Héraðsdómur Reykjaness Dómur 17. nóvember 2021 Mál nr. S - 679/2021 : Héraðssaksóknari ( Sigríður Árnadóttir a ðstoðarsaksóknari ) g egn Jóhann i Jónas i Ingólfss yni ( Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður ) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 1 9 . október 20 21 , er höfðað með ákæru héraðssaksóknara 1 8 . mars 20 21 á hendur ákærða, Jóhanni Jónasi Ingólfssyni , [...] ; fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Verktökum Já Art2b (áður Já Iðnaðarmenn Art2b verkstæði), kt. [...] , nú þrotabú, sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni félagsins, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma veg na uppgjörstímabilanna febrúar, apríl, maí, júlí, ágúst og september rekstrarárið 2017 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins, innan lögboðins frests, vegna uppgjörstímabilanna febrúar til og með maí og júlí til og með september rekstrarárið 2017 og mars rekstrarárið 2018, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 30.786.338 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2017 Febrúar kr. 1.625.473 Mars kr. 2.545.763 Apríl kr. 2.320.983 Maí kr. 3.448.090 Júlí kr. 9.451.790 Ágúst kr. 4.620.035 September kr. 5.116.693 Samtals kr. 29.128.827 Árið 2018 Mars kr. 1.657.511 2 Samtals kr. 1.657.511 Samtals: kr. 30.786.338 2. Eigi staðið skil á skilagreinum einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna apríl og ágúst 2017 innan lögboðins frests og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna mars til og með ágúst og nóvember og desember rekstrarárið 2017 og janúar til og með apríl rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð 26.136.455 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2017 Mars kr. 1.617.469 Apríl kr. 2.528.810 Maí kr. 4.974.546 Júní kr. 3.971.622 Júlí kr. 3.023.217 Ágúst kr. 2.946.470 Nóvember kr. 3.020.761 Desember kr. 1.569.633 Samtals kr. 23.652.528 Árið 2018 Janúar kr. 548.313 Febrúar kr. 455.098 Mars kr. 678.744 Apríl kr. 801.772 Samtals kr. 2.483.927 Samtals: kr. 26.136.455 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Verktökum Já Art2b ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru samtals að fjárhæð 56.922.793 krónur og nýtt ávinninginn í þágu einkahlutafélagsins. _______________ Brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. 3 Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómkröfur ákærða eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa . Forsendur og niðurstaða: Við fyrirtöku málsins 19. október sl. játaði ákærði brot sín samkvæmt öllum þremur liðum á kæru. Játning hans fær stoð í framlögðum gögnum. Samkvæmt því þykir sannað að ákærð i hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er u réttilega heimfærð til refsiákvæða. Á sakavottorði ákærða, útgefnu 17. mars 2021 af sakaskrá ríkisins, er ekkert brot skráð. Í málinu er ákærði sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Verkt aka Já Art2b [...] , sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins . Að brotum ákærða virtum og að teknu tilliti til skýlausrar játningar hans þykir refsing hans réttilega ákveðin , eftir fyrirmælum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , fangelsi í 1 1 mánuði. Eins og hér stendur á þykir mega fresta fullnustu fangelsisrefsingar ákærða með þeim hæ tti sem í dómsorði greinir. Þá verður ákærða gert að greiða sekt til ríkissjóðs sem þykir, með vísan til lögbundist fésektarlágmarks og þess að greiðslur inn á staðreiðslutímabil ið mars 2017 teljast hafa verið verulegar, réttilega ákvörðuð 11 1 . 0 00.000 krón a , og komi og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til þess að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Þ. Skorra Steingrímssonar lögmanns , sem að virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslu verjanda þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir . Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. 4 Dómso r ð: Ákærði , Jóhann Jónas Ingólfsson, sæti fangelsi í 11 mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms ins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þá greiði á kærði Jóhann 11 1 . 0 00.000 króna í sekt til ríkissjóðs og komi 3 6 0 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Þ. Skorra Steingrímssonar lögmanns , 400.520 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum . Kristinn Halldórsson