Héraðsdómur Suðurlands Dómur 1 1 . janúar 2023 Mál nr. S - 288/2022 : Héraðssaksóknari ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Ómar i Erni Reyniss yni ( Jón Páll Hilmarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru héraðssaksóknara 23. júní 2022 á hendur Ómari Erni Reynissyni, fyrir nauðgun, með því að hafa að morgni 2020, á þáverandi heimili , haft samræði og önnur kynferðismök við X , án hennar samþykkis, með því að stinga fingri í leggöng X er hún svaf og eftir að X hafði látið hann vita að hún vildi þetta ekki og sofnað á ný, haft við hana samræði, en hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga, og eftir að hún vaknaði og ákærði varð þess var, haldið áfram að hafa við X samræði án þess að hafa til þess samþykki hennar og beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, með því að halda henni fastri og láta ekki af háttseminni þrátt fyrir að X hafi látið hann vita að hún vildi þett a ekki, grátið og reynt að ýta honum burt og losa sig. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálf u X , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og 2 verðtryggingu, frá 27. september 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þe ssi er kynnt fyrir ákærða, en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar við réttargæslu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti t il virðisaukaskatts á réttargæsluþóknun. Ákærði neitar sök og hafnar einkaréttarkröfu. Aðalmeðferð fór fram 22. nóvember 2022 og var málið dómtekið að henni lokinni. Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvalds eru þær dómkröfur gerðar sem að ofan greinir. Af hálfu brotaþola eru gerðar sömu dómkröfur og að ofan greinir . Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara er þess krafist að honum verði dæmd vægas ta refsing sem lög leyfa og að hún verði bundin skilorði. Vegna einkaréttarkröfunnar er aðallega krafist frávísunar, en til vara sýknu, en til þrautavara stórlegrar lækkunar á bótafjárhæð. Málavextir Þann 2020 kom brotaþoli á lögreglustöð og lagð i fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Var tekin af henni framburðarskýrsla sama dag. Hún lýsti því að hafa verið að hitta ákærða reglulega síðan í lok júní sama ár. Þau hafi þó ekki verið par, en verið að hittast af og til. Í lok júlí 2020 hafi þau verið heima hjá honum og hún verið sofandi og hann farið að leita á hana. Hún hafi ekki verið nógu skýr og ekki sagt nei, heldur látið sig hafa það að sofa hjá honum þó hana langaði ekki til þess. Þetta hafi gerst aftur skömmu seinna og henni hafi lið ið mjög illa eftir þetta og grátið allan daginn í vinnunni eftir þetta. Síðan hafi lið ið nokkur tími sem þau hafi ekki hist. Svo á 2020, þegar hún hafi verið búin að vera úti um nóttina og verið að koma heim, þá hafi ákærði byrjað að senda henni S napch at skilaboð og biðja hana um að koma til sín þar sem hann byggi . Hann hafi verið mikið að suða um þetta og hún reynt að útskýra fyrir honum að hún væri mjög þreytt og væri að fara að vinna í fyrramálið. Þetta hafi endað með því að hún hafi gefið eftir, en sagt við ákærða að hún færi samt beint að sofa enda að fara í vinnu á morgun í fyrramálið. Hann hafi sagt að það væri ekkert mál og það væri samt bara gott að fá hana til sín. Hún hafi svo verið komin til ákærða rúmlega kl. 6 til hálf sjö. Þau hafi farið að horfa á þætti og svo hafi þau sofið 3 saman . Svo hafi hún verið að fara að sofa, en hann hafi ekki verið búinn að fá fullnægingu. Hún hafi verið farin að sofa og snúið baki í hann og snúið að veggnum. Þegar hún hafi verið búin að sofa í smá tíma, kannski 20 - 30 mínútur, þá hafi hún fundið að hann hafi farið með hendina niður og verið að putta hana. Hún hafi vaknað við þetta. Hún hafi tekið hendi hans burt og rumskað við þetta, en látið eins og hún væri áfram sofandi vegna þess að hana ha fi alls ekki langað þetta. Eftir nokkrar mínútur hafi hann langar þetta ekki n móti með hendina og hafi verið erfitt að fjarlægja hendina frá. Hann hafi svo snúið sér í hina áttina, en hún hafi alveg séð að hann væri pirraður af því að hún hafi neitað honum. Svo ha fi hún sofnað og verið búin að sofa á að giska klukkutíma, en þá hafi hún vaknað við að hann var að þrýsta typpinu á sér bara inn. Hún hafi frosið og panikað og áttað sig á því að hún vildi þetta ekki og dregið sig aðeins frá honum og sett svo hausinn í ko ddann og verið bara fr o sin og byrjað að tárast og gráta, en samt ekki þorað að gera neitt af því hún hafi vitað að hann myndi ekki hætta fyrr en hann fengi það sem hann vildi . Svo hafi hann pínt hana til að vera ofan á og þá hafi hún verið að reyna að losa sig af því að hana hafi alls ekki langað þetta, þá hafi hann haldið henni. Hann hafi þá legið og hún verið ofan á og hann hafi haldið henni þvílíkt fast með hendurnar utan um hana. Hún hafi verið að reyna að losna og ýta sér frá, en það hafi ekki verið sé ns og henni hafi sjaldan verið haldið jafn fast. Svo hafi hann ekki hætt fyrr en hann hafi verið búinn að fá fullnægingu. Þá hafi hann bara farið að sofa . Hana hafi langað að fara strax heim en hún hafi ekki þorað það vegna þess að hún hafi ekki vitað hver nig hann myndi bregðast við því, þannig að hún hafi bara farið að sofa. Svo þegar hún hafi vaknað þá hafi hún farið . Lögregla tók skýrslu gegnum síma af B , móður brotaþola, þann 2021. Kvaðst hún hafa tekið eftir því að brotaþoli hafi verið skrítin umræddan dag þegar hún kom heim á sunnudegi fyrir hádegi. Hún hafi tekið eftir því að brotaþoli hafi verið ólík sjálfri sér alla vikuna. Hafi svo vitnið talað við brotaþola á fimmtudeginum í þeirri viku og brotaþoli brotnað niður og vitnið gengið á hana um að segja sér hvað hafi gerst. Brotaþoli hafi ekki viljað ræða það, en vitnið þá spurt hvort eitthvað hafi komið fyrir hana og hvort henni hafi verið nauðgað og þá hafi brotaþoli játað því og sagt henni frá atburðinum. Daginn eftir hafi þær svo farið á Ney ðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota. 4 Lögregla ræddi við C , kólastjóra , þann 2021. Vitnið skýrði frá því að brotaþoli hafi verið starfsmaður á Brotaþoli hafi haft við sig samband og óskað eftir að fara í veikindaleyfi og hafi upplýst að hún hafi þurft að þiggja áfallahjálp vegna þess að það hefði eitthvað komið upp á. Hafi brotaþoli verið með veikindavottorð frá 2020, en byrjað aftur störf í 50% starfshlutfalli 2020 og í 100% hlutfalli 2020. Kvað vitnið að brotaþoli hafi sjáa nlega verið í áfalli þegar þær hafi rætt saman, sem hafi verið einslega inni á skrifstofu vitnisins. Vitnið D gaf skýrslu hjá lögreglu 2021. Vitnið skýrði frá því að hún og brotaþoli væru bestu vinkonur síðan í grunnskóla. Vitnið lýsti því að hafa umræ tt sinn verið ásamt brotaþola , en verið á leið og vitnið ekið. Hafi þá ákærði verið að senda brotaþola skilaboð um að koma til hans. Brotaþoli hafi spurt vitnið hvort hún gæti ekið henni til ákærða, en vitnið ekki nennt því og haldið áfram . Svo eftir bílferðina hafi þær talað saman, mögulega í myndsímtali, og hafi brotaþoli verið að spyrja hana álits hvort hún ætti að fara til ákærða. Vitnið hafi hvatt hana til að gera það ekki, en brotaþoli allt að einu farið til hans. Morguninn eftir hafi brot aþoli sent sér skilaboð í gegnum Snapchat þa r sem brotaþoli hafi sagt henni að ákærði hafi brotið á henni og hún hafi marg oft sagt að hún vildi ekki sofa hjá honum og að hún hafi reynt að fara frá honum og reynt að losa sig frá honum, en hann hafi ekki hl ustað á hana. Hafi brotaþoli fallið í grát vegna þessa. Í skilaboðunum hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi ekki hlustað á hana og haldið áfram þar til hann fékk sitt. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi verið grátandi þegar ætlað kynferðisbrot hafi átt sér sta ð , en ákærði haldið áfram og brotaþoli reynt að ýta honum af sér. Kvaðst vitnið hafa spurt brotaþola hvort ákærði hafi séð hana gráta og hafi brotaþoli játað því og talið að hann hafi tekið eftir því. Brotaþoli hafi líka sagt sér frá þessu atviki seinna. Vitnið E gaf skýrslu hjá lögreglu stað, Einn dag hafi brotaþoli hringt í sig og sagt að hún væri veik eða liðið illa og spurt hvort hún gæti leyst sig af, en vitnið hafi ekki haft tök á því. Taldi vitnið að þetta hafi verið sami dagur og ætlað brot hafi átt sér stað. Þennan dag hafi brotaþoli ve rið niðurbrotin og grátandi inni á klósetti. Seinna hafi vitnið hitt brotaþola og þá hafi brotaþoli sagt vitninu frá öllu. Hafi brotaþoli sagt að hún hafi farið til ákærða þar sem þau hafi haft samfarir. Minnti vitnið að brotaþoli hafi sagt henni að um mor guninn eftir hafi ákærði reynt að gera ýmislegt, en brotaþoli hafi hafi verið að reyna að putta hana, hún sagt nei og tjáð honum að hún væri ekki í stuði. 5 Þá hafi hafi samt haldið áfram og brotaþoli ákveðið að segja ekki neitt og hann hafi bara gert þetta. Vitnið kvaðst halda að þeta hafi verið í 2020. Vitnið F gaf skýrslu hjá lögre glu vegna þessa 2021. Vitnið lýsti því að hún og brotaþoli hafi verið bestu vinkonur frá árinu 2019. Vitnið lýsti því að morguninn þegar ætlað kynferðisbrot hafi átt sér stað hafi brotaþoli sent henni skilaboð gegnum Snapchat og sagt henni frá brotinu. Hafi brotaþoli sagt að henni liði illa vegna þess sem hafi gerst um nóttina. Þegar vitnið hafi spurt um það hafi brotaþoli sagt að hún hafi verið að gista hjá ákærða og hann hafi verið að pota í hana og verið að reyna að sofa hjá henni þegar hún var sofan di. Vitnið kvað að brota þ oli hafi sagt í skilaboðunum að hún hafi sagt endalaust nei við ákærða og að hún hafi ekki viljað sofa hjá honum heldur bara sofa. Ákærði hafi samt ekki hætt heldur sofið hjá brotaþola. Þá hafi brotaþoli haldið áfram að segja nei o g að hún hafi ekki gefið samþykki fyrir samförunum en ekki streist á móti. Ákærði hafi svo bara klárað og farið að sofa. Þá lýsti vitnið því að brotaþoli hafi áður sagt henni frá atviki þa r sem ákærði hafi ekki virt mörk. Slík skilaboð hafi brotaþoli sent henni í 2020 þegar ákærði hafi fyrst átt að hafa ekki virt mörk brotaþola, þannig að hann væri að hafa við hana samfarir sofandi og hún vaknað við það. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu vegna þessa 2021. Hann lýsti því að hafa kynnst brotaþola á Tind er, þau byrjað að tala saman á Snapchat og farið að hittast svona stundum bara, en aldrei verið í formlegu sambandi. Þetta hafi verið á árinu 2020. Kvað hann að kæra brotaþola kæmi sér mjög á óvart. Þennan tiltekna dag hafi hann verið með strákunum, þeir h afi verið að horfa á fótbolta og fá sér bjór. Svo hafi brotaþoli komið til hans einhvern tíma eftir miðnætti, þau hafi sofið saman og svo hafi hún þurft að fara heim vegna þess að hún hafi verið að fara í vinnu daginn eftir. Þá lýsti ákærði því að samfarir nar hafi verið með þeim hætti að brotaþoli hafi legið á bakinu og hann verið ofan á. Hafi samförunum lokið án þess að hann fengi sáðlát. Aðspurður kvað ákærði þ a ð mögulega geta verið rétt að brotaþoli hafi ekki komið til hans fyrr en undir morgun. Fljótleg a eftir samfarirnar hafi brotaþoli farið og þau hafi eiginlega ekki sofið neitt eftir mökin. Kannaðist ákærði ekki við lýsingar brotaþola á atburðum eftir að samförum lauk án þess að ákærði fengi sáðlát. Undir ákærða voru borin samskipti þeirra á Snapchat mér snöpp aftur, mér finnst lágmark að þú biðjir mig afsökunar á því sem þú gerðir mér síðast þegar við hittumst. Ég bað þig ítrekað um að hætta en þú hunsaðir þa ð og hélst 6 áfram gegn mínum vilja . Aðspurður um hvers vegna ákærði hafi í beinu framhaldi af Snapchat skilaboð þegar hann var í bústað með strákunum. Hann hafi ekki ve rið að biðja afsökunar á neinu öðru. Í rannsóknargögnum er vottorð G , sérfræðings í kvensjúkdómum og frjósemislækningum, dags. 2020 , varðandi brotaþola. Þar segir að brotaþoli sé með virðist vottorðið að mestu vera á latínu. Þá liggur fyrir móttökuskýrsla H hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku, dags. 2020, vegna komu brotaþola þangað. Þar er höfð eftir brotaþola sambærileg frásögn og að ofan er lýst þar sem fjalla ð er um skýrslu brotaþola hjá lögreglu. Þá liggur fyrir staðfesting frá I , starfsmanni Stígamóta, ódagsett, þar sem fram kemur að brotaþoli hafi sótt 2 ráðgjafarviðtöl hjá 2021. Megin efni viðtalanna hafi verið að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeld is sem brotaþoli hafi greint frá. Þá liggja fyrir ljósmyndir af farsímum brotaþola og vitnisins F þar sem sjá má þau Snapchat samskipti sem að ofan er getið um. Þá liggur fyrir vottorð J læknis, dags. 2020, vegna 100% óvinnufærni brotaþola frá 2020 til og 50% óvinnufærni frá 2020 til 2020. Í vottorðinu, sem er ritað sem læknisvottorð til atvinnurekenda vegna fjarvista, segir að óvinnufærnin sé vegna sjúkdóms. Þá hefur verið lagt fram vottorð K sálfræðings, dags. 26. júlí 2022, varða ndi brotaþola. Í samantektarkafla vottorðsins kemur fram að brotaþola hafi verið vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp hjá sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku eftir ætlað kynferðisbrot 2020. Segir að K hafi hitt brotaþola 4 sinnum í viðtölum á bilinu 2. o któber 2020 23. nóvember 2020, þar sem áhersla hafi verið lögð á að veita áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ætlaðs kynferðisbrots. Sálræn einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins samsvari einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem h afi upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Niðurstöður sjálfsmatskvarða hafi vel samsvarað frásögnum brotaþola í viðtölum. Áfallastreitueinkenni brotaþola hafi ver i ð und i r viðmiðunarmörkum í síðasta viðtalinu þegar 7 vi kur hafi verið liðnar frá ætluðu broti. Ekki sé hægt að segja til með vissu hver áhrif hins ætlaða brots verði til lengri tíma litið en ljóst þyki að atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola og jafnvel þó hún nái bata eftir ætlað kynferðisbrot muni 7 hún að öllum líkindum þurfa áfram í sínu daglega lífi að takast á við áminningar um ætlað brot og aðrar afleiðingar þess. Í tengslum við kröfu brotaþola um að ákærða yrði gert að víkja úr dómsal meðan brotaþoli gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins vor u lögð fram 2 vottorð L sálfræðings vegna brotaþola, dags. 16. og 23. september 2022. Í fy r ra vottorðinu kemur fram að brotaþoli hafi hitt L 7 sinnum í viðtölum frá 10. mars 2022 12. ágúst 2022. Brotaþoli hafi virst hreinskilin um upplifun sína, einlæg í frásögn og hugsun hennar skýr og rökræn. Hún hafi sýnt aukin streituviðbrögð og forðunareinkenni þegar rætt hafi verið um ætlað kynferðisbrot, tár hafi lekið niður kinnar nokkrum sinnum í viðtölum og traust hennar og viðhorf í eigin garð og annarra beðið hnekki. Sálræn einkenni brotaþola í kjölfar ætlaðs brots hafi verið í samræmi við einkenni sem séu vel þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og nauðgun, líkamsárás, stórslys eða hamfarir. Meðferð hennar sé hafin en vegna líðanar hennar sé talið ráðlegt að hún haldi áfram í sinni meðferðarvinnu til að vinna betur úr því áfalli sem hún hafi orðið fyrir þegar ætlað kynferðisbrot hafi átt sér stað og þeirri skerðingu sem hún hafi fundið fyrir í daglegu lífi eftir það. Mælir sálfræðingurinn með því að ákærða verði gert að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur sína skýrslu við aðalmeðferð. Í seinna vottorðinu er hnykkt frekar á þessu. Ekki er þörf á að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins og málavöxtum. Framburður við aðalmeðferð Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið með vinum sínum fyrr umrætt kvöld og hafi þeir verið að spjalla og fá sér 1 2 bjóra. Þegar hann hafi komið heim hafi hann prófað að senda skilaboð til brotaþola og spurt hvort hún vildi kíkja til h ans. Kvaðst ekki muna um hvert leyti hann hafi verið kominn he i m til sín, en það hafi verið eftir miðnætti. Hún hafi þegið það og svo hafi þau sofið saman og seinna um kvöldið hafi hún bara farið heim. Aðspurður kvaðst ákærði hafa kynnst brotaþola gegnum T inder og þau hist í framhaldi af því. Hann hafi ekki þekkt brotaþola fyrir það. Kvaðst ekki muna hvenær þau hafi kynnst á Tinder, en það hafi verið alveg einhverjum vikum fyrir atvikið sem fjallað er um í málinu. Samband þeirra hafi verið þannig að þau haf i verið að spjalla saman á Snapchat og hittast á kvöldin. Ekki hafi verið um alvarlegt samband að ræða. Þau hafi ekki verið kærustupar. Samskipti þeirra hafi verið kannski 1 - 2 snöpp á dag, stundum meira og stundum minna. Þessi samskipti þeirra hafi bara ve rið um eitthvað, allt og 8 ekkert, þannig hafi hann t.d. sent henni mynd úr vinnunni. Þegar þau hafi hist hafi þau oftast horft á þátt eða mynd og stundað síðan kynlíf. Það hafi þó ekki gerst alltaf. Þau hafi hist heima hjá öðru hvoru þeirra. Aðspurður kvað st ákærði ekki muna eftir því að brotaþoli hafi tekið sérstaklega fram hvað hún vildi gera þegar hún hafi svarað skilaboðum hans umrætt kvöld eða nótt. Hún hafi sagst ætla að koma. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa verið mjög drukkinn þegar hann kom heim til sín þetta kvöld, mögulega sirka 3 4 á skalanum 1 - 10. Aðspurður hvers vegna hann hafi haft samband við brotaþola þessa nótt kvað ákærði það í rauninni hafa verið til að stunda kynlíf með henni. Aðspurður kvað ákærði geta verið rétta þá frásögn bro taþola að hann hafi sent brotaþola skilaboðin um klukkan 05:30. Aðspurður um atburðarásina eftir að brotaþoli kom til hans umrædda nótt kvað ákærði að þau hafi farið inn í herbergi og þar hafi verið í gangi einhver þáttur í sjónvarpi sem hann hafi verið a ð horfa á. Þau hafi farið upp í rúm og sofið saman og svo hafi hún farið seinna um morguninn. Kvaðst ekki muna hvað klukkan hafi verið þegar brotaþoli fór. Kynlífið milli þeirra hafi verið með fullu samþykki beggja. Því hafi lokið án þess að ákærði fengi sáðlát. Brotaþoli hafi ekki beint gist hjá honum, enda hafi þetta verið svo seint og hún farið það snemma. Aðspurður kvað ákærði að hvorugt þeirra hafi sofnað þarna, þau hafi verið vakandi og með sjónvarpið í gangi. Ekkert hafi verið óvenjulegt þegar brotaþoli hafi farið, hún hafi bara kvatt og hann hafi fylgt henni til dyra. Hún hafi svo verið að fara að vinna og þess vegna ekki dvalið lengur hjá honum. Það sé rétt s kilið að þau hafi sofið einu sinni saman þessa nótt. Aðspurður um framburð brotaþola hjá lögreglu kvað ákærði hann ekki réttan. Hann hefði munað þetta og þetta sé ekki rétt. Var framburður hennar hjá lögreglu um atvikin borinn undir ákærða og kannaðist ha nn ekki við hann að því marki sem hann er í andstöðu við téðan framburð ákærða. Kvaðst ekki geta tjáð sig neitt um þennan framburð brotaþola. Aðspurður um samskipti ákærða og brotaþola eftir þetta kvað hann þau samskipti ekki hafa verið mikil. Um það hvers vegna samskiptin hafi verið lítil eftir þetta kvaðst ákærði bara hafa haldið að þetta hefði bara verið búið og þau verið hætt að tala saman. Hann hafi lent í slíku áður. Samt hafi ekki verið neitt sérstakt sem hafi gefið til kynna að þessu sambandi þeirra væri að ljúka. Samskipti eftir þetta hafi verið Snapchat sem 9 s nöpp af þv á Snapchatinu, verið ofarlega á listanum, og hann hafi verið í bústað með strákunum og verið að senda á fullt af fólki . Hann hafi ekki ætlað að senda á hana. Aðspurður um viðbrögð frá brotaþola við sendingunni kvað ákæ rði að hún hafi spurt hvers vegna hann væri allt í einu að senda á hana. Hann hafi samskipti á milli þeirra í daglegu lífi . Þau hafi ekki haldið áfram að vera vinir á Snapchat. Kvaðst ákærði hafa eytt brotaþola út af Snapchat til að hann myndi ekki senda á hana aftur. Það hafi alveg komið fyrir áður að hann hafi eytt fólki af Snapchat. Hann hafi bara eytt henni út af Snapchat þar sem hann hafi ekki viljað senda henni ei tthvað óvart. Kvað ákærði að sér hafi ekki orðið ljóst að brotaþoli hafi upplifað samskipti þeirra að morgni 2020 sem nauðgun, fyrr en lögreglan hringdi í hann og tjáði honum þetta 7 8 mánuðum seinna. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. Aðsp urður kvaðst ákærði oftast hafa átt frumkvæðið að kynlífi hans og brotaþola. Brotaþoli hafi sýnt samþykki sitt í verki með því að kyssa á móti og snerta hann. Aðspurður kvað ákærði að brotaþoli hafi ekki tekið fram að hún vildi ekki kynlíf þetta umrædda si nn. Hann hefði munað það. Hún hafi ekki heldur tekið það fram eftir að hún var komin til hans. Hann hefði líka munað það. Á engum tímapunkti hafi brotaþoli gefið til kynna á einhvern hátt að hún vildi ekki kynlíf eða að hún vildi stoppa. Kvað ákærði að han n hefði munað það. Hún hafi ekki grátið og ekki streist á móti. Hann hafi ekki haldið henni. Aðspurður um vitneskju sína um aldur brotaþola kvaðst hann hafa verið meðvitaður um að hún væri yngri en hann og hafa talið að hún væri 21 árs. Hann hafi sjálfur v erið 24 ára. Kvaðst ekki muna að þau hafi sérstaklega rætt aldur sinn. Aðspurður um Snapchat samskipti ákærða og brotaþola sem liggja fyrir í gögnum málsins kannaðist ákærði við þau. Lýsti ákærði því að hafa einungis beðið fyrirgefningar á því að hafa sent henni skilaboðin, en engu öðru. Kvaðst ekk ert hafa skilið hvað hún væri að meina með þeirri ásökun sem felst í niðurlagi skilaboðanna. Kvað að það hafi hvarflað að honum að spyrja hvað hún væri að meina, en hann þó ekki gert það. Kvaðst ekki vita hvers ve gna hann hafi ekki gert það. Aðspurður kannaðist ákærði við að hafa dottið í hug að brotaþoli væri þarna að bera á hann kynferðisbrot, en gat ekki skýrt hvers vegna hann spurði ekki hvað hún ætti við. Honum hafi brugðið við að lesa þetta. Hann 10 hafi ekki pæ símann frá sér og fengið sér að borða. Hann hafi svo eytt brotaþola sem tengilið sama dag og han nni það eina sem þú hefur að segja Nánar aðspurður um þau kynferðislegu samskipti sem áttu sér stað kvað ákærði að lýsing brotaþola á fyrri mökunum sé ekki ólík því sem hafi gerst. Þau hafi farið up p í rúm, byrjað að kyssast, farið að snertast, smá forleikur með snertingu. Þau hafi klætt sig úr, hvort fyrir sig. Svo hafi þau bara sofið saman og hún hafi bara verið á bakinu og svo hafi þau bara hætt. Aðspurður hvers vegna þau hafi hætt sagði ákærði að þau hafi bara hætt. Ekki hafi verið notaður smokkur. Þetta kynlíf hafi tekið kannski 30 mínútur frá því þau hafi verið orðin ber. Eftir kynlífið hafi þau lagst niður og hann horft á sjónvarp og brotaþoli hafi bara legið áfram. Þau hafi ekki verið að tala saman. Kvaðst ekki muna hvað hafi liðið langur tími uns hún fór svo, hátt í klukkutími kannski. Þau hafi ekki talað saman á þeim tíma fyrr en hún fór. Kvaðst ekki vita hvort hún hafi verið að horfa með honum á sjónvarpið, þó þau hafi legið saman í rúminu e nda hafi hann snúið baki í hana. Svo hafi hún bara sagst þurfa að fara og hann hafi fylgt henni til dyra og kvatt hana. Þá hafi hann verið klæddur í stuttbuxur. Þá lýsti ákærði persónulegum högum sínum í dag og þeim áhrifum sem þetta mál hafi haft á líf hans. Aðspurður kvað ákærði að kynlíf þeirra hafi ekki verið harkalegt, hvorki í þetta sinn né önnur. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa skýringar á því sem fram komi í læknisvottorði G um sprungu í húð á kynfæ rum brotaþola. Þá kvaðst ákærði enga skýringu hafa á framburði brotaþola og þeim áhrifum sem atvikin hafi haft á hana skv. gögnum málsins. Hann bara skildi þetta ekki. Hann hafi ekki tekið neitt eftir því að hún hafi verið miður sín þegar hún fór og hann h efði muna það. Honum hafi ekki heldur dottið í hug að rof á samskiptum þeirra eftir þetta atvik hafi orsakast af því að eitthvað hafi komið upp á. Aðspurður um persónu brotaþola kvað ákærði að hún hafi bara verið voða næs og þægileg í samskiptum. Hún hafi verið róleg týpa og hann hafi ekki orðið var við að hún væri eitthvað áhyggjufull. Brotaþoli, X , kom fyrir dóminn . Brotaþoli kvaðst hafa verið með vinum sínum þetta kvöld. Svo hafi hún farið og fengið far með D vinkonu sinni. Hvorug þeirra hafi verið búin að drekka neitt. Hún hafi verið komin heim á að giska kl. 05:30 að 11 morgni. Ákærði hafi verið í einhverju partýi þetta kvöld og þau hafi oft verið að hittast eftir djamm. Þegar hún hafi verið komin heim þá hafi ákærði byrjað að senda á hana skilaboð og biðja hana um að koma. Hún hafi bara endalaust verið að segja að hún væri mjög þreytt og væri bara að fara að sofa, enda að fara að vinna seinna um daginn. Ákærði hafi ekki hætt að suða um þetta og hún hafi á endan um samþykkt að koma til sín. Svo hafi hún ekið til og verið komin þangað sirka milli 06:00 og 06:30 að morgni. Ákærði hafi verið á , en verið einn heima þar. Svo hafi þau farið að horfa á einhvern þátt og hún verið mjög þreytt og að fara að sofa. Svo hafi ákærði farið eitthvað að káfa á henni og það hafi endað með því að þau hafi sofið saman með samþykki beggja. Svo hafi hún verið að fara að sofa. Hún hafi legið á hliðinni og snúið baki í ákærða, þannig að hún þarna verið farin að sofa. Hún hafi bara verið ný sofnuð þegar hún hafi fundið að ákærði hafi verið að fara með puttana að píkunni á henni og verið að byrja að putta hana. Hún hafi bara þóst vera sofandi og ekki vakna en hafi þó rumskað og fært hendina han s í burtu. Látist vera sofandi enda hafi hana ekki langað þetta og verið búin að marg segja honum að hún væri að fara að sofa og þetta væri ekki það sem þau væru að fara að gera. Ákærði hafi streist smá á móti þegar hún hafi fært hendina hans frá. Svo hafi hún verið alveg að sofna aftur, sirka 1 2 mínútum seinna, þá hafi ákærði komið aftur með hendina og byrjað að reyna að fara með puttana inn í leggöng hennar. Hún hafi tekið hendina í burtu og hann þá streist enn meira á móti og hliðina og virst vera pirraður. Hún hafi haldið áfram að reyna að sofa og hún hafi sennilega sofið í há lfan til heilan klukkutíma, en þá hafi hún vaknað við að ákærði var að troða typpinu inn í leggöngin á henni. Henni hafi brugðið þvílíkt mikið við þetta og panikað og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Hún hafi bara frosið. Þarna hafi hún ennþá legið á hlið sig í burtu og byrjað að hágráta, farið í kvíðakast, sett höfuðið niður í koddann og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Hann hafi bara haldið áfram þrátt fyrir að henni hafi au gljóslega ekki liðið vel með þetta. Hún hafi verið í miklu sjokki enda ekki búist við þessu. Hann hafi bara haldið áfram og svo hafi hann fært hana til þannig að hún hafi verið ofan á honum og hann legið á bakinu. Hann hafi haldið henni þannig og hún hafi verið að reyna að losa sig og komast í burtu. Hún hafi snúið með andlitið að honum me ðan hún hafi verið ofan á. Hann hafi haldið henni mjög fast með því að halda henni 12 þéttingsfast og hafi haldi utan um hana. Hann hafi haldið áfram þangað til hann hafi fen gið fullnægingu og þá hafi hann sleppt henni, snúið sér á hina hliðina og farið að sofa. Hún hafi bara legið þarna og ekkert vitað hvað hún ætti að gera og ekki þorað að fara af því að hún hafi ekki vitað hvernig hann myndi bregðast við því. Hún hafi bara legið þarna áfram og reynt að sofna og bíða þangað til klukkan yrði það margt að hún gæti bara farið í vinnuna. Svo hafi hún vaknað þarna og veri ð ótrúlega þreytt kannski þremur tímum seinna. Hún hafi átt að mæta í vinnuna klukkan 13:00 og ekki verið búin að sofa mikið. Þegar hún hafi verið vöknuð hafi ákærði sagt að hann hafi verið að fikta eitthvað í henni og hann hafi hlegið við o Eftir þetta hafi hún ekki talað neitt við hann fyrr en mánuði seinna þá hafi hún verið á Snapchat og sent skilaboð á einhvern lista sem hún hafi haldið að hann hafi ekki lengur verið á, en það hafi ekki verið. Þannig hafi hún óvart sent honum einhverja hversdagslega mynd, en þá hafi þau ekki átt í neinum samskiptum frá 2020. Hún hafi str a x sent hann byrjað að senda henni endalaus Snapch at skilaboð af djamminu og eitthvað. Það hafi stuðað hana mikið. Svo hafi hún sent á hann einhvern sunnudag að hún skildi ekki hvernig hann héldi að hann gæti bara haldið áfram að send a á hana eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað beðið hann að hætta og hann hafi farið yfir mörkin hennar og að henni þætti lágmark að hann bæðist afsökunar. Þá hafi hann sagt enda hafi hann strax eytt henni. Hún hafi séð að hann hafi eytt henni strax eftir að hann Aðspurð kvað brotaþoli að þau hafi kynnst á Tinder og þau hafi hist mjög fljótlega eftir það. Hún hafi ekki þekkt hann fyrr, en vitað hver hann var. Þetta hafi verið í lok júní 2020. Eftir það hafi þau verið að hittast nokkuð reglulega fram til 2020, en aðallega um helgar eftir djamm. Þó hafi dregið úr því sirka frá miðjum ágúst þangað til í september, vegna þess að það hafi gerst áður a ð hann hafi farið yfir mörkin hennar, en í þau 2 skipti hafi hún ekki verið nógu skýr með að hún vildi þetta ekki þó hann hafi byrjað að leita á hana meðan hún var sofandi, með því að setja putta í leggöngina á henni. Hún hafi oft verið að vakna við þetta, en í þau skipti hafi hún ekki sagt neitt en þóst vera sofandi og leyft honum þetta. Þetta hafi gerst tvisvar áður og henni hafi verið farið að líða illa með það og því forðast að hitta hann þangað til þetta kvöld. Þau hafi alls ekki 13 verið kærustupar, held ur bara og aðallega að sofa saman eftir djamm. Þau hafi samt ekki alltaf sofið saman þegar þau hittust. Þau hafi oft verið í samskiptum á Snapchat þess á milli og verið að senda hvort öðru myndir. Það hafi verið daglega meira og minna. Í þessum samskiptum kvaðst hún ekki hafa þótt hún geta treyst ákærða enda hafi hún ekki þekkt hann vel og henni hafi oft þótt hann verða skrýtinn þegar hann var búinn að d jamma. Það hafi verið eins og hann breyttist geðveikt við það. Þegar þau hafi byrjað að sofa saman þá haf i hann eins og breyst og farið í annan gír og orðið svona frekar vita hvort hann hafi alltaf verið undir áhrifum þegar þau hittust, en hún haldi að hann hafi oftast veri ð búinn að drekka eða reykja kannabis. Hún hafi ekki vitað um kannabisneyslu á þessum tíma, en það hafi komið í ljós eftir á að hann hafi oft verið að reykja gras með vinum sínum og taka kókaín. Hún hafi ekki vitað um þetta þá, en hún hafi heyrt um þetta e ftir á , en þó aldrei séð það sjálf. Aðspurð um fyrri mökin umrætt sinn, þ.e. þau sem voru með samþykki hennar, kvað hún að ákærði hafi byrjað að ká f a á henni og þau farið að kyssast og sofið saman í framhaldinu. Minnti að ákærði hafi klætt þau bæði úr. Ha na hafi ekki langað sérstaklega. K vaðst ekki muna eftir stellingum sérstaklega, en hann hafi líklega verið ofan á en þannig hafi það oftast verið. Hann hafi ekki fengið fullnægingu og þess vegna hafi hann væntanlega viljað meira. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa verið hrædd um að ákærði myndi ekki hætta eftir að hún hafði neitað honum. Hann hafi verið pirraður. Þetta hafi verið þannig í hin fyrri skiptin. Aðspurð lýsti brotaþoli því að það hafi verið sárt þegar ákærði hafi troðið typpinu inn í leggöng hennar og daginn eftir hafi verið vont að labba og hana hafi sviðið í marga daga eftir þetta við að pissa, enda hafi hún ekki verið undirbúin fyrir að hann setti typpið inn í hana. Aðspurð kvað brotaþoli að það hafi ekki leynt sér að hún hafi verið að gráta þann ig að hún geri ráð fyrir að hann hafi orðið var við það. Hins vegar hafi hann ekkert sagt. Hún hafi reynt að komast ofan af honum, en hann hafi haldið henni mjög fast og sé miklu sterkari. Hann hafi orðið var við að hún hafi verið að reyna að losa sig en h ann hafi ekki sýnt nein viðbrögð við því og verið alveg sama. Ákærði hafi verið mjög harkalegur og hún hafi meitt sig. Henni hafi verið illt í höndunum. Hún hafi kannski ekki verið hágrátandi þegar hún hafi verið ofan á honum, en með tárin í augunum og fro sin. 14 Hún hafi reynt að láta þetta líða hjá. Henni hafi liðið mjög illa og verið ótrúlega hrædd og ekki þorað að gera mikið af því að þá myndi hann kannski gera eitthvað enn verra eins og t.d. að vera harkalegri. Henni hafi liðið mjög illa og reynt að koma sér burt eins fljótt og hún gat eftir að hún vaknaði. Henni hafi þótt mjög niðurlægjandi að ákærði hafi farið að hlægja þegar hún var að fara, eins og hann vissi vel hvað hann hafi gert. Aðspurð kvaðst brotaþoli halda að klukkan hafi verið milli 11 og 12 þegar hún fór frá ákærða. Klukkan hafi verið um 9:30 þegar ákærði hafi verið búinn að ljúka sér af í seinna skiptið. Hún hafi verið að fara að vinna . Fyrst hafi hún farið heim til sín, en ekki talað um þetta þar. Móður hennar hafi þótt hún eitthvað s krýtin en þær ekki talað saman þá. Þegar hún hafi komið heim um morguninn hafi hún sent D vinkonu sinni skilaboð. Hún hafi áður sagt henni frá þessum fyrri 2 skiptum og ekki liðið vel með þau. Svo hafi hún sagt henni að þetta hafi gerst aftur nema bara mik ið verra. Hún hafi reynt að halda bara áfram með lífið en liðið ótrúlega illa og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Á þriðjudeginum hafi hún sagt F inkonu sinni frá þessu öllu saman. Á fimmtudeginum hafi hún farið í vinnu að morgni og í kaffipásunni haf i hún farið út í bíl og brotnað niður og hágrátið og verið allri lokið. Svo hafi hún farið til yfirmannsins og sagt að hún væri veik. Móðir hennar hafi endalaust verið að spyrja hvernig hún væri veik og hún hafi bara sagst vera eitthvað slöpp. Svo um kvöld ið hafi móðir hennar gengið á hana og spurt hvað hafi gerst og þá hafi hún sagt ekkert og svo hafi móðirin gengið betur á hana og þá hafi hún sagt henni frá þessu. Hafi móðir hennar þá hringt á Landspítalann og þá verið sagt að koma daginn eftir á Neyðarmó ttöku. Hún hafi sagt F allt sem hafi gerst, en hún hafi ekki getað gert það með orðum og fengið að gera það með skilaboðum. Hún hafi líka gert það með móður sína, þ.e. að senda henni texta. Það hafi verið sami texti og F fékk. Aðspurð um samskipti við ákæ rða eftir þetta kvað brotaþoli þau hafa verið engin, sem hafi verið mjög óvenjulegt. Hún hafi einu sinni þurft að hafa við hann samskipti vegna mögulegs Covid smits, en annars hafi ekkert verið fyrr en hún hafi óvart sent honum Snap chat skilaboð . Þá lýsti brotaþoli því að þessi atburður hafi haft mjög mikil áhrif á hana og hún hafi þurft að leita sér mjög mikillar aðstoðar og verið hjá mörgum sálfr æ ðingum, bæði í áfallameðferð og venjulegum viðtölum. Hún sé greind með átröskun og það hafi versnað mjög miki ð eftir þetta. Hún eigi mjög erfitt með að treysta fólki og hafi einangrað sig 15 mikið. Hún sé miklu minna með vinum sínum en hún hafi áður verið. Þá hafi hún lítið treyst sér til að fara þó margir vinir hennar búi þar. Hún hafi ítrekað verið að hitta st ráka og það hafi endað með því að hún fari grátandi út eftir að minningar um þetta komi upp. Áður hafi hún verið mjög opin. Hún sé búin að vera hrædd og verið á varðbergi og vaknað marg oft með martraðir um að það sé verið að halda henni og hún komist ekki burt. Hún hafi þurft svefnlyf í heilt ár eða meira, en þess hafi hún ekki þurft áður að staðaldri. Hún taki líka lyf við kvíða og þu n glyndi. Aðspurð kvað brotaþoli að hún og ákærði hafi alltaf hist á kvöldin. Þau hafi legið uppi rúmi og horft á þætti. Þau hafi aldrei gert neitt annað saman. Aðspurð lýsti brotaþoli því að ákærði hafi alltaf átt frumkvæðið að kynlífinu milli þeirra. Hann hafi þá byrjað á káfa á henni og sett putta í leggöng. Það hafi eiginlega alltaf byrjað þannig, svipað og 2020. Aðspur ð um framburð sinn hjá lögreglu kvað brotaþoli rétt að þetta hafi eiginlega alltaf endað þannig að ákærði hafi troðið typpinu inn í hana og byrjað að sofa hjá henni og hún leyft honum það. Í þessi fyrri skipti hafi hún aldrei sagt nei, en það hafi hún gert í þetta sinn og tekið hendina hans í burtu. Það hafi gerst tvisvar áður að hann hafi leitað á hana sofandi, en þau hafi líka haft samfarir með fullu samþykki. Fyrir 2020 hafi bara verið 2 skipti þar sem hún var sofandi í upphafi. Hin skiptin hafi veri ð eðlileg og með samþykki. Hún hafi ekki verið búin að tala um það við ákærða að henni þætti þetta óeðlilegt, en henni hafi þótt þetta óþægilegt, en haft litla reynslu. En vinkonum hennar hafi þótt þetta óeðlilegt. Aðspurð kvað brotaþoli það aldrei hafa ge rst áður að hún hafi beðið hann um að hætta. Hún hafi ekki búist við að hann myndi hætta þetta sinn enda verið búin að segja að hún vildi þetta ekki og reynt að taka hendina hans í burtu. Aðspurð um þann framburð sinn hjá lögreglu að hún sé mikið að gera öðrum til geðs og hafi ekki viljað að ákærði myndi vilja hætta að hitta hana, tók brotaþoli fram að hún hafi sagt að hún vildi þetta ekki og reynt að ýta honum frá sér og taka hendina hans í burtu, þannig að hún telji að hann hafi mjög mikið áttað sig á þv í að hún vildi þetta ekki 2020. Aðspurð kvað brotaþoli að dregið hafi verið fyrir glugga en ekki kolniðamyrkur í herberginu. Aðspurð um framburð D hjá lögreglu um að brotaþoli hafi beðið hana að aka sér til ákærða þegar þær voru á leiðinni kannaði st brotaþoli við það og kvað ákærða þá hafa verið byrjaðan að senda sér skilaboð. Hann hafi ekki hætt því. Hún hafi ekki verið 16 búin að hugsa það til enda hvernig hún kæmist í vinnu frá ákærða. Aðspurð kvaðst hún bara ætlað að kúra og gista saman, eins og þau hafi stundum gert áður. Hún hafi verið alveg skýr með það gagnvart ákærða að hún væri ekki að koma til hans til að stunda kynlíf. Aðspurð kvaðst brotaþoli strax hafa upplifað að ákærði hafi brotið gegn henni. Það hafi verið áður en hún lét vinkonur sí nar vita um þetta. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki strax leitað sér læknis og aðstoðar kvað brotaþoli að hún hafi ekki viljað horfast í augu við að þetta hafi gerst og ekki viljað taka afleiðingunum. Hún hafi bara ætlað að láta þetta hverfa en svo hafi h ún bara ekki getað það. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa séð á sér handarfar eftir ákærða, eða aðra sýnilega áverka. Aðspurð um spurningalista hjá Neyðarmóttöku þar sem fram kemur að hún hafi áður orðið fyrir kynferðisbroti kvað brotaþoli að þarna hafi hún verið að vísa í fyrri skiptin 2 með ákærða. Enginn hafi brotið gegn henni kynferðislega nema ákærði. Aðspurð um fram burð E hjá lögreglu kvað brotaþoli að það tilvik sem E lýsi sé ekki tilvikið 2020, heldur sé það tilvikið þegar þetta hafi gerst í annað skiptið, en hún látið það yfir sig ganga. Henni hafi liðið illa eftir það tilvik. Það hafi verið snemma í senni lega [..] . Aðspurð kvað brotaþoli að þau hafi ekki stundað harkalegt kynlíf. Hún hafi t.d. ekki áður meitt sig eða fengið áverka. Aðspurð um vottorð G læknis kvað hún að hana hafi sviðið við leggöngin þegar hún pissaði og það hafi verið tilefnið. Það hafi verið verst fyrstu dagana eftir 2020, en svo hafi óþægindin verið viðvarandi. Hafi verið rifa þarna sem hafi valdið sviðanum. Hún hafi ekki lifað kynlífi með neinum milli 2020 og þar til hún fór til G . Vitnið A , móðir brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að brotaþoli hafi komið heim þennan dag fyrir hádegið. Hún hafi verið ólík sjálfri sér og skrýtin og greinilega í uppnámi. Þ að hafi verið ólíkt því sem venjulega var. Virst vera döpur og inni í sér, sem hafi verið óvenjule gt, en þær séu mjög nánar. Brotaþoli hafi farið inn í herbergi og hafi vitnið átt lítil samskipti við hana það sem eftir var dagsins. Dagana á eftir hafi hún verið mikið grátandi og inni í herbergi og verið ólík sjálfri sér. Á fimmtudeginum hafi brotaþoli farið heim úr vinnu og verið bara grátandi inni í herbergi. Seinni part þess dags hafi vitnið svo gengið á brotaþola , en hún hafi fyrst sagt ekki neitt, en vitnið séð að það væri ekki rétt. Svo hafi brotaþoli viðurkennt að eitthvað væri að og 17 vitnið spurt hvort það tengdist ákærða og brotaþoli játað því og vitnið spurt hvort hann hafi gert henni eitthvað, nauðgað henni eða eitthvað annað. Þá hafi brotaþoli algerlega brotnað saman og sagt vitninu þetta. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi vaknað við hann og beð ið hann að hætta en ákærði hafi haldið henni og fengið vilja sínum framgengt. Brotaþoli hafi líka sagt að þetta hafi ekki verið að gerast í fyrsta sinn, en að hin fyrri skipti hafi ekki verið svona gróf. Brotaþoli hafi líka sagt að það væri rosalega vont a ð pissa og það hafi verið þessa viku. Vitnið hafi hringt strax á Landspítalann til að fá upplýsingar og verið bent á að koma daginn eftir á Neyðarmóttöku og þær hafi gert það. Vitnið lýsti því hvernig brotaþoli hefði breyst eftir 2020. Hún hafi verið m eð mikinn kvíða og grátið oft. Hún hafi oft ekki treyst sér í vinnu og annað, sem ekki hafi verið áður. Aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi verið með kvíða áður, en það hafi ekki verið neitt í líkingu við þetta. Þá sagði vitnið frá því að brotaþoli hafi sagt sér frá því að viðlíka atvik hafi tvívegis áður átt sér stað milli hennar og ákærða. Vitnið F gaf skýrslu gegnum fjarfundarbúnað við aðalmeðferð. B rotaþol i er besta vinkona vitnisins síðan árið 2019. Kvaðst þekkja brotaþola mjög vel. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi sagt sér frá atvikinu morguninn eftir að það gerðist, þ.e. sama dag, að brotið hafi verið gegn henni. Brotaþoli hafi þurft að tala um þetta við vitnið og vitnið sagt henni að þetta væri ekki í lagi. Brotaþoli hafi sagt sér frá þessu á Sn apchat þar sem þær hafi skrifast á. Vitnið kvaðst eiga þessi samskipti og hafa sýnt lögreglu þau. Þær hafi líka rætt þetta dagana á eftir, en brotaþola hafi þótt erfitt að ræða þetta og lítið viljað það. Vitnið kvaðst hafa hvatt brotaþola til að segja móðu r sinni frá þessu. Brotaþoli hafi sagt sér að hún hafi farið til ákærða og þau hafi sofið saman. Svo hafi hún farið að sofa og vaknað við að hann væri að putta hana og nudda sér upp við hana. Hún hafi ýtt hendinni hans frá og reynt að fara aftur að sofa. S vo hafi ákærði verið að reyna að setja hann inn og hún hafi sagt nei og þóst vera sofandi. Svo hafi hann gert þetta aftur og haldið áfram og haldið henni og klárað sitt og farið svo að sofa. Þetta hafi alveg verið í svolítið langan tíma. Brotaþola hafi lið ið mjög illa þegar hún var að segja frá þessu og verið að átta sig á þessu. Þetta hafi orðið brotaþola því erfiðara sem hún hafi áttað sig betur á því hvað hafi gerst. Hún hafi skolfið og grátið og verið að hugsa um að fara í veikindaleyfi í vinnunni. Þett a hafi verið ólíkt brotaþola, sem venjulega sé mjög hress og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og verið mjög glöð. Eftir þetta atvik hafi orðið miklar breytingar á brotaþola sem hafi staðið lengi eftir á og standi enn. Andleg líðan hennar hafi veri ð á niðurleið síðan þetta var. Brotaþoli hafi sagt að það væri vont að pissa og erfitt að labba og henni 18 væri mjög illt. Vitnið kvaðst telja að þessar breytingar hafi orsakast af áfalli. Vitnið staðfesti ljósmyndir af síma vitnisins og staðfesti nöfn s ín o g brotaþola á Snapchat. Vitnið D , vinkona brotaþola, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð. Vitnið gat þess að þær væru bestu vinkonur og þekk t ust mjög vel. Vitnið lýsti því að hafa verið með brotaþola fyrr um kvöldið þetta sinn. Þær hafi verið , en svo hafi þær farið heim á leið og hafi vitnið ekið. Brotaþoli hafi verið að tala við ákærða gegnum Snapchat og hafi beðið vitnið að skutla sér til hans, en vitnið hafi ekki nennt því. Eftir að þær voru komnar hafi brotaþoli svo hringt í vitnið og sagt henni að hún ætlaði að fara til ákærða. Svo hafi brotaþoli sent vitninu skilaboð á Snapchat daginn e ftir, um að ákærði hafi brotið gegn henni. Hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi farið yfir mörkin hennar og hún hafi marg oft verið búin að segja að hún vildi ekki sofa hjá honum. Hún hafi beðið ákærða að hætta, en hann hafi ekki orðið við því. Brotaþoli hafi sagt sér að hún hafi verið grátandi og vitnið hafi spurt hvort ákærði hafi tekið eftir því og brotaþoli hafi sagt að hún teldi það. Aðspurð kvað vitnið að hvorki hún né brotaþoli hafi verið undir áhrifum. Þetta hafi allt saman verið eftir miðnætti, en vitnið gat ekki komið nánari tímasetningu á atvikin. Samskipti þeirra á Snapchat hafi verið skrifleg. Stuttu seinna hafi þær talað um þetta atvik og vitnið kvaðst muna að brotaþoli hafi sagt að hún væri búin að segja foreldrum sínum þetta og væri að fara að kæra þetta. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi haldið henni niðri þegar hún hafi ætlað að fara frá honum. Vitnið lýsti því að b rotaþola hafi liðið illa eftir þetta, en þær hafi ekki verið mikið saman á þessum tíma og gæti því ekki vel lýst því. Vitnið E gaf skýrslu við aðalmeðferð og lýsti því að hún og brotaþoli hafi verið bestu vinkonur nánast frá því í fyrsta bekk. Þær hafi ve rið samferða gegnum allan grunnskóla og framhaldsskóla. Þær þekkist vel. Vitnið kvaðst ekki þekkja neitt til þess atviks sem fjallað er um í ákæru. Vitnið hafi ekki rætt þetta atvik við brotaþola. Hins vegar lýsti vitnið því að þær hafi unnið saman sum arið 2020. Þá hafi það eitt sinn borið við að brotaþoli hafi hringt í vitnið og spurt hvort vitnið gæti leyst hana af, en vitnið ekki haft tök á því. Brotaþoli hafi ekki látið uppi neina ástæðu fyrir beiðninni, en seinna hafi brotaþoli sagt henni frá því a ð hafa beðið vitnið um það í 2020 að leysa sig af, vegna þess að þann morgun hafi ákærði brotið smá á henni . Hafi brotaþoli lýst því að ákærði hafi byrjað að putta hana meðan hún hafi verið sofandi og hafi hún sagt að hún væri ekki í stuði, en þá hafi ákærði byrjað að setja liminn inn og hún beðið hann að hætta, en svo hafi hún bara haldið áfram að þykjast vera sofandi og bara leyft þessu að gerast. 19 Hún hafi verið niðurbrotin í vinnunni út af þessu og grátið. Brotaþoli hafi átt erfitt með að segja frá þ essu. Vitnið C , , gaf skýrslu við aðalmeðferð og greindi frá því að hafa ráðið brotaþola til vinnu . Kvaðst ekki muna glögglega hvenær það hafi verið, en vísaði til lögregluskýrslu sinnar um það. Brotaþoli hafi fengið mjög góð meðmæli og það hafi gengið eftir. Hún hafi reynst mjög góður starfsmaður. Það hafi hins vegar breyst og mæting hafi ekki orðið eins góð. Vitnið hafi ekki áttað sig á orsökum þess þá. Stundum gerist eitthvað hjá starfsmönnum sem stjórnandi viti ekki um. Þær hafi hist einu sinni í tengslum við veikindaleyfi brotaþola. Vitnið og hafi rætt við brotaþola um slælega mætingu, en vitnið kvaðst ekki muna vel eftir því. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu staðfesti vitnið hann og vísaði til hans. Lögreglumaður nr. 9709 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti að hafa verið viðstaddur eina skýrslutöku við rannsókn málsins og tekið ljósmyndir af skilaboðum í síma og gert skýrslu um það. Brotaþoli hafi verið trúverðug við skýrsl ugjöf sína. Vitnið H hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið kannaðist við móttökuskýrslu sína. Vitnið tók á móti brotaþola á Neyðarmóttöku að morgni 2020. Talsverður kvíði og vanlíðan hafi verið hj á brotaþola. Hún hafi lýst því að hafa verið í samskiptum við mann i nokkra mánuði. Það hafi verið kynferðisleg samskipti sem brotaþoli hafi upplifað vel framan af. Svo hafi verið 3 skipti þar sem hún hafi vaknað við að ákærði hafi verið að hafa við sig ky nmök. Hún hafi lokað á sambandið, en tæpri viku fyrir komu á Neyðarmóttöku hafi brotaþoli ákveðið að hitta hann eftir beiðni frá honum eftir djamm. Hafi brotaþoli farið til hans. Fyrst hafi verið allt í lagi, en svo hafi hún vaknað við að ákærði hafi verið að fara inn á hana og orðið svo grófari og þröngvað sér inn í hana. Hún hafi beðið hann að hætta og upplifað þvingun til kynmaka. Ekki hafi farið fram skoðun vegna þess að nokkrir dagar hafi liðið frá atvikinu. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi greint frá líkamlegum áverkum, en það hefði þá verið skráð. Aðspurð um það sem hakað er við í skýrsluna um að brotaþoli hafi verið neydd til að sjúga kynfæri árásarmanns kvað vitnið að fyrst hakað sé í það þá hafi brotaþoli sagt það. Líklega sé átt v ið þetta tilvik, fremur en fyrri atvik. Vitnið kvaðst hins vegar ekki muna þetta beint , en skýrslan sé tekin í rauntíma og hakað við á meðan skýrslan er tekin . Aðspurð um það sem hakað er við um 20 fyrri kynferðisbrot kvað vitnið að þar sé vísað til fyrri kynferðisbrota sama manns gegn brotaþola. Vitnið J læknir gaf skýrslu gegnum fjarfundarbúnað við aðalmeðferð. Vitnið kannaðist við og staðfesti ofangreint vottorð sitt frá 24. nóvember 2020. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola 2020. Það hafi verið mjög langt viðtal. Þá hafi vitnið útbúið læknisvottorð og vottorðið 24. nóvember 2020 sé í raun framhald af því eftir samskipti í gegnum Heilsuveru. Ástæða komu 2020 hafi verið mikil andleg vanlíðan brotaþola. Hún hafi verið að glíma við kvíða um eitthvert skeið, en það hafi versnað verulega eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi vikuna áður, án þess að hún hafi lýst því frekar. Hafi þó komið fram hjá henni að það væri komið í ferli eftir öðrum leiðum. Vitnið kvað ekki hafa komið fram hjá brotaþola nein önnu r atvik, en hún hafi þó getið um að hún hafi lengi haft tilhneigingu til að vera kvíðin. Kvíðalyfjaskammtur hafi verið hækkaður. Vitnið I sálfræðingur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola í tvígang hjá Stígamótum. Brotaþoli hafi komið til vitnisins tvisvar sinnum í 2021. Brotaþoli hafi rætt kynferðisbrot sem hún hafi orðið fyrir, bæði nauðgun og kynferðislegri áreitni. Málið muni hafi verið í kæruferli þá. Þetta hafi verið strákur sem hún hafi verið að hitta og sofa hjá. Hann hafi nauðgað henni og málið væri í kæruferli. Brotaþoli hafi talað um mikla skömm og kvíða ásamt lágu sjálfsmati í þessu sambandi. Þá hafi átröskunareinkenni verið til umræðu. Þetta séu þekkt einkenni kynferðisofbeldis. Brotaþoli hafi virst einlæg og trúverðug. Vitnið L sálfræðingur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið leiðrétti tölur í vottorði sínu, dags. 16. september 2022, varðandi niðurstöður úr DASS prófi sem lagt var fyrir brotaþola . Þar eigi að standa varðandi þunglyndi í 2022 talan 38 en ekki 18. V arðandi kvíða í 2022 eigi að standa talan 30 en ekki 7. Varðandi streitu í 2022 eigi að standa talan 36 en ekki 16. Varðandi þunglyndi í 2022 eigi að standa talan 30 en ekki 18. Varðand i kvíða í 2022 eigi að standa talan 26 en ekki 7. Varðandi streitu í 2022 eigi að standa talan 28 en ekki 16. Þessar tölur séu í samræmi við alla aðra lista í skýrslunni og breyti engu öðru varðandi skýrsluna. Vitnið staðfesti bæði vottorð sín. Vi tnið er meðferðaraðili brotaþola og hefur verið að hitta hana frá 2022. Vitnið lýsti því að þegar skýrslan var gerð þá hafi vitnið hitt brotaþola í 7 viðtölum. Brotaþoli hafi fyrst leitað til sín vegna mikils kvíða, streitu og depurðar. Þetta hafi brot aþoli tengt við ætlað kynferðisofbeldi og viljað vinna með það. Vitnið kvað að 21 brotaþoli hafi verið einlæg í frásögn og hreinskilin. Hún hafi verið samkvæm sjálfri sér í öllum viðtölum og ekkert ósamræmi verið til staðar. Hún hafi greint frá miklum óróleik a og átt erfitt að slaka á. Hún hafi fengið mikið af óþægilegum minningum um atburðinn, sem hafi valdið henni kvíða og óþægindum og truflun í daglegu lífi. Þá hafi hún átt við svefnerfiðleika að stríða og fengið martraðir. Þá hafi viðhorf brotaþola gagnvar t sjálfri sér og öðrum breyst á neikvæðan hátt. Henni hafi þótt erfiðara að treysta, sérstaklega í nánum tilfinningasamböndum. Henni hafi þótt hún minna virði en annað fólk eftir ætlað brot. Þegar brotaþoli hafi rætt ætlað kynferðisbrot þá hafi hún sýnt mi kil streituviðbrögð og forðun og átt erfitt með að tala um þetta. Þá hafi hún tárast og viljað leiða frásögnina og samtalið annað. Brotaþoli hafi rætt um eitt tilvik, þ.e. það sem kært hafi verið fyrir. Öll þessi einkenni sem brotaþoli hafi lýst séu vel þe kkt hjá fólki sem hafi upplifað áföll eins og nauðgun, slys eða hamfarir. Vitnið kvaðst telja að einkennin væru vegna hins ætlaða kynferðisbrots, enda hafi öll einkennin snúið að því atviki. Brotaþoli hafi greint frá slysi sem hún hafi lent í árið 2021 og þær hafi rætt það, en ekkert í viðtölum hafi bent til að það atvik hefði sálræn áhrif á brotaþola. Vitnið kvaðst notast við hugræna atferlismeðferð í viðtölum sínum við brotaþola. Brotaþoli hafi að sumu leyti náð bata, en margt sé þó eftir enn. Hún sé enn með mikil einkenni. Vitnið kvaðst telja að brotaþoli hafi alla möguleika á að þetta a tvik muni ekki há brotaþola í daglegu lífi ef hún heldur áfram í sálfræðimeðferð og vinnur úr einkennum. Þetta verði þó ávallt leið minning sem ekki verði þurrkuð burt. Aðspurð um möguleg áhrif annarra áfalla á niðurstöðu í skýrslu vitnisins kvað vitnið að brotaþoli hafi rætt um ofbeldi af hálfu , en ekki hafi verið unnið með þetta sérstaklega. Þetta hafi ekki tengst neinum áfallaeinkennum brotaþola. Brotaþoli hafi ekki minnst á ofbeldi af hálfu . Brotaþoli hafi ekki minnst á bílslys á árinu 2019. Bro taþoli hafi nefnt kynferðislega áreitni af hálfu annars manns en ákærða og tillit hafi verið tekið til þess í vottorði. Engin merki hafi verið um að það atvik hafi valdið brotaþola óþægindum eða haft áhrif. Vottorðið hafi sérstaklega fjallað um það atvik s em hafi verið að valda brotaþola einkennum og óþægindum, þ.e. ætlað kynferðisbrot. Ekki hafi verið gerð formleg greining á áfallastreitu og engin mismunagreining farið fram. Hins vegar hafi öll einkenni brotaþola snúið að hinu ætlaða kynferðisbroti , en áfa llastreita snúi alltaf að tilteknu atviki, ólíkt t.d. þunglyndi. Unnt sé að segja með vissu að öll einkenni brotaþola hafi snúið að þessu atviki. Þá kannaðist vitnið við að brotaþoli hafi greint frá líkamlegum einkennum þannig að hún hafi rifnað við ætlað brot og fengið blóðsýkingu 22 í kjölfarið sem hafi valdið miklum óþægindum. Brotaþoli sé ekki formlega greind með áfallastreituröskun, en sýni öll þekkt merki áfallastreitu. Þau einkenni tengist ekki öðrum atvikum eða upplifunum í lífi brotaþola. Vitnið G læ knir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Vitnið staðfesti vottorð sitt, dags. 3. desember 2020, um komu brotaþola 2020. Brotaþoli hafi haft óþægindi á kynfærasvæði. Hún hafi skýrt frá því að hafa orðið fyrir nauðgun um 2 mánuðum áður og verið með óþægindi. Við skoðun hafi komið í ljós litlar húðsprungur milli fæðingarvegar og endaþarms sem gæti kannski ekki verið eftirköst eftir atvik 2 mánuðum áður, en þetta komi oft við álag. Þetta sé býsna algengt. Þetta sé ekki áverki heldur sé andlegt álag lan g algengasta orsökin að þessu. Þetta sé þekkt t.d. þegar konur gangi í gegnum erfiðleika í persónulegu lífi eða séu t.d. í erfiðum prófum. Venjulega jafni þetta sig sjálft. Áverkar eftir atvikið sjálft hefðu frekar sést við skoðun strax eftir atvikið. Þett a myndi ekki tengjast atvikinu sem áverki, heldur frekar álagi sem fylgi slíku atviki. Ef áverki hefði fylgt atvikinu, þá hefði það að öllum líkindum verið gróið þegar brotaþoli kom til vitnisins. Vitnið kvað ekki unnt að ákvarða aldur þessara húðsprungna. Vitnið K sálfræðingur gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað. Vitnið starfar sem sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans, þ.m.t. hjá Neyðarmóttöku. Vitnið staðfesti framangreint vottorð sitt. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola í 4 skipti í fra mhaldi af komu brotaþola á Neyðarmóttöku 2020. Brotaþoli hafi sagt frá atvikum 2020 um að hún hafi verið að hitta meintan geranda frá júlímánuði það ár. Hann hafi verið að beita brotaþola einhvers konar kynferðisofbeldi og gert það í þrígang. Þetta tiltekna kvöld hafi hann suðað í henni að koma, sem hún hafi gert. Þau hafi sofið saman með samþykki fyrst um sinn. Brotaþoli hafi í kjölfarið sofnað og vaknað við að ákærði r aftur að sofa, eða a.m.k. hún. Svo hafi hún vaknað við að hann hafi verið búinn að stinga typpinu inn í hana og hún hafi frosið, farið að gráta, reynt að ýta honum af sér, en hann hafi einhvern veginn snúið henni og pínt hana ofan á sig og haldið henni fast. Hún hafi sýnt skýr merki um að hún vil d Hann hafi haldið henni svona þangað til hann hafi fengið það. Hann hafi svo farið að sofa, en hún hafi ekki þorað að fara fyrr en morguninn eftir þegar þau hafi bæði verið vöknuð. Þessu hafi brotaþoli sagt frá í viðtali 2020 og lýst mikilli vanlíðan, mikilli depurð og slæmri líðan. Brotaþoli hafi verið að forðas t vinkonur sínar og ekki fundist 23 hún ráða við nei t t, fundist hún vera dofin og langað að gleyma atvikinu, en ekki getað það. Brotaþoli hafi ætlað að reyna að gleyma þessu en brotnað niður og hitt heimilislækni 2 dögum áður. Sá læknir hafi mælt með aukningu á skammti kvíðalyfja, sem hafi verið gert. Hafi svo brotaþoli fengið veikindaleyfi og verið í því í rúman mánuð. Hún hafi lýst áfallaeinkennum sem séu sértæk út frá þessu ætlaða broti. Hún hafi lýst versnun á átröskunareinkennum og að hún hafi átt erfitt með að pissa og það verið mjög sársaukafullt í nokkra daga eftir ætlað brot. Hún hafi lýst sértækum áfallaeinkennum s.s. endurteknum óvelkomnum minningum um að vakna við að gerandi sé kominn með fingurna inn í hana sem hún vilji ekki. Þessar minningar hafi sótt á hana endurtekið og óvelkomið. Hún hafi lýst uppnám hafi ákveðin lykt sem hún hafi fundið heima hjá geranda sem hún hafi svo fundið annars staðar og hafi vakið hjá henni andlegt og líkamlegt uppnám. Hún hafi átt erfitt með að vera hjá sjúkraþjálfara og fá þ ar snertingu. Allar ámi n ningar um kynferðisofbeldi og áreitni sem hún hafi t.d. séð í sjónvarpi hafi komið henni í uppnám. Hún hafi forðast hugsanir sínar, tilfinningar og minningar og haldið sér upptekinni til að hleypa þessu ekki að. Hún hafi forðast að hitta vin sinn sem bjó og upplifað að hún hefði misst áhuga á að hitta vini sína. Hún hafi átt erfitt með að sofna þrátt fyrir svefnlyf. Þá hafi hún lýst ofurárvekni og verið mjög hrædd um að rekast á ætlaðan geranda á förnum vegi. Í seinni viðtölum ha fi líðan hennar verið betri og hafi brotaþoli útskrifast frá vitninu eftir viðtal 2020. Aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi verið mjög döpur í fyrstu viðtölum, setið með hendur í kjöltu með lækkað geðslag. Af framkomu hennar hafi verið augljóst að hú n væri að upplifa mikla vanlíðan. Hún hafi verið mjög samkvæm sjálfri sér og mikið samræmi milli viðtala. Einkennin h af i, að mati vitnisins , orsakast af ætluðu kynferðisbroti . Það sé alveg skýrt. Hún hafi greint frá öðrum áföllum, bílslysi árið 2019, en vi ð skimun hafi hún neitað öllum áfallaeinkennum út frá því atviki. Þá hafi hún greint frá því að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af og leitað sér meðferðar vegna þess. Við skimun hafi brotaþoli hins vegar neitað áfallaeinkennum út frá þeim atburðum . Þannig sé ekkert annað en ætlað kynferðisbrot sem geti skýrt áfalla streitu einkenni brotaþola. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvort brotaþoli muni bera varanleg einkenni vegna þessa atviks. Vitnið kvaðst ekki hafa greint brotaþola með áfallastreiturösk un, en áfallaeinkenni brotaþola hafi skýra tengingu við ætlað kynferðisbrot. Ekkert hafi komið fram um að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu annarra en ákærða. 24 Forsendur og niðurstöður Ákærða í máli þessu er gefin að sök nauðgun e ins og nánar greinir í ákæru, en þar er háttsemi ákærða heimfærð til 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök. Eins og að ofan greinir hefur ákærði lýst því að brotaþoli hafi komið til hans umrædda nótt og hafi þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekk i verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort brotaþoli var líka að horfa á sjónv a rpið eða ekki. Brotaþo li hafi svo farið burt , upp undir klukkustund eftir að samfarir voru yfirstaðna r. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að brotaþoli hafi á neinn hátt verið ósátt við það sem þeim fór þarna á milli. Kvaðst heldur ekki hafa áttað sig á neinu slíku þó samski pti þeirra á samfélagsmiðlum féllu niður eftir þetta og kvaðst hafa haldið að þetta óformlega samband væri bara búið. Kvað sé r í raun ekki hafa dottið í hug að brotaþoli hafi upplifað að hann hefði brotið gegn henni fyrr en 2020 þegar áður lýst Snapcha t samskipti áttu sér stað. Um þetta atriði var hann þó missaga að því leyti að hann kvaðst einnig ekki hafa áttað sig á því fyrr en lögregla hafði samband við hann vegna kæru brotaþola. Brotaþoli hefur gefið aðra lýsingu á atburðunum. Eins og áður kemur fr am hefur hún lýst atburðarásinni á svipaðan hátt og ákærði , fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Eftir það skilja leiðir og brotaþoli hefur lýst því að þá hafi hún ætlað að fara að sofa, en eftir það haf i ákærði brotið gegn henni eins og að framan er gerð grein fyrir. Nánar tiltekið hefur hún lýst því að ákærði hafi án samþykkis hennar og meðan hún var sofandi stungið fingri eða fingrum í leggöng hennar og eftir að hún vaknaði og hafði látið hann vita að hún vildi þetta ekki og sofnað aftur, stungið getnaðarlim sínum í kynfæri hennar og haft við hana samræði á n samþykkis og eftir að hún var vöknuð haldið henni fastri á meðan hann haf ði við hana samræði uns því lauk með því að ákærði fékk fullnægingu. Hefur hún lýst því að hafa látið ákærða vita að hún vildi þetta ekki, auk þess að hafa grátið og reynt að losa sig frá honum. Samkvæmt lýsingu hennar gat ákærða ekki dulist að hún væri þessu öllu mótfallin og hefði ekki veitt neitt samþykki fyrir þessum at höfnum ákærða. Fyrir liggur að skömmu eftir að brotaþoli fór frá ákærða þennan morgun hafði hún samband við 2 vinkonur sínar, þ.e. vitnin D og F . Lýsti brotaþoli fyrir þeim báðum að ákærði hefði brotið gegn henni á þann hátt sem hún hefur lýst allar götur síðan, bæði 25 hjá lögreglu og við aðalmeðferð. Hafa bæði vitnin, þ.e. D og F , komið fyrir dóminn og staðfest þetta. Þá liggja fyrir hin rafrænu samskipti brotaþola við vitnið F , en þau eru ítarleg og í fullu samræmi við framburð brotaþola. Báðar þessar vinko nur, en einkum þó vitnið F , hafa lýst vanlíðan brotaþola og breytingum á henni eftir umrætt atvik. Vitnið A , móðir brotaþola, kom fyrir dóminn og lýsti því að strax þegar brotaþoli kom heim þennan morgun frá ákærða hafi hún ekki verið eins og hún hafi átt að sér að vera. Þetta hafi svo versnað næstu daga uns brotaþoli hafi brotnað niður fáum dögum síðar og sagt henni frá því sem gerst hafi. Kom fram hjá vitninu að vanlíðan brotaþola hafi verið mikil eftir þetta atvik. Þá liggur jafnframt fyrir samkvæmt fram burði vitnisins C g þáverandi yfirmanns brotaþola í vinnu, að brotaþoli hafi verið mjög góður starfsmaður, en það hafi breyst. Vitnið mundi ekki dagsetningar í þessu sambandi við aðalmeðferð, en í framburði hennar hjá lögreglu kemur fram að brotaþoli hafi verið með veikindavottorð frá 2020, en hafið aftur störf að hluta 2020 og í fullu starfi frá 11. nóvember 2020 , en þetta er í samræmi við læknisvottorð og framburð vitnisins J læknis. Þá kom fram í framburði vitnisins C hjá lögreglu , að brotaþ oli hafi upplýst að hún hafi þurft að þiggja áfallahjálp , en það er sömuleiðis í fullu samræmi við annað sem fram er komið í málinu. Vitnið E gat ekki borið um það atvik sem um er fjallað í málinu eða viðbrögð brotaþola við því. H ún lýsti hins vegar vanlíð an brotaþola eftir annað atvik sem brotaþoli hefur sjálf lýst og er framburður þessa vitnis í samræmi við framburð brotaþola um það, en brotaþoli hafði áður lýst sambærilegu m atvikum við vinkonur sínar , þær D og F , þó þau tilvik hafi verið öðru vísi að því leyti að þá hafi hún látið þetta yfir sig ganga. Þykir þessi framburður vitnisins E fremur renna stoðum undir frásögn brotaþola heldur en hitt. Þá hefur komið rækilega fram í vottorðum og framburði vitnanna I , L og K , sem allar eru sálfræðingar og hafa ha ft brotaþola í viðtölum til lengri eða skemmri tíma, að líðan brotaþola breyttist mjög til hins verra eftir þetta atvik. Hefur komið fram að hún hefur átt við mikla andlega vanlíðan að stríða eftir þetta atvik. Hefur ekkert komið fram í málinu sem getur skýrt þá breytingu, annað en það sem brotaþoli hefur sagt frá sjálf og varðar ætlað brot ákærða gagnvart henni. Þannig eru einkenni áfallastreitu sem brotaþoli hefur haft aðeins rakin til þessa atviks og einskis a nnars. Er ekkert sem bendir til þess að þessi vanlíðan og áfallastreita verði rakin til annarra atvika, s.s. bílslyss eða ofbeldis og misgjörða af hendi eldri bróður hennar eða föður. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við skoðun hjá vitninu G lækni 19. nó vember 2020 kom fram að brotaþoli hafði litla r 26 húðsprungur milli fæðingarvegar og endaþarms, en samkvæmt framburði læknisins eru algengustu orsakir þessa andlegt álag, s.s. í einkalífi eða vegna erfiðra prófa, en ljóst er samkvæmt því sem fram hefur komið í málinu að á þessum tíma leið brotaþola mjög illa. Vitnið H hjúkrunarfræðingur sem tók á móti brotaþola á Neyðarmóttöku , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt um líðan og frásögn brotaþola, sem er í samræmi við annað sem fram hefur ko mið í málinu , að frátöldum framburði ákærða. Að mati dómsins þykir ekki skipta sköpum þó að í skýrslu vitnisins sé hakað við að brotaþoli hafi verið neydd til að veita ákærða munnmök, en vitnið mundi ekki sjálfstætt eftir því hvort brotaþoli hafi sagt þett a sjálf. Er óupplýst hvernig þetta atriði rataði inn í skýrsluna, en brotaþoli hefur hvergi lýst því í öðrum skýrslum og framburði að þetta hafi átt sér stað. Í málinu liggur fyrir, samkvæmt framburði ákærða og brotaþola, að fyrir þetta atvik voru samskipt i þei r ra á samfélagsmiðlum tíð og nánast dagleg um nokkurt skeið. Hins vegar brá svo við að eftir 2020 varð ekkert úr þeim samskiptum og féllu þau nánast alveg niður, en jafnframt er upplýst að þau hittust ekkert eftir þann dag. Á þessu hefur ákærði ek ki haft neinar skýringar aðrar en að hann hafi bara haldið að þetta væri búið, en þó bar hann líka að ekkert hafi bent til þess að hinu óformlega sambandi þeirra væri að ljúka. Sú staðreynd að þessum samskiptum lauk svo skyndilega sem raun ber vitni er hin s vegar í algeru samræmi við þá frásögn og upplifun brotaþola að ákærði hafi brotið gegn henni á þann hátt sem hún hefur lýst. Þá gerðist það 22. nóvember 2020 að ákærði sendi Snapchat skilaboð til brotaþola. Þeim skilaboðum svaraði brotaþoli með orðunum hverju þú ert allt í einu að senda mér snöpp aftur? Mér finnst lágmark að þú biðjir mig afsökunar á því sem þú gerðir mér síðast þegar við hittumst. Ég bað þig ítrekað um að hætta en þú hundsaðir það og hélst áfram gegn mínum vi aðeins og eingöngu verið að vísa til þess að han n hafi sent brotaþola óumbeðin skilaboð en ekki verið að biðjast fyrirgefningar á neinu öðru. Við aðalmeðferð kvað ákærði að honum hafi ekki orðið ljóst að brotaþoli hafi upplifað atvik 2020 sem nauðgun fyrr en lögregla hafði samband við hann. S í ðar í framburði sínum kannaðist ákærði þó við að þegar hann fékk umrædd skilaboð hafi honum dottið í hug að brotaþoli væri þarna að bera á hann kynferðisbrot. Ekki hafði ákærði neina skýringu á því hvers vegna hann hefði 27 ekki spurt hvað hún ætti við eða hvers ve gna hún bæri slíkt á hann. Að mati dómsins er sendinga og raunar fráleitt að virtum þeim orðum sem brotaþoli hafði sent honum. Er mun líklegra að ákærði hafi þarna beði st fyrirgefningar á því broti sem brotaþoli ber á hann í skilaboðunum, en ætla verður að ef ákærði hefði ekkert kannast við áburðinn að þá hefði hann annað hvort mótmælt honum, eða í það minnsta spurt hvað hún ætti við. Eins og að framan er rakið er frambu rður brotaþola í samræmi við þau gögn sem hafa verið lögð fram í málinu, en hann er jafnframt í samræmi við framburð annara sem hafa komið fyrir dóminn, að frátöldum framburði ákærða. Má segja að alger samhljómur sé milli framburðar brotaþola og annarra, s em og milli framburðar brotaþola og þeirra gagna sem hafa verið lögð fram í málinu. Aðeins framburður ákærða horfir til þess að hann hafi ekki gerst sekur um þann verknað sem honum er gefinn að sök. Að mati dómsins er framburður brotaþola afar trúverðugur , einlægur og ýkjulaus og styðst auk þess við annað í málinu eins og áður segir. Þá eru hvergi misfellur í frásögn hennar og lýsingum á atburðum. Er jafnframt augljóst að þessir atburðir hafa reynst henni þungbærir, en útlokað er að svo hefði verið ef atbur ðarásin hefði einungis verið sú sem ákærði lýsir. Þá eru atriði í framburði ákærða sem þykja veikja trúverðugleika hans. Þar má nefna að hann lýsir því að eftir samfarirnar hafi þau legið vakandi í rúminu upp undir klukkutíma, en hann viti þó ekki hvort br otaþoli hafi verið að horfa á sjónvarp eins og hann, og að þau hafi heldur ekkert talast við á þeim tíma alveg þangað til hún fór. Þá er framburður ákærða um skýringar þess að samskipti hans og brotaþola hættu skyndilega ekki trúverðugur, en hann hefur hel dur ekki lýst því að hafa þá reynt að endurvekja þau samskipti. Þá er sömuleiðis ekki sennilegur sá framburður ákærða að honum hafi ekki orðið ljóst að upplifun brotaþola var sú að hann hefði brotið gegn henni, fyrr en lögregla hafði samband við hann vegn a málsins. Raunar varð hann tvísaga um það þegar hann kvaðst hafa áttað sig á að svo gæti verið þegar hann fékk frá henni skilaboðin 2020, en allur framburður hans um þau skilaboð og svar hans við þeim er afar ótrúverðugur að mati dómsins. Að öllu fram angreindu virtu er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru, en háttsemin er réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði unnið sér til refsingar, en samkvæmt framlögðu sakavottorði hans hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. 28 Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð. Jafnframt verður litið til þess að ákærði hefur ekki fyrr gerst sekur um refsiverðan verknað. Er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 3 ár sem ekki kemur til álita að verði bundið skilorði að neinu leyti. Með brotum sínum gegn brotaþola hefur ákærði bakað sér bótaskyldu skv. almennum skaðabótareglum og b lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Brot ákærða var ófyrirleitið og hefur augljóslega haft mikinn miska í för með sér fyrir brotaþola. Er hæfilegt að ákærði greiði brotaþola kr. 2.000.000 í miskabætur með v öxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/200 1 um vexti og verðtryggingu, frá 27. september 2020 til 16. september 2022, en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærða var birt fyrirkall ásamt bótakröfu 16. ágúst 2022. Þá er rétt að ákærði greiði allan sakarkostnað sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt yfirliti saksóknara nemur útlagður kostnaður vegna rannsóknar kr. 32.000, auk kostnað a r vegna sálfr æ ðivottorða kr. 328.000. Þennan kostnað ber ákærða að greiða. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, kr. 1.863.720 að teknu tilliti til virðisaukaskatts, sem og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, kr. 1.778.625 , einnig að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður u pp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Ómar Örn Reynisson, sæti fangelsi í 3 ár. Ákærði greiði brotaþola, X , kr. 2.000.000 með v öxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 27. september 2020 til 16. september 2022, en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði sakarkostnað, alls kr. 4.002.345, þ. m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Páls Hilmarssonar lögmanns, kr. 1.863.720 að teknu tilliti til virðisaukaskatts og einnig þ.m.t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, kr. 1.778. 625, einnig að te knu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason