Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. maí 2024 Mál nr. S - 3229/2023 : Ákæruvaldið ( Ásmunda Björg Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Giedrius Mockus ( Helgi Jóhannesson lögmaður ) Dómur Mál þetta sem dómtekið var 18. apríl sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 30. nóvember 2023 á hendur ákærða, Giedrius Mockus, kt. 000000 - 0000 , : A. fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri með prókúru einkahlutafélagsins Grandaverk, kt. 000000 - 0000 , með því að hafa: Staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskatts s kýrslum fyrir uppgjörstímabilin nóvember - desember rekstrarárin 2017, 2018 , 2019 og 2020 og fyrir að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var , eða innheima bar, í starfseminni framangreind uppgjörstímabil, sem bar að standa ríkissjóði skil á, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtal s að fjárhæð kr. 59.251.249 sem hér greinir: Árið 2017 n óvember - desember kr. 15.061.729 Árið 2018 nóvember - desember kr. 7.839.058 Árið 2019 nóvember - desember kr. 24.029.796 Árið 2020 nóvember - desember kr. 12.320.666 Samtals 59.251.249 2 Brot ákærða samkvæmt A kafla ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þess er krafist að allur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, verði greiddur úr ríkiss jóði. Helstu málsatvik Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf 1. desember 2021 rannsókn á skilum Granda - verks ehf. á bókhaldi og virðisaukaskattsskilum, sbr. A - kafla ákæru. Niðurstöður rann - sóknarinnar voru þær að skilað hefði verið efnislega röngum virðisauk askattsskýrslum fyrir uppgjörstímabilin nóvember desember rekstrarárin 2017 2020 og eigi staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í starfseminni framangreind uppgjörstímabil og bar að standa ríkissjóði skil á, samtals að fjár hæð 59.251.249 krónur. Ákærði var stofnandi, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi frá stofnun félagsins þann 14. janúar 2015, auk þess að eiga allt hlutafé félagsins og hann staðfesti að vera fyrirsvarsmaður skattaðila. Rannsóknin leiddi í ljós að félagið A ehf. hafði greitt hærri fjárhæðir inn á viðskiptareikning hjá Grandaverki ehf. en sem nam útgefnum sölureikningum. Inn - borganir A ehf. árið 2017 námu 318.856.984 krónum en útgefnir sölureikn ingar Grandaverks ehf. námu 233.287.524 krónum. Ári ð 2018 námu innborganir 279.388.019 krónum en útgefnir sölureikningar námu 238.886.217 krónum. Árið 2019 námu innborganir 340.481.740 krónum en útgefnir sölureikningar námu 216.327.796 krónum og árið 2020 námu innborganir 175.900.000 krónum en útgefnir söl ureikningar 187.243.224 krónum. Ákærði gaf skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra 22. febrúar 2022. Gaf hann þá skýr - ingu á mismun innborgana A ehf. og útgefinna sölureikninga Grandaverks ehf. að A ehf. hefði greitt fyrirfram því Grandaverk ehf. hefði vantað p ening til að borga meðal annars skatta en A ehf. skuldaði Grandaverki ehf. einnig mikið af peningum. Ákærði gaf aftur skýrslu 12. september 2022 þar sem hann greindi frá því að fjárhæðir sem A ehf. hefði 3 lagt inn á viðskiptareikning hjá Grandaverki ehf. he fðu verið lán til að halda ákveðnu verkefni gangandi. Í skýrslu töku hjá skattrannsóknarstjóra 6. október 2022 gaf forsvarsmaður A ehf., B , þá skýringu á hærri greiðslum til Grandaverks ehf. en sem nam sölureikningum að það hefði verið barningur að fá ákærða til að gefa út reikninga. Niðurstöður rannsóknar skattrannsóknarstjóra á bókhaldi, virðisaukaskattsskilum og úttektum fyrirsvarsmanns Grandaverks ehf., vegna rekstraráranna 2017 til og með 2020, voru teknar saman í skýrslu, dags. 22. nóvember 2022, þar sem fram kom meðal annars að ekki væri fallist á að unnt hefði verið að gera upp virðisaukaskatt vegna vinnu á árunum 2017 2020 með innborgunum umfram reikninga vegna vinnu þau ár sem væri gert upp með útgáfu eins reiknings og lokauppgjöri Grandaverks ehf. og A ehf. á árinu 2022. Gera hefði átt grein fyrir skattskyldri veltu og útskatti á innsendum virðisaukaskattsskýrslum þegar vinna var innt af hendi og greitt fyrir hana. Skuld skatt - aðila við A ehf. hefði safnast upp eftir uppgjörstímabilið júlí ágúst 2017 og hefði staðið í 306.131. 654 krónum í lok uppgjörstímabilsins september október 2020. Til hagsbóta fyrir Grandaverk ehf. var miðað við stöðu skuldarinnar í lok hvers árs að frádreginni stöðu í upphafi árs og vantalin skattskyld velta og útskattur sett á uppgjörs tímabilið nóvember desember, þ.e. síðasta uppgjörstímabil ársins. Miðað við þetta voru fjárhæðir vantalinnar skattskyldrar veltu og útskatts samkvæmt rannsókninni vegna vinnu sem innt var af hendi fyrir A ehf. á rekstrarárunum 2017 til og með 2020 gegn greiðslu án þess að g efnir hefðu verið út sölureikningar þegar hún fór fram upp gjörstímabilin nóvember desember hvert ár: Árið 2017 Vantalin skattskyld velta samkvæmt rannsókn 62.757.203 krónur og van talinn virðisaukaskattur 15.061.729 krónur. Árið 2018 Vantalin skattsky ld velta samkvæmt rannsókn 32.662.744 krónur og vantalinn útskattur 7.839.058 krónur. Árið 2019 Vantalin skattskyld velta samkvæmt rannsókn 100.124.148 krónur og vantalinn útskattur 24.029.796 krónur. Árið 2020 Vantalin skattskyld velta samkvæmt rannsó kn 51.336.110 krónur og vantalinn útskattur 12.320.666 krónur. Samtals hafði Grandaverk ehf. því vanframtalið virðisaukaskattsskylda veltu með því að vanrækja að gera grein fyrir hluta vinnu skattaðila fyrir A ehf. rekstrar árin 2017 2020, svo sem félaginu bar samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 3. gr., sbr. 24. gr., laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Þá leiddi rannsóknin jafnframt í ljós að félagið vanrækti að skila 4 útskatti, 24% af hinni skattskyldu veltu, sbr. 1. mgr. 14. gr. sömu laga, í ríkissjóð svo sem honum b ar að gera, sbr. 24. gr. laganna. Með bréfi, dags. 16. desember 2022, vísaði embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins málinu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og var ákærða samdægurs tilkynnt bréflega um það. Niðurstaða héraðssaksóknara yfir vanframtalda v irðisaukaskattsskylda veltu og vantalinn virðisaukaskatt árin 2017 2020 reyndist vera sú sama og skattrann - sóknarstjóra. Skýrsla skattrannsóknarstjóra var send skattaðila með bréfi, dags. 15. júní 2023, þar sem boðað var að skattrannsóknarstjóri áformaði í umboði ríkisskattstjóra að endur - ákvarða opinber gjöld ákærða vegna gjaldáranna 2018 2021. Jafnframt var boðuð endur - ákvörðun fjárhæða virðisaukaskattsskila Grandaverks ehf. vegna áranna 2017 2020. Þá var boðuð endurákvörðun á stofni til tryggingagjalds gjaldárin 2019 2021. Með úrskurði skattrannsóknarstjóra þann 4. apríl 2024 var virðisaukaskattsskyld velta skattaðila og útskattur endurákvörðuð með vísan til skýrslu skattrannsóknarstjóra. Skattrannsóknarstjóri hækkaði því skattskylda veltu Grandaverks e hf. um sömu fjárhæðir og tilgreindar eru hér að framan og hækkaði útskatt sömuleiðis um sömu fjárhæðir og eru fjárhæðirnar í samræmi við ákæru. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði neitaði sök. Hann staðfesti fyrir dómi að hafa verið eigandi og fram - kvæmdastjóri Grandaverks ehf. frá árinu 2015 en sagði að bókari hefði séð um daglegan rekstur. Ekki hefði verið starfsmaður á skrifstofu. Ákærði kvað aðspurður bókara hafa haft ásamt sér aðgang að reikningum félagsins og hafa getað millifært af reikn ingunum en ekki nýtt þá heimild. Ákærði kvaðst einn hafa haft netaðgang að reikn ing unum. Ákærði kvaðst hafa gefið út sölureikninga og sent þá til bókara sem hefði skilað virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið í samræmi við það. Ákærði hefði verið í sam - s kiptum við B og C , eiginkonu hans, hjá A ehf. vegna reikninga og innborgana. Sölureikningar útgefnir af Grandaverki ehf. til A ehf. árin 2017 2020 voru bornir undir ákærða, sem kannaðist við að hafa gefið reikningana út og að samanlögð fjárhæð væri 875.74 4.761 króna. Samantekt skattrannsóknarstjóra yfir innborganir á bankareikninga Grandaverks ehf. árin 2017 2020, þar sem inn borganir voru hærri en útgefnir sölureikningar, var borin undir ákærða og hann beðinn um að skýra mismuninn á þeim fjárhæðum frá A e hf. og sölu reikningum, gefnum út á sama aðila á sama tímabili. Ákærði greindi frá því að við verklok hefði átt að gefa út einn lokareikning þar sem 5 mismunur hefði verið fundinn út. Aðspurður um innborganir A ehf. kvað ákærði þær hafa verið til að borga sk atta og laun. Aðspurður hver hafi ákveðið hversu mikið hefði átt að greiða greindi ákærði frá því að hann hefði óskað eftir því við B að leggja inn en fjárhæðir hefðu farið eftir því hversu mikið B hefði getað greitt. Aðspurður hvers vegna ekki hefðu verið gefnir út sölureikningar jafnóðum og lagt var inn á bankareikning Grandaverks ehf. kvað ákærði það hafa verið gert með lokauppgjöri árið 2022. Yfirlit héraðs saksóknara vegna vanframtalins virðisaukaskatts árin 2017 2020 voru borin undir ákærða sem kvaðst ekki hafa neinar athugasemdir. Ákærði kvaðst aðspurður hafa gefið út sölureikninga vegna útseldrar vinnu til A ehf. þegar framkvæmdir hefðu byrjað á árinu 2015 og þeir reikningar hefðu verið greiddir. Eftir árið 2017 hefði A ehf. farið að borga illa og þá hefði verið samið um að félagið greiddi inn á viðskiptareikning sem yrði gerður upp við verklok. Aðspurður kvað ákærði A ehf. ekki hafa getað gengið frá lokagreiðslu á árinu 2020 vegna fjárskorts en greitt með fasteign, sem komi fram í lokauppgjöri. Ákærði kvaðst aðspurður margsinnis hafa rætt við B og eiginkonu hans um að borga sölureikninga á réttum tíma en þau hefðu ekki alltaf getað greitt. Sölureikningur Grandaverks ehf. til A ehf., dags. 17. janúar 2022, að fjárhæð 332.849.918 krónur var borinn undir ákærða sem staðfesti að hann væri sá reikningur sem hefði verið gefinn út vegna lokauppgjörs vegna mismunar á innborgunum og sölureikningum milli aðila árin 2017 2020. Ákærði kvað sölureikning dagsettan sama dag milli sömu aðila að fjárhæð 200.408.8 00 krónur einnig hafa verið vegna loka - uppgjörs og að sá reikningur hefði verið greiddur með fasteign og verið tilgreindur í samningi um skuldauppgjör, dags. 18. mars 2022. Vitnið B kvaðst reka fyrirtækið A ehf. en Grandaverk ehf. hefði útvegað A ehf. ma nnskap í verkefni og samskipti verið við ákærða vegna þess. Sölureikningar útgefnir af Grandaverki ehf. til A ehf. árin 2017 2020 voru bornir undir vitnið, sem kannaðist við reikningana og einnig samantekt þeirra að fjárhæð 875.744.761 króna. Reikningarnir hefðu allir verið vegna leigu á starfs mönnum. Samantekt skattrannsóknarstjóra á innborgunum A ehf. og útgefn um sölureikningum var borin undir vitnið og hann beðinn um að skýra hvers vegna inn borganir hefðu numið hærri fjárhæðum en útgefnir sölureikning ar. Vitnið greindi frá því að greitt hefði verið raunvirði vegna leigu á starfsmönnum þótt ekki hefðu verið gefnir út reikningar fyrir því en reikningana hefði vantað frá ákærða. Af þeim sökum hefði staðið eftir samtala sem hefði verið greidd með reikningi , dags. 17. janúar 2022, að fjárhæð 332.849.918 krónur. Vitnið kvaðst hafa 6 óskað eftir því við ákærða að hann gæfi út sölureikninga jafnóðum en fengið þær skýringar að þeir kæmu seinna. Vitnið kvaðst ekki muna hvort hann hefði vitað að hafin væri skattrann sókn á félagi ákærða er reikningurinn var gefinn út. Vitnið kvað annan reikning, að fjárhæð 200.408.800 krónur, einnig dags. 17. janúar 2022, einnig hafa verið vegna vinnu sem A ehf. hafi skuldað Grandaverki ehf. Samningur um skuldauppgjör, dags. 18. mars 2022, þar sem fasteign að hefði verið afsalað til Grandaverks ehf., hefði verið til greiðslu þess reiknings. Vitnið neitaði því að vanhöld á greiðslum frá A ehf. hefði leitt til fyrirkomulagsins um að greiða inn á viðskiptareikning. Vitnið kvað mikið h afa verið að gera og því hefði verið haldið áfram að borga inn á viðskiptareikninginn í stað þess að bíða eftir sölureikningum frá Grandaverki ehf. Vitnið kvaðst hafa lagt inn á viðskiptareikninginn það sem honum bar til að verkefnið gæti haldið áfram. Vit nið kannaðist ekki við að hafa viljað hafa þennan hátt á enda hefði fyrirkomulagið ekki verið hagstætt fyrir A ehf. Vitnið D kvaðst hafa séð um bókhald fyrir fyrirtæki ákærða í um áratug. Aðspurður um ástæðu þess að settur hefði verið upp viðskiptareikningur sem A ehf. hefði greitt inn á kvað hann hafa verið þá að Grandaverk ehf. hafi ekki fengið greitt sem skyldi. A ehf. hefði smáskammtað peninga til Grandaverks ehf. inn á viðskiptareikninginn til að standa skil á launum og slíku. Til hefði staðið að gera upp í lokin sem hefði verið gert með reikningum útgefnum 17. janúar 2022. Virðisaukaskattur vegna þeirra reikninga hefði ski lað sér á virðisauka skattsskýrslum á því tímabili. Vitnið kvaðst hafa vitað um innborganir ehf. inn á reikninga Grandaverks á árunum 2017 2020 og hafa vitað um þann mismun sem hefði verið á milli greiðslna A ehf. og útgefinna sölureikninga. Vitnið kvað s töðuna hafa verið slíka að greiðslurnar hefðu dugað til að halda mönnum í vinnu. Beðinn um að útskýra hvers vegna greiðslurnar hefðu verið hærri en útgefnir reikningar kvaðst vitnið ekki hafa séð um útgáfu reikninga en fyrirkomulagið hefði verið með vitund og vilja beggja aðila. Vitnið kvaðst hafa rætt við ákærða um að gera upp hvert ár fyrir sig og kvaðst hafa gert ákærða grein fyrir því að þetta væri óvenjulegt fyrirkomulag en ákærði hefði verið í þröngri stöðu og þetta hefði verið leið ákærða til að knýj a fram greiðslur. Vitnið kvaðst hafa verið í sambandi við fyrirsvarsmann A ehf. til að samræma stöður um hver áramót. Vitnið kvaðst reka bókhaldsstofu og vinna fyrir fleiri aðila en ákærða og vera kunnugt um löggjöf varðandi virðisaukaskatt og útgáfu reikn inga en kannaðist ekki við að hafa komið að sambærilegu fyrirkomulagi fyrir aðra 7 viðskiptamenn. Vitnið kvaðst hafa gert ákærða grein fyrir að gefa ætti út reikninga vegna seldrar vinnu á hverjum tíma. Sjónarmið ákærða vegna sýknukröfu Verjandi ákærða skil aði greinargerð, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sýknukrafan byggir meðal annars á því að enginn ásetningur hafi verið af hálfu ákærða um brot á lögum um virðisaukaskatt og að hann hafi ætlað að gera skattyfirvöldum grein fyrir innborgunum. Sölureikningar af hálfu Grandaverks ehf. hafi ekki verið gefnir út vegna erfiðleika við að fá reikninga greidda frá A ehf. en Grandaverk ehf. hafi ekki getað greitt útskatt og skilað til ríkissjóðs vegna vangreiddra reikninga A ehf. Því hafi v erið gert samkomulag um lokauppgjör við lok verks og innborganir A ehf. komið til frádráttar lokauppgjöri. Samkomulagið hafi verið gert 18. mars 2022 og gerð grein fyrir skattskyldri veltu virðisaukaskatts vegna viðskipta félaganna. Samhliða hafi verið gef inn út reikningur til A ehf. að fjárhæð 332.849.800 krónur sem ekki hafi ratað inn í rannsóknargögn málsins. Verknaðarlýsing í ákæru eigi ekki við rök að styðjast. Réttum virðisauka skatts - skýrslum hafi verið skilað og virðisaukaskattur greiddur í samræmi við framangreint. Félagið hafi ekki innheimt virðisaukaskatt og því ekki getað skilað honum. Lokauppgjör hafi farið fram áður en embætti skattrannsóknarstjóra hafi hafið rannsókn á skattskilum Grandaverks ehf. Því sé ekki unnt að sakfella ákærða fyrir þan n hluta verknaðarlýsingar eins og hún sé sett fram í ákæru. Grandaverk ehf. hafi greitt verulegar fjárhæðir inn á virðisaukaskattsskuld félagsins og ákærði gert samkomulag við ríkisskattstjóra þann 29. september 2023 um uppgjör en þar hafi skuldin verið v iðurkennd. Hluti virðisaukaskatts sé vissulega ógreiddur og unnið sé að endurgreiðslu en slík vanskil verði ekki heimfærð undir verknaðarlýsingu í ákæru. Niðurstaða Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá kafla B í ákæru er varðaði persónuleg skatt skil ákærða, á grundvelli athugasemda og skýringa ákærða til Skattsins, greinargerðar í málinu og að teknu tilliti til gagna málsins. Ákærða er í A - kafla ákæru gefið að sök meiri háttar brot á skattalögum með því að hafa sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri með prókúru einkahlutafélagsins Grandaverk, kt. 000000 - 0000 , staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum 8 fyrir uppgjörs tímabilin nóvember desember rekstrarárin 2017, 2018, 2019 og 2020 og fyrir að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í starfseminni framangreind uppgjörstímabil, sem bar að standa ríkissjóði skil á, í samræmi við IX . kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 59.251.249 krónur. Ákærði neitar sök og hafnar því að háttsemi sú sem honum hafi verið gefin að sök í ákæru sé refsiverð. Ákærði hefur lýst yfir að hann geri engar athugasemdir við fjárhæðir sem tilgreindar eru í ákæru. Eins og rakið hefur verið að framan hófst rannsókn skattrannsóknarstjóra á málefnum Grandaverks ehf. þann 1. desember 2021. Þeir sölureikningar sem gefnir voru út vegna lokauppgjörs voru gefnir út 17. janúar 2022, eftir að ra nnsókn hófst. Er óumdeilt í málinu að ákærði er eigandi og framkvæmdastjóri félagsins og ber ábyrgð sem slíkur á rekstri þess. Þá eru fjárhæðir samkvæmt ákæru einnig óumdeildar. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 hvílir sky lda til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð á þeim sem í atvinnu - skyni eða með sjálfstæðri starfsemi selja eða afhenda vörur eða verðmæti ellegar inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu. Samkvæmt 24. gr. sömu laga er hvert uppgjörs - tímabil virðisaukaskatts tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skráningarskyldir aðilar skulu eftir lok hvers uppgjörstímabils greiða ótilkvaddir virðisaukaskatt þa nn sem þeim ber að standa skil á samkvæmt lögunum. Þá kemur fram í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, að við sérhverja afhendingu á vöru eða þjónustu, þ.m.t. afhendingu til starfsmanna, skuli seljandi gefa út sölureikning. Reikning skal gefa út samtímis og afhending á sér stað, hvort sem um er að ræða staðgreiðslusölu eða sölu gegn greiðslufresti. Framangreind laga - og reglugerðarákvæði bera með sér að fyrir liggur að ákærða bar skylda til að gefa út sölureikninga fyrir allri útseldri þjónustu hvers mánaðar, inn - heimta virðisaukaskatt og standa skil á honum sérhvert uppgjörstímabil. Að sama skapi er einnig ljóst að það samkomulag ákærða vegna Grandaverks ehf. við fyrirsvarsmann A ehf. um að ge fa ekki út sölureikninga jafnóðum og gera margra ára verk upp við verklok, og þar með innheimta og greiða virðisaukaskatt mörgum árum eftir að þjónustan var innt af hendi, sbr. samning um skuldauppgjör frá 18. mars 2022 og sölureikninga, dags. 17. janúar 2 022, stangast fullkomlega á við framangreind ákvæði. Er því hafnað þeim málsástæðum ákærða að enginn ásetningur hafi verið af hálfu ákærða um brot á lögum 9 um virðisaukaskatt. Þá er því ranglega haldið fram í greinargerð að reikningur að fjárhæð 332.849.800 hafi ekki hafi ratað inn í rannsóknargögn málsins. Að sama skapi er því einnig hafnað að verknaðarlýsing í ákæru eigi ekki við rök að styðjast og að réttum virðisaukaskattsskýrslum hafi verið skilað. Eins og fram kom í skýrslu ákærða fyrir dómi reyndist erfiðleikum bundið að fá A ehf. til að greiða reikninga á réttum tíma og því hefði verið samið um að félagið greiddi inn á viðskiptareikning hjá Grandaverki ehf. til að unnt yrði að greiða laun. Dómurinn telur trúverðugt að þetta hafi verið ástæða fyrirkom ulagsins, sem hafi verið sett upp með vitund og vilja B , forsvarsmanns A ehf., en vitnið D bar fyrir dómi að svo hefði verið. Eins og atvikum er háttað er það hins vegar á ábyrgð ákærða, sem eiganda og framkvæmdastjóra með prókúruumboð, sbr. 44. gr. laga n r. 138/1994 um einkahlutafélög, að hafa ekki gefið út rétta sölureikninga og þar með ekki innheimt eða staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem bar að innheimta í starfsemi Grandaverks ehf. Vitnið D , sem sá um bókhald og gerð virðisaukaskattsskýrslna fyrir ákærða, bar fyrir dómi að hann hefði gert ákærða grein fyrir skyldu hans til að gefa út sölureikninga jafnóðum og vinnan var innt af hendi. Af þeim sökum telst sannað af hálfu ákæruvaldsins að um ásetning ákærða hafi verið að ræða, sbr. 1. mgr. 40. g r. laga nr. 50/1988. Brot ákærða voru fullframin samkvæmt A - kafla ákæru þegar hann gaf ekki út sölureikninga vegna þeirrar vinnu sem hafði verið innt af hendi á hverjum tíma og stóð ekki skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna einkahlutafélagsins Grandaverk á lögmæltum tíma, sbr. ákæru. Þá voru brot ákærða einnig fullframin um leið og röngum virðisauka - skattsskýrslum var skilað á árunum 2017 til og með 2020. Það sem ákærði aðhafðist eftir þau skil getur þar engu breytt en getur komið til skoðunar við ákvörðun refsingar í mál - inu. Með háttsemi sinni kom ákærði sér undan greiðslu skatts og breytir engu um refsi - næmi háttseminnar þótt hann hafi síðar, eftir að rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst í desember 2021, skilað virðisaukaskattsskýrslu og greitt virðisauk askatt á árinu 2022. Sú málsástæða ákærða að vanskil samkvæmt samkomulagi um greiðslu skuldarinnar verði ekki heimfærð undir verknaðarlýsingu ákæru þar sem unnið sé að endurgreiðslu, á því ekki við nein rök að styðjast og er hafnað. Með vísan til ofanrita ðs og rannsóknargagna málsins þykir hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Brot ákærða telst stórfellt og er réttilega heimfært til 10 refsiákvæða í ákæru, sbr. dóm La ndsréttar 23. júní 2023 í máli nr. 711/2022 . Hefur ákærði unnið sér til refsingar í samræmi við það. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð verulega, verði hann sakfelldur, þar sem hann hafi þegar greitt stóran hluta skattskuldarinnar. Samkvæmt framlögðum gögnum hefur ákærði verið að greiða inn á skattskuldir samkvæmt samkomulagi við Skattinn en þrátt fyrir það stendur eftir skuld að fjárhæð tæpar 85 milljónir króna. V erður af þeim sökum ekki vikið frá sektarlágmarki 1. mgr. 40. gr. um virðisauka skatt en ákæruvaldið hefur farið fram á sekt sem nemur þrefaldri skatt fjárhæð. Sakaferill ákærða samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ekki áhrif á refsingu . Þrátt fyrir að brot ákærða hafi verið stórfell t þykir með vísan til þess að hann hefur greitt stó ran hluta þess vanframtal da virðisaukaskatts sem honum bar að standa ríkissjóði skil á , á réttum tíma, þykir mega ákveða að miða við sektarlágmark laga við ákvörðun sektarrefsingar í málinu. Einnig verður tekið tillit til þess við ákvörðun fangelsisrefsing ar ákærða. Að þessu gættu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin 12 mánaða fangelsi , sem skal vera skilorðsbundin eins og í dómsorði greinir . Samhliða verður ákærði dæmdur til að gre iða fésekt til ríkissjóðs samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, 118.5 02.498 krónur, en 360 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms. Í ljósi þess að fallið var frá B - kafla ákæru eftir að greinargerð ákærða var skilað verður ákærð i dæmdur til greiðslu 2/3 hluta alls sakarkostnaðar en ríkissjóður greiði 1/3 hluta sakarkostnaðar. Til sakarkostnaðar teljast m álsvarnarlaun Helga Jóhannessonar lögmanns , skipaðs verjanda ákærða, sem með hliðsjón af eð li og umfangi máls og með hliðsjón af tímaskýrslu þykja hæfilega ákveðin 1.289.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Giedrius Mockus, sæti fangelsi í 12 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún niðu r falla að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 11 Ákærði greiði 118.502.498 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu en sæti ella fangelsi í 360 daga. Ákærði greiði 2/3 hlut a málsvarnarlauna verjanda síns, Helga Jóhannessonar lögmanns, 859.733 krón ur en ríkissjóður greiði 1/3 hluta, að fjárhæð 429.867 krónur. María Thejll Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 15.05.2024