Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. janúar 2025 Mál nr. S - 2559/2024 : Ákæruvaldið ( Íris Þóra Júlíusdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Hafstein i Rúnar i Hjaltas yni ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) (Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður einkaréttarkröfuhafa) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 20. janúar 2025 , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. október 2024, á hendur ákærða Hafsteini Rúnari Hjaltasyni, kt. 000000 - 0000 , , . Málið er höfðað á hendur ákærða fyrir hegningar - og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 30. október 2023, ekið vörubifreiðinni með tengivagninn suður Ásvelli í Hafnarfirði og beygt til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægjanlegrar aðgæslu inn á bifreiðastæði Ásvallalaugar að Ásvöllum 2 í Hafnarfirði, án þess að virða forgang hjólreiðamanna o g víkja greiðlega fyrir þeim þannig að bifreiðin hafnaði á A , kt. 000000 - 0000 , sem var hjólandi, svo hann féll og lenti undir hægra framhjóli bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á höfði og lést samstundis. Teljast brot þessi varða vi ð 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 20. gr., 1. og 7. mgr. 26. gr., 1. og 3. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 82. gr., sbr. 94. gr., umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostna ðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 Í ákæru eru teknar upp einkaréttarkröfur foreldra hins látna. B , kt. 000000 - 0000 , gerir þær kröfur að ákærði Hafsteinn Rúnar H jaltason , kt. 000000 - 0000 , verði dæmdur til að greiða henni kr. 10.000.000, - í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 30. október 2023 og þar til einn mánuður er liðinn frá því bótakrafan hefur verið birt honum, en með dráttarv öxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 , frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar að fjárhæð kr. 500.000, - auk virðisaukaskatts, ellegar að mati dómsins eða síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti ef til málsmeðferðar kemur fyrir dómi. C , kt. 000000 - 0000 , gerir þær kröfur að ákærði Hafsteinn Rúnar H jaltason , kt. 000000 - 0000 , verði dæmdur til að greiða honum kr. 10.000.000, - í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtrygging u nr. 38/2001 frá 30. október 2023 og þar til einn mánuður er liðinn frá því bótakrafan hefur verið birt honum, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Eins er gerð krafa um að ákærði grei ði honum kr. 943.832, - í útfararkostnað. Þá er krafist kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar að fjárhæð kr. 500.000, - auk virðisaukaskatts, ellegar að mati dómsins eða síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti ef til málsmeðferðar kemur fyrir dómi. Undir rekstri m álsins gerði ákæruvaldið þá breytingu á ákæru að í stað ljósmerkis komi stefnumerki og að brotið varði við 2. og 3. mgr. 33. gr. umferðarlaga í stað 1. og 3. mgr. 33. gr. laganna. Af hálfu ákærða var ekki gerð athugasemd við þessa breytingu. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en til vara, komi til sakfellingar, er þess krafist að ákvörðun um refsingu verði frestað og til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá er þess aðall ega krafist að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, til vara sýknu en til þrautavara að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakar - kostnaður verði lagður á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt tí ma - skýrslu. 3 II Málavextir. Skýrslur lögreglu. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var tilkynnt um umferðarslys kl. 17:10 mánudaginn 30. október 2023 á bifreiðastæði við Ásvelli 2 í Hafnarfirði. Í tilkynningunni kom fram að steypubifreið hefði verið ekið yfi r barn og það væri enn þá undir bifreiðinni. Lögreglu - menn komu á vettvang, syðst á bifreiðastæðinu við Ásvelli 2, um kl. 17:18 og þar var vörubifreiðin með tengivagninn og á vagninum var steyputunna. Lögreglu - og sjúkraflutningamönnum, sem komu fyrstir á vettvang, varð fljótlega ljóst að um banaslys væri að ræða. Undir vörubifreiðinni var reiðhjól og barn sem var hreyfingarlaust og höfuð þess var illa farið. Líkamsleifar voru um tvo til fjóra metra fyrir aftan tengivagninn og blóðslóð lá að hægri afturhjólbörðum hans. Barnið, sem var drengur, var tekið undan bifreiðinni kl. 18:35 og fært inn í sjúkrabifreið en síðan í líkhúsið við Barónsstíg. Drengurinn hafði verið með sn jallúr á hendi og það var notað til að finna upplýsingar um foreldra hans. Rannsóknarlögreglumaður og prestur fóru að heimili drengsins og tilkynntu foreldrum hans um andlát sonar þeirra. Í skýrslu tæknideildar lögreglu segir að gatan Ásvellir sé malbikuð og liggi til suðurs frá Tjarnartorgi (hringtorg) meðfram bifreiðastæði við sundlaugina að Ásvöllum 2. Samhliða götunni sé malbikaður göngustígur (gangstétt) en kantsteinn og grasbali skilji á milli götu og gangstígs. Tvær innakstursleiðir séu að bifreiðas tæðinu við sundlaugina, sú fyrri til móts við mannvirki sundlaugarinnar en hin talsvert sunnar en bifreiðastæðið sem nái talsvert suður fyrir sundlaugina. Þegar beygt sé inn innkeyrsluna að bifreiða - stæðinu skeri hún gangstíginn, sem ekki sé merktur sem ga ngbraut né afmarkaður á neinn hátt, frá götunni, og endi gangstígurinn við innkeyrsluna en haldi svo áfram handan hennar, þ.e. sunnan við innkeyrsluna. Ummerki á vettvangi bentu til þess að vörubifreiðinni hafi verið ekið suður Ásvelli og beygt til hægri inn syðri innkeyrsluna að bifreiðastæðinu við Ásvelli 2 sem sker göngu - stíginn. Barnið hafi hjólað suður gangstíginn meðfram Ásvöllum, þ.e. samhliða vöru - bifreiðinni, og verið á leið yfir innkeyrsluna að bifreiðastæðinu þegar hægra framhorn bifreiðarinna r hafi lent á barninu og reiðhjólinu. Við það hafi barnið fallið í götuna og hægra framhjól bifreiðarinnar farið yfir höfuð barnsins og bifreiðinni verið ekið áfram 4 stuttan spöl eftir það. Bifreiðinni hafi síðan verið bakkað aðeins og loks ekið aðeins aftu r áfram en síðan stöðvuð. Útsýni úr vörubifreiðinni var skoðað sérstaklega á vettvangi. Ekkert benti til þess að útsýni ökumanns hafi verið skert á einhvern hátt. Fjórir speglar voru á hægri hlið bifreiðarinnar og þar af einn framan við framhorn bifrei ðarinnar sem gaf mjög vítt sjónsvið niður með framhlið bifreiðarinnar og hægra framhorni hennar. Ofan við hliðar - rúðu var einn spegill með vítt sjónsvið niður með hægri hlið bifreiðarinnar og meðfram hægra framhorni hennar. Tveir baksýnisspeglar voru á hæg ri hliðarhurð. Efri spegillinn var með meðalvítt sjónsvið og gaf gott útsýni aftur með ökutækinu og tengivagninum allt að hægra afturhorni hans. Neðri spegillinn var með vítt sjónsvið og gaf einnig gott útsýni aftur með ökutækjunum sem og umhverfi til hægr i út frá vörubifreiðinni. Veður á vettvangi var ágætt, þ.e. lítill vindur og þurrt. Albjart en hálfskýjað, lítil sól og útsýni með tilliti til veðurs og birtu því með besta móti. Hiti um 4° og vindur 3 m/s. Mesti vindur 4 m/s og mesta hviða 6 m/s. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni vettvangsins sýna aðdraganda slyssins og slysið. Á upptöku úr eftirlitsmyndavél á byggingaskúr verktakafyrirtækisins Bygg sést hvar vörubifreið ákærða og hvít bifreið eru stöðvaðar hlið við hlið kl. 17:06,42 og k l. 17:06,58 sést hvar drengurinn kemur hjólandi á göngustígnum/reiðhjólastígnum. Hvítu bifreiðinni er bakkað kl. 17:07,08 en vörubifreið ákærða er ekið áfram og drengurinn hjólar í átt að henni. Bifreið ákærða er stöðvuð kl. 17:07,20 eftir að hafa verið ek ið áfram og drengurinn staðnæmist á stígnum og á þá eftir nokkurn spöl að bifreiðinni sem er bakkað kl. 17:07,22. Drengurinn heldur áfram hjólandi kl. 17:07,27 og kl. 17:07,40 ekur ákærði áfram og þá er drengurinn hægra megin við bifreið ákærða. Hann beyg ir til hægri kl. 17:07,42 án þess að gefa stefnumerki og drengurinn hjólar út á innkeyrsluna að bifreiðastæðinu. Hann er kominn út á innkeyrsluna kl. 17:07,44 og hjólar til hægri og þá er ákærði einnig að taka hægri beygju. Hægra framhorn bifreiðar ákærða lendir á reið - hjólinu og drengnum kl. 17:07,45 og lendir hann og hjólið undir bifreiðinni. Hún sést lyftast upp við hægra framhjólið kl. 17:07,46 en þá hefur bifreiðin farið yfir drenginn. Bifreiðin er stöðvuð kl. 17:07,54 og er bakkað en þá er drengurinn undir henni. Bifreiðinni er ekið aðeins áfram kl. 17:08,07 en stöðvuð kl. 17:08,26. Ákærði er kominn 5 út úr bifreiðinni kl. 17:08,32 og gengur aftur fyrir hana og síðan fram með hægri hlið hennar. Sama atburðarás sést á upptöku úr eftirlitsmyndavél sem var við Ásvallalaug. Daginn eftir slysið sviðsetti lögregla það. Við sviðsetninguna var notuð sama vörubifreið og ákærði ók þegar slysið varð. Þá var athugað hvort eitthvað óeðlilegt eða óvenjulegt kæmi fram við stjórn bifreiðarinnar þegar ekin var sama leið og beygt inn á bifreiða - stæðið með líkum hætti og sést á upptökum þegar slysið varð. Þá var einnig skoðað hvað sást úr speglum bifreiðarinnar og útsýni gegnum framrúðu hennar og hliðarrúðu hægra megin. Loks var athugað hvort stefnuljós bifreiðarinnar væru greinileg í upptöku sömu eftirlitsmyndavélar og upptakan af slysinu er úr, þ.e. eftirlitsmyndavélinni á skúr Bygg. Sviðsetningin fór þannig fram að bifreiðinni var ekið svipaða leið og með svipuðum hætti eins og þegar slysið varð með hliðsjón af því sem sést á upptökunni úr eftirlits - myndavélinni hjá Bygg. Niðurstaðan var sú að bifreiðin, sem ákærði ók, virkaði eðlilega við akstur á vettvangi og þ.m.t. í beygjunni inn á bifreiðastæðið. Staða spegla á bifreiðinni var óbreytt frá því að hún var skoðuð við v ettvangsrannsókn þegar slysið varð og eins og ljósmyndir frá vettvangi sýndu. Spegill út frá hægra framhorni bifreiðarinnar gaf gott útsýni niður með nánast allri framhlið hennar og aðeins meðfram hægra framhorni út að hægri hlið bifreiðarinnar sem og tals verða vegalengd fram fyrir hana. Var sjónsviðið prófað frekar með því að láta manneskju standa upp við hægra framhorn og síðan um einn metra út frá framhorninu. Gangstígur til hægri samhliða Ásvöllum sást ekki í þessum spegli heldur aðeins kantsteinn og me irihluti grasflatar að göngustígnum miðað við venjulega setu ökumanns í ökumannssætinu. Spegill ofan við hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar gaf gott útsýni niður með hægri hlið hennar allt frá aftari hluta hægri afturbrettakants og að hægra framhorni. Gangstí gurinn sást ekki heldur í þessum spegli heldur aðeins kantsteinn og lítill hluti grasflatar miðað við venjulega setu ökumanns í ökumannssæti. Hliðarspeglar gáfu gott útsýni yfir gangstíginn til norðurs alla leið að Tjarnartorgi. Vegfarandi á miðjum göngust ígnum, breiddarlega séð, var sýnilegur í hliðarspeglum allt þar til hann var því sem næst samsíða hægra afturhorni á ökumanns - húsi vörubifreiðarinnar. 6 Útsýni út um hliðar - og framrúðu vörubifreiðarinnar var eðlilegt miðað við hönnun hennar og aðeins min niháttar óhreinindi á rúðum sem trufluðu ekki útsýni. Ekkert var á rúðum eða fyrir þeim sem truflaði útsýni. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu ók ákærði af stað suður Ásvelli kl. 17:08,08 og byrjar svo að beygja inn á bifreiðastæðið kl. 17:08,42. Með hliðsjón af því er talið að barnið hafi átt að vera sýnilegt ökumanni í hliðarspeglum í u.þ.b. 34 sekúndur áður en hann beygði inn á bifreiðastæðið. Þó geti verið að barnið hafi horfið úr sjónsviði spegla uns það hafi birst aftur í sjónsviði niðurvísandi spegla í a.m.k. tvær sekúndur áður en slysið varð. Barnið geti hafa horfið úr sjónsviði allra spegla í tvær til þrjár sekúndur fyrir slysið en með tilfæringum hefði ökumaður átt þess kost að sjá beint niður á göngustíginn þar sem barnið var staðsett rétt á ður en slysið varð. Ökumaður hafi einnig átt þess kost, a.m.k. með minniháttar tilfæringum, að sjá barnið út um hægri hliðarrúðu þar sem göngu - stígurinn sé í nokkurri fjarlægð frá akbrautinni og grasbali ásamt kantsteini skilji að götu og gangstíg. Uppt aka úr eftirlitsmyndavél Bygg benti til þess að ökumaður hefði ekki gefið stefnuljós þegar hann beygði af Ásvöllum inn á bifreiðastæðið. Við prófun þegar atvikið var sviðsett sáust stefnuljós bifreiðarinnar greinilega á upptöku úr sömu eftirlitsmyndavél. I nnbyggt stefnuljós í hægra framljósi og stefnuljós neðarlega á hægri hlið bifreiðarinnar sáust blikka með eðlilegum hætti á upptöku. Af því var dregin sú ályktun að stefnumerki hefði ekki verið gefið þegar slysið varð. Í samantekt í skýrslu tæknideildar lögreglu segir að gögn málsins bendi til þess að vöru - bifreiðinni með tengivagninn hafi verið ekið suður Ásvelli á hægri akrein á lítilli ferð og beygt til hægri inn syðri innkeyrsluna að bifreiðastæði við Ásvallalaug án þess að stefnuljós eða önnu r merki um stefnubreytingu hafi verið gefin. Bifreiðinni hafi verið ekið inn í beygjuna og viðstöðulaust áfram inn á bifreiðastæðið en bifreiðin verið stöðvuð þegar hún og tengivagninn hafi verið komin nokkurn spöl inn á bifreiðastæðið. Í beygjunni hafi bi freiðinni verið ekið á barn á reiðhjóli sem hafi hjólað á gangstíg til suðurs meðfram Ásvöllum vestan við akbrautina. Barnið hafi komið inn á innkeyrsluna að bifreiðastæðinu um svipað leyti og bifreiðinni hafi verið beygt þar inn en göngu - stígurinn þveri i nnkeyrsluna. Barnið hafi skyndilega sveigt til hægri og hjólað til vesturs 7 inn innkeyrsluna og þá hugsanlega til að reyna að forða árekstri. En hraði bifreiðarinnar hafi verið talsvert meiri en hraði reiðhjólsins og því hafi hægra framhorn bifreiðarinnar l ent á barninu um þremur metrum til vesturs miðað við miðju göngustígsins. Þá hafi barnið og reiðhjólið fallið í götuna og hægra framhjól bifreiðarinnar farið yfir höfuð barnsins með þeim afleiðingum að það hafi látist samstundis. Ökumaður vörubifreiða rinnar, ákærði í máli þessu, stóð fyrir utan og sunnan við bifreiðina þegar lögreglumenn komu á vettvang. Hann var færður inn í sjúkrabifreið og fluttur á bráðamóttöku Landspítalans - Háskólasjúkrahúss (LSH). Hann blés í áfengismæli sem sýndi 0,00 og honum var dregið blóð á LSH til rannsóknar. Hann gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atviksins. Hann kvaðst hafa verið að aka Ásvelli til suðurs að vinnu - svæði en þar hafi hann hitt fyrir karlmenn sem hafi tjáð ákærða að hann væri á röngum stað. Hann hafi þá ekið vörubifreiðinni aftur á bak stutta vegalengd eða líklega um 50 metra en síðan beygt til hægri inn á bifreiðastæði við Ásvelli 2. Ákærði kvaðst hafa litið í baksýnisspegil bifreiðarinnar og ekki séð neinn nálægt henni. Hann kvaðst síðan hafa heyrt smell og farið að hugsa á hverju hann hefði lent en ekki stöðvað bifreiðina alveg strax. Hann hafi þá litið í baksýnisspegil bifreiðarinnar og farið að rýna í kringum sig. Hann hafi þá séð blóðslóð og þá gert sér grein fyrir að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Hann hafi þá stöðvað bifreiðina og hringt á Neyðarlínuna. Ákærði kvaðst aldrei hafa séð drenginn áður en slysið varð. Hann kvaðst hafa verið að taka af stað á fulllestaðri bifreið og því hafi ökuhraðinn líklega verið 5 - 10 km/klst. og hann hafi nýlega verið búi nn að taka vinkilbeygju. Bifreiðin . Í kjölfar slyssins var vörubifreiðin , sem ákærði ók, tekin til sérstakrar skoðunar. Samkvæmt skýrslu um skoðunina var bifreiðin í góðu ástandi og engar bersýnilegar skemmdir á henni. Engar athugasemdir voru ger ðar við stýrisbúnað né burðarvirki. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru með heilsársmynstri og voru lítið slitnir eða óslitnir. Ástand þeirra var því almennt gott. Aksturshemlar voru í lagi en stöðuhemill virkaði lítið á vinstra hjóli á ás þrjú. Eftirvagninn, m eð skráningarnúmerið , var einnig skoðaður. Hann var einnig í góðu ástandi og engar athugasemdir gerðar við stýrisbúnað, burðarvirki eða hjólabúnað. Hemlun var einnig í lagi. Samkvæmt ljósmyndum lögreglu frá vettvangi 8 var ákoma, sem virtist ný, á bita n eðan við framstuðara á hægra framhorni bifreiðarinnar. Ákomur þar fyrir ofan, þ. á m. fyrir ofan framljós, virtust eldri. Réttarkrufning. Réttarkrufning fór fram á líki hins látna daginn eftir slysið. Hann var 136 cm á hæð og 28 kg. Höfuðið var krami ð saman í hliðarlegu og höfuð - og andlitsbein mölbrotin. Stórt og gapandi sár var frá vinstri hluta ennisins, niður fyrir hægra auga og aftur upp á hvirfil. Sárbotninn beraði tóma höfuðkúpuna fyrir utan 10 - 15 ml af vef sem líklegast var úr litla heilanum. Neðri kjálkinn var klofinn í miðju og brotið opið. Nokkrar tennur voru lausar og á flestum líkamspörtum voru skrámur, svo sem á hálsi, brjósti, handleggjum, fótleggjum og baki. Í niðurstöðu skýrslu um réttarkrufninguna segir að útlit áverkanna bendi sterkl ega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft af stærra taginu sem einkum hafi verkað beggja vegna á höfuðið, sem hafi kramist, en því hafi einnig fylgt vindingur eða trosnun á öðrum hlutum líkamans, einkum hálsi og hrygg. Áverkarnir samræmist fyl lilega því að líkaminn hafi lent undir stóru ökutæki eins og gögn lögreglu bendi til. Dánarorsök hafi verið höfuðáverkinn sem hafi verið afleiðing slyss. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði kvaðst hafa verið að koma í fyrsta skipti að vinnusvæðinu á Ásvöllum með steypu en hann hefði komið að íþróttahúsi Hauka fyrir um 10 árum. Honum hafi því verið kunnugt um íþróttasvæðið og sundlaugina í nágrenninu. Þegar hann hafi verið kominn á svæð ið hafi hann ekki vitað nákvæmlega hvert hann hafi átt að koma og því stöðvað bifreiðina við syðri innkeyrsluna á bifreiðastæðið. Þá hafi komið til hans maðurinn sem hafi átt von á ákærða og sagt honum að hann væri á röngum stað. Þegar þeir hafi verið að r æða saman hafi ákærði líklega séð fullorðinn mann á göngustígnum. Ákærði kvaðst síðan hafa ætlað að aka bifreiðinni inn á bifreiðastæðið til að snúa henni við og komast síðan á áfangastað. Hann hafi þá bakkað tvær til þrjár bíllengdir norður fyrir innkeyrs luna inn á bifreiðastæðið en síðan ekið áfram og inn á bifreiðastæðið. Ákærði kvaðst hafa verið með athyglina við að bakka bifreiðinni og hann hafi bæði litið í spegla bif - reiðarinnar og út um hliðarrúðu hennar en ekki séð neina manneskju nálægt. Ákærði sa gði að það væri takmarkað útsýni út frá hægri hlið vörubifreiðarinnar og það hafi komið 9 talið sig hafa gætt eðlilegrar varúðar og hann hafi ekki séð drenginn sem lenti fyrir bifreiðinni. Þá tók ákærði fram að það hefði ekki verið sebrabraut yfir innkeyrsluna að bifreiðastæðinu. Ákærði taldi að það hefðu liðið um fjórar sekúndur frá því að hann ók bifreiðinni áfram og þar til hún lenti á drengnum en ákærði hafi all s ekki átt von á gangandi börnum þar sem slysið varð. Ákærði kvaðst hefði talið að hann hefði gengið tryggilega úr skugga um að enginn hefði verið nálægt bifreiðinni þegar hann hefði ekið áfram og inn á bifreiðastæðið. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann he fði gefið stefnuljós þegar hann beygði inn á bifreiðastæðið. Ákærði gerði athugasemdir við sviðsetningu lögreglu af atvikinu. Af upptöku af svið - setningunni megi ráða að við hana hafi vöru bifreiðin verið lengra frá götukantinum en þegar ákærði hafi ekið bifreiðinni áfram. Því hafi ekki sést sama svæðið úr speglum bifreiðarinnar. Ákærði kvaðst hafa stundað bifreiðaakstur í um 40 ár og hann hafi aldrei valdið slysi á öðrum. Vitnið, D , kvaðst hafa átt von á steypubifreið en hún hefði komið seinna en búist var við. Þegar vitnið hafi séð bifreiðina koma hafi það séð að hún væri á röngum stað. Vitnið hafi því farið á sendibifreið sinni og tjáð ökumanni steypubifreiðarinnar að hann þyrfti að snúa við og síðan leiðbeint honum rétta leið. Það hafi verið erfitt f yrir ökumanninn að snúa bifreiðinni við og því hafi hann ætlað inn á bifreiðastæðið í þeim tilgangi. Steypu - bifreiðinni hafi verið bakkað en síðan verið ekið inn á bifreiðastæðið og verið stöðvuð þar. Vitnið kvaðst ekki hafa séð drenginn sem lenti fyrir bi freiðinni og engan á göngu - stígnum. Vitnið sagði að ekkert hefði verið athugavert við ökumann steypubifreiðarinnar. Vettvangur hafi verið nálægt Haukasvæðinu þar sem oft væru mörg börn. Vitnið, lögreglumaður nr. , kvaðst hafa verið einn af þeim fyrstu á vettvang en tilkynnt hafi verið um það að ekið hafi verið á barn. Vitnið sagði að barnið hefði verið hreyfingarlaust og með opið sár á höfði og því strax verið ljóst að um banaslys væri að ræða. Svæðinu hafi því verið lokað af til að tryggja vettvang. S tarfsmenn tæknideildar og rannsakari hafi síðan komið á vettvang. Vitnið sagði að það hafi vantað upp á merkingar á vinnusvæðinu sem hafi verið opið og börn að koma að og frá íþróttahúsinu. Merkingar á svæðinu hafi ekki verið áberandi en líklega hafi verið bætt úr því eftir slysið. Veður hafi verið gott og akstursskilyrði góð. Vitnið staðfesti frumskýrslu lögreglu. 10 Vitnið, lögreglumaður nr. , kvaðst hafa verið með þeim fyrstu á vettvang og það hafi strax verið ljóst að um banaslys væri að ræða. Ákærði hafi verið fyrir utan bifreiðina en farið hafi verið með hann inn í sjúkrabifreið og síðan á bráðamóttöku LSH. Hann hafi verið rólegur og yfirvegaður. Hann hafi lýst því að hann hafi litið í baksýnisspegla áður en slysið varð. Vitnið, lögreglumaður nr. [ , kvaðst hafa farið á vettvang til rannsóknar og síðan annast vinnslu málsins. Það hafi verið ljóst frá upphafi að um banaslys hafi verið að ræða og hafi ákærði verið í áfalli. Þegar vitnið hafi komið á vettvang hafi verið farið að rökkva en mörg börn ha fi verið í nágrenninu. Merkingar á vettvangi hafi ekki verið til fyrirmyndar. Vitnið sagði að atvikið sæist vel á upptökum úr öryggismyndavélum í nágrenninu sem eru meðal rannsóknargagna málsins. Vitnið staðfesti skýrslu sína. Vitnið, lögreglumaður nr. , kvaðst hafa unnið að vettvangs - og framhaldsrannsókn málsins. Þegar slysið varð hafi veður verið gott, bjart og þurrt og því hafi skyggni verið gott. Það hafi verið lítil ákoma á hægra framhorni bifreiðarinnar en ekki sé víst að það hafi verið eftir u mrætt slys. Vitnið sagði að upptökur af atvikinu væru í samræmi við önnur rannsóknargögn málsins. Ekkert hafi komið fram um bilun í bifreið ákærða sem hafi getað haft áhrif á slysið. Þá hafi útsýni úr bifreiðinni ekki verið skert og gler og speglar verið í lagi. Sviðsetning atviksins hafi bent til þess að ákærði hefði átt að sjá drenginn í hliðarspeglum sem vísa niður og fram fyrir ökutækið. Þá hafi allur göngu - stígurinn sést úr speglum bifreiðarinnar. Drengurinn hafi átt að vera ákærða sýnilegur í þrjár ti l fjórar sekúndur áður en bifreiðin hafi lent á drengnum. Þá hafi ákærði einnig átt að geta séð drenginn út um hliðarrúðu bifreiðarinnar. Vitnið staðfesti skýrslu sína. IV Niðurstaða. Ákærða eru gefin að sök hegningar - og umferðarlagabrot með því að aka v örubifreið án nægilegrar aðgæslu á dreng á reiðhjóli með þeim afleiðingum að hann lenti undir framhjóli bifreiðarinnar og lést samstundis. Ákærði neitar sök og byggir á því að hann hafi gætt eðlilegrar varúðar og slysið verði því ekki rakið til gáleysis hans. Hefur hann borið því við að hann hafi ekki séð hinn látna 11 í aðdraganda slyssins þrátt fyrir að hafa gætt ýtrustu varúðar. Þrátt fyrir þ að hafi ákærði ekið á reiðhjólið og drenginn með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Á upptöku úr eftirlitsmyndavél í nágrenni vettvangsins sést slysið og aðdragandinn að því. Þar sést að ákærði stöðvar vörubifreiðina sem hann ók, eftir að hafa bakkað henni, á götunni við hlið gangstígsins sem drengurinn hjólar eftir. Þegar bifreiðinni er ekið aftur af stað hjólar drengurinn á gangstígnum við hægri hlið bifreiðarinnar. Bæði bifreiðin og drengurinn eiga þá skammt eftir að innkeyrslunni að bifreiðastæðin u við Ásvelli 2. Bifreiðinni er síðan beygt inn innkeyrsluna og ekið viðstöðulaust áfram án þess að ákærði gefi stefnumerki. Í sama mund hjólar drengurinn út á innkeyrsluna og beygir til hægri eins og hann sé að reyna að komast hjá því að bifreiðin lendi á honum. Þrátt fyrir það lendir bifreiðin á hjóli drengsins og honum með þeim afleiðingum að drengurinn fellur í götuna og bifreiðinni er ekið yfir hann og hann lætur lífið samstundis. Þetta er í samræmi við skýrslur lögreglu um slysið og önnur rannsóknargö gn málsins. Í ákæru, eftir smávægilega breytingu á henni, er brot ákærða heimfært undir 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem segir að ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns varði það sektum eða fangelsi allt að sex árum. Þá er brotið heimfært undir 2. mgr. 20. gr., 1. og 7. mgr. 26. gr., 2. og 3. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 94. gr. laganna. Í 2. mgr. 20. gr. laganna segir að áður en ökumaður aki af stað frá vegarbrún, skipti um akrein eða aki á annan hátt til hliðar skuli hann ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra. Í 1. og 7. mgr. 26. gr. kemur fram að ökumaður skuli hafa sérstaka aðgát við vegamót og þegar hann ætli að beygja á vegamótum beri honum að veita forgang þeirri umferð sem á móti komi svo og gangandi vegfarendum, hjólreiðamönnum og ökumönnum á léttu bifhjóli í flokki I, sem fara þvert yfir þá akbraut sem hann ætlar að fara á. Sama á við um akstur yfir eða af akbraut þar sem eigi eru vegamót. Í 2. mgr. 33. g r. segir að ökumaður skuli með góðum fyrirvara veita öðrum vegfarendum leiðbeiningar um breytingu á fyrirhugaðri aksturs - stefnu sinni. Leiðbeiningar séu veittar með því að gefa stefnumerki með stefnuljósi á vélknúnu ökutæki en annars með því að rétta út hö nd. Síðan kemur fram í 3. mgr. 33. gr. við hvaða aðstæður ökumaður skuli gefa stefnumerki en það skal hann m.a. gera þegar hann beygir á vegamótum. Í 1. mgr. 82. gr. kemur fram að ökumenn stærri ökutækja skuli sýna sérstaka varúð í umferðinni með tilliti t il stærðar og þyngdar ökutækisins og skuli 12 víkja greiðlega fyrir öðrum og nema staðar ef þörf krefur. Ökumaður skal sérstaklega gæta að umferð reiðhjóla og bifhjóla. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins og fyrrgreindri myndbandsupptöku af slysinu var veður g ott, þurrt og bjart, og ekkert sem hindraði útsýni ákærða úr bifreiðinni þegar slysið varð. Af upptökunni má ráða að ákærði hefði getað séð drenginn út um hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar þegar hann hjólar við hlið bifreiðarinnar eftir göngustígnum. Þá var bifreiðin vel búin speglum en það voru fjórir speglar á hægra framhorni hennar. Tæknideild lögreglu sviðsetti atvikið og í skýrslu þar um kemur fram að drengurinn hafi átt að vera sýnilegur ákærða í hliðarspeglum í u.þ.b. 34 sekúndur áður en hann beygði in n á bifreiðastæðið. Þó sé ekki útilokað að drengurinn hafi horfið úr sjónsviði spegla í tvær til þrjár sekúndur fyrir slysið en hafi síðan birst aftur í a.m.k. tvær sekúndur áður en slysið varð í sjónsviði niðurvísandi spegla. Ákærði telur að þegar atvikið var sviðsett af lögreglu hafi vöru bifreiðin verið lengra frá götukantinum en þegar slysið varð og sjónar - hornið úr speglum bifreiðarinnar hafi því ekki verið það sama í bæði skiptin. Jafnvel þó svo hafi verið getur það ekki breytt því að ákærði hafi átt a ð geta séð hinn látna áður en bifreiðin lenti á honum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að það væri takmarkað útsýni út úr framburður ákærða staðfestir að það var e nn meiri ástæða fyrir hann en ella að gæta sérstaklega að umferð hægra megin við bifreiðina áður en hann beygði inn á bifreiða - stæðið þar sem göngustígur var beggja megin við innkeyrsluna. Af ofanrituðu má ráða að ákærði hefði með þeirri aðgæslu sem honum bar að sýna getað séð drenginn áður en bifreiðin lenti á honum. Hvað það varðar verður einnig að hafa í huga að ákærði var á vörubifreið og á ökumönnum slíkra bifreiða hvílir sérstök skylda um að sýna ýtrustu varkárni og þá ekki síst þegar breyta skal um s tefnu, hvað þá þegar von getur verið á gangandi eða hjólandi umferð, en ákærða var kunnugt um að í næsta nágrenni væri sundlaug og íþróttamiðstöð. Dómurinn telur því hægt að fullyrða, sérstaklega með vísan til þess sem sjá má á fyrrgreindri myndbandsupptök u, að ákærði hafi ekið ógætilega og ekki gætt að því að ganga úr skugga um að hann gæti ekið inn á bifreiðastæðið án hættu fyrir gangandi eða hjólandi umferð. Hefði ákærði gætt betur að slíkri umferð og ekið vörubifreiðinni í samræmi við þau ákvæði umferða rlaga sem rakin eru hér að framan, og brot hans er heimfært undir í ákæru, hefði hann átt að sjá hinn látna þar sem hann hjólaði eftir stígnum og ætlaði yfir akbrautina inn á bifreiðastæðið. Er það niðurstaða dómsins 13 að um hafi verið að ræða stórfellt gále ysi af hálfu ákærða sem leiddi til þess að hann ók vörubifreiðinni á drenginn með þeim afleiðingum að hann lést. Tekið skal fram vegna varna ákærða að það getur engu breytt um háttsemi hans þó að varúðarmerkingum eða öðrum merkingum á svæðinu hafi hugsanle ga verið ábótavant. Samkvæmt niðurstöðu réttarkrufningar lést drengurinn af höfuðáverkum sem hann hlaut þegar bifreiðinni var ekið á hann og yfir hann. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins er ákærði sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök í ákæru og þar er rétt heimfært til refsiákvæða eftir þá breytingu sem gerð var á ákæru málsins undir rekstri þess, sbr. framanritað. Ákærði, sem er fæddur árið , á sér ekki sakaferil. Við ákvörðun refsingar verður litið ti l þess hve alvarlegar afleiðingar hlutust af aðgæsluleysi hans. Hins vegar má fullyrða að slysið hafi haft veruleg áhrif á andlega líðan ákærða til hins verra eins og hann lýsti sjálfur fyrir dómi. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og með vísan til 77. gr. alm ennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 verður ákærði sviptur ökurétti í sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Í málinu gera foreldrar hins látna þá kröfu að ákærði greiði hvoru þeirra 10.000.000 króna í miskabætur auk vaxta, dráttarvaxta og lögmannskostnaðar samkvæmt málskostnaðar - yfirliti. Faðir hins látna krefst þess einnig að ákærða verði gert að greiða sér 943.832 krónur vegna útfararkostnaðar. Kröfur þeirra eru reistar á 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en samkvæmt henni má g era þeim sem veldur dauða annars manns af ásetningi eða stórfelldu gáleysi að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákærði hafi ekki sinnt lögboðnum varúðarskyldum í umrætt sinn og með akstri sínum sýnt af sér stórfellt gáleysi sem hafi valdið dauða hins látna sem var ungt barn bótakrefjenda. Samkvæmt því eru að mati dómsins uppfyllt skilyrði 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga fyrir því að ákærða verði gert að greiða foreldrum hins látna miskabætur. Þykja bæt urnar hæfilega ákveðnar 4.000.000 14 króna til hvors þeirra eða samtals 8.000.000 króna með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafsdagur dráttarvaxta tekur mið af því að ekki verður séð að bóta - kröfurnar hafi verið birtar fyrir ákærða fyrr en við bir tingu ákæru. Þá skal ákærði greiða föður hins látna útfararkostnað að fjárhæð 943.832 krónur. Loks skal ákærði greiða hvorum bótakrefjanda um sig 750.000 krónur í málskostnað eða samtals 1.500.000 krónur. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvar narlaun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tíma - skýrslu verjandans og umfangi málsins, 945.810 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað að fjárhæð 827.251 krónu. A f hálfu ákæruvaldsins flutti málið Íris Þóra Júlíusdóttir aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, Hafsteinn Rúnar Hjaltason, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð i er sviptur ökurétti í sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði B og C hvoru um sig 4.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. október 2023 til 25. nóvember 2024 en með dráttarvö xtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laganna, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C auk þess 943.832 krónur og honum og B hvoru um sig 750.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda s íns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 945.810 krónur, og annan sakarkostnað, 827.251 krónu r . Ingi Tryggvason