Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. ágúst 2019 Mál nr. E - 4046/2018: Kristinn Sigurjónsson Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður gegn Háskólanum í Reykjavík ehf. Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. júní 2019, höfðaði Kristinn Sigurjónsson, [...], hinn 23. nóvember 2018, á hendur Háskólanum í Reykjavík ehf., Menntavegi 1, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 56.863.000 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sý knu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar. I Málsatvik Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um skaða - og miskabætur vegna uppsagnar hans úr starfi háskólakennara (lektors) við tækni - og verkfræðideild stefnda og atvika sem henni tengjast. Helstu mál satvik eru þau að stefnandi starfaði við Háskólann í Reykjavík allt frá því að sá skóli og Tækniháskóli Íslands sameinuðust 1. júlí 2005, en áður starfaði hann við Tækniháskóla Íslands og naut í því starfi þeirrar réttarstöðu sem lög nr. 70/1996 um réttind i og skyldur starfsmanna ríkisins kveða á um. Stefnanda var tilkynnt með bréfi 31. mars 2005 að starfsemi Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík yrði sameinuð þann 1. júlí s.á. undir nafni Háskólans í Reykjavík, og að sameinaður háskóli yrði rekinn af fyrirtækinu Hástoð ehf. Frá sama 2 tímamarki yrðu Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík lagðir niður. Undir bréfið rituðu Stefanía K. Karlsdóttir f.h. Tækniháskóla Íslands og Guðfinna S. samræmi við lög nr. 11/2015 um afnám laga um Tækniháskóla Íslands verður starf þitt við Tækniháskóla Íslands lagt niður frá 30. júní 2005 að telja, en um réttindi þín vegna þeirrar ráðstöfunar fer skv. lögum nr. 70/1996, um rétti ndi og skyldur starfsmanna um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, ber sameinuðum háskóla að taka við réttindum og skyldum Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík gagnvart starfsmönnum samkvæmt ráðningarsamningum þeim sem í gildi eru og virða áfram til greinargerðar til starfsmanna og trúnaðarmanna starfsman na, dags. 21. mars 2005. Fælist í bréfinu staðfesting sameinaðs háskóla á því að stefnanda yrði boðið áframhaldandi starf frá 1. júlí s.á. Stefnandi þáði boð um starf við hinn sameinaða háskóla og undirritaði ráðningarsamning við stefnda 24. október 2005. Stefnanda var sagt upp störfum 4. október 2018 í beinu framhaldi af atvikum sem nú verða rakin og teljast óumdeild. Stefnandi var ásamt fleira fólki þátttakandi í umræðu í hópi á samfélagsmiðlinum í þeim hópi birti þar men are saying my reputation, my choice. Never be alone or ment sammála, það á [að] aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru ko mnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir karlmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður er neðanbeltisbrandari, svo ég nefni i (e. emoji) við ummælin gaf til kynna að stefnanda þætti efnið óskemmtilegt. Síðar í sama þræði birti stefnandi einnig 3 Fjölmiðillinn DV b irti ummæli stefnanda samdægurs á fréttasíðu sinni. Strax morguninn eftir var stefnandi boðaður á fund á skrifstofu mannauðsstjóra, Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur, klukkan 15.00 þann sama dag, 4. október 2018. Áður en fundurinn hófst var fundarstaður færðu r á skrifstofu rektors. Til fundarins mætti stefnandi og með honum Snjólaug Steinarsdóttir, trúnaðarmaður hans. Samkvæmt fundargerð, sem ber með sér að hafa verið rituð af trúnaðarmanninum, mættu þar, auk hennar, stefnanda og mannauðsstjórans, Ari Kristinn Jónsson rektor og Ágúst Valfells, forseti tækni - og [sic] Sigurjónssonar sem voru birt á Vísi (ummæli á facebook fundargerðinni kemur fram að stef nandi hafi verið beðinn að skýra mál sitt og eru þar tilgreind meginatriði þess sem sem fram kom í máli hans og annarra fundarmanna á veir valkostir; annaðhvort að taka á móti uppsögn, með þriggja mánaða uppsagnarfresti, auk orlofs, frá 1. nóvember s.á., eða gera samning um starfslok, með launum í fjóra mánuði frá 1. nóvember, auk orlofs, og því fororði að Í kjölfar þessara atburða mun málið hafa verið til allmikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Hinn 8. október gaf stefnandi yfirlýsingu í fréttaviðtali við vefmiðilinn mbl.is um málið, þar sem fram kom að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum sem leitt hefðu til þess að honum hefði verið sagt upp stöðu Stefnandi leitaði til lögmanns vegna m álsins 10. október 2018, og sendi hann samdægurs bréf til stefnda. Þar var þeirri afstöðu stefnanda lýst að uppsögnin væri ólögmæt og var skorað á stefnda að draga hana til baka. Var til þess vísað að stefnandi nyti þeirrar réttarstöðu sem kveðið væri á um í lögum nr. 70/1996, enda hefði hann verið starfsmaður ríkisháskóla við sameininguna 2005. Stefnandi hefði ekkert brotið af sér í starfi sínu, og aukinheldur ekki fengið skriflega áminningu, eins og skylt væri samkvæmt 21. gr. laganna, svo byggja mætti up psögn á broti í starfi. Hinn 12. október sendi rektor stefnda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu stefnda: 4 - og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendu r háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna. Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir se m nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu metin af sanngirni. Ennfremur skal ítrekað að rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum o g starfslokum starfsmanna háskólans. Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar Með bréfi 23. október ítrekaði lögmaður stefnanda erindi sitt frá 10. s.m. M eð svarbréfi stefnda, dags. 23. s.m., var kröfu um að uppsögnin yrði dregin til baka hafnað. Var tekið fram í bréfinu að leiðrétta bæri þann misskilning að stefnandi nyti réttarstöðu sem opinber starfsmaður, enda væri Háskólinn í Reykjavík einkahlutafélag og réttarstaða starfsmanna skólans markaðist af meginreglum almenns vinnuréttar og ráðningarsamningum. Stefndi hygðist greiða stefnanda laun á uppsagnarfresti í samræmi við ráðningarsamning, sem væri þrír mánuðir. Engin skylda hvíldi á stefnda að rökstyðja eða tilgreina ástæður uppsagnar, en þess bæri að geta að sjaldnast væri ein afmörkuð ástæða fyrir því að atvinnurekandi kysi að nýta samningsbundinn rétt sinn til uppsagnar. Með bréfi, dags. 25. október 2018, færði lögmaður stefnanda frekari rök fyrir þ eirri afstöðu að stefnandi nyti réttarstöðu samkvæmt lögum nr. 70/1996. Þá var á það bent að stefnandi gæti ekki notið lakari réttarstöðu en samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara við íslenska ríkið, en samkvæmt honum nyti hann sex mánaða uppsagnarfr ests. Tekið var fram að stefnandi hygðist leita til dómstóla með kröfu um bætur sem svöruðu til launa til 70 ára aldurs stefnanda en til vara til loka sex mánaða uppsagnarfrests. Þá yrði krafist 5.000.000 króna miskabóta sökum þess að dylgjur hefðu birst í framangreindri yfirlýsingu rektors sem valdið hefðu stefnanda miska. Ekki verður séð að framangreindu bréfi stefnanda hafi verið svarað en stefndi mun hafa fallist á að greiða stefnanda laun til loka sex mánaða uppsagnarfrests, eða til 1. maí 2019, og te kur dómkrafa stefnanda mið af því. Var málið höfðað 23. nóvember s.á., eins og fyrr sagði. 5 Í greinargerð stefnda er í lýsingu atvika tekið fram að uppsögn stefnanda hafi átt sér töluvert langan aðdraganda, enda hafi framkomu stefnanda og afstöðu hans til nemenda og samstarfsfólks verið ábótavant í langan tíma, og það hafi að lokum leitt til uppsagnar. Stefndi hafi reynt að koma almennum ábendingum til stefnanda af þessum ástæðum með það að markmiði að stefnandi bætti ráð sitt, en án árangurs. Stefnandi mót mælir því að fundið hafi verið að störfum hans eða framkomu fyrir uppsögnina. Í málinu er einkum deilt um það hvort stefnandi hafi við uppsögnina notið lögum nr. 70/1996 , á grundvelli einkaréttarlegrar yfirlýsingar í bréfinu frá 31. mars 2005, þannig að óheimilt hafi verið að segja honum upp störfum vegna ávirðinga af því tagi sem hér um ræðir, án undanfarandi áminningar. Þá er um það deilt hvort uppsögn stefnanda hafi fa lið í sér óheimila takmörkun á tjáningarfrelsi hans og hvort hann hafi orðið fyrir tjóni af völdum stefnda umfram það sem bætt hafi verið með greiðslu launa á uppsagnarfresti. Loks er um það deilt hvort yfirlýsing rektors stefnda sem birt var opinberlega 1 2. október 2018 hafi falið í sér meingerð í garð stefnanda þannig að miskabótum varði Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi og Ari Kristinn Jónsson, rektor stefnda, aðilaskýrslu, en auk þess gaf skýrslu sem vitni Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsst jóri stefnda. II Málsástæður stefnanda Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á því að uppsögn stefnda á réttindi og skyldur starfs sameinast. Sú skuldbinding geti ekki hafa fallið niður við gerð ráðningarsamningsins 24. október sama ár. Þess sé ekki getið í samningnum og jafnvel þó svo væri hafi stefndi enga heimild til að fella skuldbindingu sína niður með einhliða yfirlýsingu. Hvernig sem réttarstöðu stefnanda í starfinu hafi verið háttað hafi freklega verið brotinn á honum réttur með hin ni fyrirvaralausu uppsögn 4. október 2018. Stefnandi eigi að baki áratugalangan, flekklausan feril sem kennari hjá stefnda. Hann sé andvígur allri 6 mismunun milli nemenda skólans og hafi aldrei gerst sekur um neitt í þá átt. Fyrir liggi að uppsögnin eigi ró t að rekja til ofstækisfullrar afstöðu skólayfirvalda stefnda til orða sem stefnandi hafi látið falla á samfélagsmiðlinum Facebook, eins og fyrr var rakið. Ekkert hafi verið efnislega athugavert við þau orð. Þau hafi aðeins falið í sér hugleiðingu í þröngu m hópi um viðbrögð við þeim vanda sem um þessar mundir herji á Vesturlönd, þar sem hafðar séu í stórum stíl uppi ásakanir á hendur samstarfsmönnum um kynferðislega áreitni, þó að engar sönnur hafi verið færðar á þær. Stefnandi geri enga kröfu til þess að a ðrir menn lýsi sig samþykka þeim viðhorfum sem fram komu í ummælunum sem hann viðhafði. Hann telji sig hins vegar mega tjá skoðanir sínar án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum á starfshagsmuni sína og æru. Skipti þá í sjálfu sér ekki öllu máli hvor t hann sé talinn njóta réttarstöðu samkvæmt lögum nr. 70/1996 eða ekki. Að þessu leyti sé staða hans samt sterkari vegna ákvæða þeirra laga, sem eigi beint við um hann. Á Íslandi gildi meginregla um skoðana - og tjáningarfrelsi. Þýðingarmestu réttarheimild ina um það sé að finna í 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessu frelsi hljóti meðal annars að felast vernd gegn því að þeir sem kveðast vera annarrar skoðunar en sá sem tjáir sig geti beitt mælanda viðurlögum í einkaréttarlegum lögskiptum vegna hinna mismunan di skoðana. Stefnandi hafi í þessu máli mátt þola það að rektor stefnda dylgjaði á opinberum vettvangi um að stefnandi hefði hvatt til mismununar eða haturs vegna kynferðis fólks, og það meira að segja innan skólans. Ekkert sé fjær sanni, eins og starfsfe rill stefnanda sé til vitnis um. Stefnandi bendir á að mannauðsstjóri stefnda sé þátttakandi í umræðuhópi á netinu, þar sem boðuð sé ofstækisfull afstaða kvenna til karlmanna. Árásir sem þar birtist séu réttlættar með kynferði þeirra sem árásum sæti. Þar sé svo sannarlega hvatt til mismununar og haturs kvenna á karlmönnum. Á þessum vettvangi hafi mannauðsstjórinn sjálfur sent frá sér orðsendingar sem umbúðalaust sé beint að karlmönnum á grundvelli kynferðis þeirra og þeir nánast allir með tölu taldir taka þátt í einhvers konar samsæri brjóti á konum. Veltir stefnandi því upp hvort yfirstjórn stefnda, virðulegs háskóla, sé undir beinum áhrifum þessara ofstækisfullu skoða na og í reynd tilbúin til að láta misrétti og hatur bitna á starfsmönnum sínum, eingöngu vegna kynferðis þeirra. Aðför stefnda að stefnanda bendi til þess að svo sé. Það sé að minnsta kosti ekki mikið samræmi í því 7 að reka stefnanda en hrófla ekki við mann auðsstjóranum, sem stundi ódulbúna hvatningu til hatursaðgerða gegn karlmönnum almennt, og þá eingöngu vegna kynferðis þeirra. Stefnandi vísar til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, dags. 15. júní 2005, sem ber með sér að hafa verið undirrituð af átta háskólarektorum, þar á meðal þáverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Bendir stefnandi á að í yfirlýsingunni sé áhersla lögð á borgaralegan rétt til tjáningar og þátttöku í stjórn og félagsmálum utan háskólans, án þess að í þessari yfirlýsingu felist meðal annars einkaréttarleg skuldbinding af hálfu allra þessara skóla gagnvart starfsmö nnum sínum. Brotið hafi verið freklega gegn þessari skuldbindingu gagnvart stefnanda er hann var rekinn úr starfi sínu hjá stefnda fyrir það eitt að tjá sig um almennt málefni á vettvangi utan skólans. Framferði stefnda hafi valdið stefnanda verulegum mis ka. Dylgjur rektorsins hafi lotið að því að stefnandi hvetti til mismununar og haturs í samskiptum kynjanna. Það hafi stefnandi aldrei gert, hvorki á vettvangi skólans né utan hans. Á opinberum vettvangi hafi flestir tekið dylgjur rektorsins um þetta trúan legar og lýst andúð sinni á stefnanda, enda þótt margir hafi sagst vera andvígir brottrekstri stefnanda úr starfi. Stefnandi geri af þessu tilefni miskabótakröfu að fjárhæð 5.000.000 króna og styðji kröfuna við b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/19 93. Sundurliðun dómkröfu stefnanda Mánaðarlaun stefnanda nemi við málshöfðun 770.000 krónum. Fyrir liggi að stefndi muni greiða honum óskert laun til loka aprílmánaðar 2019. Krafa stefnanda sé um áframhaldandi óskert laun, miðað við óbreytta fjárhæð, frá 1. maí 2019 til loka októbermánaðar 2024 en 8. október það ár muni hann ná 70 ára aldri. Hér sé um 66 mánuði að tefla og margfaldi stefnandi einfaldlega mánaðarlaun sín með þeim mánaðafjölda. Fjárhæð þessarar kröfu verði þannig 50.820.000 krónur. Samkvæm t 1. gr. laga nr. 55/1980 njóti stefnandi að lágmarki þeirra kjara sem kveðið sé á um í kjarasamningi Félags háskólakennara við íslenska ríkið. Við höfðun þessa máls sé í gildi samningur frá 16. nóvember 2015. Samkvæmt honum njóti stefnandi sérstakrar eing reiðslu, 70.000 króna, 1. febrúar 2019 (2. gr.) og persónuuppbótar (desemberuppbótar), 89.000 króna, á árinu 2018 (4. gr.). Gera megi ráð fyrir að þessi uppbót muni halda sér um ókomin ár og þá að minnsta kosti að þessari fjárhæð. Fyrir næstu sjö ár, 2018 til 2024, muni þessi launauppbót nema að minnsta kosti 623.000 8 krónum. Eingreiðslan í febrúar 2019 muni væntanlega endurtaka sig árin 2020 til 2024 og verða þannig a.m.k. sexföld frá tíma málsóknar þessarar og nema a.m.k. 420.000 krónum. Þessir tveir kröfu liðir nemi þá 1.043.000 krónum. Saman myndi þessar fjárhæðir, auk fyrrgreindrar 5.000.000 króna miskabótakröfu, stefnufjárhæðina 56.863.000 krónur. Fyrir liggi að stefndi muni ekki sjálfviljugur greiða þessar fjárhæðir. Sé því um fyrirsjáanlega vanefnd að ræða. Réttlæti það kröfu stefnanda um dráttarvexti af fjárhæðinni frá upphafsdegi launakröfunnar, 1. maí 2019. III Málsástæður stefnda Stefndi kveðst byggja málatilbúnað sinn á meginreglum hins almenna vinnuréttar sem gildi um ráðningarsamning aðila. S amkvæmt launaseðlum stefnanda hafi hann verið félagsmaður í aðildarfélagi Bandalags háskólamanna (BHM), FTK félagi akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík. Líta beri til kjarasamnings BHM og Samtaka ráðningarsamningi málsaðila sleppir, enda hafi FTK ekki gert neinn sjálfstæðan kjarasamning við stefnda. Aðrir kjarasamningar, sem og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, séu málinu óviðkomandi. Hafn ar stefndi því sérstaklega að kjarasamningur Félags háskólakennara og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs hafi þýðingu fyrir réttarstöðu aðila, sem og samkomulag Félags háskólakennara og ríkissjóðs sem stefnandi hafi lagt fram í málinu. Stefndi vísar einkum til kafla 5.3 í kjarasamningnum sem fjallar um uppsögn. Þar sé því grundvallaratriði íslensks vinnuréttar sérstaklega haldið til haga að uppsagnarréttur vinnuveitanda sé frjáls. Einu takmarkanir á því frelsi komi fram í ákvæði 5.3.4 í kjarasam ningnum og eigi engin þeirra við um stefnanda. Stefndi kveðst jafnframt byggja málatilbúnað sinn á eftirfarandi málsástæðum: Stefndi í fullum rétti til að segja stefnanda upp störfum: Uppsögn stefnanda úr starfi hjá stefnda hafi byggst á þeirri meginreglu vinnuréttar að enginn verði þvingaður til þess að standa að ráðningarsambandi við gagnaðila. Sú meginregla komi meðal annars fram í ákvæði 5.3.4 í kjarasamningnum um frjálsan uppsagnar rétt. Er forsendur fyrir samstarfi aðila brustu hafi stefndi nýtt sér þann frjálsa rétt til þess að segja ráðningarsamningi aðila upp með umsömdum gagnkvæmum 9 þriggja mánaða uppsagnarfresti, að viðbættum þremur mánuðum skv. ákvæði 5.3.2 í kjarasamningnum um aukinn uppsagnarfrest. Allar takmarkanir á þessum grundvallarrétti, frelsi samningsaðila til að ljúka viðvarandi samningssambandi, verði að túlka þröngt. Í ráðningarsamningi aðila sé hvergi vikið að takmörkunum á frjálsum uppsagnarrétti stefnda sem sé því óskoraður, enda leggi engin ákvæði laga stein í götu þeirra ráðagerða stefnda að segja stefnanda upp störfum. Af ákvæði 5.3.4 í kjarasamningnum sé ljóst að þær aðstæður sem leiða til takmörkunar á rétti vinnuveitanda til að segja starfsmanni upp eigi ekk i við um stefnanda. Þá sé einungis skylt að rökstyðja uppsögn sérstaklega ef frelsi til uppsagnar er takmarkað samkvæmt ákvæðinu. Engar þær aðstæður sem ákvæðið lýsi eigi við um stefnanda. Sé því engin takmörkun á frelsi stefnda til að segja upp ráðningars amningi aðila. Þá hvíli engin skylda á stefnda til að rökstyðja ákvörðunina skriflega eða gefa stefnanda kost á að andmæla ákvörðuninni. Með vísan til framangreinds mótmæli stefndi því harðlega að uppsögn á ráðningarsamningi aðila hafi verið ólögmæt. Ein u skyldur stefnda hafi verið að virða ákvæði ráðningarsamnings og kjarasamnings um uppsagnarákvæði og lengd uppsagnarfrests. Stefndi muni efna þær skyldur og greiða stefnanda laun í uppsagnarfresti, bæði í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings aðila og kjar asamninginn. Hvað varði skyldu samkvæmt ákvæði 5.3.3 í kjarasamningnum, þá hafi stefnandi átt rétt á því að fá uppgefnar ástæður uppsagnarinnar ef hann óskaði. Engin slík ósk hafi komið fram af hálfu stefnanda, en ástæðurnar hafi allt að einu verið reifaða r á fundi aðila þann 4. október 2018. Áréttað sé að skyldan fjalli um ástæður uppsagnar en ekki rökstuðning eða andmælarétt starfsmanns. Stefndi hafi því virt skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi aðila út í hörgul. Stefnandi geti því ekki byggt frekari réttindi á ráðningarsamningi aðila og beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefnandi er ekki opinber starfsmaður og nýtur engra réttinda sem slíkur: Stefndi hafnar því að stefnandi njóti sérstakrar uppsagnarverndar samkvæmt rétti opinber ra starfsmanna. Jafnvel þótt lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum hafi gilt um stefnanda er hann færðist yfir til skólans með niðurlagningu Tækniháskóla Íslands, þá hafi sú uppsagnarvernd sem leiði af opinberum rétti ek ki verið meðal þeirra réttinda sem færðust yfir með starfsmanni á grundvelli laganna. Sú uppsagnarvernd gildi eingöngu fyrir opinbera starfsmenn og tengist starfi 10 þeirra samkvæmt opinberum rétti eða vegna eðlis starfsins. Með lögum nr. 72/2002 hafi tilskip un Evrópuráðsins nr. 77/187/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launþega við eigendaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar verið innleidd í íslenskan rétt og beri að túlka lögin með hliðsjón af því, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Á inntak tilskipunarinnar og túlkun hafi reynt í máli EFTA - dómstólsins nr. E - 3/01, Alda Viggósdóttir gegn Íslandspósti hf. Niðurstaða dómsins hafi verið sú að í tilskipuninni fælist ekki sérstök vernd gegn uppsögnum s amkvæmt opinberum rétti nema sú vernd væri leidd af innlendri vinnulöggjöf eða hinum almenna vinnurétti. Slík vernd sé ekki til staðar samkvæmt íslenskum lögum eða meginreglum vinnuréttar og gildi ekki á hinum almenna vinnumarkaði. Sú uppsagnarvernd sem st efnandi telji sig hafa notið við niðurlagningu Tækniháskóla Íslands árið 2005 verði því ekki leidd af lögum nr. 72/2002. Þá verði hún ekki leidd af meginreglum hins almenna vinnuréttar. Uppsögn stefnda á ráðningarsamningi aðila sé ekki ólögmæt á þessum for sendum. Stefndi byggir á því að stefnanda hafi verið þessi réttarstaða sín og annarra starfsmanna stefnda ljós eða a.m.k. mátt hafa verið hún ljós, miðað við þau gögn og umræður sem áttu sér stað þegar verið var að leggja ríkisstofnunina niður, sbr. tölvuskeyti og greinargerð til starfsmanna, dags. 21. mars 2005. Í bréfinu frá 31. mars 2005 sem stefnandi leggi fram hafi verið bent á að ákvæði laga nr. 70/1996 giltu um réttindi hans í tengslum við niðurlagningu skólans. Bréfið vísi því sérstaklega til réttarstöðu st efnanda í tengslum við niðurlagningu stöðu hans og ríkisstofnunarinnar. Í greinargerðinni frá 21. mars 2005 sem vísað sé til í bréfinu hafi verið farið ítarlega yfir breytingar á réttarstöðu stefnanda og ítrekað að lög nr. 70/1996 giltu ekki um starfsmenn stefnda heldur meginreglur hins almenna vinnuréttar. Þá hafi stefnanda verið boðið upp á fundi og nánari útskýringar á réttarstöðu hans ef hann teldi þörf á því. Enginn vafi hafi leikið á um réttarstöðu stefnanda að neinu leyti og ljóst hafi verið að með n iðurlagningu Tækniháskóla Íslands yrði hann ekki lengur opinber starfsmaður og nyti engrar sérstakrar uppsagnarverndar sem slíkur. Hafi réttarstaða stefnanda á einhverjum tímapunkti verið honum óljós að þessu leyti þá hefði honum mátt vera hún ljós við g erð ráðningarsamnings milli hans og stefnda og svo á þeim rúmu þrettán árum sem liðið hafi frá gerð ráðningarsamningsins og fram að uppsögn hans. Stefnandi geti því ekki byggt á því að hann hafi talið sig njóta réttinda sem opinber starfsmaður öll þessi rú mu þrettán ár, þvert á upplýsingagjöf, efni 11 ráðningarsamnings aðila og án þess að afla nokkurrar staðfestingar á því að svo væri. Þá hafi stefnandi ekki minnst einu orði á það á fundi aðila þann 4. október 2018 að hann teldi sig njóta sérstakrar uppsagnarv erndar. Gefi það sterklega til kynna að stefnandi hafi alls ekki staðið í þeirri trú að hann nyti slíkrar verndar. Stefnandi geti því ekki byggt á því að hann hafi, þrátt fyrir allt framangreint, verið í góðri trú um að hann nyti uppsagnarverndar sem opinb er starfsmaður. Þessu til frekari stuðnings vísar stefndi til blaðagreinar sem stefnandi hafi ritað og birt í Fréttablaðinu 28. janúar 2005. Þá bendir stefndi á að aðstaða stefnanda að þessu leyti sé á engan hátt sambærileg því máli sem til úrlausnar var í Hæstaréttarmáli nr. 258/2011. Þar hafi verið um tilfærslu á stofnun inn í opinbert hlutafélag að ræða, en ekki einkahlutafélag ótengt íslenska ríkinu eins og í tilviki stefnda. Aðstaða stefnanda sé því í öllum atriðum frábrugðin því tilviki. Beri því að sýkna stefnda. Stefndi hefur ekki brotið gegn tjáningarfrelsi stefnanda: Stefndi bendir á að uppsögn ráðningarsamnings sé í eðli sínu lok gagnkvæms samningssambands samningsaðila. Lok slíks sambands geti að mati stefnda ekki falið í sér aðför að tjáning arfrelsi samningsaðila. Stefndi hafi engar hömlur lagt á frelsi stefnanda til að tjá hug sinn. Stefndi hafni því að hann hafi á einhvern hátt brotið gegn stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi stefnanda með uppsögn á gagnkvæmum samningi aðila. Stefnandi hafi k osið af fúsum og frjálsum vilja að tjá skoðanir sínar með ýmsum hætti. Stefndi hafi ekki staðið í vegi fyrir því frelsi stefnanda á neinn hátt. Ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis kveði á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæring ar og að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en beri um leið ábyrgð á þeim fyrir dómi. Ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar leggi hins vegar ekki þá kvöð á stefnda að þvinga hann til að vera í ráðningarsambandi við stefnanda og slíkar kvaðir verði ekki leiddar af stjórnarskrárákvæðinu. Stefndi hafi ekki staðið í vegi fyrir tjáningu stefnanda og ekki takmarkað hana að neinu leyti. Stefndi hafi til dæmis ekki krafist þess að stefnandi léti af því að birta neikvæðar skoðanir sínar á konum og fram göngu þeirra. Stefndi hafi hins vegar kosið að ljúka samningssambandinu þegar framganga stefnanda keyrði um þverbak, enda sé stefndi frjáls að því hvaða skoðanir hann samsami sig við og einnig hvaða viðhorf hann aðhyllist ekki . Stefndi verði ekki með vísan til tjáningarfrelsis stefnanda þvingaður til þess að hafa hann í vinnu í sína þágu, ekki síst í andstöðu við yfirlýst gildi og hagsmuni stefnda. Slík túlkun á 12 tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár eigi sér enga stoð og stríði gegn grundvallarréttindum stef nda. Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla: Þá hafi stefndi ekki staðið í vegi fyrir akademísku frelsi stefnanda. Slíkt frelsi eigi ekki við um athugasemdir eða tjáningu stefnanda á opinberum vefmiðlum eða fjölmiðlum um málefni ótengd starfi hans, e nda teljist það ekki til birtra fræði - eða kennslugreina, sem hinar akademísku reglur lúti að og verndi. Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu að stefndi hafi á einhvern hátt brotið gegn þeim reglum með uppsögn sinni á ráðningarsamningi aðila. Stefndi hafni því að hann verði talinn búa við takmörkun á samningsfrelsi sínu á grundvelli þessara reglna eða búa við aðrar einkaréttarlegar kvaðir, eins og það að vera þvingaður til að hafa stefnanda í vinnu í sína þágu. Ráðningarsamningar stefnda og annarra starfs manna: Málatilbúnaði stefnanda um að stefndi hafi á einhvern hátt brotið gegn stefnanda með því að segja ekki upp ráðningarsamningum við aðra starfsmenn skólans sé vísað á bug. Stefnandi geti ekki leitt rétt af ráðningarsamningum stefnda við aðra starfsme nn skólans og því hvort stefndi grípi til uppsagnar gagnvart öðrum starfsmönnum skólans. Ráðningarsamband stefnda við aðra starfsmenn sé máli stefnda með öllu óviðkomandi. Launakröfu hafnað: Krafa stefnanda um laun til sjötíu ára aldurs eigi sér engan la galegan grundvöll. Í þeim tilvikum sem dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að uppsögn teldist ólögmæt hafi aldrei verið léð máls á kröfugerð sem þessari. Stefndi hafi greitt stefnanda laun í uppsagnarfresti frá uppsögn og muni efna ráðningarsamning aðila í hvívetna út sex mánaða uppsagnarfrest. Telji dómurinn að uppsögn stefnda hafi verið ólögmæt þá sé engu óbættu tjóni til að dreifa og beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Miskabótakröfu hafnað: Stefndi hafni jafnframt miskabótakrö fu stefnanda. Engu fjártjóni sé til að dreifa og stefnandi hafi ekki orðið fyrir miska. Hafi stefnandi orðið fyrir miska þá sé hann í beinu orsakasambandi við hans eigin framgöngu. Stefndi hafi ekki misgert við stefnanda á neinn hátt. Skilyrði til miskabót a samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu því ekki uppfyllt. Ekki geti talist til saknæmrar hegðunar sem fallið geti undir ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda að slíta ráðningarsambandi samkvæmt gagnkvæmri heimild til þes s. Uppsögn stefnanda hafi ekki verið í hámælum höfð af hálfu stefnda. Sé fullyrðingum stefnanda um opinberar dylgjur í garð stefnanda 13 vísað á bug sem röngum og ósönnuðum. Stefnandi hafi sjálfur tjáð sig um mál sitt og uppsögnina. Sú umræða eða umfjöllun ha fi ekki verið að frumkvæði stefnda og hafi stefndi ekki fjallað um málið í fjölmiðlum þrátt fyrir afflutning af hálfu stefnanda. Eina yfirlýsingin sem stefndi hafi látið frá sér fara opinberlega hafi einungis falið í sér reifun á þeim gildum sem stefndi ha fi í hávegum. Það sé ekki á ábyrgð stefnda ef stefnandi túlkar það svo að stefndi hafi vegið að honum með yfirlýsingunni. Orðalag hennar hafi verið almennt og hún einungis sett fram að gefnu ríku tilefni vegna opinberrar umfjöllunar á vegum stefnanda sjálf s. Hafi umfjöllun fjölmiðla valdið stefnanda miska sé það í beinu orsakasambandi við hans eigin framgöngu eða það að hann sendi fjölmiðlum gögn eða upplýsingar. Hafi hann því sjálfur valdið sér þeim miska, sé yfirleitt um miska að ræða. Stefndi bendir á að samkvæmt réttarframkvæmd hafi verið miðað við það að lægsta stig gáleysis fullnægi ekki kröfum 26. gr. skaðabótalaga til þess að dæma miskabætur. Eigi stefnandi erfitt uppdráttar á atvinnumarkaði verði það ekki lagt stefnda til lasts. Stefnandi hafi ek ki sýnt fram á að hafa orðið fyrir fjártjóni né öðru tjóni vegna uppsagnarinnar. Þá sé kröfu um miskabætur enn fremur mótmælt með vísan til dómafordæma á sviði vinnuréttar. Dómstólar hafi örsjaldan fallist á miskabætur, og þá í tilvikum þar sem greinilega hafi verið farið offari gegn hlutaðeigandi, oftar en ekki með opinberum yfirlýsingum um verk viðkomandi, framgöngu eða persónu. Sú sé ekki raunin í tilviki stefnanda. Stefndi hafi hvergi hallað á stefnanda í ræðu eða riti. Séu því engar forsendur til þess að fallast á miskabótakröfu stefnanda og beri að sýkna stefnda af henni. IV Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi kröfu um skaða - og miskabætur vegna uppsagnar hans úr starfi lektors við Háskólann í Reykjavík. Málsatvik eru að mestu óumdeild en þó er deilt um það hvort stefnanda hafi verið sagt upp störfum af þeim ástæðum einum að hann lét tiltekin ummæli falla á samfélagsmiðli eða hvort uppsögnin hafi átt sér lengri aðdraganda. Lítil sem engin sönnunarfærsla hefur þó farið fram af hálfu stefnda um þan n aðdraganda. Aðilaskýrsla fyrirsvarsmanns stefnda, háskólarektors, þar sem fram kom að hann teldi að rætt hefði verið við stefnanda um framkomu hans við nemendur og samstarfsfólk í fleiri tilvikum en á nefndum fundi, hefur samkvæmt almennum reglum 14 ekki sö nnunargildi umfram það sem kynni að teljast viðurkenning á atvikum sem eru aðilanum í óhag, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Óumdeilt er að stefnanda var sagt upp störfum strax daginn eftir að ummæli þau sem hann lét falla á sam félagsmiðli, og rakin eru í kafla I hér að framan, voru birt í fjölmiðli. Urðu þessi ummæli til þess að stefnandi var boðaður til fundar með stjórnendum háskólans, þar sem þau voru rædd, og lyktaði þeim fundi með því að stefnanda var gefinn kostur á að vel ja á milli þess að gera samning um starfslok sín eða taka á móti uppsagnarbréfi. Sést þetta m.a. á fundargerð um þann fund, sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum ritaði og ekki hefur verið vefengd. Af nefndri fundargerð má ráða að rætt hafi verið um það á fundi fundargerðinni, þótt hann viðurkenndi að hann gæ ti gætt betur að orðavali sínu og kannaðist við að rætt hefði verið um að hann talaði niður til nemenda. Samkvæmt framanrituðu verður stefndi að bera hallann af því að ósannað er að uppsögnin hafi átt sér neinn aðdraganda að ráði og verður lagt til grund vallar að umrædd ummæli stefnanda á samfélagsmiðli hafi verið meginástæða uppsagnarinnar. Stefnandi byggir á þeirri meginmálsástæðu að hann hafi notið sambærilegrar réttarstöðu í starfi sínu hjá stefnda og opinberir starfsmenn njóta samkvæmt lögum nr. 70/ 1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þar á meðal réttar til þess að verða áminntur áður en til uppsagnar kæmi, teldi stefndi hann sekan um ávirðingar í starfi, sbr. 21. gr. þeirra laga. Ekki er þó á því byggt að stefnandi hafi talist vera ríki sstarfsmaður í skilningi laganna eftir sameiningu háskólanna á árinu 2005, heldur því að stefnanda hafi verið gefið loforð um að hann myndi áfram njóta sambærilegrar réttarstöðu og ríkisstarfsmenn með einkaréttarlegri yfirlýsingu rektora háskólanna í bréfi þeirra til hans, dags. 31. mars 2005. Efni bréfsins er rakið í málsatvikalýsingu hér að framan að því marki sem þýðingu getur haft. Eins og þar kemur fram var stefnanda tilkynnt að til stæði að leggja nr. 70/1996. Í bréfinu var honum jafnframt tilkynnt að hinn sameinaði háskóli yrði rekinn af einkahlutafélagi og að samkvæmt lögum nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, bæri hinum sameina 15 staðfesting sameinaðs Þrátt fyrir tilvitnað orðalag gat það ekki dulist stefnanda af efni bréfsins í heild að verið væri að bjóða honum að þiggja nýtt starf hjá fyrirtæki sem rekið yrði á einkarétt arlegum grunni, í stað þess starfs sem hann hafði gegnt fram að því hjá ríkisháskóla sem verið var að leggja niður. Verður ekki séð að stefnandi hafi með réttu ríkisstarf smenn, þ.m.t. samkvæmt ákvæðum 21. gr. laganna, ef hann þæði boð um starf hjá hinum sameinaða háskóla, en fyrir því ber hann sönnunarbyrði. Fær slíkur skilningur heldur enga stoð í lögum nr. 11/2005, um afnám laga nr. 53/2002 um Tækniháskóla Íslands, með s íðari breytingum, og lögskýringargögnum að baki þeim lögum. Stefnandi dró ekki í efa fyrir dómi að honum hefði borist greinargerð sú, dags. 21. mars 2005, sem vísað er til í bréfinu, en þar kemur skýrt fram að lög nr. 70/1996 muni ekki gilda um starfsmenn hins nýja háskóla, en um þá gildi almenn löggjöf hins almenna vinnuréttar. Verður ekki heldur séð að stefnandi hafi kannað réttarstöðu sína að þessu leyti áður en hann undirritaði ráðningarsamning 24. október 2005, þar sem hvergi er minnst á að hann njóti slíkrar réttarstöðu, en kveðið á um gagnkvæman þriggja mánaða uppsagnarfrest. Samkvæmt framanrituðu verður að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að hann hafi við uppsögnina notið réttarstöðu samkvæmt lögum nr. 70/1996 á grundvelli efnis bréfsins frá 31. m ars 2005. Fór því um réttarsamband stefnanda og stefnda við uppsögnina eftir ákvæðum ráðningarsamnings, viðkomandi kjarasamnings og skráðum jafnt sem óskráðum reglum almenns vinnuréttar. Samkvæmt þeim reglum sem gilda á almennum vinnumarkaði er jafnt vin nuveitanda sem starfsmanni að meginstefnu til frjálst að segja upp ráðningarsamningi af hvaða ástæðum sem er, að virtum ákvæðum um uppsagnarfrest. Óumdeilt er að stefndi var ekki í þeirri stöðu að hann nyti sérstakrar uppsagnarverndar samkvæmt kjarasamning i, hvort heldur sem litið yrði til þess kjarasamnings sem stefnandi vísar til, kjarasamnings félags háskólakennara við íslenska ríkið eða til þess kjarasamnings sem stefni vísar til, kjarasamnings BHM og Samtaka atvinnulífsins (SA). Stefnandi vísar einnig til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var 15. júní 2005 af rektorum allra háskóla landsins, þar á meðal Guðfinnu S. 16 Bjarnadóttur sem var rektor Háskólans í Reykjavík bæði fyrir og eftir sameininguna sem tók gildi 1. júlí 2005. St efnandi byggir á því að það skjal hafi þýðingu varðandi réttarstöðu hans við uppsögnina, enda feli það í sér einkaréttarlega yfirlýsingu um vernd tjáningarfrelsis háskólakennara. Yfirlýsingin er almenns eðlis og fjallar um akademískt frelsi í háskólum. Hve rgi er til hennar vísað í ráðningarsamningi aðila. Jafnvel þótt á það yrði fallist að hún gæti haft þýðingu í málinu verður ekki af henni ráðið að hún verndi stefnanda fyrir uppsögn vegna tjáningar af því tagi sem hér um ræðir, sem hvorki verður séð að haf i tengst fræðastörfum hans né falið í sér gagnrýni á stefnu eða starfshætti stefnda. Óumdeilt er í málinu að stefndi hefur virt til fulls rétt stefnanda til greiðslu launa á uppsagnarfresti. Fjártjón vegna uppsagnar úr starfi getur almennt ekki numið meiru en launum á uppsagnarfresti. Hvílir það á stefnanda, í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar, að sanna að hann hafi orðið fyrir frekara tjóni af völdum stefnda sem enn sé óbætt og að önnur skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt, þ.e. um saknæmi o g ólögmæti, svo sem vegna þess hvernig uppsögnin var framkvæmd. Er ljóst að málatilbúnaður stefnanda er reistur á þeirri reglu þótt hún sé hvergi nefnd í stefnu. Hvað ætlað tjón sitt varðar vísar stefnandi til þess að honum muni reynast ómögulegt sökum al durs að finna sér nýtt starf, en hann er á 65. aldursári. Stefnandi er vel menntaður og búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skammur tími liðinn síðan uppsagnarfresti lauk og hefur því vart reynt á það enn hversu örðugt það muni reynast honum að finna sér nýtt starf við hæfi. Krafa stefnanda um skaðabætur sem nema launum hans frá lokum uppsagnarfrests til sjötugsaldurs er langt umfram það sem fallist hefur verið á í dómaframkvæmd. Hvað sem líður skorti á sönnun fyrir tjóni stefnanda er rétt að taka til umfj öllunar hvort sannað sé að um saknæma og ólögmæta háttsemi hafi verið að ræða í tengslum við uppsögn stefnanda. Kemur þá til skoðunar sú málsástæða stefnanda að uppsögn hans hafi falið í sér óheimila takmörkun á tjáningarfrelsi hans sem varið er af 73. g r. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og á hver maður rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambær ilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. S amkvæmt 3. mgr. þeirrar greinar má aðeins setja tjáningarfrelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða 17 siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs an narra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Tjáningarfrelsið er einnig varið af 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, og hafa ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar verið túlkuð með hli ðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmálans og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Hér að framan hefur því verið slegið föstu að ummæli þau sem stefnandi lét falla á samfélagsmiðli 3. október 2018, og komust í hámæli vegna fjölmiðlaumfjöllunar, hafi verið meginorsök þess að stefnanda var boðið að segja sjálfur upp störfum eða taka á móti uppsagnarbréfi á fundi sem haldinn var strax daginn eftir, 4. október s.á. Eins og þeim atvikum var háttað verður að fallast á það með stefnanda, gegn mótmælum stefnda, að uppsögnin hafi í reynd falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi hans. Kemur þá til s koðunar hvort sú takmörkun hafi engu að síður verið heimil, enda er tjáningarfrelsið ekki algilt og getur sætt takmörkunum innan þeirra marka sem framangreind ákvæði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmálans setja. Uppsögn ste fnanda fór, eins og áður sagði, fram innan þess ramma sem ráðningarsamningur aðila, kjarasamningur og löggjöf á sviði almenns vinnuréttar og óskráðar meginreglur vinnuréttar settu henni og stefnanda mátti vera það ljóst að hann starfaði á almennum vinnumar kaði eftir sameiningu háskólanna. Er því uppfyllt það skilyrði 3. mgr. 73. stjórnarskrárinnar að takmörkun tjáningarfrelsis hafi farið fram innan ramma laga. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda var uppsögn stefnanda nauðsynleg þar sem ummæli hans voru talin f ara freklega í bága við þau gildi jafnréttis sem háskólinn starfar eftir og hafa slæm áhrif á starfsfólk og nemendur háskólans . Kveðst stefndi leitast við að laða til sín starfsfólk og nemendur úr hópi kvenna jafnt sem karla og að háskólinn leitist við að styðja þá þróun að konum fjölgi í hópi nemenda og fræðimanna á sviði tækni - og verkfræði. Jafnt fjárhagslegir sem ófjárhagslegir hagsmunir hafi verið í hættu sökum trúnaðarbrests af völdum framgöngu stefnanda. Stefnandi hefur í engu andmælt því að framangr eind gildi og hagsmunir, sem lýst er nánar í greinargerð stefnda, séu raunverulegir og þarfnast þeir ekki frekari sönnunar. Jafnrétti og bann við mismunun, þar á meðal á grundvelli kynferðis, er meðal yfirlýstra gilda í starfi stefnda, eins og ráða má af s iðareglum hans. Almenna jafnræðisreglu er að finna í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og jafnrétti kynjanna nýtur sérstakrar stöðu samkvæmt 2. mgr. þeirrar greinar. Samkvæmt framanrituðu stefndi sú takmörkun á tjáningarfrelsi stefnanda sem 18 fólst í uppsög n hans að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis. Eru að því leyti einnig uppfyllt skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórna rskrárinnar. Loks er það skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. mannréttindasáttmálans, að skerðing tjáningarfrelsis teljist hafa verið nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðir. Í því felst einkum könnun á því hvort meðalhófs hafi ve rið gætt, m.ö.o. hvort þeim andstæðu hagsmunum sem vógust á er ákvörðun var tekin um takmörkunina hafi verið léð hæfilegt vægi. Til þess er fyrst að líta að uppsögnin átti sér stað í kjölfar ummæla sem féllu í eitt tilgreint skipti og að ósannað er, gegn mótmælum stefnanda, að gerðar hafi verið á fyrri stigum athugasemdir af hálfu vinnuveitanda hans við aðra tjáningu eða framgöngu stefnanda, þannig að þýðingu hafi í málinu. Stefnandi bendir á að ummælin hafi fallið í svokölluðum lokuðum hópi á samfélagsm iðlinum. Þótt ekki liggi fyrir í gögnum málsins, að því er séð verður, hve óhætt að slá því föstu að stefnandi hafi birt ummæli sín á opinberum vettvangi og jafnframt að hann hafi mátt vænta þess að ummæli sem hann birti þar kynnu að hljóta víðtækari dreifingu, t.d. fyrir tilstilli fjölmiðla. Ummælin sem um ræðir eru rakin í kafla um málsatvik hér að framan. Hlutlægt séð lýstu þau afar neikvæðum viðhorfum til kvenna a lmennt og áhrifa þeirra á vinnustaði. Úr þeim skín tortryggni í þá veru að konur saki karla gjarnan um kynferðisofbeldi að afi verið til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á aðra, t.d. samstarfsfólk stefnanda og nemendur háskólans. Þótt á það verði fallist að stefnandi hafi notið rýmra tjáningarfrelsis en ella, sem MeeToo - ekki fram hjá því litið að hann starfaði á almennum vinnumarkaði og gat því vænst þess að honum kynni hvenær sem er að verða sagt upp starfi sínu, að gættum uppsagnarfresti. Gat hann ekki haft réttmætar væntingar til þess að halda starfi sínu til loka starfsævi sinnar, óháð því hvernig vinnuveitandi hans mæti hann sem starfskraft, og þá ekki einungis á grundvelli fræðilegra starfa hans, heldur einnig sem samstarfsmann á vinnustað og áhrif hans á ímynd háskólans út á við. Vegna stöð u sinnar sem 19 háskólakennari og á grundvelli almennra trúnaðarskyldna gagnvart vinnuveitanda, verður að telja að stefnanda hafi verið rétt að vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem var innan starfs eða utan. Þá verðu r að telja að honum hafi mátt vera það fullljóst að ummæli af þeim toga sem hann viðhafði færu gegn þeim gildum jafnréttis sem stefndi starfar eftir. Við mat um það hvort meðalhófs hafi verið gætt við uppsögnina kemur enn fremur til skoðunar sú málsástæða stefnanda að ósamræmi sé í því fólgið að honum hafi verið sagt upp störfum á meðan ekki hafi verið hróflað við mannauðsstjóra stefnda, þrátt fyrir að hún hafi tekið virkan þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Við skýrslugjöf fyrir dómi ka nnaðist mannauðsstjórinn við að hafa tekið þátt í umræðu Engar upplýsingar liggja fyrir í málinu um það hvort nefnd þátttaka mannauðsstjórans í umræðu á samfélagsmiðli hafi leitt til einhverra viðbragða af hálfu stefnda, en a.m.k. liggur ekki fyrir að henni hafi verið sagt upp störfum. Það hvílir á stefnanda að sýna fram að þau ummæli h ans sem urðu þess valdandi að honum var sagt upp störfum og sú þátttaka mannauðsstjórans í umræðu á samfélagsmiðli sem sönnuð er séu nægjanlega samanburðarhæf og að viðbrögð stefnda við þeim hafi verið allskostar ólík. Að öllu framanrituðu og gögnum máls ins heildstætt virtum er það álit dómsins að stefndi hafi sýnt nægjanlega fram á að uppsögn stefnanda hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafnt stefnda og hluthafa hans sem starfsfólks háskólans og nemenda, og að vægari úrræð i, s.s. áminning, hafi vart verið tæk , sér í lagi í ljósi viðbragða stefnanda við aðfinnslum stjórnenda stefnda á fundinum 4. október 2018 . Þá verður ekki séð að uppsögnin teljist stefnanda óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar, þegar horft er til þess hvernig uppsögnin var framkvæmd og þess sem fyrr sagði um ætlaða möguleika hans á að finna sér annað starf við hæfi. Verður því að telja uppfyllt það skilyrði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar að meðalhófs hafi verið g ætt við takmörkun tjáningarfrelsis stefnanda. Þá er það mat dómsins að sú skerðing á tjáningarfrelsi sem fólst í uppsögn stefnanda við lýstar aðstæður geti samræmst lýðræðishefðum. Samkvæmt öllu framanrituðu verður skaðabótakröfu stefnanda hafnað, sem og miskabótakröfunni að því leyti sem hún kann að byggjast á framangreindum málsástæðum. 20 Víkur þá að þeirri meginmálsástæðu fyrir miskabótakröfunni að yfirlýsing rektors sem birt var opinberlega 12. október 2018 og rakin er í kafla I hér að framan hafi falið í sér aðför að mannorði hans, m.ö.o. ólögmæta meingerð í garð persónu hans og æru, í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í dómaframkvæmd hefur, með vísan til lögskýringargagna að baki ákvæðinu, verið miðað við það að lægsta stig g áleysis nægi ekki til þess að fullnægja kröfum ákvæðisins um ólögmæta meingerð. Sá hluti yfirlýsingar rektors sem stefnandi byggir sérstaklega á að hafi valdið honum miska, þar sem tekið var fram að orðræða sem hvetti til mismununar eða haturs væri ekki liðin innan háskólans, fól einungis í sér áréttingu á gildum háskólans. Var þar hvergi vísað til stefnanda eða ummæla hans, þótt ljóst hafi verið af samhenginu við fyrri hluta yfirlýsingarinnar að fjölmiðlaumfjöllun um starfslok stefnanda og ummæli hans va r tilefni þess að þau gildi voru áréttuð. Hvorki verður séð að yfirlýsingin hafi verið gefin af ónógu tilefni né að efni hennar hafi verið úr hófi fram eða vegið að stefnanda. Verður því ekki fallist á að skilyrði framangreinds lagaákvæðis séu uppfyllt til þess að verða við kröfu stefnanda um miskabætur úr hendi stefnda. Samkvæmt öllu framanrituðu og þar sem öllum málsástæðum stefnanda hefur verið hafnað ber að sýkna stefnda af öllum dómkröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu, sbr. 3 mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan, að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsuppsaga dróst vegna embættisanna og sumarleyfis dómarans. Dómsorð: Stefndi, Háskólinn í Reykjavík ehf., er sýkn af öllum dómkröfum stefnanda, Kristins Sigurjónssonar, í máli þessu. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Hildur Briem