Héraðsdómur Reykjaness Dómur 17. desember 2021 Mál nr. S - 2111/2021 : Héraðssaksóknari ( Kristín Ingileifsdóttir settur saksóknari ) g egn Rúnar i Ingv a Eiríks syni ( Garðar Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 15. desember sl. er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 21. október 2021 á hendur Rúnari Ingva Eiríkssyni, kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað á hendur ákærð a fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Fiskflök, kt. 000000 - 0000 , nú afskráð, með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum e inkafélagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilanna júlí ágúst og september október rekstrarárið 2018, og með því að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, vegna uppgjörstímabilanna júlí ágúst og september október rekstrarárið 2018 og maí júní til og með september október rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð 15.759.539 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: 2018 júlí ágúst kr. 1.332.379 september október kr. 1.433.473 kr. 2.765.852 2019 maí júní kr. 3.008.302 júlí ágúst kr. 6.246.610 2 september október kr. 3.738.775 kr. 12.993.687 Samtals kr. 15.759.539 2. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagrein einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma vegna greiðslutímabilsins nóvember rekstrarárið 2019 og með því að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna apríl til og með nóvember rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð 13.928.717 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: 2019 apríl kr. 1.528.244 Maí kr. 3.897.052 Júní kr. 2.005.193 júlí kr. 3.231.865 ágúst kr. 854.207 september kr. 958.700 október kr. 852.589 nóvember kr. 600.867 Samtals kr. 13.928.717 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu Fiskflök ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð 29.688.256 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. ________________________________________ Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Framangreind brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða g erir aðallega þá kröfu að hann verði sýknaður af 3. ákærulið en dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila vegna 1. og 2. töluliðar 3 ákæru og hún verði skilorðsbundin. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m .t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans samkvæmt mati dómsins. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök en hann telur hins vegar að hún varði ekki við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þ.e. að í háttseminni hafi ekki falist peningaþvætti. Sækjandi og verjandi ákærða voru sammála um að þessi afs taða ákærða varðaði aðeins lagaatriði þ.e. heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða og ekki væri því þörf á að aðalmeðferð færi fram. Unnt væri að ljúka málinu á grundvelli 164. gr. laga nr. 88/2008 þrátt fyrir þessa afstöðu ákærða þar sem hann hefði játað háttsemina, sem slíka afdráttarlaust, eins og henni er lýst í ákæru. Ákærði hefur afdráttarlaust játað sakargiftir þ.e. skattalagabrot. og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játning in séu sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsók nargögn málsins. Málið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verj anda ákærð a hafði verið g efinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. En til úrlausnar er hvort ákærði hafi með brotum sínum á skattalögum og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 einnig gerst sekur um peningaþvætti sem varðar við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegnin garlaga kemur fram að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða m.a. umbreytir slíkum ávinningi, flytur, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsin gum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í 2. mgr. 264. gr. segir að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. hegningarlaganna gildi þá eftir því sem við á. Með lögum nr. 149/2009, sem tóku gildi 1. janúar 2009, voru framangreind ákvæði 264. gr. hegningarlaganna lögfest í núverandi mynd. Í skýringum við 1. mgr. 264. gr. í greinargerð með því frumvarpi, sem va rð að lögum nr. 149/2009, segir m.a. að við túlkun einstakra verknaðarþátta verði sem fyrr að horfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem lúti að því ,,að fela uppruna og eiganda fjár sem er Í 3. ákærulið er háttsemi ákærða lýst þannig að hann hafi aflað einkahlutafélaginu Fiskflök ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð 29.688.256 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. Af hálfu ákæruvaldsins hefur þ ví ekki verið lýst nánar hvernig þetta hafi nákvæmlega gerst heldur virðist vera látið við það sitja í málatilbúnaði þess að refsivert sjálfsþvætti leiði með beinum hætti af broti samkvæmt tilvitnuðum ákæruliðum. Því virðist ákæruvaldið líta þannig á að re fsiábyrgð vegna meint peningaþvættisbrots hafi alla vega að hluta til stofnast á sama augnabliki og frumbrotin. Ekki verður fallist á að það hafi verið ætlun löggjafans að refsiframkvæmd yrði með þeim hætti sem ákæruvaldið krefst í máli þessu. Enda gerir orðalag 1. málsliðar 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna ekki ráð fyrir því að frumbrot feli alltaf í sér brot gegn 264. 4 1. mgr. Í 2. málslið 2. mgr. 264. gr. er ekki gert ráð fyrir því að ákvæði 77. gr. hegningarlaganna um brotasamsteypu gildi alltaf þegar fyrir liggja bæði frumbrot og brot að líta til þess að reglur 77. gr. eig a samkvæmt eðli brotasamsteypu ekki við þegar verknaðarlýsing tveggja refsiákvæða taka til eins og sama afbrotsins þ.e. þegar um árekstur refsiákvæða er að ræða, heldur lúta að því þegar maður hefur orðið uppvís að því að hafa framið fleiri brot en eitt. Samkvæmt ofanrituðu fer það ekki á milli mála að þegar sá sem framið hefur frumbrot aðhefst frekar til að nýta ávinninginn af brotinu, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans, felur það í sér sjálfstætt brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og skal þá refsa fyrir bæði brotin samkvæmt 77. gr. laganna um brotasamsteypu. Þegar hins vegar brotið gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga fellur saman við frumbrotið og ekkert li ggur fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærða verður að telja að frumbrotið tæmi sök gagnvart broti gegn 264. gr. almennra hegningarlaga. Ákæruvaldið hefur ekki í máli þessu sýnt fram á viðbótarathafnir af hálfu ákærða í kjölfar skattalagabrotanna í því skyni af nýta ávinninginn af brotunum, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans. Verður því talið að frumbrot ákærða þ.e. gegn 1. mgr. 262. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart brot i gegn 264. gr. laganna. Í þessu sambandi er og að líta til þeirrar meginreglu í refsirétti að vafa um túlkun refsiákvæða beri að túlka sakborningi í hag. Um þetta er og vísað til dóma Landsréttar í málum nr. 331, 332 og 333/2020. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Refsing hans verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga sem og því að ákærði játaði greiðlega þau brot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir. Með vísan til þess þykir hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu þess hluta refsingarinnar í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði skal jafnframt greiða sekt til ríkissjóðs að fjárhæð 56.470.000 kr. og greiðist s ektin ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja skal ákærði sæta fangelsi í tólf mánuði. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið tillit til innborgunar ákærða á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir apríl 2019. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Garðars K. Vilhjálmssonar lögmanns, 235.600 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af rannsókn málsins. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ák ærði, Rúnar Ingvi Eiríksson, sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Ákæ rði greiði 56.470.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja skal ákærði sæta fangelsi í tólf mánuði. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Garðars K. Vilhjálmssonar lög manns, 235.600 krónur. Ingi Tryggvason