• Lykilorð:
  • Eignaspjöll
  • Fjárdráttur
  • Fjársvik
  • Hegningarauki
  • Játningarmál
  • Skaðabætur
  • Þjófnaður

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 22. desember 2014 í máli nr. S-287/2014:

 Ákæruvaldið

(Kári Ólafsson ftr.)

gegn

Sigurði Inga Þórðarsyni

(Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.)

 

            Mál þetta, sem var þingfest 12. júní 2014 og dómtekið 26. nóvember síðastliðinn, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu útgefinni 20. maí 2014 á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, kennitala [...],[...], Kópavogi „fyrir eftirfarandi hegningarlagabrot:        

           

                                                                                                                                                                                      I.

 

[ ... ]

 

                                                                                                                                                                                   II.

 

[ ... ]

 

                                   

                                                                                                                                                                                III.

 

Fjársvik og fjárdrátt með því að hafa þann 16. apríl 2013 með blekkingum fengið A til þess að afsala öllum hlutum í [...] ehf., kt. [...], til ákærða gegn loforði um greiðslu að fjárhæð kr. 5.000.000. Ákærði blekkti A með því að framvísa röngum og fölskum skjölum og upplýsingum sem gáfu til kynna umfangsmikla peningainnstæðu ákærða og taldi jafnframt A ranglega trú um að helmingur kaupverðsins hefði þegar verið millifært af bankareikningi ákærða hjá UniCreditbank og biði þess að vera móttekið af banka A. Til staðfestingar samkomulaginu undirrituðu ákærði og A kaupsamning og skuldabréf þar sem greiðslutilhögunin var nánar tilgreind. Í framhaldi blekkinganna var ákærði gerður að prókúruhafa bankareiknings félagsins, nr. [...], í Landsbankanum og tók hann þá út alla innstæðu félagsins, kr. 1.000.000, af bankareikningnum sem hann nýtti í eign þágu. Greiðsla kaupverðsins skilaði sér aldrei til A.

Telst háttsemi þessi varða við 248. gr. og 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-27111

 

                                                                                                                                                                                IV.

 

Fjársvik með því að hafa á tímabilinu 18. mars til 1. júní 2013 blekkt starfsfólk eftirtaldra fyrirtækja til þess að heimila reikningsviðskipti við [...] ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið í té vörur og þjónusta með gjaldfresti, á tímabilinu 18. mars til 16. apríl án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda félagið og á tímabilinu 16. apríl til 1. júní, eftir að ákærði var búinn að komast yfir félagið með fjársvikum, líkt og greinir í ákærukafla III, fóru reikningsviðskiptin fram þrátt fyrir vitneskju ákærða um að félagið gæti ekki staðið þeim skil. Með þessum hætti sveik ákærði út vörur og þjónustu, samtals að verðmæti kr. 11.827.896, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra, svo sem rakið er:

a.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsmenn Skeljungs hf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf., reikningsviðskipti en ákærði kynnti sig sem Jóhann Sigurðsson og fékk afhent úttektarkort sem hann framvísaði í kjölfarið þegar hann sveik út vörur fyrir samtals kr. 788.026 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Kortatímabil

Úttektarkort

Fjárhæð

1

18. - 31. mar. 2013

Kort 1

81.474

2

18. - 31. mar. 2013

Kort 2

56.078

3

1. - 30. apr. 2013

Kort 1

184.345

4

1. - 30. apr. 2013

Kort 2

159.934

5

1. - 30. maí. 2013

Kort 1

205.056

6

1. - 30. maí. 2013

Kort 2

101.139

                                                                        Samtals kr. 788.026

á.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsmenn Herrafataverslunar Birgis ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf., reikningsviðskipti en ákærði hringdi í verslunina og fór fram á reikningsviðskiptin og sendi jafnframt tölvupóst, í nafni Jóhanns Sigurðssonar, og sveik í kjölfarið út vörur fyrir samtals kr. 108.500 í eftirfarandi tilvikum:

 

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

19. mar. 2013

Herrafataverslun Birgis

48.900

2

21. mar. 2013

Herrafataverslun Birgis

59.600

                                                                        Samtals kr. 108.500

b.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsfólk Skakkaturnsins ehf., kt. [...], er rekur verslunina Epli, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði hringdi til félagsins og kynnti sig sem Jóhann Sigurðsson og fór fram á viðskiptin sem fallist var á og sveik í kjölfarið út vörur fyrir samtals kr. 1.713.202 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

23. apr. 2013

Tölvuskjár o.fl.

216.173

2

23. apr.  2013

MacBook Pro

299.990

3

24. apr.  2013

GoPro vél o.fl.

121.807

4

24. apr.  2013

GoPro vél o.fl.

151.900

5

25. apr.  2013

iPod o.fl.

69.732

6

14. maí.  2013

iPhone

119.990

7

14. maí.  2013

iPhone

119.900

8

17. maí.  2013

iPhone o.fl.

244.670

9

22. maí.  2013

iPhone o.fl.

239.980

10

22. maí.  2013

iPad o.fl.

128.970

                                                                        Samtals kr. 1.713.112

c.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsmann Alp hf., kt. [...], rekstarleyfishafa Avis á Íslandi, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti og svikið í kjölfarið út afnot af bílaleigubifreiðum. Ákærði fyllti út rafrænt form á heimasíðu félagsins þar sem farið var fram á viðskiptin og í kjölfarið var haft samband við ákærða og hann beðinn um að senda frekari upplýsingar í tölvupósti sem og ákærði gerði í nafni Jóhanns Sigurðssonar. Fallist var á beiðni ákærða sem sveik út afnot af bílaleigubifreiðum fyrir samtals kr. 2.271.821 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Skráningarnúmer

Fjárhæð

1

18. mar. 2013

DF-Y49

218.400

2

8. apr. 2013

BJ-D20

157.149

3

11. apr. 2013

MU-G94

301.069

4

17. apr. 2013

DF-Y49

218.399

5

12. maí. 2013

ND-P33

101.468

6

16. maí. 2013

IJ-G65

28.708

7

31. maí. 2013

YV-R24

56.058

8

1. jún. 2013

DF-Y49

334.519

9

1. jún. 2013

MU-G49

426.864

10

1. júl. 2013

DF-Y49

212.979

11

1. júl. 2013

MU-G49

216.208

                                                            Samtals kr. 2.271.821

d.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsmenn Stjörnunnar ehf., kt. [...], rekstrarleyfishafa Subway á Íslandi, til þess að heimila [...] ehf., reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst til félagsins í nafni Jóhanns Sigurðssonar og fór fram á viðskiptin sem fallist var á og sveik í kjölfarið út veitingar fyrir samtals kr. 20.110 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

2. apr. 2013

 Subway Hringbraut

3.370

2

9. apr. 2013

 Subway Hringbraut

1.520

3

10. apr. 2013

Subway Smáralind

3.240

4

12. apr. 2013

 Subway Hringbraut

1.700

5

23. apr. 2013

   Subway Ártúnshöfða

2.910

6

26. apr. 2013

   Subway Ártúnshöfða

1.520

7

14. maí. 2013

Subway Hringbraut

1.820

8

15. maí. 2013

Subway Hringbraut

1.520

9

24. maí. 2013

  Subway Ártúnshöfða

2.520

                                                                          Samtals kr. 20.120

ð.

Með því að hafa þann 18. mars 2013 blekkt starfsmann Brimborgar ehf., kt. [...], rekstarleyfishafa bílaleigunnar Thrifty á Íslandi, til þess að heimila [...] reikningsviðskipti og svikið í kjölfarið út afnot af bílaleigubifreiðum. Ákærði fyllti út rafrænt form á heimasíðu félagsins þar sem farið var fram á viðskiptin og í kjölfarið var haft samband við ákærða og hann beðinn um að senda frekari upplýsingar í tölvupósti sem og hann gerði í nafni Jóhanns Sigurðssonar. Fallist var á beiðni ákærða sem sveik út afnot af bílaleigubifreiðum fyrir samtals kr. 527.094 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Leigt

Fjárhæð

1

18. mar. 2013

RY-R50

154.097

2

20. mar. 2013

BO-M59

120.252

3

4. apr. 2013

LP-R07

  99.079

4

20. apr. 2013

UR-M88

153.666

                                                                        Samtals kr. 527.094

e.

Með því að hafa þann 19. mars 2013 blekkt starfsmann Nýherja, kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst til félagsins í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin sem fallist var á og í kjölfarið sveik ákærði út vörur fyrir samtals kr. 245.075 í eftirfarandi tilviki:

Tilvik

Dagsetning

Leigt

Fjárhæð

1

22. apr. 2013

Heimabíó o.fl.

245.075

                                                                        Samtals kr. 245.075

é.

Með því að hafa þann 20. mars 2013 blekkt starfsmann Sjóklæðagerðarinnar hf., kt. [...], er rekur 66°Norður, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði hringdi og sendi tölvupóst til félagsins í nafni Jóhanns Sigurðssonar og fór fram á viðskiptin sem fallist var á og sveik ákærði í kjölfarið út vörur fyrir samtals kr. 337.100 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Fatnaður

Fjárhæð

1

21. mar. 2013

Ýmsar flíkur

167.500

2

23. mar. 2013

Úlpa 2. stk.

79.800

3

25. mar. 2013

Úlpa 1. stk.

89.900

                                                                        Samtals kr. 337.100

f.

Með því að hafa þann 20. mars 2013 blekkt starfsmann Löðurs ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði fyllti út rafræna umsókn á heimasíðu félagsins þar sem farið var fram á úttektarkort og í kjölfarið sendi ákærði tölvupóst til Löðurs í nafni Jóhanns Sigurðssonar með nánari upplýsingum vegna viðskiptanna og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út þjónustu fyrir samtals kr. 43.250 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

1. apr. 2013

Gullþvottur - Bæjarlind

2.390

2

4. apr. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

3

4. apr. 2013

Gullþvottur - Bæjarlind 18

2.390

4

5. apr. 2013

Gullþvottur - Bæjarlind 18

2.390

5

9. apr. 2013

Gullþvottur - Bæjarlind 18

2.390

6

10. apr. 2013

Bás 3 - Stekkjarbakki

  400

7

9. apr. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

2.400

8

9. apr. 2013

Silfurþvottur - Bæjarlind 18

2.190

9

16. apr. 2013

Gullþvottur - Bæjarlind 18

2.390

10

19. apr. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

11

20. apr. 2013

Silfurþvottur - Bæjarlind 18

2.190

12

25. apr. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   200

13

25. apr. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

14

29. apr. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

15

1. maí. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

16

5. maí. 2013

Bronsþvottur Bæjarlind 18

1.890

17

5. maí. 2013

Silfurþvottur - Bæjarlind 18

2.190

18

14. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   600

19

17. maí. 2013

Bás 2 - Fiskislóð

   400

20

17. maí. 2013

Bás 2 - Fiskislóð

   800

21

22. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

1.200

22

22. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

  400

23

28. maí. 2013

Gullþvottur - Skúlagötu

2.390

24

28. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

1.000

25

28. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   600

26

28. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   600

27

28. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   400

28

28. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   400

29

29. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

1.200

30

29. maí. 2013

Bás 1 - Fiskislóð

   400

                                                                              Samtals kr. 43.250

g.

Með því að hafa í mars 2013 blekkt starfsmann Keldunnar ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði hringdi og sendi tölvupóst til félagsins í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út þjónustu á sviði upplýsingarmiðlunar fyrir samtals kr. 55.878 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Upplýsingaveita

Fjárhæð

1

26. mar. 2013

Ársreikningar o.fl.

11.897

2

1. apr. 2013

Ársreikningar o.fl.

  5.641

3

1. mar. 2013

Ársreikningar o.fl.

19.026

4

1. jún. 2013

Ársreikningar o.fl.

19.314

                                                                        Samtals kr. 55.878

h.

Með því að hafa þann 22. mars 2013 blekkt starfsmann FrameWorkz ehf. sem rekur verslunina iStore, kt. [...], til þess að heimila [...] ehf.  reikningsviðskipti og svikið þannig út vörur fyrir samtals kr. 1.006.062. Ákærði hringdi og sendi tölvupóst til félagsins í nafni Jóhanns Sigurðssonar og fór fram á viðskiptin. Fallist var á beiðni ákærða sem tók út vörur í eftirfarandi tilvikum en reikningar vegna tveggja fyrstu tilvikanna voru greiddir þann 19. apríl 2013, samtals að fjárhæð kr. 289.640:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

22. mar. 2013

iStore Kringlunni

248.770

2

23. mar. 2013

iStore Kringlunni

40.870

3

24. apr. 2013

iStore Kringlunni

180.770

4

4. mar. 2013

iStore Kringlunni

197.992

5

13. mar. 2013

iStore Kringlunni

114.900

6

25. apr. 2013

iStore Kringlunni

107.860

7

23. mar. 2013

iStore Kringlunni

114.900

                                                                        Samtals kr. 1.006.062

 

 

i.

Með því að hafa í mars 2013 blekkt starfsmann Foodco, kt. [...], rekstaraðila Eldsmiðjunnar, American Style og Greifans, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin. Fallist var á beiðni ákærða sem sveik í kjölfarið út veitingar í eftirfarandi tilvikum fyrir samtals kr. 118.852 en ákærði greiddi kr. 21.529 vegna úttektanna þann 11. maí 2013:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

20. mar. 2013

Eldsmiðjan

5.180

2

21. mar. 2013

American Style

5.810

3

24. mar. 2013

Eldsmiðjan

4.480

4

26. mar. 2013

Greifinn

11.970

5

27. mar. 2013

Greifinn

3.500

6

28. mar. 2013

Eldsmiðjan

4.090

7

29. mar. 2013

American Style

1.970

8

2. apr. 2013

American Style

3.575

9

6. apr. 2013

American Style

3.460

10

7. apr. 2013

American Style

5.795

11

9. apr. 2013

American Style

3.280

12

11. apr. 2013

Eldsmiðjan

4.555

13

15. apr. 2013

American Style

3.610

14

17. apr. 2013

American Style

15.045

15

23. apr. 2013

American Style

3.990

16

24. apr. 2013

American Style

5.200

17

27. apr. 2013

American Style

4.090

18

7. maí. 2013

Eldsmiðjan

8.170

19

11. maí. 2013

American Style

3.560

20

13. maí. 2013

American Style

3.990

21

16. maí. 2013

American Style

7.350

22

28. maí. 2013

Eldsmiðjan

6.182

                                                            Samtals kr. 118.852

í.

Með því að hafa þann 25. mars 2013 blekkt starfsmann Sam-félagsins ehf., kt. [...], rekstraraðila Sambíóanna, til þess að heimila [...] ehf.  reikningsviðskipti. Ákærði hringdi í Sambíóin og sendi tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar og fór fram á viðskiptin. Fallist var á beiðni ákærða sem sveik út 50 bíómiða í Sambíóunum auk 50 innlausnarmiða á popp og kók í Sambíó Álfabakka að samtals fjárhæð kr. 70.001.

j.

Með því að hafa í mars 2013 blekkt starfsmann Pizza Pizza ehf., kt. [...], rekstraraðila Dominos á Íslandi, til þess að heimila [...] ehf.   reikningsviðskipti en ákærði hringdi í félagið og sendi í kjölfarið tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út veitingar fyrir samtals kr. 110.031 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

19. mar. 2013

Dominos Skúlagötu

5.705

2

19. mar. 2013

Dominos Skeifan

2.075

3

20. mar. 2013

Dominos Skeifan

2.705

4

22. mar. 2013

Dominos Selfoss

3.304

5

22. mar. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

6

25. mar. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

7

30. mar. 2013

Dominos Skeifunni

3.381

8

1. apr. 2013

Dominos Skúlagötu

6.762

9

3. apr. 2013

Dominos Skeifunni

3.540

10

4. apr. 2013

Dominos Skeifunni

6.355

11

6. apr. 2013

Dominos Nýbýlavegi

5.545

12

10. apr. 2013

Dominos Skeifunni

3.833

13

11. apr. 2013

Dominos Skeifunni

3.997

14

15. apr. 2013

Dominos Skeifunni

2.535

15

17. apr. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

16

22. apr. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

17

23. apr. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

18

29. apr. 2013

Dominos Skeifunni

2.934

19

6. maí. 2013

Dominos Skeifunni

6.331

20

7. maí. 2013

Dominos Fjarðargötu

3.214

21

9. maí. 2013

Dominos Skúlagötu

4.056

22

12. maí. 2013

Dominos Skúlagötu

3.864

23

15. maí. 2013

Dominos Rjúpnasölum

3.996

24

20. maí. 2013

Dominos Skeifunni

4.666

25

21. maí. 2013

Dominos Skeifunni

2.175

26

22. maí. 2013

Dominos Skeifunni

3.014

27

24. maí. 2013

Dominos Rjúpnasölum

3.104

28

25. maí. 2013

Dominos Skeifunni

2.009

29

27. maí. 2013

Dominos Skeifunni

699

30

27. maí. 2013

Dominos Skúlagötu

5.562

                                                                        Samtals kr. 110.031

k.

Með því að hafa þann 2. apríl 2013 blekkt starfsmenn Emerio ehf., kt. [...], er rekur verslunina Ormsson, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst og hringdi í félagið í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 304.670 í eftirfarandi tilviki:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

2. apr. 2013

Fartölva o.fl.

304.670

                                                             Samtals kr. 304.670

 

l.

Með því að hafa þann 2. apríl 2013 blekkt starfsmann Pottsins ehf., kt. [...], rekstraraðila Argentínu Steikhúss, til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst á veitingastaðinn í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út veitingar fyrir samtals kr. 33.040 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

4. apríl 2013

 Argentína

16.160

2

25. apríl 2013

 Argentína

16.880

                                                                        Samtals kr. 33.040

m.

Með því að hafa í apríl 2013 með blekkingum fengið útgefin úttektarkort hjá verslunum Hagkaupa, kt. [...], til [...] ehf. en ákærði sótti um úttektarkort á vefsíðu Hagkaupa þar sem hann gaf upp netfangið johann.sig.77@gmail.com, sem var til þess fallið að draga dul á hver stæði að baki viðskiptunum, og var fallist á umsóknina og ákærða afhent kort sem hann notaði til að svíkja út vörur að samtals fjárhæð kr. 295.556 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Munir

Fjárhæð

1

4. apr. 2013

Hagkaup Smáralind

25.661

2

6. apr. 2013

Hafkaup Seltj.nesi

     404

3

9. apr. 2013

Hagkaup Garðabæ

  2.057

4

10. apr. 2013

Hagkaup Skeifunni

  1.438

5

10. apr. 2013

Hagkaup Garðabæ

11.754

6

12. apr. 2013

Hagkaup Skeifunni

  1.199

7

12. apr. 2013

Hagkaup Smáralind

59.157

8

12. apr. 2013

Hagkaup Smáralind

19.697

9

13. apr. 2013

Hagkaup Garðabæ

13.224

10

13. apr. 2013.

Hagkaup Garðabæ

    448

11

14. apr. 2013

Hagkaup Skeifunni

  7.394

12

18. apr. 2013

Hagkaup Skeifunni

    347

13

26. apr. 2013

Hagkaup Smáralind

    590

14

29. apr. 2013

Hagkaup Skeifunni

2.799

15

6. maí. 2013

Hagkaup Skeifunni

1.000

16

7. maí. 2013

Hagkaup Garðabæ

2.996

17

11. maí. 2013

Hagkaup Garðabæ

   179

18

15. maí. 2013

Hagkaup Smáralind

136.815

19

20. maí. 2013

Hagkaup Skeifunni

    8.397

                                                                        Samtals  kr. 295.556

n.

Með því að hafa í apríl 2013 blekkt starfsmann Poulsen hf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði kom í verslunina þar sem hann óskaði eftir að hefja viðskipti og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 152.920 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

5. apr. 2013

Ýmislegt bíltengt

30.281

2

10. apr. 2013

Bónklútur

  2.060

3

18. apr. 2013

Bónklútur

  1.373

4

7. maí. 2013

Blikkljós

91.795

5

7. maí. 2013

Rofar og kveikilás

  6.793

6

8. maí. 2013

Kaplar o.fl.

20.618

                                                                        Samtals kr. 152.920

o.

Með því að hafa í apríl 2013 blekkt starfsmann RadíóRaf ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði hringdi og kynnti sig sem Jóhann Sigurðsson og óskaði eftir viðskiptunum og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 319.818 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Leigt

Fjárhæð

1

8. apr. 2013

Ljósabogar o.fl.

201.200

2

9. apr. 2013

Tækjabelti o.fl.

118.618

                                                                        Samtals kr. 319.818

ó.

Með því að hafa í apríl 2013 blekkt starfsmann KFC ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 28.806 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Staður

Fjárhæð

1

18. apr. 2013

KFC Sundabraut

3.993

2

19. apr. 2013

KFC Bæjarlind

2.094

3

20. apr. 2013

KFC Sundabraut

2.447

4

22. apr. 2013

KFC Bæjarlind

1.646

5

24. apr. 2013

KFC Bæjarlind

1.646

6

28. apr. 2013

KFC Bæjarlind

4.969

7

3. maí. 2013

KFC Sundabraut

4.173

8

19. maí. 2013

KFC Bæjarlind

3.992

9

26. maí. 2013

KFC Hjallabraut

3.846

                                                                        Samtals kr. 28.806

p.

Með því að hafa þann 9. apríl 2013 blekkt starfsmann verslunarinnar Otto B. Arnar ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði hringdi í verslunina undir því yfirskyni að hann væri að starfa fyrir [...] og að annar starfmaður myndi koma í verslunina og skoða plastkortaprentara. Ákærði mætti síðar í verslunina og sveik út eftirfarandi vörur fyrir samtals kr. 327.794 og þegar innheimtuaðgerðir hófust þá sagðist ákærði heita Jóhann og vera gjaldkeri félagsins sem var til þess fallið að villa um fyrir starfsmönnum verslunarinnar en aldrei var greitt fyrir úttektina:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

9. apr. 2013

Plastkortaprentari o.fl.

327.794

                                                                        Samtals kr. 327.794

q.

Með því að hafa þann 10. apríl 2013 blekkt starfsmann Málningarvara ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði kom í verslunina og sendi síðan tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem farið var fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 175.804 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

30. apr. 2013

Bónvél og bónvörur

109.671

2

8. maí. 2013

Verkfærataska

  66.131

                                                                        Samtals kr. 175.804

r.

Með því að hafa í apríl 2013 með blekkingum fengið útgefið úttektarkort hjá N1 hf., kt. [...], til [...] ehf. en ákærði sótti um viðskiptamannakort á vefsíðu félagsins þar sem hann gaf upp netfangið johann.sig77@gmail.com, sem var til þess fallið að draga dul á hver stæði að baki viðskiptunum, og var fallist á umsóknina og ákærða afhent kort sem hann notaði til að svíkja út vörur að samtals fjárhæð kr. 56.657 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

17. apr. 2013

N1 sjálfsali Ásvöllum

13.185

2

18. apr. 2013

N1 Hringbraut

5.374

3

18. apr. 2013

N1 Hringbraut

5.385

4

20. apr. 2013

N1 Salavegi

9.826

5

22. apr. 2013

N1 Bíldshöfða

11.540

6

23. apr. 2013

N1 Ártúnshöfða

600

7

23. apr. 2013

N1 Höldur Skeifan

3.162

8

24. apr. 2013

N1 Ártúnshöfða

566

9

24. apr. 2013

N1 Vatnagörðum

1.802

10

28. apr. 2013

N1 Stórahjalla

5.217

                                                                        Samtals kr. 56.656

s.

Með því að hafa í apríl 2013 blekkt starfsmann Bílanausts ehf., kt. [...], til að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði mætti í verslunina þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 422.646 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Munir

Fjárhæð

1

18. apr. 2013

Verkfærakassi o.fl.

85.146

2

19. apr. 2013

Handstöð o.fl.

103.800

3

23. apr. 2013

Handstöð o.fl.

103.800

4

8. maí. 2013

Rafmagnsvespa

129.900

                                                                        Samtals kr. 422.646

t.

Með því að hafa þann 23. apríl 2013 blekkt starfsmann Höldurs ehf., kt. [...], rekstrarleyfishafa Europcar á Íslandi, til að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst í nafni Jóhanns Sigurðssonar þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út afnot af bílaleigubifreiðum fyrir samtals kr. 843.465 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Skráningarnúmer

Fjárhæð

1

27. apr. 2013

OG-N19

267.571

2

6. maí. 2013

FO-B30

119.305

3

19. maí. 2013

YS-T09

54.680

4

19. maí. 2013

DK-Y72

58.365

5

23. maí. 2013

OG-N19

198.990

6

29. maí. 2013

YI-Y51

39.159

7

29. maí. 2013

LR-N48

105.395

                                                                        Samtals kr. 843.465

 

 

u.

Með því að hafa í apríl 2013 með blekkingum fengið útgefið úttektarkort frá Bónus hf., kt. [...], en ákærði sótti um úttektarkort á vefsíðu Bónus fyrir [...] ehf. þar sem hann gaf upp netfangið johann.sig.77@gmail.com, sem var til þess fallið að draga dul á hver stæði að baki viðskiptunum, og var fallist á umsóknina og ákærða afhent kort sem hann notaði til að svíkja út vörur að samtals fjárhæð kr. 60.517 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

2

8. maí. 2013

Bónus Skútuvogi

17.033

3

25. maí. 2013

Bónus Smáratorgi

43.484

                                                                           Samtals kr. 60.517

ú.

Með því að hafa þann 2. maí 2013 blekkt starfsmann Tengils ehf, kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði mætti í verslunina þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik í kjölfarið út vörur fyrir samtals kr. 669.522 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

2. maí. 2013

Tölvur o.fl.

453.900

2

2. maí. 2013

Þrífótur

22.491

3

3. maí. 2013

Gopro o.fl.

193.131

                                                                        Samtals kr. 669.522

v.

Með því að hafa þann 8. maí 2013 blekkt starfsmann Ísmar ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst á verslunina þar sem hann fór fram á viðskiptin og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út vörur fyrir samtals kr. 673.646 í eftirfarandi tilviki:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

13. maí. 2013

Hitamyndavél o.fl.

673.646

                                                                        Samtals kr. 673.646

w.

Með því að hafa þann 15. maí 2013 með blekkingum fengið útgefið úttektarkort hjá Atlantsolíu ehf., kt. [...], til [...] ehf. en ákærði sótti um viðskiptakort á vefsíðu Atlantsolíu fyrir [...] ehf., kt. [...], þar sem hann gaf upp netfangið johann.sig77@gmail.com, sem var til þess fallið að draga dul á hver stæði að baki viðskiptunum, og var fallist á umsóknina og ákærða afhent kort sem hann notaði til að svíkja út vörur að samtals fjárhæð kr. 46.934 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

28. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

   635

2

28. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

5.000

3

28. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

4.830

4

29. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

6.618

5

29. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

1.424

6

29. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

            15.000

7

30. maí. 2013

Atlantsolía Skúlagötu

4.134

8

31. maí. 2013

Atlantsolía Búðakór

            10.000

9

31. maí. 2013

Atlantsolía Búðakór

   473

                                                                           Samtals kr. 48.114

 

Telst háttsemin þessi varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

007-2013-27111

 

                                                                                                                                                                                   V.

 

Eignaspjöll með því að hafa á tímabilinu 8. maí til 31. maí 2013 valdið skemmdum á bifreiðinni BJ-D20, sem ákærði hafði komist yfir með fjársvikum frá Alp hf., kt. [...], líkt og greinir í c-lið í ákærukafla IV., með því að koma fyrir án heimildar ljósabúnaði og sírenum í bifreiðinni þannig að skemmdir hlutust af á mælaborði og innréttingu á afturhlera sem og á plasthlíf fremst í vélarrúmi. Nam kostnaður af viðgerð kr. 82.739.

Telst þessi háttsemi varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

007-2013-27111

                                                                                                                                                                                VI.

 

Fjársvik og tilraun til fjársvika með því að hafa dagana 12. og 13. apríl 2013 blekkt starfsmenn Smáralindar ehf., kt. [...], til þess að heimila [...] ehf., kt. [...], reikningsviðskipi og þannig svikið út gjafakort fyrir samtals kr. 1.000.000. Ákærði mætti á skrifstofu Smáralindar og óskaði eftir því að [...] fengi útgefin gjafakort í reikningsviðskiptum án þess að hafa heimild til að skuldbinda félagið. Ákærði notaði gjafakortin til vöruúttekta fyrir samtals kr. 99.990 en tókst ekki að komast yfir frekari varning þar sem starfsmenn Smáralindar urðu áskynja hvers var og létu loka kortunum síðdegis 13. apríl 2013. Vöruúttektir ákærða sundurliðast sem hér segir:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

12. apr. 2013

Epli verslun

79.990

2

13. apr. 2013

Útilíf

20.000

                                                            Samtals kr. 99.990

Telst þessi háttsemi varða við 248. gr. og 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-27111

 

                                                                                                                                                                             VII.

 

Fjársvik með því að hafa á tímabilinu apríl til og með nóvember 2012 blekkt starfsfólk eftirtaldra fyrirtækja til þess að heimila reikningsviðskipti við Eignarhaldsfélagið Voga ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið í té vörur og þjónusta með gjaldfresti án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda Voga. Með þessum hætti sveik ákærði út vörur og þjónustu, samtals að verðmæti kr. 1.597.401, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra, svo sem rakið er:

a.

Með því að hafa þann 24. apríl 2012 blekkt starfsmann Foodco, kt. [...], rekstaraðila American Style, til þess að heimila Eignarhaldsfélaginu Vogum ehf., reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst á Foodco þar sem óskað var viðskiptanna og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út veitingar fyrir samtals kr. 27.979 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

30. apr. 2012

American Style Nýbýlavegi

5.994

2

10. maí. 2012

American Style Bíldshöfða

3.755

3

13. maí. 2012

American Style Nýbýlavegi

1.395

4

15. maí. 2012

American Style Tryggvagötu

4.845

5

21. maí. 2012

American Style Nýbýlavegi

4.095

6

22. maí. 2012

American Style Nýbýlavegi

3.180

7

29. maí. 2012

American Style Nýbýlavegi

3.180

8

10. júl. 2012

American Style Nýbýlavegi

1.535

                                                                                    Samtals kr. 27.979     

á.

Með því að hafa í apríl 2012 blekkt starfsmann Cintamani ehf., kt. [...], til þess að heimila Eignarhaldsfélaginu Vogum ehf. reikningsviðskipti en ákærði fór fram á viðskiptin gagnvart Cintamani og var fallist á beiðni ákærða sem sveik úr vörur fyrir samtals kr. 1.124.320 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

25. apr. 2012

Austurhrauni

156.960

2

26. apr. 2012

Austurhrauni

267.940

3

26. apr. 2012

Austurhrauni

80.970

4

28. apr. 2012

Austurhrauni

19.980

5

1. maí. 2012

Smáralind

44.980

6

1. maí. 2012

Smáralind

39.980

7

1. maí. 2012

Smáralind

19.990

8

2. maí. 2012

Smáralind

239.700

9

2. maí. 2012

Austurhrauni

104.960

10

2. maí. 2012

Austurhrauni

19.990

11

7. maí. 2012

Kringlunni

128.870

                                                            Samtals  kr. 1.124.320

b.

Með því að hafa í apríl og maí 2012 blekkt starfsmenn Þrjúbíó ehf., kt. [...], til þess að heimila úttektir á bíómiðum og svikið þannig út þjónustu fyrir samtals kr. 46.900. Ákærði framvísaði úttektarbeiðnum í miðasölu þar sem fram kom að Eignarhaldsfélagið Vogar ehf. var úttektaraðili án þess þó að félagið nyti nokkurrar fyrirgreiðslu hjá Þrjúbíó ehf. Fallist var á beiðni ákærða sem tók út bíómiða í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

30. apr. 2012

Smáralind

15.000

2

30. apr. 2012

Smáralind

3.900

3

22. maí. 2012

Smáralind

8.000

4

22. maí. 2012

Smáralind

20.000

                                                            Samtals kr. 46.900

c.

Með því að hafa í maí 2012 blekkt starfsmenn SS Bílaleigu ehf., kt. [...], til þess að heimila Eignarhaldsfélaginu Vogum ehf. reikningsviðskipti en ákærði sendi tölvupóst og ræddi við starfsmenn símleiðis þar sem óskað var eftir viðskiptunum og var fallist á beiðni ákærða sem sveik út afnot af bílaleigubifreiðum fyrir samtals kr. 251.717 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Bílaleigubifreið

Fjárhæð

1

24. maí. 2012

FL-H64

59.710

2

7. jún. 2012

BT-Y43

106.116

3

11. jún. 2012

FV-P30

85.891

                                                            Samtals kr. 251.717

d.

Með því að hafa þann 30. apríl 2012 blekkt starfsmann Tanksins ehf., kt. [...], rekstrarleyfishafa TGI Fridays á Íslandi, til þess að heimila Eignarhaldsfélaginu Vogum ehf. reikningsviðskipti en ákærði mætti á staðinn þar sem hann óskaði eftir viðskiptunum og var fallist á beiðni ákærða sem sveik í kjölfarið út veitingar fyrir samtals kr. 43.300 í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

30. apr. 2012

Smáralind

7.300

2

8. maí. 2012

Smáralind

8.800

3

9. maí. 2012

Smáralind

8.920

4

11. maí. 2012

Smáralind

6.140

5

14. maí. 2012

Smáralind

7.380

6

16. maí. 2012

Smáralind

4.760

                                                                 Samtals kr. 43.300

ð.

Með því að hafa á tímabilinu apríl til og með júlí 2012 blekkt starfsmenn Sam-félagsins ehf., kt. [...], rekstraraðila Sambíóanna, til þess að heimila úttektir og svikið þannig út vörur og þjónustu fyrir samtals kr. 103.185. Ákærði framvísaði úttektarbeiðnum í miðasölu þar sem fram kom að Eignarhaldsfélagið Vogar ehf. var úttektaraðili án þess þó að félagið nyti nokkurrar fyrirgreiðslu hjá Sam-félaginu ehf. Fallist var á beiðni ákærða sem tók út bíómiða í eftirfarandi tilvikum:

Tilvik

Dagsetning

Keypt

Fjárhæð

1

29. apr. 2012

Bíókort

24.650

2

29. apr. 2012

Popp og kók

5.000

3

29. apr. 2012

Sælgæti

1.305

4

2. maí. 2012

Bíómiðar

6.250

5

6. maí. 2012

Bíómiðar

4.950

6

6. maí. 2012

Bíómiðar

8.250

7

6. maí. 2012

3D Gleraugu

8.980

8

10. maí. 2012

Bíómiðar

12.500

9

13. maí. 2012

Bíómiðar

8.800

10

14. maí. 2012

Bíómiðar

12.500

11

1. júl. 2012

Bíómiðar

10.000

                                                            Samtals kr. 103.185

Telst þessi háttsemi varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

007-2013-29204

                                                                                                                                                                          VIII.

 

Fjársvik en til vara umboðssvik með því að hafa á tímabilinu 24. febrúar til 12. apríl 2012 í alls 4 skipti, svikið út vörur, samtals að andvirði kr. 175.200, í Saga Shop verslunum um borð í flugvélum Icelandair hf., [...], með því að framvísa í blekkingarskyni greiðslukorti, nr. [...], sem ákærði hafði fengið útgefið, þrátt fyrir að hafa eingöngu að hámarki kr. 25.000 heimild á kortinu sem jafnframt var að fullu nýtt í hvert skipti sem kortinu var framvísað, en ákærði nýtti sér þannig að greiðslukortavélar um boð í flugvélunum voru ótengdar síma og starfsmenn gátu því ekki kannað heimild til úttekta jafnóðum. Tilvikin sundurliðast með eftirfarandi hætti en ákærði greiddi eingöngu kr. 15.000 til baka til Icelandair hf. vegna vöruúttektanna:

Tilvik

Dagsetning

Skýring

Fjárhæð

1

24. feb. 2012

Greiðsla til Saga Shop

12.600

2

29. feb. 2012

Greiðsla til Saga Shop

 26.000

3

17. mar. 2012

Greiðsla til Saga Shop

 52.000

4

12. apr. 2012

Greiðsla til Saga Shop

 84.600

                                                                        Samtals kr. 175.200

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-5876

                                                                                                                                                                                IX.

 

Fjársvik með því að hafa í mars 2012 blekkt starfsmenn Bílaleigu Flugleiða ehf., kt. [...], rekstrarleyfishafa Hertz á Íslandi, til þess að heimila reikningsviðskipti við Byggingafélagið Sólhof ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið té bílaleigubifreiðar til afnota með gjaldfresti án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda Sólhof. Með þessum hætti sveik ákærði út þjónustu, samtals að verðmæti kr. 1.137.810, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra, svo sem rakið er en ákærði greiddi samtals kr. 360.528 vegna úttektanna:

Tilvik

Dagsetning

Skráningarnúmer

Fjárhæð

1

11. mar. 2012

ZE-M69

   97.772

2

11. mar. 2012

RH-N86

   17.365

3

13. mar. 2012

BX-U35

   58.433

4

16. mar. 2012

ZE-M69

   83.302

5

13. apr. 2012

TK-S34

    2.569

6

24. apr. 2012

AL-V07

  43.589

7

1. maí. 2012

UA-K28

215.425

8

10. maí. 2012

IO-T-17

  60.699

9

12. maí. 2012

HD-E03

  94.426

10

21. maí. 2012

GE-V56

139.833

11

22. maí. 2012

SM-M62

119.416

12

28. maí. 2012

EE-P68

122.368

13

29. maí. 2012

DXZ-87

   82.613

                                                            Samtals kr. 1.137.810

Telst háttsemin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

007-2013-29204

                                                                                                                                                                                   X.

 

Fjársvik með því að hafa í júní 2012 blekkt starfsmann Alp hf., kt. [...], rekstarleyfishafa Avis á Íslandi, til þess að heimila reikningsviðskipti við [...] ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið í té bílaleigubifreiðar til afnota með gjaldfresti án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda [...]. Ákærði fyllti út rafræna umsókn á vefsíðu bílaleigunnar og fór fram á viðskiptin af hálfu [...] sem fallist var á og fóru frekari samskipti við ákærða fram í tölvupósti þar sem hann lést vera B, hluthafi [...]. Með þessum hætti sveik ákærði út þjónustu, samtals að verðmæti kr. 2.207.587, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra. Á tímabilinu 29. október 2012 til 1. febrúar 2013 ráðstafaði ákærði samtals kr. 1.006.010 til bílaleigunnar vegna framangreindra fjársvika en til þess nýtti ákærði fjármuni sem hann hafði komist yfir með sviksamlegum hætti, líkt og greinir í ákærukafla XV. Afnot bílaleigubifreiðanna sundurliðast með eftirfarandi hætti:

Tilvik

Dagsetning

Bifreið

Fjárhæð

1

21. jún. 2012

LB-E96

24.540

2

2. júl. 2012

VP-K67

39.200

3

3. júl. 2012

OT-V70

97.082

4

9. júl. 2012

HS-D64

26.473

5

12. júl. 2012

JY-A60

20.110

6

13. júl. 2012

TO-D73

7.758

7

15. júl. 2012

DF-Y49

150.106

8

2. ágú. 2012

NP-Z30

20.666

9

9. ágú. 2012

DF-Y49

96.771

10

9. ágú. 2012

UX-B67

21.871

11

15. ágú. 2012

ZS-N14

28.923

12

8. sep. 2012

DF-Y49

600.843

13

17. sep. 2012

BY-S70

7.713

14

23. sep. 2012

GF-Z95

12.122

15

27. sep. 2012

UX-B67

722.152

16

30. sep. 2012

GE-T15

154.095

17

15. ágú. 2012

EA-Z38

177.162

                                                            Samtals kr. 2.207.587

Telst háttsemin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-33793

                                                                                                                                                                                XI.

 

Skjalafals með því að hafa þann 4. október 2012 útbúið og framvísað gagnvart starfsmanni Alp ehf., kt. [...], falsaðri yfirlýsingu um uppgjör skulda, vegna afnota á bílaleigubifreiðum sem fengust með fjársvikum, líkt og greinir í ákærukafla X., en ákærði falsaði áritun B, fyrir hönd [...] ehf. sem greiðanda, og áritun móður sinnar, C, sem sjálfskuldarábyrgðarmanns.

Telst háttsemin varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  

007-2013-33793

                                                                                                                                                                             XII.

 

Fjársvik með því að hafa í júní 2012 blekkt starfsmann Skeljungs hf., kt. [...], til þess að heimila reikningsviðskipti við [...] ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið í té vörur og þjónusta með gjaldfresti án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda [...]. Ákærði sendi tölvupóst í nafni B, hlutahafa [...], til starfsmanns Skeljungs þar sem farið var fram á viðskiptin og var fallist á beiðnina. Með þessum hætti sveik ákærði út vörur og þjónustu í eftirfarandi tilvikum, samtals að verðmæti kr. 189.450, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra en vegna mistaka forsvarsmanns [...] voru greiddir reikningar til Skeljungs, samtals að fjárhæð kr. 157.753, með tilheyrandi tjóni fyrir [...]:

Tilvik

Dagsetning

Kort

Fjárhæð

1

jún. 2012

7482

5.321

2

jún. 2012

7474

39.693

3

jún. 2012

7466

38.881

4

júl. 2012

7474

51.676

5

júl. 2012

7466

22.182

6

nóv. 2012

7474

31.697

                                                                        Samtals  kr. 189.450

Telst háttsemin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  007-2013-33793

                                                                                                                                                                          XIII.

 

Fjársvik en til vara fjárdrátt með því að hafa á tímabilinu 18. október 2012 til 22. október 2012 blekkt D til að millifæra, í þremur mismunandi greiðslum, samtals kr. 390.000, á bankareikning ákærða nr. [...] í MP banka hf. Ákærði taldi honum ranglega trú um að hann ætlaði að opna bankareikning fyrir D hjá HSBC Private Bank (Luxembourg) SA sem myndi bera mjög háa vexti og að D fengi jafnframt greiðslukort til úttekta af reikningnum en ákærði kvaðst geta komið á viðskiptunum þar sem að hann væri sjálfur í verulegum viðskiptum við bankann. Bankareikningurinn var hins vegar aldrei stofnaður og nýtti ákærði án heimildar fjármunina í eigin þágu að frátöldum kr. 30.000 sem hann millifærði til baka þann 14. janúar 2013.

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-17376

                                                                                                                                                                          XIV.

 

Fjársvik en til vara fjárdrátt með því að hafa þann 20. nóvember 2012 blekkt E til að millifæra kr. 1.000.000 á bankareikning ákærða nr. [...] í MP banka hf. Ákærði taldi honum ranglega trú um að hann ætlaði að opna bankareikning fyrir E hjá HSBC Private Bank (Luxembourg) SA sem jafnframt myndi bera hátt í 20% mánaðarlega vexti og lét E fylla út umsóknareyðublöð vegna reikningsins sem og vegna greiðslukorts sem sagt var til úttekta af reikningnum en ákærði kvaðst geta komið á viðskiptunum þar sem að hann ætti sjálfur verulega fjármuni í bankanum. Bankareikningurinn var hins vegar aldrei stofnaður og nýtti ákærði án heimildar fjármunina í eigin þágu.

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-4170

                                                                                                                                                                             XV.

 

Fjársvik en til vara fjárdrátt með því að hafa á tímabilinu 29. október til 28. nóvember 2012 blekkt F til að millifæra samtals kr. 2.400.000 á bankareikning ákærða nr. [...] í MP banka hf. Ákærði taldi F ranglega trú um að fjármununum skyldi annars vegar vera ráðstafað til greiðslu á lífvarðanámskeiði erlendis á vegum Knight Academy fyrir F og G, samtals kr. 2.000.000, sem millifært var dagana 29. október, kr. 1.400.000, og 5. nóvember, kr. 600.000, og hins vegar vegna bankareiknings sem ákærði kvaðst ætla opna fyrir F hjá HSBC Private Bank (Luxembourg) SA, kr. 400.000, sem millifært var þann 28. nóvember, en ákærði lét F fylla út umsóknareyðublöð þess efnis sem og vegna greiðslukorts sem ákærði sagði að væri til úttekta af reikningnum. Ákærði kvaðst gegn betri vitund geta komið á viðskiptunum þar sem hann ætti sjálfur verulega fjármuni í bankanum. Fjármunirnir skiluðu sér þó aldrei til þeirra verkefna sem þeim var ætlað heldur voru nýttir án heimildar í þágu ákærða.

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-4170

                                                                                                                                                                          XVI.

 

Fjársvik en til vara fjárdrátt með því að hafa á tímabilinu 29. nóvember 2012 til 11. janúar 2013 blekkt G til að millifæra samtals kr. 1.000.000 á bankareikning ákærða nr. [...]  í MP banka hf. Ákærði taldi G ranglega trú um að hann ætlaði að opna bankareikning fyrir G hjá HSBC Private Bank (Luxembourg) SA sem jafnframt myndi bera hátt í 20% vexti. Þann 29. nóvember 2012 millifærði G kr. 300.000 á bankareikning ákærða og eftir að ákærði hafði látið G fylla út umsóknareyðublöð vegna reikningsins sem og vegna greiðslukorts, er ætlað var til úttekta af bankareikningnum, millifærði G þann 11. janúar 2013 kr. 700.000 á bankareikning ákærða. Ákærði stofnaði hins vegar aldrei til bankaviðskiptanna fyrir G heldur nýtti fjármunina án heimildar í eigin þágu.

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2013-4170

 

                                                                                                                                                                       XVII.

 

Fjársvik en til vara fjárdrátt með því að hafa á tímabilinu 4. mars til 4. nóvember 2011 með blekkingum fengið H, forstjóra vefverslunarinnar Spreadshirt, til að millifæra samtals kr. 6.792.509 á bankareikninga ákærða hjá annars vegar Arion banka, nr. [...], og hins vegar hjá Íslandsbanka hf., nr. [...], sem safnast höfðu vegna sölu á vörum til styrktar [...] samtökunum á vefsíðu Spreadshirt (www.spreadshirt.com). Ákærði sem starfaði sem sjálfboðaliði fyrir [...] sendi tölvupóst þann 27. febrúar 2011 til H í nafni K, forsvarsmanns [...] samtakanna, þar sem vísað var til ákærða sem „S“ og ranglega fullyrt að hann nyti fullrar heimildar til meðferðar fjármuna vegna sölu muna á vef Spreadshirt. Fjármununum var ætlað að renna inn á reikning Sunshine Press Productions ehf., kt. [...], nr. [...], í Landsbankanum hf., sem lýtur m.a. stjórn forsvarsmanna [...], þeirra K og I, þar sem fyrirhugað var að ráðstafa þeim til verkefna á vegum [...]. Ákærði lét hins vegar H greiða ávinning af sölunni, 40.895,15 USD og 13.302,60 EUR, samtals kr. 6.792.509, á ofangreinda bankareikninga og nýtti í kjölfarið féð án heimildar í eigin þágu en færslurnar sundurliðast sem hér segir:

Tilvik

Dagsetning

Dollar

Evrur

Krónur

Banki

1

4. mar.11

5.151,09

 586.213

Arion banki hf.

2

4. mar.11

1.488,61

238.958

Arion banki hf.

3

17. mar.11

12.737,10

  1.448.430

Arion banki hf.

4

21. mar.11

2.875,83

463.343

Arion banki hf.

5

14. apr.11

1.726,24

278.737

Arion banki hf.

6

18. apr.11

6.664,38

751.106

Arion banki hf.

7

17. maí.11

3.173,69

361.134

Arion banki hf.

8

20. maí.11

1.601,70

261.314

Arion banki hf.

9

14. jún.11

1.784,36

202.330

Arion banki hf.

10

20. jún.11

1.096,42

180.069

Arion banki hf.

11

12. júl.11

1.993,30

228.784

Arion banki hf.

12

14. júl.11

   602,40

   99.053

Arion banki hf.

13

2. ágú.11

2.997,12

339.962

Arion banki hf.

14

5. ágú.11

  867,44

142.159

Arion banki hf.

15

1. sep.11

1.891,26

211.544

Arion banki hf.

16

2. sep.11

  626,38

101.409

Arion banki hf.

17

3. okt.11

1.989,30

231.462

Arion banki hf.

18

7. okt.11

1.296,11

205.045

Íslandsbanki hf.

19

14. okt.11

   599,77

   95.213

Íslandsbanki hf.

20

1. nóv.11

2.513,55

284.165

Arion banki hf.

21

4. nóv.11

    521,70

   82.079

Íslandsbanki hf.

                                                40.895,15       13.302,60   6.792.509

Telst háttsemin varða við 248. gr. en til vara við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 007-2012-34231

                                                                                                                                                                    XVIII.

 

Fjársvik með því að hafa í september 2011 blekkt starfsmann Höldurs ehf., kt. [...], rekstrarleyfishafa Europcar á Íslandi, til að heimila reikningsviðskipti við Járngerði ehf., kt. [...], en á þeim grundvelli var ákærða eða öðrum fyrir hans hönd látið í té bílaleigubifreiðar til afnota með gjaldfresti án þess að ákærði hefði heimild til að skuldbinda Járngerði. Ákærði hafði samband símleiðis og óskaði eftir viðskiptunum og var fallist á beiðni ákærða. Með þessum hætti sveik ákærði út þjónustu í eftirfarandi tilvikum, samtals að verðmæti kr. 3.059.054, sem hann nýtti í eigin þágu eða annarra en ákærði lét þrívegis greiða til Höldurs ehf. alls samtals kr. 506.756 vegna úttektanna:

Tilvik

Dagsetning

Skráningarnúmer

Fjárhæð

1

6. sep. 2013

EO-B34

209.959

2

13. sep. 2011

GU-A98

684.668

3

23. des. 2011

GU-A98

387.750

4

15. jan. 2012

IC-X37

210.706

5

21 .jan. 2012

AS-H40

237.000

6

26. jan. 2012

FJ-J96

91.612

7

27. jan. 2012

JD-V59

18.118

8

29. jan. 2012

DR-A63

117.200

9

1. feb. 2012

DT-U60

102.420

10

4. feb. 2012

EO-B34

160.822

11

6. feb. 2012

VR-K58

13.181

12

8. feb. 2012

YP-S26

38.418

13

30. nóv. 2012

EO-B34

787.200

                                                              Samtals kr. 3.059.054

Telst háttsemin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  007-2013-29204

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Einkaréttarkröfur: Þá gera eftirgreindir aðilar kröfu um greiðslu skaðabóta:

Vegna ákærukafla I:

Erla Skúladóttir hdl., gerir þá kröfu f.h. ÁTVR að ákærði verði dæmdur til að greiða umbjóðanda hennar skaðabætur að fjárhæð kr. 6.539, auk vaxta samkvæmt 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð,- frá 17. janúar 2014 til 3. mars 2014. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar, kr. 22.000,- auk vsk. Þá er krafist viðbótarkostnaðar komi til aukinnar vinnu undir rekstri málsins.

Vegna ákærukafla II:

Erla Skúladóttir hdl., gerir þá kröfu f.h. ÁTVR að ákærði verði dæmdur til að greiða umbjóðanda hennar skaðabætur að fjárhæð kr. 13.408, auk vaxta samkvæmt 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð,- frá 17. janúar 2014 til 3. mars 2014. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar, kr. 22.000,- auk vsk. Þá er krafist viðbótarkostnaðar komi til aukinnar vinnu undir rekstri málsins.

Vegna ákærukafla III:

Bjarki Þór Sveinsson hdl. gerir þá kröfu f.h. A, kt. [...], að ákærði verði dæmdur til að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð kr. 1.130.500 auk dráttarvaxta frá 6. október 2013 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu.

Vegna ákærukafla  IV:

c.

Hjálmar Þröstur Pétursson, framkvæmdastjóri, gerir þá kröfu f.h. ALP hf. að ákærði verði dæmdur til að greiða hlutafélaginu kr. 2.539.213- auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá útgáfudegi reiknings (gjalddaga) til greiðsludags.

 

ð.

Daði Ólafsson hdl. gerir þá kröfu f.h. Brimborgar ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða einkahlutafélaginu kr. 534.230- ásamt dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 216.563- frá 20.04.2013 til 20.05.2013, af kr. 380.564- frá 20.05.2013 til 20.06.2013, og af kr. 534.230- frá 20.06.2013 til greiðsludags.

e.

Erla Skúladóttir hrl. gerir þá kröfu f.h. Nýherja hf. að ákærði verði dæmdur til að greiða hlutafélaginu kr. 88.543- auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 af þessari fjárhæð frá tjónsdegi, 30. apríl 2013 til 27. júlí 2013 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1.mgr. 6. gr., sömu laga mánuði frá þeim degi til greiðsludags.

f.

Friðbjörn Garðarsson hrl. gerir þá kröfu f.h. Löðurs ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða einkahlutafélaginu kr. 167.495- auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. apríl til 3. ágúst 2013 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags.

m.

Finnur Árnason, forstjóri, gerir þá kröfu f.h. Hagkaup hf. að ákærði verði dæmdur til að greiða hlutafélaginu kr. 295.556- auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 20.05.2013, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

o.

Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri, gerir þá kröfu f.h. Radíóraf ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða einkahlutafélaginu kr. 208.147- auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi þann 09.04.2013 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

ó.

Lilja Guðmundsdóttir, innkaupastjóri, gerir þá kröfu f.h. KFC hf. að ákærði verði dæmdur til að greiða hlutafélaginu kr. 28.806.

u.

Finnur Árnason, forstjóri, gerir þá kröfu f.h. Bónus hf. að ákærði verði dæmdur til að greiða hlutafélaginu kr. 60.517- auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 25.05.2013, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

w.

Símon Kjærnested, fjármálastjóri, gerir þá kröfu f.h.Atlantsolíu ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða einkahlutafélaginu kr. 46.934- auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi sem var 31.5.2013 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

Vegna ákærukafla VI:

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri, gerir þá kröfu f.h. Smáralindar ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða kr. 99.990 auk dráttarvaxta og allan þann innheimtukostnað sem fellur til vegna innheimtu kröfunnar samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá tjónsdegi sem var 18.4.2013 til greiðsludags.

Vegna ákærukafla VII:

c.

Sverrir Sverrisson gerir þá kröfu f.h. SS Bílaleigu ehf. að ákærði verði dæmdur til að greiða félaginu skaðabætur að fjárhæð kr. 251.717 auk vaxta, samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 20. júlí 2012 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags.

Vegna ákærukafla X:

Gunnar Óskarsson gerir þá kröfu f.h. Alp hf. að ákærði verði dæmdur til þess að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð kr. 1.103.260 auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

 

 

Vegna ákærukafla XIII:

J, kt. [...], gerir þá kröfu f.h. D, kt. [...], að ákærði verði dæmdur til að endurgreiða D samtals kr. 360.000 og vísast til gagna málsins hvað þetta varðar. Einnig er gerð krafa um vexti samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi þann 18.10.2012, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.

Vegna ákærukafla XIV:

Guðjón Ólafur Jónsson hrl. gerir þá kröfu f.h. E, kt. [...], að ákærði verðir dæmdur til að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð kr. 1.125.500 (einmilljóneitthundraðtuttuguogfimmþúsundogfimmhundruð0/00) auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 frá 20. nóvember 2012, til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi.

Vegna ákærukafla XV:

Guðjón Ólafur Jónsson hrl. gerir þá kröfu f.h. F, kt. [...], að ákærði verðir dæmdur til að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð kr. 2.525.500 (tværmilljónirfimmhundruðtuttuguogfimmþúsundogfimm-hundruð0/00) auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 af kr. 400.000 frá 28. nóvember 2012 til 29. janúar 2013 en af kr. 2.400.000 frá þeim degi til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi.

Vegna ákærukafla XVI:

Guðjón Ólafur Jónsson hrl. gerir þá kröfu f.h. G, kt. [...], að ákærði verðir dæmdur til að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð kr. 1.125.500 (einmilljóneitthundraðtuttuguogfimmþúsundogfimmhundruð0/00) auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 af kr. 300.000 frá 29. nóvember 2012 til 11. janúar 2013, en af kr. 1.000.000 frá þeim degi til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er jafnframt krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi.

 

Vegna ákærukafla XVII:

Sigurmar K. Albertsson hrl., gerir þá kröfu f.h. Sunshine Press Productions ehf., kt. [...]/[...] að ákærði verði dæmdur til að greiða umbjóðanda hans skaðabætur að fjárhæð USD 40.895,15 og EUR 13.302,60.“

 

--ooOoo—

 

Mál þetta var þingfest 12. júní 2014. Ákærði mætti við þingfestinguna ásamt Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni sem var að ósk ákærða skipaður verjandi hans. Óskaði ákærði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargifta samkvæmt ákæru og var málinu við svo búið frestað til 18. ágúst. Þann dag neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt ákæruliðum I – XVIII. Þá var bókað í þingbók að skipaður verjandi myndi ekki nýta heimild ákærða til að skila skriflegri greinargerð af hans hálfu samkvæmt 165. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Enn fremur var bókað að krafist væri frávísunar á ákæruköflum I og II, ákærukafla IV, liðum a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v og w. Þá var gerð krafa um frávísun vegna ákærukafla V og hvað varðar ákærukafla VII þá var  gerð krafa um frávísun þar vegna stafliða a, á, b, c, d og ð. Einnig var gerð krafa um frávísun vegna ákærukafla IX og ákærukafla X. Að öðru leyti væri gerð krafa um sýknu í samræmi við afstöðu ákærða. Var málinu frestað til að ljúka gagnaöflun til 1. september 2014. Þann dag var ákveðið að munnlegur málflutningur vegna frávísunarkröfu ákærða færi fram 23. október 2014. Í þinghaldi í málinu þann dag var að ósk ákærða bókað að fallið væri frá kröfu um frávísun á öllum öðrum ákæruliðum en köflum I og II. Einnig var bókað að ákæruvaldið félli frá ákæruliðum I og II og þess getið að ákærði hefði gengist undir sátt vegna þeirra. Voru sakflytjendur sammála um að fresta málinu um sinn, eða til 6. nóvember 2014, til ákvörðunar um fyrirkomulag aðalmeðferðar í málinu. Vegna anna dómara var málið tekið fyrir degi síðar, 7. nóvember 2014. Þann dag lagði fulltrúi ákæruvaldsins fram vitnalista. Meðal vitna á listanum var K, skráður með dvalarstað í sendiráði Ekvador í London. Gerði ákæruvaldið ráð fyrir því að skýrsla yrði tekin af vitninu um síma með vísan til þess að vitnið ætti þess ekki kost að koma fyrir dóminn til skýrslugjafar. Skipaður verjandi ákærða mótmælti því að vitnið gæfi símaskýrslu og gerði kröfu um að vitnið yrði leitt fyrir dóminn. Vegna þessa ágreinings var sakflytjendum gefinn kostur á að flytja málið sem var að því loknu tekið til úrskurðar. Með úrskurði dómsins 14. nóvember 2014 var tekin til greina krafa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vitnið K gefi skýrslu fyrir dómi gegnum síma. Ákærði lýsti því yfir við uppkvaðningu úrskurðarins að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands í því skyni að honum yrði hnekkt. Úrskurður héraðsdóms var staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands 19. nóvember 2014 í málinu nr. 734/2014. Í þinghaldi í málinu degi síðar var fyrirkomulag aðalmeðferðar ákveðið og skyldi hún hefjast þriðjudaginn 2. desember 2014. Með tölvupósti frá verjanda ákærða til dómara 24. nóvember síðastliðinn var tilkynnt að ákærði vildi breyta frá fyrri afstöðu til sakargifta og játa sök samkvæmt köflum III-XVIII í ákæru. Við svo búið var boðað til þinghalds 26. nóvember síðastliðinn. Þann dag viðurkenndi ákærði undanbragðalaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru, það er köflum III – XVIII. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu í öllum tilvikum.

Með játningu ákærða, sem er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, er nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í köflum III. – XVIII. í ákæru. Er háttsemi ákærða réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Verður dómur lagður á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 6. febrúar 2014 dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þann 13. mars 2014 gekkst ákærði undir sáttir fyrir tvö brot gegn 244. gr. sömu laga og greiðslu sektar, samtals að fjárhæð 40.000 krónur. Brotavilji ákærða var einbeittur. Þá eru brot ákærða stórfelld, varða verulegar fjárhæðir og beindust í sumum tilvikum að einstaklingum sem urðu fyrir tilfinnanlegu fjártjóni. Er það virt ákærða til refsiþyngingar, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á móti kemur að ákærði var ungur að árum þegar hann framdi brotin, sbr. 4. tölulið 1. mgr. 70. gr. laganna. Refsingu ákærða fyrir brot þau sem hann er nú sakfelldur fyrir ber samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga að ákveða sem hegningarauka við áðurnefndan dóm frá 6. febrúar 2014. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða, sem ákveðin er samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Með vísan til 76. gr. sömu laga skal draga frá refsivistinni gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí 2014 til 7. júní 2014 og frá 1. nóvember 2014 til 22. desember 2014 með fullri dagatölu.  

 

 

Verður nú vikið að bótakröfum í málinu:

Dráttarvextir sem dæmdir eru reiknast í öllum tilvikum frá 30. júní 2014 en þá var mánuður liðinn frá birtingu allra bótakrafna fyrir ákærða samkvæmt birtu fyrirkalli.

Bótakröfur ÁTVR: Í málinu liggja fyrir tvær skaðabótakröfur brotaþola, ÁTVR, samtals að fjárhæð 19.947 krónur auk vaxta og kostnaðar, vegna háttsemi sem lýst er í I og II. kafla ákærunnar. Í þinghaldi í málinu 23. október 2014 féll ákæruvaldið frá greindum ákæruliðum þar sem ákærði hefði 13. mars 2014 undirgengist sátt um greiðslu sektar fyrir brotin. Samkvæmt því eru bótakröfur þessar byggðar á atvikum sem liggja utan ákæruefnis máls þessa og því verður ekki dæmt um kröfur ÁTVR í máli þessu og ber að vísa þeim frá dómi.

Bótakrafa A, kt. [...]. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í III. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða A 1.130.500 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Þá greiði ákærði A 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Alp hf. Bótakrafan er þannig úr garði gerð að hún uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ber að vísa henni frá dómi.

Bótakrafa Brimborgar ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, ð. lið og er dæmdur til að greiða Brimborg hf. 534.230 auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Þá greiði ákærði Brimborg hf. 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Nýherja hf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, e. lið ákæru og er dæmdur til að greiða Nýherja hf. 88.543 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði Nýherja hf. 106.675 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Löðurs ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, f. lið ákæru og er dæmdur til að greiða Löðri ehf. 167.495 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði Löðri ehf. 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Hagkaups hf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, m. lið ákæru og er dæmdur til að greiða Hagkaup hf. 295.556 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði Hagkaup hf. 40.000 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Radíóraf ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, o. lið ákæru og er dæmdur til að greiða Radíóraf ehf. 208.147 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði.

Bótakrafa KFC hf. Bótakrafan er þannig úr garði gerð að hún uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ber að vísa henni frá dómi.

Bótakrafa Bónuss hf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, u. lið ákæru og er dæmdur til að greiða Bónus hf. 60.517 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði Bónuss hf. 40.000 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Atlantsolíu ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í IV. kafla, w. lið ákærðu og er dæmdur til að greiða Atlantsolíu ehf. 46.934 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. 

Bótakrafa Smáralindar ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í VI. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða Smáralind ehf. 99.990 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði.

Bótakrafa SS Bílaleigu ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í VII. kafla, c. lið ákæru og er dæmdur til að greiða SS Bílaleigu ehf. 251.717 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði.

Bótakrafa ALP hf. Bótakrafan er þannig úr garði gerð að hún uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ber að vísa henni frá dómi.

Bótakrafa D. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í XIII. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða D, kt. [...] 360.000 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði.

Bótakrafa E. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í XIV. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða E, kt. [...], 1.125.500 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði E 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa F. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í XV. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða F, kt. [...] 2.525.500 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði F 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa G. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í XVI. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða G, kt. [...] 1.125.500 krónur auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði greiði G 125.500 krónur í málskostnað.

Bótakrafa Sunshine Press Productions ehf. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sem lýst er í XVII. kafla ákæru og er dæmdur til að greiða Sunshine Press Productions ehf. skaðabætur að fjárhæð USD 40.895,15 og EUR 13.302,60 krónur. Ekki er gerð krafa um vexti eða kostnað.

Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber ákærða að greiða sakarkostnað málsins sem er þóknun skipaðs verjanda ákærða, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, vegna vinnu hans í þágu ákærða bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Er þóknun verjanda ákveðin í einu lagi og þykir hæfilega ákveðin 3.074.750 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

D ó m s o r ð:

Ákærði, Sigurður Ingi Þórðarson, sæti fangelsi í 2 ár. Til frádráttar refsingu ákærða komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 31. maí 2014 til 7. júní 2014 og frá 1. nóvember 2014 til 22. desember 2014 með fullri dagatölu.  

Ákærði greiði eftirtöldum einstaklingum og lögaðilum skaðabætur:

A, kt. [...], 1.130.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2014 til greiðsludags og 125.500 krónur í málskostnað.

Brimborg hf., kt. [...], 534.230 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2014 til greiðsludags Þá greiði ákærði Brimborg hf. 125.500 krónur í málskostnað.

Nýherja hf., kt. [...], 88.543 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. apríl 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði Nýherja hf. 106.675 krónur í málskostnað.

Löðri ehf., kt. [...], 167.495 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. apríl 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludag. Ákærði greiði Löðri ehf. 125.500 krónur í málskostnað.

Hagkaup hf., kt. [...], 295.556 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. maí 2013 til 30. júní 204, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags og 40.000 krónur í málskostnað.

Radíóraf ehf., kt. [...], 208.147 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. apríl 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

Bónus hf., kt. [...], 60.517 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. maí 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags og 40.000 krónur í málskostnað.

Atlantsolíu ehf., kt. [...], 46.934 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. maí 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

Smáralind ehf., kt. [...], 99.990 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. apríl 2013 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

SS Bílaleigu ehf., kt. [...], 251.717 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. júlí 2012 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

D, kt. [...], 360.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. október 2012 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.

E, kt. [...], 1.125.500 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. nóvember 2012 til 30. júní 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði E 125.500 krónur í málskostnað.

F, kt. [...], 2.525.500 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 400.000 krónum frá 28. nóvember 2012 til 29. janúar 2013, en af 2.400.000 frá þeim degi til 30. júní 2014, en dráttarvöxtur samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði F 125.500 krónur í málskostnað.

G, kt. [...] 1.125.500 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 300.000 krónum frá 29. nóvember 2012 til 11. janúar 2013, en af 1.000.000 frá þeim degi til 30. júní 2014, en dráttarvöxtur samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði G 125.500 krónur í málskostnað.

Sunshine Press Productions ehf. USD 40.895,15 og EUR 13.302,60.

Bótakröfum ÁTVR, KFC og ALP hf. er vísað frá dómi.

Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hrl., 3.074.750 krónur.

 

Jón Höskuldsson