Héraðsdómur Reykjaness Dómur 25. mars 2021 Mál nr. S - 440/2021 : Héraðssaksóknari ( Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari ) g egn Estefania Estepa Sanchez, og ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Jose Iovaisha Xaire Morales ( Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður ) Dómur : I . Mál þetta, sem dómtekið var 16. mars sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 22. febrúar 2020 á hendur Estefania Estepa Sanchez , fæddri , Jose Iovaisha Xaire Morales, kt. 000000 - 0000 , , , og Mariana Gimena Sparnochia Fuentes, fæddri . Estefania og Mariana eru spænskir ríkisborgarar. Málið er höfðað á hendur ákærðu ,, fyrir eftirtalin brot framin í desember 2020: 1. Á h endur ákærðu Estefania og Jose fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í félagi laugardaginn 19. desember 2020, staðið að innflutningi á samtals 4.832,5 g af hassi, 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA) og 100 stykkjum af LSD, ætluðu til söludreifing ar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti ákærða Estefania sem farþegi með flugi frá Amsterdam, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi FI 315 til Íslands, en efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Ís lands og ákærði Jose skipulagði komu Estefania með því að bóka flugleiðina og greiða fyrir farmiða hennar. 1 Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Á hendur ákærðu Jose og Mariana fyrir fíkniefnalagabrot , með því að haf a í félagi sunnudaginn 20. desember 2020, staðið að innflutningi á samtals 255,84 g af metamfetamíni, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti ákærða Mariana til Íslands sem farþegi með flugi FI 205 frá Kaupmannahöfn í Danmö rku, falin innvortis og í dömubindi í nærfatnaði við komuna til Íslands, en ákærði Jose skipulagði komu Mariana, bókaði flugið og greiddi fyrir farmiða hennar, pakkaði fíkniefnunum og fylgdi henni í fluginu. 2 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6 . gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, o g 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til g reiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 4.832,5 g af hassi, 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA), 100 stykkjum af LSD og 255,84 g af metamfetamíni, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Við þingfestingu málsins 4. mars sl. var þáttur Mariana skilinn frá, sbr. heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var dæmt sérstaklega í þætti hennar, sbr. dóm réttarins frá 11. mars sl. í máli nr. S - 553/2021. Verjendur ákærðu gera aðallega þá kröfu að ákærðu verði sýknuð af 1. töl ulið ákærunnar, en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Verjandi ákærða Jose gerir þá kröfu að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila vegna 2. töluliðs ákærunnar. Þá krefjas t verjendur þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun verjendanna skv. málskostnaðarreikningi eða mati dómsins. II . Ákær uliður 1. Laugardaginn 19. desember 2020 var ákærða Estefania stöðvuð af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hún var að koma frá Stokkhólmi með flugi Icelandair. Við skoðun tollgæslu á farangri hennar fundust tveir jólapakkar með ætluðu hassi í og lofttæmdar umbúðir, sem voru saumaðar inn í úlpu, í farangu rstösku hennar. Grunur lék á að í lofttæmdu umbúðunum væru um 2,5 kg af MDMA töflum. Ákærða var handtekin og færð á lögreglustöð en haldlögð efni fóru til tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Reyndust efnin vera 4.832,5 grömm af hassi, 5.087 Ecs tasy töflur (MDMA) og 100 stykki af LSD. Sýni úr efnunum var sent til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræðum. Samkvæmt matsgerð innihélt sýni af hassinu kannabis og var magn tetrahýdrókannabínóls í sýninu 23 mg/g, fjögur sýni af MDMA töflunum innihéldu öll MDMA og sýnin af LSD innihéldu öll lýsergíð og var magn þess í hverju sýni 72 míkrógrömm. Við skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og Estefania var handtekin lýsti hún því að strákur, sem hún hafði kynnst á Spáni fyrir n okkrum árum, hafi haft samband við hana nokkrum dögum áður en hún kom til Íslands, og boðið henni í heimsókn til Amsterdam og hún mætti taka vinkonu sína með sér. Þau hafi síðan ætlað öll saman til Íslands en vinur hennar, A , hafi veikst og það orðið úr a ð hún færi ein hingað til lands. En A hafi komið á hótelið hennar að morgni áður en hún fór til Íslands og skipt um ferðatösku við hana. Hann hafi komið með stærri tösku til hennar og í henni hafi m.a. verið úlpa og jólapakkarnir. Ákærða kvaðst ekki hafa v itað að fíkniefni væru í töskunni og hún hafi ekki verið neydd til að fara til Íslands. Ákæruliður 2. Sunnudaginn 20. desember 2020 komu ákærðu Jose og Mariana með flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands og voru stöðvuð af tollgæslu á Keflavíkurfl ugvelli. En grunur lék á að þau tengdust ákærðu Estafania og voru þau flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit á 3 ákærðu Mariana fundust fíkniefni í nærbuxum hennar og hún framvísaði smokk með fíkniefnum í sem hún tók úr leggöngum sínum. Ákærða gaf til kynna að ákærði Jose ætti fíkniefnin en um var að ræða 255,84 grömm af metamfetamíni í formi metamfetamínklóríðs. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands kemur fram að styrkur metamfetamínbasa í efninu er 81% sem samsvarar 100% af metamfetamínklóríði. Ákærða Mariana sagði að hún hafi verið neydd af ákærða Jose til að flytja fíkniefnin til Íslands. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem ákærði Jose hafi undirbúið flutning fíkniefnanna til Íslands. Þau hafi kynnst um mánuði áður en þau komu til Íslands en maður að nafni A hafi skipulagt ferð ákærðu og greitt fyrir farseðla þeirra og annað sem hafi þurft að greiða vegna komu ákærðu hingað til lands. Ákærði Jose kvaðst hafa búið hér á landi í um fjögur ár. Hann skýrði lögreglu svo frá að han n hefði flutt fíkniefnin til Íslands en um væri að ræða um 300 grömm af MDMA og hann hafi átt að fá 3.000 evrur fyrir að flytja fíkniefnin til Íslands. En maður að nafni A hafi látið ákærða hafa pening til að kaupa farmiða og greiða fyrir hótel. Ákærða haf i verið sagt að það ætti að senda þrjár aðrar stúlkur með fíkniefni til Íslands og ein af þeim héti Estafania. III . Framburður ákærð u og vitn a fyrir dómi : Ákærði Jose viðurkenndi afdráttarlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 2. ákærulið en hann neitar sök skv. 1. ákærulið. Hann kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir ákærðu Estefania, sem hann þekkti ekki, samkvæmt beiðni A og ákærði hafi gert það á hóte li í Kaupmannahöfn einum eða tveimur dögum áður en hún fór til Íslands. Hann hélt að hann hafi bara keypt farmiða aðra leiðina en A hafi greitt fyrir miðann en ákærði hafi ekki fengið greitt fyrir greiðann. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað hvert hafi verið e rindi ákærðu Estefania til Íslands og ekki vitað að hún væri að flytja fíkniefni hingað til lands. Ákærði kvaðst einnig hafa keypt farmiða fyrir vinkonu ákærðu Estefania samkvæmt beiðni A . Ákærði kvaðst aldrei hafa haft samband við ákærðu Estefania en hann hafi fengið símanúmerið hennar hjá A . Ákærði sagði að allt skipulag á ferð hans til Íslands og fjármögnun hafi verið hjá A en hugsanlega hafi fleiri átt þar hlut að máli. A hafi bæði greitt fyrir farmiða og hótel þó ákærði hafi keypt miðana. En kaup ákærð a á miðunum hafi bara verið greiði við vin hans og í þeim tilgangi að ferðast. Ákærði sagði að hann hefði ekki keypt farmiða fyrir ákærðu Estefania ef hann hefði vitað um tilgang ferðar hennar til Íslands. Ákærði kvaðst hafa kynnst A á Íslandi árið 201 6 og haldið að hann væri ekki hættulegur en ákærði væri kominn á þá skoðun núna. Ákærði sagði að A hafi beðið ákærða tvisvar áður að flytja fíkniefni til Íslands. Ákærði kvaðst hafa vitað það eftir að hann var handtekinn að ákærða Estefania hafi flutt fíkn iefni til Íslands og hann hélt að A hafi áður skipulagt innflutning fíkniefna til landsins. Ákærði kvaðst ekki hafa neytt ákærðu Mariana til þess að fara til Íslands en hann hafi hins vegar sannfært hana til fararinnar en hún hafi í fyrstu ekki viljað far a. Ákærði kvaðst ekki hafa hótað ákærðu Mariana. 4 Ákærða Estefania neitar sök. Hún skýrði svo frá að vinur hennar, sem kallaður væri A , hafi boðið henni til Amsterdam og hún mætti taka vinkonu sína með sér. En hún hafi kynnst A fyrir nokkrum árum á S páni þar sem hún hafi starfað sem fylgdarkona. Á tímabili hafi hún misst sambandið við A en hann síðan haft samband við hana á Instagram skömmu áður en hann bauð henni til Amsterdam. A hafi greitt fyrir flugmiða ákærðu og vinkonu hennar og fyrir hótel. Ákæ rða kvaðst hafa farið nokkrum dögum fyrir jól til að hitta A en hún hafi síðan ætlað að fara til baka og eyða jólunum með fjölskyldunni. Þegar þær vinkonur hafi komið á flugvöllinn í Amsterdam hafi þeim gengið illa að hitta á A en það hafi loksins tekist e n vinur hans hafi verið með honum og ekið bifreiðinni sem þeir voru á. Þau hafi farið og fengið sér að borða en A síðan farið í stórmarkað og keypt gos, snakk og vín. Þau hafi síðan farið á hótelið þar sem þau gistu og hún og A farið saman inn á herbergi e n vinur hans hafi beðið úti. A hafi sagt ákærðu að hann væri með glaðning fyrir hana en það væri farmiði til Íslands. Það hafi fyrst verið rætt þá að ákærða myndi fara til Íslands en vinkona hennar myndi verða eftir í Amsterdam. Ákærðu hafi fundist það und arlegt en vinkona hennar hafi sagt að það væri ekkert mál. Ákærða kvaðst ekki vita hvenær farmiði hennar til Íslands hafi verið keyptur né hver hafi keypt hann eða greitt fyrir hann. Á Íslandi hafi ákærða ætlað að hitta vini og fjölskyldu A og kynnast land inu eins og ferðamaður. Hún kvaðst ekki hafa vitað um reglur varðandi sóttkví á Íslandi. Meðan A hafi verið á hótelinu um kvöldið hafi honum farið að líða illa og m.a. hóstað og hann hafi haldið að hann væri jafnvel með Covid19. A hafi síðan yfirgefið h ótelið en komið þangað aftur morguninn eftir og skipt um tösku við ákærðu. Hann hafi sagt að ákærða þyrfti þykkan jakka á Íslandi en hún hafi sagt að það væri óþarfi þar sem hún væri með tvo. Þá hafi A sagt að jakkinn þyrfti að komast til vinar eða frænda hans á Íslandi og hann kæmist ekki í tösku ákærðu. A hafi síðan tekið það sem ákærða var með í sinni tösku og sett í töskuna sem hann hafði komið með og síðan lokað henni en ákærða hafi ekki fylgst með því sem A hafi gert. A hafi síðan sett töskuna út í bi freið og þau farið út á flugvöll. Þar hafi A tékkað töskuna inn og hjálpað ákærðu að tékka sig inn. Hann hafi sagt henni allt um það hvernig hún ætti að komast til Íslands en hún mundi ekki hvort vinur A ætti að sækja hana eða hvort hún ætti að taka leigub ifreið þegar hún kæmi til Íslands. Ákærða hafi ekki fengið neinar upplýsingar um aðila sem hún ætti að hafa samband við á Íslandi. Þegar ákærða hafi komið til Íslands hafi hún sótt töskuna sína og farið að útgönguleið á flugvellinum en þá verið stöðvuð af tollvörðum. Taskan hafi síðan verið opnuð og þá hafi komið í ljós pakkar sem ákærða hafi ekki séð áður og hún hafi ekki vitað hvað væri í þeim. Ákærða kvaðst ekki hafa farið til Íslands ef hún hafi vitað að það væru fíkniefni í töskunni hennar. Ákærða kv aðst ekki hafa skipulagt neitt varðandi ferð hennar til Íslands en treyst A í blindni. Hún kvaðst ekki hafa verið neydd til að fara til Íslands og ekki verið hrædd við A . Það hafi aldrei hvarflað að henni að hætta við ferðina til Íslands en hún hafi ekki á tt að fá greitt fyrir að fara til Íslands. Ákærða kvaðst ekki hafa þekkt ákærða Jose og ekki hafa haft nein samskipti við hann. Ákærða kvaðst ekki vita hvort A hafi þekkt ákærða Jose. Ákærða Mariana sagði að A hafi beðið ákærða Jose að kaupa farmiða fy rir ákærðu Estefania og ákærða Mariana hafi vitað af því. Ákærða Mariana kvaðst hafa vitað að hún ætti að flytja fíkniefni til Íslands en hún hafi ekki vitað hvaða magn. Ákærða kvaðst hafa vitað að ákærði Jose og A væru fyrrverandi vinir en hún hafi verið búin að þekkja ákærða Jose í um einn og hálfan mánuð áður en þau fóru til Íslands en þau væru par í dag. Ákærða 5 kvaðst ekki hafa vitað að ákærði Jose væri að útvega burðardýr til að flytja fíkniefni. Ákærða kvaðst ekki hafa verið neydd til að fara til Ísla nds en hún hafi verið hrædd við A . En hann hafi skipulagt ferðina og greitt allt en ákærða hafi átt að fá 3.000 evrur fyrir að fara til Íslands. Lögreglumenn og tollverðir sem unnu að málinu gáfu skýrslur fyrir dómi en ekki þykir ástæða til að gera grein fyrir framburðum þeirra. IV . Niðurstaða: Ákærð a Estefania var handtekin við komu til Íslands 19. desember 2020 og í farangurstösku hennar fundust þau fíkniefni sem tilgreind eru í 1. tölulið ákæru. Ákærða neitar sök þar sem hún hafi ekki vitað að fíkniefni væru í farangurstösku hennar en maður að nafni A hafi ko mið þeim þar fyrir. Ákærða kveðst hafa farið frá Spáni, ásamt vinkonu sinni, til Amsterdam og þá fyrst hafi A sagt við hana að hann væri með glaðning fyrir hana þ.e. farmiða til Íslands og það hafi staðið til að ákærða ásamt A færu saman til Íslands. En A hafi veikst en samt hafi ákærða ákveðið að fara ein til Íslands til að hitta vini og fjölskyldu A sem hún þekkti ekki og hún þekkti í raun engan á Íslandi. Þá vissi ákærða ekki hvernig hún ætti að fara frá flugvellinum á Íslandi né hvar hún átti að gista h ér á landi. Áður en ákærða lagði af stað til Íslands hafi A skipt um tösku við hana og ákærða ekkert fylgst með því hvað hann setti í töskuna sem hún tók með hingað til lands. Af símasamskiptum ákærðu nokkrum dögum áður en hún fór til Amsterdam og síðan ti l Íslands má sjá að hún hafi verið að velta fyrir sér hvort við komu til landsins þyrfti að fara í sóttkví. Er það ekki í samræmi við það að hún hafi fyrst vitað það þegar hún kom til Amsterdam að það stæði til að hún færi til Íslands. Þessi lýsing ákærðu af aðdraganda að ferð hennar hingað til lands og ferð hennar þykir með ólíkindablæ og verður ekki lögð til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Verður að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákærða hafi vitað hvers kyns var áður en hún lagð i af stað til Íslands og hver tilgangur með ferð hennar hingað til lands hafi verið. Þá liggur það fyrir að fíkniefni fundust í farangurstösku ákærðu við komuna til Íslands. Af þeirri ástæðu einni telst sannað að ákærða hafi flutt þau fíkniefni, sem tilgre ind eru í 1. tölulið ákæru, hingað til lands og breytir þar engu þó ákærða hafi fullyrt að hún hafi ekki vitað af fíkniefnunum í töskunni. En ekkert hald er í þeirri vörn ákærðu. Ákærði Jose hefur afdráttarlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 2. tölulið ákæru. Þar sem játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn málsins telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm. Telst því sannað að ákærði Josi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að s ök í 2. tölulið ákæru og er þar rétt færð til refsiákvæða. Ákærði Jose hefur neitað að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum ásamt ákærðu Estefania er gefin að sök í 1. tölulið ákæru. Hann kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir ákærðu Estefania, se m hann þekkti ekki, samkvæmt beiðni A og ákærði hafi einnig keypt farmiða fyrir vinkonu Estefania sömuleiðis samkvæmt beiðni A sem hafi greitt fyrir báða farmiðana. Ákærði hafi ekki vitað að Estefania ætlaði að flytja fíkniefni til Íslands en ef ákærði hef ði vitað það hefði hann ekki keypt farmiða fyrir hana. Allt skipulag og fjármögnun ferðarinnar hafi verið á hendi A og kaup ákærða á fyrrgreindum farmiðum hafi verið vinargreiði við A . Ákærði kvaðst hafa grunað hvað ákærða Estefania hafi verið að gera til Íslands eftir að ákærði var handtekinn við komu hingað til lands 6 daginn eftir að ákærða Estefania kom til landsins og var handtekin. Þá sagði ákærði að A hafa tvívegis áður beðið ákærða að flytja fíkniefni til Íslands og hann hélt einnig að A hafi áður ski pulagt innflutning fíkniefna hingað til lands. Ákærði kvaðst hafa vitað eftir að hann var handtekinn við komu hingað til lands daginn eftir að Estefania var handtekin að hún hafi verið með fíkniefni. Við skýrslutöku hjá lögreglu í kjölfar þess að ákærði va r handtekinn 20. desember sl., við komu hingað til lands, kvaðst hann vita mjög mikið m.a. að þrjár konur hafi farið í gegn og ein þeirra heiti Estefania. Þá hafi átt að senda mann með ákærða með eitt kíló en hann hafi ekki komið. Ákærði kvaðst hafa keypt miða fyrir sig og kærustu sína, ákærðu Mariana, en A hafi greitt fyrir miðana. Við skýrslutöku hjá lögreglu 29. desember sl. sagði ákærði að ákærða Mariana hafi átt að fá 2.500 evrur fyrir ferðina til Íslands frá A . En hann hafi beðið ákærða í um eitt ár a ð útvega stúlkur og ákærða Mariana hafi rætt við A og þau ákveðið í sameiningu að ákærða Mariana færi til Íslands. Þegar þessi framburður ákærða er virtur og sú staðreynd að hann kom ásamt kærustu sinni til Íslands, sem var með fíkniefni á sér, verður að t elja ótrúverðugt að ákærði hafi ekki vitað hver tilgangur ferðar ákærðu Estefania til Íslands hafi verið þegar hann keypti farmiða fyrir hana. Telst það hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði Jos e hafi átt aðild að innflutningi þeirra fík niefna sem tilgreind eru í 1. tölulið ákæru. Ákærðu Jose og Estefania er gefið að sök að hafa í félagi staðið að innflutningi á þeim fíkniefnum sem tilgreind eru í 1. tölulið ákæru og ákærða Jose er auk þess gefið að sök að hafa skipulagt komu ákærðu Estefania með því að bóka flugleiðina og greiða fyrir farmiða hennar. Samverknaður hefur verið skilgreindur þannig að tveir menn eða fleiri hafi í samvinnu eða samtök um framkvæmd refsiverðs verknaðar og standi þar nokkurn veginn jafnt að vígi um ákvarðani r og framkvæmd. Eins og fram er komið kom ákærða Estefania ein til Íslands og ekki verður séð að hún og ákærði Jose hafi verið í sambandi varðandi ferð hennar hingað til lands fyrir utan það að Jose keypti farmiða fyrir hana samkvæmt beiðni A . Rannsóknargö gn málsins benda raunar til þess að ákærða Estefania hafi við innflutning fíkniefnanna verið í hlutverki burðardýrs en ekki komið að skipulagningu fíkniefnainnflutningsins. Gegn eindreginni neitun ákærðu telst því ekki sannað að þau hafi í félagi staðið að innflutningi umræddra fíkniefna til Íslands og þar með gerst sek um samverknað. Þá þykir ekkert fram komið í málinu svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði Jose hafi skipulagt umræddan fíkniefnainnflutning heldur virðist aðkoma hans hafa falist í að stoð við innflutninginn en aðrir hafi skipulagt og fjármagnað hann. Því telst heldur ekki sannað gegn eindreginni neitun ákærða Jose að hann hafi skipulagt innflutning á þeim fíkniefnum sem tilgreind eru í 1. tölulið ákæru. Með hliðsjón af magni og sty rkleika fíkniefnanna sem ákærða Estefania flutti til Íslands með aðkomu ákærða Jose, sbr. 1. tölulið ákæru, þykir mega slá því föstu að fíkniefnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Það sama gildir um fíkniefnin sem tilgreind eru í 2. tölulið ákærunnar og ákærði Jose hefur verið sakfelldur fyrir að flytja hingað til lands. Magn og styrkleiki fíkniefnanna, sem tilgreind eru í 1. tölulið ákæru, er með þeim hætti að brot ákærðu er stórfellt og því réttilega heimfært undir 173. gr . a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Háttsemi ákærða Jose sem lýst er í 2. tölulið ákæru varðar við 2. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. reglugerðar nr. 233/2002 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. 7 Ákærðu ha fa bæði unnið sér til refsingar samkvæmt 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ákærði Jose hefur einnig unnið sér til refsingar samkvæmt 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 ávana - og fíknie fni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærðu hafa ekki áður sætt refsingu hér á landi svo kunnugt sé og ákærði Jose hefur að hluta til játað sök . Verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, sbr, 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En hins vegar verður við ákvörðun refsingar beggja ákærðu tekið tillit til þess að um var að ræða mikið magn af sterkum fíkniefnum, sbr. 1. tölulið ákæru og sama gildir um ákvörðun refsingar ákærða Jose skv. 2. tölulið ákærðu. Refsing beggja ákærðu verður því einnig ákveðin með hliðsjón af 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða Jose vegna 2. töluliðs ákæru verður einnig tekið tillit til 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þá verður refsing hans á kveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til alls þessa þykir refsing ákærða Jose hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 20. desember 2020 ti l 1. febrúar 2021. Refsing ákærðu Estefania þykir hæfilega ákveðin fangelsi í átján mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærða hefur sætt frá 20. desember 2020 til 25 . mars 2021. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni skulu ákærðu sæta upptöku til ríkissjóðs á 4.832,5 grömmum af hassi, 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA) og 100 stykkjum a f LSD. Ákærði Jose skal jafnframt sæta upptöku á 255,84 grömmum af metamfetamíni. Ákærði Jose greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns , 2.356.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og ákærða Estefania greiði mál svarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 2.356.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað verjandans 102.144 kr. Ákærðu greiði in solidum annan sakarkostnað 560.966 kr. og ákærði Jose greiði auk þess annan sakarko stnað 226.898 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Jose Iavaisha Xaire Morales, sæti fangelsi í tvö ár, en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 21. desem ber 2020 til 1. febrúar 2021. Ákærða, Estefania Estepa Sanches, sæti fangelsi í átján mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærða hefur sætt frá 19. desember 2020 til 25. mars 2021. Ákærðu, Jose Iavaisha Xaire Morales og Estefania Estepa Sanches, sæti upptöku til ríkissjóðs á 4.832,5 grömmum af hassi, 5.087 stykkjum af Ecstasy (MDMA) og 100 stykkjum af LSD og ákærði Jose sæti jafnframt upptöku á 255,84 grömmum af metamfetamíni. Ákærði, Jose Iavaisha Xaire Morales, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 2.356.000 kr. 8 Ákærða, Estefania Estepa Sanches, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 2.356.000 kr. og aksturskos tnað verjandans 102.144 kr. Ákærðu greiði in solidum annan sakarkostnað 560.966 kr. og ákærði Jose greiði auk þess annan sakarkostnað 226.898 kr. Ingi Tryggvason