Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. febrúar 2024 Mál nr. S - 1477/2022 : Ákæruvaldið ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Ívar i Aron Hill Ævarss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) (Ólafur Hvanndal Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dóm tekið 11. janúar 2024, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 1 6. ágúst 202 2 á hendur ákærða, Ívari Aron Hill Ævarssyni, kt. 000000 - 0000 , : fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 15. apríl 2022, heimildarlaust tekið bifreiðina við verslunina við í Reykjavík og ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávan a - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 90 ng/ml, etizólam 31 ng/ml, MDMA 35 ng/ml, metýlfenidat 16 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,9 ng/ml) um Hafnarfjarðarveg við Engidal í Hafnarfirði, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. Telst háttsemi þess i varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þann 24. janúar 2023 var mál nr. S - 30/2023 sameinað máli þessu, sbr. heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Málið höfðaði lögreglustjórinn á höfuðbor garsvæðinu með ákæru útgefinni 3. janúar 2023 á hendur ákærða Ívari Aron Hill Ævarssyni, kt. 000000 - 0000 , : 2 1. Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 21. maí 2022, í að í Hafnarfirði, stolið fartölvu og spjaldtölvu að óþekktu verðmæti og um 300.000 kr. í peningum. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 2. Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 2. júní 2022, brotist inn í í Kópavogi með því að brjóta rúðu, og stolið þaðan handver kfærum að óþekktu verðmæti, og farið inn í bifreiðina sem stóð utan við húsið og stolið þaðan Ryobi juðara og Makita slípirokk, samtals að verðmæti kr. 22.580. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 3. Umf erðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 6. júní 2022, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 530 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 8,4 ng/ml) um Skeifuna í Reykjavík, við Rúmfatalagerinn, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. M . Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. N ytjastuld með því að hafa, þriðjudaginn 7. júní 2022, á bifreiðastæði við Suðursali 12 í Kópav ogi , heimildarlaust tekið bifreiðina og ekið henni á brott en lögregla hafði afskipti af honum síðar sama dag sofandi í bifreiðinni við í Kópavogi. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Þjófnað og fíkniefnalagabrot með því að hafa, þrið judaginn 7. júní 2022, brotist inn í í Kópavogi, með því að brjóta upp glugga, og stolið þaðan armbandsúri, Google assistant hátalara, Macbook fartölvu, Steelseries heyrnartólum, grárri 66° norður úlpu og 1.200.000 kr., samtals að verðmæti kr. 1.460.0 00 og haft í vörslum sínum 6,20 g af maríhúana sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða þegar höfð voru afskipti af honum á bifreiðastæði við í Kópavogi. M. 007 - 2022 - 29608. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/19 40 og 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3 6. N ytjastuld, umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 28. ágúst 2022, heimildarlaust tekið bifreiðina þaðan sem hún stóð við í Kópavogi, og ekið henni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 245 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 10 ng/ml) um Reykjanesbraut í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í v örslum sínum 0,70 g af maríhúana sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , 1., sbr . 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/201 9 og 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 , og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 7. Nytjastuld með því að hafa, þriðjudaginn 30. ág úst 2022, heimildarlaust tekið bifreiðina þaðan sem hún stóð á bifreiðastæði við í Reykjavík, og ekið henni á ÓB bensín að Snorrabraut og Hagkaup, Skeifunni í Reykjavík. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 8. Fjársvik með því að hafa, þriðjudaginn 30. ágúst 2022, í blekkingarskyni og án heimildar, notað bensínlykil í eigu A , kt. 000000 - 0000 , til að greiða fyrir eldsneyti á ÓB Snorrabraut í Reykjavík, að fjárhæð kr. 14.000, og notað greiðslukort í eigu sama aðila til að greiða fyrir ýmsan varning í , í Reykjavík, samtals að fjárhæð kr. 4.074. M. Telst brot þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 9 . Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 3. september 2022, brotist inn í að í Reykjavík, með því að spenna upp glugga, og stolið þaðan Hiss bakpoka að verðmæti kr. 25.000. M. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 . Þá er krafist upptöku á 6,90 g af maríhúana samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018. 4 Þann 16. ágúst 2023 var mál nr. S - 1689/2023 sameinað máli þessu. Málið höfðaði héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 22. júní 2023, á hendur á kærða Ívari Aron Hill Ævarssyni, kt. 000000 - 0000 , heimilisfang ótilgreint : 1. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns, með því að hafa, á gangstétt meðfram Reykjane sbraut, norðan við Bústaðaveg, veist að B , kennitala 000000 - 0000 með ofbeldi og stungið hann þrisvar sinnum með hnífi, einu sinni í vinstri mjöðm og tvisvar sinnum í vinstra læri, og reynt að taka af B reiðhjól hans. Af þessu öllu hlaut B eitt stungusár á vinstri mjaðmakamb og tvö stungusár á vinstra læri með miklum útvortis og innvortis blæðingum, þar á meðal slagæðablæðingu, auk þess sem hluti lærvöðva hans fór í sundur. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. og 252. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940. 2. Fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum 9,81 g af maríhúana sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða á lögreglustöðinni að Hverfisgötu. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 9,81 g af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Einkaréttarkrafa : Af hálfu B , kennitala 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætu r og miskabætur að samanlagðri fjárhæð kr. 1.633.538, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. september 2022 til 31. janúar 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vex ti og verðtryggingu frá þeim degi og til greiðsludags. Þá er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi með inniföldum áhrifum 24% virðisaukaskatts á málflut Ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu meðferð málsins fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 88/2008. 5 Á dómþingi 24. janúar 2023 játaði ákærði skýlaust sök samkvæmt ákæru útgefinni 16. ágúst 2022 og játaði sök vegna töluliða 3 og 6 í ákæru útgefinni 3. janúar 2023 en neitað sök vegna töluliða 1, 2, 4, 5 og 7 - 9. Á dómþingi 11. janúar 2024 játaði ákærði skýlaust sök samkvæmt ákæru útgefinni 22. júní 2023, samþykkti upptökukröfu og viðurkenndi bótakröfu en mótmælti bótaf járhæð. Þá breytti ákærði afstöðu sinni varðandi þá ákæruliði sem hafði neitað sök í samkvæmt ákæru útgefinni 3. janúar 2023 og játaði skýlaust sök samkvæmt öllum töluliðum ákærunnar. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að dæmdar miska - og skaða bætur verði lækkaðar frá því sem krafist er. Þá krefst skipaður verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi, verjandi og lögmaður einkaréttarkröfuhafa höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga og bótafjárhæðar. Forsendur og niðurstaða Með skýlausri játningu ákærða Ívars Arons fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákærum og þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins á ákærði langan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2008. Ákærða hefur ítr ekað verið gerð refsing vegna auðgunarbrota, brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlagabrota og var sviptur ökurétti ævilangt frá 18. desember 2019 með dómi Héraðsdóms Reykjaness 3. desember 2019. Ákærði var síðast dæmdur í 4 mánaða fangelsi v egna aksturs sviptur ökurétti í sjötta skipti, með dómi Héraðsdóms Reykjaness þann 16. september 2022. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru öll framin fyrir uppsögu dóms 16. september 2022 en sá dómur var ekki hegningarauki eins og fram kemur í sakavottorði. Ber því að dæma ákærða hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar, sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um brotin í sama máli, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1944. Ber að líta til skýlausrar játningar ákærða til refsimildunar og til þess að ákærði hefur í tvígang farið í meðferð eftir ofbeldisbrot það sem hann er nú sakfelldur fyrir og hefur reynt að bæta ráð sitt, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar ber að líta til þess að ák ærði er nú sakfelldur fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns, margítrekuð auðgunar - og 6 umferðarlagabrot, nytjastuldi og vörslu r ávana - og fíkniefna , sbr. 1., 2., 3. og 6. töluliðir 1. mgr. 70. gr. til refsiþyngingar. E r einnig litið til þess að ákærði var, að teknu tilliti til hegningarauka að aka ökutæki sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna, hvorutveggja í sjötta sinn auk þess sem þurfti að fresta málinu ítrekað þar sem ákærði sinnti ekki boðunum á dómþing, var týndur e rlendis og leita þurfti atbeina lögreglu til að fá ákærða fyrir dóm þann 11. janúar sl., sbr. 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að framangreindu virtu og með vísan til 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða réttilega ákveðin fangelsi í tvö ár eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir , svo sem krafist er í ákæru og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, að árétta sviptingu ökuréttar ákærða ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Þá verða samtals 16,71 g af maríhúana gerð upptæk eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði. Brotaþoli, B , krefur ákærða um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 og skaðabætur vegna útlagðs kostnaðar og munatjóns að fjárhæð 133.538 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2008 um vexti og verðtryggingu frá 14. september 2022 til 31. janúar 2023 en með dráttarv öxtum samkvæmt 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Ákærði er bótaskyldur gagnvart brotaþola. Samkvæmt gögnum málsins nemur útlagður kostnaður brotaþola vegna sjúkraflutnings og komu á Landspítala 17.0 40 krónum og kostnaður vegna Airpod heyrnartóla auk hleðslubox nemur 33.495 krónu m. E kki hafa verið lögð fram gögn vegna verðmæti s klæðnaðar, íþróttaskópars og hjólahjálms. Af myndum í gögnum málsins verður ráðið að um gamla íþróttaskó var að ræða og að bl óð hefur eyðilagt peysu og buxur en ekki verður ráðið að tjón hafi orðið á hjólahjálmi , er kostnaður vegna þessa metinn að álitum 25.000 krónu r. Samtals nema skaðabætur vegna munatjóns og útlagður kostnaður sem ákærða ber að greiða brotaþola því 75.375 kró num. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1987. Þykja bæturnar hæfilega ákvarðaðar 1.300.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði kveður en dráttarvextir reiknast frá 7. ágúst 2023 er mánuður var liðinn fr á birtingu bótakröfu fyrir ákærða. Þá greiði ákærði brotaþola málskostnað, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008, sem þykir í ljósi eðlis og umfangs máls og með tilliti til tímaskýrslu hæfilega ákveðinn 451.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 7 M eð ví san til niðurstöðu málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærð a gert að greiða allan sakarkostnað , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmann, sem þykir hæfilega ákveðin 354.640 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði annan sakarkostnað sem samkvæmt framlögðum yfirlitum lögreglustjóra, dagsettum 11. ágúst 2022 að fjárhæð 206.909 krónur, 22. nóvember 2022 að fárhæð 55.792 krónur og 27. desember 2022 að fjárhæð 415.259 krónur og fylgigögnum þeirra, nemur samtals 667.960 krónu m . María Thejll héraðsdómari kveður upp d óm þennan. Dómso r ð: Ákærð i , Ívar Aron Hill Ævarsson, skal sæta fangelsi í 24 mánuði. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku á samtals 16,71 g af maríhúana. Ákærði greiði brotaþola, B , 1.375.535 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.358.495 krónum frá 14. september 2022 til 13. nóvember 2022 og af 1.375.353 krónum frá þeim degi til 7. ágúst 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 451.360 krónur í málskostnað. Ákærð i greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmann s, 354.640 krónur. Ákærð i greiði 667.960 krónur í annan sakarkostnað. María Thejll