Héraðsdómur Reykjaness Dómur 3 . janúar 202 3 Mál nr. E - 1102/2022 : A ( Elías Karl Guðmundsson lögmaður ) g egn B ( Snorri Stefánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað 30. maí 2022, var dómtekið 1. desember 2022. Stefnandi er A , . Stefndi er B, . Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda vegna vinnuslyss sem stefnandi varð fyrir á starfsstöð sinni á veitingastaðnum C , inni í verslun D , , hinn 25. október 2019. Einnig gerir stefnandi kröfu um málskostnað. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Þá gerir stefndi kröfu um málskostnað. I. Málsatvik eru þau að stefnandi, sem er félagsmaður í , hó f störf á veitingastaðnum C í september 2019, sem var inni í verslun D við . Vinnuveitandi stefnanda var upphaflega E ehf., kt. 000000 - 0000 , síðar F ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2020. Um starf stefnanda gilti kjarasamningur Sambands stj órnendafélaga (STF) við Samtök atvinnulífsins (SA). Stefnandi kveður að hinn 25. október 2019 hafi hann verið við störf í eldhúsi veitingastaðarins þegar hann hafi runnið til á eldhúsgólfinu, með þeim afleiðingum að bak hans og öxl hafi lent á veggföstum vaski. Hann hafi klárað vaktina um kvöldið en f arið að henni lokinni sárþjáður á bráðamóttöku Landspítalans. Hann hafi verið frá störfum vegna áverka sinna til 6. nóvember 2019. Í niðurstöðum ómskoðunar á hægri öxl stefnanda 11. desember 2019 k emur fram a ð hann sé með breytingar í ofannibbuvöðva ( l. subraspinatus ) og aukinn vökva í neðanaxlarvöðvabelg ( l. bursa subdeltoidea ). Röntgenskoðun var hins vegar án athugasemda. Framangreint atvik var ekki tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins . Hins vegar tilkynnti stefnandi það til Sjúkratrygginga Íslands með tilkynningu 3. desember 2019, 2 sem undirritað var af G , f.h. atvinnurekanda. Í tilkynningunni er tildrögum slyssins lýst á þann veg að stefnandi hafi staðið jafnfætis í afgreiðslu og halla ð sér að vegg þegar fætur hafi runnið undan honum, hann fallið til jarðar og fengið horn á vask i í bak. Stefnandi segir að hann hafi snúið aftur til starfa 6. nóvember 2019 , en þá hafi stefndi í máli þessu verið tekinn við ráðningarsamningi sem vinnuveita ndi og grei tt stefnanda laun frá og með þeim tíma, og allt fram til starfsloka í ágúst 2021. Stefnandi kveðst enn vera með áverka eftir slysið , eins og niðurstöður úr ómskoðun 17. september 2021 sýni . Verkir stefnanda lýs i sér í því að honum sé illt í hæg ri öxl, finn i til álagstengdra verkja og hreyfingar um axlarlið framkall i verki. Hann hafi verið slæmur í hægri öxl frá slysi og hann hafi lýst því fyrir heilbrigðisstarfsfólki að tímabilið eftir slysið hafi verið verstu ár ævinnar. Sjúkrasagan sýni gríðar legan mun á umfangi heilbrigðisþjónustu sem stefnanda h afi verið veitt fyrir og eftir slysið , en það sé til marks um þau miklu áhrif sem það hafi haft á heilsufar hans. Stefndi mótmælir í greinargerð sinni málsatvikalýsingu stefnanda sem fjalli um E ehf. Stefndi segir að hann hafi með engum hætti og á engum tímapunkti tekið á sig nokkra ábyrgð vegna slyssins. S tefndi hafi keypt tilteknar eignir og yfirt ekið tiltekna ráðningarsamninga frá E ehf. með kaupsamning i dagsettum í september 2019. A fhending samkvæm t kaupsamningnum hafi verið ráðgerð í lok október s.á . Samkvæmt samningnum skyldu tilteknir starfsmenn færast yfir til stefnda en ekki hafi verið ráðgert að ráðningarsamningur stefnanda myndi fylgja með. Samkvæmt kaupsamningnum hafi stefndi ekki tekið yfir neinar skaðabótakröfur sem stofnast hafi til áður en til framsalsins kom. Með bréfi lögmanns stefnanda 9. desember 2021 var farið fram á að H ehf., nú stefndi, greiddi stefnanda skaðabætur vegna umrædds slyss. Stefndi hafnaði kröfu stefnanda með bréfi 6. ja n úar 2022. Stefnandi hefur því höfðað mál þetta. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu en fyrirsvarsmaður stefnda kom ekki fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu. Þá kom fyrir dóm sem vitni G , sem var starfsmaður C , og síðar stefnda. II. Stefnandi byggir viðurkenningar kröfu sína á því að umrætt slys sé skaðabótaskylt samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu. Stefndi beri ábyrgð á vinnuslysinu á grundvelli sakarreglunnar, reglunnar um vinnuveitendaábyrgð og strangra bótareglna vegna vinnuumhverfis og framkvæmdar vinnu. Slys stefnanda eigi rætur að rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar og verklagsreglna á vinnustað, sem stefndi beri ábyrgð á gagnvart stefnanda sem vinnuveitandi. Þá byggir stefnandi á þeim sérst öku sjónarmiðum sem séu undirliggjandi við beitingu sakarreglunnar þegar um sé að ræða vinnuslys vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og vinnuaðstöðu. 3 Ábyrgð vinnuveitanda felist meðal annars í því að hafa ekki séð til þess að gólfefni væri nægjanlega stamt til að þola bleytu án þess að verða sleipt, í samræmi við skyldur vinnuveitanda samkvæmt 6. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Þá hafi vinnuveitandi ekki hirt um að setja verklagsreglur til að fyrirbyggja slys með því að gefa nægilegan tíma til að þrífa gólf og aðra fleti með fullnægjandi hætti. Kröfunni sé beint að stefnda þar sem þáverandi vinnuveitandi hafi ekki sinnt lögbundinni skyldu sinni gagnvart stefnanda að tryggja hann skyldutryggingu launþega, en stefndi hafi tekið við ráðningarsamning i stefnanda í nóvember 2019 og þar með ábyrgð á vanefndum skyldum fyrri atvinnurekanda gagnvart stefnanda , skv. ákvæðum laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Stefnandi vísar til þess að í 37. gr. laga nr. 46/1980 um að búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segi að vinnu skuli haga og framkvæma þannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Þá skuli fylgja viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríki sins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Þá segi í 13. gr. sömu laga að atvinnurekandi skuli gæta þess að fyllsta öryggis og góðra hollustuhátta sé gætt á vinnustað. Samkvæmt 42. gr. laganna sk uli vinnustaður þannig úr garði gerður að þar s é gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Stefnandi byggir á því að vinnuveitandi hafi ekki sinnt skyldum sínum samkvæmt framangreindum lagaákvæðum í umrætt skipti. Stefnandi lýsir því að innan við viku áður en hann hafi orðið fyrir slysi hafi verklagi á vinnustað verið breytt þannig að aðeins hafi mátt þrífa vinnusvæðið á 30 mínútum. Áður hafi ótakmarkaður tími verið gefinn til þrifa á svæðinu. S tefnand i telur 30 mínútur ófullnægjandi tím a fyrir einn starfsmann að þrífa vinnus væðið með nægilega góðum hætti. Þessi breyting bitn i á gæðum þrifanna, sérstaklega á svæðinu þar sem stefnandi hafi runnið og slasast. Stefnandi telur þannig augljós tengsl á milli nýs verklags á vinnustað í aðdraganda vinnuslyssins og tjóns sem hann hafi hlotið . Þá vísar stefnandi til þess að í 4. mgr. 6. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða segi að gólf og gólfefni í vinnurými skuli vera þannig að það hæfi því starfi sem þar er unnið með tilliti til slits, burðarþols og hreinsunar. Í 5. mgr. 6. gr. reglnanna segi meðal annars að gera skuli ráðstafanir til þess að draga úr hálku þar sem þess gerist þörf. Þessa hafi ekki verið gætt á vinnustað stefnanda með fyrrgreindum afleiðingum. Öryggisreglur um vinnuvernd haf i það að markmiði að draga úr slys um og gera þann ábyrgan sem ber i ábyrgð á vinnustaðnum og h afi af honum fjárhagslegan ávinning. Atvinnurekandi verð i að sæta ábyrgð á tjóni sem hl jótist beinlínis af ótryggum vinnustað, enda get i hann keypt sér vátryggingu til að mæta þeirri áhættu og ber i skyld u til að tryggja starfsfólk slysatryggingu. Þá telur stefnandi ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að það verð i að gera ríkar kröfur til þeirra sem reka verslunar - eða þjónustuhúsnæði, þar sem almenningur venur 4 komur sínar, um að þeir tryggi að almen ningi stafi ekki hætta af húsnæðinu. Samkvæmt þessu h afi þróast dómvenja um strangt sakarmat vegna líkamstjóns sem verð i inni í slíkum fasteignum og sé aðbúnaði eða húsnæði um að kenna. Stefnandi vísar í þessu sambandi meðal annars til dóms Hæstaréttar í m áli nr. 517/2005 og dóms Landsréttar í máli nr. 488/2020. Stefnandi telur að það sama eigi við í þessu máli, jafnvel þótt hann hafi verið starfsmaður í versluninni í umrætt sinn en ekki viðskiptavinur. Einnig telur stefnandi að v ið mat á sök stefnda verð i að líta til þess að vinnuveitandi hafi ekki tilkynnt slysið til Vinnueftirlitsins eins og lög ger i ráð fyrir, sbr. 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980. Hins vegar hafi stefnandi sjálfur haft frumkvæði að því að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands, sb r. tilkynningu 3. desember 2019. Vinnuveitanda ber i að tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins án ástæðulausrar tafar ef starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga. Tilgangur tilkynninga til Vinnueftirlitsins um slys á grundvelli laga nr. 46/1980 sé öðrum þræði að tryggja launþega sönnun um tjón og aðstæður á vettvangi. Til þess sé einnig að líta að þeim sé jafnframt ætlað að tryggja vinnuveitendum sönnun um aðstæður á vettvangi til að þeim veitist ráðrúm til að verjast bótaskyldu í máli. Það sé a lfarið á ábyrgð vinnuveitanda að tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins, sbr. 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980. Vanræksla vinnuveitanda á að hlutast til um rannsókn vinnuslyss leiði alla jafna til þess að hann verði látinn bera halla af skorti á upplýsin gum, sem ætla megi að unnt hefði verið að afla ef lögmæt rannsókn hefði farið fram. Dómvenja leiði til þess að vinnuveitandi, sem hirðir ekki um skyldu sína til að tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins, eigi að bera hallann af sönnunarskorti um atvik. Þ ess vegna eigi að leggja framburð stefnanda til grundvallar um málsatvik viðkomandi aðdraganda og ástæður vinnuslyssins. Þetta er samkvæmt margstaðfestri dómvenju, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í dómasafni 1962, bls. 335 . Einnig vísar stefnandi til dóma í máli nr. 272/2008, 481/2008 og 626/2013. Stefnandi byggir einnig á því að j afnvel þótt ekki yrði fallist á bótaábyrgð stefnda á grundvelli sakarreglunnar ætti hann allt að einu rétt til að fá viðurkenndan bótarétt á grundvelli sjónarmiða um slysatrygging ar launþega. Þá myndi ekki reyna á sakarmat heldur aðeins á það hvort skyndilegur utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum á líkama stefn an da og gerst án vilja hans. Þáverandi vinnuveitandi stefnanda, F ehf., hafi hins vegar vanefnt skyldu sína samkvæmt kjarasamningi STF við SA til að tryggja stefnanda skyldubundinni slysatryggingu launþega. Í gr ein 5.2 í gildandi kjarasamningi segi að atvinnurekanda sé skylt að tryggja starfsfólk fyrir afleiðingum slysa sem verði við vinnu. Þrátt fyrir þetta skýra kjar asamningsákvæði hafi engin gild slysatrygging launþega verið á vinnustað stefnanda á slysdegi. Þessi vanefnd vinnuveitanda hafi kom ið í veg fyrir að stefnandi gæti sótt rétt sinn í kjarasamningsbundnar skyldutryggingar, líkt og hann hefði með réttu átt að geta gert. Hefði kjarasamningsbundinnar slysatryggingar á vinnustað notið við hefði það 5 reynst stefnanda mun auðveldara að sækja bætur vegna slyssins. Bótakrafa stefnanda, sem ellegar hefði fengist greidd úr slysatryggingu, beinist því að vinnuveitanda. B ó taábyrgð stefnda komi því til skoðunar, jafnvel þótt ekki yrði fallist á að stefndi hafi valdið vinnuslysi stefnanda með saknæmum hætti. Aðild stefnda að þessu máli byggir stefnandi á því að félagið hafi tekið við öllum réttindum og skyldum þáverandi vinn uveitanda, F ehf., samkvæmt ráðningarsamningi við stefnanda, þegar stefndi hafi tekið við rekstri veitingastaðarins C , og launagreiðslum til stefnanda, þann 1. nóvember 2019. Um þetta vísar stefnandi til 1. mgr. 3. gr. laga um réttarstöðu starfsmanna við a ðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002. Samkvæmt ákvæðinu t aki nýr vinnuveitandi við skyldum fyrrverandi vinnuveitanda gagnvart starfsmanni, þar með talið ábyrgð á eldri vanefndum vinnuveitanda. Ákvæðið sé ekki takmarkað við ábyrgð á launagreiðslum, sbr. 4. mgr. 3. gr. ákvæðisins, þar sem k omi fram að ábyrgð vinnuveitanda nái ekki til réttar starfsmanna til elli - og örorkulífeyris eða eftirlifendabóta, en með gagnályktun frá ákvæðinu me gi álykta að ábyrgð vinnuveitanda nái til annarra greiðslna sem leiði af réttarsambandi vinnuveitanda og starfsmanns, þ.m.t. ábyrgð vinnuveitanda vegna vinnuslysa. Lög nr. 72/2002 hafi verið sett til innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2001/23/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launamanna við aðilaski pti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta fyrirtækja eða atvinnurekstrar. Tilgangur tilskipunarinnar sé að vernda réttindi starfsmanna við aðilaskipti að rekstri vinnuveitanda. Evrópudómstóllinn h afi í dómaframkvæmd lagt áherslu á að það sé ekki heimilt að takmarka skyldur atvinnurekenda samkvæmt tilskipuninni, svo halli á starfsmenn, ekki einu sinni þótt starfsmaður hafi veitt samþykki fyrir réttindaskerðingu í einstaka tilviki. Í öllu falli t aki stefndi við ábyrgð af fyrri vinnuveitanda vegna brota hi ns síðarnefnda gegn kjarasamningsbundnum réttindum stefnanda, þ.e. skyldunni til að tryggja stefnanda slysatryggingu launþega, sbr. ákvæði 5.2 í kjarasamningi . Leiði þetta af niðurlagi 1. mgr. 3. gr. laga nr. 72/2002. Hinn 1. nóvember 2019, eða tæpri viku eftir slys stefnanda, hafi stefndi tekið við rekstri veitingastaðarins C , sem og launagreiðslum til stefnanda. Þá hafi orðið aðilaskipti að veitingastaðnum í skilningi laga nr. 72/2002, en s amkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna fel i sínum, þ.e. skipulagðri heild verðmæta sem notuð verður í efnahagslegum tilgangi, hvort sem um er að ræða aðal - a, hafi verið nánast allt það sama og hafi áður starfað hjá F ehf., auk þess sem sami eigandi hafi verið að báðum félögum samkvæmt fyrirtækjaskrá, I . Stefnandi telur l jóst að skaðabótaábyrgð vinnuveitanda á vinnuslysi leiði beint af ráðningarsambandi féla gsins við stefnanda, enda sé um að ræða skaðabótaábyrgð sem 6 félagið beri beinlínis vegna stöðu sinnar sem vinnuveitandi stefnanda, auk þess sem kjarasamningsbundnar skyldur félagsins hafi lei tt beint af ráðningarsambandinu. Þar af leiðandi hafi skaðabótask ylda F ehf. flust yfir til stefnda um leið og aðilaskipti að ráðningarsambandi hafi orðið 1. nóvember 2019. Þá byggir s tefnandi á því að hann ber i ekki meðábyrgð á tjóni sínu . Þ egar hann hafi orðið fyrir umræddu vinnuslysi hafi hann verið búinn að vinna á vinnustaðnum í einn mánuð. Hann hafi því alls ekki verið öllum hnútum kunnugur á vinnustaðnum, né hafi hann haf t slíka reynslu af vinnustaðnum að tjónið verði rakið til óvandvirkni hans. Þvert á móti séu skyldur atvinnurekanda til fullnægjandi vinnuaðstæð na sérstaklega ríkar þegar um sé að ræða nýja og óreynda starfsmenn. Samkvæmt 23. gr. a í skaðabótal ögum nr. 50/1993 verð i réttur starfsmanns til skaðabóta vegna slyss ekki skertur vegna meðábyrgðar nema starfsmaður hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetnin gi átt þátt í því að tjónsatburður hafi orðið. Stefnandi hafi hvorki sýnt af sér stórkostlegt gáleysi né ásetning í umrætt skipti. Í umræddu ákvæði skaðabótalaga fel i st ströng sakarregla í garð vinnuveitanda. Um lagarök vísar s tefnandi til skaðabótalaga n r. 50/1993, almennra reglna skaðabótaréttarins um ábyrgð atvinnurekanda á vinnuslysum starfsmanna sinna, laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða og laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfs manna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Um kröfugerð vísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um málskostnað er byggð á 130. gr. sömu laga. Stefnandi rek i ekki virðisaukaskatt s skylda starfsemi, sbr. lög nr. 50/1998, og sé því óskað eftir að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar. III. Stefndi byggir í greinargerð sinni sýknukröfu á því að kröfu stefnanda sé ranglega beint að honum þar sem umrætt slys hafi orðið þegar hann hafi verið í vinnu fyrir annað félag. Stefndi hafi ekki með neinum hætti tekist á hendur nokkrar skuldbindingar gagnvart stefnanda vegna slysa sem hann hafi orðið fyrir í þjónustu annarra. Tjón það sem stefnandi hafi orðið fyrir sé því stefnda m eð öllu óviðkomandi. Stefndi hafi ekkert með slysið að gera og sé ósannað að slysið megi rekja til skaðabótaskylds tilviks sem stefndi beri ábyrgð á, hvað þá að stefndi geti talist bera ábyrgð á afleiddu tjón i vegna athafna aðila sem sé stefnda óviðkomandi . Þá geti stefndi ekki hafa borið ábyrgð á að tilkynna um slys sem hafi ekki varðað stefnda. Beri öll gögn málsins að sama brunni varðandi ábyrgð á slysinu. Megi þar nefna tilkynningu stefnanda til Sjúkratrygginga Íslands 3. desember 2019, f.h. þáverandi v innuveitanda stefnanda, E ehf. Eðli máls samkvæmt verði stefndi ekki gerður ábyrgur fyrir tjóni sem stefnandi kann að hafa orðið fyrir í þjónustu fyrr i vinnuveitanda síns. 7 Stefndi vísar til þess að í stefnu sé því haldið fram að stefndi hafi yfirtekið skyl dur fyrr i vinnuveitanda stefnanda þegar hann hóf störf hjá stefnda á grundvelli laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002. Stefndi kveðst hafa keypt tilteknar eignir og rekstur af E og tekið yfir tiltekna ráðningarsamninga. Ráðningarsamningur stefnanda hafi ekki verið þar á meðal. Þegar af þeirri ástæðu sé því hafnað að stefndi hafi yfirtekið skyldur fyrr i vinnuveitanda stefnanda með því að ráða hann síðar til starfa hjá sér. Þá sé í umræddum samningi ekkert tekið fram um að stefndi taki á sig skuldbindingar gagnvart starfsmönnum aðrar en þær sem hafi með ráðningarsamninga þeirra að gera. Samkv æmt 1. mgr. 3. gr. laga um aðilask ipti að fyrirtækjum færist r éttindi og skyldur framseljanda samkvæmt ráðningarsamningi eða ráðninga rsambandi sem fyrir hendi sé á þeim degi sem aðilaskipti eigi sér stað yfir til framsalshafa. Það eigi einnig við um vanefndir á skyldum framseljanda fyrir aðilaskiptin. Ljóst sé að ákvæðið fjalli um réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningi einvörðun gu en ekki skaðabótakröfur. Krafa sú sem stefnandi hafi uppi í málinu sé skaðabótakrafa og hafi ekki með ráðningarsamband við fyrri vinnuveitanda a ð gera. K röfur um greiðslu skaðabóta falli utan laga nr. 72/2002 svo sem skýrlega komi fram í 1. mgr. 3. gr. um yfirtöku framsalshafa á réttindum og skyldum samkvæmt ráðningarsamningi. Ekkert liggi fyrir um að stefndi hafi með nokkrum hætti samþykkt að bera skaðabótaábyrgð vegna tilvika sem hefðu orðið á meðan starfsmenn voru í vinnu hjá C við yfirtöku ráðningars ambands. Þá hafi C með engum hætti kynnt stefnda um tilvist mögulegrar kröfu og stefndi verið fullkomlega grandlaus um atburðarásina alla, enda það tjón sem stefnandi kann að hafa orðið fyrir stefnda með öllu óviðkomandi. Þá byggir stefndi á því að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga um aðilaskipti að fyrirtækjum in fine sé beint að tilvikum á borð við þau þar sem laun eða launatengd gjöld hafi ekki verið greidd. Stefnandi haldi því ekki fram í máli þessu að nokkuð sé útistandandi gagnvart honum hvað laun varðar. Lö gin gefi ekki til kynna að frekari skuldbindingar felist í ákvæðinu. Það væri framsalshafa mjög þungbært ef honum væri gert að bera ábyrgð á hvers konar kröfum starfsmanna óháð því hvaða nafni þær kynnu að nefnast og jafnvel hvort þær hefðu orðið til. Um l agarök vísar stefndi til laga u m réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, reglna starfsmannaréttar og tengdra réttarheimilda. Krafa stefnda um málskostnað grundvallast á 1 29 . og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda vegna vinnuslyss sem stefnandi varð fyrir 25. október 2019 á starfsstöð stefnanda á veitingastaðnum C , inni í verslun D , . Stefndi byggir í greinargerð sinni sýknukröfu 8 á því að kröfu stefnanda sé ranglega beint að honum þar sem slysið hafi átt sér stað þegar stefnandi vann fyrir annað fyrirtæki. Í málflutningsræðu lögmanns stefnda við aðalmeðferð málsins var hins vegar jafn framt byggt á þeim málsástæðum að um óhappatilvik hafi verið að ræða, ósannað væri að það hafi borið að tilkynna atvikið til Vinnueftirlits ríkisins, stefnandi hafi ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni, ósannað væri að tjón hafi orðið og að nokkuð hefði feng ist bætt úr launþegatryggingu. Einnig væri ósannað að orsakatengsl séu fyrir hendi, þ.e. hvort einkenni stefnanda séu tilkomin vegna afleiðinga líkamstjóns sem stefndi beri ábyrgð á. Af hálfu stefnanda var þessum málsástæðum mótmælt sem of seint fram komnu m og verða þær því ekki teknar til greina í málinu, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi hóf störf á umræddum veitingastað í september 2019 sem þá var í eigu E ehf. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefna nda. Í september 2019 gerði E ehf. samning við H ehf., sem síðar varð B ehf., stefndi í máli þessu, um kaup á rekstri og tilteknum eignum E ehf. Samningurinn liggur fyrir í gögnum málsins. Hann er ekki dagsettur en undirritaður fyrir hönd beggja félaga, se ljanda og kaupanda, af sama aðila, I . Um afhendingu og áhættuskipti segir í samningnum að seljandi, E ehf., skyldi halda hluthafafund eigi síðar en 30. október 2019 og bera samninginn upp til samþykktar eða synjunar og afhending fara fram að þeim fundi lok num. Ekki liggur fyrir hvenær afhending fór í raun fram en í samningnum var ákvæði um yfirtöku kaupanda á ráðningarsamningum við tiltekna starfsmenn. Stefnandi var ekki tilgreindur þar en við aðalmeðferð málsins upplýsti lögmaður stefnda að það hafi verið vegna mistaka sem stefnandi var ekki á listanum. Þá liggur fyrir að stefnandi vann áfram á umræddum veitingastað án þess að gerður væri við hann nýr skriflegur ráðningar samningur og stefndi þannig tekið við ráðningarsambandinu. Er ljóst að um var að ræða aðilaskipti í skilningi laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Ekki er fallist á að stefndi hafi verið fullkomlega grandlaus um slys stefnanda og atburðarásina alla, eins og hann heldur fram. S ami eigandi var að báðum f élögum, alla vega að hluta, og virðist reksturinn hafa í raun haldist óbreyttur. Stefndi vissi því eða mátti vita að E ehf. hefði vanefnt skyldu samkvæmt grein 5.2.1 í kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga um að tryggja stefnanda. Þá greindi stefna ndi frá því fyrir dómi að hann hefði látið I vita af slysinu með smáskilaboðum nóttina þegar hann kom af bráðamóttöku og hann hefði einnig hringt í hann morguninn eftir slysið. Jafnframt liggur fyrir að stefnandi var um tíma frá vinnu í kjölfar slyssins, t il 6. nóvember 2019, og mátti því vera ljóst að stefnandi hefði slasast. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 72/2002 skulu réttindi og skyldur framseljanda samkvæmt ráðningarsamningi eða ráðningarsambandi, sem fyrir hendi er á þeim degi sem aðilaskipti eiga sér stað, færast yfir til framsalshafa, þar á meðal vanefndir framseljanda á skyldum sínum fyrir aðilaskiptin. Er lögunum ætlað að tryggja að sem 9 minnst röskun verði á réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti á atvinnurekstri. Eins og áður segir hafði E eh f. vanefnt skyldu samkvæmt grein 5.2.1 í kjarasamningi SA og Sambands stjórnendafélaga um að tryggja stefnanda fyrir varanlegri eða tímabundinni örorku af völdum slyss við vinnu. Stefnandi getur því ekki sótt réttindi sín í skyldutryggingu vinnuveitanda. S lys stefnanda var ekki tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins eins og skylt var samkvæmt 79. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Engin rannsókn fór því fram á slysinu og skortir þannig upplýsingar um það hvernig aðbúnaði á vinnustaðnum var háttað þegar slysið varð. Verður því að leggja til grundvallar frásögn stefnanda um slysið og ófullnægjandi aðbúnað og verklagsreglur á vinnustaðnum, þ.e. að gólfið hafi ekki verið nægilega stamt og að starfsfólki hafi verið gefinn takmar kaður tími til að þrífa gólf. Auk þess styður vitnisburður G fyrir dómi að þrifum hafi aðeins mátt sinna á takmörkuðum tíma. Er hér um skaðabótaskylt tjón að ræða sem vinnuveitandi ber ábyrgð á. Stefnandi hefur lagt fram í málinu gögn um áverka á öxl og le itt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna umrædds slyss. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda, eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem er hæfilega ákveðinn 1.800.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari . Dómsuppsaga hefur dregist en gæ tt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómso r ð: Viðurkennt er að stefnd i, B ehf., beri skaðabótaábyrgð vegna vinnuslyss sem stefnandi , A varð fyrir á starfsstöð sinni á veitingastaðnum C , inni í verslun D , , hinn 25. októ ber 2019. Stefndi greiði stefnanda 1.800.000 krónur í málskostnað. Sandra Baldvinsdóttir