu sé ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir frekara tjóni en þegar hafi verið bætt úr slysatryggingu launþega. Þessi málsástæða vegur að öllum grundvelli málsins og ef fallist y rði á hana yrði að vísa máli stefnanda frá í því horfi sem það er lagt fyrir dóminn þar sem hann skortir þá lögvarða hagsmuni til að fá viðurkenningar dóm fyrir bótaskyldu stefnda og telur dómari því rétt að fyrst verði fjallað um hana. Dómari vakti athygl i á þessu og kallaði eftir frekari skýringum og athugasemdum lögmanna en umrædd máls - ástæða er ekki reifuð að nokkru marki og t.a.m. í engu byggð á því að matsgerð málsins gefi ranga mynd af heilsufari stefnanda eða að fjallað hafi verið um tölulegar forse ndur í þessu sam - bandi. Lögmaður stefnda ítrekaði þessa athugasemd eins og lögmaðurinn kallaði hana og kvað 8 hana geta leitt til þess að málinu yrði vísað frá dómi án kröfu eða sýknu stefnda þar sem engar líkur hefðu verið leiddar að því að stefndi hefði orðið fyrir frekara tjóni. 33. Við blasir hins vegar að alla jafna eru bætur sem miða að því að gera tjónþola eins staddan fjárhag s lega og hafi tjón ekki orðið líkt og gildir við bótauppgjör að uppfylltum öðrum skilyrðum um þá kröfu sem stefnandi gerir á hendur stefnda , á meðan uppgjör á grundvelli slysatryggingar launþega hvílir í raun ekki á þeirri grunnforsendu , heldur miðar að mest u leyti við fyrirfram ákveðin föst viðmið óháð raunverulegu fjártjóni og aðstæðum tjónþola. Lögmaður stefnanda reifaði af þessu tilefni að þjáningarbótatímabil skv. 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 væri metið frá slysdegi til stöðu g leikatímamarks 30. maí 2022 , eða í eitt og hálft ár eftir slys. Slíkar bætur yrðu ekki skertar með vísan til uppgjörs úr slysatryggingu launþega , sbr. 2. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Þá væri jafnframt óuppgert tjón vegna varanlegrar fjárhagslegrar örorku en við blasi af matsgerð málsins að stefnandi hafi orðið fyrir slíku tjóni. 34. Dómurinn telur engin efni til að fallast á þessa málsástæðu stefnda og að stefnanda hafi þannig tekist að sýna fram á líkindi fyrir því að hann hafi orðið fyrir frekara tjóni vegna slyssins sem hann geti þá sótt á hendur stefnda að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir skaðabótaábyrgð ef fallist verður á viðurkenningark röfu hans. Í þessu sambandi athugast að engar brigður hafa verið bornar á matsgerð málsins sem eftir atvikum hefði getað kallað á sérfróðan meðdómara og ekkert fjallað af hálfu stefnda um fjárhæð bóta , þ.e. tjón stefnanda og umfang þess , enda er það eins o g segir í sömu greinargerð ekki til umfjöllunar í málinu. 35. Dómurinn telur því ekkert standa í vegi fyrir því að stefnandi hafi uppi viðurkenningar kröfu í málinu og að skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 fyrir slíkri kröfugerð um lögvarða hagsmun i séu uppfyllt. Rannsókn á slysinu 36. Engin rannsókn hefur farið fram á því slysi sem stefnandi varð fyrir við vinnu sína hjá stefnda 30. nóvember 2020. Af gögnum málsins, m.a. framburði fyrir dómi , hlutuðust forsvarsmenn stefnda ekki til um neina slíka rannsókn og reyndar að því er virðist ekki nokkra skoðun á aðstæðum á vinnustaðnum eftir slysið. Einn starfsmaður var auk stefn anda á vinnustaðnum þegar slysið varð en samkvæmt framburði hans ræddi enginn forsvars manna stefnda við hann um tildrög slyssi ns og staðfestu þeir það í framburði sínum. Vinnueftir litið kom ekki á staðinn og rannsakaði málið ekki og ekki lögregla. Engar ljósmyndir eða aðrar hlutlausar lýsingar af aðstæðum í húsinu og á og við slysstaðinn liggja fyrir í málinu , hvorki af aðstæðum eins og þær voru fyrir slysið né við starfslok stefnanda í janúar 2023 eða í dag eftir , að því er virðist, talsverðar úrbætur. 9 37. Er það reyndar svo að ef aðstæður við vettvangsgöngu hefðu verið óbreyttar frá því sem þær voru á slysdegi hefði það vafal aust gefið betri mynd af aðstæðum á vettvangi þegar slysið varð þótt langt sé um liðið. Þess í stað ákvað stefndi að ráðast í breytingar og endurbætur á slysavettvangi, að því er virðist eftir að mál þetta var höfðað. Vettvangsganga og lýsing stefnanda og forsvarsmanns stefnda fyrir dómi á aðstæðum 3 8 . Aðalmeðferð málsins hófst á vettvangsgöngu á slysstaðinn. Þ ar lýsti stefnandi breytingum sem gerðar höfðu verið frá því að slysið varð og voru engin andmæli höfð uppi á vettvangi við því að sú breyting hafði verið gerð að grind , eða kapalstigi eins og stefnandi kallaði hann , þar sem leiðslur voru leiddar um eða eftir og lá gu þvert yfir þá leið sem farin var umrætt sinn upp á milliloftið hafði verið fjarlægður, þ.e. hafði verið rofinn þar sem stiginn er nú lagður við. Þann kapalstiga kveðst stefndi hafa notað til að skorða færanlega stigann þar sem hann gat smeygt honum undir. Við svo búið hefði stiginn ekki getað runnið til hliðar eins og hann hefði gert umrætt sinn en ás tæða þess að stiginn hafi runnið undan stefnanda eða til hliðar umrætt sinn hafi verið sú að samstarfsmaður hans á vettvangi hafi tekið stigann og ekki gengið frá honum aftur með þeim hætti að skorða hann undir umræddum stokki / kapalstiga. 3 9 . Miðað við þ á sjón sem blasti við á vettvangi er þessi framburður um aðstæður trúverðugur og stenst að því leyti að stiginn sem notaður var til verksins hefði mjög líklega verið ágætlega skorðaður ef frá honum hefði verið gengið með þeim hætti sem stefnandi lýsti. Ein nig er trúverð - ugur sá framburður stefnanda að hafi atvik gerst með þeim hætti sem hann hefur lýst hafi stiginn ekki verið skorðaður með sama hætti eftir aðkomu samstarfsmanns hans og augljós hætta skapast við að nota stig a nn undir þeim kringumstæðum. 40 . Framkvæmdastjóri stefnda, E... , staðfesti að umtalsverðar breytingar hefðu verið gerðar á vettvangi nú í vetur. Stigi hefði verið færður nær og hann ekki skorðaður undir kapalrennuna heldur rennan færð til og pallur settur ofan við til að stíga upp á. Nú væri þar steypt plata og handri ð utan um svo menn myndu ekki stíga fram af pallinum. Þessar aðstæður og úrbætur b löstu við þegar gengið var á vettvang. Álstigi sem nú er upp reistur og liggur upp á umrætt milliloft er nú k i rfilega bundinn niður með ólum o g virðist því ekki haggast og sjáanlega ekki ætlað að hann sé færður til. 4 1 . Það athugast varðandi slysið að umrætt sinn var stefnandi samkvæmt framburði hans, sem ekki hefur verið andmælt, að sinna nauðsynlegu verki sem hann hafði sinnt áfallalaust á h verjum starfsdegi , jafnvel nokkrum sinnum á dag , og hafði t.a.m. farið tvívegis upp á pallinn til að sinna störfum þar sama dag og slysið varð. Þessar ferðir hefðu verið mismunandi tíðar eftir því hvernig 10 ... en það væri mjög við kvæmt ástand sem fylgjast þyrfti með reglulega. Stefnandi kvaðst hafa farið mörg hundruð slíkar ferðir í starfi sínu fyrir stefnda. Tilkynningarskylda vegna vinnuslysa ábyrgð stefnanda 4 2 . Sú almenna regla gildir skv. 79. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að verði starfsmaður fyrir slysi á vinnustað hvílir á atvinnurekanda sú skylda að tilkynna án ástæðulauss dráttar um slysið til Vinnueftirlits ríkisins ef starfsmaður verður óvinnu fær í fleiri en einn dag auk slysdags, og ef líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni skal tilkynna um slys eigi síðar en innan sólarhrings. 4 3 . Þessi skylda hvílir á atvinnurekanda, en það hugtak hefur verið skýrt r úmt í dómaframkvæmd. Eins og atvikum háttar í máli þessu telur dómurinn óvírætt að þessi tilkynninga r skylda hafi hvílt á stefnda. Upplýst er að forsvarsmönnum stefnda var kunnugt um slysið sama dag og það varð og jafnframt lá nokkuð fljótlega fyrir að slys ið hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Er það reyndar svo að burtséð frá raunverulegum afleiðingum slyssins sem reyndar blöstu við, þá hlýtur fall úr 3 metra hæð þar sem starfsmaður lendir á höfðinu á steinsteypt u gólf i og er ekið að lokum með sjúkrabifreið á bráðamóttöku að gefa atvinnurekanda ríkt tilefni til að tilkynna án tafar um slys til V innueftirlits ins . Dómurinn hafnar því að stefndi geti vísað ábyrgð vegna tilkynninga r skyldu á tjónþola þar sem hann hafi sjálfur gegnt stöðu yfirmanns á þessu vinnusvæði. Jafnvel þótt litið væri svo á , þá var framkvæmdastjóra stefnda ljóst frá fyrsta degi að stefnandi var í engu standi til að sinna slíku eftir slysið , og vissi t.a.m. sjálfur ekki um tildrög þess strax eftir fallið . Ósannað er þá með öllu að ástæða þess að stefndi kveðst ekki hafa tilkynnt slysið hafi verið sú að stefnandi hafi talið það óþarft og hefði ætlað að harka þetta allt af sér. Jafnvel þótt sú hefði verið raunin hefði það að mati dómsins engu breytt um þessa skyldu stefnda eða afsa kað hann í þessum efnum . 44. Ágreiningur hefur verið gerður um hver staða stefnanda var á vinnustaðnum. Ósannað er að stefnandi hafi ritað undir samning sambærilegan þeim sem stefndi hefur lagt fram í málinu og er óundirritaður. Stefnandi sjálfur kveðst fyrst og fremst hafa verið ráðinn sem fiskeldismaður enda menntaður í þeim fræðum. Þótt stefnandi hafi mögulega borið heitið stöðvarstjóri liggur lítið fyrir um heimildir hans í þeim efnum, t.a.m. til að fella fjárhagslegar skuldbindingar á stefnda, t.d. t il að auka öryggi hans og annarra á starfsstöð . Dómurinn getur því ekki fallist á þá málsástæðu stefnda að öll ábyrgð á meintum vanbúnaði vinnustaðarins og skorti á því að öryggisreglum hafi verið fylgt verði felld á stefnanda líkt og stefndi virðist kjósa að gera. 11 Sönnunarkröfur sönnunarbyrði 4 5 . Enginn ágreiningur er um þá meginreglu að sönnunarbyrði , um að annar aðili en sá sem fyrir tjóni verður beri skaðabótaábyrgð á því tjóni, verður sá að bera í öndverðu sem heldur slíku fram. Jafnframt verður vart gerður ágreiningur um að í dómaframkvæmd hefur ítrekað verið slakað á sönnunarkröfum ef atvik eru ól jós og sýnt þykir að hægt hefði verið að varpa betra ljósi á þau ef mál hefði verið rannsakað strax, og sá látinn þá bera hallann af sönnunarskorti sem hlutast átti til um að rannsókn færi fram. Á hinn bóginn getur skortur á rannsókn ekki fellt sjálfkrafa ábyrgð á slíkan ef sýnt þykir að slík rannsókn hefði engu breytt við sakarmat. 4 6 . Mat í þessum efnum, ef um vinnuslys er að ræða líkt og hér um ræðir, verður vitaskuld meira krefjandi þegar fyrir liggur að enginn sjónarvottur er að slysi og enginn því ti l frásagnar nema sá er fyrir tjóni varð. Það hefur þó ekki verið talið girða sjálfkrafa fyrir bótaskyldu í málum sem þessum þótt enginn vitni séu að atviki. Þannig getur sú staða komið upp að vegna vanrækslu á tilkynningarskyldu verði lýsing tjónþola á mál satvikum lögð til grundvallar en einnig getur slík vanræksla leitt til þess að mati dómsins að slakað verði á sönnunarkröfum um meintan vanbúnað á vinnustað sem mögulega orsök slyss. 4 7 . Óumdeilt má vera að stefnandi gjörþekkti aðstæður á slysstað enda hafði hann farið þessa leið ótal sinnum í sömu erindagjörðum. Sú staðreynd hlýtur að leiða til þess að ólíklegra sé , fremur en hitt, að um óhappatilvik hafi verið að ræða líkt og stefndi byggir á. Líklegra er að eitthvað óvenjulegt og utanaðkomandi hafi ge rst sem hafi raskað þeirri rútínu sem augljóst er að var komin á umrætt verk stefnanda. 4 8 . Dómurinn metur það svo að framburður samstarfsmanns stefnanda, D... , fyrir dómi verði ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins, með þeim hætti að hann verði talinn draga úr trúverðugleika framburðar stefnanda. Afar ótrúverðugt er að stefnandi og vitnið sem voru einu starfsmenn á vinnustaðnum , sem höfðu reglubundna viðveru þar, hafi aldrei rætt um aðdraganda og mögulegar orsakir slyssins eftir að stefnandi kom aftur til vinnu, líkt og vitnið fullyrti fyrir dómi. Dómurinn telur trúverðugri þann framburð stefnanda að þeir hafi rætt slysið og þá hafi komið upp sú atvikalýsing sem stefnandi hefur gert að sinni , eftir að stefnandi freistaði þess að fá mynd af því hv að gerst hefði sem hann þá mundi ekki . Eðli máls samkvæmt verður engu slegið föstu í þessum efnum en við blasir t.a.m. að stefnandi hefði væntanlega getað komið með allt aðra útgáfu en þá sem hann kveður vitnið hafa greint sér frá í samtali þeirra er stefn andi reyndi að átta sig á hvað hefði gerst. Ef hugur stefnanda hefði staðið til þess að hann a einhverja atburðarás sem hefði verið honum hagfelld hefði hann væntanlega séð fyrir sér aðra mynd en þá að treysta á framburð vitnis sem virðist hafa skilið við s tefnanda í ósætti m.v. framburð fyrir 12 dómi. Fyrir liggur hins vegar að hvorki vitnið né forsvarsmenn stefnda kannast við að eitthv ert samtal hafi farið fram milli þessara aðila. Þessir aðilar hafi einfaldleg a aldrei rætt slysið og atvik því tengd. Samkvæmt gögnum málsins og framburði annarra en stefnanda ræddi vitnið þannig aldrei við nokkurn mann um slysið fyrr en lögmaður stefnda hafði við hann samband eftir að mál það sem hér er til umfjöllunar var höfðað, og um þremur árum eftir slysið. Þau samtöl skiluðu sér í tölvuskeytasamskiptum sem lögð hafa verið fram þar sem framburður vitnisins hafði tekið á sig þá mynd sem birtist fyrir dómi. Ekkert er vitað um hvað farið hafi lögmanni stefnda og vitnisins á milli en augljóst er að mati dómsins að aðdragandi þessarar afstöðu samstarfsmanns stefnanda svo löngu eftir tjónsatburð dregur úr trúverðugleika hans framburðar. Í þessu sambandi verður einnig að líta til 59. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 en með þv í að samþykkja þá atvikalýsingu sem stefnandi byggir á væri vitnið mögulega að játa nokkra ábyrgð á því að hafa valdið umræddu slysi. Það athugast þá í þessu sambandi að í aðdraganda aðalmeðferðar var upplýst að vitnið væri afar tregt til að gefa skýrslu f yrir dómi og vildi ekkert af málinu vita sem verður að telja nokkuð undarlega afstöðu manns sem síðan ber með þeim hætti sem raunin varð. 49 . Fyrir liggur að stefnandi hefur frá því að hann bar formlega upp erindi við stefnda með kröfubréfi lögmanns hans haldið fast við þá lýsingu að umræddur samstarfsmaður hans hafi lýst því hvernig hann hafi tekið stigann og ekki gengið frá honum með tryggilegum hætti eftir að hann hafði notað hann. Miðað við aðstæður sem blöstu við á vettvangi er trúverðugur sá fram - bur ður stef n anda að hann hafi ekki orðið var við þessar tilfæringar vitnisins og því ekki gætt sérstaklega að sér á leiðinni aftur niður líkt og stefndi hefur byggt á að honum hafi borið að gera . Hann hafi væntanlega gengið út frá því að stiginn væri enn sem fyrr fastskorðaður. Þá er , miðað við aðstæður sem blöstu við dómnum á vettvangi , trúverðugt að með því að skorða stigann undir umræddum lagnastiga hafi stiginn a.m.k. mun síður getað runnið til og jafnvel ekki. Lýsing stefnanda , sem hann hafði að sögn viss ulega eftir vitni sem nú neitar því að hafa skýrt frá atvikum með þeim hætti, á sér því trúverðuga skírskotun til aðstæðna eins og þær voru á vettvangi nú og þeim hefur verið lýst af stefnanda en þær lýsingar hafa ekki sætt andmælum af hálfu stefnda. Mikil vægur er í þessum efnum framburður vitnisins H... , framkvæmdastjóra félags stjórnenda, sem greindi frá því að stefnandi hefði sjálfur greint honum frá því að slysið hefði verið með þeim hætti sem stefnandi lýsti síðan í kröfubréfi lögmanns í nóvember 2022. Þetta hafi stefnandi gert þegar í desember 2020 , þ.e. skömmu eftir slysið. Hvort sem það hefur verið í desember eða eitthvað síðar er ljóst af framburði vitnisins sem virðist með öllu ótengdur aðilum málsins og sakarefninu að þessi lýsing á atvikum hafi v erið vitninu kunn mjög fljótlega eftir slysið. Vitnið bar um að hann hefði vakið athygli framkvæmdastjóra stefnda á þeirri skyldu sem hann taldi hvíla á stefnda um að tilkynna slysið en þessi samtöl hafi farið fram í desember 2020 og janúar 2021 , taldi vit nið. 13 5 0 . Það sem veldur vandkvæðum við úrlausn málsins er hins vegar sú staðreynd að skeytingar - leysi stefnda um það hvernig slysið hafi mögulega orsakast er algjört. Eins og aðstæðum var háttað við vettvangsgöngu blasir við að slík rannsókn hefði getað varpað ljósi á einhverjar þær aðstæður á vettvangi sem voru til þess fallnar að orsaka slysið, þar gæti hafa verið um að ræða skort á fallvörnum, slælegur frágangur á þeim stiga sem notaður var til verksins eða búnaður hans, vöntun á stuðningi við stigann eða að stiginn sjálfur hafi bilað eða verið óheppilegur til verksins , sjá til hliðsjónar hér reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja, en stefnandi hefur vísað til ákvæðis 4.2. í I I . v iðauka með reglugerðinni, sem er sérákvæði um notkun stiga. 51. Enginn vafi leikur á því að stefnandi byggir á því að skort hafi á það að reglum um öryggi á vinnustöðum hafi verið fylgt og að ábyrgð stefnda verði jafnframt eða eftir atvikum byggð á reglum um reglufest saknæmi. Verður hafnað vangaveltum stefnda um að stefnandi byggi að því er virðist ekki á slíkum sjónarmiðum. Dómurinn telur það engum vafa undirorpið þótt stefnandi eigi óhægt um vik í þeim efnum vegna skorts á rannsókn slyssins. 52. Ljóst er að rannsókn á framangreindu hefði einnig getað varpað ljósi á að ste fnandi sjálfur hefði getað gætt betur að sér við verkið en engar forsendur eru hins vegar til að meta mögulega eigin sök stefnanda í þeim efnum eða mögulegan þátt hans í því að slysið varð. Til að slíkt sé hægt verður fyrst að vera mögulegt að átta sig á o rsökum slyss. Fyrr verður þáttur tjónþola í slysi ekki metinn eðli máls samkvæmt. Þegar af þessari ástæðu verður ekki felld sök á stefnanda vegna slyssins. 53. Ástæða er til að tiltaka varðandi eigin sök að í greinargerð stefnda er þess getið að í tilkyn n - ingu stefnanda um slysið til Vátryggingafélags Íslands hf. hafi verið hakað í þann reit að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis/lyfja án þess að nánari skýringar hafi verið gefnar um það atriði. Þetta virðist vera óþarfa athugasemd í greinargerðinn i sem rituð er 5. desember 2023 þar sem í örorkumati , sem fyrir liggur í málinu og lokið var við 1. mars 2023, koma fram skýringar á því að lögmaður stefnanda hafi fyrir mistök merkt í rangan reit. Eru enda engar vísbendingar um það í málinu að þessi hafi verið raunin heldur raunar þvert á móti. Stefndi gat þessa enda ekki í málflutningi sínum. 5 4 . Mikilvægt er einnig að halda því til haga að rannsókn á slysinu án óeðlilegra tafa hefði einnig getað útilokað það að einhverjum vanbúnaði eða vangæslu hafi ve rið um að kenna. Slík niður - staða hefði strax mjög líklega verið til þess fallin að girða fyrir ágreining á þeim grunni sem hér er uppi. Dómurinn telur að stefndi beri ábyrgð á þessum skorti á gögnum í málinu og verði 14 jafnframt að bera hallann af honum. 5 5 . Augljóst er að slík rannsókn hefði einnig getað breytt málatilbúnaði stefnanda og meira verið mögulega byggt á atvikum eða lýsingu á meintum vanbúnaði sem líklegum eða mögulegum orsakavaldi ef rannsókn hefði leitt eitthvað slíkt í ljós, þ.e. umfram það sem þó er vísað til í stefnu málsins og byggt á. 5 6 . Að virtu öllu framangreindu verður sönnunarbyrðin á því hvort slysið hafi ekki orðið með saknæmum og ólögmætum hætti heldur verið óhappatilvik , lögð á stefnda. Engin tilraun hefur verið gerð af hálfu stefnda til að axla þá byrði þótt hún hafi að mati dómsins hvílt á honum allt frá slysdegi eða a.m.k. um leið og forsvarsmönnum stefnda varð ljóst um hversu alvarlegt slys var að ræða. Er því að mati dómsins óhjákvæmilegt að ábyrgð á þessu vinnuslysi sem varð á athafnasvæði stefnda og þegar stefnandi var í vinnu í hans þágu verði lögð á stefnda. Eins og að framan greinir eru engar forsendur í málinu til að skipta sök þannig að stefnandi verði látinn b era hluta af sínu tjóni sjálfur. 5 7 . Þessi niðurstaða verður hvort heldur sem er byggð á sök eða reglufestu saknæmi . A nnars vegar á því að framburður stefnanda um tildrög og orsök slyssins verð ur lagður til grundvallar , en sú atvikalýsing felur í sér ótv írætt að stefndi verði látinn bera ábyrgð á saknæmri háttsemi starfsmanns síns á grundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð . Þá er gengið út frá því að stiginn hafi verið skorðaður líkt og ætíð þegar stefnandi fór upp á loftið en inngrip starfsmanns sem s tefndi bar ábyrgð á og gáleysislegur frágangur hans á stiganum hafi valdið slysinu. Hins vegar á því að slysið verði r akið til vanbúnaðar á vinnustaðnum sem stefndi ber ábyrgð á. Gildir það hvort sem er um meintan vanbúnað á umræddum stiga sem flest bendir til að hafi ekki uppfyllt framangreindar reglur eða eftir atvikum vegna þess að önnur öryggisatriði hafi ekki verið samkvæmt settum reglum en um það verður ekkert fullyrt , s.s. um skort á fallvörnum svo dæmi sé tekið , í ljósi þess að stefnandi féll 3 metr a niður á steingólf, en svo virðist sem engar slíkar hafi verið eða það sérstaklega ígrundað. Stefndi sjálfur varpar þeirri ábyrgð reyndar alfarið yfir á stefnanda í greinargerð sinni en nefnir þó í sömu andrá að stefnandi hafi ekki byggt á skorti á fallvö rnum, en sá málatilbúnaður endurspeglar þ au vandræði sem við blasa í málinu vegna skorts á gögnum sem stefndi sjálfur verður að bera ábyrgð á. 58. Með vísan til framangreinds verður fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda í málinu. Með vísan til atvika þ ykir þó rétt að málskostnaður milli aðila falli niður með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi hefur lagt fram gjafsóknarleyfi , útgefið 15. febrúar 2024, en það barst dómnum degi eftir aðalmeðferð málsins. Áður hafði lögmaður stefnda 15 ásamt dómara fallist á að ef slíkt leyfi bærist skömmu eftir dómtöku málsins yrði það lagt inn í málið og um framlagninguna bókað í þingbók við dómsu ppsögu. Jafnframt yrði þá kröfugerð stefnanda um málskostnað breytt til samræmis við efni gjafsóknarleyfis , sbr. framangreint. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, sem ákveðst, með hliðsjón af umfa ngi málsins og þess gjalds sem haft er til hliðsjónar í gjafsóknar - málum, 1.400.000 krónur án virðisaukaskatts. 59. Málið fluttu Stefán Geir Þórisson lögmaður fyrir stefnanda og Hólmfríður Björ k Sigurðardóttir lögmaður fyrir stefnda. 60. Dóminn kveður upp Lárentsínus Kristjánsson, héraðsdómari á Vesturlandi. D Ó M S O R Ð Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, B... , vegna afleiðinga vinnuslyss sem átti sér stað þann 30. nóvember 2020 er stefnandi, A... , féll af millilofti í ... í .. . við ... í ... . Málskostnaður milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Stefáns Geirs Þórisson ar , 1.400.000 krónur. Lárentsínus Kristjánsson