Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. nóvember 2023 Mál nr. S - 1075/2023 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari ) g egn Alberti Loga Skúlasyni (Guðmundur St . Ragnarsson lögmaður) Alexander Aroni Gilbertssyni (Atli Már Ingólfsson lögmaður) Alexander Mána Björnssyni (Ómar R . Valdimarsson lögmaður) Arnóri Kárasyni (Páll Kristjánsson lögmaður) Ástvaldi Ými Stefánssyni (Stefán Ragnarsson lögmaður) X (Magnús Jónsson lögmaður) Y (Guðbjarni Eggertsson lögmaður) Chibuzor Daníel Edeh (Jón B. Kristjánsson lögmaður) Cristovao A. F. Da S. Martins (Ingi Freyr Ágústsson lögmaður) David Gabríel S . Glascorssyni (Bjarni Hauksson lögmaður) Einari Bjarka Einarssyni (Jón Þór Ólason lögmaður) Emil Árna Guðmundssyni (Snorri Sturluson lögmaður) Fannari Inga Ingvarssyni (Oddgeir Einarsson lögmaður) Guido Javier Japke Varas (Elimar Hauksson lögmaður) Halldóri Loga Sigurðssyni (Ólafur V . Thordersen lögmaður) Halldóri Rafni Bjarnasyni (Arnar Heimir Lárusson lögmaður) Helga Þór Baldurssyni (Arnar Vilh j álmur Arnarsson lögmaður) Ingibergi Alex Elvarssyni (Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður) John Petur Vágseið (Þórður Már Jónsson lögmaður) Matthias Gabriel S . Silva (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Mikael Alf Rodriguez Óttarssyni (Reynir Þór Garðarsson lögmaður) Reyni Þór H. Sigurjónssyni (Björgvin Jónsson lögmaður) Róberti Sindra Berglindarsyni (Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður) Sigurgeiri Sæberg Elísabetarsyni (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Viktori Inga Stolzenwald Árnasyni (Páll Ágúst Ólafsson lögmaður) 2 Dómur 1. Mál þetta, sem dómtekið var 3 . október sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 9. febrúar 2023, á hendur Alberti Loga Skúlasyni, , Alexander Aroni Gilberts syni, , Alexander Mána Björnssyni, , Arnóri Kárasyni, , Ástvaldi Ými Stefánssyni, , X , , Y , , Chibuzor Daníel Edeh, , Cristovao A. F. Da S. Martins, , David Gabr í el S . Glascorssyni, , Einari Bjarka Einarssyni, , Emil Árna Guðmundssyni, , Fannari Inga Ingvarssyni, , Guido Javier Japke Varas, , Halldóri Loga Sigurðssyni , Halldóri Raf ni Bjarnasyni kennitala , Helga Þór Baldurssyni, , Ingibergi Alex Elvarssyni, , John Petur Vágseið, , Matthias Gabriel S . Silva, , Mikael Alf Rodriguez Óttarssyni, , Reyni Þór Hafdal Sigurjónssyni, , Róberti Sindra Berglindar syni , Sigurgeiri Sæberg Elísabetarsyni, , og Viktori Inga Stolzenwald Árnasyni, : 2. Bankastræti 5 í Reykjavík, að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember 2022, nema annað sé tekið fram: I. G egn ákærða Alexander Mána fyrir tilraun til manndráps og gegn ákærðu Alberti Loga, Arnóri, Y , David Gabríel, Einari Bjarka, Guido Javier, Helga Þór, Matthias Gabriel, Sigurgeiri Sæberg og Viktori Inga fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa í félagi, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og í sal á neðri hæð skemmtistaðarins, króað af og veist að A , , C , og B , , með eftirfarandi hætti: Alexander Máni, veist að þeim öllum með hnífi, og stungið A tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg, stungið C einu sinni í vinstri síðu, og stungið B einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri. Albert Lo gi, veist að C með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, þar sem hann lá í gólfinu. Arnór, veist að C með ítrekuðum spörkum og stappað á hann, þar sem hann lá í gólfinu. 3 Y , veist að B með einu hnefahöggi og sparkað í C þar sem hann lá í gólfinu. David Gabríel, veist að A með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint B , svo að hann féll við. Einar Bjarki, veist að A með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og stappað með fætinum á höfði hans þar sem hann lá í gólfinu og sparkað í B . Guido Javier, veist að C og slegið hann ítrekað með kylfu og sparkað í hann þar sem hann lá í gólfinu. Helgi Þór, veist að A með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og búk og slegið B ei nu hnefahögg i í höfuð. Matthias Gabriel, vei st að C með ítrekuðum höggum og spörkum. Sigurgeir Sæberg, veist að B með ítrekuðum spörkum. Viktor Ingi, veist að B með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum. Af árásinni hlutust eftirfarandi afleiðingar: A hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stung usár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. C hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. B hlaut 4 - 5 cm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæða blæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Telst háttsemi ákærða Alexanders Mána varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. 4 gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en háttsemi ákærðu Alberts Loga, Arnórs, Y , David Gabríel, Einars Bjarka, Guido Javier, Helga Þórs, Matthias Gabriel, Sigurgeirs Sæbergs og Viktors Inga við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. II. Gegn ákærðu Alex ander Aroni, Ástvaldi Ými , X , Chibuzor Daníel , Cristovao, Emil Árna, Fannari Inga, Halldóri Loga, Halldóri Rafni, Ingibergi Alex , John Petur, Mikael Alf, Reyni Þór og Róberti Sindra fyrir hlutdeild í þeim brotum sem lýst er í I. kafla ákæruskjals, með því að hafa, vitandi hvað til stóð, í félagi, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið inni í hús - næðinu á meðan á þeim brotum stóð sem lýst er í I. kafla ákærusk jals, og á þann hátt verið ógnun við A , C og B , og þannig veitt ákærðu Alexander Mána, Alberti Loga, Arnóri, Y , David Gabríel, Einari Bjarka, Guido Javier, Helga Þór, Matthias Gabriel, Sigurgeiri Sæberg og Viktori Inga liðsinni í verki og verið liðsauki vi ð þá. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. III. Gegn ákærða John Petur, fyrir brot gegn vopnalögum og lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa föstudaginn 18. nóvember 2022, á h eimili sínu að í Reykjavík, haft í vörslum sínum hnúajárn, hníf með 21 cm löngu hnífsblaði, kasthníf, hníf með 15 cm löngu hnífsblaði, karambit hníf, hafnaboltakylfu, úðavopn, loftskammbyssu og 0,63 g af kókaíni sem lögregla fann við húsleit. Telst þetta varða við 1. mgr. 12. gr., a, b, c, og e liði 2. mgr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og við 2 . gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglu - gerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostnaðar. Þá er krafist upptöku á haldlögðu hnúajárni, hníf með 21 cm löngu hnífsblaði , kasthníf, hníf með 15 cm löngu hnífsblaði, karambit hníf, hafna - boltakylfu, úðavopni, loftskammbyssu og 0,63 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 6. mgr. 5. gr. laga um 5 ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. g r. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Einkaréttarkröfur: 3. Af hálfu A , , er gerð krafa um að ákærðu allir verði dæmdir in solidum til að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 5.000.000, og einnig bóta vegna fjártjóns, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 1 7 . nóvember 2022, þar til mánuður er liðinn frá því að ákærðu var kynnt bótakrafa þessi, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þókn unar réttargæs lumanns úr hendi ákærðu samkvæmt síðar framlögðum máls kostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti á málsþóknun. Verði brotaþola ekki skipaður réttargæslumaður gerir hann kröfu um að ákærðu verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar vegna lög mannsaðstoðar brotaþola að skaðlausu að meðtöldum virðisaukaskatti sam kvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. 4. Af hálfu B , , er gerð krafa um að ákærðu allir verði dæmdir in solidum til að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 5.000.000, og einnig bóta vegna fjártjóns, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 1 7 . nóvember 2022, þar til mánuður er liðinn frá því að ákærðu var kynnt bótakrafa þessi, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr . 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar réttargæslumanns úr hendi ákærðu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti á málsþóknun. Verði brotaþol a ekki skipaður réttargæslumaður gerir hann kröfu um að ákærðu verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar vegna lög mannsaðstoðar brotaþola að skaðlausu að meðtöldum virðisaukaskatti sam kvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. 5. Af hálfu C , kennitala , er u gerð ar þær kröfur á hendur öllum ákærðu, að þeir verði in solidum dæmdir til að greiða honum skaða bætur að fjárhæð 5.000.000 kr., auk vaxta skv. 8. gr. , sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 5.000.000 kr. frá 17.11.2022 til þess dags þegar mánuður er liðinni frá því bótakrafa er kynnt fyrir ákærðu en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 5.000.000 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist málskostnaðar til handa skip uðum 6 réttargæslumanni brotaþola, auk virðisaukaskatts á mál flutningsþóknun fyrir 6. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákæru 29. nóvember 2023 á hendur ákærða David Gabríel S . Glascorss yni , , fyrir eftirtalin umferðar - , vopna - , og fíkniefnalagabrot með því að hafa: Sunnudaginn 4 apríl 2021 haft í vörslum sínum 2 ml af kannisblönduðu efni, hnúajárn og tvö stunguvopn, sem lögregla fann í bifreiðinni , sem ákærði hafi til umráða umrætt sinn, við Bústaðaveg í Reykjavík. Telst háttsemi þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkni - efni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. , 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með sí ðari breytingum, og b og c - lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Mánudaginn 27. september 2021 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Hringbraut við Nauthólsveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Bústaða r veg við Réttarholtsveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þess i varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls 7. Héraðssaksóknari gaf jafnframt út ákæru 10. mars sl . 2023 á hendur ákærða Róberti Sindra Berglindarsyni , , 7 2022, í herbergi að í Reykjavík, haft í vörslum sínum loft skammbyssu, kasthníf og hníf með 13,5 c m löngu hnífsblaði, sem lögregla fann við húsleit. Telst þetta varða við 1. mgr. 12. gr., a og e liði 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostnaðar. Þá er krafist upptöku á haldlagðri loftskammbyssu, kasthníf, og hníf með 13,5 cm löngu hnífsblaði, samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopna - laga nr. 16/1998 8. Þá gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru 30. maí 2023 sl. á hendur ákærða Viktori Inga Stolzenwald Árnasyni , , fyrir: 1. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 15. október 2022, ekið bif - reiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist vínandamagn amfetamín 25 ng /ml og kókaín 69 ng/ml) um Bústaða - veg við Reykjanesbraut í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 2. Rangar sakargiftir með því að hafa, er lögregla hafði afskipti af akstri ákærða, í því tilviki sem lýst er í 1. tölulið, gefið upp nafn og kennitölu D , kt. , sem ökumanns bifreiðarinnar og þannig leitast við að koma því til leiðar að D yrði sakaður u m eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 25. október 2022, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Reykjanesbraut við Sprengisand, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 8 Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu al ls sakar - kostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. umferðar - laga nr. 77/2019. 9. Þá gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru 5. september 2023 á hendur ákærða Reyni Þór Hafdal Sigurjónssyni , , ,,fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist vínandamagn 0 og kók aín 340 ng/ml) um Sæbraut við Dugguvog í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 49 og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist vínandamagn 1,1 , amfetamín 20 ng/ml, kókaín 120 ng/ml, MDMA 260 ng/ml og tetrahýdrókan nabínól 4,2) um Skipholt í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Þriðjudaginn 18. apríl 2023 ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist vínandamagn 0, ) um Álfheima við Ölver í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 9 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakar - kostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. 10. Að beiðni ákærðu Davids Gabríels, Reynis Þórs, Róberts Sindra og Viktors Inga voru m ál nr. S - /2022 S - /2023, S - /2023 og S - /2023 sameinuð máli þessu og eftirleiðis rekin undir sama málsnúmeri. 11. Ákærði Albert Logi krefst þess að öllum ákæruliðum verði vísað frá dómi, en til vara krefst hann sýknu af öllum liðum ákæru. Hann kr efst þess til þrauta - vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess einnig að skaðabóta - kröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnar laun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 12. Ákærði Alexander Máni krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins er lúta að brotaþolunum B og C en vegna brotaþolans A krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Ákærði fellst á bótakröfu brotaþolans A en þó er gerð sú krafa að hún verði lækkuð verulega. Hann krefst þess að skaða bótakröfum vegna brotaþolanna B og C verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 13. Ákærði Arnór krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnar - laun verjanda , hans greiðist ú r ríkissjóði. 14. Ákærði Y krefst þess að öllum ákæruliðum verði vísað frá dómi, en til vara krefst hann sýknu af öllum liðum ákæru. Hann krefst þess til þrautavara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabóta kröfum verði vísað frá dómi , en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Hann krefst þess til þraut a vara að hann verði eingöngu dæmd u r til að greiða bætur til þess 10 aðila sem ákærði telst hafa valdið tj óni. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 15. Ákærði David Gabríel krefst sýknu vegna ákæru 9. febrúar 2023. Varðandi ákæru 22. nóvember 2022 krefst ákærði vægustu refsingar er lög leyfa. Hann kr efst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 16. Ákærði Einar Bjarki krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t . málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 17. Ákærði Guido Javier krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af þeim. Til þrautavara krefst hann þess að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 18. Ákærði Helgi Þór krefst sýknu af öllum liðum ákæ ru en til vara vægustu refs - ingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að vera sýknaður af bótakröfum í málinu en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. máls - varnarlaun verjanda , hans greiðist úr ríkissjóði. 19. Ákærði Matthias Gabriel krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara væg - ustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að um - krafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakar kostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 20. Ákærði Sigurgeir Sæberg krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakar - kostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , gre iðist úr ríkissjóði. 11 21. Ákærði Viktor Ingi krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 22. Ákærði Alexander Aron krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara að ákvörðun refsingar verði frestað, en til þrautavara krefs t hann vægustu refs - ingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. máls - var narlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 23. Ákærði Ástvald Ýmir krefst sýknu af öllum liðum ákæru , til vara að refsing verði látin niður falla en til þrautavara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af skaða bótakröfum. Til þrautavara er þess krafist að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnar - laun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 24. Ákærði X krefst sýknu af öllum liðum ákæru , til vara að refsing ver ði látin niður falla en til þrautavara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að ákærði verði sýknaður af skaðabótakröfum. Til þrautavara er þess krafist að umkrafðar bætur verði læk kaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakar - kostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 25. Ákærði Chibuzor Daníel krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara væg - ustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að um - krafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 26. Ákærði Cristovao krefst sýk nu af öllum liðum ákæru, en til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá 12 krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 27. Ákærði Emil Árni krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refs - ingar er lög leyfa. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá kre fst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 28. Ákærði Fannar Ingi krefst sýknu af öllum liðum ákæru, til vara að honum verði ekki gerð refsing en til þrautavara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Han n krefst þess aðallega að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af skaðabótakröfum. Til þrautavara er þess krafist að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun ve rjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 29. Ákærði Halldór Logi krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 30. Ákærði Halldór Rafn krefst sýknu af öllum liðum ákæru, til vara þess að ákvörðun refsingar verði frestað , en til þrautavara krefst hann vægustu refs - ingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti . Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi , til vara að hann verði sýknaður af einkaréttarkröfum , en til þrautvara að umkrafðar bætur ve rði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 31. Ákærði Ingibergur Alex krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara væg - ustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbun din að öllu leyti. Hann krefst þess aðallega að skaðabótakröfur brotaþolanna A og B verði felldar niður. Til vara krefst hann þess að skaða bótakröfum verði vísað frá dómi, til þrautavara að ákærði verði sýknaður af bótakröfum, en til þrautaþrautavara að u mkrafðar bætur verði lækkaðar veru lega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 13 32. Ákærði John Petur krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara er krafist sýknu. Til þrautavara er þess krafist að umkrafðar bætur verði lækkaðar veru - lega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun v erjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 33. Ákærði Mikael Alf krefst sýknu af öllum liðum ákæru en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 34. Ákærði Reynir Þór krefst sýknu vegna ákær u, dags. 9. febrúar 2023, til vara krefst hann þess að ákvörðun refsingar verði frestað en til þrautavara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðs - bundin að öllu leyti. Hann krefst þess aðallega að skaðabótakröfu m verði vís - að frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af bótakröfum. Til þrautavara er þess krafist að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Hann játar sök samkvæmt ákæru, dags. 5. september 2023, og krefst vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda hans , greiðist úr ríkissjóði. 35. Ákærði Róbert Sindri krefst sýknu af öllum liðum ákæru, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað en til þrautavara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að öllu leyti. Hann krefst þess að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bætur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnar - laun verjanda hans , greiðist úr ríkiss jóði. I. Málsatvik 36. Að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember 2022 kl. 23:33 barst lögreglu til - kynning um hnífstungu á skemmtistaðnum Bankastræti, í miðbæ Reykja - víkur. Skemmtistaðurinn er í Bankastræti 5 og snýr inngangur út að götunni en fara þarf upp þrjú þrep áður en komið er að dyrunum. Efri hæð hússins er alrými með dansgólfi, veggföstum sætum og háum borðum, en innst er bar. Á hægri hönd við barinn er veggop inn að litlu rými með smáum gólffleti. 14 Þaðan liggur breiður stigi niður á neðri hæð hússins þar sem eru þrjú bað - herbergi, eitt fatahengi og herbergi sem er lítillega niðurgrafið en þar átti árásin sér stað. 37. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að árásaraði lar hafi verið farnir af vett - vangi er lögreglan kom á staðinn. Í rýminu á neðri hæð staðarins voru þrír karlmenn, brotaþolar C , A og B , sem allir höfðu hlotið stungusár og var mikið blóð sjáanlegt. Áverkum er nánar lýst svo að C hafi verið með djúpa stun gu í síðu/baki og áverka á fingri, A með stungusár á baki, aftan á læri og upphandlegg og verið við það að missa meðvitund og B með stungusár framan á hægra læri og hægri upphandlegg. Settur var stasi á læri hans til að stöðva blæðingu. Voru brotaþolar all ir fluttir á sjúkradeild. 38. Samkvæmt upplýsingum slysadeildar um áverka brotaþola var A með sjö stungusár. Dýpsta stungan var á hægri öxl en hinar á hægri upphandlegg, hægri síðu og hægra læri. C var með djúpa stungu í síðu/baki og B með slagæðablæðingu á læri. Rætt var við þá þegar ástand þeirra leyfði og var skýrsla tekin upp á upptökubúnaði í hljóði og mynd. Lýsti þá hver um sig atburðarásinni eins og hún horfði við þeim. Fram kom hjá A að árásarmennirnir hefðu komið inn á neðri hæð Bankastrætis og sá fr emsti hefði strax ráðist að honum með barsmíðum. Hann hafi fundið fyrir hnífstungu í hægri hendi eftir að hann datt í gólfið en ekki tekið eftir hinum hnífstungunum fyrr en að árásinni afstaðinni. Hann kvaðst hafa þekkt einn árásarmanninn sem ákærða David Gabríel Glascorsson þótt sá hefði verið með grímu. 39. Brotaþoli C vildi lítið tjá sig um atvikið en kvað nokkra aðila hafa ráðist á sig. Kvaðst hann vita hverjir flestir árásarmennirnir væru. Kvað hann brotaþola alla hafa hlotið hnífstungu en honum ókunnugt um hvort sami aðilinn hefði verið að verki. 40. Brotaþoli B kvað á rásarmennina hafa fyrst ráðist að sér og hann fundið þegar hann var stunginn í hægri hönd og hægra læri en engan hníf séð. Hann hafi séð þegar A var stunginn, að honum virtist tvisvar sinnum í fótinn af sama aðila og réðst á sig. 41. Frekari rannsókn miðlægra r rannsóknardeildar og tæknideildar fór fram á vettvangi í beinu framhaldi. Lögregla skoðaði upptökur úr eftirlitsmynda - vélum en á hljóðlausum myndskeiðum sem liggja fyrir í málinu má m.a. sjá 15 27 einstaklinga, sem huldu andlit sitt, m.a. með grímum, koma g angandi kl. 23:31:42 í röð rösklega frá Þingholtsstræti. Sá fyrsti fer inn kl. 23:31:57 og sést hópurinn ganga rakleitt í gegnum dansgólf staðarins, framhjá bar sem er innst í rýminu og í átt að stiga sem er á hægri hönd við barinn. Á öðru mynd - skeiði sjás t brotaþolar sitja í einu horni rýmisins á neðri hæð. Á sama tíma og ákærðu eru á leið í gegnum dansgólfið á efri hæðinni standa brotaþolar allir upp úr sætum sínum og fara að inngangi rýmisins. Þá sést er brotaþolar A og B hörfa inn í rýmið þegar mennirni r koma niður. Þeir sjást veitast að brotaþolum með margvíslegum hætti frá kl. 23:32:18 til kl. 23:22:06 eins og nánar verður að vikið. Fyrstu árásarmennirnir fara út úr rýminu kl. 23:32:41. Árásin er yfirstaðin kl. 23:33:15, þegar síðustu árásarmennirnir y firgefa rým - ið. Þess skal getið að tímasetningar á myndskeiðum eru ekki allar þær sömu og skeikar nokkrum sekúndum. Í umfjöllun þar sem vísað er í tímasetningar myndskeiða er þess gætt að styðjast við myndskeið sem sýna sama tíma. 42. Frekari rannsókn tæknid eildar fór fram á vettvangi sama kvöld. Í umræddu rými í kjallara var ætlað blóð á gólfi og blóðkám á spegli ofan við sófa, auk þess sem blóðugur fatnaður, sem talið var að sjúkraflutningamenn hefðu klippt af brotaþolum, var á víð og dreif. Voru sýni tekin á fjórum stöðum í rýminu, af spegli og af fatnaði. 43. Þá aflaði lögregla myndefnis úr löggæslumyndavélum í nágrenninu og öryggismyndavélum skemmtistaða í miðbænum en upplýsingar lágu fyrir um að ákærðu hefðu hist þar fyrir árásina. Þannig gat lögreglan kor tlagt að mestu ferðir ákærðu um kvöldið og leið þeirra inn á Bankastræti. Dagana á eftir fóru fram handtökur nokkurra ákærðu en einnig gáfu sumir þeirra sig fram. Hluti ákærðu var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirheyrslur annarra ákærðu fóru fr am í beinu framhaldi. 44. Gæði myndskeiðs sem sýnir árásina á brotaþola eru ekki sem mest. Tæknilega eru möguleikar takmarkaðir til þess að skoða tiltekin atriði með nákvæmari hætti og upplausn mynda er misgóð. Lögreglan leitaði utanaðkomandi aðstoðar vegna v innslu á myndefninu og í framhaldinu var útbúið efni sem tileinkað var hverjum ákærða fyrir sig og stuðst við í yfirheyrslum. Framan - greint myndskeið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar um það 22. nóvember 2022. Upptökurna r voru ekki bornar undir brotaþola svo séð verði á meðan á rannsókn stóð. Meðal gagna máls eru áverkavottorð brotaþola. 16 45. Í vottorði E , sérfræðings á bráðamóttöku, vegna brota þolans A , kemur fram að brotaþoli hafi hlotið mar á nefi, loft - og blóðbrjóst hægra megin, sem og sár á aftanverðu hægra axlarsvæði og aftanverðu hægra læri rétt ofan við hnésbót. Áverkarnir samrýmist lýsingum lögreglu og sjúkraflutningamanna um líkamsárás með eggvopni. Um hafi verið að ræða sérstaklega hættulega atlögu, en handahóf skenndar stungur á kvið, brjóstkassa eða hálssvæði hefðu getað valdið áverkum sem hefðu leitt til dauða áður en hægt hefði verið að koma brotaþola undir læknis hendur. Áverkarnir á brjóstholi hafi þó verið þess eðlis að auðvelt hafi verið að með höndla þá með brjóstholsdreni. Einhverjar líkur séu á minniháttar einkennum frá lungum til lengri tíma, sem og varanlegum örum eftir stungu sár. Litlar líkur séu á varanlegri færniskerðingu. 46. Í vottorði F , sérfræðings á hjarta - og lungna skurð deild, vegna brotaþola ns A , kemur fram að brotaþoli hafi kom ið á bráðamóttöku með áverka eftir stungusár með beittu áhaldi. Áverk arnir hafi verið a.m.k. sjö talsins, þ.e. tvö sár á aftanverðri hægri öxl, um 4 cm að stærð, tvö sár aftarlega á hægri brjóstkassa, en framan við h erðablað, um 1 cm að stærð, tvö sár á hægra læri, um 2 4 cm að stærð, og eitt sár á hægra framhandlegg, um 2 cm að stærð. Talsverð blæðing hafi verið af sárun um og innri blæðing umhverfis og í lunga hafi verið tengd sáraáverka á hægra brjóst holi. Áverkar nir hafi komið brotaþola í lífshættu. Brotaþoli hafi verið útskrif aður af hjarta - og lungnadeild Landspítalans þann 20. nóvember 2022. Við röntgenskoðun þann 26. nóvember s.á. hafi fundist brot á 6. rifbeini brotaþola sem hafi valdið verkjum í hægri síðu. 47. Í vottorði E vegna brotaþolans C kemur fram að brotaþoli hafi hlotið mar á enni og skrámur í andliti, sár á aftanverðri vinstri síðu á milli 10. og 11. rifs, um 15 mm langa rifu neðst í milta og opið sár á vinstri hendi, þar sem húðflipi frá hnúa út á f ingur lá laus. Atlagan hafi verið sérstaklega hættuleg og hefðu stungur á brjóstkassa, kvið eða háls auð veldlega getað valdið andláti áður en hægt hefði verið að koma brotaþola undir læknishendur. Áverkinn hafi þó verið mildur miðað við atlöguna. Ein hver jar líkur séu á minniháttar einkennum frá lungum til lengri tíma. Varanleg ör verði eftir stungusár. Litlar líkur séu á varanlegri færniskerðingu. 48. Í vottorði E vegna brotaþolans B kemur fram að brotaþoli hafi hlotið mar vinstra megin á höfði, 4 5 cm sár y fir miðjum aftanverðum hægri 17 framhandlegg, ásamt áverka á vöðvum og sinum, og virka slagæðablæðingu aftanvert og hliðlægt í hægra læri. Atlagan hafi verið sérstaklega hættuleg og hefðu hnífstungurnar auðveldlega getað lent á líffærum í brjóstkassa, kvið eð a hálsi, og valdið áverkum sem hefðu getað valdið andláti áður en hægt hefði verið að koma brotaþola undir læknis hendur. Brotaþoli hafi hlotið slagæðablæðingu frá lítilli slagæð sem hafi þurft sértæka læknismeðferð til að stöðva og blóðprufur hafi gefið t il kynna að hann hafi tapað töluverðu blóði á þeim stutta tíma sem leið á milli árásarinnar og þar til blæðing var stöðvuð. Einhverjar líkur séu á færniskerðingu í hendi til styttri eða lengri tíma. Þá séu einhverjar líkur á verkjum í læri til styttri eða lengri tíma, en litlar líkur séu á færniskerðingu. Varanleg ör verði á stungu stöðum. 49. Í málinu liggur jafnframt fyrir samantekt G , yfirlæknis æðaskurðlækninga á Landspítalanum, dags. 3. febrúar 2023, um brotaþolann B . Samantektin er byggð á gögnum í rafr ænni sjúkraskrá, m.a. dagál H , sérfræðings í æðaskurðlækningum, sem er á ensku. Í samantektinni segir að brotaþoli hafi verið með þrjá minniháttar skurði á andliti og lítið sár og mar á höfði sem ekki þörfnuðust inngripa. Hann hafi verið með djúpt stungusá r á hægri framhandlegg þar sem sinar tveggja réttivöðva voru skornar og þurfti aðgerðar við til að sauma þær saman. Hann hafi verið með djúpa stungu á aftanverðu hægra læri með virkri slagæða blæð ingu og loka hafi þurft fyrir blæðinguna með æðaþræðingu og inn æða meðferð. 50. Undir rekstri málsins var af hálfu verjanda ákærða óskað eftir geðrannsókn. Þann 19. apríl 2023 var I geðlæknir dómkvödd sem matsmaður í því skyni. Í tengslum við geðmatið fór jafnframt fram sálfræði athugun á ákærða Alexander Mána. Nið urstaðan var sú að ákærði glímdi ekki við alvarlegan geðsjúkdóm, auk þess sem ekki kæmu fram merki um andleg an vanþroska, hrörnun eða rænuskerðingu. Var það álit matsmanns að ekkert benti til þess að ákærði hefði verið ófær um að bera ábyrgð á eða stjórna gerðum sínum skv. 15. gr. almennra hegningarlaga, auk þess sem geðræn einkenni ákærða útiloki ekki að fangelsisvist eða refsing komi að gagni, sbr. 16. gr. sömu laga. 51. Í málinu liggur einnig fyrir sálfræðivottorð J , dags. 21. september 2023, vegna brotaþola C . Í vottorðinu er gerð grein niðurstöðu sálfræðilegs mats þess efnis að brotaþoli C uppfylli greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun sem þarfnist frekari úrvinnslu. 18 II. Skýrslutökur fyrir dómi 52. Ákærði Alexand er Máni Björnsson kvaðst hafa frétt af því sem til stóð sama kvöld og atvik áttu sér stað. Til hafi staðið að hræða tiltekna aðila og berja þá. Að öðru leyti kvaðst ákærði kjósa að tjá sig ekki um aðdragandann eða hverja hann hafi átt í samskiptum við um atvikið. Hann hafi ekki vitað hverjir væru á Bankastræti eða hversu margir. Hann þekkt hins vegar brotaþola þegar á staðinn var komið. Hefði hópur sem þeir tilheyrðu gert á hlut hans og nánasta vinar hans, Davids Gabríels, undanfarin ár, með ítrekuðum hótu num, slagsmálum og eignaspjöllum o.fl. Hafi það verið ástæða þess að ákveðið hefði verið að grípa til aðgerða. Hafi þeir vitað að hópurinn væri oft fjölmenn - ur og vopnaður. Þeir hefðu einnig gert á hluta annarra ákærðu sem voru í hópnum þetta kvöld. Aðspur ður kvaðst hann þekkja þá flesta. 53. Ákærði kvaðst ekki muna vel eftir kvöldinu eða atvikum sjálfum enda undir miklum áhrifum fíkniefna. Kannast hann við að hafa verið grímuklæddur og vísaði til lögregluskýrslu þar sem haft er eftir honum að það hafi verið vegna þess að þeir ætluðu að slást og vildu ekki þekkjast. Þá kvað ákærði með - ákærða Einar hafa afhent honum hníf en kvaðst þó ekki hafa haft hug á að drepa nokkurn mann. Aðspurður kvaðst ákærði ekki vita hvort einhver annar hefði verið vopnaður þetta kvöl d en taldi það líklegt. 54. Ákærði kvaðst ekki hafa stungið brotaþola C en taldi sig muna eftir því að hafa sagt frá því í skýrslu lögreglu að hann hefði séð brotaþola og sparkað í sk ýrslutökunni. Kvaðst ákærði þó telja ólíklegt að hann hefði stungið brotaþola umrætt sinn. 55. Ákærði kvað sér hafa liðið ömurlega þegar hann hafi áttað sig á því sem gerst hefði. Í dag væri hann edrú og byrjaður í skóla í afplánuninni. Hann hygðist nýta sér alla þá aðstoð sem hann gæti fengið. 56. Ákærði Albert Logi Skúlason kveðst hafa frétt af því er til stóð á Dubliner sama kvöld, þ.e. að leysa ætti einhverja deilu á milli hópa. Forsaga væri að því sem gerðist, eignaspjöll og deilur í kringum dyravarðastarf semi. Kvaðst kveikt hefði verið í mótorhjóli Davids Gabríels. Aðspurður kvað ákærði vini 19 sína tengjast dyra varðastarfseminni. Hafi honum verið sagt að það ætti að fara hann ekki hafa þekkt þessa aðila eða átt nokkuð sökótt við þá. Spurður um grímunotkun kvað ákærði að honum hefði verið bent á að það væri skyn - samlegt til þess að þekkjast ekki og hafi hann fengið grímu á barnum. 57. Ákærði kvaðst hafa farið inn á staðinn, niður stigann og séð átök. Hafi hann talið að þarna ættu að vera 10 12 strákar sem ætti að hræða en þess í stað hafi verið fullt af fólki. Hafi hann ýtt í einhvern sem var þarna á hægri hönd sparkandi út í loftið. Kv aðst ákærði ekki hafa beitt brotaþola því ofbeldi sem honum er gefið að sök og sjáist það á myndskeiðinu. Hann hafi ekki ætlað að skaða hann heldur ýta löppunum frá en eitthvert handrið hafi verið á milli þeirra. Taldi ákærði að höggin hefðu ekki hæft brot aþola enda hefði hann borið fyrir sig hendur og fætur. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu og viðbrögð þegar myndskeiðið var borið undir hann kvaðst ákærði hafa verið í miklu sjokki. 58. ið út. Kvaðst hann iðrast þess að hafa tekið þátt í þessu og kvað það heimskulegasta hlut sem hann hefði gert á ævinni. 59. Ákærði Arnór Kárason kvaðst hafa fengið boð í Snapchat - hóp um að hittast á Prikinu. Menn hafi fært sig yfir á Dubliner og þar hafi hann flækst inn í á Bankastræti. Hefði hann ekki áttað sig á því framan af hversu fáir brotaþolar voru. 60. Aðspurður kvað ákærði meðákærða David Gabríel hafa boðið sér í Snapchat - hópinn. Ákærði kvaðst tengjast dyravarðahópi og hefði starfað fyrir með - ákærða John Petur. 61. yrðu margir aðilar. H af stað. Aðspurður kvað ákærði brotaþola ekkert hafa gert á sinn hlut. 62. Aðspurður um grímunotkun kvaðst ákærði iðulega nota buff og taldi að menn hefðu ekki vilja þekkjast á myndvélum enda ekki vitað hvað væri í vændum. Aðspurður kvaðst hann hafa verið tilbúinn í átök ef til kæmi en hann hefði átt von á stórum hópi manna. Ákærði kvaðst ekki hafa séð vopn og hefði hann vitað af slíku hefði hann ekki tekið þátt. 20 63. Ákærði kannaðist við að hafa beitt brotaþo la C ofbeldi með því að sparka í miðjan búk hans en brotaþoli, sem hefði legið á bakinu, hefði borið fyrir sig hendur. Taldi ákærði því ólíklegt að áverkar hefðu hlotist af. 64. Ákærði kvaðst hafa kannast við brotaþola C en aðra ekki. Ákærðu hafi vitað að bro - kvöld. Aðspurður kvað hann sér ókunnugt um einhverja skipulagningu og skýrði framburð sinn hjá lögreglu um þátt meðákærða John Petur á þá leið að hann hefði verið að draga ályktanir um að svo væri. 65. Eftir atvi kið kvaðst ákærði hafa fengið kvíðakast og gefið sig fram við lög - reglu. Kvaðst hann skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í þessu og sæi eftir því. 66. Ákærði Y kvaðst hafa ætlað að fara út að skemmta sér í bænum og hitt vin sinn á veitingastað. Hefði aðili sem hann vildi ekki nafn greina sagt honum að það ætti að vera hópslagur fyrir utan Bankastræti en kveikt hefði verið í bíl. Hann hefði ekki vitað hverjir ættu í hlut. Kvaðst hann ekki muna eftir því að rætt hefði verið um það sem til stóð en fengið grímu frá ótilgreindum aðila sem hann hefði sett á sig. 67. Ákærði lýsti atvikinu svo að hann hefði hlaupið inn á eftir strákunum sem B , en síðan farið út. Nánar spurður kvað hann höggið haf a geigað en hann hefði kýlt í áttina að honum. Spurður um brotaþola C kvaðst hann ekki hafa sparkað í hann en brotaþoli hefði sparkað frá sér. Kvaðst ákærði hafa hlaupið út þegar hann áttaði sig á því hve fáir brotaþolar voru en honum hefði verið sagt af ó tilgreindum aðila að þeir ættu von á um 20 manna hópi. 68. Spurður um framburð sinn hjá lögreglu, þar sem ákærði kveðst hafa hlaupið að einhverjum og kýlt einu sinni, kvaðst ákærði hafa verið kvíðinn og óskýr en þetta hafi verið vitleysa því að höggið hefði e kki hæft brotaþola. Hið sama eigi við um sparkið í hinn brotaþolann. Ákærði kvaðst ekki hafa séð nein vopn. 69. Ákærði David Gabr í el S. Glascorsson lýsti aðdraganda atvika svo að Z - hópurinn sem brotaþolar tilheyrðu hefði níðst á honum og fjölskyldu hans undanfarin ár. Þá hefði verið kveikt í mótorhjóli hans skömmu fyrir atvikið. Gerði ákærði nánar grein fyrir því. Hann og fleiri í hópnum hafi átt sökótt við Z - hópinn. Hafi ætlun hans verið að stöðva deilur á milli hópanna. Hann hafi stofnað Snapchat - að inn en hópurinn hafi stækkað eftir það, til að mynda hafi sumir boðið vin um 21 sínum. Kvaðst hann ekki muna hvaða umræða hefði verið í gangi í Snapchat - hópnum en þó talað um að koma með grímur. Hafi það verið í öryggisskyni vegna brotaþola. Tilgangurinn hafi verið að safna liði, sýna að þeir væru margir saman og stöðva áreitið. Hann hafi þó ekki búist við því að svona margir myndu mæta og þekkti ekki alla. 70. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa verið upphafsmaður þess sem gerðist. Hugmynd um hópsöfnun hafi ekki verið hans. Spurður út í framburð sinn hjá stressaður. Hann hefði þó verið með þeim fremstu. 71. Ákærði kvað hóp brotaþola hafa verið þekktan fyrir vopnaburð og hafi hann sjálfur verið í stunguvesti sér til varnar. Hann hafi ekki orðið var við að menn væru að vopnbúast í aðdragandanum. Aðspurður kvað hann þá þó hafa b úist við því að Z - hópurinn myndi ráðast að þeim enda væru þeir jafnan afar margir saman. Hefði hann búist við yfir 20 mönnum. 72. Ákærði kvað það ekki hafa verið ætlunina að fara inn á staðinn en komið hafi í ljós að brotaþolar voru inni á staðnum og því hafi verið tekin sú skyndi - ákvörðun að fara þangað inn. Hafi upplýsingar um það borist frá tilteknum starfsmanni Bankastrætis en ákærði áður látið berast að hann væri að leita að brotaþolum í bænum. Kvaðst hann aðspurður ekki hafa vitað að brotaþolar væru niðri í kjallara og því hafi þeir gengið í gegnum efri hæðina að leita. 73. Ætlun ákærða hafi verið sú að ræða við brotaþola en þegar hann hafi séð brotaþola A hafi reiðin orðið of mikil og hann skipt um skoðun. Hafi hann misst stjórn á skapi sínu og allt hafi fari ð úr böndunum. Kvaðst ákærði hafa verið allsgáður umrætt sinn. Spurður um framburð sinn hjá lög reglu, um að hann hefði vitað að það ætti að berja brotaþola, kvaðst ákærði hafa verið stressaður og mismælt sig. Hann hafi þó talið sættir ólíklegar vegna fram göngu Z - hópsins til þessa. 74. Ákærði kvað högg sín þó ekki hafa verið þung, aðallega hafi hann verið í átökum við A og verið að reyna að halda honum. Hafi hann ekki miðað á neitt sérstakt. Hafi reiði hans beinst að A en hann hefði ýtt B frá sér til að komast að A . Aðspurður kvaðst hann ekki hafa orðið var við nein vopn og hafi það komið honum á óvart að heyra um slíkt. Engin sam vinna hafi verið í 75. Ákærði Einar Bjarki Einarsson lýsti tildrögum þess að hann hafi ákveðið að hitta hópinn. Hann hafi farið niður í bæ og hitt vini sína á Prikinu en hann hafi vitað að það væru deilur vegna hótana gegn meðákærða David Gabríel og fjölskyldu hans. Þá hafi verið kveikt í mótorhjóli Davids G abríels. Það hafi 22 einhverju porti rétt hjá Bankastræti. Honum hafi verið fengin gríma og honum hafi þótt það skrýtið en skildist að það ætti að hræða brotaþola og svo hafi bara veri ð farið inn á stundinni. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvort rætt hafi verið um að beita ofbeldi. Hann ætlaði hins vegar að nýta tækifærið og hræða þessa aðila. 76. Þegar ákærði hafi komið á neðri hæð Bankastrætis hafi hann séð vini sína slást við brotaþola og ákveðið að veita þeim liðsinni. Kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því fyrst að brotaþolar væru bara þrír Kvað hann þessa aðila yfirleitt vera fleiri saman. Hann hefði beitt brotaþola báða ofbeldi en rangt sé að högg og s pörk hafi hafnað í höfði brotaþola A , mikið. Kvað ákærði hugsanlegt að reiðin hefði tekið þarna yfir. Kvaðst hann iðrast háttsemi sinnar. 77. Ákærði kvaðst sjálfur hafa hlotið áverka og taldi brotaþola A eða B hafa stungið sig. Nánar spurður kvaðst hann ekki vita með vissu hvernig hann hefði hlotið sárið enda fyrst tekið eftir því er hann kom heim. Kvaðst hann he fði afhent meðákærða Alexander Mána hníf. 78. Ákærði Guido Javier Japke Varas kvaðst hafa heyrt af því sama dag hvað stæði til í Snapchat - hóp sem honum hafði verið boðið í. Tilgreindur hafi verið tími og staður og að enginn skyldi hafa hnífa meðferðis. Önnur skilaboð hefði hann ekki lesið. Það hafi staðið til að hitta Z - gengið sem hefði gert á hlut fjölskyldu hans. Yfirleitt væri hópurinn fjölmennur og hafi ákærði ekki vitað að þeir yrðu svona fáir á staðnum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því og einbeitt sér að brotaþola C . Hann hafi hitt hópinn á Dubliner og þar strákunum og sína eigin grímu til að þekkjast ekki á myndavélum. Hann hafi verið allsgáður umrætt sinn en da að koma úr vinnunni. 79. Ákærði kvaðst ekki hafa slegið brotaþola með kylfunni. Hún hafi hins vegar rekist utan í ljósastand, gólfið og einhvern af meðákærðu. Kylfan hafi verið lítil og létt timburkylfa og ekki unnt að valda með henni miklum skaða. Hann hef í brotaþola einu sinni. 23 80. Ákærði kvaðst hafa verið undir áhrifum fíkniefna í fyrri skýrslutöku hjá lög - reglu. Borið var undir ákærða það sem haft var eftir honum í seinni skýrslu - töku það þá greinilega vera rétt en hin hafi ekki hafnað í brotaþola. 81. Ákærði Helgi Þór Baldursson lýsti aðdragandanum svo að hann hefði séð í umræddri Snapchat - grúppu að til stæði að mæta á Dubliner á tilteknum tíma. Þar hafi átt að ögra og ógna brotaþolum eða svokölluðum Z - hópi. Hann hefði verið reiðubúinn til að taka þátt enda mikið gengið á áður, m. a. eigna spjöll, auk þess sem móðir meðákærða Guidos og barnsmóðir meðákærða Davids Gabríels hefðu orðið fyrir árásum af þeirra hálfu. Báðir meðákærðu væru æskuvinir hans. 82. Ákærði kvað þá ekki hafa vitað hvað þeir myndu mæta mörgum á Bankastræti en búist va r við hinu versta af þeirra hálfu. Aðspurður kvaðst hann hafa verið reiðubúinn í átök ef með þyrfti. Ákærði kvað þá hafa vitað að það væru myndavélar á staðnum. Þeir hafi gengið rösklega inn, eða hálfskokkað, þeir hafi farið niður og hann hafi raunar tínst með þeim þarna inn. Hefði hann í raun séð mjög illa því hann hefði verið með hettu og derhúfu. Hann hafi bara séð grímuklædda, svartklædda menn í átökum. 83. Ákærði gekkst við því að hafa beitt brotaþola því ofbeldi sem lýst er í ákæru og lýsti atvikum svo að þegar A hafi hætt að verja sig hafi hann fært sig yfir á B . Ákærði taldi högg sín þó ekki hafa verið þung. 84. Þar sem hann stóð fyrir framan B hafi hann séð glitta í hníf en vildi ekki upplýsa um hver hefði verið með hann. Eftir þetta hefði hann ákveðið að f ara. Hann hefði fyrir þetta ekki orðið var við umræðu um vopn og hefði ekki viljað hann ekki haft hugsun á því að fara fyrr en hann sá hnífinn. 85. Borinn var undir ákærða framburður ha ns hjá lögreglu um fyrirætlanir, þ.e. sérstaklega eftir þessu en það gæti verið að það hefði verið rætt. Það hafi verið bornar undir hann og staðfesti hann það sem þar kom fram. 86. Ákærði Matthias Gabriel S . Silva kvaðst ekki muna hvenær hann hafði heyrt af því sem til stóð en taldi a ðspurður hugsanlegt að það hefði verið daginn áður. Systir hans h efði hringt í hann og sagt h onum frá íkveikju á mótor hjól - unum. Hann h efði þá hringt í bróður sinn, meðákærða David Gabríel , og hitt strákana á Prikinu í framhaldinu. Seinni part kvölds á Dubliner hafi verið rætt 24 um að finna Z - gengið. Kvaðst ákærði hafa ætlað að passa upp á bróður s inn og því fylgt hópnum . Hefði hann sett á sig grímu til að þekkjast ekki en hann hafi verið hræddur og reiður. Á Dubliner hafi sérstaklega verið rætt að engin vopn skyldu vera notuð. Hann kveðst ekki orðið vitni að vopnaburði á neinum tímapunkti umrætt kv öld. 87. Þegar komið var niður í rýmið í Bankastræti hafi hann séð átök alls staðar þar öskrað og allir hlaupið út. Kvaðst ákærði ekki hafa beitt neinn ofbeldi. Kvaðst ákærði hafa ve rið í endurhæfingu vegna bakbrots á verknaðarstundu og hefði því ekki almennilega getað beitt sér í átökunum þó hann hefði viljað. 88. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að ætlunin hafi aðallega verið í enda dagsins vill David frá 89. Myndskeið frá Bankastræti var spilað fyrir ákærða og kvaðst hann ekki bera kennsl á sjálfan sig þar. Hins vegar bar ákærði kennsl á sig a f skjáskoti sem tekið er úr myndskeiði fyrr um kvöldið á Prikinu. 90. Ákærði Sigurgeir Sæberg kvað áform hafa vaknað samdægurs að finna Z - hópinn. Honum hafi verið bætt í Snapchat - grúppu en ekki tekið þátt í umræðu þar. Hann hafi farið með tveimur vinum sínum, meðákærða Mikael og Ástvald á Dubliner til tals hafi komi að fara og ræða við þessa menn. Hafi átt að hræða brotaþola með því að bera grímur en einnig til að tryggja eigið öryggi. Hafi átt að felast ógn í fjöldanum. Hefði átt að stoppa atburðarrás sem var hafin en m.a. hafði verið kveikt í mótorhjólum vinar hans meðákærð a David Gabríel og montað sig af því á samfélagsmiðlum. Sjálfur hefði hann ekki átt neitt sökótt við brotaþola. 91. Ákærði kvað þá hafa hist á götuhorni og þeir farið saman á Bankastræti. Þegar er taka upp hníf og reyndi þá að sparka hnífnum úr hendi viðkomandi en sá hafi ekki verið grímuklæddur. Minnti hann að hann hefði sparkað tvisvar sinnum. Ákærði kvað aðilann á sófanum ekki hafa verið með hníf heldur hafi sá verið úti á miðju gólfi. Ákærði að fá aðra til að hætta og s íðan farið beinustu leið út. 92. Ákærði Viktor Ingi Stolzenwald Árnason kvaðst hafa veitt því athygli sama kvöld og a tvik áttu sér stað að sér hafði verið bætt í Snapchat - hóp af David Gabríel. Hann hafi farið á Dubliner með vinum sínum að fá sér bjór og þá 25 hafi allir verið komnir þangað. Hafi verið tilviljun að þeir hittu hópinn. Hann muni ekki eftir því sem rætt var þar . Borið var undir ákærða þar sem haft er eftir honum hjá lögreglu að í Snapchat - hópnum hafi verið talað um að hittast á Dubliner og þangað hefði hann farið. Kvaðst ákærði hafa séð þetta fyrst eftir að hann var kominn í bæinn með vinum sínum. Aðspurður um t ilgang með grímum kvað hann það hafa verið til þess að brotaþolarnir myndu ekki þekkja þá í sundur. Honum hafi verið fengin gríma. Ætlunin hafi verið að hræða brotaþola og kvaðst ákærði ekki muna eftir samræðum þess efnis að ofbeldi skyldi beitt. Nánar spu rður kvað hann að með því móti hafi átt að fá brotaþola til þess að hugsa um og sjá eftir því sem þeir hefðu gert. 93. Ákærði kvaðst aðeins þekkja til brotaþola vegna ágreinings á milli þeirra og vina hans sem hann hafi viljað aðstoða. Z - gengið hefði gert ými slegt á hlut vina ákærða, einkum David Gabríel og Guido. 94. Ákærði kvaðst ekki muna sérlega vel eftir atburðarásinni vegna ástands síns umrætt sinn. Hann hefði þó horft oft á myndbandið og það hafi rifjað upp fyrir honum atvikin. Hann hefði farið niður tröppurnar. Það hefði myndast mikill troðningur því allir hafi verið að drífa sig inn. Hann hafi farið út í horn herbergisins og ætlaði að sparka í brotaþola B . Sparkið hafi misst marks og hann hefði dottið ofan á brotaþola, ekki náð að reisa sig upp og baðaði höndum út. Mögulegt sé að við það hafi höndin lent í líkam a brotaþola. Borinn er undir ákærða lýsing hans hjá lögreglu á ofbeldi gagnvart brotaþola og kvaðst hann kannast við hana. Sé hann að lýsa því að hann hafi kýlt brotaþola þremur til fjórum sinnum eftir að hann datt á hann og reyndi fálmandi að standa upp. 95. Ákærði kvaðst hafa yfirgefið herbergið þegar hann hefði uppgötvað að brotaþolar væru bara þrír en árásarmennirnir talsvert fleiri. Brotaþolar hafi kylfu en ekki önnur vopn. Aðsp urður um framburð sinn hjá lögreglu þar sem ekki að það væri í reynd hnífur. Hann myndi þó ekki hverjir hefð u verið að tala um þetta og myndi ekki í dag hvar sú umræða hefði farið fram. Staðfesti hann þó að hafa munað betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu en þar vísaði hann í samtal um framangreind atriði í Snapchat - hópnum. 96. Ákærði Alexander Ar on Gilbertsson Ákærði kvaðst hafa verið í samskiptum við þá meðákærðu sem sinni dyravörslu. Hefði hann hitt meðákærðu niðri í bæ umrætt sinn. Hann hafi verið í Snapchat - hópnum en ekki tekið eftir honum 26 fyrr en síðar. Hann hafi þó séð þar að það ætti að hit tast kl. 21:00 á Prikinu. Hann hafi hins vegar mætt á Dubliner. 97. Ákærði kvaðst hafa vitað að til stæði að finna A . Umræða hefði verið uppi um það sem A gert en sjálfur hefði hann ekki átt sökótt við hann. Hina tvo kvaðst hann ekki þekkja persónulega. Til h afi staðið að ógna og hræða brotaþola og sýna stuðning vegna þess sem hafði gerst í aðdraganda og hann verið grímuklæddur til að brotaþolar þekktu hann ekki. Engin umræða hafi verið um vopnaburð og hann hafi ekki verið meðvitaður um það sem átti eftir að g erast. Hann hefði bara elt hópinn en snúið við eftir að hafa farið niður hafi verið of mikið fyrir hann og því hafi hann hlaupið út. Aðspurður kvaðst ákærði hafa haldið fyrst að Ákærði kannaðist við eftir að hafa verið sýnt myndskeið að hafa rétt John Petur vasaljós og kvaðst hafa verið að skila því þar sem hann hafi ekki viljað hafa það. Gat hann ekki skýrt til hverra nota það hafi átt að vera. 98. Spurður um það sem haft er eftir honum í skýrslu lögreglu að það hafi fyrst og fremst staðið til að ógn eða hræða brotaþola A og frems eitthvað þar vegna skemmda á eignum meðákærða David Gabríels. Ákærði staðfesti framburð sinn hjá lögreglu um að han n hefði séð eina kylfu, sem hefði verið sveiflað í atburðarásinni á Bankastræti. 99. Ákærði kvaðst iðrast þessa. Hann lýsti persónulegum aðstæðum sínum og kvað atvikið hafa haft þau áhrif að hann hafi verið rekinn úr skóla. 100. Ákærði Ástvald Ýmir Stefánsson kvaðst hafa farið ásamt félögum sínum í miðbæinn . Kannaðist hann við að hafa sótt meðákærða Alexander Mána sem hann kvaðst þekkja aðeins. Þeir hafi farið á Prikið. og það hafi enginn vitað neitt. Hópurinn hefði svo skipst upp og hann farið ásamt fleirum að skemmtistaðnum Bankastræti. Hafi hann fyrst vitað að förinni væri heitið um tíu mínútum áður en farið var inn. Kvaðst ákærði ekki geta skýrt frekar hvað gerðist þá. Hann kvaðst ekki geta upplýst um ástæður grímuklæðnaðar en hefð i lítið hugsað út í þ að, sjálfur hafi hann verið með buff. Í reynd hafi hann ekki verið reiðubúinn í átök . Enginn h efði beðið hann sérstaklega um að taka þátt, hann hef ð i tekið þá ákvörðun sjálfur. Hann hefði ekki vitað hvað hefði staðið til og bara ætlað sér að vera viðstaddur. Hafi enginn vitað hvað væri að fara að gerast. Nánar spurður kvað ákærði einhverja 27 sem hafi vitað eitthvað, sem hafi vitað eitthvað, verið að spjalla á leiðinni á Bankastræti en hann hafi ekkert vitað um það. 101. Ákærði kvaðst ekki muna hvað hann hefði séð innandyra, allt hafi gerst svo hratt. Hann hafi staðið fyrir utan rýmið og séð allt svart . Hafi hann ákveðið að fara ekki lengra. Hann hafi svo heyrt kallað að allir skyldu fara út og þá h efði hann yfirgefið svæðið. Hann h efði ákveði ð að fara ekki lengra. Hann hafi ekki séð brotaþolana . 102. Ákærði X lýsti atvikum svo að hann hefði farið í bæinn með félögum sínum , þar á meðal meðákærða Cristovao. Þ eir hafi hitt hópinn. Kvaðst ákærði í reynd ekki hafa viljað taka þátt í þessu en elt hópinn þegar gengið var að Bankastræti . Ekkert hafi verið rætt á leiðinni. Hann hafi fyrst frétt af því að eitthvað væri í uppsiglingu þegar einhver rétti honum grímu . H efði hann þá orðið frekar hræddur en allt hefði gerst hratt. Hann hefði bara gert eins og hinir sem allir hefðu verið að setja upp grímur. Var það fyrst þá sem honum kom til hugar að eitthvað myndi gerast, h ugsanlega hópslagur. Hann hafi þó ekki vitað hverja stæði til að hitta og ekki heyrt neina umræðu um slíkt . Hafi ætlun hans ein verið að pa ssa upp á vini sína og að g eta stigið inn í ef eitthvað kæmi fyrir þá . 103. Ákærði kvaðst hafa gengið að veggopinu að stiganum , ekki viljað taka frekar þátt í atburðarásinni en skynjað að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Hann hafi heyrt karlmannsrödd öskra a ð allir skyldu fara út . Síðan hefði hann tekið af sér grímuna, beðið stutta stund og séð meðákærðu hlaupa út. 104. Ákærði Chibuzor Daníel Edeh kvaðst hafa verið í bænum og hafi farið að hitta frænda sinn meðákærða David Gabr í el. Þeir hafi farið á Pri kið og Dubliner og þaðan að Bankastræti. Hafi ætlun hans verið að sýna meðákærða og fjölskyldunni stuðning vegna áreitis sem hann hefði orðið fyrir af hálfu Z - hópsins sem brotaþolar væru hluti af. Það hafi verið fyrst um kvöldið sem honum var ljóst að eitt hvað væri í uppsi glingu. Kvaðst hann ekki hafa kynnt sér það sem fram fór í Snapchat - hópnum. 105. Hafi ætlunin verið að hitta á brotaþola og tala við þá. Kvaðst ákærði allt eins hafa búist við því að það yrðu slagsmál og að Z - hópurinn yrði vopnaður hnífum. Han n h efði þó ekki farið í þeim tilgangi að ráðast á brotaþola, heldur til að mæta þeim og onfronta þá. Hafi hann verið grímuklæddur til þess brotaþolar gætu ekki þekkt hann. Ákærði var spurður út í lögregluskýrslu þar sem haft er eftir honum að það hafi á átt við brotaþola A . 28 106. Ákærði kvað atburðarásina hafa farið úr böndunum er niður í rýmið var komið . Hann hefði litið í kringum sig , séð slagsmál og fundist allt vera í kaosi . Hefði hann komið sér út að eigin frumkvæði. Hann hafi ekki sjálfur átt sökótt við brotaþola og ekki beitt neinu ofbeldi umrætt kvöld. 107. Ákærði kannaðist við að hafa afhent meðákærða David Gabríel hnífavesti í öryggisskyni og meðákærða John Petur vasaljós sem ekki var notað. 108. Cristovao A. F . Da S. Martins kvaðst hafa verið með félögum sínum m.a. meðákærða X . Þeir hafi farið á Dubliner og Prikið og þaðan á Bankastræti. Ekkert hafi verið rætt um hvað stæði til en aðspurður kvaðst ákærði hafa verið forvitinn . Aðspurður kvaðst ákærði h afa verið með grímu til þess að þekkjast ekki inni á staðnum. Kvaðst ákærði aðeins hafa fylgt hópnum eftir og því sett upp grímuna . 109. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað við hverju hann mætti búast en heyrt út undan sér að það ætti að tala og hræða Z - hópinn, en þá þekkti h ann ekki sjálfur . Þá hafi verið umræða meðal meðákærðu að það ætti ekki að vera ofbeldi og engin vopn. Hann h efði sjálfur ekki átt sökótt við brotaþola og viti ekki hverjir hafi átt í deilum við þá. Kaus hann að tjá sig um framburð sinn hjá lögreglu um að 110. Ákærði kvaðst haf a gengið inn á staðinn og að veggopi við stigann. Hafi hann orðið hræddur þegar aðrir fyrir aftan hann hafi farið að hlaupa. 111. Ákærði Emil Árni Guðmundsson kvaðst hafa hitt hópinn í bænum eftir að meðákærði David Gabríel hefði bætt honum í Snapchat - hóp. Hefði verið haldið frá Dubliner yfir á B ankastræti . Hann inn en ekki komist inn í rýmið þar sem árásin átti sér stað. 112. Ákærði kvað hlutverk sitt bara að vera á staðnum . Hann h efði ekki ætlað sér að gera neitt. Taldi hann líklegt að margir yrðu á staðnum og að atburðarásin færi úr böndunum. Hafi það verið ástæðan fyrir því fjölda þeirra sem fóru að Bankastræti. Hann hafi talið að þetta hefði í reynd farið úr böndunum þegar meðákærðu hlupu út og þá hefðu allir aðrir hlaupið. Aðspurður kvaðst hann 113. Ákærða kvað sér kunnugt um að einhverjir meðákærðu ættu sökótt við brotaþola, en hann h efði ekki vitað að það stæði til að hitta á þessa tilteknu stráka. Vissi hann til þess að Z - gengið væri alltaf vopnað og hefði beitt hnífum. Kvaðst ákærði ekki haf a ekki séð nein vopn umrætt kvöld. Spurður út í myndskeið þar sem ákærði sést með hníf á Prikinu kvað hann það hafa verið gúmmíhníf sem hann hafi verið að fíflast með. 29 114. Spurður um framburð sinn hjá lögreglu um að hann hefði heyrt að það ætti að berja brotaþola í klessu meðákærða David Gabríel, kvaðst ákærði hafa verið að draga ályktanir eftir atburðinn. Hann te ldi þó rétt eftir sér haft, en hann hafi ekki mein t það sem hann sagði enda í áfalli. Þá kvaðst ákærði ekki muna eftir því sem haft er eftir honum hjá lögreglu um að upplýsingar hafi borist um það frá kærustu ein s í hópsins að brotaþolar væru á Bankastræti. 115. Ákærði Fannar Ingi Ingvarsson kvaðst haf a mætt á staðinn í þeim tilgangi að hræða tiltekinn hóp sem hefði verið með vesen við dyraverði í miðbænum. Þessi hópur af Z - strákum h efði verið að hóta dyraverði á Prik inu . Stæðu dyraverðir saman þegar það væri vesen gagnvart einhverjum í hópnum . Aðspurður hvernig hafi átt að hræða þessa aðila kvað ákærði það hafa verið með fjöldanum, þ.e. að þeir væru fleiri. Hann hefði þó í raun viljað vera þarna til að stofna til friðar. 116. Hafi ákærði hitt nokkra stráka í bænum m.a. meðákærða Ástvald og einhverja fleiri sem höfðu verið í dyravörslu. Minnti hann að þeir hefðu farið á Prikið að ræða við dyravörðinn sem hafði verið hótað. Þá hefði verið farið á Dubliner þar sem hann fék k grímu. Fólst ógn í því að nota grímuna og hluti af því að hræða. Sjálfur kvaðst hann hafa klæðst stunguvesti eins og oft áður. 117. Ákærði kvaðst hafa beðið fólk um að hafa augun opin við leit að tilteknum aðila. Hefði hann m.a. beðið kærustuna sína vitnið L sem starfaði á Bankastræti að fylgjast með hvort hann kæmi þangað. Hún hafi síðan látið vita þegar hún taldi svo vera. 118. Ákærði kveðst hafa gengið inn á staðinn, stoppað við barinn og fylgst með kærustunni sinni starfandi á barnum. Hann hafi því stoppað þar . Kvaðst ákærði hafa haft áhyggjur af öryggi hennar vegna Z - hópsins sem þekktir væru fyrir vopnaburð. Áður en hann v issi af þá hefðu meðákærðu hlaupið í áttina að honum og allir hlaupa út. Hann hafi frosið í smástund en svo hlaupið út með öllum hópnum. Þá 119. Ákærði skýrði tiltekin skilaboð sem gengu á milli hans og kærustu hans í aðdragandanum. Hafi sá hluti skilaboðanna þar sem hann segði við hana að af hans há lfu en hann hefði ekkert talað við John Petur um þetta. Þá skýrði hann skilaboð um að hann hefði sagt við John að hann hefði lofað henni að hann ætlaði ekki inn á staðinn. Hefði hann áður en til þess koma kallað yfir hópinn að hann vildi ekki að neitt myndi gerast þar inni. 30 120. Ákærði Halldór Logi Sigurðsson lýsti aðdraganda svo að honum hefði verið bætt í Snapchat - hóp í kjölfar símtals. Hann hafi verið beðinn um að koma af ónefndum aðila . Þeir hafi hist á Dubliner, fært sig yfir á Prikið þar sem þeir hafi spjallað og drukkið. Kvaðst ákærði hafa átt von á því að hitta Z - gengið þetta kvöld. Það hafi átt að stoppa níðingsskap þeirraog margir átt sökótt við þá. Sjálfur hefði hann aðeins haft hug á að hitta tiltekinn aðila sem tengdist hópnum og hafi það ráðið för hans. Gæti hann ekki sagt til um hvernig atvik hefðu þróast en hann hefði ekki farið á staðinn með því hugarfari að ganga í skrokk á einhverjum. Hugsunin hafi verið að fá þessa aðila til að stoppa. Ákærði kaus að tjá sig ekki um ástæður grímuklæðnaðar. 121. Ákærði kvaðst hafa verið staðsettan við stigann og farið niður eina til tvær 122. Ákærði kvað einhvern grímuklæddan haf a rétt sér hníf eftir að hlaupið var út honum frá sér. Lýsti ákærði hnífnum frekar en vísaði til lögregluskýrslu um þetta atriði enda langt liðið frá atvikum og hann ölvaður. Aðspur ður kvaðst hann ekki hafa orðið var við önnur vopn. 123. Ákærði Halldór Rafn Bjarnason lýsti atvikum svo að meðákærði Róbert Sindr i hefði sagt honum að til stæði að tala við þessa einstaklinga og bað hann að koma með. Aðspurður kvað ákærði að honum hefði verið bætt í Snapchat - hóp en hann hefði lítið skoðað það sem þar fór fram. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað hvað hefði átt að ræða við brotaþola, en það hafi verið eitthvað í tengslum við ofbeldi og hótanir af þeirra hálfu. Kvaðst hann ekki þekkja þá sjálfur hann hafi ekki hafa haft neitt hlutverk og ekki átt að gera neitt. 124. Ákærði kvaðst fyrst hafa heyrt af þessum áformum á Dubliner. Einhver hefði fengið honum grím u en á stæða grímunotkunar hafi ekk i verið rædd. Hann hafi bara elt hópinn. Hann hafi ekki orðið var við neina umræðu um vopnaburð eða átök og aðeins séð aðila með kylfu á leið út af Bankastræti . Hafi í raun aldrei staðið til að fara niður á neðri hæðina. 125. Spurður út í skýrslutöku hjá lögre glu þar sem fram kemur að það eigi að hefði verið mjög stressaður er skýrslan var tekin. Þá kannast ákærði við að hafa greint frá því hjá lögreglu að áður en farið var inn hefði ei nhver spurt hvort einhver væri með hníf. Kvað hann ástæðu þess hafa verið þá að kanna hvort svo væri því það hafi ekki átt að vera með vopn. 31 126. Ákærði Ingibergur Alex Elvarsson lýsti aðdraganda svo að hann hefði verið með vinum sínum í bænum á Prikinu en hlu tirnir æxlast svo að þeir hefðu elt hópinn fótgangandi. Ákærði kvaðst hafa heyrt að það ætti að hræða einhverja stráka sem hefðu haft í hótunum við aðra og m.a. hótað að drepa barn. Hann hafi haldið að þetta væri hópur á hóp gerst hratt. Hans hlutverk hafi verið að standa hjá en beita ekki ofbeldi . Hann h efði heyrt að nokkrir úr hópnum hafi átt í deilum við brotaþola, en hann viti ekki hverjir. Spurður um grímunotku n kvað hann það hafa verið til þess að þessir aðilar myndu ekk i þekkja þá. Grímurnar hefðu verið á Dubliner og hann fengið sína þar. Ekkert hafi verið rætt um vopnaburð, nema að einhver einn hafi sagt að það skyldi enginn vera með vopn. 127. Ákærði kvaðst hafa gengið i nn á Bankastræti , farið niður og séð allt í rugli í h erberginu . Hann hafi byrjað að fara niður þrepin en svo hlaupið út . Hefði hann ekki viljað taka þátt í þeirri atburðarás. Meðákærði Ástvald hafi skutlað honum heim en þeir hafi ekki rætt atburðinn á heimleiðinni heldur verið orðlausir. 128. Ákærði John Pet u r Vágseið kvað aðdraganda hafa verið að því sem gerðist þetta kvöld. D agana á undan atburðinum hafi Z - hópurinn sem brotaþolar tilheyrðu hótað aðilum , eyði lagt farartæki o.fl. sem ákærði lýsti frekar. Hafi því verið ákveðið að hitta þá og ræða við þá í þeim t ilgangi að fá þá til að hætta . Ætlunin hafi verið að hitta þá utandyra. ógna þeim, en ekki að meiða þá. Sú taktík að sýna styrk í fjölda h efði virkað áður. 129. Þ eir hafi hist á Prikinu, farið niður á Dubliner og rætt þetta fram og til baka. Margir hafi verið reiðir af ýmsum ástæðum og átt slæma sögu að segja af þeim. Hann h efði ekki sjálfur átt sökótt við þá en þó hefðu þeir reynt að stinga hann og aðra oftar en einu sinni. Óttaðist hann að hópurinn myndi ráðast að þe im með hnífum. 130. Þeir hafi vitað að það væri Z - kvöld á Bankastræti og ákveðið að fara þangað . Aðspurður kvaðst hann hafa verið í Snapchat - grúppunni en hann viti ekki hvað hafi verið rætt þar inni . Þar fyrir utan hafi verið rifist um hvort ætti að fara inn. og hlaupið af stað. Hann hafi viljað passa upp á vini sína og því hlaupið með og verið reiðubúinn til þess að stíga inn í átök ef með þyrfti. Sumir hafi verið mjög reiðir og staðfesti á kærði framburð sinn hjá lögreglu að sumir hafi viljað leysa málin með ofbeldi. Kvaðst ákærði vilja leysa hlutina á annan hátt. 131. Ákærði kvaðst hafa farið inn þrátt fyrir að hann hafi ekki viljað vera þar . Svo hefði hann séð alla koma hlaupandi út og þá hefði hann hlaupið út með þeim. 32 Nánar spurður kvaðst hann hafa snúið við því hann hefði ekki verið sammála þeirri ákvörðun að vera þarna inni. 132. Ástæðan fyrir grímuklæðnaðinum hafi verið til þess að brotaþolar myndu ekki þekkja ákærðu. Umræða um vopnaburð hafi aðeins lotið að því að vera ekki með vopn. Þeir skyldu ekki vera með hnífa. Kvaðst hann sjálfur hafa verið með vasaljós sem hann kynni að nota til að afvopna menn. Þá hafi h ann verið í stunguve sti því að Z - gengið væri þekkt fyrir hnífaburð. Aðspurður kvaðst ákærði hafa séð eina eða tvær kylfur. Aðspurður kvaðst ákærði hafa komið að því að afla upplýsinga um veru brotaþola í bænum þetta kvöld og beðið tiltekna aðila að kanna málið á Bankastræti. Upplýsingar um það hafi svo borist eftir öðrum leiðum. 133. Spurður um III. kafla ákæru , dags. 9. febrúar 2023 , kvaðst ákærði ekki eiga umrædd fíkniefni og gæti ekki útskýrt hvers vegna efnið hefði fundist á heim - ili hans. Hnúajárnið kveðst ákærði hafa tekið a f þriðja aðila í miðbæ Reykja - víkur, sem hafi notað það til að ógna barþjóni á vinnustað hans. Kasthnífinn kv a ðst ákærði hafa keypt í versluninni Brynju fyrir nokkru síðan. Hann h efði ekki gert sér grein fyrir því að um ólögmætt vopn væri að ræða, enda hef ði hann verið keyptur í hefðbundinni verslun sem stundaði lögmæta starfsemi. Hníf urinn með 15 cm hnífsblaði sé í eigu vitnisins T , en sá hafi gleymt hnífnum heima hjá ákærða. Þá sé hnífurinn með 21 cm hnífsblaði í eigu ákærða Róberts Sindra, en um sé að ræ ða safnmun frá síðari heims - s tyrjöldinni, eða byssusting (e. bayonet). Kvað á kærði Róbert Sindr a haf a átt dvalarstað á heimili ákærða á þessum tíma. 134. Ákærði kv a ð hafnaboltakylfuna og úðavopnið hafi verið í eigu vitnisins P , en hún h efði fundið hvoru tveggj a á vinnustað sínum og tekið með sér heim, í þeim tilgangi að verjast vegna hótana og annarra ógnana af hálfu Z . Þá sé karambit - hnífurinn einnig í eigu vitnisins P . Hún h efði fengið hann að gjöf frá bróður hans fyrir um 10 árum, en bróðir hans safni hnífum . 135. Loftskammbyssuna kveðst ákærði hafa tekið af kunningja sínum, vitninu U , á skemmtistaðnum Austur fyrir um 5 árum, en hann h efði geymt hana síðan. U h efði óskað eftir að fá loftskammbyssuna aftur þar sem um væri að ræða mun í tónlistarmyndbandi, en ákærð i hefði gleymt að svara skilaboðum þess efnis frá honum. 136. Ákærði Mikael Alf Rodriguez Óttarsson kvaðst hafa verið með meðákærðu Alexander Aron og Ástvaldi að fá sér drykk og hefðu þeir hitt hina á Dubliner. Ákærði kannaðist ekki við samskipti á samfélagsmiðlum og hefði ekki vitað mikið um þetta, bara að það hefði átt að tala við stráka sem væru þrjátíu 33 saman. Hann myndi ekki hver hefði lýst þessu svo. Taldi ákærði aðspurður hverra það væri. Þá hafi hann ekki vitað hvern ætti að hitta en hann hefði vitað um íkveikju á mótorhjólum. 137. Ákærði kvaðst hafa gengið af stað að Bankastræti með þremur eða fjórum öðrum . Kvaðst hann ekki muna hvort þei r h efðu hópast saman , en hefði svo verið hafi það verið rétt hjá Bankastræti. Hann myndi ekki hvenær þeir hefðu sett upp grímur . Kvað hann ástæðu grímunotkunar vera að fela andlit sín fyrir brotaþolum vegna ógnana sem beindust að fjölskyldum meðákærð u. Að - spurður kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa lýst því svo hjá lögreglu að ef tilefni væri til. Nánar spurður kvað hann líklegt að hann hefði haldið að svo yrði raunin en ekki vitað það með vissu. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa greint frá því í skýrslu lögreglu að hann hefði séð kylfu. 138. Ákærði kvaðst hafa farið inn í rýmið á neðri hæð Bankastrætis í nokkrar sekúndur, séð hvað var að gerast og gengið þaðan út. Hann hefði séð b rotaþola C í horninu en hann hefði ekki séð A . T aldi hann sig sjá tvo aðila veitast að brotaþola C með höggum. Nánar spurður kvaðst hann haf a séð ringulreið og slagsmál, eitthvað sem h efði ekki átt að gerast. Hefði hann því gengið strax í burtu þegar hann áttaði sig að þarna væru slagsmál. 139. Ákærði kvaðst mun a eftir umræðu um að það skyldu engin vopn notuð, en hann muni ekki hver hafi sagt það. Hann h efði ekki orðið var við vopnaburð þetta kvöld. Hann hafi farið inn í rýmið í nokkrar sekúndur, séð ringulreið og slagsmál, eitthvað sem hafi ekki átt að gerast og því labbað út. Hann hafi séð C í horninu en hann hafi ekki séð A . Aðeins hafi verið talað um að ræða við þá og vera ógnandi, en ekki að hræða þá. Hann muni ekki hver hafi beðið hann um að koma með. Hann hafi verið með Alexander Gilberts og Ástvald að drekka. Í kjölfar atburðarins hafi hann farið á Orkuna, keypt sér hamborgara og farið heim að borða. Hann hafi verið einn. Hann hafi ekki fengið aðra til að koma með. 140. Ákærði Reynir Þór Hafdal Sigurjónsson lýsti aðdraganda svo að hann hefði farið á Prikið og Dubline r og þaðan á B ankastræti . Hann verið með meðákærða Viktori Inga en síðan hefði hann flækst inn í þetta þegar einhver hópur hefði safnast saman þarna inn . Ákærði kvaðst hafa heyrt að það stæði til að hræða einhverja aðila en ekki hvernig ætti að gera það. Hefði hann heyrt að eitthvað hefði verið gert á hlut fjölskyldumeðlima einhverra meðákærðu. 34 141. Aðspurður kvaðst ákærði hafa fengið grímu afhenta á Prikinu en hefði ekki verið mikið inni í samræðum þa r . Hann ha fi síðan gengið með um fimm öðrum að Bankastræti . Hópurinn h efði hist í götunni þar á mót i . Ekkert hafi verið rætt um það sem ætti að gerast og svo hafi allir haldið af stað. Nánar spurður kvað ákærði a ndrúmsloftið haf a , margir strák ar með grímur . Hefði h onum fundist sem hann hefði ekki tök á því að yfirgefa hópinn á þessum tíma þar sem þeir myndu fyrirlíta hann fyrir það. Hann h efði ekki orðið var við neinn vopnaburð. Það hafi ekki verið rætt að það myndi koma til átaka, en hann haf i fengið það á tilfinninguna. 142. Eftir að inn var komið kvaðst ákærði ekki hafa farið niður stigann heldur staðsett sig handan við hornið á barnum . Allt í einu hafi strákar komið hlaupandi á móti honum . Hann hafi snúið við og yfirgefið staðinn þar sem allt ha fi gerst mjög fljótt . Nánar spurður kvaðst ákærði hafa stöðvað af eigin frumkvæði og ekki farið niður því hann hafi ekki viljað það. 143. Ákærði Róbert Sindri Berglindarson lýsti atvikum svo að hann hefði farið með meðákærða Halldóri Rafni að hitta vini í miðbænum. Fyrst hafi þeir verið á Prikinu og labbað síðar yfir á Dubliner. Ákærði kaus að tjá sig ekki um umræðu á samfélagsmiðlum í aðdraganda verknaðarins. Ætlunin hafi ve rið að hræða brotaþola. Z - gengið hefði áreitt margra í hópnum í aðdraganda verknaðarins með eignaspjöllum og annarri háttsemi. Þá hefði brotaþoli A hótað ákærða sem í tengslum við starf hans sem dyravörður. 144. Ákærði kvað tilgang grímunotkunar hafi verið til að brotaþolar myndu ekki þekkja þá. Hafi átt að ræða við brotaþola, ógna þeim og sýna yfirburði í fjölda, í þeim tilgangi að fá þá til að láta af áreitinu. Nánar spurður kvað ákærði brotaþola vita hverjir þarna voru að verki þó að þeir bæru grímur. Ákærði kvað að ítrekað hefði komið fram á Dubliner að enginn skyldi bera vopn og minntist þess ekki að hafa séð nein vopn. 145. Ákærði kvað það hafa komið til tals að til átaka gæti komið í ljósi þess að Z - gengið ætti í hlut. Hefði einkum getað komið til ofbeldi til varnar. Skýrði ákærði framburð sinn hjá lögreglu, um að það gæti bara komið til ofbeldis ef og brotaþolar veist að þeim. 146. Ákærði kvaðst hafa gengið inn á Bankastræti með hópnum. Hann hefði komið að barnum og að stiganum, þar hefði hann stoppað og hugsað sig um. Þetta hefði verið komið út í einhverja vitleysu og hann ákveðið að snúa við. Þegar meðákærðu hefðu komið hlaupandi upp á móti honum hefði hann nýtt tækifærið til þess að hl aupa út. Aðspurður kvaðst ákærði rétt að vitnið K hefði 35 komið og haft afskipti af honum. Kvaðst hann ekki muna hvað hún hefði sagt en hún hefði nefnt hann á nafn. Hann hefði einmitt á sama tímapunkti fengið 147. Aðspurður út í ákæru dags. 10. m ars 2023 kveðst ákærði hafa erft hnífinn frá afa sínum en hann sé notaður til almenns heimilishalds. Hinir munirnir, þ.e. loftskammbyssan og kasthnífurinn, séu ekki í hans eigu. Ákærði kýs að tjá sig þó ekki um raunverulegan eiganda þeirra. 148. Brotaþoli A k veðst hafa verið með tveimur vinum sínum, brotaþolunum C og B , og staddir í herbergi á neðri hæð skemmtistaðarins Bankastræti umrætt kvöld. Þeir hafi verið í þann mund að fara á salernið þegar hópur manna réðist að þeim, en þá höfðu þeir verið á staðnum í um 20 30 mínútur. Þeir hafi ekki átt von á þessum hópi. Þegar ákærðu voru farnir hafi brotaþolar uppgötvað að þeir höfðu verið stungnir, a.m.k. hann sjálfur. Hann hafi aðeins fundið fyrir síðustu stungunni. 149. Aðspurður taldi brotaþoli að ekkert hafi verið sagt áður en átökin byrjuðu. Hann hafi þekkt nokkra þessara manna þrátt fyrir grímur, en þeir starfi við dyravörslu í miðbæ Reykjavíkur. Brotaþoli kvaðst hvorki vita hvers vegna ákærðu veittust að honum á þess ari stundu né hvers vegna þeir hafi síðar yfir - gefið staðinn. Hann muni lítið eftir atlögunni, en það hafi verið mörg högg og spörk, og margir gripið í hann samtímis. Hann hafi reynt að verja sig og hafi mest náð að verja höfuðið með höndum sér. 150. Brotaþoli kveður árásina einkum hafa beinst gegn honum, en það hafi verið B og C , en þeir hafi reynt að stöðva blæðingar. Brotaþoli lýsir því að hann hafi verið stunginn í hægri hönd, hægri fót og bakið. Ha nn hafi ekki verið með áverka á andliti svo hann muni og kannist ekki við að hafa hlotið rifbeinsbrot. Hann muni bara eftir stungunum. Sjálfur hafi hann ekki verið með hníf og hafi ekki séð nein vopn. Hann hafi legið inni á spítala í fimm daga í kjölfar ár ásarinnar. 151. Aðspurður kveðst brotaþoli hafa orðið fyrir tapi á færnisstyrk, en taugaendar í hægri hendi og hægri fæti virki ekki eins og áður. Hann finni enn til verkja vegna þessa í öllum hægri hluta líkamans, sérstaklega þegar kalt er úti en þá fái hann k rampa í sárin og kramparnir berist svo þaðan um líkamann. Brotaþoli lýsir því að hann hafi lent í því að hægri hendi og fótur læsist. Hann kveður andleg heilsu sína góða. Hann eigi þó stundum erfitt með að sofna honum líði illa. Honum dreymi stundum árásina og upplifi ótta. Aðspurður lýsir brotaþoli mikilli hræðslu eftir að árásin var yfirstaðin. Hann hafi óttast 36 um líf sitt og velt því fyrir sér hvort hann myndi deyja, en hann hafi átt erfitt með andardrátt þar sem lungu hans hafi fallið saman við atlöguna. Hann hafi áður verið í vinnu en sé það ekki lengur, hann geti það ekki vegna áverka á hendi og fæti. 152. Aðspurður lýsi r brotaþoli væring um á milli sín og ákærða Davids Gabríels . Hann kvaðst þó ekki kannast við hótanir og aðrar sakir sem á hann eru bornar af sumum ákærðu. 153. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa áttað sig á fjölda árásarmanna í rýminu. Þá hafi hann ekki heldur vitað af fleiri mönnum á efri hæð hússins. Brotaþoli kveð st ekki hafa áttað sig á því meðan á árásinni stóð að engar undankomu - leiðir væru í herberginu. 154. Brotaþolinn C kvaðst hafa kíkt á Bankastræti með brota þolunum A og B . Þeir hafi ekki verið lengi á staðnum og verið á leiðinni á salernið þegar ákærðu hafi ko mið inn. Brotaþoli hafi þekkt suma þeirra sem komu inn, en hann hafi margoft séð þá í miðbæ Reykjavíkur. 155. ítrekað verið veist að honum af fleiri en einum árásarmanni samtímis. Han n hafi fundið fyrir ótta og reiði, sem og höggum og spörkum. Þegar hann hafi - andi úr bakinu á honum. Brotaþoli hafi ekki verið viss um hvar stungan hefði komið í hann. Hann hefði l egið á bakinu en samt hafi hann verið stunginn í bakið, nánar tiltekið í síðuna. Hann hafi jafnframt verið með stunguáverka í hræðilega í líkamanum eftir á. Hann muni eftir smáv ægi legum áverkum í and - liti. Hann hafi þurft að undirgangast aðgerð á spítalanum og hafi dvalið þar í fjóra daga. Aðspurður kveðst brotaþola hafa upplifað að árásin hafi beinst að þeim öllum. Hann hafi séð hníf og kylfu, sem og hanska með innbyggðu hnúajá rni. Þessum vopnum hafi verið beitt gagnvart honum og hann hafi séð þau þegar hann lá í gólfinu. Hann hafi reynt að sparka þeim frá sér með fótunum, en að auki sé hann með varnaráverka á vinstri hendi eftir hníf. Hann viti ekki hver hafi verið með vopnin, en árásármennirnir hafi verið grímu - klæddir. Þá kveðst hann ekki átta sig á hvort vopnin hafi komið úr ólíkum áttum. Sjálfur kveðst hann ekki hafa verið með hníf umrætt kvöld eða í stunguvesti. 156. Aðspurður kveðst brotaþoli ekki hafa séð atlöguna að A og B . E kkert hafi verið sagt þegar ákærðu komu inn í herbergið og þeir hafi ekki átt von á þeim 37 inn í herbergið. Þá hafi ekkert hafi verið sagt þegar árásar mennirnir yfirgáfu herbergið. 157. Brotaþoli lýsir því að það sé honum erfitt að vera í samfélaginu eftir að h afa verið stunginn og allir viti af því. Hann sé ekki búinn að jafna sig líkamlega. Hann finni til í líkamanum af og til, einkum í kviðnum, vegna verkja sem leiða í kviðinn í gegnum bakið. Þá hafi hann sótt tíma hjá sálfræðingi eftir atvikið, en hann hafi upplifað mikið áfall við árásina. 158. Aðspurður kveðst brotaþoli hvorki hafa gert sér grein fyrir fjölda árásarmanna í herberginu meðan á árásinni stóð né veru fleiri manna á efri hæð hússins. Þá skýrir brotaþoli frá því að hann hafi verið í glænýjum Nike - fötu m umrætt kvöld, en þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann notaði þau. Ekkert hafi séð á þeim fyrir atvikið. Hann kunni ekki skýringar á götum á buxunum, en hann hafi ekki verið með stungusár á fótleggjum. 159. Brotaþolinn B kveðst hafa farið ásamt brota þol un um A og C á latino - kvöld á Bankastræti. Þeir hafi verið inni á staðnum í um 20 30 mínútur þegar ákærðu hafi komið inn, en brotaþolar hafi ekki átt von á þeim. Ekkert hafi verið sagt, en ákærðu ráðist þegar að þeim öllum. Hann lýsir því að sér hafi veri ð hrint niður og síðan hafi verið veist að honum með höggum og spörkum, en margir hafi ráðist að honum samtímis. Flest höggin hafi lent í höfði og það hafi verið sparkað í bak hans. Hann hafi ekki séð nein vopn. Hann hafi hlotið stungusár í hendi og læri, auk þess sem hann fékk kúlu á hausinn og skrámur í andlit. Hann kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið stungnir fyrr en C hafi bent á það eftir að árásinni lauk. Í kjölfar árásarinnar hafi hann farið í tvær aðgerðir, annars vegar vegn a slagæðar í læri og hins vegar vegna sinar. Hann kveðst stundum finna fyrir verkjum, einkum þegar kalt sé í veðri, en þá geti hann ekki hreyft hönd sína eðlilega. Brotaþoli lýsir því að hann finni fyrir streitu og óöryggi þegar hann gangi um miðbæ Reykjav íkur. 160. Brotaþoli kveðst hafa séð árásina á hendur A , en það hafi verið sparkað í hann og kýlt. Hann hafi reynt að koma honum til aðstoðar en það hafi ekki tekist þar sem honum hafi verið hrint aftur niður og hann kýldur. Hann muni ekki hvort hópurinn hafi s agt eitthvað við þá. Þá hafi hann séð einhvern árásarmannanna halda á hníf og sá hafi stungið A , en hann hafi ekki séð hvar stungurnar lentu. 161. Aðspurður kveðst brotaþoli ekki hafa þekkt ákærðu fyrir atlöguna, en hann þekki til sumra þeirra í dag. Hann viti ekki hvers vegna ákærðu réðust að þeim. Þá kveðst hann hvorki hafa áttað sig á fjölda árásarmanna í herberginu 38 umrætt kvöld né veru annarra ma nna á efri hæð hússins, en hann kveðst sjálfur hafa verið óvopnaður. 162. Aðspurður kveðst brotaþoli hafa verið hræddur um líf sitt meðan á árásinni stóð og eftir hana, en það hafi verið mikið blóð vegna slagæðablæðingarinnar úr læri hans. Hann hafi sett belti utan um læri sitt og haldið fyrir blæðingu úr hendi. Hann átti sig ekki á því hvað það tók sjúkrabílinn langan tíma að koma og þá kveðst hann ekki muna eftir líðan sinni í sjúkrabílnum. 163. Brotaþoli kveðst ekki þekkja neinn Z - hóp. Hann hafi verið í námi og v innu þegar árásin átti sér stað. Í dag sé hann í námi en hann sé ekki lengur í vinnu, þar sem hann sé enn að jafna sig eftir árásina. Hann sé að læra hárgreiðslu, en það sé erfitt fyrir sig að standa lengi og klippa. Hann kveður árásina hafa haft mikil áhr if á sig, en hann sé hræddur við ákærðu. 164. Vitnið K var rekstrarstjóri og eigandi á Bankastræti á þeim tíma sem um ræðir. Hún lýsti því er hún sá grímuklædda einstaklinga koma inn í hóp, ryðjast í gegnum þvöguna og niður stigann. Hún hafi reynt að ræða við þá en það hafi Aðspurð greindi vitnið frá því að hún hafi þekkt ákærða Róbert Sindra í hópi ákærðu. Hún hafi kallað nafn hans og reynt a ð ræða við hann. Hann hafi stoppað og starað á sig, en ekki sagt orð. Á þeim tímapunkti hafi nokkrir verið inni í herberginu og verið á útleið. Í framhaldinu hafi hún hringt eftir aðstoð lög reglu og síðan reynt að aðstoða brotaþola. 165. Aðspurð kveðst vitnið telja að ekki allir ákærðu hafi komist niður stigann, þeir hafi verið svo margir að það hafi tekið of langan tíma fyrir þá öftustu til að komast að. Hennar upplifun hafi verið sú að hún hafi verið að stöðva þá öftustu, frekar en að þeir hafi ekki allir ætl að niður. Það hafi litið út eins og þeir væru allir á niðurleið. Þeir sem voru á efri hæðinni hafi ekki snúið við fyrr en þeir sem höfðu verið niðri höfðu snúið við, en einhverjir ákærðu hafi labbað út á móti henni þegar hún fór niður stigann og að herberg inu. Aðspurð kveðst vitnið ekki hafa orðið vör við nein vopn. 166. Vitnið L , starfsmaður á Bankastræti og kærasta ákærða Fannars Inga, kveðst hafa verið við störf umrætt kvöld. Áður en hún hóf vaktina sína hafi Fannar Ingi sagt henni að það stæði til að ræða við einn af brotaþolunum og hefði beðið hana um að hafa opin augun fyrir því hvort hann kæmi inn á staðinn, sem hún hafi svo gert. Síðar hafi 27 grímuklæddir menn komið inn. Hún hafi séð þá hlaupa inn og niður stigann, en hafi ekki orðið vitni að neinu sem 39 gerðist niðri. Stuttu síðar hafi þeir hlaupið út. Það hafi margir orðið eftir uppi og það hafi orðið hálfgerð stífla í stiganum uppi. Mennirnir hafi getað komist niður stigann, en vitnið kvaðst ekki vita hvers vegna sumir þeirra hafi stoppað við stigann. Aðspurð út í framburð hennar hjá lögreglu, kveðst vitnið ekki minnast þe ss að hafa sagt að það hefði litið út eins og að einhverjir hefðu verið að standa vörð um stigann. Þá kveðst hún ekki hafa orðið vör við vopnaburð. Hún hafi látið vitnið K K hafi K h afi farið inn í hópinn og kveðst vitnið hafa séð hana standa við stigann. Hún hafi ekki heyrt hvað K sagði vegna tónlistarinnar og ekki átta sig á því hvort einhverjir hafi stoppað fyrir tilstilli hennar. 167. Aðspurð út í SMS skilaboð frá ákærða Fannari Inga, kveðst vitnið hafa túlkað þau þannig að það stæði ekkert til að eitthvað myndi gerast. Hann hefði ekki treyst brotaþolum. 168. Vitnið M kveðst hafa farið í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld í þeim tilgangi að hitta vini sína úr dyravörslunni. Staðið hafi til að h ittast og spjalla saman, en ekkert hafi verið rætt um brotaþola fyrr en ákærðu John Petur og David Gabríel hafi beðið hann að kíkja á Bankastræti og kanna hvort að brotaþolar væru þar staddir. Hann hafi farið á staðinn, ásamt vitninu O , en þar hafi þeir he ilsað gömlum samstarfsfélögum og ekkert séð. Hann hafi reynt að hringja tvisvar, án þess að nokkur hefði svarað honum. Þeir hafi ákveðið að staldra við og fá sér bjór, en þá hafi þeir séð hópinn koma inn í halarófu og nær jafnskjótt séð þá fara út aftur. V itnið kveður meirihluta mannanna hafa orðið eftir uppi á efri hæð hússins. 169. Aðspurður kveðst vitnið ekki hafa orðið var við neinn vopnaburð, en segir síðan hafa orðið var við að einn mannanna hafi verið með kylfu, annað hvort á leiðinni á Dubliner eða á st aðnum. Þá hafi hann orðið var við einhverja grímunotkun inni á Dubliner. Honum hafi verið bætt inn í Snapchat - hóp, en hann hafi verið í vinnunni á þeim tíma og ekki fylgst með því sem þar fór fram. Um tengsl sín við hóp ákærðu skýrir vitnið frá því að tvei r þeirra hafi verið með honum í grunnskóla, en að öðru leyti hafi hann ekki þekkt ákærðu. 170. Vitnið N gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið kveðst hafa farið niður í miðbæ Reykjavíkur til að hitta ákærða X , en þeir séu ekki lengur í samskiptum. Þeir h afi farið á skemmtistaðinn Paloma, en hafi ekki verið mikið með hópnum. Vitnið hafi farið með hópnum á Bankastræti, þar sem margir hafi verið með grímu og vitnið hafi ekki þekkt neinn þeirra. Sjálfur 40 hafi hann ekki verið með grímu. Hann hafi farið að hurði nni að stiganum en þá hafi allir komið hlaupandi út á móti honum. Hann hafi sjálfur hlaupið í aðra átt þar sem hann vildi ekki vera hluti af hópnum. 171. Aðspurður kvað vitnið sér hafa verið bætt inn í Snapchat - hóp, en hann hafi ekki lesið samskiptin sem þar fó ru fram og yfirgefið hópinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi aldrei heyrt að koma ætti til átaka. Spurður út í framburð sinn hjá lögreglu kvaðst vitnið ekki minnast þess að hafa séð litla trékylfu, en telji minni sitt þó hafa verið betra við skýrsl utökur hjá lögreglu. 172. Vitnið O kveðst vera hvort tveggja samstarfsfélagi og vinur ákærða Johns Peturs. Hann hafi verið í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld og hitt John Petur á skemmtistaðnum Prikinu, ásamt hópi af ungum strákum sem hann hafi ekki séð áður. Ha nn hafi svo hitt þá aftur á skemmtistaðnum Dubliner síðar um kvöldið. Þá hafi hann farið á Bankastræti með öðrum aðila áður en hann fór heim, en aðspurður lýsir vitnið því að hópurinn hafi ætlað að kanna hvort það væru strákar á Bankastræti sem þeir þekktu . Honum hafði áður verið sýnt myndefni með brotaþolum, en hann hafi ekki þekkt þann sem sýndi honum myndirnar. Hann hafi þó ekki séð brotaþola inni á Bankastræti. 173. Aðspurður út í framburð sinn hjá lögreglu skýrir vitnið frá því að hann muni ekki nákvæmlega hver hafi haldið á símanum með myndum af brotaþolum og telur vitnið sig ekki geta skýrt frá því með fullri vissu. Hann telji sig þó hafa fengið upplýsingar um að þ að hafi verið John Petur og David Gabríel frá vitninu M fyrir skýrslugjöf sína hjá lögreglu. Þá kveðst vitnið hafa orðið var við grímunotkun inni á Dubliner, en hvorki heyrt neina umræðu um það né orðið var við umræðu um vopnaburð. 174. Vitnið P , sambýliskona og barnsmóðir ákærða Johns Peturs, kveðst hafa verið í vinnunni umrætt kvöld, en hún vinni á Dubliner. Það hafi komið inn nokkur fjöldi karlmanna, en þeir hafi verið dreifðir í litlum hópum og komið inn á mismunandi tímum. Nokkrir hafi haldið á sóttvarnagr ímum, en hún hafi ekki orðið vör við dreifingu á grímum. Aðspurð kveðst vitnið ekki hafa heyrt umræðu um vopnaburð og ekki vitað til þess að eitthvað stæði til umrætt kvöld. Hún hefði spurt John Petur hvað væri í gangi, en hann hafi sagt að hún þyrfti ekki að starfsstöðum maka ákærðu og á undan hafi verið gengið mjög óskemmtilegt ástand sem vitnið lýsti freka r. Það hafi aldrei komið til umræðu að einhver átök ættu að eiga sér stað. 41 175. Aðspurð út í vopn og fíkniefni sem fundust á heimili hennar og ákærða Johns Peturs vegna III. kafla ákæru, dags. 9. febrúar 2023, lýsti vitnið því að karambit - hnífurinn væri hennar eign en hún hafi fengið hann í afmælisgjöf frá bróður Johns Peturs. Hún hefði ekki vit á hnífum og ekki komið til hugar að um væri að ræða ólögmætan hníf. Sömuleiðis séu piparúðinn og hafna - boltakylfan hennar eign, en vitnið kveðst hafa fundið hvort tveggj a á vinnustað sínum og tekið með sér heim. Það hafi hún gert sökum hræðslu við Z - gengið, en vitnið lýsir miklum ótta vegna undanfarandi ástands. 176. Aðspurð kveðst vitnið kannast við hnúajárnið, en vitnið R hefði hringt í hana þegar þau John Petur hafi verið ú ti að borða á veitingastað og óskað eftir því að John Petur kæmi á vinnustað þeirra og afvopnaði mann sem þar var staddur, sem hefði sýnt barþjóni ógnandi tilburði. Þau hafi orðið við því og snúið svo aftur á veitingastaðinn að svo búnu. Hnífinn eigi John Petur ekki, hann sé eign ákærða Róberts Sindra, sem hafi búið á heimili þeirra um tíma. Loftbyssuna eigi John Petur ekki heldur, en vitnið U eigi hana. Vitnið lýsir því að John Petur hafi tekið loftbyssuna af U þegar þeir hafi verið staddir á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Um sé að ræða leikmun í tengslum við tónlistarmyndband, en byssan væri handónýt. 177. Aðspurð kveðst vitnið ekki kannast við kókaínið. Hvorki hún né John Petur séu í neyslu og þau eigi ekki umræddan poka. Ákærði Róbert Sin dri hafi búið á heimili þeirra um tíma, en hún geti ekki sagt til um hvort hann eigi þennan poka. 178. F , sérfræðilæknir á hjarta - og lungnaskurðdeild Landspítalans, gaf skýrslu fyrir dóminum og staðfesti ritun á framlögðu vottorði. Vitnið lýsir því að hann h afi verið kallaður inn á bráðamóttöku umrætt kvöld vegna brotaþola A sem hafi verið vel vakandi og viðræðuhæfur. Hann hafi gert að hluta til að áverkum hans og aðrir læknar hafi gert að öðrum hlutum. Brotaþolinn hafi verið sendur í sneiðmyndatökurannsókn e n þá hafi komið í ljós innvortis áverkar. Að þeim hafi verið hlúð með innsetningu á keri, en hann hafi verið með blæðingu innvortis í brjóstholi hægra megin. Áverkinn hafi líkast til skaðað lungað, valdið loftleka og blæðingu. Um hafi verið að ræða lífshæt tulegan áverka. Til að valda rifbroti þurfi nokkuð kröftugan áverka, sérstaklega á ungu fólki. Þeim áverka hafi verið valdið með nokkru valdi. Þá hafi brotaþoli einnig verið með fleiri en einn skurð og dæmigert varnarsár á framhandlegg. 179. Aðspurður um umræt t rifbrot skýrir vitnið frá því að þegar brotaþoli hafi komið í eftirlit átta dögum eftir útskrift hafi verið tekin ný sneiðmynd þar sem 42 - brot berum orðum. Brotaþoli hafi fa rið í röntgenmyndatöku fljótlega eftir komu sína á bráðadeild umrætt kvöld. Röntgenlæknir hafi greint rifbrotið þótt því sé ekki lýst í gögnum fyrr en í vottorði vitnisins. Vitnið kvað mögulegt að sama vopnið hefði valdið umræddum áverkum brotaþola, en stu ngusárið hefði verið rétt hjá rifbrotinu. Einnig væri mögulegt að einhvers konar högg eitt og sér hefði valdið því, þ.e. af hnefahöggi, sparki eða falli, sem réðist af atburðarás. Aðspurður kvað vitnið enn talað um ferskt refbrot sem sé átta daga gamalt. 180. V itnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort áverkunum hefði verið valdið með einu og sama eggvopninu eða fleirum. 181. H æðaskurðlæknir gaf skýrslu í gegnum fjar fundar búnað og staðfesti að hann hafi, ásamt samstarfsfélaga sínum, framkvæmt aðgerð á æðakerfi hjá brotaþolanum B . Vitnið kveðst hafa séð virka blæðingu úr slagæð í læri og hafi þá verið tekin ákvörðun um að gera aðgerð innan frá til að loka fyrir slagæðina án þess að gera stóran skurð. Aðgerðin hafi gengið vel, bati brotaþola hafi verið góður og hann h afi getað farið heim næsta dag án nokkurra vandræða. 182. Aðspurður lýsir vitnið því að um hafi verið að ræða djúpt stungusár sem hafi valdið virkri blæðingu úr minni slagæð. Afleiðingarnar hefðu getað leitt til mikilla vandræða fyrir brotaþola, en blæðingin he fði ekki stoppað án að - stoðar, þ.e. nauðsynlegt hefði verið að loka slagæðinni til að stöðva blæð ing - una. Hefði það ekki verið gert hefði það valdið brotaþolanum miklu tjóni. Áverkarnir hefðu getað leitt til dauða ef aðstoðarbráðaliða og lækna hefði ekki borið að. 183. E , sérfræðilæknir á bráðamóttöku , gaf skýrslu fyrir dóm inum. Vitnið kveðst hafa hlúð að öllum þremur brotaþolum við komu þeirra á bráðamóttöku umrætt kvöld. Brotaþolinn A hefði komið með sjúkrabíl og hefði ekki viljað segja hvað hefði gerst, en þeir læknarnir hefðu verið með upplýsingar frá öðrum brotaþolum, sjúkraflutningsmönnum og lögreglu. Það hafi verið mikill viðbúnaður í kringum það, en þau hafi verið þrjú í teymi. Brotaþoli hafi verið vel vakandi og lífsmörk nokkuð góð, en hann hafi þurft súrefni til að viðhalda mettun. Brotaþoli hafi verið með tvö stungusár á hægri brjóstkassa og tvö aftan á hægra læri. Að öðru leyti virtist vera góð blóðrás og blóðþrýstingur og ekkert sem benti til þess að þau myndu missa hann frá sér. Virst hafi handahó fskennt hvernig hnefum og hnífum hafi verið sveiflað og hvar 43 stungusár enduðu, en augljóslega hafi ekki verið um að ræða yfirvegaðar ákvarðanir að því lútandi hvar hnífarnir lentu. Teymið hafi lagt áherslu á lífshættulega áverka fyrst, öndunarveg, blóðrása rkerfi o.s.frv. en síðar sé farið útilokað að það hafi verið minniháttar áverkar á brotaþola sem teymið hafi misst af. Aðspurður kveður hann brotaþola hafa farið í tölvu sneiðmynd áður en hann fór af bráðamóttöku, en brotaþolar hafi ekki verið lengi á bráðamóttökunni. Þá hafi ekkert við skoðun bent til þess að brotaþoli væri með eldri áverka. 184. Vitnið skýrir frá því að brotaþolinn C komu en hafi þó verið í töluverðu uppnámi. Við komu hafi sjúkraflutningafólk verið búið að lýsa sári sem þau höfðu þegar pakkað. Öndunarvegur brotaþola hafi verið opinn og engin vandamál með öndun eða öndunarfæri. Hann hafi verið með háan blóðþrýsting, líkast til vegna streitu, kaldur á höndum og fótum, sem hafi líka getað verið sökum blóðtaps, mögu - í bráðu lífshættulegu ástandi og hafi ekki þurft á bráðu inngripi að halda. Brotaþoli hafi verið búinn að tapa svolitlu blóði og hafi farið í aðgerð innan við klukkutíma frá komu. Áverki hafi verið í síðu, en áverki frá geirvörtu og nafla hafi getað verið í brjóstkassa eða kvið, vegna staðsetningar þindarinnar. Áverki hafi verið hjá rifbeinum og blæðing hafi verið útvortis. Brotaþoli hafi farið í tölvusneiðmynd sem sýndi rifu í milta, en þá hafi þau ekki vitað hvort blæðing yrði hröð, mikil og lífshættuleg eða lítil sem engin. Brotaþoli hafi verið með fitu sem kom frá kviðarholi og í þeim tilgangi að hafa hann inni á skurðstofu ef eitthvað færi úrskeiðis. Brotaþoli fór svo á gjörgæslu til þess að unnt væri að bregðast hratt við ef miltað færi að blæða. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt hvort áverkanir hefðu stafað frá sama eggvopni. Aðspurður kvaðst vitnið ekki geta borið til um eftir - fylgni og meðferð hjá brotaþola í kjölfar um önnunar hans á bráðamóttöku. 185. Aðspurður um framangreindan miltisáverka kvað vitnið litlu hafa munað að 186. Vitnið skýrir frá því að brotaþolinn B hafi komið með sjúkra bíl, en hann hafi verið vakandi og skýr við komu. Hann hafi verið með sjáan legt ma r vinstra megin á höfði og sár yfir miðjan framhandlegg að aftanverðu. Brotaþoli hafi 44 slagæðablæðing eins og nánar er lýst í vottorði. Vitnið kveðst ekki muna til þess að brotaþoli hafi verið með skurðsár í andliti. Aðspurður kveður vitnið áverka á útlimum brotaþola hafa verið talda vera eftir eggvopn. Hann geti ekki upplýst um hvort brotaþoli hafi sinnt endurhæ fingu. 187. Q , sérfræðilæknir í bæklunarskurðlækningum, gaf skýrslu fyrir dóminum. Vitnið kveðst hafa framkvæmt aðgerð á hendi brotaþolans B , en ekki ritað læknisvottorðið. Aðgerðin hafi gengið vel, en vitnið lýsir því að ef brotaþoli hefði ekki farið í aðgerð hefði hann ekki getað rétt úr litla fingri og hefði hlotið skerðingu af. Vitnið hafi síðast séð brotaþola tveimur mánuðum eftir aðgerðina en þá hafi hann ekki verið kominn með fullan styrk, enn hafi vantað örlítið upp á hreyfigetu. 188. J sálfræðingur gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað og staðfesti fyrirliggjandi vottorð sitt, sem og meðferðarvinnuna að baki vott orð inu. Vitnið kveðst hafa fengið beiðni um að taka brotaþolann C að sér í lok ágúst eða byrjun september þessa árs. Beiðnin hafi komið frá rét tar gæslumanni brotaþola. Fyrir aðalmeðferð málsins hafi hún náð að hitta hann þrisvar og þau tekið mat á stöðu hans. Brotaþoli uppfylli greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun, en þau séu að upp hafi komið einhver atvik sem séu streituvaldandi og aflei ðingar þurfi að vera endurupplifun atburðar, áleitnar eða endurteknar minningar eða martraðir eða endurupplifanir, og forðun. Annar flokkur sé að það þurfi að vera til staðar ákveðin neikvæð breyting á hugarfari eða líðan í kjölfar þessa streituvalds og br eyting á örvunarstigi, t.d. hversu stuttur þráðurinn sé í manni, að maður sé varari um sig, bregði meira eða að einbeitingu eða svefni hrakar. Þetta þurfi að hafa staðið yfir í einhvern tíma og valda truflun í daglegu lífi og trufla líf eða líðan viðkomand i. Brota - og þau ekki komist lengra. Vitnið kveður að algengt sé að fólk leiti til sálfræð - ings tals vert löngu síðar. Brotaþoli hafi lýst endurupplifunum af atvikinu og martröðum, forðun á tilfinningum sem hafi fylgt þessu, forðun frá virkni, neikvæðum tilfinningum og áleitnum hugsunum um atvikið. Hann eigi erfitt en það séu einkenni ofuráreitni. 45 189. Sérfræðingur tæknideildar lögreglu nr. lýsir því, aðspurð um buxur brotaþolans C , að götin séu metin vera eftir egghvasst áhald, en útlit gatanna hafi verið metið, kantar þeirra og hve rnig götin liggja í flíkinni. Ekki hafi verið um að ræða göt sem hafi myndast þegar rifið hafi verið í brotaþola. Ekki hafi verið hægt að meta hvort um sé að ræða gömul eða ný göt. Buxurnar hafi verið klipptar upp en hún hafi ekki getað séð blóð sem tengdi st götunum. Ekki sé hægt að útiloka að götin hafi komið út frá því að buxurnar hafi verið klipptar, hafi verið klippt með offorsi. Þá sé ekki unnt að meta hvort götin hafi verið eftir skæri eða annað egghvasst áhald. 190. Frekar aðspurð út í buxurnar skýrir vit nið frá því að allt blóð sé prófað, en það séu litlar líkur á að blóð hafi verið á fleiri stöðum á flíkunum. Ekki hafi verið metið hvort um hafi verið að ræða hníf eða annað áhald, en misjafnt sé hvort slík rannsókn fari fram. Það sé ekki gert hjá tæknidei ld lögreglunnar. Hægt sé að meta stærð áhalds en það sé yfirleitt ekki gert þar sem fólk sé yfirleitt á ferðinni þegar um er að ræða stungur og því geti verið einhverjar verið erfitt að sjá mun á götum eftir tvo áþekka hnífa. Þar að auki sé erfitt að greina þessi atriði í venjulegum bómullarfatnaði. 191. Aðspurð út í rannsókn á hnífnum sem fannst lýsir vitnið því að ekkert hafi verið á honum sem benti til nýlegrar notkunar á honum, þ.e. ekkert blóð hafi tekin af egginni og handfanginu. Þá hafi rauðir blettir verið á hnífnum en þeir hafi ekki virst hafa neina tengingu við málið. 192. Lögreglumaður nr. , stjó rnandi lögreglurannsóknar, gaf skýrslu fyrir dóminum. Vitnið lýsir því að hann hafi tekið við málinu að morgni dags eftir atvikið. Fyrst hafi verið myndað teymi til að finna myndbandsupptökur, en vinnan hafi beinst að því að bera kennsl á alla þessa grímuk læddu menn sem hafi farið þarna inn. Fyrstu handtökur hafi verið framkvæmdar þann sama dag. Unnið hafi verið úr framburði annarra og myndbandsupptökum af skemmtistöðunum Paloma og Dubliner, þar sem ákærðu voru ógrímuklæddir. Hvergi í myndbandsupptökuferlin u hafi þau séð fleiri en einn hníf, en sá hnífur hafi verið vel sýnilegur þegar þeir gengu inn á Bankastræti. Þeir hafi þó eftir fremsta megni reynt að greina öll vopn. Þarna hafi verið kylfa, stungu - vesti og vasaljós sem þeir hafi reiknað með að ætlað haf i verið að nota sem barefli. Ekki hafi verið vitað meira um hnífinn, en einhver hafi borið um að hann hefði losað sig við hníf við ótilgreinda ruslafötu í miðbæ Reykja víkur. Þeir hafi þó aldrei séð aðra hnífa og hafi niðurstaða rannsóknarinnar verið sú 46 að ekki hafi verið fleiri hnífar inni á Bankastræti en sá sem ákærði Alexander Máni hafi borið. 193. Lögreglumaður nr. gaf skýrslu fyrir dóminum og staðfesti að hún hefði ritað frumskýrslu vegna málsins. Vitnið kveðst hafa mætt fyrst á vettvang eftir að tilk ynnt hafi verið um hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti. Hún hafi mætt á vettvang ásamt samstarfsmanni sínum og þeim verið vísað niður í rýmið. Þar hafi þau séð allt úti í blóði og brotaþola málsins, sem hafi hlotið stungur. Þau hafi farið í að stop pa blæðingar og aðstoða brotaþolana. Aðspurð lýsir vitnið því að brotaþolar hafi allir verið með meðvitund við komu þeirra, en einn hafi orðið meðvitundarlítill. Ekki hafi verið hægt að ræða við brotaþola á vettvangi. Sjúkraflutningamenn hafi svo mætt á ve ttvang og hafist handa við að hlúa að brotaþolum. Þau hafi svo fengið að sjá upptökur af ákærðu koma inn á staðinn og þá hafið frekari aðgerðir við að finna út úr því um hverja væri að ræða. 194. Lögreglumaður nr. gaf skýrslu fyrir dóminum og staðfesti að hann hafi unnið húsleitarskýrslu vegna húsleitar og haldlagningar vopna og fíkniefna á heimili ákærða Johns Peturs. Vitnið kveðst ekki muna nákvæmlega hvar allir haldlögðu munirnir hafi verið, en um hafi verið að ræða hin og þessi vopn víðs vegar um íbúðin a. Fíkniefni hafi fundist ofan á skáp í stofu íbúðarinnar, en vitnið kveðst ekki muna hversu hár skápurinn var. 195. Lögreglumaður nr. gaf skýrslu fyrir dóminum og staðfesti að hún hafi unnið húsleitarskýrslu vegna húsleitar í herbergi ákærða Róberts Sindr a. Umrædd vopn hafi verið geymd á hillu og þau blasað við lögreglumönnum við komu á vettvang. 196. Lögreglumaður nr. gaf skýrslu fyrir dóminum. Vitnið lýsir því að hann hafi verið á bakvakt þegar hann hafi fengið útkall á skemmtistaðinn Banka - stræti vegna hnífstunguárásar. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi aðrir verið að hlúa að brotaþolum og hann hafi dregið sig í hlé er sjúkra flutninga - fólk kom á vettvang. Eftir það hafi hann hafið vettvangsrannsókn. Hann hafi verið með búnað tæknideildar til að ljós mynda og taka sýni á vettvangi. Þá hafi farið fram vinna við öflun sönnunargagna, tekin lífsýni af blóðdropum og kámi á spegli. Gögnin hafi verið varðveitt í munavörslu hjá lögreglunni í kjölfarið, hann gert sína skýrslu og þar með hafi hans aðkomu að máli nu lokið. 47 197. Vitnið R , starfsmaður á skemmtistaðnum Dubliner og samstarfsfélagi ákærða Johns Peturs, lýsir því að nokkrum vikum áður en atvik máls þessa áttu sér stað hafi hann verið við störf á barnum á Dubliner þegar hávaxinn maður hafi sýnt af sér ógnvek jandi hegðun inni á staðnum. Sá hafi síðar farið út og vitnið hafi séð hann setja upp hnúajárn fyrir utan staðinn. Við það tilefni hafi vitnið hringt í John Petur, sem hann vissi að væri ásamt sambýliskonu sinni, vitninu P , á veitingastað í miðbæ Reykjavík ur. Óskaði vitnið eftir aðstoð Johns Peturs, sem hafi mætt á staðinn og afvopnað umræddan mann. Hann hafi svo farið aftur út að borða með sam býliskonu sinni og tekið hnúajárnið með sér. 198. Vitnið S starfar sem verktaki hjá skemmtistaðnum Paloma og er því sa mstarfsmaður ákærða Johns Peturs. Vitnið kveðst hafa verið með vitninu P við störf þegar hún hafi fundið umrætt úðavopn á gólfi skemmtistaðarins kveðst ekki vita hvað P hafi gert við v opnið í framhaldinu. Hún hafi sýnt honum brúsann þegar hann fannst, en hann viti ekkert frekar um afdrif hans. 199. Vitnið T kveðst kannast við að eiga hníf hjá ákærða John Petur. Um sé að ræða svartan og silfraðan veiðihníf með gúmmí handfangi sem keyptur haf i verið í versluninni Veiðihornið. Hann hafi verið heima hjá John Petur fyrir um tveimur árum og sýnt honum hnífinn. Síðan hafi þeir verið að drífa sig út og vitnið hafi skilið hnífinn eftir. Aðspurður um ástæður þess að hann hafi ekki vitjað hnífsins kvað st vitnið ekki hafa þurft á honum að halda og því ekki séð ástæðu til þess að sækja hann. 200. Vitnið U kveður ákærða John Petur hafa verið góðan vin bróður síns til margra ára. John Petur hafi tekið af honum umrædda loftskammbyssu á skemmtistaðnum Austur ári ð 2018. Vitnið lýsir því að John Petur hafi verið að hafa vit fyrir honum, hann hafi sagt að hann ætti ekki að vera með byssuna og tekið hana af honum. Stuttu síðar hafi hann orðið edrú og ekki verið að spá í það hvar byssan væri, en hann hafi beðið John P etur um að fá hana aftur til að nota hana sem leikmun í tónlistarmyndbandi. Hann sendi honum skilaboð þess efnis og þau eru meðal gagna málsins. Stað festi vitnið að um væri að ræða samskipti milli hans og ákærða Johns Peturs. Til þess hefði þó ekki komið og ákærði jafnvel talið að hún hefði týnst. Vitnið kvað byssuna ónothæfa, þ.e. hún hafi ekki virkað. 48 201. Einnig kom fyrir dóminn vitnið V en ekki þykir ástæða til að rekja framburð hans. III. Niðurstaða Um formhlið 202. Verknaðarlýsingu er að finna í I. og II. kafla ákæru. Þannig beinist I. kafli ákæru að þeim 11 ákærðu sem gefin er að sök sérlega hættuleg líkamsárás á brotaþola á neðri hæð skemmtistaðarins Bankastræti. Þætti hvers og eins ákærða í samverknaði þessum er lýst í 11 töluliðum, þá er afleiðingum árá s - arinnar lýst og heimfærsla gerð til refsiákvæða. Er háttsemi ákærða Alex - anders Mána talin varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegn - ingarlaga nr. 19/1940 en háttsemi annarra ákærðu við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. II. kafli ákæru beinist að þeim ákærðu sem ekki tóku þátt í líkams - árásinni með beinum hætti og er þeim gefin að sök hlutdeild í þeim brotum sem lýst er í I. kafla ákærunnar. 203. Í 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eru talin upp atriði sem tilgreina skal í ákæru. Samkvæmt c - lið 1. mgr. ákvæðisins skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má þá háttsemi sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar og Landsréttar hafa fyrirmæli lagaákvæðisins verið skýrð með þeim hætti að verknaðar - lýsing í ákæru verði að vera það skýr og greinargóð að ákærði geti af henni ráðið hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst brotle gur við. 204. Að mati dómsins er verknaðarlýsing ákærunnar samkvæmt framangreindum köfum skýr. Þannig er glögglega skilið á milli samverknaðar ákærðu, frum - verknaðarins og hlutdeildar í þeim verknaði. Framsetning í ákæru er til þess fallin að auka skýrleika en líta ber til þess að á ákæruvaldinu hvílir ekki sú skylda að lýsa háttsemi hinna ákærðu hvers um sig þegar samverknaður er um brot eins og gert er hér. Í dæmaskyni vísast til dóms Hæstaréttar frá 4. apríl 2014 í máli nr. 206/2014. Þá breytir í þessu sam bandi engu þó að hátt - semi ákærða Alexanders Mána sé heimfærð undir annað refsiákvæði en hinna ákærðu. 49 205. Hið sama gildir um þá framsetningu II. kafla ákæru þar sem vísað er til frum - verknaðar í I. kafla og háttsemi hlutdeildarmanna heimfærð undir 2. mgr. 2 18. lýsingunni augljóslega ekki til samverknaðar líkt og fram kom í málflutningi sækjanda og heimfærsla til refsiákvæðis ber með sér. Þykir sá háttur sem hafður er á uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika ákæru enda augljóst að saknæmi háttsemi hlutdeildarmanna ræðst öðrum þræði af því til hvers ásetningur þeirra stóð. Áskilur ákvæði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 ekki að í ákæru sé lýst huglægri afstöðu ákærða til þess verknaða r sem ákært er fyrir, enda skera dómstólar en ekki ákæruvaldið úr um saknæmi. Vísast í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar frá 28. apríl 2005 í máli nr. 347/2004 og dóms Landsréttar frá 24. maí 2019 í máli nr. 353/2018. 206. Aðrar athugasemdir ákærðu eru þess eðlis að þær lúta að atriðum sem heyra undir efnisúrlausn málsins og koma til athugunar við mat á því hvort sakir, sem á ákærðu eru bornar teljist sannaðar og hvort refsiskilyrði um huglæga afstöðu þeirra séu fyrir hendi. Ber ákæruvaldið halla af sönnunars korti í þeim efnum. 207. Samkvæmt framansögðu er það mat dómsins að sú aðferð sem höfð er í ákæru varðandi lýsingu á meintri refsiverðri háttsemi ákærðu og heimfærslu til refsiákvæða verði ekki talin hafa komið niður á vörnum ákærðu í málinu enda leggur hún v iðhlítandi grundvöll að saksókninni svo dómur verði lagður á í samræmi við ákæru. Telst ákæran uppfylla kröfur 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um skýrleika. I. kafli ákæru 208. Ákærða Alexander Mána er samkvæmt kafla þessum gefin að sök tilraun til manndráp s og Alberti Loga, Arnóri, Y , David Gabríel, Einari Bjarka, Guido Javier, Helga Þór, Matthias Gabriel, Sigurgeiri Sæberg og Viktori Inga sérlega hættuleg líkamsárás, með því að hafa í félagi ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og í sal á neðri hæðinni, króað af og veist að brotaþolum með ofbeldi sem nánar er lýst í 11 töluliðum í I. kafla ákæru, með nánar tilgreindum afleiðingum fyrir brotaþola. 209. Umrætt herbergi á neðri hæð Bankastrætis 5 er u.þ.b. 42 fm rými í austan - verðum hluta kjallara húsnæðisins. Er atvik áttu sér stað var við inngang rýmisins rúmlega 2,5 fm stigapallur en við enda hans handrið. Þar fyrir innan 50 var járnsúla sem náði frá gólfi pallsins og til lofts. Gengið var niður tvö þrep niður á gólfflötinn þar sem voru borð og stólkollar. Barbo rð og aðgengi að geymslurými var í norðvesturhorni rýmisins. Meðfram norður / austur - og suðurveggjum herbergisins er langur veggfastur sófi. Fyrir ofan sófann á austur - og suðurveggjum herbergisins er langur spegill sem nær frá baki sófans upp til lofts. Á norðurveggnum er minni spegill sem nær frá baki sófans upp til lofts. 210. Eins og áður greinir liggja fyrir hljóðlausar upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna að nær allir ákærðu komu saman á Prikinu og færðu sig svo yfir á Dubliner eða hittust á síðarnefnda staðnum. Þá liggja fyrir myndskeið sem sýna hluta ákærðu í porti staðarins og er þeir búa sig til brottfarar þaðan. Af Dubliner héldu ákærðu í átt að Bankastræti í smærri hópu m og sjást á mynd - skeiði ganga í samfelldri röð frá Þingholtsstræti. Flestir eru dökkklæddir með andlit hulin með lambúshettum, grímum eða öðru og margir að auki með hettur á höfði. Sjást þeir, eins og áður er lýst, ganga rakleitt inn um aðalinn - gang Banka strætis, þvert yfir rýmið eða dansgólfið og að stiga sem liggur niður á neðri hæðina. Enginn þeirra skyggnist um eða virðist leita einhvers á efri hæðinni. 211. - klæddir inn á skemmtist dómurinn því ekki á þann þátt verknaðarlýsingar að ákærðu hafi ruðst inn á skemmtistaðinn. Reynir því ekki á sönnunarfærslu að þessu leyti. 212. Við skýrslutökur af stórum hluta ákærðu kom fram að forsaga væ ri að þeim atvikum sem áttu sér stað en óeining muni hafa verið á milli ákærða Davids Gabríels og brotaþola A . Fram kom í skýrslum að brotaþoli tilheyrði fjölmennum og hættulegum hópi sem vísað var til sem Z - hópsins sem væri þekktur fyrir vopnaburð og ofbe ldi. Eftir eignaspjöll á eigum ákærða Davids Gabríels skömmu fyrir atvikið hafi komið upp hug mynd um að bregðast þannig við að lát yrði á. Var því ákveðið að safna saman hópi, m.a. fyrir tilstilli ákærða Davids Gabríels sem stofnaði Snapchat - ið í mönnum, vinum og ættingjum hans og öðrum sem tengdust einstökum aðilum. Sumir ákærðu aðrir en David Gabríel töldu sig einnig eiga sökótt við brotaþola A og/eða félaga hans eins og fram kom í skýrslutökum af þeim . Þá vildu aðrir einfaldlega sýna David 51 Gabríel stuðning vegna þess sem gerst hefði. Aðspurðir fyrir dóm i kváðust brotaþolar ekki kannast við óeiningu á milli þessara hópa. 213. Ákærðu kannast allir við að hafa farið niður á neðri hæð á Bankastræti og í rýmið þar sem líkamsárásirnar áttu sér stað en gera athugasemdir við verknaðarlýsingu í ákæru, m.a. varðandi einstaka verknaðarþætti í lýsingu á því ofbeldi sem þeim er gefið að sök. Nánari grein verður gerð fyrir því hér á eftir. 214. Ákæra í málinu er, eins og áðu r segir, á því reist að háttsemi ákærðu hafi verið samverknaður og beri að líta á þá sem aðalmenn. Sönnun í málinu um málsatvik er að stærstum hluta reist á myndskeiðum sem áður er að vikið og verður gerð grein fyrir þeim eftir því sem þurfa þykir í eftirf arandi umfjöllun þar sem fjallað er um þátt ákærðu eins og nánar er gerð grein fyrir í verknaðar - lýsingu ákærunnar. Ákærði Alexander Máni Björnsson 215. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþolum öllum með hnífi og stungið þá eins og nánar er lýst í 1. tölulið I. kafla ákæru. Hann gekkst við háttsemi sinni við þingfestingu málsins. Við upphaf aðalmeðferðar breytti hann afstöðu sinni varðandi meint brot gegn brotaþola C og neitaði sök. Við aðalmeðferð málsins, nánar tiltekið í þinghaldi 2. október sl., lýsti ákærði sömuleiðis yfir breyttri afstöðu sinni hvað varðar meint brot sitt gagn vart brotaþola B og neitaði sök. Eftir sem áður játaði hann háttsemi sína gagnvart brotaþola A . Ákærði kveðst sökum fíkni efnaneyslu ekki muna eftir meintum árásum sínum gagnvart brotaþolum. Þá kveðast meðákærðu hvorki hafa séð ákærða með hníf umrætt sinn né hafa séð hnífi beitt gagnvart brotaþolum. Um brotaþola C 216. Ákærði Alexander Máni telur ósannað af myndskeiði að hann hafi stungið brotaþola C en ákæruvaldið byggir á því að það hafi gerst fljótlega eftir að ákærði kom inn í rýmið á neðri hæðinni. Ákærði telur að það sjáist á myndskeiði að hann hafi ekki stungið brotaþola C , auk þess sem ásetningur hans hafi ekki staðið til þess. Þá bendir ákærð i á að líklegra sé að einhver annar meðákærðu, sem veittust að brotaþola, hafi stungið hann. Beri að skýra vafa um þetta atriði honum í hag. 52 217. Í skýrslutöku hjá lögreglu er haft eftir ákærða, þegar upptakan var borin undir hann, að hann gæti ekki séð að han n hefði stungið C . Nánar spurður hvort hann hefði stungið brotaþolana þrjá tók hann fram að hann teldi sig ekki hafa stungið C . Var því ekki um að ræða skýra játningu á hátt sem inni. Ákærði játaði hins vegar háttsemina fyrir dómi við þingfestingu málsins en dró hana til baka eins og áður segir eftir frekari skoðun á myndefninu. 218. Við skoðun á myndskeiði sést þegar ákærði gengur með hóp meðákærðu frá Þingholtsstræti inn á Bankastræti með hníf í hendinni, þ.e. hnífsblaðið sést greinilega. Hann er fimmti frem sti maður í röðinni. Þá sést þegar ákærðu koma niður stigann en næstir á eftir ákærða eru Sigurgeir Sæberg, Arnór og Matthias. Ákærði Alexander Máni sést þá enn með hnífinn í hægri hendinni. Frá öðru sjónarhorni sést þegar David Gabríel, Chibuzor og Sigurg eir Sæberg ryðjast framhjá brotaþola C sem reynir að kýla frá sér en ákærði Sigurgeir Sæberg ýtir honum frá sér á gervitré sem stendur við vegg og heldur inn í rýmið ásamt meðákærðu í átt að brotaþolum A og B sem hörfuðu þangað inn. Í beinu framhaldi koma ákærðu Alexander Máni, Arnór og Matthias að brotaþola C . Ákærði Alexander Máni sést koma upp að brotaþola, beygja sig í áttina að honum með hægri hlið að brota þola. Í framhaldinu sést brotaþoli falla í gólfið. Ákærðu Arnór og Matthias sjást veitast að C á sama tíma með höggum og spörkum. Þá koma ákærðu Albert Logi og Guido í kjölfarið og veitast að brotaþola frá annarri átt. Hendur allra þessara aðila sjást af og til í atburðarásinni án þess að hnífur sé sjáanlegur. Þá sást ákærði Guido draga kylfu fram úr erminni strax og hann kom niður stigann. 219. Með vísan til framangreinds telst sannað að ákærði Alexander Máni var í miklu návígi við brotaþola. Hann var þannig í aðstöðu til þess að stinga brotaþola áður en hann hélt áfram inn í rýmið þar sem árás var hafi n á aðra brotaþola. Í skýrslutöku hjá lögreglu taldi hann sig muna eftir aðila við inn - ganginn sem hann hefði veist að með því að sparka í hann og einnig að rétt væri eftir honum haft er þetta var borið undir hann fyrir dóminum. 220. Brotaþoli C kvaðst fyrst hafa orðið var við áverka á síðu eftir að árásin var að fullu yfirstaðin. Bar hann fyrir dómi að hann hefði séð hníf er á árásinni stóð eftir að hann hefði lenti á gólfinu, auk þess sem hann hefði reynt að verjast hnífstungu. Taldi hann sig hafa hlotið va rnaráverka á hendi eftir það. Hann hefði síðar uppgötvað tvö lítil sár á baki sem hann taldi vera eftir eggvopn. Læknisskoðun brotaþola á slysadeild leiddi slíka áverka ekki í ljós. Í 53 læknisvottorði er stutt lýsing af atburðarás og kemur þar fram að hnífum hafi verið beitt. Atvikalýsing var þá ekki að fullu ljós eins og vitnið E læknir bar um og ekki eingöngu höfð eftir brotaþola. Í skýrslu tæknideildar um fatnað brotaþola, sem hann kvað hafa verið nýjan, er gerð grein fyrir götum sem talin eru vera eftir e gghvasst áhald, m.a. á buxna skálmum og baki, en frekari greining fór ekki fram. 221. Í málinu er ekki upplýst að aðrir en ákærði hafi beitt hnífum á vettvangi. Þá er annar hnífur ekki sjáanlegur á myndskeiðum. Staðhæfingum verjanda ákærða um að aðrir hnífar sjáist greinilega detta í gólfið þegar á árásinni stendur er hafnað en um er að ræða óútskýrðar hvítar flygsur sem sjást á myndskeiði frá vettvangi. Telst það því ósannað. 222. Á myndskeiðinu sést ákærði ekki le ggja til brotaþola með hníf i eða viðhafa handahreyfingu sem bendi sterklega til þess. Verður því ekki fullyrt að brota - þoli hafi fallið í gólfið eftir ætlaða hnífstungu ákærða. Í ljósi þessa og með hliðsjón af öðru sem rakið hefur verið þykir ákæruvaldið e kki hafa sýnt fram á svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og verður hann því sýknaður af sakargiftum þessum. Um brotaþola A 223. Eins og fyrr greinir játaði ákærði Alexander Máni hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa stungið brotaþola A sjö sinnum með hnífi. 224. Á myndskeiði sést hvar ákærði kemur inn í rýmið og hann stendur fyrir aftan hóp meðákærðu sem þá veitast að brotaþolum B og A á sófanum. Hann sætir færis, ýtir sér að A og stingur hann ítrekað. Þegar B reynir að standa upp og verja hann ýtir ákærði Einar Bjarki honum og Alexander Máni lyftir hnífnum að B ógnandi en snýr sér svo aftur að brotaþola A . Hann stingur síðan brotaþola ítrekað sem hendist til í sófanum. Í framhaldinu stingur hann brotaþola ítrekað í aftanvert lærið þar sem hann liggur í gólfinu en á meðan heldur David Gabríel honum niðri og Einar Bjarki traðkar á honum. David Gabríel hendir brotaþola svo upp í sófann og Alexander Máni stingur hann ítrekað í síðuna og bakið áður en að hann hleypur kl. 23:33:07 út úr rýminu og er kominn út af staðnum kl. 23:33:20. 54 225. Játning ákærða er í samræmi við þá atburðarás sem sést á upptöku og vitnis - burð brotaþola A og B svo langt se m hann nær. Fyrir dómi kvaðst B hafa séð þegar brotaþoli var stunginn en hann myndi ekki eftir frásögn sinni af árásinni hjá lögreglu. Þar greindi hann m.a. frá því að sami aðili hefði verið að verki sem hefði stungið brotaþola A í fótinn og sig þar sem ha nn lá á sófanum. Telur dómurinn að leggja megi það til grundvallar og er fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi stungið A eins og lýst er í ákæru. 226. Ekki er ágreiningur um afleiðingar árásar ákærða en brotaþoli hlaut sjö stungusár. Eru áverkar brotaþola sem raktir eru til hnífstungnanna staðfestir í læknisfræðilegum gögnum og með vætti læknanna E og F . Fram kom að stungusár ákærða í brjóstkassa hafi ve rið lífshættulegt og var orsök þess að hann hlaut alvarlega áverka inn vortis, þ.e. blæðingu hægra megin í brjóstholi, áverkablóðloftbrjóst og áverkaloftbrjóst. Áverkar á framhandlegg hafi verið dæmigerðir varnar áverkar. Verða framangreindir áverkar rakti r til hnífstungna ákærða og teljast sannaðir. Ósannað er að rifbeinsbrot sé afleiðing hnífstungu en nánar verður fjallað um þær afleiðingar síðar. Um brotaþola B 227. Ákærði neitar sök og byggir neitun sína á því að ekki verði ráðið af mynd - skeiði að hann hafi stungið brotaþola en meint árás sé að hluta til utan mynd - sviðs eftirlitsmyndvélarinnar. 228. Á framangreind u myndskeiði , sem lýst er nánar í kafla 224, sést ákærði Alexander Máni reisa hægri höndina með hnífnum í áttina að brotaþola en brotaþolar A og B eru þá báðir í sófanum. Eftir að A er kominn í gólfið fyrir framan sófann liggur B í horni sófans og sést ákærði teygja sig yfir brotaþola A og meðákærða Dav i d Gabríel og leggja með hnífnum í áttina þar sem brotaþoli B sem fer stuttlega úr mynd. Sjá má greini lega endurteknar handahreyfingar ákærða og B er hann kemur sér undan honum á sófanum. Í kjölfarið sést ákærði Helgi Þór standa yfir B þar sem hann liggur í sófanum og kýla hann. 229. Dómurinn telur framangreinda upptöku sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði veittist að brotaþola B með hnífinn í hendinni. Þó svo að ákærði fari stuttlega úr mynd má sjá hann beita hnífnum. Aðrir meðákærðu sjást ekki með vopn og eru hendur þe irra sýnilegar í atburðarásinni af og til er þeir veitast að brotaþola. Samræmist þetta frásögn brotaþola hjá lögreglu 55 um að árásarmaðurinn hafi verið sá sami og réðst að brotaþola A . Þá er lýsing sem hann gaf þar af árásinni og árásarmanninum, svo langt s em það nær, áþekk því sem sést á myndskeiðinu. Lítur dómurinn til þessa fram burðar sem gefinn var á slysadeild daginn eftir atvik. Hlaut hann stungu áverka á framhandlegg en auk þess var hann með stunguáverka á hægra læri sem olli slagæðablæðingu eins og nánar var gerð grein fyrir í vitnisburði æðaskurðlæknis. Kemur staðsetning áverkanna að mati dómsins heim og saman við atburðarásina og legu brotaþola í sófanum umrætt sinn. Teljast þeir vera afleiðing hnífstunguárásar ákærða gagnvart brotaþola. Ákærði A lbert Logi Skúlason 230. Ákærða Alberti Loga er gefið að sök að hafa veist að brotaþola C með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, þar sem hann lá í gólfinu. Ákærði neitar að hafa beitt ofbeldi umrætt sinn. Hann kannast við sig á upptökum í málinu en telur sig ha fa ýtt brotaþola en að öðru leyti ekki snert hann eða náð að snerta hann þar sem hann hafi borið fyrir sig hendur og fætur. 231. Á myndskeiði sést ákærði koma hlaupandi niður tröppurnar við hlið meðákærða Guidos og sést taka upp kylfu. Ákærði, sem er kominn in n í rýmið kl. 23:32:34, fer niður þrepin og á bak við handriðið við pallinn. Brotaþoli C liggur á pallinum fyrir ofan og sjást meðákærðu Arnór og Matthias veitast að honum. Ákærði Albert Logi sést þá fara upp í sófann og styðja sig með báðum höndum við han driðið á meðan hann sparkar ítrekað í C . Hann beygir sig svo yfir handriðið og ber C ítrekað. Á meðan á þessu stendur kemur meðákærði Guido og veitist að brotaþola með kylfu. Þegar hópurinn byrjar að hlaupa út hættir ákærði og hleypur út úr herberginu. Han n fer út úr rýminu kl. 23:32:50. 232. Dómurinn telur neitun ákærða í engu samræmi við það sem sést á myndskeiði og vitnisburð brotaþola um árás fleiri aðila. Þá er bæði ótrúverðugt og órökrétt að ákærði, sem gerir sér far um að koma sér í betri stellingar til þess að eiga hægara með að beita brotaþola ofbeldi, hafi ekki náð að koma höggi á brota - þola þar sem hann lá. Taldi ákærði raunar, er upptakan var borin undir hann hjá lögreglu, að augljóst væri hvað þar færi fram. Þá telur dómurinn útilokað að ákærði hafi ekki orðið var við þá löngu kylfu sem meðákærði Guido beitti gagnvart brotaþola og sem stóð um tíma nánast við hlið ákærða. 233. Framangreint myndskeið sannar að ákærði hafi veist að brotaþola C . Er það í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Dómurinn telur neit un hans nú í 56 andstöðu við framangreint og ótrúverðuga. Verður hann því sak felldur fyrir að hafa beitt brotaþola ofbeldi eins og lýst er í ákæru. Ákærði Arnór Kárason 234. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola C með ítrekuðum spörkum og stappað á honum þar sem hann lá í gólfinu. Ákærði játar hátt semina en hafnar heimfærslu til refsiákvæðis samkvæmt ákæru. Taldi hann spörk sín hafa lent í líkama brotaþola en brotaþoli hafi borið fyrir sig hendur þar sem hann lá. 235. Á myndskeiði sést ákærði hlaupa niður tröppurnar sem liggja niður á neðri hæð Bankastrætis. Hann ryðst inn, stoppar á pallinum og ræðst þegar á brota - þola C , hrindir honum og kýlir. Hann heldur í handriðið við þrepin og súluna til að styðja sig við á meðan hann traðkar ítrekað á brotaþola, sem þá er kominn í gólfið. Á sama tíma veitast Albert Logi, Guido og að hluta til Matthias að brotaþola. Ákærði fer svo niður þrepin en margir meðákærðu eru þá byrjaðir að hlaupa út . Hann fer þá aftur upp þrepin en stoppar andartak og fylgist me ð á meðan veist er að brotaþolum B og A en hleypur síðan upp stigann og út af staðnum. Hann hleypur inn Þingholtsstræti og er kominn þangað kl. 23:32:59. 236. Sannað er með játningu ákærða, sem er í samræmi við framangreint myndskeið og vitnisburð brotaþola um árásina, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Y 237. Ákærða Y er gefið að sök að hafa veist að brotaþola B með einu hnefahöggi og sparkað í C þar sem hann lá í gólfinu. Hann kannaðist ekki við að hafa beitt brotaþola þessu ofbeldi. Kveðst hann hafa kýlt í áttina að brotaþola B en höggið hafi geigað. Þá hafi hann reynt að kýla brotaþola C en það ekki tekist heldur þar sem brotaþoli hefði náð að sparka í hann. 238. Í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember í kjölfar þess að ákærða var sýnt myndskeið gekkst hann við því að hafa veist að einum brotaþola og kýlt hann einu sinni. Þá kvaðst hann hafa séð annan brotaþola liggja á gólfinu og berjast á móti þr emur gerendum. Hann hafi sparkað í áttina að honum en líklegast ekki hitt og farið út í kjölfarið. Fyrir dómi kvaðst ákærði sennilega hafa munað hlutina verr í skýrslutökunni enda hafi hann verið mjög kvíðinn. 57 239. Sjá má á myndskeiði þegar ákærði hleypur niðu r tröppurnar og er kominn inn í rými neðri hæðar Bankastrætis kl. 23:32:29. Hann virðist ætla að fara í áttina að brotaþola C en er ýtt til hliðar þegar aðrir meðákærðu koma inn og fer þá niður þrepin þar sem hópur er að veitast að brotaþol um B og A . Hann treðst til að komast að B sem liggur í horninu á sófanum og kýlir hann einu sinni með krepptum hnefa. Hann hleypur svo upp í áttina að hurðinni, stoppar og styður sig við handriðið með vinstri hendinni . Hann stekkur síðan fram með annan fótinn beint í C sem liggur , fer að því búnu út úr herberginu og h leypur svo út þaðan kl. 23:32:47 og upp tröppurnar. 240. Framangreint myndskeið sannar að ákærði hafi veist að brotaþola B með einu hnefahöggi. Er það í samræmi við játningu hans hjá lögreglu. Þá telur dómurinn myndskeiðið sanna að ákærði hafi sparkað einu sinni í brotaþola C liggjandi. Samkvæmt þessu hafnar dómurinn skýringum ákærða um að högg og spark hans hafi geigað. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Ákærði David Gabr í e l S. Glascorsson 241. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola A með ítrek uðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint brotaþola B , svo að hann féll við. 242. Ákærði hefur gengist við háttsemi sinni eins og henni er lýst í ákæru gagnvart brotaþola A en telur að atlaga hans hafi í reynd ekki verið það harkaleg að hún verði talin sérlega hættuleg líkamsárás í skilningi 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Þá k veðst ákærði ekki hafa hrint brotaþola B heldur ýtt honum frá sér. 243. Á myndskeiði má sjá ákærða ganga fyrstan inn á Bankastræti kl. 23:31:55. Hann gengur rakleiðis eftir meðákærða Chibuzor, sem þá er fremstur, í gegnum dansgólfið, hleypur niður stigann og e r kominn á neðri hæðina kl. 23:32:21. Á öðru myndskeiði sjást brotaþolar sitja í horni rýmisins. Á sama tíma og ákærðu eru á leið í gegnum dansgólfið á efri hæð skemmtistaðarins standa brotaþolar upp úr sætum sínum og fari að inngangi rýmisins. Koma þá ákæ rðu Chib u zor , David Gabr í el og Sigurgeir hlaupandi niður stigann í þessari röð. Við þetta hörfa brotaþolar inn í herbergið. Vísast einnig til umfjöllunar í kafla 218. 58 244. Í framhaldinu sést ákærði David Gabríel veitast að brotaþola A . Reynir brotaþoli B að ve rja hann og stígur í veg fyrir ákærða David Gabr í el sem hrindir B þannig að hann fellur aftur fyrir sig og lendir í horni sófans. A stekkur upp í sófann austan megin, en ákærðu Dav id Gabríel og Einar Bjarki fylgja honum eftir og veitast að honum með höggum með þeim afleiðingum að hann fellur í sófann ofan á B sem liggur þar enn. Þar veitast Dav id Gabríel, Einar Bjarki, Sigurgeir og Viktor Ingi að þeim með höggum og spörkum. Stígur þá ákærði Helgi Þór upp í sófann , færir frá hátalara og kemst að A , sem hefur verið dreginn til í sófan um en þar veitast Helgi Þór, Dav id Gabríel og Einar Bjarki að honum. 245. Í atburðarásinni má sjá ákærða David Gabríel halda utan um axlir brotaþola A og nota h néð sem sjáanlega hafnar í höfði og búk en á sama tíma heldur ákærði Helgi Þór brotaþola og ber hann aftan frá, auk þess sem ákærði Einar Bjarki beitir hné með sama hætti og ber brotaþola er ákærði Alexander Máni stingur brotaþola með hnífnum. David Gabr í e l dregur A um sófann þannig að hann er kominn í hinn enda hans og dettur af sófanum og liggur á gólfinu á maganum. Ákærði Dav id Gabr í el sést þá bogra yfir honum , veitast að honum með höggum og reka hnéð í hann. Á sama tíma veitist Einar Bjarki að A og Alex ander Máni stingur A ítrekað í lærið. Þá sést David Gabríel lyfta brotaþola A upp og kýla hann í magann þannig að hann fellur á sófann og stingur meðákærði Alexander Máni hann þá í síðuna. David Gabr í el tekur svo um fætur A , dregur hann til en þegar hann nær að standa upp kýlir Dav id Gabr í el hann í síðuna . Brotaþoli nær að henda sér yfir borð og komast út í horn . Ö ryggisvörður staðarins kemur síðan inn í rýmið og fara ákærðu David Gabr í el og Einar Bjarki út þaðan kl. 23:33:15. 246. Með framangreindu myndskeiði og játningu ákærða er sannað að hann hafi veist að brotaþola A eins og nánar er lýst í ákæru. Fyrir dómi greindi brotaþoli frá atlögu fleiri manna gegn sér án þess að hann kæmi vörnum við. Ákærði réðst hiklaust á brotaþola og v ar atlaga hans ein og sér einkar harkaleg. Ber framganga hans með sér að reiði hans hafi beinst að A sérstaklega eins og hann hefur borið um. Brotaþoli B hefur lýst því hvernig hann reyndi að verja A umrætt sinn svo og sjálfan sig. Sést á upptökunni er hon um var hrint af ákærða David Gabríel svo hann féll við. Breytir engu um saknæmi háttsemi hans þótt ætlun hans hafi verið sú að komast að A og að brotaþoli hafi verið fyrir honum. 59 247. Samkvæmt þessu telst sannað með játningu ákærða, sem er í samræmi við frama ngreint myndskeið og vitnisburð brotaþola um árásina, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Ákærði Einar Bjarki Einarsson 248. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola A með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfu ð og búk og stappað með fætinum á höfði hans þar sem hann lá í gólfinu og sparkað í brotaþola B . 249. Ákærði játar háttsemi sína gagnvart brotaþola B . Þá kannast hann við að hafa beitt brotaþola A ofbeldi með þeim hætti sem er lýst í ákæru en hafnar því að hö gg, spörk eða hnéspörk hafi hafnað í höfði hans. 250. Um atburðarásina vísast einnig til umfjöllunar um myndskeið í tengslum við meðákærða David Gabríel í köflum 243, 244 og 245. Á myndskeiðinu sést ákærði hlaupa niður stigann kl. 23:32:23. Hann fer beint inn í rýmið, hleypur að brotaþola A , stekkur upp í sófann með krepptan hnefa og kýlir hann. Þá sést hann berja A nokkru m sinnum þannig að hann ýtist út í hornið á sófanum þar sem B liggur fyrir. Hann heldur áfram að berja A ítrekað , rífur hann svo til hliðar í sófanum , heldur í peys u hans og beitir hné nu . Koma högg ítrekað í höfuð og bringu á meðan meðákærðu David Gabríel og Helgi Þór veitast að honum. B stendur upp og reynir að ná til A en ákærði ýtir honum frá og fer í áttina til h ans. Á sama tíma sést meðákærði Alexander Máni með hnífinn og færir ákærði sig þá frá og ýtir Alexander Mána nær brotaþola A . Ákærði sést svo sparka og traðka á andliti hans ítrekað þar sem hann liggur í gólfinu fyrir framan sófann á meðan meðákærði David Gabríel heldur honum niðri og ber hann. Ákærði stekkur svo upp í sófann og sést þar sparka í síðuna á B . Ákærði fer að því búnu út úr rýminu. 251. Með vísan til framburðar ákærða, framangreinds myndskeiðs og vitnisburðar brotaþola er sannað að ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi umrætt sinn. Þá sést svo ekki verður um villst hve harkalegt ofbeldi hans eitt og sér var gagnvart brotaþola A og jafnframt að hluti af höggum, spörkum og höggum með hné höfnuðu í höfði brotaþola. Framburði ákærða um að högg hans hafi hvorki verið harkaleg né hafnað í höfði er því hafnað. Verður ákærði því sakfelldur fyrir háttsemi sína. 60 Ákærði Guido Javier Japke Varas 252. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að C og slegið hann ítrekað með kylfu og sparkað í hann þar sem hann lá á gólfinu. Ákærði gengst við því að hafa beitt kylfu gagnvart brotaþola umrætt sinn en telur sig ekki hafa náð að koma höggi á brotaþola. Þá hafi k ylfan verið lítil og létt barnakylfa úr tré. Þegar borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu 28. nóvember 2022 kvaðst hann kannast við að hafa náð einu höggi á brotaþola og þá í rkað í hann. 253. Á myndskeiði sést ákærði koma niður á neðri hæðina. Hann sést draga trékylfu fram úr erminni og að því búnu gengur hann beint inn í rýmið kl. 23:32:27. Hann fer niður þrepin framhjá meðákærða Arnóri og bak við handriðið þar sem meðákærði Albe rt Logi veitist að brotaþola C . Ákærði sést berja brotaþola a.m.k. tvisvar sinnum með kylfunni. Hann snýr sér svo við , gengur að B og A en er ýtt frá þegar hluti meðákærðu snýr til baka á leið út. Ákærði fer þá upp þrepin, stoppar við innganginn og ber C í trekað með kylfunni. Hann styður sig við handriðið með annarri hendi og ber með kylfunni beint niður á brotaþola C sem liggur í gólfinu. Hann hleypur að því bún u út með kylfuna í hendinni kl. 23:32:45. 254. Sannað er með framangreindri upptöku að ákærði beitt i brotaþola C ofbeldi með kylfu. Samræmist það vitnisburði brotaþola sem kvaðst muna eftir kylfu og höggum og spörkum nokkurra manna. Ákærði sést á mynd skeiðinu beita kylfunni á ýmsan hátt. Þar sést er kylfan hafnar í líkama brota þola án nokkurrar fyrirs töðu en meðákærðu sem verið höfðu í námunda við hann voru þá farnir út. Framburður ákærða um að hann hafi ekki beitt kylf unni með því að lemja brotaþola stenst því ekki að mati dómsins. Á fyrr greindri upptöku sést ekki greinilega meint spark ákærða í bro taþola og verður hann sýknaður af þeim hluta ákæru. Verður ákærði sakfelldur fyrir aðra þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Ákærði Helgi Þór Baldursson 255. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola A með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og búk og slegið B einu hnefa höggi í höfuð. 61 256. Ákærði gengst við þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök en hafnar því að hann verði gerður ábyrgur fyrir afleiðingum brotaþola sem tilgreindar eru í ákæru. Þá hafnar hann heimfærslu til refsiákvæðis. 257. Á myndskeiði sést þegar ákærði kemur inn í rýmið á neðri hæðinni kl. 23:32:25 og fara beint að brotaþola B og A þar sem átök eru hafin. Ákærði sést fara upp í sófann, færa hátalara frá, beygja sig yfir brotaþola A og berja ha nn. Þá heldur hann í peysu að aftan og ber hann þannig ítrekað á meðan meðákærðu David Gabríel og Einar Bjarki veitast að honum. Brotaþoli sést reyna að verja höfuð sitt. Vísað er til lýsingar á atburðarás er sést á myndskeiði í köflum 244, 245 og 25 0 hér að framan. Þá sést þegar ákærði kýlir brotaþola B einu hnefahöggi í andlitið þar sem hann liggur í sófanum áður en hann hleypur út úr rýminu kl. 23:33:03. 258. Með vísan til játningar ákærða, framangreinds myndskeiðs og vitnisburðar brotaþola er sannað a ð ákærði hefur gerst sekur um að hafa beitt brotaþola því ofbeldi sem lýst er í ákæru. Ákærði Matthias Gabriel S. Silva 259. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að C með ítrekuðum spörkum. Hann neitar sök, hann kannast við að hafa farið á neðri hæð Bankastræt is en kveðst hafa staðið hjá. 260. Ákærði kannaðist við sig á skjáskoti sem tekið er úr myndskeiði Dubliner sama kvöld og árásin var. Hann sést fara frá þeim stað og ganga með nokkrum meðákærðu og fleirum sem sáust með honum á fyrrnefndum stað, m.a. meðákærða Chib u zor sem klæðist áberandi hettupeysu, David Gabríel og samferðarkonu hans. Þá sést aðili, sem talinn er vera ákærði, ganga frá Þing - holtsstræti með hópi meðákærðu og inn á skemmtistaðinn Bankastræti. Sá aðili er klæddur í eins fatnað og ákærði á Dubli ner, auk þess sem líkams - bygging hans er sú sama. Þessi aðili sést einnig á upptökum hlaupa upp tröpp - urnar og út af staðnum rétt á undan meðákærða Chibuzor sem sést setja hönd sína á bak hans. Ákærði heldur því fram að honum hafi verið ruglað saman við an nan meðákærða og vísar til gagns þar sem rangar upplýsingar koma augljóslega fram. Við skoðun dómsins á upptökum er báða aðila varðar er ekkert sem styður að ákærða hafi verið ruglað saman við þann meðákærða enda bar sá hinn sami kennsl á sig af myndskeiðu m og er auðkenndur á mynd - 62 skeiðum sem tileinkuð eru honum. Samkvæmt þessu þykir fram komin full - nægjandi sönnun þess að ákærði sé sá aðili sem sést á myndskeiðum sem liggja fyrir í málinu en neitun ákærða er að mati dómsins ótrúverðug og í ósamræmi við fra mangreind gögn. 261. Á upptökunni sést ákærði hlaupa niður stigann og koma inn kl. 23:32:24. Þar sést hann veitast að brotaþola C og berja nokkrum sinnum á sama tíma og meðákærði Arnór veitist að honum. Eftir þetta sést ákærði hlaupa niður þrepin inn í rýmið í átt að átökum sem þar standa yfir. Hann virðist ekki komast að, snýr við og stoppar en meðákærði Chibuzor sést ýta í hann og snýr hann þá við og hleypur hann út kl. 23:32:43. 262. Með vísan til framangreinds þykir sannað að ákærði hafi veist að brotaþola með ítrekuðum höggum og verður hann sakfelldur fyrir háttsemina. Ekki er unnt að greina á upptökunni að hann sparki í brotaþola. Verður hann því sýknaður af þeim þætti ákæru. Ákærði Sigurgeir Sæberg Elísabetarson 263. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola B með ítrekuðum spörkum. Hann kannast við að hafa reynt að sparka í hönd brotaþolans enda hefði hann haldið á hníf. Taldi hann sig hafa sparkað tvisvar sinnum til að ná hnífnum. Í skýrslutökum hjá lögreglu var ákærði einnig spurður um spörkin en var ekki stöðugur um hvar þau hefðu hafnað. 264. Á framlögðu myndskeiði frá Bankastræti sést ákærði fara inn í rýmið kl. 23:32:23 og s tökkva upp í sófann þar sem meðákærðu veitast að brotaþol um A og B . Hann sést sparka í B og beygja sig niður og fer þá úr mynd að mestu. Þá sést hann sparka ítrekað í brotaþola þar sem hann lá í sófanum , stökkva niður úr sófanum og hlaupa út úr herberginu kl. 23:32 : 39. 265. Á myndskeiðum sjást brotaþolar hvergi vopnaðir hnífum. Þeirri skýringu ákærða að hann hafi ætlað að sparka í hnífinn er því hafnað með öllu sem ótrúverðugri, auk þess sem engin efni voru fyrir ákærða til að beita sjálfsvörn í þeim aðstæðum s em uppi voru. Með vísan til framangreinds, játningar ákærða að nokkru og vitnisburðar brotaþola um árás fleiri aðila telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Ákærði Viktor Ingi Stolzenwald Árnason 63 266. Ákærða er gefið að sök að hafa veist að brotaþola B með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum. Ákærði kvaðst umrætt sinn hafa ætlað að sparka í brotaþola en taldi sig hafa misst marks. 267. Ákærði var inntur eftir svörum í skýrslutöku hjá lögreglu en hann bar þar a ð hafa sparkað einu sinni í brotaþola og veitt honum þrjú eða fjögur högg. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa verið í annarlegu ástandi umrætt sinn og ætti hann því erfitt með að muna eftir því sem gerðist. 268. Á framlögðu myndskeiði sést ákærði fara inn í rýmið kl. 23:32:23 og beint í átt að brotaþolum B og A . Hann ýtir sér framhjá meðákærðu sem eru að veitast að brotaþolum og geta hreyfingar hans vel samræmst því að hann sparki og kýli ítrekað í áttina að brotaþola B sem þá liggur í horni sófans. Hann fer svo fr á og er kominn út úr rýminu kl. 23:32:47. 269. Þó svo að ákærði fari í stutta stund úr mynd telur dómurinn útilokað að öll högg hafi misst marks þegar litið er til staðsetningar hans og hve einbeittur hann var við verkið. Þá hefur framburður ákærða verið óstöð ugur hvað þetta varðar og í ósamræmi við framangreint. Þykir fram komin fullnægjandi sönnun þess að ákærði hafi veist að brotaþola eins og nánar er lýst í ákæru og verður hann sakfelldur fyrir háttsemina. Samverknaður og huglæg refsiskilyrði 270. Ákærðu hafa samkvæmt framansögðu verið fundnir sekir um að hafa beitt brotaþola A og B ofbeldi eins og áður hefur verið fjallað um. 271. Sannað er með upptöku úr eftirlitsmyndavél að ofangreindir ákærðu ruddust eða hröðuðu sér inn í rými neðri hæðar. Engrar u ndankomu var auðið fyrir brotaþola eftir það enda réðust ákærðu að þeim öllum nánast samtímis, létu högg og spörk dynja nær linnulaust á þeim og hjálpuðust í sumum tilvikum að við verkið með áberandi hætti. Því er fallist á það með ákæruvaldinu að aðstæður hafi verið slíkar að brotaþolar voru króaðir af eins og það er orðað í ákæru. 272. Ákærði David Gabríel greindi frá ákveðinni forsögu er tengdist brotaþola A og kvað það hafa verið kveikjuna að því sem síðar gerðist. Hafði hann því ákveðið frumkvæði að því að hitta tiltekna meðákærðu í aðdragandanum með 64 því að stofna Snapchat - boð út ganga að hann væri að leita að brotaþola A og vænti liðstyrks. Af hálfu ákæruvaldsins er ekki á því byggt að skipulagning hafi v erið með öðrum hætti en þeim sem upplýst er um í málinu, þ.e. að ákærðu hafi safnast saman vegna frumkvæðis Davids Gabríels, m.a. til að sýna honum stuðning vegna tengsla sinna við hann eða af öðrum persónulegum ástæðum. 273. Dómurinn metur framburð Davids Gab ríels, um að ásetningur hans hafi ekki staðið til að beita ofbeldi, ótrúverðugan svo og skýringar hans fyrir dóminum þegar framburður hans hjá lögreglu var borinn undir hans. Öll framganga Davids Gabríels bendir til einbeitts ásetnings. Hann var annar í rö ðinni inn á Bankastræti og fyrstur niður þrepin inn í rýmið, þannig leiddi hann hópinn. Þá hélt hann ofbeldinu áfram manna lengst eins og sést á myndskeiðinu úr rýminu og sést benda ákveðið á A líkt og til að leggja áherslu á eitthvað áður en hann fór. Leg gur dómurinn til grundvallar að ásetningur annarra ákærðu til þess að beita brotaþola ofbeldi hafi í síðasta lagi kviknað þegar safnast var saman og haldið inn á staðinn með hulin andlit. Telur dómurinn augljóst að það hafi verið til að þekkjast ekki enda flestum vel kunnugt að öryggismyndavélar voru á staðnum. 274. Þá telur dómurinn sannað þegar litið er til atviksins sjálfs og framgöngu þeirra að ákærðu stóðu saman að árásinni á brotaþola með því að ganga hiklaust saman til verks og beita brotaþola ofbeldi ei ns og nánar hefur verið vikið að. Hefur það ekki þýðingu hvað þetta varðar þó að ofbeldið hafi á köflum virst handahófskennt. Þeir ákærðu sem gengu inn í atburðarásina eftir að árásin var hafin tóku þátt þó að þeir hafi séð eða getað séð hversu mikið halla ði á brotaþola. Breytir því engu þó að þeir hafi í upphafi talið að þeir myndu hitta fleiri fyrir eða að hugmyndir þeirra um það sem í vændum var hafi verið óljósar. 275. Eins og atvikum var háttað skiptir ekki máli þó að á upptöku sé ekki unnt að greina hvar högg eða spörk ákærðu höfnuðu í líkama brotaþola og það ekki tilgreint nema á stöku stað í verknaðarlýsingu ákæru um þátt hvers og eins ákærða. Hið sama gildir þótt ekki séu tilgreindar afleiðingar hverrar háttsemi fyrir sig. Slíkt kann þó eftir atvikum a ð hafa áhrif á heimfærslu til refsiákvæða. 65 276. Samkvæmt framansögðu verður háttsemi ákærðu með þátttöku í líkamsárás á brotaþola hver með sínum hætti metin sem samverknaður. Heimfærsla til refsiákvæða 277. Ákærði Alexander Máni hefur mótmælt heimfærslu ákæruvald sins til 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga. Hann kveður ásetning ekki hafa staðið til að bana brotaþolum A og B og beri að virða hátt semi hans í því ljósi. Beri að heimfæra háttsemina undir 2. mgr. 218. gr. al mennra hegningarlaga. 278. Eins og s já má á myndskeiði af atvikinu sést hvernig ákærði sætti færis til þess að stinga brotaþola A á meðan aðrir gengu í skrokk á honum. Eftir að hann fór að beita hnífnum linnti hann ekki látum, sneri sér jafnframt að brotaþola B og stakk hann og hélt svo áfra m að stinga A . Hlaut honum að vera ljóst að slík atlaga með hættulegu vopni gæti leitt til dauða. Ákærði hafði neytt fíkniefna fyrir atvikið sem kann að hafa haft áhrif á hans gjörðir umrætt sinn en leysir hann ekki undan sök, sbr. 17. gr. almennra hegning arlaga. Þó svo að hnífurinn sem ákærði beitti hafi ekki fundist og stungusárin ekki verið rannsökuð sérstaklega liggur fyrir í læknisfræðilegum gögnum og staðfest með framburði lækna fyrir dómi að ákærði olli brotaþolum miklum skaða með vopninu og ljóst að hæglega hefði getað farið verr. Með hliðsjón af ofangreindu telst háttsemi ákærða réttilega heimfærð undir 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga. 279. Aðrir ákærðu hafa einnig mótmælt heimfærslu ákæruvaldsins til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Verði þeir ekki alfarið sýknaðir krefjast þeir þess að háttsemi þeirra verði heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en líta beri sérstakl ega til þáttar hvers og eins. 280. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að hættueiginleikar háttsemi ákærðu hafi falist í því hve margir þeir voru, þ.e. ofurefli þeirra, en jafnframt því að hættulegum vopnum hafi verið beitt umrætt sinn, svo og afleiðingum sem árásin hafði í för með sér fy rir brotaþola. 281. Hættuleg aðferð ein og sér nægir ekki til þess að fella brot undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga heldur þarf að skoða afleiðingar af háttsemi í hvert og eitt skipti. Verður þetta ráðið af dómaframkvæmd Hæstaréttar og Landsréttar og má í dæmaskyni vísa til dóms Landsréttar frá 18. júní 2020 nr. 214/2019. Ótvíræðir hættueiginleikar geta falist í því að beita vopnum í atlögu 66 gegn brotaþolum. Í málinu er sannað með læknisfræðilegum gögnum hverjar afleiðingar hnífstungnanna voru. Verðu r sú aðferð að beita hnífnum umrætt sinn talin sérlega hættuleg, ekki síst þegar litið er til þess hvernig það var gert, við hvaða aðstæður og hvar þær höfnuðu . Á hinn bóginn eru engar stórfelldar afleiðingar, líkams - eða heilsutjón brotaþola, tengdar við ofurefli ákærðu eða kylfuna sem ákærði Guido beitti brotaþola C og verður því heimfærsla til ákvæðisins ekki tengd við hana sérstaklega. 282. Á það er fallist að ákærðu hlaut öllum að vera ljóst að þátttaka í ofbeldis - verknaði sem þessum væri til þess fallin að hafa í för með sér afleiðingar fyrir brotaþola sem ekki væri séð fyrir endann á. Var það brotaþolum vafalaust til happs hve stutt árásin stóð yfir og sá skammi tími sem leið þar til starfsmenn staðarins höfðu afskipti af því sem fram fór. Á myndskeiðum sést kylfa ákærða Guidos vel allt frá því að hann dró hana fram úr erminni við innganginn. Þá sést hnífur ákærða Alexanders Mána vel í hendi hans, m.a. á lofti er hann ógnaði með honum og er hann lagði til brotaþola. Ákærðu hafa sumir kannast við að hafa s éð kylfuna en kannast ekki við að hafa séð hann beita hnífnum gegn brotaþolum. 283. Á myndskeiðinu sést glögglega að návígi ákærðu var mikið, annars vegar þeirra sem réðust á brotaþola C og hins vegar brotaþola A og B en sú atlaga stóð lengur og var harkaleg a f hálfu Davids Gabríels, Einars Bjarka og Helga Þórs á sama tíma og Alexander Máni lagði til brotaþolanna með hnífnum. Telur dómurinn framburð ákærðu, um að þeir hafi ekki orðið varir við hnífinn meðan á þessu stóð, ótrúverðugan og í engu samræmi við það s em sést á myndskeiðinu. Telur dómurinn sannað gegn neitun ákærðu að þeim hafi á þeirri stundu verið kunnugt um að meðákærði Alexander Máni beitti hníf í átökunum. Létu þeir afleiðingar þess sér í léttu rúmi liggja. 284. Ákærðu bera sameiginlega ábyrgð á þeim a fleiðingum sem raktar eru til líkamsárásarinnar vegna háttsemi sinnar eins og að framan er rakið. Fyrir liggur að alvarlegustu afleiðingarnar voru stungusár þau sem ákærði Alexander Máni veitti brotaþolum. Bera ákærðu David Gabríel, Einar Bjarki og Helgi Þ ór einir ábyrgð á þeim afleiðingum A og B en ekki þykja efni til að skilja þar á milli eins og atvikum og samverknaði þeirra var háttað umrætt sinn. Ekki verður fallist á röksemdir ákærðu um að undanskilja eigi rifbeinsbrot en það verður talið sennileg afl eiðing af harkalegri framgöngu þeirra gagnvart brotaþola A og staðfest í læknisfræðilegum gögnum. Ákærðu 67 Y , Sigurgeir og Viktor Ingi bera ábyrgð á afleiðingum árásar á brotaþola B , öðrum en stungusárum. 285. Þó að 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga sé fl okkað sem tjónsbrot í refsirétti er það ekki skilyrði refsiábyrgðar að ákveðnar afleiðingar verði raktar til ofbeldisins. Þær afleiðingar sem eftir standa og ekki eru raktar til hnífstungu ákærða Alexanders Mána eru áverki á vísifingri vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa niður út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Eins og fram kom í vitnisburði brotaþola taldi hann víst að síðastgreindur áverki væri varnaráverki sem hlaust er hann varðist hníf eða er hnífur rakst í hann. Verða ákærðu því ekki taldir ábyrgir fyrir þeim áverka. Eftir standa þá yfirborðsáverkar sem raktir eru til árásarinnar og ákærðu Albert Logi, Arnór, Guido og Matthias eru ábyrgir fyrir. Engir áverkar eru tilgreindir á brotaþola C sem sérstaklega eru tengdir við spörk í n eðri búk brotaþola og verða framangreindar afleiðingar því ekki raktar til sparks ákærða Y . Óháð því er háttsemi ákærða Y refsiverð samkvæmt ákvæðinu. 286. Að þessu virtu og með hliðsjón af því sem þegar hefur verið rakið um atlögu ákærðu og huglæga afstöðu þ eirra verður háttsemi ákærðu Davids Gabríels, Einars Bjarka og Helga Þórs heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Háttsemi ákærðu Y , Sigurgeirs og Viktors Inga verður heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en litið er til þe ss að ákærði Alexander Máni var ekki byrjaður að beita hnífnum þegar ákærði Sigurgeir beitti B ofbeldi en að því búnu hljóp hann beint út úr herberginu. Hvað varðar ákærða Viktor Inga, þá gildir það sama en Alexander Máni stóð á bak við hann og verður ekki séð að Viktor Ingi hafi veitt honum athygli. Það sama á við um ákærða Y sem kom að átökum sem þegar voru hafin, hann ýtti ákærða Alexander Mána frá, til þess eins að komast að brotaþola B og hljóp svo beint að brotaþola C . Háttsemi ákærðu Alberts Loga, Arnórs, Guidos og Matthiasar er sömuleiðis heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga vegna atlögu á brotaþola C . II. kafli ákæru 287. Ákærðu Alexander Aroni , Ástvaldi Ými, X , Chibuzor Daníel, Cristovao , Emil Árna, F annari Inga, Halldóri Loga, Halldóri Rafni, Ingibergi Alex, John P e tur, Mikael Alf, Reyni Þór og Róberti Sindra er gefin að sök hlutdeild í þeim brotum sem lýst er í I. kafla ákæruskjals með því að hafa, vitandi hvað til stóð, í félagi, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið inni í 68 húsnæðinu á meðan á brotunum stóð, og á þann hátt verið ógnun við brotaþola, en með þessu hafi þeir veitt ákærðu í I. kafla ákæruskjals liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. 288. Ákærðu eiga það sammerkt að hafa staðið utan við líkamsárásina sem verknaðarlýsing tekur til í I. kafla. Sannað er með framburði ákærðu og upptökum í málinu, sem áður er gerð grein fyrir, að ákærðu voru meðal þeirra sem hittust á Prikinu og/eða Dubliner í aðdragandanum og gengu í aðskildum hópu m frá síðarnefnda staðnum sem leið lá að Þingholtsstræti og þaðan rakleitt inn á skemmtistaðinn Bankastræti. Þeir fóru, rétt eins og ákærðu í I. kafla ákæru, sem hluti af hóp inn á skemmtistaðinn og huldu andlit sín og sumir einnig höfuð. Þá er sannað að þ eir voru allir inni á skemmtistaðnum á meðan á brotahrinu stóð en fyrir liggur að sumir voru farnir þaðan út áður en þeim lauk. Sex ákærðu voru á efri hæðinni nálægt stiga, tveir í stiganum á leið niður í rýmið á neðri hæðinni, einn framan við inngang inn í rýmið, einn í inngangi inn rýmið, tveir á palli innan við hurð og tveir voru komnir inn í rýmið. 289. Dómurinn fellst ekki á þann þátt verknaðarlýsingar að ákærðu hafi ruðst inn um aðalinngang skemmtistaðarins. Í málinu er ekki ákært fyrir húsbrot og því rey nir ekki á sönnunarfærslu að þessu leyti. 290. Krafa ákærðu um sýknu er m.a. reist á því að ásetningur þeirra hafi ekki staðið til að eiga aðkomu að eða þátt í sérlega hættulegri líkamsárás. Þar sem huglæg refsiskilyrði skorti til þátttöku af þeim toga beri þeir ekki ábyrgð á afleiðingum slíkrar árásar . 291. Ákæruvaldið telur aftur á móti að skilyrði hlutdeildar séu uppfyllt. Ákærðu hafi sýnt liðsinni í verki og með því átt þátt í því að brot meðákærðu í I. kafla ákæru voru framin. Ekki er þó á því byggt að ákærðu hafi vitað að hníf yrði beitt í árásinni. Sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvílir á ákæruvaldinu skv. 108. gr. laga nr. 88/2008 og ber að skýra skynsamlegan vafa ákærða í hag, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. 292. Um hlutdeild er fjallað í 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Þar segir að hver sá maðu r skuli sæta refsingu, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögunum er framið og skal refsing vera sú hin sama og er lögð við brotinu. Ásetningur 69 brotamanns skal taka til allra efnisþátta v erknaðar líkt og honum er lýst fullfrömdum og duga öll stig ásetnings. Þáttur hlutdeildarmanns er metinn sjálfstætt eftir afstöðu hans til brotsins og óháð aðild annarra. Þannig getur sú aðstaða orðið að aðalmaður brots kunni að vera sýknaður en það leiðir ekki sjálfkrafa til sömu niðurstöðu hvað varðar þann er sakaður er um hlutdeild í brotinu. 293. Um hlutdeild og rýmkaða refsiábyrgð er m.a. fjallað í dómi Hæstaréttar í máli nr. 8/2023 frá 21. júní 2023 og í dómi í máli nr. 52/2022 frá 26. apríl 2023. Þar kem ur fram að í rýmkaðri refsiábyrgð felist að háttsemi sem falli undir hlutdeild geti náð út fyrir verknaðarlýsingu þess refsiákvæðis sem frumbrotið er heimfært undir og til þeirra sem standa utan við atburðarás sem sú verknaðarlýsing tekur til. Ljóst sé að 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga hafi ekki að geyma tæmandi talningu á háttsemi sem geti falið í sér refsiverða hlutdeild í broti. Lýsing ákvæðisins sé víðtæk um þá háttsemi sem fallið getur undir það. Þannig er hlutdeild hvorki skilgreind né bundin þátttöku í undirbúningi brots eða skipulagningu þess og hún getur jafnvel falist í þátttöku sem ekki er skaðleg eða hættuleg í sjálfu sér en tengist refsinæmum aðalverknaði og verður refsiábyrgð fyrir hlutdeild ákvörðuð sjálfstætt. Hlutdeild þarf ekki að v era afgerandi þáttur í því hvort refsiverður verknaður er framinn, heldur getur nægt að hlutdeildarmaður styrki áform annars manns sem áður eru til orðin, sbr. 2. mgr. 22. gr. 294. Samkvæmt 23. gr. almennra hegningarlaga skal hlutdeildarmanni ekki refsað, ef hann, á þann hátt sem í 21. gr. getur, afstýrir brotinu eða gerir ráðstafanir, sem myndu hafa komið í veg fyrir það, ef framkvæmd þess hefði ekki, án vitundar hans, verið afstýrt á annan hátt, misheppnast eða verið óframkvæmanleg. 295. Skýrt verður ráðið af fr æðiritum og dómaframkvæmd að ekki þarf að sýna fram á orsakatengsl á milli hlutdeildarverknaðar og framkvæmdar aðal verkn - aðar eða afleiðinga hans, þ.e. að hlutdeildin hafi raunverulega haft einhverja þýðingu um að verknaðurinn var framinn. Hefur þetta í f ör með sér að þó svo að ekki hafi orðið af áformum ákærða um liðsinni hefur það ekki þýðingu við mat á refsiábyrgð hans nema sýnt sé fram á ákveðin atvik eða aðstæður, sbr. 23. gr. almennra hegningarlaga. Að auki er það ekki skilyrði refsiábyrgðar að vitne skja ákærða liggi fyrir um útfærslu um verknaðaraðferðir eða 70 verknaðarandlag, svo sem hversu langt verði gengið, af hve mörgum eða hversu margir verði beittir ofbeldi. 296. Hér á eftir verður fjallað um þátt hvers ákærðu og komist að niðurstöðu. Fyrst verður fjallað um þá ákærðu sem voru komnir inn í rými neðri hæðar en það voru ákærði Chibuzor og Mikael Alf, því næst um þá sem voru staddir í tröppunum eða fóru ekki inn í rýmið, þá Alexander Aron, Ástvald Ými, Emil Árna, Halldór Loga og Ingiberg Alex, og að lo kum þá sem voru á efri hæðinni, þá Cristovao, Fannar Inga, Halldór Rafn, Reyni Þór, X og John Petur. Ákærði Chib u zor Daníel Edeh 297. Ákærði kvaðst hafa viljað sýna meðákærða David Gabríel stuðning vegna áreitis brotaþola við hann. Hann hefði búist við að til slagsmála gæti komið um kvöldið þar sem Z - hópurinn átti í hlut. Þá kannaðist hann við að til hefði staðið að beita brotaþola A ofb eldi. Einnig kvaðst ákærði hafa afhent meðákærða David Gabríel vesti til að verjast hnífstungum og meðákærða John Petur vasaljós til að blinda brotaþola með enda hræddur um að brotaþolar myndu beita hnífum. 298. Á myndskeiði sést ákærði ganga fyrstur inn á Ban kastræti, hlaupa niður tröppurnar og ryðjast næstur á eftir meðákærða David Gabríel inn í rýmið kl. 23:32:21. Vísast til umfjöllunar í kafla 243 um nánari lýsingu á atburðarás á myndskeiði. Eftir þetta fer ákærði inn í rýmið og að sófa þar sem átök eru ha fin, hann ýtir frá sér og ógnar brotaþola B með því að steyta hnefa en beitir hann ekki ofbeldi. Hann fylgist stuttlega með, m.a. átökum fremst í rýminu, en fer svo þaðan út kl. 23:32:45 á meðan átökin standa enn yfir. Ákærði gerði ekki, svo séð verði, til raun til þess að afstýra því sem fram fór. 299. Með vísan til þess sem rakið hefur verið vissi ákærði hvað til stóð og hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að til ofbeldis kæmi. Dómurinn metur fram - burð ákærða trúverðugan og í samræmi við það sem sést á myndskeiði, að hann hafi ekki sjálfur haft í hyggju að beita ofbeldi og sést hann beinlínis forðast það. Með háttsemi sinni sýndi ákærði þrátt fyrir það liðsinni í verki, var ógn við brotaþola og liðsauki við aðalmenn. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1 . mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 71 Ákærði Mikael Alf Rodrigue z Óttarsson 300. Ákærði bar um að hann hefði álitið að til stæ ði að ræða við stóran hóp stráka, kenndan við Z - gengið, vegna ógnana og skemmdarverka gagnvart tilteknum meðákærðu. Hann hefði farið inn á Bankastræti en ákveðið að fara þaðan út þegar hann sá ringulreiðina þar. 301. Á myndskeiði í málinu sést ákærði koma rösklega niður tröppurnar, koma inn í rými neðri hæðar og standa á pallinum við innganginn að rýminu kl. 23:32:30, líta í kringum sig og horfa á brotaþola C beittan ofbeldi. Ákærði virðist svo ætla niður þrepin inn í rýmið en snýr við þegar hópurinn byrjar að hlaupa út kl. 23:32:38. 302. Dómurinn telur framburð ákærða ótrúverðugan um að hann hafi ekki vitað af eða haft hugboð um að til ofbeldis gæti komið. Þá metur dómurinn ótrúverð - ugar skýringar hans fyrir dómi um að um ályktanir einar hafi verið að ræða þegar borinn er undir hann framburður hans um að hugsanlega hafi átt að vera Litið er til þess að í skýrslu - töku hjá lögreglu var frásögn ákærða að öllu leyti frjáls hvað þetta varðar og á engan hátt leiðandi. 303. Þrátt fyrir að ákærði hafi aðeins verið stutta stund inni í rýminu telur dómur - inn sannað þegar litið er til atburðarásar í aðdragandanum og viðveru ákærða að honum hafi ekki getað dulist að langlíklegast hafi verið að til ofbeldis gæti komið. Það hugboð hlaut að styrkjast þegar ákærðu komu saman í Þingholts - stræti , enn frekar er þei r héldu þaðan með hulin andlit inn á skemmtistaðinn og var með öllu ljóst þegar hann kom inn í rýmið. Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki beitt ofbeldi telst hann hafa verið ógnun við brotaþola. Var hann liðsinni og liðsauki við þá ákærðu sem þegar voru inni o g viss i að von var á fleirum. Þá gerði ákærði ekki svo séð verði tilraun til þess að afstýra því sem fram fór og flúði af vettvangi þegar hann sá að hluti meðákærðu gerði slíkt hið sama. 304. Með háttsemi sinni sýndi ákærði liðsinni í verki, var ógn við brota þola og liðsauki við aðalmenn. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 72 Ákærð u Alexande r Aron Gilbertsson, Ástvald Ýmir Stefánsson, Emil Árni Guðmundsson, Halldór Logi Sigurðsson og Ingibergur Alex Elvarsson 305. Eins og fram er komið og rakið í tengslum við aðalmenn samkvæmt I. kafla ákæru er sannað að ákærðu hittust fyrr um kvöldið eftir mismu nandi leiðum, að hluta til fyrir tilstilli ákærða Davids Gabríels. Þá er sannað að þeir komu saman áður en haldið var inn á skemmtistaðinn Bankastræti. Sú ákvörðun ákærðu að fara við þessar aðstæður inn á Bankastræti fól hlutrænt séð í sér liðsinni og liðs auka við aðalmenn óháð því hvernig fyrirætlanir þeirra hvers um sig hefðu þróast þegar niður í rýmið væri komið. Að mati dómsins hafa atvik í aðdraganda þess er síðar gerðist verulega þýðingu bæði fyrir skynjun ákærðu allra á því sem í vændum var og sem hv atning fyrir þá sem fóru fremstir í flokki. 306. Þegar myndskeið vegna ofangreindra ákærðu er skoðað er ekkert sem bendir til annars en að það hafi verið ætlun þeirra að elta meðákærðu sem á undan voru niður tröppurnar. Ákærðu fóru ekki inn í rýmið þar sem át ökin áttu sér stað. Sjást þeir allir snúa við þegar hluti meðákærðu kom á móti þeim og hlupu svo allir út af staðnum. Þannig verður ekki séð af myndskeiði að ákærðu hafi af sjálfsdáðum afráðið að hverfa frá vettvangi, auk þess sem það fær stoð í framburði Þá er litið til vitnisburðar K og L um afskipti þeirrar fyrrnefndu af hópsöfnun á efri hæðinni. 307. Ákærðu voru vegna staðsetningar sinnar ekki ógn við brotaþola. Verða ákærðu sýknaðir af þeim hlut a verknaðarlýsingar. Í ljósi þess sem áður er rakið um orsakatengsl hefur það atriði ekki eitt og sér þýðingu við mat á refsiábyrgð ákærðu en slíkt kann eftir atvikum að hafa áhrif á refsiákvörðun og skaðabótaábyrgð. 308. Ákærði Alexander Aron sést á myndskeiði koma rösklega niður tröppurnar og stíga inn fyrir veggopið inn í rýmið þar sem átökin áttu sér stað, horfa inn en snúa svo við og hlaupa upp. Ákærði er þar staðsettur í um þrjár sekúndur en þá eru aðrir meðákærðu byrjaðir að koma sér út. Þótt framburður ákærða um að honum hafi þótt aðstæður yfirþyrmandi liggur fyrir að hann hafði ákveðna vitneskju um forsögu og tilgang þess að ákveðið var að fara inn á Bankastræti. Sjálfur kvaðst hann hafa viljað sýna ákveðnum meðákærðu samstöðu og liðsin ni vegna þess. Var honum kunnugt upp að vissu marki hvað til stóð . 73 309. Að mati dómsins gat ákærða þegar litið er til aðdraganda og aðstæðna allra ekki dulist að til ofbeldis gæti komið en hann látið sér það í léttu rúmi liggja. Sá ásetningur hafi vaknað í síð asta lagi er haldið var inn á Bankastræti. Gildir hér einu þótt ætlun hans sjálfs hafi ekki verið sú að beita ofbeldi heldur að veita liðsinni með öðrum hætti . 310. Með vísan til framangreinds verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Verður h áttsemi ákærða he imfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr ., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 311. Ákærði Ástvald Ýmir sést á myndskeiði koma næstur niður tröppurnar á eftir meðákærða Alexander Aroni en kemst ekki lengra en í veggopið þegar hluti meðákærðu kemur á móti honum og hleypur hann þá út. Hann sést svo hlaupa út með hópnum. Ákærði bar um að vilji hans hefði staði ð til þess að taka þátt og vera viðstaddur án þess að skýra frekar tilgang fararinnar, aðkomu sína, samskipti við samferðarmenn eða hvers vegna hann hefði hulið andlit sitt áður en hann hélt inn. 312. Þegar litið er til aðdraganda málsins telur dómurinn framb urð ákærða ótrú - verðugan um að hann hafi alls ekkert vitað um eða haft hugboð um það sem í vændum var. Að mati dómsins gat ákærða ekki, er litið er til aðstæðna allra, dulist að til ofbeldis gæti komið, en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Telur dómuri nn að sá ásetningur hafi vaknað í síðasta lagi er haldið var inn á Banka - stræti. S amkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að up pfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 313. Ákærði Emil Árni sést á myndskeiði koma niður tröppurnar sem liggja niður á aðra hæð, staldra við þegar niður er komið og lagfæra sóttvarnagrímu en hlaupa svo upp tr öppurnar þegar hluti meðákærðu kemur hlaupandi á móti honum. 314. Ákærði kvaðst kannast við forsögu málsins gagnvart tilteknum meðákærðu. Hafi það verið ætlun hans að vera á staðnum ef atburðarásin færi úr bönd - unum en hann hafi reiknað með að mæta mörgum ein staklingum. Ákærði dró úr framburði sínum hjá lögreglu og bar til baka að hann hefði heyrt að það 74 kunnugt um að brotaþolar væru á staðnum. Skýringar ákærða á viðsnúningi varðandi þessi atriði eru að mati dómsins ótrúverðugar enda er frásögn hans um þessi atriði frjáls í skýrslutöku hjá lögreglu og á engan hátt leiðandi. 315. Með vísan til framangreinds, aðdraganda og aðstæðna allra er það mat dóms - ins að ákærða hafi verið kunnugt um h vað til stóð. Í ljósi vitneskju sinnar gat honum ekki dulist að langlíklegast væri að til ofbeldis gæti komið gegn tilteknum hópi manna. Var það ætlun hans að veita liðsinni sitt umrætt sinn og verður hann sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 316. Ákærði Halldór Logi sést á my ndskeiðinu koma inn með hópnum en þegar komið er inn fyrir veggopið bakkar hann að stiganum og horfir á þegar vitnið K hefur afskipti af meðákærða Róberti Sindra. Hann snýr sér við og byrjar að ganga niður tröppurnar en snýr svo við og hleypur aftur upp þe gar hópur ákærðu kemur upp á móti honum. Hleypur hann þá út með hópnum. 317. Ákærði kvaðst hafa vitað að ætlun tiltekinna meðákærðu hafi verið að útkljá mál gagnvart Z - hafi þó verið sú að ræða við aði la sem tengdist hópnum og hann taldi vera á Bankastræti en sjálfur hefði hann ekki átt neitt sökótt við brotaþola. Var ákærða þannig kunnugt upp að vissu marki um hvað til stóð. 318. Framburður ákærða um eigin fyrirætlun hefur verið stöðugur og ekki ótrú - verðu gur. Að mati dómsins gat ákærða hins vegar, þegar litið er til aðdrag - anda og aðstæðna allra, ekki dulist að til ofbeldis gæti komið, gegn tilteknum hópi manna, en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Var það ætlun hans að veita meðákærðu liðsinni umrætt sinn og verður hann sakfelldur fyrir hlut - deild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegn - ingarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga . 319. Ákærði Ingibergur Alex sést á myndskeiðinu hlaupa niður tröppurnar, stíga inn fyrir veggopið og í áttina að brotaþola C sem liggur í gólfinu og sætir árás meðákærðu. Ákærði virðist síðan ætla út en stígur aftur inn en fer til baka 75 þegar hópur meðákærðu kemur á móti honum. Hann sést svo hlaupa með þeim upp tröppurnar og út af staðnum. 320. Ákærði kvaðst hafa heyrt af því að til stæði að hræða einhverja stráka án þess að nota vopn en einhverjir úr hópnum hefðu átt í deilum við brotaþola. Hans hlutverk átti að vera að standa hjá . Var ákærða þannig kunnugt upp að vissu marki um hvað til stóð. 321. Framburður ákærða hefur verið stöðugur um fyrirætlun sína og ekki ótrú - verðugur. Að mati dómsins gat ákærða hins vegar, þegar litið er til aðdrag - anda og aðstæðna allra, e kki dulist að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn gegn tilteknum hópi manna en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Telur dómurinn að sá ásetningur hafi vaknað í síðasta lagi er haldið var inn á Banka - stræti. Telur dómurinn sannað að það hafi verið ætlun ákærða að veita liðsinni sitt umrætt sinn og verður hann sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heim - f ærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Ákærðu X , Cristovao A. F. Da S. Martins , Fannar Ingi Ingvarsson , Halldór Rafn Bjarnason , Reynir Þór Hafdal Sigurjónsson , John P e tur Vágseið og Róbert Sindr i Berglindarson 322. Ofangreindir ákærðu eiga það sammerkt að hafa ekki farið niður á neðri hæð Bankastrætis. Sjá má á myndskeiði þegar vitnið K færir sig frá barnum og gengur inn í hópinn. Hún ræðir í framhaldinu við ákærða Róbert Sindra við stigann en við það stöðva þeir sem uppi eru. Örskömmu síðar kemur hópur ákærðu hlaupandi upp tröppurnar og eru þá sumir ákærðu farnir að hverfa frá. Með vísan til þess sem rakið er í kafla 306 er ekkert sem styður að ákærðu hafi af sjálfsdáðum stöðvað og snúið til baka og telur dómurinn au gljóst að framangreint réð þeirri ákvörðun. 323. Með vísan til þess sem rakið er í kafla 307 verða ákærðu sýknaðir af þeim hluta verknaðarlýsingar er lýtur að því að þeir hafi verið ógn við brotaþola. 324. X sést ganga inn í rýmið fyrir aftan barinn og stendur þa r til hliðar við stigann. Gerist það um það leyti er vitnið K hefur afskipti af hópsöfnuninni, einkum Róberti Sindra. Á öðru myndskeiði sést ákærði á sama svæði og hefur þá tekið af sér grímuna. Hann ýtist til hliðar við troðning þegar hluti meðákærðu 76 hrað ar sér út af skemmtistaðnum, inn á bak við borð þar sem gestir sitja og drekka. Hann fylgist með er ákærðu hlaupa út. 325. Ákærði greindi frá því að tilgangur hans hefði verið að passa upp á vini sína. Hefði hann áttað sig á því að eitthvað slæmt væri í uppsig lingu þegar honum var fengin gríma, mögulega hópslagur sem hann gæti þurft að stíga inn í til að koma í veg fyrir ofbeldi en aðra vitneskju hefði hann ekki haft. Kvaðst hlaupandi. 326. Fr amburður ákærða er að mati dómsins ekki ótrúverðugur og hefur hann verið stöðugur um fyrirætlun sína. Að mati dómsins gat ákærða hins vegar þegar litið er til aðdraganda og aðstæðna allra ekki dulist að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn gegn tilteknum hó pi manna en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Telur dómurinn sannað að það hafi verið ætlun ákærða að veita liðsinni sitt umrætt sinn og verður hann sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga , sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 327. Ákærði Cristovao sést á myndskeiði ganga inn á Bankastræti en fer ekki niður stigann. Þá sést hann hlaupa út af staðnum ásamt hópi meðákærðu. 328. Ákærði kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um það sem til stóð en þó hafi hann slegist í för með hópnum og borið grímu til að dylja st. Kvaðst hann hafa heyrt út undan sér að til stæði að ræða við Z - hópinn og hræða meðlimi hans en það hafi ekki átt að beita ofbeldi. Hann hafi orðið hræddur og hlaupið út þegar aðrir byrjuðu að hlaupa. 329. Dómurinn metur skýringar ákærða á tilgangi farar si nnar sumpart ósenni - legar. Þrátt fyrir að tengsl ákærða við hópinn hafi verið takmörkuð gat honum ekki dulist þegar litið er til aðdraganda og aðstæðna að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Þá telur dómurinn sannað að ætlun ákærða hafi staðið til þess að veita liðsinni umrætt sinn og að sá ásetningur hafi vaknað í síðasta lagi er haldið var inn á Bankastræti. Verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 77 217. gr. almennra hegn ingarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að upp - fyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 330. Ákærði Fannar Ingi sést á myndskeiði ganga inn að stiganum með hópnum og standa til hliðar við stigann. Hann hle ypur svo út með hópi meðákærðu. 331. Ákærði kvaðst þekkja forsöguna um hótanir Z - hópsins gagnvart til teknum aðila og hafi verið ætlunin að styðja við hann og hræða hópinn með því að sýna yfirburði. Hafi hann lagt sitt af mörkum við leit að brotaþolum. Hann ha fi klæðst stunguvesti en það geri hann alla jafna sér til varnar. Honum hafi verið kunnugt um að brotaþolar væru þekktir fyrir að beita eggvopnum. 332. Fyrir liggur að ákærði var fús til þess að veita ákærða David Gabríel liðsinni sitt og kom þátttaka hans til þannig. Dómurinn telur ekki trúverðugt að ætlunin hafi verið að hræða brotaþola. Bera skilaboð á milli hans og vitnisins L það með sér og staðfest af ákærða að hann hefði haft raunverulegar áhyggjur af því að til átaka kynni að koma. 333. Í ljósi vitneskju sinnar, aðdraganda og aðstæðna gat ákærða ekki dulist að langlíklegast væri að til ofbeldis gæti komið gegn tilteknum hópi manna. Þá telur dómurinn sannað að ætlun ákærða hafi staðið til þess að veita liðsinni umrætt sinn. Verður ákærði s akfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 334. Ákærði Halldór Rafn sést á myndskeiði ganga síðastur inn á Bankastræti, í gegnum dansgólf og að stiganum. Hann hleypur strax út þegar hópurinn kemur á móti honum. 335. Ákærði kvaðst hafa farið með meðákærða Róberti Sindra inn á Banka stræti. Hann hafi heyrt einhverja forsögu um hótanir og ofbeldi af hálfu brota þola. Hafi átt að ræða við brotaþola. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi talið tilganginn þann að hræða brotaþola en kvaðst hafa verið stressaður í skýrslutökunni. Þar heyrist hann greinilega hafa uppi þessi ummæli. Hann staðfesti að einhver hefði nefnt hníf áður en farið var inn en að ekki hefði verið tekið vel í það. 78 336. Að mati dómsins er framburður ákærða ekki trúverðugur um tilgang farar - innar inn á Bankastræti. Að mati dómsins ga t ákærða ekki dulist þegar litið er til aðdraganda og aðstæðna að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn en lét hann sér það í léttu rúmi liggja. Þá telur dómurinn sannað að ætlun ákærða hafi staðið til þess að veita liðsinni umrætt sinn og að sá ásetningur h afi vaknað í síðasta lagi er haldið var inn á Bankastræti. Verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 337. Ákær ði Reynir Þór sést koma gangandi inn með hópnum og stöðva við stig - ann. Hann kemur sér fyrir til hliðar við stigann. Síðan sést hann snúa sér í átt að dansgólfinu. Hópurinn sést svo koma hlaupandi og hleypur hann þá með. 338. Ákærði kvaðst hafa ákveðið að fa ra með félögum sínum til að hræða aðila sem voru á Bankastræti. Hafi þeir hist í götunni á móti og andrúmsloftið þar það gæti komið til átaka. Þrátt fyrir þessa tilfinningu hafi h onum ekki fundist sem hann gæti hætt við. Hann hafi snúið við eftir að inn kom og ætlað út en allt í einu hafi allir komið hlaupandi á móti honum. 339. Framburður ákærða hefur verið stöðugur um helstu atriði og er hann trúverðugur um fyrirætlun sína. Ákærða g at þó ekki dulist þegar litið er til aðdraganda og aðstæðna að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn en hann lét sér það í léttu rúmi liggja. Þá telur dómurinn sannað að ætlun ákærða hafi staðið til þess að veita liðsinni umrætt sinn og að sá ásetningur hafi vaknað í síðasta lagi er haldið var inn á Bankastræti. Verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist v erði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 340. Ákærði John Petur sést á myndskeiðum frá Prikinu og Dubliner eiga í sam - skiptum við ýmsa meðákærðu, m.a. David Gabríel, bæði einslega og í minni hópum. Þar sést m.a. þegar meðákærðu Chibuzor, á fyrri staðn um, og Alexander Aron, á seinni staðnum, rétta honum vasaljós sem hann stingur upp í ermina. Einnig sést hann eiga samskipti við vitnin O og M á Dubliner. 79 Þá sést hann ganga fremstur í gegnum Austurvöll en ákærðu Chibuzor, Alexander Máni og Matthias fylgja honum. 341. Á myndskeiði sést þegar ákærði gengur inn á Bankastræti og er fjórði síðasti í röðinni. Þá sést hann ganga inn í rýmið fyrir aftan barinn þar sem sýnilega eru fleiri. Á sama tíma sést vitnið K færa sig frá barnum. Sést ákærði þá snúa við og ganga rösklega út en hópur meðákærðu sést þá hlaupa út rétt á eftir honum og er kominn á hæla hans þegar hann fer út úr dyrunum. 342. Framburður ákærða hefur verið stöðugur í meginatriðum um fyrirætlun sína. Hann lýsti margs konar hótunum af hálfu Z - gengisins sem ha nn og fleiri hefðu þurft að þola. Væru þeir að hans sögn stórhættulegir, iðulega margir saman og óttaðist ákærði að þeir væru vopnaðir hnífum. Ætlunin hafi verið að ræða við þá en ekki beita ofbeldi en upplýsingar hafi legið fyrir um að brotaþolar væru á B ankastræti, auk þess sem hann hafi sent menn til að kanna það. Ógnun hafi átt að felast í fjöldanum og fá þá til að hætta. Skýrði ákærði ástæðu þess að hann hefði verið með vasaljós meðferðis og vitneskju sína um annan varnarbúnað í hópi meðákærðu. Áður en haldið var inn hafi verið tekist á um hvort það skyldi gert. Hafi hann aðeins farið inn til að passa upp á vini sína. 343. Með vísan til framburðar ákærða er sannað að ákærði fór inn á Bankastræti til að veita liðsinni sitt en fyrir það hafði hann lagt sitt a f mörkum til að hafa uppi á brotaþolum. Dómurinn telur ótrúverðugt í ljósi framburðarins, sér í lagi um frásagnir af því hve hættulegir brotaþolar voru, aðdraganda og allra aðstæðna að ætlun hans hafi verið að beita viðræðutækni. Hlaut ákærða að vera ljóst að til ofbeldis gæti komið gegn tilteknum hópi manna og var hann reiðubúinn til átaka. Verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt s éu huglæg skilyrði svo fallist verði á heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. 344. Róbert Sindri sést á myndskeiðum bæði á Prikinu og Dubliner, en ákærði er áberandi hávaxinn. Á myndskeiði sést þegar hann fer með hópnum inn á Bankastræti. Á öðru myndskeiði með sjónarhorni frá stiga sést þar sem ákærði stendur efst á stigapallinum og vitnið K hefur afskipti af honum. Tveimur sekúndum síðar kemur hluti meðákærðu hlaupandi upp tröppurnar og fer ákærði þá út. 80 345. Ákærði kvað Z - gengið sem brotaþolar tilheyrðu hafa áreitt marga í hópnum, m.a. meðákærða David Gabríel. Hafi ætlunin verið að hræða þá, ógna þeim og sýna yfirburði í fjölda til þess að fá þá ofan af áreitinu. Hafi komið til tals að til átaka gæti komið og mögulegt að grípa þyrfti til ofbeldis til varnar ef ákærðu létu ekki segjast. Sérstaklega hafi verið rætt um það í aðdragandanum að beita ekki vo pnum. Sérstaklega spurður um afskipti vitnisins K um þetta leyti kannaðist ákærði við þau en þau hefðu einmitt átt sér stað þegar sinnaskipti hans urðu. 346. Með vísan til framburðar ákærða er sannað að ákærði fór inn á Bankastræti til að veita liðsinni sitt. Að mati dómsins hlaut ákærða að vera ljóst að til ofbeldis gæti komið umrætt sinn og var hann reiðubúinn til átaka líkt og hann hefur sjálfur borið. Verður ákærði sakfelldur fyrir hlutdeild. Háttsemi ákærða verður heimfærð til 1. mgr. 217. gr. almennra heg ningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr., en ósannað er að uppfyllt séu huglæg skilyrði svo fallist verði á heim - færslu til 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Samandregið 347. Samkvæmt framangreindu hafa ákærðu samkvæmt II. kafla ákæru verið sakfelldir fyrir hlutdeild í bro tum aðalmanna samkvæmt I. kafla ákæru. Brot þeirra allra hafa verið heimfærð undir 1. mgr. 217. gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga. 348. Dómurinn telur fjarstæðukenndar þær skýringar ákærðu að í reynd hafi staðið til að ræða við, hræða eða ógna brotaþol um átakalaust. Öll umgjörð bendir til annars og það þrátt fyrir að einhver stigmögnun hafi átt sér stað er ljóst að hið sama gildir um huglæga afstöðu ákærðu. Sú staðreynd að enginn hinna fjöl - mörgu ákærðu dró sig úr hópnum þegar hann kom saman í Þingholts stræti áður en haldið var inn á Bankastræti þykir sýna að hugur þeirra stóð til liðsinnis við aðstæður sem augljóslega voru viðsjárverðar og ógnvekjandi. Gat engum þeirra dulist á þeim tímapunkti að í það minnsta gæti komið til ofbeldis en þeir létu sér þa ð í léttu rúmi liggja. Hefur það ekki þýðingu þótt ætlun ákærðu sjálfra hafi ekki verið sú að beita ofbeldi heldur að veita liðsinni með öðrum hætti . 349. Við mat á sönnunargildi framburðar ákærðu allra verður að líta til stöðu þeirra, bæði með tilliti til rétt arstöðu þeirra og tryggðar eða samstöðu við hópinn. Flestir ákærðu leituðust við að draga úr vægi þátttöku sinnar, fegra 81 hlut sinn og nokkrir á þann hátt að yfirdrifið var og með öllu fjarstæðukennt í ljósi atvika allra. 350. Liðsinni ákærðu og liðsauki við með ákærðu samkvæmt I. kafla fólst í þátt - töku þeirra og viðveru svo langt sem hún náði en í flestum tilvikum er um lágt ásetningsstig að ræða. Þátttaka ákærða Chibuzors var þó virkari eins og rakið hefur verið. 351. Dómurinn telur, þegar litið er til aðkomu og a tvika allra, skilyrði til þess að líta á hlutdeild þeirra annarra en ákærða Chibuzors sem smávægilega samkvæmt 2. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 352. Enginn úr hópnum gerði raunverulega tilraun til þess að afstýra því sem fram fór, og það þó að sumir ákæ rðu tækju fram að þeim hefði ofboðið eða að þeir hefðu þekkt brotaþola, heldur flúðu þeir af hólmi þegar ljóst var að ekki yrði lengra komist. Það að sumir ákærðu hafi gefið sig fram eftir að mál þetta komst í hámæli, eða voru samvinnuþýðir upp að vissu ma rki við rannsókn máls, breytir engu hér um. Því eru ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 23. gr. almennra hegningarlaga til þess að fella niður refsingu. III. kafli ákæru 353. Í tengslum við mál þetta framkvæmdi lögregla húsleit þann 18. nóvember 2022 að heimili á kærða John s Peturs og unnustu hans, P , að . P heimilaði leitina og var viðstödd hana, ásamt verjanda ákærða. Við leitina fundust hafna bolta kylfa á bak við stofusófa, kasthnífur og hnífur með 21 cm löngu hnífsblaði í hægra náttborði í svefnherbergi, en í vinstra náttborði fannst hnífur með 15 löngu hnífsblaði og fjöllita karambit - hnífur. Þá fundust hnúajárn og piparúði í sjónvarpsskenk, en ofan á skáp í stof unni fannst smelluláspoki með hvítu efni í, sem reyndist vera 0,6 8 g af kókaíni. Lagði lögregla hald á tilgreinda muni og efni. Leiðrétting var gerð með samþykki ákærða á magni efnisins sem ranglega er tilgreint 0,63 g. 354. Ákærði hefur neitað sök. Hann kveðs t ekki eiga fíkniefnin sem fundust á heimili hans og bar sambýliskona hans, P , á sama veg. Hvorugt gat gefið skýringu á efnunum eða nefnt ákveðið hver væri eigandi þeirra. Við sönnunargildi vitnisburðar P ber að líta til náinna tengsla hennar við ákærða. 355. H ugtakið vörslur samkvæmt ákvæðum laga nr. 65/1974 er rýmra en svo að það taki aðeins til eiganda efna eða þess sem tekur efni í geymslu fyrir þriðja 82 aðila. Í skýrslutökum hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa haft vitneskju um smelluláspokann á heimili sínu, þ ótt hann hefði ekki verið fullviss um inni - hald hans. Hefur framburður hans hvað þetta varðar því ekki verið stöðugur . Verður að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi mátt gera sér grein fyrir að smelluláspokinn innihéldi fíkniefni, en þrátt fy rir það hafi hann ekki kannað innihaldið heldur látið það sér í léttu rúmi liggja, sbr. dóm Hæstaréttar 2. nóvember 2006 í máli nr. 357/2006. Verður hann því sakfelldur fyrir vörslur efnanna. 356. Í skýrslutöku hjá lögreglu gaf ákærði skýringar á eignarhaldi á h núajár ni, hafnaboltakylfu , úðavopni , l oftskammbyssu og karambit - hníf. Bar ákærði á sama veg fyrir dómi. Fyrir dómi staðfestu vitnin P , T og U e ignarhald sitt á vopnunum og skýrðu hvers vegna munirnir hefðu verið á heimili ákærða. Einnig kom fyrir dóminn Þ sem bar á sama veg og vitnið P um að hann hefði tekið úðavopn í sínar vörslur af sameiginlegum vinnustað þeirra. Í málinu er ekkert fram komið sem hnekkir framburði vitnanna og er hann í sjálfu sér trúverðugur. Verður ákærði ekki sakfelldur fyrir vörslur framangreindra muna og verður hann því sýknaður af sakar giftum hvað það varðar. 357. Þá er óumdeilt að hnúajárn, kasthnífur og hnífur með 15 cm hn ífsblaði voru í vörslum ákærða þar sem lagt var hald á vopnin við húsleit á heimili hans. Ákærði kannast við vörslurnar og hefur gefið skýringar á þeim en þær hafa þó ekki þýðingu við mat á refsinæmi verknaðarins. Ákærði hefur borið fyrir sig að hann hafi ekki vitað að vörslur kasthnífsins væru ólögmætar, en honum er engu að síður óheimilt að hafa hann í vörslum sínum og leysir villa hann ekki undan refsiábyrgð vegna vörslunnar. Sannað er að vopnin voru í vörslum ákærða en s líkar vörslur eru ólögmætar, sbr. a - , c - og e - lið 2. mgr. 30. gr. laga nr. 16/1998. Verður ákærði því sakfelldur vegna framangreindra varslna og þykir háttsemi hans réttilega heimfærð til lagaákvæða í ákæru. Til samræmis við ofangreint verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku fíkni efna, hnúajárns, kasthnífs og hnífs með 15 cm hnífsblaði. IV. Aðrar ákærur Ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 29. nóvember 2022 gegn David Gabr í el S . Glascors syni 358. Í þinghaldi 22. febrúar 2023 féll ákæruvaldið frá ákærulið nr. 1 í ákæru. 83 359. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefi n að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 30. maí 2 023 gegn Viktori Inga Stolzenwald Árnasyni 360. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefi n að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæ ra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 5. september 2023 gegn Reyni Þór Hafdal Sigurjónssyni 361. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefi n að sök og eru br ot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæra héraðssaksóknara 10. mars 2023 gegn Róbert i Sindra Berglindarsyni 362. Föstudaginn 18. nóvember 2022 framkvæmdi lögregla húsleit í herbergi ákærða Róberts Sindra að . Við þá húsleit fundust loftskammbyssa, kasthnífur og hnífur með 13,5 cm löngu hnífsblaði. Hníf arnir fundust á hillu í herberginu, en loftskammbyssan í tösku á rúmi ákærða. Voru umrædd vopn haldlögð af lögreglu. Við aðalmeðferð málsins eftir áskorun frá verjanda féll ákæruvaldið frá þeim hluta ákærunnar er varðar vörslur á loftskammbyssu. 363. Ákærði neita r sök. Undir meðferð málsins gaf ákærði skýrslu fyrir dómi, þar sem hann gaf þær skýringar að hnífinn hefði hann erft frá afa sínum og væri hann notaður til almenns heimilishalds. K asthnífurinn væri ekki hans eig n . Kaus hann þó að tjá sig ekki um raunverulegan eiganda þeirra. 364. Í málinu liggja fyrir ljósmyndir lögreglu, bæði af kasthnífnum og hnífnum. Ljóst þykir að um er að ræða bitvopn sem falla undir a - og e - liði 2. mgr. 30. gr. la ga nr. 16/1998, sem bannað er að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum, en óumdeilt er að ákærði hafði umrædda hnífa í vörslum sínum þar sem þeir voru geymd ir á dvalarstað hans, í herbergi sem hann hafði til umráða. Ákærði hefur borið fyrir sig að hann hafi ekki vitað að vörslur kasthnífsins væru ólögmætar, en honum er engu að síður óheimilt að hafa hann í vörslum sínum og leysir villa hann ekki undan refsiábyrgð vegna vörslunnar. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi. Er brotum hans 84 rétt lýst í ákæru og þau réttilega heimfærð til refsiákvæða. Til samræmis við ofangreint verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku hnífanna. V. Refsiákvörðun Ákærðu samkvæmt I. kafla ákærðu Ákærði Alexander Máni Björnsson 365. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps gagnvart brotaþolum A og B . Eins og fram er komið sætti ákærði geðrannsókn. Að virtri niðurstöðu hennar og öðrum gögn um máls er ekkert fram komið sem bendir til þess að 15. eða 16. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940 eigi við um andlega hagi hans á verknaðarstundu. 366. Ákærði var með dómi Héraðsdóms Reykjaness þann 31. mars 2022 dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, sbr. 2. mgr. 218. gr. almennra hegni ngarlaga. Með brotum sínum nú rauf ákærði skilorð þess dóms og ber að taka refsinguna upp í samræmi við 60. gr. almennra hegningarlaga. 367. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði játaði brot sitt að hluta til. Þá var hann aðeins 19 ára er hann fr amdi brot sitt. Horfa þessi atriði til mild - unar. Til þyngingar refsingar horfir að um mjög alvarlega og fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi og í samverkn - aði með öðrum meðákærðu. Þegar litið er til verknaðaraðferðar og aðstæðna að öðru leyti var mildi að ekki fór verr. Samkvæmt framangreindu horfir dóm - urinn til 1., 2., 3., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Að teknu tilliti til refsilágmarks 211. gr. s ömu laga þykir hæfileg refsing ákærða vera sex ára fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur setið í óslitið frá 18. nóvember 2022. Ákærði Albert Logi Skúlason 368. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. unnið í sam - verknaði með öðrum meðákærðu. Ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi og horfir það til málsbóta. 85 369. Til þyngingar refsingar horfir að um fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi og í samve rknaði með öðrum með ákærðu. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing vera 60 daga fangelsi. Þar sem ákærði á ekki að baki sakaferil verður fullnust u refsingarinnar frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 18. 24. nóvember 2022 til frádrá ttar refsingu. Ákærði Arnór Kárason 370. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. unnið í sam - verknaði með öðrum meðákærðu. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refs - ingu þar sem ákærði stóðst tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm H éraðsdóms Reykjaness fyrir líkamsárás 1. mgr. 218. gr. almennra hegning - arlaga. Sá dómur hefur ekki ítrekunaráhrif. Til málsbóta horfir að ákærði hefur játað háttsemi sína að nokkru. 371. Til þyngingar refsingar horfir að um mjög alvarlega og fólskulega líkams árás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi og í samverkn aði með öðrum meðákærðu. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing vera 60 daga fangelsi. Að virtum sakaferli og játningu ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur g æsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 19. 24. nóvember 2022 til frádráttar refsingu. Ákærði Y 372. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. í almennum hegningarlögum unnið í samverknaði með öðrum meðákærðu. Ákærði hefur ekki áður verið f undinn sekur um refsiverða háttsemi. Þá var hann [ekki orðinn fullra 18 ára] gamall er brotið var framið. Horfa þessi atriði til málsbóta. Til þyngingar horfir að um mjög alvarlega og fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi í samverknaði með öðrum meðákærðu. 86 373. Þegar litið er til þáttar ákærða má sjá að hann er skamma stund í rýminu en á þeim tíma beitir hann engu að síður tvo brotaþola ofbeldi án þess að eiga sökótt við þá að eigin sögn. Er því um tilefnislausa árás að ræða s em ákærði tók þátt í. Lögð voru fram gögn sem sýna að ákærði var greindur með ADHD fyrir liðlega 10 árum. Skýrir það að mati dómsins ekki háttsemi ákærða. 374. Þegar litið er til ungs aldurs ákærða og þess að hann á ekki að baki sakaferil og einnig með hliðsjó n af 2. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði al mennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstök um skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. Ákærði David Gabr í el S . Glascorsson 375. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. unnið í samverknaði með öðrum meðákærðu. Þá hefur ákærði verið sakfelldur fyrir vörslur fíkniefn a, vopnalagalagabrot og umferðarlagabrot en þau brot játaði hann skýlaust. 376. Ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot og var 21 árs þegar brotið átti sér stað. Litið er til þess að ákærði játaði háttsemi sína að mestu og viðurkenndi tilte kinn undirbúning í aðdraganda árásarinnar. 377. Við ákvörðun refsingar verður litið til þáttar ákærða að undirbúningi árásar - innar sem unnin var af hefndarhug. Réð liðssöfnun hans hvað mestu um það sem síðar gerðist. Þá gerði hann enga tilraun til þess að sporna við því sem fram fór og var manna síðastur frá vettvangi. Var ásetningur hans einbeittur og líkamsárásin alvarleg og f ólskuleg, unnin í samverknaði með öðrum með - ákærðu. Litið er til verknaðaraðferða árásarinnar í heild þar sem ákærði gekk hart fram. Horfa framangreind atriði til þyngingar. Af árásinni hlutu brota - þolar A og B alvarlegt líkamstjón en litið er til ásetning sstig s ákærða hvað afleiðingar varðar eins og rakið hefur verið. Við ákvörðun refs ingar horfir dómur inn til 1., 2., 4., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. 378. Umferðarlagabrot ákærða samkvæmt ákæru 29. nóvember 2022 eru ítrekuð. Á kærði gekkst undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 27. janúar 2020 vegna aksturs sviptur ökurétti. Þá gekkst ákærði undir greiðslu sekta með 87 tveimur lögreglustjórasátt um 7. október 2020 vegna samkynja brota, en seinni sáttin var hegningarauki við þá fyrri. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki þýðingu við úrlausn málsins. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því lagt til grundvallar að ákærði hafi nú í þriðja s inn, innan ítrekunar - tíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerst sekur um akstur sviptur ökuréttindum. 379. Með vísan til framangreinds og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfileg refsing ákærða vera fangelsi í 12 mán uði . Að mati dóm sins er ekki , þegar litið er til alvarleika háttseminnar , efni til skilorðsbindingar. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18. 30. nóvember 2022. Ákærði Einar Bjarki Einarsson 380. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mg r. 218. gr. unnið í sam - verknaði með öðrum meðákærðu. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 13. febrúar 2020 hlaut ákærði eins mánaðar fangelsisdóm fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Sá dómur hefur ekki ítrekunaráhrif, auk þess sem ákærð i var ekki orðinn 18 ára er hann framdi brot sitt. Ákærði stóðst skilorð dómsins. Þá hlaut ákærði refsingu fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlagabrot á árunum 2020 og 2022. Brotin hafa ekki áhrif á refsingu hans nú. 381. Litið er til þess að ákærði játaði háttsemi sína. Til þyngingar refsingar horfir að um alvarlega og fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af ein - beittum ásetningi og í samverknaði með öðrum meðákærðu. Litið er til verkn - aðaraðferða en ákærði gekk hart fram og var síðastur af vettvangi ásamt með - ákærða David Gabríel. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing ákærða vera fangelsi í átta mánuði. Að mati dómsins er ekki , þegar litið er til alvarleika háttseminnar , efni til skilorðsbindingar. Til frá - dráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 22. nóvember til 1. desember 2022. Ákærði Guido Javier Japke Varas 382. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. unnið í sam - verknaði með öðrum meðákærðu. Ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot. Hann var dæmdur til greiðslu sektar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2022 fyrir umferðarlagabrot og vörslur fíkniefna. 88 383. Ákærði var 19 ára gamall er brotið var framið og er til þess litið. Til þyngingar horfir að um alvarlega og fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi í samverknaði með öðrum meðákærðu. Hafði ákærði með sér barefli sem hann beitti og jók þannig þá ógn sem af honum stafaði. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2, 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing vera fangelsi í 60 daga. Að virtum sakaferli og ungum aldr i ákærða er brotið var framið þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald það se m ákærði sætti frá 21. 30. nóvember 2022 til frádráttar refsing u. Ákærði Helgi Þór Baldursson 384. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. í almennum hegningarlögum, unnið í samverknaði með öðrum meðákærðu. Ákærði hefur áður hlotið refs ingu fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlagabrot en sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsingu hans nú. 385. Litið er til þess að ákærði játaði háttsemi sína. Til þyngingar refsingar horfir að um alvarlega og fólskulega líkamsárás var að ræða sem unnin var af ein - beittum ásetningi í samverknaði með öðrum meðákærðu. Litið er til þáttar ákærða sem var talsverður og gekk hann hart fram. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing vera fangelsi í átta mánuði. Að mati dómsins er ekki , þegar litið er til alvarleika háttseminnar , efni til skilorðsbindingar. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 22. 30. nóvember sl. Ákærði Matthias Gabriel S. Silva 386. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. í almennum hegningarlögum unnið í samverknaði með öðrum meðákærðu. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsiákvörðun nú. 387. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að um alvarlega og fólskulega líkams - árás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi í samverknaði með öðrum meðákærðu. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. og 2. mg r. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg 89 refsing vera fangelsi í 60 daga. Að virtum sakaferli og þætti ákærða í árásinni þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði al mennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Sigurgeir Sæberg Elísabetarson 388. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. í almennum hegningarlögum unnið í samverknaði með öðrum meðákærðu. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 389. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að um alvarlega og fólskulega líkams - árás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi. Við ákvörðun refsing - ar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hæfileg refsing vera fangelsi í 60 daga. Að virtum sakaferli ákærða og þætti hans í árásinni þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði alme nnt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 19. 24. nóvember 2022 til frádráttar. Ákærði Viktor Ingi Stolzenwald Árnason 390. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. alm ennra hegn - ingarlaga. Þá hefur hann verið sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og rangar sakargiftir en þau brot játaði hann skýlaust. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann tvisvar gengist undir sátt vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna og einu s inni vegna ölvunaraksturs. 391. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að um alvarlega og fólskulega líkams - árás var að ræða sem unnin var af einbeittum ásetningi í samverknaði við aðra meðákærðu. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. 392. Umferðarlagabrot ákærða eru ítrekuð. Samkvæmt framlögðu sakavottorði gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 30. janúar 2019 vegna akstur s undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þann 2. mars 2020 gekkst ákærði aftur undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt vegna samkynja brots. Loks gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt á ný þann 19. mars 2020 vegna samkynja brots, en sú sátt var hegningarauki við 90 sáttina frá 2. mars 2020. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því lagt til grundvallar að ákærði hafi nú í þriðja sinn, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerst sekur um akstur und ir áhrifum ávana - og fíkniefna, en í fyrsta sinn ekið sviptur ökuréttindum. 393. Með vísan til framangreinds og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegning - arlaga þ ykir hæfileg refsing vera fangelsi í fjóra mánuði. Að virtum sakaferli ákærða og þætti hans í árási nni þykir rétt að fresta fullnustu tveggja mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu skilorðsbundins hluta dómsins kemur gæsluvarð hald það sem ákærði sætti frá 23. 28. nóvember 2022 til frádráttar. 394. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærðu samkvæmt II. kafla ákæru Ákærði Alexander Aron Gilbertsson 395. Ákærði sem er fæddur árið 2002 hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 396. Þegar litið er til framangreindra atriða og þáttar ák ærða í hlutdeildarbrotinu þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nána r verður gerð grein fyrir. Komi til ákvörðunar refsingar kemur gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 20. 23. nóvember 2022 til frádráttar refsingu. Ákærði Ástvald Ýmir Stefánsson 397. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 398. Þegar litið er til framangreindra atriða og þáttar ákærða í hlutdeildarbrotin u þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur 91 árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyri r. Ákærði X 399. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 400. Þegar litið er framangreinds, þess að ákærði var [ekki orðinn f ullra 18 ára gamall] er brotið var framið svo og þáttar ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlag a. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. Ákærði Chib u zor Dan í el Edeh 401. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsi - verðan verknað. Þá var ákærði 20 ára þegar hann framdi brot sitt. Horfa þessi atriði til málsbóta. 402. Þegar litið er til framangreindra atriða og þess að hlutdeild ákærða telst ekki vera smávægileg þykir hæfileg refsing ákærða vera 30 daga fangelsi. Skal fullnustu refsin gar frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. Komi til fullnustu refsingar kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 20. 23. nóvember 2022 til frádráttar. Ákærði Cristovao A. F . Da S . Martin s 403. Ákærði sem er fæddur árið 2003 hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann tvisvar gengist undir sátt ve gna umferðar - lagabrota, vopnalagabrota og brota á lögum um ávana - og fíkniefni, nú síðast 1. febrúar 2022. 92 404. Þegar litið er til ungs aldurs ákærða er brotið var framið, sakaferils og þáttar í hlutdeildarbrotinu þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og f alli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sér - stökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. Komi til refsi - ákvörðunar skal gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 19. 23. nóvember 2022 koma til frádráttar refsingu. Ákærði Emil Árni Guðmundsson 405. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærð i tvisvar eftir að 18 ára aldri var náð gengist undir sátt vegna umferðar laga - brota. Þá var hann með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. apríl 2022 dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot, auðgunarbrot og tilraun til auðgunarbrots. 406. Við ákvörðun ref singar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtum sakaferli ákærða og þætti hans í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing vera fangelsi í 30 daga. Rétt þykir að fresta fullnu stu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18. 21. nóvember 2022 til frádráttar refsi ngu. Ákærði Fannar Ingi Ingvarsson 407. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 408. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn t il 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtu framangreindu og þætti ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga. Rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. 93 almennra hegningarlaga. Komi til refsiákvörðunar skal gæslu varðhald það sem ákærði sætti frá 20. 23. nóvember 2022 koma til frádráttar refsingu. Ákærði Halldór Logi Sigurðsson 409. Ákærði sem er fæddur árið 2001 hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann undir sátt 5. janúar 2021 vegna umferðar - lagabr ots. 410. Þegar litið er til ungs aldurs ákærða á tíma brotsins, sakaferils ákærða og þáttar hans í hlutdeildarbrotinu þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. Ákærði Halldór Rafn Bjarnason 411. Ákærði sem er fæddur árið 1994 hefur verið sakfelldur fyrir smá vægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann undir sátt árið 2016 vegna umferðar - lagabrots. 412. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 7 0. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtu framangreindu og þætti ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga. Rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Ingibergur Alex Elvarsson 413. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refs iverðan verknað. 414. Þegar litið er til framangreinds, ungs aldurs ákærða er brotið var framið og þáttar hans í hlutdeildarbrotinu þykir rétt að fresta ákvörðun um refsingu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá er frestunin bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar verður gerð grein fyrir. 94 Ákærði John P e tur Vágseið 415. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlag a. Þá hefur ákærði verið sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Samkvæmt sakavottorði gekkst ákærði undir sátt 17. ágúst 2021 vegna brota á lögum um ávana - og fíkniefni og vopnalögum. 416. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 7 0. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtum sakaferli ákærða og þætti hans í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing vera 30 daga fangelsi. Rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum fr á birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18. 24. nóvember 2022 til frádráttar. 417. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 v erður ákærða jafnframt gert að greiða 135.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 10 daga. Ákærði sæti upptöku á hníf með 21 cm löngu hnífsblaði, kasthníf og 0,68 g af kókaíni. Ákærði Mikael Alf Rodrigue z Óttarsson 418. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði þrisvar gengist undir sátt vegna umferðarlagabrota en sá sakaferill hefur ekki áhrif á r efsingu nú. 419. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtu framangreindu og þætti ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga. Rétt þykir að fresta ákvörðun refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Reynir Þór Hafdal Sigurjónsson 420. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægi lega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og fyrir umferðarlagabrot en þau brot játaði hann skýlaust. 95 421. Samkvæmt sakavottorði gekkst ákærði undir sátt 20. september 2019 fyrir umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana - og fíkniefni . Með umferðar - lagabrotum sínum nú hefur hann öðru sinni, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. 422. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtu framangreindu og þætti ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga. Rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimu r árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 423. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærða jafnframt gert að greiða 1.320.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna f rá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 44 daga. Þá ber að svipta ákærða ökurétti í fimm ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði Róbert Sindri Berglindarson 424. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir smávægilega hlutdeild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og vopnalagabrot samkvæmt ákæru lög - reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 10 . mars 2023. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. 425. Við ákvörðun refsingar horfir dómurinn til 1., 2., 5., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., 2. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Að virtu framangreindu og þætti ákærða í hlutdeildarbrotinu þykir hæfileg refsing fangelsi í 30 daga. Rétt þ ykir að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar dómsins kemur gæslu - varðhald það sem ákærði sætti frá 19. 23 . nóvember 2022 til frádráttar refs - ingu. 426. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærða jafnframt gert að greiða 40.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í fjóra daga. Ákærði sæti upptöku á kasthníf og hníf með 13,5 cm hnífsblaði. 96 Sérstök skilyrði 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga 427. Eins og að framan er rakið lítur dómurinn til aldurs og sakaferils ákærðu við refsiákvörðun. Dómurinn telur að gefa megi eðli má ls þessa gaum og líta til þess að um er að ræða stóran hóp ungra karlmanna sem tóku ákvörðun um þátttöku í atburðarás sem hefur haft áhrif á líf þeirra á einn eða annan hátt. Fyrir dómi lýstu margir ákærðu yfir iðrun og vilja til að draga lærdóm af atvikum þessum. Hafa sumir raunar þegar stig ið ákveðin skref og sýnt fram á með gögnum, svo sem um vímuefnameðferð. 428. Tilgangur sérskilyrða 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga er að sporna gegn óheillavænlegri þróun og styðja við þá sem rata inn á afbrotabraut með hvatningu og aðhaldi. Ákvæðinu er þannig ætlað að hafa bæði almenn og sérstök varnaðaráhrif, ekki síst fyrir unga einstaklinga sem hafa ekki afplánað óskilorðsbundna refsingu. Til þess að svo megi ver a getur dómurinn falið Fangelsismálastofnun ríkisins að fara með hlutverk umsjónar í tilvikum sem það er talið raunhæft og þarft. Í þessu sambandi vísar dómurinn til dóms Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli nr. 511/2002 og dóms Landsréttar frá 24. júní 202 2 í máli nr. 508/2021 þar sem sérstaklega er áréttað að Fangelsis - málastofnun ríkisins hafi með hendi umsjón með ákærða eða feli hana öðrum aðila undir sínu eftirliti, sbr. nú 1. mgr. 83. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Hafa dómstólar þannig ta lið sérstakt tilefni til þess að árétta sérstak - lega þetta lögákveðna hlutverk stofnunarinnar en ein ástæða þess er sú að dómar um sérskilyrði hafa ekki verið fullnustaðir með þeim hætti er dómarar ætlast til. Um inntak umsjónar er fjallað í lögskýringargö gnu m, fyrst með lögum nr. 22/1955 um breyting á almennum hegningarlögum, er ákvæði um umsjón var lögfest. Verður ekki séð að skyldur stofnunarinnar til þess að veita þeim dómfelldu er hlotið hafa skilorðsbundinn dóm með sérskilyrðum félags - lega þjónustu hafi verið aflagðar eftir lagabreytingu þessa. 429. Með vísan til framangreinds og með sérstakri hliðsjón af ungum aldri og sakaferli, og að nokkru með hliðsjón af þeim aldri ungmenna sem tilgreindur er í 1. tl. 1. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga, telur d ómurinn rétt í tilvikum ákærðu Alexanders Arons Gilbertssonar, X , Y , Chibuzors Daníels Edeh, Cristovaos A. F. Da S. Martins, Halldórs Loga Sigurðssonar og Ingibergs Alex Elvarssonar að auk hins almenna skilorðs 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga verði frestun á ákvörðun refsingar eða frestun á fullnustu refsingar bundin því skilyrði að þeir sæti umsjón Fangelsis málastofnunar og fyrirmælum hennar, sbr. 1. og 2. tl. 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. 97 VI. Einkaréttarkröfur 430. Við upphaf málflutnings g erði verjandi Ingibergs Alex Elvarssonar þá kröfu að einkaréttarkröfur brotaþola A og B yrðu felldar niður. Í þessu sambandi er vísað til 2. ml. 2. m gr. 174. gr. laga um meðferð sakamála . Undir kröfuna tóku fleiri verjend ur við upphaf málflutnings síns. A f þessu tilefni óskaði réttargæslumaðurinn eftir að bóka svohljóðandi bókun í þingbók: bergur Finnbogason var þann 26. september 2023 við aðra dómsathöfn sem tafðist lítillega. Samkvæmt sérstöku umboði í bótakröfum, þ.e. bls. 103 og 114 í gögnum máls, mætti fulltrúi ákæruvalds vegna réttargæslumanns, sbr. heimild í 2. mgr. 174. gr. laga 88/2008. Þann 26. september 2023 var fulltrúi ákæruvalds mættur vegna réttargæslumanns en það hefur ekki ratað í þingbók vegna sérstakra aðstæðna þar sem ekki er Af hálfu sækjanda voru ekki gerðar athugasemdir við bókunina. 431. Krafa um niðurfellingu er á því byggð að þingsókn hafi fallið niður af hálfu réttargæslumanns brotaþola við aðalmeðferðina en hann hafi í þinghaldi 26. september sl. mætt of seint til þinghaldsins og hafi ekki boðað lögmæt forföll. réttargæslumanninn ekki eftir ástæðum þess að hann hefði ekki komið tíman - lega til þinghaldsins og bókaði ekki í þingbók. Af þessum sökum telur dómur - inn að ekki sé unnt að líta svo á að sakarspjöll hafi orðið. 432. Þann 28. september sl. yfirgaf fyrrgreindur réttargæslumaður þinghaldið fyrr og kvaðst hafa óskað eftir því að sækjandi mætti fyrir hans hönd. Sækjandi kvaðst fús til þess en hefði ekki verið beðin um það sérstaklega af réttar gæslu - manninum fyrr en eftir á. Láðist dómara að bóka um þetta í þingbók. 433. Krafa um niðurfellingu er einnig á því byggð að réttargæslumanni beri að sinna starfsskyldum sínum sjálfur, þar á meðal að tjá sig munnlega fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og geti sækjandi því ekki mætt fyrir hans hönd. Starfsskyldur réttargæslumanns hafi jafnframt breyst með tilko mu laga nr. 61/2022 um breyting á lögum nr. 88/2008 og beri að virða þörf á viðveru réttargæslumanns í því ljósi. 98 434. Í XXVI. kafla laga nr. 88/2008 er fjallað um einkaréttarkröfur. Samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 skal krafa felld niður sæki kröfuh afi ekki þing við þingfestingu eða þegar málið er tekið fyrir á seinni stigum nema hann hafi lögmæt forföll eða ákærandi hafi tekið að sér að mæta fyrir hann í þinghald - inu. Þótt ekki sé kveðið á um það sérstaklega í ákvæðinu hefur ákvæðið verið túlkað svo að það sama gildi um lögmann þann sem fylgir kröfunni eftir fyrir hönd kröfuhafa, þ.m.t. réttargæslumann. Leiðir þetta af 2. mgr. 45. gr. laga nr. 88/2008 sem segir að réttagæslumanni sé heimilt að láta fulltrúa sinn eða annan lögmann vera viðstaddan skýr slutöku af skjólstæðingi sínum og sækja einstök þinghöld fyrir sína hönd. Þá á réttargæslumaður rétt á að vera við - staddur öll þinghöld í máli skv. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 88/2008. 435. Í framkvæmd tíðkast að í einkaréttarkröfu sé eftir atvikum getið um heim ild til handa sækjanda til að mæta fyrir hönd kröfuhafa. Eðlilegir samskiptahættir gera að mati dómsins þó ráð fyrir því að samráð sé haft um slíkt fyrirfram að frumkvæði þess er óskar mætingar fyrir sína hönd. Þótt finna megi að því að réttargæslumaðurinn hafi ekki haft slíkt samráð fyrr en eftir á telur dómurinn það vera fullnægjandi eins og hér stendur á og ekki horfa til sakarspjalla. Þá er til þess að líta að í framangreindum tilvikum sótti réttargæslumaðurinn þing. Kröfu um niðurfellingu einkaréttarkr afnanna er því hafnað. 436. Af hálfu brotaþola A er gerð krafa um að ákærðu allir verði dæmdir in solidum til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 kr. og einnig bætur vegna fjártjóns, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 1 7 . nóvember 2022 þar til mánuður er liðinn frá því að ákærðu var kynnt bótakrafa þessi, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. 437. Ákærðu samkvæmt II. kafla ákæru hafa verið sakfelldir fyrir smávægilega hlutde ild í broti gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Eins og atvikum er háttað teljast þeir ekki bótaskyldir gagnvart brotaþolum þar sem ekki eru orsakatengsl á milli háttsemi þeirra og tjóns brotaþola. Verður bóta - kröfu gagnvart þeim vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 438. Með vísan til niðurstöðu dómsins um refsiábyrgð á afleiðingum líkamsárásar ákærðu bera Alexander Máni, David Gabríel, Einar Bjarki og Helgi Þór óskipta skaðabótaábyrgð á þeim miska sem þeir ollu brotaþola, sbr. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Árás ákærðu var ógnvekjandi og fólskuleg, 99 unnin í félagi auk þess sem vopni var beitt. Í málinu liggur ekki fyrir vottorð sálfræðings um andlegar afleiðingar brotaþola. Engu að síður var árásin til þess fallin að val da brotaþola miska óháð því hvort brotaþoli hafi gert lítið úr afleiðingum hennar á opinberum vettvangi fyrst eftir árásina. Þykja miska - bætur hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna . Fjárkrafa brotaþola er vanreifuð og ekki verður séð hvaða þýðingu framlagning á sjúkradagpeningavottorði hefur af þeim sökum. Miskabótakrafa ber vexti eins og nánar greinir í dóms - orði . Upphafstími dráttarvaxta miðast við þingfestingu málsins en þá voru bótakröfur fyrst birtar. Einkaréttarkröfu á hendur öðrum ákærðu samkvæmt I. kafla er vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 439. Af hálfu brotaþola B er gerð krafa um að ákærðu allir verði dæmdir in solidum til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 5.000.000 kr., og einnig bætur vegna fjártjó ns, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 1 7 . nóvember 2022, þar til mánuður er liðinn frá því að ákærðu var kynnt bótakrafa þessi, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. 440. Vísað er ti l kafla 43 6 hér að framan varðandi bótakröfu ákærðu samkvæmt II. kafla ákæru en einkaréttarkröfum gagnvart þeim og öðrum ákærðu sam - kvæmt I. kafla ákæru er vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 441. Með vísan til niðurstöðu dómsins um refsiáb yrgð á afleiðingum líkamsárásar ákærðu bera Alexander Máni, David Gabríel, Einar Bjarki og Helgi Þór óskipta skaðabótaábyrgð á þeim miska sem þeir ollu brotaþola, sbr. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Vísast til þeirra sjónarmiða sem fram koma í kafla 43 7 hér að framan um mat á miska þótt ekki liggi fyrir sálfræðivottorð. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 króna. Þar af greiði ákærðu Y , Sigurgeir Sæberg og Viktor Ingi óskipt með ákærðu 400.000 krónur . Fjárkrafa brotaþola er vanreifuð og verður henni vísað frá dómi með framangreindum rökstuðningi . Miskabótakrafa ber vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við þingfestingu málsins en þá voru bótakröfur fyrst birtar. 442. Af hálfu brotaþola C er u gerð ar þær kröfu r á hendur öllum ákærðu að þeir verði in solidum dæmdir til að greiða honum skaða bætur að fjárhæð 5.000.000 króna, auk vaxta skv. 8. gr. , sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 5.000.000 króna frá 17. nóvember 2022 til þess 100 dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa er kynnt fyrir ákærðu en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga af 5.000.000 króna frá þeim degi til greiðsludags. 443. Ákærði Alexander Máni hefur verið sýknaður af broti gagnvart brotaþol a og verður bótakröfu á hendur honum því vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Hið sama á við um bótakröfu á hendur ákærðu samkvæmt II. kafla ákæru, sbr. kafla 43 9 , svo og öðrum ákærðu samkvæmt I. kafla ákæru. 444. Með vísan til niðurstöðu dó msins um refsiábyrgð á afleiðingum líkamsárásar ákærðu bera Albert Logi, Arnór, Guido Javier og Matthias Gabriel óskipta skaðabótaábyrgð á þeim miska sem þeir ollu brotaþola, sbr. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Árás ákærðu var fólskuleg og unni n í félagi. Var hún til þess fallin að valda brotaþola miska sem staðfestur er að hluta til með sálfræðivottorði J . Vísað er til sjónarmiða í kafla 436 um þýðingu þess að brotaþoli hafi gert lítið úr árás gagnvart sér í útvarpsviðtali. Þykja miskabætur hæf ilega ákveðnar 400.000 krónur. Bótakrafan ber vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við þing festingu málsins en þá voru bótakröfur fyrst birtar. VII. Sakarkostnaður 445. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber ákærðu að greiða sakarkostnað eins og nánar verður gerð grein fyrir. 446. Ákærði Alexander Máni Björnsson hefur verið sýknaður af sakargiftum sam - kvæmt I. kafla ákæru hvað varðar brotaþola C en sak felldur að öðru leyti. Ákærði greiði 2/3 málsvarnarlauna verjanda síns, Ómars R . Valdimarssonar lögmanns , 7.834.320 krón a, en 1/3 þess kostnaðar greið ist úr ríkissjóði svo og í sömu hlutföllum aksturskostnað verjandans vegna ferða á Sog n, samtals 70.500 krónur. Í sömu hlutföllum greiðist þóknun Björgvins Jónssonar lögmanns , 662.904 krónur , vegna vinnu hans á rann sóknarstigi en 1/3 greiðist úr ríkis sjóði. 447. Ákærði Alexander Máni greiði 2/3 áfallins sakarkostnaðar vegna geðrann - sóknar dóm kvadds matsmann, 638.000 króna, og matsgerðar sálfræðings, 300.000, króna, en 1/3 þess kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. 101 448. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti ákæruvaldsins nemur útlagður kostnaður, tengdur þessum þætti málsins, vegna læknisvottorðs 50.720 kr ónum og 120.000 krónum vegna sálfræðivottorðs , samtals 170.720 krónur . Verður ákærðu Alberti Loga Skúla syni, Arnóri Kárasyni, Guido Javier Japke Varas og Matthias Gabriel S. Silva gert að greiða 3/4 þess kostnaðar óskipt en 1/4 þess kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Í sömu hlutföllum greiðist 1.657.260 króna þóknun réttar gæslu manns brotaþola C , Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns. 449. Ákærðu Alexander Máni Björnsson, Y Arnarsson, David Gabríel S. Glascorsson, Einar Bjarki Einarsson, Helgi Þór Baldursson og Viktor Ingi Stolzenwald Árnason greiði óskipt 60.864 krónur í annan sakarkostnað sem til féll vegna læknisvottorðs brotaþola A og 213.024 krónur vegna B , samtals 273.888 krónur . Þá skulu þeir greiða óskipt þóknun réttargæslumanns brotaþolanna, Steinbergs F innbogasonar lögmanns , samtals 1.807.920 krónur vegna réttargæslu. Að mati dómsins eru þegar litið er til atvika ekki efni til þess að skipta þessum kostnaði. 450. Ákærði Albert Logi Skúlason greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.295.000 krónur. Ákærði greiði jafnframt annan sakarkostnað samkvæmt yfirliti, 30.875 krónur vegna reiknings Vöku hf. 451. Ákærði Arnór Kárason greið i málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.120.000 krónur. 452. Ákærði Y greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðbjarna Eggertssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.091.256 krónur. 453. Ákærð i David Gabr í el S. Glascorsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.966.136 krónur. 454. Ákærði David Gabríel er einnig sakfelldur samkvæmt ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 29. nó vember 2022 . Skal ákærði greiða sakar - kostnað samkvæmt framlögðu yfirliti, samtals 24.000 krónur vegna reiknings Lykilaðstoðar ehf. 102 455. Ákærði Einar Bjarki Einarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Þórs Ólasonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.549.932 krónur. 456. Ákærði Guido Javier Japke Varas greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elimars Haukssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.549.932 krónur. 457. Ákærði Helgi Þór Baldursson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Vilhjálms Arnarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.303.232 krónur. 458. Ákærði Matthias Gabriel S. Silva greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.584.000 krónur. 459. Ákærði Sigurgeir Sæberg Elísabetarson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.790.988 krónur. 460. Ákærði Viktor Ingi Stolzenwald Árnason greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Ágústs Ólafssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.303.232 krónur. 461. Ákærði Viktor Ingi er einnig sakfelldur samkvæmt ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 30. maí 2023. Skal ákærði greiða sakarkostnað sam - kvæmt framlögðu yfirliti, samtals 160.537 krónur. 462. Ákærði Alexander Aron Gilbertsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Atla Más Ingólfssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.821.120 krónur. 463. Ákærði Ástvald Ýmir Stefánsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Ragnarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.821.120 krónur. 464. Ákærði X greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Jónssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.218.480 krónur. 103 465. Ák ærði Chib u zor Dan í el Edeh greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.158.216 krónur. 466. Ákærði Cristovao A. F. Da S. Martins greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Ágústsso nar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.393.628 krónur. 467. Ákærði Emil Árni Guðmundsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.856.896 krónur. Þá ber ákærða að greiða annan sakarkostnað, 361.584 krónur, samkvæmt framlögðu yfirliti sem er vegna þóknunar Helga Jóhannessonar, verjan da hans á rannsóknarstigi. 468. Ákærði Fannar Ingi Ingvarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.519.800 krónur og þóknun Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns vegna vinnu hans á rann - sóknarstigi, 406.782 krónur. 469. Ákærði Halldór Logi Sigurðsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V. Thordersen lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.082.886 krónur. 470. Ákærði Halldór Rafn Bjarnason greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Hei mis Lárussonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.685.526 krónur. 471. Ákærði Ingibergur Alex Elvarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Karólínu Finnbjörnsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.979.313 krónur. 472. Ákærði John Pet u r Vágse ið greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórðar Más Jónssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.484.024 krónur. 473. Ákærði John Petur er einnig sakfelldur að hluta til samkvæmt III. kafla ákæru. Ber honum að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti í tengslum 104 við það sem er 7.750 krónur eða helmingur reiknings Lykilaðstoðar ehf. Hinn helmingurinn er greiddur af meðákærða Róbert i Sindra. 474. Ákærði Mikael Alf Rodriguez Óttarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Birkis Más Árnasonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.555.576 krónur og 1.054.620 króna þóknun Reynis Þórs Garðarssonar lögmanns á fyrri stigum máls. 475. Ákærði Reynir Þór H afdal Sigurjóns son greiði málsvarn arlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.331.475 krónur og þóknun Karls Gauta Hjaltasonar lögmanns, 369.117 krónur, vegna vinnu hans á rannsóknarstigi. 476. Ákærði Reynir Þór er einnig sakfelldur samkvæmt ákæru l ögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. september 2023. Ber honum að greiða sakar - kostnað samkvæmt framlögðu yfirliti, samtals 369.989 krónur. 477. Ákærði Róbert Sindri Berglindarson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Rúnars M. Kristjánssona r lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 5.273.100 krónur. 478. Ákærði Róbert Sindri er einnig sakfelldur samkvæmt ákæru héraðs sak - sóknara frá 10. mars 2023. Ber honum að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti í tengslum við rannsókn þess máls, sem er samtals 35.650 krónur, vegna þóknunar Gísla Kr. Björnssonar , verjanda hans á rann sóknar - stigi 27.900 krónur og 15.500 krónur vegna reiknings Lykilaðstoðar ehf., en þar af greiðir meðákærði John Petur helming þess reiknings, 7.750 krónur, í tengslum við III. kafla ákæru. 479. Samkvæmt heildarsakarkostnaðaryfirliti er m.a. tilgreindur annar sakar kostn - aður sem til féll vegna I. og II. kafla ákæru. Kostnaður vegna mynd vinnslu úr upptökuvélum öryggismyndavéla nemur samtals 2.319.847 krónum. Um er að ræða reikninga frá Tech Support á Íslandi ehf., Vörn ehf. og Myndverki ehf. Ekki er á það fallist með ákærðu að slík myndvinnsla falli ekki undir sakarkostnað málsins skv. 1. mgr. 233. gr. laga nr. 88/2008. Ekki er fallist á kröfu um kost nað vegna vottorðs Veðurstofu Íslands og virðist það hafa ratað 105 inn í málið fyrir mistök enda finnst engin tenging þess við sakar efnið . Kostn - aður vegna annarrar tæknivinnu nemur 98.945 krónum. Telur dómurinn rétt að ákærðu allir beri þennan kostnað óskip t, samtals 2.418.792 krónur. 480. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanna er tekið tillit til virðisaukaskatts og gætt að tímaskýrslum lögmanna. Þá er litið til eðlis og umfangs máls og hliðsjón höfð af reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2023, m.a. um ferðakostnað. Tekur dómurinn tillit til þeirra verkefna sem falla undir hlutverk verjanda innan hóflegra marka. 481. Hluti lögmanna afhenti tímaskýrslu við aðalmeðferðina en aðrir fengu með samþykki dómsins að senda tímaskýrslur rafrænt eftir að aðalm eðferð lauk. Tekið skal fram að í þeim tilvikum sem skráning í tímaskýrslu var ekki nema gróflega sundurliðuð voru málsvarnar laun að hluta til áætluð í samræmi við framangreint, og að öllu leyti hafi tímaskýrsla ekki verið lögð fram. Í þessu sambandi skal þess sér staklega getið að heildarvinnustundir verjanda Alexanders Mána á yfirliti þar sem ná kvæma sundurliðun er ekki að finna voru tilgreindar samtals 594. Við tímana bættist vinna vegna gæsluvarðhalds ákærða sem hefur verið framlengt í tví gang eftir að málið var þingfest. Á yfirlitinu er að finna undirritun ákærða sem ætluð er sem staðfesting hans á samskipt um sem verjandinn hefur átt við hann eins og ritað hefur verið inn á skýrsluna. Þessi undirritun ákærða hefur enga þýðingu og leggur dómurinn ein kum til grundvallar fyrrnefnd viðmið. 482. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðar - saksóknari. 483. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: 484. Ákærði, Albert Logi Skúlason, sæti fangelsi í 60 daga en fres ta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 18. 24. nóvember 2022 ti l frádráttar refsingu. 485. Ákvörðun um refsingu ákærða Alexanders Arons Gilbertssonar skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun 106 refsingarinnar er jafnframt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til ákvörðunar refsingar kemur til frádráttar gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 20. 23. nóvember 2022. 486. Ákærði, Alexander Máni Björnsson, sæti fangel si í sex ár. Til frádráttar refs - ingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur setið í óslitið frá 18. nóvember 2022. 487. Ákærði, Arnór Kárason, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refs - ingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fulln - ustu dómsins kemur gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 19. 24. nóvem - ber 2022 til frádráttar refsingu. 488. Ákvörðun um refsingu ákærða Ástvalds Ýmis Stefánssonar skal fr estað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnframt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. 489. Ákvörðun um refsingu X skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnframt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57 . gr. almennra hegningarlaga. 490. Ákvörðun um refsingu ákærða Y skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnframt bun din skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. 491. Ákærði, Chibuzor Daníel Edeh, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á fullnustu refsing arinnar er jafnframt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar kemur til frádráttar gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 20. 23. nó vember 2022. 492. Ákvörðun um refsingu Cristovaos A. F. Da S. Martins skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnfram t bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til ákvörðunar refsingar kemur til frádráttar gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 19. 23. nóvember 2022. 107 493. Ákærði, David Gabríel S. Glascorsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Til fr ádrátt - ar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 18 . nóvember til 30 . nóvem ber 2022. 494. Ákærði, Einar Bjarki Einarsson, sæti fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar refs - ingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 22. nóvember til 1. desember 2022. 495. Ákærði, Emil Árni Guðmundsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar kemur til frádráttar gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 18 . 2 1 . nóvember 2022. 496. Ákærði, Fannar Ingi Ingvarsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 20. 23. nóvember 2022 koma til frádráttar refsingu . 497. Ákærði, Guido Javier Japke Varas, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fulln - ustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 21. 30. nóvember 2022 til frádráttar refsingu. 498. Ákvörðun um refsingu ákærða Halldórs Loga Sigurðssonar skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnfra mt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. 499. Ákærði, Halldór Rafn Bjarnason, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fulln - ustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 500. Ákærði, Helgi Þór Baldursson, sæti fangelsi í átta mánuði. Til frádráttar refs - ingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 22. 30. nóvember 2022. 501. Ákvörðun um refsingu ákærða Ingibergs Alex Elvarssonar skal frestað o g falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frestun á ákvörðun refsingarinnar er jafnframt bundin skilyrðum 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. 502. Ákæ rði, John Petur Vágseið, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms 108 þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal gæsluv arðhald það sem ákærði sætti frá 18 . 2 4 . nóvember 2022 koma til frádráttar refsingu. 503. Ákærði greiði 135.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í fjóra daga. 504. Ákærði John Petur sæti upptöku á hníf með 21 cm löngu hnífsblaði, kasthníf, og 0,68 g af kókaíni. 505. Ákærði, Matthias Gabriel S. Silva, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fulln - ustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 506. Ákærði, Mikael Alf Rodriguez Óttarsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegning arlaga. 507. Ákærði, Reynir Þór Hafdal Sigurjónsson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 508. Ákærði gr eiði 1.320.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 44 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dómsins að telja. 509. Ákærði, Róbert Sindri Berglindarson, sæti fangelsi í 30 daga en fres ta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal gæsluvarðhald það sem ákærði sætti frá 19 . 23. nóvem ber 2022 koma til frádráttar refsingu. 510. Ákærði greiði 40.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í fjóra daga. 511. Ákærði sæti upptöku á kasthníf og hníf með 13,5 cm löngu hnífsblaði. 512. Ákærði, Sigurgeir Sæberg Elísabetarson, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu dómsins kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 19. 24. nóvember 2022 til frádráttar. 513. Ákærði, Viktor Ingi Stolzenwald Árnason, sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóm s þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu skilorðsbundins hluta 109 dómsins kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 23. 28. nóvember 2022 til frádráttar. 514. Ákærðu Alexander Máni, David Gabríel, Einar Bjarki og Hel gi Þór greiði óskipt brotaþola A 2.000.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. nóvem ber 2022 til 21. apríl 2023 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 til greiðsludags. Einkaréttarkröfu á hendur öðrum ákærðu er vísað frá dómi. 515. Ákærðu Alexander Máni, David Gabríel, Einar Bjarki og Helgi Þór greiði óskipt brotaþola B 1.000.000 króna. Þar af greiði Y , Sigurgeir Sæberg og Viktor Ingi óskipt með ákærðu 400.000 kr ónur. Krafan ber vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. nóvember 2022 til 21. apríl 2023 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 til greiðsludags. Einkaréttarkröfu á hendur öðrum ákærðu er vísað frá dómi. 516. Ákærðu Albert Logi, Arnór, Y , Guido Javier og Matthias Gabriel greiði óskipt brotaþola C 400.000 krónur. Krafan ber vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. nóvember 2022 til 21. apríl 20 23 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 til greiðsludags. Einkaréttarkröfu á hendur öðrum ákærðu er vísað frá dómi. 517. Ákærði Albert Logi greiði 4.295.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns. 518. Ákærði Alexander Aron greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Atla Más Ingólfssonar lögmanns, 4.821.120 krónur. 519. Ákærði Alexander Máni greiði 2/3 málsvarnarlauna verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 7.834.320 króna, en 1/3 þess kostnaðar greiðist úr ríkissjóði, svo og í sömu hlutföllum aksturskostnað verjandans 70.500 krónur. Í sömu hlutföllum greiðist þóknun Björgvins Jónssonar lögmanns, 662.904 krónur, en 1/3 greiðist úr ríkissjóði. 520. Ákærði Arnór greiði málsva rnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns , 4.120.000 krón ur. 521. Ákærði Ástvald Ýmir greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Ragnarssonar lögmanns, 4.821.120 krónur. 522. Ákærði X greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsa r Jónssonar lögmanns, 4.218.480 krónur. 110 523. Ákærði Y greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðbjarna Eggertssonar lögmanns , 4.091.256 krón ur. 524. Ákærði Chibuzor greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 4.158.216 kr ónur. 525. Ákærði Cristovao greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Ágústssonar lögmanns, 5.393.628 krónur. 526. Ákærði David Gabríel greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 5.966.136 krónur. 527. Ákærði Einar Bjarki gr eiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Þórs Ólasonar lögmanns, 4.549.932 krónur. 528. Ákærði Emil Árni greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlu - sonar lögmanns, 3.856.896 krónur. 529. Ákærði Fannar Ingi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjan da síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 4.519.800 krónur, og þóknun Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns, 406.782 krónur. 530. Ákærði Guido Javier greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elimars Haukssonar lögmanns, 4.549.932 krónur. 531. Ákærði Halldór Logi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V. Thordersen lögmanns, 4.082.886 krónur. 532. Ákærði Halldór Rafn greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Heimis Lárussonar lögmanns, 4.685.526 krónur. 533. Ákærði Helgi Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Vil - hjálms Arnarssonar lögmanns, 5.303.232 krónur. 534. Ákærði Ingibergur Alex greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Karólínu Finnbjörnsdóttur lögmanns, 4.979.313 krónur. 535. Ákærði John Petur greiði málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Þórðar Más Jónssonar lögmanns, 5.484.024 krónur. 536. Ákærði Matthias Gabriel greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unn - steins Arnar Elvarssonar lögmanns, 4.584.000 krónur. 537. Ákærði Mikael Alf greiði málsvarnarlaun skipaðs verj anda síns, Birkis Más Árnasonar lögmanns, 3.555.576 krónur, og 1.054.620 króna þóknun Reynis Þórs Garðarssonar lögmanns. 538. Ákærði Reynir Þór greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 4.331.475 krónur, og þóknun Karls Gauta Hj altasonar lögmanns, 369.117 krónur. 539. Ákærði Róbert Sindri greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Rúnars M. Kristjánssonar lögmanns, 5.273.100 krónur. 111 540. Ákærði Sigurgeir Sæberg greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 4.790.988 krónur. 541. Ákærði Viktor Ingi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Ágústs Ólafssonar lögmanns, 5.303.232 krónur. 542. Ákærðu Alexander Máni, Y , David Gabríel, Einar Bjarki, Helgi Þór og Viktor Ingi greiði óskipt 1.807.920 króna þóknun Steinbergs Finn bogasonar, réttargæslumanns brotaþola A og brotaþola B . 543. Ákærðu Albert Logi, Y , Arnór, Guido og Matthias greiði óskipt 3/4 1.657.260 króna þóknunar Bjarna Hólmars Einarssonar, réttargæslumanns brotaþola C , en 1/4 þeirrar þóknunar gre iðist úr ríkis sjóði. 544. Ákærði Alexander Máni greiði 2/3 áfallins sakarkostnaðar vegna geðrann - sóknar dóm kvadds matsmanns, 638.000 króna, og matsgerðar sálfræðings, 300.000 króna, en 1/3 þess kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. 545. Ákærðu Alexander Máni, Y , David Gabríel, Einar Bjarki, Helgi Þór og Viktor Ingi greiði óskipt annan sakarkostnað 273.888 krónur . 546. Ákærðu Albert Logi, Arnór, Y , Guido Javier og Matthias Gabriel greiði óskipt sakarkostnað, 3/4 af 170.720 en 1/4 greiðist úr ríkissjóði. 547. Ákærðu allir gre iði óskipt 2.418.792 krónur í annan sakarkostnað. 548. Ákærði Albert Logi greiði 30.875 krónur í annan sakarkostnað. 549. Ákærði David Gabríel greiði 24.000 krónur í annan sakarkostnað vegna ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 29. nóvember 2023. 550. Ákærði Emil Árni greiði 361.584 krónur í annan sakarkostnað. 551. Ákærði John Petur greiði 7.750 krónur í annan sakarkostnað. 552. Ákærði Reynir Þór greiði 369.989 krónur í sakarkostnað vegna ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. september 2023. 553. Ákærði Róbert Sindri greiði 35.650 krónur í annan sakarkostnað vegna ákæru héraðssaksóknara frá 10. mars 2023 . 554. Ákærði Viktor Ingi greiði 160.537 krónur í sakarkostnað vegna ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 30. maí 2023. Sigríður Hjalt ested