Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 27. apríl 2023 Mál nr. E - 111/2017: Landsbankinn hf. (Ólafur Eiríksson lögmaður) gegn BPS ehf., (Reimar Pétursson lögmaður) Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., (Snorri Stefánsson lögmaður) SaltPay IIB hf. og Hauki Oddssyni (Gestur Jónsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess, þann 2. mars sl., var höfðað með stefnu, birtri 30. desember 2016, af stefnanda, Landsbankanum hf., [...] , á hendur stefndu, BPS ehf., [...] , Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., [...] , SaltPay IIB ehf., [...] , og Hauki Oddssyni, [...] . Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefndu fyrir tjón stefnanda vegna söluhagnaðar sem hann hefði notið hefði hann selt 31,2% eignarhlut sinn í SaltPay IIB hf. að teknu tilliti til upplýs inga sem stefndu bjuggu yfir við kaupin en létu stefnanda ekki í té um hlut SaltPay IIB hf. í Visa Europe Ltd. og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe Ltd. Stefnandi krefst þess enn fremur að stefndu verði dæmdir til þess að greiða honum óskipt málskostnað. Stefndu SaltPay IIB hf. og Haukur Oddsson krefjast sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá gera þessir stefndu jafnframt kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda. Stefndi BPS ehf . gerir kröfu um að verða sýknaður af kröfum stefnanda og krefst þess jafnframt að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða honum málskostnað. Stefndi Eignarhaldsfélagið Borgun slf. krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og krefst jafnframt málskostnað ar úr hendi stefnanda m.t.t. virðisaukaskatts. Rétt er að geta þess að stefndi SaltPay IIB hf. hét Borgun hf. til 4. mars 2021. Verða bæði framangreind heiti eða einfaldlega Borgun notuð hér eftir því sem við á. Ágreiningsefni og málsatvik 2 Ágreiningsefn ið snýr að því að undir loks árs 2014 seldi stefnandi Landsbankinn hf. 31,2% eignarhlut sinn í stefnda SaltPay IIB hf. (þá og hér eftir kallað Borgun hf. eða Borgun) til stefndu BPS ehf. (hér eftir BPS) og Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. (hér eftir Ehf. Borgun). Lítur stefnandi svo á að stefndu Borgun hf. og Haukur Oddsson hafi staðið að upplýsingagjöf til stefnanda vegna umræddra viðskipta. Telur stefnandi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna framgöngu allra stefndu í málinu og hyggst fá viðurkennda skaðabó taskyldu stefndu í máli þessu vegna ætlaðrar háttsemi þeirra. Forsaga málsins er sú að félagið Kreditkort hf. var upphaflega sett á fót árið 1980 af einstaklingum og hafði það með höndum útgáfu og færsluhirðingu Eurocard - , en síðar MasterCard - kreditkorta. Árið 1993 hóf félagið útgáfu og færsluhirðingu á Maestro - debetkortum og árið 1998 varð það fjármálastofnun og bankar og sparisjóðir hófu útgáfu á MasterCard. Árið 2007 fékk félagið síðan heitið Borgun hf. þegar Kreditkorti hf. var skipt í tvö félög. Var þj ónustu félagsins lýst svo að það myndi sinna almennri þjónustu við MasterCard - korthafa, auk neyðarþjónustu og þjónustu utan hefðbundins afgreiðslutíma við korthafa allra útgefenda og þjónustu við seljendur er tækju við MasterCard - og Maestro - kortum, auk Am erican Express, JCB og Diners. Borgun gerði samning við Visa Europe Ltd. (Visa Europe) árið 2010 , er fól í sér að Borgun varð aðildarfélag að Visa Europe. Var þetta þáttur í að bjóða heildarlaus nir fyrir söluaðila og útgefendur á sviði greiðslumiðlunar. Stefndi Borgun varð þá það Visa - kort. Borgun hefur þó lagt áherslu á MasterCard í rekstri sínum frá upphafi og sp annar samstarf Borgunar við MasterCard mun lengra tímabil en samstarf ið við Visa. Visa er stærsta vörumerki á sviði greiðslumiðlunar á heimsvísu og er því forsenda þess að geta boðið heildarþjónustu á þessu sviði að geta hirt og gefið út Visa - kort. Borgun hefur lagt áherslu á að bjóð a heildarlausn í færsluhirðingu fyrir viðskiptavini. Stærstur hluti viðskipta Borgunar við Visa Europe hefur því verið vegna færsluhirð - ingar. Vísa stefndu til þess að frá 2009 hafi merki Visa birst á heimasíðu Borgunar sem eit t af vörumerkjum félagsins og skýrt komið þar fram að Borgun byði færsluhirð - ingu vegna Visa - , Visa Electron - , MasterCard - , Maestro - , JCB - , Diners Club - og American Express - korta. Merki Visa hafi þá verið á húsi Borgunar. Á árunum 2009 til 2011 var ráðist slíkar auglýsingar hafi regl ulega verið birtar á öllum stærstu ljósvaka - og prentmiðlum landsins og hafi Visa - merkið þá birst með skýrum hætti. Árið 2012 hafi svo verið haldin kynning á Borgun í Landsbankanum þar sem starfsemin hafi verið kynnt. Hafi komið þar fram að Borgun biði upp á færsluhirðingu fyrir Visa og merki Visa verið á 3 hverri glæru. Ástæða þess að útgáfuþjónusta fyrir Visa hafi þar ekki verið nefnd sé sú að hún hafi ekki verið stunduð þó svo Borgun hafi getað sinnt henni. Stefnandi vísar til þess að bakgrunnur umræddra viðskipta hafi verið sá að Landsbankinn hf. hafi um árabil átt í samstarfi við Valitor hf. (áður VISA Ísland en hér eftir Valitor) um útgáfu Visa - greiðslukorta og bankinn verið einn stærsti útgefandi slíkra greiðslukorta hér á landi. Valitor muni hafa haf t stöðu aðildarfélags og hluthafa í Visa Europe frá árinu 1983 og lengst af verið eini aðalleyfishafi VISA Inc. á Íslandi. Stefnandi hafi átt í sambærilegu samstarfi við Borgun hf. um útgáfu MasterCard - greiðslukorta, en Borgun mun lengst af hafa verið eini aðalleyfishafi alþjóðlega kortafyrirtækisins Mastercard Worldwide hérlendis. Mun Borgun aðallega hafa sinnt útgáfu og færsluhirðingu MasterCard - greiðslukorta og ekki gefið út Visa - greiðslukort á þeim tíma er atvik þessa máls áttu sér stað. Sem fyrr segir mun Borgun hafa fengið leyfi alþjóðlega kortafyrirtækisins Visa International (þ.e. Visa Inc.) til greiðslumiðlunar með Visa - greiðslukort á Íslandi í apríl 2008 og frá 15. nóvember 2010 mun Borgun einnig hafa haft stöðu aðildarfélags og hluthafa í Visa Eur ope. Á þeim tíma er atvik málsins gerðust var Visa Europe samtök eða samlag banka og greiðslumiðlunarfyrirtækja sem höfðu með höndum umsýslu með Visa - kort. Munu aðildarfélögin hafa verið á fjórða þúsund. Á grundvelli 4. gr. samþykkta Visa Europe hafði stj órn Visa Europe ákvörðunarvald, að teknu tilliti til ákvæða svokallaðrar aðildarreglugerðar, um það hvort hún samþykkti beiðni um aðild. Yrði aðildarumsókn samþykkt væri viðkomandi þannig skylt að skrifa sig fyrir einum hlut (að nafnvirði 10 evrur) og gera st aðildarfélag. Hverjum hlut fylgdu viss þátttökuréttindi í samræmi við aðildarreglugerðina sem stjórnuðu því hvaða fjárhagslegu og félagaréttarlegu réttindi skyldu fylgja hlutum, þ. á m. atkvæðisréttur og réttur til arðs og útgreiðslna við slit. Með þess u móti var mælt fyrir um forsendur sem lágu því til grundvallar hvernig inntak þátttökuréttindanna ákvarðaðist en í því sambandi var tekið tillit til ólíkrar stöðu aðildarfélaga, svo sem að því er varðaði umfang Visa - viðskipta þeirra. Í tengslum við endurs kipulagningu á samsteypu Visa gerðu Visa Inc. og Visa Europe með sér valréttarsamning 1. október 2007. Hann hafði að geyma ákvæði um kauprétt Visa Inc. á öllu hlutafé í Visa Europe að vissum skilyrðum uppfylltum en þá einnig sölurétt til handa Visa Europe , sem gat krafist þess að Visa Inc. keypti allt hlutaféð. Þennan sölurétt fór Visa Europe með fyrir hönd aðildarfélaga sinna í stað þess að þau ættu sjálf beina aðkomu. Aðildarfélög og hluthafar Visa Europe myndu síðan að uppfylltum skilyrðum eiga rétt til hlutdeildar í greiðslum fyrir hluti í félaginu ef kæmi til nýtingar valréttarins. Umboð Borgunar til Visa Europe virðist hafa verið fólgið í 7. gr. aðildarsamnings Borgunar við Visa Europe, dags. 15. nóvember 2010. Kveður stefnandi Fjármálaeftirlitið (FME) hafa látið sig fá afrit af samningnum síðar, en hann ekki notið aðgangs að samningnum í tengslum við umrædd viðskipti 2014. 4 Ráðgert mun hafa verið að réttur til hlutdeildar í greiðslum fyrir hluti í Visa Europe myndi greiðast út í samræmi við þátttökurétt indi sérhvers aðildarfélags og hluthafa. Þegar valréttarsamningurinn var gerður virðist þó hafa verið látið við það sitja að fela stjórn Visa Europe ákvörðunarvald, með áskilnaði um 80% samþykki stjórnarmanna, til að útfæra reiknireglu sem liggja skyldi ti l grundvallar útfærslu á þátttökuréttindum hluthafa. Í útgáfu aðildarreglugerðarinnar frá 15. nóvember 2014, sem stefnandi kveðst hafa aflað í tengslum við sölu sína á eignarhlut í Valitor hf., en ekki haft þegar samið var um söluna á hlutnum í Borgun , er eftirfarandi reikniregla: hlutabréfa ákvörðuð með eftirfarandi hætti: X = (A × B) / C - Þar sem: X = hlutdeild tiltekins aðildarfélags í valréttarverðinu A = heildarfjárhæð valrétt arverðsins sem greiða skal vegna nýtingar kaup - eða söluréttarins B = summa eftirfarandi atriða fyrir viðkomandi aðildarfélag: (a) samtals viðurkennd gjöld greidd af aðildarfélaginu til félagsins [Visa Europe Ltd.] síðustu þrjú árin, til og með síðasta degi þess ársfjórðungs sem líður fyrir nýtingu kaup - eða söluréttarins; og (b) viðurkennt framlag aðildarfélagsins á tveggja ára tímabili, talið frá og með deginum eftir síðasta dag þess ársfjórðungs sem líður fyrir nýtingu kaup - eða söluréttarins. C = su Forveri stefnanda, gamli Landsbanki Íslands hf., var um langt skeið einn eigenda VISA Ísland Greiðslumiðlunar hf. (nú Valitor), en frá árinu 2000 átti gamli Landsbankinn 38% eignarhlut í því félagi. Stefnandi eignaðist s íðan þennan hlut í Valitor þegar hann tók yfir eignir og skuldbindingar gamla Landsbankans í kjölfar ákvörðunar FME um ráðstöfun eigna og skulda gamla Landsbanka Íslands hf. til stefnanda hinn 9. október 2008. Stefnandi eignaðist þá jafnframt 20% eignarhlu t í Borgun þegar hann tók yfir eignir og skuldbindingar gamla Landsbankans við sömu ákvörðun FME um ráðstöfun eigna og skulda hans til stefnanda 9. október 2008. Árið 2010 sýndi Íslandsbanki hf. áhuga á að kaupa hlut stefnanda í Kreditkortum hf. og eignast þannig félagið að fullu. Í mars 2011 seldi stefnandi svo 20% hlut sinn í Kreditkortum hf. til Íslandsbanka hf. í skiptum fyrir 7% hlut í Borgun. Að loknum viðskiptunum var heildarhlutafjáreign Landsbankans í Borgun því orðin 27%. Hlutur stefnanda í Borgun jókst enn frekar þegar rekstur Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) rann inn í starfsemi stefnanda 5. mars 2011 með samningi stefnanda við fjármálaráðuneytið og ákvörðun FME um yfirtöku stefnanda á SpKef. Við samrunann eignaðist stefnandi 4,2% hlut í Borgun og v ar heildarhlutur stefnanda í Borgun hf. þá orðinn alls 31,2%. 5 Samkeppnisaðilar Borgunar og Valitors vöktu athygli Samkeppniseftirlitsins (SE) á mögulegum samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði árið 2009, m.a. vegna eignarhalds viðskiptabankanna á kortafy rirtækjunum. Hóf SE rannsókn á mögulegum samkeppnislagabrotum stefnanda, Íslandsbanka hf., Arion banka hf., Borgunar hf. og Valitors hf. í þessu samhengi í byrjun apríl 2009 í kjölfar kvörtunar Kortaþjónustunnar ehf. Í byrjun mars 2013 birti SE stefnanda s vo andmælaskjal vegna rannsóknar þess á greiðslukortamarkaði, en í andmælaskjalinu birti SE frumniðurstöður sínar og tillögur að mögulegum aðgerðum. Á þessum tímapunkti átti stefnandi 31,2% eignarhlut í Borgun og 38% eignarhlut í Valitor holding hf. (Valit or H), móðurfélagi Valitors. Í andmælaskjali sínu komst SE m.a. að þeirri frumniðurstöðu að sérhver stóru bankanna þriggja, þ.e. Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, mættu hvorki eiga hlut í né hafa yfirráð yfir fleiri en einum færsluhirði. Þá árétta ði SE að það gæti beitt úrræðum á grunni samkeppnislaga vegna þessa, t.d. með breytingum á skipulagi fyrirtækjanna. Í kjölfarið fjallaði bankaráð Landsbankans um sölu eigna utan kjarnastarfsemi bankans á fundi 18. júní 2013. Var þar m.a. fjallað um eignarh ald bankans í kortafyrir - tækjunum Borgun og Valitor og þann möguleika að draga úr eignarhaldi stefnanda. Í hvoru kortafyrirtæki nu um sig átti stefnandi þó minnihluta hlutafjár. Staða stefnanda mun þó hafa verið verri fyrir þær sakir að Arion banki og Ísla ndsbanki voru á þessum tíma, og eru enn, helstu samkeppnisaðilar stefnanda. Þá hafði SE lagt miklar hömlur á skipan stjórnarmanna í Valitor og Borgun með ákvörðun SE nr. 4/2008. Það mun hafa verið sagt gert í þeim tilgangi að rjúfa stjórnunarleg tengsl fél aganna og fyrir - byggja skaðleg samkeppnisleg áhrif vegna eignarhalds fjármálafyrirtækja á kortafyrir - tækjunum. Vegna umræddrar ákvörðunar SE átti stefnandi ekki eiginlega fulltrúa í stjórnum Borgunar og Valitors, en bankinn tilnefndi þess í stað óháða st jórnarmenn í stjórnir þeirra. Frá 2008 mun stefnandi því enga stjórnunarlega aðkomu hafa haft að kortafyrirtækjunum og í raun verið þar áhrifalaus eigandi. Af þe ssum sökum og til að bregðast við kröfum SE árið 2013 var bankastjóra stefnanda veitt heimild t il að vinna að sölu á hlutum stefnanda í Borgun og Valitor H á fundi bankaráðs 8. október 2013. Stefnandi vísar til þess að Stefndi BPS ehf., einkahlutafélag sem einkum sé í eigu lykilstarfsmanna hjá Borgun, hafi 2. janúar 2013 gert Sparisjóði Norðfjarðar (sem síðar fékk heitið Sparisjóður Austurlands) tilboð í alla 1.429.411 hluti sparisjóðsins í stefnda Borgun. Tilboðið hafi hljóðað upp á 3.959.468 krónur og gengi hvers hlutar því verið 2,77. Tilboðið hafi verið tekið fyrir á stjórnar - og hluthafafundum í sparisjóðnum í kjölfarið og samhliða verið leitað upplýsinga frá stjórnendum Borgunar. Svo virðist sem ekki hafi verið tekin formleg afstaða til tilboðsins á genginu 2,77 þegar nýtt tilboð barst aftur frá stefnda BPS, er renna átti út 13. maí 2013. Gengið var 4,66 og fjárhæðin 6.668.182 krónur. Var því hafnað af hálfu sparisjóðsins þar sem verðið þótti ekki nógu hátt. Stefndi BPS gerði þá enn tilboð er standa átti til 14. 6 október 2013. Gengið hafði þá hækkað í 4,97 og tilboðsfjárhæðin í 7.100.000 krónur. F jallað var um tilboðið á stjórnarfundi sparisjóðsins 11. október 2013 og þar samþykkt að gera gagntilboð að fjárhæð 13.000.000 króna. Því gagntilboði mun ekki hafa verið svarað af hálfu stefnda BPS. Enn barst nýtt tilboð frá stefnda BPS 14. janúar 2014. Ge ngið var þá orðið 5,59 og fjárhæð tilboðsins 8.000.000 króna. Stjórn sparisjóðsins samþykkti að hafna tilboðinu á fundi 24. janúar 2014 þar sem það þótti of lágt. Á stjórnarfundi sparisjóðsins, 23. október 2014, var svo samþykkt að hafna nýju tilboði stefn da BPS á genginu 11,1 eða 15.900.000 krónur fyrir alla hluti sparisjóðsins. Stjórn sparisjóðsins samþykkti loks tilboð frá BPS, 17. desember 2014, en þá var gengið hið sama og í viðskiptum við stefnanda, 15,56, og kaupverðið fyrir alla hluti sparisjóðsins 22.235.282 krónur. Á tæplega tveggja ára tímabili meira en fimmfaldaðist því það gengi er stjórnendur stefnda, Borgunar, voru reiðubúnir til að greiða fyrir hlutina. Af hálfu stefndu er hér vísað til þess að upphæðin sem greidd hafi verið fyrir hluti Spar isjóðs Norðfjarðar í Borgun hafi miðast við sama gengi og greitt hafi verið fyrir hluti stefnanda. Margt hafi breyst frá því að fyrsta tilboð BPS hafi borist í hlutina í ársbyrjun 2013. Hafi stefndi Borgun til að mynda aukið alla starfsemi félagsins, þar á meðal starfsemi erlendis, sem að mati stjórnenda hafi aukið mjög verðmæti félagsins. Eignarhaldi kortafyrirtækjanna hafi á þessum tíma verið þannig háttað að Valitor hafi verið í um 61% eigu Arion banka, en stefnandi átt þar 38% hlut. Hlutur stefnanda í Borgun hafi verið minni, eða um 31,2%, en Íslandsbanki átt um 62% hlut í Borgun. Fjárfestahópur sem kom fram í nafni þá óstofnaðs samlagsfélags (sem átti að heita Eignarhaldsfélag Borgunar slf.) gerði tilboð í 31,2% eignarhlut stefnanda í Borgun með kaup tilboði, 13. mars 2014, að fjárhæð 2.184.000.000 króna, sem síðar varð söluverðið og var það þá 88% hærra en eigið fé Borgunar. Tilboðið var sett fram með fyrirvara um að samhliða yrði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins í meirihlutaeign Íslandsbanka í Bo rgun. Kauptilboðið 13. mars 2013 var m.a. undirritað af Sigurði Guðmundssyni, yfirmanni alþjóðasviðs Borgunar, fyrir hönd tilboðsgjafa. Í viðauka umrædds kauptilboðs var vikið að fjárfestahópnum og þeim fjölmenna hópi sem stæði að baki tilboðinu. Annars ve gar kom þar fram að kjölfestufjárfestir tilboðsgjafa yrði félag í beinni eða óbeinni eigu 25 30 fjárfesta með góða viðskiptasögu. Hins vegar var fjallað um félagið BPS og aðkomu starfsmanna Borgunar að fjárfestingunni, og látinn fylgja með listi yfir hluth afa í BPS þar sem voru helstu stjórnendur Borgunar. Samhliða viðskiptum Landsbankans með eignarhlutinn í Borgun vann stefnandi að því að verðmeta og selja hlut sinn í Valitor H. Vegna þessa kynntu stjórnendur Valitors fyrirtækið fyrir Arion banka og Land sbankanum í byrjun maí 2014 að sameiginlegri ósk beggja. Í kynningunum var farið yfir starfsemi fyrirtækisins, rekstraráætlanir, tækifærin og áhættuna í rekstrinum. Þessar kynningar voru gerðar á grundvelli trúnaðaryfirlýsingar til þess að gera Arion banka og Landsbankanum kleift 7 að verðmeta eignarhlutina í Valitor, en bankarnir höfðu nokkru áður lagt upp með að ráðast í slíka vinnu sem undanfara þess að ræða möguleg viðskipti með hluti í Valitor. Hvað varðar hlutina í Borgun var haldinn fundur Landsbankans með fulltrúum fjárfestahópsins sem og fulltrúum Íslandsbanka 11. apríl 2014, þar sem tilboðið frá því í mars s.á. var rætt. Þann 16. apríl 2014 sendi fulltrúi stefnanda Landsbankans stjórnanda í Íslandsbanka tölvubréf þess efnis að Landsbankinn væri tilbú inn að selja hlut sinn í Borgun. Íslandsbanki hafði fyrir háða stjórnarmenn í Borgun en ákvað þó að kaupa ekki hlut Landsbankans í Borgun á því verði sem boðið var. Hinn 27. júní 2014 lá fyrir niðurstaða Íslandsbanka um að selja ekki hlut sinn í Borgun og stuttu síðar lá fyrir niðurstaða sama banka um að kaupa ekki hlut stefnanda í Borgun. Fjárfestahópurinn hélt þá áfram viðræðum við stefnanda um hlut hans í Borgun og gerði tillögu um lægri tilboðsfjárhæð á grundvelli sjónarmiða um minnihlutaafslátt því n ú stæði einungis til að kaupa 31,2% hlut stefnanda. Það var hins vegar forsenda af hálfu stefnanda fyrir áframhaldandi viðræðum að tilboðsfjárhæð myndi ekki lækka. Í kjölfarið gerði fjárfestahópurinn svo formlegt kauptilboð í eignarhlut stefnanda eingöngu, án samhliða tilboðs í hlut Íslandsbanka, í Borgun, 3. júlí 2014. Eins og áður varðaði tilboðið allan 31,2% eignarhlut Landsbankans í Borgun og var tilboðsfjárhæð óbreytt. Í kauptilboðinu var að finna óbreyttan viðauka frá tilboðinu 13. mars 2014 um meðlim i fjárfestahópsins og aðstandendur kauptilboðsins, þ.e. félagið BPS í eigu stjórnenda Borgunar, og svo aðra ónefnda fjárfesta í hinu óstofnaða eignarhaldsfélagi. Stefnandi hélt þá áfram vinnu sinni við verðmat og sölu á eignarhlutnum í Valitor H samhliða sams konar vinnu vegna hlutar hans í Borgun. Arion banki lagði svo 10. júlí 2014 fram við Landsbankann verðhugmyndir og óskaði eftir viðræðum um kaup á 38% eignarhlutnum í Valitor H, en viðræður hófust þó ekki fyrr en þá um haustið. Í tengslum við samninga viðræður við Landsbankann vegna Borgunar sendi Magnús Magnússon, talsmaður fjárfestahópsins, lista til stefnanda yfir nöfn fjárfesta og væntanlega stofnendur óstofnaðs Eignarhaldsfélagsins Borgunar, en á listanum mátti m.a. finna nafn Hauks Oddssonar, fors tjóra Borgunar. Þá tók talsmaðurinn fram að umræddir fjárfestar kæmu til viðbótar starfsmönnum Borgunar er áður hefðu verið nefndir í kauptilboði til stefnanda. Samningaviðræður stefnanda við fjárfestahópinn héldu áfram, en aðilar gerðu með sér viljayfirlý singu 23. júlí 2014. Þar lýstu aðilar m.a. yfir vilja til nauðsynlegrar gagnaöflunar um Borgun og um frágang annarra nauðsynlegra atriða er leggja þyrfti til grundvallar í mögulegum kaupsamningi aðila. Í umræddri viljayfirlýsingu kom m.a. fram að aðilarni r skyldu hafa aðgang að sömu upplýsingum um Borgun, standa sameiginlega að öflun þeirra, hafa sama aðgang að viðbótarupplýsingum kæmi til þeirra og að stjórnendum félagsins. Í kjölfar viljayfirlýsingarinnar var síðan óskað eftir nýjustu fjárhagsupplýsingum um Borgun 8 frá stjórnendum félagsins sem og kynningu þeirra á áætlunum kortafyrirtækisins. Ársreikningur fyrir árið 2013 var á þessum tíma nýjasti ársreikningur Borgunar. Af hálfu stefndu í hópi kaupenda er áréttað að viljayfirlýsingin hafi verið samin af starfsmönnum stefnanda og framsetningin verið nokkuð ólík tilboðum stefndu. Var henni ætlað að vera liður í mögulegum kaupum stefndu á hlut stefnanda í Borgun. Hafist skyldi handa við gagnaöflun þegar í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingarinnar. Sagði þ ar enn fremur að aðilar myndu óska eftir því að stjórnendur Borgunar afhentu þeim nauðsynlegar fjárhagsupplýsingar um félagið og aðrar þær upplýsingar er hefðu þýðingu fyrir rekstur þess til að meta virði hluta í félaginu gegn undirritun sérstakrar trúnaða ryfirlýsingar, eftir því sem félagið ákvæði og gerði kröfu um. Í fyrstu myndu aðilar óska eftir því að veittur yrði aðgangur að sex mánaða uppgjöri ásamt rekstrar - áætlunum félagsins og síðan myndu þeir eftir atvikum óska eftir frekari upplýsingum. Þá mynd u þeir óska eftir aðgengi að stjórnendum félagsins í framhaldi af skoðun á fjárhagsupplýsingum um það. Aðilar skyldu hafa aðgang að sömu upplýsingum og standa sameiginlega að öflun þeirra. Sama gilti um viðbótarupplýsingar yrðu þær afhentar og um aðgang að stjórnendum þess. Kom skýrt fram í b - lið greinar E að aðilar skyldu ljúka skoðun á gögnum og upplýsingum innan 15 daga. Samkvæmt d - lið sömu greinar skyldu báðir aðilar síðan gera áreiðanleikakönnun á félaginu samþykkti stefnandi kauptilboð í Borgun. Í kjö lfarið munu kaupendur síðan fyrst hafa fengið ítarlegri upplýsingar um Borgun til þess að taka endanlega afstöðu til viðskiptanna. Kynningar stjórnenda Borgunar fóru fram í Landsbankanum í lok ágúst 2014, en þann 22. ágúst hélt stefndi Haukur Oddsson heild arkynningu á félaginu. Þá héldu starfsmenn Borgunar kynningar 26. ágúst, þeir Sigurður Guðmundsson, yfirmaður alþjóðasviðs, Steen Henriksen, yfirmaður áhættustýringar, og Jón Egilsson, yfirmaður upplýsingatækni. Var starfsemi Borgunar kynnt, svo og rekstra ráætlanir stjórnenda. Vísa stefndu til þess að á fremstu glæru í hverri glærukynningu hafi verið að finna myndir af öllum vörumerkjum Borgunar, m.a. Visa og Visa Electron. Þá hafi í kynningunni um stefnu félagsins m.a. verið að finna glæru með yfirskriftin ni VISA. Þá sé vísað til Visa á glærum í kynningu um upplýsingatæknisvið, myndrænt og í rituðu máli. Skipti engu að aðeins sé vikið að færsluhirðingu en ekki útgáfu VISA - kort a, enda sé enginn munur gerður á því varðandi aðild að Visa Europe. Stefnandi bendir á það að hvorki hafi þó verið minnst á aðild Borgunar að Visa Europe né heldur valrétt Borgunar í kynningum er hafi farið fram, né þá fjárhagslegu hagsmuni er Borgun gæti haft af nýtingu valréttar vegna aðildar fyrirtækisins að Visa Europe. Kynningarnar hafi verið gerðar stefnanda aðgengilegar í rafrænu gagnaher - bergi sem rekið hafi verið í tölvukerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo hf., en það verið með aðgangsheimildum s em girt hafi fyrir niðurhal gagna og útprentun. Um hafi 9 verið að ræða fyrra gagnaherbergi af tveimur er opnuð voru í tengslum við viðskiptin, en það síðara hafi einkum verið sett upp fyrir tilboðsgjafana tengt áreiðanleikakönnun. Fyrir liggur að 14. ágúst 2014 lét Borgun fyrst opna fyrra rafræna gagnaherbergið með ýmiss konar fjárhagslegum upplýsingum um félagið. Eftir að gagnaherbergið var opnað var fulltrúum stefnanda Landsbankans m.a. boðið að óska eftir gögnum sem þeir vildu fá þar inn með pósti frá ste fnda Hauki Oddssyni til fulltrúa stefnanda, starfsmanna KPMG og fulltrúa kaupenda. Aðeins var óskað eftir takmörkuðum gögnum í eitt skipti af hálfu stefnanda Landsbankans, með tölvupósti 28. ágúst 2014. Að lokinni fjárhagslegri könnun og frekara verðmati g erði fjárfestahópurinn svo endurnýjað kauptilboð í 31,2% eignarhlut stefnanda í Borgun þann 24. október 2014. Heildartilboðsfjárhæðin var óbreytt, 2.184.000.000 króna. Kauptilboðið fól annars vegar í sér tilboð stefnda BPS ehf. í 6,24% hlut stefnanda í Bor gun fyrir greiðslu að fjárhæð 433.108.000 krónur og hins vegar tilboð stefnda Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. í 24,96% hlut stefnanda fyrir greiðslu að fjárhæð 1.750.892.000 krónur. Formlegir tilboðsgjafar voru því stefndu, þá óstofnað Eignarhaldsfélag ið Borgun slf. og BPS ehf. (BPS). Í viðauka kauptilboðsins var að finna lista yfir stofnendur eignarhaldsfélagsins sem jafnframt höfðu undirritað kauptilboðið. Þá hafði stefnandi áður verið upplýstur um eignarhald ið að BPS og aðkomu eigenda þess að fjárfes ting - unni. Tilboðið var þannig undirritað fyrir hönd eftirfarandi félaga: BPS ehf., Vetragils ehf., Spectabilis ehf., Bústoðar ehf., Stálskipa ehf., AB 426 ehf., Péturs Stefánssonar ehf., Framtíðarbrautarinnar ehf., Iðusteina ehf., Eggsonar ehf., P 126 eh f., TD á Íslandi ehf., Holts og hæða ehf., Mens Manus ehf., Orbis GP ehf. og Orbis Borgunar slf. Á þessum tímapunkti komst því endanleg mynd á fjárfestahópinn en sem fyrr komu eigendur stefnda BPS að viðskiptunum í gegnum félög sín. Með tilboðinu var orðið ljóst hverjir yrðu stofnendur eignarhaldsfélagsins og þ á meðfjárfestar eigenda BPS sem tilgreindir voru í upphafi, það er í kauptilboðinu frá 13. mars 2014. Framan - greindir hluthafar í Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. (þ.e. Ehf. Borgun) voru fjárfestar se m höfðu fjárfest í ýmiss konar starfsemi hér á landi og erlendis. Ekki var um að ræða hluthafa sem höfðu áður haft aðkomu að greiðslukortastarfsemi en eiginkona Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar, var þó hluthafi í Vetragili. Af hálfu stefnda Ehf. Borguna r er lögð rík áhersla á að hluthafarnir hafi einkum talið Borgun vera vænlegan fjárfestingakost m.t.t. áforma félagsins um útvíkkun starfseminnar á þessum tíma, en þeir ekki haft sérstaka þekkingu á starfseminni eða þýðingu tengsla við Visa Europe. Stjórne ndur stefnanda samþykktu kauptilboð stefndu, Ehf. Borgunar og BPS, með fyrirvara um samþykki bankaráðs Landsbankans , 27. október 2014, en bankaráð samþykkti söluna 6. nóvember 2014. Þegar þarna var komið var tilboðið þó enn háð skilyrði af hálfu tilboðsgja - og tæknileg áreiðanleikakönnun á félaginu á ábyrgð og kostnað tilboðsgjafa og að niðurstaða hennar hafi ekki veruleg 10 áhrif á verðmæti félagsins og þar með hins selda. Sama dag og áreiðanleikakönnuninni lýkur, skulu tilboðsgjafar Fyrir atbeina Borgunar var síðan opnað annað gagnaherbergi, 29. október 2014, í þágu tilboðsgjafa. Stefnanda var tilkynnt um opnun þessa síðara gagnaherbergis með tölvupósti en þeir starfsmenn stefnanda s em fengu aðgang að því nýttu hann ekki þar sem vinnu bankans við verðmat var þá lokið. Það var enda einkum sett upp til þess að gera tilboðsgjöfum kleift að aflétta fyrirvaranum í kauptilboðinu. Vegna vinnu við framangreinda áreiðanleikakönnun sendi KPMG ehf. (KPMG) þrjár gagnabeiðnir til Borgunar með lista yfir þau gögn sem setja þyrfti í síðara gagna - herbergið svo að endurskoðunarfyrirtækið gæti lokið störfum sínum fyrir kaupenda - hópinn. Fyrsta gagnabeiðnin var send Borgun þann 31. október 2014, þar se m beðið var um aðgang að margvíslegum tegundum samninga sem Borgun væri aðili að. Stefnanda bárust þau skilaboð 3. nóvember 2014 að lokað hefði verið fyrir aðgang hans að gagnaherberginu. Starfsmaður Borgunar greindi þá frá því að þetta hefði verið gert ve gna þess að gögn se m teldust viðkvæm út frá samkeppnissjónarmiðum væru á meðal gagna er væru á leið í herbergið, t.d. gögn er vörðuðu samkeppnisaðila bankans. Þá uppfærði KPMG gagnabeiðni sína og sendi lista að nýju til Borgunar þann 6. nóvember 2014, eða þremur dögum eftir að aðgangi Landsbankans að seinna gagnaherberginu hafði verið lokað. Þá fyrst, í uppfærðu gagnabeiðninni 6. nóvember var gagnabeiðnin uppfærð af KPMG 13. nóvember 2014. Stefnandi hafði á þeim tíma ekki verið upplýstur um gagnabeiðnir KPMG og gögn er þar var vísað til og hafði auk þess ekki aðgang að gagnaherberginu vegna samkeppn issjónarmiða. Stefnandi kveður að þrátt fyrir eftirgrennslan stefnanda hafi það reynst ómögulegt að sannreyna hvaða gögn hafi verið í síðara gagnaherberginu á hverjum tíma þar sem starfsmenn Borgunar hafi síðar óskað eftir að gagnaherbergjunum yrði lokað o g gefið Azazo fyrirmæli um að taka ekki afrit af gögnum þar heldur eyða þeim við lokun. Af framangreindu megi hins vegar ráða, að mati stefnanda, að gögn kunni að hafa borist í seinna gagnaherbergið í nokkrum skrefum í kringum áðurnefndar dagsetningar vegn a vinnu KPMG. Gagnabeiðnir og uppfærðir listar KPMG til Borgunar gefi það til kynna að skjöl í tengslum við aðild Borgunar að Visa Europe hafi ekki verið gerð aðgengileg í gagnaherberginu fyrr en eftir 6. nóvember 2014, eða eftir að notanda - aðgangi stefna nda hafði verið lokað. Stefnandi hafi því engan aðgang haft að gögnum um tengsl Borgunar og Visa Europe í síðara gagnaherberginu, hafi þau þá verið þar. Af hálfu stefndu er hér hins vegar vísað til þess að eftir að kauptilboð var undirritað, 27. október 20 14, hafi verið gerð laga - og tæknileg áreiðanleikakönnun á Borgun og nýtt gagnaherbergi þá verið opnað í tengslum við það. Stefnandi hafi 11 fengið aðgang að því herbergi 30. október 2014. Hafi starfsmaður Borgunar svo sent tilkynningu til fulltrúa stefnanda 3. nóvember 2014 um það að aðgangi stefnanda að síðara gagnaherberginu hefði verið lokað vegna gagna er vörðuðu samkeppnisaðila stefnanda. Hafi Landsbankanum þá verið boðið að óska eftir gögnum í sérstakt gagnaherbergi. Engin svör hafi borist frá stefnanda við tilkynningu stefnda Borgunar um lokun né við boði um opnun nýs herbergis. Hafði þá verið tekin ákvörðun hjá stefnanda um að starfsmenn Landsbankans myndu ekki gera sjálfstæða könnun og ekki skoða gögn nema upp kæmu einhver flögg í könnun kaupenda en s tarfsmenn stefnanda hafi ekki látið kaupendur vita af þessu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar 2016 komi fram að fulltrúar bankans hafi aldrei nýtt aðgangsrétt að síðara gagnaherberginu er þeir fengu aðgang að 30. október 2014, enda slíkt aldrei staðið til að þ eirra sögn. Send hafi verið beiðni 5. mars 2015 til Azazo um að eyða gagnaherbergjunum. Þetta hafi verið mörgum mánuðum áður en fréttir hafi fyrst borist af viðræðum um mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Hafi starfsmenn Borgunar þá talið að gagnahe rbergin hefðu þjónað tilgangi sínum þar sem viðskiptin væru frágengin. Kostnaður fylgi því að halda gagnaherbergjum opnum og hann hafi verið talinn óþarfur. KPMG hafði þegar fengið þau gögn sem félagið taldi sig þurfa og starfsmenn Borgunar töldu enga þörf á að fá gögnin úr gagnaherbergjunum vistuð sérstaklega þar sem þau voru öll frá Borgun og því til innanhúss. Þá hafi starfsmenn stefnanda ekki gert reka að því að láta opna nýtt gagnaherbergi og biðja um að gögn yrðu sett í það. Í yfirlýsingu Borgunar 8. febrúar 2016 var vísað til þess að Landsbankinn hefði haft aðgang að gagnaherbergi þar sem lágu fyrir upplýsingar um aðild og eignarhald Borgunar í Visa Europe og upplýsingar um valréttarákvæði milli Visa Inc. og Visa Europe. Eftir nánari eftirgrennslan a f hálfu Borgunar hafi komið í ljós að vissulega hafi samningar þess við öll kortafélög verið að finna í gagnaherberginu en starfsmenn stefnanda vísast aðeins haft aðgang að þeim um skamma hríð eftir að þ au komu inn. Starfsmenn Borgunar hafi beitt sér fyri r því að fá upplýsingar um gagnaherbergin og hvaða gögn voru þar inni þegar óskað var fyrst eftir þeim gögnum, tæpu ári eftir að þeim var eytt. Þrátt fyrir að gagnaherbergjunum hefði verið eytt hafi verið hægt að álykta með nokkurri vissu um það hvaða gögn þar var að finna, sbr. gagnalista KPMG. Hins vegar sé ekki unnt að vita með vissu hvenær sérhvert gagn var sett inn. Af hálfu stefndu er þá vísað til þess að í nóvember 2014 hafi lokið takmarkaðri lögfræðilegri og skattalegri áreiðanleikakönnun KPMG á Bor gun. Í yfirliti yfir lykil - samninga Borgunar í áreiðanleikakönnun KPMG sé ekki fjallað neitt um valréttinn milli Visa Europe og Visa Inc. Í umfjöllun um samninga Borgunar við Visa Europe . kaupir Visa um hvort, hvenær eða hve háar greiðslur gætu runnið til Borgunar vegna valréttarins. 12 Þá vísa stefndu til þess að KPMG hafi einnig unnið að verðmati fyrir h ina stefndu kaupendur. Hafi verðmæti Borgunar þar verið reiknað út frá viðurkenndum verðmats - aðferðum. Greindi KPMG sjóðstreymi félagsins og bar Borgun saman við sambærileg félög erlendis. Staðfesti verðmat KPMG fyrir stefnda að verðið er hann bauð í féla gið hafi verið eðlilegt. Hafði aukinheldur ekkert komið fram í áreiðanleikakönnuninni sem benti til annarrar niðurstöðu. Eins og almennt eigi við um verðmöt séu þau háð forsendum og því ekki hægt að segja að verðmatið hafi gefið eina skýra niðurstöðu. Að e ngu leyti hafi þó verið byggt á að möguleg verðmæti fælust í valrétti Visa Inc., enda hafi hvorki KPMG né aðrir séð að sérstök verðmæti fælust í valréttinum. Í tölvupósti 24. nóvember 2014 var stefnanda tilkynnt að stefndu, Ehf. Borgunar og BPS, hefðu samþ ykkt niðurstöður áreiðanleikakönnunar KPMG án athugasemda og þar með væri fullnægt öllum skilyrðum í kauptilboðinu. Sala stefnanda á eignarhlut hans í Borgun var kunngerð í fréttatilkynningu á vefsíðu Landsbankans 25. nóvember 2014. Afhending og greiðsla f yrir hið selda fór síðan fram þann 30. desember 2014. Tengt þessu ber i að geta um það að viðræður og samningagerð á milli stefnanda Landsbankans og Arion banka um sölu á 38% eignarhlut Landsbankans í Valitor H, móðurfélagi Valitors, til Arion banka stóðu y fir frá 24. október 2014 til 15. desember 2014, eða þar til kaupsamningur aðila um hlutina var undirritaður. Kaupverð fyrir hlut stefnanda í Valitor H var peningagreiðsla, 3.600.000.000 króna (stuðull 1,18), en auk þess sömdu samningsaðilar um sérstaka við bótargreiðslu vegna hlutdeildar dótturfélags Valitors H í mögulegum greiðslum ef til þess kæmi að valréttur Visa Inc. og Visa Europe yrði nýttur. Vegna þessa fylgdi kaupsamningi sérstakt samkomulag aðila um viðbótargreiðslu við kaupverð, sem unnið var frá miðjum nóvember 2014, eftir að samningsaðilar höfðu m.a. fundað með og leitað upplýsinga hjá fulltrúum Visa Europe um valrétt Visa Inc. og Visa Europe, til að ganga úr skugga um það hvernig unnt væri að semja um og útfæra sérstaka viðbótargreiðslu vegna an dvirðis valréttarins. Bankaráð stefnanda samþykkti Valitor - viðskiptin 17. desember 2014 og voru hlutirnir afhentir kaupanda 18. desember 2014 gegn greiðslu kaupverðs. Þann 18. desember 2014 tilkynnti stefnandi svo opinberlega að viðskipti hefðu tekist mill i hans og Arion banka um kaup og sölu á 38% hlut í Valitor H. Tilkynningin var jafnframt birt í tilkynningakerfi kauphallarinnar Nasdaq Iceland, á vefsíðu stefnanda og um hana var fjallað í öllum helstu fjölmiðlum á Íslandi. Í tilkynningunni sagði: ankinn hefur selt 38% eignarhlut sinn í Valitor Holding hf. (móðurfélagi Valitor hf.) á 3,6 ma.kr. til Arion banka. Samkvæmt því er allt hlutafé Valitor verðlagt á 9,5 ma.kr. Til viðbótar mun Arion banki greiða Landsbankanum viðbótargreiðslu fái Valitor gr eiðslur frá Visa Europe Ltd. vegna valréttar sem í gildi er milli Visa Europe Ltd. og Visa Inc. í Bandaríkjunum. Væntingar eru um að viðbótargreiðslan gæti numið verulegum hluta af verðmæti hlutafjár Landsbankans í Valitor Holding hf. 13 komi til hennar. Óvis sa er um hver endanleg fjárhæð viðbótargreiðslunnar gæti orðið og hvenær hún yrði greidd, en valrétturinn er ótímabundinn. Það skiptir Landsbankann höfuðmáli að Arion banki er reiðbúinn [sic] að tryggja þessa Varðandi hina mögulegu viðbótargreiðslu, er hafi þannig komið til álita í Valitor - viðskiptunum, en ekki varðandi Borgun, vísa stefndu m.a. til þess að óvissa hafi í öllu falli verið fyrir hendi um það hvort og hvenær af þessum viðskiptum milli Visa Europe og Visa Inc. yrði, hver yrði endanleg fjárhæð viðbótargreiðslunnar og hvenær hún yrði greidd. Í fréttatilkynningu frá stefnanda, dags. 20. janúar 2016, komi fram að það hafi skipt Landsbankann höfuðmáli að Arion banki hafi í Valitor - viðskiptunum verið reið ubúinn til þess að tryggja þessa viðbótarhagsmuni stefnanda til langs tíma. Stefnandi átti í samskiptum við Visa Europe vegna valréttarins, sbr. bréf bankans skilningi Landsbank ans var jafnframt sú að þjónusta sem Landsbankinn hafði keypt af Borgun tengdist Mastercard - kortum en ekki VISA kortum. Upplýsingarnar sem skýrslu Ríkisendurskoðunar 2016 a ð upplýsingarnar er bankinn hafði fengið frá Visa Europe hafi verið takmarkaðar og ekki gefið tilefni til að ætla að Borgun ætti rétt til sambærilegra greiðslna. Stefnandi virðist samkvæmt þessu hafa átt í samskiptum við Visa Europe þar sem valréttur og hu gsanlegt verðmæti hans hafi verið til umfjöllunar. Þá vísa stefndu til þess að sala stefnanda á hlutum sínum í móðurfélagi Valitor og Borgun hafi farið fram samhliða. Í viðskiptunum við Arion banka vegna hlutar stefnanda í Valitor H hafi möguleg hlutdeild Valitors vegna valréttar Visa Inc. og Visa Europe verið metin til verðs með mun nákvæmari hætti en starfsmenn stefnda Borgunar hafi haft nokkrar forsendur til að geta gert um mögulega hlutdeild Borgunar. Starfsmenn Borgunar hafi aldrei átt í samskiptum við Visa Europe vegna valréttar - samningsins ólíkt stefnanda. Þannig hafi stefnandi haft forsendur til að meta verðmæti valréttarins nægilega til að setja fyrirvara í kaupsamninginn um hluti hans í Valitor H, ólíkt stefndu sem hafi enga vitneskju haft um mögu legt verðmæti hans. Stjórnendur Borgunar hafi ekki haft vitneskju um að verðmæti lægju í valréttinum fyrir Borgun. Stuttu síðar hafi farið fram uppgjör viðskipta stefnanda og stefndu um 31,2% hlut í Borgun, með því að stefnandi afhenti hluti sína í réttum hlutföllum til hvors kaupanda um sig með útgáfu afsala gegn greiðslu kaupverðsins, alls að fjárhæð 2.184.000.000 króna. Stefndu hafi þá ekki minnst neitt á valrétt Borgunar, þrátt fyrir framangreinda tilkynningu stefnanda sem birt hafi verið tólf dögum fyr r, þar sem stefnandi hafi lagt sérstaka áherslu á það að tryggja slíka viðbótarhagsmuni í sambærilegum viðskiptum. Í mars 2015 hafi gagnaherbergjum sem opnuð voru í tengslum við samningaviðræður 14 um sölu á eignarhlut stefnanda verið lokað og gögnum sem þar var að finna eytt að beiðni Borgunar. Forsvarsmenn Azazo hf. hafi upplýst að ekki séu til afrit af þeim. Stefnandi vísi einnig til þess að í fréttagreinum í erlendum fjölmiðlum hafi áður verið fjallað um mögulega nýtingu Visa Europe á sölurétti sínum og af leiðingar sem það kynni að hafa fyrir Visa Inc. Greinar hafi birst þegar vorið 2013. Þar hafi t.a.m. verið greint frá að til stæði að ræða nýtingu söluréttarins á stjórnarfundi Visa Europe. Samkvæmt því hafi verðmæti Visa Europe verið áætlað á bilinu 3 11 milljarðar Bandaríkjadala. Það hafi þá komið fram að stærstu hluthafar Visa Europe þrýstu á að sölurétturinn yrði nýttur. Af hálfu stefndu sé hins vegar vísað til þess að nokkrar fréttir hafi verið birtar í mars 2013 á erlendum fréttaveitum þar sem fjallað hafi verið um valrétt Visa Inc. og Visa Europe. Fréttaflutningurinn beri með sér að heildarverðmæti valréttarins hafi þótt mjög óljóst, þar sem fram komi að Visa Inc. gæti þurft að greiða milljarða dollara til að kaupa Visa Europe og að sérfræðingar er þe kki til málsins meti það svo að samningurinn gæti kostað Visa Inc. 3 til 11 milljarða. Eftir fréttaflutninginn í mars 2013 hafi verið lítið um fréttir af valrétti Visa Inc. og Visa Europe þar til um mitt ár 2015, er sjáist t.d. af yfirliti yfir fréttir ten gdar Visa á fréttaveitunni Bloomberg. Í júlí 2015 hafi svo stefndu Ehf. Borgun og BPS átt í viðskiptum sín á milli með hluti í Borgun, þ á liðnir voru átta mánuðir frá téðum viðskiptum stefnanda og stefndu. Stefndi BPS seldi þá 3,85% hlut í Borgun til stefn da Ehf. Borgunar. Í þeim viðskiptum hafi aðilar miðað við að heildarvirði Borgunar væri um 11 milljarðar króna, og kaup - verðið því verið 57% hærra en í viðskiptum stefnanda og stefndu átta mánuðum áður, og sé þá ekki tekið tillit til 800 milljóna króna ar ðgreiðslu úr félaginu á tímabilinu. Frá uppgjöri viðskiptanna með eignarhlutinn í Borgun hafi ekki liðið á löngu þar til fréttatilkynning birtist á vefsíðu Visa Inc., eða 2. nóvember 2015, um að Visa Inc. og Visa Europe hefðu náð samkomulagi um nýtingu sö luréttar samkvæmt valréttar - samningnum frá 2007, þannig að Visa Inc. tæki yfir Visa Europe með kaupum á öllu hlutafé í síðarnefnda félaginu. Á grundvelli aðildar sinnar að Visa Europe og stöðu sem hluthafa hafi aðildarfélög þess átt rétt til hlutdeildar í greiðslum Visa Inc. í kjölfar kaupanna á grundvelli söluréttarins. Með bréfi Visa Europe, 21. desember 2015, eða um það leyti, voru stóru íslensku kortafyrirtækin, Borgun þar á meðal, því upplýst um andvirði hlutdeildar þeirra í greiðslum fyrir hluti í Visa Europe, það er verðmæti þeirra fjármuna sem koma áttu í hlut þeirra vegna nýtingar valréttarins. Eftir að yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe var gerð opinber og nýting söluréttar á gr unni valréttarsamningsins frá árinu 2007 var orðin ljós varð sala stefnanda á eignarhlutnum í Borgun og ágreiningur þessa máls að umfjöllunarefni fjölmiðla. Fyrst þá kveðst stefnandi hafa fengið vitneskju um að Borgun hafi átt tilkall til greiðslna á grund velli valréttarins. Stefndu vísa til þess að fyrstu samskipti Visa Europe við Borgun vegna valréttarins hafi verið 2. nóvember 2015, en þá barst Borgun tölvupóstur. Það var 15 sama dag og tilkynnt var opinberlega að tekin hefði verið ákvörðun um að Visa Inc. myndi taka yfir Visa Europe. Þann 23. nóvember 2015 barst svo tölvupóstur um það hvernig söluverðinu yrði dreift til aðildarfélaga og næstu skref og óskað var eftir því að tilnefndur yrði tengiliður innan Borgunar. Af fundargerð stjórnarfundar Borgunar 23. nóvember 2015 megi ráða að stjórnin hafi þá ekki gert sér grein fyrir hvaða þýðingu það hefði fyrir félagið að Visa Europe sameinaðist Visa Inc. Tölvupóstur hafði borist frá Visa Europe um yfirtöku Visa Inc. á félaginu og vegna hans verið ope er að sameinast Visa International. Óljóst er hvaða breytingar sú rædd á stjórnarfundi. Þann 18. desember 2015 hafi svo borist tilkynning um að lokabréf myndi beras t fljótt til tengiliðarins. Upplýsingar um greiðslur vegna valréttarins hafi síðan borist 22. desember 2015 og hafi það verið í fyrsta skipti sem Borgun hafi haft upplýsingar um mögulega fjárhæð greiðslna. Eftir að nýting valréttarins hafði verið tilkynnt hafi þó enn þurft að afla samþykkis viðeigandi yfirvalda, þ. á m. Framkvæmdastjórnar ESB. Það fékkst 3. júní 2016 og þá hafi endanlega orðið ljóst að það yrði af nýtingu valréttarins. Í janúar 2016 hafi verið greint frá því í fjölmiðlum að salan á Visa Eur ope gæti fært Valitor og Borgun á annan tug milljarða króna. Þá hafi Borgun einnig staðfest við fjölmiðla að félagið fengi um 7 milljarða króna, og stefnandi hefði fengið 6 8% af hlutdeild Borgunar í söluandvirði Visa Europe, hefði hann gert fyrirvara um v iðbót - argreiðslu vegna nýtingu valréttar Visa Inc. og Visa Europe við sölu á hlutum í Borgun. Fjölmiðlar hafi þá greint frá því að Borgun myndi fá allt að 9 milljarða króna. Viðskiptin með hlut Landsbankans í Borgun hafi síðan komið til kasta stjórnvalda og eftirlitsaðila. Þannig hóf FME athugun á verklagi og viðskiptaháttum stefnanda við sölu á eignarhlutnum í Borgun 29. janúar 2016. Hafi FME m.a. komist að þeirri verðmyndandi l - viðskiptunum. Að mati FME hafi stjórnendur Borgunar og eða tilboðsgjafar átt að upplýsa stefnanda í kynningum um tilkall til greiðslna vegna mögulegrar nýtingar valréttarins. Jafnvel þótt stefnandi hefði vitað eða mátt vita um tölvupóst, 18. mars 2016, þar sem var að finna í viðhengi gögn er að mati FME hefðu haft áhrif á eða getað ha ft áhrif á mat á eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum stefnanda við sölu á umræddum eignarhlut bankans í Borgun. Meðal þeirra gagna var aðildarsamningur Borgunar að Visa Europe en hann hafði stefnandi ekki áður fengið. Með bréfi til Borgunar 5. febrúar 2016 hafi stefnandi m.a. óskað upplýsinga um það hvort legið hefðu fyrir upplýsingar hjá Borgun eða stjórnendum félagsins um mögulegan rétt þess til greiðslna á grunni valréttarins, hví stefnandi hefði ekki verið 16 upplýstur um mögulegar greiðslur vegna val réttar við kynningar og þá loks hvaða fjárhæðir myndu koma í hlut Borgunar vegna yfirtöku á grunni valréttarsamnings ins . Borgun gaf út yfirlýsingu 8. febrúar 2016 þar sem m.a. kom fram að Borgun hefði ekki búið yfir upplýsingum um hvort, hvenær eða á h vaða verði Visa Europe yrði selt á grundvelli valréttarins frá árinu 2007. Í yfirlýsingunni neituðu forsvarsmenn Borgunar því hins vegar ekki að hafa vitað af valréttinum og þeim fjárhagslegu hagsmunum sem Borgun hefði af nýtingu hans. Kemur fram í yfirlýs ingunni að í síðara gagnaherberginu hafi legið fyrir upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði milli Visa Inc. og Visa Europe. Stjórnarformaður og forstjóri Borgunar gáfu formleg svör við erindi og spu rningum stefnanda með svarbréfi 9. febrúar 2016. Þar kom m.a. fram að Borgun Europe. Að s koma að kortaviðskiptum er vel kunnugt, forsenda þess að Borgun geti sinnt þeim haft fulla vitneskju u m valréttinn en ekki talið sig hafa haft ástæðu til að ætla, hvorki á kynningarfundum með stefnanda né síðar, að stefnandi væri grandlaus um hann. Í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2015, er lagður var fyrir aðalfund félagsins 18. mars 2016, kom fram það m at stjórnenda Borgunar að gangvirði eignarhlutar félagsins í Visa Europe hefði verið 5,4 milljarðar króna í árslok 2015. Í sama ársreikningi kom fram að endanlegt endurgjald vegna sölu eignarhlutarins í Visa Europe kynni að verða hærra en framangreind fjár hæð. Jafnframt kom þar fram að Borgun hefði áður fært eignarhlut sinn í Visa Europe á kostnaðarverði, eða sem næmi 10 evrum. Í skýringu nr. 12 í ársreikningi Borgunar eru færð fram þau rök fyrir því að eignarhluturinn hafi áður verið færður á kostnaðarverð Lögmenn stefnanda Landsbankans sendu fyrir hönd bankans hverjum og einum í hópi stefndu bréf, dags. 15. nóvember 2016, þar sem krafist var viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna viðskiptanna með eignarhlutinn í Borgun. Krafist var svara við erindinu og við urkenningar á skaðabótaskyldu eigi síðar en 29. nóvember 2016. Ríkisendurskoðun gaf svo út skýrslu 21. nóvember 2016, um eignasölu stefnanda árin 2010 2016, þar sem m.a. er að finna umfjöllun um söluna á hlut stefnanda í Borgun. Þar er getið athugasemda s tjórnenda Borgunar við drög að þeim hluta skýrslunnar er þeir höfðu fengið til umsagnar. Eru stjórnendurnir sagðir hafa vakið sérstaka athygli á því að félaginu hefðu ekki borist neinar upplýsingar frá Visa Europe sem gefið hefðu til kynna væntan hagnað þe ss. Þá er í skýrslunni bein tilvitnun í bréf tíma er Borgun barst tilkynning um greiðslu (desember 2015) vegna sölu Visa Europe 17 Ltd. höfðu engin samskipti verið við fulltrú a Visa Europe Ltd. um söluna eða Lögmaður stefndu Borgunar og Hauks Oddssonar svaraði kröfubréfum stefnanda til þessara stefndu sameiginlega í bréfi, dags. 29. nóvember 2016, þar sem fram kom að þessir stefndu könnuðus t ekki við að hafa átt hlut að neinni athöfn sem gæti talist grundvöllur skaðabótaskyldu. Fyrir hönd stefnda BPS mótmælti lögmaður þess því í bréfi, dags. 29. nóvember 2016, að nokkrar forsendur gætu verið fyrir ætlaðri bóta - skyldu stefnda BPS vegna viðsk iptanna. Í bréfi lögmanns stefnda Ehf. Borgunar, dags. 29. nóvember 2016, kom fram að stefndi Ehf. Borgun hafnaði því með öllu að félagið hefði með nokkrum hætti valdið stefnanda tjóni með háttsemi sinni eða athafnaleysi. Af svörum og skýringum forsvarsman na Borgunar í kjölfar nýtingar valréttarins telur stefnandi ljóst að kaupendahópurinn hafi búið yfir meiri og betri upplýsingum um réttindi félagsins vegna valréttar Visa Europe og Visa Inc., og þar með um verðmæti Borgunar, sem ekki hafi verið látnar stef nanda í té. Þar sem stefnandi hafi ekki talið frekari skýringa að vænta frá forsvarsmönnum Borgunar hafi hann ákveðið að höfða mál þetta til viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu. Af hálfu stefndu er vísað til þess að Borgun hafi aldrei farið dult með a ðild sína að Visa Europe, eins og fram komi í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Á enskri útgáfu heimasíðu félagsins (www.borgun.com) hafi eftirfarandi klausa eða tilbrigði hennar d and regulated by the Icelandic Financial Supervisory Authority as a credit institution and daginn áður en Landsbankanum hafi borist upphaflegt tilboð í eignarhlutinn í Borgun , Sambærileg klausa hafi þó ekki verið á íslensku vefsíðunni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram a ð Valitor hafi á sama hátt eingöngu kynnt aðild sína að Visa Europe á enskri heimasíðu sinni. Þá vekja stefndu athygli á því að Landsbankinn hf. hafi verið stærsti útgefandi VISA - korta á Íslandi í um 30 ár. Eins og fram komi í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans hafi Borgun ítrekað boðið stefnanda útgáfuþjónustu fyrir VISA - kort áður en bankinn seldi hlut sinn í félaginu. Í mars 2014 hafi stefnandi t.d. sent Borgun og Valitor fýsileikakönnun þar sem óskað hafi verið eftir því að veittar yrðu upplýsingar um verð og þjónustu vegna útgáfu og vinnsluþjónustu fyrir greiðslukort stefnanda. Í kjölfarið hafi stefndi Borgun gert stefnanda tilboð vegna útgáfu - og vinnsluþjónustu fyrir greiðslukort 15. apríl 2014. Í þessari könnun hafi Landsbankinn sett þau skilyrði að bjóðandi (Borgun og Valitor) hefði aðalleyfi, þ.e. 18 Borgunar hafi þess sérstaklega verið getið að við gerð tilboðsskrár vegna VISA - korta til þess að þegar talað er um MasterCard eða önnur MasterCard hugtök Borgun annist útgáfuþjónustu vegna MasterCard - , Maestro - og American Express - korta og bjóði færsluhi rðingu vegna American Express, Diners Card, Discover Card, JCB, Maestro, MasterCard, UnionPay, VISA og VISA Electron og sé eini færsluhirðir landsins er bjóði heildarlausn í færsluhirðingu. Í tilboðinu sé tekið fram að möguleiki sé á útgáfu VISA - korta, sbr . tilboðsins og vill taka fram að útgáfa á MasterCard eða VISA kortum hefur engin áhrif Þá sé viðauki við kaupsamning Landsb ankans við Arion - banka um hluti í Valitor H um viðbótargreiðslur kaupverðs vegna valréttarins ítarlegur. Í viðaukanum komi valréttinn, miðað við stöðuna við undirritun sa febrúar 2016 komi fram af hálfu þáverandi bankastjóra Landsbankans að bankinn hafi á hann er spurður hvernig grundvöllur til að semja um viðbó targreiðslu við kaupverð vegna sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið kannaður. Sé því ljóst að fyrir sölu á hlutum í Borgun og Valitor hafi stefnandi kannað vel valréttinn milli Visa Inc. og Visa Europe. Frá því að stefnandi seldi hluti sína í Borgu n hafi, sem fyrr segir, átt sér stað nokkrar sölur á hlutum í félaginu. Fyrirvari þess efnis sem rataði inn í Valitor - samninginn um verðmæti valréttarins sé ekki að finna í neinum þeirra samninga. Arion banki seldi t.d. 0,32% hlut í Borgun um svipað leyti og á svipuðu verði og Landsbankinn hafði gert í viðskiptum við stefndu BPS og Ehf. Borgun og enginn fyrirvari verið gerður þar um verðmæti tengd valréttinum. Þá hafi stefndi BPS selt 3,85% hlut í Borgun til stefnda Ehf. Borgunar í júlí 2015. Stefndu telji hækkun kaupverðsins eðlilega. Þegar tilboð hafi verið gert í hlutafé stefnanda í Borgun í mars 2014 hafi nýjustu fjárhagsupplýsingar um stöðu Borgunar verið í ársreikningi 2013. Engin breyting hafi verið gerð á tilboðsverðinu frá þeim tíma og þar til kaups amningur hafi verið endanlega undirritaður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram að upplýsingar sem fram hafi komið síðar á árinu 2014 hafi engin áhrif haft á mat bankans á verðmæti Borgunar. Ekki hafi komið fram hvaða stærðir úr ársreikningum hafi verið notaðar af hálfu stefnanda til að meta verðmæti Borgunar og Valitor. Á vef stefnanda hafi verið birtar greiningar þar sem einkum sé lögð áhersla á heildarvirði fyrirtækjanna í hlutfalli við eigið fé þeirra. Sú hækkun er átt hafi sér stað á verðmati félags ins á þeim tíma, umfram það se m komi fram í bókfærðu eigin fé þess , eigi sér að mati stefndu skýringar í öðrum þáttum reksturs. Borgun hafi aukið starfsemi sína erlendis sem að mati stjórnenda hafi aukið 19 verðmæti félagsins. Megi nefna það er fram komi í sk ýrslu Landsbankans til Alþingis um að mörg félög í íslensku kauphöllinni hafi hækkað um meira en 50% á rúmlega ári sem erfitt var að sjá fyrir að myndi gerast. Hlutir stjórnenda Borgunar í félaginu hafi s íðan minnkað við umrædd viðskipti milli stefndu BPS og Ehf. Borgunar. Engir fyrirvarar hafi verið gerðir í samningi þeirra vegna hugsanlegs verðmætis valréttarins enda hafi hvorugum aðila hans þá verið ljóst hvort og þá hvenær hann yrði nýttur. Stjórnendur Borgunar hafi þannig engar forsendur haft til að me ta valréttinn til verðs. Í ágúst 2015 hafi breska félagið UPG lýst áhuga á að festa kaup á öllu hlutafé í Borgun. Stjórn Borgunar hafi borist nýtt tilboð í október sama ár að fjárhæð 75 milljónir sterlingspunda, en tilboðið verið endurnýjað síðar, bæði í n óvember og desember s.á. Aldrei hafi þá verið rætt um valrétt Visa Inc. og Visa Europe og hugsanleg verðmæti tengd þeim rétti, hvorki í umfjöllun um tilboðið innan Borgunar né í viðræðum við UPG. Stjórnendur Borgunar hafi ekkert gert til að tryggja rétt si nn sérstaklega vegna mögulegrar nýtingar valréttarins í tengslum við hugsanleg kaup UPG enda hafi þeir ekki haft vitneskju um þýðingu þess ef Visa Europe sameinaðist Visa Inc. Í framhaldi af tilboði UPG fól stjórn Borgunar KPMG að gera verðmat á Borgun. Ve rðmatið var kynnt á stjórnarfundi Borgunar í desember 2015, þ.e. nokkrum dögum áður en Borgun bárust fréttir af væntanlegri greiðslu vegna valréttarins. Hvorki var minnst á valréttinn í verðmati KPMG né heldur í kynningum tengdum því. Í fundargerð frá hlut hafafundi Borgunar, 19. janúar 2016, komi fram um umrætt rúmum mánuði áður en verðmatið var kynnt. Nokkru eftir sölu Landsbankans á hlutum hans í Borgun var bankinn gagnrýndur m.a. fyrir það að hafa selt hluti sína í Borgun og Valitor í lokuðu söluferli. Á aðalfundi Landsbankans , 18. mars 2015 , fjallaði þáverandi stjórnarformaður bankans um þe tta og viðurkenndi að m.a. formsins og ásýndarinnar vegna hefði verið betra ef salan hefði farið fram í opnu ferli. Upphaflega hafi gagnrýni á bankann vegna sölunnar því aðal - lega beinst að því að hlutur bankans hefði verið seldur í lokuðu söluferli. Ef tir að verðmæti valréttarins hafi orðið kunnugt hafi gagnrýnin á bankann aukist og það hafi í kjölfarið leitt til viðbragða við þeirri gagnrýni. Ítarlega sé fjallað um þessa afstöðu stefnanda í skýrslu hans til Alþingis, dags. 26. janúar 2016. En þar komi m.a. fram að hans í Borgun. Þetta hafi ítrekað komið fram opinberlega af hálfu bankans sbr. upplýsingasíðu hans frá 25. janúar 2016. Vísa stefndu til þess að í lok árs 2015 hafi skýrst hvaða fjárhæða aði ldarfélög hafi mátt vænta vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þann 20. janúar 2016 hafi birst frétt á heimasíðu stefnanda þar sem segi að samkvæmt upplýsingum sem bankinn hafi Visa - 20 Europe koma á óvart en óhætt er að fullyrða að flestir gerðu ráð fyrir lægri fjá rhæð. Landsbankinn fær töluverðar greiðslur til sín vegna hlutarins í Valitor og bankinn hefur einnig ávaxtað vel fjármuni sem fengust með sölunni á Borgun og Valitor á því Þ á komi þar e innig fram að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu stefnanda á hlutabréfum í Borgun þar sem engin Visa - kortaviðskipti hafi verið milli fyrirtækjanna. Þessi ályktun bankans komi einnig fram í fyrrnefndu bréfi hans til Bankasýslu ríkisins, dags. 11. febrúar að þjónusta sem Landsbankinn hafði keypt af Borgun tengdist Mastercard - kortum en ekki VISA - frétt frá 21. janúar 2016 sé síðan eftirfarandi haft eftir þáverandi höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku Af hálfu stefnanda hafi þá komið fram að þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum hafi verið aðalástæða þess að hann hafi ákveðið að selja hlut sinn í Borgun og Valitor. Í tilefni þessara skýringa stefnanda hafi SE tekið fr am að engin tímamörk eða önnur bindandi skilyrði hefðu verið sett af hálfu þess varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhlutanna. Sala stefnanda á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar hafi því að mati stefndu alfarið verið á forræði og ábyrgð Lan dsbankans. Bankasýsla ríkisins hafi tekið hið sama fram í bréfi sínu til Landsbankans, dags. 11. mars 2016. Bankasýsla ríkisins hafi sent stefnanda bréf 26. janúar 2016 og óskað upplýsinga. Bankasýslan hafi talið að verklagi stefnanda við samningsgerð við sölu á hlut bankans í Borgun hf. hefði verið áfátt. Í bréfi Bankasýslunar til Landsbankans, 11. mars 2016, segi að stofnunin telji engin haldbær rök hafa komið fram fyrir því að Landsbankinn hafi ekki gert sömu fyrirvara vegna sölunnar á Borgun og við sölu na á Valitor. Sé ljóst að stofnunin fallist ekki á skýringar stefnanda, sbr. bréf hans til Bankasýslunnar, dags. 11. febrúar 2016. Stefnandi hafi sent Bankasýslunni bréf 18. maí 2016 með frekari svörum. Þann 15. ágúst 2016 hafi Bankasýslan birt skýrslu til fjármála - og efnahags - ráðuneytisins, en að mati stofnunarinnar breyttu þau viðbótargögn sem henni bárust ekki sjónarmiðum stofnunarinnar sem komu fram í bréfi hennar frá 11. febrúar 2016. Meginniðurstaða af athugun FME er birtist í gagnsæistilkynningu, dags. 31. mars 2016, sé sú að verklagi stefnanda við umrædda sölu hafi verið áfátt. Í bréfi FME til bankanum kunnug á meðan hann stóð í viðræðum um sölu á eignarhlut sín um í Borgun. Þá verður jafnframt ráðið af þeirri ákvörðun Landsbankans að setja fyrirvara 21 um viðbótargreiðslur í samning um söluna á Valitor, að bankinn lagði á þeim tíma einhvers konar mat á líkur á því að valrétturinn yrði nýttur þannig að réttur til gre iðslna n hefði ekki verið kynnt sérstaklega fyrir Landsbankanum í söluferli Borgunar hafi fyrirliggjandi upplýsingar gefið bankanum ríkt tilefni til að kanna hvort Borgun gæti Í skýrsl u Ríkisendurskoðunar, dags. 24. nóvember 2016, sé loks fjallað ítarlega um umræður innan stefnanda um viðskipti með greiðslukort. Í fundargerð bankaráðs Landsbankans frá 17. janúar 2013 komi fram að tveir starfsmenn bankans hafi upplýst bankaráðið um mögul eg áhrif gagnkvæms valréttar Visa Inc. og Visa Europe fyrir bankann og um mögulega hlutdeild Valitors. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segi um valrétt Visa Inc. og Visa Europe og g erði sér grein fyrir að hann innihélt mögulega mikil verðmæti, jafnvel 2 ma.kr. hagnað fyrir Landsbankann vegna eignarhlutar síns í Valitor. Um leið vekur athygli að Borgunar var ekki getið í þessu sambandi þótt fyrirtækið sinnti færsluhirðingu vegna Visa. Með tilliti til þess að söluferli eignarhluta bankans í Valitor og Borgun hófst ekki fyrr en rúmu ári síðar, þ.e. í mars 2014, hafði Landsbankinn þó nægan tíma til að kynna sér þær grunnforsendur sem starfsemi Borgunar byggði á ef hann hafði ekki vitneskj Þá geri Ríkisendurskoðun athugasemd við það að Landsbankinn hafi einungis ætlað kaupendum að vinna laga - og tæknilega áreiðanleikakönnun þó að miklir hagsmunir hafi verið í húfi fyrir bankann. Vísi Ríkisendurskoðun til þess að ste fnandi hafi haft innan sinna vébanda fjölmarga sérfræðinga í viðskiptum með fyrirtæki sem og á sviði greiðslukortamála og auk þess getað fengið utanaðkomandi sérfræðinga til að annast slíkar kannanir fyrir sig. Stefndu hafi enga vitneskju haft um það að st efnandi ætlaði sér ekki að gera laga - og tæknilega áreiðanleikakönnun. Ríkisendurskoðun komist síðan að því að miðað við athuganir hennar hnígi ýmis rök til að álykta megi sem svo að stefnandi hafi mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe. Þá s með aðilum sem sinna greiðslukortaviðskiptum virðist það a.m.k. hafa verið á margra vitorði að félög geti ekki stundað færsluhirðingu vegna tiltekinna greiðslukorta nema vera aðili að þeirri kort fram í svari stefnanda til Ríkisendurskoðunar þar sem fram komi að innan stefnanda hafi verið vitneskja um að stefndi Borgun hefði lengi verið í viðskiptum við Visa vegna færsluhirðingar. Þá megi nef na að fram komi að þáverandi bankastjóri Landsbankans hafi fallist á það á fundum með Ríkisendurskoðun að bankinn hefði 22 látið undir höfuð leggjast að spyrja um aðild Borgunar að Visa Europe. Þetta hafi hann skýrt með því að sú þjónusta sem Landsbankinn key pti af Borgun tengdist MasterCard - kortum en ekki VISA - kortum. Í vikunni eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt hafi þáverandi bankastjóri Landsbankans síðan sagt af sér. Eftir að niðurstöður kannana opinberra yfirvalda hafi verið birtar hafi yfirlýsi ngar stefnanda svo breyst frá því sem áður hafði verið. Hafi sú þróun endað með þessari málshöfðun þar sem málatilbúnaðurinn gangi að flestu leyti gegn fyrri yfirlýsingum stefnanda. Að þessu virtu taki stefndu til varna og krefjist sýknu. Málsástæður og l agarök stefnanda Stefnandi geri hér kröfu um að viðurkennd verði skaðabótaskylda allra stefndu gagnvart stefnanda. Stefnandi byggi dómkröfur sínar m.a. á samningsskuldbindingum stefndu, reglum um vinnuveitendaábyrgð og á sakarreglu skaðabótaréttarins. Stef nandi telji bótaskyldu stefndu leiða af því að þeir hafi ekki látið stefnanda í té upplýsingar sem þeir hafi búið yfir um það að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, en þ á m. hafi verið möguleg hlutdeild í söluandvirði Visa Europ e við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe. Stefndi Borgun sé óskráð félag, þ.e. ekki skráð á skipulegum verðbréfamarkaði. Að gættu því sem fram komi í opinberum fjárhagsupplýsingum hafi stefnandi, í samræmi við viðtekin sjónarmi ð í verðmatsfræðum, byggt verðmat sitt í grunninn á opinberum fjárhagsupplýsingum og rekstraráætlunum stjórnenda Borgunar. Þær hafi stefnandi lagað að ólíkum sviðsmyndum um framtíðarrekstur félagsins. Verðmat stefnanda á stefnda Borgun hafi verið unnið út frá opinberum fjárhagsupplýsingum, upplýsingum er fram hafi komið í kynningum stjórnenda á félaginu seinni hluta ágúst 2014 og þeim gögnum er lögð hafi verið fram í tengslum við stjórnendakynningarnar. Þar sem stefnandi hafi verið minnihlutaeigandi í Borgu n og ekki átt fulltrúa í stjórn félagsins hafi hann þurft að geta treyst upplýsingum sem kaupendur, stefndi Borgun og stjórnendur Borgunar hafi látið honum í té þegar hann tók afstöðu til tilboða stefndu í eignarhlutinn í Borgun og við uppgjör viðskiptanna síðar. Í þessu hafi falist að afhenda hafi borið stefnanda fullnægjandi og réttar upplýsingar, jafnt um afkomu af venjulegum rekstri sem og um önnur verðmæti í eigu félagsins. Stefndu hafi verið kunnugt um að stefnandi hafi borið slíkt traust til upplýsin ga sem honum hafi verið afhentar. Í kauptilboði stefndu Ehf. Borgunar og BPS frá 24. október 2014 sé því sérstaklega lýst yfir af hálfu stefndu að í þeirra hópi séu rekstri f hafi jafnframt tekið til tilvistar fyrrnefnds valréttar, sbr. einnig bréf stefnda Borgunar til stefnanda, dags. 9. febrúar 2016. Þrátt fyrir það hafi í kynningum stjórnenda 23 Bo rgunar í engu verið vikið að því að Borgun ætti hlutafé í Visa Europe, eða tilkall til endurgjalds kæmi til þess að valréttur í samningi Visa Europe og Visa Inc. yrði nýttur. Kynningarnar hafi haldið Haukur Oddsson, sem framkvæmdastjóri Borgunar, Sigurður Guðmundsson, yfirmaður alþjóðasviðs, Steen Henriksen, yfirmaður áhættu - stýringar og Jón Egilsson, yfirmaður upplýsingatækni. Háttsemi þeirra í viðskiptunum hafi verið saknæm og ólögmæt, og í slíkum tengslum við störf þeirra hjá félaginu að Borgun beri ábyrgð á háttsemi stjórnendanna á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar. Uppgjör vegna viðskipta stefnanda og stefndu Ehf. Borgunar og BPS með hlutinn í Borgun hafi farið fram 30. des ember 2014, tólf dögum eftir opinbera tilkynningu stefnanda um að stefnandi hefði samið um viðbótargreiðslur vegna valréttarins í viðskiptum við Arion banka vegna Valitors. Áður en BPS og Ehf. Borgun hafi fengið afsalað til sín hlutum stefnanda í Borgun ha fi þeim og öðrum stefndu þ ví orðið ljóst, - hlut í sambærilegu félagi og Borgun að tryggja viðbótarhagsmuni vegna væntinga um að viðbótargreiðslan gæti orðið umtalsverð, s vo vitnað sé til opinberrar tilkynningar stefnanda um Valitor - viðskiptin. Stefndu virðast einnig hafa álitið upplýsingar um valréttinn mikilvægar enda hafi þeir lagt þær inn í seinna gagnaherbergið fyrir kaupendur, eins og Borgun segist hafa gert í yfirlýs ingu frá 8. febrúar 2016. Eins og ráða megi af samkomulagi stefnanda við Arion banka um kaup og sölu 38% hlutar stefnanda í Valitor hafi það verið veruleg forsenda af hálfu stefnanda fyrir því að selja hlutinn í Borgun, með þeim skilmálum sem gert hafi ver ið, að Borgun ætti ekki tilkall til hlutdeildar í söluandvirði Visa Europe. Sú forsenda hafi brostið þegar stefnanda hafi síðan orðið ljóst að Borgun vænti greiðslna á grundvelli valréttarins. Stefnandi telji háttsemi hvers og eins stefndu bæði saknæma og ólögmæta, þannig að leiði til skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda, með þeim hætti sem hér nánar greinir: a) Stefndi BPS hafi ekki látið stefnanda í té upplýsingar um hugsanlegt tilkall Borgunar til verulegra fjármuna vegna valréttarins og hafi hagnýtt sér þ að að stefnandi hafi ekki búið yfir þeim upplýsingum. Með háttsemi sinni hafi stefndi BPS vanrækt samningsskuldbindingar sínar svo varði skaðabótaskyldu innan samninga. Þá hafi háttsemi þessa stefnda jafnframt farið í bága við skráðar og óskráðar hátternis reglur, svo að leiði til skaðabótaskyldu utan samninga. b) Stefndi Ehf. Borgun hafi ekki látið stefnanda í té upplýsingar um hugsanlegt tilkall Borgunar til verulegra fjármuna vegna valréttarins og hafi hagnýtt sér að stefnandi hafi ekki búið yfir þeim upp lýsingum. Með háttsemi sinni hafi þessi stefndi vanrækt samningsskuldbindingar sínar svo varði skaðabótaskyldu innan samninga. Þá hafi háttsemi stefnda jafnframt farið í bága við skráðar og óskráðar hátternisreglur, svo að leiði til skaðabótaskyldu utan sa mninga. 24 c) Stefndi Borgun beri skaðabótaskyldu utan samninga gagnvart stefnanda vegna ófullnægjandi reikningsskila enda hafi í ársreikningi stefnda fyrir árið 2013, sem verðmat stefnanda hafi m.a. byggst á, í engu verið greint frá mati, færslu og upplýsing um um eignarhlut stefnda í Visa Europe eða frá valrétti um kaup og sölu á eignarhlut þessa stefnda í Visa Europe til Visa Inc. Þá beri stefndi Borgun ábyrgð vinnuveitanda á þætti stjórnenda og starfsmanna félagsins í ólögmætri háttsemi. Loks beri þessi ste fndi skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda hafi reikningsskil og bókhald hans brotið í bága við lög um ársreikninga nr. 3/2006 og lög um bókhald nr. 145/1994. d) Stefndi Haukur Oddsson hafi, sem forstjóri stefnda Borgunar, átt verulegan þátt í ófullnægjandi u pplýsingagjöf til stefnanda, þar sem í engu hafi verið getið um hugsanlegt tilkall Borgunar til verulegra fjármuna vegna valréttarins, en það fari í bága við skráðar og óskráðar hátternisreglur. Þá beri sá stefndi jafnframt ábyrgð á því hafi reikningsskil og bókhald stefnda Borgunar brotið í bága við lög um ársreikninga nr. 3/2006 og lög um bókhald nr. 145/1994. Vegna þessa beri stefndi Haukur Oddsson skaðabótaábyrgð utan samninga gagnvart stefnanda. Með háttsemi sinni og aðkomu að atvikum málsins hafi stefndu sameiginlega orsakað það tjón sem stefnandi hafi orðið fyrir með því að stefnandi hafi ekki fengið notið réttmæts hagnaðar af sölu eignarhlutar síns í Borgun. Öllum stefndu, BPS, Ehf. Borgun, Bor gun og Hauki Oddssyni, sé því stefnt in solidum til viðurkenningar á óskiptri skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda á grunni eftirgreindra málsástæðna. Stefndu, þá aðallega stefndu BPS og Ehf. Borgun, hafi bakað sér skaðabótaskyldu innan samninga gagnvart ste fnanda með að brjóta gegn skuldbindingum sem þeir hafi tekist á herðar í viðskiptunum með eignarhlutinn í Borgun. Sú háttsemi þeirra hafi jafnframt stangast á við meginreglu um trúnaðar - og tillitsskyldu í viðskiptasambandi. Í B - lið viljayfirlýsingar frá 2 3. júlí 2014, er stefnandi og stefndu hafi gert með sér, komi fram að aðilar muni óska eftir afhendingu nauðsynlegra fjárhagsupplýsinga um Borgun ásamt öðrum þeim upplýsingum sem þýðingu hafi um rekstur félagsins til að leggja mat á virði hluta í félaginu. Jafnframt komi fram að aðilar skuli hafa aðgang að sömu upplýsingum um félagið og standa sameiginlega að öflun þeirra. Sama skyldi gilda um viðbótarupplýsingar kæmi til afhendingar þeirra, sem og aðgang að stjórnarmönnum félagsins. Gegn þessu ákvæði hafi stefndu BPS og Ehf. Borgun brotið svo varði skaðabótaskyldu. Stefndu hafi lýst því yfir að þeir byggju yfir þekkingu á öllu er viðkæmi eignum, skuldum og rekstri félagsins. Þeirri þekkingu hafi stefndu verið skylt að deila með stefnanda með vísan til vilja yfirlýsingarinnar frá 23. júlí 2014. Það hafi þeir ekki gert og sú vanræksla baki þeim því skaðabótaskyldu. Sú háttsemi stefndu að láta stefnanda ekki í té upplýsingar um hugsanlegt tilkall Borgunar á grunni valréttarins hafi stangast á við skráðar og óskr áðar hátternisreglur. Háttsemin hafi af þeim sökum verið bæði saknæm og ólögmæt og hafi valdið stefnda 25 fjártjóni sem sé bótaskylt. Beint orsakasamband sé þannig milli saknæmrar og ólögmætar hegðunar stefndu og tjónsins sem háttsemin hafi valdið stefnanda. Skuli nú vikið að þeim hátternisreglum sem stefnandi telji hér helst koma til álita: Reikningsskilum stefnda Borgunar hafi verið ábótavant á þeim tíma sem máli skiptir vegna þess að í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki verið greint frá mati, f ærslu eða öðrum upplýsingum um eignarhlut Borgunar í Visa Europe. Eins hafi verið um valréttinn um kaup og sölu á eignarhlut Borgunar í Visa Europe til Visa Inc. Að teknu tilliti til þess að stjórnendum Borgunar virðist hafa verið ljóst að vænt framtíðarsj óðstreymi af sölu eignarhlutar félagsins í Visa Europe kynni að nema verulegum fjárhæðum, þó óvissa ríkti um hver endanleg fjárhæð gæti orðið, hefði í ársreikningi 2013 átt að upplýsa um það að Borgun kynni að fá verulegar greiðslur í framtíðinni vegna mög ulegrar sölu á eignarhlut sínum á grundvelli valréttarins. a) Í ársskýrslu Visa Inc. fyrir reikningsárið er lokið hafi 30. september 2013 hafi verið fjallað um óvissu um endanlegt kaupverð hlutabréfa í Visa Europe yrði valrétturinn nýttur. Hafi þar komið f ram að endanlegt kaupverð gæti numið nokkrum milljörðum bandaríkjadala. Þá hafi komið fram upplýsingar í erlendum viðskiptablöðum um að kaupverðið gæti numið allt að 11 milljörðum bandaríkjadala. b) Þann 2. nóvember 2015 hafi verið tilkynnt á vefsíðu Visa Europe að samningar hefðu tekist milli Visa Inc. og Visa Europe um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðar - nefnda fyrir um 21,2 milljarða evra eða um þrjú þúsund milljarða króna. Nemi áætluð hlutdeild Borgunar í fjárhæðinni því um sjö milljörðum króna (0,23 % af kaupverði). c) Miðað við upplýsingar sem legið hafi fyrir árið 2013 hafi stjórnendur Borgunar mátt búast við því að verðmæti hlutar Borgunar í Visa Europe væri umtalsvert. Verðmæti hlutarins hefði numið um þremur milljörðum króna hefði Borgun átt sam a hlutfallslega rétt og þ á upp var staðið, að gefnum forsendum um nýtingu valréttarins og heildarkaupverð í samræmi við upplýsingar er á þessum tíma hafi legið fyrir opinberlega. Eigið fé Borgunar í árslok 2013 hafi numið um þremur milljörðum króna. Veita hefði átt nauðsynlegar upplýsingar til að gera stefnanda, sem og öðrum notendum ársreiknings stefnda Borgunar fyrir árið 2013, kleift að leggja mat á mögulegt framtíðarsjóðstreymi er stefnda Borgun gæti fengið yrði valrétturinn nýttur. M isbrestir í reiknin gsskilum stefnda Borgunar varði ábyrgð gagnvart stefnanda. Stjórn stefnda Borgunar og stefndi Haukur Oddsson sem framkvæmdastjóri hafi borið ábyrgð á reikningsskilum félagsins, sbr. 3. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og grein 10.1 í starfsreglum stjórn ar félagsins. Stefndi Borgun hafi borið ábyrgð á háttsemi stjórnar og framkvæmdastjóra á grunni reglunnar um vinnuveitendaábyrgð. Skylt hafi verið að upplýsa um það í skýrslu stjórnar í ársreikningi fyrir árið 2013 að óvissa ríkti um mat á eignarhlutnum í Visa Europe og að Borgun kynni að fá greiðslur á grundvelli valréttarins enda ekki greint frá því annars staðar í reikningnum. 26 a) Stefndi Borgun hafi birt skýrslu stjórnar sem hluta af ársreikningi sínum fyrir árið 2013. Í 65. gr. laga nr. 3/2006 sé m.a. m ælt fyrir um að upplýsa skuli í skýrslu félagsins og afkomu þess á reikningsárinu og ekki koma fram í efnahagsreikningi eða óvissu við mat eða óvenjulegar aðstæður sem kunna að hafa áhrif á það og, eftir því b) Fram hafi komið af hálfu stjórnenda Borgunar í ársreikningi 2015 að það væri mat þeirra að engar forsend ur hefðu verið til að meta hlutabréfaeignina í Visa Europe í fyrri reikningsskilum á öðru en kostnaðarverði. Það staðfesti að um hafi verið að ræða mögulega óvissu við mat á eignarhlutnum í Visa Europe er upplýsa hafi átt um í skýrslu stjórnar í ársreiknin gi Borgunar fyrir árið 2013. Þá hefði átt að upplýsa um mögulegar inngreiðslur vegna sölu þeirra á grundvelli þágildandi valréttar, enda hafi verið um að ræða mikilvæg atriði við mat á fjárhagslegri stöðu félagsins á þeim tíma. Stefnandi telji upplýsingar þess efnis að stefndi Borgun kynni að fá greiðslur á þær hafi getað haft áhrif á ákvarðanatöku notenda ársreiknings Borgunar fyrir árið 2013, þar með talið stefnanda, er varði kaup, sölu eða eignarhald á hlutum í Borgun. Af þessu hafi leitt skyldu til þess að birta þær í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013. a) Ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi verið gerður samkvæmt alþjóð - legum reikningsskilastöðlum eins og þeir höfðu verið staðfestir af Evrópusambandinu (ESB), sbr. skýringu nr. 3.1 í ársreikningnum. Hafi félaginu þess vegna borið að fylgja þeim reikningsskilastöðlum að öllu leyti, sbr. 1. mgr. 93. gr. laga nr. 3/2006. b) Í 5. gr. alþjóðlegs reikningsskilasta ðals IAS8 , Reikningsskilaaðferðir , breytingar á reikningshaldslegu mati og skekkjur, sé skilgreining á mikilvægi: eða í heild, haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir notend a sem teknar eru á grundvelli reikningsskilanna. Mikilvægi er háð stærð og eðli úrfellingar eða rangfærslu og er metið út frá aðstæðum í hverju tilviki. Stærð eða eðli liðarins, eða hvort tveggja, getur c) Mikilvægi, eins og hugtakið er sk ilgreint í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sé ekki bara bundið við fjárhæðir, heldur geti liður einnig talist vera mikilvægur vegna eðlis síns og það að ekki sé greint frá honum geti talist mikilvæg úrfelling, sbr. framangreinda skilgreiningu. Lykilatri ði skilgreiningarinnar sé það hvort úrfelling eða rangfærsla liðar geti haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir notenda reikningsskilanna. - cial Reporting) sem Alþjóðareikningsskilar áðið (IASB) hefur samþykkt og liggur til grundvallar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (vísað er til Grunnviðmiða í 15. gr. 27 alþjóðlega reikningsskilastaðalsins IAS 1 Framsetning reikningsskila) sé fjallað um það hvenær fjárhagsupplýsingar séu taldar viðeig andi (e. relevant). Eftirfarandi komi notenda. Upplýsingar geta haft áhrif á ákvarðanir jafnvel þó sumir notendur kjósi að nýta þær ekki eða hafi þegar fengið upplýsingarnar an nars staðar frá. Fjárhagsupplýsingar geta haft áhrif á ákvarðanir ef þær hafa forspárgildi, e) Þó að tiltekinn liður nemi lágri fjárhæð og því sé e.t.v. ekki talin ástæða til að sérgreina hann í efnahagsreikningi geti verið ás tæða til að sérgreina hann í mikilvægur til að réttlætanlegt sé að setja hann fram sérstaklega í reikningsskilunum, getur samt sem áður verið nægilega mikilvægur til að hann sé settur fram sérstaklega Stefnandi telji að stefndi Borgun hefði átt að birta í ársreikningi 2013 upplýsingar um valréttinn þar sem þær hefðu getað haft áhrif á efnahagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, þar með talið stefnanda, enda fælust í upplýsingunum mikilvægar vísbendingar um framtíðarsjóðstreymi til stefnda Borgunar. a) Samkvæmt 9. gr. alþjóðlegs reikningsskilastaðals, IAS 1 Framsetning reikningsskila, er markmið reikningsskila að veita upplýsingar um fjárhagsst öðu, rekstrarárangur og sjóðstreymi viðkomandi félags sem séu gagnlegar notendum reikningsskilanna við efnahagslega ákvarðanatöku. Í greininni er sérstaklega tilgreint að veita skuli upplýsingar um eignir, skuldir, eigið fé, tekjur og gjöld, þar á meðal ág óða og tap, framlag til og frá hluthöfum í stöðu sinni sem hluthafar og sjóðstreymi. skýringum við reikningsskilin, auðvelda notendum að spá fyrir um framtíðarsjóðstreymi eini b) Í 15. gr. IAS 1 sé vísað til Grunnviðmiðanna, en þar komi m.a. fram í gr. OB2 viðkomandi aðila sem nýtast núverand i og mögulegum fjárfestum, lánveitendum og öðrum lánardrottnum við ákvarðanir um fjárfestingu í og lánveitingar til aðilans. Slíkar ákvarðanir taka til kaupa, sölu eða hlutafjáreignar og eigu skuldaskjala, veitingar eða uppgjörs lána og annarra lánalína. V æntingar fjárfesta lánveitenda og annarra lánardrottna um ávöxtun byggja á mati þeirra á fjárhæðum, tímasetningu og óvissu um (horfur um) framtíðar greiðsluinnflæði til aðilans. Því þarfnast núverandi og mögulegir fjárfestar, lánveitendur og aðrir lánardro ttnar upplýsinga til að aðstoða c) Birting upplýsinga um valréttinn í ársreikningi stefnda Borgunar hefði samkvæmt framangreindu getað haft áhrif á það hvort stefnandi, sem og aðrir 28 notendur ár sreiknings Borgunar fyrir árið 2013, hefðu yfirhöfuð selt eignarhlut sinn í Borgun eða hagað sölu eignarhlutar síns með öðrum hætti en gert hafi verið. Einsýnt sé að mati stefnanda að þessar upplýsingar hefðu haft áhrif á ákvörðun hans. Stefndi Borgun hafi látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir því að ekki hefði verið unnt að meta gangvirði hlutarins í Visa Europe með áreiðanlegum hætti og ástæðum þess, eins og félaginu hafi verið skylt samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli IFRS 7 Fjármálagernin gar: upplýsingagjöf. a) IFRS 7, sem stefnda Borgun hafi borið að fylgja að öllu leyti samkvæmt lögum og gr. 3.1 í skýringum með ársreikningi, innihaldi reglur sem gildi um upplýsingagjöf um mat, færslu og önnur atriði er varði fjármálagerninga, þ.m.t. eign arhluti í öðrum félögum og valrétti. Upplýsingagjöf Borgunar hafi ekki fullnægt 30. gr. staðalsins. b) Samkvæmt ákvæðinu sé markmiðið með því að veita þær upplýsingar sem þar sé krafist það að aðstoða notendur reikningsskilanna, í þessu tilviki stefnanda, við það að beita eigin dómgreind við mat á mögulegum mun á bókfærðu verði viðkomandi fjármálagernings og gangvirði hans. Borið hafi að tilgreina eftirfarandi atriði í ársreikningi 2013 vegna eignarhlutarins í Visa Europe: i. þá staðreynd að upplýsingar um gangvirði eignarhlutarins væru ekki birtar vegna þess að ekki hefði verið hægt að meta gangvirði hans með áreiðanlegum hætti, ii. lýsingu á eignarhlutnum, bókfært verð hans og skýringu á því hvers vegna ekki hefði verið hægt að meta gangvirði hans með árei ðanlegum hætti, iii. upplýsingar um markaðinn fyrir eignarhlutinn, iv. upplýsingar um hvort og þá hvernig Borgun hygðist ráðstafa eignarhlutnum. c) Í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2013 var sem áður segir ekki greint frá mati, færslu eða öðrum upplýsingu m um eignarhlut Borgunar í Visa Europe. Það sama gildi um valréttinn til kaupa og sölu á eignarhlut Borgunar í Visa Europe til Visa Inc. Því sé ekkert hægt að lesa út úr ársreikningi Borgunar fyrir árið 2013 um það hvort, hvar og hvernig eignarhluturinn og valrétturinn hafi verið færðir í þeim ársreikningi. d) Í skýrslu stjórnar og í skýringu nr. 12 í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2015 komi aftur á móti fram að félagið hafi metið og fært eignarhlut sinn í Visa Europe til gangvirðis í árslok 2015. Gangvir ðið hafi þá verið metið 5,4 milljarðar króna. e) Jafnframt komi þar fram að eignarhluturinn hafi áður verið færður í reiknings - skilum Borgunar á kostnaðarverði, eða sem nemi 10 evrum. Í skýringu nr. 12 í ársreikningi fyrir árið 2015 séu færð fram þau rök fyrir því að eignarhluturinn hafi Enn mikilvægara hafi verið en ella að upplýsa um eignarhlutinn í Visa Europe í skýringahluta ársreikningsins í ljósi þeirrar óvissu er ár sreikningur stefnda Borgunar fyrir 2015 beri með sér að hafi verið fyrir hendi að mati stjórnenda Borgunar og endur - 29 færa hlutinn á kostnaðarverði (er ella hefði verið sk ylt að færa á gangvirði samkvæmt reglum alþjóðlegs reikningsskilastaðals IAS 39 Fjármálagerningar: færsla og mat). a) Í þessu sambandi sé bent á kröfu 125. gr. staðals IAS 1 um upplýsingagjöf þegar óvissa ríki um mat eigna og skulda. Þar segi að veita skul i upplýsingar í skýringum um mikilvægar forsendur varðandi framtíðina og önnur þýðingarmikil atriði er valdi óvissu í mati miðað við dagsetningu efnahagsreiknings og umtalsverð hætta sé á að leiði til verulegra leiðréttinga á bókfærðu verði eigna og skulda á næsta fjárhagsári. Að því er varði þessar eignir og skuldir skuli í skýringunum m.a. vera ítarlegar upplýsingar um (a) eðli þeirra og (b) bókfært verð þeirra miðað við dagsetningu efnahagsreikningsins. b) Í staðli IAS 1 sé að finna kröfur um upplýsingag jöf vegna óvissu. Í gr. 125 segi að veita skuli upplýsingar um matsóvissu í lok reikningsskilatímabils sem miklar líkur séu á að leiði til verulegra breytinga á bókfærðu verði eigna og skulda á næsta fjárhagsári. Í 127. gr. sé svo skerpt á því að eftir því sem breytum og forsendum fjölgi, sem hafi áhrif á hugsanlega framtíðarniðurstöðu óvissuþáttanna, verði þessar matsákvarðanir huglægari og flóknari og möguleikinn á verulegum leiðréttingum á bókfærðu verði eigna og skulda vegna þessa aukist yfirleitt til s amræmis við það. Þannig sé það í besta falli röng túlkun á kröfum staðlanna að upplýsa ekki um mikilvægan lið vegna þess að stjórnendur telji ekki unnt að leggja mat á virði hans. Rétt túlkun sé sú að eftir því sem matsóvissan sé meiri, þeim mun meiri þörf sé á að upplýsa í reikningsskilum um lið sem háður sé matsóvissu. skilgreind sem ein tegund markaðsáhættu samkvæmt reikningsskilastaðli IFRS 7 Fjármálagerningar: upplýsingagj öf (sbr. viðauka A í staðlinum, sem sé hluti staðalsins). Önnur verðáhætta sé skilgreind í staðlinum sem hætta á að gangvirði eða framtíðarsjóðstreymi fjármálagernings sveiflist vegna breytinga á markaðsverðum. a) Í IFRS 7 séu kröfur um upplýsingagjöf vegn a fjármálagerninga. Markmið staðalsins sé það að veita upplýsingar er geri notendum reikningsskilanna kleift að (a) leggja mat á mikilvægi fjármálagerninga fyrir fjárhagsstöðu og árangur viðkomandi félags og (b) eðli og umfang áhættu sem komi til vegna fjá rmálagerninga og félagið standi fram fyrir á tímabilinu og í lok þess og hvernig félagið stýri þessari áhættu. b) Áhrif breytinga á virði eða framtíðarsjóðstreymi sem komi til vegna annarrar verðáhættu geti bæði verið jákvæð og neikvæð enda sé notað orðið Hugtakið áhætta sé þannig ekki bundið við mögulega neikvæða þróun. Áhætta taki í sumum tilvikum einnig til mögulegrar jákvæðrar þróunar. Í því tilviki er hér um ræðir hafi einmitt verið um slíkt að ræða, eins og raunin hafi orðið. Að gættu og til fyllingar öllu því sem greinir að framan um reikningsskil stefnda Borgunar sé byggt á því að þau hafi ekki gefið nægilega glögga mynd af félaginu. Full 30 ástæða hafi verið til þess að veita viðbótarupplýsingar til þess að varpa ljósi á það að stefndi Bor gun kynni að fá greiðslur á grundvelli valréttarins og veita nauðsynlegar upplýsingar til þess að gera stefnanda, sem og öðrum notendum ársreiknings Borgunar fyrir árið 2013, það kleift að leggja mat á mögulegt framtíðarsjóðstreymi félagsins. a) Í 15. gr. staðals IAS 1 segi um glögga mynd að reikningsskil skuli gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu, rekstrarárangri og sjóðstreymi fyrirtækis og að glögg mynd kalli á það að gefin sé raunsönn mynd af áhrifum viðskipta, annarra atburða og aðstæðna í samræmi við ski lgreiningar og skilyrði um færslu á eignum, skuldum, tekjum og gjöldum. Í greininni komi einnig fram að þurft geti að veita viðbótarupplýsingar til þess að ná fram glöggri mynd. b) Í 17. gr. c í sama staðli sé áréttað að glögg mynd krefjist þess að eftir a tvikum séu veittar viðbótarupplýsingar í reikningsskilunum þegar ekki nægi að fara að sérstökum kröfum, ef gerðar eru í IFRS - stöðlum, til að gera notendum kleift að skilja áhrif tiltekinna viðskipta, annarra atburða og aðstæðna á fjárhagsstöðu og rekstrar - árangur einingarinnar. Auk þess að fela í sér, að mati stefnanda, meiri háttar brot á lögum nr. 3/2006 um ársreikninga, sbr. ákvæði XII. kafla þeirra laga, telji stefnandi líkindi standa til þess að framangreindir misbrestir í reikningsskilum af hálfu ste fndu Borgunar og Hauks Oddssonar teljist einnig meiri háttar brot gegn lögum nr. 145/1994 um bókhald, svo varði mögulega refsiábyrgð, sbr. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. a) Með því að gera ekki fullnægjandi grein fyrir valrétti er ten gdur hafi verið eignarhlut í Visa Europe hafi vantað upp á að bókhald Borgunar veitti svo sundurliðaðar upplýsingar um rekstur og efnahag sem þarfir eigenda, lánardrottna og hins opinbera kröfðust og nauðsynlegar hafi verið til að meta mætti eignir félagsi ns, sbr. 6. gr. laga nr. 145/1994. b) Færa hafi átt eignarhlutinn í Visa Europe á efnahagsreikning ársreiknings Borgunar fyrir árið 2013 með öðrum og ítarlegri hætti en gert hafi verið. Að því marki sem þetta feli í sér brot á 2. mgr. 23. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 145/1994, kunni það að leiða til refsiábyrgðar þeirra sem ábyrgð beri á ársreikningum, sbr. IV. kafla sömu laga og enn fremur 262. gr. almennra hegningarlaga. c) Stefnandi telji fyrrgreinda misbresti á ársreikningi Borgunar fyrir árið 201 3 vera með þeim hætti að hann gefi ekki glögga mynd í samræmi við þær reiknings - skilareglur og þau lög sem um ársreikninginn hafi gilt. Líkur standi til þess að um brot sé að ræða á m.a. 14. gr. og ýmsum greinum IV. kafla laga nr. 3/2006, sbr. og 122. gr. Stefndi Haukur, og aðrir þeir stjórnendur Borgunar er staðið hafi að baki stefndu BPS og Ehf. Borgun, hafi sem stjórnendur félagsins notið algerrar sérstöðu við öflun upplýsinga vegna þekkingar á rekstri félagsins. Viðurkennt sé af hálfu stefndu að þeir h 31 Stefndu hafi hagnýtt sér yfirburðaþekkingu með því að láta hagsmuni sína af því að kaupa hlut stefnanda lágu verði ganga framar hagsmunum stefnanda með hætti er stangist á við 2. mgr. 67. gr. laga nr. 2/1995 þar sem komi fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu. Þá segi í 76. gr. laga nr. 2/1995 að félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir er hafi heimild til að koma fram f.h. félags megi ekki gera neinar þær ráðstafanir sem séu fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Ótækt sé að stjórnendur, er að lögu m beri trúnaðarskyldur gagnvart hluthöfum í viðskiptum, geti sniðgengið þær með því einu að eiga samstarf við aðra um viðskiptin eða eiga viðskiptin í gegnum eignarhaldsfélög. Er svo hátti til og hér sé nærtækara að kaupendur séu álitnir hafa tekist á herð ar sömu skyldur og stjórnendur beri að lögum. Við mat á skaðabótaskyldu stjórnenda fjármálafyrirtækis og þeirra sem með þeim starfi sé rétt að taka mið af 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sem geri þá kröfu að fjármálafyrirtæki starfi í samræm i við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. FME hafi látið í ljós það mat að stjórnendur Borgunar og/eða stefndu hafi átt að vekja sérstaka athygli stefnanda á að Borgun ætti tilkall til greiðslna ef til kæmi að valrétturinn yr ði nýttur. Borgun beri vinnuveitendaábyrgð á verkum stjórnenda þess og sjálfstæða ábyrgð á grunni vanræktrar upplýsingaskyldu. Þá sé almennt litið svo á að gera megi ríka kröfu til vinnubragða sérfræðinga er starfi á vegum fjármálafyrirtækis, sbr. 5. gr. l aga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, um að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskipta - hætti og venjur í verðbréfaviðskiptum, með trúverðugleika fjármálamarkaðar og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Enda þótt viðs kiptin með hlutinn í Borgun hafi fallið utan gildissviðs XIII. kafla laga nr. 108/2007 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja beri að hafa ákvæðin til hliðsjónar um hvers konar viðskiptahættir teljist eðlilegir og heilbrigðir. Ella væri kæft l eiðarljós vísireglu um viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum. Þá biði trúverðugleiki fjármálamarkaðarins hnekki ef fyrirsvarsmenn fjármála - fyrirtækja gætu án eftirmála hagnýtt sér innherjaupplýsingar í auðgunarskyni. Stefndu hafi sviksamlega þaga ð yfir atvikum er þeir hafi vitað, eða mátt vita, að skiptu máli um efni kaupsamningsins, með því að hafa látið það vera að geta þess við stefnanda að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, þ. á m. möguleg hlutdeild í söluandvirði V isa Europe, ef réttarins yrði hugsanlega neytt. En stefnandi líti svo á að sviksamleg háttsemi sé samkvæmt skilgreiningu saknæm. Svikaákvæði samningalaga hafi að geyma hátternisreglu og enda þótt ákvæðið mæli jafnframt fyrir um sérstök réttaráhrif útiloki það ekki beitingu þess þegar lagt sé 32 mat á skaðabótaskyldu á grundvelli sakarreglunnar. Nægilegt sé að reglan mæli fyrir um skyldu stefndu til þess að haga sér með öðrum hætti en þeir hafi gert. Fyrir liggi að í sambærilegum viðskiptum hafi það skipt stefn anda höfuðmáli að tekið yrði tillit til réttinda sem fylgt hafi eignarhlutnum í Borgun. Þögn stefndu hafi þannig verið skilyrði fyrir því að tjónið yrði enda hefði stefnandi annars ekki selt gegn svo lágu verði án þess að tryggja réttindi sín með öðrum hæt ti. Stofnast hafi til skaðabótaskyldu allra stefndu á grundvelli sakarreglu skaðabótaréttar þar sem stefnandi hafi verið fenginn til þess að selja eignarhlut sinn með svikum sem stefndu hafi sjálfir beitt, sbr. 30. gr. laga nr. 7/1936. Stefndu hafi þá vita ð, eða mátt vita, að kaupsamningur aðila um hlutinn í Borgun hafi orðið annars efnis en til hafi verið ætlast af hálfu stefnanda þar sem í engu hafi verið tekið tillit til þess að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, þ. á m. mögul eg hlutdeild í söluandvirði Visa Europe ef réttarins yrði hugsan - lega neytt. Ákvæði samningalaga um rangar forsendur hafi að geyma hátternisreglu og enda þótt ákvæðið mæli jafnframt fyrir um sérstök réttaráhrif útiloki það ekki beitingu þess þegar lagt sé mat á skaðabótaskyldu á grunni sakarreglu. Nægilegt sé að reglan mæli fyrir um skyldu stefndu til að haga sér með öðrum hætti en þeir hafi gert. Háttsemi stefndu fullnægi samkvæmt þessu skilyrðum um saknæmi og ólögmæti. Ef stefnandi hefði búið yfir samsva randi vitneskju og stefndu um hugsanlegt tilkall Borgunar hefði hann samið á annan veg. Að ekki hafi verið tekið tillit til valréttarins sé skilyrði fyrir því að tjónið hafi orðið. Af þeim sökum hafi stofnast til skaðabóta - skyldu allra stefndu á grunni sa karreglu skaðabótaréttar þar sem kaupsamningurinn við stefndu hafi orðið annars efnis en til hafi verið ætlast, sbr. 32. gr. samningalaga. Stefnandi telji óheiðarlegt af stefndu að bera kaupsamninginn fyrir sig og láta stefnanda afsala til sín hlutunum þeg ar svo hafi háttað til að stefndu vissu, eða ætla megi að þeir hafi vitað, að í engu hefði verið tekið tillit til þess að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, þ. á m. möguleg hlutdeild í söluandvirði Visa Europe ef réttarins yrði neytt. Ákvæði samningalaga um óheiðarleika hafi að geyma hátternisreglu og enda þótt það mæli fyrir um sérstök réttaráhrif útiloki það ekki beitingu þess þegar lagt sé mat á bótaskyldu á grunni sakarreglu. Nóg sé að reglan mæli fyrir um skyldu stefndu til þess að haga sér með öðrum hætti en þeir hafi gert. Hér sé vísað til atvika máls þegar kaupsamningur komst á og þegar uppgjör fór síðan fram. Stefndu hafi verið kunnugt um, eigi síðar en 18. desember 2014, að stefnandi vissi ekki af eignarhlut Borgunar í V isa Europe eða hvaða réttindi fylgdu honum. Að ekki skyldi vera tekið tillit til valréttarins hafi verið skilyrði fyrir því að tjónið yrði enda hefði stefnandi annars ekki selt gegn svo lágu verði án þess að tryggja réttindi sín með öðrum hætti. Af þeim sö kum hafi stofnast til skaðabótaskyldu allra stefndu á grunni sakarreglu skaðabótaréttar þar sem stefndu hafi þekkt til atvika, og 33 því hafi það verið óheiðarlegt af þeim að bera fyrir sig kaupsamninginn þegar komið hafi að uppgjöri, sbr. 33. gr. samningalag a nr. 7/1936. Þá sé það ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefndu að bera kaupsamninginn fyrir sig og láta stefnanda afsala til sín hlutunum þegar svo hafi háttað til að stefndu vissu, eða ætla má að þeir hafi vitað, að í engu hefði ver ið tekið tillit til þess að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, þ. á m. möguleg hlutdeild í söluandvirði Visa Europe, ef réttarins yrði hugsanlega neytt. Almenna ógildingarreglan, sbr. 36. gr. samningalaga, hafi að geyma hátterni sreglu og enda þótt ákvæðið mæli einnig fyrir um sérstök réttaráhrif útiloki það ekki beitingu þess þegar lagt sé mat á skaðabótaskyldu á grundvelli sakarreglunnar. Nægilegt sé að reglan mæli fyrir um skyldu stefndu til að haga sér með öðrum hætti en þeir hafi gert. Efni samningsins sé ósanngjarnt þar sem kaupverð hafi orðið umtalsvert lægra en ef fyrir hefði legið vitneskja stefnanda um að Borgun ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum. Gildi þá einu hvort lagt sé til grundvallar að sambæril egt samkomulag um viðbótargreiðslu hefði náðst og í viðskiptunum við Arion banka um 38% eignarhlut stefnanda í Valitor H eða að virði eignarhlutarins væri reiknað inn í eiginfjárvirði Borgunar í viðskiptunum. Það virðist stefnanda hafa verið gert í sölu st efnda BPS til stefnda Ehf. Borgunar í júlí 2015. Af þessum sökum hafi stofnast til skaðabótaskyldu allra stefndu á grunni sakarreglu skaðabótaréttar þar sem ósanngjarnt hafi verið og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefndu að bera fyrir sig kaup - sa mninginn þegar komið hafi að uppgjöri viðskiptanna, sbr. 36. gr. samningalaga. Þá hafi það verið forsenda stefnanda fyrir því að selja hlutinn í Borgun, með þeim skilmálum er gert hafi verið, að Borgun ætti ekki tilkall til hlutdeildar í söluandvirði Visa Europe. Endurspeglist þetta í því að í sambærilegum viðskiptum við Arion banka með eignarhlut í Valitor, öðru aðildarfélagi að Visa Europe, hafi stefnandi samið um sérstakar viðbótargreiðslur vegna Visa - valréttarins. Tilkynnt hafi verið opinberlega af stef nanda um Valitor - viðskiptin 18. desember 2014, m.a. í kauphöll Nasdaq Iceland. Fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um málið í kjölfarið. Eigi síðar en þá hafi stefndu vitað eða mátt vita að það hefði verið ákvörðunarástæða stefnanda, þ.e. forsenda kaupanna me ð þeim skilmálum er giltu, að Borgun gæti ekki átt tilkall til greiðslu á grunni valréttarins. Megi árétta að þrátt fyrir vitneskju um að það skipti stefnanda stefndu ald rei getið um tilvist hans við stefnanda. Þótt kaupsamningur hafi komist á 6. nóvember 2014, þegar bankaráð stefnanda samþykkti viðskiptin, hafi viðskiptin ekki verið um garð gengin vegna þess að uppgjör hafi ekki farið fram fyrr en þann 30. desember 2014. Af þessum sökum hafi stofnast til skaðabótaskyldu allra stefndu á grunni sakarreglu skaðabótaréttar þar sem stefndu hafi krafist efnda þrátt fyrir að vita eða hafa mátt vita að forsendur stefnanda fyrir viðskiptunum höfðu brostið. 34 Stefnandi byggi þá á því að þær upplýsingar er hann hafi byggt á í viðskiptunum við stefndu hafi verið rangar í skilningi kauparéttar vegna þess að stefndu hafi ekki upplýst um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu honum, þ. á m. möguleg hlutdeild í söluan dvirði Visa Europe ef valréttar yrði hugsanlega neytt. Lausafjárkaupalög gildi m.a. um viðskipti með hlutabréf. Að svo miklu leyti sem ákvæði laganna, þ. á m. um eiginleika söluhlutar og tiltæk réttarúrræði vegna þess að upp á vanti í þeim efnum, taki ekki til málsatvika telji stefnandi að lögjöfnun sé tæk og á grunni hennar beri að leggja á herðar stefndu þær skyldur sem almennt hvíli á seljanda í lausafjárkaupum. Málsatvik séu hér samkynja og í öllu falli eðlislík þeim tilvikum se m berum orðum falli undir gildissvið laganna vegna þess að öfugt við það sem almennt gildi í viðskiptum hátti hér svo til að stefndu hafi búið yfir betri vitneskju um eiginleika hins selda, þ.e. hlutafjár í Borgun, en stefnandi sem seljandi. Strangari reglur gildi um upplýsingasky ldu kaupenda í slíkum viðskiptum en ella. Á þess u sé þó aðeins byggt að því marki sem að málsatvik falli ekki undir lausafjárkaupalögin beint og ekki verði talið að aðrar réttarheimildir geti átt við um þau. Hátti svo til telji stefnandi fullnægt því skily rði lögjöfnunar að ekki standi mikilvæg lagarök eða meginreglur til þess að um tilvikið sé fjallað í öðrum réttarheimildum. Hér hafi verið greint frá háttsemi í viðskiptunum, þar sem stefnandi hafi ekki verið upplýstur um aðild Borgunar að Visa Europe og r étt félagsins til greiðslu vegna valréttar, og hvernig sú háttsemi hafi verið saknæm og ólögmæt, svo leiða eigi til skaðabótaskyldu stefndu. M eðal þeirra er viðhaft hafi þá háttsemi hafi verið Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar , og Sigurður Guðmundsson, yf irmaður alþjóðasviðs. Sem forstjóri Borgunar hafi Haukur verið lykilpersóna í upplýsingagjöf sem fram hafi farið vegna viðskiptanna og legið hafi í kjölfarið til grundvallar verðmati stefnanda á Borgun og umsömdu kaupverði milli stefnanda og stefndu Ehf. B orgunar og BPS. Þá hafi stjórnendur Borgunar, Haukur Oddsson, Sigurður Guðmundsson, Steen Henriksen og Jón Egilsson, haldið kynningar fyrir stefnanda 22. og 26. ágúst 2014. Þar hafi þeir kynnt starfsemi Borgunar fyrir stefnanda og rekstraráætlanir stjórnen da. Þrátt fyrir það hafi í kynningum þeirra í engu verið vikið að því að Borgun ætti aðild að og hlutafé í Visa Europe eða tilkall til endurgjalds, kæmi til þess að valréttur yrði nýttur. Kynningarnar hafi verið liður í saknæmri og ólögmætri háttsemi aðila málsins. Kynningar á starfsemi og rekstraráætlunum Borgunar að beiðni stefnanda, sem hluthafa, er hann hafi unnið að verðmati á hlut sínum vegna viðskipta málsins, verði að teljast vera í nánum tengslum við störf stjórnendanna hjá Borgun, sem gegnt hafi s töðu forstjóra, forstöðumanns alþjóðasviðs og forstöðumanns áhættustýringar. Ráðningarsamband hafi verið milli umræddra stjórnenda og stefnda Borgunar. Öllum skilyrðum vinnuveitendaábyrgðar sé því hér fullnægt vegna hlutdeildar starfsmanna Borgunar í saknæ mri háttsemi er liggi til grundvallar kröfu stefnanda. Stefndi Borgun 35 beri því skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda á grunni reglu um ábyrgð vinnuveitanda, auk þess sem stefndi Haukur beri sjálfstæða skaðabótaskyldu vegna sinnar háttsemi. Stefnandi hafi lögv arða hagsmuni af því að höfða málið sem viðurkenningarmál, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hafi í dómum Hæstaréttar verið skýrður svo að sá, sem höfði mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu, verði að: a) leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, b) gera grein fyrir því í hverju tjónið felist, og c) hver tengsl tjóns séu við atvik máls. Stefnandi hafi beðið tjón af því að hafa selt 31,2% hlut sinn í Borgun of lágu verði í viðskiptunum við st efndu. Tjónið felist í því að stefnandi fái ekki notið söluhagnaðar, þ.e. í þeim mismun sem sé á söluandvirðinu og þeirri fjárhæð sem hefði komið í hans hlut ef tillit hefði verið tekið til valréttarins í viðskiptum aðila. Tengsl tjónsins við atvik málsins séu þau að stefndu hafi fært sér það í nyt að búa yfir betri vitneskju en stefnandi um hinn selda hlut í Borgun með því að kaupa hlutina án tillits til réttinda á grunni valréttarins. Stefnandi hafi orðið fyrir tjóni þar sem söluandvirði hlutar hans í Bor gun í viðskiptum við stefndu hafi orðið lægra en það hefði ella orðið vegna þess að ekki hafi verið tekið neitt tillit til virðis hlutar Borgunar í Visa Europe og réttinda til hugsanlegra greiðslna á grunni valréttarsamningsins milli Visa Inc. og Visa Euro pe. Stefnandi hafi einnig selt 38% eignarhlut sinn í Valitor H á árinu 2014 og í þeim viðskiptum hafi samist um að stefnandi fengi í sinn hlut sérstaka viðbótargreiðslu er næmi vissu hlutfalli af hlutdeild Valitors í greiðslum á grun ni valréttarsamningsins . Þá jók stefndi Ehf. Borgun eignarhlut sinn í Borgun í viðskiptum við stefnda BPS í júlí 2015, þegar liðnir voru átta mánuðir frá viðskiptum stefnanda og stefndu. Í seinni viðskiptunum hafi kaupverðið verið 57% hærra en í viðskiptum stefnanda og stefndu o g sé þá ekki tekið tillit til 2,2 milljarða króna arðgreiðslu úr Borgun á tímabilinu. Að teknu tilliti til annarra viðskipta með hluti í aðildarfélögum Visa Europe, sem þó séu frábrugðin að því leyti að þar hafi verið jafnræði með aðilum að því er varðaði þær upplýsingar sem þeir hafi búið yfir, verði að ætla að stefnandi hefði að óbreyttu getað samið um viðbótargreiðslur vegna valréttarins eða a.m.k. um hærra kaupverð. Stefnandi krefjist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Samkvæmt meginreglum skaðabótarétta r beri að gera tjónþola eins settan og ef bótaskyld athöfn hefði ekki átt sér stað. Tjón stefnanda felist í því að hann fái ekki notið söluhagnaðar sem hann hefði gert ef samist hefði um viðbótargreiðslu eða ef sölurétturinn hefði verið metinn til verðs me ð fullnægjandi hætti á þeim tíma er viðskiptin áttu sér stað. Við mat á ávöxtun fjárins hjá stefnanda þurfi að líta til atvika sem ekki hafi orðið. Megi ráða af framkvæmd Hæstaréttar um viðurkenningarkröfur að ekki þurfi að sanna tjón þess er geri slíka kr öfu heldur nægi að leiða líkur að því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Stefnandi byggi á því að hann hefði getað samið við stefndu um viðbótargreiðslur sem tækju mið af umfangi greiðslna sem kæmu í hlut Borgunar ef sölurétturinn yrði 36 virkjaður. Í því sambandi leggi stefnandi til grundvallar það samkomulag sem hann hafi náð við Arion banka hf. í viðskiptum með 38% eignarhlutinn í Valitor H. Íslandsbanki hf., móðurfélag Borgunar, hafi samtals bókað 6.186 milljóna króna hagnað í fjárhagsuppgjöri samstæðu bankans þann 30. júní 2016 vegna greiðslna til Borgunar á grunni sölunnar á Visa Europe. Í skýringu 12 með uppgjörinu sé sú fjárhæð sundurgrei nd í 4.943 milljónir króna sem greiddar hafi verið í júní 2016, 876 milljónir króna af forgangshlutabréfum í Visa Inc. og 367 milljónir króna er koma hafi átt til greiðslu í júní 2019. Hefði náðst viðlíka samkomulag og í viðskiptunum við Arion banka um hlu tinn í Valitor ætti stefnandi, m.v. heildargreiðslu að fjárhæð 6.186 milljónir króna, rétt á viðbótargreiðslu að fjárhæð 1.930 milljónir króna. Verði ekki fallist á að miða við að samist hefði um viðbótargreiðslu sé byggt á því að stefnandi hefði a.m.k. ge tað fengið sama verð í viðskiptunum og stefndi BPS í sínum viðskiptum í júlí 2015. Frá fjárhæðinni skuli þó dregin fjárhæð er taki mið af ávöxtunarkröfu hluthafa í óskráðu félagi á átta mánaða tímabili milli þessara tveggja viðskipta. Hafi kaupverð hluta í Borgun í viðskiptum Ehf. Borgunar og BPS verið 57% hærra en hér. Ávöxtun hafi verið um 85,5% á ársgrundvelli, að teknu tilliti til þess að á milli viðskiptanna hafi liðið átta mánuðir, en án tillits til þess að í millitíðinni voru greiddir út úr félaginu 2,2 milljarðar króna í arð. Í verðmötum greiningaraðila á íslenskum félögum í kauphöllinni Nasdaq Iceland hafi á þessum tíma jafnan verið lögð til grundvallar forsenda um ávöxtunarkröfu hluthafa á bilinu 11,5% 14,5%. Í tilviki Borgunar sé rétt að miða við 20% þar sem jafnan sé gerð hærri ávöxtunarkrafa til óskráðra félaga. Ávöxtun stefnda BPS hafi samkvæmt þessari aðferðafræði verið 65,5% umfram það sem búast hafi mátt við á markaði, en af þessu leiði að söluandvirði 31,2% eignarhlutar stefnanda í Borgun ha fi verið 1.430 milljónum króna lægra en í samanburðarviðskiptunum og án þess að tekið sé tillit til ríflegrar arðgreiðslu. Hækkunin sé slík, að teknu tilliti til almennrar þróunar hlutabréfaverðs á þessu tímabili, að sönnunarbyrði um það hvort hið lága ver ð er um hafi samist í viðskiptum málsaðila tengist öðru en umræddum valrétti hvíli á stefndu. Þetta viðmið um umfang tjónsins sé að mati stefnanda tækt vegna þess að ekkert hafi komið fram í gögnum málsins eða þá opinberlega sem geri sennilegt að annað en vitneskja um tilvist valréttarins hafi ráðið því hversu háu verði stefndi BPS hafi selt stefnda Ehf. Borgun hluti sína í Borgun í júlí 2015. Stefndu beri sönnunarbyrði fyrir því að svo hafi ekki verið enda standi það þeim nær sem aðila að þeim viðskiptum. E inu gildi hvort samkomulag eða viðbótargreiðsla eða viðskipti stefndu innbyrðis séu lögð til grundvallar, einsýnt sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sökum þess að stefndu hafi ekki upplýst hann um tilvist hugsanlegs tilkalls Borgunar til greiðslu á gr undvelli valréttarins. Í þessu máli sé þess annars ekki krafist að leyst sé úr umfangi 37 tjónsins. En við úrlausn slíkrar kröfu væru forsendur til að dæma stefnanda bætur að álitum ef viðhlítandi sönnur væru ekki taldar hafa verið færðar fyrir umfangi tjónsi ns. Stefnda Borgun hafi borið að upplýsa um valréttinn í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013 og stefndu borið að upplýsa stefnanda að eigin frumkvæði um hugsanlegt tilkall Borgunar til hlutdeildar í greiðslum á grunni valréttarsamningsins. Stefnandi hef ði ekki selt stefndu 31,2% eignarhlut sinn í Borgun gegn hinu umsamda kaupverði ef hin ólögmæta háttsemi stefndu hefði ekki komið til. Stefnandi telji að ef hann hefði verið upplýstur um hugsanlegt tilkall Borgunar til hlutdeildar í greiðslum á grundvelli valréttarsamningsins hefði hann því aðeins selt stefndu eignarhlutinn ef samkomulag aðila hefði með viðunandi hætti tekið mið af valréttinum. Stefnandi miði umfang tjóns síns aðallega við að samkomulag hefði náðst með sambærilegum hætti og í viðskiptum ha ns við Arion banka hf. með 38% eignarhlut í Valitor H. Til vara miði stefnandi umfang tjóns síns við það að eiginfjárvirði Borgunar í viðskiptunum hefði verið hærra sem nemi gangvirði söluréttarins þegar viðskiptin áttu sér stað árið 2014 og stefnandi eigi hlutfallslegt tilkall til þess mismunar. Stefnandi geri aðeins kröfu um að leyst sé úr um lögmæti athafna eða athafna - leysis stefndu án þess að nokkru sé slegið föstu um í hvaða mæli þær aðgerðir hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda. Umfjöllun um tjónið sé nú aðeins sett fram til að leiða líkur að tjóni stefnanda af háttsemi stefndu en hafa megi uppi fjárkröfur í öðru máli. Öll skilyrði sakarreglu um huglæga afstöðu, orsakatengsl og sennilega afleiðingu blasi hér við og hafi mátt vera öllum ljós sem ábyrg ð beri á háttsemi stefndu. Saknæm og ólögmæt háttsemi stefndu hafi orðið stefnanda til fjártjóns og öll skilyrði skaðabóta séu uppfyllt. Verði því að fallast á fyrirliggjandi kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu vegna söluhagnaðar sem stefnandi hefði notið ef hann hefði ekki selt stefndu, BPS og Ehf. Borgun, 31,2% eignarhlut sinn í Borgun gegn því kaupverði sem um hafi samist á grunni saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefndu. Stefnandi hafi ekki vitað og hafni því alfarið að hann hafi mátt vita að Borgun hefði átt hlut í Visa Europe og hvaða réttindi fylgdu þeim hlut, þ. á m. möguleg hlutdeild í söluandvirði Visa Europe ef valréttarins yrði hugsanlega neytt. Hefði stefnandi vitað af hlutdeild Borgunar í valréttinum hefði hann leitast vi ð að ná viðlíka samkomulagi við stefndu og gert var um svipað leyti við Arion banka vegna Valitors. Hvað viðvíkur því hvort stefnandi hafi mátt vita af hlut Borgunar í Visa Europe og þeim réttindum sem honum hafi fylgt ráði úrslitum að stefnandi hafi treys t þeim upplýsingum og gögnum sem honum voru látin í té og að skyldu hans til að afla upplýsinga er að gagni hafi mátt koma við gerð samninganna hafi verið takmörk sett. Með sama hætti og hvílt hafi upplýsingaskylda á stefndu andmæli stefnandi því ekki að honum hafi verið skylt að sýna vissa aðgæslu. Aðgæsluskyldan hafi lotið að því að kanna eiginleika hins selda eins og honum hafi verið unnt með því að draga 38 ályktanir af þeim gögnum og upplýsingum sem stefnanda hafi verið útveguð, eða með sanngirni hafi má tt ætlast til að hann aflaði sér. Verði hér nú vikið að hvoru tveggja. Forsvarsmenn stefndu hafi haft öll gögn Borgunar í fórum sínum og stjórnað því hver þeirra væru látin stefnanda í té. Í þeim gögnum sem stefnanda hafi verið veittur aðgangur að og í kyn ningum stjórnenda hafi ekkert komið fram sem bent hafi til þess að Borgun ætti rétt til hlutdeildar í söluandvirði við nýtingu valréttarins. Eftir að stefnandi samþykkti kauptilboð stefndu Ehf. Borgunar og BPS hafi tilboðsgjafar fengið aðgang að frekari gö gnum sem stefnandi hafi ekki haft aðgang að og ekki vitað hver væru. Vísbendingar um það að í seinna gagnaherberginu hafi verið samningur Borgunar við Visa Europe verði ekki staðreyndar þar sem gagnaherberginu hafi verið lokað án þess að áður hefði verið t ekið af því afrit og ekki liggi fyrir hvaða gögn hafi legið fyrir í því á hverjum tíma. Seinna gagnaherbergið hafi verið sett gagngert upp til þess að KPMG gæti lokið vinnu sinni fyrir stefndu Ehf. Borgun og BPS og þeir þannig getað fullnægt fyrirvara í ka uptilboði um áreiðanleikakönnun. Þá hafi aðgangi stefnanda að seinna gagnaherberginu verið lokað , 3. nóvember 2014, m.a. með vísan til sjónarmiða um að þar væri að finna viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisaðila stefnanda. Af gögnum megi hins vegar ráða að skjöl virðist hafa borist þar inn í kringum dagsettar gagnabeiðnir KPMG. Beiðnir KPMG bendi til að samningsskjöl vegna Visa Europe hafi ekki verið gerð aðgengileg í gagnaherberginu fyrr en eftir 6. nóvember 2014, eða eftir að notendaaðgangi stefnanda hafði verið lokað. Stefnandi hafi því engan aðgang haft að gögnum um tengsl Borgunar og Visa Europe eða um valréttinn í seinna gagnaherberginu, hafi slík gögn verið þar að finna. Þá hafi ekkert komið fram um það af hálfu stefndu eða þeirra þjónustuaðila sem sta ðið hafi að fyrra gagnaherberginu, er opnað hafi verið sumarið 2014 í tengslum við kynningar stjórnenda, að í því gagnaherbergi hafi verið að finna upplýsingar um valréttinn. Stefnanda hafi gefist kostur á að skoða þær kynningar sem stjórnendur héldu og þa r komi heldur ekkert fram um valréttinn með beinum eða óbeinum hætti. Inntak skyldu sem kunni að verða lögð á stefnanda til að afla upplýsinga verði að skoðast í samhengi við þá yfirburðavitneskju er stefndu hafi haft um eignir Borgunar, það traust er stef nandi hafi mátt leggja á þau gögn og upplýsingar er honum hafi verið afhent, og þær hömlur sem gilt hafi um aðgang hans að upplýsingum um Borgun, en möguleikar hans á að kynna sér hið selda hafi verið miklum takmörkunum háðir. Sem fjármálafyrirtæki hafi st efnandi gert sér fulla grein fyrir eðli viðskiptanna og að hlutabréfaviðskiptum fylgi áhætta. Vegi þó þyngra að forsvarsmenn stefndu hafi þekkt eiginleika hins selda betur en stefnandi. Stefnandi hafi ekki komið að stjórnun Borgunar og vegna aðgerða SE haf i hann ekki átt fulltrúa í stjórn þess. Með hliðsjón af því verði ekki litið svo á að stefnandi hafi átt að leita að upplýsingum umfram það er með sanngirni hafi mátt ætlast til. Að teknu tilliti til þessa komi t.a.m. ekki til álita 39 að leggja svo ríka skyl du á stefnanda að honum hafi mátt vera kunnugt um atriði sem Stefnandi hafni því að það hafi verið á almannavitorði að Borgun ætti hlut í Visa Europe eða hvaða réttindi hefðu fylgt því. Þótt fyrir kunni að hafa legið opinberar upplýsingar er draga hafi mátt þær ályktanir af leiði ekki sjálfkrafa af því að stefnandi hafi átt að kynna sér þau gögn er um ræðir eða draga slíkar ályktanir. Ekki ráði heldur úrslitum, ef rétt er, en sé mótmælt, að öllum sem komið hafi að kortaviðskiptum sé vel kunnugt um að það sé forsenda þess að Borgun sinni þeim viðskiptum er félagið Stefnandi hafi vitað, þegar eignarhluturinn í Borgun var seldur, að valrétturinn milli Visa Europe og Visa Inc. væri fyrir hendi. Það hafi verið skilningur stefnanda að vegna sögulegra tengsla Valitors við Visa Europe og yfirburðamarkaðshlutdeildar félagsins í útgá fu Visa - greiðslukorta myndi Valitor, eitt íslenskra kortafyrirtækja, eiga tilkall til ávinnings í kjölfar hugsanlegrar nýtingar valréttarins, ef til hans kæmi, og eftir atvikum fjármálafyrirtæki er gæfu út Visa - greiðslukort sem færsluhirt væru af Valitor, eins og stefnandi. Vegna þessa kom stefnanda ekki til hugar að valrétturinn tengdist stefnda Borgun á nokkurn hátt, auk þess sem sú þjónusta er stefnandi hafi keypt af Borgun tengdist MasterCard - greiðslukortum en ekki Visa - greiðslukortum. Með vísan til fra mangreinds verði ekki litið svo á að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt aðgerðaleysi við að gæta þess réttar er hann sækir að hann hafi fyrirgert honum. Um greiðsluskyldu stefnda vísist til almennu skaðabótareglunnar, meginreglu um vinnuveitendaábyrgð, megin reglna samninga - og kröfuréttar, reglna samningaréttar um ógildingu, forsendubrest, og um tillitsskyldu, auk laga um ársreikninga nr. 3/2006, alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna IAS 1, IAS 8, IFRS 7 og IAS 39, laga um bókhald nr. 145/1994 og almennra hegnin garlaga nr. 19/1940. Krafa um málskostnað byggist á 3. mgr. 129. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, en um varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr., sbr. 1. mgr. 42. gr., og um aðild vísist til 1. mgr. 18. gr. þeirra sömu laga. Málsástæður og lagarök stef ndu SaltPay IIB hf. og Hauks Oddsonar Stefndu SaltPay IIB hf. (þ.e. Borgun) og Haukur Oddsson byggi sýknukröfu á því að engum upplýsingum hafi verið leynt fyrir stefnanda við söluna á hlut stefnanda til meðstefndu. Hjá Borgun hafi engin vitneskja verið um mögulega nýtingu valréttar Visa Inc. og Visa Europe, hvorki um hvenær eða hvort hann yrði nýttur, hvert heildar - verðmæti hans væri, né um hve há upphæð kynni að renna til Borgunar, hvorki hjá forstjóra, öðrum stjórnendum, né starfsmönnum, eins og hafi kom ið fram frá upphafi. Stefnandi byggi bótaábyrgð allra stefndu á því að þeir hafi ekki látið stefnanda í té upplýsingar sem hann telji þá hafa búið yfir. Stefndi Borgun hafi ekki verið aðili að viðskiptunum, en stefnandi byggi bótaábyrgð félagsins á reglum um skaðabætur utan 40 sa mninga, þá aðallega á því að reikningsskil félagsins hafi verið ófullnægjandi, á ógildingarreglum samningaréttar, brotum gegn félaga - og verðbréfamarkaðslöggjöf og vinnuveitendaábyrgð Borgunar. Persónuleg ábyrgð stefnda Hauks Oddssonar sé byggð á stöðu han s sem forstjóra, en að auki á því að hann hafi verið einn kaupenda. Borgun og Haukur Oddsson byggi á því að stefndu hafi ekki brotið neinar skráðar eða óskráðar hátternisreglur í tengslum við kaupin, þ.e. við upplýsingagjöf um rekstur Borgunar, í reiknings skilum félagsins eða í öðrum samskiptum þeirra við stefnanda. Borgun og Haukur Oddsson hafi aldrei sagst ekki hafa vitað af tilvist valréttar - samnings Visa Inc. og Visa Europe eða af aðild Borgunar að Visa Europe. Borgun og Haukur Oddsson hafi þó hvorki v erið í samskiptum við Visa Europe né Visa Inc. vegna valréttarins. Fyrstu samskipti þar um hafi átt sér stað þegar tilkynning barst um fyrirhugaða yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe 2. nóvember 2015 og svo í kjölfar þess. Umfjöllun um sölurétt Visa Europe á Visa Inc. sé lítil sem engin í ársreikningum Visa Europe fram til 2015 þegar salan á fyrirtækinu var ákveðin. Eignarhald á Visa Europe hafi verið í höndum um 3.000 evrópskra banka og greiðsluveitna í 38 ríkjum. Stærsti eigandi hafi verið Barcleys Plc. , en aðrir stórir eigendur verið Lloyds Banking Group Plc og Worldpay Group Plc. Árið 2013 sé lítillega minnst á söluréttinn, sbr. : - called ´put option´ was established which could facilitate, under pre - agreed terms, the sale af Visa Europe t o Visa Inc. As part of its normal business fyrr en í ársreikningi 2015 þegar kaupin höfðu verið ákveðin og söluvirðið tekið fram, Í ársreikningum Visa Inc., aftur til ársins 2010, sé aftur á móti mikil umfjöllun á hverju ári um sölurétt Visa Europe á Visa Inc., sérstaklega vegna þeirrar skyldu er hvílt hafi á Visa Inc. um kaupverðið. Árlega séu þ ar dregin fram helstu atriði, aðallega að sölurétturinn feli í sér að ef Visa Europe ákveður að nýta hann sé Visa Inc. skylt að kaupa fyrirtækið í heild sinni, enda sé Visa Europe heimilt að virkja söluréttinn á hvaða tíma sem er. Þá hafi virði söluréttari ns verið metið þar árlega og dregið fram í n að meta söluréttinn. Á sama tíma sé talað um að þetta séu aðeins nálganir og að ekki væri hægt að styðjast við þær ef sölurétt urinn yrði nýttur í framtíðinni. Kaupverð Visa Europe sé þar hins vegar aldrei nákvæmlega metið ár frá ári. Ávallt sé talað um sölurétturinn innihaldi formúlu sem ákveði kau pverð Visa Europe sem ákvarðist af for determining the purchase price of the Visa Europe shares, which subject to certain adjustments, applies Visa Inc.´s forward pri ce - to - 41 Europe´s adjusted sustainable income for the forward 12 - month period, or the key inputs to this formula, including Visa Europe´s adjusted sustainable income, will be the result of negotiation between us and Visa Europe. The put option provide s an arbitration mechanism in the event that the two parties are unable to agree on the fyrr en rétturinn sé nýttur og viðskiptin fari fram. Það sé fyrst í ársreikningi 20 14 að sett sé fram nánari nálgun á söluverðið, sbr . Þannig hafi í ársreikningum Visa Inc. ekki verið að finna vísbendingu um hvort, hvenær, eða hvaða þýðingu valrétturinn gæti haft fyrir aðildarfélög eins og Borgun. Þetta hafi jafnframt verið skilningur stefnanda í skýrslu hans til Alþingis. Í skýrslunni hvernig samningur yrði útfærður og hvaða áhrif valrétturinn myndi hafa á einstök mræmi við þá takmörkuðu vitneskju sem stefndu Borgun og Haukur Oddsson hafi haft. Í reikningsskilum stefnanda sé getið um valréttinn árin 2014 og 2015 vegna sölu hans á hlut sínum í Valitor H, þar sem sérstakur viðauki hafi verið við samninginn vegna mögul egra greiðslna til Valitors kæmi til nýtingar valréttarins. Í reiknings - ekki liggi fyrir hvort og þá hvenær hann verði nýttur. Sé því ekki ástæða til þess að verðmeta hann sjálfur litið á valréttinn sem óljós verðmæti og ekki talið vera unnt að verðmeta hann, rétt eins og stefndu hafi ávallt talið það vera ómögulegt í ljósi eðlis hans. Meginstarfsemi Bo rgunar hafi verið færsluhirðing fyrir Visa, Visa Electron, MasterCard, Maestro, JCB, Diners Club og American Express, og útgáfuþjónusta fyrir útgefendur MasterCard - , Maestro - og American Express - korta. Viðskipti Borgunar við Visa Europe hafi einkum verið v egna færsluhirðingar, ekki útgáfuþjón - ustu , en enginn greinarmunur sé gerður á þ ví tvennu hvað varði aðild að Visa Europe. Á þeim tíma er salan fór fram hafi öllum er störfuðu á greiðslukortamarkaði átt að vera ljóst að Borgun gæti sinnt færsluhirðingu fy rir allar helstu tegundir korta hér á landi enda hafi félagið um árabil auglýst heildarlausn í færsluhirðingu. Valitor hafði þá einnig hafið færsluhirðingu vegna MasterCard. Sérstaða félaganna hafi aðeins verið sú að Borgun hafi haft sterkari tengsl við Ma sterCard en Valitor við Visa. Samningar Borgunar við erlendu kortafyrirtækin séu mikilvægustu samningarnir sem Borgun eigi aðild að ásamt starfsleyfi félagsins frá FME. Leyfið og samningarnir 42 séu forsenda þess að félagið geti sinnt starfsemi sinni. Enginn þessara samninga hafi verið kynntur sérstaklega fyrir stefnanda enda séu þeir álitnir grundvallarsamningar og gengið út frá því að stærstu fjármálastofnun landsins væri kunnugt um þá. Þannig hafi ekki verið tilkynnt sérstaklega í hvaða formi þeir væru eða þá um efni þeirra. Í kynningum stjórnenda Borgunar í ágúst 2014 hafi m.a. verið vikið að hlutfalli Visa - færsluhirðinga. Þá hafi þar verið að finna ýmsar tilvísanir til Visa og merki Visa verið að finna á ýmsum glærum. Markmið með kynningunum hafi verið það að kynna stefnu og kjarnastarfsemi Borgunar, en ekki að telja upp helstu lykilsamninga þess. Almennt sé ekki fjallað um aðild Borgunar að Visa Europe í gögnum hjá Borgun. Víða komi það hins vegar fram að fyrirtækið sinni færsluhirðingu á VISA - kortum. Inna n Borgunar hafi ekki verið litið á hlutinn í Visa Europe sem mikil verðmæti heldur samning er veitti heimild til að sinna færsluhirðingu og einnig útgáfu ef til þess kæmi. Innan Borgunar hafi engin vitneskja verið um mögulega tímasetningu þess hvenær valré ttur Visa Inc. og Visa Europe yrði nýttur eða hvort hann yrði yfirhöfuð nýttur. Samningurinn hafi verið gerður 2007 til 99 ára. Í mars 2013 hafi verið fréttir á ýmsum fréttamiðlum um að eigendur Visa Europe myndu nýta sölurétt sinn. Stefndu telji þessar fr éttir varpa ljósi á hversu óljós réttindi hafi verið um að ræða. Þannig sé hans. Til þess að af nýtingu hans yrði hafi annaðhvort þurft að koma til ákvörðun Visa Europe eða Visa Inc., þar sem valrétturinn hafi verið gagnkvæmur. Ómögulegt hafi verið að vita hvort eða hvenær slík ákvörðun yrði tekin. Útilokað sé að stefndu geti hafa búið yf ir upplýsingum í þá veru án þess að þær hefðu verið opinberar og borist til þeirra um fréttaveitur. Nýtingin hafi einnig verið háð samþykki yfirvalda, þ. á m. framkvæmdastjórnar ESB, en það samþykki hafi fengist 3. júní 2016. Verðmæti hlutdeildar hvers aði ldarfélags Visa Europe í valréttinum hafi því verið óljóst fram að nýtingu hans og það sjáist m.a. af framsetningu reiknireglunnar í F - hluta aðildarreglugerðar. Í henni séu forsendur sem Borgun hafi ekki getað þekkt. Þá hafi með öllu verið óljóst hvenær va lrétturinn yrði nýttur. Það megi t.d. ráða af fréttum er birtar hafi verið allt frá 2013 og þar til að ljóst hafi orðið að valrétturinn yrði nýttur. Þá hafi enginn hinna þriggja stóru viðskiptabanka á Íslandi talið verðið óeðlilegt er greitt hafi verið í v iðskiptum meðstefndu við stefnanda með hluti í Borgun. Arion banki hafi fengið svipað verð fyrir hluti sína í Borgun án fyrirvara vegna valréttarins. Íslandsbanki hafi um árabil verið meirihlutaeigandi í Borgun og haft þar háða stjórnarmenn. Íslandsbanka h afi staðið það til boða að kaupa hlut stefnanda á sama verði og kaupendur hafi greitt fyrir hlutinn. Ákveðið hafi verið innan bankans að kaupa ekki hlut stefnanda. Hefði verið svo augljóst fyrir aðila er voru kunnugir rekstri Borgunar að um væri að ræða al ltof lágt verð, þar sem miklar líkur væru á að fljótlega 43 myndu mikil verðmæti falla Borgun í skaut, verði að telja það líklegt að niðurstaðan hjá Íslandsbanka varðandi hugsanleg kaup hefði orðið allt önnur en reyndin varð. Þetta sýni það að engir sem þekkt hafi íslenska kreditkortamarkaðinn og rekstur Borgunar hafi haft vitneskju um það að valrétturinn yrði nýttur innan skamms, hvað þá að háar fjárhæðir myndu við það renna til Borgunar. Borgun og Haukur Oddsson höfðu ekki verið í neinum samskiptum við Visa Europe, ekki haft upplýsingar um forsendur að baki reiknireglunni og enga vitneskju haft um hvort eða hvenær valréttur - inn yrði mögulega nýttur, eða hvert yrði mögulegt heildarverðmæti hans og hver möguleg hlutdeild Borgunar yrði, og sama eigi við um aðra starfsmenn og stjórnendur. Stjórn Borgunar hafi ekki haft upplýsingar um mögulega nýtingu valréttarins og áhrif þess frekar en aðrir starfsmenn og stjórnendur. Hafi stjórnin ekkert vitað um hvaða breytingar sameiningin hefði í för með sér, sbr. fundarger ð frá stjórnarfundi, 23. nóvember 2015, þar sem komi fram að stjórn Borgunar hafi þá ekki gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar það hefði fyrir félagið ef Visa Europe sameinaðist Visa Inc. Í áreiðanleikakönnun KPMG vegna kaupa meðstefndu á hlut stefnanda í Borgun sé aðild Borgunar að Visa Europe nefnd. Hvergi sé þar hins vegar fjallað um það að möguleikar á greiðslum vegna valréttarins geti leitt til umtalsverðs hagnaðar fyrir Borgun. Það eina sem fram komi um valréttinn í sérstakri umfjöllun um samninga ekki hafa álitið að veruleg verðmæti fælust í aðild Borgunar að Visa Europe. Þá hafi he ldur ekkert verið vikið að mögulegum greiðslum vegna valréttarins í því verðmati KPMG sem gert hafi verið í tengslum við fyrirhuguð kaup UPG á öllu hlutafé í Borgun haustið 2015. Þetta verðmat KPMG hafi verið kynnt fyrir stjórn Borgunar 17. desember 2015. Hafi stjórnendur Borgunar ekkert gert til að tryggja rétt sinn sérstaklega vegna valréttarins í tengslum við hugsanleg kaup UPG þar sem þeir hafi enga vitneskju haft um þýðingu þess ef valrétturinn yrði nýttur. Þetta sýni það að stjórnendur Borgunar, og þ. á m. Haukur Oddsson, hafi þá alls enga vitneskju haft um mögulegt verðmæti valréttarins, eða mögulega hlutdeild Borgunar vegna mögulegrar nýtingar hans, enda hafi þeir haft alla hagsmuni af því að valrétturinn yrði tekinn inn í verðmatið þar sem það hefði leitt til hækkunar í hugsanlegum viðskiptum við UPG. Ljóst sé því að engin vitneskja hafi verið fyrir hendi hjá stjórnendum Borgunar eða öðrum starfsmönnum um að nýting valréttarins gæti haft verulega þýðingu fyrir stöðu Borgunar. Borgun hafi átt í minni samskiptum og viðskiptum við Visa og í mun skemmri tíma en helsti samkeppnisaðilinn, Valitor. Stefndu hafi ekki átt í samskiptum við Visa Europe um valréttinn. Enginn stjórnenda eða starfsmanna Borgunar, þ. á m. Haukur Oddsson, hafi gert sér grein fyrir þv í að nýting valréttarins gæti haft verulega þýðingu fyrir Borgun. Innan Borgunar hafi aldrei verið hugað að því að valrétturinn 44 gæti skipt máli fyrir félagið, allt fram til þess tíma er kynnt hafi verið hver hlutdeild Borgunar yrði, 22. desember 2015. Einu ngis nokkrum dögum fyrr, 17. desember 2015, þegar verðmat KPMG vegna tilboðs UPG var kynnt, hafi ekki verið reiknað með því að valrétturinn yrði til þess að breyta verðmæti Borgunar svo miklu næmi, þrátt fyrir að nýting hans hefði verið gerð opinber tæpum tveimur mánuðum fyrr. Stefndi Haukur Oddsson hafi aldrei gefið rangar upplýsingar í tengslum við kaupin. Hann hafi vitað almennt af tilvist valréttarins og af aðild Borgunar að Visa Europe. Hann hafi hins vegar lengst af engar upplýsingar haft um hugsanleg a nýtingu valréttarins, hvort eða hvenær af yrði og hvert mögulegt verðmæti væri eða hver líkleg hlutdeild Borgunar yrði ef til þess kæmi. Sá stefndi hafi fyrst fengið fréttir af nýtingu valréttarins 2. nóvember 2015 og um hlutdeild Borgunar í greiðslum í desember 2015. Stefndi Haukur Oddsson hafi ekki tekið þátt í samningaviðræðum stefnanda og meðstefndu um kaupin á hlut stefnanda í Borgun. Hann hafi tekið þátt í kynningu á félaginu í ágúst 2014 og tilkynnt um opnum gagnaherbergis í sama mánuði. Síðan hafi hann boðið notendum gagnaherbergisins að hafa samband við starfsmann lögfræðisviðs stefnda Borgunar vegna óska þeirra um gögn og fundi. Engar rangar upplýsingar hafi verið veittar í þessum kynningum. Fyrst og fremst hafi þar verið um að ræða almenna kynni ngu á stefnu og kjarnastarfsemi Borgunar. Þá hafi stefndi Haukur aldrei verið í beinu sambandi við fulltrúa stefnanda í tengslum við kaup in . Stefnandi haldi því fram að hann hafi lengst af ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe og því talið að Valitor myndi, eitt íslenskra kortafyrirtækja, eiga tilkall til þess hagnaðar se m fylgt hafi valréttinum. Óumdeilt sé að stefnandi hafi vitað að valrétturinn væri fyrir hendi þegar hann seldi hlutinn í Borgun. Stefndu telji einnig að stefnandi hafi vitað, eða þá mátt vita, að Borgun væri aðili að Visa Europe. Í ljósi upplýsinga sem nú liggi fyrir um sölu stefnanda á hlut sínum í Valitor H, og áskilnaði er stefnandi hafi gert þar um hugsanlegt verðmæti valréttarins, byggi stefndu á því að stefnandi hafi haft tilefn i til að leita frekari vitneskju um eðli aðildar Borgunar að Visa Europe og hvort hún gæti verið grundvöllur sams konar verðmæta og bankinn hafi talið að gætu falist í hlut hans í Valitor. Stjórnendur stefnanda hafi verið í beinum samskiptum við Visa Europ e en Borgun ekki og þeir sýnilega haft upplýsingar um hugsanlegt verðmæti valréttarins sem stjórnendur Borgunar hafi ekki haft. Stefnandi hafi vísað til þess að verðmat hans á stefnda Borgun hafi verið unnið út frá opinberum fjárhagsupplýsingum, þeim upplý singum sem komið hafi fram í kynningum stjórnenda á félaginu í síðari hluta ágúst 2014 og gögnum sem lögð hafi verið fram í tengslum við kynningarnar. Stefndi Borgun telji að upplýsingar um hlut félagsins í Visa Europe hafi verið opinberar fjárhagsupplýsin gar. Í öllum gögnum um Borgun megi glögglega sjá það að Visa sé eitt vörumerkja stefnda Borgunar, þ. á m. í umræddum kynningum sem stefnandi hafi byggt verðmat sitt á. 45 Innan Landsbankans hafi verið full vitneskja um það að Borgun hefði lengi verið í viðski ptum við Visa vegna færsluhirðingar, sbr. svar Landsbankans til Ríkisendur - skoðunar frá 28. júní 2016, sem fram komi í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans, sbr . Visa EU og Visa Inc. varð opinber í janúar 2016, hafa kortasérfræðingar bankans upplýst um það, aðspurðir, að þeir hafi vitað að Borgun væri í viðskiptum við Visa ljóst að stefnandi hafi haft vitneskju um að Borgun gat sinnt færsluhirðingu fyrir VISA - kort. Stefndu telji því ljóst að stefnandi hafi vitað eða þá í öllu falli mátt vita, með einfaldri fyrirgrennslan, að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe, miðað við þá starfsemi sem stefnd i Borgun bæði hafi sinnt, gat sinnt og hafi boðið upp á. Hafa beri í huga að innan stefnanda hafi verið og sé fyrir hendi sérfræðiþekking á þessu tiltekna sviði, og þá sennilega sú mesta sem nokkurt íslenskt fyrirtæki búi eða hafi búið yfir. Stefnandi hafi einnig haft vitneskju um að Borgun gæti sinnt útgáfuþjónustu vegna VISA - korta. Stefndu telji að sú staðreynd hafi verið stefnanda kunn um langa hríð, en í síðasta lagi frá 15. apríl 2014, þegar stefnanda hafi borist tilboð Borgunar í útgáfu - og vinnsluþjó nustu fyrir greiðslukort Landsbankans. Þau samskipti hafi farið fram á sama tíma og fyrstu viðræður áttu sér stað um kaup meðstefndu á hlut stefnanda í stefnda Borgun, en fyrsta tilboð meðstefndu hafi verið gert 13. mars 2014. Tengsl hafi verið milli þess að stefnandi hafi sóst eftir tilboðum í útgáfuþjónustu og sölunnar á Borgun. Þetta hafi því ekki verið tvö aðskilin atvik heldur rík tengsl verið þar á milli er hafi falist í endurskoðun stefnanda á kortamálum sínum. Á sama tíma og stefnandi seldi hlutina í Valitor og Borgun hafi hann gert samning við Valitor um að félagið myndi halda áfram að gefa út VISA - kort í samstarfi við Valitor. Mikil undirbúnings - og rannsóknarvinna hafi því átt sér stað innan stefnanda um kortaútgáfu, eignarhald stefnanda í kortafé lögum og framtíðstefnumótun á þessu sviði. Þá hafi stefnandi gert samning við Visa Europe er hafi m.a. falið í sér milliliðalaust samband við fyrirtækið. Stefnandi hafi á þeim tíma er viðskiptin fóru fram talið sig geta reiknað eða áætlað greiðslur til Val itors vegna valréttarins. Stefnandi hafi verið í samskiptum við Visa Europe og valrétturinn verið þar til umfjöllunar, sbr. lýsingar stefnanda á beinum samskiptum við Visa Europe í tengslum við sölu á hlutnum í Valitor H í stefnu: amningnum sérstakt samkomulag um viðbótargreiðslu kaupverðs, sem unnið var frá miðjum nóvember 2014, eftir að samningsaðilar höfðu meðal annars fundað með og leitað upplýsinga hjá fulltrúum Visa Europe Ltd. varðandi valrétt Visa Inc. og Visa Europe Ltd., t il að ganga úr skugga um hvernig unnt væri að semja um og útfæra sérstaka viðbótargreiðslu vegna andvirðis Visa Europe. Stefnandi hafi haft aðgang að aðildarreglugerð Visa Europe á þeim tíma 46 sem viðskiptin með hlutinn í Borgun áttu sér stað. Bendi flest til þess að stefnandi hafi búið yfir mun meiri upplýsingum um hugsanlegt verðmæti valréttarins en stefndu. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að rannsaka við þetta tilefni aðild Borgunar að Visa Europe. Stefnandi hafi vísað til þess að sú þjónusta er stefnandi hafi keypti af Borgun hafi tengst MasterCard - greiðslukortum en ekki VISA - greiðslukortum sem eina skýrin gu þess að hann hafi ekki tekið tillit til valréttarins við söluna í Borgun. Komi fram í skýrslu stefnanda til Alþingis að þegar hann hafi samið um sölu á hlutum í Borgun hafi verið litið til sögu viðskipta bankans við Borgun. Stefndu telji því, í ljósi þe kkingar stefnanda á valréttinum og á kortaviðskiptum, að stefnandi hafi sjálfur ekki talið forsendur til að semja um hlut í greiðslum til Borgunar, þar sem ávinningurinn hefði ekki tengst viðskiptum stefnanda við Borgun heldur annarri starfsemi Borgunar. S tefnandi hafi því metið það sjálfur svo að hann gæti ekki átt rétt til hlutdeildar í greiðslum Visa Europe til Borgunar yrði af nýtingu valréttarins. Þannig taki bankinn og Borgun, hins vegar, gerði það að verkum að ekki var talin ástæða og/eða grund - völlur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans viðskipta ha ns og Borgunar er réð i því að stefnandi gerði engan reka að því að tryggja rétt sinn vegna mögulegrar hlutdeildar Borgunar í greiðslum vegna valréttarins. Stefnandi hafi haft ráðrúm til að skoða og óska eftir gögnum í gagnaherberginu. En í viljayfirlýsingu milli kaupanda og seljanda 23. júlí 2014 komi fram að stefnandi hafi haft heimild til að gera sjálfur áreiðanleikakönnun á félaginu á eigin kostnað til að staðreyna verðmæti þess fyrir sitt leyti og þar með virði þeirra hluta sem kaupunum hafi verið ætlað að ná til. Þessu hafi stefnandi þó ekki sinnt. Þá komi eftirfarandi fram munu óska eftir afhendingu nauðsynlegra fjárhagsupplýsinga um Félagið ásamt öðrum þeim upplýsingu m sem þýðingu hafa um rekstur þess, til að leggja mat á virði hluta í Félaginu, gegn undirritun sérstakrar trúnaðaryfirlýsingar, eftir því sem Félagið ákveður og gerir kröfu um. Í fyrstu munu aðilar óska eftir því að veittur verði aðgangur að sex mánaða up pgjöri ásamt rekstraráætlunum Félagsins og síðan eftir atvikum óska upplýsingum að frumkvæði aðila kaupsamningsins. Í stefnu komi fram að stefnandi hafi ekki nýtt sér aðgang s inn að síðara gagnaher - upp til að gera tilboðsgjöfum kleift að aflétta fyrirvara sínum í kauptilboðinu um tsemi stefnanda að skoða ekki eða óska ekki eftir gögnum. Gagnaherbergið hafi ekki aðeins verið sett upp til að aflétta fyrirvara um áreiðanleikakönnun þar sem stefnanda hafi einnig verið 47 veittur aðgangur. Þegar í ljós hafi komið að óheftur aðgangur stefna nda gæti ekki orðið vegna samkeppnissjónarmiða hafi stefnanda verið boðið að fá afhent gögn í nýtt gagnaherbergi. Skýringar stefnanda séu því haldlausar og ákvörðun um að athuga ekki eða láta vera að spyrja út í aðild Borgunar að Visa Europe hljóti að vera á hans ábyrgð. gögnum sem honum voru látin í té og skyldu hans til að afla sér upplýsinga sem að haldi ð því fram að öll gögn eða tæmandi upplýsingar um starfsemi Borgunar hafi verið settar inn í gagnaherbergið á meðan stefnandi hafði aðgang að því né að tæmandi upplýsingar hafi verið veittar í kynningum stjórnenda. Þvert á móti hafi stefnanda ítrekað verið boðið að óska eftir gögnum sem hann teldi nauðsynleg. Einu takmarkanir á að stefnandi gæti óskað eftir aðgangi að upplýsingum hafi varðað gögn sem tengst hafi keppinautum hans. Stefnandi hafi raunar aðeins einu sinni óskað eftir gögnum, sbr. tölvupóst 28. ágúst 2014, þegar starfsmaður stefnanda hafi sent starfsmanni Borgunar, sem séð hafi um upplýsingagjöf í tengslum við söluna, tölvupóst og óskað eftir kynningum stjórnenda Borgunar í ágúst 2014 og sex mánaða uppgjöri Borgunar. Stefnandi hafi því með þekki ngu sinni á kortaviðskiptum og á starfsemi Visa Europe haft vitneskju um aðild Borgunar að Visa Europe í ljósi þeirrar þjónustu sem Borgun hafði boðið upp á um árabil. Stefnandi hafi bæði vitað af færsluhirðingu Borgunar á VISA - kortum og að Borgun gæti boð ið útgáfuþjónustu fyrir VISA - kort. Í öllu falli hafi stefnandi a.m.k. mátt vita af aðild Borgunar að Visa Europe. Í ljósi þess sem rakið hefur verið um vitneskju stefnanda um valréttinn og þekkingu hans á starfsemi Borgunar, þrátt fyrir að hafa ekki haft h áða stjórnarmenn og ekki komið að rekstri félagins, telji stefndu að stefnandi hafi a.m.k. haft ríkt tilefni til að athuga nánar viðskipti Borgunar við Visa Europe og þá mögulega aðild félagsins að Visa Europe. Það hafi stefnandi ekki gert, heldur virðist sjálfur hafa metið það svo að hann gæti ekki gert tilkall til greiðslna vegna hlutdeildar Borgunar í heildarvirði valréttarins er myndi byggjast á Visa - viðskiptum stefnda, ekki á viðskiptum við stefnanda. Þetta mat hafi farið fram án samráðs við kaupendur eða Borgun og Hauk Oddsson. Stefnandi hafi ekki sinnt þeirri aðgæsluskyldu er hvílt hafi á honum sem seljanda. Stefnandi hafi talið valréttinn vera þýðingarmikinn á meðan stefndu hafi aldrei talið vera forsendur til þess að meta hann sem veruleg verðmæti. Stefndu telji því að það að óska nánari upplýsinga um atriði er mikilvæg séu í augum stefnanda falli innan þess er telja megi að með sanngirni megi ætlast til að stefnandi hefði leitað upplýsinga um. Stefnandi hafi látið hjá líða að óska upplýsinga um þett a þó svo að ekkert hafi staðið því í vegi. Samkvæmt áritun óháðs endurskoðanda hafi ársreikningur Borgunar fyrir 2013 verið gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafi verið staðfestir af ESB. Tekið sé fram að gerð og framsetning ársreikningsins sé á ábyrgð 48 stjórnar og forstjóra. Niðurstaða endurskoðanda hafi verið sú að ársreikningurinn gæfi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2013 og af efnahag þess 31. desember 2013. Stefnandi byggir á því að reikningsskilum stefnda Borguna r fyrir árið 2013 hafi verið ábótavant þar sem ekki hafi verið greint frá mati, færslu eða öðrum upplýsingum um eignarhlut Borgunar í Visa Europe, og eins hafi farið um valréttinn um kaup og sölu á eignarhlut Borgunar í Visa Europe til Visa Inc. Stefnandi haldi því enn fremur fram að rétt hefði verið að upplýsa um það í ársreikningi 2013 að Borgun kynni að fá verulegar greiðslur í framtíðinni á grunni valréttarins þó óvissa hafi ríkt um endanlega fjárhæð greiðslu. Í þessu samhengi sé rétt að taka fram að í ársreikningi stefnanda fyrir árið 2014 segi svo um þýðingu valréttarins vegna sölu stefnanda á hlut sínum í Valitor hf. til Arion banka hf. í sér samkomulag milli aðila um v iðbótargreiðslur kaupverðs. Samkvæmt samkomulaginu mun Arion banki greiða bankanum viðbótargreiðslur fái Valitor, eða dóttufélög Valitor, greiðslur frá Visa Europe vegna tiltekins valréttarsamnings sem í gildi er milli Visa Europe og Visa Inc. Bankinn hefu r ekki fært neinar fjárhæðir í ársreikning þennan í tengslum við þessar mögulegu viðbótar - greiðslur þar sem ákvörðun um virkjun valréttarins er hvorki á valdi bankans né Arion banka, veruleg óvissa ríkir um það hvort eða hvenær greiðslur vegna valréttarin s kunna að verða inntar af hendi og veruleg óvissa er um mögulegt andvirði slíkra að verðmeta hann þegar hann hafi talið fram eftir sölu sína í Valitor H. Í stefnu byg gi stefnandi einnig á því að Borgun hafi í skýrslu stjórnar ekki veitt nægar upplýsingar um virði valréttarins í tengslum við eignarhlut félagsins í Visa skýrslu stj órnar með ársreikningi skuli upplýsa um atriði sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu félagsins og afkomu þess á reikningsárinu og ekki koma fram í því að rétt hefði v erið að meta valréttinn til verðs í ársreikningi fyrir árið 2013. Í lögum um ársreikninga sé ekki að finna skilgreiningu á mikilvægi í reikningsskilum. Í 3. gr. laganna sé kveðið á um að semja skuli ársreikning í samræmi við lögin, reglugerðir og settar re ikningsskilareglur eftir því sem við eigi. Sé ekki mælt fyrir um tiltekið atriði í lögunum eða reglugerðum skuli fara eftir viðeigandi ákvæðum í settum reikningsskilareglum. Í 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna séu alþjóðlegir reikningsskila - staðlar skilgreind 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 1606/2002 sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt Við mat á mikilvægi (e. materiality) í reikningsskilum sé því eðlile gt að horft sé til alþjóðlegra reikningsskilastaðla, þá sérstaklega Hugtakaramma reikningsskilanna 49 (e. Conceptual framework). Stefndu telji að upplýsingar um mögulegt virði valréttar - ins geti ekki hafa talist mikilvægar í skilningi alþjóðlegra reikningssk ilastaðla, og þar með 2. tl. 65. gr., þar sem m.a: a) 10 evra fjárfestingu stefnda Borgunar hf. í Visa Europe verði að telja aðildargjald og gangvirði þeirrar fjárfestingar ekki endurmetið á reikningsskiladegi, enda um óverulega fjárhæð að ræða, b) Óvissa hafi ríkt um hvort eða hvenær valrétturinn yrði nýttur, c) Ákvörðun um nýtingu valréttarins hafi ekki verið í höndum félagsins, heldur Visa Inc. og Visa Europe sem hafi haft 99 ár frá samningsdegi til að nýta réttinn, d) Ekki hafi legið fyrir áreiðanlegt m at á virði valréttarins (sbr. umfjöllun í ársreikningi Visa Inc.), e) Ekki hafi legið fyrir hver hlutdeild félagsins yrði í greiðslum frá Visa Inc. ef valrétturinn yrði nýttur, d) Ekki hafi legið fyrir áreiðanlegar upplýsingar um að virði valréttarins væri verulegt. Hefði valrétturinn verið metinn á reikningsskiladegi, 31. desember 2013, miðað við upplýsingar er þekktar séu í dag hefði gangvirði verið óverulegt í heildarsamhengi reikningsskila félagsins og því ekki haft áhrif á ákvarðanir notenda reikningss kilanna. Þá sé vísað til þess að sami háttur hafi verið hafður á í ársreikningum Valitors, Visa Ísland ehf. og móðurfélags beggja, Valitors H, fyrir árin 2013 og 2014. Í þeim reikningum sé hvergi minnst á mögulegar greiðslur á grunni valréttarins í skýrslu stjórnar né annars staðar í ársreikningunum. Þetta sé staðreynd þrátt fyrir að eini yfirlýsti tilgangur með rekstri Visa Ísland ehf. samkvæmt ársreikningi félagsins, hafi Þá komi fram í reikningsskilum Valitors og Valitors H að þau hafi verið gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Enn fremur hafi ársreikningar allra félaganna verið endurskoðaðir og þeir fengið fyrirvaralausa áritun. Við sölu stefnanda á hlutnu m í Valitor hafi verið lagt mat á hugsanlegt verðmæti valréttar Valitors í Visa Europe og hafi stefnandi áskilið sér viðbótargreiðslu sem næmi hluta af verðmæti valréttarins kæmi til þess að Visa Europe sameinaðist Visa Inc., eins og raunin hafi orðið. Þrá tt fyrir að samningurinn hafi borið með sér að aðilar hans hefðu haft upplýsingar um að valrétturinn kynni að reynast mikils virði sjái þess ekki stað í ársreikningum, hvorki stefnanda né Valitors. Stefnandi virðist byggja á því að Valitor hafi ekki verið skylt að færa verðmæti valréttar til eignar í reikningsskilum sínum, er hann hafi þó haft einhverja vitneskju um, en hann geri þá kröfu að Borgun færi til eignar verðmæti sem félagið hafi enga vitneskju haft um á umræddum tíma. Því sé mótmælt að stjórnendu engar upplýsingar haft er réttlættu annað en færslu virðis hlutabréfaeignarinnar í Visa Europe á kostnaðarverði. Ekki sé vitað um neinn aðila, hvorki hér á landi né erlendis, sem á þessum tíma hafi uppfært hlutareign sína í Visa Europe vegna hugsanlegrar sameiningar Visa Europe og Visa Inc. Þá sé sú forsenda röng að upplýsingar um að 50 Borgun kynni að fá greiðslur á grundvelli valré ttarins hafi átt að færa í reikningsskilin því um sé að ræða mikilvægar upplýsingar í skilningi alþjóðlegra reikningsskilastaðla þar sem þær hefðu getað haft áhrif á ákvarðanir notenda ársreikningsins. Stefnandi haldi því fram að stefndu hafi ekki veitt næ gar upplýsingar um mögulegar greiðslur vegna valréttarins. Þessu sé mótmælt þar sem stjórnendur Borgunar hafi ekki haft þær upplýsingar sem verið hefðu forsendur slíkrar upplýsingagjafar. rfellingar eða rangfærslur liða eru mikilvægar ef þær gætu, hver og ein eða í heild, haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir notenda sem teknar eru á grundvelli reikningsskilanna. Mikilvægi er háð stærð og eðli úrfellingar eða rangfærslu og er metið út frá a ðstæðum Samkvæmt greininni beri að meta mikilvægi fjárhagsupplýsinga út frá stærð, eðli eða hvoru tveggja. Í inngangi staðalsins IAS 8 (IAS 8.IN7) sé umfjöllun um mikilvæ gi í tengslum við ofangreinda skilgreiningu IAS 8.5 á úrfellingum eða rangfærslum. Þar applying them is immaterial. This complements the statement in IAS 1 that disclosures requ þeim tíma sem reikningsskil fyrir árið 2013 voru gerð hafi hvorki stærð né eðli þeirra upplýsinga sem legið hafi fyrir um mögulegar greiðslur af valréttinum, eða sambland þeirra, gefið tile fni til þess að greint yrði sérstaklega frá þeim í skýringum með upplýsingar sem ekki hafi verið þörf á að birta í ársreikningi. Önnur aðildarfélög Visa Europe er semji r eikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og birti opinberlega hafi fært reikningsskilin hvað þetta varði eins og Valitor og Borgun hafi gert. Hvorki hafi valrétturinn verið sérstaklega tilgreindur í reikningsskilunum, eða hans getið í ský ringum fyrir árið 2013, né hafi verðmæti hlutareignar í Visa Europe verið fært upp vegna valréttarins. Það sama virðist eiga við um reikningsskil fyrir 2014 hjá aðildarfélögum Visa Europe sem stefndu hafi kannað. Þessu til stuðnings sé hér listi yfir nokku r slík félög og tilgreindir endurskoðendur ársreiknings þeirra fyrir árið 2013: Danske Bank endurskoðandi KPMG, Swedbank endurskoðandi Deloitte AB, Bayern LB endurskoðandi Deloitte & Touche GmbH, Unicredit endurskoðandi Deloitte & Touche GmbH, Comm erzbank endurskoðandi PricewaterhouseCoopers, Deutsche Bank endurskoðandi KPMG AG. Framangreindar fjármálastofnanir séu virtar á heimsvísu og kappkosti að birta í reikningsskilum sínum allar mikilvægar og viðeigandi upplýsingar. Þessi félög séu endurskoð uð af ýmsum endurskoðunarfyrirtækjum sem öll eigi það sammerkt að vera bæði þekkt og viðurkennd á heimsvísu. Við skiptingu á greiðslum vegna nýtingar valréttarins hafi hlutdeild allra ofangreindra aðila reynst vera umtalsverð í samhengi 51 reikningsskila þeir ra og hafi verið fjallað um viðskiptin í árshlutareikningum þeirra allra eftir söluna. Þetta sjónarmið hafi verið allsráðandi, og hafi stefndu ekki vitneskju um neinn aðila sem hafi greint frá slíkum upplýsingum í reikningsskilum fyrir 2013. Í stefnu vísi Fram e work for Financial Reporting) sem Alþjóðareikningsskilaráðið (e. IASB) hafi samþykkt og leggi til grundvallar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum þar sem fjallað sé um það hvenær fjárha gsupplýsingar séu taldar viðeigandi (e. relevant). Ofgnótt skýringa er ekki séu mikilvægar eða viðeigandi hafi lengi verið viðvarandi vandamál sem hafi margsinnis verið rætt innan Alþjóðareikningsskilaráðsins (IASB). Framsetning upplýsinga sem ekki eru mik ilvægar eða viðeigandi sé til þess fallin að varpa skugga á eða gera minna úr þeim þáttum og atriðum sem eru virkilega mikilvæg og viðeigandi í reikningsskilum hverju sinni. Hlutverk stjórnenda hverju sinni sé að meta hvaða upplýsingar skuli sýna og hvað s kuli ekki sýna til að ná fram markmiðum með reikningsskilum um skiljanleika, mikilvægi, áreiðanleika og samanburðarhæfi Á þeim tíma er sala stefnanda á hlut num í Borgun fór fram og fram til þ ess tíma hafi upplýsingar um valrétt Visa Inc. og Visa Europe ekki verið þess eðlis að þær væru mikilvægar eða viðeigandi þannig að rétt hefði verið að birta þær í ársreikningum aðildarfélaga Visa Europe. Þetta sjáist einnig af því sem rakið var um ársreik ninga annarra aðildarfélaga Visa Europe þar sem þessar upplýsingar hafi hvergi ratað inn í ársreikninga fyrir árið 2013. Stefndu viti ekki hvort innan nefndra félaga hafi farið fram mat á því hvort um væri að ræða upplýsingar sem væri viðeigandi að færu in n í ársreikning eða hvort ekkert mat hafi fram farið þar sem um hafi verið að ræða óljós verðmæti og því ekki komið til að álita að færa þau inn í ársreikninga. Virði valréttar - ins samkvæmt reikniformúlu miðist við Visa - veltu síðustu þrjú ár fyrir nýtingu valréttarins. Við uppgjör í lok árs 2015 hafi mátt rekja meginhluta hagnaðarhlutdeildar Borgunar til rekstrar síðustu 18 mánaða. Við gerð reikningsskila sé litið til upplýsinga sem séu tiltækar hverju sinni og hafi Visa - velta Borgunar undanfarin þrjú ár f yrir reikningsskiladag, 31. desember 2013, verið mun minni og því engar forsendur verið fyrir stjórnendur til að ætla að verulegt virði hafi þá falist í valréttinum. Stefnandi byggi á því að þótt tiltekinn liður sé ekki talinn nægjanlega mikilvægur til að sýna hann í efnahagsreikningi geti samt verið viðeigandi að sýna hann sérstak - ekki er nægilega mikilvægur til að réttlætanlegt sé að setja hann fram sérstaklega í reikn ingsskilum, getur samt sem áður verið nægilega mikilvægur til að hann sé settur evrur og valréttarins núll (metið samkvæmt IAS 39.46 c)), og verði því að telja að ekki hafi verið ástæða til að geta þess í skýringum, enda teljist upphæðin ekki veruleg 52 í samhengi reikningsskilanna. Ráðandi sjónarmið annarra aðildarfélaga Visa Europe er semji reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og birti opinber - lega hafi verið hið sama, að sérgreina ekki valréttinn eða eignarhlutinn í skýringum. Í stefnu geri stefnandi athugasemd um að Borgun hafi átt að birta upplýsingar um ársreikningsins og vísi stefnandi til IAS 1.9. Stefnandi leggi áherslu á að upplýsingar OB2 og OB3 þar sem ma rkmiðum almennra reikningsskila séu gerð frekari skil og byggi á því að upplýsingar um valréttinn hefðu getað haft áhrif á ákvörðun stefnanda um það hvort hann hefði yfirhöfuð selt eignarhlut í stefnda Borgun eða hvernig sölunni hefði verið hagað. Stefndu telji að almennt sé framsetning skýringa sem byggjast á óskýrum eða óáreiðanlegum gögnum og upplýsingum ekki til þess fallin að auka upplýsingagildi reikningsskila og séu þær fremur villandi en gagnlegar fyrir það að upplýsingar í reikningsskilum séu viðeigandi (QC 6 - 10) og mikilvægar (QC 11). Til að ná fram þeim markmiðum eigi upplýsingar að vera samanburðarhæfar (QC 20 - 25), staðfestanlegar (QC 26 - 28), tímanlegar (QC 29) og sk iljanlegar (QC 30 - 32). Stefndu telji að á þeim tíma sem sala stefnanda á hlut sínum í Borgun fór fram hafi upplýsingar, er þá hafi legið fyrir um mögulegar greiðslur af valréttinum, hvorki gefið vísbendingu um tímasetningu sjóðstreymis, þar sem óvissa hafi þá ríkt um það hvort eða hvenær valrétturinn yrði nýttur, né áreiðanleika, enda ekki legið fyrir áreiðanlegt mat á virði valréttarins eða á hlutdeild félagsins í mögulegum greiðslum vegna hans. Viðlíka sjónarmið virðast hafa verið ráðandi hjá öðrum aðilda rfélögum Visa Europe. Á þeim tíma sem reikningsskil fyrir árið 2013 hafi verið gerð hafi ekki legið fyrir upplýsingar hjá Borgun um hvort eða hvenær valrétturinn yrði nýttur og þar með um tímasetningu greiðslna vegna valréttarins, áreiðanlegt mat á virði h ans eða á hlutdeild Borgunar í virðinu. Þau fjármálafyrirtæki sem verið hafi aðilar að Visa Europe og Borgun beri sig saman við hafi ekki upplýst um valréttinn í sínum reikningsskilum. Því hafi aldrei getað komið til álita við gerð ársreiknings Borgunar 20 13 að birta upplýsingar um valréttinn. Stefndu telji, í ljósi þess að ekki hafi verið fyrir hendi upplýsingar sem bent hafi til þess að virði valréttarins væri verulegt, að birting slíkra upplýsinga í reikningsskilum 2013 hefði ekki haft mótandi áhrif á ák varðanatöku notenda og megi benda á reikningsskil alþjóðlegra fjármálastofnana hér að framan. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar á þeim tíma hafi ekkert bent til þess að virði valréttarins væri verulegt fyrir stefnda Borgun eða framtíðarrekstur félagsins . Í stefnu komi fram að stjórnendur Borgunar hefðu átt að greina frá því í skýringum að ekki hefði verið hægt að meta gangvirði hlutarins í Visa Europe með 53 áreiðanlegum hætti, sbr. IFRS 7.30. Frá framangreindu ákvæði sé gerð sú undantekning samkvæmt IAS 1. 31 að félag þurfi ekki að veita upplýsingar, sem gerð sé krafa um í stöðlunum, ef þær upplýsingar eru ekki mikilvægar (e. not material). Stjórnendur hafi á þessum tíma engar forsendur haft til að ætla að virði hlutarins væri mikilvægt (e. material) í samhe ngi reikningsskila. Hluturinn hafi ekki verið framseljanlegur af hálfu Borgunar, og því ekki mögulegt að innleysa hagnað með sölu öðruvísi en með ákvörðun Visa Europe. Sama mat hafi verið ráðandi hjá stjórnendum annarra aðildarfélaga að Visa Europe. Ekki f áist séð af reikningsskilum þeirra fyrir árið 2013 að gangvirði hlutarins hafi verið fært upp. Þá hafi ekki verið birtar upplýsingar í IFRS 7.30 sem vísað sé til í stefnu. Þarna sé um að ræða ótengd félög sem öll séu endurskoðuð og ársreikningar þeirra all ra hafi verið áritaðir af endurskoðanda með fyrirvaralausri áritun. Þá vísi stefnandi til þess að í ársreikningi Borgunar fyrir 2015 hafi komið fram í skýrslu stjórnar að gangvirði eignarhlutar í Visa Europe hafi verið 5,4 milljarðar í árslok 2015 og í ský ringum nr. 12 hafi komið fram að áður hafi eignarhluturinn verið metinn á kostnaðarverði (10 EUR) þar sem engar forsendur hafi verið til annars mats. Stefndu telji að við gerð reikningsskila 2013 og 2014 hafi ekki legið fyrir upplýsingar er hægt hafi verið að byggja á áreiðanlegt mat á gangvirði eignarhlutar Borgunar í Visa Europe. Í IAS 39.46 c) er verið hafi í gildi við gerð reikningsskila fyrir árið 2013 komi fram að þegar fjárfestingar í eiginfjárgerningum hafi ekki skráð markaðsverð eða gangvirði, og v erði enn fremur ekki metnar með áreiðanlegum hætti, skuli meta þær á kostnaðarverði. Þetta eigi einnig við um afleiður er tengdar séu slíkum eiginfjárgerningum og séu gerðar upp með afhendingu eiginfjárgerninganna. Þetta sé skýrt enn frekar í viðauka við s taðalinn í IAS 39.AG80 - 81: price in an active market and whose fair value cannot be reliably measured and derivatives that are linked to and must be settled by delivery of su ch equity for annual reporting periods beginning on or after 1 January 2013. Refer to paragraph 103Q for full effective date information.] The fair value of investments in eq uity instruments that do not have a quoted price in an active market for an identical instrument (ie a Level 1 input) and derivatives that are linked to and must be settled by delivery of such an equity instrument (see paragraphs 46(c) and 47) is reliably measurable if (a) the variability in the range of reasonable fair value measurements is not significant for that instrument or (b) the probabilities of the various estimates Í after 1 January 2013. Refer to paragraph 103Q for full effective date information.] 54 There are many situations in which the variability in the range of reasonable fair value measure ments of investments in equity instruments that do not have a quoted price in an active market for an identical instrument (ie a Level 1 input) and derivatives that are linked to and must be settled by delivery of such an equity instrument (see paragraphs 46(c) and 47) is likely not to be significant. Normally it is possible to measure the fair value of a financial asset that an entity has acquired from an outside party. However, if the range of reasonable fair value measurements is significant and the prob abilities of the various estimates cannot be reasonably assessed, an entity is Stefndu telji þessa grein eiga við um valréttinn í Visa Europe, sérstaklega í ljósi skýringanna í viðauka. Það hafi því v erið í fullu samræmi við reikningsskilastaðla að meta valréttinn á kostnaðarverði (er hafi verið 0 krónur) í reikningsskilum félagsins. Stefnandi byggi á því að mat Borgunar hafi verið það að engar forsendur hafi verið til annars en að færa hlutinn á kostn aðarverði í reikningsskilunum, í samræmi við framangreind ákvæði reikningsskilastaðals IAS 39, og því hafi verið sérstaklega mikilvægt að upplýsa um eignarhlutinn í Visa Europe í skýringarhluta ársreikningsins og mögulega óvissu tengda honum. Vísi stefnand i til IAS 1.125 og IAS 1.127 vegna assumptions it makes about the future, and other major sources of estimation uncertainty at the end of the reporting period, that have a signi ficant risk of resulting in a material adjustment to the carrying amounts of assets and liabilities within the next financial year. In respect of those assets and liabilities, the notes shall include details of: a) their nature, and b) their carrying amoun t as at the end of the reporting disclosed in accordance with paragraph 125 relate to the estimates that require As the number of variables and assumptions affecting the possible future resolution of the uncertainties increases, those judgements become more subjective and complex, and the potential for a consequential material adjustment to the carrying amounts of a ssets and Þótt óvissa sé um mat á eign í reikningsskilum sé ekki sjálfgefið að upplýsingar um óvissuna teljist vera mikilvægar samkvæmt skilgreiningu reikningsskilastaðlanna. Samkvæmt IAS 1.31 þurfi félag ekki a ð veita upplýsingar sem gerð sé krafa um í stöðlunum ef þær upplýsingar eru ekki mikilvægar (e. not material). Stjórnendur hafi á þeim tíma sem reikningsskil vegna ársins 2013 hafi verið gerð engar forsendur haft til að ætla að virði hlutarins væri mikilvæ gt (e. material) í samhengi reikningsskilanna. Ljóst sé að þetta mat hafi verið ráðandi hjá stjórnendum aðildarfélaga að Visa Europe. Þar sé um að ræða ótengd félög sem öll séu endurskoðuð og ársreikningar þeirra allra 55 hafi, sem fyrr segir, verið áritaðir af endurskoðanda með fyrirvaralausri áritun. Ekkert þessara félaga hafi skýrt frá óvissu um mat á gangvirði eignarhlutarins í reikningsskilum sínum fyrir 2013 eða gert verulega leiðréttingu á bókfærðu verði eignarhlutaarins í reikningsskilum fyrir 2014. St A við IFRS 7 hafi verið fyrir hendi, sbr . or future cash flows of a financial instrument will fluctuate because of changes in mark et prices (other than those arising from interest rate risk or currency risk), whether those changes are caused by factors specific to the individual financial instrument or its issuer or by factors affecting all similar financial instruments traded in the sýnd sé næmnigreining vegna áhrifa breytinga á markaðsverði fjárfestinga á rekstrarreikning. Ekki hafi hér verið forsendur til að meta gangvirði eignarhlutarins og því ekki til að se tja fram næmnigreiningu miðað við markaðsbreytingar. Þá sé erfitt að sjá hvaða markaðsforsendur hefði átt að miða við í næmnigreiningu, þar sem virði valréttarins byggist ekki síst á hlutdeild félagsins í heildarvirðinu. Útilokað hafi verið að nálgast eða gefa sér forsendur fyrir slíkum útreikningum svo áreiðanlegt hefði verið. Stefndu telji að framsetning slíkra óáreiðanlegra upplýsinga í reikningsskilum sé ekki til þess fallin að bæta upplýsingagildi þeirra fyrir notendur eða gera þeim kleift að meta (a) mikilvægi fjármálagerninga fyrir fjárhagsstöðu og árangur viðkomandi félags og (b) eðli og umfang áhættu er komi til vegna fjármálagerninga og félagið standi frammi fyrir á tímabilinu og í lok þess og hvernig það stýri þessari áhættu. Stefnandi haldi því og fram að reikningsskil Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki glögga mynd af fjárhagslegri stöðu þess á þeim tíma. Því sé haldið fram að viðbótar - upplýsingar hafi skort um mögulegar greiðslur vegna valréttarins og vísi stefnandi til IAS 1.15 og IAS 1.17. Stefndu vísi til áður tilvísaðs ákvæðis IAS 1.31¸ þar sem kveðið sé á um að félag þurfi ekki að veita upplýsingar sem gerð sé krafa um í stöðlunum ef þær upplýsingar eru ekki mikilvægar (not material). Framsetning skýringa er byggist á óskýrum eða óáreiðanlegum gögnum og upplýsingum auki ekki á upplýsingagildi reikningsskilanna og séu fremur villandi en gagnlegar fyrir notendur þeirra. Í é lögð áhersla á að upplýsingar í reiknings - skilum séu viðeigandi (QC 6 - 10) og mikilvægar (QC 11). Til að ná fram þeim markmiðum eigi upplýsingar að vera samanburðarhæfar (QC 20 - 25), staðfestanlegar (QC 26 - 28), tímanlegar (QC 29) og skiljanlegar (QC 30 - 32 ). Við gerð reikningsskila séu hverju sinni notaðar tiltækar upplýsingar á þeim tíma. Það sé ekki hægt að gera kröfur um að birtar séu í reikningsskilum skýringar er byggist á upplýsingum sem ekki séu tiltækar við gerð þeirra, en komi í ljós síðar. Það haf i verið mat stjórnenda 56 Borgunar við gerð reikningsskila fyrir árið 2013 að upplýsingar og forsendur sem þá hafi legið fyrir um mögulegar greiðslur af valréttinum hafi ekki verið mikilvægar, þ.e. þá til þess fallnar að hafa áhrif á ákvarðanir notenda reikni ngsskilanna. Stefnandi telji Borgun og Hauk Oddsson hafa gerst seka um brot á lögum nr. 3/2006 um ársreikninga og lögum nr. 145/1994 um bókhald og vísi þar til eftirtalinna greina í lögum: a) 6. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, b) 2. mgr. 23. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, c) 14. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og ýmissa greina IV. kafla laganna. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 145/1994 skuli haga bókhaldi þannig: v eita svo sundurliðaðar upplýsingar um rekstur og efnahag sem þarfir eigenda, lánardrottna og hins opinbera krefjast og nauðsynlegar eru til að meta megi tekjur og til umf angs rekstrar og eðlis starfseminnar vera í samræmi við bókhaldsvenju og settar Ársreikningur Borgunar hf. fyrir 2013 hafi verið gerður í samræmi við alþjóðlega reiknings skilastaðla samkvæmt heimild frá ársreikningaskrá. Borgun hafi fært hlutinn í Visa Europe og valrétt vegna hans á kostnaðarverði í fullu samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IAS 39.46 c), sem og færslur í bókhaldi sínu í samræmi við það. Ársreikni ngur Borgunar hafi því verið eins skýr og aðgengilegur og hægt hafi verið, í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga um bókhald, miðað við tiltækar upplýsingar á þeim tíma. líklegt er að félagið hafi af henni fjárhagslegan ávinning í framtíðinni og virði hennar samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla samkvæmt heimild frá ársreikningaskrá. Félagið hafi fæ rt eignarhlut sinn í Visa Europe og valrétt vegna hans á kostnaðarverði í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IAS 39.46 c), í efnahagsreikningi 2013. Ársreikningurinn hafi því verið í fullu samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna. Hvað varði 14. gr. laga nr. 3/2006, þá vísi stefndu aftur til þess að ársreikningur Borgunar fyrir 2013 hafi verið gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla samkvæmt heimild frá ársreikningaskrá. Félagið hafi fært eignarhlutinn í Visa Europe og valrétt vegna hans á kostnaðarverði í samræmi við alþjóðlegan reikningsskila - staðal, IAS 39.46 c), í efnahagsreikningi 2013. Ársreikningurinn hafi því sömuleiðis verið í fullu samræmi við 14. gr. sem og önnur ákvæði IV. kafla laga nr. 3/2006. Borgun mótmæli því að félagið beri bótaábyrgð á grunni vinnuveitendaábyrgðar vegna háttsemi starfsmanna þar sem ekki hafi verið sýnt fram á sök af hálfu þeirra. Starfsmenn Borgunar , og þá Haukur Oddsson , hafi veitt allar upplýsingar er skipt hafi máli um félagið í góðri trú auk þess s e m orðið hafi verið við öllum beiðnum um upplýsingar. Stefndu hafi vitað að stefnandi hefði yfirburðaþekkingu og reynslu á 57 sviði viðskipta sem þessara og mátt vænta að bankinn sýndi eðlilega aðgát í könnun á forsendum kaupanna. Starfsmenn Borgunar hafi enga r upplýsingar haft sem þeir hafi reynt að leyna fyrir stefnanda að undanskildum upplýsingum er tengst hafi samkeppn - isaðilum stefnanda. Vegna stöðu Borgunar gagnvart SE hafi verið reynt að tryggja að slíkir samningar bærust ekki til stefnanda. Annað hafi gilt um óháða sérfræðinga eins og KPMG. Þeir hafi haft óheftan aðgang að öllum gögnum sem þeir hafi óskað eftir. Starfsmenn Borgunar hafi einungis verið milliliðir við að veita helstu upplýsingar um Borgun og afhenda gögn vegna áreiðanleikakönnunar samkvæm t óskum KPMG og önnur gögn sem óskað hafi verið eftir. Samkvæmt viljayfirlýsingu stefnanda og meðstefndu hafi hvílt á aðilum samningsins að óska eftir upplýsingum. Engin skylda hafi hvílt á Borgun að eiga frumkvæði að slíku. Þá hafi stefnandi haft heimild til að ger a sjálfur áreiðanleikakönnun, sbr. viljayfirlýsing una . Hlutverk starfsmanna Borgunar hafi verið að greiða fyrir upplýsingaflæði milli kaupenda og seljanda. Um þá upplýsingagjöf hafi Arndís H. Bjarnadóttir lögfræðingur, starfsmaður Borgunar, að me stu leyti séð um. Veittar hafi verið umbeðnar upplýsingar þeim aðil um er óskað hafi eftir þeim, í samræmi við reglur er gildi um afhendingu slíkra gagna. Starfsmenn KPMG hafi sett fram sérstakar óskir um gögn og sent lista og starfsmenn Borgunar veitt KPMG þau gögn sem óskað hafi verið eftir í samræmi við gagnalista. Slík beiðni hafi aldrei borist frá stefnanda, en í eitt skipti verið óskað eftir takmörkuðum gögnum. Sú skylda verði ekki lögð á starfsmenn Borgunar að hafa vit fyrir starfsmönnum stærstu fjárm álastofnunar landsins við söluna á hlutnum í Borgun. Reynsla starfsmanna stefnanda af gerð áreiðanleikakannana sé mun meiri en starfsmanna Borgunar. Stefnandi hafi um hríð verið ein stærsta fyrirtækjasala landsins og teljist ljóst að þar sé að finna einna mestu sérþekkingu á því sviði hérlendis. Engum upplýsingum er heimilt hafi verið að veita stefnanda hafi verið leynt og honum ítrekað verið boðið að óska eftir þeim gögnum er hann þyrfti á að halda í tengslum við söluna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé ger ð athugasemd við það að stefnandi hafi einungis ætlað kaupendum að vinna laga - og tæknilega áreiðanleikakönnun þó svo að miklir hagsmunir hafi verið í húfi fyrir bankann. Ómögulegt sé að gera þá kröfu til stefndu að hafa vit fyrir stefnanda og beina því ti l hans að gera eigin áreiðanleika - könnun. Geti það engan veginn talist hlutverk stefndu. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að fela sérfræðingum sínum að gera nánari könnun á Borgun, a.m.k. að kalla eftir helstu gögnum um félagið, eða fá utanaðkomandi sérf ræðinga til að gera þá könnun. Þá verði stefndu ekki látnir bera halla af því að óljóst sé nákvæmlega hvaða gögn hafi verið í gagnaherberginu er stefnandi hafi haft aðgang um hríð áður en honum hafi verið lokað vegna samkeppnissjónarmiða. Gagnaherberginu h afi s íðan verið lokað í mars 2015 í sparnaðarskyni þegar ljóst hafi verið að engin þörf væri á því lengur og það þá ekki verið notað um nokkurra mánaða skeið. Ekki hafi verið talin þörf á að 58 vista gögnin áfram í gagnaherberginu þar sem þau hafi öll komið f rá Borgun og verið þar áfram aðgengileg. Af hálfu stefndu hafi verið upplýst eftir föngum hvaða upplýs - ingar h efðu verið settar í gagnaherbergið. Stefndu mótmæli því að annarlegar hvatir hafi legið að baki því að loka herbergjunum. Hafi þau virst hafa þjó nað tilgangi sínum og því ekki verið talið réttlætanlegt að halda áfram að stofna til kostnaðar með að halda þeim opnum. Starfsmenn stefnanda hafi engan reka gert að því að skoða gögnin. Í yfirlýsingu Borgunar frá 8. febrúar 2016 sé fullyrt að legið hafi f yrir upplýsingar í gagnaherberginu um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe og um valréttar - ákvæðið á milli Visa Inc. og Visa Europe. Síðar hafi komið í ljós að þessi fullyrðing yrði þó ekki sannreynd með vissu þ egar reynt hafi verið að afla upplýsin ga um nákvæmt innihald gagnaherbergjanna. Ljóst sé að upplýsingarnar verði ekki fengnar frá stefnanda þar sem starfsmenn hans hafi aldrei nýtt aðgang að gagnaherbergjunum. Stefnandi byggi á því að stefndi Haukur Oddsson og aðrir stjórnendur Borgunar sem st aðið hafi að baki meðstefndu hafi brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga nr. 2/1995 í viðskiptunum, nánar tiltekið gegn 2. mgr. 67. gr. og 76. gr. laganna, þar sem að kaupa ei Stefndu Borgun og Haukur Oddson mótmæli þessum staðhæfingum stefnanda. Alþekkt sé að stjórnendur félaga eignist í þeim hlut. Því hafi aldrei verið leynt fyrir stefnanda að stjórnendur Borguna r væru í hópi kaupenda, heldur hafi það þvert á móti verið ljóst frá upphafi og stefnandi lýst því yfir í nokkur skipti að nauðsynlegt hafi verið að selja hlutinn aðilum Þá hafi komið fram af hálfu þávera ndi bankastjóra stefnanda á fundi bankaráðs 17. desember 2014 að með því að selja hlutina aðilum með sérfræðiþekkingu hefði bankinn tryggt sér skaðleysi. Stefndu telji því að engu hafandi það sjónarmið stefnanda að trúnaðarskyldur stjórnenda Borgunar gagnv art hluthöfum þess hafi verið kaupendahópurinn væri samsettur og hann byggt ákvörðun um að selja þessum hópi að minnsta kosti að hluta til á því að innan hans væru stjórnendur Borgunar. Niðurstöður opinberra yfirvalda sem rannsakað hafi sölu stefnanda á hlut sínum í Borgun hafi verið á einn veg og falið í sér áfellisdóm yfir stefnanda. Hverg i hafi því verið slegið föstu að starfsmenn stefnda h efðu brotið gegn ákvæðum laga eða sýnt af sér aðra saknæma háttsemi. Stefndu telji ljóst að ekki hafi hér átt sér stað brot gegn 19. gr. laga nr. 161/2002. Þáttur starfsmanna Borgunar hafi falist í að ve ita umbeðnar upplýsingar og þær verið veittar þegar óskað var eftir þeim. Þannig hafi verið veittar upplýsingar um stefnu og starfsemi félagsins. Á móti komi að það hafi verið niður - staða FME að stefnandi hefði með háttsemi sinni brotið gegn 19. gr. laga nr. 161/2002. 59 Enginn stefndu hafi á nokkurn hátt hagnýtt sér innherjaupplýsingar við söluna. Hafi stefndu engar forsendur haft til að meta aðild félagsins í Visa Europe sem veruleg verðmæti. Þýðing aðildarinnar hafi verið sú að Borgun hafi getað boðið upp á Visa - útgáfu og - færsluhirðingu. Að Borgun gæti sinnt Visa - færsluhirðingu hafi verið ljóst af kynningum Borgunar, af heimasíðu Borgunar og af auglýsingaefni. Ákvæði XIII. kafla laga nr. 108/2007 feli í sér bann við því að innherjar eigi viðskipti búi þeir yfir innherjaupplýsingum. Fyrir utan það að nefnd ákvæði eigi hér á engan hátt við eigi þau tilvik sem þau taki til ekkert skylt við atvik þessa máls, enda hafi stefnandi átt í viðskiptum við kaupendur sem að hluta til hafi verið stjórnendur. Án tillits t il þessa gætu þær upplýsingar sem stefnandi haldi fram að stefndu hafi búið yfir ekki talist nógu tilgreindar til að teljast innherjaupplýsingar, sbr. 120. gr. laga nr. 108/2007, enda um að ræða óljós verðmæti sem stefndu hafi engar forsendur haft til að m eta og ekki vitað hvenær yrðu nýtt. Þá bendi gögn málsins til þess að stefnandi hafi haft mun meiri vitneskju um mögulegt verðmæti valréttarins en stefndu, sem sjáist m.a. af viðauka við kaupsamning stefnanda og Arion banka um hluti í Valitor H. Stefndu ha fni því að hafa sviksamlega þagað yfir því að Borgun hafi átt hlut í Visa Europe og þeim réttindum er fylgt hafi honum. Hugtaksskilyrði svika sé að atriði er skipti máli hafi verið leynt með ólögmætum hætti í þeim ásetningi að fá með því annan aðila til að stofna til löggernings. Ekkert af þessum skilyrðum sé hér uppfyllt. Starfsemi Borgunar hafi verið kynnt stjórnendum stefnanda árið 2014, þar sem hafi komið fram að Borgun byði upp á færsluhirðingu, m.a. fyrir Visa, auk þess að merki Visa hafi verið að fin na á glærum frá kynningum stjórnenda Borgunar. Þá sé að finna upplýsingar um aðild Borgunar að Visa Europe á ensku heimasíðunni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segi að verið hafi á margra vitorði að félög g ætu ekki stundað færsluhirðingu vissra greiðslukorta nema vera aðil ar að kortasamsteypu. hafi því mátt vita í ljósi starfsemi Borgunar að félagið væri aðildarfélag Visa Europe. Engin vitneskja hafi verið innan Borgunar um mögulega nýtingu valréttar Visa Inc. og Visa Europe fyrr en í nóvember 2015, hvorki hvenær eða hvort hann yrði nýttur né um þá upphæð er kynni að renna til Borgunar. Hvíli í öllu falli sönnunarbyrði á stefnanda um að stefndu hafi beitt svikum og verði í samræmi við dómaframkvæmd að gera ríkar kröfur til sönnunar um það að e.k. sviksamlegt atferli hafi átt sér stað. Þá hafni stefndu því að þeir hafi vitað, eða mátt vita, að kaupsamn ingur aðila um hlutinn í Borgun hafi orðið annars efnis en til hafi verið ætlast af hálfu stefnanda. Stefndu hafi engar forsendur haft til að meta áhrif valréttarins fyrir Borgun eða hvert mögulegt verðmæti yrði. Enginn vitneskja hafi verið hjá Borgun og H auki Oddssyni um hvenær eða yfirhöfuð hvort valrétturinn yrði nýttur. Stefndu hafi aldrei farið leynt 60 með viðskipti Borgunar við Visa Europe og hafi það komið skýrt fram í upplýsingum frá Borgun og í kynningum stjórnenda félagsins að félagið sinnti Visa - fæ rsluhirðingu. Við beitingu 1. mgr. 32. gr. laga nr. 7/1936 sé almennt litið til efnis samningsins og það skoðað út frá stöðu aðila og hvers þeir hefðu mátt vænta við samningsgerðina. Stefnandi sé stærsta fjármálafyrirtæki landsins og stærsti útgefandi kred itkorta. Ljóst sé að stefnandi hafi haft vitneskju um valréttinn milli Visa Inc. og Visa Europe. Þá liggi fyrir að stefnandi hafi búið yfir töluverðum upplýsingum um valréttinn þegar viðskiptin fóru fram enda hafi stefnandi m.a. getað reiknað verðmæti valr éttarins í sambandi við kaup Arion banka á hlut hans í Valitor. Með vísan til stöðu stefnanda og vitneskju sé því mótmælt að stefndu hafi vitað eða mátt vita að kaupsamningur aðila um hlutinn hafi orðið annars efnis en til hafi verið ætlast af hálfu stefna nda. Stefndu mótmæli því að það hafi verið óheiðarlegt af þeirra hálfu að bera kaupsamninginn fyrir sig og láta stefnanda afsala til meðstefndu eignarhlutum sínum í Borgun. Í því sambandi sé sérstaklega mótmælt þeirri staðhæfingu stefnanda að stefndu hafi verið kunnugt um það, eigi síðar en 18. desember 2014, að stefnandi h efð i ekki vitað af eignarhlut Borgunar í Visa Europe eða hvaða réttindi fylgdu honum. Stefnandi hafi haft umtalsverða vitneskju um viðskiptasamband Borgunar og Visa Europe, þ. á m. um fær sluhirðingu og möguleika á útgáfuþjónustu, og þess vegna verði að telja að stefnandi hafi mátt vita af aðild Borgunar að Visa Europe. Stefndu hafi ekki haft vitneskju í desember 2014 um mögulegt verðmæti valréttarins, eins og stefnandi hafi haft. Stefndu h afi engar forsendur haft til að meta aðild að Visa Europe sem veruleg verðmæti sem stefnandi hafi haf t í viðskiptum sínum við Arion banka með hlutinn í Valitor. Varðandi það hvaða réttindi hafi fylgt eignarhlutnum vísi st til þess að hlutdeild aðildarfélaga Visa Europe vegna valréttarins hafi verið mjög óljós verðmæti og engin vitneskja hafi verið um það hvenær eða hvort valrétturinn yrði nýttur. Eins og efni 33. gr. laga nr. 7/1936 beri með sér verði starfsmenn og stjórnendur Borgunar að hafa haft vitneskju um atvikin sem leiði til þess að það teljist óheiðarlegt að bera samninginn fyrir sig, en því sé í ljósi ofangreinds ekki fullnægt. Við mat á hvort samningur sé ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju beri að líta til stöðu samningsaðila við samning sgerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Enginn slíkur aðstöðumunur sé hér því stefnandi sé stærsta fjármálafyrirtæki landsins, með stærstu kortadeild landsins, stofnandi VISA Ísland og stærsti útgefandi VISA - korta á landinu, auk þess að hafa mikla sérfræðiþekkingu í kreditkortamálum. Þá sé ávallt fjöldi starfsmanna frá stefnanda á öllum ráðstefnum á þessu sviði. Stefnandi hafi miklu meiri reynslu en stefndu af eignasölu enda hafi hann oft átt þátt í eða haft milligöngu um viðskipti með hlutabréf. Sa ma eigi ekki við um stefndu. Gögn sýni einnig að stefnandi hafi búið yfir umtalsverðri vitneskju um valréttinn , eins og sjá megi þegar horft sé til viðskipta bankans við sölu á hlutum sínum í Valitor H. 61 Gerðar hafi verið strangar kröfur til ógildingar samn inga á grunni 36. gr. laga nr. 7/1936, sérstaklega þegar því hafi verið borið við að endurgjald í samningi á milli jafnsettra aðila hafi verið of lágt. Ekki sé unnt að fallast á að kaupverð hafi verið of lágt. Þegar samningurinn var gerður hafi, að því er best er vitað, vitneskja um það hvort eða hvenær valrétturinn yrði nýttur, hvert yrði verðmæti hans, og hvað kæmi í hlut hvers og eins aðildarfélags, ekki legið fyrir. Þá liggi fyrir að Íslandsbanki, er hafi verið og sé stærsti hluthafi í Borgun, og hafi þ ar háða stjórnarmenn, hafi hafnað tilboði um að kaupa í Borgun á því verði er stefnandi telji nú að hafi verið umtalsvert of lágt. Stefndu hafni því að valréttur Visa Inc. og Visa Europe hafi haft áhrif á kaupverð í innbyrðis viðskiptum meðstefndu í júlí 2 015. Engin frekari vitneskja hafi þá verið hjá stefndu um verðmæti valréttarins en þegar sala stefnanda hafi átt sér stað og það engin áhrif haft á kaupverð í viðskiptunum. Stefndu telji hækkun verðs á hvern hlut við söluna hafa verið eðlilega með hliðsjón af tíma sem liðið hafi milli þessara tveggja sala, hækk unum á verði hlutabréfa og fjárhagsupplýsingum um stöðu Borgunar á þeim tíma. V iðskipti n hafi átt sér stað 16 mánuðum eftir að verð í viðskiptum stefnanda hafi verið fastsett. Þá telji stefndu það þve rsögn að byggja bæði á því að innan stefnda Borgunar hafi verið vitneskja um mögulegt verðmæti valréttarins og að viðskipti meðstefndu sýni fram á að kaupverð meðstefndu hafi verið of lágt. En í viðskiptum meðstefndu hafi hlutur stjórnenda Borgunar minnkað og það hafi síðan leitt til þess hlutur þeirra af greiðslum vegna valréttar Visa Inc. og Visa Europe hafi skerst. Stefndu hafni því að það hafi verið forsenda af hálfu stefnanda fyrir því að selja eignarhlut sinn í Borgun að Borgun ætti ekki tilkall til h lutdeildar í söluhagnaði Visa Europe. Stefndu hafi enga vitneskju haft um þessa meintu forsendu, hún hafi aldrei verið tilkynnt stefndu og stefndu hafi ekki getað haft vitneskju um hana þar sem þeir hafi engar forsendur haft til þess að meta verðmæti valré ttarins fyrir stefnda Borgun. Brostnar forsendur sem ógildingarástæða sé alger undantekning frá meginreglu um það að standa beri við samninga. Gengið hafi verið út frá því í framkvæmd að aðili geti aðeins borið fyrir sig brostna forsendu hafi hún verið ákv örðunarástæða fyrir löggerningsgjafa. Þá hafi s tefnandi aldrei í söluferlinu vikið að þessari forsendu sem ákvörðunarástæðu fyrir sölu á hlutum sínum í Borgun. Dómstólar hafi þá hafnað forsendubresti þ egar aðilinn sem beri slíkt fyrir sig sé vanur sams kon ar viðskiptum. Sala stefnanda á hlut í Valitor H hafi nánast farið fram samhliða sölunni í Borgun. Stefnandi hafi því haft forsendur til að meta verðmæti valréttarins og setja fyrirvara í kaupsamninginn , ólíkt stefndu. Stefnanda hafi þá, með hliðsjón af st öðu sinni , verið í lófa lagið að afla frekari upplýsinga um hlut Borgunar í Visa Europe. Stefndu mótmæli því að þeir hafi veitt stefnanda rangar upplýsingar í viðskipt - unum. Breyti þá engu hvort atvik verði með lögjöfnun eða annarri lögskýringu talin falla undir lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eða þá aðrar mögulegar réttarheimildir. 62 Stefnandi haldi fram að hann hafi beðið fjárhagslegt tjón af því að hafa selt hlut i í Borgun of lágu verði í viðskiptum við meðstefndu. Tjón hans sé þá fólgið í því að söl uandvirði eignarhlutar hans hafi orðið lægra en ella vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til virðis hlutar Borgunar í Visa Europe og réttar til mögulegra greiðslna samkvæmt valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe. Þessi staðhæfing stangist hins v egar á við fyrri yfirlýsingar sem hann hafi gefið eftir að ljóst hafi orðið að Borgun inn í Borgun í skýrslu stefnanda til Alþingis. Þetta ha fi ítrekað komið fram opinberlega af hálfu bankans, sbr. upplýsingasíð a 25. janúar 2016. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni þar sem hann taki ekki tillit til fjölmargra atriða er hafi haft áhrif á kaupverðið og á útreikning grei ðslna til Borgunar vegna valréttarins, né til fjölmargra forsendna sem hafi haft áhrif á mat á meintu tjóni stefnanda og leiði til þess að hann geti ekki talist hafa orðið fyrir tjóni. Ákvörðun hlutdeildar Borgunar í söluverði Visa Europe hafi miðast við v eltu félagsins hjá Visa Europe á árunum 2013 til 2015, þ.e. á þriggja ára tímabili. Veltan hafi vaxið verulega á þessum tíma frá því sem hún var á árunum þremur fyrir samningsgerðina. Þannig mun helmingur hlutdeildarinnar vera tilkominn vegna veltu á árinu 2015 en mun minna vegna áranna 2013 og 2014. Stefnandi virðist telja að ekki beri að taka tillit til þessa við útreikning á meintu tjóni þrátt fyrir að hafa staðfest þetta sjálfur. Stefnandi vísi til viðskiptanna sem hafi átt sér stað í júlí 2015 milli meðstefndu til stuðnings fullyrðingum um meint tjón sitt. Af hálfu stefndu hafi verið gerð grein fyrir eðlilegum ástæðum verðhækkana á hlutum í stefnda Borgun. V iðskipti n hafi átt sér stað 16 mánuðum eftir að verð í viðskiptunum við stefnanda var fastsett. Þá komi fram í skýrslu stefnanda til Alþingis að hann hafi talið verulega áhættu, þá bæði fjár - hagslegs eðlis og orðsporsáhættu, fylgja því að Borgun færi í aukna erlenda starfsemi eftir kaupin , sem stjórnendur félagsins stefnd u að. Eftir að stefnandi seldi hlutinn í Borgun hafi félagið hafið þá starfsemi , er hafi gengið vel og styrkt það verulega. Þá virðist stefnandi miða við að krafa hans um viðbótargreiðslu hefði ekki haft nein áhrif á aðra skilmála sölunnar á hlutunum í Bor gun. Ekkert sé hægt að fullyrða um það. Slíkt hefði ráðist af ýmsu, svo sem mati fjárfesta á fjárhagslegum áhrifum og viðhorfi til hins aukna flækjustigs og óhagræðis sem af hefði hlotist. Ekki megi heldur líta fram hjá að verðið í viðskiptunum með hlutinn í Borgun hafi miðast við eiginfjár - margfaldara 1,88 en í Valitor - viðskiptunum hafi hann verið 1,18. Þá hafi Valitor - viðskiptin verið tengd verðmætum samningi um útgáfuþjónustu vegna VISA - kort a . Að teknu tilliti til þessa telji stefndu að ósannað sé að st efnandi hafi orðið fyrir tjóni. S tefnandi hafi sjálfur staðfest opinberlega, eftir að upplýsingar hafi komið fram um verðmæti valréttarins, að gott verð h efð i fengist fyrir hlutinn að hans mati. 63 Vísað sé til meginreglna samninga - og kröfuréttar, reglna um reikningsskil, laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, samningalaga nr. 7/1936, laga um hlutafélög nr. 2/1995 og laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, en um bindandi gildi skýrslu stefnanda vísist til 2. málsl. 1. mgr. 95. gr., 45. gr. og 1. mgr. 50. gr. lag a nr. 91/1991, en kröfu um málskostnað byggi stefndu á 130. gr. þeirra sömu laga. Málsástæður og lagarök stefnda BPS ehf. Stefndi BPS ehf. vísi til þess að málið snúist um kaup lítils einkahlutafélags , BPS , á hlutafé í Borgun af stærsta fjármálafyrirtæki landsins, Landsbankanum hf. Virði hlutafjár Borgunar hafi síðan hækkað eftir söluna vegna framúrskarandi og stöðugs rekstrarárangurs og aukins verðmætis VISA - valréttar er Borgun hafi átti hlutdeild í. Fyrirsvarsmönnum BPS, sem sinnt hafi hagsmunum BPS í hj áverkum, hafi verið ókunn tilvist valréttarins. Meðal þúsund starfsmanna Landsbankans hafi margir verið í fullu starfi sem gjörþekkt hafi aðstæður á kortamarkaði. Hafi þeir ekki beinlínis vitað um tilvist valréttarins hafi þeir a.m.k. mátt hafa vitað um ti lvist hans. Þ rátt fyrir yfirburðastöðu Landsbankans vilji hann ekki leyfa BPS að njóta góðs af hagfelldum viðskiptum. BPS mótmælir afstöðu Landsbankans enda sé hún andstæð meginreglum kröfuréttar og feli í sér hreina afneitun á skyldum bankans sem fjármála fyrirtækis. Með samningi 24. október 2014 hafi BPS keypt af Landsbankanum 6,37% af hlutafé Borgunar. Rúmu ári síðar hafi komið í ljós að tiltekinn óviss valréttur, að hluta til í eigu Borgunar, svo kallað ss hafi verið síðari tíma ákvarðanir VISA Inc. Af samningi aðila hafi leitt að BPS hafi þá átt rétt til alls arðs sem Borgun kynni að greiða vegna þessa valréttar. Landsbankinn hafi hins vegar ekkert tilkall átt til þeirra verðmæta sem falist hafi í valrét tinum. Þegar kaup aðila áttu sér stað hafi BPS ekki vitað um tilvist VISA - valréttarins. BPS sé lögaðili og því verði að líta til vitneskju stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, en engir starfsmenn hafi starfað hjá BPS. Þessir fyrirsvarsmenn BPS mótmæli því að hafa nokkuð vitað um tilvist valréttarins. Þótt fyrirsvarsmenn BPS hafi gegnt störfum hjá Borgun hafi störf þeirra varðað afmarkaða þætti. Þeir hafi því langt í frá vitað allt um allt sem átt hafi sér stað hjá Borgun , hvað þá á kortamarkaði alheimsins. Fy rirsvarsmenn BPS hafi kynnt hluthöfum þess fyrirhuguð kaup hluta í Borgun á hluthafafundi. Þar hafi framkvæmdastjóri og einn stjórnarmanna BPS gert grein fyrir sviðsmyndum um mögulegan ávinning af kaupunum og áhættu af þeim. Ekkert hafi verið horft til mög ulegs ávinnings af VISA - valréttinum og ekkert bendi til að tilvist hans hafi borið á góma á fundum BPS. Áhættan af viðskiptunum hafi hins vegar mikið verið til umræðu enda BPS þurft að taka lán til að fjármagna þau. Við mat á áhættu hafi einkum verið litið til þess reglulega hagnaðar sem vænst hafi verið að Borgun myndi skila, en hvergi vikið að því að óvænt búbót gæti verið fólgin í VISA - valrétti. 64 Öll viðskipti BPS með hluti Borgunar staðfesti einnig grunleysi fyrirsvarsmanna þess um tilvist VISA - valréttar ins og hugsanlegs verðmætis hans. Þannig hafi BPS 29. desember 2014 selt samtals 2,87% hlutafjár í Borgun á sama verði og félagið hafi keypti hluti Landsbankans á 23. október 2014. Þá hafi BPS selt Ehf. Borgun 2,77% hlutafjár í Borgun 3. júlí 2015, á verði þar sem ekkert tillit hafi verið tekið til valréttarins. Einvörðungu hafi verið litið til virðis bókfærðs eiginfjár við ákvörðun söluverðs. Sölumagn hafi einkum ráðist af vilja BPS til að gera upp lán sín. Sýni þetta að fyrirsvarsmenn BPS hafi talið umtal sverða áhættu fólgna í kaupum á hlutum í Borgun. Þessi viðskipti hafi öll átt sér stað skömmu áður en tilvist VISA - valréttarins hafi komist í hámæli. Viðskiptin og verð í þeim staðfesti frásögn fyrirsvarsmanna BPS um grunleysi þeirra um valréttinn áður en sú umræða hafi svo hafist. Hefðu þeir vænst mikilla verðmæta úr þessari átt hefði BPS verið vandalaust að hinkra með þessar sölur. Landsbankinn hf. sé lögaðili er starfi sem fjármálafyrirtæki. Hjá bankanum starfi yfir 1.000 starfsmenn og fjöldi þeirra star fa tengist meðferð og útgáfu greiðslukorta. Landsbankinn hafi bæði átt hlut í Borgun og Valitor sem saman fari með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á íslenskum kortamarkaði. Landsbankinn hafi þekkt vel til erlendra kortamarkaða og því rækilega þekkt uppbyggin gu VISA og átt fundi með fulltrúum VISA þar sem fjallað hafi verið um VISA valréttinn og mögulegt verðmæti hans. Uppbygging VISA mun i vera með þeim hætti að fyrirtæki geti ekki boðið upp á útgáfu VISA - korta nema vera það sem kallað á VISA. Slíkir kölluð um VISA - valrétti , eins og Borgun. Nú vilji svo til að árið 2012 hafi Borgun boðist til að þjónusta Landsbankann með útgáfu VISA - korta. Landsbank anum , er gjörþekkt hafi uppbyggingu VISA, hljó ti að hafa eigi síðar en þá orðið það ljóst að Borgun ætti þar með hlut í VISA - valréttinum. Í kjölfar viðskipta Landsbankans og BPS, og eftir að í ljós hafi komið að VISA valrétturinn væri orðinn verðmætur, hafi á opinberum vettvangi hafist umræður þar sem sala Landsbankans hafi verið gagnrýnd. Í umræðu nu m hafi alfarið verið litið fram hjá þeirri yfirburðastöðu se m bankinn hafi verið í gagnvart BPS. Á endanum virðist bankinn hafa álitið einu lausnina til að fría sig af umræðunni að höfða mál og virðist álít a það engu skipta að málatilbúnaðurinn sé í mótsögn við yfirlýsta fyrri afstöðu. Óumdeilt sé að fyrirsvarsmenn BPS hafi ekki borið ábyrgð á upplýsingagjöf til Landsbankans um málefni Borgunar og nefni stefnandi þar aðra til sögunnar í stefnu. Eina aðild fy rirsvarsmanna BPS að upplýsingagjöf hafi falist í því að stjórnarformaður BPS hafi kynnt Landsbankanum þann hluta starfsemi Borgunnar sem hann hafi veitt forstöðu , en VISA - valrétturinn falli ekki þar undir. Í stefnu sé því hvergi haldið fram að svo hafi verið eða að hér umræddur stjórnarformaður BPS hafi borið persónulega ábyrgð gagnvart Landsbankanum á upplýsingagjöf um umræddan valrétt. 65 BPS sé einkahlutafélag og sjálfstæð lögpersóna er beri ábyrgð á eigin skuldbind - ingum. BPS beri hvorki ábyrgð á hluth öfum né beri hluthafar BPS ábyrgð á BPS. Vísist þar um til meginreglna laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sbr. t.d.1. m áls l. 1. mgr. 1. gr. laganna. Engin lagaregla geti leitt til ábyrgðar BPS á upplýsingum, eða á skorti þeirra, er aðrir hafi veitt stef nanda. Beri þegar af þessari ástæðu að sýkna BPS. BPS krefjist sýknu á þeirri forsendu að BPS hafi ekki vitað um tilvist valréttarins og enn síður um ætluð verðmæti hans á degi viðskiptanna. Engin ástæða sé til að ætla að slík vitneskja hafi legið fyrir hj á BPS þegar samningar aðila hafi verið gerðir. Þetta megi heita óumdeilt enda hafi Landsbankinn áður viðurkennt þetta í gögnum málsins. Þegar af þe irri ástæðu beri að sýkna BPS , sem sé sjálfstæður lögaðili og beri auk þess enga ábyrgð á mögulega saknæmri h áttsemi annarra en sinna eigin fyrirsvarsmanna. Ekkert hafi komið fram á hluthafafundum BPS um tilvist valréttarins. En komi í ljós að einhverjir hluthafar hafi mátt vita um hann mótmælir BPS því að slíkt geti þá leitt til bótaskyldu BPS með tilheyrandi bú sifjum fyrir aðra þá saklausa hluthafa BPS. Því sé mótmælt að 67. gr. og 76. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög eigi hér við. BPS hafi ekki farið með heimild til að skuldbinda Borgun í skilningi 76. gr. og ekki verið stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri Borgu nar, sbr. 67. gr. Sama verði sagt um fyrirsvarsmenn BPS og hluthafa BPS. Þá sé því mótmælt að BPS, fyrirsvarsmenn þess eða hluthafar, hafi ráðist í einhverjar þær ráðstafanir sem vísað sé til í 76. gr. laganna. Þá sé því mótmælt að BPS hafi borið nokkra áb yrgð á reikningsskilum Borgunar. Þeir sem beri ábyrgð á slíku séu skilgreindir í 3. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga . BPS, fyrirsvarsmenn BPS og hluthafar séu ekki þar á meðal, og það virðist óumdeilt. F yrirsvarsmönnum og hluthöfum BPS var og sé ókunnug t um það að ársreikningar Borgunar séu haldnir annmörkum og málatilbúnaður Landsbankans breyti þar engu. Þá sé því mótmælt að ætluð vitneskja fyrirsvarsmanna BPS um valréttinn, eftir að samist hafi um viðskiptin 24. október 2014 en áður en að afsal hafi ve rið gefið út 30. desember 2014, hafi þýðingu. Samningur aðila hafi orðið bindandi 24. október 2014 og allt mat á vitneskju aðila hljóti því að miðast við það tímamark. E ftir að samningur aðila hafi orðið bindandi við kaupin hafi BPS aldrei fengið neinar út skýringar á valréttinum sem gefið hafi til kynna að þar gætu leynst sérstök verðmæti. BPS byggi á því að engar forsendur séu til þess að hreyfa við forsendum viðskipta BPS við Landsbankann, með þeim hætti sem kröfugerð bankans miði st við. Lagalegar forsend ur kröfugerðar stefnanda séu hæpnar og andstæðar meginreglum kröfuréttar. Virðist stefnandi reyna að skapa það yfirbragð að reglur um kröfugerð seljanda á kaupanda vegna söluhlutar sem reynist óvænt verðmeiri séu nánast spegilmynd reglna um kröfugerð kaupa nda á seljanda vegna annmarka á söluhlut með e.k. lögjöfnun. Staðreyndin sé hins vegar sú að meginregla kröfuréttar sé afdráttarlaust sú að einungis í hreinum öfgatilfellum geti seljandi gert kröfu á kaupanda vegna þess háttar atriða. 66 Gildi jafnvel enn str angari skilyrði þegar fjármálafyrirtæki geri kröfu sem þessa. Megi heita útilokað fyrir fjármálafyrirtæki að gera slíka kröfu nema sýnt sé fram á bein svik. Leiði þetta af sérstökum skyldum fjármálafyrirtækja, sbr. t.d. 5. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréf aviðskipti, 1. og 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglur nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Engin atvik bendi til að hér sé um slík hrein svik að ræða eða slíkt öfgatilvik að réttlæti að vikið verði frá umræddri meginreglu kröfuréttar er fyrirbyggi kröfugerð seljanda. Þvert á móti vísi atvik málsins öll til þess að stefnandi, Landsbankinn, sé bundinn af umræddum viðskiptum, en rétt sé að rekja hér helstu sjónarmið sem styðji þetta: BPS byggi á því að BPS hafi keypt hluti í Borgun af Landsbankanum á sannvirði. Engin sérfræðileg sönnunarfærsla hafi farið fram fyrir dómi sem sýni fram á annað. Í málatilbúnaði Landsbankans sé hvergi gerð grein fyrir því hvert Landsbankinn hafi álitið virði VISA - valréttarin s 24. október 2014, þegar viðskiptin áttu sér stað. Þá liggi ekki fyrir nein viðhlítandi sérfræðileg sönnunarfærsla um þetta. Kröfugerð stefnanda veki í þessu samhengi athygli. Landsbankinn krefjist ekki ógildingar viðskiptanna eða riftunar. Sýni þetta að Landsbankinn telji söluverð hlutanna í Borgun vera svo ríflega ásættanlegt að bankinn vilji nú alls ekki fá þeim skilað, þótt með fylgdi allur réttur til hlutdeildar í VISA - valréttinum. Staðfesti þetta hversu hagkvæm viðskiptin hafi í raun verið bankanum, eins og hann hafi reyndar rækilega rökstutt og geti ekki vikist undan. Sú f breytt miklu um niðurstöðuna standist hér ekki. Bendi ekkert til að ítarlegar umræður aðila um valrétti nn og tillit til hans hefðu gert bankann betur settan. Það hafi bankinn oft viðurkennt, t.d. að bankinn hafi aldrei talið forsendur fyrir því að óska þessa tillits og bankinn hefði þurft að þola lækkun á söluverði að teknu þessu tilliti og óvíst hafi verið um hagkvæmni þessa fyrir hann. Útreikningar sem styðjist við ýmsar forsendur bankans staðfesti að tillit til valréttarins hefði litlu sem engu breytt um söluandvirðið. BPS byggi á því að tilvist VISA - valréttarins hafi komið fyrirsvarsmönnum BPS á óvart. E nn frekar hafi verðmæti valréttarins, eins og það hafi verið orðið undir lok árs 2015, komið fyrirsvarsmönnum BPS á óvart. Við samningagerðina hafi af hálfu BPS ekki verið reiknað með neinum ávinningi af VISA - valrétti. BPS hafi einfaldlega ekki verið í nei nni aðstöðu til slíkra útreikninga þar sem tilvist valréttarins hafi verið fyrirsvarsmönnum BPS ókunn. Tilvist VISA - valréttarins og óvænt virði hans hafi því komið BPS mjög á óvart. Þ ótt svo hefði verið réttlæti slíkt enga kröfu um það að BPS skili Landsba nkanum þessu virði , eins og Landsbankinn virðist hafa hér í huga. BPS byggi á að Landsbankinn hafi notið yfirburðastöðu gagnvart BPS. Bankinn hafi notið krafta fjölda starfsmanna með sérþekkingu á kortamarkaði og haft mikla fjárhagslega burði til þess að kosta til frekari könnun ar á markaðnum og fyrirtækjum á honum. Þá hafi kortasérfræðingar Landsbankans unnið ítarlegar greiningar á VISA - 67 valréttinum, sbr. skýrsl u Ríkisendurskoðunar. BPS hafi hins vegar þurft að styðjast við starfskrafta þriggja fyrirsvarsm anna sem unnið hafi að málum BPS samhliða fullu starfi hjá Borgun. BPS hafi þar fyrir utan haft afar takmarkaða fjárhagslega burði til að ger a ítarlegar rannsóknir á kortamarkaði hvort heldur hér eða erlendis. Við samningagerðina hafi Landsbankinn því noti ð yfirburðarstöðu gagnvart fyrirsvarsmönnum BPS til að átta sig á bæði tilvist og hugsanlegu verðmæti hlutdeildar Borgunar í VISA - valréttinum. G ögn bendi til þess að starfsmenn bankans hafi í raun búið yfir vitneskju um tilvist VISA - valréttarins og meira a ð segja ráðist í sérstakar rannsóknir til að freista þess að meta virði hans. H afi bankinn ekki nýtt sér til hlítar aðstöðu sína til þess að ger a áreiðanleikakönnun á málefnum Borgunar og á kortamarkaði almennt geti hann ekki kennt BPS um. Aðstaða bankans í þessum efnum hafi verið mun betri en aðstaða BPS og BPS og fyrirsvarsmenn þess hafi engu hlutverki gegnt við opnun og lokun gagn a herbergis í þágu könnunar bankans. Samningur aðila hafi falið í sér hefðbundin ákvæði um áhættuskipti. Í þeim hafi falist að ávinningur og tap af hlutum Borgunar sem kæmi til eftir kaupin kæmi í hlut kaupanda. Sá skilningur birtist m.a. í samningi aðila 24. október 2014, sem kveði á um staðgreiðslukaup, sbr. 2. gr., og að arður til framtíðar renni til BPS sem kaupanda hlutanna, sbr. 2. mgr. 3. gr. hans. Þessi skilningur hafi svo verið áréttaður í afsali, 30. desember 2014. BPS mótmæli því að hafa samið um annað en að allur ávinningur af keyptum hlutum Borgunar rynni til BPS. Málatilbúnaði Landsbankans um að ákvæði 1.3 í samningi aðila frá 24. október 2014 víki frá þessu sé mótmælt sem röngum. Staðreyndin sé sú að í tilboðinu frá 13. mars 2014, sem BPS hafi átt aðild að, hafi verið ráðgert að Landsbankinn myndi axla viðamikla seljendaábyrgð á eiginleikum hins selda, sbr. 5. gr. t ilboðsins. Sama hafi átt við um tilboðið frá 3. júlí 2014. Bankinn hafi hins vegar ekki viljað axla þessa ábyrgð á eiginleikum hins selda , eins og ákvæði tilboðsins hafi miðast við. Þetta hafi Landsbankinn útskýrt í tölvupósti 11. júlí 2014. Þar hafi banki verulega, í ljósi þess að í hluthafahópnum eru stjórnendur Borgunar hf. sem ættu að hafa vitneskju um öll þau atriði sem þar eru tilgreind . Á þessa afstöðu Landsbankans hafi BPS fallist. N iðurstaðan hafi því orðið sú að gerð hafi verið viljayfirlýsing 23. júlí 2014, er m.a. hafi falið í sér ákvæði D(e) um að engin skilyrði myndu gilda um áreiðanleikakönnun lei . Í kjölfarið hafi aðilar til samræmis lokið sínum áreiðanleikakönnunum og gengið til samninga. BPS hafi því álitið ákvæðið í gr. 1.3 um þekkingu hluthafa BPS á rekstri Borgunar einkum ætlað til að fyrirbyggja a fsláttarkröfur BPS á Landsbankann ef upp kæmu vandamál í rekstri Borgunar. Sú túlkun að með því hafi BPS ábyrgst það að engin óvænt jákvæð þróun yrði í rekstri Borgunar sé því haldlaus. Þvert á móti 68 undirstriki gr. 1.3 í samningnum 24. október 2014 önnur á kvæði hans um fullkomin áhættuskipti og yfirlýsinguna um að hvor aðili skyldi axla áhættu af öllu því sem kynni . Hafi bankinn ætlað sér að gera samninga um annað hefði slíkt þurft að koma skýrt fr am, ekki síst með hliðsjón af afdráttarlausum ákvæðum samningsins um staðgreiðslukaup og framtíðararð. Málatilbúnaður Landsbankans um þýðingu þessa samningsákvæðis sé því rangur. Landsbankinn hafi sem fjármálafyrirtæki borið sérstakar skyldur gagnvart BPS við gerð viðskiptanna á grunni laga nr. 161/2002 og laga nr. 108/2007 og bankinn átt . Landsbankanum hafi verið þetta kunnugt og hafi sjálfur bent á að á bankanum hvíldi . Þrátt fyrir þessa vitneskju hafi Landsbankinn engan reka gert að því að rísa undir þessari ábyrgð og fylgja þessum skyldum. Af þessum skyldum leiði m.a. að fjármálafyrirtæki geti almennt ekk i kvartað þ egar viðskipti reynist viðskiptavinum hagstæðari en ráð hafi verið fyrir gert. Þvert á móti eigi viðskiptavinur rétt til að kvarta hafi fjármálafyrirtæki ekki gætt ýtrustu aðgæslu eða fái viðskiptavinur ekki notið alls ávinnings er leiði af efni samninga sem hann geri við fjármálafyrirtæki. Hlutir Borgunar telj i st auk þess fjármálagerningar í skilningi 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Viðskipti bankans með hlutina teljist því verðbréfaviðskipti, sbr. 3. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 108/2007, og falli undir gildissvið laganna. Bankinn hafi því borið sérstakar skyldur er miðað hafi að því að engin óvænt eftirmál yrðu fyrir kaupendur fjármálagerninga af bankanum. Bankinn hafi þannig t.d. brugðist skyldu sinni til að veit a BPS fjárfestingarráðgjöf, sbr. 15. gr. laganna, eða að óska eftir upplýsingum frá BPS um þekkingu og reynslu þess í verðbréfaviðskiptum 16. gr. laga nr. 108/2007. Enn s íður hafi bankinn varað BPS við því að bankinn teldi 2. mgr. 16. gr. Þá hafi aldrei farið fram nein flokkun á BPS til samræmis við 21. gr. og vernd BPS í viðskiptunum, sb r. t.d. 23. gr., hafi aldrei verið skilgreind. Þá hafi fyrir BPS af viðskiptunum og hafa hagsmuni BPS að leiðarljósi, sbr. 5. gr. og 1. m áls l. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 108 /2007. Landsbankanum hafi því verið skylt að ger a allar þær rannsóknir er hafi verið nauðsynlegar til að tryggja að allar helstu forsendur í viðskiptunum væru afdráttarlausar. Einnig hafi bankanum borið að tryggja að BPS fengi notið alls þess ávinnings sem leitt hafi af kaupum BPS á hlutum í Borgun. Sú aðferð Landsbankans að kasta algjörlega til höndum við áreiðanleikakönnun á Borgun og ætla svo BPS að bera halla af því fari engan veginn saman við skyldu , sv o notað sé orðfæri lagatextans. 69 Ágiskanir Landsbankans lúti að ímyndaðri atburðarás sem hefði getað átt sér stað - valréttarins. Þessum ágiskunum sé mótmælt sem illa ígrunduðum og andstæðum fyrri við urkenndri afstöðu bankans. Allt hnígi þetta að því að Landsbankinn hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni . BPS mótmæli þar fyrir utan öllum ág iskunum Landsbankans - valréttarins með þeim hætti sem Landsbankinn miði kröfugerð sína við. BPS mótmælir einnig öllum ágiskunum bankans um að hann hafi yfirleitt orðið fyrir tjóni, hefði verið tekið u 20. janúar 2016. Vandséð sé því hvernig unnt sé að líta svo á að ban kinn hafi orðið fyrir tjóni. Þá hafi staðan verið sú að bankinn hafi bæði þurft að selja vegna lagalegra skyldna og viljað selja af viðskiptalegum ástæðum. Forsenda bótakröfu hans yrði því að vera sönnun þess að bankinn hefði getað fengið hærra verð í opnu útboði. Engar röksemdir séu færðar fyrir slíku og vandséð hvernig tjón bankans geti talist sannað. Stefndi BPS vísi einkum til meginreglna kröfuréttar, meginreglna félagaréttar, til laga nr. 2/1995 um hlutafélög, laga nr. 161/2002 sem og til laga nr. 108/ 2007. Um málskostnað vísist til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. BPS mótmæli málatilbúnaði Landsbankans, þ.m.t. lagatilvísunum, að því leyti sem hann samrýmist ekki málsvörn BPS, eins og hún sé sett fram hér. Þá taki BPS undir öll mótmæli meðstefndu við málatilbúnaði stefnanda að svo miklu leyti sem þau samrýmist málsvörnum BPS. Málsástæður og lagarök stefnda Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. Stefndi, Ehf. Borgun, vísi til þess að aðalkrafa þess um sýknu sé á því byggð að skilyrðum skaðabótaábyrgðar s é hér ekki fullnægt. Skorti á að sýnt hafi verið fram á að staðhæfingar stefnanda um atburðarás þá sem átt hafi sér stað í tengslum við sölu eignarhlutanna í Borgun bendi til vitneskju stefnda um mögulegan ávinning sem stefnandi hafi ekki vitað af, auk þes s sem lagaleg skilyrði séu hér ekki uppfyllt. Sé aukinheldur ósannað að stefnandi hafi ekki vitað af hinum hugsanlega ávinningi eða a.m.k. haft allar þær upplýsingar er þurft hafi til þess að geta kannað hinn hugsanlega ávinning. Í þessu samhengi beri að h afa sérstaklega í huga að það hafi lengi framan af verið álit þeirra er gerst þekktu til að umræddur valréttur væri fyrst og fremst táknræns eðlis frekar en að í honum fælust umtalsverð verðmæti. Þar fyrir utan liggi ekkert fyrir um það að stefnandi hafi o rðið fyrir nokkru tjóni sem rekja megi til háttsemi stefnda. Almennt skilyrði skaðabótaskyldu sé að tjóni hafi verið valdið með ólögmætum og saknæmum hætti. Ljóst sé að skilyrðum skaðabótaskyldu hvort heldur sem er innan eða utan samninga sé hér ekki full nægt auk þess sem engin sönnun liggi fyrir um tjón 70 stefnanda. Þrátt fyrir að krafa stefnanda sé aðeins viðurkenningarkrafa beri honum allt að einu að sýna fram á eða a.m.k. gera verulega líklegt að hann hafi orðið fyrir tjóni. Ekkert liggi hér fyrir um sa knæma háttsemi af hálfu nokkurs. Stefndi hafi nálgast kaupin á hlutnum í Borgun með sama hætti og fjárfestar nálgist almennt fjárfestingar af þessu tagi. Hafi stefndi rannsakað söluandlagið og tekið afstöðu til þess hvort það væri í samræmi við þær hugmynd ir sem hann hafi gert sér um það. Niðurstaðan hafi orðið sú að verðmæti Borgunar samsvaraði að lágmarki því er stefndi hafi boðið í félagið. Hafi stefndi því ekki talið ástæðu til að fara fram á að verð yrði lækkað. Hafi engin sérstök skylda hvílt á stefnd a eða kaupendum almennt til að óska eftir að kaup - verð yrði hækkað. Þá hafi engar forsendur verið til þess er viðskiptin áttu sér stað. Grundvallarástæða þess að stefndi beri ekki ábyrgð gagnvart stefnanda á meintum hagnaðarmissi hans sé sú að ekki hafi h ér verið sýnt fram á neina sök af hálfu stefnda. Ekkert liggi fyrir um það að stefndi hafi vitað nokkuð um nokkur þau atvik sem kynnu að hafa leitt til þess að valréttur Borgunar yrði skyndilega mjög verðmætur. Hafi stefndi því aldrei getað upplýst um þá s taðreynd með neinum hætti. Ekkert liggi fyrir um það að stefndi hafi með einhverjum hætti leynt upplýsingum. Bendi gögn málsins eindregið til þess að stefndi hafi verið óafvitandi um hugsanlegt verðmæti valréttarins og hafi því ekki búið yfir neinum upplýs ingum sem hann hafi getað leynt. Samningar stefnda við meðstefnda BPS um kaup á hlutum þess síðarnefnda á árunum 2015 og 2016 sýni það glöggt að aðilar hafi ekki gert sér grein fyrir verðmæti valréttarins fyrr en eftir að tilkynnt hafi verið um hagnýtingu hans. Sama megi lesa út úr viðskiptum sem stefndi hafi átt með bréf í Borgun fyrstu tvö ár eftir kaupin á hlutnum í Borgun. Þá hafi stefnandi ekki getað lagt fram nein gögn sem geri það sennilegt að stefndi hafi haft nokkra vitneskju um verðmæti valréttari ns umfram aðra. Stefnandi hafi sjálfur ekki þekkt verðmæti valréttarins betur en svo að hann hafi fært hann á núll krónur í eigin reikningsskilum en þó verið kunnugt um tilvist og mögulegt verðmæti hans. Í íslenskum rétti hvíli engin sérstök skylda á kaupa nda til að upplýsa um atriði er hann viti um söluandlag er kunni að vera seljanda ókunn. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að stefndi hefði vitað meira um söluandlagið en stefnandi hefði stefnda ekki borið nein skylda til að upplýsa um það. Stefndi, eins og a lmennt eigi við um kaupendur, hafi að flestu leyti staðið verr að vígi við söluna en stefnandi. Þegar stefndi hafi hafið samtal við Landsbankann og Íslandsbanka um möguleg kaup á hlutum í Borgun hafði stefndi ekki kynnt sér annað en uppgjör Borgunar, en an nað vart verið aðgengilegt um starfsemina. Almenn þekking stefnda á færsluhirðingarmarkaðnum og þær hugmyndir er hann hafi haft um þau tækifæri er þar væru hafi verið kveikjan að því að hann hafi gert tilboð í Borgun. Hafi það fyrst verið þegar gagnaherber gi var opnað sem stefndi hafi haft tækifæri til að kynna sér rekstur félagsins til hlítar. Í kröfurétti sé ekki fyrir hendi almenn regla sem mæli fyrir um að sú skylda hvíli á kaupanda að tilkynna 71 seljanda um eiginleika söluhlutar. Væri slíkt í andstöðu vi ð meginreglur kröfuréttar enda sé réttilega gengið út frá því að seljandi viti meira en kaupandi um söluhlut. Ekkert liggi fyrir um neina samningsskyldu sem stefnd i hafi undirgengist er leiði til þess að honum hafi borið að upplýsa um tiltekin atriði sem varði samningsgerðina. Þvert á móti hafi stefnandi og stefndi samið um, með viljayfirlýsingu, að þeir myndu hvor um sig kynna sér félagið Borgun. Hafi aðilar svo setið saman kynningarfundi þar sem stjórnendur hafi lýst starfsemi Borgunar og aðilar haft jöf n tækifæri til að spyrja þá út úr. Þá hafi aðilar haft sama aðgang að gagnaherbergjum framan af og bendi ekkert til annars en að stefnandi hefði getað fengið að kynna sér öll þau gögn er hann hafi haft áhuga á teldi hann það nauðsynlegt. Í reynd væri eðlil egast að snúa þessu við og segja með vísan til almennra reglna kauparéttar að stefnanda hafi borið að upplýsa um valréttinn enda beri seljanda að jafnaði að kynna helstu eiginleika söluhlutar. Ekkert liggi fyrir um að stefndi hafi búið yfir frekari upplýs ingum en stefnandi um Borgun. Hafi stefndi notið aðgangs að gagnaherbergjum þar sem finna hafi mátt allar helstu upplýsingar um Borgun. Mun gagnaherbergið hafa verið opið til fullra afnota fyrir stefnanda. Hafi stefnandi haft alla möguleika á að kynna sér þau gögn sem hann hafi viljað, jafnvel eftir að síðara gagnaherberginu var lokað ef hann hefði óskað eftir því, en það hafi hann hins vegar ekki gert. U pplýst hafði verið opinberlega um vissa þætti er vörðuðu sérstaklega valréttinn er hafi orðið svo verðm ætur sem raun ber vitni. Hafi komið fram í fjölmiðlum árið 2013 að viðskiptin kynnu að eiga sér stað. Þeir sem á þeim tímapunkti hafi getað notið góðs af valréttinum, svo sem stefnandi vegna eignarhluta í Valitor og Borgun, hafi þó allt að einu ákveðið að halda verðmæti valréttarins óbreyttu í reikningsskilum fyrir 2014. Bendi það til þess að það hafi þá verið samdóma álit þeirra er til þekktu að ekki væri ástæða til að ætla að þar væru verðmæti er máli skiptu. Hafi stefnandi engan reka gert að því að sýna fram á að Ehf. Borgun h efð i haft einhverjar frekari upplýsingar en stefnandi um valréttinn. Sé stefnda ekki kunnugt um að nokkur aðili hafi gert ráð fyrir háum greiðslum vegna valréttarins. Hefði það þá líklega hrundið af stað bylgju kaupa á færsluhirðum o g í kjölfarið orðrómi um að þarna kynnu að leynast verðmæti. Í stefnu komi fram að stjórnendur Borgunar hafi haldið kynningar á félaginu og í þeim hafi ekki verið fjallað sérstaklega um valrétt Borgunar. Ekkert komi fram um að stefndi eða fulltrúar stefnd a hafi veitt sérstakar upplýsingar um félagið enda hafi hann ekki búið yfir neinum slíkum upplýsingum. Geti stefndi ekki borið ábyrgð á því sem fram hafi komið í þeim kynningum. Kynningar sem stefnandi hafi setið á með stefnda hafi verið almennar kynningar á starfsemi Borgunar. Þorri verðmætis félagsins hafi falist í rekstri þess og því eðlilegt að reksturinn væri fyrst og fremst til kynningar. Í þessum kynningum hafi komi ð skýrt fram að Borgun sinnti færsluhirðingu fyrir Visa í hvoru tveggja debet og kredi t. Hafi ekki getað farið fram hjá neinum er fylgst hafi 72 með kynningunum að útgáfuþjónusta og færsluhirðing vær i meginstarfsemi Borgunar. Fullyrðingar um að stefnanda hafi verið óljóst að Borgun annaðist færsluhirðingu fyrir VISA verði að telja ósannfærandi . V iðbótarupplýsingar hafi verið í gagnherbergjunum er opnuð hafi verið vegna kaupanna og stefnandi haft aðgang að þeim og getað kynnt sér efni þeirra. Í stefnu sé fullyrt að stefndi hafi brotið gegn skráðum og óskráðum hátternisreglum. Hvergi sé þó að fi nna útlistun á því hvaða hátternisreglur sé um að ræða eða hvaða háttsemi. Að því leyti sem fyrirliggjandi viljayfirlýsing leggi skyldur á herðar stefnda verði ekki litið svo á að þær feli í sér að stefnda hafi borið að upplýsa um viss atriði í rekstri Bor gunar. Þvert á móti segi þar að aðilar hafi orðið sammála um að óska eftir upplýsingum og standa sameiginlega að öflun upplýsinga. Skyldu aðilar hafa sama aðgang að upplýsingum um Borgun. Sérstaklega hafi verið mælt fyrir um heimild stefnanda til að láta g er a áreiðanleikakönnun á Borgun. Í bréfi stefnanda til Bankasýslu ríkisins, dags. 13. febrúar 2015, komi skýrt fram að stefnandi hafi metið Borgun á verði er svarað hafi til kaupverðsins í viðskiptum aðila. Hafi félagið verið metið á sjö milljarða samkvæmt verðmatinu. Liggi ekki annað fyrir en að um eðlilegt verð hafi verið að ræða og viðskiptin því farið fram á eðlilegu verði. Stefndi hafi ekkert haft með reikningsskil Borgunar að gera og geti því enga ábyrgð borið á þeim en geti þó ekki séð að reikningss kilu nu m hafi verið áfátt. Í stefnu komi fram það mat stefnanda að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi gefið ranga mynd af stöðu félagsins. Hér sé mikilvægt að hafa í huga að efnahagsreikningur þess ársreiknings miði st við stöðu félagsins 31. desemb er 2012. Á þeim tíma hafi ekkert legið fyrir um að líklegt yrði að kaupréttur Visa Inc. yrði nýttur. Þar sem valrétturinn hafi verið til 99 ára sé erfitt að draga þá ályktun að borið hafi að færa ha nn á mik lu hærra verði en gert hafi verið. E kki sé rétt að forsendur hafi verið til annars á þeim tímapunkti en að færa kaupréttinn á kostnaðarverði. Stefnandi hafi þannig t.d. sjálfur kosið að færa valréttinn á núll krónur í reikningsskilum sínum. En jafnvel þó að ársreikningurinn yrði ekki talinn gefa rétt mynd af stöðu Borgunar geti það varla verið svo að stefnandi hafi einungis reitt sig á ársreikninginn við sölu eignarhlutar síns í Borgun. Hafi stefnandi haft frekari gögn til skoðunar og enn fremur mátt vera ljóst í ljósi mikillar reynslu sinnar af viðskiptum með fyrirtæki að könnun á ársreikningi geti ekki ein og sér orðið grunnur að viðskiptum með hluti í fyrirtækjum. Í fyrirliggjandi bréfi stefnanda sé m.a. lýst forsendu m hans fyrir verðmatinu og komi þar skýrt fram að stefnandi hafði mótað sér afstöðu til framtíðarhorfa í rekstri Borgunar . S jáist það á því að áætlað sé að þó að tækifæri kunni að vera í rekstrinum séu þar líka ýmsar ógnanir , svo sem vegna mögulegra nýrra tæknilausna auk þess að erlend viðskipti félagsins hafi verið álitin áhættusöm. Sé því ljóst að stefnandi hafi lagt mat á helstu þætti í starfsemi Borgunar og lagt þá til grundvallar í verðmati. 73 Í ársreikningi Landsbankans f yrir árið - greiðslu, þá felur salan á 38% eignarhlut bankans í Valitor Holding hf. til Arion banka hf. í sér samkomulag milli aðila um viðbótargreiðslur kaupverðs. Samkvæmt samkomulaginu mun Arion banki greiða bankan um viðbótargreiðslur fái Valitor, eða dóttu r félög Valitor, greiðslur frá Visa Europe vegna tiltekins valréttarsamnings sem í gildi er milli Visa Europe og Visa Inc. Bankinn hefur ekki fært neinar fjárhæðir í ársreikning þennan í tengslum við þessar möguleg u viðbótargreiðslur þar sem ákvörðun um virkjun valréttarins er hvorki á valdi bankans né Arion banka, veruleg óvissa ríkir um það hvort eða hvenær greiðslur vegna valréttarins kunna að verða inntar af hendi og veruleg óvissa er um mögulegt andvirði slíkra Hafi það því verið afstaða stefnanda að ástæðulaust væri að færa nokkuð um valréttinn vegna hversu óvíst verðmæti hans væri . Þá verði það ekki mik lu skýrara að stefnanda hafi verið fullkunnugt um valréttinn. Sé umfjöllunin í beinum tengslum við söluna á eignarhlut stefnanda í Valitor, en ekki verði annað ætlað en stefnanda hafi verið kunnugt um eða mátt vera kunnugt að sama gæti átt við um Borgun. Í á rsreikningum Valitors fyrir 2013 og 2014, eins og í ársreikningum Borgunar fyrir sömu rekstrarár, sé ekki getið sérstaklega um valréttinn og mögulegt verðmæti hans. Ekki verði því séð að ástæða hafi verið til að fjalla frekar um eignarhlutinn í Visa Europe eða valréttinn í reikningsskilum Borgunar. Hafi verðmætið verið mjög óljóst og almennt álitið takmarkað. Hafi ekki verið sýnt fram á að ástæða hafi verið til að meta valréttinn í Visa Europe á hærri fjárhæð en núll krónur fyrr en nokkru eftir að viðskipti þau sem hér sé fjallað um hafi verið um garð gengin. Sé almennt gengið út frá því að aðeins skuli færa það sem máli skipti í efnahagsreikning við reikningsskil eða í skýringar við ársreikning. Hafi stefnandi með engum hætti sýnt hér fram á að verðmæti þei rra stærða er um ræðir hafi verið slíkt að þær hafi skipt verulegu máli. Skyldur sem kunni að hvíla á stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum Borgunar samkvæmt hlutafélagalögum séu stefnda óviðkomandi. Þar fyrir utan verði ekki séð að leiddar verði af slíkum skyldum sérstakar kvaðir á stefnda eða meðstefndu er farið hafi verið gegn. Fái stefndi ekki heldur séð að stjórnendur Borgunar hafi brotið gegn 67. gr. hlutafélagalaga og misnotað aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félaginu. Hafi allir aðilar verið sát tir um verðmæti hlutanna í Borgun. Verði ekki séð að stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar Borgunar hafi búið yfir nokkrum upplýsingum er skapað hafi þeim þess háttar stöðu að þeir hafi getað misnotað aðstöðu í andstöðu við lagaákvæðið. Þvert á móti virðist s em þeir hafi vitað jafn lítið um verðmæti valréttarins og aðrir og sjáist það ekki hvað síst á viðskiptum þessa stefnda og BPS 2015. Þá fáist ekki séð að ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu stjórnenda Borgunar sem gætu hafa verið til þess fallnar að afl a einhverjum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins í andstöðu við 76. gr. hlutafélagalaga. 74 Reglum um innherjaviðskipti verði ekki heldur með neinu móti beitt um viðskipti með hluti í Borgun , er sé ekki skráð félag. Reglur um innh erjaviðskipti lúti sérstaklega að því að tryggja að fjárfestar er eigi viðskipti með skráð verðbréf séu í sömu aðstöðu. Mikilvægur þáttur í því sé að innherjaupplýsingar séu birtar eins fljótt og auðið er svo að allir hafi aðgang að þeim á sama tíma. Þar s em Borgun sé ekki og hafi ekki verið skráð félag gildi engar sambærilegar reglur um Borgun. Það sé val félaga hvort þau skrá sig eða ekki. Skráningu fylgi vissar skyldur en líka kostir. Meti félög það þannig að ókostirnir vegi þyngra en kostirnir væri óeðl ilegt ef reglur um viðskipti með skráð bréf væru allt að einu látin gilda um þau félög sem kjósi að skrá ekki hluti sína. Eðlilegt sé að líta svo á að almennar reglur kauparéttar gildi um viðskipti með hluti í Borgun að því leyti sem þær gildi um viðskipti með hluti í félögum. Allnokkur viðskipti með hluti í Borgun hafi átt sér stað. Ekki verði þó byggð á reglum laga um lausfjárkaup skylda stefnda til að upplýsa stefnanda um valréttinn , eins og hann haldi fram. Þvert á móti séu skyldur kaupanda samkvæmt lög unum fyrst og fremst þær að greiða kaupverðið. Hvíli allar upplýsingaskyldur um seldan hlut hins vegar á seljanda. Mótmælt sé að stefndi hafi látið hjá líða að upplýsa um hlutinn í Visa Europe og þau réttindi er honum hafi fylgt. Samningar stefnda við Vis a Europe hafi einmitt verið meðal þess sem sett hafi verið í gagnaherbergi þar sem aðilar hafi getað kynnt sér Borgun. Hafi hér engin sérstök skylda hvílt á stefnda Ehf. Borgun í þessu sambandi. Virðist það hafa verið öllum hulið hvaða verðmæti fælust í um ræddum samningum. Hefði þó engum átt að dyljast tilvist samningsins og þar með valréttarins. Fráleitt sé að jafna háttsemi stefnda við svik, sbr. 30. gr. samningalaga. Ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir það að nokkur hafi haft í frammi sviksaml ega háttsemi. Gögn bendi þvert á móti til þess að öllum sem að viðskiptunum hafi komið hafi verið jafn hulið að valrétturinn kynni að verða mjög verðmætur. Ekkert í mála - tilbúnaði stefnanda styðji að mistök stefnda hafi leitt til þess að samningur hafi or ðið annars efnis en stefnandi hafi ætlast til. Skilmálar viðskipta hafi verið sambærilegir í kauptilboðum, viljayfirlýsingu og í endanlegum samningi. Ekkert renni stoðum undir það að efni þessara skjala hafi verið annað en um hafi samist. Þá hafi v iljayfir lýsing verið samin af stefnanda , sem sé sérfróður um fyrirtækjaviðskipti , og hafi hún orðið grunnur að vinnu aðila í framhaldinu. Hafi kaupin farið fram samkvæmt hefðbundnum og eðlilegum skilmálum er stefnandi hafi sjálfur reiknað út að fæl u í sér eðlilegt verð. Þá eigi ákvæði samningalaga um brostnar forsendur samkvæmt 33. gr. laganna ekki við. Geti ákvæðið því aðeins átt við hafi viðsemjandi haft vitneskju um eitthvað er hafi verið seljanda ókunnugt og verið fyrir hendi þegar löggerningur hafi komið til v itundar seljanda. Stefndi hafi ekki vitað að valréttur Borgunar yrði síðar verðmætur. Hefði stefnandi þá að sama skapi mun fremur mátt átta sig á því sjálfur að svo væri enda virðist stefnandi að mörgu leyti hafa búið yfir ítarlegri upplýsingum en stefndi. 75 Almenn ógildingarregla 36. gr. samningalaga geti ekki leitt til þess að stofnast hafi hér til skaðabótaskyldu. Mælt sé fyrir um í 2. mgr. 36. gr. að við matið skuli líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð og atvika er síðar komu til. Ekki verði séð þessi sjónarmið leiði til þess að ógilda megi samninginn eða breyta honum. Hafi t.d. enginn slíkur aðstöðumunur verið milli stefnda og stefnanda að réttlæti nokkra breytingu á samningnum. Stefnandi sé viðskiptabanki með hundruð sta rfsmanna sem margir hafi langa reynslu af greiðslukortastarfsemi eða viðskiptum með hluti í fyrirtækjum. Hafi það því einkum verið stefnandi sem notið hafi aðstöðumunar. Þá hafi ekkert komið fram um tiltekin atvik við samning s gerðina eða síðar sem leiði ti l þess að breyta beri samningnum. Stefnandi hafi haft fullt forræði á samning s gerðinni og getað kynnt sér Borgun og stöðu félagsins að vild og reyndar sérstaklega gert ráð fyrir því að svo yrði gert. Verði ekki séð að nokkuð hafi verið ósanngjarnt eða ands tætt góðri viðskiptavenju við umrædd viðskipti aðila. Engar brostnar forsendur verði heldur leiddar af almennum reglum þar um. Skipti þá engu máli þótt tilkynnt hafi verið í kauphöllinni um viðskipti stefnanda með hluti í Valitor. Megi þvert á móti draga þá ályktun af tilkynningunni að stefnanda haf i verið kunnugt um tilvist valréttarins eða a.m.k. mátt vera ljóst að hann væri fyrir hendi. Ekki verði ráðið af gögnum máls að það hafi verið forsenda stefnanda fyrir viðskiptunum að Borgun ætti ekki tilkall ti l hlutdeildar í söluhagnaði VISA Europe , eins og hann haldi fram. H afa beri í huga að stefndi hafi keypt hluti af BPS án þess að aðilar hafi haft vitneskju um valréttinn , er endurspeglist í verðinu sem þeir hafi samið um. Þannig sé í fyrri samningnum samið um kaup á genginu 24,94 en í síðari samningnum hafi gengið verið 27,21 auk greiðslu er háð hafi verið niðurstöðu hvað varð að i valréttinn. Stefnandi haldi því fram að brotið hafi verið gegn trúnaðar - og tillitsskyldum við samningsgerð þegar stefndi hafi e kki upplýst með vissum hætti um valréttinn. Hafni stefndi þessu, þá einkum þar sem ekkert liggi fyrir um að stefndi hafi vitað meira um valrétt Borgunar en stefnandi. Þá verði ekki litið svo á að trúnaðar - og tillitsskyldur í samningssambandi feli í sér sk yldu kaupanda til að upplýsa seljanda um atriði sem tengist sérstaklega söluhlutnum. Sé vandséð í hverju umræddar skyldur ættu að felast. Stefndi hafi farið eftir efni viljayfirlýsingar og í kjölfarið hafið kaupsamningsgerð við stefnanda. Samningsgerðin ha fi farið vel fram og aðilar verið sammála um niðurstöðu. Ólögmæti sé skilyrði skaðabótaskyldu innan og utan samninga. Ekkert liggi fyrir um að nokkuð það sem stefndi hafi aðhafst hafi verið ólögmætt. Þvert á móti bendi framlögð gögn ekki til annars en að stefndi hafi hagað sér að öllu leyti með þeim hætti sem ætla hafi mátt að grandvar fjárfestir myndi haga sér. Ekki hafi verið bent á neina hátternisreglu sem hafi verið brotin af hálfu stefnda eða þá samningsbundnar skyldur. Stefnandi vísi til þess að nau ðsynlegt hafi verið að selja Borgun þar sem það hafi verið áskilið í sátt sem gerð hafi verið við SE. Sáttin hafi með engum hætti takmarkað 76 möguleika stefnanda á að hámarka virði hlutarins. Þá hafi skilyrði hennar aðeins verið þa ð að annaðhvort stefnandi e ða Íslandsbanki yrði að selja hlutinn innan viss tíma. Af því hafi ekki leitt algjört áhrifaleysi um það hvernig stefnandi bæri sig að við söluna. Meint áhrifaleysi Landsbankans vegna sáttarinnar geti ekki talist hafa áhrif í þessu sambandi. Hafi það ekki verið svo að SE hafi almennt mælt fyrir um sölu og bannað seljanda að hafa áhrif á söluferlið. Væri enda erfitt að sjá að skilyrði er hefðu neikvæð áhrif á söluverð samræmdust valdheimildum SE eða ákvæðum stjórnarskrár. Þá liggi ekkert fyrir um að Landsban kinn hafi gert nokkuð til að ráða bót á meintu áhrifaleysi né með hvaða hætti það hefði mögulega getað komið í veg fyrir vel heppnað söluferli. Stefnandi hafi haft aðgang að gagnaherbergi og getað kannað rekstur Borgunar. Stefnandi hafi gert verðmat á Bor gun sem skilað hafi afar sambærilegri niðurstöðu og stefndi hafi komist að og orðið grundvöllur kauptilboðsins og samningar enda náðst á því verði. Ekkert liggi fyrir um annað en það að stefnandi hefði getað óskað eftir þeim upplýsingum er hann hafi talið sig þurfa um rekstur Borgunar auk þess sem hann hefði vel getað látið ger a áreiðanleikakönnun á félaginu eða getað gert hana sjálfur enda starfi fjöldi sérfræðinga fyrir stefnanda sem gjörþekki ferlið við sölu fyrirtækja. Þá verði ekki ætlað að SE hefði staðið í vegi fyrir því að söluferli stefnanda yrði vel heppnað enda mikilvægt fyrir SE að staðið yrði vel að sölunni svo skilyrðin næðu fram að ganga. Hefði stefnandi óskað eftir breytingum á skilyrðunum til að tryggja jákv æða útkomu söluferlisins megi telja töluverðar líkur á að SE hefði fallist á slíkar breytingar. Virðist hér ekki hafa verið gerður neinn reki að því að breyta skilyrðunum. Stefnanda hafi verið í sjálfsvald sett að gera þá skoðun á Borgun er bankanum hafi s ýnst til að staðreyna verðmæti hans léki einhver vafi á því. Skilyrði SE hafi ekki takmarkað möguleika bankans til að láta ger a áreiðanleikakönnun á félaginu. Í stefnu komi fram að stefndu hljóti að hafa talið valréttinn mikilvægan þar sem þeir hafi sett gögn um hann í gagnaherbergi um Borgun. Árétta beri að stefndi hafi engin gögn sett í gagnaherbergið. Í þessari fullyrðingu felist ákveðinn misskilningur á hlutverki og eðli gagnaherbergja. Það sé ekki svo að fyrirtæki sem er til skoðunar hafi úrslitavald um hvaða gögn séu sett í gagnaherbergi. Almennt séu lagðir fram til þess að gera staðlaðir listar yfir þau gögn er eigi að skoða. Á slíkum listum sé yfirleitt að finna ósk um að lagðir séu fram allir eða eins margir og mögulegt er af samningum viðkomandi félags við þriðju aðila. Mörg gögn í gagnaherbergjum þjóni aðeins þeim tilgangi að hægt sé að staðreyna að rekstur viðkomandi félags sé í lagi. Af þessu leiði þó ekki að samningurinn við Visa hafi ekki verið mikilvægur. Borgun færsluhirði nú og sinni útgáf uþjónustu fyrir Visa og Mastercard. Hafi það veitt Borgun tækifæri til markaðssóknar í færsluhirðingu og aukið tekjumöguleika. Í áreiðanleikakönnun sem KPMG hafi unnið fyrir stefnda hafi enda verið tekið fram að ákvæði um breytingar á 77 Í íslenskum samningarétti hafi lengst af verið byggt á þei m meginreglu m að menn hafi frelsi til þess að gera þá samninga sem þeim sýnist og að samninga beri að halda. Almennt verði ekki vikið fr á efni sam n inga eftir samningsgerð nema eitthvað meiri háttar komi til , svo sem ógildingarreglur samningalaga sem hér eigi ekki við. Megin - reglan sé sú í kauparétti að áhættuskipti eigi sér stað við afhendingu hins selda. Við það tímamark færist áhætta af söluhlut yfir til kaupanda. Hvað svo sem fyrir söluhlut komi, hvort sem það er gott eða slæmt, sé það nokkuð sem kaupandinn þurfi að lifa með eftir það tímamark. Mætti hugsa sér að Borgun hefði farið halloka í samkeppni og jafnvel fengið á sig háar skaðab ótakröfur eða stjórnvaldssektir. Þá hefðu almennar reglur um áhættuskipti leitt til þess að kaupandi hefði alfarið setið uppi með það tap. Stefnandi sé viðskiptabanki og sem slíkur bjóði hann upp á alhliða bankaþjónustu á ýmsum sviðum. M.a. annist hann öl l samskipti við korthafa og fleira er varði útgáfu greiðslukorta. Hafi stefnandi verið stærsti útgefandi greiðslukorta hérlendis um árabil. Verði því að ætla að stefnandi hafi töluverða þekkingu á útgáfu greiðslukorta almennt. Þar sem stefnandi sé viðskipt abanki ætti hann að hafa yfirburðaþekkingu á kaupum og sölum fyrirtækja. Það að stefnandi hafi heykst á að gera áreiðanleikakönnun á hinu selda og kanna verðmæti þess með nákvæmari hætti en raun hafi orðið á verði annaðhvort að skýra sem svo að stefnandi h afi talið sig þekkja Borgun nægilega vel eða þá að stefnandi hafi sýnt af sér vítavert aðgæsluleysi. Hafi FME í reynd staðfest að stefnandi hafi í tengslum við söluna ekki hagað sér með þeim hætti er eðlilegt væri af viðskiptabanka og virðist því líklegt a ð hann hafi sýnt af sér vítavert aðgæsluleysi. Krafa um viðurkenningu á tjóni verði ekki tekin til greina nema líkur standi til þess að eitthvert tiltekið tjón hafi orðið. Gögn sýni engan vegin n fram á að tjón hafi orðið í tengslum við söluna á Borgun. Í fyrsta lagi hafi stór hluti verðmætis valréttarins komið til vegna atvika er orðið hafi eftir að afhending bréfanna fór fram þar sem verðmæti valréttarins hafi verið háð veltu Borgunar. Hafi velta Borgunar aukist mjög , og ekki síst erlendis. Hefði Landsba nkinn stillt upp sambærilegu verðbreytingaákvæði og gert hafi verið við sölu bankans á hlut í Valitor ásamt því að semja um áfram - haldandi viðskipti í kortaú t gáfu við Borgun, eins og gert hafi verið gagnvart Valitor, hefði verðmæti eignarhlutarins eflaust verið metið með öðrum hætti í viðskiptum aðila. Í tilviki Valitors hafi verið gert ráð fyrir að hlutdeild stefnanda í ávinningi af valrétti færi úr 38% í 20% ef til þess kæmi að Landsbankinn færi úr viðskiptum við Valitor. Þá hafi verið miðað við gerólíka eiginfjármargfaldara í viðskiptum stefnanda með Valitor og Borgun. Hefði verið miðað við sama eiginfjármargfaldara í viðskiptunum með Borgun og gert var með Valitor hefði verðið á hlut um enn lækkað. Framangreind þrjú atriði myndu til samans leiða til þess að eðlilegra væri að líta svo á að stefnandi skuldaði stefnda fé vegna þess hversu hátt verð bréfanna hafi verið. 78 Reikniregla sú er notuð hafi verið við að finna út verðmæti valréttarins hafi byggst á veltu Borgunar í færsluhirðingu fyrir þrjú undangengi n ár. Þar sem velta Borgunar hafi aukist töluvert, ekki síst vegna aukinna umsvifa þess erlendis rétt fyrir nýtingu valréttarins, hafi verðmæti hans orðið mun meira en ella. Hlut a þess ávinnings sem til hafi fallið megi því í reynd rekja til aukinnar veltu eftir afhendingu hlutanna í Borgun. Hér sé einnig mikilvægt að hafa í huga að valrétturinn hafi verið til 99 ára. Hafi Visa Inc. getað hagnýtt sér réttinn hvenær sem va r á því tímabili. Vel megi hugsa sér að í náinni framtíð nái greiðslulausnir með farsím um eða annarri tækni fótfestu með þeim afleiðingum að dragi úr notkun greiðslukorta. Jafnvel mætti hugsa sér að greiðslukort yrðu úrelt á gildistíma valréttarins. Hvort um sig myndi draga verulega úr verðmæti valréttarins eða jafnvel gera hann verðlausan. Færa beri fjárhæðir í framtíð til núvirðis með afvöxtun svo að þær lækki stórkostlega. Verði því ekki séð að forsendur hafi verið til þess að meta valréttinn sem hér sé til umfjöllunar til hærra verðs en núll krón a . Ekki verði séð að ávöxtunarkrafa á hluta bréfamarkaði eða verð í viðskiptum milli BPS og Ehf. Borgunar geti ráðið úrslitum um það hvaða verð beri að leggja til grundvallar sem rétt. Borgun sé óskráð félag og viðskipti með bréf þess því töluvert fátíðari en gerist og gengur með skráð félög. Átt ha fi sér þó stað allmörg viðskipti með hluti í Borgun á ólíkum verðum. Endurspegli það ólíka afstöðu hlutaðeigandi til verðmætis hlutanna og líka þá breytingu sem orðið hafi í rekstri Borgunar til batnaðar. Fyrst stefnandi kjósi að fjalla um ávöxtun Borguna r í samanburði við ávöxtunar - kröfu greiningaraðila til skráðra félaga sé rétt að geta að á árinu 2015 hafi úrvals - vísitala (OMXI8) hækkað um 43,4%, og hlutabréf í Nýherja hf. hafi á sama tímabili hækkað um 257% og hlutabréf í Marel um 81%. Sé því ekki óþ ekkt að hlutabréf hækki afar mikið á skömmum tíma. Fullyrðing stefnanda um að hækkun á gengi Borgunar hafi verið með einhverjum hætti óeðlileg með hliðsjón af gengi skráðra félaga eigi því ekki við rök að styðjast. Þvert á móti hafi gengi margra þeirra hæk kað umtalsvert á þessu tímabili. Svo sem sjá megi af þeim verðum sem viðskipti hafi síðar farið fram á megi ljóst vera að verðið hafi farið hækkandi enda hafi Borgun haldið áfram að bæta við sig markaðshlutdeild erlendis. Sé það höfuðástæða þess að verðmæt i félagsins hafi farið hækkandi , en innlendur greiðslukortamarkaður sé til þess að gera mettur og hörð samkeppni ríki á milli helstu fyrirtækjanna. Hafi hlutdeild Borgunar þó heldur aukist á markaði á undanförnum árum , sem enn styðji hækkandi gengi á bréfu m félagsins. Enginn starfsmaður stefnda hafi komið nálægt málinu. Skilyrði þess að ábyrgð verði felld á stefnda á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar sé sú að einhver starfsmaður stefnda hafi valdið tjóni með saknæmri háttsemi. Beri stefnanda þá að sýna fra m á það að tjóni hafi verið valdið af starfsemi stefnda en svo sé ekki í máli þessu. Í stefnu sé því haldið fram að stefndi Haukur Oddsson og aðrir yfirm enn Borgunar beri ábyrgð á því tjóni sem stefnandi telji sig hafa orðið fyrir. Sé engan starfsmann stef nda að finna 79 í upptalningunni. Þ ví sé eðlilegt að skilja stefnu sem svo að ekki sé byggt á því gagnvart stefnda, Ehf. Borgun, að félagið beri ábyrgð á meintu tjóni á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar, en því sé allt að einu hafnað að svo geti verið. Þá sk al tekið fram að stefndi telji engin haldbær gögn hafa verið lögð fram sem styðji það að starfsmenn Borgunar eða þá BPS hafi valdið stefnanda tjóni með einhverjum hætti. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 skuli fjármálafyrirtæki starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. FME hafi komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi h efð i ekki farið eftir ákvæðinu við söluna á hlutum í Borgun. Stefnanda hafi verið kunnugt um að Valitor h efð i átt von á greiðslu vegna val réttarins og um aðild Borgunar að Visa og haft fullan aðgang að samningum Borgunar við Visa í gagnaherbergi. Þá hafi s tefnandi lýst því yfir í viljayfirlýsingu sem hann hafi sjálfur gert við stefnda að hann myndi ger a áreiðanleikakönnun á Borgun. Þegar þet ta sé allt virt saman sé augljóst að stefnandi hafi ekki sinnt starfsskyldum sínum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og verði stefnandi að bera halla af því. S tefndi hafi ekki haft ástæðu til þess að ætla annað en að stefnandi h efð i fylgt starfsskyldum sínum áður en mál þetta kom til opinberrar umræðu. Stefndi byggi dómkröfur sínar á ákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, laga um ársreikninga nr. 3/2006, laga um fjármála - fyrirtæki nr. 161/2002, la ga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 og almennum reglum skaðabótaréttar og kröfuréttar. Krafa stefnda um málskostnað grundvallist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Málavextir liggja í megindráttum fyrir, en stefnandi Landsbankinn samþykkti 27. október 2014 kauptilboð frá 24. október 2014, og seldi með því stefnda BPS 6,24%, og stefnda Ehf. Borgun 24.96% af 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. (nú SaltPay IIB hf.) fyri r 2.184.000.000 krón a , með fyrirvara um samþykki bankaráðs stefnanda, er lá svo fyrir 6. nóvember 2014, og með fyrirvara um ár ei ðanleikakönnun af hálfu hinna stefndu kaupenda, en afhending á og greiðsla fyrir hið selda fór síðan fram 30. desember 2014. Í s öluferlinu, sem aðilar kaupanna skipulögðu með viljayfirlýsingu, dags. 23. júlí 2014, var m.a. gert ráð fyrir að stjórnendur stefnda Borgunar myndu láta aðilum í té kynningu á og upplýsingar um hið selda, sem átti sér svo stað í gegnum kynningarfundi og tv ö gagnaherbergi, sem lýst er hér að framan, en stefndi Haukur Oddsson var þá forstjóri Borgunar , auk þess sem hluthafar í BPS voru að meginstefnu til félög stjórnenda hjá Borgun, en Ehf. Borgun samanstóð af félögum fjárfesta. Um það bil ári eftir kaupin ge rist það síðan að í ljós kemur að Borgun á von á verulegri greiðslu í ljósi aðildar sinnar að , og þá með tilsvarandi hlut í Visa Europe , við það að svokallaður valréttarsamningur Visa Europe og Visa Inc. var virkjaður með kaupum 80 Visa Inc. á Visa Europe. L á síðan fyrir , 2. nóvember 2015, að valréttarsamningurinn myndi virkjast við umrædd kaup . Hinn 23. nóvember 2015 var tilkynnt um hvernig skiptingin yrði á söluandvirði og 22. desember 2015 va r Borgun tilkynnt um sennilegt umfang fjárhæðar er kæmi í hlut fél agsins yrðu kaupin staðfest, sem varð svo raunin 3. júní 2016. Í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2015, sem lagður var fyrir aðalfund félagsins þann 18. mars 2016, kom fram það mat stjórnenda Borgunar að gangvirði eignarhlutar félagsins í Visa Europe h efð i verið um 5,4 milljarðar króna í árslok 2015. Fyrir liggur að ágreiningur málsaðila snýr að því að stefnandi Landsbankinn, sem seljandi, telur að hann hafi verið hlunnfarinn af stefndu í umræddum viðskiptum með eignarhlutinn í Borgun, eins og mál þróuðust . G erir hann hér kröfu um að viðurkennd verði skaðabótaskylda allra stefndu á ætluðu tjóni stefnanda vegna söluhagnaðar sem hann hefði notið hefði hann selt 31,2% eignarhlut sinn í Borgun að teknu tilliti til upplýsinga sem hann telur að stefndu hafi búið y fir við kaupin en ekki látið stefnanda í té um umræddan hlut Borgunar í Visa Europe og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði Visa Europe við nýtingu valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe. Byggir stefnandi þessa kröfugerð sína á bótaskyldu s tefndu BPS og Ehf. Borgunar innan sem og utan samninga, en stefndu Borgunar og Hauks Oddsonar utan samninga, auk þess sem að vísað er þá til vinnuveitendaábyr g ðar vegna starfsmanna Borgunar. Af hálfu allra stefndu er krafist sýknu , þar sem þeir hafi í söl uferlinu ekki brotið með neinum hætti samningsskyldur, þ.e. BPS og Ehf. Borgun, né beri þeir ábyrgð á hinu meinta tjóni stefnanda með því að hafa í umræddu söluferli leynt stefnanda mikilvægum upplýsingum sem þeir, eða þá í tilfelli Borgunar starfsmenn þei rra, hafi búið yfir, annars vegar um aðild Borgunar að Visa Europe , en hins vegar um vænta hlutdeild Borgunar í söluhagnaði sem fylgja myndi virkjun valréttarsamningsins. Fyrir liggur að tveir samningar Borgunar fela einkum í sér umrædd réttindi, það er a nnars vegar aðildarsamningurinn (Visa Europe Limited Membership Deed) frá 15. nóvember 2010, sem mælir fyrir um aðild Borgunar að Visa Europe, en hins vegar er Valréttarsamningur inn á milli Visa Inc. og Visa Europe frá 28. ágúst 2007. Þá liggja fyrir s amþy kktir Visa Europe og aðildarreglugerð frá 15. nóvember 2014, sem útskýra þýðingu þess fyrir hluthafa , eins og Borgun , ef valréttarsamningurinn yrð i virkjaður. Hvað varðar kröfu stefnanda Landsbankans , þá byggi st hún á þeirri forsendu að við sölu stefnanda til tveggja stefndu, þ.e. Ehf. Borgun ar og BPS, á framangreindum hlutum í Borgun , þá hafi stefndu hv o r um sig haft vitneskju um eða upplýsingar um: - Hlut Borgunar í Visa Europe bygg ðan á aðild þess sem leyfishafa í Visa Europe. - Vænta hlutdeild Borgunar sem fylgt hafi hlutunum í Visa Europe í söluhagnaði VISA Europe við nýtingu framangreinds valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe. 81 Byggir stefnandi á því að við söluna hafi stefndu viljandi eða af gáleysi leynt stefnanda þessu m mikilvægu upplýsingum, og er þá byggt á því að stefndu hafi haft þessar upplýsingar og þeim borið að koma þeim á framfæri en stefnandi ekki haft þær. Þá byggir stefnandi á því að framangreind framvinda hafi haft áhrif á umsamið söluverð og þetta orðið stefnanda til tjóns þar sem söluverð á umræddum hlutum hans í Borgun hefði ella orðið hærra og hagnaður stefnanda því orðið meiri en raunin varð. Af hálfu allra stefndu er gerð krafa um sýknu og þá einkum byggt á eftirfarandi: - Að stefndu hafi við kaupi n vissulega vitað af aðild Borgunar að Visa Europe, en að það hafi stefnandi jafnframt gert, eða a.m.k. mátt gera sér glögga grein fyrir. - Að stefndu hafi hins vegar við kaupin alls ekki haft í huga mögulega hlutdeild Borgunar í söluhagnaði VISA Europe vi ð nýtingu valréttarsamnings þess og Visa Inc. Þ ar hafi verið um að ræða afar óvís réttindi sem hafi verið háð ýmsum ytri skilyrðum og hafi stefnandi þá síðan í öllu falli átt að þekkja þau mun fremur en stefndu. Vísar stefndi BPS hér raunar til þess að til vist valréttarsamnings ins hafi verið honum ókunn. - Þá vísa stefndu til þess að óvíst sé að samist hefði á annan veg með aðilum við sölu hlutanna í Borgun þótt tilvist umræddra óvísra réttinda Borgunar hefði legið fyrir, en því hafi verið lýst yfir af hálf u stefnanda eftir kaupin að salan h efð i verið hagstæð. Segja má að sérstaða málsins, a.m.k. frá sjónarhóli kauparéttar, felist í því að það er seljandinn, hér stefnandi Landsbankinn, sem telur sig með ólögmætum hætti hafa verið hlunnfarinn í kaupunum, þó s vo að kaupendurnir hafi óumdeilt greitt umsamið kaupverð fyrir hið selda. Byggi st þetta á þeirri málsástæðu stefnanda að hinir stefndu kaupendur, sem margir störfuðu hjá Borgun, hafi í söluferlinu 2014 tekist á hendur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart sel janda í ljósi þess að þeir byggju yfir þekkingu á öllu sem varðaði eignir , skuldir og rekstur félagsins, sem hafi síðan verið vanefndar í því skyni að hagnýta sér leynd á lykilupplýsingum í söluferlinu, til þess að hagnast á kostnað stefnanda, er hafi haft veika stöðu sem hluthafi í Borgun, sbr. framangreint. Hins vegar er byggt á því, að stefndi Borgun og vissir lykilstarfsmenn félagsins, þ .m.t. forstjórinn Haukur Oddsson , hafi þrátt fyrir að hafa búið yfir framangreindri þekkingu ekki látið stefnanda han a í té á þeim kynningarfundum er Borgun hafi staðið að , né heldur tryggt aðgengi stefnanda að umræddum lykilgögnum í rafrænum gagna - herbergjum. Þá byggir stefnandi á því að reikningsskil og upplýsingar í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2013 hafi verið óf ullnægjandi. En á þessu beri Borgun hf. ábyrgð , og þá eftir atvikum á grun ni vinnuveitandaábyrgðar , og forstjórinn Haukur Oddsson. Vísar stefnandi til þess að umrædd leynd, sem hafi farið á svig við þá ætlun aðila að kaupendur og seljandi stæðu jafnt að vígi varðandi upplýsingar um hið selda, hafi einkum birst í því að framangreindir lykilsamningar hafi líklegast ekki verið til reiðu í rafrænum gagnaherbergjum fyrr en í fyrsta lagi eftir að stefnandi hafði misst aðgang vegna ætlaðra samkeppnissjónarmiða . S amningarnir og efni þeirra, þ.e. varðandi aðild 82 Borgunar að Visa Europe og valréttarsamningurinn, hafi aldrei verið kynnt á þeim kynningum á félaginu sem Borgun og stjórnendur þar hafi tekið að sér að sjá um í söluferlinu og þá hafi tilvist aðildarinnar og valréttarins og hin na væntu fjárhagslegu réttind a er því fylgd u ekki verið réttilega lýst í ársreikningi Borgunar fyrir árið 2013. Byggir stefnandi á því að framangreint hafi falið í sér ólögmætisgrundvöll , því að stefndu BPS og Ehf. Borgun hafi við ka upin farið á svig við meginreglu um trúnaðar - og tillitsskyldu í viðskiptum, auk þess sem framganga allra hinna stefndu hafi farið í bága við tilgreind ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995 og laga nr. 161/2002 og nr. 108/2007, auk þeirra reglna sem lýst sé í 30., 32., 33., og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, auk sjónarmiða um forsendubrest, sem og ákvæði kaupalaga almennt um ábyrgð á eiginleikum söluhlutar, og eftir atvikum með lögjöfnun varðandi kaupendur, sbr . hér að framan. Síðast en ekki síst þá byggir ste fnandi sérstaklega á því að stefndu Borgun hf. og Haukur Oddsson hafi valdið honum tjóni með ætluðum annmörkum á tilgreiningu áskilinna reikningsskilaupplýsinga í ársreikningi Borgunar fyrir 2013. Sé litið til alls hér framangreinds, það er málava xta, málsástæðna málsaðila , sem og fyrirliggjandi gagna í málinu, telur dómurinn að draga verði eftirfarandi ályktanir: Í fyrsta lagi telur dómurinn varðandi sönnunaratriði í málinu að ekki hafi hér verið nægilega sýnt fram á það af hálfu stefnanda að hini r stefndu kaupendur, fél agið BPS eða Ehf. Borgun, hafi sem slík ir fyrir eða við kaupin búið yfir glöggri vitneskju um sérstaka þýðingu mögulegrar hlutdeildar Borgunar í söluhagnaði Visa Europe við hugsan lega nýtingu valréttarsamnings þess og Visa Inc, en þ essu hefur verið neitað af þeirra hálfu. Af því leiðir að ekki verður séð að tilteknir fulltrúar þessara aðila hafi við kaupin eða í aðdraganda þeirra með sviksamlegum hætti leynt nokkrum slíkum upplýsingum fyrir stefnanda, sem þeim hafi sem kaupendum sérs taklega borið að standa stefnanda skil á, eða að þeir hafi hér haft í fram m i nokkra þá framangreindu háttsemi sem stefnandi leitast við að grundvalla ólögmæti eða sök þeirra á í málinu. Þvert á móti þá telur dómurinn að fyrirliggjandi hlutlægar upplýsingar um innbyrðis viðskipti þeirra með hluti í Borgun eftir söluna, o.fl. slíku tengt, gefi miklu fremur til kynna vísbendingar um réttmæti þeirra staðhæfinga af þeirra hálfu að engin vitneskja þeirra hafi þá legið fyrir um væntan n hagnað í ljósi valréttarins. Telur dómurinn því að þegar af þeim ástæðum verði að sýkna þá stefndu af dómkröfum stefnanda í málinu. Hvað varðar síðan stefndu Borgun hf. og Hauk Oddsson þá telur dómurinn að sama sönnunarstaða sé í megindráttum uppi í málinu hvað varðar stöðu þeirra stefndu og verður ekki annað ráðið af því se m liggur hér fyrir en að engin n stefndu hafi í reynd vitað eða þá ótvírætt mátt vita af fjárhagslegri þýðingu þess fyrir Borgun og þá einnig fyrir stefnanda e f valrétturinn yrði virkur fyrr en eftir að umrædd kaup voru ótvírætt afstaðin. Enn fremur verður fallist á með þeim stefndu að hvorki þeim né meðstefndu hafi borið ótvíræð skylda til þess að tryggja að framangreindir Visa - samningar yrðu 83 til reiðu í gagnah erbergjunum eða þá um þá fjallað sérstaklega í kynningarferlinu, þar sem ætla hafi mátt að stefnandi kynni nægileg skil á þeim m.t.t. starfsemi hans. Hins vegar verður að líta svo á sýnt hafi hér verið nægilega fram á , með tveimur fyrirliggjandi matsgerðu m, þ.e. matsgerð frá október 2019 og svo í yfirmatsgerð frá apríl 2021, að Borgun hf. hafi, við gerð ársreikning s fyrir árið 2013 og endurskoð - endur þess við endurskoðun hans , þó borið að líta til þess að upplýsingar um tilvist og skilmála valréttarins te ng dar eignarhlut Borgunar í Visa Europe hefðu getað talist vera mikilvægar fyrir gerð, framsetningu og endurskoðun ársreiknings ins . Hafi því í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga og alþjóðlega reikningsskilastaðla hvílt sú skylda á stjórnendum Borgunar að greina a.m.k. frá tilvist og þá einnig eftir atvikum skilmálum umrædds valréttar í skýringum í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013. Því liggi það fyrir að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi þannig ekki uppfyllt allar kröfur um upplýsingagjö f um eignarhlut Borgunar í Visa Europe og um mögulega þýðingu valrétt arins í tengslum við hugsanleg kaup og sölu á þeim eignarhlut til V isa Inc., sbr. áskilnað í þágildandi 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga, sem og í alþjóð - legum reikningsskilastöðl um, sbr. einkum IFRS 7, sbr. 1. mgr. 93. gr. laga nr. 3/2006. Lítur dómurinn svo á að framangreindur annmarki á ársreikningi Borgunar hf., sem fór þannig á svig við þágildandi lög um ársreikninga, kunni almennt séð að hafa verið til þess fallinn skerða mö guleika þeirra aðila sem þurftu að afla sér ár ei ðanlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu félagsins og teljist því tjón sem sannanlega hafi leitt af þessari vanrækslu vera á ábyrgð félagsins, stefnda Borgunar, sem og þá eftir atvikum einnig þáverandi forstjóra, stefnda Hauks Oddsonar, sbr. 3. gr. laga nr. laga nr. 3/2006. Hins vegar telur dómurinn þó að flokka verði slíkan annmarka sem einfalt gáleysi þar sem almennt virð a st reikningsskil þá ekki hafa verið framkvæm d þannig , m.a. af hálfu stefnanda, sbr. skort á tilgreiningu á þýðingu valréttarins í Visa Europe í ársreikningi Landsbankans fyrir 2014, eða af hálfu annarra, þ.á.m. Valitor félaganna, en almennt virðist ekki hafa verið lögð áhersla á að um mögulega veruleg verðmæti væri að ræða. Hvað varðar þá síð an þýðingu þessa tiltekna annmarka á reikningsskilum stefnda Borgunar þá telur dómurinn að virða beri hér framangreint með hliðsjón af aðstæðum í málinu í heild og því sem aðilar máttu engu að síður vita. Blasir þá við, með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnu m, að alls óvíst verður að telja að framangreindur annmarki geti ótvírætt talist vera afgerandi orsök þess að svo fór sem fór, og hvort rétt tilgreining á mögulegri þýðingu valréttarins í ársreikningi hefði ótvírætt haft þýðingu , þá einnig m.t.t. þeirra vi nnubragða se m stefnandi virðist almennt hafa viðhaft við söluna. Liggur þannig fyrir að þrátt fyrir að hafa mátt gera sér grein fyrir því að stefndi Borgun færi með færsluhirðingu og rétt til útgáfu á VISA - greiðslukortum þá virðist það ekki hafa gefið stef nanda sem seljanda tilefni til að grennslast við söluna frekar fyrir um aðild Borgunar að Visa Europe eða um það hvort Borgun kynni þá að hafa átt tengd réttindi. 84 En t il þess hafði stefnandi með sína þekkingu þó nægan tíma og úrræði í söluferlinu. Verður þetta enn áleitnara í ljósi þess að fyrir liggur að full vitneskja var fyrir hendi hjá stefnanda um þess háttar stöðu Valitors, og um mögulegan ávinning sem tengdist valréttinum, löngu áður en umrædd sala á hlutu m stefnanda í Borgun átti sér stað. Telur dómurinn það því hafa grundvallarþýðingu í málinu að stefnandi hafi, þrátt fyrir framangreinda annmarka á ársreikningi stefnda Borgunar, alveg óháð því í öllu falli mátt gera sér grein fyrir því í tengslum við umr ædda sölu á hlutum bankans að Borgun ætti, eins og Valitor, líklegast aðild að Visa Europe með tilsvarandi réttindum. Þ essi afstaða dómsins fær e nn fremur stoð í framangreindum fyrirliggjandi gögnum frá opinberum eftirlitsaðilum, svo sem Ríkisendurskoðun, Bankasýslunni og FME. Telst það því, að mati dómsins, ótvírætt einkum vera á ábyrgð stefnanda sjálfs, Landsbankans, að bankinn hafi við umrædda sölu á hlutum sínum í Borgun ekki talið vera ríkari ástæðu til þess að gera könnun á stöðu Borgunar gagnvart V isa Europe, svo sem með því að kalla eftir slíkum gögnum, eða þá láta ger a ár ei ðanleikakönnun , og sé því alls kostar óljóst hversu vel stefnandi hafi ígrundað þó fyrirliggjandi gögn. Er það mat dómsins að slík vanræksla af hálfu stefnanda, sem er fjármálas tofnun sem býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði kortaviðskipta, teljist þess eðlis að hljóti að leiða til þess að stefnandi geti hér ekki réttilega haft uppi kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu stefndu, aðeins bygg ða á framagreindum annmarka á á rsreikningi, þar sem höfuðorsök þess að svo fór sem fór virðist vera vanræksla stefnanda á því að gæta hagsmuna sinna. Verður því að mati dómsins einnig að sýkna stefnda, nú SaltPay IIB hf., og stefnda Hauk Oddsson af kröfu stefnanda um viðurkenningu á bót a s kyldu. Að öllu hér framangreindu virtu verður ekki séð að aðrar tilgreindar málsástæður máls aðila geti haft sérstaka þýðingu við úrlausn málsins eða þá að þær geti leitt hér til annarrar niðurstöðu í því en fyrir liggur , sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr . laga nr. 91/1991. Að öllu hér framangreindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að sýkna beri alla stefndu af dómk rö fum stefnanda í máli þessu. Í ljósi framangreindra málalykta þykir rétt að stefnanda Landsbankanum hf. verði gert að greiða stefndu BPS ehf., Eignarhaldsfélaginu Borgun, SaltPay IIB hf. og Hauki Oddssyni 10.000.000 króna í málskostnað, þá til hvers stefnda um sig. Þá hefur stefndi Sa ltPay IIB hf. tilgreint kostnað , 13.204.325 krónur, sem stefnanda er gert að greiða. Mál þetta fluttu, fyrir stefnanda Ólafur Eiríksson lögmaður, en fyrir stefndu lögmennirnir Gestur Jónsson fyrir SaltPay IIB hf. og Hauk Oddson, Reimar Snæfells Pétursso n fyrir BPS ehf. og Snorri Stefánsson fyrir Eignarhaldsfélagið Borgun slf. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn sem dómsformaður ásamt Barböru Björnsdóttur héraðsdómara og Sigrúnu Guðmundsdóttur endurskoðanda. Það athugist að dómsuppsaga hefur dregist vegna umfangs málsins og embættisanna dómsformanns, en gætt var í því sambandi áskilnaðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. 85 Dómsorð: Stefndu, BPS ehf., Eignarhaldsfélagið Borgun slf., SaltPay IIB hf. og Haukur Oddsson, eru sýknaðir af dómkröfum stefnanda, Landsbankans hf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu, hverjum um sig, 10.000.000 krón a í málskostnað, en auk þess greiði stefnandi stefnda SaltPay IIB hf. útlagðan kostnað , 13.204.325 krónur. Pétur Dam Leifsson Barbara Björnsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir