Héraðsdómur Reykjaness Dómur 4 . janúar 2024 Mál nr. E - 273/2023 : Þb. Karl s Emil s Wernersson ar ( Árni Ármann Árnason lögmaður ) g egn Gyð u Hjartardótt u r ( Heiðar Ásberg Atlason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað 15. desember 2022, var dómtekið 14. desember 2023. Stefnandi er þ rotabú Karls Emils Wernerssonar, . Stefnda er Gyða Hjartardóttir, . Dómkröfur stefnanda í málinu eru eftirfarandi: 1. Krafa vegna samkomulags stefnanda og stefndu frá 1. okt óber 2021 . Aðallega er þess krafist að v iðurkennt verði að samkomulag á milli stefnanda og stefndu, dags. 1. október 2021, um félagið Nordic Pharma Investment L td. , sé ógilt. Til vara er þess krafist að staðfest verði riftun stefnanda, dags. 14. desember 2022, á samkomulagi á milli stefnanda og stefndu, dags. 1. október 2021, um félagið Nordic Pharma Investment LTD. 2. Krafa vegna ráðstöfunar þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að hann framseldi þann 27. mars 2018 til stefndu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans nafn í hluthafaskrá félagsins NORDIC PHARMA INVESTMENT LTD , sem stofnað var á Bresku Jómfrúaeyjum með fyrirtækjanúmerinu 509233 (íslensk kennitala félagsins er 510612 - 9650). Aðalkrafa: i. Þess er krafist að rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að hann afsalaði, með framsalsyfirlýsingu sem á er rituð dagsetningin 27. mars 2018, til stefndu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans n afn í hluthafaskrá félagsins NORDIC PHARMA 2 INVESTMENT LTD, sem stofnað var á Bresku Jómfrúaeyjum með fyrirtækjanúmerinu 509233 (íslensk kennitala félagsins er 510612 - 9650). ii. Stefnandi krefst þess jafnframt, aðallega, ef fallist verður á riftun s amkvæmt i) - lið, að stefnda verði dæmd til að skila aftur til stefnanda hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á nafn Karls Emils Wernerssonar í hluthafaskrá félagsins NORDIC PHARMA INVESTMENT LTD, sem stofnað var á Bresku Jómfrúareyjum með fyrirtækjanúmerinu 509233 (íslensk kennitala félagsins er 510612 - 9650). Að auki er þess krafist að stefnda verði dæmd til að greiða dagsektir að fjárhæð 5.000.000 króna á dag, er falli á að liðnum fimm dögum frá uppkvaðningu dóms, hafi framangreindri skyldu stefndu ekki verið fullnægt fyrir þann tíma. iii. Stefnandi krefst þess jafnframt til vara, ef fallist verður á riftun s amkvæmt i) - lið en verði skilum hlutanna í NORDIC PHARMA INVESTMENT LTD ekki komið við s amkvæmt lið ii), að stefnda greiði honum 527.250.545 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags, sbr. ákvæði III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. iv. Stefnandi kref st þess ja f nframt til þrautavara, ef fallist verður á riftun skv. i) lið en verði skilum hlutanna í NORDIC PHARMA INVESTMENT LTD ekki komið við s amkvæmt lið ii) og fjárkröfu s amkvæmt lið iii) hafnað, að stefnda greiði honum 369.900.396 krónur ásamt dráttar vöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags, sbr. ákvæði III. kafla laga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Varakrafa: Að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 527.250.545 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi ti l greiðsludags, sbr. ákvæði III . kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Önnur varakrafa: Að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 527.250.545 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 25. febrúar 2023 til greiðsludags, sb r. ákvæði III. og IV. kafla laga nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laganna. 3 Þriðja varakrafa: Að stefndu verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að álitum, auk vaxta og dráttarvaxta að mati dómsins. Fjórða varakrafa: Að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefndu og þrotamanns Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að þrotamaður afsalaði, með framsalsyfirlýsingu sem á er rituð dagsetningin 27. mars 2018, til stefndu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans nafn í hluthafaskrá félagsins NORDIC PHARMA INVESTMENT LTD, sem stofnað var á Bresku Jómfrúaeyjum með fyrirtækjanúmerinu 509233 (íslensk kennitala félagsins er 510612 - 9650). Þá gerir stefnandi þær dómkröfur, sem eiga bæði við um dómkröfu númer 1 og dómkröfu númer 2, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda málskostnað . Stefnda kr afðist þess aðallega að kröfum stefnanda yrði vísað frá dómi en til vara s ýknu af kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum ger ði stefnda kröfu um málskostnað. Í þinghaldi 5. apríl 2023 gerði stefnda kröfu um að málinu yrði frestað þar til lokið væri rannsókn héraðssaksóknara á ætlaðri refsiverðri háttsemi vegna viðskipta með félagið Nordic Pharma Investment Ltd. Stefnandi mótmæl ti því að málinu yrði frestað og ge rði kröfu um málskostnað í þ eim h luta málsins. Með úrskurði 15. maí 2023 var kröfu stefnd u um frestun málsins hafnað og á kvörðun málskostnaðar látin bíða efnisdóms. Þá var með úrskurði 10. júlí 2023 hafnað frávísunarkröfu stefndu og ákvörðun málskostnaðar látin bíða efnisdóms . Í þinghaldi 21. september 2023 var af hálfu s t efndu aftur farið f ram á frestun málsins en því var mótmælt af hálfu stefnanda. Málflutningur um ágreininginn fór fram 25. september 2023. Frestun málsins var hafnað af dómara í þinghaldi 27. september 2023 með rökstuddri ákv örðun, sbr. 2. málslið 1. mgr. 112. gr. laga nr. 9 1/1991 um meðferð einkamála. I. Málsatvik eru þau að m eð úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2018 var bú Karls Emils Wernerssonar, hér eftir þrotamaður, tekið til gjaldþrotaskipta , en s kiptabeiðandi var þrotabú Milestone ehf. Jafnframt var skipaður s kiptastjóri í þrotabúinu, Árni Ármann Árnason lögmaður . Frestdagur við skiptin var 21. júlí 2017. Innköllun birtist í fyrsta sinn í Lögbirtingablaðinu 26. apríl 2018 og kröfulýsinga r frestur 4 rann út 26. júní 2018. Fyrsti skiptafundur var haldinn 12. júlí 20 18 og gerði þá skiptastjóri fundarmönnum grein fyrir því að við upphaf skipta hefði búið verið nær eignalaust en skiptatryggingin var 250.000 krónur. Samkvæmt kröfuskrá nema lýstar kröfur í búið samtals 13.567.728.284 krónum. Þrota maðurinn var einn af að aleigendum og stjórnarmaður í Milestone ehf. , sem var úrskurðað gjaldþrota 18. september 2009. Stefnandi kveður að um sé að ræða eitt stærsta gjaldþrot hér á landi og að heildarkröfur í búið hafi verið 95.221.277.512 krónur . Skiptum á þrotabúi Milestone eh f. sé ólokið en skiptastjóri í því þrotabúi tel ji að aðeins komi örlítið brot upp í lýstar kröfur. Í því sambandi skipti máli hvort eitthvað greiðist upp í kröfur í þrotabúi Karls Emils Wernerssonar , en þrotabú Milestone ehf. sé langstærsti kröfuhafinn í þrotabúið með lýstar kröfur að fjárhæð 1 3.567.728.284 krónur . Þá segir stefnandi að s íðustu árin fyrir gjaldþrot þrotamanns hafi fjölmörg málaferli beinst að þrotamanni . E innig hafi skattar hans verið endurákvarðaðir og hækkaðir gríðarlega. Þetta hafi gert það að verkum að þrotamaður hafi orðið skuldum vafinn og ógreiðslufær. Á sama tíma hafi hann a fsalað markvisst öllum eignum sínum til aðila sem séu honum nákomnir en hann f ari samt sem áður enn þá með umráð eignanna. Þrotamaður hafi m .a. afsalað einkahluta félaginu Toska til sonar síns , Jóns Hilmars Karlssonar, en það sé móðurfélagið í eignasamstæðunni sem áður tilheyrði þrotamanni. Með dómi Héraðsdóm s Reykjaness 27. október 2022, í máli nr. E - 30/2019, var rift þeirri ráðstöfun þ rotamanns sem fólst í sölu allra hluta Toska ehf. til sonar hans, Jóns Hilmars. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Fyrir liggur í gögnum málsins að hinn 27. mars 2018 framseldi þrotamaður til stefndu hluti sína í félaginu Nordic Pharma Investment L td. , hér eftir NPI, án nokkurs endurgjalds. Félagið var stofnað 14. ágúst 2022 og er staðsett á Tort ó la á B resku Jómfrúaeyjum (B V I). Íslensk kennitala félagsins er 510612 - 9650. Framsalið átt i sér þannig stað eftir frestdag , sem var 21. júlí 2017 , og liðl ega þremur vikum fyrir gjaldþrotaúrskurðinn 16. apríl 2018. Skiptastjóri tók fyrstu skýrslu af þrotamanni 18. apríl 2018 . Þrotamaður var upplýstur um frestdag skiptanna og spurður sérstaklega hvort einhverjar greiðslur eða ráðstafanir á eignum hefðu átt sér stað eftir frestdag og taldi hann svo ekki vera. Hinn 11. febrúar 2019 sendi skiptastjóri tilkynningu til héraðssaksóknara, á grundvelli 84. gr. laga nr. 21/1991, vegna mögulegra undanskota eigna. Skiptastjóri segir að fleiri tilkynningar h afi fylgt í kjölfarið vegna ýmissa mála. Í framhaldi af þessum tilkynningum hafi héraðssaksóknari hafið rannsókn á ýmsum málum sem tengdust þrotabúinu. Héraðssaksóknari hafi aflað fjölda gagna í rannsókn sinni sem hafi verið afhent stefnanda en það hafi ek ki verið fyrr en nýlega sem upp hafi komist um undanskotin á félaginu NPI til stefndu. 5 Þrotamaður gaf aftur skýrslu hjá skiptastjóra 13. nóv ember 2018 og var m .a. spurður hvort hann eða félög í hans eigu h efðu tekið inn fjármuni í gegnum fjárfestinga r leið Seðlabankans. Þrotamaður upplýsti að svo væri ekki. Síðar sama dag kom tölvupóstur frá lögmanni þrotamanns þar sem upplýst var að Toska ehf. hefði tekið þátt í fjárfestinga r leiðinni og að skiptastjóra yrðu send nánari gögn um það. Með tölvupósti 23. nóve mber 2018 sendi lögmaður þrotamanns til skiptastjóra útgáfulýsingu Toska ehf. vegna fjárfestinga r leiðar innar. Þar kemur fram að Toska ehf. hafi gefið út skuldabréf 25. júní 2012 í tengslum við fjárfestinga r leið Seðlabankans. Skiptastjóri tók þriðju skýrslu na af þrotamanni 27. nóv ember 2018 . S kiptastjóri spurði þrotamann hver h efði verið helsti kröfuhafi Toska ehf. árið 2014 og þr otamaður svaraði á þá leið að um hafi verið að ræða lán s amkvæmt fjárfestinga r leið Seðlabankans og að skiptastjóri hafi fengið gög n um þetta mál. Skiptastjóri segir að þannig hafi þrotamaður ekki svarað því hver væri kröfuhafinn og eigandinn að skuldabréfunum á Toska ehf. sem gefin voru út í tengslum við fjárfestinga r leið Seðlabankans. Í desember 2018 höfðaði skiptastjóri mál gegn J óni Hilmari Karlssyni , syni þrotamanns , og krafðist þess að rift yrði ráðstöfun þrotamanns þegar hann afhenti syni sínum félagið Toska ehf. Í tengslum við það mál var dómkvaddur matsmaður, Sigríður Ármannsdóttir, löggiltur endurskoðandi, til að meta verðmæ ti Toska ehf. og greiðslufærni þrotamanns. Hún óskaði eftir því að fá afrit af skuldabréfum og lánssamningum Toska ehf. en án árangurs. Hinn 15. des ember 2020 bárust stefnanda upplýsingar um það frá skiptast j óra í þrotabúi Háttar ehf., félag i sem tengdis t þrotamanni, að lögmaður þrotamanns hefði lýst kröfu í þrotabú Háttar ehf. að fjárhæð 779.439.659 krónur og að til st æði að úthluta úr þrotabúinu upp í þessa kröfu. Stefnandi sendi samdægurs bréf til lögmanns þrotamanns og óskaði eftir því að hann myndi kanna hjá þrotamanni hvort hann hefði átt það félag og hvort hann ætti það félag enn þá. Þá fékk skiptastjóri hinn 3. feb rúar 2021 send gögn frá Offshore Leaks Database með upplýsingum um NPI , sem stefnandi segir að hafi styrkt grun skiptastjóra um að fél agið gæti hugsanlega tengst þrotamanni. Með tölvupósti 4. febrúar 2021 ítrekaði stefnandi fyrirspurn sína frá 15. des ember 2020 . Lögmaður þrotamanns svaraði sama dag á eftirfarandi hátt: ,,Samkvæmt okkar upplýsingum þá á Karl hvorki Nordic Pharma í dag né þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Þetta félag hefur einnig, eftir því sem við best vitum, ekki verið starfandi um Stefnandi svaraði sama dag tölvupósti lögmanns þrotamanns með þessum hætti : ,,Skv. mínum upplýsin gum var Karl skráður fyrir eignarhlut í félaginu og ekki er um eignalaust félag að ræða. Ef Karl hefur afsalað sér þessum hlut viltu þá útvega upplýsingar um hvenær hann gerði það og hver fékk eignarhlutinn. 6 Hinn 14. apríl 2021 sendi stefnda tölvupóst til Ólafs Eiríkssonar lögmanns þar sem hún lýs ir því yfir , sem eini eigandi NPI samkvæmt framsali 27. mars 2018, að hún veiti lögmanninum umboð til að móttaka greiðslu úr þrotabúi Háttar ehf. , að fjárhæð 3.834.843 krónur . Með tölvupósti degi síðar, 15. apríl , sendir lögmaður stefndu til skiptastjóra í búi Háttar ehf. umboð sitt vegna NPI . Sama dag, 15. apríl , upplýs ir skiptastjóri í þrotabúi Háttar ehf. stefnanda um að lögmaður stefndu hefði upplýst hann um að þrotamaður hefði framselt eignarhlut sinn í NPI til stefndu 27. mars 2018 og að hún gerði, sem eigandi að NPI , kröfu um að fá greiðsluna úr þrotabúi Háttar ehf., 3.834.843 krónur . Óskað var eftir afstöðu stefnanda til þessarar útgreiðslu. Með tölvupósti degi síðar mótmælti stefnandi því að stefnda fengi greiðsluna og taldi að stefnandi væri sá aðili sem ætti að fá þessa greiðslu. Skiptastjóri í þrotabúi Háttar ehf . upplýsti lögmann stefndu um m ótmæli stefnanda og svaraði lögmaður stefndu sa ma dag með tölvupósti að málið væri stefnanda óviðkomandi og hann gerði því ráð fyrir að greiðslan gengi til stefndu . Hinn 7. maí 2021 kom gagnabeiðni frá yfirmatsmönnum sem vo ru að meta verðmæti Toska ehf. þar sem m.a. var óskað eftir ítarlegum upplýsingum um skuld Toska ehf. í íslenskum krónum , að fjár hæð 268 .800.000 krónur , í ársreikningi 2013. Stefnandi segir að e kki hafi verið orðið við upplýsingabeiðni þessari af hálfu Jón s Hilmars , eiganda Toska ehf. Hinn 27. sept ember 2021 greiddi stefnda arðgreiðslu að fjárhæð 3.800.000 krónur út úr NPI. Stefnandi segir að l ögmaður stefndu hafi upplýst stefnanda um að þetta væri eina leiðin til að koma peningum út úr félaginu í tengslum við væntanlegan samning þrotabúsins og stefndu sem síðar var gengið frá hinn 1. okt óber 2021. Téð samkomulag 1. okt óber 2021 var gert milli stefnanda og stefndu vegna ágreinings varðandi NPI, framsal þess til stefndu og úthlutun NPI úr þrotabúi Háttar ehf . Í 1. mgr. 1. gr. samkomulagsins segir að stefnda samþykki, sem eigandi NPI, að úthlutun Háttar ehf., 3.834.843 krónur, verði greidd til stefnanda. Þá segir í 2. mgr. 1. gr. að stefnandi lýsi því yfir að hann muni ekki rifta eða gera tilraun til riftunar framsals hluta í NPI til stefndu fái hann greiðsluna úr þrotabúi Háttar ehf. Muni stefnandi því ekki höfða mál á hendur stefndu vegna framsals NPI til hennar. Í 3. mgr. 2. gr. samkomulagsins u að Gyða hefur upplýst og ábyrg is t að NPI sé , eftir því sem hún best veit , við framsalið og enn þann dag í dag eignalaust félag fyrir utan þá kröfu sem samkomulag þetta fjallar um. Komi síðar í ljós að framangreindar forsendur séu ekki réttar og að NPI hafi við framsalið eða eftir það tímamark átt eignir að fjárhæð 2.000.000 krónur eða meira áskilur þrotabúið sér rétt til riftunar samkomulags þessa og krefjast skaðabóta. Áskilur GH sér þá allan rétt til þess 7 Í desember 2021 luk u yfirmatsmenn yfirmati á Toska ehf. , miðað við dagsetninguna 13. jan úar 2014. Þar kemur fram að yfirmatsmenn hefðu ekki fengið afhenta lánssamninga Toska ehf. eða skuldabréf , þrátt fyrir beiðni þar um. Með bréfi stefnanda 21. mars 2022 til Nasdaq verðbré famiðstöðvar hf. var óskað upplýsinga v arðandi eignarhald á skuldabréfum sem gefin voru út af Toska ehf. í tengslum við fjárfestinga r leið Seðlabankans. Stefnandi kveður að á stæðan fyrir þessari fyrirspurn hafi verið ábending sem stefnanda hafi borist skömm u áður um að þessi skuldabréf væru mögulega í eigu NPI. Með tölvupósti 25. mars 2022 hafnaði Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. því að veita upplýsingar um hver væri eigandi skuldabréfanna. Stefnandi ítrekaði með tölvupósti 28. mars 2022 beiðni um upplýsingar va rðandi upphaflegan kröfuhafa skuldabréfanna en beiðninni var hafnað með tölvupósti 4. apríl 2022. Í bréfi stefnanda til stefndu 1 3. maí 2022 kemur fram að stefnandi hafi fengið ábendingar um að NPI eigi verulegar eignir , og í því sambandi nefnd tvö skulda bréf á Toska ehf. , sem stemmi ekki við samkomulagið sem gert var við hana 1. okt óber 2021 . Stefnandi benti jafnframt á að forsendur samkomulagsins væru að NPI væri eignalaust. Óskaði stefnandi eftir svörum stefndu við ýmsum spurningum. Í fyrsta lagi hvort NPI hefði verið eigandi að skuldabréfum á Toska ehf. þegar stefnda gerði samkomulagið við stefnanda 1. okt óber 2021 og ef svo væri af hverju stefnda hefði þá ekki upplýst stefnanda u m það. Í öðru lagi, væru upplýsingar sem skiptastjóri h afi fengið réttar , var spurt hvernig málið yrði leyst , hvort skiptastjóri eign aðist öll þau verðmæti sem voru í NPI þegar það var framselt til stefndu í mars 2018 . Í þriðja lagi var óskað eftir upplýsingum frá stefndu um það hvort einhverjar aðrar eignir en skuldabréf hafi verið í NPI við framsalið til stefndu eða eftir þann tíma. Í fjórða lagi var spurt hvort stefnda vildi tjá s ig um eitthvað annað gagnvart skiptastjóra . Stefnda svaraði framangreindu bréfi stefnanda m eð tölvupósti 24. maí 2022. Þar kemur fram að hún hafi talið að NPI væri eignalaust þegar samkomulagið var gert 1. október 2021 og að hún vissi ekki betur en að það væri það enn. Stefnda kvaðst ekki geta svarað annarri spurningunni þar sem hún væri byggð á tilgátum. Um svar við þriðju spurningunni vísaði stefnda til svars við fyrstu spurningunni. Loks sagði stefnda að hún hefði ekki annað um þetta félag að segja en það sem kæmi fram í þessum tölvupósti. Ef stefnandi óskaði frekari upplýsinga um félagið og m ögulegar eignir þess árið 2012 væri rétt að óska eftir þeim upplýsingum frá öðrum en stefndu. Með tölvupósti 15. júní 2022 óskaði stefnandi eftir upplýsingum hjá héraðssaksóknara um hvort embættið hefði, í tengslum við rannsókn embættisins á NPI - málinu , v itneskju um hver væri skráður kröfuhafi skuldabréfanna tveggja á Toska ehf. hjá Nasdaq og í öðru lagi hv er væri skráður tengiliður vegna skuldabréfanna tveggja f.h. kröfuhafa hjá Nasdaq. 8 Með tölvupósti 21. og 22. júní 2022 upplýsti embætti héraðssaksóknara að NPI væri eigandi skuldabréfanna á Toska ehf. og að þrotamaður væri og hefði verið tengiliður við kröfuhafa . Í tölvupósti stefnanda til stefndu 22. júní 2022 kemur fram að stefnandi telji að gögn málsins beri með sér að nokkrum dögum fyrir gjaldþrot þr otamanns hafi eignir sem nem i að minnsta kosti 350.000.000 króna verið færðar yfir á hana án þess að endurgjald hafi komið fyrir og að reynt hafi verið að leyna þessum framsalsgerningi fyrir stefnanda. Í framhaldinu, þegar stefnandi hafi komið upp um gjafa gerninginn, hafi stefnandi verið ranglega upplýstur um að engar eignir væru í félaginu og hafi stefnda skrifað upp á samning við stefnanda þar sem hún hafi lýst því yfir. Engin svör h efðu borist stefnanda vegna þessa tölvupósts og l iti stefnandi því þann ig á málið að allt sem k omi fram í tölvupóstinum sé rétt en stefnda ætli engu að síður ekki að skila hlutunum í NPI . St efnandi tel ji að um möguleg skilasvik sé að ræða og hefði sent tilkynningu um það til héraðssaksóknara 7. október 2021. Með bréfi stefnanda til stefnd u 14. desember 2022 taldi stefnandi ljóst að samkomulagið frá 1. október 2021 væri óskuldbindandi fyrir þrotabúið enda forsendur þess um að NPI væri eignalaust ljóslega bros t nar. Samkomulagið væri því ógilt , en væri ekki fallist á það v æri til vara lýst yfir riftun á því. Einnig áskildi stefnandi sér rétt til að krefjast skaðabóta. Við aðalmeðferð málsins kom fyrir dóm sem vitni Elsa Björk Gunnarsdóttir, starfsmaður Nasdaq verðbréfamiðstöðvar , og Gunnar Þór Ásgeirsson, löggiltur endursk oðandi. Verður vísað til vitnisburðar þeirra síðar eftir því sem tilefni er til. II. 1 . Stefnandi byggir á því varðandi aðalkröfu í 1. kröfulið að samkomula g stefnanda og stefndu frá 1. október 2021 sé óskuldbindandi fyrir stefnanda þar sem forsendur þess um að NPI sé eignalaust séu brostnar og þess krafist að dómstólar viðurkenni það . Stefnandi vísar til þess að samkvæmt samkomulaginu frá 1. október 2021 hafi stefnda fengið að halda hlut um sínum í NPI á þeim forsendum að hún upplýsti um og ábyrgðist að félagið væri, eftir því sem stefnda best vissi, eignalaust, og að það ætti jafnt við þegar framsalið til stefndu átti sér stað 27. mars 2018 og við undirritun samkomulagsins 1. október 2021. Eignaleysi félagsins hafi því verið algjör forsenda og ákvörð unarástæða stefnanda við undirritun samkomulagsins. Til viðbótar við framangreint hafi sérstaklega verið tiltekið í 3. mgr. 2. gr. samkomulagsins: NPI hafi við framsalið eða eftir það tí mamark átt eignir að fjárhæð 2.000.000 krónur eða 9 Stefnandi sé nú, eftir mikla vinnu, kominn með staðfestingu frá Nasdaq og héraðssaksóknara þess efnis að NPI sé ekki e ignalaust félag heldur séu þvert á móti verulegar eignir í félaginu, sbr. tvö skuldabréf á Toska ehf. Upplýsingarnar séu ljóslega ekki í samræmi við framangreint samkomulag aðila frá 1. október 2021 og yfirlýsing stefndu um eignastöðu NPI bersýnilega röng. Stefnda h afi ekki svarað ítrekuðum spurningum stefnanda um skuldabréfaeign félagsins sem sé mörg hundruð milljón a króna virði. Stefnandi byggir á því að með vísan til framangreinds séu forsendur samkomulagsins ljóslega brostnar en forsenda stefnanda um eignaleysi NPI hafi verið báðum aðilum algjörlega ljós við undirritun samkomulagsins. Því beri að fallast á kröfu hans um að samkomulagið verði ógilt. Vísa r stefnandi í því sambandi til almennra reglna um brostnar forsendur, sem og einnig til ákvæða laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga . Ví kja beri samkomulaginu til hliðar í heild sinni þar sem það sé ósanngjarnt og/eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera samkomulagið fyrir sig, sbr. 1. og 2. mgr. 36. gr. laganna. Til viðbótar vísa r stefnandi til 30. gr. laganna , en samkomulagið sé óskuldbindandi þar sem svo virðist sem stefnandi hafi verið fenginn ti l þess með svikum, og að stefnda sjálf hafi beitt svikunum eða vi tað eða mátt vita að samkomulagið hafi verið gert fyrir svik. Stefnandi vísar í þessu sambandi til ítrekaðr a tilraun a stefnanda til þess að fá upplýsingar um eiganda skuldabréfanna á Toska eh f. Þá vísar stefnandi til 33. gr. laga nna, en í téðu ákvæði komi fram a ð löggerning sem ella m y ndi talinn gildur, get i sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem séu fyrir hendi þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. Um varakröfu sína í fyrsta kröfulið, verði ekki fallist á að samkomulagið sé ógilt , byggir stefnandi á því að með vísan til sérstaks áskilnaðar stefnanda í samkomulaginu frá 1. október 2021, u m heimild til riftunar , hafi honum verið heimilt að rifta því. Þá byggi riftun samkomulagsins einnig á almennum reglum samninga - og kröfuréttar um verulegar vanefndir samningsskuldbindinga en stefnandi telur augljóst að í hinni röngu upplýsingagjöf stefndu við samningsgerðina felist veruleg vanefnd af hálfu stefndu. Yfirlýsing um riftun sé dagsett 14. desember 2022 og hafi v erið birt fyrir lögmanni stefndu 15. desember 2022 . Riftunin byggi á því að við framsalið eða eftir það tímamark hafi NPI átt eignir a ð fjárhæð 2.000.000 krón a eða meira, sbr. 3. mgr. 2. gr. samkomulagsins . Stefnandi krefst þess að riftunin verði staðfest með tilvísun í framangreint samningsákvæði sem sé greinilega uppfyllt þar sem sýnt h afi verið fram á að eignir NPI við framsalið 27. mars 2018 og við undirritun samkomulagsins 1. okt óber 2021 hafi verið mun meiri en 2.000.000 króna . 10 Til viðbótar við rökstuðning hér að ofan vísar stefnandi einnig til almennra málsástæðna fyrir 2. kröfulið í stefnunni, eftir því sem við á, sem raktar eru hér fyrir neðan. Með vísan til framangreinds byggir stefnandi á því að fallast beri á kröfu hans um staðfestingu á riftun samkomulagsins. 2 . Stefnandi byggir á því varðandi 2. kröfulið sinn , um ráðstafanir þrotamanns sem fólust í framsali til stefndu 27. mars 2018, að aðferðafræði þrotamannsins, þegar hann hafi séð fram á gjaldþrot sitt, hafi í meginatriðum verið framkvæmd í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu hafi hann framsel t félagið Toska ehf. fyrir gjafverð til sonar síns en það félag h afi verið efst í eignasamstæðu þrotamanns. Í seinna skrefinu hafi þrotamaður síðan framsel t nær allar eignir sem hann hafi átt eftir til félaga neðar í samstæðunni eins og Faxa (Faxi) ehf. og Faxa (Faxar) ehf. Aðgerðir hans hafi leitt til þess að hann hafi strípað sig af nær öllum eignum sínum. Stuttu fyrir gjaldþrotaúrskurðinn hafi hann aðeins átt nokkrar milljónir á bankareikningi sínum og gamlan Toyota Auris bíl. Innstæðuna á bankareikningnum hafi hann tekið út í seðlum og selt Auris - bílinn þremur dögum fyrir úrskurð , gegn peningagreiðslu sem hann hafi eytt áður en skiptastjóri lét loka bankareikningi hans. Að síðustu megi nefna hluti þrotamanns í NPI sem hann hafi framsel t stuttu fyrir gjaldþrotaúrskurðinn til stefndu og mál þetta varðar. Stefnandi bygg ir á því að s tefnda sé nákomin þrotamanni þar sem hún sé sambýliskona hans, sbr. 1. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl . Fyrir ligg i að þrotamaður h afi átt lögheimili að Blikanesi 9 frá febrúar 2015 og stefnda frá júlí 2016. Þá h afi stefnd a verið unnusta þrotamanns frá að minnsta kosti árinu 2014. Að mati stefnand a teljist stefnda einnig nákomin þrotamanni s amkvæmt 6. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991 um sambærileg tengsl. T engsl stefndu og þrotamanns hafi verið slík á umræddu tímabili að hagsmun ir hennar hafi haft áhrif á þrotamann við ákvörðunartöku um ráðstöfun fjármuna hans til hagsbóta stefndu og falli því að verndarmarkmiði lagaákvæðisins. Stefnandi bendir í þessu sambandi á að samkvæmt fréttum í fjölmiðlum frá árinu 2014 h afi þrotamaður og stefnda verið í sambandi um nokkurn tíma. Þá ligg i fyrir að stefnda og þrotamaður haf i búið saman og stefnda s agst leigja íbúðarhúsið að Blikanes i 9, Garðabæ, af Föxum ehf. en það félag hafi verið í félagasamsteypu í eigu þrotamanns en sé nú í eigu sonar hans. Stefnandi byggir á því að það hafi verulega þýðingu við mat á þeirri riftanlegu ráðstöfun sem hér er til skoðunar að um nákominn aðila hafi verið að ræða, m.a. við mat á gjafagerningum, grandsemi riftunarþola um ógjaldfærni og ótilhlýðileika ráðstafana á þ ann hátt að lögbundin skilyrði riftunar undir gjaldþrotaskiptum séu rýmri en gagnvart öðrum. Al mennt sé talið að þegar um viðskipti milli nákominna er að ræða, í aðdraganda 11 gjaldþrots, séu löglíkur á því að ráðstöfunin verði talin gjöf frekar en ráðstöfun viðskiptalegs eðlis. Verð i því að skoða hina riftanlegu ráðstöfun í því ljósi. S tefnandi byggir ja f nframt á því að þrotamaður hafi verið ógjaldfær þegar hann framseldi hluti sína í NPI til stefndu 27. mars 2018 og að henni hafi sem sambýliskonu hans veri ð fullkunnugt um það. Hvað grandsemi stefndu um ógjaldfærnina varðar megi t.d. vísa í dóm Hæstaréttar í máli nr. 527/2016 , þar sem sambúðarkona hafi verið talin grandsöm. Eins og fram komi í s tefnu hafi þrotamaður lýst því yfir 5. júlí 2017 að hann ætti en gar eignir sem löggeymsla yrði gerð í og hafi þessi árangurslausa löggeymslugerð verið grundvöllur fyrir gjaldþrotaskiptabeiðninni , móttekinni 21. júlí 2017. Um s undurliðun fjárkröfunnar í málinu og sönnun fyrir því að hinir framseldu hlutir séu einu hluti r félagsins segir stefnandi að ekkert verðmat hafi verið framkvæmt á hlutunum í NPI við framsal þeirra frá þrotamanni Karli Emil Wernerssyni til stefndu í mars 2018 og að hún hafi tekið við bréfunum án endurgjalds. Með bréfi skiptastjóra til stefndu 13. ma í 2022 hafi m.a. verið óskað eftir upplýsingum um það hvort fyrir hendi séu eða h afi verið aðrar eignir en meint skuldabréf í félaginu NPI við framsalið til hennar eða eftir þann tíma en hún ekki viljað svara því. Þar sem stefnda h afi ekki afhent neinar fj árhagslegar upplýsingar um NPI og skiptastjóri ekki náð að afla þeirra sökum þeirrar leyndar sem umlyk i slík félög sem vistuð séu á Tortóla sé gengið út frá því til einföldunar að í félaginu sé eina eignin skuldabréfin á Toska ehf. og að engar skuldir séu í félaginu. Stefnda h afi hins vegar aðgang að öllum þessum gögnum sem eigandi NPI og því byggir stefnandi á því að stefnda hafi sönnunarbyrði fyrir því hvert sé raunverulegt eigið fé félagsins. Í stefnu málsins skorar stefnandi á stefndu að veita stefnanda aðgang að framangreindum gögnum. Þá er í stefnu áskilinn réttur stefnanda til að breyta fjárkröfunni í málinu þegar nýjar upplýsingar ligg i fyrir um fjárhag félagsins. Stefnandi vísar til þess að hann hafi fengið PWC endurskoðun til að reikna upp skuldab réfin og hafi útreikningar nir verið lagðir fram í málinu. Þar sé gerð grein fyrir forsendum útreikninganna og k omi þar m.a. fram að í ársreikningi Toska ehf. árið 2013 sé gerð grein fyrir því í skýringum ársreikningsins að skuldin eigi að greiðast 2027 og síðar þannig að ljóst sé að skuldbreyting hafi átt sér stað, miðað við upphaflega skilmála skuldabréfanna, og sé gert fyrir þeirri forsendu í útreikningunum. Útreikningarnir frá PWC mið i st m.a. við málshöfðunardaginn 15. des ember 2022 og sé niðurstaða þe irra eftirfarandi: Tafla 1 Uppreikningur á skuldabréfi með höfuðstól 90.000.000 króna miðað við 15. des ember 2022 : 12 Tímabil Höfuðstóll Vextir % Vextir Eftirstöðvar 26.6.2022 - 15.12.2022 190.734.879 7,8% 6.984.075 197.718.954 Tafla 2 Uppreikningur á skuldabréfi með höfuðstól 150.000.000 króna miðað við 15. des ember 2022 : Tímabil Höfuðstóll Vextir % Vextir Eftirstöðvar 26.6.2022 - 15.12.2022 317.891.465 7,8% 11.640.126 329.531.591 Með því að leggja saman eftirstöðvar beggja skuldabréfanna f áist stefnukrafa málsins , 527.250.545 krónur . Komi í ljós síðar meir að verðmæti félagsins NPI sé meira en stefnufjárhæðin áskilur stefnandi sér rétt til að sækja þann mismun úr hendi stefndu. Stefnandi telur sannað að þeir hlutir sem þrotamaður framseldi stefndu 27. mars 2018 hafi gert það að verkum að hún hafi orðið eini eigandi félagsins. Þessa skoðun sína byggir stefnandi m.a. á tölvupósti frá 14. apríl 2021 , sem lögmaður stefndu og þrotamanns skrif i henni , en þar komi þetta skýrt f ram: Líkt og þú veist þá voru hlutir í Nordic Pharma Investment LTD framseldir til þín af hálfu Karls Wernerssonar þann 27. mars 2018, samanber viðhengt framsal þess efnis sem mér var sent í tölvupósti þann sama dag Þar sem þú ert eigandi einu hlutan na í umræddu félagi vil ég biðja þig að staðfesta við mig að ég hafi umboð félagsins til þess að óska eftir því við skiptastjóra að ég fái senda endanlega kröfuskrá og úthlutunargerð auk þess sem ég fái umboð félagsins til að móttaka framangreinda fjármuni Stefnda hafi svar að tölvupósti lögmannsins samdægurs á eftirfarandi hátt: Sem eigandi einu hlutanna í félaginu Nordic Pharma Investment Ltd., samanber framsal hlutanna til mín þann 27. mars 2018, þá gef ég þér umboð til þess að fá senda endanlega kröfuskrá í þrotabúi Háttar ehf. sem og úthlutunargerð úr þrotabúinu ásamt öllum öðrum þeim gögnum vegna gjaldþrotaskiptanna sem þú óskar eftir ... Í samkomulagi stefnanda og stefndu, frá 1. okt óber 2021, sem lögmaður stefndu hafi st illt upp k omi skýrt fram að með framsalinu 27. mars 2018 hafi stefnda orðið eigandi félagsins , sbr. eftirfarandi: Með framsali dags. 27. mars 2018 framseldi KEW 13 Þá byggir stefnandi á því að r áðstöfunin á hlutunum í NPI frá þrotamanni til stefndu hafi ve rið saknæm. S amkvæmt yfirlýsingu , dagsettri 27. mars 2018 , hafi Karl Emil Wernersson framselt hluti sína í NPI án endurgjalds til stefndu. Þá hafi verið í félaginu skuldabréf á Toska ehf. sem séu mörg hundruð milljóna króna virði. Með þessum gjafagerningi til stefndu hafi verið dregið úr möguleikum kröfuhafa þrotamanns til þess að öðlast fulln ustu af eignum hans. Stefnandi hafi sent stefndu bréf og tölvupósta um þessi mál en h ún h afi ekki hrakið neitt af því sem þar k omi fram og get i stefnandi því ekki annað en dregið þá ályktun að sú mynd sem hann h afi dregið upp af málinu sé rétt. Þrotamanni og stefndu sem hafi verið og sé nákomin þrotamanni hafi verið fullkunnugt um að það hafi verið að framselja veruleg verðmæti án endurgjalds og sé sú háttsemi þeirra saknæm að mati stefnanda. Þrotamaður og stefnda hafi vitað að hann væri á leiðinni í gjaldþrot þegar viðskiptin áttu sér stað og þau hafi einnig vitað að framsalið myndi leiða til þess að verðmætum í eigu þrotamanns yrði með þessu komið undan búskiptum með tilheyrandi tjóni fyrir kröfuhafa þrotamanns. Stefnandi telur að gögn málsins bendi til þess að stefnda og þrotamaður hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að færa eignarhluti þro tamanns í NPI yfir á stefndu til að verjast væntanlegri aðför kröfuhafa þrotamanns og með því að NPI yrði fært á nafn stefndu yrði komið í veg fyrir að kröfuhafar þrotamanns gætu fengið fullnustu í hlutum í NPI. Stefnandi telur í hæsta máta óeðlilegt að f ramselja alla hlutina í NPI án endurgjalds til stefndu og byggir á því að í raun og veru hafi verið um gjafagerning að ræða á sama tíma og fyrir lá að von v æri á úrskurði um gjaldþrot þrotamanns á næstu dögum. Stefnda hafi að sjálfsögðu vitað um allar aðst æður þrotamanns þegar hún tók við eignarhlutum hans í NPI og eignaðist þar með allt félagið. Í stað þess að hafa til reiðu þau verðmæti sem voru í félaginu NPI á þessum tíma til að mæta þeim kröfum sem beindust að þrotamanni í mars 2018 hafi þrotamaður ákv eðið , með vitund og vilja stefndu, að framselja félagið NPI til hennar með það að markmiði að kröfuhafar hans fengju ekkert upp í kröfur sínar og hann hefði áfram sjálfur aðgang að eignunum. Stefnandi telur jafnframt að a ðkoma stefndu að gerð samkomulagsins frá 1. okt óber 2021 sé saknæm . Í s amkomulaginu komi fram að stefnda h afi upplýst og ábyrgst að NPI sé, eftir því sem hún best v i t i , við framsalið og enn þann í dag eignalaust félag fyrir utan þá kröfu að fjárhæð3.834.843 krónur sem samkomula gið fjall i um. Stefnanda hafi tekist síðar að upplýsa að í félaginu séu að minnsta kosti skuldabréf á Toska ehf. að andvirði mörg hundruð milljóna króna. Þegar stefnda undirritaði samkomulagið í október 2021 hafi hún verið búin að vera eini eigandi NPI í þ rjú og hálft ár og því mátt vita allt um eignir félagsins og þar á meðal um þessa skuldabréfaeign. Því bendi allt til þess að yfirlýsing hennar í samkomulaginu hafi verið gefin gegn betri vitund og teljist því saknæm. Við saknæmið ber i einnig að horfa til þess að stefnda sé með fimm ára háskólanám og starf i sem aðjúnkt við Háskóla Íslands og að hún sé sambýliskona Karls 14 Emils Wernerssonar en hann viti mest um félagið NPI og skuldabréfaeign þess á hendur Toska ehf. Karl Emil hafi ja f nframt vottað undirskrif t stefndu á samkomulagið þar sem framangreind yfirlýsing hennar kom i fram. Stefnandi byggir á því að eins og atvikum er háttað í þessu máli verði að snúa sönnunarbyrðinni við og stefndu verði gert að sýna fram á að þær ráðstafanir sem hér eru til umfjöllunar hafi ekki verið ólögmætar og stefnanda óhagfelldar og hafi þar af leiðan di ekki valdið stefnanda tjóni. Það sé vissulega svo að samkvæmt almennu sakarreglunni ber i sá er krefst skaðabóta, eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu, að meginstefnu til sönnunarbyrðina, þ.e. viðkomandi ber i að sanna sök, tjón sitt og orsakatengsl þar á milli. Hvað sem þessu líður byggir stefnandi á því að í tilvikum sem þessum, þar sem eignir sem tilheyra í raun þrotamanni séu alfarið skráðar á stefndu og þannig ekki aðgengilegar kröfuhöfum hans, eigi að beita öfugri sönnunarbyrði. Eins og atvikum er há ttað verð i enda að telja að það hafi staðið stefndu nær að tryggja sér sönnun fyrir því að umræddar ráðstafanir hafi í raun verið lögmætar og verið gerðar á eðlilegum forsendum á þeim tíma er þær voru framkvæmdar . Vísar stefnandi þessu til stuðnings m.a. t il dóms Hæstaréttar í máli nr. 518/2013. H ér ber i einnig að hafa í huga að stefnandi h afi ekki aðgang að bókhaldi eða ársreikningum NPI , sem sé aflandsfélag á Tort ó la . Því eigi hann erfitt með að meta verðmæti hlutanna í NPI. Stefnda h afi hins vegar aðgang að öllum þessum upplýsingum. Kröfur stefnand a um riftun á grundvelli XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. byggjast á framsali þrotamanns til stefndu á hlutum í NPI. Markmið lögsóknarinnar á hendur stefndu sé að endurheimta verðmæti sem ek ki séu til reiðu til fullnustu kröfuhöfum með því að hafa uppi kröfur um afhendingu hlutanna í NPI eða eftir atvikum skaðabætur og / eða endurgreiðslu auðgunar. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á því að framsalið á hlutunum í NPI sé riftanlegt með vís an til 139. gr. laga nr. 21/1991 . Ef ekki er fallist á að ákvæðið eigi við byggir stefnandi kröfu sína á 141. gr. sömu laga . Fari svo að fallist verði á hvorugt ákvæðið byggir stefnandi á 131. gr. og 134. gr. laganna. Stefnandi byggir endurgreiðslukröfu sí na á 144. gr. og 142. gr. laga nna . Nánar um hina riftanlegu ráðstöfun byggir stefnandi á því að þegar þrotamaður framseldi stefndu hluti sína í NPI 27. mars 2018 hafi hann augljóslega séð fram á gjaldþrot sitt enda hafi kom ið úrskurður um það aðeins þremu r vikum síðar. Sökum þess hafi hann reynt að búa í haginn fyrir framtíð sína með því að skjóta undan félaginu NPI til nákominna. Tilgangur stefnanda með máli þessu sé m.a. að ónýta með afturvirkum hætti framsalið á NPI til stefndu til að endurheimta verðmæti sem voru í eigu þrotamanns og draga þannig fleiri eignir undir skiptin. U mrædd ráðstöfun hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefndu til hags bóta á kostnað kröfuhaf a þrotamanns og leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum búsins þegar úrskurður um 15 gjaldþrot var kveðinn upp. Stefnandi telur einsýnt að þessi ráðstöfun hafi þannig orðið kröfuhöfum til tjóns. Framangreindum gerningi þrotamanns er varðar framsalið á hlutunum í NPI sé rift með stefnu þessari. Riftunin sé ákvöð, sem bind i stefndu og fall i með henni niður frá þeim tíma réttaráhrif löggernings, sem riftun sn úi að, með það að markmiði að hlutaðeigendur verði eins settir og ef hann hefði aldrei verið gerður, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 720/2016. Varðandi málshöfðunarfrest byggir stefnandi á því að í 148. gr. laga nr. 21/1991 komi fram að ef höfða þ urfi dómsmál til að koma fram riftun skuli það gert áður en sex mánuðir eru liðnir frá því að skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna. Ljóst sé að frestur get i aldrei byrjað að líða fyrr en í fyrsta lagi 22. júní 2022 en þann dag og daginn áður hafi stefnanda fyrst borist gögn frá héraðssaksóknara , se m héraðssaksóknari hafi m.a. fengið frá Nasdaq, sem sé skráningaraðili skuldabréfanna, þar sem staðfest hafi verið að NPI væri skráður eigandi skuldabréfanna og að Karl Emil Wernersson væri og hafi verið tengiliður NPI vegna skuldabréfanna. Áður en þessi s taðfesting barst frá skráningaraðila bréfanna í Kauphöll hafi stefnandi ekki haft nægilegar upplýsingar til þess að gera riftunarkröfuna og höfða dómsmál þetta. Stefnandi bendir í þessu sambandi á tölvupóst frá stefndu 24. maí 2022, þar sem hún hafi neitað að svara skriflegri fyrirspurn stefnanda um það hvort NPI ætti skuldabréfin á Toska ehf. með eftirfarandi orðum: ,,Ég vísar stefnandi til rangrar upplýsingagjafar stefndu við gerð samkomula gsins 1. október 2021 , sem beinlínis hafi haft það að markmiði að villa um fyrir stefnanda og telja honum trú um að hlutabréf í félaginu NPI væru verðlaus. Stefnandi byggir á því að s amkvæmt 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 megi krefjast riftunar ráðstaf ana sem gerðar haf i verið eftir frestdag nema sérstakar ástæður eigi við s amkvæmt ákvæðinu, þ.m.t. að ráðstöfunin hafi verið til að fullnægja daglegum þörfum þrotamanns. Þá verð i ráðstöfun ekki rift samkvæmt ákvæðinu vegna grandleysis þess sem naut ráðstöf unar. Þ rotamaður hafi framselt hluti sína í NPI til stefndu án endurgjalds 27. mars 2018 , löngu eftir frestdag sem hafi verið 21. júlí 2017. Á frestdegi hafi legið fyrir að þrotamaður hafi verið orðinn ógjaldfær og þá haf i hann nýlega lýst því yfir við árangurslausa löggeymslugerð að hann ætti ekki neinar eignir sem löggeymsla yrði gerð í. Stefnandi telur að skilyrði 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt vegna framsals þrotamanns til stefndu á hlutunum í NPI eftir frestdag. Stefnandi telur að sömu sjónarmið um gjafagerning hafi búið að baki umræddum greiðslum og áður var lýst. Það sé markmið 139. gr. laga nr. 21 / 1991 að koma í veg fyrir að þrotamaður geti á tímabilinu á milli frestdags og gjaldþrotaúrskurðar gripið til ráðstafana sem væru að öllu jöfnu riftanlegar fyrir frestdag. 16 Stefnandi byggir jafnframt á því að framsalið hafi ekki verið innt af hendi til að fullnægja daglegum þörfum þrotamanns enda h afi stefnda engin gögn lagt fram sem sýn i fram á slíkt og fyrir ligg i að ekkert endurgjald hafi kom ið fyrir. Þessu til viðbótar telur stefnandi að stefnda, sem sambýliskona þrotamanns, hafi ekki getað verið grandlaus um gjaldþrotaskiptabeiðni á búi hans, auk þess sem stefnda ber sönnunarbyrði fyrir því að hún hafi ve rið grandlaus s amkvæmt 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi bendir á, að stefnda var nákomin þrotamanni og hann hafði verið ógjaldfær um nokkurt skeið áður en gjaldþrotabeiðni var sett fram. Verði ekki fallist á að rifta framsalinu á hlutunum í N PI á grundvelli 139. gr. laga nr. 21/1991 byggir stefnandi á því að rifta eigi framsalinu á hlutunum í NPI á grundvelli 141. gr. sömu laga. Byggt er á því að stefnda hafi verið grandsöm um riftanleika ráðstöfunarinnar, enda hafi stefnda verið sambýliskona þrotamanns og því nákomin í skilningi 3. gr. laganna. Samkvæmt 141. gr. laganna sé heimilt, án tilgreindra tímamarka, að krefjast riftunar á ráðstöfunum þrotamanns sem séu ótilhlýðilegar og leiða til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til f ullnustu kröfuhöfum. Skilyrði samkvæmt ákvæðinu sé að þrotamaður hafi verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar og að sá sem hag hefði af henni vissi eða hefði mátt vita um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leitt hafi til þess að ráðstö funin væri ótilhlýðileg. Ekki sé mælt fyrir um sérstök tímamörk í ákvæðinu og því hægt að beita því enda þótt langur tími hafi liðið frá aðgerðum þrotamanns, svo framarlega sem öllum skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt. Stefnandi byggir á því að öll skilyrði 141. gr . séu uppfyllt. Um hafi verið að ræða ótilhlýðilegar ráðstafanir þrotamanns sem h afi haft það að markmiði að koma verðmætum eignum hans undan aðför skuldheimtumanna sem höfðu hafið innheimtuaðgerðir gagnvart honum og fyrir l egið árangurslaus löggeym sla í tengslum við innheimtu kröfuhafa á hendur þrotamanni. Markmiðið hjá þrotamanni hafi einnig verið að færa með þessu eignir á stefndu , sambýliskonu sína , í stað þess að greiða af skuldum sínum. Þessar ráðstafanir hans hafi verið til hagsbóta fyrir stefndu en á kostnað kröfuhafa hans. Enginn vafi sé heldur um að stefnda , sem sambýliskona þrotamanns , hafi verið grandsöm og vi tað eða mátt vita allt um ógjaldfærni hans þegar framsalið á hlutunum í NPI átti sér stað og vi tað þannig um þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg . Þannig séu öll hin huglægu skilyrði greinarinnar uppfyllt. Stefnandi byggir á því að um sé að ræða gjafagerning og ótilhlýðilegar ráðstafanir sem fall i tvímælalaust undir ákvæði 14 1. gr. laga nr. 21/1991. Við mat á ótilhlýðileikanum verð i m.a. að líta til þess að þrotamaður og stefnda séu nákomin. Til enn frekari sönnunar fyrir því að framsalið á hlutunum í NPI frá þrotamanni til stefndu hafi verið ótilhlýðilegt byggir stefnandi á því að um hafi verið að ræða 17 gjafagerning sem hafi falist í því að félagið NPI hafi verið framselt án endurgjalds til stefndu. Í eignarhlut í félaginu fel i st veruleg fjárverðmæti. Ráðstöfunin hafi lei tt til þess að félagið NPI sé ekki lengur til ráðstöfuna r fyrir kröfuhafa hans. Þrotamaður hafi verið ógjaldfær þegar ráðstöfunin átti sér stað. Stefnda hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærnina og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg. Hvað varðar r iftun á grundvelli 131. gr. laga nr. 21/199 1 byggir stefnandi á því að í ráðstöfuninni 27. mars 2018 , þegar þrotamaður framseldi alla hluti sína í félaginu NPI til stefndu , sambýliskonu sinnar , hafi falist gjafagerningur . Veruleg fjárverðmæti hafi falist í eignarhlut þrotamanns í félaginu, enda sé það eigandi fjárkrafna í formi skuldabréfa á hendur Toska ehf. sem nem i rúmum 500 .000.000 króna. Ekkert endurgjald hafi kom ið fyrir eignarhlutina frá stefndu til þrotamanns. Samkvæmt 1. mgr. 131. gr. megi krefja st riftunar á gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt og ber i því að rifta ráðstöfuninni. Stefnandi byggir einnig riftunarkröfu sína á 134. gr. laga nr. 21/1991, en það sé gert hyggist s tefnda verjast riftunarkröfunni með vísan til þess að ráðstöfunin 27. mars 2018 hafi verið liður í einhvers konar skuldauppgjöri milli hennar og þrotamanns. Verði talið að ráðstöfunin hafi falið í sér einhvers konar skuldauppgjör uppfylli hún öll skilyrði 1. mgr. 134. gr. Í henni fel i st greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri , þ.e. hlutabréfum í félaginu NPI sem skráð sé á Bresku J ómfrú a eyjum, greitt hafi verið fyrr en eðlileg t er , enda engum skuldum milli stefndu og þrotamanns fyrir að fara, hvað þá að þær v æru á gjalddaga . Þá sé augljóst að greiðslan hafi skert greiðslugetu þrotamanns verulega, sem þá þegar hafi verið orðinn ógjaldfær. Samhliða riftunarkröfum gerir stefnandi kröfur um endurheimt verðmæta. Þær eru tvíþættar; aðallega er krafist skila á verðmæ tum en til vara er sett fram fjárkrafa. Krafa stefnanda um skil á öllum hlutum í NP I byggist á 144. gr. laga nr. 21/1991, en þar k omi fram að ef annar hvor aðila krefst þess skuli skila greiðslum í þeim mæli, sem þær eru enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Stefnandi byggir á því að fyrir liggi að stefnda sé enn eigandi allra hlutanna í NPI og því sé unnt að ge ra það án rýrnunar verðmæta. Því séu öll skilyrði uppfyllt fyrir því að fallast eigi á þessa kröfu. Fallist dómur inn á þessa kröfu leiði það til þess að stefnandi verð i aftur eigandi að öllu félaginu NPI. Hvað varðar verðmæti skuldabréfanna vísar stefna ndi til útreikninga PWC . Stefnandi áréttar að stefnda hafi aldrei borgað neitt fyrir skuldabréfin og því ver ði ekki um neina endurgreiðslu til hennar að ræða í tengslum við það þegar hlutirnir í NPI verða afhentir til baka til stefnanda. Þá ber i gögn málsi ns með sér að stefnda hafi ekkert gert til að auka verðmæti hlutabréfanna frá því að hún eignaðist þau. Verðmæti hlutanna h afi því ekki aukist að neinu leyti frá því hin riftanlega ráðstöfun hafi átt sér stað, nema eðlileg 18 verðmætaaukning sem staf i af skil málum skuldabréfanna sem félagið sé eigandi að. Stefnda h afi ekkert fjárfest í félaginu. Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að greiða dagsektir að fjárhæð 5.000.000 króna á dag, er falli á að liðnum fimm dögum frá uppkvaðningu dóms þar sem f allist verði á kröfur stefnanda um skil verðmæta, hafi stefnda ekki afhent stefnanda alla hlutina í NPI fyrir þann tíma. Krafa um dagsektir er byggð á heimild í 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi telur l jóst að dagsektir þurf i að vera háar því allar líkur bend i til þess að hagsmunir í þessu máli séu gríðarlega miklir en erfitt sé að henda reiður á því þar sem félagið NPI sé á Tort ó la og starf i þar í skjóli leyndar. Þó ligg i m.a. fyrir upplýsingar um að á árunum 2006 2008 hafi þrotamaður greitt sér 1.150.000.000 króna út úr félaginu. Hér m egi einnig hafa í huga að í öðru riftunarmáli þrotabús Karls Emils Wernerssonar gegn aðilum nákomnum honum h afi endanleg niðurstaða íslenskra dómstóla ekki verið virt , eignum ekki skilað o g dagsektir ekki greiddar . Megi í þessu sambandi nefna dóm Landsréttar í máli nr. 353/2020. Verði fallist á riftun en ekki á skil hlutanna í NPI krefst stefnandi þess að stefnda greiði honum 527.250.545 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi, sbr . og ákvæði III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Þessi fjárkrafa byggist á 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 þar sem rift sé á grundvelli 139. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi t elur ljóst að stefnda hafi haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun og a ð ávinningur hafi verið mörg hundruð milljónir . S ú fjárhæð svar i einnig til þess tjóns sem þrotabúið h afi orðið fyrir vegna þessara ráðstafana, þar sem samsvarandi eignir séu ekki til re iðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi verið grandsöm um riftanleika ráðstöfunarinnar, enda sé hún sambýliskona þrotamanns. PWC endurskoðun hafi reiknað upp verðmæti skuldabréfanna miðað við ýmsar dagsetningar og þá m.a. miðað við 15. desember 2022 og byggir stefnandi á þeim upplýsingum varðandi stefnukröfuna. U pplýsingar um verðmæti skuldabréfanna út frá stöðum í efnahagsreikningi Toska ehf. séu ónákvæmari en uppreikningur á skuldabréfunum sjálfum eins og stefnandi h afi kosið að miða frekar við. Í útreikningum PWC k omi fram að verðmæti skuldabréfanna h afi farið hækkandi eftir því sem lengra h afi liðið. Fjárkrafa sem sett sé fram til endurheimtu verðmæta í kjölfar riftunar byggir aðallega á því að í 2. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 sé skýrt tekið fram að hagnað sem fæst eftir að riftunarmál er höfðað skuli greiða þrotabúinu. Varðandi það tímabil sem líð i frá ráðstöfun fram að málshöfðun, þá sé það álit fræðimanna að riftunarþola sem er grandsamur um riftanleika greið slu, líkt og stefnda í þessu tilviki, beri að greiða hagnað sem viðkomandi h afi af ráðstöfun vegna þess tímabils. Það sé því augljóst að hafi orðið 19 verðmætaaukning á hlutum í NPI frá því að ráðstöfunin var framkvæmd, þá eigi sú verðmætaaukning s amkvæmt fra mangreindu að skila sér til þrotabúsins, en ekki til stefndu. Þar af leiðandi sé í aðalkröfu í þessum þætti málsins miðað við verðmæti skuldabréfanna, og þar með félagsins, við málshöfðun, þ.e. miðað við uppreiknaða stöðu skuldabréfanna 15. desember 2022. Um frekari rökstuðning fyrir þessari kröfu er einnig vísað til þess sem fram kemur hér fyrir neðan þar sem skaðabótakrafan er rökstudd. Þrautavarakrafa stefnanda um greiðslu 369.900.396 króna í kjölfar riftunar er sett fram verði ekki talið að verðmætaauk ning frá því hin riftanlega ráðstöfun átti sér stað, sem fel i st í hækkun krafna á grundvelli skuldabréfa í eigu NPI, og þar með hækkun verðmætis félagsins, skuli tilheyra stefnanda. Sé því miðað við verðmæti skuldabréfanna eins og þau hafi verið uppreiknuð þann 27. mars 2018. Er að öðru leyti vísað til sjónarmiða sem kom i fram hér að framan um fjárhæð kröfunnar og málsástæður fyrir henni. Varakrafa stefnanda í 2. kröfulið , verði ekki fallist á aðalkröfu stefnanda , að fjárhæð 527.250.545 krón ur , byggist á h inni ólögfestu auðgunarreglu í íslenskum rétti. Þannig er byggt á því að stefnda hafi hlotið óréttmæta auðgun af ráðstöfun á þann hátt að stefnandi hafi hlotið tjón af og að stefndu beri að skila þessum ávinningi sínum. Ráðstöfunin sem hin óréttmæta auðgun l ý tur að fel i st í því að stefnda hafi fengið framselda til sín hlutina í NPI án endurgjalds. Það sé óréttmætt að stefnda fái alla þessa auðgun enda k omi auðgunin ekki til vegna fjármuna sem stefnda hafi lag t til. M eð réttu hefði stefnda átt að greiða mörg hundruð milljónir fyrir hlutina í N P I og í framhaldinu hefði verið eðlilegt að þrotamaður hefði notað þessa fjármuni til að greiða kröfuhöfum sínum. Í stað þess hafi þrotamaður og stefnda tekið þá saknæmu ákvörðun að stefnda fengi félagið NBI án endur gjalds. Við þessar aðgerðir hafi stefnandi orðið fyrir sannanlegu tjóni sem nem i dómkröfunni og stefnda fyrir samsvarandi auðgun sem hún hafi ekki átt rétt til og þessi auðgun stefndu verið í beinum tengslum við tjón stefnanda. Stefnandi byggir þannig á þv í að stefnda hafi án réttmætrar ástæðu öðlast verðmæti sem tilheyrðu honum og þannig auðgast á hans kostnað og því beri stefndu að endurgreiða honum hina óréttmætu auðgun. Um frekari málsástæður fyrir varakröfu stefnanda vísast til almennr a málsástæð na fyr ir öllum dómkröfunum. Verði ekki fallist á aðal - eða varakröfu stefnanda er önnur varakrafan sett fram . Hún er byggð á hinni almennu sakarreglu skaðabótaréttarins , eins og henni sé beitt bæði innan samninga og utan. Hún sé að höfuðstólsfjárhæð 527.250.545 krónur og styð jist við almennu skaðabótaregluna um bótaábyrgð, hvort sem er innan eða utan samninga. Hin bótaskylda háttsemi fel i st í því að stefnda hafi fengið framselt til sín án endurgjalds alla hluti í NPI frá þrotamanni, á sama tíma og hún hafi vitað um ógjaldfærni þrotamanns, og skert með því rétt kröfuhafa þrotamannsins til þess að öðlast fullnægju af eignum hans. Byggt er á því að stefnda hafi með framangreindri háttsemi valdið stefnanda tjóni með 20 saknæmri og ólögmætri athöfn sinni og því beri henni að bæta stefnanda það tjón sem telja m egi sennilega afleiðingu af þessari athöfn hennar. Stefnandi byggir á því að öll ákvæði hinnar almennu sakarreglu skaðabótaréttar séu uppfyllt . Stefnandi byggir á því að eignir búsins hafi verið rýrðar sem nem i framangreindri fjárhæð , 527.250.545 krónum, en ef það hefði ekki verið gert hefðu eignir búsins verið meiri sem þessu nemur þann 15. des ember 2022 , við gjaldþrotaúrskurðinn sem framangreindu tjóni nem i. Hin bótaskylda athöfn hafi verið saknæm og ólögmæt, eins og lýst hafi verið að framan. F élagið NPI hafi verið framselt án endurgjalds til ste fndu. Aðger ðir þrotamanns hafi verið ólögmætar og t.d. brot á 250. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940 en þar k omi fram að refsivert sé að skerða rétt einhvers lána rdrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum fyrir óhæfilega lágt verð, sem mun i rýr i efnahag hans, eða með öðrum svipuðum hætti. Hlutdeild stefndu í mögulegum brotum þrota manns k unni einnig að vera refsiverð á grundvelli ákvæða III. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Tjón búsins sé sennileg afleiðing af hinni ólögmætu og saknæmu háttsemi stefndu. Hefði félagið NPI ekki verið framselt til stefndu 27. mars 2018 væru ei gnir búsins meiri eða sem nemur 527.250.545 krónum miðað við 15. des ember 2022. Þá byggir stefnandi á því að um fyrningu skaðabótakröfunnar gildi 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þar k omi fram að k rafa um skaðabætur fyrnist á fjórum áru m frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Fyrningarfrestur í þessu máli get i aldrei hafist fyrr en 22. júní 2022, þegar staðfestingin hafi borist frá Nasdaq um að NPI ætti skuldabréfin á Toska ehf. , og því sé krafan ófyrnd. Verði ekki fallist á aðalkröfu, varakröfu og aðra varakröfu stefnanda er þriðja varakrafan sett fram. Hún byggir á því að stefndu verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að álitum, auk vaxta og dráttarvaxta að mati dómsins, fyrir skaðaverk sem lýsi sér í því að hún hafi fengið framseld frá þrotamanni án endurgjalds hluti hans í NPI, á sama tíma og hún hafi vitað um ógjaldfærni þrotamanns, og skert með því rétt kröfuhafa þrotamannsins til þess að öðlast fullnægju af eignum hans. Þessi krafa k omi til skoðunar ef talið verður að bótaskylda sé fyrir hendi en stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á umfang fjártjóns vegna brota stefndu. Þá er á því byggt að þar sem stefnandi h afi í öllu falli gert ljóst að hann hafi orðið fyrir tjóni, þótt umfang þess liggi ekki einhlítt fyrir, beri að ákveða bótafjárhæð að álitum. Dómaframkvæmd sýni að þessi leið sé farin í tilvikum þar sem örðugt er að sannreyna nákvæma upphæð fjártjóns. Stefnandi telur sig hafa sýnt fram á að háttsemi stefndu hafi verið saknæm og ólögmæt og valdið sér tjóni og að stefndu hafi mátt vera það ljóst. Er að öðru leyti vísað til röksemda og málsástæðna fyrir riftunar - og fjárkröfum sem fram koma í stefnu málsins. 21 Stefnandi setur fram fjórðu varakröfu, verði ekki fallist á aðal - , vara - og aðra og þriðju varakröfu stefnanda . Í þe irri kröfu felst að krafist er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af ólögmætri og saknæmri ráðst öfun stefndu og þrotamanns á félaginu NPI sem hafi verið framselt til stefndu án endurgjalds til að forða félaginu frá aðför skuldheimtumanna þrotamanns. Um málsástæður fyrir kröfunni er aðallega vísað til málsástæðan fyrir annarri varakröfunni sem sé skað abótakrafa , en einnig er um þetta atriði vísað til almennra málsástæð na sem eig i við um allar kröfurnar. Krafan sé sett fram ef sú staða kemur upp að ekki verði fallist á neinar af fyrri kröfum stefnanda í málinu gagnvart stefndu en dómurinn telji samt sem áður að stefnda hafi bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnanda með ólögmætri og saknæmri ráðstöfun þegar hún hafi s amið um að fá félagið NPI framselt án endurgjalds til að koma félaginu undan aðför skuldheimtumanna þrotamanns. S tefnandi te lur að hann hafi tvímælalaust lögvarða hagsmuni af þessari kröfu því ef bótaskylda verð i viðurkennd mun i hann í framhaldinu krefja s tefndu um bætur og eftir atvikum höfða mál til innheimtu þeirra með það að markmiði að fá greiðslur inn í þrotabúið sem hægt verð i að greiða hlutfallslega til kröfuhafa upp í kröfur þeirra. Um frekari málsástæður fyrir kröfunni vísast til almennra málsástæ ð na fyrir öllum dómkröfunum. Í stefnu málsins skorar stefnandi á stefndu, með heimild í X. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að veita sér, og/eða matsmanni ef af dómkvaðningu yrði, ótakmarkaðan og tafarlausan aðgang að eftirtöldum gögnum: Ósama ndregnum ársreikningum NPI vegna rekstraráranna 2018 - 2022, ásamt aðgangi að bókhaldi félagsins og öðrum þeim upplýsingum sem stefnandi og/eða matsmaður teldi nauðsynlegar til að hægt yrði að meta hvert hafi verið raunvirði NPI við framsalið til stefndu. Um lagarök fyrir aðalkröfu um riftun á framsali hlutanna í NPI byggir stefnandi á ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti ofl. , aðallega 139. og 141. gr. en til vara er byggt á 131. og 134. gr. Krafa stefnanda um að fá alla hlutina í NPI til baka er sett fram með heimild í 144. gr. laga nr. 21/1991. Krafa um dagsektir er byggð á heimild í 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um fjárgreiðslu er reist á ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991, einkum 142. gr. þeirra laga. Va rakrafan um bætur fyrir ólögmæta auðgun styðst við ólögfestar reglur kröfuréttarins. Önnur varakrafan er um skaðabætur og styðst einkum við sakarregluna. Þriðja varakra fa er um skaðabætur að álitum og styðst einkum við sakarregluna. Fjórða varakrafan er vi ðurkenningarkrafa sem styðst við 2. tl. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fyrirsvar skiptastjóra er byggt á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 21/1991 og um málshöfðunarfrest vísast til 148. gr. sömu laga . 22 Kröfu sína um dráttarvexti af annarri varakrö funni styður stefnandi við ákvæði III. og IV. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , einkum 1. mgr. 6. gr. laganna. Upphafsdagur dráttarvaxta styðst við 9. gr. laganna og reiknast frá 25. febrúar 2023 en þá hafi verið liðinn mánuður frá þingfestingardegi málsins. Kröfu sína um dráttarvexti af öðrum kröfum en varakröfunni styður stefnandi við ákvæði III. kafla laga nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. laganna. Upphafsdagur dráttarvaxta styðst við 4. mgr. 5. gr. laganna og reiknast frá málshö fðunardegi. Kr öfu um málskostnað styður stefnandi við 129. gr. og 130. gr. l aga nr. 91/1991 og ákvæð i XXI . kafla laga nna og l ög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. III. Stefnda hafnar því að samkomulag sitt við stefnanda sé óskuldbindandi vegna brostinna forsenda eða verulegra vanefnda. Hvorugt eigi við, enda haf i hvorki forsendur brostið né h afi stefnda vanefnt það samkomulag með nokkrum hætti. Sönnunarbyrði um brostnar forsendur eða verulegar vanefndir hví li alfarið á herðum stefnanda þótt tilraun sé gerð til að snúa þeirri sönnunarbyrði á hvolf í stefnu. Stefnda heldur því fram að samkomulagið hafi verið hugsað sem endanlegt uppgjör vegna mála NPI er vörðuðu stefndu. Samkvæmt 2. gr. samkomulagsins hafi st efnandi skuldbundið sig til þess að krefjast ekki riftunar eða gera tilraun til þess, gegn því að stefnda myndi ábyrgjast það að félagið væri eignalaust, eftir því sem hún best vissi . Það h afi ekkert breyst. Með undirritun sinni hafi stefnda gengist við kröfum stefnanda, enda hafi ábyrgð hennar ekki náð til neins annars en þess sem hún hafi þekkt og vitað um á þeim tíma er samkomulagið var undirritað eða h afi verið upplýst um síðar. Stefnda hafi l ýst því yfir að hún vissi ekki um neinar eignir í félag inu, enda hafi hún ekki vitað af neinum eignum í eigu NPI og viti raunar ekki um neinar í dag, aðrar en þær sem stefnandi vil ji meina að séu til án þess þó að slíkt hafi verið sannað með neinum hætti. Getgátur stefnanda séu einfaldlega ósannaðar enda séu t ilgreindar eignir, skuldabréf á félagið Toska ehf., ekki inni í NPI eftir því sem stefnda best v i t i og h afi engar upplýsingar fengið um annað í tengslum við þetta dómsmál, enda hafi engin gögn lögð fram af hálfu stefnanda sem hægt sé að styðjast við. Stef nda h afi ávallt , til dagsins í dag, staðið í þeirri trú að umrætt félag hafi verið eignalaust á þeim tíma er framsalið átti sér stað . S jáist það best á margítrekuðum svörum hennar til stefnanda, enda hafi þær upplýsingar sem hún hafi fengið frá aðilum sem betur þekktu til verið á þann veg að félagið hefði ekki verið í rekstri í einhvern tíma. Með vísan til samkomulagsins sjálfs sé ljóst að sú riftun sem stefnandi lýsti yfir 14. desember 2022 sé ólögmæt. Engar forsendur haf i brostið sem myndu heimila riftun, en yfirlýsingar stefndu hafi verið sannleikanum samkvæmar og haf i engar sannanir um 23 að eignir félagsins nemi meira en 2.000.000 kr óna verið lagðar fram sem myndu heimila slíkan gerning. Eina forsenda og ákvörðunarástæða s amkomulagsins hafi verið eignaleysi félagsins og h afi ekk i verið sýn t fram á neitt sem sanni annað en að svo sé. Ber i stefnandi sönnunarbyrði fyrir forsendubresti. Þá telur stefnda að ekki verði hjá því litið að stefnda h afi verið samstarfsfús og svarað fyrirspurnum stefnanda varðandi félagið af kostgæfni og kurteisi, þó sama tóns hafi ekki endilega verið gætt af hálfu stefnanda , eins og orðfæri í stefnu og framlögðum gögnum ber i vitni um. Fullyrðingar stefnanda um að stefnda hafi ekki svarað fyrirspurnum séu einfaldlega rangar, þar sem þeim hafi margoft verið svarað. Það að stefnanda hafi mislíkað að stefnda hafi raunverulega enga vitneskju um eignir í félaginu verð i ekki lagt að jöfnu við svarleysi. Stefnda mótmælir því að framsalinu verði rift á grund velli 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ákvæðið eigi ekki við, enda ekki um greiðslu skuldar að ræða þegar framsalið átti sér stað. Þá verð i enn fremur ekki fallist á að stefnda hafi verið grandsöm um að framsalið hafi í einhverjum skilni ngi verið óeðlilegt með tilliti til fjárhags þrotamannsins, þar sem hún h afi staðið í þeirri trú að engin verðmæti fælust í því félagi sem framselt var. Hvað varðar kröfu um riftun á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 er því hafnað að umrædd ráðstöfun hafi verið ótilhlýðileg og leitt til þess að eignir þrotamannsins skertust með þeim hætti að eignir hans yrðu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum. Engin vissa hafi verið um hinar meintu eignir NPI, aðrar en þær að bréfin hafi verið gefin út til félagsi ns í öndverðu og þeirri skráningu hafi ekki verið breytt frá þeim tíma. Það sé hins vegar algjörlega ósannað. Þá er því einnig hafnað að ráðstafanir hafi verið stefndu til hagsbóta, en þó að stefnda hafi þekkt til aðstæðna þrotamannsins á þeim tíma er fra msalið átti sér stað verð i að líta til þess að um hafi verið að ræða félag sem engin starfsemi hafi verið í um langt skeið. Stefnda hafi ekki talið vera sér til hagsbóta eða ótilhlýðilegt með nokkrum hætti að taka við því í áður nefndum tilgangi. Að loku m er því einnig hafnað að framsalinu verði rift á grundvelli 131. eða 134. gr. laga nr. 21/1991. Ekki h afi verið sannað með nokkrum hætti að gjaldfærni þrotamannsins hafi skerst við framsalið með vísan til ofangreinds , sbr. 2. mgr. 131. gr . laga nr. 21/199 1. Þá sé ekki um að ræða skuldauppgjör sem f alli undir 134. gr. laganna. Stefnda byggir enn fremur á því að s tefnandi geti ekki krafist riftunar á ráðstöfuninni þar sem meint krafa stefnanda á hendur stefndu sé fyrnd. Þrotabú eign i st rétt til efnda á kröf u um endurheimt verðmæta þegar þrotabú h afi verið tekið til skipta , sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 527/2016 . Um rætt þrotabú hafi verið tekið til skipta 16. apríl 2018 eða ríflega fjórum og hálfu ári áður en málið var höfðað. 24 Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 sé almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár. Miða verð i við hið almenna fyrningarákvæði laganna í ljósi þess að mál þetta hverfist um umráð félagsins NPI, óháð meintri skuldabréfaeign þess. Ekki er fallist á með stefnanda að fyrningarfrestur hafi fyrst byrjað að líða 22. júní 2022, þar sem stefnandi hafi fengið vitneskju um félagið löngu fyrir þann tíma sem áður greinir. Með vísan til upphafs fyrningarfrests hefði krafa til riftunar með réttu átt a ð fyrnast 16. apríl 2022, um átta mánuðum áður en mál þetta var höfðað. Ber i því að sýkna stefndu vegna málsins. Hvað varakröfu stefnanda varðar er því hafnað að sú ráðstöfun að framselja henni félagið hafi falið í sér óréttmæta auðgun af hálfu stefndu. L íkt og margoft hefur verið ítrekað stóð stefnda í þeirri trú að félagið hefði ekki verið í rekstri um þó nokkurt skeið og að það væri með öllu eignalaust. Engin gögn haf i komið fram sem sýn i fram á að svo sé ekki. Meint tjón sem stefnandi vís i til sé ósan nað og byggt á útreikningum skuldabréfa sem gefin hafi verið út til félagsins fyrir um áratug síðan. Stefnda h afi enga vitneskju um umrædd skuldabréf og vissi hvorki né v iti af þeim í vörslum félagsins. Í ljós i þess að stefnda hafi ekki þekkt til eignastö ðu félagsins á þeim tíma er framsalið fór fram sé ótækt að byggja á því að henni hafi borið að greiða annað verð fyrir félagið en það sem samið hafi verið um á tíma framsalsins. Stefnda heldur því fram að sakarábyrgð sé ekki til staðar og að ekki liggi fy rir að neitt tjón hafi orðið. S tefnandi hafi ekki fært neinar aðrar sönnur á tjónið en samskipti sín við héraðssaksóknara um að skuldabréfin hafi verið gefin út á umrætt félag og eignaskráningu þeirra ekki verið breytt án þess þó að upplýst sé á hvaða gögn um eða upplýsingum það er byggt eða hvort það sé bara ágiskun starfsmanns embættis héraðssaksóknara. Ljóst sé að skuldbreyting hafi orðið á skuldabréfunum eftir útgáfu þeirra, þó tt ekki sé nánari upplýsingar að finna um hana í stefnu, og óvíst sé hver stað a skuldabréfanna sé í dag. Sá útreikningur sem lagður er fram sé byggður á einhliða beiðni stefnanda og sé honum mótmælt. Stefnda hafnar því að h áttsemi hennar í málinu sé með nokkrum hætti saknæm. Stefnandi h afi gegn staðföstum neitunum stefndu um vitnes kju sína um eignir félagsins reynt að byggja grandsemi hennar á störfum hennar og menntun, sem sé viðskiptum og rekstri félaga með öllu óviðkomandi. Það eitt að sambýlismaður hennar eigi feril í viðskiptum verð i seint lagt að jöfnu við að stefnda búi yfir sömu þekkingu, enda hafi hún aldrei staðið í slíkum viðskiptum að öðru leyti en að hafa fengið félagið framselt á sínum tíma til þess að halda því á lífi í tengslum við skattamál sambýlismanns. 25 Stefnd a telur að þ að að þrotamaður hafi kosið að framselja stefndu félagið á þeim tíma, og á þeim forsendum að það væri eignalaust, get i ekki talist til ólögmætrar háttsemi af hálfu stefndu en hún hafi verið í góðri trú þegar hún tók við félaginu. Hvað orsakasamhengi varðar er vísað til fyrri umfjöllunar, en stef nandi get i ómögulega fullyrt að eignir búsins v æru 527.250.545 kr ónum meiri miðað við það sem áður h afi verið rakið og því ósannað að orsakasamhengi sé á milli þeirra aðstæðna og framsal s félagsins til stefndu. Stefnda telur að ofangreindu virtu ljóst að enginn grundvöllur sé fyrir kröfu um skaðabætur úr hendi stefndu, hvorki samkvæmt útreikningi stefnanda né að álitum eins og krafist er. Háttsemi hennar við framsal félagsins hafi hvorki verið saknæm né ólögmæt og geti ekki falið í sér neinn ásetning ti l þess að skerða hagsmuni stefnanda. Um lagarök vísar stefnda til almenn ra regl na samninga - og kröfuréttar, l aga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og l aga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007. Krafa stefndu um málskostnað úr hendi stefnanda er byggð á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 , einkum 129. og 130. gr. IV. Eins og rakið hefur verið er stefnda sambýliskona þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar , en b ú hans var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 201 8 . F restdagur við skiptin var 21. júlí 2017 og lauk kröfulýsingarfresti 26. júní 2018 . Við upphaf skipta virtist búið vera nær eignalaust en samkvæmt skrá skiptastjóra námu lýstar kröfu r í búið alls 13.567.728.284 krónum. Við skýrslutöku hjá skiptast jóra 18. apríl 2018 neitaði þrotamaður að einhverjar greiðslur eða ráðstafanir á eignum hefðu átt sér stað eftir frestdag. Við skýrslutöku hjá skiptastjóra 13. nóvember 2018 var þrotamaður inntur eftir því hvort hann eða félög í hans eigu hefðu tekið inn f jármuni í gegnum fjárfestinga r leið Seðlabankans. Þrotamaður kvaðst ekki hafa gert það en upplýst var að Toska ehf . , sem var félag í hans eigu, hefði tekið þátt í fjárfestingarleiðinni. Þannig gaf Toska ehf. út skuldabréf í júní 2012, eitt að nafnverði 90.0 00.000 króna og annað að nafnverði 150.000.000 króna, með 7,8% vöxtum, sem átt u að greiðast með fimm afborgunum á árunum 2018 - 2 0 22. Í ársreikningi Toska ehf. vegna ársins 20 1 3 kemur fram að greiðsluskilmálum bréfanna hafi verið breytt þannig að þau eigi að greiðast á árinu 2027 eða síðar. Skiptastjóri innti þrotamann eftir því hver væri kröfuhafinn og eigandinn að skuldabréfunum en hann svaraði því ekki . Fyrir liggur að hinn 27. mars 201 8 framseldi þrotamaður félagi ð Nordic Phar m a Investment L td. ( NPI ) til stefndu án nokkurs endurgjalds , en félagið er aflandsfélag stofnað á Tort ó la, Bresku Jómfrúaeyjum. Þannig fór framsalið fram eftir frestdag og um þremur vikum áður en bú þrotamanns var tekið til skipta. Eins og áður segir upplýsti þrotamaður ekki um f ramsalið við skýrslutöku hjá skiptastjóra. NPI hafði lýst kröfu í þrotabú Háttar ehf. , en félagið tengdist þrotamanni . Sk iptastjóri þrota bús H á ttar ehf. 26 upplýsti stefnanda um að til stæði að úthluta úr búinu upp í kröfu NPI , 3.834.843 krónu m og taldi s tefnandi sig eiga að fá greiðsluna. Stefnandi hóf í framhaldi athugun á því hvort NPI tengdist þrotamanni og kom þá í ljós áðurnefnt framsal þrotamanns á félaginu til stefndu 27. mars 201 8 . S amkomulag var gert milli stefnanda og stefndu 1. október 2021 v egna ágreinings varðandi NPI, framsal þess til stefndu og úthlutun úr þrotabúi Háttar ehf. Með samkomulaginu fékk stefnandi greiðsluna úr þrotabúi H á ttar ehf. , 3.834.843 krónur, gegn því að stefnandi myndi ekki rifta eða gera tilraun til að rifta framsali þrotamanns á félaginu NPI til stefndu sem fór fram 27. mars 201 8 . Í 3. mgr. 2. gr. samkomulagsins kemur skýrt fram að þ að væri háð þei rri forsendu að stefnda hefði upplýst og ábyrgst að NPI, eftir því sem hún vissi best, hefði verið eignalaust við framsal ið og væri það enn. Enn fremur var sérstaklega tiltekið í samkomulaginu að kæmi síðar í ljós að framangreindar forsendur væru ekki réttar og að NPI hefði átt við framsalið eða eftir það eignir, að fjárhæð 2.000.000 krón a eða meira, þá áskildi stefnandi sér rétt til riftunar samkomulagsins og að krefjast skaðabóta. Síðar kom í ljós í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ýmsum málum sem tengdust þrotabúinu og hugsanlegu undanskoti eigna að NPI væri ekki eignalaust félag og h efði ekki verið það við framsal ið til stefndu. Nánar tiltekið l iggur fyrir að Nasdaq verðbréfamiðstöð upplýsti með tölvupósti 21. og 22. júní 2022 að NPI væri eigandi framan g reind ra skuldabréf a á Toska ehf. og að þrotamaður hefði verið tengiliður. Samkvæmt hreyfing a list a frá Nasdaq ver ðbréfamiðstöð, sem stefnandi hefur lagt fram í málinu, hefur e kki orðið breyting á eiganda bréfanna . Vitnið Elsa Björk Gunnarsdóttir, starfsmaður Nasdaq verðbréfa - miðstöðvar, staðfesti þetta fyrir dómi . Þannig verður að gera ráð fyrir að NPI sé ennþá kröfuhafi og eigandi bréfanna og er það stefndu að sýna fram á annað en það hefur hún ekki gert. Óundirritaðir ársreikningar NPI sem stefnda lagði upphaflega fram í málinu vegna áranna 2016 og 2017 , þar sem fram kemur að enga r eignir séu í félaginu og félagið því einskis vir ð i fá þ ess ari niðurstöðu ekki breytt. Stefnda lagði síðar fram undir rekstri málsins skj öl með téðum ársreikningum NPI sem ber a r eru undirrit u ð af Gunnar i Þór Ásgeirss yni , löggilt um endurskoðanda, hjá Baker Tilly Rýni endurskoðun , dags. 3. október 2023. Þessi skjöl lagði s tefnda fram í þinghaldi 31. október 2023, s tuttu fyrir aðalmeðferð málsins . Þar segir Gunnar Þór endurskoðand i í ársreikningi 2016 m .a. ile d the accompanying financial statements of Nordic Pharma Inverstment ehf. for the year 201 6 based on information you have provided These financial statments and the accuracy and completeness of the information used to compile them are your responsibility express an audit opinion or a review conclusion on wh e ther these financial statements Sama kemur fram við ársreikning 2017. Fram kom í vitnaskýrslu Gunnars Þórs Ásgeirssonar fyrir dómi að það hafi verið 27 þrotamaður sem h afi beðið vitnið að útbúa skj ölin . Einnig kom fram að vitnið er endurskoðandi Toska ehf. en ekki félagsins NPI. Enn fremur kom fram í skýringu vitnisins á viðkomandi reikningsskilum að ekki væri um að ræða full a endurskoðun eða könnun (review) heldur væri byggt á gögnum og upplýsingum frá stjórnendum. Að öllu þessu virtu e r u skj öl þessi að mati dómsins að engu hafandi og sanna ekki að NPI sé ekki lengur eigandi bréfanna og eignalaust félag . Þá verður að hafna þeim málsástæðum sem fram komu í málflutningsræðu lögmanns stefndu við aðalmeðferð málsins um að skuldabréfin hefðu verið endurfjármögnuð , greidd eða framseld , enda hafa gögn ekki verið lögð fram þ eim til stuðnings og þeim var sérstakleg a mótmælt af hálfu stefnanda sem of seint fram komnum. Þær verða því ekki teknar til greina, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndu mátti vera fyllilega ljóst af samkomulaginu 1. október 20 21 að eignaleysi félagsins NPI hafi verið beint skilyrði eða forsenda o g haft úrslitaáhrif um gerð þess. Stefnda varð ekki við áskorun stefnanda um að gefa skýrslu fyrir dómi til að upplýsa um vitneskju sína . Að mati dómsins hlýtur s tefnda að hafa vitað um eignir NPI. Í því sambandi ver ður að líta til þess að hún er sambýliskona þrotamanns sem framseldi félagið til hennar og hún var búin að vera eini eigandi þess í um þrjú og hálft ár áður en samkom u lag ið var gert. Hafi hún við framsalið ekki þekkt til eigna sem voru í félaginu bar henni að kynna sér eignir og stöðu félagsins áður en hún tók við því og í öllu falli áður en hún gerði samkomulagið við stefnanda. Verður hún að bera hallann af því að hafa ekki gert það. Verður því lagt hér til grundvallar að hún hafi verið grandsöm um eignir í félaginu. Var stefnanda því heimilt að rifta samkomulaginu enda var þar sér staklega tiltekið að kæmi í ljós að forsenda n um eignaleysi félagsins væri ekki rétt þá áskildi stefnandi sér rétt til að rifta því, eins og hann gerði 14. desember 2022. Vegna þessa sérstaka áskilnaðar í samkomulaginu varðandi riftun er rétt að fallast á varakröfu stefnanda um riftun í 1. kröfulið , en ekki ógildingu á grundvelli almennra reglna um brostnar forsendur eða tilvitnaðra ákvæða stefnanda í lögum nr. 7/1936 um sa mningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefnandi krefst þess jafnframt í máli þessu , í 2. kröfulið, að rift verði þeirri ráðstöfun þrotamanns að afsala til stefndu öllum hlutum sínum í félaginu NPI hinn 27. mars 2018 , á grundvelli XX. kafla laga nr. 21 /1991 um gjaldþrotaskipti o.fl . Stefnandi byggir kröfu sína um riftun framsalsins aðallega á 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 . Í 1. mgr. 139. gr. er kveðið á um heimild til riftunar á greiðslu skuldar eftir frestdag en í 2. mgr. 139. gr. er mælt fyrir um að heimil t er að k refjast riftunar annarra ráðstafana sem hafa verið gerðar eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynle g í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Ekki verður rift gagnvart þeim sem mátti líta svo á að ráðstöfunin hafi verið þess eðlis sem á undan segir eða hvorki v issi né 28 mátti vita um beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða kröfu um gjaldþrotaskipti. Þannig er í 2. mgr. 139. gr. laga nr. 2 1/19 9 1 mælt fyrir um að heimi lt sé að krefjast riftunar á öðrum ráðstöfunum en greiðslu skul dar. Þær ráðstafanir eru ekki tilgreindar í ákvæðinu og hefur verið litið svo á að reglan sé víðtæk og nái til hvers konar ráðstafana s em gerðar hafa verið eftir frestdag. Almenn skilyrði riftunar þurfa hins vegar að vera fyrir hendi, um að þrotabú hafi or ðið fyrir tjóni og að riftun myndi leiða til hærri úthlutunar úr búinu. Fyrir liggur að umrædd ráðstöfun var gerð eftir frestdag og fór því fram á því tímabili sem ákvæði 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 tekur til. Framsal þrotamanns til stefndu á félaginu NPI er að mati dómsins ráðstöfun sem fellur undir regluna í 2. mgr. 13 9. gr. laga nr. 21/1991. F élagi ð v a r framselt til stefndu án nokkurs endurgjalds en í því voru verðmætar eignir og stefnda var g rands öm um þær, eins og dómurinn hefur komist að niðurstöðu um hér að ofan. Þá var stefndu full k unnugt um yfirvofandi gjaldþrot þrotamanns. Verður ekki annað séð en að ráðstöfunin hafi einungis veri ð í þeim tilgangi að skjóta undan eignum þrotamanns . E r augljóst að ráðstöfunin hafi verið kröfuhöfum til tjóns þar sem eignir í félaginu hafi ekki verið þeim til reiðu við fullnustu á kröfum þeirra. Þannig er uppfyllt það almenna skilyrði riftunar að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni vegna ráðstöfunarinnar og að riftun leiði til þess að möguleikar kröfuhafa til fullnustu á kröfum sínum aukist í k jölfar riftunar. Þá getur engin þeirra undantekninga sem greinir í 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 átt við hér. Ráðstöfunin er því riftanleg á grundvelli 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991. Stefnda heldur því fram að riftunar krafa stefnanda á ráðstöfuni nni sé fyrnd , sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttindi, þar sem þrotabúið hafi verið tekið til skipta 16. apríl 2018 , meira en fjórum árum áður en mál þetta var höfðað . Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 reiknast fyrningarfrestur kröfu frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Fyrningarfrestur kröfu um skaðabætur reiknast hins vegar frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem áb y rðg ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Það var ekki fyrr en skiptastjóra bárust gögn frá héraðssaksóknara 21. og 22. júní 2022 sem fyrir lá staðfesting um að NPI væri skráður eigandi umræddra skuldabréfa. Málið var því höfðað innan tilskilinna tímafresta og eru kröfur ófyrndar. Samkvæmt 144. gr. laga nr. 21/1991 er heimilt, ef aðili krefst þess, að skila greiðslum í þeim mæli sem þær eru enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Jafna skal greiðslur eftir því sem þarf með peningagreiðslum. U m er að ræða mikil verðmæti í félaginu NPI og hefur stefnandi mikla hagsmuni af aðal k röfu sinni um skil . Er ekkert annað komið fram í málinu en að verðmætin séu ennþá til og að þeim verði skilað án óhæfilegrar verðrýrnu nar, en eins og atvikum er háttað ber stefnda 29 sönnunarbyrði um annað. Með vísan til framangreinds er fallist á kröfu stefnanda um að stefnd u beri að skila til stefnanda hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á nafn Karls Emils Wernerssonar í hluthafaskrá félagsins N ordic P harma I nvestment Ltd. , sem stofnað var á Bresku Jómfrúareyjum með fyrirtækjanúmerinu 509233 , íslensk kennitala 510612 - 9650, að vi ðlögðum dagsektum. Við ákvörðun dagsekta verður að horfa til þess að um mik la hagsmuni er að ræða og þær þurfa að vera háar. Stefnandi hefur bent á að í öðru riftunarmáli þrotabús Karls Emi ls Wernerssonar hafi niðurstaða dómstóla um dagsektir ekki verið vi rt , dóm Landsréttar í máli nr. 353/2020 . Er fjárhæð dagsekta því ákveðin 2.000.000 krón a , sem skulu falla til 30 dögum eftir uppkvaðningu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað. Stefnandi hefur lagt fram málskostnaðarreikning að fjárhæð 7.488.887 krónur , vegna vinnu lögmanns og útla gðs kostnaðar. Að virtu umfangi málsins og rekstur þess verður stefndu gert að greiða stefnanda þá fjárhæð í málskostnað. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómar i . Dómso r ð: Staðfest er riftun stefnanda, þrotabús Karls Emils Wernerssonar, dags. 14. desember 2022, á samkomulagi á milli stefnanda og stefndu, Gyðu Hjartardóttur, dags. 1. október 2021, um félagið Nordic Pharma Investment L td . R ift er þeirri ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að hann afsalaði, með framsalsyfirlýsingu sem á er rituð dagsetningin 27. mars 2018, til stefndu hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á hans nafn í hluthafaskrá félagsins N ordic P harma I nvestment L td. , sem stofnað var á Bresku Jómfrúaeyjum með fyrirtækjanúmerinu 50923 3 , íslensk kennitala 510612 - 9650. Stefndu ber að skila til stefnanda hinum tveimur almennu hlutum, sem skráðir voru á nafn Karls Emils Wernerssonar í hluthafaskrá félagsins N ordic P harma I nvestment Ltd . , sem stofnað var á Bresku Jómfrúaeyjum með fyrirtækja númerinu 509233 , íslensk kennitala 510612 - 9650, að viðlögðum 2.000.000 króna dagsektum sem falla til 30 dögum eftir uppkvaðningu dóms þessa. Stefnda greiði stefnanda 7.488.887 krónur í málskostnað. Sandra Baldvinsdóttir