Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. október 2021 Mál nr. S - 3813/2021 : Héraðssaksóknari ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Ingi Freyr Hansen Ágústsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. september 2021, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 6. júlí 2021 á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot , með því að hafa: 1. Sunnudaginn 27. janúar 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 20 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,4 ng/ml) um Miklubraut í Reykjavík, á bifreiðastæði við Orkuna, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða , og haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 9 stykki af MDMA, sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 9 5. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 8 0 8/20 18. 2. Þriðjudaginn 27. apríl 2021 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 14 ng/ml, kókaín 380 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,7 ng/ml) um Tunguveg í Reykj avík, við Garðsenda, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 3. Laugardaginn 29. maí 2021 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 8,1 ng/ml) um Bústaðaveg í Reykjavík, við Valsheimilið að Hlíðarenda, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta v arða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 9 stykkjum af MDMA, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá var málið einnig höfðað með ákæru héraðssaksóknara 5. ágúst 2021 á hendur ákærða fyrir eftirgreind brot framin þriðjudaginn 26. júní 2021 í Reykjavík: I. Fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, með því að hafa í tvígang beint hlaðinni skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta af hlaupvídd 7,65 mm (cal 32) að A , kt. [...] , og B , kt. [...] , þar sem þeir voru staddir í húsnæði Samhjálpar við Borgartún 1a og með því ógnað þeim í verki. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa beint hlaðinni skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta af hlaupvídd 7,65 mm (cal 32) að lögreglumönnum nr. C og D þar sem þeir voru við skyldustörf í lögreglubifreið við Bríetartún 1 og aftur er þeir voru sta ddir á Sæbraut við gatnamót Snorrabrautar og með því ógnað þeim í verki. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa beint hlaðinni skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta af hlaupvídd 7,65 mm (cal 32) að lögreglumönnum nr. E og F þar sem þeir voru við skyldustörf í lögreglubifreið við Bríetartún 1 og aftur er þeir voru staddir á Sæbraut við gatnamót Snorrabrautar og með því ógnað þeim í verki. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. 3 Fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, með því að hafa ítrekað, á leið sinni frá Borgartúni 1a og að Sæbraut við Snorrabraut, dregið upp hlaðna hálfsjálfvirka skammbyssu og beint henni í ýmsar áttir þar sem vegfarendur áttu leið um en hamar byssunnar var uppdreginn, skothylki var í hlaupi og önnur 6 í skotgeymi án þess að öryggi hennar væri á. Telst þetta varða við 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. V. Fyrir brot gegn vopnalögum, með þv í að hafa án skotvopnaleyfis í vörslum sínum skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta, eintaksnúmer 597772 , og 24 skothylki af stærð 7,65 mm og fyrir að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf af tegundinni AKC Italy. Telst þetta varða við 1. mgr. 12. gr. og b. lið 2. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er einnig krafist að skammbyssa af tegundinni Pietro Beretta með eintaksnúmer 597772 og 24 skothylk i af stærð 7,65 mm sem og fjaðrahnífur af tegundinni AKC Italy verði gerð upptæk til ríkissjóðs með vísan til 37. gr. skotvopnalaga nr. 16/1998 og 69. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Við aðalmeðferð málsins var ákæra héraðssaksóknara frá 5. ágúst 2021 leiðrétt þannig að atvik hennar hefðu átt sér stað 29. júní 2021. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Þá krefst hann þess að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt verði dregið frá refsingu . Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning um vopnaðan mann utan við Samhjálp í Borgartúni þann 29. júní 2021 og skömmu síðar var tilkynnt að maðurinn væri mögulega vopnaður skammbyssu. Lögreglumenn sinntu útkallinu á lögreglubifreið, auk þess sem varð stjóri fór á annarri bifreið og óskað var eftir aðkomu sérsveitar. Lögreglumenn óku að gatnamótum Rauðarárstígs og Bríetartúns þar sem sást til manns sem samsvaraði lýsingu á manninum og var þar um ákærða að ræða. Hann lét þar öllum illum látum, var æstur og hoppaði fram og aftur. Undir peysu hans, á síðu, ofan við mitti mátti sjá útbungun sem virtist vegna hliðartösku. Mikil umferð var á svæðinu og myndaðist nokkurt öngþveiti þegar ákærða var veitt eftirför á lögreglubifreiðinni. 4 Þegar ákærði var kominn a ð suðausturhorni Bríetartúns 5 tók hann upp smelluláspoka með hvítu dufti, hellti efninu í hönd sína og saug það í nefið svo myndaðist hvítt duftský við vit hans. Svo borðaði hann restina af efninu og gekk Bríetartún til vesturs. Áhöfn annarrar lögreglubif reiðar var þá einnig komin á vettvang og ók á eftir hinni lögreglubifreiðinni. Ákærði fór fyrir húshorn við kínverska sendiráðið en sneri aftur og tók upp skotvopn sem hann beindi að lögreglu í skotstöðu, en við það hörfaði lögregla nokkra metra aftur á ba k. Lögreglumönnum var mjög brugðið og reyndu þeir að færa sig eins neðarlega í sætin og unnt var til að verja sig fyrir hugsanlegu skoti. Ákærði gekk þá að gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar og upp á varnargarðinn norðan við göngu - og hjólabrautina sem liggur milli akbrautar og sjávar. Hann lét þar öllum illum látum og otaði skotvopninu í allar áttir. Nokkur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda var á þeirri stundu og einungis um tvo til þrjá metra frá honum. Lögreglubifreiðin stöðvaði umferð um Sæbrau t til vesturs en ákveðið var að aka bifreiðinni nær manninum, upp á grasblettinn við hjóla - og göngustíg svo að umferðin kæmist leiðar sinnar. Þá beindi ákærði vopninu aftur að lögreglu í skotstöðu þannig að lögreglumenn reyndu á ný að færa sig eins neðarl ega í sætin og unnt var til að fá vernd frá vél ökutækisins. Skömmu síðar kom áhöfn sérsveitar og yfirbugaði ákærða við varnargarðinn. Ákærði kastaði vopninu frá sér og streittist ekki gegn handtöku. Hann kvaðst hafa tekið kókaín í nefið. Þá greindi hann f Lögreglumenn fóru því næst að Samhjálp og ræddu við tilkynnanda, B . Hann kvaðst hafa verið að ræða við A í portinu fyrir utan Samhjálp þegar ákærði hefði komið þar að ógnandi með byssu í hægri hendi. Hann hefði verið reiður og virtist reiðin beinast að A sem hefði náð að hlaupa inn í Samhjálp. A var tregur til að ræða málið við lögreglu. Í málinu liggur fyrir myndbandsupptaka úr öryggismyndavélum af atvikinu við Samhjálp. Sést þar hvar ákærði kemur tvisvar að og beinir skammbyssu að A og B en þeir hörfa inn á vörulager. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði greindi frá því að hann hefði þennan dag verið í slæmu ástandi undir áhrifum fíkniefna. Hann myndi þó vel eftir þ ví að hafa verið hjá Samhjálp. Þar hefði hann beint byssu að A , en hann hefði ekki beint henni að B . Ætlun hans hefði verið að hræða A en hann hefði átt óuppgerðar sakir við hann. Hann hefði ekki verið með skothylkið í byssunni þá og hefði fyrst sett það í hana á grjótgarðinum á Sæbraut þar sem hann hefði ætlað að enda líf sitt. Þegar hann hefði orðið lögreglu var við kínverska sendiráðið hefði hann sýnt þeim að hann væri með byssu til að fá smá frið. Hann hefði séð lögreglumenn í tveimur bílum og hefði sýn t þeim báðum vopnið. Hann hefði ekki ógnað þeim og byssan hefði þá verið óhlaðin. Skothylkið hefði verið í tösku sem hann 5 hefði verið með á sér. Hann hefði farið niður á Sæbraut með byssuna innan á sér. Sérsveitin hefði svo stöðvað hann og hann hefði kastað byssunni frá sér. Hann hefði ekki ætlað sér að valda neinum tjóni og teldi öryggi byssunnar hafa verið á allan tímann. Þá greindi ákærði frá aðstæðum sínum síðustu árin og líðan eftir atvikið. Vitnið A kvaðst hafa verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma og hafa verið undir áhrifum þennan dag. Hann myndi eftir að hafa verið í vinnu hjá Samhjálp þennan dag en myndi ekkert eftir atvikinu eða til þess að hafa orðið skelkaður. Hann neitaði því alfarið að kannast við ákærða og kvaðst ekkert eiga óuppgert v ið hann. Vitnið B , [...] . Hann hefði þennan dag verið að ræða við A fyrir utan húsið, við bifreið Samhjálpar, þegar ákærði hefði birst. Hann hefði strax tekið eftir því að ákærði var með hendurnar í buxnastrengnum. Ákærði hefði gengið beint að þeim og tek ið byssuna upp. A hefði öskrað að maðurinn væri með byssu. Þá hefði komið fát á ákærða og þeir A hlaupið í skjól bak við bílinn. Ákærði hefði þá hlaupið upp göngustíg að Borgartúni. Hann hefði séð ákærða bak við gisna girðingu að ganga fram og til baka. Sk ömmu síðar hefði ákærði komið hlaupandi aftur inn í portið með byssuna á lofti. Þeir A hefðu hörfað inn í húsnæðið og farið á bak við stálhurð. Ákærði hefði staðnæmst fyrir utan, við hornið á bílnum, með byssuna á lofti en síðan yfirgefið portið. Mikill ót ti hefði skapast hjá starfsfólki enda hefði það ekki vitað hvort ákærði myndi koma aftur. Vitnið hefði hringt á neyðarlínuna og lögreglan hefði mætt um fimmtán mínútum síðar. Vitnið kvaðst þekkja til ákærða í gegnum starf sitt en ekkert hefði komið upp á í samskiptum þeirra. Engin orðaskipti hefðu átt sér stað þeirra á milli þennan dag. Hann hefði ekki getað áttað sig á því að hvorum þeirra ákærði hefði beint byssunni á þeirri stundu, en hann hefði upplifað að lífi hans væri ógnað. Lögreglumaður nr. C kvað st hafa brugðist við tilkynningu um hugsanlega vopnaðan mann sem hefði farið frá kaffistofu Samhjálpar , og farið að leita að manninum , sem hefði verið lýst sem dökkklæddum. Hann og félagi hans hefðu komið auga á hann á bílastæði í Borgartúni þar sem hann h efði virst vera æstur og órólegur. Hann hefði ekki séð vopn á ákærða en hann hefði verið með eitthvað innan á sér. Fyrirmæli hefðu borist um að halda fjarlægð þar sem ákærði væri með skotvopn. Þeir hefðu því verið í lögreglubílnum um 15 til 20 metra frá ák ærða. Ákærði hefði svo gengið niður Bríetartún í átt að kínverska sendiráðinu. Hann hefði á einhverjum tímapunkti tekið eitthvað sem hefði virst vera duft í nefið og haldið á byssu. Ákærði hefði farið fyrir hornið á kínverska sendiráðinu og þeir þá fengið skilaboð frá talstöð um að bakka. Ákærði hefði þá komið fyrir horn, tekið byssuna upp úr vasanum og beint henni að þeim í skotstöðu. Þeir hefðu upplifað ógn við þetta og talið líf sitt í hættu, beygt sig í bílnum og reynt að bakka. Ákærði hefði þá sett vop n ið í vasann og tekið á rás í átt að Sæbraut. Hann hefði hlaupið fram hjá nokkrum vegfarendum. Þeir hefðu reynt að elta hann með því að halda áfram fjarlægð. Ákærði hefði farið upp á grjótgarð við Sæbraut og þeir hefðu stöðvað bílinn á 6 götunni. Ákærði hefð i haldið á skotvopninu og sveiflað því um. Þeir hefðu ekið lögreglubílnum upp á grasflöt. Ákærði hefði þá aftur beint skotvopninu að þeim í skotstöðu og þeir beygt sig á ný. Þeir hefðu haft áhyggjur af vegfarendum, en nokkrir bílar hefðu verið við gatnamót in. Ákærði hefði þó ekki beint byssunni að vegfarendum. Þeir hefðu ekki haft búnað til að eiga við ákærða og því beðið eftir sérsveitinni. Sérsveitin hefði komið skömmu seinna, afvopnað ákærða og gengið frá vopninu. Þeir hefðu svo flutt hann á lögreglustöð ina. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við að ákærði hefði hlaðið byssuna. Hann taldi ólíklegt að það hefði gerst á grjótgarðinum þar sem til þess þyrfti báðar hendur og hann hefði átt að verða þess var. Lögreglumaður nr. D kvaðst hafa orðið var við ákærð a við Frímúrarahúsið. Þar hefði ákærði dregið upp poka með hvítu efni sem hann hefði sagt síðar að hefði verið kókaín. Ákærði hefði sniffað og sleikt efnið og rifið pokann þannig að efnið hefði dreifst um allt andlit hans. Hann hefði svo gengið að kínversk a sendiráðinu og þeir misst sjónar af honum í augnablik. Þegar ákærði hefði birst aftur hefði hann dregið skotvopn upp úr buxnavasa og miðað á þá í skotstöðu og svo út um allt. Hann hefði verið mjög æstur og tryllingslegur til augnanna og virst hafa vakað mjög lengi. Þeim hefði brugðið mikið og verið ógnað og fært sig neðar í bílinn til að verja sig. Hann hefði upplifað mikla ógn enda séð það skýrt að um vopn væri að ræða. Ákærði hefði hlaupið að Sæbraut en síðan komið til baka svo þeir hefðu þurft að hörfa á bílnum. Hann hefði verið um 10 metra frá þeim. Þeir hefðu elt ákærða niður að Sæbraut þar sem hann hefði hlaupið upp á grjótgarðinn. Þar hefði hann beint vopninu í allar áttir og svo beint að þeim þannig að þeir hefðu horft beint í hlaupið. Vitið kvaðst ekki hafa séð ákærða hlaða vopnið og telja að hann hefði ekki haft tíma til þess þar sem þeir hefðu ekki misst sjónar á honum nema í örfáar sekúndur við horn sendiráðsins. Hann hefði hlaupið með vopnið í vasanum og tekið það upp við grjótgarðinn. Það tæki þó einungis um eina sekúndu að hlaða vopnið og ekki væri útilokað að ákærði hefði gert það þá. Mikil umferð hefði verið af bílum og gangandi vegfarendum og hann hefði metið þá í hættu enda hefði ákærði ekki virst vera með heila hugsun. Lögreglumaður nr. E kvaðst hafa mætt á vettvang eftir tilkynningu um vopnaðan mann við Samhjálp. Hún hefði verið í öðrum bílnum sem mætti á staðinn og þau hefðu ekið samhliða hinum bílnum. Hún hefði séð ákærða við kínverska sendiráðið þar sem hann hefði dregið upp byssu, ha ldið einhverju að bringunni og sýnt ógnandi tilburði. Hún hefði þó í fyrstu ekki orðið vör við að hann beindi vopninu að neinum. Ákærði hefði síðan hlaupið niður á Sæbraut og farið upp á grjótgarðinn. Þar hefði hann tekið vopnið upp og handleikið það og sí ðan miðað á þau í skotstöðu. Þau hefðu þá upplifað sig í lífshættu. Hún hefði allan tímann haft augun á ákærða nema þegar hún hefði tvisvar sinnum misst sjónar á honum í um tvær til þrjár sekúndur, annars vegar við hornið á kínverska sendiráðinu og hins vegar þegar þau hefðu beygt sig niður í lögreglubílnum 7 við Sæbraut. Hún hefði ekki séð ákærða hlaða vopnið. Talsvert af fólki hefði verið í kringum þau, m.a. kona með barnavagn og maður á h jóli. Hún hefði þó ekki séð ákærða beina vopninu að neinum vegfaranda. Lögreglumaður nr. F kvaðst hafa orðið ákærða var við Frímúrarahúsið við hlið kínverska sendiráðsins. Vitnið hefði verið í stórum lögreglubíl ásamt lögreglumanni nr. E . Ákærði hefði lit ið á þau, öskrað eitthvað og gengið að sendiráðinu. Þar hefði hann tekið byssu upp úr buxnavasa eða buxnastreng, mundað byssuna og beint að þeim. Ákærði hefði svo gengið fram hjá sendiráðinu og hann þá misst sjónar á honum í stutta stund. Þau hefðu þá snúi ð bílnum við og verið fyrir aftan annan lögreglubíl. Þá hefði ákærði komið aftur fyrir húshornið og miðað byssunni að þeim. Hann hefði verið ógnandi með byssuna í skotstöðu þannig að vitnið hefði talið þau vera í hættu. Ákærði hefði því næst farið niður á Sæbraut og upp á grjótgarð en þau hefðu elt hann ásamt hinum lögreglubílnum. Þar hefði ákærði aftur öskrað og beint byssunni að þeim. Þau hefðu óttast um líf sitt og því beygt sig niður í bílnum, en misst sjónar á ákærða á meðan. Svo hefði sérsveitin komið og yfirbugað hann. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða hlaða vopnið og mundi ekki eftir vegfarendum. Lögreglumaður nr. G var stjórnandi á vakt og ein á bíl. Hún hefði verið norðanmegin við Bríetartún þegar tilkynning hefði borist um að ákærði væri á bílap laninu hinu m megin þar sem hún hefði ekki séð hann. Hún hefði hinkrað þeim megin ef ákærði skyldi koma þangað. Eftir skamma stund hefði hún séð hann á gatnamótum Borgartúns og Bríetartúns á leið að Sæbraut. Hann hefði verið æstur , í annarlegu ástandi og me ð skammbyssu. Hún hefði ekki getað elt hann þar sem búið hefði verið að setja upp lokanir á götunum. Hún hefði þá snúið við og ekið Borgartúnið út á Sæbraut. Á meðan hefði sérsveitin komið og þegar hún hefði komið að hefði ákærði legið í jörðinni og verið að handjárna hann. Sérsveitin hefði sýnt henni að byssan væri ótryggð og boltinn aftur. Skotin hefðu verið sex í geymi og eitt í hlaupi. Sérsveitin hefði svo tryggt vopnið og hún tekið við því og afhent tæknideild. Hún hefði ekki séð ákærða hlaða vopnið og ekki séð hann beina því að neinum. Lögreglumaður nr. H kvaðst hafa ekið eftir Borgartúni ásamt þremur öðrum lögreglumönnum þegar hún hefði séð ákærða fara frá Samhjálp. Þau hefðu þá snúið við og mætt tveimur öðrum lögreglubílum. Ákærði hefði farið að Frí múrarahúsinu og hún hefði séð á honum að mikið væri í gangi. Þá hefði verið búin að berast tilkynning um mögulegt skotvopn svo þau hefðu lagt bílnum þvert á veginn og beint umferð annað. Hún hefði síðan séð ákærða lyfta hendinni og beina byssunni að lögreg lubílunum tveimur. Hún hefði svo misst sjónar á honum þar sem hann hefði farið fyrir horn. Þau hefðu ekið á eftir ákærða og lögreglubílunum og næst séð ákærða í tökum sérsveitar. Þá hefði hún heyrt í talstöð að vopnið hefði verið hlaðið. Talsverð umferð he fði verið af bílum á þessum tíma, auk þess sem fólk hefði verið bæði gangandi og hjólandi. 8 Lögreglumaður nr. I kvaðst hafa verið að aka, ásamt fleiri lögreglumönnum, að Borgartúni þegar hann hefði séð til ákærða ganga í átt að Bríetartúni. Þau hefðu farið á eftir honum og haft hann í augsýn. Hann hefði séð að hann var hvítur undir nefinu og augljóslega undir áhrifum örvandi efna. Þau hefðu snúið bílnum við nálægt Bríetartúni og þá hefði borist tilkynning um að um skotvopn hefði verið að ræða og þau haldið fjarlægð vegna skotvopnsins. Ákærði hefði gengið í átt að kínverska sendiráðinu og tvær lögreglubifreiðar hefðu verið komnar að fylgjast með honum. Vitnið hefði séð hvar ákærði hefði skyndilega snúið sér við og gengið í átt að minni bifreiðinni. Hann hefði tekið skammbyssu úr buxnavasa og beint henni að stærri bifreiðinni í skotstöðu. Hann hefði svo snúið við en komið aftur og beint byssunni að lögreglubifreiðunum. Vitnið hefði sjálfur farið í að stöðva umferð og beina henni annað. Ákærði hefði sett byssuna aftur í vasann og gengið í burtu. Vitnið hefði séð hann á ljósunum við Sæbraut og næst heyrt að sérsveit hefði handtekið hann. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða hlaða vopnið. Því hefði ekki verið beint að honum en hann talið að hann hefði getað verið í h ættu ef hleypt hefði verið af, þar sem hann hefði verið í beinni skotlínu fyrir aftan lögreglubifreiðarnar. Lögreglumaður nr. J kvaðst hafa verið í ómerktum lögreglubíl í Borgartúni þegar hann hefði séð ákærða við Bríetartún á bílastæði við Frímúrarahúsið . Ákærði hefði verið agressívur í fasi. Hann hefði sveiflað höndum og horft á merktu lögreglubílana á staðnum , gengið áfram og horfið fyrir horn. Hann hefði svo birst aftur og þá tekið byssu upp úr vasanum og beint að fremsta lögreglubílnum. Hann hefði e kki orðið var við að ákærði beindi byssunni að aftari lögreglubílnum. Þau hefðu verið beint á eftir aftari lögreglubílnum og hann hefði hugsað að ef ákærði myndi rykkja í byssuna gæti skotið farið að þeim. Honum hefði virst ákærði reiðubúinn að skjóta þótt hann sæi ekki nákvæmlega stöðu fingranna . Ákærði hefði svo sett byssuna í vasann og hörfað. H ann hefði síðan farið í átt að Sæbraut og merktu lögreglubílarnir hefðu farið á eftir honum. Ákærði hefði verið handtekinn þar við grjótgarðinn. Talsverð umferð h efði verið og lögreglumenn hefðu þurft að beina umferð burt. Lögreglumaður nr. K í sérsveit kvaðst hafa brugðist við tilkynningu um vopnaðan mann við Samhjálp í Borgartúni. Hann hefði verið á lögreglustöðinni við Skúlagötu en þegar klætt sig upp og farið út. Ákærði hefði þá verið kominn upp á grjótgarðinn við Sæbraut. Þeir hefðu ekið í átt að honum og þegar þeir hefðu verið um 20 metra frá honum hefði ákærði farið niður af grjótgarðinum og gengið til norðurs frá þeim eftir gangstígnum. Hann hefði svo snúið við og gengið að þeim en þeir stöðvað bílinn. Ákærði hefði verið með hægri hönd í vasa eða fyrir aftan bak. Hann hefði gengið að þeim og þegar félagi hans hefði stigið út úr bílnum hefði ákærði hreyft sig snöggt og hent lítilli skammbyssu frá sér, sem han n hefði virst taka úr vasa eða buxnastreng. Þeir hefði verið með sín vopn dregin og miðuð á ákærða. Ákærði hefði strax lagst niður og verið færður 9 í járn. Vopnið hefði verið tilbúið til notkunar, kúla hefði verið í hlaupi, skot í magasíninu og öryggið ekki á. Það taki innan við sekúndu að hlaða byssuna en lengri tíma að setja magasínið í. Hann hefði ekki séð ákærða beina byssunni að neinum. M argt fólk hefði verið í kring, bæði gangandi og á bílum. Hann hefði séð um að tryggja vopnið á vettvangi. Lögregluma ður nr. L í tæknideild kvaðst hafa séð um að kanna virkni skotvopnsins og hvort efni fyndist í litlum plastpoka. Hann hefði farið til M byssusmiðs til að kanna vopnið, en hann hefði sérstakan hólk þar sem hægt væri að hleypa af. Byssan hefði virkað fullkom lega. Það hefði verið búið að tryggja hana og setja í hana strappa en hún hefði ekki verið tekin í sundur. Skotin úr henni hefðu fylgt með auk magasínsins. Til þess að hlaða byssuna þurfi að setja magasínið í skeftið og draga sleðann aftur, en við það stökkvi skot í hlaupið. Plastpokinn, sem rannsakaður hefði verið, hefði verið tómur. Stroksýni úr honum hefði gefið svar sem kókaín þannig að það hefði áður verið í honum, en það hefði ekki lengur verið í mælanlegu magni. Vitnið M byssusmiður greindi frá því að lögregla hefði komið til hans með byssuna samsetta til að gera öryggisskoðun á henni. Hann hefði kannað byssuna og hún hefði virkað mjög vel. Öryggið hefði virkað og gikkþunginn hefði verið eðlilegur. Hann hefði prófað hana með fullu magasíni og hún hefði virkað vel. Spurður kvað hann öryggið ekki geta farið af byssunni við að lenda í stétt. Búnaðurinn sé með þeim hætti að það eigi ekki að geta farið af fyrir slysni. Hann hefði skotið úr einni hleðslu og sett öryggið tvisvar sinnum á á milli. Öryggið hefði reynst eðlilegt. Niðurstaða Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 6. júlí 2021 og lið V í ákæru héraðssaksóknara frá 5. ágúst 2021 og er játning hans studd sakargögnum. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þeim ákæruliðum og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður I. í ákæru héraðssaksóknara frá 5. ágúst 2021 Ákærða er í þessum ákær ulið gefið að sök að hafa tvisvar beint hlaðinni skammbyssu að A og B þar sem þeir voru staddir í húsnæði Samhjálpar við Borgartún og með því ógnað þeim í verki. Ákærði hefur viðurkennt að hafa beint byssunni að A en hafnar því að hafa beint henni að B . Þá neitar hann því að byssan hafi verið hlaðin og segist fyrst hafa hlaðið hana á grjótgarðinum á Sæbraut. Vitnið A neitaði því að muna eftir atvikinu en vitnið B gerði hins vegar skýra grein fyrir því. Þá liggur fyrir myndupptaka úr öryggiskerfi Samhjálpar , sem tekin er innan úr vörumóttöku, þar sem atvik sjást nokkuð skýrt og eru þau í fullu samræmi við 10 framburð vitnisins. Þar sést hvar ákærði kemur að þar sem báðir mennirnir eru við húsnæðið og tekur upp byssu og hvernig þeir snúast á hæl og forða sér báð ir inn í húsið. Ákærði fer burt en kemur aftur skömmu síðar með vopnið og mennirnir hörfa á ný inn í húsið. Á upptökunni er ekki hægt að átta sig á hvort ákærði hafi beint vopninu að öðrum manninum frekar en hinum en ljóst er að báðir mennirnir upplifðu ó gn vegna athæfisins og flúðu ákærða. Mátti ákærða vera þetta ljóst enda stóðu mennirnir nálægt hvor öðrum. Verður ákærði því sakfelldur fyrir að hafa ógnað báðum mönnunum. Þegar ákærði var handtekinn á Sæbraut kastaði hann frá sér vopninu sem þá var hlaði ð. Hann heldur því fram að hann hafi fyrst hlaðið það á Sæbraut skömmu fyrir handtökuna. Ekkert liggur fyrir um hvort vopnið var hlaðið er hann ógnaði mönnunum við Samhjálp. Verður ákærði því sýknaður af þeim þætti í ákæruliðnum. Ákæruliðir II og III í ák æru héraðssaksóknara frá 5. ágúst 2021 Í þessum ákæruliðum er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn valdstjórninni með því að hafa beint hlaðinni skammbyssu að fjórum lögreglumönnum þar sem þeir voru við skyldustörf í tveimur lögreglubifreiðum , annars vegar við Bríetartún og hins vegar er þeir voru staddir á Sæbraut við gatnamót Snorrabrautar , og með því ógnað þeim í verki. Ákærði neitar sök í þessum liðum. Hann kveðst hafa sýnt lögreglumönnum vopnið til að kaupa sér frið, en hann hafi ekki ógnað þeim og byssan hafi þá verið óhlaðin. Þrír af þeim fjórum lögreglumönnum sem voru í bifreiðunum tveimur lýstu því hvernig ákærði hefði beint vopninu að þeim í skotstöðu og þeir hefðu orðið óttaslegnir og beygt sig niður. Enginn vafi var í huga þeirra um að ákær ði hefði beint vopninu að þeim. Einn lögreglumaðurinn kvaðst þó ekki hafa orðið var við að vopninu væri beint að bifreiðinni sem hann var í við Bríetartún heldur einungis á Sæbraut. Þrír aðrir lögreglumenn urðu vitni að atvikinu við Bríetartún. Einn þeirra taldi ákærða einungis hafa beint vopninu að annarri lögreglubifreiðinni en hinir að báðum. Bifreiðarnar voru þannig staðsettar við Bríetartún að minni bifreiðin var fyrir framan þá stærri. Lögreglumenn sem voru þar fyrir aftan töldu hugsanlegt að skot myn di lenda á þeim þar sem þeir væru í skotlínu. Með framangreindum framburði lögreglumanna á vettvangi er nægilega sannað að ákærði hafi tvisvar beint vopninu að öllum lögreglumönnunum , eins og honum er gefið að sök. Ákærða er gefið að sök að hafa verið með byssuna hlaðna þegar hann ógnaði lögreglumönnunum. Eins og fyrr greinir var vopnið hlaðið þegar ákærði var handtekinn en hann kvaðst hafa hlaðið það á grjótgarðinum við Sæbraut. Þeir lögreglumenn sem fylgdust með ákærða fara frá Bríetartúni að Sæbraut og þar til hann var handtekinn neituðu því allir að hafa séð ákærða hlaða vopnið. Fram hefur komið að það tekur mjög skamma stund, jafnvel undir einni sekúndu, að hlaða byssuna. Þótt lögreglumennirnir 11 hafi allir haft augun á ákærða beygðu þeir sig allir niður í lögreglubifreiðunum og litu því af ákærða í stutta stund. Ekki er því unnt að fullyrða að ákærði hefði ekki náð að hlaða vopnið. Er það því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að vopnið hafi verið hlaðið er því var beint að lögreglumönnunum og verður ákær ði því sýknaður af þessum þætti háttseminnar. Ákæruliður IV í ákæru héraðssaksóknara frá 5. ágúst 2021 Í þessum ákærulið er ákærða gefið að sök hættubrot með því að hafa ítrekað, á leið sinni frá Borgartúni 1a og að Sæbraut við Snorrabraut, dregið upp hl aðna hálfsjálfvirka skammbyssu og beint henni í ýmsar áttir þar sem vegfarendur áttu leið um. Er þessi háttsemi talin varða við 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en samkvæmt því ákvæði skal sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrir leitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska sæta fangelsi í allt að fjögur ár. Ákærði hefur alfarið hafnað þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. Af gögnum málsins og framburði fyrir dóminum er ljóst að nokkur umfe rð var á þessum tíma af bifreiðum og gangandi og hjólandi vegfarendum. Lögreglumönnum sem voru á vettvangi ber hins vegar saman um að ákærði hafi sett byssuna í vasann á leið sinni frá Borgartúni að Sæbraut. Þá hafi hann ekki beint byssunni að neinum, en v eifað henni þar sem hann var á grjótgarðinum á Sæbraut. Með framburði vitna fyrir dóminum er sýnt að ákærði dró byssuna ekki upp á leið sinni frá Borgartúni að Sæbraut eins og honum er gefið að sök. Þá er ekki sannað að hann lífi eða heilsu annarra í augljósan háska . Er því óhjákvæmilegt að sýkna hann af þessum lið ákærunnar. Ákærði er fæddur í [...] [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 29. júní 2021 , hefur ákærði sex sinnum hlotið dóm fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, tollalögum og almennum hegningarlögum, síðast árið 2017. Þá hefur hann fjórum sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðar - og fíkniefnalagabrota. Þann 19. október 2018 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár af eftirstöðvum refsingar , 370 dögum . Með broti sínu í 1. lið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 6. júlí 2021 rauf ákærði reynslulausnina. Ber því að dæma reynslulausnina upp, sbr. 60. gr. laga nr. 1 9/1940. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði hefur játað hluta brota sinna. Jafnframt verður litið til alvarleika háttsemi hans en ljóst er að það að ógna fólki með byssu er til þess fallið að fólk óttast mjög um líf sitt. Þá hafði ákærði meðferðis skotfæri sem hann hlóð vopnið með . Með hliðsjón af öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir 12 refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 30. júní 2021 kemur til frádráttar refs ingu. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða áréttuð. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk 9 stykki af MDMA, skammbyssa af tegundinni Pietro Beretta með eintaksnúmer 597772, 24 skothylki af stærð 7,65 mm og fjað rahnífur af tegundinni AKC Italy, sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Hansen Ágústssonar lögmanns, 2.261.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 619.255 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjú ár . Gæsluvarðhald ákærða frá 30. júní 2021 kemur til frádráttar refsingu. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði sæti upptöku á 9 stykkjum af MDMA, skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta með eintaksnúmer 597772, 24 skothylkjum af stærð 7,65 mm og fjað rahníf af tegundinni AKC Italy. Ákærði greiði málsvarnar laun skipað s verjanda síns, Inga Freys Hansen Ágústssonar lögmanns, 2.261.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 619.255 krónur í annan í sakarkostnað.