Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. nóvember 2024 Mál nr. S - 1061/2024 : Héraðssaksóknari ( Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) g egn X ( Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður ) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslumaður) (Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 3. maí 2024 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 12. sept ember sl. höfðaði h éraðssaksóknari með ákæru útgefinni 24. apríl 2024 á hendur X , kt. 000000 - 0000 , , dvalarstaður , fyrir neðan greind brot, framin á heimili sínu að , aðfaranótt 31. janúar 2024: i) Manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa svipt son sinn, A , kt. 000000 - 0000 , lífi, þar sem hann lá sofandi í sófa, með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar. Telst þetta varða við 211. gr. og 1., sbr. 2. , mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. ii) Tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa, í kjölfar atlögunnar , sbr. ákærulið i), farið inn í svefnherbergi þar sem sonur h ennar , B , kt. 000000 - 0000 , lá sofandi á maganum, í hjónarúmi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað, en við atlöguna vaknaði drengurinn og gat hann losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni ógnaði hún á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð sonar síns. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr. , og 1., sbr. 2. , mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar Einkaréttarkröfur: Af hálfu Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns f.h. B , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærða verði dæmd til greiðslu miskabóta skv. ákvæðum XXVI. kafla laga nr. 88/2008 að fjárhæ ð kr. 10.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. janúar 2024 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu til greiðsludag s auk málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti að mati dómsins eða skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi. Af hálfu C , kt. 000000 - 0000 , til heimilis að , er þess krafist að ákærða verði dæmd til greiðslu miskabóta skv. 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 8.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. janúar 2024 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., s br. 1. mgr. 6. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu til greiðsludags auk málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti skv. mati dómsins eða fram lögðum málskostnaðarreikningi. Ákærða ját ar þá háttsemi sem henni er gefin að sök en krefst sýknu á grundvelli 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hún viðurkennir bótaskyldu en mótmælir bótafjárhæðum. Ákærða krefst til vara að henni ver ði ekki gerð refsing, verði hún sakfelld , og til þrau tavara vægustu refsingar er lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist sem hún hefur sætt frá 31. janúar 2024 verði dregin frá fangelsisrefsingu. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð , þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjanda skv. máls kostnaðarreikningi. I. Málavextir Miðvikudaginn 31. janúar 2024 barst lögreglu tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkis lögreglustjóra um andlát drengsins A á heimili hans að . Ákærða, móðir drengsins, hafði hringt í Neyðarlínuna. Greindi hún frá því að sonur hennar væri látinn og hún þyrfti sjúkrabíl og lögreglu að heimili þeirra. Neyðarvörður spurði aftur hvað hefði komið fyrir og sagði ákærða að sonur sinn hefði dáið, hann væri kaldur viðkomu og andaði ekki. Sagði ákærða að eldri sonur hennar væri farinn í skólann og vissi ekki hvað hefði gerst. 3 Er lögregla mætti á vettvang lá A á sófa á bakinu með spenntar greipar undir teppi, með kodda undir höfði sem hallaði til vinstri. Lögreglumenn færðu drenginn á gólfið til að hefja endurl ífgun en er sjúkraflutningamenn komu á staðinn var augljóst að drengurinn væri látinn. Ákærða var á heimilinu og greindi frá því í viðtölum við lögregl umenn , sem voru tekin upp á búkmyndavél, að hún hefði kæft drenginn um klukkan eitt um nóttina með því að setja kodda yfir vit hans. Ákærða var handtekin og flutt á lögreglustöð. Lögreglumenn frá tæknideild rannsökuðu vettvang og framkvæmd var líkskoðun á vettvangi af D réttarlækni. Hald var lagt á hvítan kodda í stofu sem var með rauðleitum vökva en ákveðið að senda hann ekki í DNA - greiningu þar sem lögreglumenn á vettvangi sögðu vökvann hafa lekið frá vitum drengsins er þeir færðu hann á gólfið. Lögregla fór í í kjölfar þess að vinnu á vettvangi lauk, ásamt starfs mönnum barnaverndar, þar sem brotaþola B , eldri bróður A , var tilkynnt um andlát A . Greindi brotaþoli frá því að hann hefði vaknað um nóttina við að ákærða hélt fyrir vit hans, hann hefði náð að losa sig en hún hefði spurt hvort hann vildi ekki deyja áður en hann yrði 13 ára því þá færi hann í góða heiminn. Kvaðst hann hafa svarað neitandi, sofnað aftur og er hann vaknaði um morguninn hefði ákærða sagt að A væri veikur og færi ekki í skólann. Lögregla rannsakaði síma ákærðu og kom í ljós að hún hafði rætt þrisvar sinnum við C , barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann, þann 30. janúar 2024, síðasta sím talið kl. 18:47. Þann sama dag var símtal kl. 12:26 við óþekktan notanda á Whatsapp, sem ákærða greindi frá í skýrslutöku hjá lögreglu að hafði verið við systur hennar í . Í tölvupóst gögnum m átti sjá að þann 19. janúar 2024 sendi ákærða leigusala sínum tölvupóst þar sem hún vildi færa leigusamninginn yfir á nafn fyrrverandi eiginmanns þar sem ákærðu grunaði að hún væri með en leigusalinn hafnaði því. Þann 25. s.m. sendi ákærða leigusalanum tölvupóst þar sem hún sagðist vilja segja samningnum upp. Einnig mátti sjá smáskilaboð með áminningum í síma ákærðu dagana 24. og 28. janúar 2024 um að ákærða ætti að mæta í þann 29. janúar 2024. Einnig mátti sjá smáskilaboð með áminningum 17. og 30. janúar 2024 um tíma í þann 31. janúar 2024. Í símanum voru skjáskot af forritinu Google Translate. Klukkan 12:51 þann 30. janúar 2024 voru skjáskot rituð á Klukkan 02:26, 02:27 og 05:19 þann 31. janúar 2024 voru skjáskot rituð á með ensku 4 Rannsókn málsins var yfirgripsmikil og liggja fyrir ýmsar skýrslur tæknideildar, svo sem vegna vettvangsrannsóknar, rannsóknar á fatnaði brotaþola A og ákærðu, vegna muna á vettvangi, fatnaðar í þvottavél svo og ljósmyndaskýrslur tengdar þeim rannsóknum. Einnig liggur fyrir upplýsingarskýrsla vegna símtals við Neyðarlínu, rannsakaðir voru símar ákærðu, brotaþola B og fyrrverandi eiginmanns ákærðu og aflað var matsgerð ar Rannsóknastofu HÍ. Er ekki talin ástæða til að rekja efni þeirra skýrslna sérstaklega. Þá liggja fyrir skýrslur vegna réttarlæknisfræðilegra skoðana og krufningar, auk þess sem tekin skýrsla í Barnahúsi af brotaþola B , og er gerð sérstök grein fyrir þei m skýrslum hér á eftir. Ekki þykir ástæða til að rekja efni lögregluskýrslu af fyrrverandi eiginmanni ákærðu frá 2. apríl 2024, en hann gaf skýrslu fyrir dómi. Réttarlæknisfræðilegar skoðanir Í málinu liggur fyrir réttarlæknisfræðileg skoðun á B framkvæmd 31. janúar 2024 af D réttarlækni. Niðurstaða hennar var að B væri með áverka á brjóstbaki sem hefði komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings gegn ójöfnu eða kanti. Sama dag var gerð réttarlæknisfræðileg skoðun á ákærðu af sama lækni en lyf , vímuefni eða áfengi fundust ekki í þvag - og blóðsýnum. Ákærða var með skrámu á vinstri framhandlegg sem benti til að hafa komið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegn hörðum kanti, skráma með þetta útlit gæti skýrst af klóri með fingurnögl. Ákærða var einnig með rispu á hægri hendi sem gæti hafa komið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegn hörðum kanti eða oddi. Þann 1. febrúar 2024 framkvæmdi D útvíkkaða réttarkrufningu á líki A . E réttarlæknir sá niðurstöður og myndir frá krufningunni og tók þátt í túlkun rannsóknarinnar og ritaði ásamt D undir bráðabirgðaskýrslu. Þar kemur fram að rannsóknarniðurstöður, að teknu tilliti til kringumstæðna dauðsfallsins eins og þeim hafi verið lýst af lögreglu, bendi til að dauðsfallið sé afleiðing athafna annars manns (manndráp). Skýrsla D og E um útvíkkaða réttarkrufningu á A , unnin með sama hætti og í bráðabirgðaskýrslu, er dagsett 27. mars 2024. Þar kemur fram að rannsóknarniðurstöður bendi sterklega til þess að dánarorsökin hafi verið köfnun vegna ytr i krafts og bendi til þess að krafturinn hafi, í formi þrýstings, komið yfir vitin og verkað gegnt hálsinum og efri hluta brjóstsins. Í gögnum frá lögreglu komi fram að grunaður gerandi hafi sagst hafa sett hönd eða hendur yfir andlit A , þar sem teppi eða þunnur koddi hafi verið á milli, og 5 þannig kæft hann. Það sem komið hafi fram við rannsóknina samræmist því að dánar - orsökin hafi verið kæfing með þessum hætti. Við útvíkkaða rannsókn hafi ekki komið fram nein önnur möguleg eða líklegri dánarorsök. Dánarat vik: Rannsóknarniðurstöður og kringumstæður dauðsfallsins bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið manndráp. Skýrslur ákærðu hjá lögreglu Í skýrslutöku hjá lögreglu 31. janúar 2024 greindi ákærða frá því að hún byggi ein með drengjunum. Í fjölskyldunni væri saga um . Stuttu áður hefði hún fengið boðun í . Svefn hefði verið vandamál og hún hefði verið þreytt, þunglynd og stressuð. Ákærð a kvaðst hafa beðið leigusalann um að setja íbúðina á nafn fyrrverandi eiginmanns því hún væri þreytt andlega og vildi fara. Hún hefði verið kvíðin og stressuð yfir því hvað aðst ekki vita hvers vegna þetta hefði komið upp í huga hennar en hún kvaðst finna fyrir miklu þunglyndi og vera þreytt. Hún hefði átt að yfirgefa íbúðina um mánaðamótin, verið undir miklu álagi með litlar tekjur og ekki sofið. Aðspurð hvernig A hefði dáið kvaðst ákærða hafa kæft hann með því að setja kodda yfir andlit hans en hann hefði verið með sæng eða teppi yfir höfðinu eins og alltaf þegar hann svæfi. Aðspurð hvað hefði orðið til þess að ákærða tók þessa ákvörðun kvaðst hún hafa átt að fara í . Þó að læknir hefði sagt að hún væri ekki með hefði hún haldið annað. Þá hefði hún farið að hugsa um börnin. Aðspurð hvenær þetta hefði gerst svaraði ákærða um klukkan eitt. Aðspurð hvort hún hefði gert eitthvað við B svaraði hún að í heimalandinu sé hugs unin að börnin fari í fallegan heim og hugsun sín hafi verið að börnin myndu deyja og hún líka. Hún hefði viljað gera eitthvað við hann og reynt en ekki getað meir. Hún hefði sett höndina við andlitið á honum en hann hefði strax vaknað. Ákærða kvaðst hafa snert hann en ekki ýtt eða þrýst. Hún hefði ætlað að reyna að kæfa hann en fundist það erfitt því hann væri eldri. Hún hefði sagt við B að hún vildi að honum liði vel en hann afa hætt við árásina á B því hann hefði sagt nei. Ákærða sagðist fyrst hafa ráðist að A og síðan á B en þá hefði A verið látinn. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa gefið A tækifæri til að segja nei. Ákærða kvaðst aðspurð hafa verið í uppþvottahönskum um nóttina , hún hefði verið að þrífa og það væri fatnaður í þvottavélinni. Ákærða kvaðst ekkert hafa sofið um 6 nóttina. Aðspurð um andleg veikindi sagðist ákærða vera með streitu, hafa farið nokkrum sinnum á spítala en henni hefði verið sagt að þetta væri bara stress . Hún hefði þráhyggju fyrir veikindum og þá yrði hún þunglynd, hefði verið þunglynd undanfarið og ekki viljað fara neitt nema til læknis. Ákærða kvaðst hafa hugsað í nokkra daga að drengirnir færu á betri stað ef þeir væru dánir, sérstaklega þegar hún fór í og eftir að kom upp . Hún hefði hugsað þetta tveimur dögum áður en sagt nei við sjálfa sig. Aðspurð hvort hún hefði heyrt raddir sagðist ákærða stundum heyra eins og kallað a heyrði eitthvað annað eða hvort einhverjir væru að tala við hana svaraði ákærða að henni fyndist hefði ekkert heyrt þessa rödd síðasta sólarhringinn. Í skýrslutöku hjá lö greglu 6. febrúar 2024 var ákærða beðin um að segja frá atvikum frá því að A fór að sofa í hjónarúmi þar til hann hefði verið kominn inn í stofu. Ákærða kvaðst hafa fært A sofandi inn í stofu og þar hefði hann dáið. Hún hefði verið mjög veik og A mjög háðu r henni en hún hefði viljað að hann kæmist til himnaríkis frekar en að vera án hennar og núna sé hann hvíldur og tali daglega við hana. Ákærða sagði A hafa verið hlæjandi þegar hann fór til himnaríkis. Ákærða sagði engan annan hafa komið inn í stofu eða að andláti A og B hefði á engum tímapunkti vitað að A væri látinn. Ákærða játaði að hafa skipt um föt á A og sett þau í þvottavél ásamt teppi sem hann var með yfir sér en hún héldi að hann hefði verið búinn að pissa á sig áður en hann dó. Ákærða kvaðst ekki vita hvort hann hefði verið lifandi eða dáinn þegar hún skipti um föt á honum en honum hefði verið kalt . Ákærðu var birt nálgunarbann og henni kynnt að hún mætti ekki setja sig í samband við B . Ákærða kvaðst hafa sagt við hann að hún vildi fara með hann til himnaríkis og hann hefði ekki hatað hana fyrir það. Hún hefði ætlað að fara með hann til himnaríkis en hann ekki viljað það. Aðspurð hvernig ákærða hefði ætlað með B til Þriðja lögregluskýrsla var tekin af ákærðu á 14. febrúar 2024. Ákærða kvaðst hafa farið með A og B inn í rúm, B verið innst, A í miðjunni og hún yst. Drengirnir hefðu sofnað en ekki hún. Aðspurð hvers vegna hún hefði farið með A inn í stofu sagði ákærða hugsanir hafa komið yfir sig um hvað yrði um drengina ef eitthvað kæmi fyrir hana, það hefðu komið raddir og sagt henni að gera þetta og hi tt og bjarga þeim. Raddirnar hefðu 7 sagt ákærðu að leyfa A að fara á betri stað en hún kvaðst hafa farið fram og verið með sjónvarp í gangi og rennandi vatn til að láta raddirnar fara. Ákærða kvaðst hafa verið að reyna að vinna til að röddin talaði ekki við hana og svo hefði hún ákveðið að fara með A til himnaríkis því honum myndi líða betur þar og verða fugl í himnaríki. Hún væri með krabbamein og vildi ekki deyja eins og móðir hennar. Hún velti fyrir sér hvað yrði þá um drengina. Ákærða sagðist hafa lagt A í sófann og breitt upp fyrir höfuð hans, sett höndina og þunnur koddi hefðu verið milli handar hennar og höfuðs A er hún kæfði hann. Ákærða kvaðst ekki muna hvort h ún hefði notað aðra höndina eða báðar og ekki vita hversu lengi hún hefði haldið en það hefði verið smá tími. Aðspurð hvort hann hefði barist á móti sagði hún hann hafa hreyfst, hún hefði fundið það og hugsað að hann væri að fara á öruggan stað, annars myn di hún deyja og hann þjást á eftir henni. Aðspurð hvar ákærða hefði ýtt á höfuð A er hún kæfði hann benti hún á vit sín. Aðspurð hvort ákærða hefði verið að hugsa um að taka eigið líf kvaðst hún hafa hugsað það um þau öll, A , svo B og síðan sjálfa sig, en ekki hafa verið komin með plan um hvernig hún hefði ætlað að taka eigið líf. Ákærða kvaðst ekki muna hversu langur tími hefði liðið frá því að A dó þar til hún fór inn til B . Hún hefði skipt um föt á A eftir að hún fór inn til B . Raddir hefðu verið að seg ja henni að senda B líka á betri stað. Aðspurð hvers vegna ákærða hefði verið með rennandi vatn í gangi sagðist hún ekki vita það, hún hefði heyrt raddir en ekki viljað það en hún hefði skrúfað frá því það hefðu verið mikil læti í höfðinu á henni. Ákærða k vað alltaf vera mikil læti í höfðinu á sér. Aðspurð hvort ákærða hefði íhugað að gera þetta í tengslum við , líkt og fram hefði komið í fyrri skýrslutöku, sagði ákærða að hún hefði hugsað það þá og þegar hún hefði átt að fara í . Aðspurð hvers vegna ákærða hefði hætt við þegar hún hefði íhugað þetta í fyrra skiptið svaraði hún að hún myndi sakna barnanna og hefði hætt við vegna þeirra. Aðspurð út í raddirnar sem hún hefði greint frá kvað ákærða þær minnka og aukast en aðspurð hvað raddirnar segðu kv að hún þetta ekki vera raddir heldur læti. Þegar þetta hefði gerst með strákana hefðu þetta verið hugmyndir, annars bara læti. Aðspurð hvort það hefðu verið læti eða raddir að segja henni að gera eitthvað þegar A dó kvað ákærða raddir hafa sagt henni að ge ra svona. Svo hafi hún einnig verið að hugsa að það væri erfitt fyrir þá að vera án hennar og að hún vildi fara með þá á betri stað. Aðspurð um að hún hefði neitað því að hafa heyrt raddir í fyrstu skýrslutöku svaraði ákærða: 8 ef það er ekki verið að segja mér að gera þetta og ég Fjórða lögregluskýrsla var tekin af ákærðu á þann 14. mars 2024. Aðspurð hvort ákærða hefði skilið starfsmann Neyðarlínunnar þegar hún hringdi svaraði hún þv í til að hún hefði viljað játa verknaðinn á sig en eingöngu sagt að A væri dáinn. Hún hefði ætlað að segja sannleikann en verið stressuð og beðið eftir að þeir kæmu en þá myndi hún útskýra. Aðspurð hvað hún hefði gert í símanum um nóttina kvaðst hún ekki m una það. Aðspurð hvort hún hefði notað Google Translate um nóttina kvaðst hún ekki halda það en það væri í símanum hefði hún notað það. Þrjú skjáskot tekin kl. 02:26, 02:27 og 05:19 af Google Translate voru borin undir ákærðu þar sem þýtt var af yfir á ensku A á næstu lögreglustöð því það sé vani í að drápsmaður geri það en hún hefði ekki vitað hvernig hún ætti að gera það. Hún hefði ætlað með hann til læknis því að hún hef ði ekki verið viss um hvort hann væri dáinn en hann hefði verið of þungur. Öll skjáskotin hefðu verið eftir að A var látinn. Aðspurð um skjáskot af Google Translate kl. 12:51 þann 30. janúar 2024 þar sem þýtt var af verið að hugsa um að viðurkenna þetta. Hún myndi það ekki. Hún hefði haft rödd í heilanum á sér í nokkra daga áður. Það gæti verið að hún hefði viljað viðurkenna að hún væri með alls konar hugmyndir og með raddir og það gæti verið að hún hefði viljað segja við einhvern sem hún þekkti hvað væri í gangi. Hún hefði viljað segja C en hún hefði ekki treyst honum og verið hrædd um að hann myndi gera grín að henni. Aðspurð kvaðst ákærða hafa haft hugsanir um að taka líf drengja nna tveimur dögum áður í tengslum við og langað að segja C hvað væri í gangi, hún hefði verið þunglynd og henni liðið illa. Ákærða kvaðst vera fórnarlamb og ætti að refsa einhverjum væri það C , hann hefði farið mjög illa með hana og brotið á henni. Aðs purð hvað raddirnar hefðu sagt við hana um nóttina sagði ákærða þær hafa sagt að það væri langbest að senda drengina í betri heim því C væri ekki góður maður, hann væri kaldur. Ákærða kvaðst ekki hafa mátt fara í skóla eða á æfingu, hún hefði bara átt að v era heima. Skýrsla brotaþola B T ekin var skýrsla af brotaþola B í Barnahúsi þann 1. febrúar 20 24 þar sem hann greindi frá því að hann hefði vaknað við að haldið var með annarri hendi um hnakkann á honum og með hinni fyrir vit hans þannig að höfði hans var ýtt í rúmið og hann gat 9 ekki andað. Hann hefði ekki vitað hver þetta var en viðkomandi hefði v erið í bláum gúmmíhönskum. Brota þoli hefði reynt að taka manneskjuna af sér því að hann hefði ekki geta andað og beðið hana að hætta sem hún hefði gert. Brotaþoli hefði þá séð að þetta væri ákærða og litið á klukkuna sem hefði verið tvö um nótt. Brotaþoli kvaðst hafa verið hræddur um að hann myndi deyja, hann hefði öskrað á arabísku og beðið ákærðu að hætta. Hún hefði ekki sagt neitt en eftir smá stund hefði hún spurt hvort hann væri viss um að hann vildi ekki deyja, hvort faðir hans yrði ekki bara með van damál og hvort hún gæti verið viss um að brotaþoli færi með bænir eftir að hann yrði ára. Ákærða hefði sagt að sem ekki færu með bænir eftir ára færu til helvítis en gætu farið til himnaríkis ef þeir myndu deyja fyrir þann aldur. Brotaþoli kvað st hafa sagt að hann vildi ekki deyja. Hann hefði spurt ákærðu hvort hann mætti fá símann sinn því að hann hefði ætlað að hringja í lögregluna en ákærða neitað því og sagt að hún ætlaði sjálf að hringja í lögregluna. Ákærða hefði farið út úr herberginu en komið aftur og þá verið með gula uppþvotta hanska og skolfið á höndunum. Brotaþoli sagði að daginn áður hefði ákærða spurt hann hvort honum þætti betra að deyja eða lifa en hún hefði spurt bæði hann og A að því um fjórum dögum áður. Brotaþoli hefði svarað að hann vissi það ekki en A hefði sagt nei , að hann vildi ekki deyja. Brotaþoli kvað engan annan hafa verið á heimilinu. Brotaþoli sagðist hafa farið að sofa um kl. 21:30 í stóra rúminu en A um kl. 21:00 í sama rúmi að því er brotaþoli taldi en þegar hann hefði vaknað um nóttina hefði A ekki verið í rúminu. Brotaþoli kvaðst hafa farið fram um nóttina og séð A í sófanum á bakinu með teppi yfir sér og hann hefði verið eins um morguninn þegar brotaþoli fór í skólann en með teppið breitt aðeins hærra. II Matsgerðir geðlækna G geðlækni var þann 1. febrúar 2024 falið af dómara að fram kvæma geðrannsókn á ákærðu og lá matsgerð fyrir þann 18 . apríl 2024. Í samantekt og niður stöðum kemur m.a. fram að matsmaður ræddi við ákærðu í fjögur skipti á fimm vikna tím abili, fyrst 31. janúar og síðast 9. mars 2024. Í niðurstöðukafla kemur fram að ákærða, sem hefði enga fyrri sögu um alvarlegan geðrænan vanda, hefði sýnt fína samvinnu í viðtölum, en í þeim hefði ákærða uppfyllt greiningarskilmerki fyrir þunglyndi og geðr ofseinkennum. Ákærða hefði leitað ítrekað til lækna vegna likamlegra einkenna, hræðslu um að hún Á þessum tíma hefði hún verið undir miklu álagi, nýlega skilin, hrædd um framtíð barna sinna ef hún félli frá, auk þ ess að hafa 10 áhyggjur af framfærslu og húsnæðismálum. Ákærða hefði talið betra fyrir drengina að deyja en að þurfa að þjást í þessum heimi án stuðnings frá móður. Ákærða hefði greint frá einkennum sem samsvöruðu þunglyndi í að minnsta kosti mánuð fyrir atbu rðinn og að hugsanir um að drepa börnin til að koma þeim til himnaríkis hefðu leitað á hana í nokkra daga þar á undan. Hún hefði því getað stöðvað sig þegar þessar hugsanir leituðu á hana í einhverja daga fyrir atburðinn. Flækt hefði málin að ákærða hefð i, þegar leið á geðmatið, rætt um að raddir hefðu sagt henni að drepa drengina. Erfiðlega hefði gengið að fá heildstætt mat á því hvort um hennar eigin hugsanir hefði verið að ræða eða utanaðkomandi raddir en ákærða hefði verið missaga þegar reynt hefði ve rið að fara nánar út í þau atriði. Þegar heildarmyndin væri virt finnist mats manni líklegra að um eigin hugsanir ákærðu hafi verið að ræða þar sem hugsanainnihald hafi fremur verið litað af þunglyndi en af utanaðkomandi stýrandi/skipandi röddum. Ákærða he fði neitað röddum í fyrsta viðtali sem var innan sólarhrings frá atburði. Auk þess hefðu engin önnur atferliseinkenni sem bentu til heyrnarofskynjana komið fram í viðtölum eða í tveggja vikna legu á geðdeild. Ákærða skilji reglur og lög samfélagsins og mun inn á réttum og röngum athöfnum og afleiðingum þeirra. Hún hefði lýst því í viðtali að hún hefði áttað sig á að hún hefði breytt rangt. Hún hefði ekki látið til skarar skríða þegar hugsanirnar komu upp, að auki hefði hún fært A í annað herbergi, að hennar sögn til að vekja ekki B við aðfarirnar, auk þess að spyrja B hvort hann myndi segja frá hvað hún hefði gert við hann eftir að henni mistókst að kæfa hann. Ákærða var því að mati matsmanns alls ekki ófær um að bera ábyrgð á og stjórna gjörð um sínum. Það v æri hins vegar faglegt mat matsmanns að á verknaðarstundu hefði ákærða verið haldin alvarlegum geðsjúkdómi, þunglyndi með geðrofseinkennum, sem hafði áhrif á hegðun hennar, dómgreind og ákvarðanatöku. Hún hefði verið handviss um að hún væri með og börn in hennar væru betur sett dáin en umkomulaus án hennar. Ákærða væri nú í meðferð með og matsmaður taldi hana ekki vera í bráðri hættu á að skaða sjálfa sig eða aðra fengi hún viðeigandi langtímaeftirfylgd og lyfjameðferð. Niðurstaða matsmanns var að ek kert benti til þess að ákærða hefði verið alls ófær um að bera ábyrgð á og stjórna gerðum sínum skv. 15. gr. almennra hegningarlaga. Hvað varði 16. gr. sömu laga væri ekkert sem benti til að refsing gæti ekki borið árangur. Hafa yrði þó í huga að í viðtöl um hefði ákærða uppfyllt greiningarskilmerki fyrir alvarlegu þung lyndi með geðrofseinkennum, nokkru fyrir atburðinn, á 11 verknaðarstundu og eftir atburð inn . Nauðsynlegt væri að veita og tryggja ákærðu lyfja - og samtalsmeðferð í öruggu umhverfi vegna þungly ndis. Þann 3. maí 2024 voru dómkvödd sem yfirmatsmenn geðlæknarnir F og M . Í samantekt matsgerðar þeirra, sem er mjög ítarleg, dags. 3. júlí 2024, kemur m.a. fram að yfirmatsmenn hafi horft á skýrslur ákærðu hjá lögreglu, auk þess að afla upplýsinga varðandi ákærðu úr sjúkraskrá varðandi fyrri sjúkdóma, meðferðir, greiningar og rannsóknir. Sjúkraskrárskýrslur frá Landspítala hafi verið yfirfarnar sem og gögn frá heilsugæslu, , , og Útlendingastofnun. Samantekt gagna, geðskoðana og viðtala, sem voru sjö talsins á tímabilinu 9. maí til 28. júní 2024, er í 21 tölulið . Þar kemur m.a. fram að ekkert í gögnum eða viðtölum bendi til þess að ákærða eigi fyrri sögu um alvarlegan geðsjúkdóm á borð við geðrofssjúkdóm. Ákærða eigi fyrri sögu um geðrænan vanda sem hafi fyrst og fremst verið endurtekið þunglyndi og kvíða einkenni . Hún eigi einnig sögu um áráttu - og þráhyggjulík einkenni. Hún hafi verið vansæl meira eða minna frá komu til Íslands, fundist erfitt að búa hér og verið slæm af , sem skv. fyrrverandi eiginmanni hafi versnað um þremur mánuðum fyrir atburð. Ákærða hafi verið flóttamaður frá í , , og , allt þar til hún hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi í desember til desember , sem . Hún hafi misst á flótta og verið aðskilin frá syni sínum B þegar hann var tveggja til fjögurra ára og ekki f engið dvalarleyfi í landi þar sem fjölskylda hennar búi en elsti sonur hennar búi í . Ákærða hafi átt erfið ár sem flótta - maður í með mjög litlum stuðningi, ófullnægjandi aðstöðu fyrir fjölskylduna og mætt miklum fordómum. Sterkar vísbendingar séu u m að ákærða sé með áfallastreituröskun og sum þunglyndiseinkenni og skert aðlögunarfærni geti skýrst af því. Ákærða sé að mati mats manna með eðlilega greind, en ekki hafi verið talið áreiðanlegt að leggja greindarpróf fyrir hana. Ákærða hafi ekki verið í vinnu á Íslandi og tilraunir til starfsendur hæfingar hafi ekki borið árangur, auk þess sem hún hafi ekki ráðið við að sækja þjónustu sem henni hafi staðið til boða og eigi erfitt með að tileinka sér nýja hluti og aðlagast íslensku samfélagi. Hún sé háð fy rr ver andi eiginmanni, sem hún sé ekki í góðu sambandi við, sé félags lega einangruð, án tengsla nets og ráði illa við að vera einstæð móðir. Bjargráð ákærðu virðist því að mörgu leyti tak mörkuð sem geti skýrst af samblandi langvinnrar áfallastreiturösku nar, þunglyndi og mögulegri lágri greind. Mánuði fyrir atburð hefði ákærða verið undir miklu álagi með versnandi andlegri líðan 12 með þunglyndis - og kvíðaeinkennum. Hún hefði upplifað sig nauðbeygða til að taka saman við fyrrverandi eiginmann en hann hefði e kki verið tilbúinn til þess enda kominn með kærustu. Í upptökum úr búkmyndavél lögreglu, við skýrslutöku lögreglu og í viðtölum við geð lækni fyrstu dagana eftir atburðinn sjáist ekki merki um hegðun sem bent geti til alvarlegs geð rofs eða ruglástands. Á kærða hefði ekki verið metin í geðrofi af geðlækni í fyrstu viðtölum eftir atburð. Í öllum viðtölum yfirmatsmanna við ákærðu hefðu engin skýr merki um geðrof eða geðrofssjúkdóm sést. Ákærða hefði neitað röddum í fyrsta viðtali við geðlækni. Tæpum hálfum mánuði eftir atburð hefði ákærða sagt í fyrsta sinn frá röddum sem hefðu sagt henni að senda synina til himna. Í viðtölum hefði ekki fengist skýrt fram hvort ákærðu hefði fundist hún nauðbeygð til að fylgja fyrirmælum raddanna. Hún hefði í viðtölum ekki gr eint á milli hvort um raddir eða hugsanir væri að ræða. Ákærða hefði gefið mismunandi skýringar á því hvers vegna hún hefði ekki strax sagt frá röddum en einnig haldið því fram að hún hefði sagt strax frá þeim. Við það hefði bæst nokkrum mánuðum eftir atbu rð að ákærða teldi fyrr verandi eiginmann hafa staðið á bak við atburðinn með því að leggja á hana galdur sem hún tengdi við raddirnar. Ákærða hefði í grunninn verið alvarlega þunglynd á verknaðarstundu og hennar mat á umheiminum og þær ákvarðanir sem hú n hefði tekið hefðu verið verulega litaðar af þeirri rörsýn sem sjáist við alvarlegt þunglyndi. Hvort ástand hennar á verknaðarstundu hafi náð mörkum ranghugmynda í geðrofi væri erfitt að meta en það gæti verið. Það að hún hafi fært yngri son fram í stofu til að vekja ekki þann eldri og það að hún hafi ráðið við að stöðva drápstilraun á eldri syni bendi til þess að hún hafi haft einhverja stjórn og innsæi í gjörðir sínar. Þess vegna sé erfitt að segja að hún hafi algjörlega stjórnast af geðrofi. Liðið hafi að minnsta kosti 10 dagar frá atburði þar til ákærða hafi farið að ræða um raddir en lýsingar hennar hafi verið mjög breytilegar sem og hugmyndir um að fyrrverandi eiginmaður hafi lagt á hana galdra og látið hana drepa soninn. Að mati yfirmatsmanna séu þes sar hugmyndir frekar í ætt við eftiráskýringar eða réttlætingar á atburði en raunveruleg geðrofseinkenni. Í niðurstöðum kemur fram að yfirmatsmenn telji ákærðu hafa verið sakhæfa á verknað ar stundu í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ástand hennar gæti hafa náð mörkum geðrofs en hegðun hennar bendi þó til að hún hafi ekki algjörlega stjórnast af ástandi sínu heldur hafi haft eitthvert innsæi í gjörðir sínar. 13 Yfirmatsmenn voru beðnir um að meta hvort ástand ákærðu á verknaðarstundu he fði verið með þeim hætti að 16. gr. sömu laga ætti við um hana og hvort refsing gæti borið árangur. Niðurstaða þeirra var að fyrir atburð og á þeim tíma sem hann átti sér stað hefði ákærða verið alvarlega þunglynd með takmörkuð bjargráð og gengið illa að a ðlagast íslensku samfélagi. Þunglyndi hennar hefði minnkað fimm mánuðum eftir atburð, auk þess sem hún hefði verið samtals 10 vikur á en við það hefði dregið úr þunglyndi og sjálfsvígshugsunum . Ákærða treysti sér alls ekki til að vera í fangelsi og mun i þurfa gríðarlegan stuðning, færni þjálfun og sérhæfða til að geta verið í fangelsi. Langtímahorfur varðandi sjálfs skaða séu og verði mjög slæmar fái hún ekki viðeigandi stuðning og meðferð. III Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærða greindi frá því að raddir í höfði hennar hefðu sagt henni að senda drengina til himnaríkis en kannaðist ekki við að raddirnar hefðu sagt eitthvað annað. Ákærða kvaðst aðspurð hafa byrjað að heyra raddirnar um nóttina en nánar spurð kvaðst hún hafa heyrt þæ r nokkrum dögum fyrr og þá hefðu þær sagt að hún ætti að senda drengina til himnaríkis. Ákærða kannaðist ekki við að hafa svipt son sinn, A , lífi og sagði hann hafa flogið til himnaríkis. Aðspurð hver hefði þá svipt A lífi kvaðst ákærða elska börnin sín. A ðspurð hver hefði tekið ákvörð un um að kæfa drengina svaraði ákærða: A hafa flogið, verið hlæjandi og hún skipt um föt á hon um, beðin um að lýsa því hvernig hún hefði sett kod dann á A . Ákærða kannaðist við að hafa veist að B , eldri syni, eins og A . Ákærða sagði að raddirnar hefðu komið daglega og sagt henni að senda þá á öruggan stað því móðir væri veik, aðspurð hvort hún kannaðist við að hafa sett hönd fyrir vit og á hnakka B og þrýst honum niður í rúmdýnu. Aðspurð hvernig B hefði losað sig úr takinu farið þegar B vaknaði. Ákærða kvaðst hafa farið umrætt kvöld ásamt drengjunum inn í hjónaherbergi og þau verið öll í sama rúmi en hún kannaðist ekki við að hafa heyrt raddir á þeim tímapunkti. Hún hefði borið A sofandi inn í stofu því að hún hefði ekki getað sofnað. Raddirnar he fðu komið í hausinn á henni og sagt henni að senda þá til himnaríkis. Ákærða kvaðst hafa vaskað upp og kveikt á sjónvarpinu til að heyra ekki raddirnar en þessa nótt hefði hún heyrt mikið í þeim og þ ær sagt henni að kæfa eldri drenginn . Ákærða 14 sagðist hafa Ákærða var beðin um að útskýra hvers vegna hún segði nú að raddir hefðu sagt henni að koma drengjunum til himnaríkis, þegar hún hefði neitað því í skýrslu hjá lögreg þegar drengirnir voru í skóla. Ákærða sagði raddirnar ekki hafa sagt það, heldur hefðu þær sagt henni að koma þeim til himna. Borið var undir ákærðu að hún hefði neitað í sömu sk ýrslu að hafa heyrt raddir sl. sólarhring en hún sagði raddir hafa komið sama kvöld og e.t.v. hefði svar hennar verið ranglega þýtt af túlki. Ákærða staðhæfði að hafa sagt við G geðlækni að tryðu á galdra og að þetta væru galdrar, spurð hvers vegna hún hefði ekki minnst á raddirnar við G þennan dag. G hefði sagt að hún tryði ekki á galdra. Spurð hvers vegna hún hefði ekki greint frá röddum í lögregluskýrslu þann 6. febrúar kvaðst ákærða hafa hætt að tala um það þar sem læknirinn hefði lokað á þetta. Beð in um að útskýra að hún hefði fyrst talað um raddir í lögregluskýrslu þann 14. febrúar kvaðst ákærða ekki hafa vitað að þetta væri sjúk dómur og hafa sagt frá þegar hún vissi það. Ákærða kvaðst hafa verið í áfalli þegar lögregla kom á vettvang, hún hefði e kki vitað hvort A væri lifandi eða dáinn, hún hefði aldrei verið í þessum aðstæðum áður og því hefði hún ekki sagt frá röddunum. Ákærða kvaðst hafa verið mjög hrædd og stressuð, mjög veik, þunglynd og með krabbamein, spurð út í að hún hefði sagt á vettvang A með kodda. Ákærða kannaðist ekki við rispu á handlegg við skoðun læknis þann 31. janúar. Aðspurð hvort A hefði barist um kvað ákærða hann hafa hreyft sig aðeins sofandi undir teppinu. Hún hefði ekki haldið kodd anum lengi yfir andliti hans en þetta hefði ekki verið hún heldur einhver annar og hún hefði ekki fundið fyrir neinu. Ákærða kannaðist ekki við að hafa spurt drengina nokkrum dögum áður hvort þeir vildu deyja en að hún hefði e.t.v. sagt að þau myndu öll deyja einhvern tímann. Ákærða kannaðist við að hafa þýtt úr á ensku með Google Translate : því að hún hefði viljað tala við einhvern um þessar raddir en ekki vitað við hvern. Ákærða neitaði að hafa þá verið b úin að ákveða að deyða drengina. Ákærða kvaðst hafa leitað til lögreglunnar um nóttina til að segja frá röddunum. Ákærða kvaðst hafa verið í áfalli og ekki vitað um hvað hún væri að tala, beðin um að útskýra að hún hefði einnig sagt að það hefði verið erfi ðara að kæfa B því hann væri eldri. Ákærða kvaðst aðspurð muna eftir því að hafa reynt að kæfa B en að 15 og raddirnar hætt þegar B vaknað i . Ákærða sagði fangelsisvistina mjög erfiða, henni fyndist hún fá meiri hjálp á þar sem allir væru góðir og þar væri ekki læst. Ákærða kvaðst aðspurð skilja vel túlkinn sem væri að túlka en sumir túlkar skildu hana ekki fullkomlega. Beðin um að lýsa rödd unum sagði ákærða alltaf vera læti í hausnum á sér eins og rafmagn, hún heyrði í nafnlausum persónum og aðallega karlmannsraddir. Ákærða kvaðst aðspu rð yfirleitt ekki heyra á hvaða tungumáli raddirnar töluðu en þetta kvöld hefði hún heyrt arabísku. Ákærða kvað aðspurð raddirnar hafa komið fyrst fyrir nokkrum árum en þá hefði hún verið mjög veik og henni verið sagt að það væru andleg veikindi. Ákærða kvaðst aðspurð heyra raddirnar alla daga, síðast kvöldinu áður, en hún gæti útilokað þær með eyrnatöppum. Í h ennar menningarheimi fylgdi því skömm að heyra raddir og þess vegna hefði hún ekki viljað segja frá þeim. Lögreglumaður nr. H greindi frá því að hann hefði verið fyrstur á vettvang ásamt öðrum lögreglumanni vegna tilkynningar um barn sem andaði ekki. Féla gi hans, sem hefði verið aðeins á undan, hefði séð drenginn liggja í sófa undir ábreiðu með spenntar greipar og tekið hann upp en séð að drengurinn væri löngu látinn. Ákærða hefði verið í augsýn en ekki sýnt neina geðshræringu og þögnin verið þrúgandi. Hún hefði verið færð inn í herbergi en nokkru síðar hefði lögreglukona tjáð honum að ákærða hefði játað að hafa banað syni sínum og hann hefði því farið að tala við hana. Ákærða hefði grátið en átt erfitt með að tjá sig á ensku og kvaðst hann halda að hann he fði spurt ákærðu hvað með látbragði á sjálfum sér og ákærða hefði játað því, e n hann vísaði að öðru leyt i til upptöku úr búkmyndavél. Lögreglumaður nr. I kvað allt hafa verið lokað er hann og félagi hans komu á vett vang og verið hleypt inn af ákærðu, sem hann hefði haldið að væri einhver sem byggi á stiga ganginum því að hún hefði ekki sýnt nein svipbrigði. Hann hefði séð inn í stofu, þar sem drengur inn hefði legið í sófa undir teppi með spenntar greipar, kvaðst hafa hlaupið inn og gripið í upphandlegg hans, sem hefði verið stífur, sett drenginn á gólfið en hefði þá fundið að hann væri dáinn. Sjúkraflutningamenn, sem hefðu komið skömmu síðar, hefðu staðfest að hann væri látinn. Aðspurður kvað hann ákærðu hafa komið sér fyrir sjónir sem óvenju róleg, eins og ekkert hefði gerst. 16 Lögreglumaður nr. J staðfesti að hafa stjórnað rannsókn málsins og hafa ritað upp lýsingaskýrslu um farsíma ákærðu. Ákærða hefði m.a. verið í tölvupóstsamskiptum vegna leigusamnings og verið á Google Translate þar sem hún hefði bæði verið að kanna með næstu lögreglustöð og verið að þýða úr hádeginu daginn áður. Fundist hefðu þrjú eins skjáskot á mismunandi tímum nóttina 31. hún ekki hafa rætt við ákærðu á vettvangi en tekið skýrslu af henni síðar um daginn. Ákærða hefði ko mið sér fyrir sjónir sem mjög róleg og mjög trúuð. Ákærða hefði neitað því að hafa heyrt raddir en hefði ðspur ð ákærðu hafa skilið og svarað spurningum og kvaðst ekki hafa séð merki um geð truflanir. Ákærða hefði sagst hafa framið verknaðinn stuttu eftir miðnætti og síðan hafa reynt að deyða eldri drenginn, sem hefði ekki viljað það og hún þá hætt. Ákærða hefði sagt að hún hefði hringt svo seint í lögreglu því að þá hefði eldri drengurinn verið farinn í skólann. A ðspurð kvað hún ákærðu ekki hafa komið með skýringu á því hvers vegna hún hefði ekki greint frá röddum fyrr en í þriðju skýrslutöku. Þegar ákærða hefði verið spurð út í raddir hefði hún dregið úr því og sagst hafa heyrt læti sem hún hefði reynt að yfirgnæf a með því að láta vatn renna en raddirnar hefðu ekki sagt neitt ákveðið. Í síðustu skýrslutöku lögreglu á geðdeild hefði ákærða greint frá því að hafa heyrt raddir sem hefðu sagt henni hvað hún ætti að gera en hún hefði ekki getað sagt hvað raddirnar hefðu hefði talað meira um raddir eftir því sem hún var innt nánar eftir því, án þess að hafa greint frá því hvað raddirnar hefðu sagt. Kann aði st hún ekki við að túlkar hefðu ekki skilið ákærðu, sem hefði aldrei gefið slíkt til kynna. Aðspur ð sagði hún ákærðu hafa haft eðlilega einbeitingu og úthald í skýrslutökum og talað við geðlækni í eina og hálfa klukkustund í kjölfar lögregluskýrslu þann 31. janúar. Úthald ákærðu í annarri skýrslutöku hefði verið minna en hún hefði þá verið í geðmati áður en hún gaf lögreglu - skýrslu og virtist vera sem ákærða hefði ekki alveg áttað sig á því hvað hún hefði sagt við geðlækni an nars vegar og lögreglu hins vegar, því að hún hefði sífellt sagt hjá lögreglu að hún væri búin að segja þetta. Lögreglufulltrúi nr. K , sem staðfesti skýrslur sínar í málinu, kvað mikið hafa verið í gangi á vettvangi en endurlífgunartilraunum verið hætt því að það hefði verið ljóst að drengur inn væri látinn. Aðrir lögreglumenn á vettvangi hefðu greint frá því að ákærða hefði sagt að hún hefði kæft barnið. Einu ytri ummerki á drengnum hefðu verið 17 punktblæðingar í augum sem væru merki um köfnun, auk þess sem krufning hefði leitt í ljós að lungun hefðu verið yfirþanin. D réttarlæknir staðfesti að hann hefði skoðað ákærðu þann 31. janúar 2024, sbr. skýrslu hans. Greindi hann frá því að ákærða hefði verið með skrámu á vinstri fram - handlegg sem kæmi við sljóan k raft í formi skröpunar eða höggs. Staðfesti hann að útlit skrám unnar samræmdist klóri með fingurnögl. Einnig hefði verið minni rispa á hægri hendi. Hann hefði einnig framkvæmt réttarfræðilega líkamsskoðun á B , sem hefði verið með fíngerða leðurhúðarblæðin gu á brjóstbaki, sem kæmi við snarpt högg með litlum högg þunga eða við þrýsting. Krafturinn þyrfti ekki að vera mikill til að framkalla slíka áverka. Kvaðst hann aðspurður geta staðfest að áverkinn hefði verið ferskur og komið aðfaranótt 31. janúar sl. Þá staðfesti hann að hafa framkvæmt réttarkrufningu á líki A , sem hefði m.a. verið með áverka á andliti og öxlum í formi leðurhúða r blæð i nga, skrámu á nefi og efri vör. Við dýpri krufningu hefði komið í ljós mjúk vefjablæðing í andliti inn við kinnkjálka og b læð ingar í vöðvum barkakýlis og kokþrengivöðvum sem liggi aftan á barkakýlinu og á mótsvarandi stað á vöðvum sem væru í liðbandi framan á hrygg. Litlar blæðingar hefðu sést í mjúkvef j um á baki í sjalvöðva og í djúpum hnakkavöðvum sem tengist höfuðkúpubotn i djúpt aftan á hnakka. Þá hefðu verið blæðingar í báðum hálsslagæðaslíðrum sem væru staðbundnar en beggja vegna auk fleiri áverka m.a. blæðingar í húð brjóstbaks sem væru punktlaga en gætu verið leður húðarblæðingar. Samantekið hefðu áverkar í andliti, á hálsi og á öxlum komið til fyrir þrýsting eða sljóan þrýstingskraft yfir svæðið. Auk þess væri mikið af punktblæðingum í augnlokum og í slímhúð augna. Allt lagt saman leiddi til þess að skortur hefði orðið á blóðflæði um hálsinn samfara þrýstingi sem hefði leitt til dauða í formi köfnunar. Áðurnefndar blæðingar umhverfis og aftan á barkakýli sem færu saman við punktblæðingar bentu til þess að einnig hefði verið þrýstingur um hálsinn. Því hefði verið um að ræða sambland af lokun á loftvegi og hindrun í blóðf læði um hálsæðar, sem allt væri eflaust afleiðing þrýstings yfir sömu eða svipuð svæði þar sem vitin og hálsinn væru svo nálæg á svona lítilli manneskju. Þrýstingsáverkar á öxlum hefðu verið ferskir auk blæðinga á baki. Í heildina hefði verið þrýstingur á öllu þessu svæði, þ.e. yfir axlir, háls og vit. E kvaðst staðfesta að hafa unnið skýrslu, dags. 27. mars 2024, ásamt D . Hann hefði framkvæmt krufninguna og hún síðan farið yfir myndefni, rannsóknarniðurstöður og skýrsluna sjálfa, sem væri í samræmi við ve rklag þegar hún væri ekki á landinu. 18 Helstu niðurstöður væru þær að engar sjúklegar breytingar hefðu fund ist hjá barninu eða breytingar í erfðamengi, sem útskýrðu dauðsfallið og engar réttar efnafræði legar skýringar, þ.e. engin eiturefni, áfengi eða lyf í blóði. Krufning hefði leitt í ljós að eðli og staðsetningar áverka bentu til þess að þeir hefðu getað komið til við t.d. þrýsting yfir vitin, háls og brjóst. Lýsti hún ytri áverkunum og áverkum sem sáust við krufningu með sama hætti og D réttarlæknir. Áv erkar hefðu verið ferskir og komið við sljóan kraft sem benti til þess að kraftur hefði beinst að svæðum þar sem áverkarnir voru. Slíkir áverkar sæjust ekki oft og þessir áverkar á nefsvæði, eyrum, undir kjálkabarði og undir höku og á og inni í munnsvæði v æru þess eðlis að huga yrði að því hvort þrýstingi hefði verið beitt gegn þessum svæðum, þ. á m. hvort haldið hefði verið fyrir munn og nef. Upplýsingar hefðu verið í lögreglu gögnum um að ákærða hefði lagt hendur yfir vit drengsins með púða og þunnu teppi á milli. Þessir áverkar samræmdust því sem gæti sést við slíka ákomu. G geðlæknir, sem staðfesti matsgerð sína, greindi frá því fyrir dómi að hún hefði hitt ákærðu í fjögur skipti, í fyrsta skipti nokkrum tímum eftir atburðinn, og framkvæmt ítarlegt geðm at. Niðurstaða hennar eftir ítarleg viðtöl og mat á gögnum málsins væri sú að ákærða væri þunglynd með geðrofseinkennum. Eftir skoðun á 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga væri það mat hennar að ákærða hefði ekki verið allsendis ófær um að stjórna gerðum sínum. Aðspurð kvað hún niðurstöðu um að ákærða væri sakhæf helst byggjast á því að ákærða hefði verið fær um að stjórna gerðum sínum að einhverju leyti því að hún hefði haft þessar hugmyndir í nokkra daga fyrir atburðinn og þá hefði hún getað stöðvað sig . Þá hefði ákærða að mati geðlæknisins ekki verið með stýrandi geðrofs - einken n i á þeim tíma er verknaður átti sér stað . Ákærða hefði verið merkilega róleg í fyrsta viðtali þann 31. janúar en lýst miklum áhyggjum af líkamlegu ástandi en slíkt væri þekkt geð rofseinkenni þunglyndra einstaklinga. Aðspurð kvaðst hún hafa skimað fyrir öðrum geðrofs einkennum, á borð við heyrnar - og sjónofskynjanir og ofskynjanir almennt, sem og öðrum ranghugmyndum. Ákærða hefði neitað heyrnarofskynjunum í fyrsta viðtali en saga um raddir hefði komið síðar og hefði ákærða verið missaga, auk þess sem frásögnin hefði verið mjög ruglingsleg og breyti leg. Það að ákærða hefði fundið sterka lykt væri það eina sem hefði komið fram um möguleg geðrofseinkenni en þrátt fyrir það væri það m at geðlæknisins að ákærða hefði ekki verið í geðrofi. Ákærða hefði talað um óhljóð eða vélarhljóð í næsta viðtali en í þriðja viðtali hefði ákærða byrjað að lýsa einhvers konar heyrnarofskynjunum. Erfitt hefði verið að fá upplýsingar frá ákærðu 19 um hvort um eiginlegar heyrnarofskynjanir hefði verið að ræða eða eigin hugsanir ákærðu. Eftir að hafa farið mjög ítarlega yfir gögnin hefði það verið mat geðlæknisins að þetta væru fremur eigin hugsanir ákærðu með þunglyndisblæ. Ákærða hefði lýst því í viðtölum að h afa haft hugsanir í nokkra daga um að skaða börnin en náð að stöðva sig og áttað sig á því að það væri rangt. Ákærða hefði lýst því að hún hefði viljað deyða börnin svo þau kæmust til himnaríkis og að ákærða hefði talað um það við eldri drenginn hvort hann vildi deyja. Þetta væri niðurstaðan miðað við viðtöl og skoðun gagna. Aðspurð kvaðst hún mögulega vera þeirrar skoðunar að 16. gr. almennra hegningarlaga gæti átt við, sem byggðist á því að ákærða væri haldin geðsjúkdómi en hún uppfyllti greiningarskilmer ki þung lyndis með geðrofseinkennum vegna heilsukvíða. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa séð nein raunveruleg merki í hegðun eða atferli ákærðu um ofskynjanir í viðtölum sem bentu til geðrofseinkenna. Aðspurð hvort eitthvað í sögu og aðstæðum ákærðu gæti útský rt þennan atburð kvað hún ákærðu vera í gríðarlega viðkvæmri stöðu, jaðarsetta, félagslega einangraða, á flakki frá stríðshrjáðu landi, nýlega skilin og í erfiðu sambandi við fyrrverandi eiginmann og ítrekaðar komur á heilsugæslu vegna alls kyns ein kenna. Skoðað til baka hefði ákærða að öllum líkindum verið með þunglyndiseinkenni til lengri tíma. Hugsanir um að koma börnunum til himnaríkis hefðu verið búnar að leita á ákærðu í einhvern tíma og á verknaðarstundu verið svo ágengar að hún hefði ekki getað ham ið sig. Ákærða hefði að mati geðlæknisins ekki verið með stýrandi geðrofseinkenni sem hefðu sagt henni að gera þetta en ákærðu hefði verið farið að líða það illa að þetta hefði gerst á þessum tímapunkti. Ákærða hefði engu að síður getað stjórnað sér því að hún hefði náð að gera það í tvo daga fyrir verknaðinn. Ákærða hefði ætlað að fyrirfara sér eftir að hafa deytt B en þar sem hann hefði sagst vilja lifa hefði hún horfið frá því. Í fyrsta viðtali hefði ákærða neitað sjálfsvígshugsunum . Aðspurð kvað hún unn t að vera sjálfráður gjörða sinna þó að ætlunin væri að fremja sjálfsvíg, það væri einstaklingsbundið og fólk gæti verið gríðarlega þunglynt. Ákærða hefði verið þunglynd á verknaðarstundu og ekki séð aðra lausn. Aðspurð kvað geðlæknirinn ákærðu hafa haft g óða einbeitingu og úthald í viðtölunum sem öll hefðu varað í rúmlega klukkustund og eitt viðtalið hátt í tvo tíma. Ákærða hefði ekki verið hugsanatrufluð og heilt yfir hefði frá sögn hennar ekki verið samhengislaus. Það væri mat geðlæknisins að ákærða gerð i sér grein fyrir því hvað hún hefði gert, hvaða afleiðingar það hefði og að hún hefði innsæi í að hún væri veik . Ákærða hefði spurt í viðtali hvað yrði um sig og hvað hún gæti fengið langan dóm. Ákærða hefði því áttað sig á því að það sem hún hefði 20 gert m yndi hafa afleiðingar. Nánar spurð kvað hún það mat sitt að ekkert benti til þess að r efsing g æti ekki borið árangur. Ákærða þurfi að fá viðeigandi læknisþjónustu vegna sjálfsvígs hættu verði hún sakfelld, sem ákærða geti fengið innan fangelsis, en þurfi e kki sérhæfða með ferð. F , geðlæknir og yfirmatsmaður, staðfesti að hafa unnið yfirmatsgerð ásamt M og hitt ákærðu í sjö viðtölum. Niðurstaða þeirra væri að ákærða hefði verið sakhæf. Það hefðu verið vangaveltur um hvort ákærða hefði verið í geðrofi á verk naðar stundu en niðurstaðan hefði verið að ástand hennar gæti hafa náð mörkum geðrofs en hegðun hennar hefði þó bent til þess að hún hefði ekki fullkomlega látið stjórnast af ástandi sínu og haft eitthvert innsæi. Varðandi 16. gr. almennu hegningarlaganna væri ákærða kona með takmörkuð bjarg ráð, henni gengi illa að aðlagast, hún hefði verið flóttamaður í um tvo áratugi og væri með margvísleg geðræn einkenni. Ekki væri ólíklegt að hún þjáðist af alvarlegri áfallastreitu eftir það sem hún hefði gengið í geg num. Aðspurð um þá lýsingu ákærðu, að þetta hefði verið hún en samt ekki hún, kvað matsmaður það vera upplifun ákærðu að það hefði verið svo einfalt fyrir hana að kæfa son sinn að hún hefði ekki gert þetta heldur hlytu að vera aðrar skýringar og hún leitað i þeirra. Þá hefðu komið upp hugmyndir um að fyrrverandi eiginmaður ákærðu hefði staðið á bak við þetta með göldrum eða öðru álíka. Síðan hefði ekki komið fram fyrr en tæpum tveimur vikum eftir atburðinn að ákærða hefði heyrt raddir sem hefðu sagt henni að gera þetta. Aðspurð um sérfræðilegt mat á því hvers vegna ákærða hefði ekki greint frá röddum fyrr en eftir tvær vikur sagði matsmaður það liggja beinast við að þessi einkenni hefðu ekki verið til staðar í þeim mæli sem ákærða hefði lýst. Matsmenn hefðu fengið aðgang að lögreglu yfirheyrslum, upptökum úr búkmyndavélum lögreglu á vettvangi auk mats geðlæknis, sem hefði metið ákærðu innan við sólarhring frá atburði. Þar hefðu ekki komið fram greinanleg merki um geðrofseinkenni og matsmenn hefðu stuðst við þ essi gögn við matið. Þau hefðu einnig litið til þess að ákærða hefði hitt geðlækni sem hefði farið mjög ítarlega yfir geð rofs einkenni en ákærða hefði neitað þeim öllum og ekki farið að tala um þau fyrr en síðar. Það hefði verið meðvirkandi þáttur í því a ð erfitt væri að vera alveg viss um að ákærða hefði verið í svo miklu geðrofi að hún hefði verið alveg stjórnlaus á verknaðarstundu. Aðspurð hvort ákærða hefði mögulega verið svo þunglynd með geðrofseinkenni á þess um fyrstu tveimur vikum að hún hefði ekk i skilið nægilega vel þegar hún hefði 21 verið spurð út í raddir kvað matsmaður svo ekki vera, miðað við aðra hluti sem ákærða hefði getað rætt um í viðtölum. Það gengi ekki upp að ákærða hefði verið svo aftengd atburðinum eða ekki skilið spurningar á sama tí ma og hún hefði getað skilið og rætt annað, auk þess að hafa úthald í löng viðtöl og skýrslutökur. Matsmenn hefðu spurt ákærðu hvers vegna hún hefði ekki skýrt frá röddum strax en ákærða hefði aldrei komið með sömu útgáfuna. Það væri því erfitt að skilja þ etta atriði öðruvísi en svo en að ákærða hefði ekki verið með þessi einkenni. Áður en ákærða hefði greint frá því að raddir hefðu skipað henni að deyða drengina hefði hún rætt um atburðinn á allt öðrum forsendum. Þá hefði fyrsta skýring ákærðu annars vegar verið að hún hefði ekki viljað skilja syni sína eina eftir því að hún væri mögulega að deyja úr og hins vegar að heimurinn væri hættulegur staður. Eftir tvær vikur hefði komið skýring ákærðu um raddir og á sama tíma hefði hún virst átta sig á því að þetta væri ekki gott fyrir strákana hennar. Að mati matsmanna hefði þetta því hljómað meira sem eftiráskýringar ákærðu til að reyna að skilja hvað hefði gerst fremur en að það hefði raunverulega verið svo á verknaðarstundu. Matið hefði verið flókið því a ð í fyrsta viðtali við matsmenn á hefði ákærða verið mjög óreiðukennd í hegðun og óróleg. Þar á undan hefði ákærða verið á og lýst þar geðrofseinkennum en ekki væri ólíklegt að ákærða hefði verið í geðrofi á þeim tíma. Þetta væri hins vegar allt ön nur hegðun en matsmenn hefðu séð strax eftir atburðinn, sem styrkti niður stöðu þeirra um að ákærða hefði ekki verið í geðrofi þegar atburðurinn átti sér stað. Endur tekið hefði verið rætt við ákærðu þessar tvær vikur eftir atburðinn og miðað við hversu mi kið ákærða hefði ráðið við að ræða gæti það hreinlega ekki verið að hún hefði ekki munað eða ekki verið í ástandi til að skilja spurningar. Þetta væri hins vegar mjög flókið vegna þeirrar erfiðu stöðu sem ákærða hefði verið í og hún verið í örvinglan. Hún hefði kæft son sinn og verið að reyna að vinna úr því og skilja og það hefði verið henni mjög erfitt. Ákærða hefði eflaust ekki verið að búa til einkenni til að ljúga sig út úr aðstæðum heldur væri það mat matsmanns að þetta hefði verið leið ákærðu til að höndla aðstæður og því eftiráskýringar. Ákærða hefði sagt mats mönnum mismunandi útgáfur af því hvernig hún hefði farið með yngri drenginn inn í stofu. Hún hefði engu að síður náð að gera ákveðna hluti eins og að deyða hann ekki við hlið eldri drengsins og hætt þegar eldri drengurinn mótmælti, en það benti til þess að hún hefði haft stjórn á gerðum sínum. Þá hefði ákærða skipulagt að hringja í lögregluna, sent eldri drenginn í skólann og því hefði hún verið með meiri stjórn en viðbúið væri af einstaklingi s em væri undir stjórn skipandi radda. Annað væri líka, að ákærða hefði sjálf í nánast 22 öllum samtölum talað um að hún hefði gert þetta til að koma drengjunum til himna þar sem þeir fengju betra líf því að hún væri að deyja og þeir yrðu þá einir eftir hjá föð ur sem menn hefðu því fengið á tilfinninguna í viðtölum að ákærða hefði sjálf hugsað um annars vegar að vernda drengina fyrir grimmd heimsins og hins vegar ekki viljað skilja þá eftir því að þeir gætu ekki án hennar verið. skipandi raddir upplifa oft skipun um að framkvæma eitthvað sem þeir v ilja sjálfir alls ekki gera og að þetta sé eitthvað sem tilheyri þeim ekki. Ákærða hefði hins vegar talað mjög mikið um að þetta hefði verið það sem hún hefði ætlað að gera en raddirnar komið seinna sem skýring. Varðandi aðdraganda verknaðar greindi matsm aður frá því að ákærða hefði þrívegis farið frá fyrrverandi eiginmanni en farið til hans aftur á innan við viku. Á sama tíma hefði ákærða verið með miklar áhyggjur af því að vera alvarlega veik, auk þess sem hún hefði verið með vaxandi þunglyndiseinkenni. Ákærða hefði áttað sig á því að hún réði ekki við að vera ein með drengina, reka heimilið eða fjárhaginn. Hún hefði beðið eiginmanninn um að koma aftur en þá hefði aðstaðan ekki verið eins og áður því hann hefði verið kominn með unga kærustu. Ákærða hefði einnig greint frá því að eiginmaðurinn hefði verið að hóta því að taka drengina af henni. Ákærða hefði farið í . Fyrr sama kvöld hefði upplifun ákærðu í samtali við fyrrum eiginmann verið sú að hann væri að gefast upp á þessu og væri jafnvel að bregðast því að flytja inn til þeirra daginn eftir. Ákærða hefði neitað því að hafa liðið illa eftir það samtal en matsmen n hefðu metið það svo að þarna hefðu allir álagsþættirnir komið saman og ákærða ekki séð út úr þessu. Í þeirri örvinglan, sem ákærða hefði verið í, hefði hún séð þetta sem einu útleiðina, að taka líf drengjanna og síðan sitt eigið. Matsmaður var spurð hvo rt ákærða hefði raunverulega verið fær um að ráða gjörðum sínum í ljósi svo óstjórnlegrar vanlíðunar. Svaraði matsmaður því til að ákærða hefði náð, eftir að kæfa yngri soninn og gert tilraun til að kæfa þann eldri, að stöðva sig og ekki gert meira. Því he fði hún ekki verið undir fullkominni stjórn skipandi radda. Vilji ákærðu til að deyja sjálf hefði verið mjög óskýr en hún hefði hætt við að taka eigið líf þegar ekki tókst að kæfa eldri drenginn. Ákærða hefði haft meiri áhyggjur af því að hún myndi deyja f rá drengjunum. Aðspurð kvaðst matsmaður ekki hafa séð nein ytri merki 23 þess að ákærða væri að bregðast við röddum eða ofskynjunum, hvorki í gögnum né í viðtölum við hana. Ákærða hefði ekki sýnt óreiðukennda hegðun í kjölfar atburðar sem sjáist oftast hjá fó lki í miklu geðrofi og geðrofsástandi. Aðspurð um 16. gr. almennra hegningarlaga í ljósi óljóss orðalags í matsgerð sagði matsmaður að ákærða væri í grunninn ekki með geðrofssjúkdóm. Ákærða muni þurfa mjög mikla læknis - og áfallaaðstoð auk stuðnings til að byggja upp færni og virkni en að því tilskildu væri það mat matsmanns að refsing gæti borið árangur. M , geðlæknir og yfirmatsmaður, kvað erfitt að lýsa stuttlega rann sókn og niðurstöðu yfirmats. Margir óhagstæðir þættir hefðu verið uppi þetta kvöld sem hefðu gert ákærðu örvinglaða og henni hefði liðið mjög illa. Matsmenn hefðu haft aðgang að skýrslum sem ákærða h e fði gefið hjá lögreglu og hún tvívegis verið í innlögn á þar sem mats menn hefðu hitt ákærðu , auk þess að hitta hana á Hólmsheiði . Ákærða h efði verið mjög þung lynd en hún hefði ekki sagt frá röddum fyrr en síðar við þann geðlækni sem gerði geðmat á henni í byrjun. Ákærða hefði ekki verið með nein merki geðrofs þegar yfirmatsmenn hefðu hitt hana og hún verið í bata. Þau hefðu hins vegar farið yfir upptökur af lögregluskýrslum. Mats menn teldu að ákærða hefði vitað hvað hún var að gera á verknaðarstundu og haft stjórn á sér þó að atburðurinn sjálfur væri óskiljanlegur. Miðað við gögn málsins teldu þau ákærðu sakhæfa. Varðandi 16. gr. væri ljóst að ákærða þyrfti hjálp og meðferð og þó að ákærðu hefði ekki liðið vel á Hólmsheiði gengi heldur ekki illa. Ákærða hefði farið í meiriháttar þunglyndi á mörkum geðrofs í kjölfar atburðar sem væri vel þekkt og matsmaður teldi eðlilegt. Það sem væri undarlegt væri hvernig ákærða hefði verið við handtöku og í tvær vikur þar á eftir, sem hefði ekki verið í samræmi v ið háttalag einstaklinga í geðrofi en það væri oftast mjög sýnilegt. Að þeirra mati hefði ákærða ekki verið með ranghugmyndir heldur hugsýki vegna hræðslu við sjúkdóm . Ákærða þurfi sálrænan stuðning. Kvaðst hann staðfesta þá niðurstöðu matsgerðar að frásö gn ákærðu um raddir bæri með sér að vera eftiráskýringar og benti í því sambandi á að ákærða hefði m.a. talað um að fyrrver andi eiginmaður hefði eitrað fyrir sér. Tók matsmaður fram að hefði ákærða verið í geðrofi hefði hún átt að hafa slík einkenni strax við handtöku í kjölfar verknaðar og hafa heyrt raddir frá upphafi. Taka verði tillit til þess að þegar fólk átti sig á verknaði sem hafi verið framinn í örvinglan sé ekkert undarlegt að þunglyndi versni og því hefði ekki verið ólíklegt að ákærða hefði þjá ðst af þunglyndi eftir atburðinn, enda hefði hún 24 fengið meðferð við því. Aðspurður um að ákærða hefði greint frá því fyrir dómi að eldri drengurinn hefði vaknað og beðið hana um að hætta, en þá hefðu raddirnar einnig hætt, kvað hann það vera mjög óvanalegt . Raddir stýrðust allajafna ekki af gjörðum heldur væru einfaldlega til staðar og segðu viðkomandi að gera eitthvað. Aðspurður kvað matsmaður ákærðu fyllilega hafa vitað hvað hún hefði verið að gera á verknaðarstundu. Eitt af því sem benti til þess væri að ákærða hefði borið yngri drenginn inn í stofu og eftir það farið inn í herbergið því hún hefði vitað að eldri drengurinn gæti frekar vaknað. Ákærða hefði ekki sýnt nein merki geðrofs við handtöku. Matsmaður kvaðst telja að alvarlegt þunglyndi ákærðu gæti ekki útskýrt hegðunina. Ákærða hefði fengið þessa slæmu hugmynd en hún hefði getað stjórnað gerðum sínum og hefði vitað hvað hún var að gera, sér í lagi í ljósi þess að hún hefði hætt þegar eldri drengurinn vaknaði. Aðspurður kvaðst matsmaður ekki hafa séð áberandi mun á andlegu ástandi ákærðu hvort heldur á geðdeild eða í fangelsinu þótt hún hefði verið ósátt við að vera þar. Ákærða hefði t.a.m. sagt að aðrir kvenfangar hefðu sýnt sér óvild en fangaverðir hefðu sagt hið gagnstæða, sem væri m.a. birtingarmy nd af því að ákærða leitaðist við að varpa ábyrgð á aðra, sem væri hvorki geðrof né venjulegt þunglyndi. Ákærða hefði lýst drengjunum eins og þeir væru byrði á sér og verið hrædd um að deyja og skilja þá eftir ósjálfbjarga, þannig hefði hún réttlætt það se m hún hefði gert. Það væri undarleg röksemdafærsla, sérstaklega í ljósi þess að ekkert hefði annað komið fram en að drengirnir væru eðlilegir og ekki erfiðari en önnur börn. Líklega hefði verið unnt að styðja ákærðu betur en hún hefði eflaust verið hrædd u m að missa drengina. Matsmaður kvaðst aðspurður telja að lyf og meðferð í fangelsi væru að bera viðunandi árangur en tók fram að ákærða þyrfti sálrænan stuðning og aðstoð við að vinna úr áfallinu. Hún hefði fyrst og fremst væri fullkomlega eðlilegt í slíkum aðstæðum . Kvaðst hann telja að ákærða myndi fá viðunandi aðstoð í fangelsi. Aðspurður kvaðst matsmaður ekki telja líklegt að ákærða hefði í ljósi áfallasögu og aðstæðna ekki skilið spurningar varðandi raddir, jafnvel þó a ð tekið væri með í reikninginn að hún væri e.t.v. eitthvað takmörkuð á sumum sviðum greindar . Matsmaður kvaðst aðspurður telja að aðstæður ákærðu á verknaðarstundu, þar sem saman komu áfallaröskun, alvarlegt þunglyndi, fjárhags - og hús næðisáhyggjur, að ma ki væri að yfirgefa hana fyrir fullt og allt og því mikil örvinglan, leiddu ekki til þess að ákærða hefði verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Aðspurður um óljóst svar í yfirmati varðandi 25 16. gr. almennra hegningarlaga kvaðst matsmaður vera þeirrar skoðunar að refsing gæti borið árangur varðandi ákærðu en hún þurfi meðferð. C , fyrrverandi eiginmaður ákærðu, greindi frá því fyrir dómi að hann hefði ekki séð neitt óeðlilegt í fari ákærðu dagana fyrir atburðinn. Ákærða hefði í símtali sama kvöld og atv ikið varð sagt að drengirnir færu ekki í skólann daginn eftir. Aðspurður sagði hann ákærðu hafa verið mjög eðlilega í því símtali. Aðspurður um skapgerð ákærðu kvað hann hana hafa haft lítið sjálfstraust, hún ætti erfitt með að kynnast fólki og hún hefði o ft verið æst og reið yfir smámunum. Sambandið hefði verið stormasamt en hann hefði fengið nóg eftir að þau komu til Íslands og sagt við ákærðu að þau yrðu að skilja. Kvaðst hann aldrei á sambúðar tímanum, sem hefði hafist árið eða , hafa orðið var v ið að ákærða heyrði raddir. Kannaðist hann ekki við að ákærða hefði beitt drengina líkamlegu ofbeldi þó að hún hefði öskrað á þá en kvaðst ekki hafa getað ímyndað sér að svona gæti gerst. Kvaðst hann aðspurður ekki vita um andlegt ástand ákærðu eftir að ha nn flutti frá henni og hann hefði ekki séð þau skipti sem þau hittust að eitthvað amaði andlega að henni en hún hefði verið mikið líkamlega veik. Ákærða hefði viljað flytja búferlum til og óskað eftir að hann tæki við forsjá drengjanna til að hún losna ði við ábyrgðina. Kannaðist hann við að ákærða hefði sagt við drengina að fólk færi til himnaríkis þegar það dæi, en ekki þyki við hæfi að tala um dauðann við börn þaðan sem þau komi. Aðspurður um tengsl við yngri drenginn kvað hann þau hafa verið ákaflega sterk og að sér hafi liðið mjög illa eftir atvikið sem hefði verið mikið áfall. N , sérfræðingur á lífvísindasviði tæknideildar lögreglu, staðfesti skýrslu sína í málinu, en ekki þykir ástæða til að rekja framburð hennar. IV Af hálfu ákærðu var lögð fra m skrifleg greinargerð, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Krafist er sýknu vegna beggja ákæruliða en til vara að ákærðu verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Sýknukrafa byggir á því að ákærða hafi á verknaðarstundu verið alls ó fær um að stjórna gerðum sínum sökum mikils þunglyndis með geðrofseinkennum, þannig að 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við. Þá sé ljóst að verði ekki fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu muni refsing ekki bera árangur og skuli því felld niður, sbr. 16. gr. sömu laga. Ákæruliður I Af hálfu ákærðu er á því byggt að hún hafi ekki haft ásetning til að bana hinum látna en hún hafi neitað því frá upphafi að hafa haft slíkan ásetning. Framburður ákærðu 26 hafi verið stöð ugur um að hún hafi heyrt raddir sem hafi skipað henni að deyða drenginn svo hann kæmist á betri stað í himnaríki. Eins og málið liggi fyrir dóminum sé með öllu ósannað að lagaskilyrði séu til staðar til að sakfella fyrir manndráp þar sem ásetningur verði að ná ti l frumverknaðar og afleiðinga. Háttsemin verði því ekki heimfærð til 211. gr. almennra hegningarlaga. Nái ásetningur aðeins til frumverknaðar en afleiðingar megi rekja til gáleysis eða stórkostlegs gáleysis skuli háttsemin heimfærð til 2. mgr. 218. gr. Ák ærða hafi gengist við því að hafa framið verknaðinn eins og honum er lýst í ákæru en neiti því að hún hafi ætlað að deyða drengina. Ákærða hafi verið í andlegu ójafnvægi í geð rofi og aðeins hlýtt röddum sem hafi stýrt henni. Komið hafi fram í skýrslum, vi ðtölum við matsmenn og í sjúkraskrám að ákærða hefði í rúman mánuð fyrir atvik verið með gífurlega mikið þunglyndi með geðrofseinkennum, kvíða, þráhyggju - og árátturöskun ásamt því að þjást af slæmri áfallastreituröskun . Þá hafi verið staðfest í yfir - og u ndirmati að ákærða hafi fyrir, á meðan og í kjölfar verknaðar þjáðst af þessum andlegu veikindum. Ekkert hafi komið fram í málinu um að ákærða hafi verið búin að hugsa um eða skipuleggja hvernig eða hvenær verkn aðurinn yrði framinn. Þá sé ljóst að ákærða hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum en hún hafi spurt á vettvangi hvort A væri farinn á spítala og hvort hann væri kannski vaknaður. Ekki hafi verið sýnt fram á að ákærða hafi á verknaðarstundu haft ásetning til að bana A þar sem ákærða hafi hlýtt skipunum frá röddum um að deyða drenginn svo hann kæmist til himnaríkis. Ákæruliður II Vísað er til þeirra málsástæðna sem reifaðar eru að ofan vegna ákæruliðar I og krafist sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá er því haldið fram að þar sem ákærða hafi horfið frá því að deyða B er hann vaknaði hafi verið um afturhvarf að ræð a og meint brot því ekki fullframið. Því verði ákærða ekki sakfelld fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga. Ósannað sé að tilraun ákærðu til að kæfa B hafi valdið honum lífshættu. Með vísan til framangreindra sjónarmiða og þeirra m atsgerða sem liggja fyrir í málinu verði að teljast sannað að ákærða hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar hún banaði yngri syni sínum og gerði tilraun til að bana eldri syni sínum sem leiði til sýknu á grundvelli 15. gr. almennra hegningar laga. Verði ekki fallist á það byggir ákærða á því að ástand hennar sé þannig að refsing muni ekki bera árangur sem leiði til sýknu, sbr. 16. gr. sömu laga. 27 Verði ákærða sakfelld verði við refsiákvörðun að líta til 74. og 75. gr. almennra hegning arlaga au k þess sem refsimildunarsjónarmið eigi við, svo sem játning, að greina frá og einlæg iðrun auk hreins sakaferils. Þá er gerð krafa um að gæsluvarðhald verði dregið frá refsingu. V Forsendur og niðurstaða Ákærða hefur skýlaust viðurkennt manndráp og brot í nánu sambandi er hún svipti son sinn, A , lífi með því að kæfa hann með kodda, sbr. ákærulið i). Ákærða hefur einnig ský laust viðurkennt tilraun til manndráps og brot í nánu sambandi, með því að hafa tekið fyrir vit sonar síns, B , og þrýst andliti hans ni ður í rúm þannig að hann gat ekki andað en við atlög una vaknaði hann og gat losað sig úr taki ákærðu, sbr. ákærulið ii). Játning ákærðu á sér stoð í gögnum málsins og er sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem greinir í ákæru. Ákærða krefst sýknu á grundvelli sakhæfisskorts en einnig er á því byggt að refsing muni ekki bera árangur. Ákæruvaldið byggir á því að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi af ásetningi banað yngri syni sínum og gert tilraun til að ráða eldri syni sínum bana . Ákærða eigi sér engar málsbætur og er farið fram á að hún verði dæmd í 18 ára fangelsi. Eins og rakið er að framan hringdi ákærða í Neyðarlínu að morgni 31. janúar 2024. Greindi hún frá því að sonur hennar væri látinn og hún þyrfti sjúkrabíl og lögreglu að heim ili þeirra. Neyðarvörður spurði aftur hvað hefði komið fyrir og sagði ákærða að sonur sinn hefði dáið, hann væri kaldur viðkomu og andaði ekki. Sagði ákærða að eldri sonur hennar, B , væri farinn í skólann og vissi ekki hvað hefði gerst. Er lögreglumenn bar að garði opnaði ákærða fyrir þeim og fylgdi þeim upp í íbúðina en lögreglumenn sáu strax að drengurinn A var látinn. Greindu lögreglumenn nr. H og I frá því fyrir dómi að ákærða hefði að þeirra mati verið ákaflega róleg er þeir komu og ekki verið í geðshr æringu, sem þeim hefði þótt undarlegt í ljósi kringumstæðna. Lögreglumaður nr. H bar einnig fyrir dómi að ákærða hefði greint frá og sýnt með látbragði að hún hefði kæft drenginn. Lögreglan fór í kjölfar vinnu á vettvangi í skólann til að greina eldri drengnum frá and láti bróður hans. Greindi hann frá því að hann hefði vaknað um nóttina við að ákærða hélt fyrir vit hans, hann hefði náð að losa sig og neitað þegar ákærða hefði spurt hvort hann vildi ekki deyja áður en hann yrði ára því þá færi hann í góða heiminn. Hann hefði síðan sofnað aftur og ákærða sagt um morguninn að bróðir hans væri veikur. 28 Í máli þessu liggur fyrir samdóma niðurstaða þriggja dómkvaddra matsmanna, í mats gerð og yfirmatsgerð, um að ákærða hafi verið alvarlega þunglynd en ekk i verið haldin geðveiki í skilningi 15. almennra hegningarlaga, er hún varð syni sínum, A , að bana og gerði tilraun til að bana syni sínum, B , aðfaranótt 31. janúar 2024. Var það einnig samdóma niðurstaða matsmanna að ákærða hefði verið fær um að stjórna g erðum sínum á verknaðarstundu. Matsmaðurinn G geðlæknir, sem hitti ákærðu sama dag og at burðurinn átti sér stað og dagana þar á eftir, bar fyrir dómi að það væri hennar mat að ákærða hefði verið mjög þunglynd á verknaðarstundu en ekki í geðrofi og ákærða hefði verið fær um að stjórna gjörðum sínum. Yfirmatsmennirnir og geðlæknarnir F og M báru um það sama fyrir dómi. Var það eindregin niðurstaða allra matsmanna að hvorki framkoma ákærðu né hegðun sama dag og verknaðurinn átti sér stað hefði borið nokkur me rki þess að hún hefði verið undir valdi stýrandi radda og hún hefði ekki sýnt nein einkenni sem einkenndu einstaklinga í geðrofsástandi. Var það einnig samdóma álit þeirra að það að ákærða greindi fyrst frá röddum, sem hefðu sagt henni að deyða drengina, t æpum tveimur vikum eftir atburðinn, en hefði áður neitað því að hafa heyrt raddir, bæri með sér að vera eftiráskýring ákærðu. Matsmaðurinn G greindi frá því að ákærða hefði ekki sýnt nein stýrandi geðrofseinkenni fyrst eftir verknaðinn og hafa skimað ítarl ega önnur geðrofseinkenni á borð við heyrnar - og sjónofskynjanir sem og aðrar ranghugmyndir en þau hefðu ekki verið til staðar, hvorki í hegðun né atferli. Ákærða hefði hins vegar verið þunglynd og liðið það illa að hún hefði ekki séð aðra lausn. Ákærða he fði engu að síður getað stjórnað sér þrátt fyrir hugsanir um að koma drengjunum til himnaríkis dagana fyrir verknaðinn. Yfirmats menn vísuðu til þess að ákærða hefði á verknaðarstundu vitað hvað hún væri að gera, en hún hefði farið með yngri drenginn inn í stofu því hún hefði gert sér grein fyrir að eldri drengurinn gæti vaknað. Þá benti F einnig á að ákærða hefði verið fær um að bera yngri dreng inn út úr svefn herbergi þar sem eldri drengurinn svaf einnig, til að vekja hann ekki og bíða með að hringja í l ögreglu þar til eldri drengurinn var farinn í skóla. Ákærða hefði gert sér grein fyrir því hvað hún hefði gert og hvaða afleiðingar það hefði. Þá hefði ákærða ekki verið samkvæm sjálfri sér varðandi meintar raddir og frásögn hennar af þeim ruglingsleg. Yfi rmatsmaðurinn F greindi m.a. frá því fyrir dómi að hennar mat væri að þetta hefði verið leið ákærðu til að höndla aðstæður og vinna úr þeirri erfiðu stöðu að hafa deytt son sinn. 29 Töldu yfirmatsmenn að erfið lífsreynsla og bakgrunnur ákærðu sem flóttamanns , sam fara miklu bjargleysi og vonleysi í aðstæðum hennar á Íslandi og hugsunum um að hún væri að deyja úr , hefði leitt til örvinglunar sem hefði leitt til þess sem gerðist, en það hefði ekki valdið geðrofi á verknaðarstundu sem gerði ákærðu alls ófæra um að stjórna gerðum sínum. Þá töldu allir matsmenn að ákærða skildi hvað hún hefði gert sem og afleiðingar þess þannig að refsing gæti borið árangur, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga. Í 15. gr. almennra hegningarlaga kemur fram að þeim mönnum skuli e igi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Með þessu ákvæði eru sett ströng skilyrði fyrir sakhæfisskorti í íslenskum rétti, þ. á m. verður andlegur annmarki, svo sem geðveiki, að vera á háu stigi til þess að hann leiði til refsileysis af þeim sökum. Það nægir þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur verður maður að hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum ve gna hins andlega annmarka þega hann framdi verknað sem lýstur er refsiverður að lögum. Í greinargerð verndun almenns réttaröryggis og viðhald lögbundins þjóðskipulags. En auk þess fullnægir refsing réttlætistilfinningu almennings, er ekki sættir sig við það, að menn mæla með því að umrætt ákvæði sé fremur skýrt þröngt en rúmt, enda hefu r það að geyma undantekningu frá þeirri meginreglu að mönnum sé refsað fyrir afbrot er þeir hafa framið. Samkvæmt því leiðir það ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem uppvís hefur orðið að refsiverðum verknaði, hafi brenglað raunveruleikaskyn eða sé haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hafi alls ekki verið fær um að hafa stjórn á gerðum sínum þegar hann vann verkið, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. október 2011 í máli nr. 198/2011. Það álitaefni hvort ákærða hafi sökum geðsjúkdóms ve rið alls ófær um að stjórna gerð um sínum umrætt sinn lýtur endanlegri úrlausn dómstóla sem eru í því efni ekki bundnir af áliti hinna sérfróðu matsmanna, sbr. 2. mgr. 133. gr. laga nr. 88/2008. Við þá úrlausn ber einkum að horfa til aðdraganda þess voðave rks sem ákærða vann, hvernig hún stóð að því og framferðis hennar í kjölfarið. Ákærða játaði í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og atburðurinn átti sér stað að hafa orðið yngri syni sínum að bana. Aðspurð hvers vegna hún hefði tekið þessa 30 ákvörðun kvaðst ákærða hafa átt að fara í þennan dag, ekki hafa trúað lækni sem hefði sagt að hún væri ekki með og hafa þá farið að hugsa um börnin. Ákærða kvaðst hafa reynt að deyða eldri drenginn en fundist það erfitt því hann væri eldri. Hann hefði s agt nei og hún því hætt við. Aðspurð um raddir kvaðst ákærða stundum ekki sagt neitt annað og kvaðst ákærða ekki hafa heyrt röddina síðasta sólarhring. Í skýrslutöku þann 6. fe brúar kvaðst ákærða hafa ætlað að senda eldri drenginn til 14. febrúar, greindi ákærða frá því að raddir hefðu sagt henni að bjarga drengjunum og hún ætti að leyfa yngri dregnum að fara á betri stað. Ákærða kvaðst hafa reynt að vinna til að röddin talaði ekki við hana og svo hefði hún ákveðið að fara með yngri soninn til himnaríkis því honu m myndi líða betur þar. Raddir hefðu líka sagt henni að senda eldri drenginn á betri stað en hún hefði ekki viljað heyra raddirnar og verið með rennandi vatn því það hefðu verið mikil læti í höfðinu á sér. Ákærða kannaðist við að hafa íhugað að gera þetta í tengslum við og einnig þegar hún átti að fara í daginn eftir. Ákærða var spurð hvers vegna hún hefði hætt við þegar hún íhugaði þetta í fyrra skiptið og kvaðst hún myndu sakna barnanna og hafa hætt við vegna þeirra. Ákærða var spurð hvað raddirna r segðu en hún kvað þetta ekki vera raddir heldur læti. Ákærða sagði aðspurð um þessar hugmyndir ef það er ekki verið að segja mér að gera þetta og ég var að berjast gegn næstu lögreglustöð, því það væri vaninn í að drápsmenn gerðu það, spurð um þrjú yfir á ensku. Ákærða kvað geta verið að hún hefði viljað viðurkenna eða segja við einhvern að hún væri með alls konar . Ákærða kvaðst hafa haft hugsanir um að taka líf drengjanna tveimur dögum áður og langað að segja fyrrverandi eiginmanni hvað væri í gangi. Aðspurð hvað raddirnar hefðu sagt við hana um nóttina sagði ákærða þær hafa sagt að það væri langbest að senda drengina í betri heim því fyrr verandi eiginmaður væri ekki góður maður. Við aðalmeðferð málsins greindi ákærða frá því að raddir í höfði hennar hefðu sagt henni að senda drengina til himnaríkis en kannaðist ekki við að raddirnar hefðu sagt 31 eitthvað annað. Kvaðst hún hafa byrjað að hey ra raddirnar um nóttina, nánar spurð kvaðst aðist við að hafa veist að eldri syni sínum eins og að hinum yngri. Raddirnar hefðu komið daglega og sagt henni að senda drengina á öruggan stað því móðir væri veik. Þessa nótt hefði hún heyrt mikið í röddunum og þær sagt henni að kæfa eldri drenginn. Ákærða kvaðst hafa verið í áfalli á vettvangi er lögregla kom á staðinn og því ekki hafa sagt frá röddunum. Á eins og hún greindi frá í skýrslu hjá lögreglu 31. janúar, heldur hefðu raddirnar sagt henni að koma drengjunum til himna. Þá kannaðist ákærða ekki við að hafa neitað því að hafa heyrt raddir í þeirri ský rslutöku og sagði að svar hennar hefði e.t.v. verið ranglega þýtt af túlki. Ákærða kannaðist heldur ekki við að hafa neitað í þeirri skýrslu að hafa heyrt raddir sólarhringinn fyrir atburð og bar við rangri túlkun. Ákærða kvaðst hafa sagt við geðlækninn G þann sama dag að þetta hefðu verið galdrar en G hefði sagt að hún tryði ekki á slíkt. Ákærða kvaðst ekki hafa sagt frá röddum í skýrslutöku 6. febrúar því geðlæknirinn hefði lokað á þetta. Ákærða kvaðst hafa sagt frá rödd unum í skýrslutöku 14. febrúar því þá hefði hún vitað að þetta væri sjúkdómur. Ákærða kvaðst ekki hafa haldið koddanum lengi yfir andliti yngri drengsins en þetta hefði ekki verið hún heldur einhver annar því hún hefði ekki fundið fyrir neinu. Ákærða kvaðst hafa þýtt úr arabísku raddir en neitaði að hafa þá verið búin að ákveða að deyða drengina. Að mati dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómanda, verður ekki annað ráðið af framangreindum framburði á kærðu hjá lögreglu og fyrir dómi en að aðdragandi verknaðar hafi verið sá að ákærða hafi verið mjög þunglynd í einhvern tíma fyrir atburðinn. Þá taldi ákærða að hún væri að deyja úr og fékk þá hugmynd að bjarga drengjunum sínum frá því a ð vera móðurlausir með því að deyða þá og tryggja þeim þannig vist í himnaríki. Framburður ákærðu fyrir dómi varðandi það hvort hún hefði greint frá röddum strax í byrjun var í ósamræmi við það sem hún greindi frá hjá lögreglu og matsmönnum. Ákærða hélt þv í fram fyrir dómi að hún hefði greint matsmanninum G frá því í fyrsta viðtali að um galdra hefði verið að ræða sem matsmaður hefði ekki trúað á. Matsgerð G er ítarleg en þar kemur hvergi fram að ákærða hafi nefnt þetta, auk þess sem ekkert kom fram um það í framburði matsmanns fyrir dómi. Hið rétta er að ákærða greindi yfirmatsmönnum frá því að hún teldi fyrrverandi eiginmann sinn hafa sett á sig galdra en það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir atburðinn. Ákærða 32 neitaði því fyrir dómi að hún hefði sagst skýrslu hjá lögreglu. Þá kannaðist ákærða ekki við að hafa neitað því að hafa heyrt raddir í þeirri skýrslutöku og sagði að svar hennar hefði e.t.v. verið ranglega þýtt af túlki. Ákærða kannaðist heldur ekki við að hafa neitað í þeirri skýrslu að hafa heyrt raddir sólarhringinn fyrir atburð og bar við rangri túlkun. Að mati dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, fær þetta ekki staðist enda neitaði ákærða einnig röddum hjá geðlækninum G sama dag. Er frambur ður ákærðu fyrir dómi ekki metinn trúverðugur. Telur dómurinn, líkt og matsmenn, mega ráða af skýrslum ákærðu hjá lögreglu og breyttri skýrslu fyrir dómi að um eftiráskýringu ákærðu sé að ræða í kjölfar þess að hún hafi gert sér fyllilega grein fyrir afle iðingum gjörða sinna eftir dvöl í fangelsi og þannig reynt að réttlæta eða útskýra hvernig hún hefði verið fær um verknaðinn. Háttsemi ákærðu á verknaðar stundu hafi ekki borið nein merki geðrofs eða sturlunar. Er tekið undir þau rök yfirmatsmanna sem bent u á hvernig ákærða hefði vísvitandi fært yngri drenginn fram til að vekja ekki þann eldri, að hún hefði hætt þegar eldri drengurinn vaknaði og mótmælti, sem og að hafa skipulagt að hringja í lögreglu eftir að eldri drengurinn fór í skólann. Er þessi niðurs taða studd af upp tökum af skýrslutöku ákærðu hjá lögreglu og á vettvangi þann 31. janúar auk framburðar þeirra tveggja lögreglumanna fyrir dómi er komu fyrstir á vettvang, sem að mati dómsins sýna að ákærða hafi ekki verið í því ástandi á verknaðarstundu að hún hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, þó að vissulega sjáist á vettvangi að ákærða hafi verið í nokkru uppnámi og grátið. Af hálfu ákærðu er einnig á því byggt vegna ákæruliðar ii) að um afturhvarf frá tilraun hafi verið að ræða því hún hafi horfið frá því að deyða brotaþola B er hann vaknaði við verknaðinn og neitaði því að vilja deyja. Nánar til tekið hafi ákærða ekki fylgt eftir brotinu eftir að brotaþoli bað hana að hætta. Brotaþoli lýsti því í Barnahúsi hvernig hann hefði vaknað við að haldið var með annarri hendi um hnakkann á honum og með hinni fyrir vit hans þannig að höfði hans var ýtt í rúmið og hann gat ekki andað. Hann hefði reynt að taka manneskjuna af sér því hann hefði ekki getað andað og beðið hana að hætta sem hún hefði g ert. Brotaþoli hefði þá séð að þetta væri ákærða. Brotaþoli kvaðst hafa verið hræddur um að hann myndi deyja og hafa öskrað á . Ákærða hefði ekki sagt neitt en eftir smá stund hefði hún spurt hvort hann væri viss um að hann vildi ekki deyja, hvort faðir hans yrði ekki bara með vandamál og hvort hún gæti verið viss um að brotaþoli færi með bænir eftir að hann yrði ára, en sem ekki færu með bænir eftir ára færu til helvítis en gætu 33 farið til himnaríkis ef þeir myndu deyja fyrir þann aldur. Brot a þoli kvaðst hafa sagt að hann vildi ekki deyja. Hann hefði spurt ákærðu hvort hann mætti fá símann sinn því hann hefði ætlað að hringja í lögregluna en ákærða neitað því og sagt að hún ætlaði sjálf að hringja í lögregluna. Var framburður brotaþola í aðal atriðum í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Þá lýsti ákærða því sjálf við skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað að reyna að kæfa B en fundist það erfitt því hann væri eldri og hafa hætt við því hann hefði sagt nei. Fyrir dómi s varaði ákærða aðs purð hvernig B hefði losað sig úr tak - inu að hann hefði vaknað og sagt að hann vildi ekki fara til himnaríkis. Þ egar litið er til fram burðar brotaþola og ákærðu sjálfrar, sem og áverka sem D réttarlæknir stað festi fyrir dómi að brotaþoli hefði fengið þen nan dag, telur dómurinn í ljós leitt að ákærða hætti ekki atlögu sinni af sjálfsdáðum heldur vegna þess að brotaþoli vaknaði og barðist um þannig að ákærða réð ekki við að kæfa hann eins og hún ætlaði sér. Að öllu framangreindu gættu er að mati dómsins, s em skipaður er sérfróðum með - dómanda, talið að ákærða hafi borið skynbragð á eðli þeirra afbrota sem hún er ákærð fyrir og að hún hafi verið fær um að stjórna gerðum sínum þegar hún kæfði yngri son sinn, A , með kodda til ólífis og gerði tilraun til að kæfa eldri son sinn, B . Þá liggur fyrir í matsgerðum að þrír geðlæknar telja að refsing ákærðu geti borið árangur. Því eigi hvorki 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 né 1. mgr. 16. gr. sömu laga við um ákærðu. Ásetningur ákærðu til að svipta báða dreng ina lífi var einbeittur en hún hætti ekki eftir að hafa kæft yngri drenginn, A , heldur gerði tilraun til hins sama nokkru síðar um nóttina gagnvart eldri drengnum, B . Verður því ekki með nokkru móti fallist á að háttsemi ákærðu hafi ekki náð til afleið ing a verknaðar þannig að brot samkvæmt fyrri ákærulið, verði heimfært til 2. mgr. 218. gr. al mennra hegningarlaga, svo sem haldið er fram af verjanda. Er háttsemi ákærðu réttilega heim færð til refsiákvæða í ákæru. VI Viðurlagaákvörðun og einkaréttarkröfur Ákærða hefur verið sakfelld fyrir manndráp og tilraun til manndráps auk brots í nánu sambandi í báðum tilvikum. Verður ekki fram hjá því litið hversu alvarleg brotin eru en þau beindust að sonum ákærðu, sex og ellefu ára, á sameiginlegu heimili þeirra þar sem þeir áttu að eiga öruggt skjól og áttu sér einskis ills von. Auk þess að deyða yngri soninn í svefni, sem gat ekki rönd við reist, reyndi ákærða einnig að deyða eldri soninn í svefni en varð frá að hverfa þar sem hann vaknaði og gat varist árásinni. E ru brot ákærðu til þess fallin að hafa djúpstæðar afleiðingar til framtíðar fyrir líf og andlega heilsu eldri 34 sonarins, sem með ódæðinu missti bróður sinn og varð á sama tíma fyrir nánast óbærilegu trúnaðarbroti af hálfu móður sinnar. Horfa verður til þess ara þátta til refsiþyngingar, sbr. 1. og 2. tl. 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. al mennra hegningarlaga. Þrátt fyrir það þykir mega við það miða til refsimildunar að ákærða hafi af sjálfsdáðum sagt til brota sinna og skýrt frá atvikum í meginatriðum og sýnt iðr un gerða sinna, sbr. 8. og 9. tl. sömu lagagreinar. Þá hefur hún ekki áður gerst sek um refsivert brot og á sér ekki sögu um ofbeldisfulla hegðun. Byggt er á því af hálfu ákærðu að verði hún sakfelld verði 1. mgr. 74. og 75. gr. almennra hegningar laga be itt og refsing færð niður. Var af hálfu ákærðu ekki vísað til tiltekins töluliðar 1. mgr. 74. gr. sem telur níu töluliði. Að mati dómsins eru aðstæður í máli þessu ekki þess eðlis að nokkur töluliða 1. mgr. 74. gr. eigi við. Í 75 . gr. segir að hafi maður f ramið brot í ákafri geðs hræringu, vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum eða svo er ástatt að öðru leyti, að verknaðurinn verður ekki talinn líkt því eins refsiverður og venjulegt er um sams konar brot, megi færa refsingu niður og jafnvel, ef brot varðar ekki þyngri refsingu en fangelsi allt að einu ári, láta hana niður falla. Ákvæðinu er heimilt að beita til málsbóta fyrir sakfellda innan almennra refsimarka eða niður fyrir þau. Í dómaframkvæmd hefur tilgreindu ákvæði verið beitt til hagsbóta fyri r sakborning þegar líta má á brot sem viðbrögð við óréttmætri háttsemi brotaþola. Á hinn bóginn er ákvæði 75. gr. ekki bundið við að brot sé viðbragð við ætlaðri óréttmætri háttsemi brotaþola þar sem ákvæðið getur átt við á grundvelli hugarástands sak born ings, óháð háttsemi brotaþola, á þeirri stundu er verknaður var framinn, sbr. t.d. dóm Hæstarétta r 23. febrúar 2006 í máli nr. 408/2005 og dóm Landsréttar 10. desember 2021 í máli nr. 195/2021. Í framkvæmd hefur ákvæði 75. gr. verið túlkað þröngt og verið beitt af varfærni, einkum þegar afbrýðissemi, bræði og örvænting höfðu áhrif á sakborning á verknaðarstundu. Í matsgerð G geðlæknis kemur fram að þrátt fyrir að ákærða hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum, sé það faglegt mat geðlæknis að á verknaðarstundu hefði ákærða verið haldin alvarlegum geðsjúkómi, þunglyndi með geðrofseinkennum, sem hefði haft áhrif á hegðun hennar, dómgreind og ákvarðanatöku. Í vætti hennar fyrir dómi kom fram að hugsanir um að koma börnunum til himnaríkis hefðu ve rið búnar að leita á ákærðu í einhvern tíma en hún hefði náð að hemja sig. Á verknaðarstundu hefðu hugsanirnar verið það ágengar að ákærða hefði ekki getað hamið sig en hún hefði verið gríðarlega þunglynd og ekki séð aðra lausn. Í yfirmatsgerð geðlæknanna F og M , segir 35 að ákærða hefði í grunninn verið alvarlega þunglynd á verknaðarstundu og hennar mat á umheiminum og þær ákvarðanir sem hún tók hefðu verið litaðar af þeirri rörsýn sem sjáist við alvarlegt þunglyndi. Hvort ástand hennar á verknaðarstundu hefð i náð mörkum ranghugmynda í geðrofi væri erfitt að meta en gæti verið. Það að hún færði yngri son sinn fram í stofu til að vekja ekki þann eldri og það að hún hefði ráðið við að stöðva drápstilraun á hinum síðarnefnda bendi til þess að hún hefði haft einhv erja stjórn og innsæi í gjörðir sínar og þess vegna væri erfitt að segja að hún hefði algjörlega stjórnast af geðrofi. Í vætti þeirra fyrir dómi, kom fram að margir álagsþættir í lífi ákærðu hefðu komið saman þetta kvöld og ákærða verið svo örvingluð að hú n hefði séð þetta sem einu leiðina. Bentu þau hins vegar bæði á að ákærða hefði engu að síður borið yngri drenginn inn í stofu til að deyða hann þar, eftir það gert tilraun til að deyða eldri drenginn og hætt þegar hann vaknaði. Að mati dómsins, sem skipað ur er sérfróðum meðdómsmanni, var ákærða án efa mjög þunglynd og örvæntingarfull þetta kvöld. Ákærða hafði engu að síður haft hugmyndir um að deyða drengina í einhvern tíma fyrir verknaðinn auk þess sem framkvæmdin eins og henni er lýst hér að framan og þa ð að einhver tími leið á milli brotanna, leiðir til þess að ekki er unnt að fallast á að ástand ákærðu hafi verið með þeim hætti sem 75. gr. almennra hegningarlaga áskilur. Hins vegar er talið ósannað að ákærða hafi haft fyrirfram mótaðan ásetning um hvenæ r eða hvernig hún myndi deyða drengina, heldur er lagt til grundvallar að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Brot ákærðu gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 varðar allt að ævilöngu fangelsi en hún hefur einnig gerst sek um tilraun manndráps . Þá varðar brot gegn 2. mgr. 218 gr. b sömu laga allt að 1 6 ára fangelsi ef brot er stórfellt . Að þessu athuguðu, sbr. 79. gr. almennra hegningarlaga og samkvæmt því sem að framan er rakið um brot ákærðu þykir refsing hennar með vísan til 77. gr. sömu laga og að virtum dómafordæmum réttilega ákveðin fangelsi í 1 8 ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærð a hefur sætt frá fimmtudeginum 31 . janúar 20 24 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. laga nr. 19/194 0. Í málinu liggur fyrir einkaréttarkr afa Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttir lögmanns, sem skipuð hefur verið sérstakur fjárhaldsmaður B , skv. skipunarbréfi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ákærða viðurkennir bótaskyldu en krefst lækkunar bótakröfu. Ákærða er bótaskyld gagnvart brotaþola B og á hann rétt á miskabótum úr hendi hennar á grundvelli 26. gr. sk aðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur í ljósi allra atvika hæfilega ákveðnar 5.000.000 króna auk vaxta eins og í dómsorði greinir. 36 Einnig liggur fyrir einkaréttarkrafa C , sem er faðir beggj a brotaþola. Ákærða viðurkennir bótaskyldu en krefst lækkunar bótakröfu. C á rétt á miskabótum á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 3.0 00.000 króna auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Báðir bótakrefjendur kr efjast vaxta á dæmdar fjárhæðir bóta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. janúar 2024 og dráttarvaxta frá 29. maí 2024 er mánuður var liðinn frá því að kröfurnar voru birtar ákærðu en vaxtakröfum hefur ekki verið mótmæ lt. Í samræmi við málsniðurstöðu, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, er ákærða dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærða greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Evu Dóru Kolbrúnardóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 10.961.600 krónur og þó knun skipaðs réttargæslumanns brotaþola B , Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, sem þykir hæfi lega ákveðin 1.096.160 krónur, í báðum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti. Úr ríkissjóði greiðist gjafsóknarkostnaður skv. gjafsóknarleyfi , dags. 4. októb er 2024, þ.m.t. þóknun lög manns brotaþola C , Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 1.040.000 krónur, án virðisaukaskatts, svo sem venja er fyrir, auk útlagðs kostnaðar vegna túlkaþjónustu 75.600 krónur. Ákærða greiði útlagðan sa karkostnað samkvæ mt sakar kostnaðar yfirliti auk reikninga vegna yfirmatsgerðar, samtals 3.345.455 krónur. María Thejll sem dómsformaður kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Þórhalli Hauki Þorvaldssyni héraðsdómara og Kristni Tómassyni geðlækni. Gæ tt var að 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála fyrir uppkvaðningu dóms. Dómso r ð: Ákærða, X , sæti fangelsi í 18 ár en til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald hennar að fullri dagatölu frá 31. janúar 2024. Ákærða greiði Ingu Li llý Brynjólfsdóttur , sem sérstökum fjárhaldsmanni fyrir hönd ólögráða drengsins B , 5.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. janúar 2024 til 29. maí 2024 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði C , 3.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 31. janúar 2024 til 29. maí 2024 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga fr á þeim degi til greiðsludags. 37 Ákærða greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Evu Dóru Kolbrúnardóttur lög manns, 10.961.600 krónur. Ákærða greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns B , Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 1.096.160 krónur. Gjafsóknar kostnaður, þar með talin þóknun lögmanns einkaréttarkröfuhafa C , Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 1.040.000 krónur auk útlagðs kostnaðar vegna túlkaþjónustu , 75.600 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærða greiði útlagðan sakarkostnað ákæruvaldsins, 3 .345.455 krónur. María Thejll Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 06.11.2024