Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður föstudaginn 18. mars 2022. Mál nr. E - 4453/2021: Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins (Bjarki Már Baxter lögmaður) gegn Arnari Sigurðssyni, Sante ehf. og Santewines SAS (Birgir Már Björnsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 26. janúar sl. um frávísunarkröfu stefndu, er höfðað 16. september sl. af stefnanda, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, Reykjavík, á hendur, Arnari Sigurðssyni, lögaðil , Reykjavík, og Santewines SAS, , Beaune, Frakklandi. Málið var þingfest 21. september sl. í smásölu áfengis í vefverslun, að viðlögðum dagsektum. Hverjum stefndu verði gert að greiða dagsektir að fjárhæð kr. 50.000, sem skulu falla á að liðnum 15 dögum frá gna tjóns sem krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að mati dómsins. Stefndu lögðu fram greinargerð með kröfu um frávísun 14. október 2021, sbr. 2. mgr. 99. gr. la ga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 78/2015. Hyggjast þeir leggja fram greinargerð um efnisvarnir sínar í málinu á síðari stigum verði frávísunarkröfu þeirra hafnað. Í þessum þætti er því eingöngu til úrlausnar krafa allra stefndu um að málinu verði vísað frá dómi. Krefjast þeir einnig málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað og málskostnaðar úr hendi stefndu í þessum þætti málsins. I Málsatvik og málatilbúnaður stefnanda Stefnandi er ríkisstofnun sem hefur einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu, sbr. 1. mgr. 10. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak. 2 Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu fékk stefndi, Arn ar, persónulega, skráð virðisaukaskattsnúmerið 140848 þann 1. maí 2021 vegna atvinnurekstrar einstaklings, og sé það virðisaukaskattsnúmer gefið upp fyrir smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.sante.is . Kveður s tefnandi að stefndi, Arnar, hafi hins vegar hvorki leyfi til innflutnings áfengis né heildsölu. Enn fremur segir í stefnu að hið stefnda félag, Sante ehf., sé handhafi tímabundins starfsleyfis til áfengisinnflutnings og að stefndi, Arnar, sé skráður ábyrgð armaður leyfishafa. Skráð starfsemi stefnda, Sante ehf., sé heildverslun með drykkjarvörur og smásala á drykkjarvörum í sérverslunum. Stefndi, Arnar, sé 100% eigandi, stefnda, Sante ehf., og eini stjórnarmaður þess. Stefnandi byggir á því að stefndi, Sante ehf., virðist vera innflytjandi áfengis sem selt sé í smásölu í vefverslun á vefslóðinni www.sante.is . Áfengi sé jafnframt afgreitt af lager á skráðu heimilisfangi stefnda, Sante ehf. Stefnandi kveður stefnda, Santewine s SAS, vera félag skráð í Frakklandi og að það sé í fullri eigu stefnda, Arnars, sem jafnframt sé skráður forráðamaður þess. Stefndi, Santewines SAS, sé með skráða kennitölu hérlendis, kt. 520425 - 9550, sem gefin sé upp fyrir smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.sante.is . Þá sé stefndi, Santewines SAS, skráð fyrir fyrrgreindu léni í rétthafaskrá ISNIC. Reikningar hafi verið gefnir út í nafni Santewines SAS vegna viðskipta við vefverslunina. Stefndi Santewines SAS hafi þó hvorki leyfi til innflutnings áfengis til Íslands né heildsölu þess. Fram kemur í málavaxtalýsingu í stefnu að þrátt fyrir einkarétt stefnanda hafi stefndu hafið smásölu áfengis í vefverslun á vefslóðinni www.sa nte.is í maí 2021, þar sem neytendum sé boðið áfengi til sölu beint af innlendum lager. Á heimasíðu vefverslunarinnar komi fram að allar vörur sem boðnar séu til sölu í vefversluninni séu á lager á Íslandi og tilbúnar til afgreiðslu samdægurs eða í síðasta lagi næsta virka dag. Stefnandi kveðst hafa hvoru tveggja kært starfsemi stefndu til lögreglu, sem og tilkynnt Skattinum um meint brot stefndu á skatta - og tollalögum en ekki verði séð að yfirvöld hafi brugðist við erindum hans. Þá hafi stefnandi gert ley fisveitanda, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, grein fyrir meintum brotum stefnda, Sante ehf., á skilyrðum innflutningsleyfis hans og mun sýslumaður hafa sent erindi hans til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem eftirlitsaðila með framkvæmd leyfisins. S tefnandi telur stefndu með háttsemi sinni brjóta gegn lögvörðum einkarétti stefnanda og valda honum tjóni. Sé honum því nauðugur sá kostur að höfða þetta mál. Stefnandi telur alla stefndu eiga þátt í ólögmætri smásölu áfengis, sem fari fram í vefverslun á íslensku vefslóðinni www.sante.is . Það sé þó stefndi, Arnar, sem haldi um alla þræði, sem 100% eigandi hinna stefndu félaga og skráður forsvarsmaður 3 þeirra beggja. Stefnandi byggir á því að ekki geti skipt máli þótt erle nt félag sé skráð fyrir léni vefverslunarinnar www.sante.is þar sem vörurnar séu boðnar til sölu eða hvort einhvers konar reikningar séu gefnir út í nafni stefnda, Santewines SAS. Telur stefnandi augljóst að um smásölu s tefndu innanlands sé að ræða, sem brjóti gegn einkarétti stefnanda, hvort sem það telst vera erlendur eða innlendur aðili sem raunverulega býður vöruna til sölu, samþykkir pöntun, tekur á móti greiðslu eða afhendir áfengið. Innflutningsleyfi stefnda, Sante ehf., veiti honum heimild til þess að selja eða afhenda áfengi til þeirra sem leyfi hafa til að framleiða, selja eða veita áfengi í atvinnuskyni, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 75/1998. Stefnda sé jafnframt heimilt að selja eða afhenda fyrirtækjum áfengi ti l iðnaðarnota, sem og að selja eða afhenda innflutt áfengi þeim sem njóta úrlendisréttar og í tollfrjálsar forðageymslur eða verslanir. Ákvæðið sé tæmandi en þar sé jafnframt tiltekið að innflutningsleyfi veiti leyfishafa ekki heimild til að selja áfengi í smásölu. Þá segir í stefnu að á stefnda, Arnari, hafi verið að skilja að sala stefnda, Sante ehf., til stefnda, Santewines SAS., félli undir h - lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 828/2005 um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni um að hins vegar að sjá að áfengið sé flutt úr landi eftir að stefndi, Sante ehf., hafi flutt það inn, áður en það sé selt í vefversluninni, enda sé ljóst að stefndi, Sa ntewines SAS, þyrfti þá að flytja áfengið til landsins að nýju og greiða skatta og skyldur af innflutningnum. Til þess hafi hann ekki leyfi og hið sama eigi við um stefnda, Arnar. Hvorugur þeirra teljist til þeirra aðila sem framangreint ákvæði áfengislaga heimili handhöfum áfengisinnflutningsleyfis að eiga viðskipti við. Þrátt fyrir þetta virðist áfengið sem stefndi, Sante ehf., hafi flutt inn á grundvelli starfsleyfis síns með einhverjum hætti skipta um hendur áður en það sé selt í smásölu hérlendis, en v irðisaukaskattur af þeim viðskiptum virðist innheimtur í nafni stefnda, Arnars, og stefndi, Santewines SAS, er sagður annast smásöluna. Stefnandi byggir á því að þáttur stefnda, Sante ehf., í smásölu á áfengi í vefverslun á vefslóðinni www.sante.is, hvort tveggja til einstaklinga og fyrirtækja, falli utan við framangreinda heimild leyfishafa og sé þannig ólögmætur. Stefnandi kveðst byggja kröfu sína um bann við þátttöku stefndu í smásölu áfengis í netverslun á lögvörðum einkarétti sínum á grundvelli 1. mgr . 10. gr. laga nr. 75/1998 og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 86/2011. Vísar stefnandi jafnframt til 1. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 75/1998, auk 2. gr. og 2. og 4. mgr. 9. gr. laga nr. 86/2011. Löggjafinn hafi veitt stefnanda einkarétt til smásölu áfengis og ti lgangur þeirrar tilhögunar birtist skýrt í markmiðsákvæðum laga nr. 75/1998 og laga nr. 86/2011. Stefnandi byggir kröfu sína enn fremur á því að einkaréttur hans til sölu og 4 afhendingar áfengis í smásölu samræmist kröfum Evrópuréttar og feli eðli málsins í sér, og með gagnályktun, að öðrum sé bannað að stunda sömu starfsemi. Vísar stefnandi þá einnig til 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Kröfu sína um dagsektir byggir stefnandi á 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, en um fjárhæð dagsekta nna og tímamark gjalddaga vísar stefnandi til dómaframkvæmdar. Þá byggir stefnandi kröfu sína um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu á því að allar tekjur af smásölu áfengis innanlands skuli renna til stefnanda í ljósi einkaréttar hans og ætla megi að viðskiptavinir stefndu hefðu, a.m.k. í einhverjum mæli, átt viðskipti við stefnanda hefði stefndu ekki svarað eftirspurn þeirra eftir áfengum drykkjarvörum í smásölu. Stefnandi vísar til meginreglna skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar, sem og 2. mgr. 2 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að því er varðar hið stefnda félag, Santewines SAS, vísar stefnandi til Lúganósamningsins um dómsvald og viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, sbr. lög nr. 7/2011, einkum 1. töluliðar 2. gr., sbr. c - li ð 1. töluliðar 60. gr. samningsins. II Málsástæður og lagarök stefndu fyrir frávísunarkröfu Stefndu mótmæla öllum kröfum stefnanda og krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi. Stefndu kveða stefnda, Arnar, vera eiganda félaganna stefnda, Sante ehf., og stefnda, Santewines SAS. Stefndi, Sante ehf., sé íslenskt félag sem sinni áfengisinnflutnin gi og hafi heildsöluleyfi til sölu á áfengi. Fyrirtækið hafi m.a. flutt áfengi til landsins og selt stefnda, Santewines SAS, sem og öðrum viðskiptavinum sínum. Þá sé stefndi, Santewines SAS, franskt félag, sem hafi í byrjun maí 2021 hafið rekstur netverslu narinnar www.sante.is , sem selji m.a. áfenga drykki í gegnum vefsíðu sína. Viðskipti með þær vörur sem stefndi, Santewines SAS, selji fari fram í Frakklandi, og standi þeim aðilum sem það kjósi til boða að fá vörurnar af hentar á tilteknum afhendingarstöðum, með heimsendingu eða í vöruhúsi félagsins, hér á landi. Stefndu byggja á því að vísa eigi máli þessu frá dómi og færa fyrir því nokkrar ástæður. Stefndu telja að hver annmarki fyrir sig eigi að leiða til frávísunar en einnig þegar horft sé til málatilbúnaðar í heild sinni. Í fyrsta lagi séu skilyrði samlagsaðildar, samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, ekki uppfyllt. Þannig lúti fyrri dómkrafa stefnanda að því að stefndu verði kröfurnar byggi á því að þátttaka s tefndu í smásölu áfengis í vefverslun sé ólögmæt. 5 Óskýrt sé hvað stefnandi eigi við með þátttöku í hverju tilviki fyrir sig. Þó liggi ljóst fyrir að aðkoma hvers og eins stefndu, ef einhver, sé ólík. Af hálfu stefndu er á því byggt að þeir séu þrír ólíkir aðilar sem stundi ólíka starfsemi og gegni ólíkum hlutverkum. Séu dómkröfur stefnanda því byggðar á ólíkum atvikum eða aðstöðu, sem stefndu hafi ýmist ekki tekið þátt í eða þá með mjög ólíkum hætti. Málsástæður stefnanda fyrir kröfum hans séu því ólíkar ga gnvart hverjum og einum stefndu, og mögulegar efnisvarnir stefndu myndu þannig byggjast á ólíkum málsástæðum. Í öðru lagi telja stefndu að stefnanda skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn fyrri dómkröfu sinnar og að aðild stefnanda að ætluðum hagsmunum sé va nreifuð. Óháð því hvort stefnandi njóti einkaréttar að þessu leyti byggja stefndu á því að hann geti ekki átt aðild að málinu í þeim farvegi sem hann hafi sjálfur markað því og hann hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess. Leiði það til frávísunar máls ins að mati stefndu. Stefnandi sé ríkisstofnun sem heyri undir stjórn fjármálaráðherra, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 86/2011, sem sé æðsti yfirmaður stofnunarinnar og hafi almennar stjórnunar - og eftirlitsheimildir gagnvart stefnanda. Starfsemi stefnanda s éu sett tiltekin mörk í 4. gr. laganna en samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins skuli stefnandi sinna smásölu áfengis og heildsölu tóbaks undir stjórn ráðherra. Verkefni stefnanda séu síðan tilgreind í 6. gr. laga nr. 86/2011, sbr. einnig 2. og 3. gr. reglugerðar nr . 756/2011 um Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins. Verkefnin lúti að innkaupum á áfengi til smásölu og tóbaki til heildsölu, birgðahaldi og dreifingu áfengis og tóbaks, rekstri áfengisverslana og öðrum verkefnum sem tengist smásölu á þessum vörum. Hvergi í þeim lögum eða reglum er varði málaflokkinn sé kveðið á um að stefnandi skuli hafa eftirlit með sölu annarra á áfengi, heldur sé þvert á móti gert ráð fyrir að slíkt vald sé í höndum ráðherra, sbr. 3. gr. laga nr. 86/2011. Þá sé það lögreglu, tollgæslu og skattyfirvalda að hafa eftirlit með leyfisskyldri starfsemi á grundvelli ákvæða laga nr. 75/1998. Þannig liggi fyrir að stefnandi sé ríkisstofnun með tiltekið og afmarkað hlutverk samkvæmt lögum, auk þess sem aðrir hafi með höndum yfirstjórn og eftirlit m álaflokksins. Óháð því hvort lögvarðir hagsmunir kynnu þannig að tengjast úrlausn þess sakarefnis sem fyrri dómkrafa stefnanda snúi að, þá sé ljóst að þeir hagsmunir séu ekki stefnanda þessa máls. Stefndu byggja á því að aðild stefnanda sé í öllu falli ver ulega vanreifuð, enda sé hvergi fjallað um það hvaða lögvörðu hagsmuni stefnandi hafi af fyrri dómkröfu sinni eða á hvaða lagagrundvelli aðkoma stefnanda að sakarefninu grundvallist. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi umboð þar til bærra aðila til þess að standa að þessari málsókn, en slíkur umboðsskortur leiði til frávísunar án kröfu. 6 Í þriðja lagi beri að vísa fyrri dómkröfu stefnanda frá dómi þar sem hún sé í ósamræmi við meginreglu réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Vísa stefndu þar um til 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, einkum d - og e - liða ákvæðisins. Stefndu máls ins hver nákvæmlega sé sú háttsemi stefndu, hvers um sig, sem stefnandi krefjist að þeim verði gert að láta af, en í því samhengi beri að líta til þess að stefndu séu ólíkir aðilar með ólíka eða enga sjálfstæða starfsemi og ólík hlutverk. Stefndu, Arnar og Sante ehf., reki til að mynda ekki neins konar vefverslun og því sé vart hægt að fullnægja fyrri dómkröfu stefnanda gagnvart þeim. Málatilbúnaður stefnanda sé vanreifaður að þessu leyti og valdi stefndu verulegum erfiðleikum við að taka til varna, enda sé samhengi milli kröfugerðar og málatilbúnaðar óskýrt. Þá myndi dómsorð í samræmi við dómkröfu stefnanda ekki vera til þess fallið að ráða til lykta ágreiningi milli málsaðila, heldur þvert á móti skapa réttaróvissu. Í fjórða lagi telja stefndu að fyrri dóm krafa stefnanda gangi út fyrir markmið málsóknar, en yrði krafa stefnanda tekin til greina yrði vart hægt að skilja hana öðruvísi en svo að hvers konar aðkoma stefndu að vefverslun, hvar sem er í heiminum og í hvaða mynd sem er, væri þeim óheimil. Slík nið urstaða myndi þannig banna stefndu þessa máls aðkomu að starfsemi sem sé algjörlega óumdeilt að þeir megi stunda. Loks byggja stefndu á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af síðari dómkröfu sinni og að hún sé vanreifuð. S tefnandi hafi því ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi virðist byggja á því að allar tekjur af smásölu áfengis innanlands skuli renna til hans í ljósi einkaréttar hans og að sala stefndu á bjór hafi leitt til tjóns fyrir hann. Telji stefnandi að ætla megi ef stefndu hefðu ekki svarað eftirspurn þeirra. Þá vísi stefnandi til þess að umfang viðskipta hjá stefndu hafi verið verulegt. Stefnandi hafi þó með engu móti gert grein fyrir því hver séu ætluð áhrif sölu áfengis í gegnum vefverslun stefnda, Santewines SAS, á stefnanda. Engin gögn séu lögð fram, t.d. úr bókhaldi stefnanda, um rekstrarafkomu hans til að leiða líkur að því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Þannig liggi ekkert fyrir um að sala hjá stefnanda hafi minnkað eða hvort áfengissala stefnanda hafi yfirhöfuð skilað stefnanda hagnaði til þessa. Stefndu árétta að úr þessu verði ekki bætt á síðari stigum málsins, enda miðist varnir ste fndu við málið eins og það sé við þingfestingu þess, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 91/1991. Þá liggi fyrir að starfsemi stefnanda skuli miðuð við að hún afli tekna sem nægi til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs, m.a. með till iti til þeirra eigna sem bundnar séu í rekstri stofnunarinnar, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga 7 nr. 86/2011. Engin gögn liggi fyrir um að þessu markmiði hafi stefnandi ekki náð eða að stefndu hafi með einhverjum hætti valdið því ef svo væri. Hér sé um formannmarka að ræða sem ekki verði bætt úr á síðari stigum málsins. Stefnandi hafi því hvorki leitt að því nægar líkur að hann hafi orðið fyrir tjóni né gert grein fyrir því í hverju ætlað tjón felist. Auk þess sé viðurkenningarkrafan ekki afmörkuð við tiltekið tjón stímabil heldur virðist henni ætlað að ná til óskilgreindrar framtíðar, í andstöðu við skýrleikakröfur sem gerðar séu til slíkrar dómkröfu. Þá hafi stefnandi ekki fullnægt því skilyrði að gera grein fyrir tengslum tjóns við ætlað skaðaverk en stefndu telja verulega vanreifað hvaða háttsemi stefndu eigi að hafa valdið meintu tjóni stefnanda. Af hálfu stefndu sé lögð áhersla á að þeir séu ólíkir aðilar og ljóst að hvorki stefndi, Arnar, né stefndi, Sante ehf., reki vefverslun. Stefnandi geti ekki uppfyllt ski lyrði um að sýna þurfi fram á tengsl tjóns við ætlað nánar hvað felist í þessari þátttöku og hvernig sú þátttaka teljist ólögmæt. Jafnframt liggi fyrir að stefnandi geri ekki grein fyrir því í málatilbúnaði sínum hver sé hlutur hvers stefnda um sig í þeirri háttsemi sem stefnandi telji að hafi valdið sér tjóni. Sé málatilbúnaður stefnanda vanreifaður að þessu leyti og í andstöðu við skilyrði e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr . 91/1991. Þá benda stefndu á að þær vörutegundir sem seldar séu í vefverslun stefnda, Santewines SAS, séu ólíkar þeim vörutegundum sem seldar séu í verslunum stefnanda, verðið sé lægra og sölufyrirkomulagið gjörólíkt. Sú órökstudda fullyrðing stefnanda a ð ætla megi að einhverjir viðskiptavinir stefndu hefðu a.m.k. í einhverjum mæli verslað hjá stefnanda séu ekkert annað en getgátur. Benda stefndu á að fjöldi annarra vefverslana sé til, bæði hérlendis og erlendis, en stefnandi virðist alfarið líta fram hjá þessari staðreynd. Stefndu telji allt eins líklegt að ef vefverslunar stefnda, Santewines SAS, hefði ekki notið við hefðu neytendur beint viðskiptum sínum til annarra vefverslana. Í öllu falli hafi stefnandi með engu móti skýrt með fullnægjandi hætti teng sl ætlaðs skaðaverks stefnda við meint tjón hans í samræmi við áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til alls framangreinds telja stefndu að vísa beri málinu frá dómi, hvort sem litið er til einstakra krafna stefnanda eða í heild sinni. III Málsástæður og lagarök stefnanda gegn frávísunarkröfu Stefnandi hafnar frávísunarkröfu stefndu. Af hálfu stefnanda er á því byggt að engir slíkir ágallar séu á málatilbúnaði hans að varðað geti frávísun málsins. Þá telur hann að skilyrði 1. mgr. 80. gr. l aga nr. 91/1991 um skýrleika kröfugerðar og 8 málatilbúnaðar séu uppfyllt. Stefnandi hafi augljósa og lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Þá sé aðild til varnar skýr í stefnu málsins. Málið sé á engan hátt vanreifað, hvorki hvað varðar kröfugerð, lögvarða hagsmuni stefnanda né aðild stefndu. Fyrri krafan sé bannkrafa, er lúti að því að stefndu verði gert að láta af þátttöku í smásölu á áfengi í netverslun, en seinni krafan viðurkenningarkrafa á skaðabótaskyldu vegna háttsemi stefndu. Grundvöllur málsins sé ljós af stefnu þess og þeim gögnum sem henni fylgi. Enginn vandi sé fyrir stefndu að átta sig á samhengi kröfugerðar og málsástæðna. Stefnandi telur ótvírætt að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnis þessa máls. Lögvarðir hagsmunir ráðist af efnisrétti og stefnandi hafi ákvörðunarvald um þá hagsmuni er sakarefnið varði. Það ráðist af efnisrétti hvaða sakarefni verði lögð fyri r dómstóla og hvaða kröfur og sakarefni dómstólar hafa heimild til að dæma um. Úrlausn málsins verði að hafa þýðingu fyrir aðila að lögum og svo sé í tilviki stefnanda. Stefnandi tekur fram að áfengi sé ekki eins og hver önnur söluvara. Skaðsemi áfengisne yslu sé óumdeild og það styðjist einfaldlega við lýðheilsu - og samfélagsleg rök. Einkaleyfi stefnanda til sölu og afhendingar áfengis hafi verið mikilvægur þáttur í áratugalangri áfengisstefnu stjórnvalda hér á landi sem miðar að því að stemma stigu við út breiðslu og notkun áfengis. Það sé ekki leitast við að hámarka hagnað í rekstri stefnanda heldur eigi starfsemin að standa undir sér og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. Helstu verkefni stefnanda séu einfaldlega að fara með þennan einkarétt, starfa inna n hans og vera eini aðilinn sem má selja áfengi í smásölu. Stefnandi hafi því augljósa hagsmuni af því að vernda einkarétt sinn og honum sé í raun skylt að bregðast við stigi aðrir yfir á svið einkaréttarins. Löggjafinn hafi ákveðið að fela stefnanda einka rétt til sölu áfengis í landinu og með háttsemi sinni séu stefndu að brjóta gegn þessum rétti. Mælt sé fyrir um þennan einkarétt í tveimur lagabálkum, lögum nr. 86/2011 og lögum nr. 75/1998, og þar séu verkefni stefnanda tíunduð. Tilgangurinn birtist skýrt í markmiðsákvæðum þessara laga. Stefnanda beri að haga starfsemi sinni í samræmi við þessi markmið. Þannig segi í 4. gr. laganna að stefnandi skuli haga starfsemi sinni í samræmi við áfengislög og stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Lögunum sé einkum ætlað að vinna gegn misnotkun áfengis en með fyrirkomulagi um einkasölu sé aðgengi að áfengi markvisst takmarkað og því stýrt í því skyni að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Þá sé með einkar éttinum sérstaklega stefnt að því að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Til þess að tilganginum sé náð gildi strangar reglur um smásölustarfsemi stefnanda, svo sem skilyrði varðandi húsnæði áfengisverslana, skilyrð i um samþykki sveitarfélaga fyrir opnun vínbúða, lögákveðnar 9 takmarkanir á afgreiðslutíma, skilyrði um vöruval vínbúða, reglur um fasta álagningu, kröfur um þjónustu og um fræðslu um eiginleika og mögulega skaðsemi áfengis og samfélagslega ábyrgð. Þannig s egi í 13. gr. laga nr. 86/2011 að stefnandi skuli starfa með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og vinna gegn skaðlegri neyslu áfengis. Helstu verkefni stefnanda séu svo skilgreind nánar í 6. gr. laga nr. 86/2011 og felist þau m.a. í innkaupum, birgðahal di og dreifingu og rekstri áfengisverslana. Stefnandi veki athygli á g - hlutverkum stefnanda sé að leggja álagnin gu á vörur sem séu seldar og sé álagningarprósentan lögbundin. Stefnandi sé einn rétthafi eða kröfuhafi að allri álagningu á áfengi sem selt sé á Íslandi, það felist í einkaréttinum og þessari lögbundnu álagningu. Stefnandi sé B - hlutaríkisstofnun sem reki sig sjálf og greiði arð í ríkissjóð. Því hafi stefnandi einnig augljóslega fjárhagslega hagsmuni af málinu. Stefnandi njóti aðildarhæfis og hafi átt aðild að fjölmörgum dómsmálum hér á landi. Sala stefndu á áfengi í smásölu sé ólögmæt og í andstöðu við lög ákveðinn einkarétt stefnanda. Réttaráhrif dóms í málinu yrðu augljóslega þau að einkaréttur stefnanda yrði staðfestur og viðurkenndur auk þess sem stefnandi hefði í höndum aðfararhæfan dóm sem hægt væri að fullnusta. Stefnandi sé rétthafi þessara hagsmuna og enginn annar en hann geti höfðað þetta mál. Ríkið fari ekki með einkarétt á sölu áfengis í smásölu heldur hafi það falið stefnanda það verkefni. Verði stefnandi á hinn bóginn ekki talinn réttur aðili að málinu lúti það að efnisþætti málsins og leiði til sýknu en ekki frávísunar. Verði niðurstaðan sú að heimilt sé að selja áfengi í smásölu í vefverslun sé komið upp nýtt ástand sem stefnandi hafi svo sem enga sérstaka skoðun á en ljóst sé að þá sé tilvist stefnanda orðin allt önnur og breyta þurfi lögum. Hvað fyrri dómkröfuna varðar og sjónarmið stefndu um að skilyrði um samlagsaðild á grundveli 19. gr. laga nr. 91/1991 séu ekki uppfyllt tekur stefnandi fram að heimildin feli í sér augljóst réttarfarshagræði fyrir aðila máls þegar um sé að ræða sameiginleg an uppruna dómkrafna í skilningi ákvæðisins. Það ráðist af efnisréttinum hvert sakarefnið sé. Í málinu sé byggt á því að allir stefndu eigi sinn þátt í smásölu áfengis í vefversluninni www.sante.is . Því sé mótmælt sem stefndu haldi fram að ekkert sé fjallað um þátt hvers og eins í stefnunni. Það hafi verið gert og eins og vel og hægt sé fyrir stefnanda en ljóst sé að stefnandi hafi ekki aðgang að öllum upplýsingum um það hver geri nákvæmlega hvað. Gagna hafi verið aflað frá opinberum aðilum og leitað heimilda á heimasíðu stefndu og í blaðaviðtölum við stefnda, Arnar. Út frá þeim gögnum hafi stefnandi komist að þeirri niðurstöðu að allir stefndu eigi sinn þátt í þessari sölu. Þessu sé öllu lýst í stefnu. 10 Byggt sé á því að þetta sé allt ein sala, þ.e. að þessir aðilar séu sameiginlega að selja áfengi í smásölu á Íslandi og að ómögulegt sé að greina hlut eins frá hlut hinna og það hafi í raun enga raunhæfa þýðingu. Smásala sé hugtakið sem notað sé um einkarétt stefnanda í lö gunum. Sala sé að afhenda vöru gegn greiðslu. Þó að einn aðili gefi út reikninginn, annar taki við greiðslunni og sá þriðji afhendi vöruna, sé þetta allt ein sala og allir stefndu eigi sinn þátt í henni. Stefndu eigi þannig sameiginlega aðild að ólöglegri sé hægt með góðu móti að greina í sundur þátt hvers og eins. Hér sé verið að beita aðilasamlagi og því leiði það ekki til frávísunar þótt í efnisvörnum yrði byggt á ólíkum málsástæ ðum. Enda sé ekki byggt á því að þetta sé óskipt skylda og að það sama eigi við um alla heldur reynt að skýra þátt hvers og eins. Stefndu segi að aðkoma hvers og eins sé mismunandi, um þrjá ólíka aðila sé að ræða sem stundi ólíka starfsemi og hafi ólík hl utverk. Stefnandi bendir á að þetta sé einmitt til marks um að allir séu að gera eitthvað og allt sé ólöglegt. Stefnandi krefjist þess einfaldlega í málinu að dæmt verði að stefndu láti af tiltekinni háttsemi, þ.e. smásölu áfengis, sem þeir eigi allir hlu t að í gegnum vefsíðuna www.sante.is . Stefndi, Arnar, sem sé forsvarsmaður beggja hinna stefndu félaga, telji sig hafa fundið leið til að fara fram hjá einkaleyfi stefnanda til smásölu áfengis, og hafi tjáð sig um það í fjölmiðlum. Ljóst sé að lagaheimildir standi ekki til þess. Ekki sé verið að fara fram á bann við því að stefndu reki vefverslun sem selji áfengi í útlöndum enda nái lögsaga íslenskra dómstóla ekki til þess að banna það. Auk þess hafi ekkert tilefni verið til þess að orða það í kröfugerðinni þar sem slík vefsíða sé stefnanda vitanlega ekki til og og staðan ekki sú að stefndu séu að selja áfengi út um allan heim. Á vefsíðunni þurfi kaupandi að nota rafræn íslensk skilríki svo að kaup geti farið fram og hún s é á íslensku. Eingöngu sé verið að fjalla um sölu á Íslandi, ekki innflutning einstaklinga á áfengi til eigin nota. Þá sé einungis tekið mið af réttarástandinu eins og það sé við málshöfðun. Engin nauðsyn sé á því að binda kröfugerðina við alla hugsanlega fyrirvara sem upp kunni að koma í framtíðinni. Stefnandi mótmælir því að krafan gangi út fyrir markmið málsóknarinnar. Fyrri krafan sé bannkrafa. Hugtakið smásala vísi til sölu og afhendingar til neytenda. Hugtakið vefverslun sé ljóst og augljóst að verið sé að vísa til vefverslunarinnar www.sante.is . Engum vafa sé undirorpið við hvað er átt. Stefndu reki ekki neinar aðrar vefsíður svo þetta geti ekki valdið neinum vafa eða óvissu í ljósi alls málatilbúnaðar stefnanda. Kr afa um viðurkenningu á bótaskyldu hverfist um það að álagning stefnanda sé lögbundin. Hvað varði kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu byggir stefnandi á því að um sé að ræða fjárhagslegt tjón sem nemi 18% lögbundinni álagningu á alla smásölu áfengis hér á l andi. Stefndu kveðist hafa selt áfengi fyrir um tvo milljarða á 11 síðasta ári. Stefnandi eigi lögvarinn rétt sem handhafi einkaleyfis til allrar smásöluálagningar á áfengi á Íslandi og hann hafi með ótvíræðum hætti gert grein fyrir því að hann hafi orðið fyr ir tjóni vegna ólögmætrar háttsemi stefndu. Með vísan til alls framangreinds telur stefnandi að hafna beri kröfu stefndu um frávísun málsins, hvort sem er í heild eða einstökum kröfum hans. IV Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi annars vegar vegar krö beðið sökum þátttöku þeirra í framangreindri háttsemi. Dóm urinn tekur fram að í svo á að hér sé um misritun að ræða af hálfu stefnanda. Frávísunarkrafa stefndu byggir m.a. á því að skilyrði samlagsaðildar, samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, séu ekki uppfyllt í málinu, kröfugerð í stefnu uppfylli ekki kröfur réttarfarslaga um skýrleika og þá hafi stefnandi ekki sett fram nægilegar skýringar á aðild sinni að málinu svo hann verði talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn þe ss. Viðurkenningarkrafa stefnanda uppfylli ekki heldur áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 þar sem stefnandi hafi ekki sýnt fram á tengsl meintrar háttsemi stefndu við ætlað skaðaverk eða leitt nokkrar líkur að tjóni sínu. Stefnandi hafnar öllum sjón armiðum stefndu um frávísun málsins og telur ótvírætt að hann hafi hagsmuni af úrlausn þess. Þá sé kröfugerð hans nægilega skýr og afmörkuð og skilyrði samlagsaðildar og til að hafa uppi viðurkenningarkröfu í málinu séu uppfyllt. Þá sé aðild til sóknar og varnar skýr og reifuð með fullnægjandi hætti. Stefnandi hefur þannig uppi í málinu tvær dómkröfur á hendur þremur aðilum, einum einstaklingi og tveimur lögaðilum. Fram er komið í málinu að stefndi, Arnar, er eigandi hinna stefndu félaga, Sante ehf. og Sant ewines SAS. Hvorki stefndi, Arnar, né stefndi, Santewines SAS, eru handhafar innflutnings - eða heildsöluleyfis til sölu á áfengi en slíkt leyfi hefur aftur á móti félagið Sante ehf., sem mun m.a. hafa flutt áfengi inn til landsins og selt til stefnda, Sant ewines ehf., sem og annarra viðskiptavina sinna. Af því sem fram er komið í málinu verður ekki ráðið að stefndi, Arnar, eða stefndi, Sante ehf., reki vefverslun með sölu á áfengi. Rekstur vefverslunarinnar www.sante.is e r aftur á móti í höndum stefnda, Santewines SAS, sem mun vera félag skráð í Frakklandi. Þá verður ráðið af málatilbúnaði stefnanda, Santewines SAS, taki við greiðslum fyrir á fengið en stefnandi geti þó ekki sannreynt það. Þá sé stefndi, Arnar, persónulega skráður fyrir virðisaukaskattsnúmeri því sem 12 notað sé í viðskiptunum og þannig tengist hann þessum rekstri og þá sé áfengið afhent í húsnæði stefnda, Sante ehf. Stefnandi er ríkisstofnun sem rekin er á grundvelli laga nr. 86/2011 og samkvæmt 3. gr. þeirra fer ráðherra með yfirstjórn á smásölu áfengis og framkvæmd laganna. Samkvæmt b - lið 10. töluliðar 4. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðune yta í Stjórnarráði Íslands er það fjármála - og efnahagsráðherra sem fer með stjórn þessa málaflokks. Hlutverk stefnanda eru lögákveðin og um þau fjallað í 6. gr. laganna, sbr. einnig 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 756/2011 um Áfengis - og tóbaksverslun ríkisi ns. Helstu verkefni stefnanda samkvæmt 6. gr. laga nr. 86/2011 lúta að innkaupum á áfengi til smásölu, birgðahaldi og dreifingu á áfengi til áfengisverslana, rekstri áfengisverslana og þjónustu við viðskiptavini, auk annarra verkefna er tengjast smásölu á áfengi. Um smásölu á áfengi fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 86/2011. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna hefur stefnandi einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu. Einkaleyfi stefnanda til smásölu er áréttað í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 75/1998. Atvinnu starfsemi er tengist áfengi er almennt leyfisbundin hér á landi. Þannig segir í 3. gr. laga nr. 75/1998 að til að stunda í atvinnuskyni innflutning, heildsölu, smásölu eða framleiðslu áfengis þurfi leyfi samkvæmt ákvæðum laganna. Í 8. gr. laga nr. 75/1998 er áskilið að til innflutnings áfengis í atvinnuskyni þurfi innflutningsleyfi sem sækja skuli um til sýslumanns og í 9. gr. þeirra að sækja skuli um leyfi til að selja áfengi í heildsölu til sýslumanns. Í 4. gr. laganna er tekið fram að innflutningur, heil dsala, smásala og framleiðsla áfengis sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt ákvæðum laganna varði refsingu. Samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1998 annast lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögunum. Í reglugerð nr. 828/2005 um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni er nánar kveðið á um framkvæmd þess eftirlits. Í 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1998 er áréttað að handhöfum innflutningsleyfis og han dhöfum heildsöluleyfis sé óheimilt að selja áfengi í smásölu og að í leyfunum felist heimild sem sé einskorðuð við að afhenda áfengi til þeirra sem leyfi hafa til að framleiða, selja eða veita áfengi í atvinnuskyni, fyrirtækjum sem nýta áfengi til iðnaðarn ota, þeim aðilum sem njóta úrlendisréttar, að því gefnu að áfengi teljist afhent úr landi, og í tollfrjálsar forðageymslur og verslanir. Með lögum hefur því verið mælt fyrir um það að stefnandi hafi einkaleyfi til að selja áfengi í smásölu, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 86/2011 og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 75/199,8 og þá hefur löggjafinn falið stefnanda tiltekin og afmörkuð verkefni með 6. gr. laga nr. 86/2011. Þau verkefni lúta fyrst og fremst að innkaupum, birgðahaldi 13 og dreifingu á áfengi, rekstri áfengisv erslana og álagningu á áfengi í samræmi við ákvæði laga þar um. Á sama hátt og löggjafinn hefur mælt fyrir um einkarétt stefnanda til sölu áfengis í smásölu hér á landi og falið honum ákveðin verkefni þar að lútandi hefur löggjafinn falið öðrum en stefnan da framkvæmd og eftirlit með lögum nr. 86/2011 og lögum nr. 75/1998, sbr. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1998, sem og 3. gr. laga nr. 86/2011, en í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið segir að í greininni sé kveðið skýrar á um að fjármálaráðherra fari með yfi rstjórn á smásölu áfengis og heildsölu tóbaks, ásamt framkvæmd laganna, en gert var í eldri lögum. Mörk meginreglunnar um lögvarða hagsmuni og aðildarskort geta stundum verið óljós. Í stefnu og við munnlegan flutning málsins hefur stefnandi leitast við að færa fram þau rök fyrir því að hann hafi hagsmuni af úrlausn málsins að hann sé að verja einkarétt sinn til smásölu áfengis sem honum hafi verið fenginn með lögum og honum sé í raun ekki einungis heimilt heldur einnig skylt að standa vörð um þann rétt. Af hálfu stefnanda hefur einnig verið vísað til þess að auk þeirra lögmæltu verkefna sem honum eru fal in í 6. gr. laga nr. 86/2011 skuli hann starfa í samræmi við áfengislög og stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og í því felist að hann hafi, á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og samfélagslegrar ábyrgðar, hlutverki að gegna við að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga úr skaðlegum áhrifum áfengis, og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis, sbr. a - , b - og c - lið 2. gr. laga nr. 86/2011 og markmiðsákvæði 1. gr. laga nr. 75/1998. Óumdeilt er að stefnandi nýtur aðildarhæfis á grundvelli 1. mgr. 16. gr. laga nr . 91/1991. Á hinn bóginn verður að líta til þess að í þeim málum er stefnanda hefur verið játað aðildarhæfi fyrir dómstólum hafa dómkröfur lotið að framfylgd þeirra verkefna sem stefnanda eru falin með lögum. Þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um hlutverk og a ðkomu annarra að leyfisveitingu og eftirliti með sölu áfengis hefur stefnandi með almennum hætti freistað þess að rökstyðja að það skipti hann máli að lögum að fá dóm um sakarefni málsins. Stefnandi hefur þó ekki getað sýnt fram á það á hvaða lagagrundvell i hann telur sig hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins en vísar almennt til hlutverks síns og markmiðsákvæða laga sem byggjast á lýðheilsusjónarmiðum og sjónarmiðum um samfélagslega ábyrgð. Dómurinn telur að þessi rökstuðningur stefnanda geti ekki leit t til þess að hann verði talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Ljóst er af ákvæðum laga nr. 86/2011 og laga nr. 75/1998 að sú takmörkun sem einkaleyfi stefnanda á smásölu áfengis setur á viðskipti með áfengi og leyfisveitingar helgast af því ma rkmiði að vinna gegn misnotkun áfengis og takmarka í því skyni aðgengi að og framboð á áfengi. En þ ó að stefnanda sé að lögum falinn einkaréttur eða einkaleyfi til smásölu áfengis telst það ekki meðal verkefna hans að 14 viðhalda einkaréttinum eða vernda hann með með málsóknum fyrir dómstólum. Allt eftirlit samkvæmt lögunum er falið öðrum stjórnvöldum. Löggjafinn hefur þannig ákveðið í hvaða farveg brot gegn einkarétti stefnanda eigi að fara og sú eftirfylgni eða eftirlit er ekki í höndum stefnanda. Dómurinn t ekur sérstaklega fram að ekki verður talið að g - liður 6. gr. laga nr. 86/2011, sem stefnandi hefur sérstaklega vísað til, um að hann hafi með höndum þannig talinn hafa l hvort eins og fram kom við munnlegan flutning málsins af hálfu lögmanns stefnanda. Dómurinn telur því að þó að hags munir kunni að tengjast fyrri kröfu stefnanda séu þeir ekki hans og í það minnsta leiki verulegur vafi á því að stefnandi hafi reifað það með fullnægjandi hætti á hvaða grundvelli hann telji sig geta staðið að málsókn þessari, sem ekki lýtur að lögmæltum v erkefnum stofnunarinnar. Verður hann því ekki talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins í skilningi réttarfarslaga. Dómurinn tekur sérstaklega fram að annmarkar á málatilbúnaði stefnanda að þessu leyti séu slíkir að þeir leiði til frávísunar málsins í heild sinni fremur en að á þá reyni við efnisúrlausn málsins sem aðildarskort til sóknar. Stefndu hafa á því byggt að fyrri dómkrafa stefnanda sé of víðtæk og óákveðin, og að ekki sé ljóst hver nákvæmlega sé sú háttsemi stefndu, hvers um sig, sem stefna ndi krefjist að þeim verði gert að láta af. Að auki gangi krafan út fyrir markmið málsóknarinnar, en yrði krafa stefnanda tekin til greina yrði hvers konar aðkoma stefndu að vefverslun óheimil, óháð staðsetningu, útfærslu og tíma. Slík niðurstaða myndi þan nig banna stefndu aðkomu að starfsemi sem óumdeilt sé að þeir megi stunda. Síðari dómkrafa stefnanda sé þá hvoru tveggja óskýr og órökstudd, enda sé ætluðu tjóni hvorki lýst með fullnægjandi hætti né sé það stutt haldbærum gögnum, auk þess sem hún fullnægi ekki skilyrðum 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Í d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða má frá dómkröfum stefnanda, svo sem fjárhæð kröfu í krónum, vöxtum ef því er að skipta, viðu rkenningu á tilteknum réttindum, ákvörðun um eða lausn undan tiltekinni skyldu o.s.frv. Þá ber samkvæmt e - lið sömu málsgreinar að lýsa í stefnu svo glöggt sem verða má þeim málsástæðum sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og öðrum atvikum sem þarf að g reina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Þessi lýsing skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið er. Fyrri dómkrafa stefnanda lýtur að því að stefndu verði gert að láta af þátttöku í smásölu áfengis í vefverslun. St efnandi hvorki tilgreinir hvaða vefverslun um ræðir né afmarkar kröfu sína frekar. Yrði fallist á þessa dómkröfu stefnanda er einsýnt að 15 stefndu yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grundu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengisins hingað til lands, sem þó er heimilt samkvæmt lögum. Fallist verður á með stefndu að kröfur stefnanda í fyrri dómkröfu hans séu of víðtæka r, sem myndi leiða til þess, yrðu þær teknar til greina, að raskað yrði hagsmunum sem engin deila stendur um. Eins og dómkrafa stefnanda er sett fram og henni lýst í stefnu er það álit dómsins að kröfugerð þessi sé ekki svo afmörkuð og skýr að unnt sé að t aka hana upp í dómsorði. Framsetning í stefnu er því samkvæmt framansögðu ekki í samræmi við kröfur laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um skýra og ljósa kröfugerð, sem endurspeglast m.a. í samspili áðurnefndra d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laganna. Eru þ essir annmarkar á kröfugerð stefnanda þess eðlis að ekki verður bætt úr undir rekstri málsins. Leiðir þetta til þess að fyrri krafa stefnanda er í raun ódómtæk og verður henni vísað frá dómi. Síðari dómkrafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á skaðabótaskyl du stefndu vegna tjóns sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir sökum þátttöku stefndu í smásölu á áfengi í vefverslun. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu, enda hafi aðili lögvarða hag smuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í fjölda dóma Hæstaréttar verið skýrður svo að sá er höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur a ð því að hann hafi orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við atvik máls. Af þessum áskilnaði leiðir að ekki verður leitað dóms til viðurkenningar á skaðabótaábyrgð stefndu nema líkur séu leiddar að því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem standi í nægilegum tengslum við þá háttsemi stefndu sem stefnandi telur ólögmæta og saknæma. Ber því brýna nauðsyn til þess að styðja kröfu um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð viðhlítandi upplýsingum, og eftir atvikum gögnum, sem rennt geta stoðum undir sjónarmið stefnanda um ætlað fjártjón vegna ólögmætrar háttsemi stefndu. Í málatilbúnaði sínum hefur stefnandi ekki freistað þess að upplýsa nánar eða leggja fram gögn um það tjón sem hann kveðst hafa orðið fyrir vegna háttsemi stefndu. Þá hefur hann ekki gert grein fyrir þeim sjónarmiðum eða viðmiðunum sem leggja ætti til grundvallar við ákvörðun um tjón hans, svo krafa hans teljist dómtæk á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni aðila af úrla usn viðurkenningarkrafna. Hefur stefnandi ekki reynt að sýna fram á að þau kaup sem áttu sér stað í vefverslun stefnda Santewines SAS á ætluðu tjónstímabili hafi komið í stað viðskipta sem sömu neytendur hefðu annars átt við stefnanda, en ekki verið til vi ðbótar þeim kaupum sem áttu sér stað hjá stefnanda. Er þannig fallist á með stefndu að stefnandi geri engan reka að því að sýna fram á að viðskiptavinir stefndu hefðu 16 a.m.k. í einhverjum mæli verslað hjá stefnanda ef stefndu hefðu ekki svarað eftirspurn þe irra, enda um ólíkan rekstur og þjónustu að ræða þótt söluandlagið kunni að vera hið sama. Að mati dómsins skortir því verulega á að fullnægt sé þeim skilyrðum sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns í málum sem höfðuð eru til viðurkenningar á bótaskyldu . Samkvæmt þessu og að virtum gögnum málsins hefur stefnandi ekki leitt nægilega í ljós að hann hafi tiltekna lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, eins og í síðari kröfu hans gr einir. Þannig skortir á að stefnandi hafi leitt að því nægar líkur að hann hafi orðið fyrir tjóni og að gerð sé grein fyrir því í hverju það tjón felist og hver tengsl þess séu við hina ætluðu skaðabótaskyldu háttsemi. Hefur stefnandi því ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að leita viðurkenningardóms um skaðabótaskyldu stefndu, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Verður henni því vísað frá dómi. Leiðir þetta jafnframt til þess að málið er vanreifað að þessu leyti, sbr. e - lið 1. mgr. 8 0. gr. laga nr. 91/1991. Jafnframt tekur dómurinn fram að samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 86/2011 skal starfsemi stefnanda vera sem hagkvæmust og afla tekna sem nægi til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. Fjármögnun stofnuna rinnar er þannig á grundvelli almennrar tekjuöflunar og arðurinn er íslenska ríkisins, en ekki stefnanda. Er því ekki unnt að líta svo á að stefnandi, sem ríkisstofnun, hafi af því fjárhagslega hagsmuni að viðhalda einkarétti á sölu áfengis í smásölu enda er það löggjafans að ákveða fyrirkomulag á sölu áfengis í smásölu í landinu. Verður því einnig að líta svo á að verulegur vafi sé um það að stefnandi hafi af því lögvarða hagsmuni að fá úrlausn um síðari kröfu sína. Auk alls framangreinds tekur dómurinn fr am að ljóst verður að telja af því sem fram er komið í málinu á þessu stigi málsmeðferðar að stefndu hafa með höndum mismunandi starfsemi og aðkoma þeirra ólík að því sem stefnandi hefur kallað latilbúnað sinn á samlagsaðild til varnar á grundvelli 1 mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 en skilyrði slíkrar r aðilar sem hafa með höndum mismunandi starfsemi. Svo virðist sem hvorki stefndi, Arnar, né stefndi, Sante ehf., reki umrædda vefverslun heldur stefndi, Santewines SAS, og þá er það stefndi, Sante ehf., sem er handhafi leyfis samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/ 1998. Kröfugerð stefnanda er þeim annmarka háð að ekki er gerð nægjanleg grein fyrir því í stefnu hvaða háttsemi hvers og eins hinna stefndu leiðir til þess að þeir verði taldir taka þátt í smásölu áfengis í gegnum vefverslunina www.sante.is . Þótt þannig sé á því byggt að stefndu komi að rekstri slíkrar vefverslunar með einum eða öðrum 17 hætti getur það eitt og sér ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að kröfur stefnanda teljist reistar á sama atviki eða aðstöðu í skilningi 1 . mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 án þess að frekari grein sér gerð fyrir þætti hvers og eins. Virðast dómkröfur stefnanda reistar á því að hver og einn hinna stefndu hafi átt þátt í ólögmætri háttsemi þó með ólíkum hætti sé. Í stefnu skortir þó á að gerð sé nægileg grein fyrir því á hvaða grundvelli stefndu beri sameiginlega ábyrgð á tjóni sem stefnandi rekur til mismunandi atvika sem stefndu komu að með mismunandi hætti. Skortir á skýringu þess hvers vegna stefnandi telur unnt að beina kröfum sínum sameigin lega að öllum stefndu og verður ekki séð að unnt sé að lagfæra þann annmarka undir rekstri málsins. Er reifun málsins annmarka háð hvað varðar skýrleika þeirra málsástæðna sem kröfur stefnanda á hendur hverjum og einum hinna stefndu eru reistar á. Þá krefs t stefnandi viðurkenningar á bótaskyldu óskipt úr hendi stefndu. Þannig kom fram við munnlegan st því í grunninn, þrátt fyrir fullyrðingar stefnanda um annað, byggð á ólíkum atvikum eða ólíkri aðstöðu sem stefndu hafa ýmist engan eða mismunandi þátt tekið í. Dómurinn telur stefnanda ekki hafa sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að skilyrðum 1. m gr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til samlagsaðilar sé fullnægt í málinu þannig að honum sé unnt að hafa uppi framangreindar dómkröfum gegn öllum stefndu í málinu. Þá verður ekki fram hjá því litið að kröfugerð stefnanda að þessu leyti ber þannig keim vanreifun ar á þætti hvers og eins. Skortir því verulega á í málinu að stefnandi hafi gert grein fyrir sameiginlegri aðild málsins til varnar svo og grundvelli sameiginlegrar ábyrgðar allra stefndu á viðurkenningu á tjóni stefnanda. Verður málinu því vísað frá dómi. Að lokum tekur dómurinn fram að þegar horft er á málatilbúnað stefnanda í heild sinni þykir hann sumpart bera þess merki að stefnandi sé að leggja lögspurningu fyrir dóminn um það hverjum sé heimilt að fara með sölu áfengis á Íslandi, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, án nægjanlegra tengsla við tiltekið og afmarkað sakarefni. Dómurinn hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé á forræði stefnanda að fá úrlausn um það álitaefni og heldur ekki í þeim búningi sem málið hefur verið lagt fyrir dómi nn. Með vísan til þeirra annmarka og vankanta á málatilbúnaði stefnanda sem hér hefur verið lýst leiða þeir, hver og einn og allir í senn, til þess að óhjákvæmilegt er að vísa máli þessu í heild sinni frá dómi. Í samræmi við þessa niðurstöðu og með vísan t il 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður ekki hjá því komist að gera stefnanda að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1. 6 5 0.000 krónur , og er þá horft til þess að stefndu hafa þurft að grípa til ítarlegra varna , sem voru sameiginlega r, vegna formhliðar málsins og annmarka á málatilbúnaði stefnanda. 18 Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Mál þetta fluttu Bjarki Már Baxter lögmaður fyrir stefnanda og Birgir Már Björnsson lögmaður fyrir stefndu. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 en hvork i dómari né aðilar töldu þörf á endurflutningi málsins. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, greiði stefndu, Arnari Sigurðssyni, Sante ehf. og Santewines SAS, sameiginlega 1.6 50 .000 krónur í málskostn að. Hólmfríður Grímsdóttir