Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 30 . janúa r 202 5 Mál nr. E - 187/2023 Hörður Guðmundsson ( Svanhvít Axelsdóttir lögmaður) gegn Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf. (Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður) og gagnsök _____________________________________________ Lárentsínus Kristjánsson Hulda Árnadóttir Gunnar Fannberg Gunnarsson 2 D Ó M U R I. Dómkröfur, aðild og málsmeðferð 1. Mál þetta telst höfðað í aðalsök við þingfestingu 6. júní 2023, en áritun lögmanns um birtingu stefnu er ódagsett . Gagnsakarmál var höfðað með gagnstefnu birtri 30. júní 2023 . Stefnandi í aðalsök og stefndi í gagnsök er Hörður Guðmundsson, ... , ... . Stefndi í aðalsök og stefnandi í gagns ök er Hitaveita Reykholtsstaðar ehf . , ... . 2. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnd i greiði honum 1 2.402.879 kr. ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júlí 2022 til 19. febrúar 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 3. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefnd i beri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem hann varð fyrir vegna ólögmætra samningsrofa stefnda á samningi við stefnanda um kaup og sölu á heitu vatni frá borholu í Reykholti, dags. 13. október 2020. 4. Í báðum tilvikum krefst stefnandi þess að stefnd i verði dæm dur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins . 5. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda en til vara að aðalkrafa stefnanda verði stórlega lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu úr hendi aðalstefnanda. 6. Í gagnsök krefst gagnstefnandi þess að gagnstefnda verði gert að greiða gagnstefnanda 1. 158.831 kr. auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 927.553 kr. frá 15.7.2022 til 14.9.2022, en af 1.158.831 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu. 7. Gagnstefndi krefst aðallega sýknu af kröfum gagnstefnanda en til vara að kröfur hans verði lækkaðar verulega og málskostnaðar úr hendi hans að skaðlausu. 8. Stefndi gerði upphaflega kröfu um frávísun á aðalsök málsins. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 3. nóvember 2023, sem færður var í þingbók með vísan til 112. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómari gerði í þinghaldi þar sem úrskurður var upp kveðinn stuttlega grein fyrir röksemdum fyrir framangreindri niðurstöðu og færði að auki þær helstu í þingbók. 3 9. Stefndi gerði í gagnstefnu sinni kröfu um greiðslu á 1.548.022 kr. úr hendi gagnstefnda með þar til greindum dráttarvöxtum en eftir skýrslutökur við aðalmeðferð óskaði gagnstefnandi bókað um breytingu á kröfugerð í gagnsök á þann veg að gegnstefnda verði gert að greiða gagnstefnand a 1.158.831 kr. auk dráttarvaxta eins og greinir í gagnstefnu að breyttu breytanda. Með þessari breytingu er krafan einskorðuð við kröfur í gagnstefnu er byggja á reikningum á dómskjölum nr. 14 og 15 og þannig ekki höfð uppi bótakrafa vegna endursölu á vat ni, m.a. til leikskóla í landi Grímsstaða. Samning dómsins tekur mið af þessari breytingu. 10. Aðalstefnandi óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns í málinu 7. desember 2023 og var matsgerð Björns Ágústs Björnssonar pípulagningameistara lögð fram 23. febrúar sl. Stefnandi taldi skorta á skýr svör við ákveðnum atriðum og í þinghaldinu beindi dómari þeim tilmælum til matsmanns að gefnar yrðu skýrari svör við einni matsspurningu. Einnig var í þinghaldinu sami matsmaður dómkvaddur, nú að kröfu stefnda í aðalsök, gagnstefnanda, til að leggja mat á ákveðin atriði sem stefndi óskaði mats á. Viðbótarsvör matsmanns sem og ný matsgerð hans voru lögð fram í þinghaldi 14. júní sl. 11. Við upphaf aðalmeðferðar tóku sæti í dómnum Hulda Árnadóttir héraðsdómari og Gunnar Fa nnberg Gunnarsson, byggingarfræðingur B.Sc. og löggiltur mannvirkjahönnuður og pípulagningameistari, sem sérfróður meðdómari. Engin andmæli voru höfð uppi um að dómur yrði fjölskipaður og um skipan hans. 12. Nokkrar tafir urðu á því að koma á aðalmeðferð málsins af ýmsum orsökum. Aðalmeðferð málsins hófst, þriðjudaginn 7. janúar 2025, á vettvangsgöngu um athafnasvæði hitaveitunnar. Aðalmeðferð var svo framhaldið í dómsal í Borgarnesi. Aðilaskýrslur gáfu stefnandi í aðalsök, Hörður Guðmundsson, og fyrir hö nd aðalstefnda, Geir Waage. Þá kom Björn Ágúst Björnsson, dómkvaddur matsmaður, fyrir dóm og staðfesti matsgerð ir sína r ásamt því að svara spurningum um þær a. Einnig gáfu skýrslu fyrir dómi Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, eiginkona stefnanda, Guðmundur Krist insson, faðir Jóhönnu og ábúandi á Grímsstöðum, og loks gaf skýrslu símleiðis Þorvaldur Ingi Árnason. Að loknum munnlegum málflutningi var málið dómtekið sama dag. 13. Í dómi þessum er vísað til stefnanda þegar fjallað er um aðalstefnanda og stefnda í ga gnsök og stefnda þegar fjallað er um stefnda í aðalsök og gagnstefnanda nema annað sé sérstaklega tekið fram og aðilar tilgreindir nánar. II. Málsatvik 4 14. Stefnandi er ábúandi á jörðinni Grímsstöðum í Reykholti en a.m.k. frá árinu 1983 hafa verið í gildi samningar við stefnda, eða fyrirrennara hans, um kaup á heitu vatni til húshitunar á Gríms - stöðum en stefndi starfrækir hitaveitu í Reykholti í Borgarfirði. 15. Á árinu 2009 var gerður samningur milli P rest s setursins í Re ykholti og stjórnar prestssetra f.h. Kirkjumálasjóðs annars vegar og hins vegar Guðmundar Kristinssonar á Grímsstöðum og Bjarna Marinóssonar á bænum Skáney í sama dal . Þeim samningi var sagt upp af stjórnarformanni stefnda, Geir Waage, í júní 2020 fyrir hö nd stefnda. 16. Sá samningur mun að sögn stefnda einvörðungu hafa tekið til borholu sem þá hafði verið boruð í Reykholti, sem nefnd hefur verið Rh1. Í byrjun 2. áratugar 21. aldar hafi ástand þeirrar borholu versnað og hún á endanum reynst ónothæf og hafi verið steypt upp í hana í kjölfarið. Samhliða var boruð ný hola, Rh2, sem tengd var veitukerfi staðarins. 17. Í tengslum við þessar framkvæmdir allar kveðst stefndi hafa boðið ábúendum á bæjunum Skáney, Grímsstöðum og í Nesi samning um aðild að nýtingu vatnsins úr borholu Rh2 á sömu kjörum og aðrir notendur í Reykholti greiddu fyrir heitt vatn til upphitunar íbúðarhúsnæðis, þ.e. 90 kr. fyrir hvern rúmmetra vatns að viðbættum 11% virðisaukaskatti og 2% orkugjaldi, sbr. 5. gr. samnings aðila. 18. Samninga r hafi tekist við íbúa í Nesi og á Grímsstöðum, en bændur á Skáney höfnuðu hins vegar nýjum samningi við aðalstefnda. Ekki verður annað séð af gögnum málsins, m.a. skýrslum við aðalmeðferð, en að stefnanda hafi verið fullkunnugt um þessa stöðu mála og að S káney hafi ekki verið í viðskiptum við stefnda síðan hinum nýja samningi var hafnað af ábúendum þar. 19. Stefnandi lýsir þó aðdraganda nýs samnings með þeim hætti að í kj ölfar uppsagnarinnar á samningnum frá 2009 hafi átt sér stað viðræður milli stefnand a og eig i nkonu hans annars vegar og stefnda hins vegar um nauðsyn þess að gera nýjan samning. Stefnandi og eiginkona hans töldu þá að ekki hefðu verið skilyrði fyrir uppsögn samningsins og þar af leiðandi væri ekki þörf á að gera nýjan samning. Ágreiningsl aust má vera að heitt vatn telst forsenda búsetu og rekstrar á Grímsstöðum . Af þeim sökum lýsir stefnandi því svo að hann og eiginkona hans hafi verið nauðbeygð til að undirrita nýjan samning við Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf . sem undirritaður var 13. októ ber 2020 , en mál þetta hverfist um þann samning. Stefndi neitar því með öllu að nokkur nauðung hafi verið samfara því að nýr samningur var gerður milli aðila. 5 20. Samningurinn var gerður milli stefnanda og eiginkonu hans annars vegar að því er virðist fy rir hönd Grímsstaða og stefnda hins vegar, og áttu bændur eða ábúendur á Skáney, sem höfðu verið aðilar að samningnum frá árinu 2009 að sögn stefnanda, enga aðkomu að honum. Forsvarsmaður stefnda hefur upplýst að hann hafi jafnframt átt í viðræðum við bænd ur á Skáney um gerð nýs samnings á meðan á viðræðum við stefnanda og eiginkonu hans hafi staðið og eftir að þeim lauk. Þeim viðræðum hafi hins vegar lokið án samkomulag s. 21. Stefndi lýsir því svo að í ljósi þess að bændur í Skáney hættu viðskiptum við s tefnda hafi hann þurft að sjá til þess að dæla bændaveitunnar yrði fjarlægð af lögn stefnanda og/eða að stefnandi myndi setja á hana krana, þar sem heitu vatni frá aðalstefnda var veitt um sömu lögn til beggja bæja, þ.e. til Grímsstaða og Skáneyjar. Að öðr um kosti hefði heitu vatni verið áfram veitt til Skáneyjar, en án þess að til staðar væri samningur um kaup á heitu vatni þangað og án þess að stefndi fengi greiðslur fyrir. Um þetta ástand var aðilum máls fullkunnugt. 22. Stefndi kveður stefnand a hafa ge fið fyrirsvarsmanni stefnda, s r. Geir Waage, munnlegt loforð um að grípa til framangreindra ráðstafana og fjarlægja dælu og dæluskúr bændaveitunnar í viðurvist vitnis, en hvort tveggja er í eigu og á forræði stefnanda, en ekki stefnda. Við þetta loforð haf i stefnandi ekki staðið. Í niðurstöðukafla dómsins verður nánar greint frá því sem upplýst var um þetta samkomulag aðila. 23. Þann 7. maí 2022 barst stefnanda og eiginkonu hans bréf frá Geir Waage, stjórnarformanni stefnda, þar sem þess var krafist að þau kæmu fyrir krana á lögn sinni upp að bænum Skáney, svo hægt væri að loka fyrir vatn þangað, sem og að dæla og dæluskúr yrðu fjarlægð. Var í bréfinu tekið fram að forsenda fyrir því að unnt væri að uppfylla samninginn við stefnanda og eiginkonu hans væri að dælan færi af lögninni. 24. Umræddum kröfum var ekki sinnt af stefnanda og eiginkonu hans enda töldu þau sér þetta óskylt og hvergi í samningnum kveðið á um slíka skyldu , auk þess sem aldrei hefði verið samið um að þau kæmu fyrir krana á lögn sinni, líkt og haldið hafi verið fram af stjórnarformanni stefnda , sbr. þó niðurstöðukafla dómsins, sbr. framangreint. 25. Þann 31. maí sama ár ritaði Geir annað bréf þar sem kröfur stef nda voru ítrekaðar en samningnum við stefnanda og eiginkonu hans jafnframt sagt upp frá og með 1. júlí 2022 . Til grundvallar uppsögninni var vísað til þess að fyrrnefndum kröfum hefði ekki verið mæt t. Lokaði stefnd i s vo fyrir heita vatnið að Grímsstöðum má nuði síðar, þann 1. júlí 2022. Kveðst stefndi hafa áður margreynt að ná samkomulagi um ásættanleg málalok við stefnanda. 6 2 6 . Eftir að stefnd i hafði lokað fyrir vatnið að Grímsstöðum áttu sér stað einhver samskipti milli aðila og reynt var að ná samkomula gi en án árangurs . Ekki verður þó séð að þar hafi verið reynt af miklum þrótti heldur þvert á móti . Stefnandi kveðst þá hafa fengið þau skilaboð frá stefnda að stefnandi og eiginkona hans yrðu að útvega sér heitt vatn með öðrum hætti , en þeirri staðhæfingu hafnar stefndi alfarið. Af þ eim sökum þó kveðst stefnanda og eiginkonu hans hafa verið nauðugur sá kostur að leggja nýjar hitaveitulagnir frá annarri borholu með tilheyrandi kostnaði, til að tryggja að þau gætu enn búið á heimili sínu á Grímsstöðum. Stefn di hins vegar lýsir því svo að í stað þess að að efna loforð sitt gagnvart stefnda og gera upp skuldir sínar við hann hafi stefnandi virst hafa ákveðið að ráðast í framkvæmdir við að leggja nýjar hitaveitulagnir frá annarri borholu, sem sé stefnda óviðkoma ndi, að húsnæði sínu á Grímsstöðum. Í þær fram kvæmdir hafi stefnandi ráðist einhliða og án nokkurs samráðs við stefnda. Hafi stefnda ekki verið um þær kunnugt eða umfang þeirra fyrr en honum hafi borist skaðabótakrafa frá lögmanni stefnanda. Við aðalmeðfe rð málsins var upplýst að þessar framkvæmdir stefnanda hafi hann unnið með ábúendum á Skáney og hafi kostnaði við þá framkvæmd verið skipt jafnt eftir því sem næst verður komist. 27. Lögmaður stefnanda ritaði stefnda bréf 19. janúar 2023 þar sem krafist var bóta úr hendi stefnda vegna þess tjóns sem stefnandi og eiginkona hans töldu sig hafa orðið fyrir vegna upp - sagnar stefnda á samningi aðila. 28. Erindi stefnanda var svarað með bréfi lögmanns fyrir hönd stefnda 9. febrúar 2023 þar sem bótakröfu var hafnað , auk þess sem skorað var á stefnanda og eiginkonu hans að greiða tvo gjaldfallna reikninga vegna kaupa á heitu vatni annars vegar og endurgreiða meintar tekjur stefnanda af sölu á heitu vatni . 29. Var því bréfi svarað af stefnanda og eiginkonu hans 20. febrúar 2023, þar sem gagnkröfum stefnda var hafnað með rökstuddum hætti og fyrri kröfur ítrekaðar . Með svarbréfi, 21. mars 2023, áréttaði stefnd i höfnun á kröfum stefnanda og ítrekaði kröfur sínar. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður um mögulegar sættir málsins en þeim lauk án árangurs. III. Málsástæður stefnanda í aðalsök 30. Þrátt fyrir að stefnandi og eiginkona hans hafi bæði átt aðil d að samningnum við stefnda liggi hins vegar fyrir að krafan sem g erð sé í þessu máli l úti eingöngu að hagsmunum stefnanda og því tjóni sem hann hafi orðið fyrir en ekki að hagsmunum eiginkonu hans. 7 Ólögmæt uppsögn/riftun 31. Stefnandi byggir á því að uppsögn stefnda á samningi við stefnanda og eiginkonu hans um kaup og sölu á heitu vatni frá borholu í Reykholti hafi verið ólögmæt. 32. Einu heimild samningsins til uppsagnar hafi verið að finna í 8. gr. hans, er mæli fyrir um að samningurinn sé gerður til 25 ára og sé uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara ef forsendur hans breyttust. Ljóst sé að engar forsendur samningsins hafi breyst og því hafi stefnd i enga heimild haft til að segja samningnum upp líkt og hann gerði. 33. U ppsögn samningsins hafi verið studd þeim rökum að stefnanda og eiginkonu hans bæri skylda til að koma krana fyrir á hi taveitulögn milli Grímsstaða og Skáneyjar og fjarlægja dælu og dæluskúr. Hafi stefndi byggt á því að slíkt hefði verið forsenda fyrir samningsgerðinni. Samningurinn hafi hins vegar verið hljóður um slíka skyldu og ekki verið um hana samið á öðrum vettvangi , líkt og stefnd i hafi haldið fram. Þessar forsendur hafi verið settar fram einhliða af stefnda, að því er virðist eftir að ljóst varð að bændur á Skáney myndu ekki semja við stefnda um kaup á heitu vatni. Þær meintu forsendur hafi hins vegar verið stefnan da alls óviðkomandi. Byggir stefnandi á því að það hefði staðið stefnda nær að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að vatn bærist ekki til Skáneyjar, ef ekki næðist samningur við bændur þar um kaup á heitu vatni, eftir atvikum með atbeina dómstó la eða sýslumanns. 34. Stefnda hefði jafnframt verið í lófa lagið að orða ætlaðar forsendur sínar í samningnum sjálfum, ef leggja ætti þær til grundvallar. Fyrir ligg i að samningurinn var gerður af stefnda, sem sé félag í atvinnurekstri, við stefnanda og eiginkonu hans sem séu neytendur. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. b laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sk uli túlka samning neytanda í hag komi upp vafi um merkingu hans. Samkvæmt meginreglum samningaréttar ber i jafnframt að skýra umdeila nleg ákvæði þeim í óhag sem samdi þau. Stefndi verði að bera hallann af óljósu orðalagi samningsins. 35. Hafi því ekki verið skilyrði til að beita uppsagnarheimild í 8. gr. samningsins. Þá ligg i jafn - framt fyrir að stefnd i hafi ekki virt umsaminn se x mánaða uppsagnarfrest en lokað hafi verið fy rir vatnið mánuði eftir að stefnd i sagði samningnum upp. Hafi uppsögnin því verið ólögmæt hvernig sem á málið sé litið. 36. Hvað var ði ætl a ð a ógreidd a reikninga hafi þeirra fyrst verið getið í bréfi lögmanns s tefnda 9. febrúar 2023 , sem bendi til þess að uppsögn samningsins hafi ekkert haft með þá að gera. Umræddir reikningar hafi enda ekki verið gefnir út fyrr en eftir að lokað hafði verið á vatn til 8 stefnanda og eiginkonu hans en reikningarnir v erið dagsettir aftur í tímann. Þá hafi eindagi fyrri reiknings ekki verið fyrr en 15 dögum eftir að stefnd i lokaði fyrir vatnið og eindagi þess síðari tveimur mánuðum síðar. Stefndi hafi því lokað fyrir vatnið áður en mögulegt var fyrir stefnanda og eiginkonu hans að va nefna greiðslur reikninganna. 37. Með því að loka fyrir vatnið hafi stefndi vanefnt samninginn með þeim afleiðingum að stefnanda og eiginkonu hans hafi verið rétt að halda eftir greiðslum. Þeim hafi því verið óskylt að greiða reikningana og þar af leiðand i ekki um nokkra vanefnd að ræða. Vísað er til b - lið ar 1. mgr. 2. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup og sé réttur neytanda til að halda eftir kaupverði sérstaklega áréttaður í 20. gr. laganna. K omi þar fram að ef neytandi á kröfu á hendur seljanda vegna greiðsludráttar hins síðarnefnda get i neytandinn haldið eftir þeim hluta kaupverðsins sem nægi til þess að tryggja kröfu hans. Krafa stefnanda sé mun hærri en fjárhæð hinna ógreiddu reikninga og hafi stefnandi því ekki gengið of langt við beitingu úrræðisi ns. Einnig er vísað til 2. mgr. 38. gr. laga nna í þessu sambandi. 38. Að því er varðar meintar vanefndir á skyldu til að viðhalda lögnum get i skylda til að setja upp krana og fjarlægja dælu og dæluhús ekki á nokkurn hátt fallið undir þá skyldu sem á stef n - anda og eiginkonu hans hvíli samkvæmt samningnum um að viðhalda og endurnýja hitalagnir. 39. Síðari sjónarmiðum af hálfu stefnda um að stefnandi og eiginkona hans hafi með ólögmætum hætti selt heitt vatn til leikskólans Hnoðrabóls sem staðsettur er á lóð þeirra og það hafi réttlætt riftun samnings er hafnað af stefnanda. Uppsögn eða riftun haf i ekki verið byggð á þessum atvikum heldur sé um að ræða haldlausar eftiráskýringar. 40. Með vísan til framangreinds telur stefnandi ljóst að engin skilyrði hafi verið fyrir uppsögn samningsins eða riftun hans, hvorki á grundvelli ákvæða hans né á grundvelli almennra reglna samninga - og kröfuréttar. Uppsögn/ riftun samningsins hafi því verið óheimil og ólögmæt og beri stefnd i ábyrgð á því tjóni sem stefnandi h afi orðið fyrir af hennar völdum. Skaðabótaskylda stefnda 41. Vegna hinna ólögmætu s amningsrofa hafi stefnandi orðið fyrir fjártjóni sem stefndi ber i skaðabótaábyrgð á. 42. Stefnandi byggir á því að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar um skaðabætur innan samninga eigi hann rétt á skaðabótum vegna alls þess tjóns sem hann hafi orðið fyr ir vegna hinnar 9 ólögmætu uppsagnar/riftunar stefnda á samningi aðila. Sé meginreglan sú að tjónvaldur skuli bæta allt fjártjón, þ.m.t. beint og óbeint tjón. 43. Þá gild i lög nr. 48/2003 um neytendakaup um samning aðila. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna ge t i neytandi krafist skaðabóta vegna þess tjóns sem hann bíður vegna greiðsludráttar. Samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laganna skulu skaðabætur vegna vanefnda af hálfu samningsaðila svara til þess tjóns, þ.m.t. vegna útgjalda, verðmunar og tapaðs hagnaðar, sem gagn aðili bíður vegna vanefndanna. Skulu skaðabætur því taka jafnt til beins og óbeins tjóns. 44. Tjón stefnanda fel i st í fyrsta lagi í þeim kostnaði sem hann hafi orðið fyrir við lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá annarri borholu, en slíkt hafi verið nauðs ynlegt til að tryggja heitt vatn á Grímsstöðum. 45. Í öðru lagi hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem fel i st í kostnaði vegna notkunar á eigin vélum og eigin vinnu við lagningu nýrra hitaveitulagna. Í því skyni að takmarka tjón sitt hafi stefnandi unnið s jálfur að einhverju leyti við lagningu nýrra lagna og notað í það eigin tæki og tól. Það hafi hins vegar leitt til þess að ekki hafi verið hægt að nýta tíma stefnanda í önnur verk , auk þess sem hann hafi ekki getað nýtt vélar sínar í önnur verk eða leigt ú t til þriðja aðila. Hafi vinna stefnanda falist m.a. í lagningu á hitaveiturörum, ýmsum frágangi og jarðvinnu, s.s. viðgerðum á grindverkum og vinnu við að loka sárum í jarðveginum. Þá hafi stefnandi sett upp vatnstank og nýjan dæluskúr. 46. Í þriðja lagi hafi stefnand i þurft að leita liðsinnis lögmanns vegna málsins, en annar lögmaður hafi gætt hagsmuna stefnanda og eiginkonu hans á fyrri stigum þess. 47. Beinn kostnaður stefnanda vegna lögfræðiþjónustu og aðkeyptrar vinnu og efnis í tengslum við lagnin gu nýrrar hitaveitulagnar sundurlið ast svo: Dags. Útgefandi reiknings Fjárhæð 5/8/2022 Lögmannsstofa Ólafs Bj. ehf. kr. 140.250 10/8/2022 Lögmannsstofa Ólafs Bj. ehf. kr. 381.563 14/12/2022 Lögmannsstofa Ólafs Bj. ehf. kr. 153.573 Lögfræðikostnaður alls: kr. 675.386 21/9/2022 Set kr. 2.274.503 22/9/2022 Varma & Vélaverk kr. 200.000 22/9/2022 Set kr. 2.467.997 27/9/2022 Set kr. 161.018 10 30/9/2022 Júlli Jóns ehf. kr. 148.800 3/10/2022 Set kr. 11.125 10/10/2022 Set kreditnóta kr. - 14.888 13/10/2022 Set kr. 1.170.000 17/10/2022 Plast og Suða ehf. kr. 315.750 18/10/2022 Vatnsvirkinn kr. 8.447 18/10/2022 Ísloft ehf. kr. 9.253 19/10/2022 Set kr. 5.757 20/10/2022 Set kreditnóta kr. - 531.160 21/10/2022 Set kr. 65.345 21/10/2022 Set kr. 18.383 21/10/2022 Set kr. 101.682 21/10/2022 Set kreditnóta kr. - 74.104 31/10/2022 Júlli Jóns ehf. kr. 67.860 10/11/2022 Sleggjulækur ehf. kr. 1.302.400 5/1/2023 Kæling ehf. kr. 1.987.325 Annar kostnaður alls: kr. 9.695.493 Samtals Kr. 10.370.879 Kostnaður stefnanda vegna eigin vinnu og notkunar á eigin vélum sundurliðast með eftirfarandi hætti: Eigin vinna Fjöldi tíma Tímagjald Samtals 144 kr. 7.500 kr. 1.080.000 Eigin vinna: kr. 1.080.000 Vélavinna Fjöldi tíma Tímagjald Samtals 68 kr. 14.000 kr. 952.000 Vélavinna: kr. 952.000 Samtals kr. 2.032.000 4 8 . Dómkrafa stefnanda samanstandi af samtölu framangreindra liða (10.370.879 + 2.032.000 = 12.402.879). Varakrafa um viðurkenningu skaðabótaskyldu 49 . Verði ekki fallist á kröfu stefnanda um greiðslu skaðabóta krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefnd i beri skaðabótaábyrgð á fjártjóni, sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna hinna ólögmætu samningsrofa stefnda á samnin gi við stefnanda og eiginkonu hans um kaup og sölu á heitu vatni frá borholu í Reykholti, frá 13. október 2020. 11 5 0 . Um heimild til að setja fram viðurkenningarkröfu vísast til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varakrafan byggir á sömu málsástæðum og lagarökum og aðalkrafa eftir því sem við á og vísast til þess sem að framan greinir að því leyti. Kemur þar fram með skýrum hætti hver hafi valdið tjóni stefnanda, með hvaða hætti og í hverju tjónið felist. Er skilyrðum 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála fyrir því að höfða viðurkenningarmál því fullnægt. IV. Mál s ástæður og lagarök stefnda í aðalsök Tjón ósannað 51. Stefndi byggir á því að ósannað sé með öllu að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni í lögskiptum sínum við st efnda og að stefndi beri ábyrgð á því meinta tjóni. Verði talið að lok samnings - sambands aðila hafi leitt til þess að stefnandi hafi orðið fyrir einhverju tjóni er auk þess á því byggt að umfang þess tjóns sé ósannað. 52. S tefndi byggir á því að sönnunarb yrðin fyrir því að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni hvíli á honum sjálfum , einnig fyrir umfangi slíks tjóns og ábyrgð stefnda á því. Sönnur um þetta hafi stefnandi ekki fært fram. Stefndi mótmælir fjárhæð aðalkröfu stefnanda og þeim bótaliðum sem mynda stefnufjárhæð málsins. Skilyrðum skaðabótaskyldu ekki fullnægt vanefndir eigin sök: 53. Þess utan byggir stefndi á því að lagaskilyrðum fyrir því að fella skaðabótaábyrgð á aðal - stefnda sé ekki fullnægt, hvorki samkvæmt réttarreglum um skaðabótaskyldu innan né utan samninga. Í besta falli teljist ósannað að stefndi hafi með háttsemi sinni bakað sér slíka skaða - bótaskyldu eins og haldið sé fram í stefnu. 54. Þá standist grundvöllur skaðabótakröfu stefnanda engan veginn. Fráleitt sé að vi ð lok samningssambands aðila hafi stofnast réttur stefnanda til þess að byggja einhliða og án alls sam - ráðs eða vitundar stefnda nýja hitaveitulögn frá Grímsstöðum og tengja hana annarri borholu, en krefja stefnda um allan kostnað við framkvæmdina í formi skaðabóta. Slík a kröfu skorti allan lagagrundvöll. 55. Sú f ramkvæmd hafi alfarið verið á ábyrgð og á áhættu stefnanda og stefnda óviðkomandi, enda hafi hann ekki komið með nokkrum hætti að ákvörðun um að í hana yrði ráðist, samþykkti ekki þátttöku í kostn aði við hana eða hafði af henni afskipti að öðru leyti. 12 56. Þá fari því fjarri að uppsögn samnings aðila og lokun fyrir heitt vatn til hans hafi verið ólög - mæt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa af hálfu stefnda . Lok samningssambands aðila megi þvert á móti rekja til eigin sakar stefnanda og vanefnda hans sjálfs gagnvart stefnda, en ekki öfugt. 57. Þá hafi stefnandi með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hindrað að mögulegt væri að upp - fylla samninginn í skilningi 2. mgr. 24. gr. laga nr. 48/ 2003, um neytendakaup. Sú háttsemi úti - loki rétt hans til skaðabóta úr hendi stefnda. 58. Þegar af þessum ástæðum skorti með öllu orsakatengsl milli háttsemi stefnda og meints fjártjóns stefnanda og hið meinta fjártjón get i aldrei talist sennileg afleiðin g af háttsemi stefnda. Enginn skaðabótagrundvöllur sé því til staðar. 59. Óu mdeilt sé að sá samningur sem mál þetta snúist um, og stefnandi byggi kröfur sínar á, hafi verið undirritaður hinn 13. október 202 0. U ndir þann samning hafi þau hjón ritað af fúsu m og frjálsum vilja og fráleitt að halda öðru fram. 60. Því sé einnig mótmælt að lögskipti stefnda og bænda á Skáney hafi verið stefnanda og eigin - konu hans með öllu óviðkomandi, eins og haldið sé fram í stefnu. Þ ótt bændur á Skáney hafi hafnað samningi v ið stefnda, og því ekki átt aðild að samningi aðila frá 13. október 2020, hafi ábúendur á Grím s stöðum og Skáney staðið saman að eldri samningi um heitt vatn sem undir - ritaður var 5. janúar 2009. Við það bætist síðan að heitu vatni frá stefnda hafi verið ve itt um sameiginlega hitaveitulögn þeirra frá borholu stefnda til bæjanna tveggja. Þ ví sé ekki sannleik - anum samkvæmt að lögskipti stefnda og ábúenda á Skáney hafi verið stefnanda með öllu óvið - komandi líkt og haldið sé fram í stefnu, enda veitukerfi bæjanna tveggja sameiginlegt að hluta. 61. Á hinn bóginn sé óumdeilt að 31. maí 2022 hafi samningi aðila verið sagt upp frá og með 1. júlí 2022 af hálfu stefnda og lokað fyrir heitt vatn til Grímsstaða í kjölfarið, þar sem stefnandi og eiginkona hans höfð u ekki orðið við ítrekuðum kröfum stefnda um að bæta úr ólögmætu ástandi og loka fyrir rennsli á heitu vatni til Skáneyjar. Auk þess hafi legið fyrir á þeim tíma að stefnandi og eiginkona hans hafi staðið í verulegri skuld við stefnda vegna heitavatnsnotku nar á Grímsstöðum. Með þessum aðgerðum hafi því samningssambandi aðila lokið . Byggi stefndi á að honum hafi verið heimilt að grípa til þeirra, bæði samkvæmt ákvæðum samnings aðila og samkvæmt lögum, þ. á m. lögum nr. 48/2003 um neytendakaup. 13 63. S tefndi b yggir sýknukröfu sína á því að vegna vanefnda stefnanda á samningsskuldbind - ingum sínum samkvæmt samningi aðila frá 13. október 2020 hafi skilyrðum samningsins, hvort sem er til riftunar eða uppsagnar, verið fullnægt. Athafnaleysi og vanræksla stefnanda vi ð að bregðast við ástandi sem var augljóslega ólögmætt leiði til sömu niðurstöðu. Fullyrðingum um hið gagnstæða er mótmælt. Sama niðurstaða leiði af almennum reglum og ákvæðum laga nr. 48/2003, s.s. 45. gr. laganna. 64. Í 1. ml. 7. gr. samningsins segir a ð honum megi rifta þegar í stað ef samningsaðilar vanefna hann í veigamiklum atriðum . Fram k omi að verulegar vanefndir teljist, ef ekki er staðið við greiðslur samkvæmt samningnum eða gerð og viðhald veitu er ekki í samræmi við skilmála samningsins. Verule g breyting á notkun á heitu vatni heimili endurskoðun samningsins í ljósi þeirra aðstæðna. Meginefni samningsins sé útfært í 1. gr. hans. Þar segir að seljandi lofi að selja og kaupandi lofi að kaupa orku til upphitunar íbúðarhúsnæðis og annarra íbúðarhúsa sem byggð kunna að vera á Grímsstöðum og njóta kunna upphitunar frá Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf . Í ákvæðinu er hugtakið íbúðarhúsnæði skilgreint sem það húsnæði sem hefur eldunar - og svefn - aðstöðu, hvort sem það er í sjálfstæðu húsi eða öðru húsnæði á j örðinni og tengist lögninni frá Reykholti. Þá mæli 4. gr. samningsins fyrir um að kaupandi, þ.e. stefnandi, annist viðhald og endurnýjun sinna hitalagna án hlutdeildar af hálfu seljanda, þ.e. stefnda, ásamt fyrirmælum um hvar hún á að liggja og að ábyrgð á lögninni sé á hendi kaupanda . 65. S tefndi byggir á því að af framangreindum samningsákvæðum megi augljóslega ráða að samningur aðila hafi einungis tekið til sölu á heitu vatni til upphitunar íbúðarhúsa á Grímsstöðum. Gildissvið hans hafi ekki tekið til sölu eða dreifingar á heitu vatni til upphitunar á íbúðarhúsnæði á Skáney, eins og fyrri samningur frá 5. janúar 2009 hafði gert. Þvert á móti hafi samningurinn einskorðast við íbúðarhúsnæði í landi Grímsstaða. S tefndi byggir á því að þegar af þeirri ástæð u hafi stefnanda mátt vera ljóst að dreifing á heitu vatni úr borholunni, sem ætlað var stefnanda, um lögn hans til ábúanda á Skáney, hafi verið óheimil. Hafi honum jafnframt mátt vera ljóst að óbreytt ástand væri ólögmætt. 66. Byggir stefndi á því að ste fnanda hafi ekki síður mátt vera ljóst að honum hafi borið samningsbundin skylda til þess að endurnýja og viðhalda lögn sinni í samræmi við breyttar aðstæður, sbr. 4. gr. samningsins frá 13. október 2020. Í þeirri skyldu hafi falist að setja krana á lögn s tefnanda, eða grípa til sambærilegra aðgerða, til að stöðva óheimila dreifingu á heitu vatni til Skáneyjar, sem hafi verið forsenda þess að unnt væri að efna samninginn. 14 67. Byggir aðalstefndi á því að þá skyld u hafi ekki einungis leitt af samningi aðila, heldur einnig af lögum og almennum reglum. Vísar aðalstefndi í því sambandi ekki síst til ákvæða a - liðar 40. gr. laga nr. 48/2003, um neytendakaup. 68. Með því að verða ekki við sjálfsögðum og sanngjörnum kröfum stefnda um framangreint hafi stefnandi með ólögmætum hætti staðið að og/eða stuðlað að, með beinum eða óbeinum hætti, hagnýtingu á eign stefnda, til hagsbóta fyrir sig sjálfan og/eða ábúendur á Sk áney, án þess að hafa nokkra heimild til slíkrar hagnýtingar borholunnar eða þess heita vatns sem úr henni kemur. 69. Við blasir að ólögmæt hagnýting af því tagi fyrir atbeina stefnanda skapar honum ekki skaðabóta - eða kröfurétt gagnvart stefnda. Þvert á móti hafi þetta ólögmæta ástand, sem stefnandi hafi neitað að bæta úr, hvort sem er með athöfnum sínum eða athafnaleysi, m.a. brotið gegn eignarrétti stefnda sem varinn sé samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, og þeim réttindum sem meginreglur l aga á sviði orku - og auðlindaréttar tryggja honum um rétt til endurgjalds fyrir heitt vatn úr borholu sinni, s.s. samkvæmt orkulögum nr. 58/1967 og lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. 70. Við blasir að slíkar aðstæður hafi fali ð í sér vanefndir stefnanda í veigamiklum atriðum í skilningi 1. ml. 7. gr. samnings aðila og hafi því veitt stefnda skýlausa heimild til að rifta samn - ingnum þegar í stað og þar með segja honum upp, líkt og gert var, enda hafi sú ráðstöfun stefnda gengið skem mra en samningsákvæðið heimilaði honum. Hafi stefnda jafnframt verið heimilt að loka fyrir vatnið með þeim hætti sem gert var. Þann rétt leiði stefnd i jafnframt af ákvæðum 43. og 45. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup . 71. Sá réttur sé enn augljósar i komi í ljós að stefnandi og/eða eiginkona hans hafi framselt heitt vatn úr borholu stefnda gegn greiðslu, hvort sem er til bænda á Skáney eða annarra. Slíkt framsal teldist skýrt brot á samningi aðila. Er skorað á stefnanda að upplýsa um hvort hann eða e iginkona hans hafi þegið slíkar greiðslur fyrir framsal. 72. St efndi byggir á því að það leiði af eðli máls, framangreindum samningsákvæðum og til - greindum lagaákvæðum að skylda stefnanda til að koma krana fyrir á lögn sinni, og loka þannig fyrir rennsli og ólögmæta hagnýtingu á heitu vatni um hana til Skáneyjar, hafi verið forsenda fyrir gerð samningsins frá 13. október 2020, enda hafi ábúendur á Skáney ekki lengur verið í viðskiptasambandi við stefnda eftir að þeir höfnuðu frekari samningaviðræðum um kau p á heitu vatni á árunum 2020 2021, líkt og stefnanda hafi verið fullkunnugt um. Þar fyrir utan hafi 15 st efnandi gefið fyrirsvarsmanni stefnda, s r. Geir Waage, munnlegt loforð í árslok 2021 þess efnis að ráðist yrði í umræddar framkvæmdir, en ekki staðið við . 73. St efnanda hafi þá verið fullkunnugt um að yrði slíkum krana ekki komið fyrir á lögninni myndi heitt vatn úr borholu Rh2, sem ætlað hafi verið eigendum íbúðarhúsa á Grímsstöðum, einnig nýtast ábúendum á Skáney til húshitunar, en án endurgjalds. 74. Til slíkra ráðstafana gat stefndi ekki gripið enda mælti samningur aðila fyrir um að viðhald og endurnýjun hitalagna skyldu eigendur íbúðarhúsa á Grímsstöðum annast án hlutdeildar af hálfu stefnda, sbr. 4. gr. samningsins, auk þess sem hvorki eignarhal d né forræði á lögninni var á hendi s tefnda, heldur stefnanda. 75. Byggir stefndi á því að með því að hafna því að setja krana á lögn sína hafi stefnandi hindrað, í skilningi 2. mgr. 24. gr. laga nr. 48/2003, að stefndi gæti að óbreyttu haldið áfram að v eita heitu vatni úr borholu sinni til Grímsstaða á grundvelli þágildandi samnings . Um þá hindrun tilkynnti stefndi stefnanda með sannarlegum hætti í samræmi við ákvæði 25. gr. laga nr. 48/2003 og skoraði ítrekað á hann að ryðja henni úr vegi svo framkvæmd samningsins væri möguleg. 76. Af ákvæðum laga nr. 48/2003, s.s. 2. mgr. 24. gr. laganna, leiði að þar sem við þeim kröfum hafi ekki verið orðið af hálfu stefnanda sé engum skaðabótarétti til að dreifa honum til handa lögum samkvæmt. 77. S tefndi mótmælir alfarið þeirri staðhæfingu stefnanda að fullvíst megi telja að hann og eigin - kona hans hefðu kallað yfir sig bótaábyrgð gagnvart bændum á Skáney hefðu þau sett krana á sameiginlega lögn þeirra án þeirra samþykkis, enda baki það mönnum ekki bótaskyldu að st öðva ástand sem sé ólögmætt samkvæmt almennum reglum skaðabóta - og kröfuréttar. 78. Öllu þessu til viðbótar ligg i fyrir, og ætti að vera óumdeilt, að stefnandi stóð þegar í umtals - verðri skuld við stefnda sem ekki hafði fengist uppgerð þegar samningi aðil a var sagt upp og lokað var fyrir heitt vatn til Grímsstaða, þrátt fyrir skýra greiðsluskyldu stefnanda, s.s. samkvæmt ákvæðum 38., 43. og 44. gr. laga nr. 48/2003, um neytendakaup, og meginreglum samninga - og kröfuréttarins um skuldbindinga r gildi samninga og efndir þeirra. 79. Byggir aðalstefndi á því að sú skuldastaða hafi jafnframt falið í sér vanefnd í veigamiklum atriðum í skilningi samningsins sem heimilaði honum hvort sem er riftun eða uppsögn 16 samningsins samkvæmt ákvæðum hans sjálfs og ákvæðum laga nr. 48/2003, s.s. 43. og 45. gr. laganna. Um þá skuld sé nánar fjallað í gagnstefnu. 80. Af öllu framangreindu leiði að forsendur samnings aðila hafi löngu verið brostnar þegar samningssambandinu hafi verið slitið af hálfu stefnda , auk þess sem aðalstefn andi hafði þá vanefnt skyldur sínar gagnvart aðalstefnda í svo veigamiklum atriðum að honum hafi verið heimilt að grípa til þeirra ráðstafana sem hann gerði, án þess að þær kynnu að baka honum skaðabótaskyldu gagnvart aðalstefnanda. 81. Við það bætist síð an, eins og framangreind umfjöllun ber i með sér, að þær aðstæður sem leiddu til þess að samningssambandi aðila lauk, og lokað var fyrir rennsli heits vatns til Gríms - staða, m egi fyrst og fremst rekja til eigin sakar stefnanda sjálfs. Af því leiði að hafi h ann orðið fyrir fjártjóni vegna lagningar hinnar nýju hitaveitulagnar verði það fjártjón ekki rakið til annars en hans sjálfs. 82. Engin lagaskilyrði séu því til að verða við kröfum stefnanda um greiðslu skaðabóta og viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda. Báðar kröfurnar skorti lagalegan grundvöll. Beri því að sýkna stefnda og byggt á því að önnur dómsniðurstaða teldist bersýnilega ósanngjörn í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, í ljósi allra atvika málsins. Um skyldu til að takmarka tjón sitt: 8 3 . Verði talið að stefnandi hafi orðið fyrir einhverju tjóni í lögskiptum sínum við stefnda er á því byggt að hann hafi vanrækt skyldu sína samkvæmt meginreglum skaðabótaréttarins til að takmarka tjón sitt. Um þá skyldu stefnanda vís i st einnig til ákvæða 1. mgr. 54. gr. laga um neytendakaup, nr. 48/2003. 8 4 . Byggir stefndi á því í þessu sambandi að stefnandi hefði hæglega getað komist hjá öllum þeim f járfestingum sem hann krefst nú skaðabóta fyrir með einföldum hætti, þ.e. með því að aflétta hinu ólögmæta ástandi sem að framan er lýst með því að setja krana á lögn sína og loka fyrir vatnsþrýsting til Skáneyjar . 85. Að sama skapi byggir stefndi á því a ð stefnandi hefði hæglega getað gripið til kostnaðarminni aðgerða, til að ná sama markmiði. Áskil di stefndi sér allan rétt til að leggja fram gögn þeirri staðhæfingu sinni til stuðnings undir rekstri málsins. 17 86. Við þetta allt saman bætist síðan að hafi stefnandi raunverulega talið að samningur aðila frá 13. október 2020 tryggði honum öll þau réttindi sem haldið er fram í stefnu og bréfum frá lögmanni hans 19. janúar og 20. febrúar 2023, sem stefndi hefði aftrað honum að neyta, hefði stefnanda verið í lóf a lagið að ná þeim réttindum fram með atbeina dómstóla, s.s. samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989, eða öðrum hætti sem lög leyfa, án þess að leggja í allan þann kostnað við byggingu nýrrar hitaveitulagnar sem hann krefst nú skaðabóta fyrir. Til slíkra ráðstaf ana hafi stefnandi ekki gripið . Hallann af aðgæslu - og aðgerðaleysi sínu í framangreindum efnum verð i hann að bera sjálfur samkvæmt almennum reglum og ákvæðum 1. mgr. 54. gr. laga nr. 48/2003. Um einstaka bótaliði í kröfugerð aðalstefnanda: 87. Stefndi te lur umfang meint tjóns stefnanda ósannað, teljist það á annað borð hafa orðið , og að þeir bótaliðir sem tilgreindir sé u í stefnu og mynda stefnufjárhæð málsins skorti lagagrundvöll, ýmist í heild eða að hluta. 88 . Þannig byggir stefndi á því að sá hluti s kaðabótakröfunnar sem byggir á kostnaði að fjárhæð 675.386 kr. vegna lögmannsþjónustu sem stefnandi aflaði sér á fyrri stigum eigi sér enga laga - stoð , auk þess sem ætla verði að sá hluti skaðabótakröfunnar rúmist einnig innan málskostnaðar - kröfu þeirrar sem stefnandi gerir í málinu. Sömu kröfu verði þannig ekki komið fyrir í tvígang í sömu kröfugerð. 89. Að sama skapi sé þeim hluta skaðabótakröfu s tefnanda sem byggi r á hans eigin vinnu og notkun á hans eigin tækjum mótmælt sérstaklega. Sá hluti kröfunnar sé haldlaus og eigi sér enga stoð. Engin gögn liggi t.a.m. fyrir til stuðnings meintum tímafjölda og umfangi. Þá liggi ekkert fyrir um á hverju það tímagjald sem s tefnandi krefst greiðslu á byggir . Þess utan f áist ekki séð að framlag stefn anda sjálfs við lagningu nýrrar hitaveitulagnar að heimili sínu hafi haft í för með sér eitthv ert fjártjón fyrir hann, sem þó sé forsenda þess að skaðabótakröfu verði komið fram á hendur stefnda. 90. Að auki byggir stefndi á því að ekki verði séð að þær skaðabótareglur laga nr. 48/2003, um neytendakaup, sem stefnandi styð ji kröfur sínar við eigi við um þennan hluta skaðabótakröfu hans. 91. Þeim hluta skaðabótakröfu stefnanda sem byggir á kostnaði vegna allra efniskaupa og vinnu annarra en stefnanda sjál fs , samtals að fjárhæð 9.695.493 kr., er einnig mótmælt af hálfu stefnda. Þau mótmæli byggja einkum á framangreindum málsástæðum sem sýknukrafa hans byggir á, 18 ekki síst þei m að sú krafa stefnanda að stefndi greiði allan kostnað við byggingu á nýrri hita - ve itulögn sem stefnandi réðst einhliða í og án samþykkis, samráðs og vitundar stefnda, í formi skaðabóta, eigi sér enga lagastoð. 9 2 . Aðalstefndi byggir á því að ekki sé tækt að byggja skaðabótakröfu að samanlagðri fjárhæð allra reikninga, hverju nafni sem þeir nefnast, vegna nýbyggingarinnar og krefja stefnda um þá fjárhæð án þess að annað og meira komi til. Inn í kröfugerð stefnanda vanti ýmsa hefðbundna mælikvarða við slíkt kostnaðarmat, s.s. mat á hagsmunum stefnanda af því að fá nýja hita - veitulögn í st að gamallar o.s.frv. S tefnandi virðist ekki hafa leitað neinna tilboða í verkið og því ósannað að það hefði ekki mátt framkvæma með minni tilkostnaði, bæði vegna efniskaupa og vinnu. Varakrafa um stórlega lækkun skaðabóta: 93. V erði hvorki fallist á aðal - né varakröfu stefnd a er gerð sú krafa til þrautavara að aðalkrafa stefnanda verði stórlega lækkuð. Sú krafa byggir á sömu málsástæðum og aðal krafa hans um sýknu, eftir því sem við á. Fallist dómurinn á rétt stefnanda til skaðabóta úr hendi stefnda er engu að síður á því byggt að fjárhæð dómkröfu stefnanda sé úr öllu hófi í ljósi allra atvika málsins og ekki í samræmi við það fjártjón sem hann hefur raunverulega orðið fyrir. Þá beri að líta til þess að stefndi hefur uppi gagnkröfur í máli þessu til sjálfstæ ðs dóms. Gagnkrafa hans nem i 1.158.831 kr. að viðbættum dráttarvöxtum. 94. Byggir stefndi á því að verði fallist á bótarétt stefnanda sé dómara heimilt að lækka tildæmdar bætur sem nem i gagnkröfu stefnda í gagnsök, verði á hana fallist, hvor sem er með sjálfstæðum dómi eða skuldajöfnun. 95. Þá ítrekar stefndi að lokum að horfa beri til sanngirnissjónarmiða og að gætt skuli hófs við ákvörðun skaðabóta ef til þess kemur, auk þess sem dómnum sé við slíkar aðstæður heimilt að lækka umkrafða bótafjárhæð, s.s . samkvæmt 2. mgr. 54. gr. laga nr. 48/2003, um neytendakaup, og samkvæmt 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Einnig beri að lækka bætur vegna eigin sakar stefnanda. V. Málsástæður og lagarök stefnda (gagnstefnanda) í gagnsök málsins 96. Byggt er á því af h álfu stefnda að stefnandi hafi vanefnt samningsskuldbindingar sínar sam - kvæmt framangreindum samningi aðila frá 13. október 2020 með því að greiða ekki reikninga sem stefndi gaf út vegna sölu á heitu vatni til stefnanda. 19 97. Samkvæmt 1. gr. samningsins h afi seljandi lofað að selja og kaupandi að kaupa orku til upp - hitunar núverandi íbúðarhúsnæðis og annarra íbúðarhúsa sem byggð kunna að verða á Gríms - stöðum og njóta kunna upphitunar frá Hitaveitu Reykhol ts staðar ehf. Í 5. gr. samningsins var kveðið á um a ð kaupandi skyldi greiða fyrir varmaorkuna hliðstætt gjald því, sem greitt væri fyrir upphitun á sambærilegu íbúðarhúsnæði á Reykhol t sstað á hverjum tíma, en í samningnum segir að gjald fyrir hvern rúmmetra af 80 gráðu heitu vatni væri, við gerð samningsin s, kr. 90, auk 11% virðisaukaskatts og 2% orkugjalds. Á hinn bóginn skyldu kaupendur samkvæmt samningnum vera undanþegnir mælagjaldi Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf. 98. Óháð þeim ágreiningsefnum sem til úrlausnar eru í aðalsök sé óumdeilt að stefndi hafi afhent stefnanda heitt vatn á tímabilinu 13. október 2020 til 30. júní 2022 í samræmi við samning aðila frá 13. október 2020. Það heita vatn hafi stefnandi móttekið , án fyrirvara, og nýtt . 99. Fyrir þeirri notkun hafi stefndi gefið út reikninga á hendur s tefnanda sem séu í samræmi við ákvæði samnings aðila. Annan reikninginn gaf stefndi út 1. janúar 2022 fyrir tímabilið 13. október 2020 til 21. desember 2021, samtals að fjárhæð 927.553 kr., og hinn 1 . júlí 2022 vegna tímabilsins 1. janúar 2022 til 30. júní 2022, samtals að fjárhæð 231.278 kr. Samtals nemi þetta 1.158. 8 31 kr. Þessir reikningar séu ógreiddir þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og boð um afslátt á kröfunni. 100. Krafa stefnda byggi alfarið á samningum aðila, stefnandi hafi fengið afhent heitt va tn frá stefnda en ekki greitt fyrir. V I . Málsástæður og lagarök stefn an da (gagnstefnda) í gagnsök málsins Greiðsluskylda vegna reikninga 52 og 54 ekki fyrir hendi 101. K rafa stefnda (gagnstefnanda) byggi á því í fyrsta lagi að stefnandi sé í skuld við st efnda þar sem hann hafi ekki greitt tvo útistandandi reikninga fyrir heitt vatn. 102. Líkt og fram k omi í stefnu í aðalsök byggir stefnandi á því að uppsögn stefnda á samningi aðila um kaup og sölu á heitu vatni frá 13. október 2020, sem krafa stefnda gr undvallast á, hafi falið í sér ólögmæta riftun sem hafi valdið stefnanda tjóni sem nemi 12.402.87 9 kr. 103. Óumdeilt sé að stefndi lokaði fyrir vatn til gagnstefnda og eiginkonu hans 1. júlí 2022 á grundvelli meintra vanefnda stefnanda. F yrir ligg i að báð ir reikningarnir hafi verið gefnir út sama dag og lokað var fyrir heita vatnið og eindagar þeirra voru talsvert eftir framangreinda lokun, sbr. fyrri umfjöllun. 20 104. Hin ólögmæta riftun og lokun á vatni til stefnanda og eiginkonu hans hafi því átt sér sta ð áður en nokkur greiðsluskylda stefnanda hafi orðið virk. Hafi því ekki verið um neina vanefnd að ræða af hálfu stefnanda og stefnda því óheimilt að loka fyrir vatnið á þeim grundvelli að umræddir reikningar hefðu ekki verið greiddir. Þar að auki hafi ákvörðun um að loka fyrir vatn á þeim tíma ekki verið studd þeim rökum að stefnandi væri í skuld við stefnda. Þar sé um ef tiráskýringar af hálfu stefnda að ræða . 105. Stefndi byggi jafnframt á því að forsenda fyrir samningi aðila frá 13. október 2020 hafi verið sú að dæla yrði fjarlægð og krani settur á lögn stefnanda, en þeirri fullyrðingu sé hafnað, sbr. fyrri umfjöllun í aðalsök. Þar sé þó áréttað að í greinargerð í aðalsök viður kenni stefndi að ekki hafi legið fyrir fyrr en á árinu 2021 að bændur á Skáney hafi hafnað frekari viðræðum við stefnda um kaup og sölu á heitu vatni til Skáneyjar. Get i því ekki hafa verið forsenda fyrir samningi milli stefnda og stefnanda í október 2020 að settur yrði krani á lögnina til að loka fyrir rennsli til Skáneyjar, enda hafi þá ekki legið fyrir að samningar næðust ekki við bændur á Skáney. 106. Þá sé ljóst að hægt hefði verið að tryggja vatn til Grímsstaða, og þar með efndir samnings aðila, án þ ess að settur yrði krani á lögnina eða dælan fjarlægð, ólíkt því sem stefndi haldi fram. Fyrir það fyrsta komi dælan ekki í veg fyrir að hægt sé a ð tengja dælu stefnda við lögn stefnanda eins og samningur aðila hafi gert ráð fyrir , sbr. 3. gr. hans , og þá hefði jafnframt verið hægt að hafa þrýstinginn þannig að vatnið næði ekki til Skáneyjar. 107. Um samning aðila gild i lög nr. 48/2003 , um neytendakaup. Í 20. gr. þeirra laga k omi fram að ef neytandi eigi kröfu á hendur seljanda vegna greiðsludráttar hins síðarnefnda get i neytandi haldið eftir þeim hlut kaupverðsins sem nægir til að tryggja kröfu hans. Þá sé það jafnframt meginregla í íslenskum kröfurétti að ef samningsaðili í gagnkvæmu skuldarsambandi efnir ekki samning af sinni hálfu getur gagnaðili gripi ð til þess úrræðis að halda eftir þeirri greiðslu sem honum ber að inna af hendi samkvæmt sama samningi. Séu öll skilyrði fyrir beitingu úrræðisins fyrir hendi. 108. Í fyrsta lagi hafi verið u m að ræða vanefnd af hálfu stefnda enda rifti félagið samningi við stefnanda án nokkurrar heimildar. Í öðru lagi hafi verið náið samhengi milli þeirrar greiðslu sem haldið var eftir og vanefndar stefnda enda greiðslur beggja aðila að rekja til sama samnings. Í þriðja lagi hafi umfang greiðslunnar sem haldið var eftir ekki verið meira en það sem vanefnd gaf tilefni til enda krafa stefnanda mun hærri en krafa stefnda. 21 109. Hafi stefnandi því haft , og hafði á þeim tíma þegar reikningarnir gjaldféllu, fullan rétt til að neita stefnda u m greiðslu þeirra reikninga sem kraf a stefnda, stefnanda í gagnsök, byggir á. Aðildarskortur 110. Stefnandi byggir á því að hluti þeirra greiðsluliða sem stefndi krefur stefnanda um greiðslu á samkvæmt reikningi nr. 52 grundvallist á samningi frá árinu 2009. Þannig geri stefndi kröfu um greiðslu á 570.613 kr. vegna heits vatns fyrir leikskóla á Grímsstaðalandi fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 31. desember 2021. 111. Fyrir liggur að samningur stefnanda og eiginkonu hans við stefnda var ekki undirritaður fyrr en 13. október 202 0. Allar kröfur sem urðu til fyrir það tímamark grundvallast því á eldri samningum frá 2009 sem gerður hafi verið milli Prestssetursins í Reykholti og stjórnar prestssetra f.h. Kirkjumálasjóðs annars vegar og Guðmun d ar Kristinssonar á Grímsstöðum og Bjarna Marinóssonar á Skáney hins vegar. Hvo rugur málsaðila hafi þannig átt aðild að þeim samningi og því um að ræða aðildar skort í báðar áttir sem leiði til sýknu gagnstefnda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fyrning og tómlæti 1 12. Stefnandi byggir jafnframt á því að hluti þeirra greiðsluliða sem stefndi krefur greiðslu á samkvæmt reikningum nr. 52 og 54 séu fyrndir og/eða fallnir niður fyrir tómlæti. 113. Með reikningi nr. 52 sé stefndi að krefjast greiðslu vegna heits vatns t il Grímsstaðalands (leikskóla) fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 31. desember 2021, samtals 1460 daga, að fjárhæð 570.613 kr. Í málinu virðist stefndi byggja á því að umræddur leikskóli hafi ekki fallið undir samning aðila um kaup og sölu á heitu vatni. V irðist því sem þessi krafa lúti að meintum van - efndum stefnand a á samningi aðila, þó að málatilbúnaður stefnda sé alls ekki skýr að þessu leyti . 114. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda reiknast fyrningar - frestur krafna sem stofnast vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningurinn er vanefndur. Er almennur fyrningarfrestur krafna fjögur ár, sbr. 3. gr. laganna. Krafa vegna meintra vanefnda stefnanda á samningi aðila fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 30. júní 2019 hafi því ve rið fyrnd þegar gagnsök var höfðuð með birtingu gagnstefnu þann 30. júní 2023 . 115. Verði ekki talið að um vanefndakröfu sé að ræða reiknast fyrningarfrestur kröfu frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 15 0/2007. Kröfu stefnda vegna leikskólans á Gríms s taðalandi fyrir tímabilið frá 1. janúar 2018 til 13. október 2020 m egi 22 rekja til eldri samnings frá árinu 2009, sbr. það sem fyrr greini, en honum hafi verið sagt upp af stjórnarformanni stefnda 2. júní 2020. Í samningnum var kveðið á um að greiðslur skyldu berast fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert. Krafa stefnda vegna tímabilsins 1. janúar 2018 til 30. nóvember 2018 sé því í öllu falli fyrnd. Ítrekað sé þó að stefndi viðurkennir í greinargerð að kostnaður vegna alls ársins 2018 sé fyrndur og við þá viðurkenningu telst stefndi bundinn, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/19 9 1 um meðferð einkamála. 116. Stefnandi byggir jafnframt á því að heildarkrafa stefnda samkvæmt reikningum nr. 52 og 54 sé fallin niður á grundvelli meginreglna kröfuréttar um tómlæti kröfuhafa. Samkvæmt 6. gr. samnings aðila frá 13. október 2020 var gjalddagi 2. dag hvers mánaðar fyrir hvern næstliðinn mánuð. Fyrir ligg i að reikningarnir s em um ræðir varða tímabilið frá 1 . janúar 2018 til 30. júní 2022 en reikningarnir voru ekki gefnir út fyrr en 1. júlí 2022. Hafi því liðið allt frá nokkrum mánuðum upp í rúm fjögur ár þar til stefndi hófst handa við að innheimta hina meintu skuld. H afi ste fndi með þessu sýnt af sér stórfellt tómlæti og sé krafa hans því fallin niður á þeim grundvelli. Reikningar nr. 52 og 54 órökstuddir og ekki í samræmi við samning aðila 117. Stefnandi byggir auk þess á því að fjárhæðir reikninga nr. 52 og 54 séu með öll u órökstuddar og ósannaðar sem leiði til sýknu stefnand a af kröfu stefnda í gagnsök. 118. Í gagnstefnu sé í engum orðum útskýrt hvernig krafa fyrir greiðslu á 570.613 kr. f yrir heitt vatn í leikskólann í Grímsstaðalandi skiptist milli eldri samnings frá árinu 2009 og þess yngri frá árinu 2020. Grundvallast reikningar stefnda og krafa hans eingöngu á ákvæðum samnings aðila frá 13. október 2020, en sá samningur get i eðli máls samkvæmt ekki átt við um tímabil áður en samningurinn var gerður . Til viðbótar k om i fram í 6. gr. samnings aðila frá 13. október 2020 að gjald sem um semst skuli miðað við neysluvísitölu í byrjun árs 2021 og að gjaldtaka reiknist frá ársbyrjun. Af þessu verði ráðið að gjaldtaka hefði ekki átt að hefjast fyrr en í ársbyrjun 2021 . 119. Þ á séu aðrir greiðsluliðir reikninganna beggja sömuleiðis órökstuddir og ómögulegt að átta sig á hvað fel i st í þeim og hvernig reikningarnir samræm i st þeim kjörum sem samningur aðila mælir fyrir um líkt og nánar er rakið í greinargerð stefnda í gagnsök og e kki er ástæða til að rekja hér frekar nema ef þurfa þykir í niðurstöðukafla dómsins. Stefnandi telur því þessar kröfur með öllu órökstudd ar og ós annaðar sem leið a eigi til sýknu stefnanda af kröfum í gagnsök. Vanreifun kröfunnar ætti þá að geta valdið fráv ísun þótt ekki sé gerð krafa í þá veru. Dráttarvaxtakrafa gagnstefnanda 23 120. V arðandi kröfu um dráttarvexti telur stefnandi að verði greiðsluskylda felld að einhverju leyti á stefnanda í málinu séu ekki forsendur til að dæma stefnanda til greiðslu dráttarvaxta frá fyrri tíma en dómsuppsögu en á þeim tíma ligg i fyrst fyrir hvort stefndi eigi yfirhöfuð kröfu á hendur stefnanda samkvæmt málatilbúnaði í gagnsök . Varakrafa gagnstefnda 121. Varakrafa stefnanda í gagnsök um lækkun dómkrafna byggir á sömu málsástæðum og aðalkrafa um sýknu og vísast til þess sem að framan greinir um það. VII. Mat s gerðir málsins 122. Að beiðni stefnanda, stefnda í gagnsök, var dómkvaddur sérfróður matsmaður til að meta einkum hvort kostnaður við þær framkvæmd ir sem stefnandi réðst í og gerir kröfu um í málinu hefði verið eðlilegur. Í ljósi úrslita málsins er ekki ástæða til að tíunda með ítarlegum hætti niður - stöður matsmanns í málinu. 123. Í matsgerð sem dagsett er 17. janúar 2024 og lögð var fram 23. febrúa r 2024 voru niður - stöður matsmanns þær að kostnaður sem matsbeiðandi (stefnandi) hefði lagt út í vegna aðkeyptrar vinnu og efnis hafi verið raunhæfur og eðlilegur og það hafi einnig átt við um kostnað vegna eigin vinnuframlags stefnanda og notkunar á eigin vélum við verkið. 124. Matsbeiðanda þótti matsmaður ekki svara með fullnægjandi hætti spurningu um hvort stefn - andi hefði notið ávinnings af því að um var að ræða nýja lögn fyrir þá sem fyrir var og notuð hafði verið og óskaði eftir nánari svörum. Samhl iða þeirri áréttingu stefnanda ákvað stefndi að óska mats frá sama matsmanni um kostnað við þær aðgerðir í grunninn sem stefndi taldi að hefðu nægt til að koma málum í rétt horf, þ.e. annars vegar að setja krana á heitavatnslögnina frá Gríms - stöðum til Ská neyjar og hins vegar að meta kostnað við að tengja framhjá dæluskúr bænda - veitunnar. 125. Matsmaður skilaði viðauka við matsgerð sína í apríl 2024 sem lögð var fram fyrir dómi 14. júní 2024. Þar kom fram það mat hans að stefnandi hefði ekki notið sérstaks ávinnings af því að leggja nýja lögn. Rétt er að taka fram að í svörum við spurningum stefnda við aðalmeðferð málsins dró matsmaður talsvert í land með þessa niðurstöðu sína og var ekki skilinn á annan hátt en svo að þar hafi verið talsvert ofsagt. 126. Ný matsgerð, þ.e. að beiðni stefnda, sbr. framangreint, var lögð fram samhliða fyrrgreindum viðauka en þar varð niðurstaða matsmanns sú að heildarkostnaður við að setja upp krana á 24 lögnina næmi með virðisaukaskatti 631.375 kr. á verðlagi í febrúar 202 4. Kostnaður við að leggja lögn framhjá dæluskúr bænda var metinn 1.136.147 kr. miðað við sömu forsendur. VIII. Niðurstaða 127. Vegna málatilbúnaðar stefnanda og framburðar fyrir dómi skal í fyrstu áréttað að mál þetta snýst ekki um efndir á samningi sem gerður var um hitaveitu til Grímsstaða 5. janúar 2009 og sagt var upp af stefnda árið 2020. 128. Í 1. gr. samningsins frá 2009, sem gerður var á milli Kirkjumálasjóðs og ábúenda á Gríms - stöðum og Skáney var kveðið á um að seljandi vatnsins ábyrgðist ekki virkni þeirrar borholu sem um ræddi og að skylda til afhendingar á vatni takmarkaðist að því leyti. Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi má ráða að ástæðu þess að samningum var sagt upp megi rekja til framan - greinds, þ.e. að borholunni sem gekk undir nafninu Rh1 hafði farið að blæða nokkuð eftir jarð - hræringar 2000 og talsverður kraftur úr henni, en upp í hana mun nú hafa verið steypt og hún því ekki til nokkurs gagns lengur . Svo virðist sem kaupendur vatnsins hafi, þrátt fyrir þetta, litið svo á að þ að gæti engu varðað fyrir skyldur seljanda vatnsins hvort borholan myndi gefa nægt vatn heldur þyrfti hitaveitan að útvega þá með öðrum leiðum heitt vatn til að uppfylla samninginn gagnvart kaupendum, ef málatilbúnaður stefnanda verður skilinn rétt, sbr. o g framburð hans fyrir dómi. 129. Við blasir hins vegar að ábúendur á Grímsstöðum og Skáney voru eftir uppsögn þess samnings í viðræðum við stefnda um áframhaldandi viðskipti og þeim lauk með því að stefnandi og eiginkona hans gerðu nýjan samning við stef nda 13. október 2020. Sá samningur, efndir hans og uppsögn eru til umfjöllunar hér. Á það reynir þannig ekki hvort uppsögn samningsins frá 2009 hafi verið réttmæt og lögmæt enda hefur það ekki verið borið undir dóm og enginn aðila þess samnings látið reyna á meint skuldbindingargildi hans. 130. Upp úr viðræðum við ábúendur á Skáney slitnaði hins vegar, að því er virðist vegna þess að Skáneyjarfólk taldi veituna ekki bjóða nægan kraft á dælingu á heitu vatni upp að bænum. Þótt látið sé að því liggja að ábúe ndur á Skáney hafi talið uppsögn á fyrri samningi ólögmæta og jafnvel að sá samningur sé enn í gildi er ekkert sem staðfestir slíkt í gögnum málsins; engin gögn um þau samskipti og enginn þaðan hefur látið sig málið varða eða verið kallaður fyrir dóm. Enga r forsendur eru því til að líta öðruvísi á en svo að á milli Skáneyjar og veitunnar, þ.e. stefnda í málinu, hafi ekkert samningssamband verið frá því að samningi frá 2009 var sagt upp 2020. Jafnframt verður því slegið föstu að um þetta hafi bæði stefnanda og eiginkonu hans verið fullkunnugt. 25 131. Þá er í öðru lagi rétt að halda því til haga að ekkert liggur annað fyrir en að hvorki ábúendur á Grímsstöðum né, eðli máls samkvæmt ábúendur á Skáney, hafi greitt stefnda fyrir heitt vatn, a.m.k. ekki frá 2020, eftir að fyrri samningi var sagt upp og nýr gerður. Engar greiðslur hafa því borist stefnda á grundvelli þess samnings, en stefndi gerir slíka kröfu á hendur stefnanda í gagnsök málsins. 132. Með sama hætti verður að halda því til haga að engin gögn ligg ja fyrir um að stefndi hafi krafið stefnanda um greiðslur fyrr en þegar kom að uppsögn á samningi aðila sumarið 2022. Því er með öllu haldlaust að mati dómsins fyrir stefnda að gefa upp vanskil á greiðslum stefnanda sem ástæðu fyrir uppsögn eða eftir atvik um riftun á samningnum. Í kröfubréfi stefnda til stefnanda sem ritað var 7. maí 2022 og var undanfari uppsagnar á samningi aðila var t.a.m. ekkert minnst á meint vanskil á greiðslum. Um réttmæti kröfu stefnda að þessu leyti er fjallað nánar í umfjöllun um kröfur hans í gagnsök. 133. Að síðustu athugast að stefnandi og eiginkona hans rituðu bæði undir samning þann sem hér er til umfjöllunar, sbr. framangreint frá 2020, og virðist sem svo að það hafi þau gert fyrir hönd Grímsstaða eins og samningurinn er or ðaður. Hins vegar virðast aðilar hafa litið svo á í samskiptum vegna samningsins að hann hafi verið gerður við stefnanda og eiginkonu hans persónulega sem ábúendur á Grímsstöðum. Hörður Guðmundsson stendur hins vegar einn að málsókn þessari. Stefndi hefur enga athugasemd gert við þennan hátt. Verður að telja stefnanda heimilt að haga málum með þessum hætti, enda hefur stefnandi sjálfur verið í forsvari málsins og allir reikningar sem í málinu er gerð krafa um að stefndi greiði á grundvelli bótakröfu innan s amninga eru stílaðir á stefnanda persónulega og hann þannig að sækja sitt meinta persónulega tjón. Eiginkona stefnanda sem einnig ritaði undir umræddan samning aðila hefur enda engar athugasemdir uppi við aðild málsins. ------- 134. Ekki er gerður ágrei ningur um að stefndi efndi fyrir sitt leyti samning aðila um afhendingu á heitu vatni, þ.e. allt þar til hann sagði samningnum upp í maí 2022 með rétt rúmum mánaðar fyrirvara og skrúfaði fyrir heitt vatn 1. júlí 2022. 135. Aðdragandi þess er, sbr. framan greinda áskorun Geirs Waage, forsvarsmanns stefnda, í bréfi 7. maí 2022 til viðsemjenda sinna, þ.e. stefnanda og eiginkonu hans, en þar sagði: Nú reynir á 26 það sem við sömdum um í fyrrahaust, að þið komið fyrir krana á lögnina frá ykkur upp að Skáney svo hæ gt sje að loka fyrir vatnið þangað og að fjarlægja dæluna og dælusk ú r bænda veitunnar. 136. Í greinargerð stefnda í aðalsök er fullyrt að þessi skrif hafi skírskotað til munnlegs loforðs sem stefnandi hafi gefið stefnda haustið 2021. Í greinargerð stefnan da í gagnsök, þ.e. greinargerð gagnstefnda, er þessu mótmælt og því hafnað að stefnandi hafi gefið nokkurt munnlegt loforð um að fjarlæg j a dælu eða að setja krana á lögn. 137. Af framburði fyrir dómi verður þó á hinn bóginn ráðið að um þetta hafi aðilar átt samtal og að því er virðist ákvarðanir teknar í þessa veru. 138. Stefnandi var spurður um þetta og kannaðist hann við að hafa, eftir að samningur var undir - ritaður, samþykkt að setja krana á lögnina upp til Skáneyjar, en krananum hafi verið ætlað að stöðva rennsli á heitu vatni þangað uppeftir . Samkomulag hafi verið gert þegar vandamál komu upp vegna rafmagns í dæluskúr bænda og hann hitti Geir Waage og Þorva ld Inga Árnason við veitu húsin eftir samningsgerðina. Hann varð ekki skilinn öðruvísi en svo að þá hafi verið samkomulag um að tengja framhjá dæluskúr bændaveitunnar og að Geir hafi, fyrir hönd hita - veitunnar, sam þykkt að bera þann kostnað. Jafnframt haf i stefnandi þá ítrekað að Þorvaldur myndi sjá um þessa tengingu. Stefnandi taldi að ef Geir hefði klárað að tengja framhjá dælu - skúrnum hefði þetta ekki verið vandamál og ekki þurft krana á lögnina þar sem þrýstingur hefði ekki nægt til að ná vatni upp til Skáneyjar. Ástæðan fyrir því að hann hefði ekki klárað að setja upp kranann hafi verið sú að hann hafi þá óttast viðbrögð og jafnvel málsókn af hendi ábúenda á Skáney sem hafi talið sig vera með gildan samning, þ.e. þann frá 2009. Spurður um það hvers veg na hann hefði ekki hlutast til um að tengja framhjá dæluskúrnum, þar sem um væri að ræða hans lögn, svaraði hann á þann veg að þetta væri vissulega hans lögn en tengingin væri hitaveitunnar. 139. Geir Waage bar á sama veg, að samkomulag hefði verið gert umrætt sinn á þessa leið. Stefn - andi hefði haft samband vegna truflunar á Rarik - kerfinu og hefði þurft að komast inn í dæluskúrinn. Geir hefði ekki getað farið þar inn þar sem hann var í eigu annarra og hefði því lagt til að fá Þorvald á Skarði sem hefði l yklavöld til að koma einnig. Á fundi aðila líklega í lok nóvember 2021 hefðu málin verið rædd fram og til baka og úr orðið að Þorvaldur, að beiðni aðila, hefði samþykkt að taka að sér að leggja lögnina. Hörður hefði ekki talið rétt að hann tæki þátt í kost naði við að tengja framhjá skúrnum eins og Geir taldi réttast, þ.e. að eigendur bænda - veitunnar kostuðu framkvæmdina, en til að greiða fyrir málinu hefði hann þó boðist að fyrra bragði til að bera kostnaðinn við þessa framkvæmd. Þorvaldur hefði samþykkt að annast þetta 27 með þeim hætti að gera pípuna klára áður en hún yrði svo soðin við lagnirnar svo að sem minnst röskun yrði á rennsli. Þetta hefði átt að taka kannski um tvo klukkutíma. Geir hefði litið svo á að stefnandi yrði að láta Þorvald vita hvenær hann gæti ráðist í verkið, en menn hefðu verið sammála um að það gæti ekki gerst fyrr en veður skánaði næsta vorið. Hitaveitan réðst ekki í verkið enda taldi Geir sér óheimilt að tengja framhjá umræddum skúr og að sú heimild hefði þurft að koma frá stefnanda s em einum af eigendum bændaveitunnar. Þess vegna hefði ekkert gerst í málinu á þeim endanum. 140. Þorvaldur Ingi Árnason staðfesti í meginatriðum framangreint samkomulag og að hitaveitan hefði samþykkt að greiða kostnað við framkvæmdina. Hins vegar hefði kallið aldrei komið, þegar tók að vora, um að hefjast handa við verkið, en hann mundi ekki hvers vegna. Fram kom hjá vitninu að Bjarni Marinósson, ábúandi á Skáney, hefði einnig haft samband við hann og beðið hann um að leggja umrædda lögn framhjá dæluhúsi nu. Sá framburður veikir framburð stefnanda og eiginkonu hans um að hræðsla þeirra við aðgerðir af hálfu Skáneyjarfólks hafi latt þau til þess að efna það samkomulag sem að framan er lýst. 141. Framangreint er að mati dómsins ótvírætt merki þess að samnin gsaðilar voru meðvitaður um að ástand væri uppi sem ekki gat gengið áfram. Í framburði Jóhönnu Sjafnar Guðmunds - dóttur, eiginkonu stefnanda, sem var einnig aðili að samningnum sem hér er til umfjöllunar, kom fram að vatni hafi verið dælt á fullum krafti al lan tímann með dælum bændaveitunnar upp til Skáneyjar, þ.e. allt fram að því að stefndi lokaði fyrir vatnið. Einnig er komið fram að stefnandi sjálfur vissi af þessari stöðu. Þau hjón voru jafnframt meðvituð um að Skáney hafði ekki skrifað undir nýjan samn ing líkt og þau sjálf kusu að gera og máttu því vita einnig að vatnið sem streymdi úr borholu stefnda eftir uppsögn á samningnum frá 2009 af hálfu hitaveitunnar barst þangað í óþökk veitunnar. Var það enda ástæða þess að stefndi vildi grípa til þeirra ráðs tafana sem að framan greinir; augljóslega til að stöðva rennsli á heitu vatni til aðila sem stefndi taldi engan rétt eiga til þess í ljósi uppsagnar á fyrri samningi. 14 2 . Með vísan til framangreinds verður að líta svo á að stefndi hafi haft réttmæta ást æðu til að segja upp samningi sínum við stefnanda eftir að hafa hermt upp á hann það samkomulag sem að framan greinir og krafist efnda á því. Að mati dómsins skiptir þar engu máli hvort umræddur krani eða lögn framhjá dæluskúrnum hafi verið rædd fyrir undi rritun á samningi aðila. Að því er virðist strax við eða a.m.k. fljótlega eftir undirritun kom þessi krafa upp og stefnandi samþykkti að verða við henni, auk þess að samþykkja að tengja framhjá dæluskúr bændaveitunnar, án þess að ráðist hafi verið í það se m gera þurfti. Ganga verður út frá því að eiginkonu stefnanda hafi verið kunnugt um þetta samkomulag. Vafalaust er að mati dómsins að umrætt samkomulag varð 28 hluti samnings aðila eftir að það hafði verið gert enda engin tilraun gerð af hálfu stefnanda til a ð komast undan því síðar og skilja það með einhverjum hætti frá samningnum frá 13. október 2020. Vanefndir á því samkomulagi fólu því í sér jafnframt vanefndir á samningnum sjálfum. 143. Ábúendur á Grímsstöðum og einnig á Skáney máttu reyndar gera sér gr ein fyrir því að mati dómsins bæði fyrir og eftir undirritun samnings, gjörþekkjandi allar aðstæður og út á hvað þessi viðskipti skyldu ganga og höfðu gengið áður, að stefndi myndi aldrei og þyrfti aldrei að sætta sig við að verðmæti í hans eigu, verðmæti eða vara sem ágreiningslaust er að alla jafnan þarf að greiða fyrir notkun á, myndi renna óhindrað til aðila sem ekki var reiðubúinn að ganga til samninga um greiðslur fyrir slík afnot. Ekki hafi þurft að orða slíka augljósa forsendu þess sem átti þau einu verðmæti sem samningar aðila snerust um. Það leiðir af þessu sem og af tillitsskyldu samningaréttar að stefnandi hlaut að þurfa að leggja sig í líma við að standa við þau loforð sem hann gaf þótt hann hafi talið aðstæður sem vörðuðu þriðja mann hafa hamla ð því. 144. Í þeim efnum skal því haldið til haga að ekkert bendir til þess að stefnandi hafi tilkynnt stefnda nokkru sinni eftir að viðbótarsamkomulag var gert um að hann teldi sig ekki í færum til að efna það. Þar athugast þá annars vegar að ekki verðu r séð að uppsetning á krana á sameiginlega lögn bænda til að stöðva að beiðni stefnda, sem viðsemjanda stefnanda, það sem stefndi taldi ólögmæta notkun á verðmætum í hans eigu hafi ekki verið bændum á Skáney eða eftir atvikum öðrum sameigendum lagnarinnar, að bagalausu í ljósi þess að þeir höfðu ekki gildan samning við stefnda á þeim tíma. Hins vegar mátti stefnanda vera ljóst að stefnda sjálfum var óheimilt að ráðast í framkvæmdir við að tengja framhjá dæluskúrnum enda lögnin m.a. í eigu annarra en þáveran di viðsemjanda stefnda. Hér vekur einnig athygli, sem veikir málatilbúnað stefnanda, framangreindur framburður Þorvaldar um afstöðu eins ábúanda á Skáney til þessa. 145. Aðgerðir stefnda í maí 2022 bera vissulega sterk einkenni riftunar á samningi aðila, þ.e. einkum sá litli fyrirvari sem stefndi gaf þegar hann ákvað að slíta samningssambandinu og áeggjan stefnda gagnvart stefnanda um efndir á því sem stefndi kallaði í áskorunarbréfi sínu forsendu fyrir því að hægt væri að efna samning aðila. Má til sanns vegar færa að fyrir hendi hafi verið skilyrði til riftunar á samningnum en um slíkar heimildir aðila var ákvæði í 7. gr. samnings aðila auk almennra reglna samninga - og kröfuréttar í þeim efnum. Stefnandi sjálfur kemst t.a.m. sjálfur þannig að orði í grei nargerð sinni í gagnsök að krafa í gagnsök grundvallist á ólögmætri riftun stefnda. Við aðalmeðferð var þó byggt á því að um ólögmæta uppsögn væri að ræða líkt og gert er í stefnu málsins. Dómurinn telur enda ekki efni til að gefa aðgerðum stefnda annað na fn heldur en hann sjálfur kaus að gera í maí 2022, þ.e. uppsögn á samningi aðila frá 2020. Því verður engu slegið föstu um hvort skilyrði hafi skapast fyrir riftun samnings aðila heldur verður 29 að líta svo á að stefndi hafi sagt upp samningi aðila á grundve lli uppsagnarákvæðis í 2. mgr. 7. gr. þar sem segir: Komi til vanefnda, sem ekki teljast verulegar, skal gera skriflegar athugasemdir og gefa kost á úrbótum. Verði samningsaðili ekki við slíkri áskorun eða ef um ítrekaðar vanefndir er að ræða getur mótað i l i sagt samning n um upp. 146. Dómurinn fellst því á að stefndi hafi haft réttmætar ástæður fyrir því að segja upp samningi aðila. Á hinn bóginn bar honum þá að gæta að uppsagnarfresti í 8. gr. samningsins sem kvað á um sex mánaða fyrirvara í þeim efnum. Rö k fyrir þeim fresti eru augljós enda um að ræða mikilvæg gæði fyrir viðsemjendur stefnda og vart hægt að sjá fyrir sér hvaða hagsmunir stefnda kröfðust þess að virða ekki þann frest, líkt og stefndi gerði t.a.m. við uppsögn á samningnum frá 2009. Sú ákvörð un stefnda að segja upp samningnum með rétt um mánaðar fresti hefur ekki verið skýrð með fullnægjandi hætti. Þó nefndi forsvarsmaður stefnda það sem hluta af stífni í samningssambandinu að honum hafi gramist þegar hann varð þess áskynja að vatn sem hann se ldi til Grímsstaða fyrir um 100.000 krónur á ári hefði að hluta verið framselt til Borgarbyggðar vegna reksturs á leikskólanum Hnoðrabóli fyrir um 190.000 krónur. 147. Ákvörðun um uppsögn á samningi aðila var því stefnda heimil að mati dómsins en sú ákvö rðun að segja upp samningnum með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni var hins vegar ólögmæt gagnvart stefnanda og leiðir því til bótaskyldu að öðrum skilyrðum uppfylltum. Sú bótaskylda takmarkast að mati dómsins við það tjón sem stefnandi getur sýnt f ram á að hann hafi orðið fyrir vegna þess að uppsagnarfrests var ekki gætt. 148. Dómurinn telur þannig engan grundvöll fyrir þeirri bótakröfu sem stefnandi hefur gert í málinu í aðalkröfu sinni. Grunnforsenda fyrir slíkri kröfu væri sú að stefndi hefði á n nokkurrar haldbærrar ástæðu ákveðið að slíta samningi aðila en því hefur verið segið föstu að svo hafi ekki verið. Jafnvel við öndverða niðurstöðu í þeim efnum ætti slík krafa nokkuð í land. Engin skylda hvílir á stefnda til samningsgerðar við stefnanda, þ.e. að útvega honum heitt vatn, og ekki byggt á því í málinu. Ef slík skylda hefði verið til staðar hefðu stefnanda verið tæk önnur úrræði að lögum til að knýja stefnda til efnda, m.a. í þeim tilgangi að takmarka tjón sitt, en engar tilraunir í þá veru v oru gerðar enda að mati dómsins ekki grundvöllur fyrir slíkum. Því blasir við að við lögmæta uppsögn á samningi aðila eða við lok samningstíma hefði stefnandi ætíð annað hvort þurft að semja að nýju við stefnda eða gera aðrar ráðstafanir til að afla sér he its vatns fyrir híbýli s í n og búrekstur. Slíkar ráðstafanir við lok samnings, þ.e. ef ekki yrði um áframhaldandi samning að ræða, væru stefnda alla jafnan óviðkomandi eðli máls samkvæmt og hann gæti aldrei borið kostnað af slíku. 30 149. Af framburði fyrir dómi og gögnum málsins verður ráðið að stefnandi gerði enga tilraun til að ná sáttum við stefnda, enda heldur í raun engin skylda sem hvíldi á honum í þeim efnum. Gögn gefa til kynna að stefndi hafi lýst sig 3. júlí 2022 reiðubúinn til að opna fyrir vatn a ftur gegn því skilyrði að lögnin til Skáneyjar yrði rofin þegar í stað í samræmi við fyrri loforð. Í því tilboði sem barst frá lögmanni stefnda kom á hinn bóginn fram að tenging framhjá dæluskúr bænda yrði ekki á hans kostnað sem reyndar er á skjön við fra mangreint. Þessu tilboði virðist ekki hafa verið svarað en þess í stað virðist stefnandi mjög fljótlega eftir uppsögn samningsins hafa tekið ákvörðun um að gera aðrar ráðstafanir í samstarfi við nágranna sína á Skáney um að verða sér úti um heitt vatn með öðrum hætti en frá stefnda. Þessar ráðstafanir voru að mati dómsins stefnda óviðkomandi, um þær hafði hann enga vitneskju frá stefnanda sjálfum en óljósa út frá ummerkjum við framkvæmdina, auk þess að hafa ekkert um þær að segja. Dómurinn telur því að alla r forsendur skorti fyrir því að gera stefnda að greiða stefnanda í formi skaðabóta fyrir þessa leið sem stefnandi kaus að fara til að tryggja sér heitt vatn. 150. Allan þann kostnað sem tilgreindur er til stuðnings aðalkröfu í málinu má rekja til þessara framkvæmda sem stefnandi ákvað að ráðast í, fyrir utan lögmannskostnað hans á fyrri stigum málsins , en sá kostnaður verður með engu móti tengdur við framkvæmdina sem slíka . Ábyrgð stefnda á þessum kostnaði verður því hafnað sem leiðir jafnframt til þess a ð sú matsgerð sem stefnandi aflaði undir rekstri málsins og var ætlað að sýna fram á að þessi kostnaður hans hefði verið eðlilegur og nauðsynlegur við að fara þá leið sem hann taldi rétta hefur enga þýðingu við úrlausn málsins. Þótt matsgerðin staðfesti ré ttmæti þessa kostnaðar breytir hún engu varðandi bótagrundvöllinn sem slíkan og enda henni vart ætlað að gera það. 151. Eftir stendur að mati dómsins einungis krafa sem stefnandi gæti þá sannanlega gert á grund - velli tjóns sem stefndi hafi valdið með því að uppsögnin var gerð með eins mánaðar uppsagnar - fresti í stað sex eins og áskilið var í samningi aðila. 152. Þar hins vegar skortir á alla reifun málsins og engin gögn hafa verið lögð fram sem varðað geta beint slíkt tjón. Í framburði Jóhönnu Sjafnar Guðmundsdóttur fyrir dómi kom fram að þessi fyrirvaralitla lokun á heitu vatni hafi kostað heimilið einkum óþ ægindi og fyrirhöfn. Hún nefndi jafnframt að keyptur hefði verið hitakútur á heimili foreldra hennar til að sinna brýnustu þörfum, auk þess sem settar voru upp sturtur til bráðabirgða í sláturhúsi sem þau reka á staðnum. 153. Engin krafa hefur því verið gerð á grundvelli tjóns sem framangreind háttsemi stefnda kann að hafa valdið stefnanda á uppsagnarfresti samningsins og engin gögn verið lögð fram í málinu sem gefa slíkan kostnað til kynna. Er því óhjákvæmilegt í ljósi andmæla stefnda um að tjón hafi 31 hlo tist af aðgerðum stefnda að sýkna hann af kröfu um skaðabætur í málinu þar sem tjón er ósannað. Í þessu sambandi athugast að kröfur í þessa veru voru að því er virðist hafðar uppi í öðru tjóni svo sem vegna missis leigu - tekna af eigin húsnæði til kjötvinnslu meðan heitavatnslaust var á Grímsstöðum, kostnaðarauka við að kaupa heitt vatn frá nýjum aðila, kostnaðarauka við kaup á viðbótarrafmagni til húshitunar á Grímsstöðum Gerð var krafa um að stefndi viðurkenndi bótaskyldu vegna þessa tjóns. Þessum kröfum var öllum hafnað með bréfi lögmanns stefnda 2. febrúar 2023 og rötuðu þær að engu öðru leyti inn í stefnukröfur málsins eða málatilbúnað stefnanda en þá í formi vanreifaðrar varakröfu málsins að þess u leyti. 154. Þegar af framangreindum ástæðum verður þannig einnig sýknað af varakröfu um viður - kenningu á bótaskyldu í stað þess að vísa henni frá dómi, enda af hálfu stefnanda málið rekið á þeim grundvelli að tjón hafi hlotist af málinu en honum ekki te kist að sanna slíkt tjón, þ.e. tjón sem rakið verði til vanefnda stefnda og hann beri ábyrgð á. Þótt varakrafan sé sett fram í formi viðurkenningar á bótaskyldu verður slík krafa að uppfylla frumskilyrði skaðabótaábyrgðar, þ.m.t. að tjón hafi hlotist af há ttsemi, sjá t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 591 og 592/2017. 155. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í aðalsök málsins. ------- 156. Stefndi höfðaði gagnsök í málinu með stefnu útgefinni 30. júní 2023. Eins og rakið er í lið 9 í dómnum hér að framan hefur kröfugerð og málsgrundvöllur stefnda, þ.e. gagnstefnanda í gagnsök, breyst þar sem kröfur einskorðast nú við kröfur á grundvelli reikninga fyrir heitt vatn til Grímsstaða á grundvelli samnings aðila frá 13. október 2020 og til þess dags er stefndi skrúfaði fyrir vatn til bæjarins á grundvelli framangreindra vanefnda. 157. Þar er aðallega um að ræða kröfu vegna húshitunar á Grímsstöðum á samningstímabilinu en inn á reikning vegna tímabilsins frá 13. október til 31. desember 2021 slæðist krafa vegna: Grímsstaðaland (Leikskóli) þar er uppgjörið vegna 1. janúar 2018 - 31. desember 2021 Alls 1460 dagar. Sú krafa er sögð nema 570.613 kr. Dómurinn telur skilyrði til að taka þá kröfu út úr heildarkröfum stefnda í gagnsök og til sérstakrar umfjöll unar enda hún vel afmörkuð. 158. Þessi krafa skýtur nokkuð skökku við og er ekki rökstudd nánar í málatilbúnaði stefnda. Stefndi féll frá kröfu sinni í gagnsök um skaðabætur vegna meintrar sölu stefnanda á vatni til þriðja aðila, en af framlögðum gögnum v erður ekki annað ráðið en að sú krafa hafi einkum verið 32 byggð á meintri ólögmætri sölu stefnanda á vatni til umrædds leikskóla sem rekinn var í landi Grímsstaða, sbr. framangreint, og fyrir að mestu leyti sama tíma. Eftir stendur hins vegar að krafan samkv æmt reikningum er með öllu vanreifuð. Þá er einnig vanreifað hvernig krafan komst í hendur stefnda í málinu. Stefndi var ekki aðili að samningnum frá 2009 en sú krafa byggir sýnilega að mestu leyti á þeim samningi. Engin frekari gögn hafa verið lögð fram u m kröfuna, s.s. um fyrri samskipti vegna hennar, en ganga verður þó út frá því að krafa í þessa veru sem er vegna tímabils frá 2018 til 2021 hafi ekki verið höfð uppi fyrr en í aðdraganda þeirrar deilu sem hér er til úrlausnar. Í framburði fyrir dómi og gö gnum málsins er hins vegar ekkert sem gerir ráð fyrir því að stefnandi eða aðrir ábúendur á Grímsstöðum hafi nokkru sinni undirgengist að greiða sérstaklega fyrir notkun leikskólans, sem stóð á jörðinni, á heitu vatni. Augljóst er, og enda stað - fest í fram burði forsvarsmanns stefnda fyrir dómi, að leikskólinn nýtti alla tíð það vatn sem dælt var úr borholum stefnda; vatnið gat ekki komið annars staðar að. Þrátt fyrir þetta hefur krafa í framangreinda veru aldrei verið höfð uppi af hálfu stefnda eða fyrirren nara hans, a.m.k. er ekki vottur um það í málinu. Að framangreindu virtu verður að telja ósannað að stefnandi hafi nokkru sinni undirgengist að greiða sérstaklega fyrir heitt vatn fyrir leikskólann, eða slíkt verið um samið. Enn síður styðja gögn málsins a ð stefnandi geti borið ábyrgð á þessari kröfu fyrir tímann fyrir gerð samningsins frá 13. október 2020. Verður því að hafna greiðslu skyldu stefnanda á þessum hluta reiknings nr. 52 sem gefinn var út 1. júlí 2022. Stefnandi verður því sýknaður af kröfu sem vísað er til í reikningum samkvæmt 4. lið, þar sem greint er frá notkun í 1460 daga á heitu vatni á 391 kr. hver eining eða alls samkvæmt reikningnum 570.613 kr. 159. Að öðru leyti er með framlögðum reikningum nr. 52 og 54 sem útgefinn var sama dag gerð krafa um greiðslu fyrir notkun Grímsstaða á heitu vatni tímabilið frá 13. október 2020 til 1. júlí 2022 er stefndi lokaði fyrir vatnið. Upplýsingar á reikningunum eiga sér samsvörun í skjali sem stefnandi sjálfur lagði fram, og var viðauki með samningi að ila, sbr. niðurlag 6. gr. hans, þar sem hús á Grímsstöðum, Skáney og Nesi eru tilgreind ásamt kostnaði á mánaðar - og ársgrundvelli við hvert og eitt þeirra, sbr. nánari sundurliðun, og verður ekki annað séð en að fjárhæðir miðist við þær forsendur. Ágreini ngslaust er að stefnandi og ábúendur á Grímsstöðum hafa ekkert greitt fyrir sannanleg afnot jarðarinnar af heitu vatni frá stefnda á framangreindu tímabili og ljóst að málsókn stefnanda í aðalsök breytir engu um þá greiðsluskyldu, sbr. framangreint. 160. Á hinn bóginn skortir nokkuð á reifun krafna í gagnsök. Í samningi aðila er vissulega vísað til mjög ákveðinna forsendna sem skyldi gætt að, en þó ráðgert samkvæmt orðalagi 5. og einkum 6. gr. samningsins að nákvæmt gjald ætti eftir að semja endanlega um. Ekkert reyndi á þessa innheimtu á meðan samningur aðila var í gildi, sbr. framangreint, og því stefnandi vart í færum til að andmæla því gjaldi sem krafist var fyrr en eftir að samningssambandi aðila lauk. Þótt 33 ýmislegt bendi til þess að gjaldið eigi sér skírskotun til samnings aðila og einnig framangreinds skjals hefur stefndi, þrátt fyrir mótmæli stefnanda, ekki leitast við að færa frekari rök fyrir því hvernig fjárhæðir á reikningunum eru fundnar út, sem þó verður að telja að ætti að geta verið hægðarle ikur. Engar upplýsingar liggja þannig fyrir um þá gjaldskrá sem gildir um upphitun á sambærilegu húsnæði á Reykholtsstað á hverjum tíma sem miða skyldi við, auk þess sem svokölluðu fastagjaldi á ári verður ekki fundinn staður í samningi aðila og hefur ekki verið rökstutt á hvaða grundvelli það er innheimt þrátt fyrir andmæli stefnanda. Að auki má til sanns vegar færa að orðalag í samningi aðila bendi til þess að ekki hafi átt að innheimta gjald fyrir notkun Grímsstaða á heitu vatni fyrr en frá og með næstu áramótum eftir gerð samningsins og þannig hafi afnot Gríms staða af heitu vatni frá 13. október 202 0 til 31. desember það ár átt að vera endur gjaldslaus. 161. Dómurinn telur því óhjákvæmilegt að vísa gagnsök málsins að öðru leyti frá dómi vegna vanreifu nar. Koma því ekki til úrlausnar þær málsástæður stefnanda, gagnstefnanda í málinu, sem teflt er fram til stuðnings því að greiðsluskylda stefnanda samkvæmt samningnum frá 2020 hafi fallið niður. ------- 162. Rétt þykir að virtum málsatvikum og úrslitum málsins að málskostnaður aðila í aðalsök falli niður og hvor aðila beri sinn kostnað af málinu samkvæmt 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Eins og málið er vaxið verður stefnandi einnig sjálfur látinn bera kostnað af rekstri m álsins á fyrri stigum, þ.e. vegna lögmannsaðstoðar frá fyrri lögmanni. Verður enda ekki annað séð en að þótt gögn beri með sér að sá lögmaður hafi komið eitthvað að málinu fyrir uppsögn samningsins hafi vinna hans einskorðast við þær deilur aðila sem leidd u til þessa málareksturs. Eru enda allir framlagðir reikningar gefnir út eftir uppsögn stefnda á samningi aðila og eru ekki skýrðir með öðru en Mál Grím s staðir v. Hitaveitusamnin g a . Sama niðurstaða yrði varðandi þennan lögmannskostnað þótt sýnt yrði fram á að öll vinna lögmannsins hafi tengst þeirri leið sem stefnandi kaus að fara og hafnað hefur verið að stefndi beri ábyrgð á , sbr. framangreint. 16 3 . Málskostnaður í gagnsök verður einnig að mestu felldur niður en það er heimilt samkvæmt fordæmum þrátt fyr ir orðalag 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Er þar litið til málsins í heild en einnig sérstaklega til þess að ágreiningslaust er að ekki hefur verið greitt fyrir heitt vatn á samningstímanum eins og krafist er í gagnsök og ekki sýnt með fullnægjandi hæt ti fram á og vanreifað að ákvæði laga nr. 48/2003 um neytendakaup eða tómlæti hafi fellt greiðslu skyldu 34 stefnanda og þá eftir atvikum eiginkonu hans niður. Með hliðsjón af framan greindu ákvæði en einnig með vísan til þess að stefnandi er sýknaður af hlut a af kröfu stefnda í gagnsök þykir þó rétt að stefndi , gagnstefnandi, greiði stefnanda , gagnstefnda, hluta af málskostnaði í gagnsök eða 400.000 krónur. 16 4 . Málið fluttu lögmennirnir Svanhvít Axelsdóttir fyrir hönd stefnanda og Sigurður Kári Kristjánsson fyrir hönd stefnda. 16 5 . Dóminn kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari og dómsformaður ásamt Huldu Árnadóttur héraðsdómara og Gunnari Fannberg G unnarssyni, sérfróðum meðdómara. D Ó M S O R Ð Stefndi, Hitaveita Reykholtsstaðar ehf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Harðar Guðmundssonar, í aðalsök málsins. Í gagnsök er gagnstefndi, Hörður Guðmundsson, sýknaður af kröfu gagnstefnanda, Hitaveitu Reykholtsstaðar ehf., um greiðslu fyrir heitt vatn til leikskóla í Grímsstaðalandi að fjárhæð 570.613 krónur. Gagnsök er að öðru leyti vísað frá dómi. Málskostnaður milli aðila í aðalsök fellur niður. Í gagnsök greiði Hitaveita Reykholtsstaðar ehf. Herði Guðmundssyni 400.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson Hulda Árnadóttir Gunnar Fannberg Gunnarsson