Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 9. október 2024 Mál nr. S - 233/2024 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn David Jozef Burzynski Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 11. september sl., höfðað i lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, með þremur ákærum dagsettum 3. júní 2024, á hendur David Jozef Burzynski, kt. , , . 2 Í þeirri fyrstu eru ákærða gefin að sök endurtekin brot gegn friðhel gi (umsáturseinelti), með því að hafa endurtekið fylgst með og sett sig í samband við A , kt. , á tímabilinu 12. nóvember 2022 til 4. febrúar 2023, og stöðugt reynt að hafa samband við hana í síma eða á öðrum fjarskiptamiðlum og með því valdið brotaþola hræðslu og kvíða. Atferlið hafi hafist sumarið 2022 eftir kynni þeirra á gistiheimilinu þar sem brotaþoli hafi starfað en ákærði verið viðskiptavinur. 3 Í annarri ákæru eru ákærða gefin að sök endurtekin brot gegn friðhelgi (umsáturseinelti), með því að hafa endurtekið elt, fylgst með og sett sig í samband við B , kt. , á tímabilinu 3. ágúst 2022 til 8. september 2022, og stöðugt reynt að hafa samband við hana í síma eða á öðrum fjarskiptamiðl um og með því valdið brotaþola hræðslu og kvíða. Atferlið hafi hafist sumarið 2022 þegar brotaþoli og ákærði unnu saman hjá hf. á . 4 Háttsemi í báðum ákærum er heimfærð til 232. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Í þeirri þriðju eru ákærða g efin að sök og brot á nálgunarbanni. Brotin beindust gegn D , kt. , á áttu sér stað með eftirtöldum hætti: I. M eð því að hafa endurtekið elt, fylgst með og sett sig í samband við ofangre inda konu frá 31. júlí 2023 til 18. maí 2024, setið fyrir henni, komið að heimili hennar að , , kíkt á glugga á heimilinu, skilið eftir gjafir við heimili hennar í hennar óþökk, og stöðugt reynt að hafa samband við hana í síma eða á öðrum fjarskiptam iðlum, og haldið þessari hegðun áfram þrátt fyrir að hann hefði verið settur í nálgunarbann við hana með ákvörðun lögreglustjóra frá 8. desember 2023 í þrjá mánuði og það framlengt frá 6. mars 2024 í sex mánuði. Au k þess að hafa þann 18. maí 2024 sent yfir manni brotaþola þrjá tölvupósta með aðdróttunum og hvatningu um að víkja henni úr störfum . 2 Telst þetta varða við 232. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. II. Brot gegn nálgunarbanni a. Með því að hafa 18. febrúar 2024, nálgast bro taþola fyrr utan heimili hennar að , , og reynt að gefa sig á tal við hana. Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingu m. b. Með því að hafa 11. desember 2023, sent brotaþola skilaboð í gegnum sa mskiptaforritið Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. c. Með því að hafa 14. desember 2023, veitt brotaþola eftirför og nálgast hana endurtekið þennan dag, m.a. í verslunum og sem og við heimili hennar að , . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. d. Með því að hafa þann 26. og 28. janúar 2024 , nálgast brotaþola í messu í kirkjunni við . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. e. Með því að hafa þann 4 . febrúar 2024 nálgast brotaþola fyrr utan heimili hennar að , , og reynt að setjast inn í bifreið hennar . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. f. Með því að hafa þann 1 5 . febrúar 2024, skilið eftir rós á útitröppum fyrir framan íbúð brotaþola að , . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940, með síðari breytingum. g. 3 Með því að hafa þann 1. mars 2024, nálgast brotaþola við kirkju, við , og elt hana út á bifreiðastæði . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. h. Með þ ví að hafa þann 17. maí 2024, nálgast brotaþola á veitingastaðnum að og gefið sig á tal við hana. Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. i. Með því að hafa þann 18. maí 2024, nálgast brot aþola við heimili hennar að , og elt hana þaðan að verslun við . Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari 6 Í öllum ákærum er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til gr eiðslu alls sakarkostnaðar. 7 Í síðustu ákærunni er tekin upp bótakrafa D , kt. sem krefst þess að ákærða verði gert að greiða hen ni 2.200.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. júlí 2023 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er kynnt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns. 8 Ákærði sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sa kfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru m og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. 9 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur á kærð a ekki áður verið gerð refsing . Hann er nú sakfelldur fyrir umsáturseinelti gagnvart þremur konum . Brotaþ olinn A var aðeins 17 ára þegar ákærði braut gegn henni en hann 35 ára . Að auki er hann sakfelldur fyrir að brjóta ítrekað á nálgunarbanni við brotaþolann D en hann hélt áfram að sitja um hana þrátt fyrir að hafa tvívegis verið gert að sæta nálgunarbanni v ið hana. Á reiti af þessu tagi er til þess fallið að valda þeim er fyrir verða hræðslu og streitu. Refsing hans er ákveðin fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðs bundið, eins og nánar greinir í dómsorði. 10 Í málinu krefst brot aþolinn D miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.200.000 krónur , þar af 2.000.000 krónur vegna miska og 200.000 krónur vegna kostnaðar við að leita til 4 sálfræðings . Brot ákærða gegn henni eru til þess fallin að valda miska og þótt ekki liggi fyrir vottorð um áhrif þeirra á brotaþola má ráða af gögnum málsins að þau hafi valdið henni ótta og kvíða. Þá stóðu þau yfir í langan tíma. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 600.000 krónur ásamt vöxtum eins og krafist er en á kærða var kynnt bótakrafan við skýrslutöku 23. maí 2024 . Ekki liggja fyrir gögn um útlagðan kostnað vegna sálfræðiþjónustu og verður því ekki fallist á þá kröfu. Á kærða verður gert að greið a henni málskostnað vegna meðferðar málsins fyrir dómi svo sem greinir í dómsorði. 11 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi svo sem greinir í dómsorði . Lögmaður brotaþolans D var tilnefnd réttargæslumaður hennar við m eðferð málsins hjá lögreglu. Voru skilyrði fyrir því að því er varðar meðferð máls um nálgunarbann, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 85/2011 . Hins vegar var ekki fullnægt skilyrðum 41. gr. laga nr. 88/2008 fyrir tilnefningu réttargæslumanns við meðferð málsins að öðru leyti og eru því ekki heldur skilyrði til að dæma ákærða til greiðslu þóknunar lögmannsins með öðrum sakarkostnaði , hvað þann hluta varðar . Verður ekki hjá komist að fella þóknun lögmannsins að mestu leyti á ríkissjóð. Við ákvörðun þókn ana er teki ð tillit til virðisauka skatts. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, David Jozef Burzynski, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði D 600.000 með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38 /2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júlí 2023 til 23. júní 2024 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði hann henni 65.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði 1.063.920 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þó knun tilnefnds verjanda síns á rannsóknarstigi, Friðriks Smárasonar lögmanns , 677.040 krónur , og 64.480 krónur af þóknun tilnefnds réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, sem í heild nemur 386.880 krónu m. Þóknun tilnefnds réttargæslumanns greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.