Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30. desember 2024 Mál nr. S - 5553/2024 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari ) g egn Irving Alexander Guridy Peralta ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) Dómur I 1. Mál þetta, sem dómtekið var 12. desember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 3. október 2024, á hendur Irving Alexander Guridy Peralta, kt. [...] , [...] , Reykjavík , fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 24. júní 2023, inni á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti 7 í Reykjavík, fyrirvaralaust slegið A , kennitala [...] , eitt högg efst á vinstri hluta hálsins, aftan við vinstra eyrað, þannig að hann fékk slink á höfuðið, en afleiðingarnar voru þær að hann lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu [...] , fd. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni bætur vegna útfarar brotaþola skv. 12. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 895.655, - Einnig er gerð krafa um greiðslu miskabóta skv. 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 24. júní 2023 e n síðan dráttarvaxta skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Einnig er þess krafist að 2 ákærða verði gert að greiða málskostnað, skv. 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/20 08, að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum II 2. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfæ rslu þegar sækjanda , verjanda ákærða og lögmanni bótakrefjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, auk atriða vegna einkaréttarkröfu. Ákæruvaldið gerir sömu kröfur og greinir í ákæru og hið sama á við um bótakrefjand a, sem krefst þess jafnframt að ákærði verði dæmdur til að greiða honum málskostnað án tillits til gjafsóknarleyfis sem var veitt 5. desember sl . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin að fullu . Þá samþykkir ákær ði bótaskyldu en leggur í mat dómsins hvað teljist hæfilegar bætur. Jafnframt krefst ákærði að skipuðum verjanda hans verði ákvörðuð hæfileg þóknun. 3. Ákærði játar sök samkvæmt ákæru. Skýlaus játning ákærða er studd sakargögnum og er sannað með henni og öðru m gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. 4. Ákærði á engan sakaferil að baki. Málið er um margt óvenjulegt þar sem ákærði veitti brotaþola eitt lófahögg með þeim hörmul egu afleiðingum að brotaþoli lét lífið . Gögn málsins bera það með sér að brotið hefur verið ákærða þungbært og hefur hann glímt við einkenni alvarlegs kvíða og þunglyndis, auk áfallastreitu , í kjölfarið. Við ákvörðun refsingar verður ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti ákærða. Ekki verður talið að framkoma hins látna hafi gefið tilefni til árásarinnar, sem samkvæmt upptöku úr eftirlitsmyndavél virðist hafa verið fyrirvaralaus. Á hinn bóginn verður litið til þess að ákærði ha fði ekki ásetning til þess að vinna brotaþola slíkt tjón sem raun varð og afleiðingarnar urðu mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til og verða metnar honum til gáleysis. Við ákvörðun refsingar verður vísað til 1., 2., 3., 5., 6., 7. og 8 töluliða 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og sjónarmiða að baki 9. tölulið 1. mgr. 74. gr. sömu laga. 5. Þegar allt framangreint er virt í heild þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár, en rétt þykir í ljósi atvika málsins að skilorðsbinda re fsinguna að fullu og falli hún niður að liðnum þrem ur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt 3 skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Komi til fullnustu dómsins skal gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 24. 29. júní 2023 koma til fr ádráttar refsingunni að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga . III 6. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga sem lýtur að líkamsárás með þeim afleiðingum að bani hlaust af. Með brotinu hefur ákærði skapað sér bótaábyrgð gagnvart [...] , móður hins látna. Bóta krafan var birt á þingfestingardegi 8. nóvember sl. Ákærði mótmælir ekki bótaskyldu og eftirlætur dóminum að meta sanngjarna fjárhæð skaða - og miskabóta . Við munnlegan m álflutning var í þessu sambandi vísað til dóms Hæstaréttar 21. júní 2023 í máli nr. 8/2023 og dóms Landsréttar 7. júní 2024 í máli nr. 856/2023 og verður tekið mið af þeim dómum í máli þessu. 7. Af hálfu móður hins látna er krafist 895.655 króna skaðabóta veg na útfarar sonar hennar og flutnings á líki hans til Litháen. E r þeirri kröfu ekki mótmælt af hálfu ákærða, auk þess sem gögn liggja fyrir í málinu um kostnaðinn . Verður ákærði því dæmdur til þeirrar greiðslu með vöxtum eins og í dómsorði segir , sbr. 12. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993 . 8. Ákærði hefur án nokkurs efa valdið móður brotaþola ómældum miska í skilningi 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, en ekki þarf að velkjast í vafa um að andleg þjáning móður er mikil við að missa barn sitt. Er ákærði bótaskyldur samk væmt því. Með hliðsjón af framangreindum dómum Hæstaréttar og Landsréttar þykja miskabætur til móður brota - þola hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna , með vöxtum eins og í dómsorði greinir. 9. Guðmundur Ágústsson lögmaður teflir fram einkaréttarkröfu móður brota þola, sem nýtur gjafsóknar. Verður allur gjafsóknarkostnaður hennar greiddur úr ríkissjóði , þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem með hliðsjón af tímaskýrslu, efni og umfangi málsins þykir hæfilega ákveðin 5 0 0 .000 krónur . Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis - aukaskatts af þóknun lögmannsins. Ákærði greiði sömu fjárhæð í málskostnað sem renni til ríkissjóðs, eins og nánar greinir í dómsorði. 10. Vegna framangreindra málsúrslita ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sbr. 233. og 235. gr. laga nr. 88/2008. Til þess kostnaðar telst málsvarnarþóknun skipaðs verjanda hans, Þorgils Þorgilssonar, lögmanns, 1. 00 0 .000 krón a að meðtöldum virðis - aukaskatti . Þessu til viðbótar falla undir sakarkostnað útgjöld ákæruvaldsins samkvæmt yfirliti, 1.3 33.624 krónur, sem ákærða verður einnig gert að greiða. 4 11. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari. 12. Guðrún Sesselja Arnardóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Irving Alexander Guridy Peralta, sæti fang elsi í tvö ár en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Til frádráttar refsingu ákærða komi gæsluvarðhald er hann sætti frá 24. júní 2023 til 29. sama mánaðar, ef til fullnustu refsingarinnar kemur. Ákærði greiði [...] , fd. [...] , 2.895.655 krónur í skaða - og miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 3 8 /2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. júní 2023 til 8. desember 2024, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags . Gjafsóknarkostnaður einkaréttarkröfuhafa greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun Guðmundar Ágústssonar lögmanns hennar, sem telst hæfilega ákveðin 500 .000 krónur. Ákærði greiði 500.000 krónur í málskostnað sem renni í ríkissjóð. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 1.000.000 krón a , og 1.333.624 krónur í annan sakarkostnað. Guðrún Sesselja Arnardóttir