Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. nóvember 2023 Má l nr. S - 3172/2023: Héraðssaksóknari (Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Arnari Birni Gíslasyni (Helgi Jóhannesson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 17. október sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðs - [...] , [...] , Reykjavík, fyrir nauðgun, með því að hafa að morgni sunnudagsins 20. febrúar 2022, á heimili A , kennitala [...] , að [...] , Reykjavík, án samþykkis A og með ofbeldi og ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við hana, en ákærði stakk fingrum ítrekað inn í leggöng hennar, lagðist ofan á hana, hélt henni niðri og hafði við hana samræði og kleip hana víðs vegar um líkamann á meðan á þessu stóð og skeytti því engu þó A segði honum ítrekað að hún vildi þetta ekki og bæði hann um að hætta, ýtti hendi hans í bur tu og öskraði af sársauka. Af þessu hlaut A roða og marbletti á brjóstum, bringu, ofanverðum upphandleggjum og hægra utanverðu læri og 1 cm langan skurð rétt fyrir utan leggangaop. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kennitala [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 3.500.000 auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 20. febrúar 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa 2 þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags auk greiðslu þóknunar við réttargæslu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts á I 1. Ákærði krefst þess að h ann verði sýknaður og að bótakröfu verði aðallega vísað frá dómi en til vara að bætur verði stórlega lækkaðar. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. II Málsatvik 2. Brotaþoli leitaði á Neyðarmóttöku 20. febrúar 2022 og var lögreglu þá tilkynnt um málið. Í skýrslu sem brotaþoli gaf í kjölfarið kom fram að hún hefði kynnst ákærða 10. febrúar 2022 á samskiptaforritinu [...] . Þau hefð u náð vel saman og oft spjallað saman síðan þá en hist í fyrsta sinn föstudaginn 18. febrúar 2022. Þau hafi þá gist saman en ekkert kynferðislegt h af i gerst á milli þeirra en þau mælt sér mót aftur kvöldið eftir. 3. Sagði brotaþoli að þegar atvik áttu sér stað hefði hún sótt ákærða rétt eftir miðnætti að faranótt sunnudagsins á [...] , þar sem hann hafi ekki getað náð í leigubifreið, og þau farið heim til hennar . H efði ákærði þá verið búinn að drekka áfengi og verið drukkinn. Hann hefði sagt henni frá því að hann hefði lent þar í slag eftir að hafa komið il la fram við stelpu og hefði komið í ljós að þetta var stelpa sem brotaþoli þekkti. Hafi ákærði verið með sár á lófanum eftir þessi slagsmál. Þau hefðu lagst upp í rúm og spjallað saman þar sem henni hefði liðið illa og hafi hún verið grátandi en sjálf h af i hún ekki verið undir neinum áhrifum. 4. Ákærði hefði síðan reynt að fara með höndina inn á hana , hún ýtt honum í burtu en hann alltaf reynt aftur. Þegar þetta gerðist hafi hún legið á bakinu og hann líklega á hliðinni. Kvaðst hún hafa verið í samfestingi með stuttbuxum og nærbuxum innan undir og hafi ákærða tekist að koma vinstri hendi sinni inn undir hægri buxnaskálm hennar og st ungið fingrum inn í leggöng hennar . V iti hún ekki hversu marga fingur hann hefði notað en þetta hefði verið mjög sárt. Væri hún með sár í leggöngunum eftir þetta og h efð i það sést við skoðun. Kvaðst hún ítrekað hafa reynt að ýta ákærða í burtu. Ákærði hefði síðan klætt sig úr nærbuxunum og hefði hún þá sagt við hann að þau væru ekki að fara að sofa saman. 3 Hann hefði engu svarað, la gst ofan á hana, dregið buxnaskálmina hennar til hliðar og stungið typpinu inn í píkuna á henni . Viti hún ekki hve lengi þetta hafi staðið yfir en hann h efð i hætt og byrjað aftur að fingra hana og gert það hratt og harkalega og klórað hana svo hún öskraði. Kvaðst hún ítrekað hafa beðið hann um að hætta en hann engu svarað og hundsað hana. Að lokum hafi hann hætt og lagst við hlið hennar og l átið eins og ekkert h efð i í skorist. 5. Brotaþoli kvaðst telja að það hefðu liðið um þrjár klukkustundir frá því þau kom u heim til hennar þar til þau fóru að sofa. Hann hefði klipið hana og slegið hana í eyrað en þar væri hún með tvö göt og hefði farið að blæða úr öðru þeirra. Hefði það gerst í ei nu af mörgu m tilvikum þegar hann hefði verið að gera lítið ú r henni. Kvaðst hú n hafa beðið ákærða um að biðjast afsökunar en hann þá gert lítið úr henni með því að apa allt eftir henni með breyttri rödd. Hann hefði síðan farið í símann og hún farið að sofa þegar klukkan var að verða fimm. H af i hún vonað að hann yrði farin n þegar hún vaknaði daginn eftir og svo reyndist vera. 6. Kvaðst brotaþoli eftir þetta hafa reynt að hafa samband við ákærða til að fá hann til að biðjast afsökunar og segja honum að samskiptum þeirra væri lokið . Ákærði hafi ekki svarað en áður höfðu þau alltaf verið í miklum samskiptum í gegnum Snapchat. Að lokum hafi hún sent honum skilaboð og sagt honum að hún ætlaði að leita sér aðstoðar á Landspítalanum en hann engu svarað. Hafi hún talið að ákærði hefði verið að hundsa hana af því að hann vissi upp á sig skömmina. 7. Þá sagði brotaþoli að ákærði hefði ekki notað smokk. Hann hefði verið mjög ágengur við hana og væri hún með yfir 20 marbletti eftir hann á bringunni, lærinu og hendinni. Hefðu þeir komið þegar ákærði var að klípa hana á meðan hann var t.d. að fingra hana og þegar hann var með typpið inni í kynfærum hennar. Brotaþoli sagði að henni hefði liðið ömurlega meðan á þessu stóð og líði enn ömurlega. Þá hafi hún upplifað líkamlegan sársauka í leggöngunum og geri enn þegar hún piss i . Einnig hafi hún verið hrædd á meðan á þessu stóð af því að ákærði hefði ekki að hlusta ð á hana . Kvaðst hún ekki hafa talið að hún gæti komið sér í burtu á meðan á þessu stóð og ekki einu sinni reynt það. 8. Brotaþoli kvaðst hafa haft samband við stelpu na sem var á [...] og hafi hún sagt henni frá því að hún og ákærði hefðu verið í sambandi og hefði ákærði misnotað hana nokkrum sinnum, andlega, líkamlega, kynferðislega og fjárhagslega. Þá kvaðst brotaþoli einnig hafa hringt í B , vin sinn , og sagt honum frá því sem hefði g erst. 9. Skýrsla var tekin á ný af brotaþola 31. mars 2022. Var henni þá kynntur framburður 4 ákærða og sagði hún ekki rétt sem fram hafi komið hjá honum , að þau hefðu haft kynmök kvöldið áður, föstudagskvöldið , heldur sofið saman og hefði ákærði þá verið mjög drukkinn. Það kvöld hefðu þau spjallað saman og horft á þætti. Þá væri rangt að hún hefði verið með marbletti eftir föstudagskvöldið og að hún h efði sýnt honum þá á laugar - deginum. H ún hafi rætt við ákærða um þessa marb letti á sunnudeginum og alla áverkana og h efð i honum verið alveg sama. S taðfesti brotaþoli að það væri rétt hjá ákærða að hann hefði verið mjög harkalegur þegar hann var að fingra hana en það væri ekki rétt að hann hefði hætt þegar hún hefði beðið hann um það . Kvaðst hún ítrekað hafa beðið hann um að hætt a . Þá k vaðst hún hafa legið á bakinu en ekki doggy style eins og ákærði bar um og ekki farið úr fötunum eins og ákærði bar um heldur h af i hann ýtt fötunum til hliðar. Ekki væri rétt hjá ákærða að hún hefði beðið hann um að biðjast fyrirgefningar á því að hafa verið að stríða henni. Hún hafi sagt við hann að hann hefði meitt hana eftir að hún hafði farið fram á bað og sé ð að henni hefði verið að blæ ða og hann þá vitað hversu reið hún v æri eftir þetta. 10. Brotaþo li sagði að ákærð i hefði haft samband við han a eftir að hún lagði fram kæru . Hafi hann þóst vera miður sín og talað um að fyrirfara sér og þannig komið inn hjá henni sektarkennd yfir að hafa kært hann. Þá hefði komið fram hjá honum að lögfræðingur hans h ef ði sagt honum að hafa samband við hana. Kvaðst hún hafa fengið endalaust af skilaboðum frá honum og hafa á endanum blokkerað hann. Þá hefðu þau einu sinni hist og hann þá grátbeðið hana um að gefa sér annað tækifæri en hún ekki viljað það. Brotaþoli kvaðst hafa leitað sér aðstoðar hjá áfallateymi Landspítalans vegna atviksins. 11. Skýrsla var tekin af ákærða 21. febrúar 2022. Kvaðst hann hafa kynnst brotaþola á sam - félagsmiðlinum [...] um tveimur vikum fyrr. Þau hefðu spjallað mikið saman en fyrst hist á föstudagskvöld i nu . Kvaðst hann halda að á milli þeirra hefði ekki verið neitt spjall af kynferðislegum toga. Þau hefðu sofið saman það kvöld og allt verið í fínu lagi. Daginn eftir hefði brotaþoli sýnt honum marbletti á brjóstunum og sagt honum að hann hef ði klipið of fast eða tekið of fast í brjóstin á henni kvöldið áður. 12. Ákærði sagði að hann og brotaþoli hefðu svo hist aftur á laugardagskvöldi nu þegar brotaþoli hefði sótt hann og vin hans á [...] upp úr klukkan eitt og hefði hann farið heim með brotaþola . Sagði hann ölvunarástand sitt hafa verið á bilinu fimm til sex á skala þar sem ölvunarástandið væri mest tíu en núll væri edrú. Kvöldið áður h af i hann verið meira ölvaður, á bilinu sjö til átta. Sagði ákærði að brotaþoli hefði ekki alveg verið að nenna a ð sækja hann þar sem hún hefði verið þreytt og h efð i hann vælt aðeins í henni og hún 5 samþykkt að sækja hann. Spurður hvort brotaþoli h efð i viljað hafa við han n samræði sagði ákærði: Já, en þú veist, já , eða þú veist , hún segir aldrei nei, ég vil þetta ekki eða. Hafi þau legið saman í rúmi nu og hann farið með hönd sína inn á kynfæri brotaþola sem þá hefði sagt æi og að hann hefði meitt hana með nöglunum. H af i hún greinilega ekki viljað að hann myndi putta hana. Kvaðst hann hafa bakkað en svo farið varlega aftur af stað en ekki spurt hana hvort hann ætti að gera þetta aftur. Hafi hann verið að strjúka á henni píkuna og fingra hana til að bleyta hana. Hún hafi svo sjálf klætt sig úr nærbuxum og samfestingi sem hún var í og hann lagst ofan á hana og hann sett typpið í píkuna á henni og h efð i þetta staðið yfir í fimm til tíu mínútur. Þau h efðu svo skipt um stellingu og farið í doggy style sem hann hefði lagt til og brotaþoli samþykkt. Hafi hann tekið hana aftan frá í sirka þrjár til fimm mínútur en þá hafi hann verið orðinn þreyttur og farið að fingra hana. Viðurkenndi ákærði að það hefði verið frekar harkalegt hjá sér enda hefði brotaþoli stoppað hann af og hann þá hætt. Þar með hefði kynlífinu lokið. 13. Eftir þetta hefðu þau legið upp i í rúmi og hefði hann þá ver ið frekar pirrandi og verið að stríða henni . Hefði hann m.a. sleikt á henni andlitið og hermt eftir því sem hún sagði og talið að hún væri að grínast þegar hún hefði beðið hann um að biðjast fyrirgefningar . Hefði hann talið að hann ætti að biðjast afsökuna r á því að hafa verið að stríða henni en ekki á einhverju tengt kynlífinu. 14. Ákærði sagði að f ljótlega eftir að þau byrjuðu að stunda kynlíf , þegar hann var að snerta kynfæri brotaþola, hefði hann verið kominn úr nærbuxunum. B rotaþoli hefði tekið þátt í kynlífinu með því að spyrja hann hvort hann ætl að i að fá það inn í hana, hún hefði sjálf klætt sig úr fötunum en hann fyrst ýtt nærbuxum hennar niður. Kvaðst ákærði hafa spurt hana hvort hún vildi fara úr og hefði hún svarað því játandi og klætt sig úr öll u. Þá hefðu þau skipt um stelling u og hún sagt við hann ríddu mér á meðan þau voru að stunda kynlíf . Þá h af i hún aldrei sagt stopp eða að hún vildi þetta ekki eða látið það í ljós með hegðun sinni að hún vildi þetta ekki. 15. Kom fram hjá ákærða að hann teldi að brotaþoli hefði verið með marbletti af því að h ann hefði kreist hana of fast en kvaðst ekki hafa klipið hana viljandi . T aldi hann að marblett - irnir væru eftir föstudagskvöldið og sagði að brotaþoli hefði sýnt honum þá á laugar - deginum. Ákærði sagði að b rotaþoli hefði enn verið sofandi þegar hann fór daginn eftir. Brotaþoli hefði sent honum skilaboð þann dag en hann ekki haft tök á að opna þau. Hefði hann m.a. verið að aðstoða ömmu sína en hefði einnig sofið mikið . Þ egar hann vaknaði hefði hann opnað síma nn og opnað einhver snöpp en ekki frá brotaþola. Hefð i hann viljað 6 vera almennilega vakandi til að svara brotaþola en það hafi ekki verið þannig að hann hefði vitað upp á sig skömmina. Kvaðst hann hafa heyrt það frá vini sínu m að brotaþoli hefði verið farin upp á spítala og kvaðst hann hafa sagt við vin sinn að segja bara að hann væri sofandi. Síðan hefði hann vaknað þegar lögreglan kom. 16. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu var við rannsókn málsins kannað hvort nágrannar brotaþola hefðu orðið varir við h ávaða frá íbúð hennar á þeim tíma sem atvik málsins eru talin hafa gerst en svo reyndist ekki vera. Þá liggur einnig fyrir skýrsla tæknideild ar lög - reglu sem rannsakað i vettvang, tók þar myndir og haldla gði gögn sem talið var að gætu orðið til þess að uppl ýsa um atvik. Einnig liggur fyrir skýrsla um réttar l æknisfræðilega skoðun á ákærða sem fór fram aðfaranótt mánudagsins 21. febrúar 2022. R eyndist hann ekki vera með áverka sem taldi r er u tengjast atvikum. Inniheldur skýrslan myndir af ákærða sem teknar vor u við skoðunina , m.a. af höndum hans. Blóðsýni sem tekin voru úr ákærða við skoðunina reynd u st ekki innihalda alkóhól, ávana - og fíkniefni, róandi lyf, svefnlyf eða sterk verkjalyf. 17. Við rannsókn málsins skoðaði lögregla samskipti ákærða og brotaþola með þv í að skoða Snapchat - reikning brotaþola og smá skilaboð sem farið höfðu á milli þeirra með því að skoða síma brotaþola. Liggur fyrir upplýsingaskýrsla lögreglu um framangreint og út - prentun af skilaboðunum. Segir í skýrslunni að við skoðun á Snapchat - reiknin gum megi sjá að brotaþoli og ákærði hefðu verið í samskiptum á forritinu en ekki væri hægt að sjá hvaða samtöl eða annað hefð u farið á milli þeirra. Þá k omi þar fram að brotaþoli hafi sent ákærða smá skilaboð 20. febrúar 2022, kl. 18:37:52 og s krifað : Svara ðu mér á Snapchat. Ég er á leiðinni í skoðun eftir áverkana eftir þig og vil fá að tala við þig áður. Tveimur dögum síðar h afi þau aftur verið í samskiptum í gegnum smáskilaboð og ákærði þá sagt að honum þ ætti vænt um brotaþola sem hafi þá sagt að hann vær i einungis að segja þetta af því að hann væri hræddur vegna kærunnar. Þessu h afi ákærði svara ð svo að honum væri sama um kæruna, hann vilji bara tala við hana. Þá k æ mi fram í skila - boðunum að þau hefðu mælt sér mót 3. mars 2022 , heima hjá brotaþola. 18. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla lögreglu vegna skilaboða sem ákærði sendi brotaþola í júlí 2022 og bárust lögreglu frá réttargæslumanni brotaþola. Í skilaboðunum sem fylgdu skýrslunni segir m.a.: Er sjálfur í smá mission - ólk sem ég hef sært á einhvern hatt á mi nn i lífsleið. Þetta er ekki langur listi en þú ert þó á honum það sem mér finnst ég hafa valdið þér vonbrigðum/sært þig. Vill helst hitta fólk f2f og biðjast fyrirgefningar en ef þú treystir þér ekki i það skil ég þa 7 r fyrirgefið mér en mun samt skilja það 19. Samkvæmt skýrslunni ræddi lögregla við ákærða og staðfesti hann að hafa sent skila - boðin. Kvaðst hann vera nýbyrjaðu r í [...] væri að biðja þá fyrirgefningar sem hann hefði sært. Spurður á hverju hann væri að biðjast fyrirgefningar kvaðst hann engu hafa við framburð sinn að bæta. 20. Samkvæmt gögnum frá Neyðarmóttöku kom brotaþoli þangað 20. febrúar 2022 og hófst læknisskoðun á brotaþola um klukkan 20:30. Er þar skráð stutt lýsing á atvikum eftir frásögn brotaþola. Í skýrslu hjúkrunarfræðings segir að brotaþoli hafi verið að hitta ákærða í annað skiptið , hafi hún boðið honum í heimsókn til sín og sótt hann kl. 01:1 4. Ákærði h af i verið drukkinn en brotaþol i edrú og hafi þau lagst saman upp í rúm og spjallað saman. Ákærði h af i byrjað að kyssa brotaþola sem henni h af i fundist vera í lagi en svo sett hendur inn undir klæðnað hennar og hún þá sagt nei og fært hendur hans undan fötunum. Ákærði h af i samt haldið áfram og klætt sig úr. Hafi brotaþoli verið í víðum stuttbuxum sem ákærði hafi fært til hliðar og stungið fingri inn í leggöng hennar og haf t síðan samfarir við hana. Sagði brotaþoli að ákærði hefði meitt sig og veri ð harkalegur. Í skýrslu læknis segir til viðbótar að brotaþoli hefði verið með verk í klofinu eftir að ákærði fór með fingur inn í leggöng hennar og hef ði blætt lítillega fram að skoðuninni . Sagði brotaþoli ákærða hafa klipið hana í brjóst og læri og haldi ð höndum hennar og væri hún marin og rauð eftir hann. 21. Þá er ástandi brotaþola lýst svo af hjúkrunarfræðingi að hún hafi verið dofin, með óraun - veruleikakennd og grátköst og verið óttaslegin/kvíðin. Á lista yfir kynferðislegt framferði ákærða merkti læknir við eftir frásögn sjúklings að ákærði h af i haft við hana kynmök um leggöng, snert hana með getnaðarlim, káfað á kynfærum hennar, brjóstum og rassi og sett fingur í leggöng hennar. 22. Í skýrslu læknis á Neyðarmóttöku kemur fram að brotaþoli hafi við skoðun ver ið með roða og mar á brjóstum, bringu, ofanverðum upphandleggjum og hægra utanverðu læri og að læknirinn telji að þessir áverkar geti komið heim og saman við sögu brotaþola. Fyrir liggja myndir af framangreindum áverkum sem teknar voru á Neyðarmóttöku. Þá segir í skýrslu læknisins að við skoðun ytri kynfæra hefði verið tæplega eins cm langur grunnur skurður rétt utan við leggangaop, til vinstri á brotaþola. Þá segir í niðurstöðu læknis að brotaþoli hafi við skoðun verið með framangreinda áverka og eftirfara ndi er rakið eftir frásögn brotaþola: Þolandi lá upp í rúmi með geranda þegar hann fer að káfa 8 á henni sem hún vildi ekki og sagði það. Hann stingur fingri upp í leggöng hennar og var það mjög vont að hennar sögn. Hann hefur við hana samfarir um leggöng og heldur höndum hennar niðri. Hann klípur hana í brjóst og læri. Hann fer eftir þetta og hún kem ur á neyðarmóttöku sama dag og þetta gerist. 23. Fyrir liggur vottorð sálfræðings, C , dags. 28. júní 2023, vegna brotaþola. Kemur þar fr am að brotaþol i hafi mætt sex sinnum í viðtöl á tímabilinu 29. mars til 26. september 2022 þar sem henni hafi verið veittur sálrænn stuðningur og gert greiningarmat. Í fyrsta viðtalinu lýsti brotaþoli sveiflukenndri líðan frá meintu kynferðisbroti. Hafi hún upplifað skömm og sektarkennd, að hún væri tilfinningalega dofin og fengi grátköst og liði þá hrikalega illa. Þá greindi b rotaþoli í viðtölunum frá áfallastreitueinkennum , þ. á m. endurupplifunareinkennum, t.d. ágengum minningum og martröðum um meint brot og ákærða, forðunareinkennum, breyttu viðhorfi til síns og sjálfsásakandi hugsunum og pirringi. Hefðu þessi einkenni valdi ð brotaþola miklu upp námi og truflun í daglegu lífi. Var niðurstaða matsins sú að brotaþoli væri með áfalla streituröskun og alvarlega geðlægð í kjölfar meints kynferðisbrots. Samsvari sálræn ein kenni hennar einkennum sem þekkt eru hjá fólki sem hefur up plifað alvarleg áföll eins og krabbamein, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Hefðu niðurstöður sjálfsmatskvarða samsvarað vel frásögnum brotaþola í viðtölum og virtist hún ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér. 24. Fram kemur í vottorðinu að formleg meðferð við áfallastreituröskun og öðrum afleiðing - um meints kynferðisbrots hafi verið nýhafin þegar brotaþoli hætti í þjónustunni. Nýlega hefði brotaþoli óskað eftir því að koma aftur og átti bókaðan tíma 3. júlí sl. hjá D sálfræðingi. Ekki væri l jóst hver þróun ei n kenna brotaþola hefði verið síðan hún kom seinast í viðtal í september 2022 og því ekki hægt að segja til um meðferð arþarfir hennar vegna afleiðinga meints kynferðisbrots. Mögulega gæti hún þurft á form legri meðferð að halda. Þá væri e kki hægt að segja til um það með vissu hver áhrif meints kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma er litið en sálfræðingurinn telur ljóst að atburðurinn h afi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola. 25. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af E og B en ekki er ástæða til að rekja efni þeirra. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 26. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauð - synlegt er til úrlausnar málsins. 9 27. Ákærði kvaðst hafa stundað kynmök með brotaþola á þeim stað og tíma er greinir í ákæru. Kvaðst hann hafa komið til brotaþola þetta kvöld og hefði allt verið í góðu á milli þeirra . Þetta hefði byrjað með því að þau hefðu farið upp í rúm og þar hefðu þau verið að kyssast. Brotaþoli hefði farið úr fötu num en hann mun i ekki hvernig föt það voru. Þegar hún var komin úr hefðu þau stundað kynlíf og hefði hann verið ofan á en það ekki staðið í langan tíma. Síðan hefðu þau skipt um stellingu og hún farið doggy en þá h af i hann ekki náð honum alveg upp og h af i þá farið að put ta brotaþola og greinilega farið aðeins of harkalega þannig að það myndaðist sár. Brotaþoli hefði þá sagt honum að stoppa og að þetta væri vont og hefði hún þá greinilega verið búin að fá þetta sár sem hann hefði ekkert getað gert í. Kvaðst hann hafa stopp að þegar hún sagði honum að stoppa. Hafi hún fengið sárið eftir nöglina á honum. Sagði ákærði að það væri ekki rétt að hún hefði verið öskrandi og að hann hefði haldið henni niðri og spurði hvernig hann hafi getað haldið henni niðri í doggy - stellingunni . H afi brotaþoli aldrei sagt að hún vildi þetta ekki eða neitt svoleiðis. 28. Sagði ákærði að eftir þetta hefðu þau farið að sofa og hann farið heim daginn eftir og hefði brotaþoli þá enn verið sofandi. B rotaþoli hefði ekki sagt neitt við hann fyrr en mánud aginn í vikunni á eftir. Kvaðst hann halda að hún hefði bara panikkað af því að hún hefði fengið þetta sár. Þau h afi hist oft eftir þetta og h af i brotaþoli alltaf viljað að hann bæði hana fyrirgefningar en hann viti ekki hvers vegna . Síðan h af i komið tími þar se m þau hefðu verið góð og hún viljað sofa aftur hjá honum. Hafi hún m.a. einn daginn kysst hann og lagst ofan á hann í sófanum frammi í stofu. Þetta hafi verið stutt u eftir meint brot en brotaþoli h af i oft beðið ákærða um að koma til sín eftir vinnu. Þá h af i hún oft sagt við hann að hún ætl i að fella kæruna niður og jafn oft hætt við það. Sagði ákærði að það hefði verið eins og hún hefði ekki vitað sjálf hvort þetta h efði verið nauðgun og kvaðst hann halda að hún hefði ekki áttað sig á alvarleika málsins. Þet ta hefði endað með því að brotaþoli hefði blokkað hann alls staðar þannig að hann hefði ekki getað haft samband við hana og hefði staðan verið þannig seinasta árið . 29. Ákærði sagði að brotaþoli hefði verið hundrað prósent samþykk kynmökunum , verið glaðvakandi og hann síðan stoppað þegar hún sagði honum að stoppa . Fram að því hefði hún ekki sagt neitt á meðan þau hefðu verið að stunda kynlíf en gefið frá sér stunur eins og fólk geri í kynlífi. Ákærði sagði að brotaþoli hefði tekið þátt í kynlífinu og hún ekki g efið í skyn að hann væri að gera þetta án hennar samþykkis. Var ákærða kynnt að hann væri m.a. ákærður fyrir að hafa stungið fingrum ítrekað inn í leggöng brotaþola og að 10 hafa lagst ofan á hana og haldið henni niðri, og sagði ákærði þá að þetta væri ekki r étt og kvaðst ekki kannast við að hafa haldið niðri höndum hennar. Þá var ákærða kynnt að hann væri ákærður fyrir að hafa klipið brotaþola víðs vegar um líkamann á meðan á þessu stóð og kvaðst ákærði ekki kannast við það. Kynnt að brotaþoli hefði verið með áverka á brjóstum og handleggjum sagði ákærði að það kæmi honum ekkert á óvart að hún hefði gert þetta sjálf. Kvaðst hann enga áverka hafa séð á henni þegar hann hefði farið daginn eftir. Var ákærða kynnt að samkvæmt ákæru hefði brotaþoli ítrekað sagt honum að hún vildi þetta ekki , beðið hann um að hætta , ýtt hönd hans í burtu og öskrað af sársauka. Sagði ákærði þá að brotaþoli hefði, á ákveðnum tímapunkti undir lokin, beðið hann um að hætta og hefði hann hætt um leið. Ákærði kvaðst hafa verið und ir áhrifum þegar atvik gerðust en með fulla meðvitund og alveg vitað hvað hann h af i verið að gera og m ynd i allt . Á skalanum einn til tíu h af i hann verið drukkinn upp á þrjá. 30. Þá sagði ákærði að þau hefðu einnig stundað kynlíf kvöldið áður en hann g æ ti ekki lýst því og m ynd i ekki eftir því. Spurður hvort hann minn t ist þess að hafa þá kreist eða klipið brotaþola sagði ákærði að þá hefði hann kreist á henni brjóstin en v iti ekki til þess að hún h efð i fengið áverka eftir það. Hún h af i ekki sýnt honum áverka og hann ekki tekið eftir neinu. M ynd i hann ekki hversu ölvaður hann h efð i verið þetta kvöld. Var ákærða kynnt að brotaþoli hefði sagt að þau hefðu ekki haft kynmök kvöldið áður og s taðhæfði ákærði þá að þau hefðu þá haft kynmök heima hjá brotaþola og alltaf h ist þar. 31. Sagði ákærði að brotaþoli hefði reynt að hafa samskipti við hann daginn eftir meint brot . Kvaðst hann hafa sofnað aftur þegar hann kom heim og síðan verið að hjálpa ömmu sinni og ekkert verið í símanum. Hefði hann ætlað að vera í samskiptum við brotaþola síðar þegar hann raunverulega gæti það en það h af i greinilega verið of seint. Í samskiptum þeirra eftir þetta hefði brotaþoli sagt að ef hann hefði bara beðist fyrirgefningar hefði hún ekki gert þetta. Kvaðst hann hafa spurt hana á hverju hann æt ti að biðjast fyrirgefningar, hann hafi ekkert gert rangt. Hann hefði stoppað þegar hún sagði stopp og það væri ekki nauðgun. Hefði hann langað til að útskýra fyrir henni hvað hún væri að ásaka hann um og að þetta væri ekki rétt hjá henni en hefði ekki nen nt að hella olíu á eldinn og hefði verið að vonast til þess að hún myndi fatta þetta sjálf. Kvaðst hann ekki hafa þrýst á brotaþola að draga kæruna til baka. Hún h af i sjálf sagt við hann að ef hann segði fyrirgefðu myndi hún fella kæruna niður. Hefðu þessi samskipti átt sér stað á milli þeirra einni til þremur vikum eftir að atvik gerðist en þau hefðu verið í samskiptum í einhverjar vikur eftir þetta. Í vikunni á eftir hefðu þau hist og sofið saman og þá hefði allt verið í 11 góðu. Í annað skipti hefðu þau his t og hefði hún þá lagst ofan á hann í sófanum, hún sagt að allt yrði í lagi , kysst hann og skutlað honum heim. 32. Spurður af hverju samskipti þeirra hefðu hætt sagði ákærði að brotaþoli hefði verið brjáluð og hefði viljað meina að hann hefði nauðgað henni þe tta kvöld . Hún hefði sagt við hann að hann væri einungis að tala við hana af því að hann væri hræddur um að fá á sig kæru. Kvaðst hann þá hafa sagt nei , honum væri sama um kæru na þar sem hann vissi að þetta væri ekki rétt. 33. Var ákærða kynntur framburður han s við rannsókn málsins þar sem hann bar um að þau hefðu stundað kynlíf kvöldið áður, á föstudagskvöldi nu , og að daginn eftir hefði brota - þoli sýnt honum marbletti á brjóstum sínum og sagt að hann hefði kreist brjóstin á henni of fast. Sagði ákærði þá að br otaþoli hefði aldrei sýnt honum áverka á brjóstum og kvaðst ekki muna eftir þessu. Honum var k ynnt að þá hefði hann einnig sagt að hún hefði ekki sagt honum að stoppa á föstudeginum og s agði ákærði þá að það væri rétt . 34. Þá var ákærða kynnt að hann hefði sag t hjá lögreglu , þegar hann lýsti atvikum sem gerðust á laugardagskvöldi nu , að kynlífið hefði byrjað með því að hann hefði sett hönd sína inn á kynfæri brotaþola og hún þá sagt ái og sagt að hann hefði meitt hana. Þá hefði hann fært sig til baka og farið aftur varlega af stað , strokið á henni píkuna og fingrað hana til að bleyta hana. Staðfesti ákærði að þetta væri rétt. Var ákærða þá kynnt að hann hefði fyrr í skýrslu sinni fyrir dómi sagt að þetta hefði byrjað með því að þau hefðu stundað kynlíf þannig a ð hann hefði verið ofan á henni. Sagði ákærði þá að það væri rétt að hann hefði bleytt hana í upphafi og hún þá sagt ái . Hann hefði síðan haldið því áfram og þá hefði hún sagt að þetta væri í lagi. Þetta hefði verið þegar þau byrjuðu og hefði nöglin þá far ið í. Hafi þetta gerst bæði í upphafi og í lokin. Kvaðst ákærði ekki hafa klipið brotaþola. 35. Einnig var ákærða kynnt að hann hefði fyrr í skýrslu sinni fyrir dómi sagt að brotaþoli hefði ekki sagt neitt á meðan þau stunduðu kynlíf en hjá lögreglu hefði hann sagt að hún hefði sagt ríddu mér og spurt hann hvort hann ætl að i að fá það inn í hana. Sagðist ákærði muna það núna að hún hefði spurt hann hvort hann ætl að i að fá það inn í hana en minn t ist þess ekki að hún hefði sagt ríddu mér . Einnig var ákærða kynnt a ð hann hefði í skýrslu hjá lögreglu sagt að hann hefði hvað ölvun varðar verið sjö til átta á skala upp í tíu og sagði ákærði þá að hann tel d i að hann hefði frekar verið þrír, það hefði alveg runnið vel af honum . 36. Var rifjað upp fyrir ákærða að hann hefði fyrr í skýrslu sinni sagt að þau hefðu ekkert 12 talað saman eftir að kynmökunum lauk og sagði ákærði þá að kannski hefðu þau eitthvað talað saman þá en það hefði verið mjög lítið. Kvaðst hann ekki kannast við að brotaþoli hefði verið ósátt við hann eftir kyn mökin. Var ákærða kynnt að hann hefði sagt hjá lögreglu að hann hefði verið að pirra hana þegar þau lágu upp í rúmi eftir kynmökin og verið leiðinlegur. Brotaþoli hefði sagt honum að biðjast fyrirgefningar og hefði hann skilið það þannig að hann hefði átt að biðjast fyrirgefningar á því að hafa verið að pirra hana en það ekki verið tengt kynlífi þeirra. Sagði ákærði þá að þetta væri rétt og hefði hann beðið hana fyrirgef n ingar og hætt strax. Spurður hvernig hann hefði verið að pirra hana sagði ákærði a ð hann hefði verið að kitla hana en hætt um leið og hún hefði beðið hann um að hætta. Var ákærða kynnt að hann hefði í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að hann hefði verið að pirra brotaþola með því að sleikja á henni andlitið og apa allt upp eftir henni og s agði ákærði að það væri ekki rétt. 37. Ákærði sagði að þau brotaþoli hefð u verið í samskiptum á [...] til að byrja með og síðan á Snapchat og með smá skilaboðum. Voru borin undir ákærða símagögn sem aflað var úr síma brotaþola. Var ákærða kynnt að þar megi sjá skilaboð frá brotaþola til ákærða frá 20. febrúar 2022 þar sem fram k omi hjá henni að hún væri að leið í skoðun vegna áverka eftir hann og vilji tala við hann áður. Sagði ákærði þá að hann hefði ekkert verið í símanum þennan dag og m ynd i ekki eftir að haf a séð þessi skilaboð. Var ákærða kynnt að brotaþoli hafi spurt hann 22. febrúar hvort hún mætti hringja í hann og hefði hann svarað því játandi og sagði að eftir þetta hefðu þau rætt saman í síma og hist. Sagði ákærði að brotaþoli hefði þá sagt að hann hef ði brotið á sér og hann þá sagt nei , það væri ekki rétt og spurt hana hvernig. Hefði hún útskýrt það svo að hann hefði brotið á henni vegna þess að hún h efð i fengið þetta sár í leggöngin. Eftir þetta hefðu verið samskipti á milli þeirra sem hefðu aðallega falist í því að hún h af i viljað hitta hann alltaf þegar hann væri búinn að vinna og hann hefði átt að koma til hennar. Þegar þau hefðu hist hafi hún sagt að hún myndi fella kæruna niður ef hann bæðist fyrirgefningar, eins og hún væri ekki alveg viss með þe ssa kæru. 38. Ákærði sagði að brotaþol i hefði ekki sagt eða gefið til kynna við hann að hún vildi þetta ekki. Þá hefði hann ekki haldið handleggjum hennar og hún aldrei sagt honum frá því að hún væri með marbletti á handleggjum og brjóstum eftir hann. Hann hef ði ekki tekið eftir marblettum og hún aldrei sýnt honum þá en þegar þau hefðu hist seinna hefði hún sagt honum frá marblettunum og sag t að hann hefði klipið hana í brjóst in á laugardagskvöldi nu . Kvaðst hann þá hafa sagt að hann kann aði st ekki við það en hefði 13 hann gert þ etta bæðist hann fyrirgefningar á því og hefði hún þá sagt allt í lagi, ekkert mál . 39. Þá voru ákærða kynnt eftirfarandi skilaboð hans frá 28. f ebrúar 2022 : En lausn svo að við gætum reynt að vera góð því ég vill það meira en allt. Hvort sem það verður sem vinir eða við förum í sitthvora áttina en ég vi l l það samt alls ekki. Veit ég sagði að það væri best en það sem ég meinti með því er að kannski er það skynsamlegasta ákvörðunin en ekki það að ég vilji það endilega. Ákærði kvaðst kannast við þessi skilaboð og sagði að þarna hefði hann viljað sættast við brotaþola og hún hefði líka vilja ð sættast við hann. Þess vegna hefðu þau enn verið að tala saman . Þ etta hefði verið eftir að brotaþoli kærði hann en hann hefði samt viljað sættast við han a . 40. Staðfesti ákærði að hafa sent brotaþola skilaboð 2. mars 2022 og sagt að sér liði illa , vissi að henni l i ði illa og vildi hitta hana , það væri margt að segja. Einnig staðfesti ákærði að hafa sent skilaboð sama dag og sagt að hún g æ ti haldið áfram með kæruna , honum væri sama um það , hann vilji bara tala við hana , og að þessu h efð i brotaþoli svarað og þá sagt að hann m æt t i koma og tala við sig . 41. V oru ákærða einnig kynnt framlögð skilaboð frá honum til brotaþola sem brotaþoli fram - sendi réttargæslumanni sí num 6. júlí 2022 og réttargæsluma ður síðan framsendi lögreglu tveimur dögum síðar. Var ákær ða kynnt að þar k æ mér finnst ég hafa ef þú vilt það ekki . Ákærði sagði að þarna hefði hann verið að meina að hann hefði ekki verið til staðar fyrir brotaþola þar sem hann hefði ekki svarað henni daginn eftir þegar henni hefði liðið illa og hann hefði ekki verið nógu mikið til staðar fyrir hana , m.a. í gegnum þetta sjokk sem hún varð fyrir. Kvaðst hann ekki hafa verið að biðjast afsökunar á neinni nauðgun vegna þess að það væri ekki rétt . H efðu þau á þessum tíma verið hætt að tala saman . H ún hafði ekki dregið kæruna til baka en hann hafði litið svo á að hann hefði ekki brotið gegn henni. Kvaðst ákærði telja að þetta hefðu verið seinustu samskipti þeirra. Kvaðst hann ekki hafa beðið hana um að draga kæruna til baka og ekki hafa hótað henni einhverju ef hún gerði það ekki. 42. Brotaþoli kvaðst h afa kynnst ákærða á samskiptaforritinu [...] rétt fyrir Valentínusar dag árið 2022, 10. eða 12. febrúar. Hefði ákærði komið vel fyrir og kom fram hjá honum að hann byggi hjá ömmu sinni og ynni á leikskóla. Þau hefð u síðan hist þetta laugardags - kvöld. Það k völd hefði ákærði verið á [...] og h e fð i annað hvort lent í slag eða verið laminn og hefði hún fundið til með honum. Þau hefðu verið búin að tala um að hittast 14 þetta kvöld en hún hefði verið efins af því að ákærði var drukkinn. Hefði ákærða gengið illa að ná í leigubifreið og varð úr að hún sótti hann. 43. Brotaþoli sagði að henni hefði liðið illa þetta kvöld og eftir að ákærði var komin n heim til hennar hefðu þau legið uppi í rúmi og spjallað saman. Hefði ákærði verið óþolandi allt kvöldið og farið yfir allar línur sem var mögulegt að fara yfir . Hún h af i verið í samfestingi sem samanstóð af hlýrabol og stuttbuxu m . H af i ákærði reynt að fara inn undir buxur hennar um buxnastreng en hún tekið höndina á honum í burtu og sagt að hún væri ekki að fara að sofa hjá ho num . Áður en hún vissi af h af i ákærði verið búinn að fara hina leiðina, undir buxnaskálm hennar. Kvaðst hún hafa sagt það skýrt við ákærða og einnig oft sa g t nei við hann en hann haf i ekki hlustað. Sagði brotaþoli að það hefði verið sama hversu oft hún hefði sagt nei , ég vil þetta ekki og reynt að koma sér í burtu , hann hefði ekki virt það. Ákærði hefði legið á hægri hliðinni og verið ber að ofan en í svörtum joggingbuxum. Hann hefði allt í einu verið orðinn nakinn og h e fð i greinilega klætt sig úr buxunu m undir sænginni og hefði hún ekki getað gert neitt í þessu mómenti . Hún h af i öskrað þegar hann meiddi hana með fingrunum og greinilega klórað hana djúpt. Geri hún sér ekki grein fyrir því hvort hann h af i klórað hana áður en hann fór ofan á hana og hafði s amræði við hana. Allt við þetta h af i verið vont og væri hún þá að vísa til líkamlegs sársauka sem hún hefði einnig fundið fyrir þegar ákærði sló hana og hélt henni niðri. 44. Sagði brotaþoli að ákærði h af i byrjað á því að nota fingurna á kynfæri hennar en síða n hefði hann sofið hjá henni, stungið typpinu inn, og loks haldið áfram að nota fingurna og þá hefði hún öskrað og hefði það verið virkilega vont. Kvaðst brotaþoli engin völd hafa haft yfir ákærða af því að hann h af i ekki hlustað á hana og ekki virt hana. Kvaðst hún hafa fundið fyrir kvíða og hjálparleysi en nú ekki gera sér grein fyrir því hvort hún hafi fundið fyrir sársauka allan tíma nn . Brotaþoli sagði að hún hefði legið á bakinu allan tímann og hann legið á henni . Ákærði hefði legið á hliðinni þegar ha nn setti fingur í leggöng hennar til að byrja með og síðan hefði hann farið ofan á hana. Viti hún ekki hvað hafi orðið til þess að ákærði hefði hætt að setja fingur í leggöng hennar en þá h af i hann haldið henni með hægri hendi og þá haldið í bringu hennar en notað vinstri hönd til að setja fingur í leggöng hennar. Sagði brotaþoli að það sæjust augljóslega áverkar á myndum af henni og ef þetta væri mar eftir að ákærði hefði klipið í brjóst hennar af hverju væri þá ekki mar á hliðunum á brjóstunum og undir þe im en þ að hefð i all t verið á bringunni. 45. Brotaþoli sagði að eftir þetta hefði hún farið inn á baðherbergi þar sem henni hefði verið 15 illt og þá séð að það blæddi frá kynfærum hennar og hefði hún þá látið ákærða vita að hann hefði meitt hana. Ákærði viti að h ann meiddi hana og að hann hefði farið yfir mörk hennar og hefði hún beðið hann um að biðja hana fyrirgefningar á því. Þá hefði hann gert lítið úr henni allt kvöldið. Það eina sem hún hafi getað gert til að losna við ákærða úr íbúðinni hafi verið að skutla honum heim en hann hafi ekki haft efni á leigub ifreið . Hún hafi ákveðið að reyna að sofna og náð að sofna. Þegar hún vaknaði hafi ákærði verið farinn og hefði hann ekki látið ná í sig. Kvaðst hún hafa grátbeðið ákærða um að biðjast afsökunar á því að þett a hefði farið yfir öll hennar mörk. Hún viti að hann hefði verið að ignora hana af því að áður hefði hann alltaf svarað símanum innan tíu mínútna. Einnig hafi hún séð Snapchat - skorið hjá honum hækka þannig að hann hafi augljóslega verið að ignora hana. Þá h af i hún sett mynd á Instagram þennan dag og séð að ákærði hafði séð hana. Hann h af i augljóslega vitað að hann gerði eitthvað rangt því annars hefði hann ekki verið að hóta henni því að hann myndi fyrirfara sér. Það hefði hann sagt í tengslum við það að hún hafi sagt að hún væri að fara að leita sér aðstoðar vegna áverka eftir hann. Ákærði h af i vitað að henni hefði blætt og að hún h efð i verið byrjuð a ð fá mar á bringun a . Það hafi ekki verið fyrr en kvöldið þegar hún fór á Neyðarmóttöku sem hún átt aði sig á því að hún væri einni g komin með marbletti á hendurnar og fæturna. Þeir marblettir sem hún h af i fengið á bringu, handleggi og fætur hefðu verið eftir ákærða. Hefðu þeir komið eftir að ákærði kleip hana og hélt henni nið ri . Einnig hefði blætt úr h ægra eyra hennar eftir að ákærði sló hana en hún hefði verið með göt í eyranu. Þá hafi hún verið með sár í leggöngunum eftir að ákærði meiddi hana þar og hafi hún ekki getað pissað í þrjá daga eftir þetta. 46. Brotaþoli sagði að þau ákærði hefðu fyrst hist kv öldið áður, á föstudagskvöldi nu . Ákærði hefði þá verið drukkinn og hefði hann sofið heima hjá henni en þau ekki stundað kynlíf og h afi heldur ekki stundað kynlíf eftir ætlað brot ákærða. Brotaþoli sagði að hún og ákærði hefðu rætt um það að stunda kynlíf á ður en atvik gerðust en ekki þennan dag og þau hefðu ekki rætt um það að stunda kynlíf þetta kvöld. Spurð hvort komið hafi til álita þetta laugardagskvöld að vísa ákærða út eða fara sjálf út sagði brotaþoli að henni h efð i ekki dottið í hug að vísa honum út . Hefði henni liðið eins og hún stæði fyrir utan líkama sinn, hún v erið dofin af sársauka og liðið mjög illa. Það ein a sem hún hefði hugsað um hefði verið að sofna og vona að hann yrði farinn þegar hún vaknaði . 47. Brotaþoli sagði að hún hefði látið ákærða vita að hún hefði kært hann og hvað hann hefði gert rangt. Hafi hann ekki hikað við að kenna henni um þetta og sagst ætla að fyrirfara 16 sér og að hún og blóðmóðir hans væru ástæða þess að líf hans væri ónýtt. H af i s álfræð - ingur bent henni á að ef ákærði hefði ætlað að fyrirfara sér væri hann búinn að því og hefði hún þá lokað á öll samskipti við hann. Hann hefði sent henni skilaboð um sumarið þar sem hann bað hana innilega fyrirgefningar á því að hafa sært hana. Viti hún ekki a f hverju ætti hann að biðjast fyrirgefningar ef hann gerði ekkert rangt. Eftir ætlað brot hefðu einu samskipti þeirra varðað það að ákærði hafi verið að reyna að láta hana hafa samviskubit og reyna að fá hana til að fella kæruna niður. 48. Brotaþol i sagði að e ftir að þetta gerðist hafi hún ekki getað sofið og væri henni búið að líða ömurlega. Í maí á síðasta ári hefði hún misst tökin á lífinu og verið komin með plan um það hvernig hún ætlaði að fyrirfara sér. Eigi hún erfitt með að heyra nafn ákærða og kvíði því að mæt a honum úti á götu og einnig h af i henni fundist óþægilegt að vera á heimili sínu. Hafi hún þurft að taka bæði þunglyndis - og kvíðalyf. Kvaðst brotaþoli hafa farið í nokkur viðtöl hjá sálfræðingum og hjá St í gamótum og einnig hafi hún dre ift huganum með því að vinna mikið. Kvaðst brotaþoli telja að hún þyrfti enn á aðstoð að halda vegna afleiðinga ætlaðs brots og væntanlega þurfa þess alla ævi. 49. Þegar ákærði vildi fá hana til að fella niður kæruna hefði hún spurt hann hvort hann vildi heldur að dómstóll götunnar myndi sjá um hann af því að hann vissi að hann væri sekur og hann sagði já , láttu bara berja mig . Þau hefð u hist eftir þetta , hafi ákærði þá komið heim til hennar og hefði hann verið að ræða það a ð hann ætl að i að fyrirfara sér. Sagði brotaþoli ekki rétt að hún hefði lagst ofan á ákærða í sófa og látið vel að honum. Þegar hún horfi til baka viti hún ekki hverju það hefði breytt ef hún hefði fengið afsökunarbeiðni frá ákærða. Sagði brotaþoli að maður viti ekkert hvað maður eigi að gera í svona atviki , hvernig manni eigi að líða eða hvert maður eigi að leita. 50. Brotaþola var kynnt að þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu hefði hún sagt að það hefði verið mjög sárt þegar ákærði setti fingur í leggöng hennar í upphafi áður en hann hafði samræði við hana og að hún hefði verið með sár eftir það. S agði brotaþoli að það eina sem hún myndi væri að hún hefði verið hjálparlaus og búin að gefast upp . Geri hún sér ekki nú grein fyrir því hvort hann hafi klórað hana þá og hvort hann hafi þá verið að opna sárið í seinna skiptið eða ýta í sárið eða hvað. Kvaðst hún telja að hún hefði munað þetta betur þegar hún ga f skýrslu hjá lögreglu en hún myndi það nú . Sjálf hefði hún verið edrú þegar þetta gerðist. Hafi ákærði engu ekki skeytt um hvað hún sagði eða gerði. Hann h af i verið drukkinn en þó ekki eins drukkinn og kvöldið áður, og mjög skrítinn , vafrandi um og blótandi. Hafi ölvunarástand ákærða kannski verið upp á sex á skala sem væri hæst 17 tíu . 51. Þá var brotaþola kynnt að fy rir lægju skilaboð sem aflað hefði verið úr síma hennar. Voru borin undir hana skilaboð hennar til ákærða frá 20. febrúar þar sem fram kom að hún væri á leið í skoðun vegna áverka eftir hann. Kvaðst brotaþoli muna eftir að hafa sent þessi skilaboð og sagði að hún hefði ekki fengið svar við þeim. Þá voru borin undir hana skilaboð frá ákærða frá 28. febrúar þar sem ákærði vildi að þau töluðu saman o g fyndu lausn og vildi að þau reyndu að vera góð. Kvaðst brotaþoli muna eftir þessum skilaboðum og sagði að laus n ákærða hefði verið sú að ef hún m y ndi ekki fella niður kæruna myndi hann fyrirfara sér. Þá voru brotaþola kynnt skilaboð frá ákærða frá 2. mars þar sem fram kom að hún gæti haldið áfram með kæruna en hann vil d i tala við hana og að hún hefði samþykkt að h ann kæmi. Kvaðst brotaþoli muna eftir þessu og sagði að ákærði hefði sagt þetta af því að hann hefði verið hræddur vegna kærunnar . Eina ástæða þess að hún hefði hitt ákærða eftir þetta hefði verið sú að hún hefði óttast að hann myndi fyrirfara sér og hefði hann þá verið með mikla stæla . Ákærði hefði sent henni skilaboð á Snapchat þar sem fram hefði komið að hann ætl að i að fyrirfara sér . H ún hefði aldrei tekið skjáskot af þeim , aðallega hefðu þau talað um þetta í síma en hún viti ekki hversu oft. 52. Þá voru borin undir brotaþola skilaboð frá ákærða til hennar sem hún framsendi réttar - gæslumanni 6. júlí 2022 og kvaðst brotaþoli muna eftir þeim. Væru þetta skilaboð sem ákærði hefði sent henni um sumarið og hún hefði áður vísað til. Hafi hann verið í mission eft ir að hafa sært einhvern. Var brotaþola kynnt að fram hefði komið hjá ákærða að hann hefði séð eftir því að hafa ekki stutt hana eftir sjokkið sem hún hefði upplifað eftir meint brot og sagði brotaþoli þá að þ að eina sem honum hefði ekki verið sama um hefð i verið kæran. Kvaðst brotaþoli ekki hafa svarað þessum skilaboðum. Brotaþoli sagði að ákærði hefði vitað að henni liði ekki vel og því hefði hann sent skilaboð og sagt að honum liði einnig illa. Þá kvaðst hún oft hafa upplifað það svo að hann væri að þrýs ta á hana að afturkalla kæruna og hann hefði mörgum sinnum beðið hana um það beint út og hefði hún þá spurt hvort hann vildi frekar að dómstóll götunnar sæi um hann. 53. Brotaþoli staðfesti að hafa legið á bakinu alla n tímann sem meint brot stóð yfir. Var henn i kynnt að ákærði hefði sagt að þau hefðu skipt um stellingu og hún tekið þátt í kynmökunum með því færa sig í aðra stellingu. Sagði brotaþoli að þetta væri ekki rétt. Það eina sem hún hefði gert hefði verið að reyna að koma sér í burtu þar sem henni h e fði verið illt. Það hefði hún gert með því að reyna að ýta sér í burtu en ekkert kom i st . Hún hefði reynt að spyrna sér með fótu num eftir að ákærði meiddi hana virkilega mikið. Þá 18 hefði hún ítrekað ýtt höndunum á honum í burtu. Hefði hún verið að reyna að koma sér í burtu frá honum og verið komin alveg út á enda rúmsins en þau hefðu aldrei skipt um stellingu. Þegar hún gerði þetta hefði ákærði haldið áfram og verið alveg sama. Spurð hvort ákærði hefði hindrað hana í að komast í burtu s agði brotaþoli að hann hefði haldið henni. Þegar hann hefði svo verið orðinn þreyttur eða búinn hefði hann lagst niður og byrjað að gera lítið úr henni. 54. Brotaþoli sagði að það væri ekki rétt sem ákærði hefði sagt , að hún hefði spurt hann hvort hann ætl að i að fá það inn í hana. Kynnt að ákærði hefði sagt fyrir dómi að hann hefði verið að pirra hana með því að vera að kitla hana sagði brotaþoli að um kvöldið hefði ákærði verið pirrandi og alltaf verið eitthvað að pota í hana. Það hefði hins vegar ekki verið á stæða þess að hún hefði verið að biðja hann um að biðjast afsökunar. Myndi hún ekki eftir því að hann hefði verið að kitla hana en sagðist muna eftir því að hann hefði verið að apa eftir henni . Brotaþoli sagði það ekki rétt að ákærði hefði hætt um leið og hún hefði sagt að hann hefði meitt hana með nöglinni. Kvaðst hún hafa farið fram á bað og séð að það blæddi úr sér eftir að kynmökunum lauk. Kvaðst hún ekki gera sér grein fyrir því hvort hann hefði haft samræði við hana eftir að hún fékk sárið. 55. B kvaðst hafa þekkt brotaþola í um þrjú ár en þekki ekki ákærða. Brotaþoli hefði hringt í hann frá Neyðarmóttökunni og sagt honum frá því að henni hefði verið nauðgað. Hefði þá komið fram hjá henni að hún væri með eymsli í brjóstum, á bringu, höndum og í leggöngum og hefði hún verið algjörlega niðurbrotin og grátandi. Muni hann ekki eftir neinum smáatriðum úr samtali þeirra eða hvort hún hefði farið nánar út í atvik en taldi a ð fram hefði komið hjá brotaþola að hún og ákærði h efðu hist á [...] og farið saman heim. Kvaðst hann ekki hafa hitt hana eftir þetta en þau talað sama n og hefði hún verið í rusli í margar vikur á eftir. Hefði brotaþoli sagt h onum frá því að ákærði hefði b irst við heimili hennar og hefði hann viljað að hún myndi ekki kæra hann. Staðfesti vitnið að brotaþoli hefði sagt að hún hefði frosið þega r ákærði braut gegn henni eins og hann bar um hjá lögreglu. Sagði vitnið að brotaþoli hefði átt erfitt með að koma or ðum að þessu þegar hún hringdi í hann frá Neyðarmóttökunni. 56. E sagði að þau ákærði hefðu verið par í nokkra mánuði árið 2020 en engin tengsl væru á milli þeirra í dag. Brotaþol a hefði hún þekkt frá því hún var barn en mæður þeirra væru góðar vinkonur. Þær hefðu talað saman af og til en orðið nánari eftir að þetta mál kom upp. Sagði vitnið að brotaþoli hefði haft samband við hana daginn eftir meint brot og í kjölfar þess h efðu þær hist o g rætt saman. Hefði brotaþoli sagt henni frá því sem gerðist ; 19 að ákærði hefði komið heim til hennar og hefði hún verið búin að segja honum að hún vildi ekki sofa hjá honum . Hann hefði greinilega verið ölvaður og neytt sig upp á hana, en brotaþoli hefði ekk i lýst því nánar. Þá hefði brotaþoli sýnt henni marbletti sem hún hefði verið með á bringunni og sag t henni einnig frá marblettum sem hún væri með á lærunum og einnig hendinni , að hana minni , og sag t að þeir væru eftir ákærða . Muni vitnið ekki hvort brotaþoli hefði talað um að hann hefði haldið henni en sag t að hann hefði klipið hana og meitt hana . Þá hefði brotaþoli sagt að henni væri illt í leggöngunum. Hefði hún augljóslega verið í áfalli. Kvaðst vitnið hafa sagt brotaþola að fara strax upp á bráða móttöku og fá hjálp , sama hvað hún vildi gera. 57. Borinn var undir vitnið framburður hennar hjá lögreglu þar sem hún sagði að brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði ekki hlustað á hana og hún sagt nei við ákærða og reynt að streitast á móti. Hefði ákærði ráðis t á brotaþola , slegið hana og rifið í hana, haldið henni niðri og nauðgað henni. Staðfesti vitnið að brotaþoli hefði lýst atvikum á þennan hátt fyrir henni. Þá var vitninu einni g kynnt að hún hefði sagt hjá lögreglu að brotaþoli hefði sagt að hún væri með sár í leggöngum og kvaðst vitnið hafa muna ð þetta betur þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. 58. Lögreglumaður nr. F kvaðst hafa unnið eina skýrslu vegna málsins sem hann stað festi. Hefði hann rætt við nágranna brotaþola og reyndist enginn hafa heyrt læti frá íbúð brotaþola þegar meint brot átti sér stað. 59. Lögreglumaður nr. G kvaðst hafa móttekið tölvupóst frá réttargæslumanni brotaþola 8. júlí 2022 og talað við ákærða í kjölfarið og skrifað um það skýrslu sem hann staðfesti. Sagði hann að skilaboðin frá ákærða hefðu komið sem skjáskot frá réttargæslumanni. H af i ákærði kannast við að hafa sent þessi skilaboð. 60. Lögreglumaður nr. H kvaðst hafa sinnt útkalli vegna brotaþola eftir að brotaþoli hafði leitað til Neyðarmóttöku. Brotaþoli h af i verið óviss um hvað hún vild i gera og hafi því verið ákveðið að brotaþoli kæmi á lögreglustöð og hefði þar verið tekin af henni skýrsla. Hafi hún þá verið í uppnámi en ekki grátið. Í kjölfarið h af i ákærði verið handtekinn og vitnið yfirheyrt hann. Þá hefði vitnið einnig rætt við tvö önnur vitni í málinu. 61. Vitnið staðfesti að hafa unnið upplýsingaskýrslu um skoðun á Snapchat - reikningi og smáskilaboðum úr síma brotaþola. Staðfesti vitnið að þar hefði verið hægt að sjá að ákærði og brotaþoli hefðu tengst á Snapchat - reikningi en ekki samt öl eða annað sem hefði farið á milli þeirra . Eyðist skilaboð venjulega jafnóðum á Snapchat nema þau séu vistuð sérstaklega. Sagði vitnið að tölvusérfræðingur hefði aflað gagnanna úr síma 20 brotaþola sem hefði verið speglaður og þannig fengin gögn úr honum í formi skýrslu sem vitnið h af i fengið og unnið úr. Staðfesti vitnið að einnig hafi verið aflað smáskilaboða úr símanum. H af i ákærði verið farinn þegar brotaþoli vaknaði um morguninn og hafi hún reynt að hafa samskipti við hann en hann ekki svarað allan dagi nn. Þá h af i hún sent honum skilaboð og sagt að hún væri á leið í skoðun og óskaði eftir að tala við hann og hafi hún verið að leita eftir því að fá afsökunarbeiðni frá honum. 62. I hjúkrunarfræðingur kvaðst hafa tekið á móti brotaþola 20. febrúar 2022 þegar hún kom á Neyðarmóttöku og staðfesti fyrirliggjandi skýrslu sína hvað það varðar . Kvaðst hún hafa skráð niður frásögn brotaþola þegar hún lýsti atvikum og skráð sem frásögn sjúkl ings í skýrsluna. Hvað varðar ástand brotaþola við skoðun kvaðst vitnið hafa skrifað hjá sé r að hún h af i ekki verið með nein merki um áfengis - eða lyfjaneyslu. Þá hafi hún merkt við að brotaþoli hefði fengið grátköst og verið með óraunveruleika kennd og st aðfesti hún það. Kvaðst vitnið hafa tekið myndir af áverkum sem brotaþoli var með við komu og kvaðst hafa fengið þegar brotið var gegn henni. 63. J , læknir Neyðarmóttöku , kvaðst hafa gert skýrslu um réttarlæknis fræðilega skoðun á brotaþola sem hún staðfesti s em og að hafa skráð niður sögu brotaþola eftir henni eins og þar komi fram. Brotaþoli h af i komið 20. febrúar 2022 og óskað eftir skoðun sem fram hefði farið um kvöldið. Kom fram hjá brotaþola að ákærði hefði haft við hana kynmök án hennar samþykkis og hefð i hann meitt hana, klipið í brjóst hennar og læri og haldið höndum hennar og væri hún einnig með verk í klofi eftir að ákærði fór með fingur inn í leggöng hennar. Sagði brotaþoli að frá því þetta gerðist og þangað til skoðun in hefði farið fram hefði blætt frá kynfærum hennar, blæðingin hefði ekki verið mikil en alltaf eitthvað smá rautt . 64. Kvaðst vitnið hafa gert hefðbundna skoðun sem hún lýs ti í skýrslunni. H af i brotaþoli verið með roða og mar á brjósti, bringu, ofanverðum upphandleggjum og hægra læri utanv erðu og vísaði vitnið hvað þetta varðar til ljósmynda sem teknar voru og fyl gdu skýrslu. Kvaðst vitnið hafa metið það svo, og ritað það í skýrsluna, að áverkarnir g æ t u komið heim og saman við sögu brotaþola. Væri þetta mat byggt á því að hún hefði sýnt þei m áverkana og sagt þá vera eftir ákærða. Kvaðst vitni ð hafa skoða ð marblettina á ljósmyndunum , hefðu þeir verið eins og punktar og gætu þeir hafa komið við það að brotaþoli hefði verið klipin eða það h efð i verið þrýst á hana. Á mynd sem hana minni að h af i verið af brjóstum hefðu a.m.k. verið marblettir á mismunandi stöðum og ekki verið um að ræða punktblæðingu he ld ur litla punkta sem gætu verið eftir fingur. 21 65. Þá sagði vitnið að við skoðun á ytri kynfærum hefði brotaþoli, eins og vitnið lýsi í skýrslu sinni, verið með tæplega eins cm langan grunnan skurð rétt fyrir utan leggangaop á vinstri hlið brotaþola. H af i hún ekki skrifað hvort það hefði blætt eða ekki og því hefði líklega verið hætt að blæða hafi blætt. Geti skurðurinn samrýmst því að ákærði hafi sett fingur harkalega í leggöng brotaþola eða klórað hana en þetta gæti vissulega komið til af öðrum orsökum einnig. Vitnið var spurt hvort líklegt væri að kona fyndi til við samfarir með svona áverka og sagði vitnið að þegar sár bólgn i g e ti viðkomandi kannski misst tilfinninguna í því. Gæti viðkomandi frekar fundið til þegar sárið er ferskt, þá t.d. fundið til við það að pissa ef það rennur yfir s árið . Búist hún við því að viðkomandi gæti fundið fyrir því væri einhver hreyfing á sárinu . Kvaðst hún telja vel mög uleg t að kona fyndi til við samfarir með svona áverka. Vitnið sagði brotaþola hafa verið með grátköst og óraunveruleikakennd. Væri þetta ritað þegar viðkomandi var grátandi í viðtali og hvað varðar óraunveruleikakennd væri það oftast þannig að brotaþoli æt ti erfitt með að trúa því að atvik hefðu gerst. 66. C sálfræðingur kvaðst hafa tekið við meðferð brotaþola eftir að brotaþoli hafði áður verið hjá tveimur öðrum sálfræðingum og hafa ritað vottorð vegna brotaþola sem hún staðfesti. Brotaþoli hefði komið til hen nar þrisvar sinnum og hefð i vitnið verið að meta afleiðingar af meinta kynferðisbroti. Brotaþoli h af i lýst töluverðum áfallastreitueinkennum . Þ ar sem langt hafi verið liðið frá broti hafi verið ákveðið að gera formlega greiningu á áfallastreituröskun sem brotaþoli reyndist vera með. Vísaði vitnið til þess að hún h af i lýst einkennum brotaþola mjög ítarlega í vottorði sínu. Hún hefði boðið brotaþola upp á formlega meðferð við áfallastreituröskun sem hún hefði þegið og komið í eitt viðtal en ekki meir. 67. Vitni ð sagði að brotaþoli hefði rætt brotið beint við vitnið og hafi hún verið samkvæm sjálfri sér miðað við lýsingar brotaþola á Neyðarmóttöku hjá hjúkrunarfræðingi og lækni og hjá öðrum sálfræðingum sem hún h a fði hitt. Þá h af i hún verið samkvæm sjálfri sér hv að varðar viðbrögð hennar þegar brotið átti sér stað og viðbrögð hennar við því þegar ofbeldinu var beitt. Auk þess að hafa verið greind með áfallastreitueinkenni hefðu versnað einkenni átröskunar sem hún hafði áður verið með. Hún hafi verið að taka átlotu r til að takast á við áfallastreitueinkenni sín og væri það ákveðin forðun. Einnig hefðu sjálfsvígshugsanir og depurðareinkenni versnað en þau hefðu verið undirliggjandi áður. Hefði geðhagur hennar almennt orðið verri. Samræmist þetta allt afleiðingum kynf erðisofbeldis. Kvaðst vitnið telja að þessi einkenni geti ekki verið tilkomin vegna 22 annarra atvika þar sem hún hefði farið yfir áfallasögu brotaþola og gert mismunagreiningu, skoðað hvort einkennin gætu samræmst einhverju öðru áfalli en svo h af i ekki verið . H af i öll einkennin sem hún lýsti alltaf verið með beinni tilvísun í þetta tiltekna brot. Kvaðst vitnið ekki geta sagt til um framtíðarhorfur brotaþola en sagði að þegar hún hætti hjá vitninu hefði hún enn verið með mjög alvarleg einkenni. 68. D , sálfræðingur á Neyðarmóttöku , kvaðst hafa hitt brotaþola tvisvar og hafa verið fyrsti sálfræðingurinn sem brotaþol a hitti eftir meint brot. Brotaþoli h af i þá lýst mikilli vanlíðan og fundið fyrir dofa milli þess sem hún h af i fundið fyrir mjög sterkum neikvæðum tilfinn ingum eins og skömm og sektarkennd. Hún h af i ekki getað sofið í rúmi sínu af því að meint brot átti sér stað þar og varð að sofa á sófanum og svaf illa þar. Þá lýsti hún miklum áfallaeinkennum þar sem hún greindi frá óvelkomnum minningum, martröðum og ámin ningum sem ollu uppnámi , eins og t.d. að heyra svipað nafn og ákærða og rúmið hennar minnti hana á þetta. Hún greindi frá áhugaleysi og neikvæðum viðhorfum og upplifði að engum væri treystandi. Brotaþoli hefði lýst brotinu fyrir henni einu sinni og hefði verið samræmi á milli þess sem hún sagði og þess sem kom i fram í skýrslunni frá N eyðarmóttöku. B rotaþoli hefði verið greind með áfallastreituröskun. Samkvæmt nótum sem vitnið kvaðst hafa séð frá öðrum sálfræðingum hefði brotaþoli einnig verið með depurðare inkenni í kjölfar atviks. 69. Kvaðst vitnið einnig hafa hitt brotaþola í júlí á þessu ári og þá óskaði brotaþoli eftir því að koma aftur í meðferð hjá henni. Henni hefði þá enn liðið mjög illa og hefði verið með mikil áfallaeinkenni, svipuð og áður . N okkrum si nnum hefði verið bókaður tími fyrir brotaþola en hún hefði aldrei treyst sér til að koma og hætt við það nú í september. Vitnið kvaðst telja að einkenni brotaþola gætu ekki verið tilkomin vegna annars en meints brots ákærða af því að einkennin hefðu verið metin með vísan í þetta tiltekna atvik. Þannig hefði brotaþoli lýst minningum sérstaklega um þetta meinta brot. Hún lýsti martröðum þar sem meintur gerandi hefði verið í draumunum, áminningum sem hún tengir beint við ákærða , t.d. [...] , skemmtanalífi, bifr eið og nafn i ákærða. Brotaþoli hefði verið að vinna í apóteki og alltaf þegar hún heyrði nafn ákærða hefði henni liðið mjög illa. 70. Sagði vitnið að m iðað við líðan brotaþola í júlí síðastliðnum , en þá hefði hún enn verið með áfallastreituröskun, væri ólíkle gt að hún hefði náð bata á síðustu mánuðum án þess að fá aðstoð. Líklegt væri að brotið h efði enn áhrif á brotaþola þó að vitnið geti ekki fullyrt það þar sem hún h efð i ekki hitt hana síðan í júlí. Sagði vitnið að það geti verið mjög átakanlegt fyrir fólk að byrja í áfallameðferð af því að sálfræðingar væ ru að biðja 23 fólk um að opna á allt sem hef ði gerst og það væri hluti af áfallastreituröskun að fólk forðast einkenni sín, forðast að takast á við minningar og aðstæður sem minna á atvik. Stundum treysti fól k sér ekki til þess og hefði brotaþoli sagt henni símleiðis að þannig liði henni. Spurð hvort brotaþoli gæti náð bata án aðstoðar sagði vitnið að almennt væri talað um að bati gæti orðið fyrsta árið eftir áfall en nú væri liðið meira en ár síðan þetta gerð ist og hún h e fði ekki verið búin að ná bata í sumar. Það væri ekki útilokað að brotaþoli næði bata ef hún færi sjálf að takast á við þetta en vitnið kvaðst telja það ólíklegt . S íðast þegar vitnið hefði hitt brotaþola hefði hún enn lýst mikilli vanlíðan og v er i ð mjög stressuð gagnvart því að koma fyrir dóminn og bera vitni. IV Niðurstaða 71. Ákærði er ákærður fyrir nauðgun, sbr. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt lagaákvæðinu gerist hver sem hefur samræði eða önnur kynferðis - mök við mann án samþykki s hans sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef b eitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. 72. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 16/2018 er framangreint laga ákvæði meðal annars skýrt svo að samþykki verði í forgrunni skilgreiningar á nauðgun. Þannig verði horfið frá me gináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Þess í stað verði aukin áhersla lögð á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Þá þurfti samþykki að hafa verið tjáð a f frjálsum vilja . 73. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skyn - samlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1 . mgr. 111. gr. sömu laga. Ákærði neitar sök. Um atvik er aðallega við framburð hans og brotaþola að styðjast. Voru skýrslu r þeirra við rannsókn málsins teknar upp í hljóði og mynd. 74. Lýsing atvika í ákæru er í samræmi við framburð brotaþola við rannsókn mál sins. Bar 24 brotaþoli eins fyrir dómi utan þess að hún treysti sér ekki til að fullyrða hvort ákærði hefði meitt hana á kynfærum áður en hann h afði við hana samræði eða e ftir það. Engu að síður samræmist það að öðru leyti framburði hennar fyrir dómi að hún h afi verið komin með áverkana áður en ákærði hafði við hana samræði. Kvaðst brotaþoli strax hafa reynt að stoppa ákærða af , m.a. með orðum og með því að ýta hendi hans í burtu , en hann í engu sinnt því. Hafi ákærði, á meðan hann hafði kynferðismök við hana eins og í ákæru greinir, bæði klipið hana og haldið henni niðri, og væri hún með marbletti eftir ákærða til samræmis við það. Þá kom fram hjá brotaþola að hún hefði, þegar ákærði veittist að henni, orðið dofin og í áfalli og upplifað að hún hefði enga stjó rn á atvikum. Auk þessa sagði brotaþoli ákærða strax að loknum kynmökum að hún væri með áverka eftir hann og væri ósátt við hann og lét hann vita daginn eftir að hún væri að leita sér aðstoðar vegna áverka sem hann hefði veitt henni, en allt þetta hefði ák ærði hundsað. 75. Ákærði bar um margt á sama veg fyrir dómi og við rannsókn málsins . Hann viðurkenndi að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola , stungið fingrum ítrekað inn í leggöng hennar og lagst ofan á hana og er það að mestu í samræmi við framburð brotaþola . B yggir ákærði sýknukröfu sína aðallega á því að brotaþoli hafi samþykkt samræðið og hann hafi hætt þegar brotaþoli bað hann um það. Bar hann um að brotaþoli hefði samþykkt kynmökin með þát t töku í þeim, þ.e. með því að klæða sig úr og skipta um stellingu , auk orða sem hún h efð i látið falla. Þá bar hann um að hafa sett fingur í leggöng brotaþola sem hafi þá kveinkað sér og þá meitt hana væntanlega með nögl og því bakkað frá og en byrjað síðan aftur . Verður af þessu ráðið að ákærði hafði fulla ástæðu til að ætla að hann hefði meitt brotaþola. Þá kvaðst ákærði ekki hafa haldið brotaþola niðri þegar hann hafði við hana samræði en framburður hans um það hvort hann hafi klipið brotaþola hefur verið óljós. Loks hafnaði ákærði því að brotaþoli h efði ítrekað sagt honum að hún vildi þetta ekki, beðið hann um að hætta og ýtt hendi hans í burtu en sagði hana hafa einu sinni kveinkað sér undan honum, þegar hann meiddi hana á kynfærunum. Þá viðurkenndi ákærði að hafa verið harkalegu við brotaþola. 76. E iga framangreindar lýsingar ákærða á því á hvern hátt hún hafi veitt samþykki sitt sér enga stoð í framburði brotaþola og heldur ekki öðrum málsgögnum. Á það einnig við um þann framburð ákærða að hann og brotaþoli hefðu einnig haft kynmök kvöldið á undan og e ftir að atvik gerðust og að brotaþoli hefði oft viljað hitta hann eftir vinnu eftir að brotið átti sér stað. Þvert á móti benda gögn til þess að ákærði hafi fremur sóst í að hitta brotaþola og samkvæmt framburði hennar ítrekað reynt að fá hana til að aftur kalla 25 kæruna. Benda gögn til þess að þau hafi einu sinni hist eftir ætlað brot og er það í samræmi við framburð brotaþola. Þá er ekkert fram komið sem bendir til þess að þau hafi rætt það fyrir atvikið að hafa kynmök þetta kvöld. 77. Fyrir dómi var framburður ákærða um nokkur atriði í ósamræmi við það sem fram kom hjá honum við rannsókn málsins. Má þar nefna að hann s agði brotaþola hafa þennan laugardag sýnt sér marbletti á brjóstum sem hún hafi sagt vera af völdum hans frá því kvöldið áður. Fyrir dómi kvaðst á kærði ekki hafa séð marbletti á brotaþola þennan dag og fyrst heyrt að hún væri með marbletti í vikunni á eftir. Hann bar fyrst um það fyrir dómi að hafa verið að pirra brotaþola með því að kitla hana eftir að atvik gerðust en kvaðst hjá lögreglu hafa veri ð að sleikja andlit hennar og herma eftir henni til að pirra hana . S agði hann þau hafa talað saman áður en þau fóru að sofa en neitaði því fyrir dómi en dró síðan í land og sagði að ef svo hefði verið hefð i það verið eitthvað lítið . Þá kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa séð skilaboð sem brotaþoli sendi honum daginn eftir um að hún væri á leið í skoðun vegna áverka sem hann hefði veitt henni. Hjá lögreglu kvaðst hann hafa séð þau en ekki opnað þau heldur opnað önnur skilaboð sem honum hefð u borist þennan dag . Er það í ákveðnu samræmi við framburð brotaþola sem bar um að hafa séð skor ákærða á Snapchat hækka þennan dag þrátt fyrir að hann hefði ekki opnað hennar skilaboð. V iðurkenndi ákærði hjá lögreglu að hafa heyrt frá félaga sí num að brotaþoli væri á leið á spítala í skoðun. Var ákærði ekki búinn að bregðast við þessum upplýsingum frá brotaþola þegar hann var handtekinn seint um kvöldið . Loks kvaðst hann ekki hafa verið eins drukkinn þegar atvik gerðust og hann hafði áður lýst h já lögreglu. 78. Óumdeilt er að brotaþoli hafi eftir atvikið beðið ákærða um að biðja sig afsökunar. Brotaþoli lýsti því að hún hefði fengið áverka á kynfæri n af völdum ákærða sem hún hefði sagt honum frá strax eftir ætlað brot þegar hún áttaði sig á því að h ún v æri þar með blæðandi sár . Tengdi hún það við þann sársauka sem hún hafði fundið og bað hún ákærða um að biðjast afsökunar. Ákærði bar um a ð hann hefði talið að brotaþoli vildi fá afsökun - arbeiðni frá honum þar sem hann hefði verið að pirra hana eða stríða henni . Af þeim skilaboðum sem liggja fyrir má ráða að ákærði vildi ná einhvers konar sátt við brotaþola en lét að því liggja að kæra brotaþola sem þá var til meðferðar skipti hann engu . T aldi hann kæruna ekki eiga við nein rök að styðjast og kom fra m hjá honum að hann vildi útskýra fyrir brotaþola að þetta hefði ekki verið nauðgun . 79. Þá er óumdeilt að brotaþoli blokkaði ákærða á samfélagsmiðlum og var staðan þannig í 26 júlí 2022 þegar ákærði sendi henni afsökunarbeiðni . V ar þá liði ð á fimmta mánuð frá æ tluðu broti. Verður framburður ákærða fyrir dómi skilinn svo að hann hafi verið að biðja hana afsökunar á því að hafa ekki svarað henni daginn eftir að atvik gerðust og að hafa ekki staðið með henni í gegnum það áfall sem hún upplifði vegna þessara atvika. Að mati dómsins er það í engu samræmi við slíkt tilefni að senda skriflega afsökunar - beiðni svo löngu síðar . Einnig er það sérstaklega ótrúverðugt í ljósi þess að þá var kæra á hendur ákærða enn til rannsóknar. Þá hafa skilaboð ákærða til brotaþola í júlí 2022 enga tilvísun til þess að hann sé að biðjast afsökunar á þessu og var það fyrst fyrir dómi sem þessi skýring k om fram af hans hálfu. Í ljósi þessa , og eins og atvikum er háttað , er a ð mat i dómsins ótrúverðugt að ákærði hafi verið að biðjast afsökunar á framangreind r i framkomu óteng t meintu kynferðisbroti . 80. Í ljósi aðstæðna verður það ekki talið hafa áhrif við mat á framburði brotaþola að hún reyndi ekki að koma ákærði út af heimili nu þegar atvik gerðust eða kallaði eftir aðstoð. Loks er ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi hlotið áverkana á annan hátt en hún hefur lýst. 81. Er það mat dómsins að framburður ákærða hafi verið á reiki um atvik , auk þess sem skýringar hans eru mjög ótrúverðugar. Af lýsingum hans á atvikum í kjölfar brotsins og skýringum hans á háttsemi sinni má ráða að ákærða hafi verið ljóst strax í upphafi að brotaþoli var að saka hann um alvarlega háttsemi. Telst framburður ák ærða ótrúverðugur og verður niðurstaða málsins ekki á honum bygg ð að því marki sem hann stangast á við annað sem dómurinn telur sannað. Dómurinn metur framburð brotaþola hins vegar stöðugan í gegnum alla meðferð málsins og trúverðugan um þa u atriði er máli skipta. Fær han n stoð í skýrslu Neyðarmóttöku og vottorði og vætti læknis og hjúkrunarfræðings er þar sinntu brotaþola. Er þa r lýst þeim áverkum sem brotaþoli var með við skoðun og taldi læknirinn þá geta samrýmst sögu brotaþola. Þá lýstu þær því að brota þoli hefði verið í uppnámi og má það einnig ráða af framburði E og B sem ræddu við brotaþola í kjölfar brotsins en E sá einnig hluta af áverkunum daginn eftir. Þá verður ráðið af vottorði og vætti sálfræðinga er sinnt hafa brotaþola að hún hafi verið grein d með áfallastreituröskun sem afleiðingu brotsins . Loks fær framburður brotaþola að hluta til stoð í framburði ákærða eins og hér að framan er rakið. 82. Með vísan til framangreinds verður niðurstaða málsins byggð á trúverðugum framburði brotaþola gegn neitun ákærða. Telst því sannað að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem greinir í ákæru og að brotaþoli hafi vegna háttsemi hans hlotið þá áverka sem greinir í 27 ákæru . 83. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga er verknaður sem refsing er lögð við í lögun - um ekki sakn æmur nema hann sé unninn af ásetning i eða gáleysi. Fyrir gáleysisbrot skal því aðeins refsa að sérstök heimild sé til þess í lögunum. Ásetningur er saknæmi s skilyrði samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga og þarf hann að ná til allra efnisþátta verknaðar. 84. E ins og rakið hefur verið er ekkert fram komið sem styður framburð ákærða um að samþykki brotaþola hafi legið fyrir. Af framburði brotaþola ver ður ráðið að ákærði þvingaði fram kynmök við hana við þær aðstæður. Ákærði bar sjálfur um það fyrir dómi að hafa meitt brotaþola á kynfærunum með nögl sinni , m.a. í upphafi kynmakanna og telst það sannað á grundvelli þess sem að framan er rakið . Að auki h efur ákærði viðurkennt að hafa sýnt harkalegar aðfarir . Af vætti þess læknis sem skoðaði brotaþola á Neyðarmóttök u verður ráðið að áframhaldandi kynmök eða samræði hefðu mögulega valdið henni sársauka. Loks benda þeir marblettir sem brotaþoli reyndist vera með til þess að ákærði hafi tekið fast á brotaþola , haldið henni og klipið hana eins og í ákæru greinir . S am ræmi st framangreint framburði brotaþola um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu ákærða . Gat ákærða ekki annað en verið ljóst að hann væri með háttsemi sinni að þvinga brotaþola til kynmaka og beita hana ofbeldi og telst því skilyrði um ásetning ákærða til verk naðarins fullnægt. 85. Samkvæmt framangreindu , og þá sérstaklega með vísan til framburðar brotaþola og heildstæðs mats á öðrum fyrirliggjandi gögnum, telur dómurinn sannað að ákærði hafi án samþykki s brotaþola og með ofbeldi og ólögmæt r i nauðun g haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola eins og í ákæru greinir. Eftir þessu telur dómurinn sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem þar greinir og er hún þar rétt heimfærð til refsiákvæða. IV 86. Á kærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 16 . október 2023, gekkst ákærði undir sektargerð lögreglustjóra 25. ágúst 2020 vegna umferðarlagabrot s . Við ákvörðun refsingar ákærða verður til refsiþyngingar litið til 1., 2., 3. og 6. tölul iðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga , en brot ákærða var gróft, hafði alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola og með því braut hann gróflega gegn kynfrelsi hennar. Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex 28 mánuði. Í ljósi alvarleika brotsins og með hliðsjón af dómafordæmum er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu ákærða. 87. Í málinu gerir brotaþoli kröfu um miskabætur að fjárhæð 3.500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldu r fyrir alvarlegt brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gagnvart brotaþola. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska. Þá má af fr amburði brotaþola og vitna ráða að háttsemin olli brotaþola mikilli vanlíðan og greindist hún með áfallastreituröskun vegna brots ákærða. Verður af fyrirliggjandi vottorði sálfræðing s og vætti þeirra tveggja sálfræðinga sem komu fyrir dóminn ráðið að aflei ðingar brotsins hafi verið alvarlegar fyrir brotaþola og óv í st um bata. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 1.800.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði, en krafan var birt f yri r ákærða ásamt fyrirkalli 25. maí sl. 88. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins. Eru þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj - anda hans, Helga Jóhannessonar lögmanns, er teljast hæfilega ákveðin 1.100.000 krónur. Þá greiði ákærði þóknun réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Dísar Valdimarsdóttur lögmanns, 1.0 00.000 krón a . Þóknun lögmannanna er ákveðin að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði greiði einnig 403.272 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yf irliti ákæruvaldsins og gögnum um ferðakostnað vitnisins E . 89. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari. 90. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Arnar Björn Gíslason, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði . Ákærði greiði A 1.800.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggin gu nr. 38/2001, frá 20. febrúar 2022 til 25. júní 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. , sbr. 6. gr. , sömu laga fr á þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað s verjanda síns, Helga Jóhannessonar lög - manns, 1.1 00 . 000 k rónur, og þóknun skipað s réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Dísar Valdimarsdóttur lögmanns, 1.0 00.000 kró na , og 403.272 krónur í annan sakar - kostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign) 29