Héraðsdómur Reykjaness Dómur 13. maí 2024 Mál nr. S - 2835/2023 : Ákæruvaldið ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Elías Kristjánsson lögmaður) ( Halldóra Aðalsteinsdóttir réttargæslumaður) Dómur Mál þetta, sem þingfest var þann 2 2. nóv ember 2023 og dómtekið 19 . mars 2024 , höfðaði L ögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru, útgefinni 25 . október 2023, á hendur ákærða: X , kennitala 000000 - 0000 , , stórfelld brot í nánu sambandi, en til vara brot gegn barna - verndar lögum , sem hér segir; A. Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart barnsmóður sinni, A , kt. 000000 - 0000 , framin á tímabilinu 1. janúar 2019 til 28. febrúar 2023, aðallega á heimili hen nar að , með því að hafa, ít [r] ekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi , m.a. sem hér nánar greinir: A. I. Með því að hafa á framangreindu tímabili, ítrekað og margendurtekið, lamið A í bakið með hleðslusnúru, en í sum skiptin var A að reyna að koma í veg fyrir að ákærði beitti börn þeirra ofbeldi. A. II. Með því að hafa í eitt skipti, árið 2020, í svefnherbergi A að , slegið hana í brjóstið. A. III. Með því að hafa á framangreindu tímabili beitt A viðvarandi andlegu ofbeldi, gert lítið úr henni, talað niður til hennar, kallað hana svín, hóru og Shrek, auk þess að hafa stjórnað hennar daglegu athöfnum . 2 A. IV. Með því að hafa á framangreindu tímabili, ítrekað beitt börn hans og A líkamlegu ofbeldi í viðurvist A , sbr. kafla B. Telst framangrein d háttsemi ákærða í ákærulið A. sbr. undirliði A.I. A.IV. varða við 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . B. Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi, gagnvart börnum sínum þremur, B , kt. 000000 - 0000 , C , kt. 000000 - 0000 og D , kt. 000000 - 0000 , á tímabilinu frá 1. janúar 2019 til 28. febrúar 2023, aðallega frami n á heimili þeirra að , með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi þeirra, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi og hótunum, m.a . [sem] hér nánar greinir: B.I . Með því að hafa á framangreindu tímabili, ítrekað og margendurtekið, lamið B , C og D með hleðslusnúru, jafnan í fætur þeirra. B.II . Með því að hafa á framangreindu tímabili, ítrekað slegið B, C og D með flötum lófa. B.III . Með því að hafa á framangreindu tímabili ítrekað hótað B, C og D því að beita hleðslusnúru á þau. B.IV . Með því að hafa á framangreindu tímabili ítrekað beitt móður B, C og D , þ.e. A , líkamlegu og andlegu ofbeldi á heimili þeirra, í þeirra viðurvist, sbr. kafla A., auk þess sem börnin þurftu hvert og eitt að verða vitni að ofbeldi ákærða í garð systkina sinna, en með þessu misþyrmdi ákærði börnunum andlega svo heilsu þeirra var hætta búin, hann sýndi af sér vanvirðandi og ruddalega háttsemi gagn vart börnunum og særði þau. T elst fram angreind háttsemi ákærða í kafla B. , sbr. undirliði B.I. B.IV ., varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940. Til vara er háttsemi ákærða í kafla B., sbr. undirliði B.I. B.IV ., talin varða við 1. mgr. 98. gr. og 1. sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostnaðar. 3 Einkaréttarkröfur: Í málinu er þess krafist að ákærði, X , kt. 000000 - 0000 , greiði Ástu Björk Eiríksdóttur, sérstökum lögráðamanni B , kt. 000000 - 0000 , kr. 2.5 00.000, - í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. febrúar 2023 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvö xtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga , frá þeim degi til greiðsl u dags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns brotaþola, skv. mati dómsins eða s kv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Í málin u er þess krafist að ákærði, X , kt. 000000 - 0000 , greiði Ástu Björk Eiríksdóttur, sérstökum lögráðamanni C , kt. 000000 - 0000 , kr. 2.5 00.000, - í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. febrúar 2023 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga , frá þeim degi til greiðsl udags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns brotaþola, skv. mati dómsins eða s kv. síðar framlögðum málskostnaðarreikn ingi að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Í málinu er þess krafist að ákærði, X , kt. 000000 - 0000 , greiði Ástu Björk Eiríksdóttur, sérstökum lögráðamanni D , kt. 000000 - 0000 , kr. 2.5 00.000, - í miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vext i og verðtryggingu frá 21. febrúar 2023 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga , frá þeim degi til greiðsl u dags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns brotaþola, skv. mati dóm sins eða s kv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Ákærði krefst aðallega sýknu og að bótakröfum verði vísað frá dómi. Ákærði krefst til vara vægustu refsingar er lög leyfa sem verði að öllu leyti skilorðsbundin og sýknu af bótakröfum. Til þrautavara krefst ákærði þess að bótakröfur verði verulega lækkaðar. Þá er gerð krafa um málsvarnarlaun skipaðs verjanda samkvæmt tímaskýrslu sem greiðist úr ríkissjóði. Málsatvik Mál þetta barst Lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá velferðarsviði , með bréfi dagsettu 21. febrúar 2023, undirrituðu af E félagsráðgjafa. Var þar lögð fram kæra og beiðni um lögreglurannsókn á meintu líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi ákærða 4 gagnvart B, D og C en forsjáraðili þeirra er brotaþoli A . Kærunni fylgdi greinargerð E f.h. velferðarsviðs , dagsett sama dag. Þar kem ur fram að barnavernd hafi borist tilkynning frá leikskóla stúlkunnar B , sem er yngst barnanna, en hún greindi frá ofbeldi af hálfu ákærða gagn vart móður og eldri systur. Stúlkan lýsti því að móðir og systir hefðu verið í uppnámi en einnig hún þar sem þær hefðu allar grátið en ákærði hefði ekki beitt stúlkuna ofbeldi. Undirrituð hefði rætt við móður stúlkunnar sem greindi fr á því að hún og ákærði væru skilin fyrir um ári síðan. Móðir væri hins vegar háð ákærða varðandi aðstoð með börnin, matarinnkaup sem og fjárhagslegan stuðning. Móðir hefði staðfest það sem stúlkan greindi frá, spurð út í meint ofbeldi gagnvart börnunum. Mó ðir hefði reynt eftir bestu getu að vernda börnin fyrir beltishöggum með því að fara fyrir börnin og fengið beltið í bakið. Móðir hefði greint frá því að ákærði hefði litla þolinmæði gagnvart börnunum og skeytti skapi sínu á henni eða börnunum með orðum og gjörðum. Undirrituð hefði rætt við D , eldri systur B , og þar hefði komið fram að ákærði hefði beitt D ofbeldi en það ætti sér ekki stað lengur. Í samtali við eldri bróður, C , hefði hann ekki greint frá meintu ofbeldi af hálfu ákærða. Að sögn móður hafði h ún búið við bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu ákærða meðan þau voru gift. Ákærði talaði niður til hennar í viðurvist barnanna og notaði ljót orð um hana og útlit hennar. Þá vildi móðir meina að ofbeldi ákærða sem sonur horfði upp á gagnvart móður væri farið að hafa áhrif á hegðun hans því að hann væri farinn að taka belti og slá með því. A , sem hér eftir verður nefnd brotaþoli, gaf skýrslu hjá lög reglu þann 23. febrúar 2023 þar sem henni var kynnt að hún gæti skorast undan vitna skyldu að hluta eða öllu leyti vegna tengsla hennar við ákærða, sbr. a - lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar kvaðst brotaþoli ekki hafa viljað kæra ákærða því hann væri að hjálpa henni. Ákærði kæmi heim til brotaþola og aðstoðaði hana með börnin, skutlaði þeim í skólann og verslaði í matinn, en brotaþoli greiddi fyrir. Brotaþoli kvaðst ekki vera með ökuréttindi en þegar hún fengi þau yrði hún laus við ákærða. Ákærði hefði í eitt skipti reynt að slá son þeirra með hleðslusnúru en brotaþoli hefði fa rið á milli og ákærði þá lamið hana í bakið með hleðslusnúrunni. Brotaþoli kvað ákærða hafa lamið hana þannig oftar en einu sinni og hún hafi verið verkjuð í baki eftir það. Brotaþoli kvað börnin ekki hafa viljað fara í skóla á tímabili vegna þessa og að s onur þeirra hafi viljað vera heima til að passa hana. Brotaþoli kvaðst hafa kynnst ákærða árið 2011 og þau trúlofast það ár en hann hefði komið til landsins í febrúar 2012. Ákærði væri góður faðir en hann elskaði son 5 þeirra, C , mest af því að hann væri st rákur. Ákærði hefði verið góður maður í byrjun en hann hefði breyst í kjölfar þess að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi. Þau hefðu ákveðið sameiginlega að enda hjónabandið árið 2019 eða 2020. Brotaþoli kvaðst hafa viljað frelsi til að gera það sem hún v ildi og hún hefði leitað til sálfræðings í kjölfarið sem hún hefði hætt að fara til, því hún hefði verið háð því að ákærði keyrði hana þangað og hann ekki viljað það. Brotaþoli kvað ákærða vera stjórnsaman, hún ætti að hlýða honum en það væri einnig viðho rf fjölskyldu hennar, sem hafi hætt samskiptum við hana. Ákærði hefði sakað brotaþola um að selja sig, að hún væri að nota eiturlyf og fleira í þeim dúr. Ákærði hefði fylgst með öllu og vitað um allt sem brotaþoli gerði eftir að þau slitum samvistum, án þe ss að hún vissi hvernig hann hefði fengið þær upplýsingar. Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili. Brotaþoli greindi frá því að ákærði hefði byrjað að beita hana ofbeldi um 2019 eða 2020 og tengdi hún það við vinnuslysið. Brotaþoli kvaðst hafa leitað einu sinni til læknis eftir að ákærði tók um höfuð hennar er hún var þunguð. Ákærði hefði einu sinni tekið um höfuð D , dóttur þeirra, þegar hún var lítil. Ákærði hefði notað hle ðslu snúru til að lemja C og hann ætti einnig til að lemja B , yfirleitt í lærin eða fæturna, en brotaþoli kvaðst ekki vita til að ákærði hefði lamið D . Ákærði ætti til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Brotaþoli kvað ákærða alltaf lemja sig með hleðslusnúrunni í bakið en hann hefði einu sinni ýtt í brjóstið á henni og valdið miklu mari á árinu 2019 eða 2020, en þá hefði hún ekki hleypt ákærða inn á heimilið. Brotaþoli kvaðst ekki vilja þurfa að vera yfir heyrð af ákærða en hún þyrfti að tilkynna honum allt sem hún gerði. Brotaþoli sagðist vera orðin mjög þreytt á að hræðast ákærða, sem hefði sent henni ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana hóru, svín og Shrek. Brotaþoli kvað ákærða hafa ætlað að slá C með hleðslusnúru fyrir nokkrum dögum en hún hefði hlaupið á milli og því hefði ákærði slegið hana með snúrunni. Börnin ættu erfitt með að horfa upp á brotaþola gráta og þetta væri erfitt fyrir þau en D hefði spurt hvort hún ætti ekki a ð tilkynna ákærða til lögreglu. Brotaþoli kvað börnin alltaf verða vitni að ofbeldinu enda væri ákærði aðeins á heimilinu þegar börnin væru þar. Brotaþoli sagði ákærða koma vel fyrir meðal fólks og vera þá mjög ólíkan því sem hann væri inni á heimilinu. 6 M eðal gagna málsins er bréf velferðarsviðs undirritað af E félagsráðgjafa, dagsett 2. mars 2023, til Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þar kemur m.a. fram að börnin þrjú hefðu átt að gefa skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi þann sama dag, 2. mars 2023, en brot aþoli hefði afboðað þau vegna veikinda yngsta barnsins. Rætt hefði verið við brotaþola sem hefði sagt að hún gæti fengið ákærða til að gæta barnsins og í kjölfarið greint frá því að ákærði hefði komið daginn áður og farið út með börnin. D hefði komið heim mjög æst og spurt brotaþola hvort hún væri að láta taka pabba þeirra frá þeim. Brotaþoli hefði neitað því og greint stúlkunni frá því að það yrði að segja frá því sem ákærði gerði og einungis segja satt og rétt frá en þá gæti ákærði lært að vera góður. Stúlkan hefði róast við þessar útskýringar. Einnig eru meðal gagna málsins dagnótur barnaverndar Reykjanesbæjar þar sem fram kemur m.a. að tilkynningar hafi borist 29. apríl og 3. maí 2023 í gegnum vef undir nafnleynd varðandi vanrækslu, ums jón og eftirlit. Málið væri til vinnslu hjá EIK. Börnin gáfu öll skýrslu í Barnahúsi þann 14. mars 2023. D , þá rétt að verða tíu ára, kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús og sagði að ekkert hefði komið fyrir sig. Greindi hún frá því að enginn hefði lamið hana eða verið vondur við hana og að henni liði vel með ákærða en B systir hennar væri að segja ósatt um að ákærði hefði verið vondur við hana. C , þá átta ára, kvað ákærða lemja sig, B og D þegar ákærði væri reiður. Þegar ákærði væri að lemja C bjargaði brotaþoli honum og þá lemdi ákærði brotaþola með hleðslusnúru. Aðspurður hvar ákærði lemdi í brotaþola benti C á bakið á mynd af líkama sem honum var sýnd. C kvað brotaþola hafa grátið því henni hefði verið illt í bakinu. C greindi frá þv í að ákærði hefði lamið hann tíu sinnum með belti og tíu sinnum með hendi á handarbök, lærið, bakið, sköflunga og handlegg. Ákærði hefði lamið B sex sinnum með hendi og fjórum sinnum með belti og D tíu sinnum með hendi og fimm sinnum með belti. Nánar spurð ur kom í ljós að með belti átti C við hleðslusnúru. C kvaðst vera hræddur við ákærða og líða illa því hann vildi ekki að brotaþoli væri lamin. B , þá sex ára, svaraði því til spurð um hvað hún gerði skemmtilegt með pabba að hann væri að lemja. Hann lemdi b rotaþola í bakið með batteríi. Nánar spurð hvað hefði komið fyrir mömmu þegar pabbi hafi lamið hana í bakið svaraði B B frá því að D hefði grátið þegar pabbi væri að lemja mömmu. Kvaðst B hafa verið m jög hrædd. B svaraði játandi spurningu um hvort ákærði hefði lamið hana en tjáði sig ekki frekar um það. 7 Að beiðni Lögreglustjórans á Suðurnesjum, þann 8. maí 2023, sendi barnavernd öll samskipti/tilkynningar vegna barnanna til lögreglu og liggja þau f yrir í málinu. Þar kemur fram að móttöku - og greiningarfundur hefði verið þann 22. nóvem ber 2022 vegna tilkynningar frá leikskóla varðandi yngsta barnið. Hringt hefði verið í brotaþola 29. nóvember s.á. sem hefði greint frá því að það væri rétt sem stúlka n segði og þegar börnin væru að hlaupa um íbúðina eða með læti ætlaði ákærði að lemja börnin en brotaþoli hefði farið fyrir til að verja þau og þá fengið belti í bakið. Í dagnótu frá 9. janúar 2023 kemur fram að fulltrúi barnaverndar hefði hitt D og C í sk ólanum en C hefði ekkert sagt. D ætti við málþroskaröskun að etja og stundum væri erfitt að skilja hana en hún hefði greint frá því að ákærði hefði lamið þau en það væri búið núna, hann byggi ekki lengur hjá þeim. Í vitjun á heimili brotaþola þann 25. janú ar hefði brotaþoli greint frá því að hún hefði sagt við ákærða að hún myndi kalla á lögreglu ef hann lemdi hana með belti og hann hefði því hætt við. Eldri börnin hefðu upplýst brotaþola um að fulltrúi barnaverndar hefði rætt við þau í skólanum en þau hefð u ekki viljað segja frá því að þau vildu ekki eiga vonda fjölskyldu. Að öðru leyti komu samskipti fram í bréfi barnaverndar til lögreglu þann 21. febrúar 2023 sem rakið er í byrjun. Tekin var lögregluskýrsla af ákærða 2. ma rs 202 3 þar sem hann neitaði saka r - giftum . Ákærði kvaðst hafa hótað brotaþola og hafa hótað börnunum að nota hleðslu - snúru á þau ef þau höguðu sér ekki. Þá kvaðst hann hafa lamið brotaþola einu sinni með hleðslusnúru á rasskinnina en það væri ekki ofbeldi því að hún hefði ekki þurft að fa ra á sjúkrahús. Það hefði átt sér stað í leik þeirra á milli og fyrir löngu síðan en ákærð kvaðst ekki muna hvenær. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa slegið brotaþola í brjóstið. Að - spurður um hvort ákærði hefði kallað brotaþola svín, hóru og Shrek kvaðst ák ærði ekki hafa gert það en tók fram að brotaþoli hryti eins og svín þegar hún svæfi. Þá kvaðst hann Samkvæmt gögnum málsins undirritaði ákærði yfirlýsingu um svokallaða Sel - fossleið 2 . mars 2024, þar sem hann skuldbatt sig til að koma ekki á eða við heimili brotaþola og hafa engin samskipti við hana eða börnin í tvær vikur. Daginn eftir sendi brotaþoli tölvupóst til þjónustuvers b arnaverndar og óskaði eftir að málsókn yrði hætt því hún vildi að börnin hittu ákærða. Ekki virðist hafa orðið af því og ákærði undirritaði á ný 16. mars 2024 yfirlýsingu um að halda áfram svokallaðri Selfossleið í fjórar vikur. Þann 26. apríl 2023 var tekin önnur lögregluskýrsla af ákærða. Ákærði kvaðst hafa hjálpað brotaþola með reikninga og matarkaup. Hann kvað samskiptin góð eftir að 8 Selfossleiðin rann út. Þau væru ekki að deila og lifðu bæði sínu eigin lífi. Áður fyrr hefðu verið deilur milli þeirra vegna slyss sem ákærði varð fyrir á hendi. Slysið hefði p irrað hann og orsakað deilur þeirra á milli en hann kvaðst ekki hafa beitt ofbeldi. Ákærði kvaðst staðfesta fyrri framburð um að neita sök. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa slegið brotaþola með hleðslusnúru í bakið. Aðspurður hvers vegna C og B segðu hann hafa gert það kvaðst ákærði telja að þeim hefði verið kennt að segja það. Þau væru ekki hrædd við hann og hann beitti ekki ofbeldi. Þá kvaðst ákærði ekki beita börnin D og C harðræði með því að slá þau með hleðslusnúrum. Ákærði kvaðst kaupa hleðslusnúrur í hvert sinn sem hann færi í IKEA því börnin væru alltaf að nota tennurnar og skemma snúrurnar. Þau hefðu skemmt 30 snúrur, fimm tölvur og fjögur eða fimm sjónvörp. Að - spurður um tilvik sem hann hefði greint frá í fyrri skýrslutöku, um að hafa slegið brota þola A með hleðslusnúru fyrir nokkrum árum, kvað ákærði það hafa verið grín en ekki ofbeldi og hefði átt sér stað þegar þau voru saman. Nánar aðspurður kvaðst hann ekki hafa slegið brotaþola með hleðslusnúru. Skýrslur ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði neita ði sök. Ákærði kvaðst vera í góðu sambandi við brotaþola en þau hefðu skilið árið 2019 vegna vinnuslyss sem hann hefði lent í og væri enn að jafna sig á. Aðspurður um tímabil ákæru kvaðst ákærði ekkert hafa gert af sér. Ákærði kvaðst aldrei hafa beitt líkamlegu né andlegu ofbeldi aðspurður almennt um ákæruatriði. Aðspurður um atvik sem honum er gefið að sök, þ.e. að hafa slegið brotaþola með hleðslusnúru, kvaðst ákærði aldrei hafa gert það. Ákærði kvaðst ekki heldur hafa slegið brotaþola í brjóstið. Að spurður um uppnefni sem honum væru gefin að sök gagnvart brotaþola kvaðst ákærði aldrei hafi kallað brotaþola nöfnum sem greind væru í ákæru. Aðspurður um brot sem beindust gegn börnunum kvaðst ákærði aldrei hafa beitt ofbeldi en hann hefði hins vegar stö ðvað átök á milli barnanna. Ákærði neitaði aðspurður að hafa slegið börnin með hleðslusnúru. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa slegið þau með flötum lófa. Ákærði neitaði aðspurður að hafa hótað börnunum. Aðspurður hvers vegna börnin og brotaþoli héldu ö ðru fram kvaðst ákærði telja það geta átt rót í því að ákærði hefði neitað að kaupa leikfang fyrir drenginn C . Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna brotaþoli væri að ásaka hann um þessa háttsemi. Hins vegar hefði börnunum verið kennt að tala í leikskólanum og þau hefðu fyrst byrjað að tala fimm ára gömul. Nánar aðspurður hvað ákærði ætti við kvaðst hann ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. 9 Ákærði kvað aðspurður þau brotaþola ekki vera með sameiginlegan fjárhag. Ákærði kvaðst ekki hafa bannað bro taþola að draga frá gardínum á heimilinu. Aðspurður um hlutverk sitt í uppeldi barnanna kvaðst ákærði keyra þau um allt og hann væri í góðu sambandi við þau. Ákærði neitaði aðspurður að hafa vitað af fyrirhugaðri skýrslugjöf barnanna í Barnahúsi. Ákærði kv aðst aðspurður hafa staðið við Selfoss leiðina og ekki haft samband. Ákærði greindi frá því að þau töluðu saman á en töluðu það mál mismikið. Aðspurður um skýrslutöku frá 2. mars 2023 hjá lögreglu, þar sem ákærði hefði viðurkennt að hafa öskrað á brot aþola, kvað ákærði það vera misskilning vegna þess að túlkun hefði farið fram í gegnum síma. Ákærði kannaðist ekki við að hafa hótað brotaþola með orðum. Aðspurður um þau ummæli í skýrslutökunni að hann hótaði stundum að beita snúrunni á börnin kvað ákærði það ekki vera rétt og kvaðst ekki muna eftir að hafa sagt það. Ákærði kannaðist ekki við að hafa einu sinni slegið brotaþola á rasskinnina. Það kynni hins vegar að hafa hent árið 2015 en ekki á þeim árum sem ákæra snerist um. Ákærði kannaðist ekki við að hafa sagt að brotaþoli væri eins og svín eða hryti eins og svín, en kvaðst kannast við að hún hryti . Hann gæti hafa sagt að hún hryti eins og svín en ekki að hún væri svín. Ákærði kannaðist við að hafa sagt í skýrslutöku hjá lögreglu 26. apríl 2023 að börn in hefðu skemmt mikið að hleðslusnúrum, iPad og síma, m.a. með því að naga. Ákærði kvaðst kaupa hleðslusnúrur í IKEA í hvert skipti sem hann færi þangað. Ákærði kvaðst aðspurður aldrei hafa orðið reiður út í börnin vegna þessara skemmda en þau hefðu m.a. s kemmt þrjú sjónvörp. Ákærði kvaðst aðspurður aðeins áminna þau um að gera þetta ekki aftur. Börnin gerðu þetta stundum til að fá nýjan iPad, þegar ný tegund væri komin. Brotaþoli nýtti rétt sinn til að svara ekki spurningum varðandi sjálfa sig fyrir dóm i á grundvelli a - liðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008. Hún kvaðst aftur á móti vilja tjá sig varðandi háttsemi ákærða gagnvart börnunum. Brotaþoli að þriðja barninu. Nánar aðspurð hvað sagði brotaþoli að ákærði hefði viljað að konan væri heima en ekki að vinna. Árið 2018 hefði hún fengið vinnu á hjúkrunarheimili og ákærði verið í fæðingarorlofi en þá hefði orðið töluverð breyting á honum. Á standið hefði versnað enn meira eftir vinnuslysið en hún hefði sótt um skilnað áður en það átti sér stað. Ákærði hefði einnig breyst mikið eftir skilnaðinn. 10 Aðspurð um tímabilið sem ákært er fyrir og hvort ákærði hefði beitt ofbeldi kvaðst brotaþoli hvorki vilja svara neinu varðandi sig sjálfa né almennt. Hún kvaðst aðeins vilja tjá sig um börnin í janúar og febrúar 2023. Aðspurð um það tímabil varðandi börnin greindi brotaþoli frá því að hún hefði ekki leyft ákærða að vera mikið með börn - unum. Brotaþoli kv að ákærða hafa lamið börnin með snúru í fæturna. Slæmur nágranni við hliðina á þeim hefði bankað stöðugt við lætin. Hún hefði reynt að verja börnin. Ákærði ætti bæði góðar og slæmar hliðar og hann hjálpaði mikið með börnin. Yngsta dóttirin hefði látið vita af þessu í leikskólanum og sagt að pabbi hefði lamið mömmu og að hún vildi ekki fara heim vegna þess. Brotaþoli kvað dótturina hafa greint rétt frá umrætt skipti í leikskólanum. Nánar aðspurð hvort ákærði hefði slegið öll börnin sagði brotaþoli að hann le mdi mjög fast. Hún hefði fengið högg á sig í eitt skipti þegar ákærði hefði verið að slá C en hún farið á milli. Þetta hefði gerst oft í janúar eða febrúar árið 2023. Brotaþoli tók fram að tvær vikur í janúar hefði ákærði slegið C með þessum hætti og nánar spurð kvað hún að það gæti hafa verið fjórum sinnum. Hún kvað C ekki hafa meitt sig því hún hefði farið á milli. Aðspurð hvort höggin hefðu lent á fæti C svaraði hún því til að fótur C hefði orðið rauður. Þá hefði C sagt að hann vildi ekki hafa pabba heim a og að hann væri hræddur við hann. Spurð um B kvað hún ákærða einu sinni hafa slegið hana smávegis. Hún kvaðst ekki vera tilbúin að segja frá öllu eða vera í stöðu til þess. Hún kvaðst enn vera í uppnámi því hún hefði hitt ákærða við upphaf skýrslutökunna r en á því hefði hún ekki átt von. Aðspurð hvort ákærði notaði alltaf sömu hleðslusnúru kvað hún hann grípa bara þá snúru sem væri næst hverju sinn en þetta væri hefðbundin uppeldisaðferð í fjölskyldu ákærða. Aðspurð um ofbeldi gegn D kvað hún ákærða stund um grípa í höfuð hennar þegar hún gerði eitthvað af sér . D hefði eitt skipti kvartað undan höfuðverk í kjölfar þess. D þætti vænt um pabba sinn en hún væri með þroskahömlun og kynni ekki ennþá að tala almennilega. D hefði saknað ákærða mikið þegar hann fór að heiman. Brotaþoli neitaði aðspurð að ákærði hefði slegið börnin með hendinni. Nánar spurð sagði hún að ákærði hefði hótað því að nota snúruna oft þessar vikur í janúar. Þetta hefði verið rosalegt og hún hefði ekki vitað hvað hann vildi eða hvað hann væri að meina. Aðspurð kvað hún öll börnin hafa verið viðstödd þegar ákærði sló með hleðslusnúrunni. Brotaþo li kvaðst ekki vera hrædd við ákærða lengur en hefði verið það áður en þau skildu og hann kæmi á heimilið vegna barnanna. Þegar hún var spurð hvort ákærði væri stjórnsamur kvað hún hann hafa verið húsbóndann á heimilinu,. Fjölskylda hennar hefði ekki stutt hana í skilnaðarferlinu og liti svo á að brotaþoli væri 11 að brjóta gegn hefðum um að maðurinn réði, sem hefði aukið á erfiðleika hennar. Henni hefði liðið mjög illa andlega en fengið stuðning sálfræðings. Aðspurð kvað hún fjárhag þeirra ákærða ekki vera s ameiginlegan. Ákærði kæmi ekki óbeðinn í heimsókn eftir að sett hefði verið á hann regla. Fyrir þann tíma hefði ákærði talið sig eiga rétt á að koma því hann ætti helming í eigninni. Aðspurð um hvort rétt væri eftir henni haft í dagnótum frá barnavernd 12. desember 2022, um að ákærði kæmi ekki nema hún bæði um það, kvaðst hún muna eftir einu tilfelli þar sem hann hefði komið óumbeðinn. Aftur spurð út í B svaraði brotaþoli því þannig að ákærði hefði eitt skipti beitt B ofbeldi. Brotaþoli hefði þá haldið á B og ákærði barið í fótinn á henni og komið roði á fótinn. Brotaþoli kvaðst ekki hafa farið til lögreglu eða á spítala því ákærði væri faðir barnanna en þetta hefði gerst í janúar 2023. Brotaþoli neitaði að hafa hótað ákærða með sama hætti, en kvaðst hóta að hringja í ákærða til að fá börnin til að haga sér. Aðspurð um ummæli B í Barnahúsi varðandi það að brotaþoli hefði lamið ákærða kvað brotaþoli það ekki vera rétt en hún hefði viljað það eitt skipti. Brotaþoli kvað aðspurð ákærða ekki hafa vitað af því að börnin væru að fara að gefa skýrslu í Barnahúsi en það gæti verið að ákærði hefði heyrt um það frá bróður hennar því að þeir ákærði væru vinir. Brotaþoli kvað aðspurð lögregluskýrslu sem hún gaf í málinu vera rétta og að þetta væri hennar upplifun. Vitnið E , félags ráðgjafi hjá velferðarsviði , staðfesti þau gögn sem lögð hafa verið fram í málinu af hálfu barnaverndar og kvaðst að meginstefnu hafa séð um málið að frátöldum stuttum tímabilum. Greindi hún frá því að borist hefði tilkynning frá leikskóla B en hún hefði greint frá því að ákærði hefði barið móður hennar og D . Kvaðst hún hafa haft samband við brotaþola, sem hefði staðfest frásögn B . D hefði einnig staðfest ofbeldið í viðtali en sagt að því væri lokið því ákærði væri ekki á heimilinu. C hefði ek kert viljað tjá sig. Hún hefði veitt brotaþola stuðning í kjölfarið. Í dag væru samskipti barnaverndar meiri við skóla en minni við heimili. Kvaðst hún aðspurð ekki hafa vitneskju um hvenær meint ofbeldi hefði átt sér stað og að ekki hefðu verið neinar til kynningar um áverka á börnunum. Aðspurð sagði hún aðeins hafa borist tvær tilkynningar frá nágranna um vanrækslu á börnunum vegna hávaða en engar tilkynningar hefðu borist frá öðrum vegna ofbeldis ákærða. Greindi hún frá því að brotaþol i væri háð ákærða í daglegu lífi vegna fjárhags legrar aðstoðar hans. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa tekið eftir því að brotaþoli væri meðvirk með ákærða. Aðspurð kvaðst hún ekki vita um 12 aðstæður þegar brotaþoli hætti við skýrslutöku í Barnahúsi, umfram það sem brotaþoli hefði sagt. Lögreglumaður nr. , sem staðfesti skýrslu sína, kvaðst hafa séð um rann sókn málsins sem hefði byrjað með tilkynningu barnaverndar. Í ljós hefði komið að eitt hvert ofbeldi hefði átt sér stað að því er virtist en ákærði hefði dregið mjög úr því í skýrslutökum. Aðspurður hvort ákærði hefði kvartað undan túlki við skýrslutöku kvað hann svo ekki vera, en svör ákærða hefðu oft verið sérstök og mögulega hefði verið vandamál með túlkinn. Nánar spurður kvaðst hann telja að túlkur hefði túlkað í gegnum sím a þar sem erfitt væri að finna túlk til að þýða á og af . Skýrslutöku í Barnahúsi hefði verið frestað, að hann minnti vegna veikinda. Ákærði hefði verið mikið inni á heimilinu á þessum tíma að aðstoða við akstur og innkaup. Kvaðst hann ekki muna hvort á kærði hefði verið upplýstur um skýrslutöku í Barnahúsi, það hefði farið í gegnum brotaþola. Kvaðst hann aðspurður ekki muna hvort kallað hefði verið eftir upplýsingum úr síma brotaþola. Niðurstaða Ákærða eru í A - kafla ákæru gefin að sök stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi barnsmóður, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og nánar greinir í liðum A.I A.IV, á tímabilin u 1. janúar 2019 til 28. febrúar 2023. Ákærða er í B - kafla ákæru gefið að sök að hafa ítrekað, endurtekið og á alvar - legan hátt og á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þriggja barna sinna með líkamlegu og andlegu ofb eldi á sama tímabili og greinir í A - kafla ákæru, eins og nánar greinir í liðum B.I B.IV í ákæru. Er háttsemi ákærða í A - kafla ákæru talin varða við 1., sbr. 2., mgr. 218. gr. b í almenn um hegningarl ögum . Í B - kafla ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum en til vara 1. mgr. 98. gr. og 1., sbr. 3. , mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í málinu reynir á ákvæði almennra hegningarlaga sem lögfest var með breytinga - lögum nr. 23/2016. Ákvæðinu er ætlað að ná y fir heimilisofbeldi og tryggja aukna vernd gagnvart slíku ofbeldi, sem sé ekki einkamál fjölskyldna heldur varði samfélagið allt. Við beitingu þess þarf að líta til tengsla brotaþola og geranda og þess rofs á trúnaðar - sambandi sem felst í háttseminni. Í at hugasemdum með 4. gr. frumvarpsins, sem varð að 13 218. gr. b, segir að áhersla á ofbeldi í nánum samböndum feli ekki einungis í sér saman - safn einstakra tilfella heldur verði að virða slíka háttsemi sem eina heild og þá viðvarandi ógn og þjáningu sem hljótis t af henni. Samkvæmt þessu felst refsinæmi ákvæðisins í því að háttsemin sé sönnuð í heild en ekki þurfi því að sanna hvert einasta tilvik fyrir sig, sbr. til hliðsjónar 17. 18. málsgrein dóms Landsréttar 6. október 2023 í máli nr. 241/2022. Ákæruvaldið b yggir á því varðandi A - kafla að framburður brotaþola hjá lögreglu hafi verið s töðugur og að hún hafi ekki dregið hann til baka þó að hún kysi að tjá sig ekki um atriði er vörðuðu hana sjálfa fyrir dómi. Þá hafi börn ákærða og brotaþola greint frá ofbeldi á kærða og því hafi auðnast sönnun á háttsemi hans. Einnig er bent á að ákærði hafi mögulega haft áhrif á framburð barnanna, sérstaklega D . Ákærði neitar sök og byggir sýknukröfu á því að engum sönnunargögnum sé fyrir að fara varðandi meinta háttsemi samkv æmt ákæru. Eingöngu liggi fyrir framburðir aðila sem séu ekki nægilega skýrir og sérstaklega er vísað til þess að tímabilið sem ákært sé fyrir hafi ekki fengið stoð í gögnum og framburði vitna. Þá séu engin gögn frá sálfræðingi eða símagögn sem staðfesti m .a. skilaboð sem ákærði eigi að hafa sent til brotaþola. Í ákæru málsins er lagt upp með að háttsemi ákærða hafi átt sér stað á tímabilinu 1. janúar 2019 til 28. febrúar 2023. Tilkynning sem hóf málið kom fram 17. nóvember 2022 og hefur tímabilið frá nóve mber 2022 til loka febrúar 2023 verið það tímabil sem helst var fjallað um fyrir dómi. Komið hefur fram í framburði brotaþola A að ofbeldið hafi staðið yfir í lengri tíma og helst hefur hún tengt það við vinnuslys sem ákærði varð fyrir sem hafi ásamt flutn ingi til verið meginorsök gremju ákærða, sem hafi svo bitnað á brotaþola og börnunum. Ákæran miðar við upphaf þess tímabils, þ.e. janúar 2019. Þá hafi einna alvarlegasta atvikið átt sér stað árið 2019 eða 2020 þegar ákærði hafi slegið brotaþola í brjós tið. Brotaþoli baðst undan því að tjá sig um eigin málefni fyrir dómi og sérstaklega aðspurð vildi hún ekki tjá sig um tímabilið 2019 2022. Hún greindi hins vegar frá því að ákærði hefði oft á tímabilinu janúar og febrúar 2023 slegið börnin C og B og að ákærði hefði slegið hana þegar hún fór á milli til að verja börnin. Framburður barnanna í Barnahúsi varpar ekki nánara ljósi á það hvenær atvik áttu sér stað. Varhugavert þykir með vísan til framlagðra gagna og framburða fyrir dómi að leggja til gru ndvallar allt það tímabil sem greinir í ákæru. Dómurinn telur að tímabilið frá nóvember 2022 og til febrúar 14 2023 sé það tímabil sem leggja megi til grundvallar varðandi A - lið ákæru og einnig B - lið eins og nánar verður rakið. Heilt yfir hefur framburður ákæ rða einkennst af því að hann geri sem minnst úr atvikum. Ákærði hefur neitað sök frá upphafi. Í lögregluskýrslu 2. mars 2023 kvaðst hann hafa öskrað á brotaþola, hafa slegið hana eitt skipti með hleðslusnúru og hafa hótað börn - unum því sama. Fyrir dómi dró ákærði þessi ummæli til baka og sagði tilvik, þar sem hann hefði slegið brotaþola með hleðslusnúru, hafa átt sér stað árið 2015. Í lögreglu - skýrslu greindi ákærði frá því að það væri langt síðan og hefði átt sér stað í leik þeirra á milli en kvaðst ekki m una hvenær það hefði gerst. Hjá lögreglu kvað ákærði ekki vera um ofbeldi að ræða nema sá sem fyrir því yrði þyrfti að leita á spítala. Ákærði átti erfitt með að útskýra hvað hann hafi átt við með þessu og fór á stundum að ræða málefni sem virtust ótengd s purningunni. Framburður ákærða þykir að þessu leyti ótrúverðugur. Við mat á framburði annarra vitna þarf að horfa til tengsla þeirra innbyrðis. Einnig þarf að horfa til aldurs og þroska barnanna. Málið hófst vegna frásagnar B , yngsta barnsins, í leikskól anum. Vitnið E félagsráðgjafi ræddi í beinu fram haldi af frásögninni við brotaþola A og systkini stúlkunnar. Greindi vitnið frá því að brotaþolarnir A og D hefðu staðfest frásögn B um ofbeldi án þess að þar kæmi fram hvernig eða hvenær ofbeldið hefði átt sér stað, en C hefði ekki viljað tjá sig. Í Barnahúsi greindi B skýrlega frá ofbeldi af hálfu ákærða gagnvart móður með hleðslusnúru sem hún kallaði batterí, en var að öðru leyti nokkuð ónákvæm og vildi helst ekki tjá sig, enda aðeins sex ára gömul. Að ma ti dómsins verður orðalag hennar varðandi það að mamma hefði verið að gráta og A hafi lamið ákærða, heldur að ákærði hafi verið að lemja brotaþola A . Í Barnahúsi kannaðist D ekki við neitt ofbel di en C kvað ákærða slá öll börnin þegar hann væri reiður. C greindi frá því að ákærði slægi hann yfirleitt í bakið. Fyrir dómi kvað brotaþoli ákærða hafa slegið börnin með hleðslu - snúrum á tímabilinu janúar og febrúar 2023, en tiltók að hún hefði farið á milli í einhver skipti. Brotaþoli bar einnig fyrir dómi að frásögn B á leikskóla um ofbeldi ákærða hefði verið rétt. Þá greindi hún frá því að ákærði rifi stundum í höfuðið á D . Brotaþoli kvað á kærða ekki slá börnin með hendinni. Að mati dómsins reyndist brotaþolum erfitt að stíga fram og greina frá atvikum vegna tengsla við ákærða og ungs aldurs. Framburður og líkamstjáning allra brotaþola bar þess skýr merki. D neitaði í skýrslutöku í Barnahúsi að ákærði hefði beitt ofbeldi. Í bréfi E f.h. frá 2. mar s 2023 kemur fram að fyrstu skýrslutöku í Barnahúsi hefði 15 verið aflýst og að í samskiptum við brotaþola hefði komið fram að ákærði hefði daginn fyrir aflýsta skýrslutöku komið á heimilið og farið út með börnin. Eftir þá samveru með föður hefði D verið mjög æst og spurt brotaþola A hvort hún ætlaði að láta taka föður þeirra frá þeim. Brotaþoli kvaðst fyrir dómi ekki vita hvort ákærði hefði vitað um fyrirhugaða skýrslutöku í Barnahúsi eða hvort hann hefði rætt við D um það en að bróðir hennar hefði e.t.v. greint ákærða frá því. Í ljósi þess að D staðfesti í samtali við vitnið E að ákærði hefði beitt ofbeldi er það mat dómsins að nærvera ákærða í kringum fyrirhugaða skýrslutöku í Barnahúsi hafi haft áhrif á D og orðið til þess að hún hafi ekki tjáð s ig. Í A - hluta ákæru eru ákærða gefin að sök brot á tímabilinu 1. janúar 2019 til 28. febrúar 2023 gagnvart brotaþola A . Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 skal dómur reistur á sönnunar gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Í 3. mgr . 111. gr. kemur fram að dómari meti hvort skýrsla vitnis hjá lögreglu geti haft sönnunargildi í máli þótt vitnið komi ekki fyrir dóminn ef uppfyllt er það skilyrði að ekki hafi verið kostur á að fá það fyrir dóm við meðferð málsins. Í athugasemdum við fra man - greint lagaákvæði í frum varpi til laga nr. 88/2008 kemur fram að í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála hafi sambærilegt ákvæði verið skýrt þannig að það ætti við ef vitni, sem gefið hefði skýrslu hjá lögreglu eða öðrum rannsóknaraðila, væri látið eða annars enginn kostur að ná til þess. Þá segir í athuga - að það gæti átt við það ef vitni væri horfið og ekki væri vitað hvar það væri niður komið eða það neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi skv. 117. gr. frumvarpsins. Fra mburður vitnis, sem hefur gefið skýrslu hjá lögreglu eða öðrum stjórnvöldum, án þess að það hafi komið síðar fyrir dóm, hefur þó sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Í því efni skiptir m.a. máli hvort skýrsla vitnis hafi verið tekin á myndband eð a mynddisk, svo og hvort verj - Brotaþoli , sem er eiginkona og barnsmóðir ákærða, kom fyrir dóminn og kvaðst eingöngu vilja tjá sig um ákæruliði sem snúa að börnum hennar , sbr. heimild a - liðar 1. mgr. 117. gr. laga nr . 88/2008. Vegna þessarar afstöðu brotaþola ber að meta hvaða sönnunargildi framburður hennar hefur hjá lögreglu. Með vísan til dóm s Lands réttar í máli nr. 444/202 1 metur dómurinn að gættum ákvæðum 111. gr. laga nr. 88/2008 hvort 16 skýrslur brotaþola, sem t eknar eru upp í hljóði og mynd, hafi sönnunargildi í málinu, og hvert það sé, í því tilviki er brotaþoli neitar að tjá sig fyrir dómi samkvæmt 117. gr. laga nr. 88/2008. Brotaþoli greindi frá því hjá lögreglu að ákærði hefði á tímabilinu 1. janúar 2019 og til 28. febrúar 2023 beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi og að hún hefði gengið til sálfræðings eftir að þau ákærði skildu. Þá greindi hún einnig frá því að ákærði hefði sent sér ljót skilaboð. Augljóst var í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi að brota þola þótti erfitt að opna sig um málið og skýrlega kom fram að hún hélt hlífi skildi yfir ákærða sem er barnsfaðir hennar. Horfa verður til þess að fyrir dómi vildi brotaþoli eingöngu fjalla um ofbeldi ákærða gagnvart börnunum í janúar og febrúar 2023, sem hún taldi sérstaklega slæma mánuði. Greindi hún frá því að ákærði hefði slegið börnin C og B með hleðslusnúru og hún hefði orðið fyrir þeim við að verja aðallega C . Í lögregluskýrslu greindi brotaþoli frá því að ákærði hefði lamið hana með hleðslusnúru, a uk þess sem ákærði viðurkenndi hjá lögreglu að hafa gert það í eitt skipti. Telst háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið A.I, sem fær stuðning í vætti barnanna C og B sem og vætti vitnisins E því hafin yfir skynsamlegan vafa, sbr. einnig niðurstöðu varðandi kaf la B í ákæru. Í ákærulið A.II kemur fram að ákærði hafi slegið brotaþola eitt skipti í brjóstið árið 2020 í svefnherbergi á heimili brotaþola. Brotaþoli kvaðst hafa fengið vægan áverka við höggið. Frásögnin fær ekki stoð í framburðum annarra brotaþola eða læknisvottorði. Byggir þessi hluti ákæru því fyrst og fremst á staðhæfingu brotaþola í skýrslutöku hjá lögreglu. Ákærði hefur staðfastlega neitað sök að þessu leyti og stendur því orð gegn orði um réttmæti þessara sakargifta. Í ákærulið A.III er ákærða gef ið að sök að hafa á framan - greindu tímabili beitt brotaþola andlegu ofbeldi og talað niður til hennar með svívirði - legum ummælum og hafa stjórnað hennar daglegu athöfnum. Sama er að segja um þennan ákærulið og ákærulið A.II að eingöngu er við að styðjast f rásögn brotaþola hjá lögreglu. Ekki liggja fyrir önnur gögn sem styðja frásögn brotaþola samkvæmt þessum ákærulið, en sími brotaþola var ekki skoðaður og ekki var kallað eftir vottorði sálfræð - ings sem brotaþoli gekk til. Er rannsókn málsins því verulega á fátt að þessu leyti. Með vísan til þess og 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 teljast ákæruliðir A.II og A.III ósannaðir. Í ákærulið A.IV er ákærða gefið að sök að hafa beitt börn sín og brotaþola líkamlegu ofbeldi, í viðurvist brotaþola. Líkt og nánar verður rakið í umfjöllun um B - 17 kafla ákæru telst sannað að ákærði hafi beitt ofbeldi með hleðslusnúru á ákveðnu tímabili og vísast til þess um þennan þátt ákæru. Við heildarmat á A - kafla ákæru telur dómurinn sannað að ákærði hafi á tíma - bilinu nóv ember 2022 til febrúar 2023 beitt börnin og brotaþola ofbeldi með því að hafa slegið þau með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Við mat á því hvort þau atvik og tímabil sem telst sannað falli undir refsinæma háttsemi ei ns og henni er lýst í 1. mgr., sbr. 2. mgr., 218. gr. b ber að líta til þess að ákvæðinu er ætlað að ná yfir ákveðið ógnarástand sem skapast inni á heimilinu og erfitt er að sanna nákvæmlega hvert og eitt tilfelli. Einnig er litið til lýsinga brotaþola um það hve fast ákærði hafi slegið með hleðslusnúrum. Að mati dómsins fellur háttsemi ákærða sam - kvæmt ákæruliðum A.I og A.IV sem hann hefur verið sakfelldur fyrir á tímabilinu nóvember 2022 til 28. febrúar 2023 undir 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlö gum nr. 19/1940 en nær ekki að teljast stórfellt brot, sbr. 2. mgr. sama ákvæðis, líkt og ákæru - valdið heldur fram. Ákærða er í B - kafla ákæru gefið að sök að hafa ítrekað, endurtekið og á alvar - legan hátt og á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt óg nað lífi, heilsu og velferð þriggja barna sinna með líkamlegu og andlegu ofbeldi á sama tímabili og greinir í A - kafla ákæru, eins og nánar greinir í liðum B.I B.IV í ákæru. Að mati dómsins hefur með framburði brotaþola og barnanna C og B , vitnisburði E s em ræddi við börnin eftir atvik sem átti sér stað, sem og með vísan til þess sem kom fram fyrir dómi um að nágrannar hafi kvartað undan háreysti á heimili brotaþola á sama tíma, verið nægilega sannað að ákærði hafi á tímabilinu slegið börnin þrjú með hleðs lusnúru og beitt þau harðræði líkt og greinir í ákæruliðum B.I og B.IV. Við mat á ákærulið B.III ber að líta til þess að dómurinn telur sannað að ákærði hafi slegið brotaþola með hleðslusnúru og vísar til þess að ákærði kvaðst sjálfur hóta slíku í skýrslu töku hjá lögreglu. Skýringar ákærða á því að rangt hafi verið eftir honum haft í skýrslutöku þykja ekki trúverðugar. Hins vegar telur dómurinn varhugavert að leggja til grundvallar að ákærði hafi slegið börnin með flötum lófa líkt og greinir í B.II - lið ákæ ru. Brotaþoli A neitaði slíkri háttsemi af hálfu ákærða aðspurð fyrir dómi og frásögn brotaþola C þykir ekki í nægilegu innra samræmi varðandi þennan hluta ákæru og verður ákærði sýknaður af þeim hluta ákæruliðarins. Að mati dómsins hróflar það ekki við þe ssari niðurstöðu að brotaþolar hafi ekki leitað læknisaðstoðar enda eru þeir áverkar sem af háttseminni hlutust þess eðlis að læknisaðstoð var ekki nauðsynleg. Þá er 18 einnig litið til þess að brotaþoli A greindi frá því að hún hafi ekki viljað leitað aðstoð ar því ákærði væri faðir barnanna. Við heildarmat á B - kafla ákæru telur dómurinn sannað að ákærði hafi á tíma - bilinu nóvember 2022 til febrúar 2023 beitt börnin og brotaþola ofbeldi með því að hafa slegið þau með hleðslusnúru og hótað þeim, og brotaþolar hafi séð hann beita slíku of - beldi gagnvart hver öðrum. Við þetta mat er litið til þess hversu harkalega ákærði sló með hleðslusnúrum eins og brotaþolar hafa lýst. Líkt og að framan greinir snýst tilgreint refsi ákvæði um ástand sem skapast og því þarf ekk i að sanna hvert einasta tilvik og nákvæma tímasetningu þess. Dómurinn telur að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna hluta sakargifta og sýna nægilega fram á að ákærði hafi skapað ástand sem fellur undir 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum en þó ekki þannig að það teljist stórfellt brot gegn 2. mgr. sama refsiákvæðis. Ákvörðun viðurlaga og einkaréttarkröfur Ákærði hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsi - verða háttsemi. Við mat á refsingu ákærða verður sérstaklega litið til 1., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. sömu greinar. Ákærði á sér litlar máls - bætur þótt líta verði til þess að mati dómsins að ákærði hefur eftir að mál þet ta kom upp ekki beitt brotaþola eða börnin ofbeldi og ákærði er sá eini sem brotaþoli getur leitað til varðandi aðstoð með börnin, sbr. 8. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærða því hæfilega ákveði n þriggja mánaða fangelsi, sem sk al skilorðsbundin eins og nánar greinir í dómsorði. Krafist er miskabóta af hálfu barnanna þriggja úr hendi ákærða að fjárhæð 2 . 5 00.000 króna, auk vaxta og k ost naðar fyrir sérhvert þeirra . Ákærði hefur verið sak - felldur fyrir brot í nánu sambandi gagnvart b rotaþolum D , C og B . Hefur ákærði þannig með ólögmætri og saknæmri háttsemi valdið öllum brotaþolum miska tjóni, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að teknu tilliti til framangreinds og þess að brot af þess u tagi eru almennt til þess fallin að valda miska þykja miskabætur barnanna D , C og B hvers um sig hæfilega ákveðnar 2 00.000 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði en dráttarvextir reiknast mánuði eftir þingfestingu málsins . Á grundvelli sakfellinga r ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um með - ferð sakamála, verður honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, sem að virtu umfangi máls og með hliðsjón af tíma - skýrslu þykja hæfilega ákveðin 1.450 .800 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 19 32.954 króna í aksturskostnað . Þá verður ákærða gert að greiða þóknun skipaðs réttargæslu manns allra brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem að virtu umfangi máls og með hliðsjón af tímaskýrslu þy kir hæfilega ákveðin 806.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 21.976 króna í aksturskostnað. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var að 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála fyrir uppkvaðningu dóms. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþol um D , C og B , hverju fyrir sig, miskab ætur að fjárhæð 200.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. febrúar 2023 til 22. desember 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði mál svarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, 1.450.800 krónur , auk aksturskostnaðar, 32.954 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 806.000 krónur , auk aksturskostnaðar, 21.976 krón ur . María Thejl l