Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. apríl 2024 Mál nr. S - 1996/2023 : Ákæruvaldið ( Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Jóhann i Jónas i Ingólfss y n i ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var þingfest 12. september 2023 og dómtekið 10. apríl 2024. Málið er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara 17. ágúst 2023 á hendur ákærða, Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, kt. 000000 - 0000 , ; brunavarnir, með því að hafa á tímabilinu júlí 2017 til og með júní 2018 , í atvinnuhúsnæði að í Reykjavík, látið útbúa búseturými í atvinnuhúsnæðinu, sem leigutaki að húsnæðinu í gegnum einkahlutafélög sín Verktakar já Art2b, kt. 000000 - 0000 , nú afskrá ð, og Já iðnaðarmenn verkstæði, kt. 000000 - 0000 , nú gjaldþrota, án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi brunavarnir sem voru alls ófullnægjandi, auk þess sem í húsinu var bráð íkveikjuhætta, en þegar Slökkvilið höfuðborgar svæðisins skoðaði eldvarnir hússins að beiðni lögreglu 6. júní 2018, komu meðal annars í ljós eftirtaldir gallar á brunavörnum; engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyk s , flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmata r í húsnæðinu. Með þessu stofnaði ákærði í áb a taskyni og á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu þeirra manna sem búsettir voru í húsnæðinu í augljósan háska en í það minnsta átta menn voru búsettir í húsnæðinu. Telst þetta varða við 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 23. gr., sbr. 34. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, 4. gr. og 5. gr., sbr. 30. gr. reglugerðar nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit og 9.2.5. gr., 9.3.4. gr., 9.3.7. gr., 9.4. 2. gr., 9.5.2. gr., 9.5.3. gr., 9.5.5. g r., 9.5.6. gr., 9.5.8. gr., 9.5.9. gr., 9.5.10. gr., 9.6.8. gr., 9.6.9. 2 gr., 9.6.10. gr., 9.6.11. gr., 9.6.12. gr. og 9.6.21. gr., sbr. 17.1.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sak Í þinghaldi 10. apríl 2024 játaði ákærði afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru. Var því farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð si g stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa er verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa samkvæmt tímaskýrslu. Með skýlausri játning u ákærða Jóhanns fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 15. ágúst 2023 var á kærði sakfelldur fyrir stórfellt skattalagabrot 17. nóvember 2021 og dæmdur í 11 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brot þau sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu voru framin áður en framangreindur dómur var kveðinn upp og verður ákærða því d æmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að um alvarlegt brot er að ræða þar sem þeim einstaklingum sem í húsnæðinu bjó var hætta búin sbr. 1. og 3.tl. 1. mgr. 70. gr. almennra heg ningarlaga. Málsbætur ákærða eru að langt er liðið frá broti en rannsókn málsins hefur dregist af ástæðum sem ákærði ber ekki ábyrgð á og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Með hliðsjón af greiðri játningu ákærða þykir mega ákve ða að fresta enn fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber ákærða að greiða allan saka rkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að virtri tímaskýrslu verjanda ns þyk ja hæfilega ákveðin 515.840 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af máli þessu. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 3 Dómso r ð: Ákærði, Jóhann Jónas Ingólfsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði þóknun Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 515.840 krónur. María Thejll