Héraðsdómur Austurlands Dómur 2 2 . apríl 2024 Mál nr. S - 172/2023 : Héraðssaksóknari (Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari) (Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður og réttargæslumaður) g egn X ( Eva Dís Pálmadóttir lögmaður ) Dómur. I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 1. mars 2024, er höfðað með ákæruskjali h éraðssaksóknara, útgefnu 12. október 2023, á hendur X , kennitala , : fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2022, á heimili ákærða að , eftir að hann og A , kt. hófu samfarir með vilja beggja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung er hann hafði við hana, án hennar samþykkis samræði og önn ur kynferðismök, en ákærði stakk fingrum inn í leggöng hennar, þrátt fyr i r að hún reyndi að ýta höndum hans frá, þvingaði hana til munnmaka og hafði við hana samræði. Á meðan á þessu stóð kleip ákærði A víðs vegar um líkamann, reif í hár hennar, sló hana í andlitið, hellti yfir hana vökva, tók hana kverkataki og hélt áfram háttsemi sinni þrátt fyrir að hún segði við hann að henni þætti þetta vont og að hún gæti ekki meira. Af þessu hlaut A marbletti á brjóstum, bringu, handleggjum, mjöðmum, nára og fótum, b ólgu á hnakka, háræðaslit ofan við viðbein báðum megin og rifu við leggangaop. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar - 2. Af h álfu tilnefnds réttargæslumanns og síðar skipaðs réttargæslumanns brota - þola, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, var við rannsókn málsins hjá lögreglu lögð fram svohljóðandi einkaréttarkrafa, dags. 20. desember 2022 : 2 Af hálfu A , kt. , er gerð sú krafa á hendur ákærða X dæmdur til að greiða brotaþola bætur að fjárhæð kr. 3.500.000, - auk vaxta frá því að bótakrafa þessi er kynnt sakborningi, en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til grei ðsludags. Krafist er þóknunar til handa réttargæslumanni, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, samkvæmt mati réttar ins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnðarreikningi, að viðbættum virðisauka Einkaréttarkrafan var birt ákærða 2 4. janúar 2023. Varðandi umkrafða þóknun hefur hinn skipaði réttargæslumaður vísað til framlagðs málskostnaðarreiknings til hlið - sjónar, en einnig hefur hann vísað til gagna um ferðakostnað. 3. Fyrir dómi hefur ákærði neitað refsiverðri sök og hafnað ein karéttarkröfu brotaþola. Skipaður verjandi, Eva Dís Pálmadóttir lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða, aðallega að hann verði sýknaður af refsikröfu ákæruvalds og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst verjandinn þess að ákærði verði d æmdur til vægustu refs - ingar sem lög leyfa og einnig að einkaréttarkrafan verði lækkuð verulega. Þá krefst verj - andinn þess að krafa réttargæslumanns samkvæmt málskostnaðarreikningi um þóknun verði lækkuð að nokkru, m.a. með vísan til þess að þar sé, í sam eiginlegum í málskostn - aðarreikningi réttargæslumanna, tilgreindur nær hinn sami tímafjöldi og verjandinn tiltekur í eigin málskostnaðarreikningi. Loks krefst verjandinn hæfilegra málsvarnarlauna og fer fram á að þar um verði litið til nefnds málskostnaða rreiknings, en einnig útlagðs ferðakostnaðar. -------------------- 3 VI . 1. Í máli þessu er ákærða gefið að sök í ákæru héraðssaksóknara kynferðisbrot , nauðgun, gegn brotaþola, A , með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2022, á heimili sínu og eftir að hafa með vilja beggja hafið samfarir , beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, e ins og nánar er lýst í ákæruskjali. 2. Af hálfu ákæruvalds er saksóknin byggð á rannsóknar gögnum lögreglu og þá ekki síst á frásögn brotaþola við alla meðferð málsins , en einnig fyrir dómi, sem meta verði trúverðuga . Af hálfu ákæruvalds er einnig byggt á framburði vitn a , þ. á m. staðfestum skýrslum sérfróðra vitna vitna og öðrum rannsóknrgögnum . Ákærði hefur neitað sök fyrir dómi , líkt og hann gerði við rannsókn málsins hjá lögreglu. K refst ákærði þess aðallega að hann verði sýknaður , en hann reisir sýknukröfu sína m.a. á því hann hafi ekki haft ásetning til þess að brjóta gegn brotaþola, og að sýnileg sönnunargögn og vitnisburðir hnekki ekki framburði hans. 3. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. að því leyti 1. gr. breytingarlaga nr. 16/2018, sem hljóðar svo: eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hót unum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipt - 4. Hér að framan hefur verið greint frá upphafskynnum ákærða og brotaþola á skemmtistað laugardagskvöld ið 29. október 202 2, en óumdeilt er að þau þekktust ekkert fyrir og voru er þetta gerðist bæði nokkuð ölvuð . Brotaþoli hefur m.a. skýrt frá því að Brotaþoli hefur greint frá því að þegar leið á sunnudagsnóttina hafi áfengisvíman farið að renna af henni. Þá hefur ákærði borið að 4 5. Óumdeilt er í máli þessu að það var skýr vilji brotaþola og ákærða að stunda kynlíf saman þessa nótt, og þá eftir að þau höfðu látið vel hvort að öðru á skemmti - staðnum, en einnig á heimili brotaþola. Aðstæður hafi aftur á móti verið með þeim hætti, þ. á m. á heimili brotaþola, að þau hafi kosið að stunda kynlífið í húsakynn um ákærða, þar sem foreldrar hans bjuggu. Þau fóru að heimili ákærða í bifreið með vinafólki sínu og í stuttri ökuferðinni létu þau vel hvort að öðru. Sat brotaþoli þannig ofan á ákærða í bifreiðinni, en hann klæddi hana að nokkru úr fötum og fór höndum um efri hluta líkama hennar. Í skráningu læknis er haft eftir brotaþola að við þessar aðstæður hafi ákærði kreist brjóst hennar. 6. Ágreiningslaust er að ákærði og brotaþoli stunduðu kynlífið í herbergi ákærða. Verður ráðið af framburði þeirra að kynlífið h afi hafist á bilinu kl. 03:30 04:00, en að því hafi lokið eftir tæpar tvær klukkustundir, um kl. 05:30, en eftir það hafi þau bæði sofnað. Brotaþoli hefur skýrt frá því að hún hafi vaknað um kl. 06:30 07:00 , en haldið kyrru fyrir í herberginu hjá ákærða u ns vinkonan og vitnið B sótti hana um kl. 09:45 á nefndum sunnudagsmorgni. Ágreiningslaust er að ákærði hafi vaknað skömmu áður en brotaþoli fór úr herbergi hans og að við þær aðstæður hafi hún hafnað boði hans um heimkeyrslu, líkt og hann hafði boðist ti l að gera þá um nóttina. Brotaþoli mun hafa verið komin á heimili sitt, og meðleigjanda og fyrrverandi unnusta, kl. 09:58. Hún hefur við meðferð málsins greint frá því að þegar það gerðist hafi hún verið með mikil eymsli víðs vegar í líkamanum, en að auki verið andlega miður sín, og hafi hún haft orð á þessu ástandi sínu við meðleigjandann. 7. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem gerðist þeirra í millum í herbergi ákærða umrædda nótt og stendur þar að verulegu leyti orð gegn orði , að því f rátöldu að þeim ber saman um að kynlífið hafi hafist með fullri þátttöku beggja, að fljótlega hafi það orðið harkalegt og að margvíslegar stellingar og athafnir hafi verið viðhafðar, sbr. það sem hér að framan hefur verið rakið. Þá eru þau sammála um að þe ssar athafnir allar hafi varað í tæpar tvær klukkustundir. Ráðið verður að þegar atvik gerðust hafi a.m.k. verið rökkur í herberginu. 5 8. Við meðferð málsins hefur brotaþoli borið að mjög fljótlega eftir að kynlífið hófst hafi ákærði farið að stjórna öllum kynlífsathöfnunum með skipunum og orðbragði og að kynlífið hafi þá orðið mjög gróft. Þá hefur brotaþoli staðhæft að ákærði hafi ekki spur t hana um leyfi fyrir einstökum athöfnum, líkt og hún hefði áður þekkt til, t.d. varðandi kyrkingar. Brotaþoli hefur staðhæft að ákærði hafi verið mjög harðhentur í athöfnum sínum, en jafnframt borið að hún hafi ekki beðið hann um að hætta, a.m.k. ekki fy rri hluta nefnds tíma. Nánar aðspurð hefur brotaþoli borið að hún treysti sér ekki til að segja til um, vegna minnisleysis, hvort hún hafi gefið ákærða til kynna að hún vildi hafa kynlífið harkalegt, en hafði á orði að hana rámaði í slíka orðræðu. Ákærði brotaþola og beðið hana um að láta vita ef svo væri, en ekki fengið neikvæð viðbrögð, en í þess stað jáy rði frá brotaþola. 9. Ákærði og brotaþoli hafa bæði lýst því við meðferð málsins hvað hafi falist í hinu harkalega kynlífi. Auk hálstaka gagnvart brotaþola hafa þau bæði nefnt ítrekaðar rass - skellingar og hártog, en einnig að ákærði hafi klipið eða freka r gripið í bak hennar og herðar. Þá hafa þau nefnt munnmök af hálfu brotaþola, en hún dró nokkuð úr þeim þætti fyrir dómi miðað við framburð hennar hjá lögreglu og vísaði til minnisleysis varðandi tiltekið atriði, sem ákærði hafði andmælt. Framburður ákær ða og brotaþola er andstæður varðandi það hvað ákærði gekk langt í nefndum hálstökum. Þá hefur ákærði andmælt frásögn brotaþola um að hann hafi slegið hana lauslega í andlit og að hafa hellt vatni yfir hana. Aftur á móti hefur hann staðfest frásögn brotaþo la um að hann hafi í eitt skipti bundið hendur hennar, en borið að það hafi hann aðeins gert lauslega og að hún eða hann hafi alfarið losað þar um á innan við 20 sekúndum. 10. Fyrir dómi hefur brotaþoli borið að henni hafi staðið ógn af ákærða, m.a. veg na fyrrgreindra skipana, en einnig vegna einstakra setninga, þ. á m. hótunarorða hans á meðan á kynferðisathöfnunum stóð, en þar um hefur hún nefnt dæmi. Vegna þessa hafi hún ekki andmælt gjörðum hans, en í þess stað hlýtt í einu og öllu og án viðbragða, a .m.k. 6 framan af. Ákærði hefur andmælt þessum framburði brotaþola, en einnig staðhæft að hann hafi aldrei séð hræðslumerki á brotaþola. 11. Brotaþoli hefur greint frá því að hún hafi skýrt ákærða frá því að liðnum um 40 mínútum að hún væri orðin svolítið þreytt og þá helst vegna hinna ýmsu stellinga sem viðhafðar hefðu verið í kynlífinu. Vegna þessa hafi hún haft á orði að hún væri alveg búin á því, en þar sem ákærði hafi í engu skeytt um þessi orð hennar hafi hún ekki aðhafst frekar, enda óttast ákærða. 12. Brotaþoli hefur skýrt frá því að hún hafi beinlínis upplifað það sem kynferðisbrot af hálfu ákærða þegar hann hafi eftir tæplega klukkustundar kynferðisathafnir af ýmsu tagi hafi þau verið í tiltekinni stellingu, en samhliða hafi hann sett hönd sína á kynfæri hennar og fingur inn í leggöngin. Vegna sársauka hafi hún brugðist við og reynt sitt ýtrasta, en án orða, með eigin hendi og einnig kröftuglega með líkamanum, að streitast á móti gjörðum ákærða , en án árangurs, þar sem hann hefði skipað henni að s laka á. Hann hafi því haldið áfram athæfinu, en hún ekki brugðist frekar við af áðurgreindum ástæðum. Ákærði hefur staðfest að hann hafi sett fingur í leggöng brotaþola, en andmælt því að hann hafi verið mjög harðhentur, en að auki hefur hann andmælt því a ð brotaþoli hafi brugðist sérstaklega við þessum gjörðum hans. Ákærði hefur einnig alfarið andmælt þeirri frásögn brotaþola að slíkt hafi gerst í þeim aðstæðum sem hún hefur lýst eða að hann hafi heyrt hana kvarta, að hún hafi haft orð um þreytu eða að hún vildi hætta kynlífinu. Brotaþoli hefur skýrt frá því að eftir þennan síðast greinda verknað ákærða hafi viðhorf hennar til kynlífsins endanlega breyst, enda litið svo á að ákærði hafi tekið öll völdin af henni. Hún hafi litið svo á að ákærði hafi frá nef ndri stundu átt að gera sér grein fyrir andstöðu hennar við áframhaldandi kynlífi hans, m.a. vegna vilja - og aðgerðaleysis hennar. Brotaþoli hefur staðhæft að hún hafi ekki brugðist við með öðrum hætti vegna þeirrar ógnar, sem henni hafi fundist stafa af á kærða vegna áðurlýstrar framkomu hans, en einnig vegna þess sem áður hafði gerst þeirra í millum, ekki síst hótunarorðanna um refsingu. 13. Brotaþoli og ákærði hafa bæði borið um að orðræða hafi verið um erfiðleika ákærða við að fá fullnægingu. Brotaþoli hefur borið að þegar þetta gerðist hafi hún verið 7 Ákærði hefur aftur borið um að aðeins hafi orðið stutt hlé á kynlífinu, en þ að síðan byrjað á nýjan leik með undanfarandi kossum. Ákærði hefur einnig borið um að brotaþoli hafi ætíð tekið fullan þátt í kynlífinu og m.a. haft þar frumkvæðið að nokkru , en að auki klórað hann á baki, og þá allt þar til hann hafði lokið sér af, skömmu eftir fyrrnefnt hlé. 14. Fyrir liggur að brotaþoli skýrði vinkonu sinni, vitninu B , frá kynlífinu með ákærða, en einnig frá háttsemi hans og hörku því tengdu í þriggja klukkustundar ökuferð daginn eftir hið ætlaða kynferðisbrot. Liggur fyrir að þær voru í nánum samskiptum eftir það og fóru m.a. saman á , þar sem sérhæft starfsfólk sinnti b rotaþola. Frásögn vitnisins varðandi orð brotaþola og líðan hefur verið rakin, sbr. kafla V, lið 8 hér að framan. Að áliti dómsins er skýrsla vitnisins um hina líkamlegu áverka brotaþola í aðalatriðum í samræmi við frásögn brotaþola , m.a. um að hún hafi fe ngið áverkana og eymslin af völdum ákærða umrædda nótt. Samkvæmt vætti vitnisins veitti það því athygli að framkoma og geðslag brotaþola brey tti st mjög til hins verra eftir þetta. Er það í samræmi við framburði annarra náinna vina brotaþola, sem gáfu skýrs lur fyrir dómi, sem vitni, en einnig skýrslu og vætti sálfræðings, sbr. kafla IV, lið 1 og kafla V, lið 12, hér að framan. 15. Samkvæmt gögnum leitaði brotaþoli aðstoðar hjá sérhæfðum starfsmönnum á , hinn 2. nóvember 2022. . Liggja fyrir gögn um þessa komu brotaþola, sem hafa verið staðfest fyrir dómi, sbr. það sem hér að framan hefur verið rakið. Segir þar m.a. að hinir sýnilegu áverkar brotaþola, þ. á m. marblettirnir á efri og neðri hluta líkama hennar, þ.e. á vinstra brjóst i , öxlum, bak i , mjóbak i o g mj ö ðm um , handlegg jum og báðum fótleggjum, hafi getað komið til vegna þrýstings og/eða kl í pa. Hið sama segir um hina þre i fanleg u bólgu á vinstra bakhöfði brotaþola , en ályktað er að sá áverki hafi getað komið til vegna hártogs. Þá er sagt að gráar línur, líkar háræðasliti, fyrir ofan bæði viðbein brotaþola hafi getað komið til vegna kverkataks. Loks segir að við leggangaop hafi verið áverki sem hafi verið líkur rifu og er ályktað að hann hafi getað komið til þegar einhverju hafi verið þröngvað í leggöngin. 8 Af vætti sérfræðilæknis ins verður ráðið að lýstir áverkar geti komið til við harka - legar kynlífsathafnir, þ.e. hörð handtök. Er í því samhengi til þess að líta að ákærði hefur sagt að hann hafi í kynlífinu m.a. haldið um herðar brotaþola og þrýst þar á. Nefnt sér - fræðivitni bar að ekki væri unnt að segja nákvæmlega til um hvort áverkinn í leggöngunum hafi komið til aðfaranótt 30. október nefnt ár fremur en fimmtudaginn 27. sama mánaðar þegar brotaþoli hafi haft kynmök sjálfvilju g. Fyrir dómi hefur ákærði borið og þá varðandi hluta áverka brotaþola að þeir hafi getað komið til við nefndar kynlífsathafn ir umrædda nótt, þar sem m.a. hafi verið viðhöfð n okkur harka, en í því sambandi hefur hann nefnt að hann hafi gripið fremur en kli pið í umrædda líkamsparta brotaþola , einkum í herðar og bak, og því hafi áverkarnir getað komið til vegna þrýstings og þegar hann hafi kreist þá, og því hafi ekki hafi verið um föst tök að ræða. Hann hefur aftur á móti vefengt að önnur maráverkamerki brota þola, einkum á fótleggjum hennar, hafi komið til við þessar gjörðir hans. Brotaþoli hefur fyrir dómi eigi getað skýrt tilkomu þeirra maráverka sem hún var með á fótleggjum sínum, sbr. framlagðar ljósmyndir og myndskeið, enda ekki fundið til neinna eymsla a f þeim sökum . Hún nefndi hins vegar í því sambandi eftir atvikum fimmtudaginn 27. október margnefnt ár, en án frekari skýringa. 16. Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsi - verða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, sbr. að því leyti ákvæði 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir m.a. að sönnunarbyrðin um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu og er dómi skylt að meta hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði v e fengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun v iðurlaga við broti, þ. á m. hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða og vitna hafi, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg gögn. Þá er í 2. mgr. 109. gr. laganna mælt fyrir um að dómur meti hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal, en ályktanir megi leiða af um það. Í þessu viðfangi ber einnig að líta til annarra atriða og þá m.a. að því er varðar sönnunargildi vitnisburðar, en þar ber að lögum, sbr. ákvæði 126. gr. laga nr. 88/2008, að huga að afstöð u vitnis til ákærða og eftir atvikum brotaþola. Loks ber í dómi að meta við úrlausn máls sönnunargildi framburðar ákærða, þ. á m. trúverðugleika hans. Í því sambandi skal m.a. hugað að 9 ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans, sbr. ákvæði 1. mgr. 115. gr. nefndra laga. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. nefndra laga, nr. 88/2008, skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, en þó ber að skoða máls meðferðina í heild og þá hvort réttindi vitna og ákæ rða hafi verið nægjanlega tryggð. 17. Í ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, einkum lögum nr. 61/2007 og 16/2018, er kveðið á um refsinæmi nauðgunar. Með ákvæðinu hefur löggjafinn lagt áherslu á að reyna að tryggja a ð friðhelgi, sjálfs - ákvörðunarréttur, kynfrelsi og athafnafrelsi hvers einstaklings sé virt og þá þannig að við kynmök liggi samþykki viðkomandi ávallt fyrir. Er samþykki þannig í forgrunni skil - greiningar á nauðgun. Hver einstaklingur hefur þannig frelsi til að ákveða að hafa sam - ræði eða önnur kynferðismök en jafnframt rétt til þess að hafna þátttöku í kynferðislegum athöfnum. Með nauðgun er því brotið gegn kynfrelsi einstaklings þar sem hann hefur ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði eða öðrum kynferði smökum. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem var ð að lög u num nr. 16/2018 er m.a. vísað til rannsókna og tekið fram að þekkt sé að þolendur nauðgana geti ekki veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Vegna þess sé óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir brot. Að þessu leyti er m.a. vísað til skýrleika refsiheimilda og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Tekið er fram í frumvarpinu að hin breytta skil - greining á nauðgun breyti því ekki að sönnunarstað a í kynferðisbrotamálum verði alltaf þung, enda erfitt að færa sönnur á svo huglægt atriði sem samþykki eða skortur á því er. Slík sönnun muni væntanlega einnig og ekki síst snúast um þolandann, þ.e. hvað hann lét í ljós eða gaf til kynna. Aðaláherslan yrð i þannig á það atriði hvort samræði eða kyn - ferðismök hefðu farið fram með vilja og samþykki þáttt a kenda. Þannig teldist samþykki liggja fyrir ef það væri tjáð af frjálsum vilja, en eigi ef það væri m.a. fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmæt ri nauðung. Um nánari skýringu á hugtakinu samþykki segir enn fremur í 1. gr. frumvarpsins sem var ð að lög u num nr. 16/2018: þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum verður að tjá með orðum eða annarri ót víræðri tjáningu. Það þýðir að gefa þarf samþykki til kynna eða að virk þátttaka í til - tekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki 10 verður gerð krafa um að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kyn - ferðislegri athöfn. Þá getur algert athafnaleysi ekki verið túlkað sem vilji til þátttöku. Samþykki fyrir þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum afmarkast við það tiltekna tilvik og við þær kynferðislegu athafnir sem samþykkið nær til. Af kynfrel si leiðir að eðlilegt er að þátttakandi í kynferðislegri athöfn geti hvenær sem er skipt um skoðun um þátttöku sína. Slík skoðanaskipti verður að tjá með orðum eða annarri tján - ingu þannig að annar eða aðrir þátttakendur verði þessi áskynja . Í nefndu fru mvarpi er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir að breyta huglægum skilyrðum nauðgunarbrota, en um það atriði segir nánar: Þannig verður ásetningur áfram saknæmisskilyrði skv. 1. mgr. 194. gr., sbr. 18. gr. almennra hegningarlaga . því verður nauðgun e kki refsivert brot nema hún sé framin af ásetningi. Af þessu leiðir að ásetningur verður að taka til allra efnisþátta 1. mgr. 194. gr., þ.e. að fram fari samræði eða önnur kynmök þrátt fyrir að það sé gert án vilja þolanda þar sem samþykki hans er ekki fyr ir hendi. Gerandi verður þannig að gera sér grein fyrir að þolandi vilji ekki hafa 18. Ákærði og brotaþoli eru eins og áður er fram komið ein til frásagnar um það sem gerðist í herbergi ákærða í greint sinn og ste ndur þar að nokkru orð gegn orði að því er varðar sakaratriði þessa máls . Óumdeilt er að ákærði og brotaþoli hófu kynlífið með samþykki og þátttöku beggja, og verður lagt til grundvallar að það hafi verið allharkalegt. Samkvæmt frásögn brotaþola hafi á þessu gengið í um klukkustund, en að þá hafi upplifun hennar og viðhorf breyst vegna áðurgreindrar háttsemi ákærða m eð fingrum . Efir það hafi skýrlega verið farið gegn vilja hennar af hálfu ákærða. 19. Brotaþoli hefur að mati dómsins í aðalatriðum verið stöðug , einlæg og trúverðug í fr ásögn sinni við alla meðferð málsins. Engra vitna nýtur við í máli þessu, en fyrir liggur að brotaþoli hafðist við í herbergi ákærða í nokkra klukkutíma eftir að hinu kynferðislega athæfi lauk. Brotaþoli hefur gefið skýringu á því, en einnig liggur fyrir að hún skýrði vinkonu sinni, vitninu B , frá atvikum máls, mjög skömmu eftir hið ætla ða brot. Styður þetta að mati dómsins frásögn brotaþola . Þá eru skýrslur þeirra sérfróðu vitna, sem síðar komu að máli hennar , að mati dómsins einnig og að öllu verulegu framburði brotaþola til styrktar. Vega þar 11 þyngst staðfestar skýrslur heilbrig ð isstarf smanna, en einnig staðfest skýrsla sálfræðings þar sem því er lýst að fram hafi komið þekkt viðmið um áfallastreitu. 20. Ákærði hefur neitað sakarefninu fyrir dómi , líkt og hann gerði við yfirheyrslu hjá lögreglu . Að því leyti er framburður ákærða einnig í samræmi við hljóðupptöku, sem tekin var að honum óafvitandi þann 17. desember 2022, sbr. kafla III, lið 3 hér að framan. Að þessu leyti hefur framburður hans verið stöðugur , en einnig trúverðugur. 21. Í máli þessu greinir ákærða og brotaþola helst á um hvort brotaþoli hafi, eftir að þau hófu kynlífið með þátttöku beggja og með nefndum hætti , látið í ljós vilja sinn til að því yrði hætt, og hvort sá vilji hafi hlotið að vera ákærða ljós. Það er álit dómsins að ekki sé vafi á því að brotaþoli hafi talið á sér hafa verið brotið. Á hinn bóginn, um hvort ákærða hafi hlotið að vera ljóst að hún vildi hætta kynlífinu en hann haldið áfram engu að síður, standa orð gegn orði. Í þeim kaflaskilum sem brotaþoli hefur vísað til hefur hún borið um að ákærða hafi átt að vera það ljóst, og þá m.a. vegna þess að hún hafi brugðist við á verknaðar - stundu með sterkum líkamlegum viðbrögðum, en án orða, þ.e. þegar hann hafði fært hönd og fingur í og við kynfæri hennar. Þessu til viðbótar hafi eftirfarandi viðbragðsleysi henna r við kynmökunum komið til. Ákærði hefur andmælt þessum síðast greinda framburði brotaþola , en einnig staðhæft að hann hafi aldrei séð nein hræðslumerki. Að mati dómsins þarf ekkert að vera óeðlilegt við það viðbragðsleysi sem brota - þoli hefur lýst, og þ á í ljósi ótta og eftir atvikum vonleysis um árangur, og því hafi hún ekki haft uppi frekari tilraunir til að stöðva ákærða, og þá að teknu tilliti til þeirra hótunarorða sem hún hefur haldið fram að hann hafi viðhaft, en hann hefur mótmælt. 22. Þegar al lt framangreint er virt heildstætt þykir að áliti dómsins varhugavert að telja , gegn neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi sannað svo ekki verði v e fengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að han n gengi gegn vilja brotaþola við áðurgreindar aðstæður . Að því leyti verður að hafa í huga hversu greinilega ákærða hafi verið gerð grein fyrir nefndum vilja brotaþola og að ásetningur hans hafi staðið til þess að ná fram kynferðismökum við brota - þola án s amþykkis hennar með ofbeldi og ólögmætri nauðung, en e igi er heimilt að refsa 12 fyrir gáleysisbrot samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að sýkna ákærða af þeirri háttsemi sem í ákæru greinir og af kröfum ákæruvaldsins. VII. 1. Með vísan til ofangreindrar dómsniðurstöðu ber samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 að vísa einkaréttarkröfu brotaþola frá dómi. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. nefndra laga og þá í ljósi niðurstöðu málsins greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þar með talin n sakarkostnaður ákæruvalds að fjárhæð 71.751 króna, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns , og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns. Þykir þóknun þeirra í ljósi umfangs málsins , star fa við alla meðferð málsins, en eftir atvikum einnig að nokkru með hliðsjón af dómum Hæstaréttar Íslands, m.a. í máli nr. 290/2000, hæfilega ákveðin eins og segir í dómsorði, að meðtöldum virðisauka - skatti. 2. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún I nga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæð a 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Dóm þennan kveður upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Einkaré ttarkröfu brotaþola, A , er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr rík i ssjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns, 1.751.500 krónur, að meðtöldum ferðakostnaði, svo og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, 1.539.120 krónur, að meðtöldum ferðakostnaði.