Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 10. desember 2024 Mál nr. S - 5875/2024 : Héraðssaksóknari (Kristín Ingileifsdóttir saksóknari) gegn Hrafnhild i Bridde (Elva Ósk Wiium lögmaður) Dómur 1. Mál þetta, sem dómtekið var 26. nóvember sl. , var höfðað með ákæru, útgefinni af h éraðssaksóknar a 17. október 2024, á hendur Hrafnhildi Bridde, kt. , : f yrir fjárdrátt en til vara fyrir umboðssvik með því að hafa á tímabilinu 6. desember 2020 til og með 19. desember 2021 dregið sér 115.646.285 krónur , í 34 tilvikum , af vörslufjárreikningi nr. í , sem ákærða var með vegna starfa sinna sem löggiltur fasteignasali og eigandi HB fasteigna slf. , síðar Endir slf. Viðskiptavinir fasteignas ölunnar lögðu nefnda fjármuni inn á vörslufjárreikning ákærðu vegna sölu á sjö tilgreindum fasteignum og misnotaði ákærða aðstöðu sína þar sem hún hafði ráðstöfunarheimild yfir vörslu fjár reikningnum og nýtti fjármunina í þágu annarra og ótengdra viðskipt a vina fasteigna sölunnar , í þágu HB fasteigna slf. og eigin þágu sem leiddi til verulegrar fjártjónshættu fyrir viðskiptavini , eigendur fjármunanna . Nánar tilgreint er um að ræða eftirtalin tilvik: I . Í átta tilvikum, á tímabilinu 6. desember 2020 til og með 14. febrúar 2021, dró ákærða sér samtals 6.875.684 krónur af vörslu fjár reikningi sínum , sem var hluti af kaup - samningsgreiðslu kaupenda [fasteignarinnar] A , en í stað þess að nýta fjármunina í þágu framangreindra við skipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta og í þágu HB fasteigna slf., líkt og hér sundurliðast: Greiðsla frá kaupanda [fasteignarinnar] A inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 4.12.2020 B 10.958.600 2 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupenda eða seljenda [fasteignarinnar] A . Tilvik Greiðsludagur Móttakandi Fjárhæð 1 6.12.2020 HB fasteignir slf. 1.246.000 2 7.12.2020 C 2.552.696 3 16.12.2020 HB fasteignir slf. 315.000 4 21.12.2020 HB fasteignir slf. 700.204 5 15.1.2021 Kvika banki hf. 700.315 6 21.1.2021 HB fasteignir slf. 249.000 7 28.1.2021 HB fasteignir slf. 1.045.000 8 14.2.2021 HB fasteignir slf. 67.469 6.875.684 II . Í sjö tilvikum , á tímabilinu 21. júní 2021 til og með 20. júlí 2021 , dró ákærða sér samtals 22.940.0 1 0 krónu r af vörslu fjár reikningi sínum , sem var hluti af tveimur kaup - samningsgreiðslum kaupenda [fasteignarinnar] D , en í stað þess að nýta fjár munina í þágu framangreindra viðskipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta , í þágu HB fasteigna slf. og í eigin þágu , líkt og hér sundurliðast: Greiðslur f rá kaupendum [fasteignarinnar] D inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 10.6.2021 E 3.611.580 1.7.2021 Arion banki hf. 40.380.010 43.991.590 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupenda eða seljanda [fasteignarinnar] D . Tilvik Greiðsludagur Mót takandi Fjárhæð 9 21.6.2021 Hrafnhildur Bridde tilvik I 1.000.000 10 22.6.2021 HB fasteignir slf. 335.000 11 26.6.2021 Hrafnhildur Bridde 265.000 12 5.7.2021 F 16.000.000 13 7.7.2021 G 5.062.927 14 15.7.2021 HB fasteignir slf. 432.000 15 20.7.2021 HB fasteignir slf. 862.083 Til frádráttar fjármunir sem tilheyrðu seljanda [fasteignarinnar] H - 1.017.000 22.940.010 3 III . Í tveimur tilvikum, dagana 15. og 20. júlí 2021, dró ákærða sér samtals 1.017.000 krónur af vörslu fjár reikningi sínum , sem var hluti af kaupsamningsgreiðslu kaupenda [fasteignarinnar] H , en fjármununum ráðstafaði ákærða til HB fasteigna slf., líkt og hér sundurliðast: Greiðsla frá kaupendum [fasteignarinnar] H inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 2.7.2021 I 2.839.993 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupenda eða seljanda [fasteignarinnar] H Tilvik Greiðsludagur Móttakandi Fjárhæð 14 15.7.2021 HB fasteignir slf. 432.000 15 20.7.2021 HB fasteignir slf. 862.083 Til frádráttar fjármunir sem tilheyrðu seljanda [fasteignarinnar] D - 277.083 1.017.000 IV . Í sjö tilvikum, á tímabilinu 6. ágúst 2021 til og með 5. september 2021 og í einu tilviki 1. nóvember 2021 , dró ákærða sér samtals 26.888.591 krónu af vörslufjárreikningi sínum, sem var hluti af kaupsamnings greiðslum frá kaupendum [fasteignarinnar] J , en í stað þess að nýta fjármunina í þágu framangreindra viðskipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta og í þágu HB fasteigna slf., líkt og hér sundurliðast: Greiðslur frá kaupendum [fasteignarinnar] J , inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 6.8.2021 K 26.600.000 6.8.2021 Framtíðin lánafélag 1.839.631 1.11.2021 K 1.150.000 29.589.631 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupenda eða seljanda [fasteignarinnar] J Tilvik Greiðsludagur Móttakandi Fjárhæð 16 9.8.2021 L tilvik I 1.143.290 17 12.8.2021 R tilvik II og V 21.360.000 18 12.8.2021 HB fasteignir slf. 643.000 19 18.8.2021 R tilvik II og V 1.475.843 20 19.8.2021 HB fasteignir slf. 106.458 21 24.8.2021 HB fasteignir slf. 710.000 22 5.9.2021 HB fasteignir slf. 300.000 23 1.11.2021 HB fasteignir slf. 1.150.000 26.888.591 4 V . Í fjórum tilvikum, á tímabilinu 1. október 2021 til og með 20. október 2021, dró ákærða sér samtals 26.900.000 krónur af vörslu fjár reikningi sínum , sem voru tvær kaup - samnings greiðslur kaupenda [fasteignarinnar] M , en í stað þess að nýta fjármunina í þágu framangreindra viðskipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta og í þágu HB fasteigna slf., líkt og hér sundurliðast: Greiðslur frá kaupendum [fasteignarinnar] M , inn á vör slu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 1.10.2021 N 6.200.000 6.10.2021 N 20.700.000 26.900.000 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupenda eða seljanda [fasteignarinnar] M . Tilvik Greiðsludagur Móttakandi Fjárhæð 24 1.10.2021 S tilvik IV 6.600.000 25 6.10.2021 S tilvik IV 20.000.000 26 16.10.2021 HB fasteignir slf. 150.000 27 20.10.2021 HB fasteignir slf. 550.000 Til frádráttar innborgun frá HB fasteignum slf. 1.10.2021 - 400.000 26.900.000 VI . Í tveimur tilvikum, dagana 9. og 13. desember 2021 , dró ákærða sér samtals 15.000.000 króna af vörslu fjár reikningi sínum , sem var hluti af kaupsamningsgreiðslu kaupenda [fasteignarinnar] O , en í stað þess að nýta fjármunina í þágu framan greindra viðskipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta líkt og hér sundurliðast: G reiðsla frá kaupendum [fasteignarinnar] O , inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 7.12.2021 Arion banki hf. 16.342.905 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaup e nda eða selj a nda [fasteignarinnar ] O . Tilvik Greiðsludagur Mót takandi Fjárhæð 28 9.12.2021 Hrafnhildur Bridde tilvik V 13.000.000 29 13.12.2021 Sparisjóður Strandamanna ses. tilvik I 2.000.000 15.000.000 VII . Í fimm tilvikum, á tímabilinu 2 5 . nóvember 2021 til og með 1 9 . desember 2021, dró ákærða sér samtals 15.625.000 krónur af vörslu fjár reikningi sínum, sem var hluti af tveimur kaupsamningsgreiðslum kaupanda [fasteignarinnar] P , en í stað þess að nýta 5 fjármunina í þágu framangreindra viðskipta nýtti ákærða þá til uppgjörs annarra og ótengdra viðskipta , í þágu HB fasteigna slf. o g eigin þágu líkt og hér sundurliðast: Greiðsla frá kaupendum [fasteignarinnar] P , inn á vörslu fjár reikning ákærðu. Greiðsludagur Innlagnarreikningur Greiðandi Fjárhæð 24.11.2021 Q 6.646.300 14.12.2021 Q 9.125.000 15.771.300 Vörslufé sem ekki var varið í þágu kaupanda eða seljanda [fasteignarinnar] P . Tilvik Greiðsludagur Móttakandi Fjárhæð 30 25.11.2021 Hrafnhildur Bridde tilvik V 6.200.000 31 25.11.2021 HB fasteignir slf. 300.000 32 15.12.2021 Íslandsbanki hf . tilvik V 5.530.602 33 19.12.2021 HB fasteignir slf. 1.594.398 34 19.12.2021 Sparisjóður Strandamanna ses. tilvik I 2.000.000 15.625.000 **** Framangreind háttsemi t elst varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en til vara við 249. gr. sömu laga . Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostnaðar. 2. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa , sem greiðist úr ríkissjóði . Niðurstaða varðandi sekt ákærð u o.fl. 3. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 4. Ákærð a hefur skýlaust játað brot sín. Þá er óumdeilt að um fjárdráttarbrot er að ræða. Sannað er með játningu ákærð u og öðrum gögnum málsins að ákærð a er sek um þá hátt - semi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru . Niðurstaða varðandi refsingu ákærð u og önnur atriði 5. Ákærð a er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. október 2024 , hefur ákærða ekki áður verið fundin sek um refsiverðan verknað . Þá hefur hún ský laust 6 játað brot sín. Verður þetta virt henni til málsbóta við ákvörðun refsingar í málinu, sbr. 5. og 8. t ölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á hinn bóginn er , að virtum atvikum málsins , ekki fallist á þau sjónarmið verjanda að dráttur á rannsókn málsins, sem ákærðu verði ekki kennt um, eigi að leiða til vægari refsingar eða skilorðsbindingar refsingar ákærðu, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, s br. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, með síðari breytingum . Verður ekki séð að slíkur dráttur hafi verið á rannsókn málsins að hann réttlæti slíkt . 6. Á hinn bóginn verður til þess litið við ákvörðun refsingar að brot sín framdi ákærða í sta rfi sem löggiltur fasteignasali , með því að ráðstafa söluandvirði fasteigna sem hún annaðist sölu á með þeim hætti sem í ákæru greinir , í stað þess að geyma það á sérstökum fjárvörslureikningi , líkt og henni var skylt að gera , og ráðstafa söluandvirðinu í þágu hagsmuna kaupenda og seljenda þeirra fasteigna se m um ræddi hverju sinni . Með því misnotaði ákærða stöðu sína sem löggiltur fasteignasali og braut gegn skyldum sínum gagn vart seljendum og kaupendum fasteigna, sem máttu treysta því að meðferð ákærðu á fjármunum þeirra væri í samræmi við lög . Þá var u m verulega fjármuni að ræða og endurtekin brot . V erður sömuleiðis að telja að umtalsverð fjártjónshætta hafi hlotist af brotum ákærðu og að vilji hennar til brota hafi verið styrkur og einbeittur. Þykir þet ta horfa til þyngingar refsingar ákærðu, sbr. 1., 3. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga . 7. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Í ljósi alvarleika brota ákærðu og með vísan til þess sem að framan greinir þykir skilorðsbinding refsingar ákærðu ekki koma til álita , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 22. september 2005 í máli nr. 524/2004 og dóm Landsréttar frá 20. nóvember 2020 í máli nr. 533/2019 . 8. Eftir úrslitum málsins ber ákærðu að greið a málsvarnar þóknun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögma nn s , sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins 773.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , sbr. 1. mgr. 235. gr., sbr. 1. mgr. 233. gr., laga nr. 88/2008. Ekki verður séð að annan sakarkostnað hafi leitt af máli þessu . 9. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Þorbjörg Sveinsdóttir saksóknari , fyrir hönd Kristínar Ingileifsdóttur saksóknara . 7 10. Jóhannes Rúna r Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, Hrafnhildur Bridde , sæti fangelsi í tvö ár . Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 773.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jóhannes Rúnar Jóhannsson