Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2. desember 2024 Mál nr. S - 2479/2024 : Ákæruvaldið ( Sonja Símonardóttir saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Þorgils Þorgilsson lögmaður ) (Guðrún Björg Birgisdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur Mál þetta var þingfest 18. nóvember 2024 og dómtekið sama dag. Málið höfðaði héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 17. október 2024 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , í fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, með því að hafa í eitt skipti á ótilgreindum tíma á árinu 2021, á heimili móður ákærða að , , þuklað utanklæða á lærum systurdóttur sinnar, A , kennitala 000000 - 0000 , og látið hana snerta beran getnaðarlim sinn, en stúlkan var þá 7 - 8 ára gömul. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa B , kt. 00000 0 - 0000 , fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, A , kt. 000000 - 0000 . Endanlegar dómkröfur hennar eru að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur fjárhæð 1.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. ska ðabótalaga nr. 50/1993, frá 14. apríl 2021, til þess dags er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að g reiða henni málskostnað. Ákærði kom fyrir dóm við þingfestingu málsins og játaði undanbragðalaust að hafa gerst semur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru, féllst á bótaskyldu og samþykkti fjárhæð endanlegrar bótakröfu. Var því farið með málið að hætti 164. gr. 2 laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnufærslu eftir að sækjandi, réttargæslumaður brotaþola og verjandi ákærða höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst þess að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi hans þóknunar vegna starfa sinna á rannsóknarstigi máls og fyrir dómi. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá hátt semi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru og þar þykir rétt heimfærð til 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þá játaði ákærði brot sitt gre iðlega bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og féllst á bótaskyldu. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því litið að ákærði er nú sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barnungri systurdóttur sinni. Að þessu virtu og með vísan til 1., 5., 8. og 9. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Umtalsverður og óútskýrður dráttur varð á bæði rannsókn og saksókn málsins sem ákærða verður ekki um kennt. Að því og öðru framansögðu gættu þy kir rétt að fullnustu refsingar verði frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennara hegningarlaga. Sem að framan greinir krefst móðir brotaþola fyrir hennar hönd miskabóta að fjárhæð 1 .000.000 króna með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum og hefur ákærði hvort tveggja fallist á bótaskyldu sem og fjárhæð umræddrar kröfu. Verður ákærði því með vísan til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 dæmdur til greiðslu miskabóta að umkrafinni fjárhæð ásamt umkröfuðum vöxtum og dráttarvöxtum. Bótakrafan var birt ákærða 29. október 2024 og ber tildæmd fjárhæð því vexti og dráttarvexti svo sem nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt greindum málsúrslitum verður ákærði í samræmi við 1. mgr . 235. gr. laga nr. 88/2008 dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talið þóknunar skipaðs verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sbr. a - lið 1. mgr. 233. gr. sömu laga. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir þóknun skipaðs verjan da ákærða, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, hæfilega ákveðin 451.360 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá þykir þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðrúnar Bjargar 3 Birgisdóttur lögmanns, með hliðsjón af hinu sama hæfilega ákveðin 225.680 krónur a ð meðtöldum virðisaukaskatti. Ekki leiddi annan sakarkostnað af málinu. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði B , fyrir hönd ólögráða dóttur hennar , A , 1.000.000 króna með v öxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. apríl 2021 til 29. nóvember 2024, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 677.040 krónur í sakarkostnað, sem samanstendur af 451.360 króna þóknun skipaðs verjanda hans, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, og 225.680 króna þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur lögmanns. Hulda Árnadóttir