Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 28. október 2024 Mál nr. E - 323/2024: Síminn hf. (Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður) gegn Samkeppniseftirliti nu (Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 30. september 2024, var höfðað 9. janúar 2024 af hálfu Símans hf., Ármúla 25, Reykjavík, á hendur Samkeppniseftirlitinu, Borgartúni 26, Reykjavík, til viðurkenningar á því að stefnandi sé ób undinn af skilyrðum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015 frá 2. júlí 2015. Fyrirsvarsmaður stefnanda er Orri Hauksson, forstjóri , og f yrirsvarsmaður stefnda er Páll Gunnar Pálsson, forstjóri. Stefnandi krefst þess í málinu a ð viðurkennt verði að s tefnandi sé óbundinn af þeim skilyrðum sem kveðið sé á um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015, dags. 2. júlí 2015. Þ ess er jafnframt krafist að stefndi greiði stefnanda málskostnað að skaðla usu . Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en krefst þess til vara að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda. Stefndi krefst þess jafnframt að stefnanda verði gert að greiða sér málskostnað. Í þessum þætti málsins er til úrlausnar aðalkrafa stefnda um frávísun. Auk kröfu um að málinu verði vísað frá dómi krefst stefndi, sem hér er sóknaraðili, málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Í þessum þætti málsins krefst stefnandi, sem hér er varnaraðili, þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um frávísun og að tekið verði tillit til þessa þáttar málsins við ákvörðun málskostnaðar, en komi til þess að málinu verði vísað frá dómi er þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. Helstu málsatvik og ágreiningsefni Stefnandi kveður tildrög málsins mega rekja til ákvörðunar samkeppnis ráðs nr. 10/2005, þar sem ákveðin skilyrði hafi verið sett fyrir samruna Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. Hinn 17. desember 2013 hafi Síminn og Skjárinn ehf. óskað eftir niðurfellingu á þeirri ákvörðun. Í kjölfar viðræðna hafi ný sá tt verið undirrituð 15. apríl 2015 sem b irst hafi í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015, Breyting á skilyrðum vegna eignarhalds Símans á Skjánum Niðurfelling ákvörðunar nr. 10/2005. Með nýrri sátt hafi stefnandi og Skjárinn fallist á að hlíta ti lteknum bindandi skilyrðum í starfsemi félaganna . M eð Skjánum hafi í sáttinni verið átt við rekstur 2 innlendrar línulegrar sjónvarpsrásar, sbr. 2. mgr. 1. gr. sáttarinnar . M egintilgangur hennar hafi verið að draga úr mögulegri hættu á samkeppnishamlandi áhr ifum af rekstri innlendrar línulegrar sjónvarpsrásar innan Símans. Með beiðni, dags. 13. apríl 2021, fór stefnandi fram á að stefndi hæfi að nýju málsmeðferð vegna ákvörðunar nr. 20/2015 og krafðist þess að allar þær kvaðir sem þar kæmu fram yrðu felldar niður , en s kilyrði sáttarinnar sem stefndi gerði við stefnanda 15. apríl 2015 voru þar tekin upp í ákvörðunarorð. Í beiðninni færir stefnandi þau rök fyrir því að skilyrði í sáttinni ættu ekki að gilda lengur um stefnanda að he lstu forsendur sáttarinnar ha , en þ ær hafi nú tekið verulegum breytingum sem eigi að leiða til þess að skilyrðin verði felld niður. Um grundvöll fyrir beiðninni vísa r stefnandi til endurskoðunarheimildar í 8. gr. sáttarinnar, 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum nr. 44/2005, sbr. 8. gr. laga nr. 103/2020. Stefnandi kveðst telja einsýnt að engin rök standi til þess að skilyrðunum ver ði viðhaldið lengur í ljósi þess að verulegar breytingar hafi orðið á markaði, og forsendur þeirra séu því ekki lengur fyrir hendi. S tefndi hefur ekki tekið afstöðu til beiðni stefnanda og kveður rannsókn málsins vera ólokið . Á kvörðun haf i ekki verið tek i n um beiðnina og kveður s tefndi það einkum skýrast af því að stefndi h afi til meðferðar mál þar sem m.a. séu til rannsóknar ætluð brot stefnanda á ákvæðum samkeppnislaga og sátta sem hann h afi gert við stefnda. Niðurstaða málanna hafi þýðingu við mat á beiðni stefnanda. Fyrir dómstólum séu til úrlausnar mál vegna ætlaðra brota stefnanda, meðal annars á sáttinni frá 15. apríl 2015, sbr. dóm Landsréttar 16. febrúar 2024 í máli nr. 674/2022, en leyfi hafi verið veitt til að áfrýja þeim dóm i til Hæstaréttar. Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að hann sé óbundinn af þeim skilyrðum sem fram koma í ákvörðun stefnda nr. 20/2015 , en í ákvörðunarorð hennar eru tekin upp ákvæði sáttar stefnanda og stefnda frá 15. apríl 2015 . S ú sátt kom sem fyrr segir í stað sáttar sem stefnandi og Íslenska sjónvarpsfélagið hf. gerðu við samkeppnisráð 11. mars 2005 í tilefni af samruna félaganna. Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en stefnandi krefst þess að þeirri kröf u verði hafnað. Var ágreiningur aðila hér að lútandi tekinn til úrskurðar í kjölfar málflutnings lögmanna aðila 30. september sl. M álsástæður og lagarök stefnanda fyrir dómkröfum sínum Stefnandi kveðst byggja dómkröfu sína á sömu rökum og beiðni sína til stefnda, dags. 13. apríl 2021 , um að öll skilyrði s áttar aðila verði felld niður . Stefnda sé skylt að taka sáttina til endurskoðunar, bæði á grundvelli sáttarinnar sjálfrar og á grundvelli stjórnsýslulaga og samkeppnislaga. 3 Stefndi hafi skuldbund ið sig til þess að taka sáttina til endurskoðunar með endurskoðunarheimild í 8. gr. hennar, enda hafi verið fyrirséð að aðstæður á markaði myndu taka örum breytingum. Af orðalagi ákvæðisins m egi ráða að stefndi hafi verið fullmeðvitaður um að ekki væri aðe ins eðlilegt, heldur nauðsynlegt að taka sáttina til endurskoðunar með tilliti til þeirrar öru framþróunar sem hafði orðið á sjónvarpsmarkaði, enda s æi ekki og sjái ekki enn fyrir endann á henni. Af þeirri ástæðu hafi verið á kveðið að það skyldi gert innan tveggja ára , í því skyni að breyta skilyrðum sáttarinnar. Þannig hafi ekki verið um varanlega ráðstöfun að ræða, enda gengi slíkt hvorki upp út frá ákvæðinu sjálfu né þeirri grunnhugsun sem b úi að baki íþyngjandi ráðstöfunum. Sé aðili bundinn af slíkri rá ðstöfun eigi hann rétt til þess að sú ráðstöfun verði endurskoðuð, verði verulegar breytingar á aðstæðum hans og leiði það af meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þar sem stefndi h afi ekki enn sinnt þeirri skyldu sinni að taka sáttina til endurskoðunar hafi ha nn ekki sinnt þeim skyldum sem á honum hvíl i og hafi samhliða því brotið gegn ótvíræðum rétti stefnanda til að fá mál sín endurskoðuð , að skilyrðum laga uppfylltum. S tefnanda sé ótækt að bíða lengur eftir úrlausn sinna mála í ljósi þess óhóflega dráttar sem orðið hafi á málinu, enda tel ji hann ljóst að engar forsendur séu fyrir því að hann verði áfram bundin n af skilyrðum sáttarinnar. E ngin rök st andi til þess að skilyrðunum ve rði viðhaldið lengur í ljósi þess að verulegar breytingar h afi orðið á markaði og forsendur þeirra séu því ekki lengur fyrir hendi . Þá sé byggt á almennri endurskoðunarheimild 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Aðil i máls eigi rétt á því að mál sé tekið ti l meðferðar á ný ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 2. tölul. ákvæðisins. Öll þrjú skilyrði þess a laga ákvæðis séu fyrir hendi, þ.e. í fyrsta lagi að um íþyngjandi stjór nvaldsákvörðun sé að ræða, sem í öðru lagi feli í sér viðvarandi boð eða bann og í þriðja lagi að atvikin sem ákvörðunin var byggð á hafi breyst verulega frá því að ákvörðunin var tekin. Þá byggist beiðnin einnig á sérstakri endurskoðunarheimild 3. mgr. 17 . gr. f í samkeppnisl ögum nr. 44/2005. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993 gat samkeppnisráð se tt samruna í skilningi laganna skilyrði , á þeirri forsendu að slíkur samruni væri til þess fallinn að hindra virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða skapaðist eða að samruninn styrkti slíka stöðu , og m eð ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 hafi samruni Landssímans og Íslenska sjónvarpsfé lagsins verið samþykktur með ákveðnum skilyrðum . Í kjölfar endurupptöku málsins , á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga og viðræðna aðila , hafi sátt verið undirrituð 15. apríl 2015 með þeim hætti að Síminn og Skjárinn féllust á að hlíta til teknum bindandi skilyrðum í starfsemi sinni . Skilyrðin hafi verið sett í því skyni að draga úr hættunni á mögulegum samkeppnishamlandi áhrifum, sbr. 17. gr. f í samkeppnislögum, ef um er að ræða samruna sem stefndi tel ji hindra virka samkeppni samkvæmt 17. gr. c í sömu lögum . 4 E ndurupptökuheimild 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum nr. 44/2005 hafi verið færð í lög með 8. gr. laga nr. 103/2020, en með henni hafi stefnda verið veitt heimild til þess að hefja málsmeðferð að nýju að tilteknum skilyrðum uppfyll tum í þeim tilvikum sem málum h af i lokið með sátt. Samkvæmt a - lið ákvæðisins hafi stefnda því verið heimilt, að fenginni beiðni aðila eða að eigin frumkvæði, að hefja málsmeðferð að nýju ef verulegar breytingar hefðu orðið á þeim málsatvikum sem lægju til grundvallar ákvörðun . Samsvarandi ákvæði sé að finna í b - lið 2. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 1/2003 . Þar sem um sé að ræða ívilnandi lagaákvæði hafi stefnandi litið svo á að heimild stefnda til þess að hefja málsmeðferð að nýju samkvæmt ákvæðinu tæki e innig ti l þeirra sátta sem gerðar hefðu verið fyrir gildistöku lagaákvæðisins, að þessu skilyrði uppfylltu. S tefnandi hafi því talið öll skilyrði endurskoðunar uppfyllt, óháð því á hvaða grundvelli sú endurskoðun væri byggð . R éttast væri að taka sátti na ti l endurskoðunar á grundvelli sérstakrar endurskoðunarheimildar a - liðar 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum , enda h e fðu verulegar breytingar orðið á þeim málsatvikum sem lágu til grundvallar ákvörðun. Til 24. gr. stjórnsýslulaga megi líta til skýringar á hu gtakinu verulegar breytingar. Með hliðsjón af 8. gr. sáttarinnar m ætti ganga út frá því að verulegar líkur væru á því að slíkar breytingar hefðu orðið á þeim sex árum sem liðið h e fðu frá gerð sáttarinnar, þ egar slíkar breytingar voru væntanlegar innan tveg gja ára. Frá því að beiðnin var send stefnda h afi í reynd engin efnisleg rannsókn átt sér stað , nú tæplega þr emur árum síðar . E ngin samskipti hafi orðið utan staðfesting ar á móttöku annars vegar og einnar upplýsingabeiðni , sem svarað hafi verið greiðlega . Þessu til viðbótar hafi orðið fr ekari breytingar á stöðu stefnanda eftir að b eiðnin var send , er dótturfélag stefnanda, Míla, var selt. F ormleg eignatengsl félaganna hafi verið rofin með sölunni, en eignarhaldið hafi haft verulega þýðingu fyrir þá afstöðu stefnda að skilyrði væru nauðsynleg. Það hafi verið í samræmi við umsögn Póst - og fjarskiptastofnunar, sem lagt hafi ríka áherslu á nauðsyn skilyrðanna vegna sameiginlega eignarhaldsins . Sá styrkur sem stefndi hafi talið felast í eignarhaldinu hafi því ek ki lengur verið fyrir hendi, og honum hafi verið kunnugt um það vegna aðkomu sinnar að sölunni. Gerð hafi verið sátt við aðila sölunnar 15. september 2022 þar sem skorið hafi verið á skipulagstengsl á þann hátt að þjónustusamningur stefnanda við Mílu hafi ekki verið talinn fela í sér nein skaðleg áhrif á samkeppni, auk víðtækra hegðunarskilyrða á Mílu sem átt hafi að tryggja hið sama. Þrátt fyrir þetta hafi erindi stefnanda í engu verið sinnt. Stefnandi byggir á því að forsendur skilyrðanna séu fyrir löngu brostnar, og því sé enginn grundvöllur fyrir því að stefnandi sæti sérstökum háttsemiskvöðum í starfsemi sinni , sem aðrir keppinautar hans þurf i ekki að búa við. S amkeppnisaðstæður á markaðnum séu ekki með þeim hætti að nauðsynlegt sé að binda starfsemi hans skilyrðum, enda hafi samkeppni aukist til muna frá því að sáttin var gerð , til viðbótar þeim verulegu breytingum sem orðið haf i á stöðu stefnanda. 5 Samkvæmt 1. gr. sáttarinnar um aðskilnað rekstrareininga skuli Skjárinn rekinn sem sjálfstæður lögaðili eða sem bókhalds - og fjárhagslega aðskilin eining frá öðrum rekstri stefnanda, yrðu félögin sameinuð. Stefnanda hafi verið heimilt að sameina starfsemina, og það ha fi verið gert í kjölfar sáttarinnar. Þ á hafi sjónvarpsrásirnar Skjáreinn og Skjársport fallið undir ha na. Nú séu þetta annars vegar Síminn Sport og hins vegar línulega sjónvarpsstöðin Sjónvarp Símans, sem send sé út í opinni dagskrá. Annað myndefni Símans sem miðlað sé með ólínulegum hætti eða endurvarp erlendra sjónvarpsútsendinga f alli utan sáttarinnar. Af umsögnum Póst - og fjarskiptastofnunar og stefnda vegna endurupptökubeiðni um ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 megi ráða að forsenda kvaðanna um aðs kilnað Skjásins og stefnanda hafi byggst á sterkri stöðu stefnanda á mörkuðum fyrir fjarskiptaþjónustu um fastlínukerfi. Þ að hafi að mörgu leyti verið rétt þegar sáttin var gerð, en þróun undanfarinna ára h afi verið í þá átt að sá þjónustuþáttur sem einblí nt hafi verið á sé á undanhaldi, enda hafi ljósleiðaratengingum farið fjölgandi frá þeim tíma. Þannig hafi 116.606 internettengingar verið á Íslandi fyrri hluta árs 2014, þar af 88.737 svokallaðar xDSL - tengingar , samanborið við 26.229 ljósleiðaratengingar. Til marks um þá hröðu þróun sem orðið h afi, hafi internettengingar alls verið 142.334 í lok árs 2022, þar af 25.254 xDSL - tengingar , samanborið við 116.726 ljósleiðaratengingar. Óumdeilt sé að ljósleiðaratenginga r muni koma til með að taka yfir markaðinn á komandi árum með hliðsjón af þeirri aukningu sem h afi orðið á skömmum tíma. S amkeppni sé mun jafnari á þeim markaði samanborið við xDSL - tengingar, og stefnandi því ekki lengur í þeirri yfirburðastöðu sem þá hafi verið vísað til , á markaði fyrir internettengingar. Markaðurinn og staða stefnanda h afi tekið miklum breytingum. F orsendur 1. gr. haf i því tekið verulegum breytingum , eins og áskilið sé svo endurskoðun geti farið fram . Því til viðbótar hafi aðferð fjarsk iptafyrirtækja við veitingu sjónvarpsþjónustu tekið verulegum breytingum. Þróun í dreifingu myndefnis , sem og fjarskiptakerfa, h afi leitt til þess að samhæfing við sérstök fjarskiptakerfi h afi lítið sem ekkert vægi og í dag sé u myndlyklar í meiri mæli óháðir undirliggjandi fjarskiptakerfi. Í samræmi við þessa þróun haf i erlendir aðilar þróað og sett á markað myndlykla óháða neti, auk þess sem framleiðendur sjónvarpstækja haf i hannað tækin þannig að stýrikerfið geri það mögulegt að eigandi tækisins sæki myndefni í gegnum sjónvarpstækið í gegnum app. Til marks um það h afi þeim landsmönnum sem kaup a aðgang að sjónvarpsþjónustu í gegnum myndlykla fækkað hratt undanfarin ár. Undirliggjandi forsendur kvaðar sjónvarpssáttarinnar um aðskilnað virðist því annars vegar hafa bygg s t á sterkri stöðu Símans á fastlínumörkuðum fjarskipta og hins vegar því að fastlínutenging væri nauðsynleg forsenda veitingar sjónvarpsþjónustu. Í dag hafi bæði staða Símans á fastlínumörkuðum tekið verulegum breytingum sem og háttalag fja rskiptafyrirtækja við veitingu sjónvarpsþjónustu. Forsendur kvaða um aðskilnað séu 6 því löngu brostnar og engin rök stand i til þess að krafa sé gerð um aðskilnað stefnanda og Skjásins samkvæmt 1. gr. sáttarinnar. Samkvæmt 2. gr. sáttarinnar um viðskipti og trúnað sé gerð sú k r afa að viðskipti milli stefnanda og annarra deilda hans við Skjáinn séu á viðskiptalegum forsendum, eins og um viðskipti ótengdra aðila væri að ræða. Þ að ákvæði byggist á þeirri forsendu að rekstur Skjásins sé aðskilinn rekstri stefnan da, og sé því ætlað að tryggja tiltekna verkferla í samskiptum þar á milli og sé þannig nátengt 1. gr. sáttarinnar . S amkvæmt 3. mgr. 2. gr. sé Skjánum óheimilt að veita öðrum starfsmönnum smásölueiningar stefnanda , og heildsölu hans , upplýsingar um viðskip ti og/eða þau viðskiptakjör sem Skjárinn n jóti hjá öðrum dreifingarfyrirtækjum. Þ að leiði af 46. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011 að við gerð samninga um flutning á sjónvarpsútsendingum sk uli setja viðsemjendum sömu skilmála og í sams konar viðskiptum, og veita þjónustu og upplýsingar með sömu skilmálum og af sömu gæðum og veitt sé u eigin þjónustudeildum, dótturfyrirtækjum eða samstarfsaðilum. Því verð i ekki séð, í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, að nauðsynlegt sé að binda innra s kipulag stefnanda frekari kröfum en leiði af settum lögum. Nauðsynlegt sé fyrir stefnanda að eiga möguleika á því að byggja upp raunverulegt traust í viðskiptasamböndum félagsins við önnur fjarskiptafyrirtæki. Reglustýrt traust , byggt á kvöðum eftirlitsstj órnvalda , get i ekki orðið forsenda jákvæðra viðskiptasambanda til lengri tíma . Þ að sé einfaldlega hagur stefnanda að fylgja lögum og reglum í þessum efnum. Sé það ekki gert mun i stefnandi ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem slíkri háttsemi fylg i , en da ríki mikil samkeppni á markaði og sérstök málsmeðferð og reglur gildi um samninga milli fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðlaveitna um línulegar útsendingar á grundvelli fjölmiðlalaga. R eglur fjölmiðlalaga séu fullnægjandi til þess að leysa úr ágreiningi fj arskiptafyrirtækja og fjölmiðlaveitna um línulegar útsendingar. S taða stefnanda sé ekki þannig að grípa þurfi sérstaklega til aðgerða til þess að árétta þær skyldur sem á honum hvíli lögum samkvæmt og engar forsendur séu fyrir slíku skilyrði. Samkvæmt 3. gr. sáttarinnar um samtvinnun þjónustu sé stefnanda óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins að einhver þjónusta Skjásins s amkvæmt sáttinni fylgi með í kaupunum. S tefnanda sé óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskipt aþjónustu fyrirtækisins og þjónustu Skjásins gegn verði eða viðskiptakjörum sem jafna megi til slíks skilyrðis. Af athugasemdum við 3. gr. sáttarinnar m egi ráða að forsendur kvaðanna séu tvíþættar. Annars vegar hafi þær byggst á sterkri stöðu stefnanda fyrir háhraðanetstengingar, þ.e. fastlínutengingar, en hins vegar á sterkri stöðu stefnanda á markaði fyrir áskriftarsjónvarp. Um fyrri forsenduna sé vikið að fastlínutengingum , en eins og í f orsendum 1. gr. sáttarinnar hafi sú staða tekið verulegum breyti ngum . Þar að auki h afi Míla verið seld frá stefnanda, og því séu kerfin ekki lengur í eigu stefnanda. Þá séu xDSL - tengingar í dag aðeins um 15% af heildarfjölda internettenginga en hafi verið 75% árið 2014. 7 Um seinni forsenduna, u m stöðu stefnanda á marka ði fyrir áskriftarsjónvarp, verð i ekki fram hjá því litið að um verulega breytilegan markað sé að ræða. Þ að sé beinlínis tekið fram í athugasemdum við endurskoðunarákvæði 8. gr. , þar sem fram k omi að ekki sé útilokað að aðstæður á fjarskiptamarkaði og þá s érstaklega á markaði fyrir áskriftarsjónvarp komi til með að taka verulegum breytingum á næstu misserum . Þær verulegu breytingar haf i nú þegar raungerst, og sú öra þróun sé til marks um virka og öfluga samkeppni á sjónvarpsmarkaði. Þar sem samkeppnisyfirv öld haf i ekki rannsakað útbreiðslu erlendra aðila á Íslandi sé aðeins hægt að styðjast við niðurstöðu skoðanakannana frá árinu 2022. Netflix hafi verið aðgengilegt á 80% heimila, Disney+ á um 43% heimila og Viaplay á 30% heimila, aðeins tveimur árum eftir innkomu á íslenskan markað. Þá hafi Amazon Prime verið aðgengilegt á 15% heimila. Síðan h afi erlendum aðilum sem selj i aðgang að vinsælu íþróttaefni beint á Íslandi fjölgað. Viaplay b jóði upp á beinar útsendingar af fjölda íþróttaviðburða. DAZN hafi tekið yfir rekstur og sölu á NFL - deildinni (NFL Game Pass) nýlega , auk þess að bjóða upp á aðgang að margvíslegum bardagaíþróttum. NBA - deildin se lji sjálf áskrift (NBA Game Pass) að öllum leikjum beint til neytenda á Íslandi. Ekkert framangreindra fyrirtækja st yð ji st við sjónvarpsdreifikerfi innlendra fyrirtækja til þess að koma efni sínu á framfæri til neytenda. Þegar ákvörðuninni frá 2005 hafi verið breytt árið 2015 hafi enginn erlendur aðili boðið þjónustu sína löglega á Íslandi. E kki aðeins hafi framboð erle ndra aðila á sjónvarpsefni , sem sé selt beint til neytenda á Íslandi , stóraukist, heldur haf i erlendir aðilar eins og Apple (Apple TV frá 2016) og Google (Android TV - stýrikerfið) sett á markað þjónustu sem auðveld i sjónvarpsveitendum að bjóða þjónustu sína . Auk þess innihald i öll sjónvarpstæki í dag stýrikerfi sem bjóð i upp á að sækja öpp eins og Netflix, Disney, Amazon Prime o.s.frv. til að nálgast myndefni (þ.m.t. efni innlendra aðila) beint í gegnum sjónvarpstækið. Google b jóði til að mynda upp á þann mö guleika að kaupa eða leigja myndefni sem notendur get i ýmist horft á í gegnum YouTube eða Google TV. Árið 2005 hafi eina löglega leiðin fyrir neytendur til að kaupa áskrift eða neyta sjónvarpsefnis ve r ið í gegnum innlenda aðila og sérhæfð sjónvarpskerfi. Innlendir aðilar hafi þá keypt myndefni af erlendum aðilum , en með tilkomu aukinnar tækniþróunar á sviði miðlunar myndefnis get i erlendir aðilar auðveldlega selt neytendum myndefni beint og fram hjá öllum innlendum aðilum. Útbreiðsla áskrifta þessara erlendu aðila sýni með óumdeilanlegum hætti hversu auðvelt aðgengi streymisveitur haf i nú að neytendum. I nnlendir samkeppnisaðilar stefnanda hafi einnig sótt í sig veðrið og styrkt stöðu sína verulega frá því að sáttin var gerð, sbr. ákvörðun nr. 42/2017 , vegna kaupa Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. , og sbr. einnig samstar fs s amning sumarið 2023 milli keppinautanna Sýnar og Viaplay Group þar sem Sýn hafi með samkomulagi fengið einkarétt á sölu á afþreyingar - og íþróttaveitu Viaplay 8 á Íslandi í vöndli við aðrar vörur Sýnar. H elsti samkeppnisaðili stefnanda, Sýn hf. , sé nú stæ rsti aðilinn á markaði fyrir sjónvarpsþjónustu samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 24/2023. Þar hafi Sýn verið talin vera með 40 45% markaðshlutdeild samanborið við 35 40% stefnanda. Stefnandi tel ji st því ekki vera markaðsráðandi á þeim markaði og forskot Sýnar sé að öllum líkindum enn sterkara nú. F élagið hafi nýverið tilkynnt að met hafi verið slegið í fjölda áskrifta að streymisveitunni Stöð2+ árið 2022. Með samstarfssamning i Sýnar og Viaplay hafi staða Sýnar styrkst og Sýn h afi aukið á samkepp nisforskot sitt með öflun frekara efnis til sýningar. Víðtækur samstarfssamningur við Viaplay Group hafi veitt Sýn sýningarrétt á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu næstu ár og rétt til framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum þá le iki. Auk þess hafi Sýn öðlast sýningarrétt og umfjöllun um aðra stóra íþróttaviðburði sem njóti mikilla vinsælda hjá stórum og breiðum hópi neytenda, svo sem Meistaradeild Evrópu, Formúlu 1, Championship - deildina og Carabao - bikarinn í Englandi, þýska fótboltann, þýska handboltann, aðra landsleiki í undankeppni EM karla og stórmót í pílukasti. Samhliða þessu hafi ný sjónvarpsrás verið kynnt til sögunnar sem haf i hafið útsendingar frá þessum viðburðum. Einnig sé líklegt að Sýn hafi tryggt sér sýningarréttinn að keppnum á vegum UEFA (Meistaradeild Evrópu o.s.frv.) til loka tímabilsins 2026/2027. Þá h afi félagið sýningarrétt á öllum innlendum íþróttaviðburðum í bol taíþróttum, að handbolta undanskildum . S tefnandi hafi í raun aðeins sýningarrétt að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í íþróttaefni , en s á sýningarréttur sé jafnframt háður útboði . A ðeins sé samið við einn aðila á hverjum tíma til þriggja ára en við hvert útboð get i sá aðili misst samninginn í einu vet fa ngi og því sé aðeins um tímabundna aðstöðu að ræða sem ekki sé til marks um yfirburðastöðu. Samkeppnislögum sé ekki ætlað að banna einhliða háttsemi fyrirtækja sem ekki séu í ráðandi stöðu. Há ttsemi markaðsráðandi fyrirtækja sé aðeins bönnuð sé hún til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppni og slíkt mat þ urfi að eiga sér stað í hverju máli fyrir sig, m.t.t. aðstæðna. Forsenda fyrir því að háttsemi teljist hafa skaðleg áhrif sé að ítar leg rannsókn á markaði hafi átt sér stað, þ.m.t. með skilgreiningu markaða, mati á stöðu viðkomandi fyrirtækja á markaðnum og mati á áhrifum viðkomandi háttsemi. S amtvinnun markaðsráðandi fyrirtækis sé ekki sjálfkrafa ólögmæt, heldur verð i háttsemin að ver a til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Stefnandi byggir jafnframt á því að það brjóti gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga , haldi skilyrðin gildi sínu , þegar aðstæður kall i ekki á slíkt inngrip í starfsemi hans. Með því sé farið stran gar í sakirnar en nauðsyn ber i til, og skilyrðin séu með réttu úr gildi fallin vegna þessa. Með meðalhófsreglunni sé stjórnvöldum markaður rammi við ákvarðanatöku og þeim sé óheimilt að ganga lengra en nauðsyn ber i til. Velja 9 sk uli það úrræði sem þyki vægast og sé til þess fallið að þjóna því lögmæta markmiði sem stefnt sé að. Handhafar stjórnsýsluvalds þurf i að gæta hófs við meðferð valds síns. Í ljósi þess að um íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sé að ræða, sem sérstaklega beinist a ð stefnanda og fel i í sér inngrip í starfsemi hans, verð i slík ákvörðun að teljast nauðsynleg. S kilyrðunum hafi verið ætlað að bregðast við tilteknum aðstæðum, en séu þær ekki lengur fyrir hendi sé ekki þörf á sáttinni. Eðli málsins samkvæmt sé íþyngjandi ráðstöfun ekki lögmæt þegar hún þjón i ekki lengur tilgangi s ínum . F orsenda slíkra inngripa í samkeppnisréttarlegu samhengi sé sú að stefnandi teljist vera í markaðsráðandi stöðu og það sé nauðsynlegt með tilliti til aðstæðna að grípa til slíks úrræðis . Ekk i verði séð að slík staða sé fyrir hendi, jafnvel þó að hún k unni að hafa verið það áður. F orsendur skilyrðanna séu því brostnar . Það gangi gegn því meðalhófi sem stjórnsýslulög kveð i á um að starfsemi stefnanda sé bundin slíkum skilyrðum af þeirri ástæðu einni að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að verða við beiðni hans um endurskoðun. V æri stefnandi markaðsráðandi væri það ekki nægjanlegt til þess að honum yrði gert að sæta svo íþyngjandi háttsemiskvöðum. Samkeppnislög haf i að geyma tilteknar bann reglur sem veita markaðsráðandi fyrirtækjum aðhald og skýran ramma og því þurfi annað og meira að koma til svo það teljist réttlætanlegt að grípa inn í starfsemi þeirra fyrirtækja með skilyrðum. I nngrip samkeppnisyfirvalda í háttsemi fyrirtækis, sem ekki sé í sterkri stöðu, sé líklegt til að vera skaðlegt samkeppni og þar með í andstöðu við 1. gr. samkeppnislaga. Þ að eigi sérstaklega við e igi það fyrirtæki sem inngripi sætir í harðri samkeppni við fyrirtæki sem k unni að vera í markaðsráðandi stöðu á einhve rjum mörkuðum. Þ að kunni ekki aðeins að vera skaðlegt fyrirtækinu sjálfu, heldur einnig neytendum sem treyst i á öfluga samkeppni um kjör þeirra og þjónustu. F orsendur nar sem skilyrði sáttarinnar byggðu st á sé u ekki lengur fyrir hendi og því sé það brot ge gn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga að stefnandi þurfi að hlíta þei m skilyrðum í starfsemi sinni. St jórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði sem að er stefnt verður ekki náð með öðru og vægara móti, og skal þess þá gæ tt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga. Sé gengið lengra en efni stand i til get i sá efnisannmarki leitt til ógildingar á slíkri ákvörðun. Eðlilegt sé að ganga út frá því að sömu sjónarmið eigi við þegar slí kri ákvörðun, sem g angi lengra en efni standa til, sé viðhaldið að óþörfu vegna þess að stefndi sýn i af sér tómlæti. R íkar skyldur hvíl i á stefnda sem handhafa stjórnsýsluvalds og sá dráttur sem orðið h afi á meðferð málsins sé óafsakanlegur og stjórnvaldi ekki sæmandi. Á kvörðunin ætti því með réttu að vera úr gildi fallin og stefnandi óbundinn af þeim skilyrðum sem sáttin kveð i á um. S tefndi hafi með svo grófum og alvarlegum hætti brotið gegn málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga við meðferð beiðni s tefnanda um niðurfellingu á skilyrðum ákvörðunar nr. 20/2015 að stefnandi sé óbundinn af skilyrðunum. S tefnandi hafi sen t stefnda beiðni 10 um endurskoðun 13. apríl 2021. B eiðnin hafi verið ítarlega rökstudd og stefnandi hafi talið brýnt að fá úrlausn eins fl jótt og unnt v æri í ljósi þeirra hagsmuna sem hann hafi af niðurstöðu málsins. Þrátt fyrir það h afi engin efnisleg rannsókn átt sér stað. Í því f elist svo vítavert brot á málshraðareglu s tjórnsýslulaga að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að stefnandi sé óbun dinn af skilyrðunum. Stefnda sé , sem stjórnsýslu valds hafa, skylt að taka ákvarðanir í málum svo fljótt sem unnt er og aldrei megi vera um óréttlátan drátt á afgreiðslu máls að ræða. Við mat á því hvort um óréttlátan drátt sé að ræða verð i að meta málsmeðfe rðina í heild sinni og áætla hvað geti talist eðlilegur afgreiðslutími í þeim skilningi. S tefnanda sé ekki kunnugt um að nein eiginleg rannsókn hafi átt sér stað vegna beiðninnar, en hafi svo verið sé með öllu óeðlilegt að málsmeðferðin hafi tekið þann tím a sem liðið h afi frá því að stefnda barst beiðnin. U m sé að ræða ákvörðun sem h afi mikla þýðingu fyrir stefnanda og hans starfsemi og varð i fjárhagslega hagsmuni hans sem og aðstöðu á markaði. Séu þær forsendur sem liggja skilyrðu nu m til grundvallar ekki lengur fyrir hendi , og því ekki lengur þörf á að binda starfsemi hans skilyrðum , skuli slík skilyrði ú r gildi fallin. M eð réttu hefði átt að hraða meðferð málsins eins og unnt væri . Hafi stefndi raunverulega hafið málsmeðferð, sem hafi tafist jafn mikið og raun ber vitni, hafi það verið á hans ábyrgð og skylda hans að gera stefnanda grein fyrir því. En gar skýringar hafi fengi st á þessari töf eða að fyrirsjáanlegt væri að málið tefðist , sbr. 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. S tefnandi hafi því ekki fengið réttmæta úrlausn síns máls , sem varð i íþyngjandi inngrip í starfsemi hans af hálfu stefnda. Það að skilyrðin séu enn í gildi eingöngu fyrir þær sakir að stefndi h afi sýnt af sér tómlæti get i ekki talist tæk niðurstaða . Þ ví sé óhjákvæmilegt að viðurkennt sé að stefnandi sé óbundinn af þeim. S tefnandi vísi til ákvæða samkeppnislaga og meginreglna stjórnsýsluréttar, einkum meðalhófsreglu og málshraðareglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr. Málsástæður og lagarök stefnda fyrir kröfu sinni um frávísun Stefndi byggir kröfu sína um að málinu verði vísað frá dómi einkum á því að sakarefni þess eigi ekki undir dómstóla og sé undanskilið lögsögu þeirra , sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . E innig leiði ákvæði samkeppnislaga, sem feli í sér takmarkanir á því að ákvarðanir s tefnda séu bornar undir dómstóla, svo sem ákvæði um málshöfðunarfrest, til sömu niðurstöðu. D ómstólar geti ekki leyst úr kröfu stefnanda með hliðsjón af valdmörkum dómstóla gagnvart framkvæmda valdinu, sbr. 2. gr., 60. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Slíkur annmarki á kröfugerð í dómsm áli leiði til frávísunar þess án kröfu . Í máli þessu geri stefnandi ekki kröfu um ógildingu stjórnvaldsúrlausnar stefnda, heldur kref ji st þess að viðurkennt verði að hann sé óbundinn af skilyrðum sáttar er hann 11 undir gekkst við stefnda 15. apríl 2015 og t ekin var upp í ákvörðun stefnda 2. júlí 2015 nr. 20/2015. Í 1. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum nr. 44/2005 segi að hafi fyrirtæki eða samtök fyrirtækja gerst brotleg við ákvæði laganna eða ákvarðanir stefnda á grundvelli þeirra sé stefnda heimilt, með sam þykki málsaðila, að ljúka málinu með sátt. Sama gildi ef um er að ræða samruna sem hindrar virka samkeppni. S átt sé bindandi fyrir málsaðila þegar hann h afi samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni, sbr. og 2. mgr. 22. gr. málsmeðferðarreglna stefnda nr. 880/2005. Heimild stefnda til þess að ljúka málum með sátt hafi verið lögfest með 1. gr. laga nr. 52/2007 um breytingu á samkeppnislögum, en fyrir þann tíma hafi stefndi stuðst við ólögfesta heimild til að ljúka málum með sátt. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 52/2007 sé tekið fram að sáttir séu ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur komi máls aðilar einnig að þeim. Þess vegna þyki ástæða til að kveða skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hafi samþykk t sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Sáttarheimildin hafi verið styrkt enn frekar með 8. gr. laga nr. 103/2020 þar sem gerðar voru breytingar á ákvæði 17. gr. f í samkeppnislögum . Þar á meðal hafi verið lögfest heimild stefnda til að he fja málsmeðferð að nýju í máli sem lokið hafi með sátt, annaðhvort að beiðni aðila eða að eigin frumkvæði, sbr. 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum . Samkvæmt því ákvæði sé stefnda heimilt að hefja málsmeðferð að nýju ef verulegar breytingar hafa orðið á þe im máls atvikum sem ligg i til grundvallar umræddri ákvörðun, ef hlutaðeigandi fyrirtæki efn i r ekki skuldbindingar sínar eða ef ákvörðunin er byggð á ófullnægjandi, röngum eða villandi upplýsingum sem aðilar haf i látið í té. Í almennum athugasemdum við frum varp til laga nr. 103/2020 sé tekið fram að sátt sé bindandi fyrir stefnda , enda sé um að ræða stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sem verði aðeins breytt á grundvelli reglna stjórnsýsluréttar um afturköllun ákvörðunar eða endurupptöku máls eða annarra sérstakra lagaheimilda. F ram komi í athugasemdum við hið nýja ákvæði að það sé í samræmi við heimildir stjórnvalda til endurupptöku mála a ð öðru leyti en því að stefndi geti að eigin frumkvæði endurskoðað skuldbindandi sátt án þess að krafa komi þar um frá aðila máls. Í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga segi að aðili máls eigi rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun hefur byg gst á ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik, eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. Beiðni stefnanda til stefnda sé reist á framangreindum heimildum stefnda til að taka skily rði sáttar stefnanda og stefnda til nýrrar meðferðar, auk þess sem stefnandi h afi um skyldu stefnda til endurskoðunar vísað til 8. gr. sáttarinnar. Stefndi hafi ekki lokið athugun á beiðni stefnanda og því sé ekki enn tímabært að ákveða hvort fella eigi ei nstök skilyrði eða sáttina í heild sinni úr gildi. 12 Í 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga sé hlutverk stefnda skilgreint . Þ að sé m.a. að framfylgja boðum og bönnum laganna og leyfa undanþágur samkvæmt þeim og ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtæ kja. Í V. kafla laganna sé kveðið á um eftirlit stefnda með samkeppnishömlum. Fel i st það eftirlit meðal annars í því að stefndi skuli samkvæmt 17. gr. c í samkeppnislögum leggja mat á hvort samruni fyrirtækja hindri virka samkeppni með því að markaðsráðand i staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Við þær aðstæður get i stefndi ógilt samruna eða sett samruna skilyrði. Þá sé stefnda heimilt, með samþykki málsaðila, að ljúka með sátt máli þar sem samruni sé talin n hindra virka samkeppni, sbr. 1. mgr. 17. gr. f í sömu lögum . Í 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum sé stefnda jafnframt falið að leggja mat á hvort ástæða sé til að hefja að nýju meðferð máls sem lokið h afi með sátt, þar sem verulegar breytingar hafi orðið á þeim málsatvikum sem ligg i til grundvallar ákvörðun, hlutaðeigandi fyrirtæki hafi vanefnt skuldbindingar sínar eða ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi, röngum eða villandi upplýs ingum sem aðilar hafi látið í té. Mat á því hvort skilyrði sé til að endurupptaka mál sem stefndi h afi haft til meðferðar og hann tekið ákvörðun í sé einnig falið stefnda samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga. Afstaða stjórnvalds til beiðni málsaðila um endurup ptöku máls tel ji st stjórnvaldsákvörðun sem aðila þess sé almennt heimilt að kæra til æðra stjórnvalds og/eða bera lögmæti hennar undir dómstóla. Stefndi annist eftirlit samkvæmt samkeppnislögum og daglega stjórn sýslu á því sviði sem lögin ná til, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. S tefnda sé falið að taka ákvarðanir um aðgerðir og önnur úrræði sem samkeppnislög mæl i fyrir um. Þar á meðal sé það hlutverk stefnda að leggja mat á hvort samruni raski samkeppni og hvort unnt sé að ljúka samrunamáli með sátt óski mál saðili eftir því, og þá hvaða skilyrði séu fullnægjandi til að koma í veg fyrir samkeppnishömlur sem annars myndi leiða af samruna. Þá sé það einnig hlutverk stefnda að leggja mat á, að fenginni beiðni málsaðila eða að eigin frumkvæði, hvort skilyrði séu til að hefja að nýju meðferð máls sem lokið hefur verið með sátt. Í dómkröfu stefnanda fel i st að dómstólar, í stað stefnda, leggi mat á að stæður á fjarskipta - og sjónvarpsmörkuðum og hvort þau atvik sem leiddu til sáttar stefnanda og stefnda, sbr. ákvörðun stefnda nr. 20/2015, hafi breyst svo verulega frá því að hún var tekin að ekki sé þörf á að slík skilyrði gildi lengur um starfsemi stefn anda. Dóm stólar séu ekki bærir til þess að taka slíka ákvörðun. Eingöngu s tefndi geti ákveðið hvort tilefni sé til að fella niður þau skilyrði sem mælt sé fyrir um í ákvörðun nr. 20/2015. Því beri að vísa málinu frá dómi. Engu skipti þótt meðferð málsins h afi tekið langan tíma, enda geti stefnandi kært það, telji hann að málið hafi dregist óhæfilega, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. t.d. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2011, Inter geg n Samkeppniseftirlitinu . 13 Í dómaframkvæmd h afi verið lagt til grundvallar að dómstólar séu almennt ekki bærir til að taka efnislega ákvörðun um málefni sem eiga undir stjórnvöld, sbr. dóm Hæstaréttar 1. september 2003 í máli nr. 327/2003, Íslenskur markaður hf. gegn Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og samkeppnisráði. Einnig vís i st til dóms Hæstaréttar 30. apríl 2001 í máli nr. 132/2001, Toppfiskur gegn samkeppnisráði , en þar hafi Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms um að vísa máli frá dómi , þar sem sakaref ni þess ætti ekki undir dómstóla. D ómkrafa stefnanda hafi lotið að því dómurinn kvæði á um skyldur samkeppnisráðs og tæki ákvörðun um aðgerðir sem stefnandi málsins t e ldi að samkeppnisráði bæri að grípa til samkvæmt samkeppnislögum. Í dómi héraðsdóms sé te 60. gr. stjórnarskrárinnar fengið úrlausn á því hvort lögmætra aðferða hafi verið gætt við meðferð máls hjá stjórnvaldi og hvort niðurstaða þess sé í samræmi við lög . Me ð vísan til þess að sakarefnið ætti ekki undir dóm stóla og 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 hafi málinu verið vísað frá dómi . Í máli Hæstaréttar nr. 278/2004, Unilever N.V. gegn Einkaleyfastofunni , hafi þess m.a. verið krafist að dæmt yrði að alþjóðleg vö rumerkjaskráning tiltekin s vörumerkis . Í dómi réttarins 8. september 2004 hafi sagt annað séð en að sóknaraðili fari fram á að dómstólar ákveði skráningu á vörumerki, sem hann telur varnaraðila hafa verið lögskylt að framkvæma. Slíkt er ekki á valdsviði hafi k röfunni verið vísað frá héraðsdómi. K rafa stefnanda í máli þessu sé sama annmarka háð og því ber i á sama hátt að vísa málinu frá dómi. M áli Hæstaréttar nr. 595/2015, Kári Jóhannesson gegn Tryggingastofnun ríkisins, h afi einnig verið vísað frá á þeim grundv elli að sakarefni þess ætti ekki undir dómstóla. Í málinu hafi stefnandi ekki gert kröfu um ógildingu tiltekinnar stjórnvaldsúrlausnar heldur um að stjórnvaldinu yrði gert að inna af hendi tiltekna fjárgreiðslu til hans á þeim grundvelli að tiltekin ákvörð un þess bryti gegn nánar greindum lagaákvæðum. Um þá kröfu segi m.a. svo í dómi Hæstaréttar 2. júní 2016 : Þótt dómstólar séu almennt til þess bærir á grundvelli 60. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár innar að taka afstöðu til kröfu um ógildingu stjórnval dsákvörðunar er að jafnaði ekki á valdi þeirra að taka ákvörðun, sem undir stjórnvald heyrir samkvæmt lögum, svo sem ráðið verður af fyrirmælum 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þó eru þau fyrirmæli því ekki til fyrir stöðu að dóm stólar geti kveðið á um athafnas kyldu stjórnvalds, svo sem skyldu til að inna af hendi greiðslu, að því tilskildu að stjórnvaldinu hafi verið falið að taka slíka ákvörðun á grundvelli laga þar sem ýmist er ekki svigrúm til mats eða óumdeilt er að ákvæði þeirra hafi verið skýrð á tiltekin n hátt í framkvæmd. 14 Þar sem réttur til þeirrar greiðslu sem stefnandi hafi gert kröfu um byggði st á atriðum sem viðkomandi stjórnvaldi var falið að leggja mat á, og ekki naut í málinu neinna gagna um hvernig þeim matskenndu lagaákvæðum hefði verið beitt í framkvæmd, hafi Hæstiréttur talið að dómstóla brysti vald til að leysa úr þeim kröfum sem voru ge rðar í málinu og því þess vegna verið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991. Dómur þessi sé í samræmi við almennar reglur um að dómstólar geti ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til athafna þegar lög ger i ráð fyrir því að stjórnvöld taki ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti þau framkvæm i þau verkefni sem þeim sé u falin. Þegar um sé að ræða matskenndar ákvarðanir þar sem lög eftirlát i stjórnvöldum svigrúm til mats sé u dómstólar enn síður bærir til að leysa úr slíkum kröfu m. Í máli þessu kref ji st stefnandi þess ekki að dómstólar leggi mat á lögmæti tiltekinnar stjórnvaldsákvörðunar stefnda og málsmeðferð vegna hennar, heldur þess að dómstólar taki nýja ákvörðun í málinu vegna breyttra aðstæðna og framkvæmi mat sem stefnda s é lögum samkvæmt falið. Stefndi byggi kröfu sína um að málinu verði vísað frá héraðsdómi einnig á því að stefnanda sé ekki unnt að leita úrlausnar dómstóla um gildi sáttar sinnar og stefnda, sbr. ákvörðun nr. 20/2015, vegna þeirra takmarkana sem gerðar sé u í samkeppnislögum á því að ákvarðanir stefnda séu bornar undir dómstóla. Þ egar ákvörðunin hafi verið tekin hafi stjórnsýslukæra til áfrýjunarnefndar verið nauðsynlegur undanfari málsóknar vegna ákvarðana stefnda, sbr. þágildandi 40. gr. samkeppnislaga. A ð auki hafi í 41. gr. laganna verið kveðið á um að mál vegna ákvörðunar áfrýjunarnefndar skyldi höfðað innan sex mánaða frá því að málsaðili fékk vitneskju um ákvörðun nefndarinnar. Framangreind ákvæði hafi tekið breytingum við gildistöku laga nr. 103/2020 , þar sem meðal annars hafi verið fellt úr gildi það skilyrði fyrir málsókn að mál hefði áður sætt stjórnsýslukæru. Þannig sé nú heimilt að skjóta ákvörðunum stefnda beint til dómstóla, en slíkt mál sk uli þó höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vi tneskju um ákvörðunina, sbr. 2. mgr. 41. gr. samkeppnislaga. U mrædd ákvörðun stefnda verði samkvæmt þessum ákvæðum ekki borin undir dómstóla nú og breyti þá engu þó að stefn an di setji kröfuna fram í búningi viðurkenningarkröfu. Um kröfu sína um málskostnað vísar stefndi til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Helstu málsástæður stefnda fyrir sýknukröfu sinni Verði ekki fallist á kröfu stefnanda um frávísun málsins byggir stefndi á því að sýkna beri hann af kröfu stefnanda. S tefndi byggi sýknukröfuna á s ömu málsástæðum og kröfu um frávísun málsins, þ.e. að sýkna beri hann af kröfu stefnanda í málinu þar sem stefndi hafi ekki enn lokið rannsókn á máli vegna beiðni stefnanda um að málsmeðferð verði hafin að nýju vegna ákvörðunar stefnda nr. 20/2015 og skily rði felld úr gildi. Rannsókn og mat stefnda á því hvort málefnalegt sé að endurskoða ákvörðun nr. 20/2015 með það 15 í huga að fella niður þau skilyrði sem þar kom i fram eða breyta þeim vegna breyttra aðstæðna f ari ekki fram fyrir dómstólum. Þegar af þeirri á stæðu ber i að sýkna stefnda af kröfunni. Öllum málsástæðum stefnanda sé mótmælt sem röngum og/eða haldlausum. S tefnandi hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði séu til að hann verði lýstur óbundinn af þeim skilyrðum sem kom i fram í ákvörðun stefnda 2. júlí 2015 nr. 20/2015. Þær upplýsingar sem stefndi h afi aflað bend i til þess að áfram sé nauðsynlegt að tryggja tiltekinn aðskilnað á milli fjarskipta - og sjónvarpsþjónustu stefnanda. S á tími sem liðið hafi frá því að beiðni stefnanda barst stefnda geti ekki leitt til þess að fallist verði á kröfu stefnanda. Stefndi mótmæli því að meðalhófs regla stjórnsýslu laga hafi verið brotin þar sem ekki hafi enn verið tekin ákvörðun í málinu eða að sjónarmið um meðalhóf geti leitt til þess að fallist verði á kröfu stefnanda. Á málsmeðferðartímanum hafi stefndi haft til meðferðar tengd stjórnsýslumál sem varða stefnanda, svo sem varðandi sölu Mílu og kvörtun Nova hf., auk rannsókn ar á kvörtun vegna frítilboða á Heimilispakkanum , en m eðferð þess máls er ólokið o g hefur tafist vegna anna í öðrum málum, m.a. er varða fjarskiptamarkaði. Auk þess hafi stefndi aflað upplýsinga til að meta hlutdeild fyrirtækja á fjarskipta - , sjónvarps - og fjölmiðla mörkuðum miðað við tekjur. Loks mótmæli stefndi því að hafa brotið gegn skyldum sínum til að endurskoða þá sátt sem tekin er upp í ákvörðunarorð ákvörðunar stefnda nr. 20/2015, eða að slíkt brot geti leitt til þess að fallist verði á kröfu stefnanda. Stefnandi h afi ekki sýnt fram á breyttar aðstæður á fjarskiptamarkaði eða a ð þær eigi að leiða til þess að hann sé óbundinn af skilyrðum sem kveðið sé á um í ákvörðun stefnda nr. 20/2015. Beiting meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga leiði ekki til þess að stefndi skuli lýstur óbundinn af skilyrðum sem kveðið sé á um í ákvörðun stefnda nr. 20/2015 og m eint brot gegn málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga leiði ekki til þess að stefndi skuli lýstur óbundinn af skilyrðum sem kveðið sé á um í ákvörðun stefnda nr. 20/2015. ðferðar á ný get i ekki leitt til þess að stefndi verði lýstur óbundinn af skilyrðum sem kveðið sé á um í ákvörðun stefnda nr. 20/2015. Málsástæður og lagarök stefnanda fyrir kröfu um að frávísunarkröfu verði hafnað Við málflutning kom fram að stefnandi teldi sakarefnið heyra undir dómstóla og endurskoðunarvald dómstóla á athöfnum fram k væmdarvalds. Stefnandi hafnar sjónarmiðum stefnda um að sakarefnið eigi ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, enda byggi st krafa stefnanda á meginregl um stjórnsýsluréttar fremur en samkeppnisréttar. Stefnandi fari ekki fram á nýja eða breytta ákvörðun sem dómi yrði 16 falið að taka, heldur viðurkenningu á því að hann sé óbundinn af stjórnvaldsákvörðun stefnda, sem feli í sér íþyngjandi íhlutun í starfsemi stefnanda. Krafa stefnanda byggist á því að stefndi, sem handhafi stjórnsýsluvalds, hafi vanrækt svo lögbundnar skyldur sínar að stefnandi sé þess vegna óbundinn af skilyrðunum. Stefndi geti ekki farið á svig við skýrar reglur stjórnsýsluréttarins í skjóli þess að stefndi búi yfir sérþekkingu á sviði samkeppnismála og sé almennt falin stjórnsýsla og úrlausn slíkra mála. Stefnandi hafni málsástæðu stefnda um a ð stefnanda sé óheimilt að bera málið undir dóm vegna þeirra takmarkana sem mælt sé fyrir um í samke ppnislögum, enda kveði slíkar takmarkanir aðeins á um ákvarðanir sem teknar séu af stefnda. Engin ákvörðun liggi fyrir um beiðni stefnanda, enda sé það beinlínis ástæða málshöfðunarinnar. Málshöfðunarfresturinn eigi því ekki við hér, enda beri að skýra all ar takmarkanir á stjórnarskrárvörðum rétti til að leita úrlausnar dómstóla þröngt. Stefnandi eigi rétt á að fá efnislega úrlausn máls síns, enda varði það mál endurskoðun á íþyngjandi inngripi í starfsemi hans. Sá réttur megi ekki takmarkast eftir hentugleika stefnda . Beinlínis segi í frumvarpi því sem innleiddi heimild 2. mgr. 41. gr. samkeppnislaga að fyrirtæki hafi ríka hagsmuni af skjótri úrlausn mála. Jafnvel þó að málið heyri ekki efnislega undir ákvæðið sé ljóst hvaða sjónarmið skuli ráða för , þ.e. að þeir sem íþyngjandi ákvarðanir beinast að skul i eftir því sem unnt er fá eins skjóta úrlausn mála sinna og auðið sé . Réttur stefnanda styðjist jafnframt við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evróp u, um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Stefnanda séu ekki aðrir vegir færir en málshöfðun þessi. Engar skýringar hafi borist á töfum stefnda, þrátt fyrir að stefndi hefði með réttu átt að upplýsa um að tafir yrðu á málinu og hvaða skýringar lægju þar að baki. Sé stefnanda í raun ekki unnt að leita úrlausnar fyrir dómstólum sé með öllu ómögulegt að segja til um hvort, og þá hvenær, stefnandi geti notið þess réttar sem honum sé tryggður með 8. gr. sáttarinnar, 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 17. gr. f í samkeppnislögum nr. 44/2005. Niðurstaða Hér er til úrlausnar krafa stefnda um a ð máli þessu verði vísað frá dómi. Í sérstökum kafla hér að framan er gerð grein fyrir helstu málsatvikum og ágreiningsefnum aðila í því sambandi og vísast til þess sem þar kemur fram. Þá hefur hér að framan verið gerð ítarleg grein fyrir því á hverju stef nandi byggir málsókn sína og helstu sjónarmiðum stefnda í því sambandi, auk þess sem raktar eru röksemdir stefnda fyrir kröfu sinn i um frávísun málsins og loks andmæli gegn þeim sem fram komu af hálfu stefnanda við málflutning. 17 Þegar leyst er úr því hvort kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda uppfylli skilyrði réttarfarslaga til að sakarefnið verði borið undir dómstóla verður að líta til þess að stefnandi krefst í reynd viðurkenningar á breytingu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins , sem jafnframt byggist á sátt aðila sem felur í sér skuldbindingu af stefnanda hálfu. Ekki er gerð sjálfstæð krafa um að ákvörðunin verði felld úr gildi heldur er þess í reynd krafist að dómurinn breyti efnislegu innihald i ákvörðunarinnar , með því að stef nandi verði óbundinn af veigamiklu m atriðum í inntaki hennar . Í 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er hlutverk stefnda skilgreint , en það er m.a. að framfylgja boðum og bönnum laganna og leyfa undanþágur frá þeim, að ákveða aðgerðir gegn samkeppnish amlandi hegðun fyrirtækja, að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði. Þá ber stefnda að fylgjast með þróun á samkep pni s háttum og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna stjórnunar - og eignatengsl á milli fyrirtækja. Á grundvelli 1. mgr. 17. gr. f í lögunum gerðu aðilar sátt sem er bindandi fyrir málsaðila, þar á meðal um skilyrði sem fela st í ákvörðun nr. 20/2015 og stefnandi krefst í málinu viðurkenningar á að hann sé óbundinn af. Heimild til að hefja málsmeðferð varðandi slíka ákvörðun að nýju er hjá Samkeppniseftirlitinu samkvæmt 3. mgr. 17. gr. f, að uppfylltum nánar i skilyrðum ákvæðis ins, m.a. að beiðni aðila og ef verulegar breytingar hafa orðið á þeim málsatvikum sem liggja til grundvallar ákvörðun. Samkeppniseftirlitið hefur ríkar heimildir til að forgangsraða málum samkvæmt 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga og hefur á frýjunarnefnd sam keppnismála jafnvel litið svo á að mati Samkeppniseftirlitsins um forgangsröðun mála verði almennt ekki hnekkt. Ekki reynir hér sjálfstætt á skyldu stefnda til að taka umrædda ákvörðun sína til endurskoðunar samkvæmt e ndurskoðunarákvæði 8. gr. sáttar aðila , sem stefnandi vísar til og reyndar átti aðeins að gilda til 1. september 2017 , enda liggur f yrir að beiðni stefnanda hefur verið tekin til meðferðar . H enni hefur þó hvorki verið hafnað né hún verið samþykkt, heldur er hún en n til rannsóknar. S tefndi hefur í greinargerð gert nokkuð rækilega grein fyrir ástæðum þess að ekki hefur verið unnt að ljúka þeirri rannsókn sem metin er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að taka ákvörðun um framkomna beiðni stefnanda um breytingar á ákvörðun nr. 20/2015, en m. a. er þar litið til ólokinna dómsmála. Dómstólar skera samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda og geta þannig ógilt ákvarðanir framkvæmdavaldshafa ef þeim er áfátt að formi eða efni. Það leiðir hins vegar af þr ískiptingu ríkisvaldsins, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, að almennt er ekki á færi dómstóla að taka nýjar ákvarðanir um málefni sem stjórnvöldum eru falin með lögum eða gefa stjórnvöldum fyrirmæli um efnislegt innihald slíkra nýrra ákvarðana, sbr. til dæm is dóm Hæstaréttar í máli nr. 436/2010. Í máli þessu er ekki krafist ógildingar ákvörðunar nr. 20/2015 heldur beinist 18 kröfugerðin a ð því hvert skuli vera efnislegt innihald þeirrar ákvörðunar stefnda , en slíkt er ekki á færi dómstóla að ákveða , sbr. t.d dó m Hæstaréttar í máli nr. 187/2011. Samkvæmt framangreindu ber stefnda að taka ákvarðanir um aðgerðir og önnur úrræði sem samkeppnislög mæla fyrir um. Með kröfu stefnanda er farið fram á að dómurinn ákveði ráðstöfun sem stefnda ber að taka ákvörðun um samkv æmt lögunum. Verður ekki fallist á að það sé á valdsviði dómsins að ákveða slíkt þótt stefnandi geti samkvæmt 60. gr. stjórnar skrárinnar fengið úrlausn á því hvort lögmætra aðferða hafi verið gætt við meðferð máls hjá stjórnvaldi og hvort niðurstaða þess sé í samræmi við lög, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 132/2001. Samkvæmt þessu heyrir sakarefnið ekki undir dómstóla. Með vísan til þess og 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ber þegar af þeirri ástæðu að vísa málinu frá dómi. Samkv æmt niðurstöðu málsins og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðinn er 600.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Síminn hf., greiði stefnda, Samkeppniseftirlitinu, 600.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir